Könnun: Hverjir vinna HM?

Það er ekkert að frétta og sex dagar í mót. Tökum aðeins púlsinn á lesendum Kop.is næstu daga. Við spyrjum, einfaldlega…

Hverjir verða heimsmeistarar í Brasilíu?

 • Brasilía (29%, 328 Atkvæði)
 • Þýskaland (20%, 220 Atkvæði)
 • Argentína (17%, 191 Atkvæði)
 • Spánn (9%, 97 Atkvæði)
 • Úrúgvæ (7%, 79 Atkvæði)
 • England (6%, 68 Atkvæði)
 • Belgía (3%, 35 Atkvæði)
 • Ítalía (2%, 28 Atkvæði)
 • Frakkland (1%, 12 Atkvæði)
 • Alsír (1%, 9 Atkvæði)
 • Íran (1%, 9 Atkvæði)
 • Holland (1%, 8 Atkvæði)
 • Portúgal (1%, 7 Atkvæði)
 • Bandaríkin (0%, 4 Atkvæði)
 • Kólumbía (0%, 4 Atkvæði)
 • Gana (0%, 4 Atkvæði)
 • Rússland (0%, 3 Atkvæði)
 • Japan (0%, 3 Atkvæði)
 • Síle (0%, 2 Atkvæði)
 • Mexíkó (0%, 2 Atkvæði)
 • Króatía (0%, 2 Atkvæði)
 • Fílabeinsströndin (0%, 2 Atkvæði)
 • Bosnía og Hersegóvína (0%, 2 Atkvæði)
 • Hondúras (0%, 2 Atkvæði)
 • Suður Kórea (0%, 1 Atkvæði)
 • Sviss (0%, 1 Atkvæði)
 • Ekvador (0%, 1 Atkvæði)
 • Grikkland (0%, 1 Atkvæði)
 • Kosta Ríka (0%, 0 Atkvæði)
 • Kamerún (0%, 0 Atkvæði)
 • Ástralía (0%, 0 Atkvæði)
 • Nígería (0%, 0 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,125

Loading ... Loading ...

Þið megið svo endilega gera grein fyrir ykkar atkvæði í ummælunum. Annars er þetta opinn þráður, ræðið það sem þið viljið.

32 Comments

 1. Ég ákvað að velja það lið sem mér datt fyrst í hug og það reyndist vera Argentína. Vísindalegra var það ekki hjá mér. Spurning um að setja háar fjárhæðir á þetta 🙂

 2. Ég kaus Brasilíu, einfaldlega vegna þess að þeir eru á “heimavelli”
  Ég held ekki að þeir séu með besta liðið, en ég held að þessi auka faktor að vera heima, og að sjáfslö
  gðu saga Brasilíu á HM, og þar af leiðandi aukin pressa sé mikið spark í rassgatið á þeim. En ég yrði heldur ekkert sérstaklega hissa ef að þeir myndu bara detta út úr 16 liða úrslitum, út af sömu ástæðu.

  Held svo með Englandi út af Liverpool gæjunum, og svo hef ég smá soft spot fyrir Belgíu. Væri líka gaman að sjá Uruguay vinna, það myndi gefa Suarez ágætis möguleika á Balon d’Or 2014.

 3. Ég sagði Brasilía því ég held að heimavöllurinn skipti miklu máli. Síðan eru þeir bara með svo massive lið sem er vel skipað hvar sem er.

 4. Spánn tekur þetta, ekki með sömu pressu á sér og oft áður og þeir koma á óvart og verja titilinn.

 5. Ég held að á þessu móti sjáum við endalok einokunar á titlum undanfarin ár hjá Spænska landsliðinu, og að Brasilía sem hefur alltaf verið mitt lið taki þetta mót, því miður ekki með sambaboltanum, heldur sterkri vörn og miðju.

  Ég spái því GLAÐUR Brasilíu sigri 🙂

 6. Ég er nokkuð viss um að Brasilíumenn vinna mótið á heimavelli og kæmi ekki á óvart að þeir muni flengja Króatana í opnunarleiknum á fimmtudag, sem yrði þá um leið að mínu mati smá sárabót fyrir að Króatarnir slógu Ísland út í umspilinu.

  Brasilíumenn hafa auk heimavallarins aðra gulrót til að vinna mótið, sem er að sameina sundraða þjóð. Fréttaflutningur af óánægju brasilísku þjóðarinnar með mótið hefur þó verið einhliða og orðum aukinn, nýleg skoðanakönnun sýnir að yfir helmingur landsmanna er hlynntur mótshaldinu, 42 % andvígir (http://riotimesonline.com/brazil-news/rio-politics/brazilians-spilt-in-favor-of-hosting-world-cup/). Ég hef ekki orðið mikið var við óánægju hér í Ríó undanfarnar vikur, það eina sem ég hef séð er veggjakrot á stöku stað, t.d. “Fuck FIFA” eða “FIFA go home”

  Ég hef trú á að þetta mót muni hafa jákvæð langtímaáhrif fyrir landið, en sigur Brasilíumanna mun án efa þagga niður í mörgum mótmælaröddum. Vissulega er skítt hve langt fram úr áætlunum kostnaður við mótið hefur farið og hve stóran hluta tekna FIFA er að taka í sinn vasa, en langtímaáhrifin fyrir Brasilíu eiga eftir að koma í ljós án þess að ég ætli að fara yfir það í löngu máli hér.

  Brasilíska liðið býr yfir mikilli breidd og eru léttleikandi, góðir í að halda bolta og munu líklega stýra flestum sínum leikjum á mótinu. Það liggur ljóst fyrir að Spánverjar hafa verið að veikjast, stjörnur á borð við Xavi og Torres eru komnar af léttasta skeiði og munar um minna. Diego Costa og Silva eru þeirra helsta ógn í dag en ég held að það sé ekki nóg til að vinna HM.

  Ég held að Þjóðverjar séu helstu keppinautar Brasilíu um titilinn vegna þess að þeirra helstu stjörnur eru að toppa núna. Argentínumenn eiga tiltölulega þægilegan riðil en ég sé þá ekki fara mikið lengra, þeir reiða sig of mikið á Messi, sem hefur ekki staðið sig neitt frábærlega á stórmótum með liðinu hingað til, tippa á að Argentínumenn valdi vonbrigðum líkt og á undanförnum stórmótum. Belgar verða líklega spútniklið mótsins og gætu farið alla leið í undanúrslit.

  Svo er spurning hvaða áhrif vegalengdirnar, utanumhald og t.d. loftslagið í Manaus mun hafa á liðin.

 7. kaus Brassa, með frabært lið og a heimavelli sem skilar titlinum

  Held samt alltaf með Englandi og hef alltaf gert, ef Hodgson byrjar með Gerrard , Henderson , sterling og sturridge gætu þeir orðið hættulegir en hef fulla tru a að Hodgson skíti uppa bak og verði með td welbeck i liðinu a kostnað sterling sem væri auðvitað galið enda sterling ljósárum betri en welbeck .

  en þetta verður skemmtilegt mót.

  Brassar , Argentina , Þýskaland og Spánn líklegust .. spánn orðið þreytt finnst mer, þeir voru æðislegir með Aragones 2008 en orðið þreytt að sja þa halda boltanum allan tímann og varla reyna að skora undir stjórn Busquets..

 8. Þegar ég renni yfir leikmannahóp Brasilíu sé ég einhverja sterkustu vörn í heimi og… ekkert annað. Voðalega ólíkt þjóðinni að hafa jafn veika sókn. Gera ekkert að viti. Hugsa að Ronaldo í nútímastandi myndi skora meira en bæði Fred og Neymar munu gera á þessu móti.

 9. Kaus brassa, undir venjulegum kringumstæðum vær það eða þjóðverjar gott bet, en i þetta sinn eru þeir a heimavelli með alla sína bestu menn heila, þannig að þetta er no brainer.

 10. Ég kaus Brazil… Þeir tóku álfukeppninna óvænt í fyrra og eru komnir á bragðið. Eru með frábæra leikmenn í byrjunarliðið fyrir utan Sideshow Bob. Neymar er í allt öðrum klassa þegar hann klæðist gula búningnum en röndótta í Barcelona. Þeir eru á heimavelli og það er alltaf sterkt þegar er komið í lokakeppni á svona stóru móti. Reyndar væri ég allveg til í sjá eitthvað óvænt og svona stemmingslið sem allt gengi upp hjá myndi vinna þetta. Úrugvay Chile og jafnvel England útaf fjölda Liverpool leikmanna, Enn sé það bara ekki gerast.

  Ef við horfum á Spánn þá er ekkert skrýtið að þeirra gullöld er á sama tíma og Barcelona tekur eitt flottasta gullaldartímabil í sögu félagsins. Núna hefur völd Barcelona farið hnignandi ásamt Spánn. Sé þá ekki leika afrekið fyrir 4 árum aftur í Brazil. Hinn liðin eru bara mun sterkari í dag enn þeir. Brazil – Þýskaland – Argentína hafa öll tekið framúr Spánn varðandi gæði leikmanna, Samt Maður getur ekki afskrifað Spánn Þeir hafa reynslunna og sumir leikmenn búnir að taka þátt í þessu ótrulegu ævintýri síðan 2008 og vita upp á hár hvað þarf til að vinna titil. Bara Þeirra bestu leikmenn eru bara ekki nærri því eins góðir og 2010 og það telur drjúft, Argentína er með þvílíka sóknarlínuna að annað eins hefur ekki sést áður,Reyndar leynast mínusgallar inn á milli enn byrjunarliðið hjá Argentínu ætti að vera nógu gott til að vinna þetta mót með smá heppni og seiglu sem þarf í svona mót. PLús Messi Mun gera sitt besta til að vinna þetta og hefur viðurkennd að hann var að spara sig í vetur til að toppa á HM 2014 svo það gæti gerst. Plús Það er ekkert eins SWEET fyrir Argentínubúa að vinna HM í Brazil þvílíkur rígur þarna á milli og það gæti gefið stórt boost að vinna Titilinn í landi erkifjendana. Það þarf ekki að segja mikið um Þýskaland Ávallt sterkir með hrikalega öflugt lið græða mikið á velgengni Bayern Munchen því kjarninn kemur þaðan og Þarna eru leikmenn sem kunna vinna bikara og eru haldnir sigurhefð.
  ENn Heimavöllurinn telur drjúft og Brazil er bara með ótrúlegt lið. Menn leggja oft 150% á sig þegar þeir spila á heimavelli og það telur. Neymar mun enda mótið sem markahæsti leikmaðurinn með 6 mörk og þarf af 2 í úrslitaleiknum þið lásuð það fyrst hér 🙂

 11. Brasilía. Flottur mannskapur vanir hitanum og aðstæðum. Ef ekki þeir þá verður það önnur S-Ameríkuþjóð sem tekur þetta.

  Evrópuþjóðir eiga erfitt uppdráttar á HM utan evrópu en fyrir fjórum árum var Spánn fyrsta evrópulið í sögunni að vinna fyrir utan evrópu. England fellur úr keppni í vítaspyrnum í 8 liða úrsl.

 12. Ég ætla að tippa á þjóðverjana.
  Þeir eru með rosalegt lið og mikla breydd sem á eftir að hjálpa þeim þegar nær dregur úrslitunum. Þeir eru sterkir varnarlega og ég sé leikmenn hjá þeim sem gætu skorað nokkur mörk í keppninni.

  Menn eru að tippa á Brasilíu og skil ég það vel en ég held að heimavöllurinn gæti líka haft slæm áhrif á þá. Ég var að horfa á æfingarleik með þeim í gær og þeir voru púaðir af vellinum í hálfleik vegna lélegra framistöðu.
  Ég held nefnilega að þegar þeir eru að fara að mæta rosalegum liðum í 8.liða, 4 .liða og jafnvel úrslitunum þá fara taugarnar og pressan að segja verulega til sín. Það vill engin vera skúrkurinn sem klúðraði HM fyrir Brasilíu og gæti það dregið aðeins tennurnar úr þeim.

  Þjóðverjar, Spánverjar, Brasilía, Suarez og Argentína eru þau lið sem ég sé að gætu gert góða hluti.
  England er ekkert að fara að vinna þessa keppni því miður en maður heldur með þeim enda sér maður þessa kalla allan veturinn.

 13. Er að fylgjast með englendingum spila á móti hondúras og þeir eru eins og hauslausar hænur í þessu kerfi sem Hodgson er að spila, Ótrúlegt að Englendingar með alla þessa hæfileika skuli ekki ráða sér betri stjóra sem spilar 21. aldar fótbolta.
  Er hræddur um að þeir eigi ekki eftir að gera neitt á HM

 14. Kaus Argentínu og er að breyta um skoðun núna rétt fyrir mót með því. Hef verið harður á því að Spánverjar taki þetta hingað til.

  Ástæðan er einföld, þeir eru með besta sóknarliðið og fyrir utan það eru þeir með mjög gott lið og MIKLU betri stjóra en á síðasta móti.

  Leo Messi á þennan eftir og þetta er tækifærið. Núverandi stjóri byggði liðið alveg upp í kringum hann er hann tók við árið 2011 og síðan þá hafa Argentínumenn verið sterkir. Messi einn og sér er hreinlega nóg til að spá þeim sigri, sérstaklega þar sem mótið er í S-Ameríku hjá nágrönnum þeirra í Brasilíu. Hann er þó ekki öll sagan í sókninni hjá þeim, Aguero er á topp 5 yfir bestu sóknarmenn í heimi. Higuain var aðal sóknarmaður Real Madríd fyrir mjög stuttu síðan og átti gott tímabil á Ítalíu. Di María var svo maður leiksins um daginn í stærsta leik félagsliðaboltans. Argentína er afar langt frá því að vera eitthvað one man team. Ég er ekki einu sinni búinn að nefna Lavezzi og Palacio (Inter). Hvað þá Tevez sem komst ekki í hópinn hjá þeim. Þá vantaði sárlega góðan stjóra síðast, núna hafa þeir hann.

  Á miðjunni er Mascherano fastur punktur og spilar þar í sinni bestu stöðu, ekki í vörninni. Rest af hópnum eru engir farþegar heldur. http://www.fifa.com/worldcup/teams/team=43922/groups.html

  Spánverjar voru mitt gisk þar til ég fór að skoða hópinn hjá Argentínumönnum. Þeir eru líka eina evrópuþjóðin sem ég sé fyrir mér geta unnið þetta í S-Ameríku, aðstæður ættu a.m.k. ekkert að trufla þá. Bestu leikmenn S-Ameríku spila hvort eð er flestir á Spáni á einhverjum tímapunkti.

  Hópurinn hjá þeim er rosalegur og fullur af mönnum sem hafa unnið bókstaflega allt sem í boði er í boltanum, stjórinn er sá sami og stýrði þeim í höfn á síðasta HM og EM. Ástæðan fyrir því að ég hætti við þá er að þeir hafa unnið síðustu tvö stórmót og önnur lið ættu að vera farin að þekkja aðeins inn á þeirra taktík. Hjartað í liðinu (Xavi, Iniesta og Alonso) er líka aðeins komið á aldur þó þeir eigi “skítsæmilega” menn til vara. Sóknarlínan hjá þeim er góð en ekkert í líkingu við það sem Argentína hefur upp á að bjóða.

  Þjóðverjar eru annars komnir á tíma (til að vinna mótið) og ALDREI vanmeta þá, þeir fóru með 2002 hópinn alla leið í úrslit. Englendingar gerðu boli og DVD diska er þeir unnu þá 5-1 í undankeppninni fyrir það stórmót. Þjóðverjar fóru alvegj jafn mikið í úrslit fyrir því.

  Öfugt við liðið þá eiga þeir þrusu hóp núna og hvergi veiktan blett að finna nema upp á toppi. Þar eru Klose og Podolski ennþá og það virðist engu skipta hvað þeir eru gamlir eða hvað þeir eru að gera hjá félagsliðum sínum þá standa þeir sig alltaf með landsliðinu. Held samt að þetta verði slæmt mót hjá Þjóðverjum, þeir komast bara í undanúrslit.

  Brasilía eru auðvitað favorites og með bæði hóp og stjóra til að vinna HM, hvað þá á heimavelli. Pressan á þeim er líka svakaleg og það er eitthvað við þá sem gerir það að verkum að ég hef alls ekki mikla trú á þeim. Markmaðurinn er að spila í MLS deildinni og sóknarlínan er ekki mjög traustvekjandi, allt annað er reyndar fáránlega sterkt.

  Ítalía gæti tekið þetta af gömlum vana með varnarsigrnum, mest allt liðið er skipað leikmönnum sem eru að spila á Ítalíu. Tippa samt ekki á þá því ég held að þeir komist ekki upp úr riðlinum.

  England er með hóp til að fara mjög langt, miklu betri en margir gefa þeim credit fyrir, en Roy Hodgson er stjóri liðsins og frekar þarf ekki að útskýra möguleika þeirra. Vinna riðilinn samt og líka leikinn í 16-liða úrslitum. Falla að vanda út eftir vítaspyrnukeppni.

  Dark horse í keppninni hjá mér er Belgía og Chile verður skemmtilegasta liðið.

  Annars tökum við podcast á þriðjudaginn að stórum hluta um HM, þar verð ég líklega búinn að breyta 100% um skoðun.

 15. Ég kaus Brasilíu, ekki einungis vegna þess að þeir eru á heimavelli heldur einnig því þeir spila mjög “balanseraðan” og góðan bolta. Þeir eru sterkir á öllum vígstöðvum og með samrýmdan hóp af leikmönnum sem eru búnir að spila saman í nokkur ár og er það líklega ástæðan fyrir því af hverju Coutinho og Firmino komust ekki í hópinn. Það er eins og þeir muni raska jafnvægi hópsins ef það koma nýjir leikmenn inn. Scolari er eins og hinn versti Stóisti með þetta skipulag sitt.

  En ég held engu að síður að þetta eigi eftir að vera kostur heldur en ókostur fyrir þá.

 16. ég tippaði öruggt og skaut á brasilíu

  en þar sem þetta er tengt þá langar mig að bjóða ykkur kopverjum að vera með í smá tippleik varðandi HM
  fyrst þarf að svara 12 spurningum og eru 4 stig fyrir hvert rétt svar (fyrsta spurningin er svona: “Which team will produce the highest goal scorer?”)
  og svo tippa á úrslit leikja og er nóg að tippa áður en leikur hefst.
  fyrir rétt úrslit (1X2) fást 2 stig
  ryrir réttan markamun fást 2 stig
  og fyrir hárrétt úrslit fást 4 stig

  eins og staðan er núna eru engin verðlaun en það má bæta úr því ef einhver er í gjafastuði

  vonast til að sjá sem flesta en slóðin er

  bara skrá sig inn og tippa 🙂

  YNWA

 17. Sé þig í Rio Guðmundur F 😉

  Ég verð að játa það kæru félagar að ég dissaði kop.is ferðir og aðrar Anfield ferðir í vetur til að upplifa 32 ára gamlan draum, að fara á HM. Ég giska á, held með og vona að heimamenn taki þetta. Súrt að sjá hvorki Lucas né Coutinho í liðinu, en það segir okkur líka að það er massívur og breiður hópur hjá þeim. Ég held að eitt annað lið komi til greina sem sigurvegarar og það er Argentína. Sögulega hafa aðeins S-Amerísk lið unnið keppnina þegar hún hefur verið haldin þar og bæði Brasilía og Argentína eru með það sterka hópa að Evrópuþjóðirnar ná þeim ekki og því mun það ekki breytast. Annars hefur maður svosem ekkert vit á þessu og Uruguay, Ítalía, Spánn og Þýskaland gætu alveg unnið keppnina…

 18. þurfið að fara hlaða i podcast þar sem þrír leikmenn eru komnir siðan ssiðast varnamaðue,miðju,sóknar.

  maggi verður að taka þátt i podcastinu kveðja fan nr.1

 19. Kaus Þjóðverja. Þeir eru alltaf góðir á stórmótum og hafa sterkan hóp núna. Ég mun samt halda með Englendingum

 20. Eftir yfirlegu er ég klár á að Argentína verði heimsmeistari.

  Þeir munu spila við Þjóðverja í úrslitum og hafa sigur.

  Þjóðverjar vinna Brasilíu í undanúrslitum og Argentína vinnur Uruguay í undanúrslitum.

  Spánverjar detta út í fjórðungsúrslitum á móti Uruguay og Englendingar komast ekki upp úr riðlinum.

  Ég tek bara 20% ef þið leggið á þetta.

  Annars er ég haldinn þeim álögum eins og margir að halda með Englendingum sem er náttúrulega bara sjálfsskaparvíti og hin mesta heimzka.

  Góða skemmtun næstu vikurnar.
  YNWA

 21. Ég kaus Brasilíu þeir eru bara með langbesta allhliða liðið langar að halda með Englandi en með þennan þjálfara held eg að þeir eiga engann sjéns því miður

 22. Argentína mun sigla í gegn um þetta mót. Þeir munu skora fleiri mörk en andstæðingurinn og það ætti að duga til sigurs.

  Vona Daniel Sturridge skori nokkur mörk og eigi gott HM, sömuleiðis vona ég Sterling sanni sig á stóra sviðinu. (á samt ekki von á þessu) Annars nokkuð sama hvað England fer langt, okkar menn þurfa líka hvíld.

  Getur Frakkland talist dark horse? Tel þá geta komið mörgum á óvart. Einnig spenntur fyrir Chile sem og Króatíu, sem er með nokkuð skemmtilegt lið á pappír en í erfiðum riðli.

 23. Ég kaus þjóðverja sérstaklega af því ég hitti þjóðverja á pöbbnum sem lofaði mér að þeir mindu vinna :p en einnig er ég nokkuð spenntur firir hópnum

 24. Atkvæði mitt miðaðist við óskhyggju og ég kaus Kólumbíu.

 25. Sælir félagar

  Ég veðja á Brasílíu. Að sjá hvernig þeirt rúlluðu upp álfukeppninni þar sem jafnvel heimsmeistarar Spánverja áttu ekki breik í þá segir mér þetta. Heimavöllurinn spilar þarna stóra rullu og skilar þeim 12 manni má vellinum eins og í álfukeppninni.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. Ég ætla að veðja á Argentínu, held að það felist meiri von í því en eitthvað annað.
  romantíkin frá 86 mun endurtaka sig Og Messi verður í hlutverki Maradona.

One Ping

 1. Pingback:

Lagerhreinsun ReAct [auglýsing]

Veikasti hlekkurinn – vinstri bakverðir