Kop.is Podcast #62

Hér er þáttur númer sextíu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 62. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við kaupin á Rickie Lambert, Emre Can og hituðum rækilega upp fyrir HM í Brasilíu.

Tenglar:

  • Kop.is: Um Rickie Lambert
  • Fox Sports World Cup Predictor
  • Zonal Marking: Yfirferð um leikmannahópa og líklega taktík allra liða á HM
  • 14 Comments

    1. Jess! Ég fór sérferð inn á síðuna til að gá hvort það væri nokkuð komið nýtt podkast og viti menn! Nú get ég ekki beðið eftir að leggjast á koddann á eftir, loka augunum og láta ykkar undurfögru raddir leiða mig inn í draumalandið.

    2. Ein ábending, það er rétt hjá ykkur að Ástralía er eflaust lélegast lið keppinar. En þeir komust örugglega inná HM. Held að þeir hafa verið fyrsta liðið til að tryggja sér með því að vinna Asíuriðillinn. Þeir taka þátt í Asíuforkeppni nuna eftir að hafa sagt sig úr eyjaálfukeppinni. Þess vegna komst t.d. hörmulegt lið Hondúras í keppina, en þeir sigrðu Nýja Sjáland í umspili 🙂
      Annars ætla ég að klára að hlusta á þessa snilld hjá ykkur á morgun 🙂

    3. Englands umræðan. Jú ég hata Roy Hodgson en hvernig ég sem Púllari get ekki stutt Stevie G sem fyrirliða á knattspyrnuvelli ætti að vera mér rannsóknarefni. Fyrir utan alla hina Púllarana okkar í liðinu. Sjónarmiðið með meiðsl og þreytu ef þeir fara lengra er alveg skiljanlegt en eins og þið komið inná með Bresku pressuna og sjálfssálit tel ég að það sé alltaf betra fyrir okkar menn í Liverpool að komast sem lengst. Ég er sammála með Chile og vona heitt og innilega að Holland drulli uppá bak nema að einu leyti. Ef Holland kemst sem lengst verður tími fyrir fókus hjá Van Gaal á utd minni og meiðslahrúgan Persie fær minni tíma til að jafna sig.

    4. Takk fyrir þetta kappar. Podcastin ykkar er frábær. “Keep up the good work !” Áfram Liverpool.

    5. Er nu ekki buinn ad hlusta a podcastid en langadi ad spyrja hver paelingin er med Lovren sludrid.

      Vid erum med Skrtel, Sakho, Agger og Toure….svo var thessi Ilori svakaefnilegur sidast thegar eg vissi.

    6. Nr. 9

      Pælingin með Lovren væri líklega að koma inn í liðið með Sakho. Sé ekki Skrtel, Agger, Toure eða Ilori stoppa það komi hann til Liverpool.

    7. Kristján Atli.

      Landið heitir Chile, ekki Síle.

      Rétt eins og Chad heitir ekki Sad.

      Auðvitað á að fara sömu leið og með Tjad… Tjíle.

      arg.

    Veikasti hlekkurinn – vinstri bakverðir

    Dejan Lovren?