Opinn þráður – Ian Ayre, Suarez, Can og Flanagan

Nokkrar fréttir í dag sem vert er að skoða

Emre Can
Tony Barrett skrifar frétt í The Times í dag þar sem hann segir að yfirlýsing vegna kaupanna á Emre Can sé væntanleg. Aðrir miðlar líkt og Bild í Þýskalandi hafa talað á svipuðum nótum. Kaupin á honum ættu því að teljast svo gott sem frágengin. Persónulega man ég ekki til þess eftir að hafa séð hann spila, sá svosem Leverkusen tapa nokkrum leikjum í vetur en man ekkert sérstaklega eftir Can úr þeim leikjum, hann spilaði þó flesta leiki Leverkusen á tímabilinu. Hann er tvítugur hávaxinn (1,86m) og líkamlega sterkur varnarsinnaður box to box miðjumaður með góðan leikskilning og öflugan skotfót.

Hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Þjóðverja og var m.a. fyrirliði U17. Can er eins og svo margir aðrir góðir leikmenn í Þýskalandi einnig gjaldgengur í Tyrkneska landsliðið en mér skilst að það sé ekkert inni í myndinni enda hann fæddur í Frankfurt og uppalinn í Þýskalandi. Skemmir ekki fyrir að hann er ein af vonarstjörnum Þjóðverja og talið öruggt að hann komist í landsliðið fyrr en síðar. Hann var áður á mála hjá FC Bayern sem eiga forkaupsrétt á honum. Spennandi að sjá hvort þetta rætist og auðvitað hvort hann geti eitthvað.

Jon Flanagan
Eftir kvöldið er hægt að tala um enska landsliðsmanninn Jon Flanagan. Hann kom inná í vináttulandsleik Englendinga í Miami í kvöld og stóð sig vel. Gjörsamlega frábært fyrir okkar mann og kórónar hreint út sagt magnað tímabil. Hver hefði trúað þessu fyrir nákvæmlega einu ári síðan?

Þetta lýsir innkomu Flanagan vel

Annars meiddist Oxlade-Chamberlain í kvöld og hver veit nema það opni dyrnar fyrir Flanagan í sjálfan hópinn sem fer til Brasilíu? Flanagan bíður a.m.k spenntur

Ian Ayre
Talandi um að Flanagan hafi átt gott ár þá var Ian Ayre að fá stöðuhækkun og nýjan samning hjá Liverpool. Hann er nú forstjóri félagsins og stýrir skútunni frá Englandi. Þetta virðist svosem ekki vera mikil breyting á hans stöðu en FSG var lengi vel sagt vera að leita að forstjóra (CE) en eru hættir þeirri leit og láta Ayre sjá um þetta. Hann er greinilega mikils metinn innan veggja Liverpool og sá eini sem haldið hefur verið tryggð við síðan félagið var keypt.

Tony Barrett segir að hans þáttur í að halda Suarez á síðasta tímabili hafi farið mjög vel í FSG en persónulega hef ég ekki beint verið í aðdáendahópnum. Félagið hefur gert vel í að losa sig við leikmenn á vondum samningum en sumarinnkaupin hafa alls ekki verið spennandi undir stjórn Ayre.

Luis Suarez
Spænska Madrídarblaðið Marca kom með árlega frétt sína um að Real Madríd hefði áhuga á að kaupa Suarez og sögðu m.a. að Ancelotti hefði verið svo elskulegur að samþykkja að hann yrði fyrsti valkostur Real í sumar. Þetta er alls ekki eitthvað sem við þurfum að missa svefn yfir strax. Það hefði komið meira á óvart ef Marca hefði ekki skrifað þessa frétt.

Ayre á Spáni
Að lokum gekk í dag mynd á twitter af Ian Ayre sem sagður var vera á leið til Spánar. Hef ekki hugmynd um það hvort þetta hafi verið satt eða bara gömul mynd af honum í flugvél en þetta kom frá fleiri en einum.


Nóg hefur a.m.k. verið orðað okkur við leikmenn sem spila á Spáni, t.d. Tello, Sanchez og Pedro. Eins er Alberto Moreno þar og hann er sá leikmaður sem mest hefur verið orðaður við okkur þaðan. Mögulega er Ayre samt bara að fara til Barcelona til að detta ærlega í það til að fagna nýjum samningi, fréttum líklega af þessu ferðalagi hans fyrr en seinna.

24 Comments

 1. Virkilega flott tímabil að enda fyrir Red Cafu Flanagan, ég býst nú ekki við honum á HM en það er flott hjá honum að ná sínum 1 landsleik og það fer í reynslubankann hjá honum.
  Og það verður spennandi að fylgjast með honum og Andre Wisdom að berjast við Johnson á næsta tímabili þ.e.a.s ef að Johnson hreinlega verður ennþá hjá okkur.

  Varðandi Can þá bíð ég spenntur eftir tilkynningu frá klúbbnum, þetta held ég að sé ansi efnilegur leikmaður sem spilar margar stöður.

  Svo er bara að treysta á að Ian Ayre komi með einhvern góðan leikmann til baka frá Spáni, vona að hann sé ekki að fara á eitthvað pöbbarölt í sólinni núna.

 2. Antonio Valencia fannst mér verða sér til skammar í kvöld.

  Vissulega fer Sterling í ansi hressilega tæklingu en tekur boltann, aldrei meira en gult spjald. Valencia sýnir hins vegar á sér ofbeldisfulla hlið sem á ekkert skylt við fótbolta, fyrir utan það að vera fyrirliði Ekvador á meðan Sterling er 19 ára gutti sem er að stíga sín fyrstu skref.

  Skammarleg hegðun hjá eins reynslumiklum manni og Valencia.

 3. Þegar ég las um Emre Can fór ég allt í einu að rifja upp færslu eða öllu heldur comment hér fyrir nokkrum árum. Þá vorum við að spá í leikmann sem ég man ekki hvort við keyptum eða ekki. Þá kom hér comment frá aðila (íslenskum) sem hafði spilað með viðkomandi í einhverri deild og kom með flotta samantekt og algjörlega nýtt sjónarhorn fyrir okkur hina.

  Nú spyr ég…. munið þið hvaða leikmaður það var??

 4. Ingólfur Sig var eitthvað að tjá sig um Assaidi hér um árið. Ertu ekki að tala um það ?

 5. gott og vel ef ian ayre er a leið til spánar en atti hann ekki að hafa verið lika a spani siðasta laugardag þegar Lambert fór i læknisskoðunina og þess vegna var ekki skrifað undir samninginn fyrr en a sunnudegi eða mánudegi ?
  kannski var hann bara þa a spani og að fara aftur nuna þangað 🙂

  væri fint ef hann næði i 2-3 menn þaðan af þeim sem hafa verið orðaður við okkur , Moreno , Pedro , Sanches og Fabregas, 2 af þessum 4 JA TAKK !!!

  en ja vonandi fer eitthvað að gerast. Twitter talaði um i gær og fyrradag að Moreno færi i læknisskoðun a Fimmtudag, vonandi er það rétt.

  Hvernig er með Lallana er það slúður bara komið a hold þar til eftir HM eða eru okkar menn að draga sig útur þvi eða ?

 6. Talandi um Assaidi, er eitthvað að frétta af sölu hans frá klúbbnum ?

 7. Það er allt að fara á flug núna.

  According to swiss sports paper 20min Shaqiri is close to joining Liverpool
  og svo þetta
  Diario de Sevilla claims that LFC and Sevilla are close to finalising a deal for Alberto Moreno for €22 million.

  Það væri ekki slæmt að fá Lambert, Emre Can, Alberto Moreno og Shaqiri alla áður en HM byrjar.

 8. Ians vegna (ef þetta er hann) þá vona ég að hann þurfi ekki að fljúga aftur með lágþjónustu-flugfélaginu Ryanair (stigamenn 21.aldarinnar). Held að það sé í lagi að splæsa í aðeins flottara fyrir kallinn.

 9. Kicker.de , sem er mjög áreiðanlegur miðill, segir að Can verði keyptur á morgun á 12 m. Evrur, þar af fær Bayern 2!

 10. Fyrir ykkur sem eruð á twitter, þá virðist “I bleed red” @LFC_news_YNWA_ vera með ansi margt spot on varðandi transfer ofl áður en það dettur á vefmiðlana.

 11. #11. Ayre tók Ryanair svo hann gæti boðið 20 pundum meira í Fabregas en Chelsea.

 12. Margar jákvæðar fréttir að berast frá og af Liverpool þessa dagana, sem er ekkert annað en gott!

  Ég er mjög ánægður með kaupin á Lambert og held að hann muni reynast okkur mikill fengur á næstu leiktíð. Hann virðist hafa átt flottan leik fyrir England í dag og miðað við þá samantekt sem ég sá af frammistöðu hans í leiknum þá gerði hann allt það sem hann gerir vel, þ.e.a.s. link-a vel upp við samherja sýna, opna fyrir þá og finna hlaupaleiðirnar þeirra, mæta í réttu hlaupin/stöðurnar og skoraði laglegt mark. Ég hlakka mikið til að sjá hann hjá okkur í vetur.

  Er spenntur fyrir Emre Can. Sá einhverja leiki með Leverkusen í gegnum síðasta vetur og þó hann hafi kannski ekkert öskrað á mann sem ‘must buy’ leikmaður þá lítur hann vel út og tikkar í mörg box. Fjölhæfur, góður og með hátt potential á lítinn pening, hugsanlega mjög góð viðbót í hópin og vona ég að við fáum einhverja fleiri svona fjölhæfa leikmenn í sumar til að bólstra og auka gæðin í hópnum.

  Ayre hefur fengið að finna fyrir gagnrýni varðandi kaup á leikmönnum Liverpool undanfarið, kannski réttilega svo – kannski er hann bara auðvelt skotmark til að koma sökinni á einhvern, hver veit? Allavega hefur hann gert margt að því virðist mjög flott í sínu starfi s.s. samningamál þjálfara og leikmanna, styrktaraðilasamninga og átt mikinn þátt í að gera Liverpool kleyft að þrýsta á félög eins og t.d. Man Utd sem hefur ekki bara einokað á knattspyrnuvellinum undanfarin ár heldur líka í markaðsmálum. Nú er Liverpool orðið hæft í að berjast á báðum sviðum í dag. Hann á örugglega þessa launa- og stöðuhækkun skilið karlpungurinn.

  Ayre, ekki koma tómhentur frá Spáni! Reyndu að finna pláss fyrir einhvern eins og Pedro, Sanchez eða Fabregas í handfarangrinum þínum – já, og Moreno líka. Klárum það. Finnst mjög jákvætt að sjá hve virkt Liverpool er á markaðnum og hve hratt boltinn byrjaði að rúlla bara um leið og tímabilið kláraðist. Klöppum fyrir því! *klapp, klapp*

 13. Spurning hvort Suarez fari núna eða næsta tímabil. Snýst bara um hvenær Real ætlar sé hann. Því miður er Liverpool alger maur hliðin á Spænsku risunum og því þýðir lítið annað en að reyna fá gott verð fyrir hann.

  Annars líst mér vel á Shaqiri, virkilega öflugur og gæti myndað magnað combo með Sterling…..

 14. Chelsea ætlar greinilega að tæma spænska markaðinn, Fabregas, Costa, F.Luiz og svo taka þeir Courtois til baka. Virðast vera komnir með öflugt lið. Losa sig við D.Luis, Ba, Torres og eflaust Cech og eiga þá efni á þessu.

 15. Nú er Can augljóslega næsti díll. Það er alveg á hreinu að sú kaup geta brugðið til beggja vona. Unglingalandsliðsmaður sem kemur úr sterku liði í sterkri deild, spilaði mikið á síðasta tímabili – hann þarf örugglega rétta meðhöndlun til að verða að toppleikmanni. Það þýðir að spila amk. slatta – 30 leiki á tímabilinu. Hvort þeir leikir verði gegn toppliðunum í deildinni eða í Meistaradeild og bikar verður að koma í ljós, en hann á ærið verkefni fyrir höndum að brjótast inn í liðið.

  Klárlega aukin breidd með honum og hann gæti alveg komið inn sem þriðji maður við hliðina á Henderson og Gerrard á miðjunni ef hann nær strax að aðlagast. Ég á þó alveg eftir að sjá að hann fara fram fyrir Allen og Lucas. Meiðsli eiga líka eftir að gefa honum sénsa.

 16. Thetta er allt hrikalega spennandi. Sumir bera Can saman vid eitt af minum uppahalds, Sweinsteiger. Ef svo er rett tha geta menn farid ad grefta LIVERPOOL FC a dollurnar. Svo er thad Moreno i næstu viku?

  ps. Hef null og niks ahyggjur af tottenham smurfs a leikmannamarkadnum. Enginn heilvita leikmadur sem mun taka thann saumaklubb fram yfir LFC nuna.

  YNWA!

 17. Þótt að ég sé mjög hrifinn af því að fá Lambert og Can ásamt því að Moreno og Lallana eru líklegir, þá er ég samt einhvernveginn enn að bíða eftir þessum WOW kaupum. Seinast þegar ég varð fyrir slíkum viðbrögðum er þegar Torres var keyptur á sínum tíma. Þá er ég að meina í sumarglugga. Sé ekkert í farvatninu með slíkt en hver veit, kannski kemur einn svona WOW gaur í lokin 🙂 Frábið mér svo alla WOW brandara 🙂

Um Rickie Lambert (Uppfært: Kominn staðfest!)

Emre Can til Liverpool (staðfest)