Um Rickie Lambert (Uppfært: Kominn staðfest!)

Uppfært (KAR): Klúbburinn er búinn að staðfesta formlega kaupin. Þið getið lesið fyrsta viðtalið hans hérna eða skoðað myndir af honum í rauðu treyjunni. Hér eru svo hugsanir Rodgers við þessi kaup.

Ég skoðaði feril þessa kappa ítarlega hér fyrir neðan. Velkominn til Liverpool Rickie!


Eins og flestir vita er Liverpool búið að kaupa fyrsta leikmann sumarsins 2014 og sá kom úr óvæntri átt. Hann heitir Rickie Lambert og kemur frá Southampton á 4m punda auk viðbóta byggðum á velgengni næstu árin. Hann gerði tveggja ára samning við Liverpool áður en hann flaug til Brasilíu með enska landsliðinu. Já, við vorum að kaupa enskan landsliðsframherja, á fjórar milljónir punda. Hljómar það undarlega? Kíkjum aðeins nánar á kauða.

Ferillinn

Það sem vekur fyrst athygli við Lambert er að þarna er um uppalinn Scouser að ræða og grjótharðan Liverpool-stuðningsmann í þokkabót. Hann er fæddur og uppalinn í Kirkby, litlum úthverfabæ í norðurútjaðri Liverpool-borgar, bæ sem hefur alið að sér knattspyrnumenn á borð við Phil Thompson, Terry McDermott og Mike Marsh hjá Liverpool, Leighton Baines hjá Everton og Alan Stubbs sem lék m.a. fyrir Everton, Bolton og Glasgow Celtic á sínum tíma.

Lambert gekk til liðs við Liverpool FC aðeins tíu ára gamall árið 1992 og var á unglingasamningi við liðið til 1997. Þá fimmtán ára var honum ekki boðinn áframhaldandi samningur og hófst þá ákveðin eyðimerkurganga þar sem hann varð að vinna sig upp í gegnum deildirnar. Hann komst á áhugamannasamning hjá Blackpool ári seinna, þá sextán ára, og var þar í þrjú ár. Hjá Blackpool lék hann sinn fyrsta leik árið 1999 og skoraði alls 0 mörk í 3 leikjum fyrir þá. Hann fékk ekki endurnýjum samnings og þurfti því að finna sér nýtt lið árið 2000.

Það gekk illa og árið 2001, eftir að hafa verið samningslaus í hálft ár (og unnið í flöskuverksmiðju á Merseyside til að hafa ofan í sig og á) komst hann að hjá Macclesfield Town. Þar spilaði hann í rúmlega ár og skoraði 8 mörk í 44 leikjum sem var nóg til að sannfæra Stockport County um að reiða fram 300 þúsund pund fyrir hann sumarið 2002. Þar með var hann kominn upp í þriðju efstu deild Englands, sannarlega frábært hjá strák sem átti erfitt með að komast í nokkuð lið fram að þessu.

Uppganginum var þó ekki lokið. Lambert var hjá Stockport til ársins 2005 og skoraði 18 mörk í 98 leikjum fyrir þá. Hann missti þó stöðu sína í liðinu veturinn 2004-5 og skipti á endanum niður um deild og fór til Rochdale í febrúar 2005. Hjá Rochdale fann hann markaskóna hans Hemma Gunn og fór skyndilega að skora meira en hann hafði gert áður. Þar skoraði hann 28 mörk í 64 leikjum sem er næstum því mark í hverjum tveimur leikjum, samanborið við eitt mark per hverja fimm leiki hjá Stockport og Macclesfield.

Þessi velgengni fór ekki framhjá Bristol Rovers sem keyptu Lambert – þá 24 ára gamall – fyrir 200 þúsund pund árið 2006. Rovers voru þarna í League Two, þriðju efstu deild Englands á þeim tíma, og Lambert átti erfitt með að finna netmöskvana til að byrja með en skilaði þó 51 marki í 128 leikjum á þremur árum fyrir þá eða eitt mark per hverja tvo og hálfa leiki. Það segir þó ekki alla söguna því hann skoraði lítið til að byrja með hjá Rovers en bætti svo vel í. Á fyrsta tímabilinu misstu Rovers af sæti í League One í umspili á Millennium Stadium í Cardiff. Árið eftir fór liðið þó upp og spilaði Lambert hvern einasta leik með liðinu og skoraði 19 mörk. Árið þar á eftir hélt liðið sér þægilega uppi í League One (náði 11. sæti) og það var ekki síst því að þakka að Lambert varð markakóngur með 29 mörk í deildinni.

Þannig var því staðan vorið 2009. 27 ára gamall Lambert var búinn að vinna sig upp í gegnum deildirnar, finna markaskóna og bæta tölfræðina stöðugt með hverju árinu. Hann var orðinn markakóngur og nú kom Southampton til sögunnar og bauð eina milljón punda í flöskuverskmiðjustarfsmanninn frá Kirkby. Þarna voru Southampton nýfallnir úr Championship-deildinni niður í League One og voru komnir í hendurnar á Liebherr-fjölskyldunni, nýjum eigendum. Þeir ætluðu sér beint upp aftur og völdu Lambert til að leiða endurreisnina, sem hann og gerði með 36 mörkum á sínu fyrsta tímabili fyrir þá. Hann var valinn í lið ársins í League One í annað sinn fyrir það auk þess að vera leikmaður ársins í deildinni.

Það dugði þó ekki liðinu hærra en í 7. sæti í League One en árið á eftir fóru þeir upp í Championship-deildina og aftur skoraði Lambert sinn skammt, 21 mörk alls, til að leiða línuna. Liðið staldraði stutt við í Championship-deildinni og fór beint upp tímabilið 2011-12 en þá skoraði Lambert 31 mark. Hann var valinn leikmaður ársins í Championship-deildinni og var þarna, á þrítugasta ári, á leið í sjálfa Úrvalsdeildina með Southampton.

Hér er það sem stingur í stúf við feril Lambert, samanborið við feril ótal annarra enskra leikmanna sem hafa unnið sig upp í gegnum deildirnar: Yfirleitt er Úrvalsdeildin of stór biti fyrir þá. Það gerist mjög sjaldan að leikmenn sem hafa verið að skora í 2. – 4. efstu deild Englands allt til þrítugs geti líka skorað og náð árangri í Úrvalsdeildinni.

Það gleymdist þó alveg að segja Lambert þetta því hann hefur gert sér lítið fyrir og slegið í gegn í Úrvalsdeildinni. Southampton hafa verið eitt af flottustu liðum deildarinnar þessi tvö ár og Lambert hefur skorað 29 mörk á þessum tveimur árum. Þar að auki hefur hann átt 18 stoðsendingar og er aðeins einn af fimm leikmönnum í deildinni sem náðu að bæði skora og leggja upp 10+ mörk á síðustu leiktíð (við eigum tvo aðra í þeim hópi, Suarez og Gerrard). Þá hefur hann skorað úr öllum 34 vítaspyrnum sínum síðan hann kom til Southampton, sem er mögnuð tölfræði.

Eins og það sé ekki nógu gott vann hann sig inn í enska landsliðið 31s árs gamall og hefur spilað nógu vel þar síðasta árið (2 mörk í 4 landsleikjum) til að vera valinn í landsliðshópinn sem er nú farinn til Brasilíu að keppa á HM.

Liverpool FC ? Flöskuverksmiðja ? Blackpool ? Macclesfield Town ? Stockport County ? Rochdale ? Bristol Rovers ? Southampton ? Liverpool FC. Magnað.

Leikmaðurinn

Hvernig leikmaður er Lambert? Það er eitt að lesa að hann sé stór og sterkur, enskur framherji sem skorar og leggur upp mörg mörk. Er hann Andy Carroll-týpan eða er hann Wayne Rooney-týpan? Mér detta helst í hug þrír leikmenn sem ég get líkt Lambert við á velli: Teddy Sheringham, Alan Shearer og Les Ferdinand. Þessir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa spilað fyrir frábær og vel spilandi lið (þrennulið United og Newcastle-lið Keegan) og að hafa gegnt fjölhæfu hlutverki. Enginn af þeim var bara potari eða skallakóngur inní teig en þeir gátu það þó líka. Sheringham er kannski nærtækasta dæmið þar sem hann gekk til liðs við United 31s árs gamall og var þar í fjögur tímabil. Hann var ekki alltaf í byrjunarliði United en kom inn og sinnti því hlutverki sem Ferguson gaf honum af stakri prýði í hvert sinn. Stundum var hann fremsti maður, stundum einn af tveimur framherjum og stundum aðeins aftar. Hann gat skorað og lagt upp, haldið bolta þegar þess þurfti með og reynslan gerði hann drjúgan en Sheringham skoraði ófá risamörk fyrir United á ögurstundu.

Ef Lambert getur gert svipaða hluti fyrir okkur verðum við í skýjunum. Hann kemur á tveggja ára samningi til að byrja með en ef hann stendur sig vel fær hann örugglega framlengingu á því. Hann veit sitt hlutverk þegar hann kemur inn, hann er ekki að fara að slá Suarez og Sturridge út sem fyrstu kostir en vegna fyrirhugaðs leikjafjölda næsta ár (og vonandi næstu ár þar á eftir) veit hann að hann mun fá að spila helling, svo ekki sé talað um ef annar þeirra lendir í meiðslum eða, hóst, leikbönnum.

Í Lambert höfum við leikmann sem hefur alla þá eiginleika sem við gætum óskað eftir í þriðja framherja en hans helsti kostur er að mínu mati andlegi styrkurinn og einmitt aldurinn. Hann hefur unnið sig upp úr dýpstu lægðum og veit því hversu heppinn hann er að fá að ljúka ferlinum hjá stórliðinu sem hann dreymdi um að spila fyrir sem krakki. Hann mun ekki rugga bátnum þótt hann spili ekki alla leiki og hann verður móttækilegur fyrir því hlutverki sem Rodgers gefur honum, hvað sem það er. Samt er hann nógu góður til að setja mikla pressu á Suarez og Sturridge og kóvera í fjarveru þeirra án þess að það veiki liðið of mikið.

Ég er allavega margfalt sáttari við að hafa Lambert á bekknum en Iago Aspas. Sárt en satt. Í Suarez og Sturridge höfðum við í vetur tvo af þremur bestu framherjum deildarinnar. Með tilkomu Lambert erum við núna með þrjá af tíu bestu framherjum deildarinnar. Það er breidd, gott fólk.

Ljúkum þessu með vídjói af nýafstöðnu tímabili hans hjá Southampton. Alls konar mörk og stoðsendingar. Þetta er það sem við megum búast við þegar Lambert spilar fyrir Liverpool:

https://www.youtube.com/watch?v=vEEufv5aNLw

Og hér er Lambert að horfa á leik Liverpool og Norwich í vor. Þetta er grjótharður Púllari:

Vertu velkominn til Liverpool, Rickie Lambert! Velkominn heim!

68 Comments

 1. Sælir félagar

  Ég tek undir með KAR, vertu ævinlega velkominn heim Rickie Lambert.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Held að þetta gæti orðið skemmtileg kaup.
  Mikið verður gaman á æfingu hjá Gerrard, Suarez og Lambert í vítaspyrnu og aukaspyrnukeppnunum hehe 🙂

 3. myndbandið af honum að horfa a norwich – Liverpool er dásamlegt, þessi gæji verður legend hja okkur og eg held að hann eigi eftir að vera elskaður , dýrkaður og dáður hja okkar ástkæra felagi fra day one .

  eg er strax farin að spa i að langa setja nafnið hans a næstu Liverpool treyju, það er eitthvað svo fallegt við þessa sögu, hlakka mjog til að sja hann í rauðu treyjunni sem hann elskar 😉

 4. Lúkkar algjörlega eins og maðurinn sem okkur hefur vantað. Fallegt að sjá Lallana leggja upp fyrir hann í rauðu í myndbandinu 🙂

 5. Eg dyrka thennan leikmann og var storskotinn i Southampton i vetur, frabært lid sem thvi midur tharf ad ganga i gegnum umbreytingar nuna. Thad mun vonandi verda okkur til tekna med thvi ad na i Lallana auk Lamberts.

  Thessi kaup minna mig pinu a thegar Gud kom til baka. Er algjørlega hlandviss um ad Lambert muni leggja sig 110% fram fyrir lidid okkar.

  YNWA!

 6. Sælir,

  ég er með góða tilfinningu fyrir þessum klóku kaupum, hann á a.m.k. 4 góð ár eftir. Þetta eru reyfarakaup og ekkert annað.

 7. Hann verður nýja “cult” hetjan okkar.. þ.e. eftir að hann kemur inná í fyrsta leik sem varamaður og setur sigurmarkið í uppbótartíma – Lásuð það fyrst hér!

 8. Skemmtilegt til þess að hugsa að þarna kemur heimsmeistarakeppnin til með nýtast Liverpool í að stilla saman einhverja strengi fyrir haustið.

 9. nú segir twitter að southampton vilji 30 millur fyrir Lallana, Ef satt er þa held eg að okkar menn ættu að þakka fyrir sig og snúa ser að einhverju öðru skotmarki !!!

 10. Þetta er þrælskemmtilegt.
  Eitthvað segir mér þó að hann muni ekki þurfa að fara í flöskuverksmiðjuna aftur.

 11. Sammála Viðari, langar bara í Lambert treyju núna..(Lambert eða Flanagan, nú vandast valið!)

  Þetta gæti verið byrjunin á bestu árunum hjá kappanum…
  Vertu velkominn!!

 12. Ímyndið ykkur tilfinningarnar sem munu bærast innra með þessum dreng ef hann einhvern tíma setur hann fyrir framan Kop!!!?

  Hrikalega sáttur við þessi kaup. BR veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Þessi leikmaður á eftir að gefa sig allan og gott betur en það í verkefnið. Þvílík saga hjá einum atvinnumanni í fótbolta. Efni í kvikmynd sem getur ekki klikkað!

  Hjartanlega velkominn heim Rickie Lambert…..

  YNWA

 13. Nú furða ég mig á sölunni á Andy Carroll, Fyrst að við erum að fá þessa týpu inn. Ég sé alveg rosalega eftir sölunni á Carroll, Honum var aldrei gefið 100% traust hjá okkur en náði samt að gera ágætis hluti á köflum, Ég er alveg viss um að við hefðum unnið Chelsea hefði Andy Carroll byrjað við hlið Suarez. Við reyndum allt í þeim leik, en okkur vantaði hæðina gegn Terry og Cahill. En engu að síður, Velkominn Rickie Lambert.

 14. @15

  Þetta eru ólíkar týpur, Carrol och Lambert.

  Carrol er öflugastur í loftinu og getur lítið í öðru á meðan Lambert virðist vera með frábæra blöndu af hæfileikum, minnir mann óneitanlega á Shearar og Sheringham.

  Carrol er t.d. hvorki víta- né aukaspyrnusérfræðingur, það er Lambert hins vegar.

  Svo er bara bónus að Lambert sé einnig öflugur í loftinu, nákvæmlega eins og var með Sherar og Sheringham.

  Og að lokum, þá er Lambert, eins og komið hefur fram, eldrauður poolari frá toppi til táar. Það segir mikið og það var Carrol ekki.

  Saga þessa stráks er ævintýri líkast og MIKIÐ vona ég að hann haldi haus, fái dass af heppni og slái í gegn hjá okkur!

  Velkominn heim, Rickie Lambert!

 15. #15. Svo vill fólk losna við Aspas sem fékk 5-10 mínútur þegar hann fékk séns og fólk dirfist að segja að hann sé lélegur!!!! Hahaha kjánar. Held það séu ansi hreint fáir leikmenn sem geta sýnt sitt besta á þeim tíma.

 16. Klúbburinn er búinn að staðfesta kaupin eins og Daníel (#17) sagði hér fyrir ofan. Ég uppfærði færsluna til marks um það.

  Velkominn Rickie!

 17. Það er bara skrifað í skýin að þessi gæji vinnur deildina með Liverpool. Það er einhver svakaleg Hollywood mynd á leiðinni! 🙂

  Velkomin heim Rickie Lambert

 18. Jæja þá er allt klárt og klappað með hann Rickie karlinn, núna vonast ég til þess að Alberto Moreno verði orðinn Liverpool maður innan skams.

 19. Það er eitthvað svo frábært við þetta allt saman að maður fær það á tilfinninguna að þetta geti hreinlega ekki orðið annað en tóm snilld.
  Ég er alla vega á leiðinni að fá mér Lambert treyju.

 20. Sælir félagar

  Lambert gott mál en 30 millur fyrir Lallana nei takk. Það er örugglega hægt að fá frábæra sóknartengiliði fyrir minna verð en það og alveg glórulaus verðlagning á góðum leikmanni sem þó er ekki afburðamaður. Ég sagði einhverntíma í athugasemd að mér finndist alveg ásættanlegt að leggja út 25 millur fyrir strákinn en 30? Nei takk.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 21. Þessi kaup lykta eins og Robbie Keane og Joe Cole(þó það hafi nú ekki verið kaup). Held að þessi gæji sé ekki að fara að gefa þessum klúbbi neitt nema öruggari vítaspyrnur. Flinkur spilari og fínt nef fyrir mörkum en ég held að hraðinn hjá Liverpool frammi henti honum ekki. Hann gæti reynst vel ef hann er settur dýpra því hann er flinkur í sendingum en ég sé hann ekki henta framarlega í því leikskipulagi sem nú er viðhaft. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér, væri gaman að sjá þetta öskubuskuævintýri ganga vel.

 22. Sjonni #27, mér finnst þetta frábær athugasemd hjá þér þar sem Lambert hefur ekkert spilað hjá BR og Aspas pínulítið og Borini örlítið meira. 🙂
  Mér finnst hinsvegar Allen ekkert eiga heima þarna.

 23. Ég er að velta fyrir mér hvort Lambert geti ekki spilað líka sem framliggjamdi miðjumaður eða “afturliggjandi” sóknarmaður ef Rodgers vill breyta um kerfi. Er sterkur með fínar sendingar og ætti að geta haldið boltanum. Þekkir einhver hvort hann spilaði þannig hjá Southamton? Annars líst mér bara vel á kappann og hann eikur tvímælalaust breuddina.

 24. Ég er mjög ánægður með þessa viðbót í framlínuna okkar. Mér finnst Rickie Lambert mjög flottur leikmaður sem eins og þeir sem hafa horft á hann vita, þá getur hann í sjálfu sér gert allt. Hann er góður slúttari og með frábæran fót bæði þegar kemur að því að leggja boltann í netið og þruma honum. Maður skoðar mörk hans í Úrvalsdeildinni og þau eru að koma úr alls konar aðstæðum, stöðum og færum.

  Í þokkabót við að vera góður framherji þá finnst mér hann vera hörku spilari og mjög flinkur á og með boltann. Eitthvað sem að Carroll því miður var ekki eins lunkinn í og var líklega ástæða þess að hann fór. Lambert dreifir boltanum, heldur honum og leggur hann vel upp fyrir samherja sína með góðri yfirsýn og leikskilning. Hann er ekki staðfastur á aftasta varnarmanni til að taka við bolta heldur er hann mjög hreyfanlegur, leitar út á kant eða niður og tímasetur sig vel.

  Hann virðist frábær karakter og á eflaust eftir að vera mikilvægur í búningsklefanum á næstu leiktíð enda kemur hann þarna sem maður með mission og að upplifa æskudrauminn. Ef það verður einhver gíraður fyrir fyrsta leik í haust þá er það hann!

  Ég var svolítið búinn að vera að spá í því fyrir nokkru síðan hvort að Rodgers væri ekki að leitast eftir því að fá ‘targetman’ í framlínuna sína og ná þar með að nokkurn veginn fullkomna framherjahópin sinn og geta gert allar þær blöndur sem honum dettur í hug. Í fyrra áttum við að hafa boðið í Diego Costa og gert tilboð í hann og í sumar vorum við sterklega orðaðir við Wilfried Bony í Swansea um tíma. Báðir eru gæddir svipuðum eiginleikum og Lambert en eru mikið dýrari og líklega ekki tilbúnir að koma inn í liðið sem ‘valkostir’ eða ‘þriðju kostir’. Rodgers horfir því til Lambert sem getur gert allt það sem þeir geta gert en bara fyrir mikið mun minni pening.

  Framlínan fyrir næstu leiktíð eins og hún er í dag er orðin töluvert flottari en hún var bara núna í síðasta deildarleiknum í fyrra. Lambert kemur nýr inn og Borini snýr aftur til Liverpool eftir góða dvöl hjá Sunderland, er þó ekki alveg viss um að hann verði endilega áfram á næstu leiktíð en ég vona það. Lambert, Borini, Suarez, Sturridge (og Aspas, sem fer líklega) er flottur hópur, Sterling og Ibe geta svo líka talist með þarna og hamingjan hjálpi mér ef okkur tækist að næla í einhvern eins og Lallana, Shaqiri, Pedro eða Alexis Sanchez til að bæta við þennan hóp!

  Ég get ekki beðið eftir að sjá sóknarleik Liverpool aftur á næstu leiktíð og vonandi mun Lambert reynast okkur happafengur.

 25. Hann er komin heim. Svona leikmenn spila sko 100% með hjartanu þegar þeir eru komnir til félagsins sem þeir hafa elskað alla sína ævi.

  Það eru svona leikmenn sem 110% leggja sig fram í hvern einasta leik fyrir Liverpool FC.

  Verður gaman að fylgjast með honum á HM, sem og með Liverpool 🙂

 26. Ég ætlaði að commenta á það hér að ofan en ég steingleymdi því. Ég rakst á daginn um áhugaverða skilgreiningu á því hvernig leikmenn Alex Inglethorpe, þjálfari u21 liðsins, sagðist helst vilja vinna með og kæmi mér ekki á óvart þó að Rodgers sé með svipaða skoðun.

  Hér er skilgreiningin á því hvað hann taldi mikilvægast í fari leikmanna: „Integrity and the ability to self-analyse. Can they correct their own weaknesses and not revert to type under adversity or pressure. I’ve got a thing for the “silver medallist”, the player who learns to overcome his problems. Carra is a very good example of this…Jamie might have even been a “bronze medallist at one point”! There is a real resilience in the local academy boys, it’s a general characteristic for most of the locals, a real toughness and inner steel.”

  Er nokkuð svo galið að hugsa að þetta sé eitthvað frábrugðið því sem Rodgers leitast af í leikmönnum sem koma til Liverpool? S.s. leikmenn sem hafa lært að vinna sig upp fæðukeðjuna og sýna sterk karaktereinkenni til að takast á við mótlæti og erfiðleika. Hann hefur að mig minnir mikið talað um að leikmenn þurfi að sýna þakklæti til að vera hér, vinna fyrir því að vera hérna og fleira í þeim dúr. Nú horfir maður á liðið í dag og getur bent á stráka eins og Henderson, Sterling, Flanagan, Sturridge og Lucas sem hafa þurft að yfirstíga gagnrýni eða klifra yfir veggi sem hafa orðið á þeirra vegi, Suarez og Sakho sem ólust upp í erfiðum aðstæðum og svo auðvitað Lambert sem hefur þurft að vinna sig upp frá botninum til að komast á þennan stað.

 27. Sælir.
  Ætlaði að benda ykkur á frammistöðu Rikka í þessum forkeppnisleik gegn Moldavíu. Sendingarnar á Welbeck eru báðar sórkostlegar. Vonandi að Sturridge eða Sterling verði að taka við svona sendingum í vetur
  http://.youtube.com/watch?v=I48NtiWYfMQ

 28. Þetta verð fyrir Lambert er gott, vonandi að hann geti nýst liðinu þegar Suarez og Sturridge eiga ekki sinn besta dag.

  30 milljónir fyrir Lallana fæddann 1988 með tvö tímabil í úrvalsdeild er nátturulega rugl. Hans fyrsta tímabil kláraði hann varla leik, var alltaf tekinn útaf, þannig að í raun er þetta bara eitt alvöru tímabil í deild þeirra bestu.

  Held að menn ættu þá frekar að snúa sér að Fabregas, það er leikmaður sem gæti virkilega bætt okkar lið.

 29. Balotelli, Fabregas, Sangez, það er gama að liverpool er orðað við þessi stóru nöfn, og jafnvel þó það sé fjarstaða að þeir komi allir þá væri frábært að fá einn svona top leikman.

  ef valið er 25m fyrir Lalana eða 30 fyrir Fabregas, þá ségi ég, það þarf ekkert að fjölga bretum í þessu liði. ég held að 30m fyrir lalana ef fáranleg tala, ég bara vona að þeir séu búnir að afskrifa hann, og ef þeir telja að það þurfi að styrkja miðjuna, bjóða þá í Smellugasið.

  svo er verið að tala um tæpar 18 fyrir una bakvörðinn frá Sevilla, og ekki lán á Suso, það ætti að vera meiri áhætta en 30 fyrir Fabregas, en mér líst vel á leikmanninn og vona að sögusagnir um læknisskoðun á Fimtudag eru sannar

 30. Maður tarast yfir svona mõnnum, sannur poolari ,hann à eftir að reynast okkur vel..

 31. mbl segir að Lallana se buin að biðja um sölu fra Southampton, hann ætlar ser greinilega a Anfield.

  það hlytur eitthvað að gerast með hann núna eftir þessi tíðindi 😉

 32. Finnst launapakkinn of oft gleymast þegar rætt er verðmiða. T.d. þegar rætt er mögulegt kaupverð á Cesc Fabregas og Adam Lallana

 33. Egill nr 42
  það er hárrett hja þer, eg var eimmitt buin að velta þessu upp herna i þræði neðar a síðunni.

  segjum ef Fabregas væri með 150 þus pund a viku i 3 ár þa væri það heildarlaun uppá 21,6 milljón punda fyrir 3 ár ef eg reikna þetta rett

  Lallana væri kannski að taka 70 þus pund a viku sem gera rett tæplega 10.1 milljón punda a 3 árum

  þarna munar 10 milljonum punda i launakostnað..

 34. Satt munar 10 millz en fabregas mun stærra nafn a heimsvísu, mun stærra vörumerki kemur með tekjur inn þannig. Væri sáttur vid annan hvorn en 30 millz er of mikið fyrir lallana. Ekki búinn að vera top class nógu lengi til réttlæta 30 kúlur samt eðal leikmaður

 35. Jæja Adam Lallana ætlar að leggja inn beiðni um sölu, sem segir okkur það að þetta ætti að verða done díll. Afsalar sér væntanlega bónus með því og Liverpool fær hann aðeins ódýrari fyrir vikið.

 36. Þetta er auðvitað enginn peningur fyrir reyndan leikmann sem er vanur ensku úrvalsdeildinni. Mjög sniðugt cover og hann er líka fjölhæfari en margir aðrir kostir. Ekki spillir að í brjósti hans slær risastórt Liverpool hjarta!

 37. Lallana hefur víst ekki lagt inn beiðni um sölu en hefur þó óskað eftir þvi við félagið að fá að fara eftir HM, kannski er þetta þa að fara dragast þar til eftir HM. Maður hefði viljað sja þetta fragengið fyrir HM.

  einhversstaðar sa eg a twitter í gær að Forseti Sevilla fullyrti að þeir hefðu ekkert tilboð i Moreno, hvort það er rett veit eg hinsvegar ekkert um .. Hellingur af slúðri segir samt að það se allt klart við þau kaup og einmitt se læknisskoðun a Fimmtudag . Vona að við fáum þann dreng 😉

 38. Varðandi Lallana Vs Fabregas og að Fabregas væri mun dýrari kostur, þá er annað í þessu að Fabregas yrði miklu meira statement fyrir klúbbinn um að við erum komnir í toppbaráttu og þar ætlum við að vera, auk þess hefur Fabregas sannað sig á stóra sviðinu með tveim stór liðum í evrópu meðan Lallana er meira spurningar merki við vitum af fullt af góðum fótboltamönnum sem höndla ekki stóra sviðið.
  Smá pæling bara.

 39. Klókt hjá Liverpool að krækja í Lambert og greinilega nokkrir fleiri góðir á leiðinni. Þó ég sé Chelsea maður verð ég að segja að Liverpool virðist vera komið á þvílíkt ról og risinn greinilega vaknaður. Það er unun að horfa á Liverpool spila og ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir mitt bláa blóð er ég núna líka Liverpool fan. Það er ekki flóknara en það.

 40. Það eru allir með eitthvað smá Liverpool blóð í sér…það eru bara svo margir sem vita það ekki ennþá!!

 41. Séð hef og heyrt nóg um Sjallana
  sitja um kjósendamallana
  en nú finnst mér lag
  að breyta um brag
  og fá góðar fréttir af Lallana

 42. Cheal$ea að fá fa refsa og costa! við styrkjum sömu stöður með Lambert og Lalana. Ef þetta er það sem koma skal i þessu silly season, þá höldum við ekki öðru sæti, ég Meira við fáum leikmenn úr liðinu í áttunda sæti næstbestu deildar heims, á meðan þeir fá top leikmenn úr fyrsta og öðru sæti bestu deildarinnar. Það þarf meir metnað en þetta ef við ætlum að festa okkar ástkæra lið meðal þeirra bestu í heimi, þar sem það á heima.

 43. Það á að standa fabregas þarna. Yndisleg hvað iOS hefurm mikið Meira vit en maður sjálfur hvað maður ætlar að skrifa.

 44. Já þetta verða vonandi góð kaup. Ég vara menn samt við því, reynslan hefur sýnt að menn (ég líka) eru oft yfir sig æstir yfir kaupum á potentially góðum leikmönnum en svo klikka þeir bara. Ég bið menn að stilla væntingum í hóf gagnvart Lambert, hann verður væntanlega þriðji senter eins og fram kemur hér að ofan. En mun bæta við möguleikum í sóknarleikinn. Það er líka ákveðið statement hjá Rodgers að byrja á að styrkja sóknarleik sem skoraði 100 mörk á síðasta tímabili. Hann ætlar einfaldlega að bæta í.

 45. Nr 54, við erum ekkert að styrkja sömu stöðu með Lambert eins og Che gerir með Costa. Þar höfum við Luis Suarez

 46. Ég veit ekki nr 54
  Samkvæmt þessum lista á Liverpool þrjá menn!
  http://www.433.is/frettir/evropa/messi-verdmaetasti-leikmadur-heims-samkvaemt-nyrri-rannsokn-helmingi-verdma/

  Eins og sýndi sig síðastliðinn vetur er það ekki endilega verðmiðinn á leikmanninum sem gerir hann góðan hjá nýju liði. Það sem kom Liverpool í 2. sætið í vor var stjóri með stálkúlur á milli fóta sér. Það bókstaflega heyrðist í þeim þegar hann kom labbandi inná völlinn með liðið sitt. Það er almennt talað um að Lallana séu klók kaup. Við eigum eftir að sjá meira til Lpool á markaðnum í sumar. Ég treysti allavega BR betur en okkur hinum. (Verð samt að viðurkenna að síðuskrifarar kop.is eru grunsamlega oft með´etta. HM að byrja ekkert rugl!

 47. Emre Can tvítugur þjoðverji er víst að ganga fta skiptum fra Leverkusen til okkar.

  9.75 milljonir punda kostar hann og hann er i u 21 ars liði Þjóðverja.

  er ekki fínt að fa eitt fjölhæft þýskt stál ?
  þekkir einhver kauða eitthvað ?

  Shakiri lika orðaður við okkur i dag ..

 48. já sæll

  Emre Can lytur vægast sagt ótrulega vel ut a youtube, flestir gera það reyndar en það sem eg se þar virkar helviti vel a mig. þessi gæji er með virkilega flotta tækni og hvirðist hafa flottan sprengikraft lika.

  ætli Rodgers se að spa i að kaupa 2 leikmenn a miðjuna, bæði þennan og Lallana ? ef svo er þa fer Lucas pottþett held ef.

 49. Emre Can er virkilega spennandi leikmaður, aðeins 20 ára að aldri og spilar margar mismunandi stöður, v/bak, miðvörð, varnarsinnaður miðjumaður og sem sókndjarfur miðjumaður. Eitthvað held ég að Rodgers geti gert fyrir ferilinn hjá þessum strák.

  Vonandi er eitthvað til í þessu og það væri gaman að fá hann sem fyrst.

 50. Getur tottenham ekki fengið sér sitt egið skout teimi í staðin fyrir að njósna stöðugt um okkar!!!

 51. engar áhyggjur af Tottenham i sumar, ef einhver leikmaður myndi velja það að fata frekar til Tottenham en Liverpool þetta sumarið þa ma tottenham eiga þann vitleysing þvi sa einstaklingur væri augljoslega langt fra þvi að vera með hausinn i lagi 😉

 52. Vandamál Liverpool undanfarið á leikmanna markaðinum undanfarið er að hafa verið lengi af stað og alltof seinir að klára sín mál.
  Nú er allt annar bragur á aðgerðum liverpool, þeir virðast vera með mörg spjót í eldinum og hafa lið eins og A.Madrit, Southampton og Leverkusen staðfest viðræður við liverpool svo að þeir eru að vinna á fullu að bæta liðið.
  Liverpool ætlar ekki að láta öll eggin í sömu körfuna og finnst mér loksins leikmannastefna liðsins vera í takt við gengi liðsins inná vellinum.

One Ping

 1. Pingback:

Lambert, Lallana, Moreno o.fl?

Opinn þráður – Ian Ayre, Suarez, Can og Flanagan