Liverpool 2 Newcastle 1

Í dag fór fram lokaumferð ensku Úrvalsdeildarinnar, tímabilið 2013/14. Okkar menn tóku á móti Newcastle United á Anfield í sannkölluðu hátíðarskapi og fóru með 2-1 sigur af hólmi.

Byrjunarliðið í þessum leik var svona:

lineup110514

Þessi leikur var frekar daufur og frá litlu að segja. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar brotið var á Suarez á hægri kanti. Hann stóð upp, tók aukaspyrnuna strax og setti yfir Tim Krul og í fjærhornið. Phil Dowd dæmdi markið þó ekki gilt þar sem hann vildi fá að flauta fyrst. Ég skil þá reglu aldrei, ef Suarez hefði t.d. tekið stutta aukaspyrnu á samherja hefði hann aldrei stöðvað það en af því að hann skoraði þá varð að flauta? Meikar ekkert sens.

Nema hvað, Newcastle-menn fóru fram og skoruðu strax í næstu sókn. Gouffran komst allt of auðveldlega upp á bak við Johnson og Gerrard (sem reyndi að elta hann en var of hægur) og gaf fyrir … og hver annar en Skrtel setti sitt fjórða sjálfsmark í vetur. Sem er met í þessari deild.

Eftir þetta benti nákvæmlega ekkert til þess að Liverpool myndu jafna. Newcastle drógu sig alla leið aftur og virtust ætla að halda þessu auðveldlega þar til Liverpool fékk aukaspyrnu frá hægri á 63. mínútu. Gerrard tók hana, sendi á fjær og þar skoraði Agger jöfnunarmarkið. Mínútu síðar fékk Coutinho aðra aukaspyrnu á sama stað, Gerrard tók hana og sendi á sama punktinn við fjærstöngina og í þetta skiptið ýtti Sturridge honum yfir línuna. 2-1 og Shola Ameobi var rekinn út af með tvö gul fyrir kjaftbrúk í kjölfarið á þessu marki. Þá var Paul Dummett rekinn út af með beint rautt undir lokin fyrir glórulausa tæklingu á Suarez og Newcastle enduðu því með níu menn inná.

Fátt annað gerðist í þessum leik. Sigur í daufum leik, sigur sem tryggði okkur annað sætið í Úrvalsdeildinni en þar sem Manchester City unnu auðveldan sigur á West Ham tóku þeir titilinn og við verðum að láta okkur dreyma aðeins lengur.

Við óskum Manchester City-mönnum til hamingju með titilinn. Þeir unnu tvennuna í ár og eru vel að því komnir að vera enskir meistarar vorið 2014. Þeir fyrirgefa okkur vonandi þótt við hirðum þá nafnbót af þeim eftir tólf mánuði…


Og þar með lauk þessu magnaða tímabili. Þegar við birtum spá okkar fyrir tímabilið í haust var þetta niðurstaða okkar um væntingar til liðsins:

„Í fyrsta sinn í spám okkar höfum við ekki trú á því að okkar lið nái Meistaradeildarsæti, aðeins einn okkar hefur trú á því og það dugar víst ekki. Enda hafa svo sem okkar spár ekki dugað til árangurs hingað til. Við förum upp fyrir Everton og vinnum Tottenham í harðri baráttu um 5. sætið ef okkar spá nær fram að ganga, en við viljum líka sjá cup-run svo að við fáum nú eitthvað af fótboltaleikjum til að horfa á eftir áramót. Ef við náum að styrkja okkur verulega í janúarglugganum gæti þetta þó breyst því við höfum á því trú að þessi góða byrjun okkar í vetur verði eitthvað áfram. En ekki Champions League á næsta ári, því miður.“

Þetta var í fyrsta sinn í sögu Kop.is sem við spáðum liðinu utan Meistaradeildarsæta. Þetta þótti einfaldlega raunhæf spá í byrjun september og sá eini okkar sem spáði Meistaradeildarsæti, SSteinn, varð frekar fyrir stríðni vegna óhóflegrar bjartsýni en við hinir fyrir svartsýni.

En svo bara gerðist eitthvað. Brendan Rodgers gerðist. Raheem Sterling gerðist. Jon Flanagan gerðist. Luis Suarez og Daniel Sturridge rústuðu. White Hart Lane átti sér stað, svo Britannia, svo Anfield mörgum sinnum, svo Old Trafford, svo Anfield aðeins meira. Þetta var svo geggjað að lókal strákurinn Flanagan, sem heimamenn hafa kallað Scouse Cafu, í gríni, spilaði svo vel að sjálfur Cafu kom til landsins um helgina til að hitta hann. Það gerðist í alvöru líka.

https://www.youtube.com/watch?v=JQURjfal05c

Þetta var ótrúlegt. Veislan hófst í haust þar sem liðið var á toppnum eftir þrjár umferðir og í fyrsta landsleikjahléi. Og svo aftur um jólin. Liðið var aðeins einu sinni í 5. sæti en annars alltaf, í allan vetur, í topp fjórum. Þá var liðið í alls tæpa tvo mánuði af tímabilinu á toppnum.

Í stuttu máli, þá gaf þetta Liverpool-lið okkur ástæðu til að dreyma.

Það var frábært. Ég get ekki beðið eftir næstu leiktíð.

64 Comments

 1. Eitthvað segir mér að þetta hafi verið síðasti leikur Suarez í rauðu treyjunni. Hann er efstur á lista Real Madrid.. og það sem Real Madrid vill, það fær Real Madrid..

  2. sætið góður árangur, munaði svo litlu 🙁

 2. Einn lélegasti leikur tímabilsins. Samt sem áður góð 3 stig.

  Gríðarlega svekkjandi að ná ekki titlinum – vorum svo ótrúlega nálægt því.

  En tímabilið í heild frábært og framar öllum vonum.

  Spennandi tímar framundan!

  YNWA!

 3. Góður endir á skemmtilegu tímabili 🙂 Hvað segir það manni þegar þú ert svekktur með annað sætið í deildinni 🙂 Good times ahead ! ! !

 4. Sælir félagar

  Annað sætið staðreynd og það er frábært. Það er nokkuð ljóst að við verðum að bæta byrjunarliðið með amk. 6 – 7 mönnum fyrir aukið leikjaálag í meistaradeild. Eins er ljóst að það eru leikmenn í liðinu sem koma til með að verma bekkinn mikið á næstu leiktíð ef þeim á annað borð verður haldið á Anfield.

  Það er ástæða til að þakka liðinu fyrir skemmtun, vonir og væntingar vetrarins sem fengu byr undir báða vængi vegna gríðarlegs árangur liðsins eftir áramót. Það kom þó í ljós að þunnur hópur og þar með mikið álag á þá fáu leikmenn sem spiluðu fyrir liðið orsökuðu að þær vonir brustu, þeas. titilvonir. Hinsvegar er árangur leiktíðarinnar stórkostlegur og miklu betri en flestir þorðu að vona.

  Nú bíður maður bara eftir næstu leiktíð og komandi leikmannakaupum með mikilli eftirvæntingu og tilhlökkun. Ævintýrið er alls ekki á enda og allt sem segir nú séu bjartir tímar framundan. Og svona í framhjáhlaupi þá enduðum við 20 stigum fyrir ofan litla liðið í Manchester sem er snúningur uppá ein 40 stig frá í fyrra. Það kætir mann líka verulega.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Já já ekkert svaka skemtilegur leikur. Samt alveg stórkostlega geðveikt tímabil. Ég í það minnsta er (næstum) fullkomlega sáttur.

  Næsti þáttur er svo í boði bitra mannsins.
  Ein pæling samt sem hefur verið að angra mig undanfarið. Nýverið var verið að tala um maneinhvereftirCity fengi 50 milljón punda sekt fyrir að brjóta Financial Fairplay regluna. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á framtíðarbrot hjá svona klúbb. Væri ekki nær að draga stig af svona félögum? Stigin vaxa ekki á trjám í Arabíu.

  Að öðru leyti bara hamingja.

 6. Sæl öll.

  Þá er þessu frábæra tímabili lokið og okkar menn farið langt fram úr væntingum, 2.sætið staðreynd og við fyrir ofan öll lið nema City.

  Ég vona svo sannarlega að Suaréz verði með okkur áfram, en ef hann vill fara eða liðið ákveður að selja hann þá óska ég honum velfarnaður og minni á að engin er stærri en klúbbuirnn sjálfur. Hann hefur glatt okkur og grætt okkur í þennan tíma og ég bara vona virkilega að hann vilji halda áfram að vera hetjan okkar og halda áfram að slá met.

  Nú er sumarið fram undan og ég ætla að einbeita mér að sumri og sól og ekki hugsa um fótbolta ( glætan) en ég þakka síðuhöldurum og öllum sem hér kommenta fyrir frábæran vetur og ég veit það núna að ég geng aldrei ein.

  Heyrumst í byrjun ágúst kæru félagar og eigum yndislegt sumar.

  Þangað til næst
  YNWA

 7. Æðislegu tímabili lokið og ég þakka liðinu fyrir frábæra skemmtun. Við mætum ennþá sterkari í ágúst og tökum þátt í harðri titilbaráttu á næsta tímabili. Njótum HM í millitíðinni 🙂

 8. Vinsamlegast kippið Rögnvaldi rauða burtu. Já og helst öllum sem eru neikvæðir. Ég allavega nenni ekki að lesa svona bull núna og við ættum að leyfa okkur að gleðjast yfir tímabilinu án gagnrýni í smá stund. Ekki mæta beint eftir leik með fýlu yfir því sem kann að gerast eða hvort menn hafi verið slakir í dag eða hvað. Getum gert það seinna. Gleðjumst, því nú er sannarlega tilefni til þess. Eins og Kristján Atli kemur inn á þá bjóst ekki kjaftur við þessu þegar lagt var af stað í haust. Og ekki heldur eftir að janúarglugginn lokaði.

  Maður er bara hálf dofinn og þreyttur eitthvað en samt svo glaður og ánægður. Þetta fór ekki alla leið í draumaheiminum en maður lifandi, hvað þetta lið er búið að veita manni mikla gleði í vetur. Öll mörkin, upprúllanirnar, frábærar rússíbanaferðir trekk í trekk, og svo munaði svo litlu í lokin.

  Ég er ánægður með að hafa náð að klára þetta mót með sigri þótt hann hafi verið erfiður. Ég hef ekki áhuga á að gagnrýna leikmenn í dag, ég er fullur þakklætis gagnvart öllum þeim sem hafa spilað í vetur og ekki síst Brendan Rodgers og starfsliði hans. Besti vetur síðan ég man ekki hvenær. Takk, takk, takk, megi þessi stíll og þetta lið halda lengi áfram.

 9. Gerrard færði okkur þennan sigur, það er bara þannig.

  Samt sem áður er maður enn steinhissa yfir frammistöðu varnarmanna Liverpool í dag… Skrtel skoraði sjálfsmark, Flannagan var tekinn út af í hálfleik fyrir Cissokho sem var ekki sannfærandi og Johnson var gjörsamlega út á þekju.

  Segja má að þetta hafi farið gegn Chelsea þar sem okkar menn þurftu 7 stig úr 3 leikjum en Brendan ákvað að fara all-in gegn þeim. Slæm ákvörðun ef maður lítur til baka en hann lærir vonandi af mistökunum.

  Með sterkri vörn næsta vetur er titillinn okkar! Tel okkur engu að síður þurfa að fá Suso og Ibe til baka og kaup á 3-4 sterkum leikmönnum í meistaradeildarklassa setur þetta í nýtt samhengi.

 10. Þetta tímabil var frábær veisla. Kannski enginn eftirréttur, en veislan var frábær.
  FSG hefði kannski átt að kaupa fleiri starfsmenn í veisluna í janúar, en ég er annars helsáttur þrátt fyrir það.
  Menn mæta pottþétt glorhungraðir í partýið næsta haust.

  Takk fyrir mig.

 11. Fannst gaman að sjá Agger sem stóð sig vel. Suarez finnst mér búinn að vera eitthvað annars hugar í síðustu leikjum. Vonandi að hann verði samt í Liverpool þegar tímabílið hefst aftur.
  Nú er það bara HM í sumar og löng bið eftir að deildin hefjist aftur. Can’t wait.

 12. Er dofinn. Bæði í senn glaður með liðið mitt og að sama skapi vonsvikinn með annað sætið. Það er bara eðlilegt að vera vonsvikinn þegar maður sér glitta í gullið og það síðan hverfur sjónum.

  Þetta tímabil var stórkostlegt og gefur manni fyrirheit um það sem koma skal undir stjórn Brendan Rodgers og co.

  Ekki byrja á að ræða Suarez-sápuna í enn eitt skiptið, hann er ekki á förum enda er CL-sætið gulltryggt og framtíðin björt hjá þessu frábæra fótboltafélagi. Hann sér það sjálfur og við allir hinir sem viljum sjá það.

  Smá dash af biturleika svona í restina, ég reikna fastlega með því að þessi línuvörður sé að taka þátt í fagnaðarlátunum hjá city í dag:
  http://pikdit.com/i/sterling-offside-call/

  Nú þarf að styrkja og stækka hópinn okkar, við fundum klárlega fyrir því í restina að okkur vantaði fleiri hágæðaleikmenn í hópinn. Get ekki beðið eftir leikmannakaupum sem verða trúlega fljót að koma inn þetta sumarið.

  Y.N.W.A!

 13. Urrandi stoltur Liverpoolmaður í dag! Sem og alla daga reyndar…

  Frábært lið sem náði mjög góðum árangri í erfiðustu deild alheimsfótbolta. FFP reglurnar fara að hafa áhrif á komandi árum og stendur Liverpool þar sterkum fótum.

  Það er ekkert nema góðir tímar framundan og það verður virkilega gaman og spennandi að sjá hver umræðan verður í sumar um leikmenn og væntingar til liðsins á næsta tímibili. =)

  FOKKING MEISTAREDEILD! JÁ

  Við munum aftur fá evrópustemninguna beint í æð. Ég verð með holdris og nábít af spenningi í allt andskotans sumar í bið eftir að fá að sjá Lpool aftur í CL! Og við losnum við fjandans forkeppnina =) =P =D

  Vonsviknin hörfaði um leið og leiknum var lokið og ég sá stuðningsmenn syngja.

  Sajitt hvað það verður gaman næsta vetur! =)

 14. Frábært tímabil á enda og árangurinn magnaður.. Bjartir tímar framundan…….
  Einsog maðurinn sagði……BARA HAMINGJA!!!!!!!!!!

  Vill þakka Stjórnendum síðunar fyrir frábæra skemmtun á þessu tímabili, bæði í rituðu máli og podkastinu…. algjörlega nauðsynlegt geðlyf þetta podkast 🙂

  Y.N.W.A…….

  PS… tökum titilinn á næsta tímabili 😉

 15. Rosalega er ég ánægður með mína menn á þessu tímabili. Eina sem ég fór fram á var að komast í Meistaradeildina aftur. Það tókst. Að verða Englandsmeistari líka hefði verið stór bónus. En um leið og það fór úr okkar höndum eftir tapið á móti olíutunnunum, vissi ég að það er eins og að spila í happdrætti að vonast eftir hjáp gfrá öðrum liðum. Ég hlakka rosalega til næsta tímabils og allt þetta blaður um Suarez og aðra leikmenn í höndum okkar stórkostlega Brendan Rogers, það er enginn leikmaður stærri en klúbburinn og ef einhver býður svimandi upphæð í Suarez og hann vill fara, þá bara fer hann.

  Til hamingju LIVERPOOL og takk fyrir frábært tímabil!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 16. #11 Rúnar Geir held það hefði ekki breytt neinu þó við hefðum keypt í Janúar, unnum 12, gerðum 2 jafntefli og töðuðum einum eftir að janúar gluggin lokaði. Hefði samt örugglega verið betra að fá Konoplyanka inná í staðinn fyrir Moses á móti Crystal palace

  En held hann hefði ekki getað breytt neinu á móti Chelsea því við vorum undir í hálfleik og Rodgers hefði ekki gert skiptingu nema í fyrsta lagi í hálfleik. Annars bara flott season, verðum í meistaradeild á næsta tímabili. Held við verðum í top 4 á næsta tímabili og ef það tekst held ég að titillinn gæti komið 2015-2016 ef við náum að vaxa á næstu tveimur tímabilum.

  Koma vonandi góðir menn í sumar og síðan má ekki gleyma mönnum á láni sem gætu vel verið góðir á næsta tímabili. Eins og t.d. Jordon Ibe, einu ári yngri en sterling, ekki með alveg jafn mikinn hraða er samt svipaður leikmaður en bara með meira physical presence held ég, Borini næsti striker inn ef enginn kemur í sumar. Wisdom lofar góðu upp á komandi ár. Svo gæti náttúrulega Flangan verið góður í hægri bak á næsta tímabili þó ég haldi að einhver verði keyptur í Johnson látinn fara. Flanno fínt backup þá.

 17. Frábært tímabil búið og þótt að maður sé smá pirraður yfir að hafa ekki unnið deildina( helvítist Chelsea leikurinn) þá er framistað í vetur stórkostleg.

  Svo skoðar maður leikmanna hópa liðana og sér að Man City er með rosalegan hóp og að þótt að þeir spiluðu 7 leikjum meira en við sökum meistaradeildar þá hefur það ekkert að segja þegar liðið getur stilt upp tveimur heimsklassa liðum.

  Munurinn á Liverpool og Man City er að mínu mati breyddinn og í byrjunarliðinu þá eru það klárlega bakkverðir liðsins sem skera sig út gagnvart okkar mönnum. Bæði liðinn skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum en þeira lið er sterkara í markinu og varnarlega.

  En frábæru tímabili lokið og býður maður spenntur næstu 97 daga þangað til að næsta tímabil byrjar. HM styttir reyndar þá byð.

  Svo má ekki gleyma því að við vorum með 20 stigum meira en erkifjendurnir í Man utd og því ber að fagna, því að oftar en ekki hefur það verið öfuggt.

 18. Takk fyrir tímabilið drengir, og stúlkur. Þetta er búið að vera alveg rosalega gaman í vetur og er svo sannarlega ljósið í skammdeginu. Ekki verður nú heldur leiðinlegt að fá Meistaradeildar kvöldin aftur næsta vetur.

  En mér leikur forvitni á að vita hvort það hafi komið nokkur skýring á meiðslum Enrique og fjarveru hans í vetur ?

 19. Frábært tímabil á enda. Takk fyrir mig.
  Næsta tímabil – Meistaradeild og vonandi áframhaldandi toppbarátta. Það verður að halda vel á spilunum í sumar í leikmannakaupum og Pre-season ef vel á að ganga næst vetur. En ég er fullur bjartsýni.
  We go again!

 20. Frábært tímabil á enda,búið að vera þvílík skemmtun frá upphafi til enda og takk fyrir að færa okkur Meistaradeildina aftur á Anfield. Nú er bara að styrkja liðið í sumar og halda skemmtuninni áfram á næsta tímabili.

  YNWA

 21. Núna er maður búinn að hrósa liðinu og trúa til enda.
  niðurstaðan er súrsæt það munaði svo litlu en það munar oft litlu hjá mörgum liðum.

  2.sætið er eitthvað sem maður hafði enga trú á fyrir tímabilið.
  Maður er svakalega ánægður með tímabilið þegar allt er gert upp.

  En við erum komnir í annað dauðafæri.
  við erum ekki að fara inn í næsta tímabil með 4 sætið að markmiði.
  þetta er eiginlega að hrökkva eða stökkva upp á framhaldið.

  Það er í raun ótrúlegt að hafa verið að keppa um titilinn til enda
  með varnarlínuna meidda til skiptis um mitt tímabil.
  ef það datt maður í leikbann eða þurfti að gera skiptingar í leikjum þá var max 1 skipting sem kom til greina og hún ekkert svo sérstök.

  Liverpool verður að viðhalda þeirri vinnu sem hefur átt sér stað það verður grátlegt að eiga lélegan sumarglugga.
  Menn verða að setja allt á fullt í sumar bæta í liðið.

  Svona er okkar hópur í dag.

  Markmenn

  Brad Jones Australia
  22 Simon Mignolet

  Ég veit ekki hvort ég vilji endilega vera hræra í þessari stöðu ég tel að Mignolet hafi verið fínn og eigi eftir að bæta sig. Dea Gea var ekki svo sérstakur í fyrra en leikmaður ársins hjá utd núna Henderson er gott dæmi hjá okkur um ungan leikmann sem fær reynsluna og kemur sterkari til baka

  Varnarmenn

  2 Glen Johnson
  3 José Enrique
  4 Kolo Touré
  5 Daniel Agger (vc)
  17 Mamadou Sakho
  20 Aly Cissokho
  34 Martin Kelly
  37 Martin Škrtel
  38 Jon Flanagan
  44 Brad Smith

  Þarna eru vandamálið. Ef Enrique er heill eftir öll þessi meðsli þá er hann inn, En erum við ekki öll samála um að G.Johnson sé kominn af sínu léttasta? allavega ótrúlegt að horfa á hann í vetur.
  Svo gætum við tekið inn miðvörð. það eru allavega fullt af mönnum þarna á launaskrá sem væri hægt að skipta út og reyna að fá betri kosti inn

  Miðjumenn
  6 Luis Alberto
  8 Steven Gerrard (c)
  10 Philippe Coutinho
  12 Victor Moses
  14 Jordan Henderson
  21 Lucas Leiva
  24 Joe Allen
  31 Raheem Sterling
  33 Jordon Ibe
  53 João Carlos Teixeira

  Þarna eru nokkrir ungir og efnilegir og þeir munu ekki fá tækifæri ef menn ætla taka kaupæði í sumar.
  bendi svo á lánsmenn frá okkur sem koma inn líka.
  En við þurfum að bæta inn allavega 2 sterkum leikmönnum sem eru tilbúnir í dag.

  Framherjar
  7 Luis Suárez
  9 Iago Aspas
  15 Daniel Sturridge

  Aspas getur ekki verið svona slappur leikmaður? Borini inn aftur og láta reyna á Aspas með honum Suarez og Sturridge eru alltaf að fara eiga þessa fyrstu 2 stöður.

  Lánsmenn út,

  Það er langur listi af mönnum sem voru lánaðir út
  hérna eru þeir helstu.
  hvað eigum við að taka til baka?

  Suso og Borini eru fremstir á blaði.

  Suso
  Reina
  Borini
  Coates
  Wisdom
  Ilori
  Assiadi

  Moses er svo lánsmaður inn, get ekki séð hann áfram

  Ég hef trú á að þessir 3 verða komnir fyrir HM
  og vona ég það innilega fengjum inn sterka menn og 2 breta sem er sterkur leikur

  Lallana
  konoplyanka
  Caulker

  Við erum komnir með sterkan kjarna sem þarf aðeins að vinna í. ég er allavega orðinn strax spenntur fyrir næstatímabili og vona innilega að menn ætli ekki að klúðra þeirri spennu á leikmannamarkaðnum í sumar.

  YNWA.

 22. Ég held að ef boð kemur í Suarez uppá bale peninga verður því tekið, ef tilboðið keur utan englands. með þá peninga plús það sem við fáum fyrir Johnson og Aspas, og 60 milljónunum sem eigendurnir lofuðu þá ætti að vera hægt að kaupa nokkuð góða leikmenn, það þarf bara að passasig á að kaupa rétt, ekki kaupa menn sem ekki passa saman eing tottenham gerði.

  síða eigum við inni Ibe og Susso og Borini sem eg reikna með að verði í hópnum.

  ég bara vona að ef Suarez verður seldur, (sem ég vona að gerist ekki), þá gerist það fljótt, svo það se tími til að nota peningana og tyrkja hópun sem veikist töluvert við brottfall Suares

  annar ver þetta frábært tímabil, langt fram úr vonum, maður þótti bjartsýnn að spá fjórða sætinu.

  takk fyrir gið

  YNWA, JFT96

 23. Ef löglega markið hans Sterling gegn Man City hefði verið dæmt gilt hefðum við unnið deildina. Voðalega fer sú staðreynd í taugarnar á mér. Engu að síður ef mér hefði verið boðin þessi staða sl. haust þá hefði ég auðvitað tekið því enda hafði ég spáð liðinu 6 sætinu.

  Núna er kominn tími fyrir FSG að sýna lit og taka skrefið fram á við og kaupa leikmenn sem sæma liði sem er að berjast um 1-2 sæti en ekki 4-5 sæti. Með góðum lykilákvörðunum í sumar í leikmannakaupum og -sölum gæti framtíðin verið mjög björt. Ég óttast að meistaradeildin á næsta ári gæti truflað deildina fyrir okkur með núverandi leikmannahópi og tel ég að það er þörf á nokkrum breytingum til að svara auknu leikjaálagi.

  Spái eftirfarandi leikmönnum út í sumar: Jones, Kelly, Johnson Toure, Cisshoko, Lucas, Moses, Alberto, Aspas. Einhverjir af þeim fara á láni meðan aðrir verða seldir eða fara heim úr láni.

  Þeir leikmenn sem koma inn eru WIsdom, Ilori, Suso og Borini. Núna er að vona að það sé allt á fullu bakvið tjöldin og Brendan ROdgers sé búinn að láta FSG fá lista yfir leikmenn sem eiga að koma inn í sumar svo hægt sé að ganga frá því sem allra fyrst, helst fyrir HM. Næsta leiktíð veltur að miklu leyti á því að keyptir séu leikmenn sem auka gæði leikmannahópsins fyrir baráttuna á næsta tímabili.

  YNWA og til hamingju með árangurinn í ár. Að ná t.d. að vera fyrir ofan Chelsea með þeirra fjármagn er frábært og eiga allir hrós skilið.

 24. “Can’t buy me love” sagði eitt sinn efnilegt strákaband frá Livepool. Í næsta bæ gengur misvel að kaupa allt annað. Það rétt hefst hjá sumum, en The Specious One klikkaði allsvakalega.
  Við getum verið stolt af okkar mönnum eftir veturinn og ég er viss um að svo verður um ókomna framtíð.
  Maður veltir því samt fyrir sér hvort FSG séu ekki svolítið spældir að hafa ekki staðið sig betur í janúarglugganum.

 25. Takk fyrir veturinn krakkar , búið að vera skemmtileg upplifun 🙂 Nú er bara skemmtilegt sumar framundannnnn og annar gleðilegur vetur 🙂 Megið þið eiga gleðilegt sumar 🙂
  Kveðja KK

 26. Frábær fótboltaklúbbur , Frábærir stuðningsmenn, Frábær stuðningsmannasíða, Frábært-Frábært-Frábært…… og verður bara betra:-)

  Takk fyrir mig

 27. Er ansi hræddur um að við þurfum að bíða lengi eftir að vinna ensku deildina. Fyrst það tókst ekki núna.;( Meina City og Chelsea verða svipaðir hvað peninga varðar og er hræddur um að van gaal taki við united og united verði sterkari og munu berjast um bikara.Ætla vegna um ensku úrvalsdeildina.Svo fer eftir hver tekur við Spurs.Og hverja ætla Arsenal að kaupa..Finnst að okkar möguleiki að vinna deildina hafi verið núna…En næsta tímabíl verður erfið.Deild,tveir bikarara og svo Cl..Það þarf að kaupa vel og rétt..Og væri ekki að kvarta ef það yrði kept stjarna 🙂 Finnst bara að það komin timi til þess.! En áfram Liverpool.
  En auðvitað trúi ég!

 28. Vil þakka LFC fyrir tímabilið, ég sem var að vonast eftir 5-6 sætinu 🙂

  Eftir að hafa ekki misst af leik í allan vetur þá eyðilagði Chelsea leikurinn fótbolta fyrir mér, slökkti á leiknum í hálfleik og hef ekki getað peppað mig upp fyrir leik síðan.
  Nota sumarið til að hugsa um fiðrildi og fagra meyjar þannig að maður sé endurnærður fyrir næstu tímabil.

 29. Takk fyrir veturinn öll. Frábær vetur frábært lið. Mikið er ég stoltur af mínu liði til 38 ára.
  Ef ég hefði pung og veðjað við alla und hundana hvort liðið myndi enda ofar í vetur þá ætti ég 30 kassa í dag.Enn og aftur takk Liverpool og þið hin

 30. Nú höfum við þetta algjörlega aftur í okkar höndum, ef við vinnum alla leikina á næsta tímabili þá verðum við meistarar.

 31. Mig minnir að City liðið hafi verið með sterkasta hópinn tímabilið 12-13. Sumarið 13 eyddu þeir að mig minnir meira en 100 milljónum punda í leikmenn. Þeir eyða sennilega öðru eins núna og taka bara Fair pay sektina á sig.
  Við verðum vonandi með sterkari hóp á næsta tímabili en á því sem er nýliðið. Vandinn er sá að bæði City og Chelsea munu alltaf styrkja sig líka. Það er mjög erfitt að keppa við þessi lið.
  Annars vil ég þakka sérstaklega umsjónarmönnum Kop.is fyrir tímabilið. Það er mikill sómi yfir sjálfri síðunni og mönnunum.

  YNWA

 32. Otrulegt ad sja menn kvarta yfir rangstodunni a Sterling i fyrri leiknum vid City. Thetta jafnast ut eins og kom bersynilega i ljos i seinni leiknum vid City thar sem Skrtel slo boltann greinilega I uppbotartima. City var heilt yfir besta lidid og vann mjog verdskuldad.

 33. Eina refsing fyrir FF sekt sem myndi virka núna væri taka stig af liði i byrjun deildarinnar. Ef við tökum dæmi að Chelski eða City væri sekir á brot á reglunni. Þá myndi það þýða 5 til 10 stiga refsing. Þetta er eina sem myndi virka.

 34. Frábær skemtmun þetta tímabil. Liverpool, takk fyrir mig, KOP.is, takk fyrir mig.
  Man. City til hamingju.

 35. Takk fyrir tímabilið, ekki oft sem ég hef hlakkað svona mikið til næsta tímabils…shit hvað maður hefur í raun saknað meistaradeildarinnar!

 36. Halló vill óska öllum til hamingju með annað sætið virkilega flott hjá liðinnu okkar getum verið mjög sátt flott lið en aðeins að neikvæðu þá finnst mér Glen Johnson afgerandi verstur á tímabilinu vonandi kaupum við flottan Hægri bakvörð en hvað um það YNWA 🙂

 37. Jákvætt að enda þetta frábæra tímabil með sigri, eftir skitu tveggja leikja þar á undan.
  Liverpool fór fram úr villtustu draumum á tímabilinu og fyrir það er ég gríðarlega þakklátur.
  Liverpool er orðið afl í boltanum aftur og öll lið hræðast að mæta þeim, og þannig á það að vera.

  Nú treysti ég á að Brendan Rodgers finni leikmenn sem hjálpa Liverpool að taka næsta skref í áttina að ennþá sterkara liði, liði sem getur haldið hreinu og varist þegar á reynir.
  Eins er ég viss um að B.R. losi liðið við þá leikmenn sem sem eiga ekki framtíð í framtíðar meistaraliði.

  En aftur tek ég það fram að ég er hæðst ánægður með þá skemmtun sem Liverpool hefur séð okkur fyrir í vetur, og svo ég tali nú ekki um þennan stórkostlega vetvang sem kop.is er.

  Takk fyrir þjónustuna, skemmtunina og sálfræðiaðstoðina sem maður hefur getað sótt á kop.is í vetur.
  Takk æðislega fyrir mig.

 38. Það var gott fyrir liðið að ná að enda þetta frábæra tímabil á sigri og þó að svekkelsið og eftirsjáin fenni yfir árangurinn einhverja næstu daga og vikur þá má ekki missa sjónar af því hversu einstæðum árangri liðið náði á þessu tímabili.

  Ég vil gera orð Paul Tomkins að mínum og þakka með því pistlahöfundum og ykkur öllum fyrir samferðina í gegnum þessa 38 leiki.

  “Could it have ended better? Yes. But could the ride have been any better? I very much doubt it.”

  Takk fyrir mig!

 39. Jæja þá er þessum sálfræðitrylli lokið..Eftir allt þá er maður í heildina mjög sáttur..Maður var sko alls ekki undirbúinn fyrir svona vetur….4.sætið var eiginlega fjarlægur draumur í byrjun tímabils…Árangurinn á þessu ári er eiginlega eitthvað sem enginn gat farið fram á..Persónulega finnst mér liðið búið að vera að gefa eftir í síðustu leikjum tímabilsins..Ekki sama tempó í liðinu og Suarez kominn með rautt ljós á bensíntankinn…Þetta er auðvitað eðlilegt og sýnir að þú vinnur ekki þessa deild með þröngan hóp þó við höfum verið nálægt því..Eins og ég hef sagt áður þá fannst mér deildin tapast þegar Henderson fékk rauða spjaldið á móti City…Við það þurfti að riðla miðjuspili liðsins og við höfðum engan leikmann til að klára það sem Henderson var að gera… En það er gaman að hugsa til næsta tímabils..Að hugsa sér..Við lendum í öðru sæti og samt eru svo margar stöður sem þarf að bæta…Ég ætla ekki að blóta neinum leikmanni í hópnum,eða vilja einhvern burt því það hefur sýnt sig að oft kemur í ljós að BR hefur meira vit á fótbolta en flestir aðrir…..En Lallana og Konoplyanka væri fín byrjun 🙂

 40. Þetta endaði ekki eins og maður hefði viljað en þetta endaði klárlega miklu betur en maður hélt að þetta myndi enda fyrir 8 mánuðum síðan. Til hamingju með annað sætið Liverpool, lærum af þessu tímabili, byggjum á þessum frábæra grunni og mætum til leiks með en sterkara lið í ágúst.

  Það er búið að vera frábært að fylgjast með Liverpool í vetur. Einnig er búið að vera frábært að koma hingað inn á Kop.is og taka þátt og fylgjast með líflegri umræðu um allt sem snýr að þessum frábæra klúbb okkar. Ekkert nema jákvæðni og bjartir tímar í framtíð Liverpool, we go again.

  Eitt stórt TAKK á ykkur öll og eitt auka stórt TAKK á síðuhaldara. Við erum Liverpool, þið eruð frábær!

  Bring on silly season og þetta fótboltamót þarna í Brasilíu.

  YNWA

 41. Sæl og blessuð.

  Hundasúrurnar gæjast upp úr grasverðinum og víst eru lyktir súrar og hundfúlar. Meistarinn hnaut og bullurnar syngja um það. “Kúddhef, sjúddhef” kórinn rauði kyrjar sem aldrei fyrr en reyndin er sú að ungmennafélagsandinn laut hreint ekki í lægra haldi fyrir graníthörðum kjarna reynslunnar. Það var örugglega ekki rissað upp á neina krítartöflu að fyrirliðinn ætti að leggjast flatur í grasið með helbláan sóknarmanninn fnæsandi fyrir framan sig. Þetta var grískur harmleikur par exellance. Örlaganornirnar fastar á netinu og við í netinu. Gæfa og gjörvileiki er ekki það sama.

  Hattinn tek ég að ofan fyrir þeim sem tóku þetta á lokasprettinum. Pellegríní er ekkert að grínast. Hann veit hvað hann syngur og segir og eftir að fyrirliðinn þeirra “slippaði” þá hélt hann klakabláu kúlinu og sagðist hvergi örvænta. Örvæntingin féll okkur í skaut.

  Nú er að sjá hvað Rogers dregur upp úr hattinum. Hvaða stjörnuher birtist á grasflötinni í haust? Verður það hið nýja Tottenham með sálarlausa málaliða í hverri stöðu? Gæta ber hófs í nýliðun ekki má skipta út skaftinu og hausnum á einu augabragði. Þá á afi ekki lengur exina.

  Engu að síður: Við þurfum klárlega nýjan Jónson og nýjan Lúkas. Þótt sóknarlínan sé hárbeitt þarf einn súpersöbb til að leysa þá fremstu af hólmi, ekki síst í ljósi þess að rimmur verða margar og stórar á næsta ári. Ala þarf upp nýja 8 (gjarnan þýskan) og veita Sakho meiri samkeppni nú þegar Aggersins bíða líklega þau örlög að ganga til liðs við Norwich eða einhverja af þeirra kalíberi. Passa þarf ungmennaherinn. Ekki gengur að vera með tvítuga gutta í of þéttu leikjaálagi. Þá fer illa.

  Næsti vetur verður erfiðari. Nú mæta gömlu risarnir tvíefldir til leiks og sigur gegn nöllum og skömms verður fjarri því bókaður. Hvað sem því líður má ekki draga þá ályktun af þessum vetri að planið hefði klikkað. Það var ekki í planinu að klikka. Og það var klikkað stuð að halda með Liverpool í vetur!

 42. Mjög sérstakur leikur og bar þess greinileg merki að það væri afar veik von á einhverju kraftaverki. Enn og aftur sýndi liðið hinsvegar karakter og kom til baka og náði að sigra þrátt fyrir að hafa lent undir.

  Mér fannst newcastle menn spila mjög þétt varnarlega og gefa lítil færi á sér og fannst mér iðulega eins og þeir væru með amk 6 – 7 menn bakvið boltann. Hinsvegar hefur Liverpool stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar og spyrnunar hans úr föstum leikatriðum eru alveg gasalega flottar og alveg ljóst að hann á fullt erindi inn í næstu tímabil. Ég er að sjálfsögðu að tala um Gerrard og m.a. annars fyrir spyrnugetuna hans þá getur það verið hættulegt fyrir lið að ætla að stóla á varnarleik í 90 min gegn liverpool því þeir eru orðnir svo sterkir í föstum leikatriðum (sóknarlega) og það er virkilega gaman að sjá þá framför því það hefur ekki skilað liðinu miklu undanfarin ár að mínu mati.

  Ég tek undir með Ívari að ég nenni ekki að eyða miklu púðri í gagnrýni á einstaka leikmenn, tek þá umræðu frekar þegar við förum að demba okkur í silly season. Leikurinn sýndi hinsvegar vissulega þá veikleika sem við búum við og það er einfaldlega lélegur varnarleikur og lítil breidd af gæða leikmönnum af bekknum. Ég hef fulla trú á því að liðið nái að bæta sig þó svo að sóknarleikurinn hafi verið nánast fullkominn í vetur.

  Þessi grunnhópur sem BR hefur verið að keyra á er æðislegur og virkilega spennandi að hugsa hvernig þetta getur þróast. Í mínum huga ættum við að farar varlega í mikil leikmannakaup í sumar, nýtum lánsmenn og styrkjum hópinn með 2- 3 lúxusmönnum.

  Þetta er búið að vera erfiðasta tímabil sem ég man eftir og pínu eins og maður sé bara búinn að vera í spennutreyju í allan vetur, fyrst útaf 4 sætinu og svo 1 sætinu. Við verðum þó að sætta okkur við það að líklegas vann besta liðið þennan veturinn og þeir hafa sýnt geggjaðan árangur á fyrsta tímabili hjá nýjum stjóra. Þeir voru eina liðið sem náði að koma á anfield og dominera gjörsamlega leikinn í ca. 30 min þrátt fyrir að þeirra besti maður hafi farið meiddur út af. Hinsvegar held ég að við munum ekki sjá jafn mikla yfirburði hjá peningaliðunum næstu tímabil því FFP er að reyna að bíta frá sér og þau munu fara varlega í styrkja sig með jafn öfgakenndum hætti og þau hafa gert (vona ég allavegana). Reyndar þurfa þau svosem ekki mikla styrkingu en ég held að við verðum nær þeim í breidd og gæðum næsta haust heldur en er í dag.

  Takk fyrir veturinn Liverpool.
  Takk fyrir ómetanleg skrif og pistla síðuhaldarar.

  YNWA

 43. #35

  Ef það á að taka stig af Man.City fyrir FFP þá myndi það vera í Champ.league..
  UEFA er með þessa reglu ekki EPL.

 44. Takk fyrir samfylgdina í vetur kop.is

  Gerrard var stórkostlegur í þessum leik utan við kæruleysi í marki þeirra þar sem hann byrjaði allt of seint að elta. En með réttu hefði hann getað átt 3-4 stoðsendingar í dag ef aðrir hefðu nýtt færin. Það eru forréttindi að fá að sjá hann aftur í CL og gera amk 2 tilraunir í viðbót að titlinum. Hlakka strax til að sjá hann spila næsta haust!

  Þangað til næst…

 45. Liverpool transfers: Lucas Leiva rubbishes Reds exit reports………

  Andsk……maður ,,ég var farinn að fagna gífurlega…..

 46. Friðfinnur #50 ..Væri ekki nær að óska sér að Lucas eigi nú gott undirbúningstímabil og komi sér í fyrra form?..Er ekki morgunljóst að liðið þarf að bæta við sig leikmönnum en ekki minnka hópinn?…Eru menn búnir að gleyma umræðinni um Henderson á sínum tíma..Sterling?..Flanagan???..Ef BR finnst Lucas nógu góður fyrir klúbbinn þá treysti ég honum fyrir því..Ég er t.d. búinn að blóta Johnson í allan vetur,en ég vil helst að BR stilli hann af frekar en að selja hann..

 47. Það er búið að stilli og afstilla þennan Johnson ansi lengi geri ég ráð fyrir, hann er einfaldlega handónýtur því miður strákurinn.
  Sóknarlega er hann hættur að gera nokkuð og varnalega er hann skelflegur og miðað við launamiðan þá má bara setja frímerki á han og senda hann eitthvert þar sem hann verður sáttur.
  Ég vill alls ekki drulla yfir hann en hann á ekkert erindi í þetta lið lengur.

 48. Maður getur ekki beðið eftir sumarglugganum.
  Það er ekkert of snemmt fyrir svona lista 🙂

  Inn: Konoplyanka, Lallana, Shaw/Coentrao, D. Alves og Montoya, Diame, Caulker, Lloris. Borini, Suso og Wisdom inn í hópinn.

  Út: Aspas, Johnson, B. Jones, Reina, Kelly–Moses og Cisshoko sendir til baka.

  Enn og aftur bölvar maður sölunni á Shelvey. Ef hann hefði verið lánaður og einhver lið myndu vilja kaupa hann í sumar þá væri verðmiðinn 12-15 millj.pund.

 49. Helst myndi ég vilja halda öllum leikmönnum nema lánsmönnunum. Reikna þó með að Reina og Aspas verði seldir.

  Liðið þarf að stækka hópinn og auka samkeppni innan hans. Vissulega hafa Johnson og Lucas ekki verið uppá sitt besta uppá síðkastið en báðir hafa verið að glíma við erfið meiðsli í vetur og jafnvel undanfarin ár. Ég myndi vilja gefa þeim sumarið til þess að jafna sig og koma tvíefldir til leiks. Báðir eru þetta reynsluboltar og mikilvægir fyrir ungan hóp. Það er fyrirséð að Liverpool getur ekki keyrt næsta tímabil á 14-15 manna hópi eins og í vetur. hópurinn þarf að telja amk 20 virka leikmenn. Þannig að forgangsatriði er að fá til liðsins 4-6 leikmenn sem styrkja liðið og stækka hópinn.

 50. Kop.is takk innilega fyrir frábæran fréttaflutning og umfjallanir um klúbbin í vetur. ég er orðinn gamall og kann illa á netið, en ég er búin að vera að leita að því í allan vetur hvar ég get séð hvað hver leikmaður hleypur í hverjum leik. veit einhver um svoleiðis síðu? mig langar mikið til að vita hvað Henderson hleypur, alltaf þegar hann er inná er eins og við séum manni fleiri á miðjunni og það hlýtur að vera vegna yfirferðar og leiklesturs hjá honum.

 51. Þetta var skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað síðan ég byrjaði að fylgjast með Liverpool fyrir ca. 20 árum. Það eru forréttindi að fá að horfa á svona fótbolta í næstum því hverri viku og ekki versnar það, nú fáum við meira að segja leiki í miðri viku á næsta tímabili gegn stórliðum í Evrópu.

  Lengi má gott bæta og ég treysti því að Rodgers geri það sem til þarf í sumar og næsta tímabil verði enn betra. Við erum með ungt lið með leiðtoga sem er hungraður og um leið hokinn af reynslu. Við erum með framherja sem er einn af 5 bestu leikmönnum heims og stjóra sem virðist vera með þetta allt á hreinu.

  Mikið djöfulli hlakka ég til að sjá þetta þróast á næstu árum. Takk fyrir tímabilið!

 52. Varðandi Lallana þá skil ég ekki suma sem eru að bera þessi “verðandi” kaup saman við kaupin á Carroll. Eru allir búnir að gleyma strax að Lallana var valinn í lið ársins og er lang lang besti leikmaðurinn í skemmtilegu Southampton liði? Ég tek honum allavega með opnum örmum og treysti Rodgers og co fullkomnlega fyrir sumrinu
  Og takk fyrir tímabilið:)
  YNWA

 53. Var að heyra það í dag með Lallana að hann hafi mikið komið inná í leikjum í vetur og ekki náð að klára marga leiki í vetur, fullar 90 mín

 54. #60, Lallana kom þrisvar inn sem varamaður í 42 leikjum á leiktíðinni. Hann spilaði í deildinni yfir 80 mínútur í 26 af 38 leikjum, þar af kláraði hann 19, í 31 leik spilaði hann 70 mín eða meira.

 55. Trúi því ekki að Costa sé að fara til rútubílstjórans!!

  Talandi um að rústa ferlinum sínum…

 56. Ég er ekki ennþá búinn að jafna mig :/ mér finnst þetta svo ömurlegt! að horfa á titilinn sem við vorum með í okkar höndum hverfa frá okkur.. og það í einum helvítis leik.. eg hef ekki geta farið inn á facebook útaf öllum þessum Gerrard bröndurum. En svona er þetta víst, við vinnum aldrei neitt :/ Svo finnst mér ömurlegt að þegar ég gat gert grín af Man Utd útaf þeir voru að eiga sitt versta season í 25 ár eða eitthvað og vinna svo ekki á meðan við vorum að eiga okkar besta season í 20 ár og united sitt versta en samt vann United titil :/

Liðið gegn Newcastle

Liverpool með tilboð í Lallana