Heysel – Requiem for a cup final

Í öllum hamaganginum á leikmannamarkaðnum í gær náðum við ekki að setja inn færslu í tilefni af því að það eru 29 ár liðin frá því að Heysel-harmleikurinn átti sér stað. Mig langaði til að bæta úr því núna, aðallega til að benda ykkur á frábæra heimildarmynd um þennan örlagaríka dag í evrópskri knattspyrnu.

Fyrir skemmstu horfði ég á Requiem for a cup final. Mér fannst hún sýna á skýrari hátt en ég hef séð áður hvernig það var að upplifa þennan dag. Rætt er við stuðningsmenn Liverpool og Juventus, bæði þá sem voru þarna og sluppu ómeiddir og eins aðstandendur sumra hinna látnu. Einnig er rætt við leikmenn Liverpool og Juventus, forsvarsmenn Heysel og knattspyrnusambanda og svo framvegis.

Þetta er sláandi heimildarmynd sem gefur mikla og góða innsýn í þennan skelfilega dag og útskýrir einnig vel hvers vegna ákveðið var að leikurinn færi fram þrátt fyrir fjölda dauðsfalla í aðdraganda hans.

Ég mæli eindregið með að þið horfið á þessa heimildarmynd hér fyrir neðan, og um leið sendum við að sjálfsögðu góðar kveðjur á Juventus-stuðningsmenn nær og fjær:

6 Comments

  1. Ég bæti því svo bara við hér að ég vona að við hittum Juventus í Meistaradeildinni í haust. Það væri viðeigandi þegar við nálgumst þrítugs”afmæli” þessa harmleiks.

  2. eg var a leik Liverpool og Juventus i 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar arið 2005 og ja það var GEÐSJÚK STEMMNING svo ja endilega fa Juventus aftur a ANFIELD TAKK !!!

  3. Mögnuð heimildarmynd og mjög fræðandi. Þetta er eitthvað sem ansi margir þyrftu að horfa á, sérstaklega þeir sem mynda sér einhliða hentistefnu skoðanir á þessum harmleik til að skora stig í barnalegri pissukeppni.

    Hugsa sér að hafa svona leik á velli sem var svo hrottalega vanbúinn að hægt var að taka upp heilu múrsteinana og grýta þeim yfir litla girðingu í stuðningsmenn andstæðinganna 1-2 metra frá, yfir litla sem enga gæslu á milli. Núna má varla fara með plastflösku inn á völlinn.

    Þessi mynd náði samt enganvegin að selja mér að þessi leikur hafi nauðsynlega þurft að fara fram enda búið að safna miklum liðsstyrk á rúmlega tveimur tímum til að sjá um gæslu og til að aðskilja stuðningsmenn liðanna. Skil svosem rökin sem eru notuð enda ástandið vægast sagt eldfimt en það var greinilega afar lítil stjórn á þessum leik og þessi leikur átti aldrei að fara fram, alls ekki nokkrum klukkutímum eftir svona harmleik sem allir sem horfðu á leikinn í sjónvarpi (og leikmennirnir) vissu af.

    Stuðningsmenn Liverpool fengu nánast einir að bera ábyrgðina á þessum harmleik til að byrja með (og bera að mörgu leiti enn). Sama má segja um enska knattspyrnu þó gjörðir stuðningsmanna hafi verið lítið frábrugðnar því sem var alvanalegt á knattspyrnuleikjum, bæði í Englandi og á Ítalínu á þessum tíma, rétt eins og fram kemur hjá bæði Ítölunum og Englendingunum í þessari mynd. Félagið og stuðningsmenn fengu þó sína dóma og tóku út þunga refsingu.

    Málið var þó alls ekki svona einfalt og niðurstaða rannsókna á þessum harmleik leiddi til þess að fleiri hlutu refsingu, m.a. þeir sem komu að skipulagi og löggæslu á þessum leik. Eflaust var sú skýrsla ekki fullnægjandi frekar en sú sem var gerð í kjölfar Hillsboruogh.

    Hef farið ítarlega yfir Heysel áður en þessi magnaða mynd er bara til að auka skilning á þessu.

    RIP 39

    p.s.
    Annað burt séð frá harmleiknum, úrslit leiksins hafa aldrei skipt sérstaklega miklu máli úr þessum úrslitaleik enda viðburðurinn handónýtur. Ég hef lesið þetta áður en ekki séð það fyrr en þarna hversu rosalega rangur vítaspyrnudómurinn var, vá.

    • Ég var ekki að segja að ég væri sammála því að leikurinn færi fram en hér fær maður að heyra ástæðurnar sem þau gáfu sér á þessum tíma. Ég skil vel að þau hafi óttast að breiða óeirðir út um alla borg og hafi frekar viljað seðja fótboltaþyrstan lýð en það breytir því ekki að þessi leikur átti aldrei að fara fram.

Liverpool gerir tilboð í Alberto Moreno – Uppfært: (og Lambert)

Lambert, Lallana, Moreno o.fl?