Uppgjör 2013/2014

Hlustið á podcast þætti eða lesið skoðanir blaðamanna sem eiga það sameignilegt að styðja ekki Liverpool, þeir keppast allir við að tala um hversu mikil vonbrigði þetta tímabil var fyrir Liverpool í uppgjörum sínum á tímabilinu. Þvílíka ruglið!

Fyrir ári síðan gerðum við tímabilið upp líkt og nú, endilega lesið uppgjörið frá því í fyrra og rifjið upp afhverju þetta var hreint ekki svo slæmt í ár. Já eða skoðið spá okkar frá því í september eftir vægt til orða tekið underwhelming leikmannaglugga. Liverpool var í 4. sæti 4-7 stigum frá liðunum fyrir ofan þegar janúarglugganum lokaði, sá gluggi var ennþá misheppnaðari en sumarglugginn.

Fyrir utan þessa 1-2 Man City aðdáendur sem þið þekkið þá var Liverpool fyrir ofan öll liðin sem vinir ykkar styðja, ofan á það rústaði Liverpool þeim flestum a.m.k. einu sinni í vetur. Liverpool er komið aftur í meistaradeildina og það á kostnað Man Utd, liðið er mikið nær titilbaráttu heldur en fyrir 12 mánuðum og til að toppa það spilar liðið skemmtilegasta fótboltann í deildinni. Við hér á kop.is erum eins og aðrir stuðningsmenn liðsins hreint ekki að gráta þetta tímabil þó það hafi ekki endað eins fullkomlega og við vorum farin að vonast eftir.

Liverpool liðið okkar er komið til baka eftir erfið ár og það hefur sjaldan verið eins gaman að gera tímabilið upp.


Fyrst eru niðurstöður okkar pennanna samanlagt, til að sjá svörin og skýringar hjá hverjum og einum þarf að ýta á lesa meira neðst.

Leikmaður ársins.

  1. Suarez
  2. Henderson
  3. Sturridge
    Aldrei auðveldara að velja efsta sætið í þessum flokki enda besti leikmaður deildarinnar. Henderson og Sturridge voru jafnir hjá okkur í 2. – 3. en Gerrard komst einnig oft á blað.

Bestu kaupin

  1. Mignolet
  2. Sakho
  3. Toure
    Þessi flokkur segir ótúlega margt um magnaðan árangur Liverpool í vetur, markmaður sem fékk á sig 50 mörk og meiddur miðvörður voru þeir einu sem komu til greina. Toure tók þriðja sætið eftir baráttu við Cissokho! Án gríns hvernig var þetta lið í titilbaráttu og t.d. fyrir ofan Chelsea?

Framfarir ársins

  1. Sterling
  2. Henderson
  3. Flanagan
    Engin spurning um hver yrði efstur hér enda uppgangur Sterling frá því í október einn sá magnaðasti í sögu Ensku Úrvalsdeildarinnar. Henderson og Flanagan deildu með sér 2. og 3. sætinu. Hérna var samt nánast hægt að tilnefna alla leikmenn liðsins.

Leikur ársins.

  1. 5-1 Arsenal
  2. 4-0 Everton
  3. 0-5 Spurs
    Þetta tímabil verður seint toppað hvað þennan flokk varðar. Liverpool vann United heima og rústaði þeim á útivelli og þeir komast ekki í topp 3 yfir leiki tímabilsins. Sigurinn á Arsenal fer í sögubækurnar sem einn flottasti leikur Liverpool liðs frá upphafi. Everton var pakkað saman þegar pressa var á liðinu fyrir leik og 0-5 sigurinn hefur 4-0 sigurinn á Tottenham. Sigur á City heima og Stoke úti komast ekki á blað.
    Djöfull var gaman að velja úr í þessum flokki.

Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

  1. Ibe
  2. Suso
  3. Teixeira
    Erfitt að spá fyrir um framtíðina og líklega hafa aldrei verið eins margir efnilegir leikmenn verið á mála hjá klúbbnum. Ibe stendur þó uppúr og hefur gert í smá tíma, haldi hann áfram eins og hann er að gera erum við að fá annan Sterling upp í liðið, hann er það góður. Það verður fróðlegt að sjá hvað Rodgers hugsar sér með Suso og Teixeira sem spilar nánast sömu stöðu er til alls líklegur líka.

Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

  1. Moses
  2. Aspas
  3. Johnson
    Afgerandi hjá Moses en fyrir utan hann komust nokkrir aðrir á blað. Aspas fékk ekki skemmtilegt hlutskipti og gerði ekkert þegar hann fékk tækifæri til. Johnson var síðan allt of misjafn og kemst á þennan lista líka. Leikmannagluggarnir í heild voru líka taldir með hérna og ekki af ástæðulausu.

Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

9,15
Allir sammmála um að Rodgers átti nánast fullkomið tímabil, margir utan stuðningsmanna Liverpool sem líklega hafa ekki byrjað að horfa á liðið fyrr en í síðustu 10 umferðunum virðast ekki átta sig á hvurslags afrek maðurinn var að vinna í vetur. Að Tony Pulis sé nefndur í sömu andrá eftir veturinn hjá sumum er fáránlegt.

Álit þitt á FSG í dag?

Sjá neðar útskýringar hvers og eins.

Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

Sjá neðar útskýringar hvers og eins.


Sundurliðun á svörum hvers og eins, hér er hægt að sjá svörin frá hverjum og einum og ítarlegri skýringar á okkar vali

Leikmaður tímabilsins.

1. Bestur
Babu – Luis Suarez – Þetta tímabil fór nánast því eins vel og hægt var að hugsa sér með Suarez. Frá því að reyna að fara í sumar er hann markahæstur, með flest skot í tréverkið, næst flestar stoðsendingar og hreint svakalegan sigurvilja. Já og búinn að gera nýjan samning við Liverpool. Suarez er leikmaður sem við höfum beðið eftir í mörg ár og það er algjörlega frábært að eiga hann hjá Liverpool. Langbestur á þessu tímabili og líklega sl.15-20 tímabilum. Markahæstur í Evrópu ofan á allt saman ásamt líklega leikmanni Evrópu. Það þrátt fyrir að hafa misst af fyrstu fimm leikjunum og að taka ekki vítaspyrnur.
Einar Örn – Luis Suarez – Ég hef aldrei séð Liverpool leikmann spila betur. Hann er ekki bara leikmaður ársins, heldur var þetta sögulegt tímabil hjá honum. Stórkostlegur leikmaður.
Eyþór -Luis Suárez – Fyrir ári síðan varð ég þreyttur á veseninu á Luis okkar og var búinn að sætta mig við ~40mp ef hann færi til Spánar. Tæpum 12 mánuðum síðar skammast maður sín fyrir þessa skoðun og er virkilega þakklátur fyrir að þessi frábæri leikmaður sé í Liverpool treyjunni.
Kristján Atli – Luis Suarez – Eitt besta tímabil í sögu leikmanns Liverpool, engin spurning.
Maggi – Luis Suarez – Engin þörf á að rökstyðja.
SSteinn – Luis Suárez – Hvað annað? Það eru bara í alvörunni einhverjir þarna úti (ekki Liverpool menn) sem eru að reyna að halda því fram að einhver annar ætti þetta skilið, og þá er ég að tala um alla deildina. Algjör yfirburðamaður á Englandi í dag og þar með Liverpool FC. Laaaaang markahæstur, þrátt fyrir að hafa misst út leiki í byrjun tímabilsins, og svo næst stoðsendingahæstur.

2. Næst bestur
Babu – Jordan Henderson – Það er á undanhaldi meðal stuðningsmanna Liverpool að vanmeta Henderson og þeir sem gagnrýndu hann hvað mest eru við það að kafna af fótboltasokknum sem hann er búinn að troða upp í þá. Hann hélt áfram þaðan sem frá var horfið á síðasta tímabili og er líklega fyrsta nafn á blað hjá þjálfaranum. Framtíðar fyrirliði spái ég og einn af mínum uppáhalds leikmönnum. Fjarvera hans í restina held ég að hafi á endanum kostað okkur þann stóra. Næsta skref hjá honum er að gera eins og Aaron Ramsey og bæta mörkum við sinn leik.
Einar Örn – Daniel Sturridge – Sturridge var líka frábær og þrátt fyrir að hafa misst af ótrúlega mörgum leikjum þá skoraði hann samt yfir 20 mörk, sem er ótrúlegt.
Eyþór – Jordan Henderson – hann var ekki síðri en Gerrard fyrir mér. Var með allt og alla á móti sér fyrir tveimur árum og næstum notaður sem skiptimynt upp í Clint fucking Dempsey (Good times). Í dag er hann fyrsti maður á blað, mikilvægi hans í okkar liði er ekki síður en mikilvægi Suárez að mínu mati. Bindur saman miðju/sókn og miðju/vörn, kemur með styrk og yfirferð sem aðrir í liðinu búa ekki yfir. Að mínu mati má færa rök fyrir því að 92 mínúta (þegar hann fékk rautt gegn City) hafi verið mómentið þar sem við unnum bardagann en töpuðum stríðinu. Liðið náði sér aldrei almennilega á skrið í þeim þremur leikjum sem fylgdu og við misstum af titlinum. Hann kemur með eitthvað að borðinu sem enginn annar í okkar liði gerir. Svo búa hann og Suárez yfir eiginleikum sem að fólk horfir framhjá en er ómetanlegt, þeir meiðast aldrei (7-9-13).
Kristján Atli – Sturridge – Við værum að hampa honum í hæstu hæðir ef Suarez væri ekki enn betri.
Maggi – Jordan Henderson – Frábær í allan vetur, flestar mínútur spilaðar og söknuðum orku hans gríðarlega í Chelsea og Palaceleikjum.
SSteinn – Daniel Sturridge – Þessi strákur var bara frábær. Næst markahæstur í deild og skilaði af sér 7 stoðsendingum þar að auki, jafn margar og Eden Hazard og Samir Nasri gerðu á tímabilinu. Verður bara betri.

3. Þriðji bestur
Babu – Daniel Sturridge – Hann hefur lengi verið í skugganum af frægari sóknarmönnum og er það svosem ennþá, en hjá Liverpool fær hann að spila þrátt fyrir það og er að springa út hjá okkur. Frábær leikmaður á frábærum aldri sem verður bara betri á næstu árum. Við höfum látið mikið meira með sóknarmenn í gegnum tíðina sem skoruðu aldrei eins mikið og Sturridge á þessu tímabili.
Einar Örn – Jordan Henderson – Besti miðjumaður okkar og einn stabílasti leikmaður tímabilsins
Eyþór – Steven Gerrard – lét ansi marga éta orð sín þetta tímabilið. Menn héldu að hann væri búinn að missa það, væri orðinn of gamall og meiðsli síðustu ára hefðu e.t.v. tekið sinn toll. 13. mörk, 15. stoðsendingar (flestar í deildinni). Ég efaðist um hann í þessari leikstjórnendastöðu eftir leikinn gegn Aston Villa, geri það ekki lengur í dag.
Kristján Atli – Steven Gerrard – Það er freistandi að setja Sterling hérna en gamli minnti heldur betur á sig í vetur í nýju hlutverki.
Maggi – Steven Gerrard – Vinnur Sterling naumlega í þriðja sætinu, stoðsendingakóngur deildarinnar og klettur-INN
SSteinn – Steven Gerrard – Stoðsendingakóngur deildarinnar í ár með heilar 13 slíkar, og var þar að auki öruggur á vítalínunni og setti heil 13 mörk í vetur. Allt þetta þrátt fyrir að hafa droppað aftar á völlinn og blómstrað í nýju hlutverki varnartengiliðs.


Bestu kaupin

1. Bestu kaupin
Babu – Sakho – Sorglegir leikmannagluggar og bókstaflega bara úr tveimur að velja. Liðið var að leka 50 mörkum inn í deildinni sem er fáránlegt en til framtíðar held ég að Sakho hafi verið betri kaup en Mignolet og verði mun lengur hjá Liverpool. Sakho uppfyllir flestar þær kröfur sem ég var að vonast eftir frá miðverði og býr vonandi að þessum vetri.
Einar Örn – Mignolet – Hann vann ansi mörg stig fyrir okkur. Reddaði hlutum sem að Reina hefði ekki getað síðustu 2 ár.
Eyþór – Mignolet – byrjaði mjög vel en dalaði svo. Hann vann mun mun mun fleiri stig fyrir okkur á þessari leiktíð en Reina hafði gert árið áður (og jafnvel 2-3 ár ef út í það er farið).
Kristján Atli – Mignolet – Sennilega einu kaupin sem skiluðu okkur stigum í vetur.
Maggi – Simon Mignolet – Gert sín mistök en átti líka frábærar vörslur sem að skiluðu okkur fullt af stigum þegar upp var staðið.
SSteinn – Simon Mignolet – Persónulega fannst mér Mignolet vera góður í vetur og tryggði okkur mörg stig með flottum markvörslum í heimsklassa á ögurstundum. Auðvitað átti hann sín mistök, en heilt yfir flottur og tel ég þetta hafa verið afar góð kaup. Reyndar heppnuðust kaupin almennt ekki vel síðasta sumar.

2. Næst bestu kaupin
Babu – Mignolet – Ekki eins mikil bæting á Reina og af er látið þó vissulega hafi hann átt vörslur í vetur sem skiluðu okkur stigum, það er einfaldlega hlutverk markmanna. Efa að Reina hefði lekið meira af mörkum inn í vetur (eða minna). Mignolet er þó á góðum aldri og gæti bætt sig mikið á næstu árum og þarf þess ætli hann að vera hjá Liverpool.
Einar Örn – Sakho – Sýndi á tímum góða takta. Hann virkar oft klunnalegur vegna þess hvernig hann er byggður, en ég var alltaf mun sáttari með hann í vörninni heldur en Agger.
Eyþór – Sakho – eina ástæðan fyrir því að hann sé í öðru sæti er sú að hinir voru svo skelfilega lélegir. Sakho, ég veit ekki með hann. Hann er ungur að miðverði að vera og á eflaust alveg helling inni. En hann hefur ekki alveg heillað mig eins mikið og aðra. Finnst oft vanta uppá lesskilning og annað í leik hans. En eins og ég segi, er ungur og getur bætt sig alveg helling. Verður eflaust bara betri þegar reynslan af PL kemur og hann nær tökum á tungumálinu.
Kristján Atli – Sakho – Meiðsli og aðlögun gerðu það að verkum að hann sýndi ekki sitt besta í vetur en þetta eru áfram risakaup til framtíðar.
Maggi – Mamadou Sakho – Framtíðarhafsent í þessu liði, meiðsli komu í veg fyrir að hann yrði hafsent númer eitt en manntröll sem getur spilað boltanum mun nýtast okkur töluvert. Er sannfærður um að Rodgers mun stilla varnarleik okkar í kringum hann næstu ár.
SSteinn – Mamadou Sakho – Til lengri tíma litið, gæti ég alveg trúað að þegar horft verður tilbaka, að þá verði þetta talin bestu kaup okkar á tímabilinu. Hann missti talsvert úr vegna meiðsla og setti það klárlega strik í reikninginn. Þetta er flottur kappi og ungur, það er tilhlökkun að sjá hann vaxa (er það hægt?) og dafna, sér í lagi þegar hann lærir málið betur og nær meiri tengingu við félaga sína.

3. Þriðju bestu kaupin
Babu – Cissokho – Án gríns. Hann kostaði sama og ekkert og gerði ekki mikið af sér varnarlega þegar hann fékk séns. Afleitur sóknarlega reyndar en greinilega með hjartað á réttum stað og mikill meistari. Toure kemst annars næst því en sagan dæmir vonandi kaupin á Ilori, Alberto og Aspas betur fái þeir að sanna sig meðan þeir eru á mála hjá Liverpool. Victor Moses fær ekki þann séns.
Einar Örn – Aspas – Af því að hann fagnar svo skemmtilega á bekknum.
Eyþór – Cissokho – Cult hetja, ætti í raun að toppa þennan lista bara útaf myndbandinu sem var gefið út á dögunum.
Kristján Atli – Kolo Touré – Bara fyrir fyrstu þrjá deildarleikina. Segir meira um aðra keypta að hann sé hérna.
Maggi – Kolo Touré – Töluvert bil niður í þriðja sæti af þeim voru keyptir. Átti flotta byrjun en svo kom í ljós að tími hans hjá toppklúbbi er einfaldlega liðinn.
SSteinn – Kolo Touré – Einhverjum finnst þetta val kannski skrítið og hugsa fyrst og fremst um klúður hans gegn WBA. En Kolo byrjaði tímabilið geysilega vel, á mjög mikilvægum tímapunkti, hjálpaði okkur þar með að leggja línurnar fyrir tímabilið. Svo má alls ekki vanmeta reynslu hans og áhrif á æfingum og í klefanum. Þar er hann gríðarlega mikilvægur fyrir alla þessa ungu tappa okkar.


Framfarir ársins

1. Mestu framfarirnar
Babu – Raheem Sterling – Alveg gefið. Sterling er farinn að spila á hæsta leveli eins og hann hefur gert upp allra yngri flokkana. Afar fáir en sérstakir leikmenn ná því. Hvað þá 19 ára. Þessi gæti orðið með þeim allra bestu.
Einar Örn – Raheem Sterling – Í desember pirraði ég mig á því að hann væri í byrjunarliðinu. Nokkrum mánuðum seinna leit hann út einsog besti ungi leikmaðurinn í Evrópu. Alveg hreint ótrúlegt
Eyþór – Sterling – álit mitt á honum í okt/nóv var að hann ætti virkilega langt frá því að verða góður leikmaður og var í raun skeptískur á að hann yrði það yfir höfuð. Sá hefur snúið við blaðinu. Ef hann væri að spila í öðru liði og LFC væri á eftir honum væri maður eflaust tilbúinn að borga ~25-30mp fyrir hann (m.v. getu og aldur). Hann er 19 ára gamall og samt orðinn þetta góður. Hann var okkar besti maður 2014 og ef hann hefði verið jafngóður fyrri hluta tímabils og hann var þann síðari væri hann í efstu þremur sætunum yfir leikmann ársins. Steven Gerrard á þessum aldri hafði ekki nærri jafn mikil áhrif á leikinn og Sterling gerir, þeir eru auðvitað gerólíkir leikmenn en ef maður hugsar til þess að Sterling eigi að vera að toppa eftir 6-8 ár þá getum við látið okkur hlakka til.
Kristján Atli – Henderson – Fór frá því að vera næstum seldur til Fulham til að vera ómissandi í titilbaráttu og lykilmaður enska landsliðsins.
Maggi – Raheem Sterling – Algerlega mögnuð breyting, frá því að vera efnilegur í að verða frábær. Lykilmaður næstu 15 ár.
SSteinn – Raheem Sterling – Þvílíkar framfarir hjá drengnum. Hann hreinlega fór úr því að vera efnilegur gutti og yfir í það að vera bara klassa leikmaður og það á örstuttum tíma.

2. Næst mestar framfarir
Babu – Jon Flanagan – Hann ekki bara náði að komast í liðið aftur, hann festi sig í sessi í byrjunarliðinu og spilaði ca. 20 leiki hjá liði sem var í bullandi titilbaráttu…og það úr stöðu! Cafu eitt mesta legend í hans stöðu frá upphafi gerði sér ferð til að sjá “Scouse Cafu” spila. Minnir mjög á Carragher þegar hann kom fyrst inn í liðið og er líklega besta hvatning sem til er fyrir aðra leikmenn akademíunnar. Ljóst að það má ekki vanmeta þennan strák.
Einar Örn – Luis Suarez – Það var nákvæmlega ekkert vesen á Suarez í vetur. Hann tuðaði minna, stóð af sér nánast allar tæklingar og hætti að skjóta endalaust
Eyþór – Henderson – var einnig frábær á síðustu leiktíð en hélt áfram þessari þróun sinni sem leikmaður 2013/14. Drengurinn var ekkert lítið gagnrýndur á sínu fyrsta tímabili, og þá sérstaklega m.t.t. kaupverðsins. Í dag er það verð gjöf en ekki gjald. Framtíðarfyrirliði.
Kristján Atli – Sterling – Rodgers hefur alið hann hárrétt upp sl. tvö ár og niðurstaðan er einn skilvirkasti og öflugasti sóknarmaður deildarinnar.
Maggi – Jordan Henderson – Frá því að vera fínn kostur í miðjustöðu í lykilmann.
SSteinn – Jon Flanagan – Ég held að það hafi enginn getað spáð því að þessi strákur myndi spila svona marga leiki í byrjunarliði eins og raunin varð á. Hann á margt eftir ólært, en framfarir hans voru gríðarlegar engu að síður.

3. Þriðju mestar framfarir
Babu – Coutinho – Það er næstum hægt að velja hvaða leikmann sem er enda liðið allt að stórbæta sig en ég held að framfarir Coutinho í vetur séu aðeins vanmetnar. Hann er færður í nýtt hlutverk og þó hann hafi vissilega verið misjafn var hann oft á tíðum algjörlega frábær og gefur svakaleg fyrirheit fyrir framtíðina.
Einar Örn – Flanagan.
Eyþór – Flanagan – á síðustu leiktíð var maður í raun búinn að afskrifa hann. Tímabilið hafði verið mikil vonbrigði (lélegur, en meiðsli voru ekki að hjálpa honum) og maður taldi að dagar hans hjá LFC væri taldir. Sá hefur rekið þetta ofan í við mann. Búinn að vera frábær og í raun besti bakvörður okkar á tímabilinu þrátt fyrir að vera að spila sem réttfættur vinstri bakvörður með hægri bakvörð Englendinga í hinni bakvarðastöðunni. Að hafa aðgang að svona leikmönnum úr unglingastarfinu er ómetanlegt. Í stað þess að kaupa í þessa stöðu leikmenn á 5-6 milljónir og á hærri launum þá fáum við þarna inn leikmann sem myndi tækla í gegnum steinveggi fyrir liðið. Fan on the pitch eins og einhver spekingurinn sagði.
Kristján Atli – Flanagan – Fyrir sjö mánuðum hélt maður að hann væri ekki einu sinni nógu góður í Championship-deildina. Sjáið hann núna.
Maggi – Martin Skrtel – Hélt að hann væri á útleið síðasta sumar en átti marga dúndurleiki þó vissulega sé hann mistækur enn.
SSteinn – Martin Skrtel – Ég var að hugsa um að setja Jordan Henderson hérna, en þegar ég fór að spá betur í þessu, þá var hann frábær seinni hluta síðasta tímabils líka og hefur í rauninni verið bara almennt séð ákaflega vanmetinn. Martin Skrtel hins vegar hefur tekið miklum framförum á milli ára. Hann var líklegast okkar fjórði miðvörður þegar tímabilið hófst og virtist ekki geta sent sendingu á samherja svo vel væri. Hann er miklu öruggari á bolta og byrjaður að hamra inn mörkum (reyndar í báðar áttir).


Leikur tímabilsins.

1. Besti leikur tímabilsins
Babu – 5-1 gegn Arsenal – Þvílík veisla sem þetta tímabil var hvað þennan flokk varðar. Vel Arsenal leikinn því ég held að við verðum ennþá að sjá þessar fyrstu 20 mínútur eftir 10 ár. Ótrúleg frammistaða gegn góðu liði sem hefur gengið bölvanlega með lengi. Persónulega gleður fátt mig meira en sigur á Arsenal, hvað þá 5-1 í leik sem það flokkast sem afar vel sloppið hjá gestunum.
Einar Örn – 5-1 á móti Arsenal – Ég er alltaf gríðarlega stressaður gegn Arsenal, en þetta var stórkostlegur leikur
Eyþór – Arsenal (h) 5-1 – Þeir hafa verið okkur erfiðir í gegnum síðustu misseri, en voru svo hrikalega yfirspilaðir í þessum leik að þetta var game over eftir 20 mínútur og hefði ekki verið ósanngjarnt ef þetta hefði endað með 8-1. Pressan hjá okkur var svo yndisleg og stíf að leikmenn Arsenal horfðu bara á hvern annan og runnu á rassgatið. Ekki skemmdi það fyrir að þetta tap varð upphafið af hræðilegu gengi Arsenal manna þar sem þeir duttu á tíma úr top fjórum eftir að hafa mætt á Anfield í þessum leik með 4 eða 5 stiga forystu á toppnum.
Kristján Atli – 5-1 v Arsenal – Besta spilamennska liðsins á tímabilinu og 20 mínútur sem maður gleymir aldrei.
Maggi – Liverpool – Arsenal 5-1 – Fyrstu 20 mínútur þessa leiks mögulega það besta sem sést hefur til Liverpool liðs í enskri deildarkeppni…í sögunni.
SSteinn – Liverpool – Everton 4-0 – Nágrönnunum slátrað á Anfield og hefði sigurinn getað orðið ennþá stærri. Æðislegur leikur alveg hreint.

2. Næst besti leikur tímabilsins
Babu – 0-5 sigur á Tottenham úti – Grunnvæntingar fyrir mót voru að a.m.k. ná Spurs aftur, ég á nokkra Spurs vini sem hafa gengið hvað lengst í bögginu undanfarin ár og því afskaplega sætt að sjá Liverpool fullkomlega slátra Tottenham, heima og heiman. Þessi leikur varð líka til þess að AVB var rekinn og við fengum Sherwood veisluna í staðin.
Einar Örn – 4-0 á móti everton
Eyþór – Tottenham (ú) 0-5 – Sama og í Arsenal leiknum, pressan var yndisleg á að horfa og við hefðum getað unnið þennan leik mun stærra. Að mæta á WHL gegn keppinautunum um fjórða sætið, sem höfðu tekið framúr LFC á síðustu árum, eytt 100mp í sumar og yfirspila þá eins og við gerðum (og það án Gerrard) var hrikalega ánægjulegt. Þeir eru ekki enn búnir að jafna sig á þessum ósigrum gegn okkur og eru í því að skjóta á meint klúður Liverpool á loka metrunum. Eins og þeir hafa ekki um nóg annað að hugsa. 9-0, ég skil þá vel.
Kristján Atli – 0-5 v Spurs – Fyrsta slátrun vetrarins og því sú gleðilegasta að mörgu leyti. Fullkomin frammistaða gegn liði sem margir héldu þarna enn að væri betra en við. Kostaði AVB starfið sem var líka ljúft.
Maggi – Liverpool – Everton 4-0 – Megn vanþóknun á litla bróðir spilar þarna inní, voru búnir að vera með alls konar yfirlýsingar um eigin hæfni og að þeir væru betra lið en við. Vara sig bara næst blánefjar mínir.
SSteinn – Liverpool – Arsenal 5-1 – Ég sá leikinn sjálfan ekki í beinni, en sá hann eftirá og þvílík byrjun á einum leik. Spiluðum þá út af vellinum.

3. Þriðji bestur leikur tímabilsins
Babu – 0-3 sigur á United úti – Fullkomin yfirspilun og það á Old Trafford, þvílíka veislan sem þetta var ofan í allt annað á þessu tímabili hjá United. Liverpool fékk þrjú víti í leiknum og United gat sama og ekkert vælt yfir því enda sleppt tveimur öðrum augljósum, sóknarlína okkar var einfaldlega skrefi á undan vörninni þeirra allann leikinn. 1-0 sigurinn heima var samt engu minna mikilvægur eða sætur, gaf líklega tóninn fyrir tímabilið hjá báðum liðum.
Einar Örn – 5-0 á móti Totenham
Eyþór – Everton (h) 4-0. Að vinna Everton 4-0 á heimavelli í leik sem átti að ráða miklu um fjórða sætið þrátt fyrir að klúðra fullt af færum og klikka á víti. Gerist varla betra. Það sýnir í raun hve fáránlega góð leiktíðin var og hve marga góða leiki Liverpool spilaði þegar 0-3 sigur á Old Trafford og 4-0 sigur á Tottenham kemst ekki á topp 3 listann hjá manni.
Kristján Atli – 0-3 v United. Það koma margir aðrir leikir til greina en ég er ekki viss um að við munum nokkurn tíma aftur sjá Liverpool hafa svona yfirburði á Old Trafford. Einstakur leikur.
Maggi – United – Liverpool 0-3 – Segir margt um hversu magnað tímabil er þegar létt 0-3 slátrun á Old Trafford er í þriðja sæti. Ljúfur dagur, því ótrúlegt en satt þá voru sumir United menn ennþá á því að við myndum verða teknir þarna.
SSteinn – Man.Utd – Liverpool 0-3 – Þetta er ótrúlegt vandamál, það að koma ekki 0-5 útisigri á Tottenham á listann, segir meira en mörg orð um tímabilið. Það er bara ekki hægt að sleppa þessari Old Trafford slátrun, hefðum hæglega getað unnið þennan leik stærra en hann sýndi svo og sannaði í hvaða áttir liðin voru að fara. Við beint upp á við og andstæðingar okkar lóðrétt niður á við.


Bjartasta vonin (utan augljósra byrjunarliðsmanna)

1. Efnilegastur
Babu – Jordon Ibe – Virðist vera sem við eigum einfaldlega annan Sterling á leiðinni upp úr akademíunni, ári yngri og nákvæmlega engu minna efni. Hef ekki verið svona viss um að Liverpool sé með alvöru stjörnu í yngri flokkunum síðan Owen var að spila á því leveli. Með Rodgers í brúnni fær hann líka pottþétt séns von bráðar.
Einar Örn – Andre Wisdom
Eyþór – Jordon Ibe – ég held að hann sé næstur inn. Kannski hefur leikurinn gegn K. Rovers mikið um það að segja, en hann var flottur á undirbúningstímabilinu sumarið 2013 og fékk tækifæri í lok leiktíðar 2012/13 og stóðs sig ávalt vel þrátt fyrir ungan aldur. Er ótrúlega líkur Sterling á velli, lítill, teknískur og fljótur. Virkilega spennandi. Næsta leiktíð gæti verið stór hjá honum, er ári yngri en Sterling og ekkert mikið minna efni en hann á sama tíma í fyrra. Nú er bara spurning hve vel hann sjálfur og menn í kringum hann halda á spilunum, hvort hann „meiki það“ eða ekki.
Kristján Atli – Jordon Ibe – af augljósum ástæðum. Hann minnti enn og aftur á sig gegn Shamrock Rovers. Þessi strákur er enn bara 18 ára og gæti orðið betri en Sterling. Það er fáránlegt.
Maggi – Jordan Ibe – Fyrst og fremst út frá því sem maður hefur séð í U-21s og glefsur úr lánssamningsleikjum hans með Birmingham, stefnir í að vera annar Raheem Sterling. Svakalegur hraði og gott auga. Sennilega lánaður í PL næsta vetur en verður svakalegur.
SSteinn – Jordon Ibe – Ég ákvað að velja ekki þá lánsmenn sem eru komnir yfir tvítugt og hafa verið að spila mikið með sínum lánsliðum upp á síðkastið, þó svo að þeir eigi alveg heima hérna. Það væri vel hægt að stilla þeim Ilori, Wisdom, Suso og Coady á þennan lista, en ég ætla að líta aðeins neðar og nær. Jordon Ibe er alveg fáránlega kraftmikill og öflugur strákur sem hafði afar gott af útláni á síðustu leiktíð. Gæti vel séð hann koma í aðalliðshópinn á því næsta.

2. Næst efnilegastur
Babu – Wisdom – Öllu erfiðara að velja hérna en þá vegna þess að úrvalið er gott. Ég veit ekki hvar Wisdom er hugsaður til framtíðar en vona að það sé sem miðvörður. Er kominn með reynslu í byrjunarliði Liverpool og núna með reynslu heilt tímabil með góðu Championshop liði. Ofan á það hefur hann verið lykilmaður í öllum yngri landsliðum Englands. Einn efnilegasti varnarmaður sem komið hefur upp hjá Liverpool lengi.
Einar Örn – Suso
Eyþór – Suso – Hefur spilað vel á Spáni og mun sú reynsla reynast honum vel, spilað 33 leiki og skorað í þeim 3 mörk og með 9 stoðsendingar, ekki beint lélegt stats fyrir tvítugan leikmann í topp deild. Nú er bara spurning hvað næsta skref verður. Hann verður að spila, er 20 ára gamall og ég hef fulla trú á að hann sé í Liverpool klassa (eða geti orðið það). Nú er bara að sjá hvernig sumarið fer og meta það í kjölfarið hvort það sé best að lána hann á næstu leiktíð eða halda honum þar sem að hann mun alltaf fá eitthvað af leikjum með því aukna leikjaálagi sem fylgir CL og (vonandi) betri árangri í bikarkeppnunum.
Kristján Atli – Suso – Ibe er sá eini af efnilegu leikmönnunum sem ég er handviss um að muni slá í gegn en Suso lítur ansi vel út og hefur náð sér í góða reynslu miðað við aldur og fáa leiki hjá Liverpool. Vona að þeir selji hann ekki í sumar.
Maggi – Joao Teixeira – Vaxið mikið í vetur, fékk mínútur gegn Fulham en verið alger lykilmaður í U-21s árs liðinu og verður gaman að sjá hvort hann tekur næsta skref upp í aðalliðsleiki reglulegar næsta vetur.
SSteinn – Joao Carlos Teixeira – Var aðeins byrjaður að banka á dyrnar á síðasta tímabili og ég held að við eigum eftir að sjá mikið af þessum dreng næstu árin. Virkilega efnilegur, með frábært auga fyrir spili og harður í horn að taka. Hann þarf jafnframt að fara að taka næstu skref sem allra fyrst, þar sem hann er orðinn 21 árs gamall.

3. Þriðji efnilegastur
Babu – Rossiter – Það eru nokkuð margir mjög efnilegir fyrir framan hann í augnablikinu en eins og hann hefur verið að spila á yngra leveli og talað er um hann er hér á ferðinni leikmaður sem er mjög líklegur til að banka fast á dyrnar í aðalliðinu fljótlega. Hann fékk að vera á bekknum í vetur og það kæmi ekki á óvart ef hann fengi nokkrar mínútur á næsta tímabili (áður en hann tekur eitt sem lánsmaður). Munið þetta nafn a.m.k.
Einar Örn – (innskot – EÖE gleymdi lðiklega að setja Ibe í efsta sæti í þessum flokki)
Eyþór – Teixeira – eftir erfið meiðsli hefur hann verið að spila fanta vel með U21. Fékk svo auðvitað tækifærið gegn Fulham á þessari leiktíð en maður sá hann ekki mikið eftir það (nema á bekknum). Flottur leikmaður en er á þeim aldri að hann verður að fara að fá að spila. Sé hann fara á láni á næstu leiktíð. Er 21 þannig að hann á að fara taka næsta skref.
Kristján Atli – Brad Smith – Sama og Suso, virkar mjög spennandi á mig og vonandi nær hann að stíga upp á næstu árum.
Maggi – Suso – Er reyndar á því að hann verði seldur til Spánar þar sem hann sé ekki nógu hraður í liðið okkar, en hefur þroskast töluvert miðað við það sem maður sér af Spánarglefsum og með magnaðan vinstri fót
SSteinn – Brad Smith – Þessi strákur virkar miklu betur á mig sem vinstri bakvörður heldur en Jack Robinson hefur nokkurn tíman gert. Hann er skruggu fljótur, líkamlega sterkur og lofar ákaflega góðu upp á framhaldið. Hann gæti gert það að verkum að við þurfum aðeins að versla inn einn vinstri bakvörð í sumar.


Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)

1. Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
Babu – Victor Moses – Lánsdíll á Chelsea reject heillaði mig ekki m.v. þá sem höfðu verið orðaðir við okkur. Ferlill Sturridge hjá okkur gaf manni samt von og ég hélt í alvöru að Rodgers gæti notað Moses töluvert í vetur og að hann myndi styrkja okkar lið. Moses fór ótrúlega illa með þessa líflínu frá Rodgers og var hræðilegur. Samt ekki eins mikil vonbrigði og Nuri Sahin var í fyrra, það er þó eitthvað.
Einar Örn – Að Costa og Mikhytaryan skildu báðir segja nei við Liverpool
Eyþór – Glen Johnson – þegar Flanagan lætur þig líta illa út sem réttfættur vinstribakvörður er kominn tími til að skoða sín mál. Sérstaklega þegar menn eru að spila uppá nýjan samning. Verið einn okkar allra slakasti maður þetta tímabilið og lítið gert til að sannfæra mann um að þetta launahár leikmaður verðskuldi annan samning í sumar. Við erum jú að vinna eftir budgeti og megum ekki við 100.000 pund á viku mönnum sem eru frekar að draga liðið niður en hitt.
Kristján Atli – Victor Moses – Bara lánsleikmaður en ég hélt að við værum að fá demant og framtíðarstjörnu þarna inn, mann af svipuðu kalíberi og Sturridge. Í staðinn fengum við mann af svipuðu kalíberi og Boy George. Gagnslaus og áhugalaus.
Maggi – Iago Aspas – Reiknaði með góðum squad player og 10 mörkum í deild. Úffffffff.
SSteinn – Victor Moses – Ég var alveg yfir mig ánægður af hafa nælt í þennan strák á lánssamningi síðasta haust, var alltaf hrifinn af honum sem leikmanni. En þvílík vonbrigði og þá helst með það hversu áhugalaus hann virtist vera. Vann þetta með yfirburðum.

2. Næst mestu vonbrigðin (Leikmaður)
Babu – Glen Johnson – Aðalvandamálið með Johnson er að hann er svo hræðilega óstöðugur leikmaður. Hann er 8,5 suma daga en 4,0 næsta leik á eftir. Hann var oft meðal okkar bestu manna og þá sérstaklega sóknarlega gegn minni liðum, en slæmu leikirnir voru allt of margir. Hann er kominn á hættumörk í aldri, samningurinn er kominn á lokaárið og launin eru í engu samræmi við getuna. Kæmi ekki á óvart ef hann klárar næsta tímabil og samninginn sinn hjá Liverpool.
Einar Örn – Agger
Eyþór – Daniel Agger – þegar Brendan var ráðinn þjálfari þá hélt maður að Agger væri einn af fáum leikmönnum sem hann væri að erfa sem gæti smellpassað inní kerfið og fótboltann sem að Brendan spilar. Ekki sá maður þetta fyrir. Verið frekar slakur og er líklega á förum í sumar. Grátlegt því þetta er einn af uppáhalds.
Kristján Atli – Iago Aspas – Til hvers voru þessi kaup eiginlega? Það var ljóst frá fyrstu mínútu í deildinni að hann væri langt því frá nógu góður.
Maggi – Victor Moses – Var alveg sannfærður um að þarna fengjum við liðsstyrk og að Chelsea væri að rétta okkur enn einn demantinn ódýrt. Heldur betur rangt.
SSteinn – Aly Cissokho – Eins og með Moses, þá var ég verulega spenntur fyrir að fá Aly og var að gera mér vonir um að hann myndi hreinlega slá út Enrique í stöðu vinstri bakvarðar. Þrátt fyrir að hinn síðarnefndi hafi verið meiddur allt tímabilið, þá komst hann ekki í liðið stærsta hluta þess og það vegna ungs stráks sem spilað var úr stöðu. Ferleg vonbrigði.

3. Þriðju mestu vonbrigðin (Leikmaður)
Babu – Lucas Leiva – Ég hef verið einn dyggasti aðdáandi Lucas frá því hann kom en þetta tímabil var ekki nógu gott, sérstaklega ekki eftir að hann fékk Gerrard í sína stöðu. Meiðslin tóku af honum sprengikraftinn sem hann hafði og án hans er hann bara hálfur maður. Sérstaklega finnst mér hann ná illa saman með Gerrard á miðjunni og er það jafnan versti leikur beggja þegar þeir spila saman.
Einar Örn – Aspas
Eyþór – Sumarglugginn 2013 – 50 milljónir punda. Hvað er hægt að styrkja liðið mikið fyrir þá upphæð? Er ekki talað um þá upphæð í sumar sem brúttó „transfer budget“ hjá Liverpool? Skulum vona að betur takist til þetta sumarið. Í raun var það bara Mignolet sem kom inn sem betri kostur en sá sem fyrir var (ekki mikið, en vann þó fleiri stig en staðnaður Reina hafði gert). Jájá, Sakho gæti alveg orðið góður, hann gæti líka alveg staðnað. Ef við skoðum þetta tímabil þá var hann lítil, ef einhver, bæting frá Skrtel & Agger combóinu. Það þarf ekkert að fara betur ofan í kaupin á Aspas og Alberto. Nánast það eina góða við þennan glugga var sú staðreynd að við fengum Moses og Cissokho að láni í stað þess að kaupa þá, sluppum þar. Mjög slakur gluggi, slefar í þrist hjá mér á skalanum 1-10, þurfum að gera mikið betur í sumar.
Kristján Atli – Janúarglugginn – Koma svo FSG og Ian Ayre, girða sig í brók fyrir sumarið takk.
Maggi – Luis Alberto – 7 milljón pund og með haug af mörkum og stoðsendingum frá B-deild á Spáni, gat leikið margar stöður…ekkert gekk…sé hann ekki í framtíðarplönum en vona það þó…stundum tekur unga menn tíma að aðlagast nýju landi…
SSteinn – Martin Kelly – Það sama má segja um Kelly og um hann Aly okkar, nema hvað að Kelly virðist vera orðinn hálf hauslaus. Wisdom var lánaður í burtu og Johnson meiddur á tímabili, samt var Kelly að mér virðist, langt frá því að komast í þetta lið okkar. Það hefði verið hægt að setja Luis Alberto eða Iago Aspas hérna inn, en vonbrigðin með þá voru ekki eins mikil. Ég reiknaði alveg með að Alberto þyrfti góðan tíma í að aðlagast, þó svo að þetta hafi reynst vera “too much” og ég bjóst í rauninni ekki við miklu frá Aspas svona fyrirfram


Mestu vonbrigðin (annað)

1. Mestu vonbrigðin
Babu – 2. sætið – Hljómar furðulega að segja þetta m.v. væntingar en maður er aldrei sáttur við annað sætið, sérstaklega ekki m.v. aðstæður. Liverpool var með yfirhöndina í titilbaráttunni þegar þrír leikir voru eftir, tveir þeirra á heimavelli. Auðvitað voru vonbrigði að sjá það fara í vaskinn og titilinn í hendur Olíufélags sem nú er verið að refsa fyrir að hafa brotið settar reglur varðandi rekstur.
Einar Örn – Tapið á móti Chelsea, hvað annað?
Eyþór – Að missa af titlinum. Er þó ekki sammála mönnum sem segja að við höfum klúðrað þessu á eftirminnilegan máta. Til þess að vinna titilinn hefðum við þurft 40 stig af síðustu 42. Við náðum „bara“ 37 stigum af 42 mögulegum (12-1-1) í síðustu 14 leikjunum. Ef það er klúður þá megum við klúðra næstu leiktíð all svakalega! Auðvitað svekkjandi því þetta var komið í okkar hendur, en það er einmitt málið, 11. leikja sigurrönn (þ.m.t. leikir gegn Arsenal, Tottenham, City, Utd) gaf okkur þennan möguleika.
Kristján Atli – Eins stoltur og ég er af liðinu er ekki hægt að neita því að biðin eftir titlinum er orðin svo löng að það er erfitt að komast svona nálægt og þurfa svo að kyngja því að sleppa draumnum. Sorg.
Maggi – Liverpool – Chelsea 0-2 – Súrt að Móri fúli skemmdi titildrauminn. Mjög fúlt.
SSteinn – Sumarglugginn – Ekki það að hægt sé að kenna einhverju einu um, en auðvitað var maður að vonast til að fá meiri styrkingu

2. Næst mestu vonbrigðin
Babu – Báðir leikmannagluggarnir – Jákvætt að FSG var með háleit markmið en það kom ekki einn af þeim miðjunönnum sem þeir reyndu við og óneitanlega hugsar maður út í hvort 1-2 gæðaleikmenn til viðbótar í þessum hópi hefðu ekki skilað okkur þessum stigum sem uppá vantaði til að klára tímabilið. Hópurinn var fáránlega þunnur oft á tíðum í vetur. Tveir leikmenn sem hægt er að tala um sem jákvæð kaup er langt frá því að vera nógu gott, frábær árangur í deildinni bjargar FSG frá töluverðum æsingi stuðningsmanna hvað þetta varðar. Samt var sumarið nú betra en sumarið þar á undan.
Einar Örn – Aula jafntefli gegn Villa og WBA.
Kristján Atli – Varnarleikurinn. Ég heimta að liðið fái á sig færri en 50 mörk á næstu leiktíð. Það er hægt að vinna deildina með færri mörk skoruð en 101 en það er ekki hægt að vinna hana með 50 mörk fengin á sig.
Maggi – Falla út úr FA-bikarnum – Þurfum að fara að fá úrslitaleikjareynslu í liðið okkar
SSteinn – Janúarglugginn – Sama og með sumargluggann, Konoplyanka hefði verið frábær viðbót.

3. Þriðju mestu vonbrigðin
Babu – 5-3-2 leikkerfið – Djöfull fór það helvítis leikkerfi í taugarnar á mér, töpuðust nokkur stig í þeim leikjum og verst var jafnteflið gegn Newcastle sem var manni færri hálfan leikinn.
Einar Örn – Tapið gegn Hull. Þá hélt ég að við værum ekki einu sinni að fara að komast í Meistaradeildina.
Kristján Atli – Bikarkeppnir. Gott gengi í deild hefur bætt fyrir þetta en ég vil samt sjá Rodgers fara að skila dollu af einhverju tagi í hús á þriðja tímabili sínu.
Maggi – Eltingaleikir sem ekki tókust – Mkhitaryian, Costa, Willian, Salah og Konoplyanka. Öll þessi nöfn skapa pirringshúð niður hryggjarsúluna mína…
SSteinn – Babú – Mikil vonbrigði að fá ekki upphitanir um hinar og þessar borgir frá Fjarskanistan.


Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?

1. Hápunktur í starfi síðunnar
Babu – Kop.is hópferðir – Hrikalega gaman að bæta þessu við í vetur og mikil vinna að baki hjá sérstaklega KAR og Magga. Gaman að kynnast mörgum lesendum síðunnar betur í leiðinni. Ferðirnar heppnuðust vel, leikirnir unnust og stemmingin mjög góð. Höldum vonandi áfram í þessu næsta vetur.
Einar Örn – Podcöstin – Þau eru að mínu mati ótrúlega góð viðbót við síðuna og gefur manni tækifæri að koma áleiðis skoðunum sem maður nennir oft ekki að skrifa niður.
Eyþór – Innkoma Eyþórs á árinu. Þá meina ég fyrir mig, persónulega. Heiður að fá að taka þátt í laaaaangbestu fótboltasíðu landsins.
Kristján Atli – Hópferðir Kop.is. Við fórum tvær ferðir í ár og þær heppnuðust frábærlega. Ég hlakka til næsta vetrar.
Maggi – Kop.is-ferð í október- Frábær viðbót sem vonandi vex og vex á næstu árum
SSteinn – Kop.is ferð á Liverpool – Swansea. Algjörlega frábær ferð í alla staði.

2. Annað sem stóð uppúr í starfi síðunnar
Babu – Podcast þættir – Fyrst og fremst höfum við sjálfir gaman af þessum saumaklúbbi okkar enda hittumst við ekki það oft face to face og engum okkar leiðist að tala um fótbolta. Bónus og algjörlega frábært að einhver nenni að hlusta á okkur félagana spjalla um Liverpool. Þættirnir eru orðnir 61 og þar af tókum við 19 þeirra upp á þessu tímabili. Þetta er auðvitað miklu meira gaman þegar vel gengur en okkur hlakkar mikið til á næsta tímabili þegar við höfum meistaradeildina líka.
Eyþór – 100+ commenta upphitanir leik eftir leik. Frábært!
Kristján Atli – Podcast-þættirnir. Þessir þættir eru eitt það skemmtilegasta sem ég geri í hverjum mánuði enda viðmælendurnir af dýrari gerðinni!
Maggi – Podcöstin öll – Útrás fyrir ansi margt sem maður þarf að losa frá sér og gaman að heyra hve margir hlusta
SSteinn – Hversu mikill fjöldi frábærra penna er að taka virkan þátt í kommentakerfinu. Alltaf að bætast við þessa frábæru flóru.

3. Eitthvað að lokum sem stóð uppúr í starfi síðunnar
Babu – Umræðan á síðunni – Þetta er svo miklu léttara og skemmtilegra þegar vel gengur. Ég vil þó meina að kop.is hafi líka staðið sig vel þegar illa gekk en hjálpi mér hvað þetta var miklu meira gaman, frábær kjarni lesenda sem gerir síðuna að því sem hún er.
Kristján Atli – Evrópuupphitanir Babú munu snúa aftur næsta haust!
Maggi – Jákvæðnistuðull að vaxa – Stöðugt minna um ómálefnalega gagnrýni á leikmenn LFC eða milli manna í kommentum.
SSteinn – Eyþór bættist við sem penni, flott viðbót í hópinn.


Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

Babu – 9,0 – Ó hvað ég var að vonast eftir einhverju í líkingu við þetta þegar ég skrifaði Brendan who? 30. maí 2012. Hvernig hann náði þessu út úr liðinu án þess nánast að styrkja það fyrir tímabilið er með ólíkindum.
Brendan Rodgers er Raheem Sterling þjálfaraheimsins og stimplaði sig inn á þessu tímabili í flokk með Klopp, De Boer og Simeone. Martinez hjá Everton fengi svo að vera driver færi þessi hópur ferskustu kyslóðar þjálfara saman á djammmið. Það var ljóst strax að FSG vildi fá svona mann inn þegar þeir keyptu félagið og guð minn góður hvað Brendan Rodgers kom sér með látum inn í efstu deild knattspyrnuþjálfara í heiminum á þessu tímabili. Önnur lið öfunda okkur af Rodgers eftir þetta tímabil. Hugsið ykkur hvað hægt er að gera takist FSG að bæta árangur sinn á leikmannamarkaðnum.
Einar Örn – 9,5 – Alveg hreint stórkostlegur árangur að fara með þetta lið úr 7. uppí annað sæti og það með því að spila skemmtilegasta boltann í deildinni. Ef honum tekst að laga varnarleikinn þannig að við þurfum ekki alltaf að skora 3 til að vinna, þá verður þetta topplið næstu ár. Ég myndi ekki skipta á Rodgers og neinum öðrum þjálfara í heiminum í dag.
Eyþór – 9,9 (fengi 10 ef ekki væri fyrir afleiddan sumarglugga).
Kristján Atli – 8.5 af 10. Frábært tímabil í nær alla staði en það sem dregur hann niður úr fullkomnun er þrennt:
– Lélegur varnarleikur liðsins.
– Lélegt gengi í bikarkeppnum.
– Ömurlegir leikmannagluggar sem hann ber að hluta til ábyrgð á.
Ég dreg hann niður um 0.5 fyrir hvert atriði og því er 8.5 af 10 sanngjörn einkunn finnst mér. Vona að hann fái tíuna á næstu leiktíð.
Maggi – 9,0 – Afskaplega gott útlit með þennan stjóra við stýrið held ég. Smáatriði sem hann þarf að læra, kyngja sóknarleikjartaktíkinni þegar þess þarf og nýta skiptingar sínar betur.
SSteinn – 9,0 – Þarf eitthvað að útskýra það nánar? Hefði fengið tíuna ef titillinn hefði komið í hús, en ekki margt hægt að setja út á hann svona heilt yfir


Álit þitt á FSG í dag?

Babu – Mjög ánægður með FSG og þeir hafa hækkað mikið í áliti eftir þetta tímabil. Leikmannaglugginn er stór mínus en það gefur manni von að á síðasta tímabili fóru þeir á eftir leikmönnum af fullri alvöru sem hafa allir skapað sér nafn í vetur, með liðið í meistaradeild eigum við meiri séns á að fá þessi target sem þó klikkuðu í fyrra.
Afstaða þeirra í Suarez málinu er draumur stuðningsmanna og það framar öllu öðru skilaði okkur í titilbaráttu, svona leikmann selur þú ekki til keppinautana á klink, það gerir bara Arsenal.
Ofan á það kynntu þeir framtíðarplön varðandi stækkun á Anfield sem eru risafréttir fyrir félagið og mjög mikilvægt skref. Framtíðin hefur verið bjartari með hverju tímabilinu í eigu FSG og það skilar sér á endanum í alvöru verðlaunum.
Einar Örn – Ég hef alltaf haft trú á FSG og þeir hafa staðið undir mínum væntingum. Þá helst að þeir voru harðir á að Suarez myndi ekki fara (ég var búinn að gefast upp), þeir höfðu trú á Rodgers og þeir virðast vera að fara að hefja framkvæmdir á Anfield.
Eyþór – Það eina sem menn geta sett út á þá er í raun stefna þeirra í að ofborga ekki fyrir leikmenn. Jafnvel sú gagnrýni orkar tvímælis. Bara ef við hefðum greitt uppsett verð fyrir Dempsey, segir enginn í dag. Reyndar virðast sumir hafa það á móti þeim að þeir séu frá USA, sem er frekar furðulegt.
Á þeim rúmum 3,5 árum sem FSG hefur átt klúbbinn hefur liðið farið úr því að vera of gamalt, með fáar stjörnur, spila leiðinlegan fóbolta, nánast gjaldþrota, langt langt frá keppinautum sínum á toppnum og með Roy Hodgson sem þjálfara í að vera titilbaráttu lið sem endaði í öðru sæti, með einn allra efnilegasta þjálfara heims, lið stútfullt af gæðum og potential og að spila einn allra allra skemmtilegasta fótboltann. Við erum að tala um þrjár heilar leiktíðir. Fyrir utan þetta virðast vallarmálinn loksins loksins vera að fara af stað. Í dag gæti Liverpool ekki verið með betri eigendur, vona bara að Babú grafi þetta ekki upp eftir nokkur ár og ég sjái eftir þessum ummælum.
Framtíðin hefur ekki verið svona björt og spennandi hjá klúbbnum okkar í langan langan tíma.
Kristján Atli – FSG hafa sannað að þeir vita hvað þeir eru að gera. Þeir hafa skapað heilbrigt umhverfi fyrir fótboltaliðið að vinna vinnuna sína og komið á stöðugleika í klúbbnum, innan og utan vallar. Þeir hafa loksins kynnt mjög flottar breytingar á Anfield og virðast ætla að standa við stóru orðin þar. Í sumar þurfa þeir að sýna okkur að þeir geti verslað eins og lið sem ætlar sér alla leið á toppinn og ef það gengur eftir verð ég hæstánægður með þá.
Maggi – Verulega glaður með val á framkvæmdastjóra, sáttur við leikvallaplönin og vona að þeir nái alvöru árangri á leikmannamarkaði sumarsins.
SSteinn – Álit mitt á FSG er bara gott, finnst þeir vera á verulega góðri leið með þetta félag, láta það verða sjálfbært taka til í rekstrinum á réttum stöðum. Einhverjir eru eflaust óánægðir með útkomuna í leikmannagluggunum, en ég er á því að þeir hafi sýnt það alveg að peningar voru til staðar, enda var reynt að fara á eftir stórum nöfnum, þótt ekki hafi tekist að næla í þá kappa. Ég reikna með að þeir haldi áfram að styðja við stjórann og liðið og að auknar tekjur sem liðið er að skapa sér, muni skila sér í auknum fjárhæðum sem úr er að spila. Vallarmálin virðast svo vera komin á skrið, loksins. Þeir hafa tekið hæg en örugg skref í rétta átt þar, skynsemin að leiðarljósi. Ef þeir halda áfram á þessum nótum, þá er það bara vel.


Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

Babu – Það verður fróðlegt að sjá hverjir fara, vonandi er frí frá Suarez sögum í sumar. Lucas, Johnson, Agger og Skrtel gætu allir farið komi í þá boð en styrkja líka allir hópinn. Vonandi höfum við ekki ennþá heyrt af stóra nafninu sem bætist við í sumar, Lallana er góður en underwhalming sem stóru kaupin. út í loftið set ég þetta svona upp

Mignolet

Johnson – Caulkner – Sakho – Moreno

Gerrard
Rakiti? – Henderson
Sterling – Sturridge – Suarez

Við þurfum nýjan markmann fyrir Jones og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri einhver sem myndi veita Mignolet alvöru samkeppni, jafnvel slá hann út.
Eins held ég að Johnson sé í hættu en við eigum marga unga hægri bakverði (Flanagan, Wisdom, McLaughlin) sem gætu tekið við á næsta tímabili og eitt ár í viðbót með Johnson a.m.k. í hóp kannski betra meðan styrkja þarf aðrar stöður.
Moreno er bara heitasta slúðrið hvað vinstri bakverði þegar þetta er skrifað en ég óttast að hann endi í bláum búningi. Enrique má alls ekki vera fyrstii valkostur samt og eins er komið alveg nóg af því að spila hægri bakverði úr stöðu vinstra megin, þessa stöðu þarf að styrkja og hefur þurft í tæplega þrjá áratugi.
Óskhyggjan er svo að við förum inn einhvern í þessum Rakiti? klassa. Lallana, Sharqri, Konoplyanka, Lovren og Parejo eru allt spennandi nöfn líka.
Silly season er rétt að byrja og við eigum eftir að heyra mun fleiri nöfn en með þetta byrjunarlið og mun sterkari hóp væri ég nokkuð sáttur.

Einar Örn – Ekki svo rosalega mikil breyting á byrjunarliðinu, enda hefur það verið frábært en bekkurinn fær verulegt upgrade.

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Moreno

Gerrard
Lallana – Henderson
Sterling

Suarez – Sturridge

Bekkur: Nýr varamarkvörður, Caulker, Wisdom, Flanagan, Coutinho, Borini, Allen, Einn nýr sóknarþenkjandi.

Eyþór – Erfitt að velja í byrjunarlið, því við viljum menn í byrjunarliðsklassa á bekkinn. En ef ég mætti velja hópinn (18) fyrir fyrsta leik væri það:
Markmenn: Mignolet, Jones
Varnarmenn: Johnson, Sakho, Nýr miðvörður (byrjunarlið), Moreno, Enrique, Skrtel
Miðjumenn: Gerrard, Henderson, Nýr miðjumaður (byrjunarlið), Allen
Sóknarmenn / kanntmenn: Suárez, Sturridge, Sterling, Lallana, Griezmann, Coutinho

Kristján Atli – Ég er ekki viss um að byrjunarliðið verði mikið breytt, sér í lagi fyrst í upphafi móts. Ég ætla að skjóta á (nýir leikmenn með stórum stöfum):

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – MORENO

Gerrard
LALLANA – Henderson
Sterling

Suarez – Sturridge

Svo gætu verið komnir nýir menn eins og Vorm, Caulker, Konoplyanka og fleiri á bekkinn sem munu þrýsta vel á byjunarliðið okkar. Eins vona ég að það sé einhvers staðar þarna úti alveg stórkostlegur leikmaður sem hefur ekki enn verið orðaður við Liverpool en muni óvænt koma til okkar í sumar. Mér líst vel á þá leikmenn sem hafa verið orðaðir hingað til en við þurfum að mínu mati stærra “statement” en Lallana eða Konoplyanka. Thomas Müller myndi til dæmis alveg duga hvað þetta varðar.

Maggi

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Coentrao

Gerrard
Lallana – Henderson
Sterling

Suarez – Sturridge

SSteinn

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – nýr bakv.

Gerrard
Lallana – Henderson
Sterling

Suarez – Sturridge

Ég reikna samt með svona Konoplyanka kaupum til viðbótar, ásamt því að fá auka “fire power” fyrir framlínuna. Svona gæti hópurinn verið:
Markverðir: Mignolet, nýr varamarkvörður
Hægri bakk: Johnson, Wisdom, Flanagan
Vinstri bakk: Nýr vinstri bakk, Enrique, Smith
Miðverðir: Skrtel, Ilori, Kolo, Agger, Sakho
Varnartengiliðir: Gerrard, Lucas
Miðjumenn: Henderson, Lallana, Allen, Coutinho, Alberto, Teixeira
Hola: Sterling, Konoplyanka, Suso, Ibe
Framherjar: Suárez, Sturridge, Borini, nýr framherji


Þannig er nú það. Þetta hefur oft verið verra.

24 Comments

  1. Endilega verið með líka, hægt að gera copy/paste af þessu og hefjast handa.

    Leikmaður ársins.
    1.
    2.
    3.

    Bestu kaupin
    1.
    2.
    3.

    Framfarir ársins
    1.
    2.
    3.

    Leikur ársins.
    1.
    2.
    3.

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1.
    2.
    3.

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1.
    2.
    3.

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1.
    2.
    3.

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1.
    2.
    3.

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

    Álit þitt á FSG í dag?

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

  2. Flottar pælingar og gaman af, er sammála flestu nema Sakho. Sem gamall varnarmaður verð ég að segja að þann kappa vil ég ekki sjá nálægt byrjunarliði. Enginn tilviljun að við fengum á okkur fleiri mörk með hann innan vallar en utan á þessu seasoni.

    Eins og eflaust flestum öðrum dreymir mig svo um eina óvænta bombu í leikmannaglugganum, einhvern virkilega flottan leikmann.

  3. Leikmaður ársins.
    1. Luis Suarez
    2. Steven Gerrard
    3. Martin Skrtel

    Bestu kaupin
    1. Simon Mignolet
    2. M. Sakho
    3. Luis Alberto

    Framfarir ársins
    1. Raheem Sterling
    2. Steven Gerrard
    3. Jordan Henderson

    Leikur ársins.
    1. Arsenal (h)
    2. Everton (h)
    3. Tottenham (a)

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Texeira
    2. Ibe
    3. Coady

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Cissokho
    2. Aspas
    3. Moses

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Leikurinn á móti Chelsea heima
    2. Að fá ekki Costa
    3. Að fá ekki Willian

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Öll Podcöstin
    2. Öll Podcöstin
    3. Öll Podcöstin

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

    9 af 10

    Álit þitt á FSG í dag?

    Gæti ekki verið ánægðari með þá!

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

    Mignolet

    Johnson Skrtel Sakho Shaw
    Gerrard
    Lallana Henderson
    Sterling
    Suarez Sturridge

  4. Mín persónulega skoðun

    Leikmaður ársins.
    1. Suarez
    2. Sturridge/S.G.
    3.Hendo

    Bestu kaupin
    1. Migs
    2. Sakho
    3. Touré

    Framfarir ársins
    1. Hendo
    2. Sterling
    3. Flano

    Leikur ársins.
    1. 5-1 v. Arsenal
    2. 4-0 v. Everton
    3. 0-5 v. Tottenham

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Ibe
    2. Rossiter/Suso
    3. Brannagan/Wilson

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Agger,- sárt að segja.
    2. Lucas
    3. Aspas/Alberto,- kæmi mér ekki á óvart að þeir færu báðir í sumar.

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Tapið á móti Tjelsí
    2. Katastrófísk vörn. Uppstokkun þar nauðsynleg.
    3. Að hafa ekki fengið Costa síðasta í sumarglugga.

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Frábærar umfjallanir
    2. Þrælskemmtilegir pistlar
    3. Málefnalegar umræður

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

    Ég veit ekki hvað ég á að segja um þennan mann. Bara, skál.

    [img]http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2013/12/20/article-2526907-1A37A63C00000578-232_634x350.jpg[/img]

    Álit þitt á FSG í dag?

    Þeir virðast nokkrun veginn vita hvað þeir eru að gera. Næsti leikmannagluggi krúsíal. Þeir verða að bakka Rodgers upp í glugganum.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

    -Með því gefnu að við fáum inn bakverði, miðvörð, miðjumann (1x eða 2x nýja) og kantara:

    Migs
    Moreno/Rodriguez/Johno -Sakho – Lovren – Ben Davies/Flano/Wisdom

    Emre Can/S.G.*/Javi Martinez
    Hendo – Lallana/Coutinho/Suso

    Sterling/Konoplyanka – Sturridge – Suarez

    *S.G. líklegastur til að byrja.

  5. Leikmaður ársins.
    1. Luis Suarez – Augljóst val.
    2. Sturridge – Næstbesti striker deildarinnar og næstbesti striker Liverpool
    3. Gerrard – Öðlaðist nýtt líf sem varnartengiliður. Átti flestar stoðsendingar í deildinni (14). Auk þess skoraði hann 13 mörk. 10 úr vítum, 1 eða 2 aukaspyrnumörk og 1 skallamark eftir horn ef ég man rétt.

    Bestu kaupin
    1. Mignolet – Var fínn. Eini nýliðinn sem kom að einhverjum notum. Ég neyðist til að skila auðu í hin 2 sætin.
    2.
    3.

    Framfarir ársins
    1. Raheem Sterling – Fór úr því að vera efnilegur í það að vera góður. Ég held að hann sé betri en Ronaldo var þegar hann var 19 ára.
    2. Henderson – Átti sennilega bara að vera squad player í upphafi tímabils en stimplaði sig inn sem algjör lykilmaður auk þess að stimpla sig fast inn í enska landsliðið fyrir HM. Það var augljóst hversu sárt hans var saknað í leikjunum á móti Chelsea og Crystal.
    3. Flanagan – Kannski ekki hæfileikaríkasti leikmaður sem maður hefur séð. En hann er gott dæmi um það hversu langt menn geta farið með réttu hugarfari og metnaði. Eitthvað sem Johnson gæti tekið til fyrirmyndar.

    Leikur ársins.
    1. City á Anfield 3-2 – Þar loksins byrjaði mðaur að trúa að biðin eftir titlinum væri á enda. En svo kom “slip-ræðan” og allt það, sem er óþarfi að rifja upp.
    2. United á Trafford 0-3 – The Great Moeysy’s downfall. Hefði getað orðið skemmtilg þrenna hjá Gerrard. Vidic með rautt og Patrice litli með afleita frammistöðu.
    3. Arsenal á Anfield 5-1 – Toppliðið þáverandi rótburstað á Anfield.

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Jordon Ibe – Sennilega ekkert síður efnilegur en Raheem. Væri gaman að fá að sjá hann strax á næsta tímabili. Beinskeyttur og kraftmikill.
    2. Jordan Rossiter – Hef lítið til hans séð, en miðað við það sem maður hefur lesið og séð á youtube gæti hæglega verið björt framtíð fyrir þennan.
    3. Teixeira – Var flottur þegar hann spilaði í deildinni, verður spennandi að sjá meira af honum í framtíðinni.

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Glen Johnson – Virkar oft á tíðum áhugalaus og óeinbeittur, sem er ólíðandi þegar það er svona mikið í húfi eins og var í vor. Að mínu mati veikleiki í liðinu.
    2. Aspas – Maður gerir þá kröfu á leikmann sem er keyptur fyrir fleiri miljónir punda sé nothæfur. Aspas er ekki nothæfur.
    3. Moses – Gat ekkert.

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Roy Hodgson – Spilaði hálfmeiddum leikmönnum Liverpool ítrekað í vináttulandsleikjum.
    2. Janúarglugginn – Misstum af öllum skotmörkum nema Dunkin Donuts.
    3. Brottrekstur David Moyes – Fékk ekki tíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Hefði átt að fá lengri tíma til að byggja upp og setja sitt handbragð á liðið.

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Podcast þættirnir
    2. Upphitanir
    3. Hugleiðingar Babú

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    Neikvætt: Slæm leikmannakaup. Slæmt gengi í bikar. Lélegur varnarleikur.
    Jákvætt: Frábær sóknarleikur. Framfarir leikmanna. Gengi liðsins í deildinni.
    Lokaeinkunn: 9
    Álit þitt á FSG í dag?
    Tel Brendan ekki hafa fengið þann fjárhagslega stuðning sem hann átti skilið, sem mögulega orskaði slæm kaup í sumar. Vona að hann fái pening núna svo að sú saga endurtaki sig ekki.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils:
    Markmaður: Mignolet
    Vörn: Flanagan, Varane, Sakho, Moreno
    Varnartengiliður: Gerrard
    Miðja: Lallana, Henderson
    Sóknartengiliður: Sterling
    Sókn: SAS
    Bekkur: Vorm, Agger, Enrique, Coutinho, Konoplyanka, Kovacic, Allen.

  6. Gleymdi af sjálfsögðu Sakho í bestu kaupunum. Set hann í annað sæti.

  7. Leikmaður ársins.
    1. Suarez
    2. Sterling
    3. Migs

    Bestu kaupin
    1. Migs
    2.Sakho
    3. Toure

    Framfarir ársins
    1. Sterling
    2. Flantastic
    3. Gerrard í nýrri stöðu 🙂

    Leikur ársins.
    1. Man City 3-2
    2. Arsenal 5-0
    3. Tottenham burstið

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Rossiter
    2. Txeira
    3. Ibe

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Glen Johnson
    2.Glen Johnson
    3.Glen Johnson

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Tap fyrir Móra í 36 umferð 🙁
    2. Vika á milli leikja 🙁
    3. Form Suarez undir enda tímabilsins, þá aðallega gamlir ósiðir sem hann tók upp aftur eftir að hafa spilað eins og engill og látið dýfur og pirring í friði allt tímabilið.

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Endalaus fróðleikur og geggjaðar upphitanir/leikskýrslur og kommentakerfið
    2.Endalaus fróðleikur og geggjaðar upphitanir/leikskýrslur og kommentakerfið
    3.Endalaus fróðleikur og geggjaðar upphitanir/leikskýrslur og kommentakerfið

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    9
    Dreg frá fyrir varnarleikinn, bikarkeppnina, annars var maðurinn fullkominn.

    Álit þitt á FSG í dag?

    Snarhækkar með hverjum deginum, sýndu það með Suarez málinu að þeir ætla ekki að láta valta yfir sig. Laun hækka með árangri og þeir ætla sér ekki að skuldsetja liðið með að bjóða mönnum sem reynt var að kaupa fáránleg laun í engri evrópukeppni (sbr hvað scum ætla gera í sumar og shitty gerði áður en þeir komust í evrópukeppnir). Vallarmál að komast í góðan farveg og hreinsun á eldri og ónauðsynlegum mönnum.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

    Draumalið fyrir næsta tímabil (léttir draumar sem gætu ræst!)
    Migs
    Flantastic – Sakho – JAVI MARTINEZ!!- SHAW/CLYNE(þá Flantastic vinstri og Clyne hægri)
    Gerrard – Hendó – ROSS BARKLEY
    Sterling – Suarez – Sturridge/(BONY)

    Keyptir 3 nýjir og dýrir sem myndu líklegast kosta í kringum 100m punda, deadwood eins og Lucas, Johnson og Reina seldir fyrir 20mp(bjartsýni)….. en þá myndi líklegast enn vanta 3-4 menn í hópinn svo að við værum samkeppnishæfari. Ætla skjóta á að við kaupum fyrir 130mp og seljum fyrir 40mp og fáum vonandi fleiri “UNPROVEN” leikmenn sem gætu sprungið út.

    Held samt að nauðsynlegast sé að losna við Johnson, Agger og Reina þar sem þetta eru menn sem eru ekki að skila sínu og líklegast á alltof háum launum miðað við vinnuframlag og meiðsli.

  8. Mestu vonbrygði hlitur að vera brottrekstur moyse, ég meima við brottreksturinn hrundi Liverpool, tapaði næsta leik, svo jafntefli og að lokum náðum við okkur aftur og sigruðum í síðasta leik.

    það var greingilega mikið áfall fyrir leikmenn Liverpool að moyse hafi verið rekinn, titillinn tapaðist í framhaldinum af brottrekstrinum.

  9. Leikmaður ársins.
    1. Suarez – aldrei spurning
    2. Gerrard – eitt af hans bestu tímabilum og mér finnst menn taka honum sem sjálfsögðum hlut í dag.
    3. Sterling – átti sitt langbesta tímabil. það var samt erfit að skilja Henderson, Skrtel og Sturridge fyrir aftan hann en hann breyttist úr efnilegum leikmanni í heimsklassa leikmann.

    Bestu kaupin
    1. Sakho – á eftir að reynast okkur vel
    2. Mignolet – segjir dálítið um valkostina. Var mikilvægur í vetur en við getum gert betur
    3. Get ekki látið annað nafn hérna – sorry

    Framfarir ársins
    1. Sterling
    2. Henderson
    3. Flannagan

    Leikur ársins.
    1. 4-0 Everton
    2. 4-1 Arsenal
    3. 0-5 Tottenham
    Að þurfa að skilja tvo sigra gegn Man utd, heimasigur gegn Man City og stórsigur heima gegn Tottenham eftir segjir mikið um þetta tímabil.

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Suso
    2. Ibe
    3. Willson

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Moses – átti von að hann myndi fá stór hlutverk
    2. Agger – alltaf meiddur ár eftir ár
    3. Glen – það er ástæða fyrir því að hann fær ekki nýjan samning í sumar

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Gerrard fallið og með því að tapa titlinum
    2. Leikmanakaupinn
    3. Tapið gegn Arsenal í bikarnum þar sem við vorum betri aðilinn í leiknum.

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. flottar greinar og gott spjall
    2. Að það séu farnar liverpool ferðir á ári hverju
    3. Að kop.is er orðið heimasíða liverpool stuðningsmanna á Íslandi

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    10 – það má alltaf benda á einhverjar skiptingar og lélega framistöðu en það gerist hjá öllum liðum. Hann er búinn að breytta þessu liði úr ágætu liði með flotta sögu í frábært lið með góða sögu.
    Skemmtilegur fótbolta, virðing við klúbbinn og frábær í viðtölum. Gat ekki beðið um meira frá honum.

    Álit þitt á FSG í dag?
    Þeir eru að standa sig vel en leikmannakaupinn þarf eitthvað að endurskoða endavoru þau ekki merkileg á síðasta tímabili.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
    Mér finnst eiginlega fáranlegt að vera að stilla upp liði með leikmönnum sem eru ekki komnir til Liverpool og sagan segjir manni að aðeins 5% að því sem stendur í blöðunum sé satt svo að ég ætla bara að stilla upp liðinu í dag eins og ég vill sjá það.

    Mignolet
    Glen Skrtel Sakho Enrique

    Gerrard

    Henderson Coutonho

    Sterling Sturridge

    Suarez

  10. Ætla að taka það fram að ef við kaupum Caulker þá er eitthvað mikið að, Hann var í lélegustu vörn leiktíðarinnar með Besta Markmann deildarinnar fyrir aftan sig, VILL EKKI SJÁ HANN!

    Leikmaður ársins.
    1. Luis Suarez
    2. Steven Gerrard
    3. Daniel Sturridge

    Bestu kaupin
    1. Sakho (Hefur verið ágætur og á bara eftir að taka framförum.)
    2. Kolo Toure (Segir allt sem segja þarf um Kaupin okkar fyrir þetta tímabil, en Kolo var flottur í upphafi leiktíðar.
    3. Mignolet (Kostaði okkur deildina með allt of mikið af mistökum og að hann skuli komast á topp 3 sýnir bara hversu slakir við vorum í Leikmannamálum.)

    Framfarir ársins
    1. Brendan Rodgers, Sýndi það og sannaði að hér væri topp stjóri á ferðinni.
    2. Sterling
    3. Joe Allen

    Leikur ársins.
    1. Liverpool vs Arsenal (5-1)
    2. Liverpool vs City (3-2)
    3. Tottenham vs Liverpool (Þegar við átum þá á White Hart Lane.)

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Jordon Ibe
    2. Fabio Borini
    3. Rossiter

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Simon Mignolet (Hann var bara í alltof mörg skipti lélegur.)
    2. Glen Johnson
    3. Lucas Leiva (Átti skelfilega innkomu þegar Henderson fór í bann.)

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Að Brendan Rodgers hafi ekki náð að klára Crystal Palace leikinn, í stöðunni 3-0 hefði hann átt að fara í það að tryggja hreint lak.
    2. Að Brendan Rodgers hafi ekki spilað upp á jafntefli gegn Chelsea og þar með flaug titillinn til Manchester.
    3. Vörnin, Kostaði okkur ansi mikið í endann.

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Frábærar Upphitanir fyrir leiki.
    2. Létt og skemmtileg Podcöst
    3. Stemningin sem að myndaðist þegar við vorum svo nálægt því..

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    8.5 Stóð sig vel, en klúðraði lokaprófinu.

    Álit þitt á FSG í dag?
    Lítið að segja, þeir eru að mjaka okkur á beinu brautina, en annars hefur voða lítið heyrst frá þeim.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils:

    David Marshall (Vonandi)
    Jon Flanagan-Martin Skrtel-Sakho-Moreno
    Lallana-Gerrard-Hendo
    Sterling-Suarez-Sturridge

  11. Sæl og blessuð!

    Takk fyrir þessa frábæru síðu kæru kopverjar. Nú hækkar sól á lofti og heimsóknum hingað fækkar. En svona lítur Lúðvíksúrskurðurinn út:

    Leikmaður ársins.
    1. Nafni
    2. Henderson
    3. Sturridge

    Bestu kaupin
    1. Kleinuhringir
    2. Samningur við Warrior (snilldar næntís búningar)
    3. Kolo Toure

    Framfarir ársins
    1. Sterling
    2. Henderson
    3. SG

    Leikur ársins.
    1. Arsenalfimman
    2. Evertonfjarkinn
    3. Tottenhamfimman

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Borini
    2. Ibe
    3. Drési Spaki

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Salan á Sélví
    2. Kaupin á Aspas
    3. Klúðrið á Kónópljánka

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Stefánsslippur
    2. Njósnarateymið
    3. Samninganefndin

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Potið
    2. Leikskýrslur – gera bjarta og svarta daga bjartari
    3. Við, litla fólkið sem skrifum komment

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    9,0

    Álit þitt á FSG í dag?
    gott
    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils

    Mark : Mignolet eftir góða sálfræðimeðferð og fimm manna markmanns og markþjálfunarteymi
    Mórenó- Skrtel – Sakho – Flanagan
    Konó – SG- Hendó – Sterling
    Nafni – Sturridge

    Takk fyrir mig og svo sjáum við hvernig þetta spilast næsta vetur. Verð að játa að innra með mér óttast ég að þetta hafi verið glufan sem við fengum en því miður fór sem fór. Vona að við höldum CL sætinu næstu árin og þeim takist að byggja upp þéttan og góðan hóp þar sem maður gleðst þegar varaskeifur birtast á grænu flötinni en felur ekki höfuðið ofan í snakkskálinni.

  12. nenni ekki að skrifa þetta allt saman en er heilt yfir sammala flestu fra siðuholdurum 🙂

    Suarez maður timabilsins og i 2 sæti eru enderson, Sterling, Sturridge, Gerrard og Skrtel allir saman asamt jafnvel Mignole

    Sterling með mestar framfarir ásamt Henderson og Flanagan

    mestu vonbrigði eru ENRIQUE minn uppáhalds maður og þa aðallega fyrir að fa ekki einu sinni að vita hvað amar að kallinum , meiddur, þunglyndur eda hvað ???

    kop.is er bara snilld og verður alltaf betri og betri, eg er hrikalega ánægður með podcostin og myndi vilja hafa eitt i hverri viku bara fast ef eg réði einhverju. annars eru pistlarnir og upphitanir ásamt skyrslum og þessu ollu saman alltaf alger snilld og verður betra og betra með hverju árinu 🙂

    kop.is ferðirnar frábært framtak og vonandi að maður nai að fara með i slika ferð við tækifæri 🙂

    Rodgers æðislegur allt timabilið, elska hvað hann er yfirvegaður, einbeittur og virðist nkl vita hvað hann er að gera ..

    FSG ja sæll eg var ekki þeirra stuðningsmaður en þeir eru heldur betur að vinna a nuna síðasta arið. þeir verða samt að skila betri gluggum i hús i samvinnu með Rodgers og ian ayre nuna a næstunni .. þeir fa RISA kredit fyrir Suarez málið i fyrra og virðast a rettri leið með vallarmalið, þeir þurfa samt að halda Suarez aftur i sumar kg helst myndi eg vilja fa bara nuna sem fyest fra þeim bara STAÐFESTINGU a að Suarez fer ekkert i sumar og öllum tilboðum i hann verði umsvifalaust hafnað sama hver upphæðin er ..

    annars er maður þannig lagað ennþa að jafna sig að hafa misst af bikarnum en samt er maður stoltur Liverpool stuðningsmaður og getur auðvitað ekkert annað en verið anægður með tímabilið sem var að ljúka..

    eg vona að við fáum 3-4 menn sem styrkja byrjunarliðið ásamt þvi að fa Borini, Wisdom, Suzo og kannski Ibe uppa breiddina næsta vetur.

    væri ekkert leiðinlegt að fa Moreno, goðan miðvörð asamt Lallana og Konoplyanka ..

    gætum losað þa a móti kannski Agger, Lucas hugsanlega, Aspas, alberto og Þvi miður Enrique ..

    sumarið verður allavega gríðarlega spennandi og ekkert minna spennandi en veturinn sem var að enda ..

    ps fint að fa HM svona til að stytta okkur stundir með sumarglugganum svo ..

  13. Leikmaður ársins.
    1. Luis Suarez
    2. Jordan Henderson
    3. Sterling

    Bestu kaupin
    1. Sakho ( Fékk kannski ekki að sýna sitt rétta andlit sökum meiðsla en þetta er alvöru leikmaður )
    2. Simon Mignolet ( Fínt tímabil, byrjaði mjög sterkt en dróg aðeins af honum þegar leið á tímabilið, vann fullt af stigum fyrir okkur í vetur með flottum vörslum.
    3. Luis Alberto? ( Segir allt sem segja þarf kannski um þessi kaup okkar í sumar )

    Framfarir ársins
    1. Sterling
    2. Henderson
    3. Flanagan

    Leikur ársins.
    1. Liverpool – Arsenal 5-1!
    2. Liverpool – Everton 4-0
    3. Liverpool – City 3-2

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Jordan Ibe ( Mikið látið með þennan gutta, býr yfir miklum hraða, tæknilegri getu og með góðan fót. Ef hausinn á honum er í lagi þá hefur hann alla burði til þess að ná mjög langt, world class pot.
    2. Jordan Rossister
    3. Suso ( Hæfileikaríkur leikmaður sem ég held að muni blómstra í spænsku deildinni, hræddur um að honum skorti hraða til að ná langt í PL )

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Moses
    2. Aspas
    3. Klúðrið á Konoplaynka

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Chelsea leikurinn
    2. Crystal Palace klúðrið, það var viðbjóður.
    3. Brottrekstur David Moyes

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Podcast
    2. Podcast
    3. PODCAST

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil? 9,5

    Álit þitt á FSG í dag? Var ekki sure fyrst en álit mitt á þeim hækkar með hverjum deginum. Hvernig þeir höndluðu Suarez málið fannst mér frábært og framkvæmdir á Anfield að fara í gang, ekkert nema snilld. Vonandi fær Rodgers svo aðeins að leika sér í sumar og fá inn þá leikmenn sem honum vantar.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
    Markmaður: Mignolet
    Vörn: Johnson, Martinez, Sakho, Moreno
    Varnartengiliður: Gerrard
    Miðja: Lallana, Henderson
    Sóknartengiliður: Sterling
    Sókn: Suarez, Sturridge
    Menn fyrir utan ;Vorm, Skrtel, Enrique, Coutinho, Alexis Sanchez, Emre Can, Allen, Borini, Suso, Ibe, Ilori, Flanno, Agger

  14. Það er alveg fáránlegt að halda því fram að við Liverpool menn ættum að vera svektir eftir þetta tímabil eins og blaðamenn og stuðnungsmenn rauðu skrattana vilja meina.
    Ef okkur hefði verið sagt þegar að 14 umferðir væru eftir að við gætum orðið meistarar með því að vinna 13 leiki og mættum gera eitt jafntefli hafðu allir hleigið!!!! En samt sem áður vorum við mjög nálagt því!!! og inní þessu vorum við að mæta öllum toppliðunum.
    Og með nánast sama liðið núna og í fyrra sem var í 7 sæti eins og allir muna.
    Sjálfur fór ég út til að sjá síðasta leikinn og fagna meistaradeildarsæti annað hefði verið bónus, eða bara kraftaverk.
    En maður lifandi hvað ég hlakka til næsta tímabils og sjá hvað við kaupum í sumar.
    We are bek 😉

  15. Leikmaður ársins.
    1. Einfalt mál. Luis Suarez lang bestur!
    2. Daniel Sturridge var næst besti leikmaður okkar á leiktíðinni að mínu mati. 21(22) mark og slatti af stoðsendingum líka. Lék frábærlega og skoraði fullt af mikilvægum mörkum fyrir liðið.
    3. Erfitt val. Jordan Henderson hefur líklega vinningin því hann var frábær alla leiktíðina, Gerrard og Sterling komu líka sterklega til greina, þeir voru nær óaðfinnanlegir seinni part leiktíðarinnar.

    Bestu kaupin
    1. Simon Mignolet. Stóð sig vel á sinni fyrstu leiktíð hjá Liverpool fannst mér. Gerði vissulega einhver mistök líkt og flest allir í varnarleik liðsins en hann varði oft á tíðum frábærlega og bjargaði alveg örugglega slatta af stigum með þeim vörslum.
    2. Mamadou Sakho. Hann hefur staðið sig þokkalega en vantar smá upp á hjá honum finnst mér. Er á flottum aldrei með fullt af góðum eiginleikum og á örugglega eftir að verða enn sterkari á næstu leiktíð fyrir okkur.
    3. Kolo Toure. Byrjaði leiktíðina mjög vel, átti óheppileg mistök á leiktíðinni en ég held hann hafi reynst liðinu mikilvægur í þessari baráttu, sérstaklega inn í búningsklefanum. Cissokho stóð sig allt í lagi sem varabakvörður og Ilori gæti, ef hann nær að vinna sér inn sæti í liðinu, tekið þetta sæti þegar ég uppfæri þessa færslu eftir einhver ár 🙂

    Framfarir ársins
    1. Raheem Sterling. Frá því um áramótin hefur hann verið frábær. Fór úr í að vera efnilegur kantmaður í að vera frábær kantmaður og mögnuð “tía”. Er farinn að laga end productið í leik sínum töluvert og ég veðja ekki gegn því að hann verði enn betri á næstu leiktíð. Held ég hafi séð eitthvað um að hann hafi skorað meira á þessari leiktíð en það mesta sem Robben, Silva og einhverjir fleiri magnaðir leikmenn hafa gert í Úrvalsdeildinni á einni leiktíð. Er að skila meiri mörkum af sér en Ronaldo gerði á hans aldri og margt fleira gífurlega jákvætt sem sýnir framfarir hans. 19 ára lykilmaður í næstum því Englandsmeisturum og mögulega í liði Englendinga á HM, magnaðar framfarir.
    2. Það eru margir sem hafa bætt sig mikið. Flanagan, Skrtel, Allen og Coutinho til að mynda en ég ætla að setja Suarez í þetta sæti. Tímabilið fyrir það sem var að líða var hann frábær, í ár tók hann þetta skrefinu ofar og var algjörlega fucking frábær! Ég set hann í þetta sæti.
    3. ordan Henderson. Byrjaði framfarir sínar mikið á síðustu leiktíð og fór að vera mikilvægur í fyrra. Hefur stigið vel upp í vetur og bætt sinn leik til muna en verð að troða Sterling og Suarez fyrir ofan hann.

    Leikur ársins.
    1. 5-1 sigurinn gegn Arsenal. Við vorum algjörlega frábærir. Þetta var frábær sigur og Arsenal eru líklega enn að ná áttum eftir þennan leik.
    2. 4-0 sigurinn gegn Everton var svipaður og gegn Arsenal og fylgir þar fast á eftir. Óheppnir að sigurinn varð ekki enn stærri.
    3. 5-0 gegn Tottenham. Sama og með hina leikina. Að hugsa sér þessar tölur!! Bætum svo inn 4-0 samanlagt gegn Man Utd, 4-0 sigri á Tottenham, 3-2 gegn City. Þetta er ekkert smá impressive!

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Ibe. Mér líst gífurlega vel á hann. Ég held að hann geti fylgt leið Sterling svolítið en þó margt sé líkt með þeim þá er enn meira ólíkt finnst mér. Ef að Ibe nær að vinna í end productinu hjá sér þá held ég að hann gæti orðið flottur sem svona Bale/Ronaldo týpa hjá okkur. Leikmaður sem býður upp á styrk, hraða, kraft, tækni og góðan skotfót. Kæmi mér ekki á óvart þó hann muni gefa Rodgers jákvæðan hausverk í sumar.
    2. Finnst agalega erfitt að ætla að negla í tvö sæti hérna. Set Harry Wilson í annað sætið. Hefur litist hrikalega vel á hann þau skipti sem ég hef horft á hann í vetur. Góð boltatækni, fínn í kringum markið og margt flott í hans leik finnst mér. Búinn að leika með A-landsliði Wales og er bara ný orðinn 17 ára. Flottur strákur.
    3. Strákar eins og Chirivella, Canos, Rossiter, Teixeira, Ojo, Dunn, Randall, Sinclair og Brannagan fá að deila þessu sæti sín á milli. Allt mjög spennandi og áhugaverðir leikmenn.

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Moses. Fékk frábært tækifæri á að rétta úr ferli sínum hjá frábæru félagi í flottu liði og undir flottum stjóra en því miður greip hann það ekki. Var spenntur fyrir honum í upphafi en hann náði ekki að vinna stuðningsmenn á sitt band og olli miklum vonbrigðum.
    2. Iago Aspas. Held að hann hafi átt að vera okkar Michu. Var með frábært record á Spáni, kostaði lítið og er með fullt af bolta í skrokknum á sér en náði ekki að sýna það hjá okkur. Tækifærin af skornum skammti en hann greip ekki þau sem hann fékk.
    3. Alberto. Leit vel út hjá Barca B, hæfileikaríkur strákur en virðist sem hann hafi ekki aðlagst vel og virðist eitthvað ströggla utanvallar þessa dagana. Kom í raun í liðið fyrir hungraðan, jafnvel of hungraðan, Jonjo Shelvey. Ekki góð skipti það eins og staðan er í dag.

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Töpin gegn City og Chelsea um veturinn. Óheppileg töp þar sem dómaramistök réðu á tíðum miklu, einstaklingsklúður og góð tækifæri fóru forgörðum. Þegar upp er staðið þá gátu þessir leikir hafa ráðið miklu í lokastöðunni í deildinni.
    2. Hvað leikmenn eins og Aspas, Moses og Alberto náðu ekki að grípa tækifæri sín í vetur.
    3. Hve oft liðið fékk á sig óþarfa mörk!

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Ég fékk að taka þátt í podcasti rétt fyrir upphaf tímabilsins sem var hörku stuð. Það stendur klárlega upp úr.
    2. Vel unnar upphitanir og pistlar sem gaman er að lesa.
    3. Góðar og málefnalegar umræður sem skapast hér á síðunni.

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    Rodgers fær klárlega góða 9-9.5 fyrir leiktíðina. Var hársbreidd frá hinum stóra, fór með liðið lengra en menn þorði að dreyma um fyrir leiktíðina. Hann sýndi oft á tíðum frábæra taktíska hugsun og breytti mörgu sem reyndist liðinu svo vel og náði meira úr leikmönnum liðsins en nokkurn tíman hafði sést áður. Hann vann mjög gott vel með þunnan en vel skipaðan hóp. Vexur með hverri vikunni sem líður í þessu starfi og á skilið frábært lof fyrir það starf sem hann hefur unnið.

    Álit þitt á FSG í dag?
    Þeir hafa staðið við sitt. Félagið er orðið mjög vel rekið og er að safna að sér hellings pening í gegnum auknar tekjur og með góðum frammistöðum í deildinni. Þeir sögðust ætla að vera sniðugir, koma liðinu aftur á toppinn með því að vera sniðugari og vera skrefi á undan öðrum og viti menn, það er að takast! Valið virðist hafa staðið á milli Roberto Martinez og Brendan Rodgers þegar sá síðarnefndi var ráðinn, báðir hafa náð frábærum árangri með sín lið án þess að hafa þetta financial power sem margir keppinautana hafa og hafa náð langt á taktískri hugsun, sterkri liðsheild og með því að hámarka afköst leikmanna sinna. Það að þessir tveir voru efstir á óskalista þeirra gefur flotta sín á hve góðan skilning eða góða ráðgjafa þeir hafa haft. Nú styttist í stækkun á Anfield, liðið er komið í Meistaradeild, var í titilbaráttu, er vel rekið, ungt og öflugt lið, frábær og ungur stjóri, stórar tekjulindir í alls kyns formi. FSG eru að standa sig frábærlega að mínu mati.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
    Persónulega myndi ég vilja sjá það svipað og það endaði. Það gekk vel og ég vil ímynda mér að þeir leikmenn sem koma í hópinn, þó frábærir séu, þurfi að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. Kæmi mér ekki á óvart þó liðið verði að miklu leiti það sama og gegn Newcastle um daginn nema kannski nýjir varnarmenn komi inn í liðið, þá sérstaklega bakverðir. Byrjunarliðið líklega svipað en bekkurinn vonandi gjörólíkur því sem við sáum á síðustu leiktíð.

  16. Leikmaður ársins.
    1. Suarez: Þarf ekkert að rökstyðja það neitt frekar
    2. Gerrard: 11 mörk og 13 stoðsendingar, gjörsamlega frábær í vetur þegar margri töldu hann vera orðin of gamlan
    3. Sturridge: Henderson gæti klárlega verið hérna, en 21 mark og næst markahæstur í deildinni er varla hægt að líta framhjá Sturridge.

    Bestu kaupin
    1. Mignolet: Eini sem kemur til greina. Var frábær í fyrstu leikjunum og tryggði okkur stig í fyrstu 3 leikjum með að halda hreinu. Dalaði smá á köflum en leikur hans í 3-3 jafnteflinu við Everton sýndi okkur að hann er frábær markmaður.
    2. Sakho: Bind miklar vonir við þennan gaur og vonandi að hann muni reynast flottur í framtíðina.
    3. Engin: Það eru engin önnur félagskipti sem heppnuðust hjá Liverpool

    Framfarir ársins
    1. Sterling: Þvílíkar framfarir hjá einum strák. Gjörsamlega frábær á þessu tímabili og sýndi öllum hvað hann getur í fótbolta.
    2. Henderson: Eins og með Sterling þá er bæting hans á tímabilinu rosaleg. Sást best í þeim 4 leikjum sem hann var ekki með gekk Liverpool ekkert sérstaklega vel 2töp 1 jafntefli og 1 sigur (gegn Norwich). Einn sá allra mikilvægasti í liðið Liverpool.
    3. Steven Gerrard: Kannski spes að setja inn 33 ára gamalan leikmann, en framfarir hans á þessu tímabili í nýrri stöðu eru rosalegar. Hann var kóngurinn í liðinu og mataði félaga sína mjög vel. Flott tímabil hjá leiðtoga liðsins.

    Leikur ársins.
    1. 5-1 sigur á Arsenal. Leikur sem hafði allt saman. Æðislegt að horfa á hann og mun ég horfa á hann aftur og aftur, allavega þessar 20 mín.
    2. 4-0 sigur á Everton er í öðru sæti hjá mér. Frábær leikur og frábær sigur hjá liðinu sem og stjóranum.
    3. 3-2 sigur Liverpool á City. Það gaf von og liðið átti að klára dæmið, en það fór ekki svo. Frábær sigur hjá Liverpool og fyrri hálf leikurinn einn okkar besti á leiktíðinni.

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Ibe: Hann virðist vera okkar mesta efni.
    2. Wisdom: Vonandi kemur hann bara til baka og mun henda Johnson út úr bakvarðastöðunni til að byrja með og festa sig svo í miðverði eftir nokkur ár.
    3. Brad Smith: Leikmaður sem spilar sinn fyrsta leik gegn Chelsea hlýtur að vera efnilegur 🙂

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Moses: Jesús pétur hvað hann gat ekki neitt.
    2. Aspas: Sama og með Moses nema helmingi verri. Hefðu frekar geta kveikt í peningum en að eyða þeim í þennan gaur.
    3. Johnson: Þvílíkt hörmunga tímabil hjá einum mína uppáhaldsleikmanni. Gerði ekki neitt og var mjög slakur í vetur.

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Aulaleg jafntefli gegn Aston Villa og WBA eftir barnaleg mistök og lélegan leik
    2. Leikmannagluggar, bæði sumar og Janúar.
    3. Að detta út strax í deildarbikar gegn Man Utd. Það sveið smá, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti leikur Suarez eftir bann.

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    Ég gef honum 8,5. Lækkar því hann náði ekki að klára þetta með titli. Já ég er kannski frekar vanþakklátur 🙂

    Álit þitt á FSG í dag?
    Frábært. ÞEir virðast vera gera alla réttu hlutina. Eru að auka verðmæti klúbbsins, ná inn flottum styrktarsamningum og eru í raun að gera þetta að meiri markaðsvöru, eitthvað sem einkennir Bandaríkjamenn. Ef þeir eiga góðan glugga í sumar munu þeir í raun vera búnir að gera allt sem okkur dreymir um með þá.

    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
    Erfitt að segja til um það, enda bara Maí. Liverpool mun kaupa allavega 4 leikmenn svo ég skýt út í loftið.

    Mignolet
    Johnson-Caulker-Sakho-Monero
    Gerrard
    Henderson-Lallana
    Konoplyanka-Sterling
    Suarez

  17. Endilega verið með líka, hægt að gera copy/paste af þessu og hefjast handa.

    Leikmaður ársins.
    1. Suarez.
    2. Henderson.
    3. Sturridge.

    Bestu kaupin
    1. Mignolet
    2. Sakho
    3. Kolo

    Framfarir ársins
    1. Sterling
    2. Henderson
    3. Gerrard

    Leikur ársins.
    1. Arsenal 5- 1
    2. Everton 4-0
    3. Man utd 0-3

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)
    1. Ibe
    2. Suso
    3. Texeira

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Aspas
    2. Moses
    3. Lucas

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Vetrargluggi 2014
    2. Sumargluggi 2013
    3. Vörnin hjá liðinnu

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Fyrst og fremst hversu vönduð og góð síða þetta er.
    2. hvert og eitt podcast.
    3. Babu og hans upphitanir.

    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?
    Ég gef honum 8,8. Hefði fengið fullt hús stiga ef vörnin hefði verið betri, sum að þessum mistökum voru einstaklingsmistök en að stiga upp úr vörn er hægt að kenna og læra.
    Álit þitt á FSG í dag?
    So far svo good, vona samt eftir mjög sterkum glugga í sumar ef ekki þá hef ég áhyggjur af FSG.
    Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils.
    Ég vill fáa en mjög góða leikmenn. Held að þetta endi í svona 3-4 leikmönnum sem fara og held að þetta sé 5-6 leikmenn inn.

    Markmenn : Vorm.
    Hægri bakverðir : Flanagan.
    Vinstri bakverðir : Monreo .
    Miðverðir : Lovren og Sakho.
    Miðjumenn : Gerrard, Henderson, Lallana.
    Sóknarmenn : Griezman, Sturrigde, Suarez.

  18. Ta er tað ljóst, Arsenal vann pool 2 leiki af 3 i vetur, slógu ta ut ur bikarnum sem teir unnu a endanum. Tannig ad Arsenal færist um um 2 sæti og eru tvi næst besta lið Englands, pool fer niður i 3 og chelsea i 4.

  19. Takk fyrir goða siðu…þetta var svo close…besta timabil sem eg man eftir….morkunum ringdi inn. Næsta sison verður eitthvað…..

  20. Nr. 18

    Já Wigan var einmitt í topp fjórum m.v. þessu rök í fyrra.

    Liverpool er komið í Meistaradeild Evrópu núna, öfugt við Arsenal sem þó á góðan séns á að ná þar inn.

  21. Nei, Wigan var ekki i topp 4, en færðust upp um 2 sæti i styrkleika 🙂

  22. Leikmaður ársins.
    1. Luis Suarez
    2. Daniel Sturridge
    3. Henderson/Gerrard

    Bestu kaupin
    1. Mignolet
    2. Sakho
    3. Toure

    Framfarir ársins
    1. Sterling
    2. Henderson
    3. Flanagan

    Leikur ársins. (Það er úr allt of mörgum að velja)
    1. Liverpool 5 – Arsenal 1
    2. Liverpool 3 – Manchester City 2
    3. Fulham 2 – Liverpool 3 (Ég held að þessi leikur hafi gefið leikmönnum trú á því að þeir gætu unnið titillinn, spiluðu ekkert sérstaklega vel en unnu samt með marki á loka sekundunum)

    Bjartasta vonin (Af mönnum með minna en 15 byrjunarliðs leiki, þ.e. utan augljósra byrjunarliðsmanna)

    Segi pass hérna þar sem að ég þekki ekki nógu vel til leikmanna vara- og unglingaliðins

    Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup)
    1. Moses
    2. Aspas
    3. Martin Kelly

    Mestu vonbrigðin (annað)
    1. Leikmannamarkaðurinn, bæði síðasta sumar og í janúar.
    2. Gengi í bikarkeppnunum
    3. Það að titillinn hafi ekki komið í hús (set þetta neðst þar sem að ég spáði Liverpool 6. sæti fyrir tímabilið og þar af leiðandi get ég ekki verið þunglindur með annað sætið).

    Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is?
    1. Podcast þættirnir
    2. Umfjöllun um Liverpool og fótbolta almennt á vitrænum nótum, ólíkt því sem tíðkast hjá bresku pressunni
    3. Þetta:
    [img]http://www.kop.is/sigursteinn-thumb.jpg[/img [img]http://news.bbcimg.co.uk/media/images/59961000/jpg/_59961637_roy_hodgson_switzerland_getty.jpg[/img]
    Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil?

    9

    Álit þitt á FSG í dag?

    Lýst vel á þá en vill fá almennilegan sumarglugga, ef að það tekst verð ég sáttur.

  23. Við einfaldlega áttum engin “Bestu kaup”, allur glugginn okkar var ræpa.

    Sakho getur aldrei flokkast undir sem frábær kaup, kostaði fjall af peningum og er eins og 30cm hærri útgáfa af Djimi Traore.

  24. Allt i lagi, eins gott að loka þessari frábæra leiktið með minu áliti.

    1. Leikmaður ársins er enginn annar enn Luis Suarez

    2. Bestu kaupinn jæja ef við notum útilokunaraðferðina þá er það Mignolet.

    3. Framfarir ársins eru Sterling og Hendo. Get ekki ákveðið hver er betri. Flanagan kopm á óvart líka.

    4. Leikur ársins var Arsenal leikurinn og Everton leikurinn.

    5. Bjartasta voninn: Jæja ég erfit svara þessari spurningu svo ég segji pass.

    6. Mestu vonbrigðin (Leikmaður/Leikmannakaup): Aspas er númer eittt, tvo og þrjú.

    7.Mestu vonbrigðin (annað): Sumarglugginn og ákvörðun FSG að hætta við að byggja nýjan völl.

    8.Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? Allt sem Kop.is stóð fyrir var frábært.

    9. Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir þetta tímabil? Hann átti stærstan þátt i velgegni liðsins á þessari leiktið. Hann fær 9 i einkunn. Fær minus fyrir að berjast ekki nógu mikið i að fá topp leikmenn i sumarglugganum. Leyfði FSG vaða yfir sig.

    10. Álit þitt á FSG í dag? Þeir þurfa standa sig i þessum sumarglugga. Ég finnst þeir eru að gera margt rétt eins og fá unga og efnilega menn i staðinn að kaupa rándýra menn.
    Enn það fine balance i að vera hagsýn og vera nískur.
    FSG átti ömurlegt ár i leikmannakaupum. Flestir leikmenn sem voru keyptir eða lánaðir til Liverpool fyrir utan Mignolet voru vonbrigði.
    Stærstu kaup ársins var Sakto á 18 milljón punda sem sýndi ekki nógu mikið til að réttlæta þetta verð. Ég hafði keypt frekar Curtis Davis á 3 milljón og notað afganginn i eitthvað annað t.d. Lois Remy.
    Auk þess þá segji ég og stend við það. Hafði FSG eingöngu haldið i Downing og Shelvey bara til halda betri breidd i hópnum. Þá hafði Liverpool orðið enskir meistarar punktur.

Kop.is Podcast #61

Opinn þráður – Gúrkutíð