Emre Can til Liverpool (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að liðið hefur keypt Emre Can, hinn 20 ára gamla Þjóðverja frá Bayer Leverkusen fyrir verð sem er talið vera ca 10 milljónir punda. Hann er því annar nýr leikmaður sumarsins á eftir Ricky Lambert.

Á Liverpool síðunni er pistill um 10 hluti um Can. Leverkusen hafa lýst því yfir að það valdi liðinu vonbrigðum að Can sé að fara, en þar sem Liverpool virkjaði klásúlu í samningi hans þá var lítið sem Leverkusen gat gert. Can hefur spilað fyrir öll yngri landslið Þýskalands, en hefur ekki enn spilað fyrir A-landslið landsins.

Hérna er fínn pistill um Emre Can á This is Anfield.

40 Comments

 1. Frábært!

  Það er engin leið að spá hvort hann slær í gegn eða ekki. Mér leist líka hrikalega vel á Nuri Sahin og mjög vel á Luis Alberto fyrir ári. Að sama skapi var ég mjög efins um að Coutinho myndi spjara sig á Englandi.

  En þetta lítur mjög vel út. Hann var hátt metinn hjá Bayern sem eru sennilega ekki sáttir í dag. Þeir ætluðu sér alltaf að taka hann aftur held ég.

  Svo er bara hressandi að sjá menn byrja af krafti. Tveir leikmenn komnir fyrir HM og Moreno gæti orðið sá þriðji. Það er góð byrjun á sumrinu. 🙂

 2. Frábærar fréttir. Hef tröllatrú á þessum dreng og með réttri meðhöndlun sem Brendan er fullfær um að veita þá verður þetta frábær leikmaður á næstu árum. Hann er ungur og er að koma úr Þýsku deildinni sem er mjög ólík EPL og það á eftir að taka hann góðan tíma að aðlagast og koma sér fyrir í nýju landi, sé fyrir mér að hann fari í gengum ekki ósvipað ferli og Lucas fór í gegnum á sínum tíma. Menn verða bara að vera þolinmóðir og ekki afskrifa hann strax eftir 10 leiki.

  Vona að þessi kaup marki ekki endalok Lucas hjá Liverpool. Með auknu álagi þá er nauðsynlegt að vera bæði með Gerrard og Lucas í hlutverki djúpa miðjumanns en Can (Chan) á að fá sýna sénsa og rúmlega það. Hann fær svo góða leiðsögn á æfingarsvæðinu frá þessum 2 leikmönnum.

  Velkominn til starfa Emre.

 3. Frábært, líst vel à þetta. Ég ætla annars að bíða eftir að blekið fari á blaðið áður en ég dreg fram búbblið… en kálið er vissulega komið í ausuna.

 4. bara frabærar frettir, lyst hrikalega vel a þennan dreng en þyðir þetta að við seum hættir við Lallana eda einhvern sókndharfan miðjumann ?

  ætli Can se kannski hugsaður aftarlega a miðjuna til að leysa Gerrard af og Lucas hverfi a braut ?

 5. “Stök snilld”. Ekki slæmt að vera strax komnir með tvo nýja leikmenn inn í byrjun júní.

 6. Þeir sem sáu Ricky Lambert spila í gær hljóta að taka undir að þetta er klók ráðning. Emre Can er í miklum metum í Þýskalandi og það er nógu gott fyrir mig í bili. Hann spilaði frábærlega í þriðju bestu vörn Bundesligunnar þannig að eitthvað hlýtur í strákinn að vera spunnið. Emre Can 20 ára gamall og kostaði 10 m pund. Þessi kaup líta líka mjög vel út.

  Allt virðist þetta mjög útpælt og vel útfært. Er þannig ekki alveg að kveikja á Lallana dílnum þó að ég efist ekki um að leikmaðurinn vill til LFC.

 7. Virkilega ánægður með þessi kaup. Ég held að hann verði í flokki með Babbel og Haman en ekki Sean Dunde eða Erik Mejier.

 8. Spennandi kaup, en það voru líka kaupin á Sahin og Yesil. Ánægður að Liverpool sé að kaupa efnilegan þjóðverja í þessa stöðu.

  Sagði um daginn ég yrði ánægður með Emre Can sem fyrstu kaup sumarsins á 12m pund, vona núna innilega að Moreno verði keyptur, þá finnst mér þetta fyrst farið að líta vel út. Verðum að fá menn sem setja pressu á byrjunarliðssætin frá fyrsta degi. Tel Moreno vera þar.

 9. Lýst vel á þessi kaup. Leikmaður sem Kom til Bayern Muchen þegar hann var 15 ára. Fór í gegnum unglingastarfið þar á bæ og var mjög mikil metin. Eins og allir vita hefur Bayern Munchen verið með eitt sterkasta lið síðustu árin. og Miðjan hjá þeim ekkert slor. Eðlilega leita ungir leikmenn í burtu frá þeim til að fá meiri spilatíma. Hann stóð sig vel hjá Bayer L í vetur. Spilaði margar stöður og var að halda boltanum vel og gott passing rate. Þessi kaup lofa virkilega góðu fyrir mér 20 ára Þjóðverji með þvílíka hæfileika.

  Held að það sé ekkert hægt líkja þessi kaup við Nuri Sahin við tókum hann eftir erfitt meiðslatímabil og engan vegin í standi þegar hann kemur til okkar. Luis Alberto var með mikið hype útaf Barcelona B og góðar tölur.. Það er ekki sama að spila í 2 Deild í spáni eða úrvalsdeildinni. Það vil oft loða við okkur stuðningsmenninna að við eigum til að hypea leikmenn aðeins of mikið!! Kannski springur Luis Alberto út á næsta ári. ENn ég er himinlifandi með þessa styrkingu á miðjunna. Gerrard – Lucas – Henderson – Allen – Couthino – Can það eru 6 flottir leikmenn um 3 stöður 🙂

 10. Algjör gargandi snilld að finna fyrir kraftinum hjá okkar liði. Tveir komnir inn og þriðji við þröskuldinn (vonandi).

  Það skín í gegn hvernig leikmenn við erum oftast að fara að kaupa. Unga, upprennandi og fjölhæfa. Menn hafa verið að tala um Fabregas en hann passar ekki inn í þetta frábæra módel okkar. Of háar launakröfur þar.

  Emre Can er fjölhæfur og ásamt því að vera box to box miðjumaður að þá getur hann einnig leyst left back og central.

  Djöfull er ég spenntur!!

 11. Billy Liddell ?@Liddellpool 5m
  #LFC agree 5-year €22m contract with Sevilla for full-back Alberto Moreno acc to El Confidencial

 12. meðan við það sem ég hef lesið um Can þá lýtur hann vel út og við erum að fá orkumikin, líkamlega sterkan og fjölhæfan leikmann sem getur spilað í mörgum stöðum og fittar inní hugmyndafræði FSG og spilamensku Liverpool. Hans helstu ókostir virðast hinsvegar vera agi en hann fékk 9 gul spjöld á síðustu leiktíð en til samanburðar held ég að Gerrard hafi bara fengið 7, og svo var sendingarhlutfallið hans 78 % á síðustu leiktíð þannig að hann getur bætt það. En ég er mjög spenntur yfir þessum kaupum og er að fíla það hversu hratt er unnið í þessum málum en það stefnir allt í það að klúbburinn verði komin með 3 nýja leikmenn fyrir HM sem er frábært

 13. Gaman að fá einn svona pretty boy inní þetta 😉 Vonandi hörku leikmaður

 14. Hef aldrei séð hann spila þannig að augljóslega er ég að fara að tala útum rassgatið á mér en það sem ég er spenntur fyrir er:

  Bayern virðast hafa viljað fá hann á einhverjum tímapunkti til sín aftur.

  Leverkusen vildi ekki missa hann.

  Hann hefur spilað í liði sem var ofarlega í þýsku deildinni og því kominn með raunverulega reynslu á háu leveli.

  Hann er á flottum aldri, búinn að taka út töluverðan þroska en þó ennþá svigrúm til þess að bæta töluvert í og BR hefur hingað til náð frábærum árangri með nokkra unga pilta hjá Liv.

  Ég veit að það er engin vissa um að hann verði eitthvað merkilegri en t.d. alberto eða aðrir minni spámenn en hinsvegar leyfi ég mér að vera mjög spenntur fyrir þessum gæja. Ég hugsa þó að ef hann sé hugsaður sem 3 kostur í DM á eftir Gerrard og Lucas þá sé nú ekki mikill spilatími í kortunum fyrir hann á þessu tímabili en það kemur í ljós. Allavegana er á hreinu að okkur vantar framtíðarleikmann í þá stöðu ef horft er lengra en kannski 2-3 ár framm í tímann og mögulega er hér verið að veðja á einn slíkan.

 15. Líkamsbyggingin er á svo allt öðru leveli hjá Can heldur en hjá mönnum eins og Alberto, Aspas og Sahin, hef engar áhyggjur að þessi muni ekki plumma sig vel í ensku. Hélt það væri ekki hægt en mér hlakkar mikið til þegar sumarið klárast..

 16. Ég held að dagar Lucas Leiva séu taldir á Anfield eftir að þessi leikmaður var keyptur. Enda erum við alltaf að fara nota hann á næsta tímabili og Lucas því bara að færast aftar í goggunarröðinni.

 17. þarf ekki að fara hnoða í svona sem eitt podcast ! tveir nýir leikmenn komnir og annar á leiðinni 😀

 18. Er ánægður með þessi kaup og er mjög spenntur – þá aðallega útaf því að fá svona kraftmikinn og fjölhæfan strax sem virðist hafa alla burði til að ná miklum hæðum í boltanum.

  Ég veit svo sem ekki hvort við sjáum hann sem einhvern starter strax, líklega ekki en hann mun alveg klárlega fá sín tækifæri og fjölhæfni hans mun gera hann mun vænlegri kost til að hafa í liðinu en við margir sem við höfum haft síðastliðin tímabil.

  Maður skilur svona nokkuð vel eftir að hafa séð hann í einhverjum leikjum með Leverkusen í vetur að þetta er strákur sem þjálfari eins og Rodgers dreymir um að fá að vinna með því hann hefur í raun alla burði sýnist manni til að geta verið mótaður í hvaða hlutverk og rullu sem er. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig Rodgers mun takast að vinna með hann og er mjög spenntur yfir að hann sé genginn í okkar raðir.

  Vonandi klárum við Moreno líka fljótlega og þá höfum við á örfáum vikum frá því að leiktíðin endaði náð að fylla upp í margar af ‘vandræða’ stöðum og hlutverkum frá því í síðustu leiktíð. Fjölhæfur miðjumaður til að auka gæðin í breiddini, magnaður ‘þriðji’ framherji sem gefur okkur fullt af nýjum valmöguleikum og vonandi líka öflugan vinstri bakvörð. Í þokkabót höfum við fengið Ibe, Suso og Borini aftur úr láni, hvort sem þeir eru komnir til að vera eða ekki, og skyndilega er hópurinn orðinn töluvert stærri og flottari en í fyrra.

  Líst vel á þetta!

 19. Rickie Lambert og Emre Can nú þegar komnir og vonandi fer að styttast í Moreno, með þessum kaupum erum við klárlega að styrkja okkur á þeim svæðum sem okkur hefur vantað smá dýpt og ekki nokkur spurning um að við ætlum okkur að ná í Ensku Dolluna á næsta tímabili. Spurning um að henda í einn leikmenn í viðbót ásamt Moreno og þá erum við good to go, Helvíti “lookar” þetta vel.

 20. Verðum að styrkja vörnina, varamarkmann,hafsent og vinstri bakvörð. Sammál því að dagar Lucasar eru taldir enda hef ég ekki verið mikill stuðningsmaður hans. Skoðum bara tölfræðina þegar hann datt út úr liðinu vegna meiðsla.

 21. Veit ekki hvort dagar Lucasar séu beint taldir en það er vissulega mikilvægt að hafa fleiri valkosti, sérstaklega í þeim stöðum þar sem menn eru gjarnir á að meiðast. Ég hef varið Lucas í gegnum tíðina og ég mun sakna hans ef hann fer, það er klárt. Vissulega mætti hann hafa meiri sóknargetu en sem DM eru fáir sem toppa hann að mínu mati.
  Svo er samkeppni um stöður í liðinu einfaldlega nauðsynleg, gerir góða leikmenn betri og einbeittari.
  Hér er hægt að sjá samanburð á Emre Can og Lucas.
  http://eplindex.com/54648/emre-can-stats-comparison-lucas-leiva.html

  Sammála með nýjan markmann, helst virkilega góðan sem veitir Simon Mignolet harða samkeppni. Þegar Mignolet verður búinn að laga vissa þætti í leik sínum þá verður erfitt að slá hann út.

 22. Grjótharðan þýskara á miðjuna? játakk! Eftir að hafa skoðað vídeó af gaurnum, þá er hann óslípaður býsna, en BR er maðurinn í málið. Hann þarf að bæta leikskilning og ákvarðantöku (enda er hann ekki nema 20) en hann er snöggur, tvífættur sýnist mér, stór og sterkur. Fínar tæklingar – og getur leyst ýmsar stöður.

  Þegar hann verður orðinn slípaður fyrir framan vörnina – og Sakho fer að ná sínu pótensjali, þá fer enginn óbarinn í gegn hjá okkur held ég… a.m.k. ekki gegnum miðjuna. Þá er næsta mál: að laga bakvarðastöðurnar!

 23. Djöfull er ég spenntur fyrir næsta tímabili!

  Algjör snilld að Liverpool séu svona snöggir til að ná í leikmenn í sumar, þeir ná þá undirbúningstímabilinu með liðinu og það mun klárlega skila sér. Vona innilega að Moreno detti inn sem fyrst og það verði svo fjárfest í hafsend og markmanni. Svo má líka alveg bæta við eins og einum sóknarsinnuðum miðjumanni til að bæta breiddina og auka möguleikana fram á við, bekkurinn á síðustu leiktíð hafði yfirleitt enga möguleika fram á við. Má líka alveg henda í einn DM þar sem Can er bara 20 og við þurfum gæði strax.

  Ég vona að sumarið endi með

  Inn: Lambert, Can, Moreno, Lallana (eða annar góður), góður hafsend og góður markmaður og sterkur DM t.d M’Vila

  Út: Helst sem fæstir, en líklegt að Agger fari, Reina fer, mögulega Aspas og Lucas

  Er ég kannski að biðja um of mikið? 🙂

 24. Að allt öðru
  Suarez er enn á ný orðaður við Madrid. Þótt ég efist um að Brendan Rodgers sé með hann efstan á sölulistanum. Þá er knattspyrnan í raun bara viðskipti og íþróttin er driffjöður viðskiptanna. Söluhagnaðurinn yrði umtalsverður ef Suarez færi á segjum 100m
  Hvaða menn mynduð þið vilja sjá keypta í staðinn?

  Er einhver hér sem veit hvort að LS sé með lausnarklásúlu í nýja samningnum sínum eða getur Brendan bara sagt nei takk?

  p.s nú er ég ekki að óska þess að maðurinn verði seldur, bara velta upp hugmyndum

 25. Borussia Dortmund are set to travel to England to line up against @LFC.
  The test will kickoff on 10 August, 12.15pm local time. #bvb #lfc

  Frábær æfingaleikur á besta tíma!

 26. Slúðrið í dag er heldur betur áhugavert, Liverpool er orðað við hin svissneska Xherdan Shaqiri og sagt ætla að kaupa Lallana eftir HM. Djöfull væri Liverpool búnir að gera góð kaup ef þessi gæjar kæmu til liðsins.

 27. örn ( fuglinn )

  ja ef þessir gæjar kæmu allir , Moreno , Lallana, Shakiri , can og Lambert þa lytur þetta vel ut en vonandi er ekki verið að spreða peningum sem okkar menn vita að kemur i kassan þvi þeir seu búnir að ákveða að leyfa suarez að fara.

  eg er drullu smeykur við sluður um Real og Suarez.

 28. Meðan slúðri um Suarez er bara frá Marca þá er ég ekki hræddur. Ég efast um að Suarez fari, ef hann fari þá fer hann ekki ódýrt.

 29. Mjög sáttur við þessi kaup.

  Miðað við þá sem ég hef heyrt í sem horfa á þýska boltann þá getur þessi strákur leyst stöðu hafsents og vinstri bakvarðar…sem væri bara flott viðbót á allan hátt!

  Held mig við það sem ég sagði í podcasti í vor…held að Lucas fari og spái hér með að hann verði leikmaður Rafa Benitez hjá Napólí næsta haust. Vona innilega að hann sætti sig við að vera “rotation” leikmaður hjá okkur, en held því miður ekki…

 30. Mjög sáttur við þessi kaup.

  Miðað við þá sem ég hef heyrt í sem horfa á þýska boltann þá getur þessi strákur leyst stöðu hafsents og vinstri bakvarðar…sem væri bara flott viðbót á allan hátt!

  Held mig við það sem ég sagði í podcasti í vor…held að Lucas fari og spái hér með að hann verði leikmaður Rafa Benitez hjá Napólí næsta haust. Vona innilega að hann sætti sig við að vera “rotation” leikmaður hjá okkur, en held því miður ekki…

 31. Einhvern vegin kemur mér ekki á óvart að Real Madrid vilji Suarez! Hvaða lið myndi ekki vilja leikmann sem átti ótrúlegt tímabil í ensku úrvalsdeildinni? Hann var með miklu betri tölur enn Bale náði í fyrra á alla vegu. Ef Real Vil fá hann eftir HM þá fær liðið hann. Við getum ómögulega komið í veg fyrir það. Sagan segir þegar Real vil leikmann þá fær liðið það. Ef við horfum bara á tölurnar sem Real hefur eytt í leikmenn síðustu 5 ár Ronaldo – Kaka – Alonso – Benzema – Bale – Di maria – Contreao – Asier illramendi – Isco Þannig um leið og úrugvay dettur úr HM þá kæmi það ekki á óvat að Real myndi láta Marca blaðið fara á yfirsnúning og 2-3 vikum Væri Suarez orðinn dýrasti leikmaður sögunnar og komin í Hvíta búninginn. Eini möguleikin að við gætum komið vel út úr þessum viðskiptum væri að fá leikmenn plús pening… Ala Di Maria og Benzema plús Cash Þá yrði ég sáttur í Fantasy Veröldinni minni 🙂

 32. beggi83 #37,

  Gæti vissulega gerst. Veltur svolítið á hvernig nýi samningurinn lítur út og fleiri þáttum. Ég held samt að hann sé ekkert að fara. Ég er jafnskeptískur og næsti maður á allt þetta “já, fjölskyldan er settled, börnin í skóla og konan ánægð!” dæmi. Það sem telur er fótboltinn. Hann er nýbúinn að ljúka FRÁBÆRU tímabili, persónulega og hjá liðinu og uppskera erfiðisins, stóra sviðið (meistaradeildin), blasir við.

  Ég held að hann sé alls ekkert æstur í að fara. Ef hann fer, verður það fyrir ludicrous money og/eða 1-2 háklassaleikmenn + minni pening.

  Mín skoðun er sú að eins og síðasta sumar sé allra mikilvægasta transfer sem Liverpool getur gert að halda Luis Suarez. Hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem hefur klæðst rauðu treyjunni, að mínu mati; maðurinn er einfaldlega rugl góður. Með LS inni og góðum transfer glugga/gluggum munum við aftur gera atlögu að titlinum á næstu árum, sannið þið til.

 33. Ef ég skoða þá leikmenn sem eru orðaðir við liverpool þá eru það mjög margir sóknarsinnaðir leikmenn okey gott og vel okkur vantar fleiri svoleiðis til þess að auka breyddina en ég sef ekki rólega þangað til að við erum komnir með.

  Vinstri bakvörð: Moreno er vonandi að koma
  Miðvörð: Við sáum það að Sakho, Skrtel, Agger var ekki alveg að gera sig og vona ég að við fáum einn miðvörð í viðbót til þess að gera kröfur um að komast í liðið( af þessum má Agger fara)

  Hægri bakvörður: Ég er á því að Glen Johnson sé bara orðinn meðal bakvörður í besta lagi og Flanagan á enþá mikið eftir ólært en minn draumur er að liverpool nær sér í alvöru bakvörð og Flanagan bakkar hann upp. (bless Glen)

  Markvörður: Ég vill að Mignolet fái samkeppni og væri gaman að Vorm frá Swansea

 34. Liverpool verða að stækka hópinn sinn fyrir komandi tímabil og ég tala þá ekki um þegar Suarez fer því Real fá alltaf þá menn sem þeir vilja.

Opinn þráður – Ian Ayre, Suarez, Can og Flanagan

Lagerhreinsun ReAct [auglýsing]