Staðan 7.maí

Í dag er 7.maí 2014 og það eru FIMM dagar eftir af ensku úrvalsdeildinni. Liverpool eru á toppnum. Mig grunar að það verði ekki staðan í lok kvölds, þannig að við skulum allavegana njóta þess að skoða töfluna í dag. Hún er svo sannarlega merki um að þetta tímabil hefur verið algjörlega frábært.

Tafla

Koma svo Aston Villa!

55 Comments

 1. Á maður að horfa á leikinn í kvöld? Er það ekki merki um sjálspíningarhvöt?

 2. No team has ever lost the premier league in as strong position as liverpool was before the chelsea match 😛

 3. eg er að horfa a city leikinn og ju þetta er sjálfspíningarkvöl , bara spurning hvenær city skorar, villa kemst ekki fram fyrir miðju þvi miður

 4. Villa er að hanga í þeim 🙂 þeir munu sigra, Þetta er að gerast!! Titillinn verður okkar! BELIEVE!!

 5. Ef villa vinnur, þá sver ÉG AÐ ÉG MUN KAUPA TREYJU MEÐ MARKASKORARANUM!!!!!
  ÉG SVEEEEER!!!
  ÉG MUN LÍKA GERA HELLING AF ÖÐRUM HLUTUM!!!
  AAAAH!!!

 6. City aðdáendur uppteknastir við að syngja níðsöngva um Gerrad, svona hegðun kallar á karma…

 7. Ef þeir gera jafntefli og Crystal Palace leikurinn hjá okkur verður ástæðan fyrir því að við vinnum ekki Premier League þá verður maður þunglyndur…

 8. ég er einna mest með í maganum gagnvart því að þessi leikur fari jafntefli……þá er Palas-leikurinn svo mikið “in your face” dæmi, á okkur 🙁

 9. Það er alltaf frábært að Villa nái jafntefli…!!! Það auðveldar kraftaverkið sem gerist 11. Maí og milljón Liverpool áhangendur fá sér West Ham treyju með Andy Carroll á bakinu!! Koma svo Villa … hanga á þessu!!!

 10. JÆja við verðum að treysta á að Hamranir vinni á sunnudaginn og við tökum dölluna á lokaumferðinni.

 11. -_- Meðan ég var að skrifa kommentið… hefði betur tékkað á stöðunni áður en ég ýtti á senda!!!

 12. Ef það sé einn leikur sem ég hafði villjað breyta þá er það ekki Chelsea eða Crystal Palace leikurinn. Það myndi vera útileikurinn gegn City. Jafntefli myndi þýða við værum með 82 stig og City með 81 stig ef þeir vinna Villa leikinn. Þetta væri ennþá i okkar höndum.

 13. Hvað er þetta. Þeir klúðra þessu niður og tapa 2-3. Sénsinn! Ástæðan fyrir því að þeir verða meistarar en ekki við.

 14. Liverpool klúðraði þessu með því að tapa á móti Chelsea.

 15. Já alveg ótrúlegt klúður að vinna ekki 15 leiki í röð !!!!! Held að menn verði aðeins að líta á það að það var í raun algjört kraftaverk að við vorum komnir í þessa stöðu.

 16. Hefði sætt mig við jafntefli gegn Chelsea. Fóru svo fram úr sér í leiknum á móti CRY þar sem markiðmiðið var að skora tvö mörk í sókn. En það þýðir ekki að gràta Björn bónda. Síðasta hálmstráið núna er að West Ham vinni Man City. Ólíklegt en allt getur gerst. Á fram West Ham!

 17. Við vorum í dauðafæri að vinna loks titilinn, ná þeim númer 19, minnka bilið niður í einn titil. en við erum bara ekki sigursælasta lið englands, og verðum það ekki með svona framistöðu einsog á móti CP. það man enginn eftir liðinu númer 2. Heck, Við unnum færri titla en litla liðið í manchester þar sem charity shield telst sem titill.

 18. Svakalega er ég glaður að ég fann mér eitthvað annað að gera en að horfa á þennan leik.

  Þá er West Ham eina vonin okkar. Þeir verða að gera svo vel að taka City á Ethiad. Ehemm….létt verkefni, já, já 🙂

 19. Hættið að tala um að það hafi verið einhver skömm að taka á móti Chelsea. Liði sem var búið að taka City tvisvar á tímabilinu og fór í undanúrslit í CL. Eitt besta varnarlið í Evrópu. Ekki gleyma því heldur að markið var sorglega slysaslegt og kom alls ekki af því að við vorum að spila blússandi sóknarbolta. Pirrar mig að lesa mörg comment að við höfum klúðrað málum svo stórkostlega í þeim leik. Við vorum bara stórkostlega óheppnir og þetta hefði getað komð fyrir ÖLL lið að fá svona mark á sig.

  Varðandi Palace leikinn. Auðvitað hefðum við aldrei tapað niður 3 marka forustu á móti þeim í venjulegum deildarleik. Það var hins vegar ekkert venjulegt við þennan leik og greinilegt að BR og leikmenn mátu stöðuna þannig fyrir þennan leik að eina leiðin til að ná City væri að komast upp fyrir þá á markatölu. Við verðum að setja þetta hrikalega klúður að missa niður 3 marka forustu í það samhengi. Ef þetta hefði verið venjulegur deildarleikur þá hefði BR dottið niður með liðið í stöðunni 3 – 1 í stað þess að bæta í sóknina.

  Gleðjumst frekar yfir frábærum árangri á þessu tímabili, burtséð frá því hvort við hirðum dolluna eða ekki. Erum með frábæran leikmannahóp, stórkostlegan þjálfara og erum komnir í UCL! Framtíðin er svo sannarlega björt.

 20. Sko, það er engin skömm að tapa á móti Chelsea. Og það hárrétt hjá á öllum að tímabilið hefur verið frábært. En liðið hafði þetta sínum höndum þegar þrír leikir voru eftir. Kannski er ekki fallegt af mér að segja að liðið hafi “klúðrað” þessu, en þvílíkt dauðafæri sem það var í. Um leið og sá leikur tapaðist var það upp á náð og miskun annarra að dollan fer til Liverpool. Vonin er enn fyrir hendi en hún er veik. Ég mun horfa á leikinn á sunnudaginn og hylla mína menn. Og hver veit, kannski gerist kraftarverk.

 21. Það er líka e-ð furðulegt við þessa deild. Það gæti svo farið að fjórða sætið endi með 79 stig! Það er það hæsta frá upphafi.

  Til samanburðar þá var fjórða sætið undanfarin 15 ár svona:
  73-69-68-70-72-76-68-67-61-60-67-71-68-67-67

  En til marks um hvað þetta tímabil hefur verið skemmtilegt fyrir hlutlausa (hverjir í andskotanum eru það annars?!?!?) þá munar eingöngu 7 stigum á liðinu í efsta og fjórða sæti.

 22. Ég bara á mer eina ósk og hún er einfaldlega svona…..
  Það er sunnudagur og síðasta umferðin í enska, það eru 5 mínútur eftir og enginn annar en Andy Carroll er að koma WEST HAM í 0-2 á móti city…. Ég græt og mínútu síðar fullkomnar Luis Suarez þennunan sîna og kemur Liverpool í 5-1 ég gjörsamlega tryllist eins og hálf heimsbyggðin.
  YNWA

 23. Jæja, braut Liverpool treyjuna vandlega niður í töskuna áðan og kyssti hanann. Haninn blikkaði mig og sagði – Þetta er ekki búið !

  Á morgun verður lagt af stað.

  Kl : 16.45 á sunnudaginn mun þyrla rjúka af stað með bikarinn frá Manchester til Liverpool. Bikarinn verður á 300km hraða til Anfield Road þar sem allt verður gargandi vitlaust – Þar mun ég blikka hanann tilbaka.

  Staðfest !!!

 24. #35 Algerlega frábært komment og jú, það er enn von. Ef það er einhver þjálfari sem myndi ekki leiðast að spilla partýinu á Ethiad nk. sunnudag, þá er það STÓRI Sam! Honum leiðist heldur ekkert athyglin 🙂

 25. Nr. 32
  Audvitad var skömm ad tapa à móti Chelski ì mikilvægasta leik à Liverpool í mörg àr í leik tar sem Chelski spiladi upp à jafntefli. Tetta var ótrúlegt klúdur og skrifast à reynsluleysi Rodgers eins klúdrid gegn Crystal Palace.
  Vîst erum vid búnir ad eiga fràbært tímabil langt fram úr væntingum tad breytir hins vegar ekki teirri stadreynd ad vid klúdrudum tækifærinu.

  Nú getur adeins risaklúdur Man City gegn West Ham fært okkur titilinn…enn er von.
  YNWA

 26. Við eigum í hjörtum 3ja leikmanna West Ham, Downing, Cole og Carrol. Einhvern veginn fyndist mér ekki ótrúlegt að Carrol eigi eftir að gera okkur ótrúlegan greiða um helgina og skora með skalla eftir horn og WH vinnur 0-2, Downing skorar seinna markið úr skyndisókn í lokin og Liverpool vinnur Newcastle 5-0. Dollan fer á Anfield. Ég hef þessa tilfinningu…
  Koma SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
  Kraftaverkin gerast enn og það mun eitt detta inn á sunnudaginn…
  Áfram Liverpool-þið eruð geggjaðir!

 27. Kraftaverkin gerast enn – sást best í gær þegar united vann á heimavelli.

 28. Hvernig geta menn virkilega verið að tala um að Liverpool hafi klúðrað einhverju í vetur ? Horfiði á töfluna og skoðið svo mannskapinn á sama tíma. Hverju var verið að klúðra ?

  Þetta er einfaldlega skemmtilegasta tímabil sem ég man eftir og ljósárum fram úr væntingum. Meira svona takk !

 29. Ótrlúlegur þessi Pollíönuleikur hjá sumum. Kannski er þetta aðferð til að losa sig við svekkelsið. Auðvitað er liðið búið að standa sig stórkostlega í vetur, ekki spurning. Framar björtustu vonum. Spilað á köflum stórkostlega. Náð markmiði sínu. En liðið var í dauðafæri, algjöru. Og má þá ekki ræða það? Við sitjum og horfum á alla leiki Man City og vonum að þeir misstígi sig. Kennum andstæðingum um að hafa spilað af hálfum huga þegar Man City vinnur (sbr. Everton).

  En auðvitað var tapið gegn Chelsea sárgrætilegt og einstök óheppni. Liverpool átti aldrei skilið að tapa þeim leik. Mér fannst Liverpool spila vel en leikurinn breyttist þegar Chelsea komst yfir og þá þurfti virkilega að sækja á þá.

  Ég skal viðurkenna að tala um klúður er kannski of fast að orði kveðið.

 30. Mér finnst það merkilegasta við þessa töflu að Tottenham er með +1 í markatölu eftir 37 leiki.

 31. Algjör óþarfi að vera verja þetta klúður sem síðustu tveir leikir hafa verið. Liðið var sjálft búið að spila það vel að kröfurnar voru orðnar miklar. Síðustu tvo leiki á algjörlega að skrifa á Rodgers að mínu mati þar sem hann hefði ekki átt að ofmeta getu liðsisns líkt og mér fannst hann gera. Með góðu uppleggi hefðu fjögur stig fengist úr þessum tveimur leikjum en eitt stig er algjörlega óásættanlegt miðað við hvað liðið er búið að sýna og að afsaka þessa leiki með því að tímabilið hafi verið gott í heildina og að þess vegana sé allt í lagi að kúðra besta tækifæri Liverpool á að vinna titilinn í góð 20 ár er fráránlegt, það er bara vonandi að menn muni hafi þroskan í að klára þetta á næsta tímabili.

 32. Það eru allir svekktir sama hvernig menn tala hérna.

  Ég kýs að taka þessu þannig að ég reyni að spá í því góða sem hefur gerst með þetta lið.
  og fær mig til þess að afneyta þeim raunveruleika sem blasir við verum bara raunsæ með það að það þarf eittvhvað stórkostlegt að gerast svo að við sjáum Liverpool nr 1 á sunnudaginn

  Ég trúi því bara svo svakalega að með þennan þjálfara og þennan kjarna sem er verið að byggja upp þarna er þetta félag komið til að vera í þessari baráttu í langan tíma.
  að ég er alveg tilbúinn að fyrirgefa mönnum það strax að hafa gert misstök og sum þeirra komu á skelfilegum tíma.

  Liverpool aðdáendur um allan heim eru þekktir fyrir stuðning, við erum með besta liðið þótt við endum í miðri deild menn syngja Youll never walk alone 3-0 undir í úrslitaleik CL
  menn syngja bara hærra þótt liðið sé að tapa.

  fyrir þetta erum við taldir óþolandi, við höfum ekki unnið þennan bikar í yfir 20ár samt halda allir með City eða Chelsea sem ekki halda með Liverpool

  klúbburinn er öfundaður af stuðningsmönnum þess.

  Ég er ekki að segja að það meigi ekki gagnrínamenn en að tala um skitu og drulla yfir einstaklinga í félaginu er okkur ekki sæmandi við erum ekki þekkt fyrir þetta.

  ef allt fer á versta veg á sunnudaginn já versta veg 2 sætið
  þá skal ég lofa ykkur því að menn verða búnir að jafna sig innan 2vikna.

  afhverju?

  Jú við förum að átta okkur á því að alvöru að við erum komnir með lið til að berjast um þennan titil. Ef þetta skrifast á eitthverja reynslu þá er það bara flott , Menn vinna sér hana inn.
  Þetta lið bætara eftir næsta glugga og meiri reynslu er að fara bæta ykkur þessi klúður upp strax á næsta tímabili.
  Og ekki gleyma því að það er ein umferð eftir og við erum en í séns!.

 33. Munið þið eftir því þegar Moses sagðist ætla að skora 20 mörk á tímabilinu? Var það kannski prentvilla?

 34. Við erum alltaf að fara að taka á móti titlinum á laugardag. Búið að spá því.

 35. Ég vona að B R eigi eftir að læra af þessu tímabili og bæta varnarleikinn mikið næsta ár,annars er hætta á að hann endi eins og Kevin Keagan sem spilaði sóknarbolta með Newcatstle í nokkur ár án þess þó að vinna nokkurn bikar.

 36. Komin út á flugvöll. Búin að hitta nokkra Poolara- sem allir eru hressir og hlakka til að hvetja leikmenn liðsins áfram á sunnudaginn hvort sem við fögnum 1 e

 37. Heldur betur Magginn #45. Ég man líka eftir því þegar liðinu sem var spáð 5-6 sæti var í 2 sæti í næst síðustu umferðinni og menn vonuðu sko að þjálfarinn myndi taka sig saman í andlitinu læra af öllum þessum mistökum tímabilsins (#47 m.a.).

  Ekki er öll vitleysan eins.

 38. Heims yfirráða baráttan heldur áfram, Rússarnir (chealea) er úr leik og arabarnir (stóra liðið í mansester) hafa þetta í höndum sér, en maður skildi þó aldrei afskrifa kanana.

  athugið eitt, við höfum uppá ekkert annað að spila en heiðurinn núna og engin pressa, á meðan þá kemst city upp með jafntefli, og það er alltaf hættulegt að hafa þá hugsun í hausnum fyrir leiki

 39. Sæl öll….

  Þegar ég renndi yfir þetta og var sammála öllum ( ég skipti mjög oft um skoðun) þá leist mér nú samt best á innlegg frá Tolla #46# þar sem hann lýsir því yfir að við munum taka við bikarnum á laugardaginn….þýðir það að við þurfum ekki að spila leikinn á sunnudag og að Man.city ákveði að þeir vilji ekki bikarinn og láti okkur því hafa hann? Eða er ég eitthvað að rugla eru ekki leikirnir á sunnudaginn?

  If this is as good as it gets….þá verð ég bara glöð með það nú ef það verður betra þá verð ég bara enn glaðari með það.

  In Brendan We Trust

  Þangað til næst….

  YNWA

 40. Held að Moses hafi meint 2,0 mörk á tímabilinu 🙂

  Annars stórkostlegt tímabil að klárast á sunnudagin og við í BULLANDI séns á að vinna dolluna ennþá. Ef city tapar og við vinnum þá er titillinn okkar. Ekkert flóknara en það.
  Allt getur gerst kæra fólk, við erum flottustu stuðningsmenn heimsins og við trúum, EKKI SATT?!?

Kop.is Podcast #60

Takk fyrir mig