Opinn þráður – Uppfært: Rodgers framlengir

Uppfært 14:15: Brendan Rodgers er búinn að framlengja samning sinn við Liverpool. Alls ekki óvæntar fréttir en þó mjög gleðilegar.

John W Henry sagði þetta af þessu tilefni:

“We are very fortunate to have a hugely talented individual leading our football performance and in whom we place our trust to deliver the vision we share for Liverpool Football Club.

“Brendan is at the heart of what we, as an ownership group, are trying to achieve on the pitch. This season has reaffirmed everyone’s belief that we can bring football success to Liverpool and we are all committed to working together to achieve that.

“Players and supporters have made it clear how important Brendan is to our success and so to have him commit to us for the long term is a great boost for everyone going forward.”

Rodgers sagði þetta af sama tilefni:

“I am both humbled and privileged to be offered the chance to extend my stay at this great club. I am very happy to build on the foundations we have built over the last two years and now we move onto the next phase which I believe will be as exciting, challenging and rewarding.

“I would like to place on record my thanks to the players and staff, who have been absolutely brilliant for me since the day I started at this great football club. I am grateful to our owners and senior management team who have supported me and who share my vision of how we can progress on the field.

“Finally, I must thank the supporters who are at the heart of everything we do here. I am honoured every day to lead this team and I thank the fans for their continued support as together we strive to bring success back to Liverpool Football Club.”

Hér er svo ítarlegt viðtal við Rodgers á opinberu síðunni.

Frábært mál að þetta sé frágengið og nú hægt að semja við nýja leikmenn og fullvissa þá um að Rodgers er ekkert að fara. Eftir síðasta tímabil er ljóst að hlutabréfin í Brendan Rodgers hafa hækkað verulega og önnur lið hafa alveg klárlega áhuga á að fá hann. Vonandi er þetta bara fyrsta framlengingin hans af mörgum hjá Liverpool.


Það má segja sem svo að kop.is hafi nánast verið í sumarfríi enda afar lítið að frétta og menn uppteknir.

Slúðrirð heldur áfram að orða okkur við nánast alla leikmenn sem mögulega gætu verið kostir fyrir Liverpool og í dag er talað um að kaupin á Emre Can séu svo gott sem frágengin. SportBild sem ég man ekki eftir að hafa heyrt um áður er að fullyrða þetta. Tökum því með dágóðum fyrirvara og rétt rúmlega það.

Kaupin á honum verða seint stóru fréttir sumarsins en alltaf spennandi þegar Liverpool er að kaupa nýja leikmenn.

Annars eru flestir okkar leikmanna komnir í æfingabúðir fyrir HM eftir örstutt frí. Slúðrið ætti að róast töluvert eftir því sem nær dregur móti.

Orðið er annars frjálst

36 Comments

 1. Sælir félagar

  Það er gott að niðurdrepandi fyrirsögnin um meiðsli Suarez er farin af toppnum. Heyrði eða sá einhverstaðar að Real Madrid ætlaði að bjóða 100 miljónir punda í Suarez. Það er of lítið því af því þarf að eyða 50 m. í nýjan framherja og vil frekar fá 80 m. og Karim Benzema í skiptum ef þetta verður díll á annað borð. En auðvitað á ekki að selja okkar besta mann þó erfitt sé að standa gegn svona risaboði.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 2. Eru þetta ekki mikilvægustu fréttirnar, hann er allavega mikilvægastur í liðinu, jafnvel þó að Steve og Luis séu talnir með.

 3. Sælir félagar

  Frábært Frrrrrráááááábææææææææærrrrrrrrrt!!!! Brendan Rodgers

  Það er nú þannig.

  YNWA

 4. eintóm gleði að Brendan se buin að krota a nyjan pappír.

  nuna er bara að fara ganga fra einhverjum kaupum. Eg er einna mest spenntur fyrir Konoplianka sem var svo gott sem komin til okkar i januar,hann er víst falur fyrir 12 kúlur og sagði nylega að hann vildi frekar spila i evrópukeppni félagsliða með Dnipro en að mæta a Old Trafford, semsagt þessi gæji er nu þegar orðið LEGEND i Liverpool og samt ekki einu sinni komin til okkar, KAUPA ÞENNAN GÆJA TAKK 🙂

 5. Flott að BR sé búinn að skrifa undir nýjan samning við LFC. Þá er bara að vona að þessum samning fylgi loforð frá FSG að bakka BR almennilega upp í sumar með kaupum á sterkum leikmönnum.

  Það virðist vera nokkuð ljóst að Emre Can og Lallana séu aðal skotmörk BR. Svo er að sjálfsögðu verið (eins og venjulega) að orða helminginn af knattspyrnumönnum veraldar við klúbbinn. Persónulega vona ég að það verði allavega af kaupunum á Can og svo gæti Konoplyanka verið sterk viðbót. Veit ekki með Lallana, er á báðum áttum með hann. Svo vantar okkur reyndar vinstri bakvörð (hef ekki nein sérstök nöfn í því sambandi en væri gaman að horfa á vinstri bakverðina hjá Real Madrid).

  Svo hvað varðar Luiz Suarez að þá er eitt orðið morgunljóst og það er að ef David Luiz er 50 millj. punda virði að þá er Suarez a.m.k. 150 millj. punda virði… ég meina common gaurinn er a.m.k. þrisvar sinnum betri og verðmeiri en David Luiz. En ég treysti því og trúi að Suarez sé ekki að fara neitt í sumar og verði bara betri á næsta ári.

 6. nr 11

  Góður brandari.. Mer var að vísu létt að sja að greinin er skrifuð árið 2010 þvi að ef cavani sem mer finnst mjög ofmetin leikmaður væri orðaður við okkur þa myndi mað liklega þýða að suarez færi i staðinn ..

 7. Ég er á því að Emre Can og Konoplyanka væru flottir leikmenn til viðbótar við okkar hóp sem og Lallana. En getur verið að Lallana verði önnur C.Adam kaup? Ég hef ekki trú á því og held að hann myndi blómstra í Liverpool en verðmiðinn er frekar hár verð ég að segja.

  Hinsvegar finnst mér að aðalstefna þessa glugga eigi að vera vörnin. Kaupa einn vinstri bakvörð, selja Enrique sem virðist ekki gera annað en að vera á sólarströndum miðað við Instagram og hefur lítinn áhuga á boltanum.
  Ég vill sjá tilboð í Steve Caulker. Hrikalega góður miðvörður, stór, sterkur, stabíll og hefur spilað undir Rodgers. Hvað segja menn um það? Eins og 95% af fótboltamönnum í dag þá hefur hann jú verið orðaður við okkur.

  Svo finnst mér oft eitt gleymast þegar það er verið að tala um kaup og hvaða stöður þarf að styrkja. Drengur að nafni Suso er að koma aftur til baka úr láni. Horði á nokkra leiki með Almeria og hann var hrikalega góður og skipti sköpum í þeirra spili. Þessi strákur á svo sannarlega framtíð fyrir sér og vona ég að hann fái tækifæri á næstu leiktíð.
  Svo er það Ibe, eitt mesta efni enska boltans í dag. Svo er það auðvitað Agent Borini 😉

  Persónulega vona ég að það verði keyptur miðjumaður sem getur tekið djúpu rulluna annað slagið og challengað þá stöðu sem og bakvörður og miðvörður. Væri auðvitað ekkert verra að fá einn markvörð inn sem setur góða pressu á Mignolet. Eins og margir segja, öll samkeppni er jákvæð.

  Höfum þetta ekki lengra í bili.

  YNWA – In Rogers we trust!

 8. Er ekkert nýtt a? frétta af Charlton Cole slú?ri? Held hann mynda fitta fullkomnlega inn í sóknina hjá okkur me? Suarez og Sturridge.

 9. Ég er sennilega einn um þá skoðun en ef einhver vill kaupa Suarez á 80-100m þá má hann fara. Ég er ekki viss um að hann eigi eftir að verða jafngóður eftir hnémeiðslin. Fyrir þennan pening er hægt að kaupa 2-3 álitleg nöfn og dreifa áhættunnu. Höfum hugfast að á næstu leiktíð verða fleiri leikir og meira álag á alla og þá þarf að hafa menn til skiptanna.

 10. Það er ekki hægt að setja verðmiða á suarez hann er einn af 5 bestu leikmönnum heims og þótt við myndum fá 200m fyrir hann þá gætum við ekki notað þær til að fylla hans skarð. þið sáuð nú hvernig fór með bale og tottenham , það væri eins og að kaupa sér bíl og selja dekkin undan honum til að kaupa stærri vél … Not for sale.

 11. Sælir félagar

  Kem bara hér inn aftur til að bakka Sfinnur#13 upp. Ég er afskaplega sammála honum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 12. Glæsilegt ánægður með þessa framlengingu Glen nokkur Johnsonn má fara strax mín vegna og við þurfum að versla allvöru HB fyrir hann það á að vera númer 1,2 og 3 svo má fylla aðrar stöður YNWA

 13. Nr. 15

  Ég er ekki viss um að hann eigi eftir að verða jafngóður eftir hnémeiðslin.

  Eigum við samt ekki aðeins að róa okkur (ekki meint sem kvennfyrirlitning) yfir þessum hnémeiðslum? Suarez hefur ekki lent í meiðlsum hjá Liverpool hingað til og er ekki meira meiddur en svo að þeir búast við því að hann nái HM sem hefst eftir tvær vikur. Hvað þá fyrir tímabilið sem hefst í ágúst.

  Hversu oft værum við búin að selja Gerrard með sömu rökum?

 14. Það mætti hreinlega halda að 80 prósent af lesendum kop.is eda allavega þeim sem kommenta reglulega seu farnir i sumarfri og seu að hlaða batteríjin eftir erfitt tímabil. það er bara ekkert að gerast herna þessa dagana 🙁

  vissulega er sumarfri og litið að frétta en maður saknar samt fjörugar umræður. kop.is er bara svo stór hluti af lífinu hja manni að maður veit ekki hvað maður a að gera 🙂 …

 15. Bernard sem okkar menn virtust vera að skoða i fyrrasumar vill víst losna fra úkraínu vegna astandsins þar i landi. menn a hans vegum eiga að hafa haft samband við Arsenal og Liverpool. shaktar borgaði 20 millur fyrir hann i fyrrasumar en hann gæti verið falur fyrir 19 milljonir nuna samkvæmt frett fotbolta.net. þessi drengur er u brasiliska hópnum a HM i sumar.

  hvað finnst monnum um þennan kauða, er þetta spennandi fyrir okkar menn ?

 16. Sfinnur #13 En getur verið að Lallana verði önnur C.Adam kaup?

  Nei, ekki hef ég trú á því. Sagði þegar Adam var keyptur að við værum að fá það sem við værum að borga fyrir, 7m punda mann, hann reyndist vera það að mínu mati. Í besta falli.

  Þá leiki sem ég sá Lallana spila á síðasta tímabili þá spilaði hann stórkostlega. Ef ég væri Southampton stuðningsmaður mundi ég vilja halda honum eitt tímabil til viðbótar frekar en að selja hann á 20m í sumar. Mitt mat er að Lallana eigi nóg eftir og væri frábær viðbót í Liverpool liðið. Minnir hann sé ný orðinn 26 ára og á því nokkur góð ár eftir. Svo er jákvætt hann sé í HM hóp því það þýðir hann þarf að halda áfram að bæta sig til að eiga möguleika á EM þá 28 ára og HM eftir 4 ár þá 30 ára. Bara spurning hvað Liverpool vantar mest.

  Sammála, Emre Can og Konoplyanka væru flottir leikmenn til viðbótar við okkar hóp. En ef þessir þrír leikmenn verða keyptir í sumar þá yrðu það sennilega okkar einu kaup. Þetta eru um 50m pund, og enginn varnarmaður.

 17. Ekki gleyma þó Hafliðason að við eigum eflaust eftir að selja einhverja líka þó það sé spurning hversu mikill peningur næst inn þannig

 18. Mauricio Pochettino tekinn við Tottenham (Staðfest)

  Núna er spurning hvort að Lallana díllinn sé ekki í uppnámi…menn kippa nú oft bestu leikmönnunum með sér? Shaw og Lallana til Tottenham?

  Damn…

 19. Hafliðasson #22.

  Já, tek undir allt sem þú segir. Vona innilega að ef hann verði keyptur þá komi hann inn eins og Hendreson x2. Það væri auðvitað draumurinn.
  Fyrir Southampton stuðningsmenn er þetta grátlegt má segja. Þeir voru að spila relgulega góðan bolta í vetur og eftir það og sýna framistöðu verður þetta lið tætt í sundur og þeirra bestu leikmenn fara útum allt er ég hræddur um.

  Shaw og Lallana verða að taka skynsamlega ákvörðun og fara ekki til Tottenham til þess að spila ekki neitt, Fowler hjálpi þeim.

  Bernard er afskaplega spennandi leikmaður. Öskufljótur, teknískur og hefur svakalega vinnslu fyrir allt liðið. Þetta væri leikmaður sem gæti komið og breytt gangi leiks með innkomu. Hrikalega spenntur fyrir honum.

  YNWA – In Rogers we trust.

 20. Já nú bíða flestir eftir því að Spurs bjóði í Lallana og fái hann. Leikmaðurinn sjálfur hefur hinsvegar lýst því yfir að hann vilji spila í Meistaradeildinni og loksins getum við sagt að við trompum Spurs þar.

  Southampton virðast hinsvegar vera að spila e-n hardball með verðið á Lallana, ég er ekki sáttur við það ef mínir menn láta undan og punga út 25 milljónum punda fyrir hann, það er of mikill peningur að mínu mati.

 21. Rólegir rólegir!

  Nú getur aðeins annað þessara liða, LFC eða tott boðið upp á meistaradeildina og það er nú ansi öflugt tromp til að hafa á hendi!

  Liverpool er einfaldlega eitt mest spennandi projectið í fótboltaheiminum í dag með ungan ferskan manager, frábæra leikmenn innan sinna raða og að auki bestu stuðningsmennina!

  Ég trúi því ekki að það komi önnur kono/willain/mikka uppákoma þetta sumarið!

 22. Af öllum þeim leikmönnum sem Liverpool hefur misst af hvort sem það hefur verið vegna þrjósku við að borga uppsett verð eða þá þar sem liðið gat ekki boðið upp á Meistaradeildarbolta þá held ég að Lallana sé sá leikmaður sem ég hef hvað minnstar áhyggjur af því að missa af.

 23. Það verður að segjast eins og er að við erum að fara upplifa Magnað sumar. Tottenham – Man utd með nýja stjóra. United með unlimited budget samkvæmt slúðrinu, Enn eru bara ekki með sama sjarma og þeir voru með í 20 ár lengur. Móri Kallinn er ekki lengur the Special one, Hann er duglegur að ráðast á sína eigin leikmenn, Sáum hvernig hans ferill endaði í R-Madrid. Er svipað dæmi að fara gerast í Chelsea? Alltaf þegar eitthvað óvænt kom upp á var hann fljótur að kenna leikmönnum um síðasta vetur. Verður mest spennandi að fylgjast með Man City – Arsenal – Liverpool Kaupum í sumar. Þetta eru liðinn sem eru mest spennandi í dag í ensku, Þau spila sóknarboltan og þar eru stjórar sem menn vilja spila undir og leikmenn virðast blómstra hjá þeim.

  Varðandi Lallana Þá má Tottenham fá hann. hann var stjarnan í þessu southampton liði enn yrði bara lala leikmaður hjá okkur. Mér fynnst hann ekki koma með nógu mikið sem sannfærir mig að það sé upgrade á Henderson eða Couthino sem báðir eru mun yngri og muna aðeins verða betri og betri á næstu árum.

  Þeir leikmenn sem hafa heillað mig mest undanfarið í þessum Silly season er Pedro – Can – Kono. Fynnst samt mesta þörfinn vera á Vinstri bakvörð og auka markmann, Svo margir orðaðir við okkur að erfitt að fylgjast með öllu slúðri,

 24. #30, takk fyrir að benda á þessa svakalegu grein! Þvílík saga! Og þvílík blaðamennska. Gaman væri að heyra álit fleiri á þessu, eg er persónulega á því að þessi teóría blaðamannsins um uppruna karaktereinkenna Súarez se nærri lagi!

 25. leikmenn sem eg vill fa i sumar

  Vorm-5millur
  moreno- 12millur
  caulker-9millur
  bernard-19millur
  emre can-10-12millur
  konoplyanka-12millur

  allir þessir gætu kostað um 70 milljónir kannski meira kannski minna þá gæti liðið litið svona út í vetur.

  mignolet
  Glen/Flanagan-skrtel-Caulker-Moreno
  Gerrard
  Henderson-coutinho
  Sterling
  Sturridge-Suarez

  Bekkur: Vorm-Glen/Flanagan-agger-sakho-Allen-Bernard-konoplyanka/Borini

  utan hóps- Suso-Ilori-emre can-Alberto-Ibe-Kolo toure-Martin kelly-Coates-texeira-

  kannski kaupa lallana í staðinn fyrir bernard en mér persónulega finnst hann meira spennandi kostur þó lallana sé frábær leikmaður þá held ég að þeir bjóði uppá það sama hraða,tækni,og góðar sendingar svo lallana á 25-30 eða Bernard á 19 þá vel ég alltaf Bernard og hann er einnig yngri.
  Svo eins og má sjá þarna að þá þarf ekki að bæta mikið inní byrjunarliðið nema þá í vörnina. margir voru ekki sannfærðir með sakho á þessu tímabili en ég er viss um það að hann eigi eftir að vera flottur og gæti spilað stórt hlutverk í liði sem vinnur enska meistaratitilin og jarðar þessa hvað heitir hún aftur… já champions leauge

 26. Ég held ég sé að verða pínu klikkaður á “ekki frétta tímabilinu” sem er í gangi núna.

  Mér sýnist bara einfaldlega mjög lítið vera í gangi. Kannski er markaðurinn bara svona vonlaus að við getum ekki klárað target útaf HM en á móti kemur að það er lítið búið að gerast hjá öðrum liðum.

  Persónulega er ég rólegur, ég er á því að við verðum að fá vinstri bak og helst líka góðan varamarkvörð. Við fáum lánsmenn til baka sem geta coverað eitthvað af öðrum stöðum þó svo að ég vonist nottla til að það komi líka einhver leikmaður inn sem við sjáum sem raunverulega samkeppni við okkar topp 11.

  Eitt sem ég velti líka fyrir mér, er FFP farið að bíta á markaðinn þannig að við förum að sjá ögn skynsamlegri leikmannaglugga….allavegana sagði Mourinho í vor að þeir þyrftu að selja til þess að kaupa og City hefur ekki verið orðað við marga ásamt því að slúðrið segir að þeir ætli að halda mönnum sem eiga bara eitt ár eftir af samning.

  Árangur liv í vetur byggðist að mörgu leiti á frammistöðu ungra leikmanna. Vonandi sjáum við fleirri unga fá tækifæri í takt við að skynsamleg kaup.

 27. Lallana til Tottenham?
  Útaf því að þá sárvantar einmitt fleiri miðjumenn, not.

  Treysti B.R. fullkomlega til að velja rétta menn fyrir Liverpool, treysti bara ekki samningaspöðunum hjá Liverpool til að klára dæmið.

Suarez meiddur og fer í aðgerð í dag

Rodgers 2012-2014