Kop.is Podcast #61

Hér er þáttur númer sextíu og eitt af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 61. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við sigurinn á Newcastle, gerðum upp nýlokið tímabil og spáðum í spilin fyrir sumargluggann.

18 Comments

  1. 31:14

    Babu: það sem ég held með Arsenal….

    Heldurðu með Arsenal Babu? Really? 😉

  2. Væri svakalegur styrkur fyrir okkur að klára þessi Sumarkaup snemma, Við ættum klárlega að reyna að “pikka upp” þessa rjúkandi heitu bita eins og Lallana, Luke Shaw, Svo hef ég séð Éder Alvarez Balanta vera orðaður við nokkuð stór lið (meðal annars Barcelona) og það væri klárlega styrkur að krækja í svoleiðis mann, að fá þessa þrjá leikmenn ofan á Borini, Suso, Ibe, Wisdom, og hugsanlega Ilori sem og Alberto sem eiga vonandi allir eftir að koma sprækir inn á næsta tímabili, það væri náttúrulega bara frábært! Það vantar bara smá stöðuleika í vörnina og þá erum við komnir með lið eins og City þar sem að eru topp, topp leikmenn í öllum stöðum. (Hefði getað sett inn David Marshall, en ég tel Mignolet bara þurfa tíma til að aðlagast.)

  3. Játa smá skitu varðandi Sagna en ég hélt að hann væri 28 ára og raunar finnst mér ´83 árgangurinn vera max 28 ára.

    Breytir því svosem ekki að núna er vondur tími fyrir þá að missa hann á frjálsri sölu til liða sem eru í samkeppni við Arsenal. En ég skil svosem líka að Arsenal vilji ekki taka síðasta stóra samninginn hans.

    Við gætum lent í svipuðum málum með Johnson á næsta tímabili.

  4. Hvað með yngri leikmenn sem eru í akademíunni? Mér skilst að þar sé mikið um efnivið. Hefur eitthvað heyrst hvað þeir pollar eiga langt í land?

  5. Sælir félagar

    Frábær þáttur og takk kærlega fyrir mig í vetur. Vonandi gerast stórir hlutir fyrir “heinstrakeppnina” svo við fáum aukaþátt fyrir hana.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Liverpool echo að orða okkur við Alberto moreno núna. Hvernig líst mönnum á?

  7. Takk fyrir gott podcast.

    Adam Lallana mjög spennandi kostur og ekki verra hann sé fyrirliði. Þá fáu leiki sem ég sá hann spila þá var hann frábær og leit út fyrir að geta fittað vel inn í lið Liverpool.

    p.s er haldinn sömu Man Utd hræðslu og Babu.

  8. Takk fyrir gott podkast, forréttindi að vera stuðningsmaður LFC á Islandi og hlusta reglulega á ykkur

    #8 Steinar, Moreno er grìðarlegt efni sem ég held að myndi smellpassa ì LFC. Tel að hann sé mun mun gáfulegri kostur heldur en Luke Shaw fyrir 30m pund.

    #9 Hafliðason, sammàla ad Lalana sè mjog spennandi kostur

  9. Flottur þáttur og vonandi gerist eitthvað sem fyrst, sé ekki fram á að geta verið podcast laus mjög lengi.
    Vonandi náum við að klára Lallana sem fyrst og eitthvað meira fyrir HM. Kemur líka líklega annar markmaður fyrir Brad Jones sem virðist vera að fara miðað við tístinn hans.
    Mignolet er klárlega okkar framtíðar maður að mínu mati í markinu. BR er búin að gera mjög góða hluti með aðra í hópnum og SM verður engin undantekning held ég en væri fínt fyrir hann að fá góða samkeppni samt sem áður. Svo þegar vörnin smellur vel saman að þá verður þetta bara enn betra.

    Annars vil ég bara þakka síðuhöldurum sem og samlesendum mínum fyrir frábæran vetur og hlakka mikið til næsta tímabils.

    YNWA

  10. Sælir félagar

    Ég held að það væri mjög skynsamlegt að selja Glen Johnson í sumar. Bæði fást fyrir hann einhverjar millur (3 til 5) og svo er hann einn launahæsti leikmaður liðsins (110 000 á viku) og stendur engan veginn undir þeim launum. Að mínu viti er nauðsynlegt að kaupa í báðar bakvarðarstöðurnar og einn alvöru miðvörð, einn varnartengilið (bakköpp fyrir SGG) einn hraðann vængmann og einn sóknarmann. Inn í þessum hugmyndum eru ekki þeir menn sem gætu komið til baka úr láni eða upp úr ungliðahreyfingunni.

    Hvað segja menn um þetta og geta einhverjir lánsmenn eða ungliðar leyst þessar stöður?

    Nei, ég bara spyr 😉

    Það er nú þannig.

    YNWA

    PS: Svona bara til að skemmta mönnum þá mun “tíst” vera hvorugkynsorð og þar af leiðandi talar maður um “tístið” hjá einhverjum en ekki “tístinn”. Vona að þetta gleðji þig Styrmir. Nei bara djók.

  11. Ég henti þessari mælfræðivillu bara inn mönnum til skemmtunar SigKarl.
    Er feginn að þetta hafði tilætlaðan árangur. 🙂

  12. Sælir félagar

    Góður Styrmir. Nú er leik lokið á Spáni og C. Ronaldo skoraði ekki. Er þá Suarez ekki öruggur með gullskóinn?

    Það er nú þannig.

    YNWA

  13. Mér skilst að Ronaldo hafi spilað færri leiki en Suarez og hirði því gullið.

  14. Sælir félagar,
    frábæru tímabili lokið, þar sem árangur liðsins fór langt fram úr væntingum. Ég var að vonast eftir 4. sætinu en fékk miklu meira. Ég mér hefði verið boðið í haust að liðið væri tryggt í riðlakeppni meistaradeildar og ætti tölfræðilegan möguleika á því að verða meistarar þá hefði ég, eftir smá hláturskast, tekið því alltaf. Hugmyndafræðin sem BR og leikmenn LIVERPOOL liðs hans bauð upp á í vetur var hreint úr sagt dásamlega meiriháttar frábærlega skemmtilegur fótbolti. Það verður rosalega spennandi að fylgjast með því hvar og hvernig liðið verður styrkt, því það ætti að gefa nokkuð góða mynd af því hvernig nálgast á bæði EPL og CL. Að mínu viti ERCL bara bónus og mér er í raun sama þótt við dettum úr í riðlakeppninni. Í mínum huga er aðal markmiðið að komast einu sæti hærra í EPL og byggja upp grunn sem skilar liðinu reglulega í CL. Lucas Leiva á ekki að selja því hann á að spila alltaf úti leiki í CL! Svo einfallt er það! Liverpool þarf hins vegar að kaupa Morgan Schneiderlin til þessu að vera með Henderson á miðjunni þegar SG hættir. Lallana má svo sem koma með en ég vil ekki sjá Luke Shaw. Liverpool þarf að kaupa byrjunaliðsmenn í báðar bakvarðarstöðurnar, Morgan Schneiderlin, Konopilyanka (eða hvernig þetta nafn er skrifað) eða þess konar leikmaður. Það þarf ekkert að kaupa svo mikið fleiri leikmenn til viðbótar því til staðar eru mjög góðir ungir leikmenn sem frá að spreita sig og sanna. Að lokum vil ég taka heils hugar undir með SSteina og segja að “ég þoli ekki þessa þreytu álagsumræðu” sem fylgir því að vera í CL. Barca, Dortmund, Bayern, Atletico og viti menn Man. City Hvað keyrðu þessu lið síðastliðið mót á mörgum mönnum?

Liverpool með tilboð í Lallana

Uppgjör 2013/2014