Takk fyrir mig

Ég las pistil nú í hádeginu. Sá pistill kom mér í skínandi gott skap.

Liðið var þremur leikjum frá því að tryggja sér titilinn, eftir 24 ára bið. Það er gríðarlega svekkjandi en miðað við stöðuna í dag þá verð ég að viðurkenna að það svekkelsi hefur verið fljótt að fjara út þessa vikuna og hefur vikið fyrir gleði og stolti. Ekki það að titilbaráttan sé búin, þetta ræðst á lokadeginum og þótt City muni nær örugglega gera það sem þarf til að tryggja sig þá er ég nokkuð viss um að Liverpool-borg mun minna á sig í eitt síðasta sinn áður en haldið er inn í sumarið.

Móttökurnar sem liðið mun fá fyrir utan völlinn verða frábærar. Liðið verður hyllt og sungið um það söngva í 90 mínútur. Og aumingja Newcastle United, þeir verða rassskelltir. Illa.

Af því að Liverpool er í dag með lið sem er bara það gott. Og öll stemningin í kringum klúbbinn er bara það jákvæð.

Hugsið aðeins til baka. Hvað er langt síðan þið lásuð lögfræði- eða bankafréttir af Liverpool FC? Hvað er langt síðan þið höfðuð áhyggjur af að knattspyrnustjórinn yrði fórnarlamb innherjapólitíkur? Hvað er langt síðan við misstum okkar bestu menn af því að við gátum ekki sýnt þann metnað sem var þeim samborinn?

Hlutirnir eru ekki fullkomnir hjá Liverpool FC í dag. Eigendurnir og Rodgers eiga eftir að sanna að þeir geti betur í sumarglugganum sem er fram undan, til dæmis. Ég á samt erfitt með að pæla mikið í öllu slúðrinu sem er farið að hrynja yfir okkur því ég á erfitt með að ímynda mér meira spennandi menn í rauðu treyjunni næsta haust en þá Gerrard, Henderson og Allen/Coutinho á miðjunni og Sterling, Sturridge og Suarez frammi. Í alvöru, hver slær þessa menn út úr liði í dag?

Við erum á leið inn í lokaumferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Liverpool er eitt tveggja liða sem er að berjast um enska meistaratitilinn. Næsta mark sem liðið skorar verður það hundraðasta í deild í vetur. Anfield mun skoppa af hamingju, gleði og bjartsýni á sunnudag. Og þakklæti.

Ég, fyrir mitt leyti, vil bara þakka fyrir mig. Þessi vetur hefur verið óvæntur og algjörlega frábær. Allir okkar erkifjendur eru fyrir neðan okkur í töflunni, liðið hefur spilað einn skemmtilegasta fótbolta Evrópu í vetur og við erum á leiðinni beint inn í Meistaradeildina í haust.

Liverpool tímabilið 2013/14 er sennilega uppáhalds fótboltaliðið mitt um ævina. Hvað sem gerist á sunnudag, í sumar eða næsta vetur mun ég aldrei gleyma þessu tímabili. Það hefur verið frábært.

Suarez. Sturridge. Gerrard. Cissokho. Flanagan. Rodgers. Anfield. Kop.is. We are Liverpool, tralala lala, poetry in motion, tralala lala … we’re the best football team in the league!

Takk fyrir mig!

39 Comments

  1. Algerlega frábær pistill og góð áminning hvað þetta tímabil er búið að vera æðislegt! 🙂

    Allir tala um að liðin í kringum okkur muni bæta sig, ok. gott og vel, en við munum líka bæta okkur! Bæðewey, hvernig á City eftir að bæta sig? Kaupa Ronaldo, Messi eða Suarez? Ég er sannfærður um að við verðum að berjast um titilinn á næsta ári og næstu árin. Árangur LFC á þessu tímabili er engin tilviljun og ævintýrið er rétt að byrja.

    Ég er, eins og þú Kristján Atli, fyrst og fremst þakklátur og stoltur af mínu liði. Ég ætla að öska og syngja mig hásann á Anfield nk. sunnudag…….og get ekki beðið.

    Takk fyrir mig.

  2. Það má heldur ekki gleyma að LFC er með eitt yngsta liðið í deildinni og margir leikmenn eiga heilmikið inni. Hversu góður getur t.d. Sterling orðið? Eða Henderson? Sturridge? Coutinho? Bekkurinn verður miklu sterkari á næstu leiktíð með fleiri CL quality leikmönnum. Leikmenn á sama kaliberi og Costa, Mkhi…., Willian, Salah og Kono munu hugsa sig tvisvar um að hafna LFC núna. Það eru lánsmenn sem koma tilbaka sem hafa átt mjög gott tímabil með sínum liðum, fullir af sjálfstrausti og með meiri reynslu. Fleiri ungir leikmenn úr akademíunni munu banka hressilega á dyrnar. Rodgers er búinn að hamra inn í leikmenn hvernig hann vill að liðið spili og nú snýst það um að fínstilla vélina.
    Sjóðir klúbbsins gildna með hverjum mánuðinum, fleiri og fleiri fyrirtæki vilja hoppa á gleðivagninn hjá LFC og það hyllir undir stækkun á Anfield. Síðast en alls ekki síst þá spilar LFC sennilega einn mest entertaining fótboltann í heiminum í dag, sem er nákvæmlega það sem þessi leikur snýst um! FSG og Rodgers eru að tikka í öll réttu boxin. Ég get amk ekki beðið eftir næsta seasoni, ekki endilega af því að ég haldi að LFC taki deildina, miklu frekar að ég elska bara að horfa á þessa listamenn spila fótbolta.

  3. Sæl.

    Vildi geta verið á Anfield á sunnudaginn til að heiðra stríðsmennina mína sem hafa með leik sínum skemmt mér og leyft mér að njóta þess að vera stuðningsmaður, en þar sem það er ekki í boði ætla ég að sitja heima í stofu stilla sjónvarpið á hæðsta styrk þegar You never walk alone verður spilað og ég ætla að fá gæsahúð,tár í augun og bara allan pakkan.

    Þegar ég las pistilinn hér að ofan og þann sem vísað var þá leið mér svo vel og ég hvet alla Poolara sem verða á Anfielda að sunnudag að syngja aukatón fyrir okkur hin sem heima sitja. Framtíðin á Anfield með Rodgers í brúnni og Gerrard sem stýrimann er björt og við getum hlakkað mikið til. Ég stefni á Anfield í haust bara til að skoða drengina og kapteininn í upphafi tímabils.

    Krakkar!!!!!! þetta hefur verið frábært tímabil ” so far” og hvernig því lýkur er ekki lengur í okkar höndum en í mínum huga er Liverpool FC sigurvegarar tímabilsins.

    YOU NEVER WALK ALONE

  4. Amen á eftir efninu.

    Þótt súrt hafi verið að bíta í Chelsea eplið, og missa af titlinum á þann hátt, þá er óraunhæft að ætlast til þess að þetta unga lið vinni 15 leiki í röð. Fock, það er meira að segja óraunhæft sama um hvaða lið við erum að ræða.

    Eins og góðum og gegnum stuðningsmanni Liverpool er tamt, þá segi ég bara, að “það er alltaf næsta tímabil”

    Nema, síðustu ár höfum við gripið til þessarar afsökunar strax í nóvember, þegar öll hugsanleg titilbarátta hefur farið út í buskann. Það er þó skömminni skárra (vægt til orða tekið) að segja það núna, þegar EINN leikur er eftir af tímabilinu 🙂

    Þetta er bara spurning um hvernig við horfum á tímabilið. Mikið ofboðslega var ég sammála Rodgers þegar hann sagði að okkar menn myndu læra óhemju mikið á þessum tveimur, þremur leikjum, sem við klúðruðum.

    Þeir munu vega ansi þungt í reynslubankanum á komandi leiktíðum.

    Homer

  5. Við erum komnir með flottan kjarna til þess að byggja á

    Varnarlega: Flanagan, Sakho, Skrtel
    Miðjuni: Gerrard, Lucas, Allen, Henderson, Coutinho
    Sókn: Suarez, Sterling, Sturridge

    Það þarf að bæta þremur leikmönunum inní varnarkjaranan okkar(er ekki viss um að ég villji láta Glen í þennan hóp)
    Sóknarlega væri gott að fá eitt alvöru nafn í viðbótt þarna inn

    Miðjan virkar mjög solid en ég myndi ekki slá hendinni á móti einu nafni þarna inn í viðbót.

    Þetta er frábært lið með frábærum stjóra og framtíðinn er björt. Það sem manni fynnst skemmtilegast við liðið er hvernig fótbolta liðið er að spila.
    Maður mann eftir ógeðis Hodgson tímabilinu og ég þótt að Benitez er hátt skrifaður hjá mér þá fannst mér liðið stundum leika hundleiðinlegan bolta undir hans stjórn en núna er þetta eitthvað svo léttleikandi og skemmtilegt að fylgjast með liðinu.

    Áfram Liverpool í blíðu og stríðu

  6. Keppst er við að bendla hin og þessi býsna öflugu nöfn við okkar menn.
    Sillý já en kristallar okkar frábæra árangur og bendir til spennandi kaupa í sumar.
    BTW Carroll eftir stoðsendingu Downing. Skrifað í skýin.
    YNWA

  7. Sælir félagar

    Flott að vera Liverpool maður
    Flott að vera í sama stuðningmannahópi og þeir sem sjá um þessa síðu.
    Flott að styðja skemmtilegasta lið á Englandi
    Flott að hlakka svo til næsta leiks að maður getur varla beðið
    Flott að hlakka svo til næstu leiktíðar að maður getur ekki beðið
    Flottur árangur þessarar leiktíða leggur grunninn að þeirri næstu.
    Lífið er flott.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Frábært tímabil. Það hefur sjaldan verið skemmtilegra að fylgjast með liðinu sem aldrei þessu vant er í fréttum vegna þess sem gerist innanvallar.

    Mikið verður spennandi að fylgjast með Meistaradeildinni í haust.

  9. Brendan er búin að koma okkur úr 7.sæti í væntanlega 2.sæti. Þvílík framför milli tímabila! Svo ef framförin heldur áfram þá verðum við meistarar næsta tímabil. Ef við styrkjum varnarlínuna og höldum oftar hreinu þá eigum við helling inni !

  10. Okkur vantar góðan miðvörð og í báðar bakvarðastöðurnar og hugsanlega einn a miðjuna, svo ma ekki gleyma því að bæðu suso og Borini hafa átt gott tímabil og yrðu góð viðbót

  11. Núna er verið að orða okkur við Thomas Muller í Bayern.
    Ég hef eitt um það að segja, JÁ TAKK!

  12. Það er ekki langt síðan að Tottenham fucking Hotspur voru yfirbjóða okkur á leikmannamarkaði og það fyndna er að þessir leikmenn kusu að fara til Spurs frekar en Liverpool.

    Ef ég væri einn af þeim leikmönnum myndi ég skæla með slef- og hor gráti að hafa ekki gripið tækifærið að spila með Stevie G, Suarez, Sturridge og öllum þeim snillingum.

    Framtíðin er björt og kannski leynist eitthvað ótrúlegt kraftaverk sem á eftir að leysast úr læðingi á sunnudaginn 🙂

    YNWA

  13. Sjáum hvað setur á sunnudaginn en sama hvernig fer þá hefur þetta verið frábært tímabil hjá okkar mönnum. Liðið er enn ungt og hefur ógurlegan potential, með nokkrum góðum viðbótum við leikmannahópinn okkar og framfarirnar sem flestir leikmenn hafa sýnt í vetur þá er ekkert sem fær mig til að trúa því ekki að við séum komnir til að vera í þessari baráttu – og hver veit, hugsanlega hafa betur í henni á næstu árum.

    Rússíbanareið. Spennandi leikir – oft of margir! 🙂 Frábær sóknarleikur. Lið sem sleppir af sér beislinu. Tækni. Hraði. Gredda. Oftar nær frábærar nálganir ungs og efnilegs (frábærs) knattspyrnustjóra.

    Já, framtíðin hlýtur að vera björt. Maður getur ekki yfirgnæft alveg vonina um að enn eitt twist-ið í þessar baráttu um titilinn muni líta dagsins ljós á sunnudaginn en þó það reynist aðeins falsvon þá er maður mjög ánægður og stoltur af liðinu og leikmönnum þess.

    Rodgers, leikmenn og aðrir sem máli skipta: *klapp* *klapp* *klapp*. Anfield mun hylla hetjurnar sem gáfu okkur vonina aftur á sunnudaginn og það verður magnað. Fáum svo bara gott sumar og höldum áfram þessum dampi!

  14. Ein pæling, breytir það engu fjárhagslega fyrir West Ham hvort þeir lendi í 12 eða 16 sæti? Hafa þeir ekki um eitthvað að spila á sunnudaginn?

  15. Við sáum city vinna titilinn í síðustu umferð fyrir tveimur árum síðan. Þetta tímabil er búið að vera ótrúlegt og með smáááááááááá heppni þá gætum við hafa verið búnir að tryggja okkur titilinn fyrir þessa síðustu umferð, stöngin út í staðin fyrir stöngin inn, Toure mistök, Gerrard mistök, en það þýðir ekkert að væla yfir því, þótt grátlegt sé. Við komum bara tvíefldir inn í næsta tímabil, með breiðari hóp fyrir CL, FA, Deild og LC.

    EN………….. Ég lifi enn í voninni, það er smá von, og ég held ennþá í hana 🙂

    En mikið lifandi skelfingar ósköp hefur þetta verið skemmtilegt í vetur 🙂

  16. Sá leikmaður sem hefur ekki áhuga á að koma til Liverpool FC á þessum tímapunkti hlýtur að vera eitthvað skertur á einn eða annan hátt.

    Það er algjörlega ljóst að BR og co. eru á réttri leið með liðið okkar og framundan er gullöld, ég er algjörlega handviss um það!

    Y.N.W.A!

  17. Ég bara get ekki annað en pirrast yfir öllum þessum röddum, nú síðast Paul Merson á skysports.com, sem eru að tala um að þetta sé eitt massívasta klúður síðari tíma hjá Liverpool.

    Er ekki alveg í lagi? Menn tala eins og Chelsea leikurinn hafi tapast vegna þess að Liverpool hafi spilað svo glannalega!?! Eru menn með gullfiskaminni eða gefa þeir sjimpansanum í sér fullt frelsi á takkaborðið?

    Liverpool var með fullkomna stjórn á leiknum þegar einn áreiðanlegasti maður liðsins til 14 ára gerir 6. flokks mistök, og rennur svo til í kjölfarið. Massív, tvöföld óheppni og ekkert meira en það.

    Svo leyfa menn sér að gagnrýna Liverpool fyrir að hafa viljað skora fleiri mörk á móti Palace, í stöðu þar sem City er með mótið í höndunum, eiga eftir tvo létta heimaleiki. Hvað annað átti Liverpool að gera í stöðunni 3-0 en að reyna að brjóta Palace alveg niður og bæta 2-3 mörkum við í lokin?

    Það eina sem má gagnrýna við þennan Palace leik er að þegar Palace skorar 2 mörk á stuttum tíma, átti að breyta game planinu strax – sem var ekki gert. En mér líður eins og þessir spekingar hunsi þá staðreynd gjörsamlega að á þeim tímapunkti er City búið að vinna Everton úti og á tvo létta heimaleiki eftir fyrir titlinum. Átti Liverpool ekki að berjast fyrir þessum titli eða hvað??

    Að voga sér svo að leggja málið þannig upp að Liverpool hafi “bara” þurft tvo sigra og jafntefli úr þremur síðustu leikjum til að klára titilinn, eins og það sé minnsta mál í heimi, og fara þannig ósigraðir í gegnum alla seinni umferðina, er bara ósvífni. Maður getur svo sem reynt að skilja að heimskir skríbentar sem hvorki nenna né geta sett sig almennilega inn í málin fyrir hönd allra liða geri slík mistök, en við sem fylgjumst með okkar liði verðum a.m.k. að setja hlutina í rétt samhengi.

    Afsakið þetta rant, sem var í boði Paul Merson.

  18. Þetta tímabil er búið að fara LANGT fram úr björtustu vonum mínum.
    Og skemmtanagildi knatspyrnunnar sem við höfum fengið að horfa á er búið að vera í topp klassa.
    En bara til að viðhalda spennunni þá er hérna smá kenning :
    Við töpuðum titlinum í lokaumferðinni tímabilið 90-91 (og eirum inni 😉 )
    City vann deildina í lokaumferðinni fyrir tveim árum (og eiga líka inni :p )
    Erum við ekki að tala um karma hér 🙂

  19. Ég get ekki sagt annað en að ég er rosalega sáttur með tímabilið í ár. Algjör forréttindi að fá að fylgjast með Liverpool á þessu ári. Þvílíkur fótbolti sem þeir hafa verið að spila, sérstaklega seinni part tímabils.

    Varðandi Englandsmeistaratitilinn, þá er þetta náttúrulega rosalega svekkjandi staðreynd að við séum væntanlega að tapa honum á síðustu metrunum og ég fékk nett sjokk eftir bæði chelsea og palace leikina. Eftir að hafa loksins skoðað hlutina eftir á, þá er ég aðeins farinn að hugsa til næsta tímabils og hversu spennandi það verður. Gerrard verður allavega í 1-2 ár í viðbót og ég held við verðum aftur í góðum séns á næsta ári, svo kallinn fái að lyfta dollunni.

    Næsta tímabil: Meistaradeildin, beint í riðilinn, ekkert forkeppnisrugl. Þetta verður líka einn mest spennandi leikmannagluggi síðastliðin 5 ár, þannig ég er mjög bjartsýnn að við fáum allavega nokkra leikmenn sem labba inn í byrjunarliðið.

    kv, einn sáttur.

  20. Þegar uppi er staðið þá eru mestu vonbrigði tímabilsins hversu vel liðið hefur staðið sig.

  21. Þarna hittir þú naglann á höfuðið einare#24.

    Ef við hefðum tekið þetta hrikalega rönn síðar og náð öðru sæti án þess að eiga séns á titlinum þá værum við í skýjunum. Vissulega er súrt að hafa tapað á móti viðbjóðnum sem sjélskí spilar og það var samspil ótrúlegra atriða sem ollu því. Eins var CP leikurinn einstakur því við vorum að reyna við markatöluna. Hefði aldrei gerst ef við hefðum verið bara að kreista fram sigur. Þá hefðu menn róað leikinn niður og pakkað í vörn!

    Tímabilið er búið að vera stórkostlegt, eina sem vantaði upp á var smá cup run. Hefði verið gaman að vinna annan bikarinn en við munum vera sterkir á fjórum vígstöðum á næsta tímabili.

    Djöfull hlakka ég til!!”

  22. Sælir drengir

    Verð í Kaupmannahöfn um helgina, veit einhver hvar er best að horfa á leikinn??

  23. Þetta tímabil hefur verið frábært. Það var ljóst að liðið ætlaði sér að reyna allt sem það gæti til að ná top4 þetta tímabil og hefur það verið stefna Liverpool og FSG að byggja liðið upp ÞEGAR það kæmist í meistaradeildina. Nú hefur því takmarki verið náð og ég tel að við getum verið spenntir fyrir framhaldinu. Eins og einhver skrifaði hér á undan þá erum við með virkilega ungt lið. Liðin sem eru að keppa í kringum okkur eru alls ekki með jafn ungt lið og munu lenda í miklum breytingum á næstunni.

    Manchester City: Meðalaldur liðsins sem spilaði gegn A. Villa var 28,54 þar sem yngsti leikmaðurinn var Nasri (26) og elsti Demichelis (33). Meðaldur leikmanna sem voru á bekknum eða utan hóps var 25,91 sem gerir að meðaldur City liðsins er 27 ára. Nastisic er yngsti leikmaður þeirra 21 árs.
    Fari financial fairplay að virka þá geta City verið í vondum málum eftir nokkur ár. Þessi mögulega sekt upp á 50m punda gerir það að verkum að maður trúi því ögn að e-ð gæti verið að þokast í rétta átt.

    Chelsea: Meðalaldur Chelsea í síðasta leik var 29,2. Reyndar dregur Schwartzer(41) þetta mikið upp en hefði Cech verið í markinu hefði meðalaldurinn verið 28,4. Meðalaldur þeirra leikmanna sem ekki voru í hóp er 26,91 sem gerir heildar meðaltal liðsins 28,04.
    Ég skil ekki af hverju financial fairplay hefur ekki gert athugasemd við Chelsea. Kannski er það ekki óeðlilegt m.v. að þeir hafa unnið CL og EL síðustu tvör ár og endað í top4. Einnig á Chelsea lánsmenn um allan heim sem virðast geta spilað fótbolta sbr. Lukaku og Marko Marin. Gætu bjargað sér en mikil umskipti eiga eftir sér stað þarna sem gætu reynst þeim erfið.

    Arsenal: Meðalaldur Arsenal var 26. Þeir eiga hinsvegar marga unga leikmenn sem gætu stigið upp og gert það gott. Wilshere, Ramsey, Chamberlain, Szczesny, Walcott og fleiri. Það er samt spurning hvort þeir haldi áfram að selja leikmenn sýna akkurat þegar þeir ætla blómstra sem mest.

    Man utd: Þar verður næsta hóphreinsun. Það er alveg á hreinu. Meðalaldurinn þarna 28,41 og þó svo að Januzaj lofi góðu og Wilson hafi skorað tvö mörk þá er spurning hvaða ungu leikmenn þeir eiga sem geta stigið upp eftir þessa hóphreinsun. Vidic, Evra, Ferdinand, Rafael, Giggs, Nani, Chicarito, Fletcher ásamt einhverjum fleirum gætu farið. Persie á ekki mikið eftir og Rooney er ekki alveg að valda þessum 300.000 punda launatékka sem hann fær vikulega. Ég sé fram á að næsta tímabil gæti orðið erfitt og nú byrji ákveðin uppbygging sem við sáum gerast hjá okkur 2010. Verst að Hodgson sé ekki næsti maður þar inn.

    Liverpool: Okkar ástkæra Liverpool. Meðalaldur okkar er sá lægsti af þeim liðum sem ég hef nefnd hérna. Meðalaldurinn er 25,63 og margir ungir upprennandi leikmenn á okkar snærum. Henderson, Sturridge, Sterling, Allen, Sakho, Flanagan, Couthino eru leikmenn sem verða bara betri. Svo eru fleiri leikmenn sem gætu orðið frábærir eins og Ibe, Borini og Wisdom. Ef við kaupum fleiri leikmenn eins og Lallana, Shaw eða Konoplyanka þá bætist enn í hóp frábæra leikmanna sem eru 25 eða yngri. Framtíðin er björt og myndi ég segja að fyrir Arsenal þá eigum við kynslóð sem getur unnið titla.

    En að næsta leik. Flestir eru búnir að gefa upp vonina að við vinnum þar sem þetta frábæra City lið þarf að misstíga sig rækilega. Þeir gerðu sitt besta fyrir tveimur árum að klúðra þessu en tókst það ekki alveg. Við verðum að halda í vonina að þeim takist að klúðra þessu á sunnudaginn. Slíkt hefur gerst áður. Árið 1989 varð KA, næsta besta félagslið í heimi, Íslandsmeistari í knattspyrnu á Íslandi. Ég man því miður ekki eftir þessu þar sem ég var 148 daga gamall. Þennan dag átti FH titilinn vísann þar sem þeir áttu að spila við Fylki á heimavelli í síðustu umferðinni en Fylkir var þá þegar fallið. FH endaði á að tapa leiknum 1-2 á meðan KA sigraði sinn leik gegn Blikum. Það ótrúlega gerðist og KA sigraði.

    Hver man ekki eftir Keflavík sem tókst fleygja frá sér titlinum í loka umferðinni gegn Fram. Höddi Magg átti þetta frábæra moment: https://www.youtube.com/watch?v=-SeJmLKePJg

    Að lokum man ég eftir dauðafæri Leiknis að komast upp í Pepsi. Þeir þurftu stig gegn Fjölni í til að tryggja sætið sitt í Pepsi deildinni en Pétur Georg Markan ákvað að smella í eina þrennu og hleypti þannig Þór Akureyri upp í Pepsideildina.

    Allt er hægt þó vonin sé veik. Ég ætla mæta í messu á sunnudaginn í Liverpool treyjunni og biðja til allra þeirra sem geta aðstoðað. Ég hef enn trú!

    #PrayOn #MakeUsDrea #YNWA

  24. Það er ljóst að mig dreymdi um titil fyrir stuttu síðan og einnig að mig dreymir enn um titil þó vonin sé veik þetta árið. Mig hefur dreymt um titil síðan Fowler veit hvenær og sá draumur hefur ekki ræst en ég veit að hann mun ræatst, bara ekki alveg ljóst hvenær.
    Hins vegar er ljóst að ef ég á að velja á milli þess að “do a Chelsea” eða spila fótbolta þá valið auðvelt. LFC hefur skapað mér svo margar ánægjustundir í vetur að mér duga ekki tær og fingur til að telja þær (þó ég fari tvær umferðir) og frábær frammistaða liðsins mun bara batna í framhaldinu. Á sunnudaginn mun ég setjast fyrir framan sjónvarpið og titrar og skjálfa af stressi og fagna eins og LFC hafi orðið heimsmeistari í hvert sinn sem liðið okkar skorar og fela andlitið í höndum mér ef svo ólíklega vill til að NFC skori. Hitt er svo ljóst að hver sem niðurstaðan verður eftir lokaumferðina geng ég frá leik hrikalega stoltur af mínu liði og biðin eftir næsta tímabili mun einkennast ef eftirvæntingu og tilhlökkun en ekki kvíða eins og var orðin reglan. YNWA

  25. Ef Eriksen hefði komið til okkar værum við ekki búnir að vinna deildina a þessum timapúnti, hann hefur staðið sig vel a leiktíðinni og við hefðum haft alvöru framliggjandi miðjumann i fráfalli Hendi, er það ekki líklegt að Eriksen, sem hefur beinlínis dregið einn áfram hryllings liði fra Lundúnum, sé að sparka í sjálfan sig fyrir að hafa valið vitlaust lið.

  26. Verkfall flugmanna Icelandair hefur þvì mi?ur þær aflei?ingar a? einhverjir sem ætlu?u á leikinn á sunnudaginn komast ekki. Ef þù ert svo òheppinn a? bùa yfir tveim mi?um sem þù getur ekki nota? þà er èg ì borginni helgu og væri til ì a? kaupa mi?ana. Skjòttu á mig tölvupòsti haukur70@gmail.com

  27. Menn eru enn í einhverjum réttlætingarleik hérna. Vid klùdrudum h#%^#^% Chelski leiknum og tad mun kosta okkur titilinn nema eitthvad kraftaverk gerist ì leik City gegn West Ham.

    ?g er óhræddur ad vidurkenna ad ég er en í sárum eftir tad HRIKALEGA KLÙDUR!
    Er èg virkilega einn?

  28. Orti hæku af þessu tilefni:

    Atli með Kristján fyrir framan
    þakkar
    við tökum undir

  29. Magnað….þið eruð tveir.. 😉

    Annars er enginn sáttur við þetta Chelsea tap… Sumir horfa bara fram á veginn meðan aðrir sjá á eftir því sem þeir geta ekki breytt… Ég veit um tvo sem leggja áherslu á það síðara…

    Það er ástæða til að vera glaður….lítil ástæða til að líta um öxl…

    YNWA

  30. Hvernig er það, borguðum við ekki 35 mills fyrir Andy Carroll svo hann mundi vinna titla fyrir liverpool? væri ekki bara upplagt að hann mundi borga til baka á sunudaginn.

  31. Carl Berg, alveg hárrétt hjá þér (eða eins og segir textanum: “So always look on the bright side of death… (Whistle)”).

    Samt, algjör bömmer. Þeir höfðu þetta í hendi sér.

    En ég hlakka til sunnudagsins. Ég mun styðja mína menn út í eitt eins og ég hef gert frá því að ég byrjaði að halda með þeim um 1975-1980 (man ekki alveg ártalið). Stoltur af árangri liðsins í vetur. Vona svo að endirinn verði ævintýri líkastur.

  32. Átta menn sig á því að það er möguleiki á því að morgundagurinn geti orðið einn besti dagur í lífi þeirra? Það er að vísu ekkert gríðarlega mikill möguleiki en samt svona 10-20%. City er með þetta í höndunum á sér algerlega en samt hafa skrítnari hlutir gerst. Þetta er í rauninni alveg magnað. Maður bjóst ekki við neinu fyrir þetta tímabil og svo gerist þessi snild. Verum þakklátir fyrir hvað þessir drengir eru búnir að gera fyrir okkur og verum stolt af öðru sætinu. Og ef hið ólíklega myndi nú gerast? Ja, það yrði algjörlega magnað:)

  33. Ég veit að það er skoðun ansi margra að Liverpool hafi klúðrað titlinum, farið á taugum eða eitthvað í þá veruna. Ég hafna þessu alfarið. Liverpool þurfti að vinna síðustu 14 leikina til að klára þetta mót og það er alveg ljóst að það var alltaf mjög krefjandi verkefni með svona lítinn og reynslulítinn hóp. Ef eitthvað lið klúðraði titlinum þá er það Chelsea en það talar enginn um það enda mun skemmtilegra að stríða “titilsoltnum” Púllurum en þeim fáu sem hafa þann furðulega smekk að halda með Chelsea. En Chelsea er einmitt liðið sem klúðraði deild og Meistaradeild á nokkrum dögum og tapaði stigum gegn Sunderland, Crystal Palace, Norwich, West Ham og WBA síðustu mánuði. Liverpool hafði vissulega örlögin í sínum höndum á ákveðnum tímapunkti en það höfðu líka önnur lið í vetur.

    Varðandi sumarið þá er ljóst að það skiptir miklu máli að styrkja liðið rétt. Sumrin 2002 og 2009 eru víti til varnaðar og efnileg lið tóku skref aftur á bak næsta tímabil á eftir. Hinsvegar má ekki gleyma því að 2002 vorum við með veikan knattspyrnustjóra og 2009 með fársjúkan klúbb og ekkert gert af viti. Núna horfir þetta öðruvísi við; efnilegur og öflugur stjóri við stjórnvölinn og góð samstaða stjórnenda og eigenda klúbbsins sem skiptir auðvitað öllu máli og allir séu með sameiginlega og skýra framtíðarsýn.

    Kaupin undir stjórn Rodgers hafa verið misjöfn og getum við talið upp ansi marga sem virðast eiga lítið erindi í liðið. En þó hafa nokkrir góðir verið keyptir og núna þegar liðið er í Meistaradeild og spilar aðlaðandi fótbolta þá er þetta bara spurning um kaupverð og laun. En það hljóta að vera til peningar til að kaupa öfluga leikmenn. Ég held að allir metnaðarfullir leikmenn sjái Liverpool sem heillandi valkost. Það þarf að kaupa menn í byrjunarliðið og auka þannig breiddina á bekknum.

    Ég er bjartsýnn á framhaldið. We go again!

Staðan 7.maí

Risapottur ReAct! [auglýsing]