Liðið gegn Newcastle

Byrjunarliðið fyrir lokaleik tímabilsins er komið og er sem hér segir:

lineup110514

Henderson kemur inn eftir rándýrt leikbann og varafyrirliðinn Agger tekur sína stöðu á ný í vörninni. Lucas og Sakho setjast á bekkinn. Að öðru leyti er þetta nánast okkar sterkasta lið í dag (bara Enrique meiddur) og ég veit að það gleður Babú okkar mikið að fá að kveðja hetjuna sína, Aly Cissokho, í eigin persónu á Anfield í dag.

Úrslitin í deildinni ráðast í dag. Ég hef ekki mikla trú en vonin er risastór. KOMA SVO LIVERPOOL!

63 Comments

 1. Við allavega vinnum okkar leik. Svo er bara að vona að Vestur Skinkan geri okkur greiða!

 2. Stolið:

  “Austurríki vann Eurovision síðast 1966. Sama ár vann Atletico Madrid, Liverpool vann ensku úrvalsdeildina og England vann HM.”

 3. Sjálfsagt finnst einhverjum að Liverpool hafi klúðrað hlutunum.

  Setjum þetta þannig upp að Chelsea og Palace leikirnir hefðu komið strax á eftir WBA leiknum. Úrslit hefðu að öðru leyti orðið eins og þau urðu. Liðið hefði semsagt unnið sinn 11. leik í röð í næstsíðustu umferðinni, og hefði með því komist í þá stöðu sem liðið er í núna.

  Væri þá talað um að liðið hefði klúðrað tímabilinu?

 4. ‘Eg keypti kampavín í gær í Lidl á leiðinni heim og ef okkar drengir vinna deildina verður hún opnuð annars geymd þangað til titillinn kemur heim.
  Mér lýst vel á liðið og ég gæti trúað að þetta væri síðasti leikur Aggers með Liverpool og þess vegna fái hann að spila,það er sterkkur orðrómur um það hjá Brönby fans að hann fari til Barcelona í sumar.Hann verður flottur þar en skrokkurinn á honum virðist því miður ekki nógu sterkur fyrir ensku deildina.

 5. Mikið er gott að sjá Hendó aftur, hans hefur verið saknað og liðið hefur þurft að nota Lucas með skelfilegum árangri. Losa sig við hann sem fyrst.

 6. Ef liverpool vinnur titilin mun ég slátra geit til heiðurs West Ham.

 7. Það er von, það er möguleiki, það getur allt gerst, ég trúi!!!!

  KOMA SVO!!!!!

 8. Farðu bara á stöð 2 sport og horfðu á hann þar, hann er allavega í opinni dagskrá hjá mér…

 9. Þessir varnarmenn hafa gjörsamlega kostað okkur titilinn þetta sóknartímabil, magnað að ná 2-3 sæti með svona vörn

 10. allir leikirnir í lokaumferðinni eru í opinni dagskrá á stöð 2 sport.

 11. úff 🙁 höldum allavega ekki hreinu, það er á tæru. Þá er bara að skora nokkur

 12. Er ekki hægt að gera sóknarmann úr Skrölta?

  Hann hefur sett hann næstum því 15 sinnum í netið á þessari leiktíð….

 13. Newcastle lítur út fyrir að ætla vinna þennan leik, eru menn í alvöru komnir í sumarfrí þegar titillinn er vinnanlegur?

 14. Okkar menn alveg skelfilegir það sem af er leiks. Meira en skelfilegir. Ekkert flæði í sókninni og vörnin söm við sig.

  Vonandi að menn girði sig í brók svona í síðasta leiknum! Nema blaðran sé bara sprungin?

 15. Það ætti að setja Johnson í æfingabúðir til að læra sendingar uppá nýtt. Hann virðist ekki geta sent einföldustu bolta á samherja

 16. Gult spjald á 34 mín fyrir tafir… jæja dowd að gera eitthvað gott í dag…

 17. Liðin í deildinni búnir að læra inná þetta Liverpool lið, leggja rútunni og breita skyndisóknum.

 18. Johnson á ekki eina óbrjálaða sendingu hingað til! Hann verður að fara útaf maðurinn…..

 19. Cardiff er yfir gegn Chelsea þannig að annað sætið er allavega ekki í hættu eins og er…….

 20. Jæja þá er það búið. Nasri búinn að skora fyrir City.

  Og okkar menn ekki að sýna neitt.

 21. Þessa stundina þá lítur þetta lið út eins og það hefur gert undanfarin ár, algjörlega með allt niðurm sig…

 22. Þarf ekki að fara að banna liðum að leggja liðsrútunum inná vellinum og segja þeim að vinsælast yfirgefa rútuna á bílaplaninu fyrir framan leikvanginn? Óþolandi að horfa á svona

 23. Hvet Liverpool og West Ham að taka Istanbul á þetta í seinni hálfleik. That is all.

 24. Sælir félagar

  Það verður að segjast að það er nákvæmlega enginn meistarabragur á hægum og fyrirsjáanlegum leik okkar manna. Þó G. Johnson hafi á ágæta björgun í hálfleiknum þá væri mér sama þó ég sæi hann ekki í liðinu á komandi leiktíð. Búinn að fá meira en nóg af hans framlegi til liðsins svo ekki sé meira sagt. Ég vona að liðið mæti í síðari hálfleik og klári þessa leiktíð með sóma.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 25. Selja Johnson fyrir næsta tímabil maðurinn er búinn að vera arfaslakur í vetur.

 26. Strákar ég sit hérna heima og ég trúi. Ég trúi af öllu mínu eldrauða Hjarta. Ég trúi því að Liverpool FC séu komnir þar sem þeir eiga heima. Ég trúi af öllu hjarta að það séu bjartir tímar framundan. Ég trúi því að undir stjórn Brendan Rodgers eigi Liverpool FC eftir að vera lið um ókomin ár sem að öll önnur lið óttast. Ég trúi því að nýir gulltímar séu framundan.

  Trúið með mér með því að setja #Egtruiynwa

 27. Suarez virðist þreyttur, tapar boltanum og sendingarnar slakar. Vonandi nær Liverpool að snúa leiknum sér í hag eftir hálfleik.

 28. Mér finnst alveg merkileg þessi frammistaða hjá Johnson, hann er að spila fyrir nýjum samningi, eða þá allavega samningi hjá nýjum vinnuveitanda, ef Flannó er þá ekki bara búinn að hirða að honum byrjunarliðssætið hjá Englandi í Brasilíu…

  Held að það sé nokkuð til í því sem einhver skrifaði hérna á undan, að hann sé vart búinn að hitta á samherja í leiknum.

  Svo kostaði þessi gæji 17/18 milljónir punda, og er með 80-90k á viku í laun…
  Eitthvað hljóta þessir kanar að endurskoða þetta…

 29. Spurning hvort að spennustigið lækki ekki hjá liðinu núna í seinni hálfleik þar sem að City er komið yfir, það ætti að hjálpa mönnum að ráða betur við hlutina.

  Hefðum með smá heppni getað verið búnir að jafna en getum jafnframt þakkað fyrir að vera ekki 2-0 undir.

  Búinn að vera horfa á City-West Ham samhliða þessum leik og það verður að segjast að yfirburðir City eru miklir. West Ham hefur varla komist yfir miðju og í raun ótrúlegt að staðan skuli bara vera 1-0. Greinilegt að reynsla City hafði mikið að segja á lokasprettinum.

 30. 2-0 fyrir City.

  Nú þurfa okkar menn að tryggja annað sætið og spila upp á stoltið. Þeir eru ekki að gera það eins og stendur.

 31. Til lukku city,

  Þetta Liverpool lið í síðustu leikjum, guð hjálpi mér

 32. Vá hvað sóknarleikurinn er orðinn miklu betri með innkomu Coutinho.

  STURRIDGE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 33. “Auglýst er eftir þrem mörkum frá West Ham”

  – Einn svaka bjartsýnn –

 34. Djöfull er Lucas slappur. Hann var góður fyrir tveimur árum – en er það ekki lengur.

 35. Djöfullinn voru við nálæt að vinna dolluna:(. Jafntefli á móti City á Eithad vellinum hafði dugað. Vinnum hana næsta ár strákar.

 36. Frábært season, bætum okkur í sumar , and we go again !

  Takk fyrir mig 🙂

 37. Frábær skemtmun þetta tímabil, Liverpool takk fyrir mig. Man. City til hamingju.

 38. Dude…..það var lagið,, mér hefur aldrei fundist Lucas geta nokkuð og mun fagna því vel loksins þegar að hann fer. Vonandi verður það nú í sumar, !?!? þurfum aðeins að hreinsa til og bæta við gæðum,,,,,,,,

 39. Lucas kom inn þegar Newcastle var einum færri og hann var svo lélegur að maður gat ekki séð að Liverpool væru einum fleyri og hann kórónaði þetta svo með tveimur óþarfa brotum.
  Held að það sé komið nóg með hann í rauðu treyjunni.
  Annars frábært tímabil og gott að komast í meistaradeildina en menn skulu samt ekki gleyma að second sucks.
  En framtíðin er björt ef það verða keyptir nokkrir góðir menn í sumar.
  Takk fyrir veturinn stjórnendur síðunnar og mig hlakkar til að kíkja hingað inn í haust aftur.

Lokabardaginn, á morgun – Newcastle

Liverpool 2 Newcastle 1