Lambert, Lallana, Moreno o.fl?

Ian Ayre og félagar eru komnir í meistaradeildina og það er ljóst að félagið er að reyna klára megnið af sínum leikmannaviðskiptum áður en undirbúningstímabilið hefst. Til að það takist er í flestum tilvikum mikilvægt að klára málið áður en leikmenn fara með landsliðum sínum í lokaundirbúning fyrir mótið, flest lið fara á morgun.

Rickie Lambert.
Eina sem við vitum að er að gerast er hinn 32 ára gamli Lambert, hann fór í læknisskoðun í morgun og er talið að kaupin á honum verði tilkynnt á morgun eða hinn.


Kristján Atli er búinn að skrifa ævisögu hans sem hann hendir hér inn gangi allt að óskum og Lambert fær draum sinn uppfylltan.

Adam Lallana
Liverpool er sagt hafa hækkað tilboð sitt í Lallana í 25m með þeim skilaboðum að þetta sé lokatilboð. Taki Southamton þessu ekki verði farið í önnur skotmörk. Lallana er sagður vilja eingöngu fara til Liverpool og spila með félaginu í meistaradeildinni. Southamton vill bíða með þetta þar til eftir HM en er í erfiðri stöðu þar sem leikmaðurinn vill fara. Hann er eins og Lambert lykilmaður og mjög vinsæll meðal stuðningsmanna, en Lallana er fyrirliði Southamton og hefur verið hjá félaginu frá því hann var 12 ára.

Ferill hans er litlu minna ævintýri en ferill Lambert en hann fór með félaginu úr þriðju efstu deild í úrvalsdeild og á mikið í uppgangi þeirra. Hann á það ekki skilið frá Southamton að félagið standi í vegi fyrir þessum félagsskiptum, hvað þá á þennan pening.

Þetta verður að teljast mjög líklegt eins og staðan er núna.

Alberto Moreno
Af þeim leikmönnum sem eru orðaðir við okkur finnst mér Moreno frá Sevilla vera sá sem gefur það helst til kynna að Liverpool er komið í Meistaradeildina, við ættum ekki glætu í hann annars og værum ekki með í samtalinu. Þetta er alvöru spennandi 21 árs bakvörður með mikinn kraft og hraða. Strákur sem er nú þegar farinn að banka á dyrnar í besta landsliði í heimi. Echo segir í sömu frétt (og Lallana) að þeir séu bjartsýnir á að 16m tilboði þeirra verði tekið og raunar hafa aðrir miðlar sagt að þessu tilboði hafi þegar verið tekið. Gríðarlega spennandi lausn á þessari vandræðastöðu hjá okkur gangi þetta eftir.

Suso er sagður fara til Sevilla í staðin en þó líklega bara á láni.

Emre Can
Sá fyrsti sem var orðaður við okkur í sumar, talað um að kaupin á honum hafi strandað á samningsviðræðum við hann persónulega, Liverpool hafi jafnað klásúlu í samingi hans og kaupverðið því klárt. Einhverjir miðlar söðgu að Liverpool væri tilbúið að hætta við þessi kaup frekar en að hækka sig. Tek slíkum fréttum með afar miklum fyrirvara og tippa á að Emre Can verði á mála hjá Liverpool í upphafi næsta tímabils. Þetta er fjölhæfur leikmaður sem gæti m.a. leyst Gerrard af í vetur þegar þörf er á. Kynnum okkur hann betur verði af þessum kaupum, takmarkað til um leikmann sem hefur spilað eitt tímabil í Þýsku deildinni en hann er vonarstjarna Þjóðverja og hefur spilað með öllum yngri landsliðum þeirra. Gríðarlegt efni.

Þetta eru svona þeir helstu sem eru í umræðunni og möguleiki á að kaupin á þeim verði kláruð strax í næstu viku. Aðrir eins og Xherdan Shaqiri og Dejan Lovren hafa verið nefndir líka en ekki eins mikið núna síðustu daga. Ef Lovren er líka möguleiki er ekki útilokað að Rodgers hætti við öll þessu kaup og taki í staðin bara við Southamton.

Liverpool Echo hefur flutt fréttir af öllum þessu tilboðum í Lambert, Lallana, Moreno og Can. Nær komumst við ekki staðfestingu á að Liverool hafi a.m.k. lagt fram tilboð og allt er þetta í gangi bara núna.

Hvað finnst ykkur um þessa kappa? Það er a.m.k. spennandi og skemmtilegt að sjá að Liverpool ætlar ekki að bíða fram á panic time að ganga frá sínum málum. Flestir þeirra sem hér eru nefndir hafa líklega verið í undirbúningi töluvert lengi bak við tjöldin.

26 Comments

  1. eg væri i skýjunum með sumarið ef

    Moreno kemur
    einn flottur hafsent
    Lallana
    Lamberr

    og svo væri eg til i td Konoplianka i stað Moses og sleppa þa þessum Emre Can kaupum i staðinn og vera bara með Gerrard og Lucas báða áfram .

    allavega eru ansi spennandi dagar i gangi.

  2. Miðvörður ásamt Moreno, Can, Lallana og Lambert væri góður gluggi. En hvað gerðist við Lovren slúðurið? Efnilegur miðvörður á góðum aldri. Hann sagði sjálvur að hann var ánægður að vera orðaður við liverpol.

  3. Moreno er hrikalega spennandi kostur. Ösku fljótur og tekneskur, hann myndi gera mikið amk til að hjálpa sókninni (ekki veitir nú af!). Að sjálfsögðu erfitt að spotta það á myndbandi hvort hann geti eitthvað varnarlega. Af þeim kaupum sem er verið að orða okkur við er hann sá sem ég er spenntastur fyrir.

    Emre can virðist vera svona heildarlausn sem getur spilað hvar sem er á miðjunni. Virðist vera góður varnarlega með þrusu tækni og sæmilegt auga fyrir sendingum (sem við viljum sjá í dm). Þetta er aftur leikmaður sem ég hef bara séð á myndbandi en hann lítur mjög vel út.

    Lambert er orðaður við okkur á 4 millur en ekki 9 eins og var talað um í gær eða fyrradag og hann virðist vera hugsaður sem 3-4 kostur. Væri raunar mjög áhugavert að hafa hann og Borini sem auka menn af því þá eru allir framherjarnir okkar mjög ólíkir og koma inn með mismunandi hluti sem er líklega draumastaða fyrir Rodgers. Kannski ekki sá leikmaður sem ég er spenntastur fyrir EN við þurfum auka breidd í sóknina þar sem við erum að fara í meistaradeild og ég geri ráð fyrir að það sé raunverulegur metnaður að fara líka lengra í bikarkeppnum. Við gætum auðvitað fengið stærra nafn inn en mig grunar að Rodgers vilji þá frekar leita til ungu strákanna ef við erum í bobba. Niðurstaða: Nokkuð sáttur við þessi kaup.

    Lallana það þarf svosem ekki mörg orð um hann. Þarna er maður sem er búinn að sanna sig í úrvalsdeild og lægri deildum á Englandi og það er ekkert endilega gefið að standa sig vel í neðri deildum á Englandi, talsvert annar bolti sem er spilaður þar. Hann er nógu góður til að vera valinn í landsliðið og það segir líka sitt. Líst þrusu vel á kappan en finnst reyndar 25 millur vera ansi mikill peningur fyrir hann í samanburði við t.d. Emre Can sem er á 10 og Moreno sem er á 16 (samkvæmt nýjustu tölum).

    Líka sérlega gaman ef af verður að þá eigum við 6 fulltrúa hjá enska landsliðinu á HM í sumar sem er eitthvað sem við höfum nú ekki séð lengi (ef þá nokkurn tíma) og aðrir sem eru að banka á dyrnar (flanagan).

    Eiginlega eina spurningamerkið sem ég set við þetta er hvort við þurfum raunverulega 2 auka miðjumenn í Can og Lalla þar sem þetta er ein best mannaða staðan okkar í dag. Þessir menn eru þá að fara að berjast um sæti við Gerrard, Hendó, Coutinho, Sterling,Lucas, Allen og hugsanlega Ibe. 7 leikmenn um fjórar stöður sem færu þá upp í 9 leikmenn um þessar fjórar stöður. Held að ef þeir verða báðir keyptir að þá sé líftími Lúcasar með félaginu liðinn.

    Aftur á móti er þetta ákaflega jákvætt út á það að hann Rodgers getur leyft sér fleira möguleika í uppstillingum t.d. í útileikjum í meistaradeild þar sem er hugsanlega praktískt að hafa eingöngu einn framherja eða í bikurum þar sem getur verið gott að hafa hugsanlega 2-3 miðjumenn sem geta staðið í mikilli baráttu (Hendó + Can t.d.). Ef að allir bikarar er markmiðið að þá getum við vel notað þessa breidd.

    Allt í allt að þá er þetta talsvert flottari gluggi en sá sem við fengum seinasta sumar ef af verður og ég er bara spenntur að sjá hvernig fer!

  4. 25 millur fyrir Lallana er ansi vel í lagt finnst mér. 10 milljónum of mikið vegna þess að hann er enskur.

  5. Moreno er flottur, hef séð nokkra leiki með Sevilla í vetur þar sem hann hefur átt góða leiki. Engin tilviljun að menn séu valdir í landslið Spánar.

    Lallana er góður leikmaður, en þessi 25 punda prís er nátturulega geggjun.

    Lambert tel ég vera leikmann sem kominn er yfir hæðina en gæti nýst okkur sem 3. eða 4. striker. Sérstaklega ef ekki er verið að tala um sturlað verð eins og 9m punda.

    Emre Can er mjög efilegur leikmaður en mv. það sem ég hef séð af honum kemur mér ekki á óvart að erfitt hafi verið að semja um launamál. Virðist vera vandræðagemsi og er duglegur við að safna heimskulegum spjöldum. En hann er ungur enn og getur mikið bætt sig og ekki skemmir fyrir að hann kemur úr unglingastarfi FC Bayern. Persónulega hefði ég verið hrifnari ef við hefðum farið á eftir Rakitic hjá Sevilla, það er leikmaður sem gæti bætt miklu við okkar lið, frábær á boltanum, með góðar spyrnur og les leikinn afar vel.

    Er samt á þvi að Suso gæti nýst okkur á komandi tímabili, hef mikla trú á þeim pilti. Hvað segja menn um það?

  6. Sky Sports náðu viðtali við Lambert áðan. Hann gat eðlilega ekkert tjáð sig að viti um félagsskiptin enda ekki búið að ganga frá þeim opinberlega en hann átti afar erfitt með að halda aftur af brosinu. Læknisskoðunin gekk vel og hann verður tilkynntur á mánudaginn.

  7. Sælir félagar

    Mér lýst vel á þetta upplegg og ekki síst ef allt gengur eftir sem spáð er. Það má svo búast við einum amk. til viðbótar eftir HM og þá líklega miðvörður eða eitthvað slíkt. Ég er því bara sáttur með þetta ef það gengur eftir.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Ég er einhvern vegin ekkert alltof viss um að við tökum inn nýjan miðvörð. Erum með þessa fjóra sem við vorum með á seinasta tímabili (kolo,dagger,skrtel,sakho) en síðan eigum við inni Tiago Ilori og herra Wisdom þannig þetta er nú ekkert verst mannaða staða í heimi. Held að BR hljóti að reyna að gera betur með það sem hann hefur þarna því þetta eru ekkert lélegir varnarmenn.

  9. Can og Lallana mjög spennandi kostir og fjölhæfir leikmenn. Can hefur spilað flestar stöður utan mark og center og getur ma. leyst miðvarðarstöðu með ágætum í þýsku deildinni. Lallana einn besti driplari EP sl. ár og algerlega jafnfættur sem gefur einnig meiri möguleika í uppstillingu leikkerfis fyrir BR. Lambert og Moreno klassakaup einnig en enginn samt í húsi ennþá!!!!

  10. Ég var hrifinn af Xherdan Shaqiri á sínum tíma, en viðurkenni þó að ég hef ekki séð mikið til hans s.l. ár enda hefur hann ekki fengið mikinn spilatíma. Miðað við þróunina á okkar liði og það sem BR hefur verið að sauma saman, þá ætti þessi gaur að smellpassa. Hvað segja menn um það; sjáið þið hann fyrir ykkur sem heppilegan leikmann fyrir LFC og teljið þið líklegt að hægt sé að ná í kauða?

  11. eg væri til i að sjá ibe og suso inn i liðið, ásamt borini, þá væri ekki þörf á sóknar mönnum í viðbót, ef þjóðverjin kemur, liggur beint við að lucas fari, en það sem ætti að vera forgnasg mál eru hægri og vinstri bakverðir auk miðvarðar, allavega einn, túre færi, hugsanlega eru not af coades, ef hann spilar og á gott hm mot, en ég efa það. spánverjinn virðist vera rosalega flottur kostur.

    annars er lalana vissulega góður og getur spilað í epl en 25m fyrir hann er dálitið mikið, og vonadi standa þeir við það að þetta er loka tilboð. við höfum ekki þörf á að styrkja þessa stöðu.

  12. Endum við með 7 liverpool menn í enska hópnum á HM ?

    En ég er með spurningu fyrir ykkur, getum við ekki keypt hægri bakvörð? Glen Johnson er afleiddur leikmaður, Jenkinson er betri.. já ég sagði það! Hann er svo ekki jafn góður sóknarlega og margir vilja meina, það sem hann gerir skilar aldrei neinu, annað hvort reynir hann að sóla einhvern og tapar boltanum, sendir fyrirgjöf sem endar í innkasti hinum megin á vellinum eða í útsparki, fer inn á völlinn og tekur ömurlegt skot með vinstri osfrv.

    Ef þetta sannfærir ykkur ekki, berið þá Johnson saman við t.d. Coleman, Azpilicueta, Zabaleta, Juanfran og fl.

  13. # 8 ekki má gleyma Coates og Kelly ( og varaliðinu) svo það ætti eitthvað að vera til í þessa stöðu.Hef nú samt trú á því að einhverjir í þessum stöðum hverfi á braut í sumar.

  14. Silly Season……….Elska það.

    Mér er nákvæmlega sama hvort að leikmaðurinn er hálffertugur jálkur eða 17 ára bólugrafinn unglingur, á meðan Brendan Rodgers vill þessa leikmenn þá samþykki ég það. Fyrir þá sem efast kaupin á Lambert þá kæmi ekki á óvart þó að hann gefi allt í þá leiki sem að hann fær hjá Liverpool, því hann veit það að þetta eru endalok ferils hans og hann fær að spila hjá draumaliðinu sínu. Ég held að hann eigi eftir að koma á óvart á komandi leiktíð með mikilvægum mörkum.

    Hérna er svo flott vídeo ef mönnum leiðist, öll mörkin hans Suarez á liðinni leiktíð. Þetta er langt frá því að vera eðlilegt, þvílíkur leikmaður.

    https://www.youtube.com/watch?v=R40_TDSmb70

  15. Ef Fabregas er falur á 20-30M punda væri ég alveg til í að Liverpool reyndi fyrir sér þar í stað Lallana…Finnst eiginlega geggjun að borga 25M fyrir Lallana. Hann á að baki 1 gott season í premierleague!! Óskalistinn minn væri Mats Hummels, Konoplyanka, Moreno, Lukaku og Blaise Matuidi/Xabi Alonso. Þetta gæti kostað Liverpool 80-100M punda. Seljum leikmenn fyrir 30M (Agger, Assaidi, Allen, Lucas, Kelly, Coates, Glen Johnson t.d) Fáum milli 40-50m fyrir CL þátttöku á næsta ári og framtíðin ansi björt ef þetta gengi eftir:)))
    Áfram Liverpool og koma svo Henry og félagar-nú vantar quality en ekki quantity.

  16. Lallana er virkilega flottur leikmaður og virðist passa algjörlega inní þessa hugmyndafræði hjá Brendan, en 25m fyrir leikmann sem hefur átt eitt gott season i PL er auðvitað bilun. Ég er svona á báðum áttum með þetta, í fyrra vorum við að pirra okkur yfir því að við borguðum ekki uppsett verð fyrir ákveðna leikmenn og misstum svo þar að leiðandi að þeim til annara liða. Núna pirrum við okkur yfir því að við séum tilbúnir til þess að borga of mikinn pening fyrir sbr Lallana,er þetta ekki bara markaðurinn í dag? Þarftu ekki bara að yfirborga til þess að fá alvöru leikmenn til þín? Það fer enginn að segja mér að Willian sé 30m punda virði en Chelsea eru alltaf betur settir með hann frekar en án hans.
    Ég er á því að Lallana sé frábær viðbót við þennan hóp okkar hvort sem við séum að borga 4-5m of mikið fyrir hann.

  17. Þeir sem eru að kvarta yfir kaupverðinu á Lallana, sem hefur einungis átt eitt gott tímabil, eru margir þeir sömu og kvörtuðu síðasta sumar yfir því að LFC hafi ekki náð að landa Willian (£30-35m) og Mkhitaryan (£25m) sem höfðu bara reynslu úr úkraínsku og rússnesku deildinni.

  18. Þýðir ekkert að fylla liðið af nýjum leikmönnum Skrtel.. þú sást nú hvernig fór hjá tottenhams

  19. Eg væri alveg til i að sja okkar menn henda 30 kúlum i Fabregas og sleppa þa Lallana en er ekki viss um að Fabregas vilji koma til okkar, kannski vill hann td bara fara heim til Arsenal aftur.

    Fabregas er líka alltaf að fara fram a laun uppá 150 þus + a meðan Lallana sættir sig við 50-80 gæti eg trúað. Veit samt ekki hvort Arsenal vilji borga Fabregas svona risalaun en maður veit aldrei, Man Utd er samt liklegt til að bjoða 30 milljónir i Fabregas og til i að yfirbjoða öll laun með sina peninga nuna og jafnvel til i að borga honum 200 þus + til að klara þann dil an meistaradeildarinnar ..

    en ja eg væri til i að sja okkar menn reyna við Fabregas þó það skili NEI en svona bita er glæpsamlegt að reyna ekki við.

    það væri ekkert leiðinlegt að sja Gerrard – Fabregas og Henderson a miðjunni með Allen , Lucas og Coutinho a bekknum ..

  20. Allir sem við erum að eltast við þessa dagana hafa einfaldlega verið að standa sig þar sem þeir hafa verið að spila.
    Þetta eru allt alvöru nöfn og er eiginlega stórt stökk fyrir okkur.

    Allavega miða við það sem við fengum á síðasta tímabili.

    Aspas og Alberto voru engin nöfn en mögulega leikmenn sem gætu staðið sig.
    Kolo Toure voru margir búnir að afskrifa
    Mignolet – kannski ekki hæðst skrifaði markvörðurinn en solid
    Svo fengum við Moses og Cissokho að láni til þess að búa til smá breydd.

    Við værum aldrei að fara að leita af leikmanni eins og Aspas í dag eða B-Liðs leikmanni frá Barcelona.
    og lánsleikmenn eru varla í boði því að við ætlum okkur að nota ungu strákana okkar og einfaldlega að vera með nógu mikla breydd sjálfir.

    Niðurstaða
    Liverpool eru komnir á annan og betri stað í dag.

  21. Já, hrikalega eru þetta spennandi tímar…

    Menn geta ekki farið að hafa svona miklar áhyggjur af verði leikmanna í dag miðað við hvernig markaðurinn er. Hvað haldiði að Fowler/Owen hefðu farið á frá Liverpool ef markaðurinn hefði verið svona þá?

    Lallana er klárlega leikmaður sem hefur hæfileikana og kraftinn til þess að spila fyrir okkar lið og mikið væri gaman að sjá hann hjá okkur næsta tímabil. Eins tel ég að leikmaður eins og Can gæti nákvæmlega verið sá sem við leitum að….leikmaður sem getur tekið hvaða stöðu sem er á miðjunni. Top cover.

    Miðvarðamálið er hrikalega furðurlegt hjá okkar mönnum. Þeir sem um ræðir eru: Skrtel, Agger, Toure, Sakho, Kelly, Llori, Wisdom og Coates (veit einhver eitthvað hvernig hann er í dag?). Það getur ekki annað verið en að við reddum þessari stöðu. Ég væri til dæmis alveg til í að sjá Wisdom og Llori spila við hlið Agger/Skrtel/Sakho. Toure er búinn, það er bara kalt mat og ég held að það standist.

    Aðal vandamálið er bakvarðastaðan. Spurnign með hvort að McLaughlin far ekki að gera tilkall til vinstri bakvarðarins og að Enrique verði heill….þá eru komnir tveir bakverðir vinstramegin sem eru þokkalegir og svo eru það Johnson og King Flano hægramegin. Þetta eru auðvitað getgátur en ég held að Enrique sé búinn,því miður.

    Þetta verða spennandi vikur og vona ég innilega að Moreno komi inn í liðið fyrir næstu leiktíð. Okkur veitir ekki af breiddinni.

    YNWA – Inn Rogers we trust!

  22. Sæl og blessuð.

    Auraflóðið er slík í PL þessa dagana að það er viðbúið að verðbólga geri vart við sig á leikmannamarkaði. Ég vil persónulega að þeir eyði og eyði í snilldarleikmenn, við fáum breiðan og þéttan hóp á næsta tímabili sem gefur kost á plani A, B og C eftir því hvernig andstæðingar og aðstæður verða.

    Mótlætið verður að vissu leyti meira á næsta tímabili – andstæðingar styrkjast enn, væntingarnar eiga eftir að íþyngja og fleiri leikir í gangi. Engu að síður þá munum við finna fyrir því að kiðlingarnir eru orðnir að ærlegum höfrum og nokkrir munu sýna mikinn vöxt. Til viðbótar því að fá varnarlínu sem fær ekki á sig nema 25-30 mörk á næsta ári ætti þetta að geta bara gengið vel.

  23. Lallana er spennandi kostur en ef það er einhver séns á að Fabregas geti komið er ég frekar til í að eyða 25 milljónum punda í hann. Þessi Moreno kemur, Can, Lambert og vonandi einhver varnarmaður og þá er maður ansi ánægður held ég bara.

  24. Eyþór, held að þú verðir að taka það með að bæði Willian og Mikitaryan voru búnir að vera frábærir í meistaradeildinni fyrir Shaktar, fyrir utan að Willian var búinn að spila nokkra leiki fyrir landslið Brasilíu, sem leikmenn Liverpool (hvorki Lucas, sem menn eru duglegir að dásama hérna né Coutinho) komast ekki í.

Heysel – Requiem for a cup final

Um Rickie Lambert (Uppfært: Kominn staðfest!)