Opinn þráður – Gúrkutíð

Uppfært (Babú): Ég setti þetta vídjó inn í færslu á sama tíma og Kristján skrifaði sína þannig að við sameinum það bara.

Fyrr í vetur fór Brendan Rodgers í viðtal þar sem hann gerði veðmál við þáttarstjórnanda á TalkSport sem hafði enga trú á Liverpool fyrir tímabilið. Sá lofaði að raka af sér hárið næði Liverpool topp 4.

https://www.youtube.com/watch?v=3G6bL1RR3Xg#t=14


Nú eru níu dagar síðan deildinni lauk og það er … lítið sem ekkert að frétta. Förum aðeins yfir þetta í punktaformi:

  • Lallana: við vitum staðfest að Liverpool bauð í hann strax eftir að deildinni lauk en svo hefur ekkert heyrst. Klúbbarnir eru væntanlega að prútta um þetta þessa dagana og við heyrum ekkert fyrr en kaupverð næst. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi klárað læknisskoðun fyrir helgi áður en hann fór í gær með enska landsliðinu til Portúgal í æfingabúðir fyrir HM þannig að ef félögin komast að kaupverði verður hægt að ganga frá öllu nema undirritun samningsins, sem gerist væntanlega ekki fyrr en eftir HM úr þessu.
  • Emre Can: Er það borið fram San eða Kan? Allavega, þessi tvítugi miðjumaður Bayer Leverkusen er víst á óskalista okkar. Raphael Honigstein, mjög áreiðanlegur þýskur blaðamaður, súmmerar stöðuna ágætlega upp á Twitter:

  • Þetta er flókið mál, greinilega. Geta Bayern trompað önnur boð með endurkaupsklásúlu? Eða trompar það allt ef Liverpool virkjar lágmarksverðið? Okkar menn virðast bíða átekta og sjá hvað gerist.
  • Aðrir: Það eru svo margir aðrir orðaðir við Liverpool að það er engin leið að halda utan um það. Vinstri bakvörður? Veldu úr Ashley Cole, Ryan Bertrand, Alberto Moreno, Guillermo Siqueira og einhverjum fleirum (þó ekki Coentrao, sorrý Maggi). Miðverðir? Fullt af nöfnum, nú síðast Dejan Lovren hjá Southampton. James Milner er orðaður en ég skil þá frétt nær eingöngu sem þrýsting frá umboðsmanni hans til að redda honum betri samning hjá City. City eru alls ekki að fara að missa sína fáu Englendinga í sumar, af öllum sumrum. Svo er eitthvað óljóst slúður um nokkra aðra en ekkert sem maður nennir að skrifa um enn sem komið er.

Sem sagt, það virðist lítið ætla að gerast fyrir HM. Við gætum heyrt fréttir af Lallana-kaupum fljótlega ef samkomulag um kaupverð næst þar, eða ef Liverpool gengur frá borðinu vegna of hás verðmiða Southampton, en ég býst ekki við að við sjáum hann undirrita eitt né neitt fyrr en eftir HM úr þessu eins og ég sagði fyrr. Að öðru leyti held ég að við getum andað rólega næstu vikurnar. HM hefur alltaf þau áhrif að stöðva gluggann að mestu leyti á meðan keppnin gengur yfir og miðað við hreyfingarleysið á liðum almennt væri ég hissa ef Liverpool gerði meira en mögulega að ganga frá Lallana-málum – af eða á – áður en HM hefst.

Að lokum, tvær spurningar sem ég heyrði í spjallþáttum í dag og þætti gaman að sjá viðbrögð lesenda við.

Fyrst: hvort liðið átti betra tímabil, Liverpool eða Arsenal? Hvort metum við betur, Arsenal sem voru í Meistaradeild, leiddu deildina í 128 daga fram í febrúar, tryggðu sér 4. sætið og forkeppni Meistaradeildar og unnu svo bikar um helgina, eða Liverpool sem spilaði ekki í Evrópu, tapaði m.a. fyrir Arsenal og féll snemma út úr bikurum, leiddi deildina í tæpa 60 daga (helmingi styttra en Arsenal) en entist þó fram í maí í titilbaráttunni og endaði svo í 2. sæti?

Ég er ekki viss hvort ég myndi velja. Ég er hæstánægður með Liverpool í vetur en Arsenal unnu 2 af 3 leikjum gegn okkur og þeirra stuðningsmenn geta borið höfuðið jafn hátt, ef ekki hærra en við, eftir síðustu helgi. Hvað finnst ykkur?

Hin spurningin er eitthvað sem við veltum fyrir okkur í síðasta podcasti og ég heyrði aftur í dag: hvort liðið er líklegra til að berjast um titil á næstu leiktíð, Liverpool eða Manchester United? Enn og aftur er þetta ekki einföld spurning og þótt ég hafi trú á okkar mönnum get ég alveg séð United skjóta sér beint upp í toppbaráttuna aftur með Van Gaal við stjórnvölinn og góð kaup í sumar. Þeir græða á að vera ekki í Evrópu eins og við gerðum á nýafstöðnu tímabili. Ég get alveg eins séð Van Gaal fyrir mér klúðra málum illilega þarna eins og hann hefur gert áður með stórlið en ef sumarið er gott og karlinn er rétt stemmdur gætu þeir orðið illviðráðanlegir.

Hvað segið þið? Geta Arsenal-menn híað á okkur í dag eða öfugt? Og erum við líklegri en United á næstu leiktíð?

(Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið)

45 Comments

  1. Arsenal atti betra timabil, 4 sætið og bikarinn er betra en annað sætið serstaklega tar sem Arsenal sló ut pool, bikarinn og 5 sætið væri hins vegar verra timabil.

  2. Lagaflækjan varðandi Emre Can kemur alls ekki á óvart, treystið Liverpool til að þefa uppi flóknasta dílinn á markaðnum og væntanlega klúðra því. Can er ekkert make or brake en FSG verða fara klára díla án þess að gera úr því stóra sápuóperu sem endar á því að skotmarkið fer annað. Nokkuð vel af sér vikið samt að þefa uppi svona vesen sé þetta rétt.

    Varðandi Arsenal spurninguna þá held ég að Liverpool hafi mun meira þurft á titilbaráttu að halda og sú reynsla gefur okkar unga hóp vonandi mun meira en það að vinna sömu keppni og Wigan vann í fyrra. Við unnum deildarbikarinn fyrir stuttu og fórum á sama tíma í úrslit FA Cup, get ekki séð að þetta hafi gefið okkur mikið boost tímabilið á eftir.

    Arsenal var ekki í eins örvæntingafullri stöðu og Liverpool (og þó?) hvað titilbaráttu varðar enda búnir að vera 16 ár í röð í meistaradeildinni og líklega gefur þessi bikar þeim meira en munurinn á því að enda í 2 eða 4 sæti. Nokkuð vel af sér vikið samt hjá Arsenal að vera með meistaradeildarhóp sl. 9 ár og takast samt að vinna ekki einu sinni deildarbikarinn.

    Ég grét það ekki þegar Liverpool féll úr leik í bikarnum gegn Arsenal enda við ekki með hóp til að spila í fleiri en einni keppni, ekki til að taka þátt í toppbaráttu og mér er alveg sama hvernig menn túlka tímabilið hjá þessum liðum, hægt að færa rök í báðar áttir. Liverpool var a.m.k. ofar í deildinni sem skipti okkur öllu máli þó verðlaunin fyrir það séu svipuð.

    Tek þó fram að ég var sakaður um að halda með Arsenal í síðasta podcast þætti þegar ég benti á að þeirra tímabil hefði ekki verið svo slæmt og hópurinn hjá þeim ekki svo langt frá því að taka næsta skref. Þeir eru með lið á mjög góðum aldri og virðast ekki þurfa að selja sína bestu menn eins grimmt til keppinautana (þ.e. geta styrkt hópinn milli tímabila).

    Varðandi LVG þá held ég að hann sé nokkuð góð ráðning fyrir United þó hann njóti góðs af þeirri vinnu sem Moyes tók á sig, þ.e. LVG byrjar með fullkomlega hreint borð og eins litla pressu og hægt er að lenda í hjá United. Þeir vænta þess auðvitað að komast beint aftur í toppbaráttuna en hvaða stjóri sem er tekur við í mikið betri stöðu en Moyes gerði í fyrra hvað væntingar varðar. Þeir réðu samt bara í alvöru Moyes í fyrra 🙂

    LVG er líka nafn sem leikmenn United virða og guð blessi þá ef þeir gera það ekki.

    United verða miklu sterkari á næsta tímabili og ég tippa á þá í topp fjórum. En hvort það verður á kostnað Liverpool er ég ekkert svo viss um, sjáum til hvernig liðin styrkja sig í sumar (jafnvel það gefur enga hugmynd fyrir tímabilið, sjáið leikmannagluggana hjá Liverpool vs hvar við enduðum).

  3. Annað skemmtilegt nafn sem hefur verið orðað við okkur er herra Shaqiri hjá Bayern (guardian og echo), væri ekki handónýtt að fá hann inn í liðið!

    Ég myndi segja að Arsenal hafi átt overall betra tímabil heldur en við en þó að það hafi nú kannski ekki munað miklu en aftur á móti þá kom okkar árangur á tímabilinu miklu meira á óvart .

    Aftur á móti þá er það hrikalegt áhyggjuefni fyrir Arsenal menn að þeir skuli ALLTAF lenda í stórri lægð þegar það líður á tímabilið. Lægðin í ár var reyndar kannski öllu verri heldur en þær hafa verið en þetta er samt eitthvað sem þeir hafa verið í basli með í fleiri fleiri ár.

    Við hjá Liverpool aftur á móti erum að taka skref fram á við á nánast öllum sviðum. Augljóslega er sóknarboltinn okkar mikið betri en hann hefur verið en það eru líka aðrir hlutir sem hafa lagast þó þeir séu kannski ekki jafn augljósir. Til að mynda varnarleikur í föstum leikatriðum og spil frá öftustu varnarmönnum og fram völlinn.

    Hvor getur híað á hvorn? Ef við erum í þeim ham að þá hugsa ég nú að Arsenal hafi skitið talsvert meira upp á bak með þessari hrikalegu lægð sem þeir fóru í á tímabilinu á meðan þeir gætu gert grín að því að við höfum glundrað frá okkur titlinum (þvæla). Hins vegar ef þeir vilja gera grín af því að við höfum dottið út í bikarnum að þá eru þeir að skjóta að minnsta kosti jafnmikið á eigið lið eins og okkar þar sem þeir hljóta þá að meina að við höfum dottið út á móti slöku liði.

    Varðandi Mannjú liðið að þá er þetta auðvitað vonlaust að spá fyrir um. Þeir geta vissulega náð að komast beint aftur í toppbaráttuna en ef ég á að segja eins og er að þá þykir mér mun líklegra að þeir verði í vandræðum næsta vetur. Þeir eru að skipta um stjóra, mikið af þjálfurum og það lítur út fyrir að mjög stór partur af reynsluboltunum þeirra séu að yfirgefa svæðið. Ekki þægilegt að tapa einhverri 40 ára reynslu í allt (trúlega meira) með mannjú á einu sumri í Giggs,Rio,Vidic,Evra og hugsanlega fleirum. Vissulega verður giggs enn í þjálfarastöðu en samt gríðarlegur missir af vellinum. Þar ofan á bætist auðvitað við að LVG getur ekki byrjað að vinna fyrir liðið fyrr en eftir HM. Ég held því persónulega að þeir fari ekki upp í topp fjögur sætin á næsta tímabili en aftur á móti ef þeim tekst að versla nokkra topp leikmenn og hlutirnir smella hratt hjá LVG að þá er það auðvitað séns. Þeir eru jú enn lið með helling af topp leikmönnum. Vona að þeir endi í svona 13 sæti tops.

  4. Ef maður ætti að meta alveg hlutlaust í ,,hindsightinu” þá er Bikarinn og fjórða sæti betri árangur en annað sætið. En það verður að taka til greina bætingu okkar á milli ára og að vera í séns fram á síðasta dag. Arsenal hafa ekki verið í svoleiðis séns í langan tíma.

    Varðandi M.U. langar mig bara til að benda á það að þessi blessaða umræða um hvíld og enga Evrópukeppni er svolítið skökk. Það er fínt að vera í þessari stöðu þegar liðið er alltaf að vinna en þegar það tapar er oft lang best að snúa sér sem fyrst að næsta leik í stað þess að þurfa að bíða í 6-12 daga.

  5. Ég tel það fyrirséð að Manjú verði í vandræðum.

    1) Stjórinn verður ekki aktívur fyrr en um miðjan júlí eða mánuði fyrir tímabil.
    2) Síðast þegar stjórinn kom úr lansliðsverkefni (2002) endaði það með uppsögn eftir 20 leikja martröð hjá Barcelona.
    3) Stjórinn hefur enga reynslu af ensku deildinni.
    4) Öllu þjálfarateyminu verður væntanlega skipt út.
    5) Leikmannahópur þeirra er slakur og ég sé ekki í spilunum að þeir geti hlaðið inn leikmönnum af almennilegu kalíber.
    6) Þeir eru að missa slatta af mannskap sem hefur, af þeim sem eftir eru, verið kjarni í þessu liði og þá sérstaklega varnarlega.

    Ef horft er til ofangreinds, hlýtur niðurstaðan að verða miðjumoð.

  6. Nafnið er borið fram svona: Emre Dsjan.

    Og fyrst við erum mætt inn í framburðarumræðu, þá á að segja Konopljanka (alls ekki Konoplæjanka eins og borið hefur á).

    Og fyrst við erum mætt inn í Konopljanka-umræðu, þá eru tvær rökréttar leiðir til að skrifa nafnið hans á íslenskan miðil:

    Konopljanka (upp á íslenska mátann).

    ??????????? (upp á úkraínska mátann).

    Áfram fótbolti.

  7. Veit ekki með samanburð á árangri okkar vs Arsenal, finnst okkar árangur koma meira á óvart en þeirra. En samt gott hjá þeim að ná þessum titli í hús.

    Með MU, þá verður fróðlegt að sjá gengi Hollendinga á HM.

  8. Sælir félagar.

    Er ég sá eini sem meðvitað reyni að hundsa þessar transfer sögur eftir mesta mætti?

    FSG og Ayre hafa sýnt fram á ágætan árangur á flestum sviðum, en þegar kemur að því að landa leikmönnum eru þeir einstaklega klaufalegir. Ruglið í síðustu gluggum hefur verið svo dæmalaust að ég geri mér litlar vonir um að Lallana endi ekki í Tottenham og Emre Can renni úr greipum þeirra á síðustu stundu. Man einhver eftir að Liverpool hafi náð í heitan bita síðan Commoli fór ?

    Sturridge og Coutinho voru góð kaup en það var enginn annar að berjast um þá. Hins vegar hafa öll félagaskipti sem ég man eftir, sem hafa verið í kappi við önnur lið tapast. Allt frá Gylfa Sig til Mkhytarian. Fyrir utan náttúrulega Konoplyanka fíaskóið sem kláraði þetta fyrir mig.

    Við höfum frábæran þjálfara, besta framherja heims (there i said it), völlurinn að stækka og kleinuhringir og Subway eru komnir á Anfield. Allt jákvætt. En þessi transfer-nefnd virkar ekki í bestu bitana. Svo er hún heldur betur ekki óskeikul þegar kemur að “leyndu demöntunum” eins og Aspas sýndi.

    Ég því miður gruna, að menn átti sig ekki á þessu fyrr en eftir að þessi gluggi klúðrast líka. Mín spá að inn komi Ashley Cole, Diame og mögulega Caulker. Á meðan munu menn sem ættu að koma í Liverpool, eins og Moreno, Lallana, Griezman, Lovren og Tello eða jafnvel Pedro fara annað.

    Bíð glaður með munnin galopinn, eftir því að fá sokk troðin ofan í kok. En hræðist það lítið.

  9. Mitt mat er að Liverpool hafi náð betri árangri en Arsenal í vetur. Vissulega unnu Arsenal sinn fyrsta titil í nærri áratug, en liðið tók sína hefðbundnu dýfu eftir áramót, tapaði stórt fyrir öllum liðunum sem enduðu ofar í deildinni og voru í raun heppnir að ná meistaradeildarsætinu þegar upp var staðið, náðu góðu „rönni“ í síðustu umferðunum um leið og Everton hikstuðu. Liverpool hins vegar töpuðu aðeins einum deildarleik eftir áramót og unnu 11 í röð eins og allir vita. Hvað varðar bikarkeppnina verður nú að segjast að liðin sem Arsenal mætti þegar leið að lokum bikarkeppninnar voru fráleitt þau sterkustu, með fullri virðingu.

    Ég óttast að Liverpool gæti lent í svipaðri stöðu og Arsenal á næstu árum. Liðið hefur burði til að blanda sér í toppbaráttuna og reynslan af nýliðnu tímabili gæti reynst ómetanleg fyrir okkar unga hóp. Staðreyndin er samt sú að álagið sem fylgir því að leika í öllum þessum keppnum með of litla breidd gerir hugsanlega að verkum að liðið skortir krafta til að klára þær keppnir sem það tekur þátt í. Klúbbar eins og Liverpool og Arsenal geta ekki keppt við ríkustu liðin á leikmannamarkaðinum og hafa því ekki tök á að hafa jafn breiða hópa. Gengi Arsenal undanfarin ár endurspeglar áhrifin sem þetta hefur. Liðið er með í öllum keppnum og gengur vel framan af en svo detta þeir niður þegar álagið fer að segja til sín og missa af lestinni. Svo spila þeir pressulausir síðustu umferðirnar og ná þannig meistaradeildarsætinu sínu.

    Ég sé alveg fyrir mér að liðið okkar gæti lent í svipuðum málum á næstu árum.

    Hvað varðar litla liðið í nágrannaborginni segir hjartað mér að strögglið haldi áfram undir stjórn nýs þjálfara, hans stóra egó gæti lent í árekstrum við stærstu nöfnin og þá gæti orðið fróðlegt að sjá hvernig þeim Rauðnef kemur saman þegar sá gamli fer að skipta sér af hlutunum og segja nýja manninum til.

    Heilinn segir mér hins vegar að þeir komi til baka með áhlaupi, sá Gaalni komi eins og stormsveipur inn í deildina og fá stór nöfn til liðsins. Þeir eru relatively pressulausir, minna leikjaálag og maður við stjórnvölin sem hefur stærra egó en flestir þarna innanborðs. Þeir gætu því farið langt með að endurheimta fyrri styrk.

    Svo því sé haldið til haga er ég með stórt hjarta en mistækan heila svo ég hef ekki miklar áhyggjur…

  10. Ég vil taka mið af síðasta tímabili og þá er árangur okkar mun betri. Arsenal á svipuðum stað milli ára plús bikar en ég tel stökkið okkar mun stærra og tímabilið í ár því betra.

    Nýjir þjálfarar eru alltaf mikil spurningamerki og því ómögulegt að segja til um hina spurninguna. Myndi samt tippa á okkur því nú getur Rodgers bætt ofan á árangurinn í vetur. Stöðugleiki… finally.

  11. Sælir félagar

    Fyrir mér er árangur Liverpool alltaf betri en árangur Arsenal. Mér er nokkurnvegin sama hvaða árangri Arsenal nær en mér er ekki sama um árangur Liverpool. Í því liggur munurinn og því er árangur Liverpool betri í mínum huga en árangur Arsenal. Alltaf.

    Svo þarf ég að fá skýringar á MU hræðslunni sem Babu og KAR eru haldnir. Þeirra (þ.e. MU) tími er búinn í bili. Rauðnefur er farinn (nema hann andar alltaf oní hálsmálið hjá nýjum þjálfara) liðið gamalt og lélegt og nýr stjóri vonarpeningur. Það er ekkert sem segir að þeir verði nema um eða rétt yfir miðri deild. Alveg sama hvað þeir eyða miklu (sjá Tott’ham á síðustu leiktíð).

    Tími MU er liðinn og ég vil biðja menn um að vera ekki að tala þá upp þegar ekkert bendir til að neitt gerist hjá þeim fyrr en eftir mánuð og þá verður mikið í gangi og margir um hituna og óséð um árangur þeirra á leikmannamarkaði. Nafnið er frægt en það er nafn Liverpool líka. Samt gat LFC ekki náð sér í nógu góða bita þar sem meistaradeildin var ekki í sjónmáli. Það er því ekkert – ég endurtek ekkert sem segir að við né aðrir skuli hræðast þetta lið MU á næsta tímabili.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Sæl og blessuð.

    Nú reynir á æðruleysi, kjark og vit sem aldrei fyrr. Við endum líklega með allt aðra pilta en upphaflega voru nefndir. Kútinjó-draumurinn lifir góðu lífi og nú leita þeir að demöntum í ruslinu sem aldrei fyrr. Vonum að það verði ekki meiri Aspas og þessháttar. Samt alltaf spennandi.

    Hefði auðvitað vilja fá einhvern Íslending inn í púllíuna, bara svo maður geti orðið súr og svekktur þegar kurlin koma til grafar. Berg og Finnbogason eru sjóðheitir.

  13. Minn draumariðill í UCL er: Porto, Basel, Liverpool og AS Monaco.

  14. Emre Can er spennandi leikmaður að mínum dómi og löngu tímabært að skanna Bundesliguna til að spotta góða leikmenn. Ég var t.d. í Freiburg í apríl og náði leik með heimamönnum. Þar er alveg frábær heimaalinn leikmaður sem er jafnaldri Emre Can og félagi úr yngri landsliðum Þýskalands. Sá heitir Matthias Ginter og er svaðalegt efni.

  15. Lallana málið er farið að hljóma kunnuglega strax. Félögin ekki enn nálægt því að komast að samkomulagi um kaupverð skv. nýjustu fréttum. LFC eru bestir í heimi í því að taka svaka langan tíma að semja um leikmannakaup. Eins og Babú bendir svo á með Emre Can þá þarf auðvitað í leiðinni að þefa uppi vel flókinn díl sem svo endar örugglega á þann veg að leikmaðurinn fer ekki neitt eða til Bayern því Kroos er líklega á leiðinni til United.

    En well, það er enn bara maí og ég vona innilega að okkar ástkæri klúbbur klári þá díla sem það ætlar sér fljótt og vel, þó svo að sagan hafi kennt manni annað. Maður er alveg viðbúinn einhverjum vonbrigðum eins og síðasta sumar og frá janúarglugganum…

  16. Varðandi árangurinn þá lít ég pínulítið á þetta með þeim augum að ef mér yrði boðið að velja fyrir næsta tímabil hvort liv yrði í titilbaráttu fram á síðasta dag eða tryggt fjórða sæti + bikar þá held ég að ég myndi alltaf velja fyrri kostinn.

    Því hallast ég að því að liv hafi átt betra tímabil en ars en það má svo sem leika sér örlítið með þetta.

    YNWA
    al

  17. Ayre og félagar eru jafn slæmir að versla eins og einn góður maður sem ég þekkti.

    Sá fór út í búð að kaupa mjólk fyrir fjölsk en hringdi víst tveim sólahringum síðar þá staddur auralaus í köben.

    En batnandi mönnum er best að lifa.

    YNWA

  18. Jon nr.7
    Ætli það sé klásúla hjá Van Gaal að ef hann nær ekki meistaradeildar sæti þá verði hann að látinn fara frá manud? Spái að það verði eftir 19 umferðir og toppi Barcelona drama brotthvarfið 🙂

  19. Ég held (eða a.m.k. ég vona) að van Gaal sé “has been”. Toppaði fyrir rúmum áratug.

  20. Arsenal átti betra tímabil en við af því að bikar og meistaradeildarsæti trompar meistaradeildarsæti.
    En svo flækjist þetta ef þú myndir spyrja mig hvort að ég myndi vilja skipta við Arseanl?

    Þá er svarið NEI

    1. Liðið loksins í titilbaráttu og spilar stórskemmtilegan fótbolta sem hrífur alla með sér
    2. Þetta gerir það að verkum að það verður miklu eftirsóknarverðara að koma að spila fyrir Liverpool heldur ef þeir hefðu endað í 4.sæti og unnið bikar.
    3. Þessi reynsla í vetur á eftir að hjálpa okkur í framtíðinni. Við spiluðum eiginlega 14 bikarúrslitaleiki og af þeim unnum við 12.

    Liverpool vs Man Utd – næsta tímabilil
    Ég tel að möguleikar Liverpool meiri eins og leikmannahóparnir eru í dag en það á eftir að breyttast og þeir eiga klárlega meiri penning en við. Ég tel að eftir sumarið verða möguleikarnir álíka miklir.

    LVG á eftir að reynast Man utd vel , því miður en ég sé hann ekki stopa lengi við hjá þeim og ef þeir eru ekki að vinna titla næstu 2-3 tímabil og annar stjóri þarf að koma inn þá gætum við verið í dauðafæri að taka framúr þeim undir stjórn Rodgers.

  21. nr 11, arsenal slo reyndar ur pool, everton, tottenham, arsenal atti sennilegast erfiðasta programmið af ollum liðum i fa cup i ar.

  22. Sú staðreynd að Arsenal þurfti ekki að yfirgefa London á leiðinni að sigri í FA Cup segir mér að þetta hafi ekki verið erfiðasta prógrammið af öllum liðum í keppninni í ár. Þeir fengu vissulega góð lið í heimsókn á Emirates en heimavöllurinn skiptir bara svo gríðarlega miklu máli í bikarkeppni. Útileikur við Liverpool eða Everton hefði sennilega endað þessa keppni hjá þeim amk miðað við hvernig þeir spiluðu í deild þegar þeir heimsóttu Liverpoolborg.

  23. Af hverju eru menn að ræða Arsenal svona mikið? Lakari klúbbur en okkar eins og sést á lokastöðu næst sterkustu deildar heims í dag þrátt fyrir að þeir hafi slysast til að vinna loksins einn titill…..

  24. #28
    Vildi nú frekar skipta á þeim bræðrum en líkurnar á að það gerist eru svona álíkar miklar og að svín tækju upp á því að fljúga.

    Ég tel nánast engar líkur á að Yaha fari frá City, enda væri þá algerlega verið að rífa hjartað úr liðinu. Algerlega frábær leikmaður og það er eitthvað verulega mikið að hjá City ef þeir selja hann.

  25. Árangur er ekki mældur í því hvað hefði gerst hefði hitt gerst. Árangur er mældur í tiltum og Arsenal nældi sér í einn slíkan sem segir okkur að þeir áttu betra tímabil en Liverpool, því miður. Þeir voru að berjast á mikið fleiri vígstöðum og það hjálpaði Liverpool mikið að geta einbeitt sér aðeins að einni keppni þessvegna höfðu þeir forskot á liðin í toppbáruttinni þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þessi mannskapur er ekki að fara skila liðinu í topp baráttu á næstu leiktíð nema að 5-6 klassa leikmenn bætist við.

  26. Ég trassaði alveg að efna loforðið eftir síðasta leikinn á leiktíðinni, en hér er síðasta efnd:

    http://i.imgur.com/iC9MnqA.png

    Veit ekki hvort ég leggi í að byrja á svonalöguðu strax og næsta leiktíð hefst, en sjáum til þegar svona 10 leikir eru eftir…

    Er svo vitað hvenær leikjadagskráin fyrir næsta tímabil verður birt?

  27. Svar við fyrstu spurningu væri Liverpool. Arsenal stóðust kannski væntingar, en fengu oft mikla skelli og var Wenger undir pressu frá stuðningsmönnum liðsins þegar hann var ekki á toppnum með liðið. Arsenal er ekki illa statt en Liverpool undir stjórn Rodgers átti betra tímabil að mínu mati. Sögulega séð þá telur bikarinn náttúrulega. Hér híar engin á neinn.

    Seinni spurningin er erfið, ég taldi Man Utd ná meistaradeildarsæti alveg þangað til það var tölfræðilega ómögulegt, ég hef óbilandi trú á liðinu, og núna eru þeir komnir með Van Gaal og 150m pund og ekki í evrópukeppni. Sé þá ekki tapa mörgum leikjum. Liverpool gæti hinsvegar átt erfitt tímabil, ég mundi því segja Man Utd væri líklegri. En ég spáði Man Utd líka öðru sæti og Liverpool því sjötta á liðnu tímabili.

  28. mbl segir að okkar menn seu að reyna að kaupa Pedro fra Barcelona, ekki væri það nu slæmt .

    en er ekki alexis zanches lika falur ? ekki er hann nu lakari en pedro ..

    það er nóg af góðum leikmönnum hja Barca sem virðast mega fara..

    hvernig væri td ef okkar menn tækju bara Fabregas a undan Man Utd eda Arsenal .

  29. Var að senda Rodgers markmiðin mín sem stuðningsmaður fyrir næsta tímabil.

    Vinna meistaradeildina og Englandsmeistarartitilinn hann má gleyma öllum öðrum eggjabikurum.

    Mín skoðun á Liverpool vs Arsenal 2013-2014. Við vorum næstbestir þeir fjórðubestir, þarf eitthvað að flækja það frekar. Ég bara skil þetta ekki.

    Þegar maður er í laxveiði, þá telur bleikjan ekki.

    Að öðru leyti þá bíð ég fregna af kaupum. Ég þoli ekki þessa bið og bull, þetta er 90% bull. Umboðsmenn að gefa hint um hitt og þetta til að koma sínum mönnum á framfæri. Ég get lofað ykkur því að það verða fáar “alvöru ” fregnir fyrir HM.

    Ég vil sjá tvo alvöru leikmenn keypta fyrir 20-30 m.p. og 2 á ca 10 m.p.

    Eitt að lokum.
    Sæll Glen Johnson, þakka þér fyrir marga mjög góða leiki í fallegasta búning í heimi. Rauður fór þér vel en gerir það ekki lengur. Virðingarfyllst Egill.

  30. Afhverju ætti ekki stuðningsmönnum Liverpool að vera drullu sama um hvað Arsenal menn segja um sitt lið. Jújú þeir unnu bikar en er þessi bikar einn af þeim stóru?? Nei, hann gæti í mesta lagi peppað Arsenal liðið upp í stóru keppnunum.

    Held að síðasta tímabil hafi verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef séð sem Liverpool stuðningsmaður. Það er bara mjög mikilvægt að vera alvöru titel contenters og það færir liðinu mikla reynslu og trú á framhaldið.

    Magnaður fótbolti, geggjaðir sigrar á helstu andstæðingum og háspenna lífshætta allt til síðasta leiks. Framtíðin lítur vel út og titlarnir munu skila sér í hús og það vegna leiftrandi sóknarbolta og yfirburða en ekki vegna heppni í útsláttarkeppnum.

    Væri ég til í að skipta við árangur Arsenal? Are you fucking mad???

  31. Suarez meiddur á liðþófa í hné og á leið í aðgerð, missir trúlega af HM 🙁

  32. Deildin, meistaradeild og facup eru allt bikarar sem oll lið vilja vinna(facup minnstur af tessum), en ykkur poolurum (margir) finnst tað að sjalfsogðu ekkert merkilegt nema tegar pool vinnur facup. Finnst ykkur t.d. Chelsea hafa nað lika betra seasoni en Arsenal? Engin bikar, 3 sætið, eg fullyrði við ykkur að ef pool hefði endað i 4 og unnið bikarinn og Arsenal i 2 engin bikar, mundu ALLIR her segja að pool hafi att betra timabil, og rokin væru að enn eitt timabilið hafi Arsenal ekki unnið bikar.

  33. Held hvorugur geti híað á hinn, Arsenal er örugglega ánægt með bikarinn og forkeppni meistaradeildar svo lengi sem þeir komast upp í meistaradeildina sjálfa, við erum örugglega sáttir við okkar tímabil þar sem það skipti meira máli fyrir Liverpool að komast í meistaradeildina heldur en að vinna annanhvorn bikarinn. Held þetta sé nokkuð sambærilegur árangur þó árangur Liverpool hafi komið meira á óvart.

  34. #39
    Flott hjá Arsenal að vinna bikar, duglegir. Svo því sé haldið til haga spiluðu þeir alla leiki í þeirri keppni á heimavelli nema tvo síðustu sem voru á Wembley. Annars finnst mér það viss vísbending um það hvaða metnað stærri klúbbarnir setja í FA Cup í dag að liðin í undanúrslitum skuli vera Hull, Sheffield United, Wigan og Nallarnir.

  35. Það er verið að orða okkur við menn eins og Wilfried Bony, fyrir 18 Milljónir Pund takk fyrir.. Sýnir það hversu mikið made-up slúður þetta er, og ef ekki þá er það alveg ótrúlegt ef við ætlumst til þess að hafa Bony, Suarez, Sturridge og Borini undir sama þakinu, það er rugl.

  36. Góðar fréttir fyrir þá sem halda ekki með Man utd.
    Evra var að framlengja samningsinn við liðið um eitt ár.

    Hann leit alveg skelfilega út á síðasta tímabili(eins og flestir í Man utd), hraðinn ekki mikill og gerði trekk í trekk skelfileg varnamisstök sem kostuðu mörk.

    Því miður þá held ég að hann verði varamaður Luke Shaw svo að það er kannski slæmufréttirnar.
    Af vinstri bakvörðum Liverpool er að frétta af Enrique er að jafna sig og……. ja við eigum eiginlega engan annan vinstri bakvörð. Flanagan var settur þarna í neyð og stóð sig bara vel en í stórliði þá þurfum við alvöru örfætan bakvörð sem er góður á boltan, með hraða og getur fyrst og fremst varist(þessi síðasti partur hefur verið að trufla Glen Johnson undanfarið).

  37. Jæja….. Frábært Tímabil afstaðið…
    Silly Season hafið 2014….
    Liverpool finnur flókin díl… Ala Kono januar 2014…. HM sumar 2013… Can Sumar 2014
    nær ekki að klára hann… Just Basic The Liverpool Way

    Let´s make us Dream!! þetta motto á sko vel við Liverpool!2öö

    í fyrra hafði ég væntingar….. í ár hef ég Engar væntingar í þessum leikmannnakaupum.. reynslan síðasta áratugsins hefur kennt mér að Liverpool way is “Make us Dream” þegar kemur að leikmannakaupum!!

Uppgjör 2013/2014

Suarez meiddur og fer í aðgerð í dag