Crystal Palace – Liverpool 3-3

Orðum þetta svona ég er á mörkum þess að vera í ástandi til að skrifa þessa skýrslu. Djöfulsins hrottalegur aumingjaskapur þetta var, ja hérna hér. Liverpool er 0-3 yfir þegar rúmlega tíu mínútur eru eftir og skítur upp á bak og missir það niður á tíu mínútum gegn Crystal Palace. Fari það í kolbölvað…

Svona varnarleikur skilar ekki titlum, það er allt að því staðfest og spurning hvort þetta lið þurfi ekki að fara huga að smá millivegi milli sóknarleiks og varnarleiks. Brendan Rodgers þarf að læra af þessum leik, hann hefur verið nálægt því að vera fullkominn í ár en þetta var kjaftshögg sem þarf að læra af.

Förum yfir það helsta í leiknum.

Byjrunarlið Liverpool var svona:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan

Gerrard
Joe Allen – Lucas
Sterling

Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Toure, Agger, Coutinho, Aspas, Moses, Cissokho

Coutinho var tæpur vegna meiðsla og fór því (miður) út fyrir Lucas Leiva. Sturridge var kominn aftur eftir meiðsli. Suarez var eitthvað veikur fyrir leik en harkaði af sér.

Strax í byrjun átti Johnson að fá klárt víti en Clattenburg þorði því ekki bölvaður. Fengum horn í staðin sem hafnaði á Sakho í dauðafæri en skalli hans framhjá. Johnson komst í gegn stuttu seinna en skallaði framhjá.

Eftir tæplega tuttugu mínútna leik skoraði Joe Allen gott mark eftir hornspyrnu Gerrard. Greinilega taktík beint af æfingasvæðinu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks átti Suarez klárlega að fá víti en fékk í staðin gult fyrir að mótmæla. Sturridge átti skot stuttu seinna sem Speroni varði í stöngina. Endurkastið fór á Suarez sem skaut upp í stúku.

Sturridge var betur með á nótunum á 53.mínútu og skoraði eftir að skot hans hafði viðkomu í varnarmanni.

Nú var hægt að hugsa um markatöluna og Suarez var búinn að skora tveimur mínútum seinna eftir gott samspil með Sterling.

Liverpool ætlaði að keyra yfir Palace og var ákaflega kærulaust í varnarleiknum, barnarlegt eftir fyrsta mark Palace.

Palace var svosem ekki að gera neitt af viti lengst af en skiptu fljótum sóknarþenkjandi mönnum inná í restina og herjuðu á allt of mikið pláss sem leikmenn Liverpool skildu eftir sig. Fáránlegur varnarleikur hjá okkar mönnum sem voru búnir að gera það sem skipti öllu máli, skora gegn Palace.

Þegar staðan er 0-3 gegn Palace í titilbaráttu og 12. mínútur eftir er fullkomlega óafsakanlegt að missa það niður í stress, hvað þá að missa það niður í stigamissi. Ótrúlega lélegt hjá okkar mönnum og við skulum biðja fyrir því að Villa nái ekki jafntefli á miðvikudaginn, nánast að maður vilji frekar sigur City.

En já það gengur allt með City núna eftir að Liverpool lagði þá af velli og það er engum að kenna nema okkar mönnum. Dealany gaf þeim líflínu á 79.mínútu með smá heppnismarki, skot fyrir utan teig sem fór í Johnson og lak þaðan í netið. Þarna strax var ljóst að markatalan var farinn og tími á að þétta vörnina.

Spretthlauparinn Gayle sem var nýkominn inná minnkaði muninn í eitt mark stuttu seinna eftir skyndisókn. Varnarlína Liverpool fáránleg og mjög mikið panikk komið í liðið.

Þegar tvær mínútur voru eftir gerðist það sem allir bjuggust við á þeim tímapunkti, eins fáránlegt og það hljómar, Palace jafnaði 3-3. Neville og Carragher eru gjörsamlega að slátra varnarleiknum í þriðja marki Palace, vörnin okkar steig ekki út og nánast beið eftir að þeir jöfnuðu. Átakanlegur varnarlekur.

Versta skita Liverpool sem ég man eftir í ansi langan tíma og svona varnarleikur er ekki boðlegur.

Brendan Rodgers náði ekki að bregðast við stressinu sem kom eftir fyrsta mark Palace og ekki heldur eftir seinna markið þeirra. Þá hafði t.a.m. Agger verið velkominn inná, Rodgers sagði eftir leik að hann ætlaði að setja hann inná, seinasta markið kom á 88.mín og því ljóst að hann var allt of seinn að bregðast við.

Liverpool er ömurlegt í því að verja forystu og er að fá allt of mörg mörk á sig, svona slysi hefur verið hótað áður en tímasetningin núna er afleit. Að vissu leyti hefur þessi sóknarleikur komið okkur þetta langt en við höfum tapað góðri stöðu of oft niður.

Maður leiksins.
Fyrir það fyrsta er maður leiksins í liði Palace, Gayle kom inná og eyðilagði partýið alveg. Suarez skoraði gott mark í leiknum en átti þrátt fyrir það ekki svo góðan leik, kom mér á óvart að hann skildi klára hann. Sterling komst lítið í takt enda svæðið mjög þétt sem hann var að vinna á. Sturridge var skástur af þeim og skoraði gott mark. Gerrard var fínn í 78.mínútur en það var allt of mikið skarð á miðjunni í restina. Lucas virkar á mann sem old boys leikmaður í þessari stöðu og ég er ekki viss um að hann sé í framtíðarplönum Rodgers. Undir restina var hann alveg sprunginn, guð minn góður hvað við söknuðum Henderson illa. Þetta rauða spjald í uppbótartíma gegn City var rosalega dýrt, það er ljóst eftir síðustu tvö leiki.

Vörnin var góð í 79.mínútur í leiknum með Johnson bestan en það er bara ekki nóg og það er allt of mikið að fá á sig þrjú mörk gegn Palace, þetta er ekkert flóknara en það. Fá falleinkunn frá mér í dag. Palace var að verjast með 6 menn í öftustu línu allann leikinn og það er glæpsamlegt að leka þremur mörkum inn gegn þannig liði.

Ég gef Joe Allen mann leiksins af okkar mönnum, hann braut ísinn sem á að vera aðal vesenið gegn Palace og var góður í dag. Jordan Henderson er sárt saknað en Allen gerði vel í dag. Frammistaða sem átti að skila öruggum sigri.

Þetta var blanda af reynsluleysi, kæruleysi, þreytu og aumingjaskap. Þetta var alveg eins hrikalegt og hugsast getur og þetta kostar okkur titilinn endanlega.

Ég veit allt um möguleikann á því að City tapi heima en hef bara ekki trú á honum. Liverpool er alls ekki búið að gera sitt í að setja pressu á þá.

Fair play á City þeir hafa verið bestir í ár.

164 Comments

 1. Þarna fór eina tækifærið okkar á þessum titli… peningarliðin fjarlægjast okkur svo stjarnfræðilega um ókomin ár. Ekki var það vel nýtt, eigum hann heldur ekkert skilið.

 2. Orðlaus.com

  Að tapa niður 3-0 forystu á 10 mín er auðvitað ekki boðlegt.

  Hvort verður það 2. sætið eða það þriðja? Meistaradeildin er amk komin í hús!

 3. Glæsilegt tímabil senn á enda. Ekki hægt að neita því að liðið hefur vakið hjá manni tilfinningar á þessu tímabili og í dag varð engin breyting á. Klárlega skemmtilegasta lið deildarinnar og árangurinn langt fram úr vonum.

 4. Engin meistaraheppni í kvöld, þetta fer í sögubækurnar held ég.

 5. Vá hvað maður er kominn með nóg af Rikka G lýsara, mjög pirrandi að heyra hann lýsa leikjum Liverpool. Er ég sá eini?

 6. BR talar um að vinna stórt það kostaði okkur í dag. Vinna var fyrsta málið. Hvað lærði hann af þessu?

 7. Ég get bara ekki skilið afhverju brendan rodgers henti ekki daniel agger inn à þegar palace var búðið að minnka forskotið niður í eitt mark

 8. Þetta er auðvitað hrikalega svekkjandi, en ef við trúum ekki þá trúir engin, áðan þurftur city að gera eitt jafntefli til þess að við ættum séns, nú þurfa þeir að tapa einum, þetta er ekki alveg búið.

 9. Dömur mínar og herrar, í kvöld sáum við muninn á liði sem klárar deildina og því sem gerir það ekki.
  Ég er formlega farinn offline fram að preseason!!!

 10. Flanagan með algera skitu í marki nr 2, allt of langt frá manninum sínum. Svo er Lucas bara á skokkinu í þriðja markinu og Skrtel endar með að þurfa að dekka tvo menn.

 11. Ef þetta gat skeð getur Man C alveg tapað sínum leik því ekki. Þetta er ekki búið fyrr en eftir lokaflaut næsta sunnudag, ég trúi enn

 12. Sjá hann Lúkas í leiknum, hann ráfaði um völlinn algjörlega stefnulaust

 13. Jæja félagar,liðið er eitt á toppnum, það er ekki allt búið enn. Það verður þó ekkert tekið af frammistöðunni síðustu 20min, svona frammistaða á ekki margt skilið

 14. Þetta er ekki búið . Ef City tapar öðrum leiknum dugar okkur sigur gegn newcastle

 15. Kæri B.Rodgers. Ég hef alltaf verið þinn maður. Alveg frá byrjun þegar við töpuðum 3-0 gegn WBA. En í þessum leik áttu bara að skammast þín. Að geta ekki haldið þriggja marka forystu gegn C.Palace í bullandi titilbaráttu er aumingjaháttur á hæstu gráðu. Moses fyrir Sturridge í 2-3 stöðu og Þeir í bullandi sóknarsveiflu. ERTU AÐ GRÍNAST. Ég er brjálaður. Þetta er svo miklu meira “slip” en það sem við sáum hjá Gerrard.

 16. vá hvað þetta er ofboðslega sárt…….langt síðan ég hef upplifað svona mikinn sársauka eftir fótboltaleik.

  Við vinnum ekki titla með svona varnarleik…….því miður.

  Verðum samt að skoða tímabilið og hlutina í réttu samhengi. Þetta tímabil er búið að vera stórkostleg skemmtun í alla staði. Samt alveg ömurlegur endir, ömurlegur og erfitt að horfa á björtu hliðarnar núna.

 17. Þvílíkur viðbjóður sem þessi leikur var. CP voru samt bara að spila frekar vel.

  Svona fimm klúðruð dauðafæri og hryllilegur varnarleikur í seinni hálfleik.

  Ennþá örlítill vonarneisti til staðar samt sem áður – Treysti á að City tapi einum af þeim leikjum sem þeir eiga eftir, vil meina að þetta stig geti verið frekar mikilvægt.

 18. Erfitt að kvarta yfir liði sem hefur safnað stigum langt fram úr björtustu vonum í vetur,

  … en samt!

  Úff.

 19. Sælir félagar

  Mér er nákvæmlega sama hvað hæla má liðinu fyrir frammistöðuna á leiktímabilinu þessi frammistaða á síðustu 15 – 20 mínútum er algerlega óboðleg. Hvílík drulla og aumingjaskapur sem menn sýndu þessar síðustum mínútur er til skammar og því fær ekkert breytt. Nokkur met fallin en að tapa þessum leik er bara í verulegu ólagi. Ég held þó að stjórn BR í leikjunum á móti Chelsea og svo í kvöld klikkar gersamlega. Því miður.

  En hvað um það. Árangur liðsins heilt yfir (sóknin þó fyrst og fremst) er auðvitað mjög góður. En niðurstaða þessa leiks er sá dómur sem í raun löngu er fallinn. Sóknin vinnur leiki en vörnin vinnur mót. Þessi leiktíð er dómur yfir vörn liðsins og hana þarf að bæta verulega fyrir næsta tímabil. Þó má benda á að leikmenn sem eru nýkomnir ( Coutinho) inná skokka bara rólega til baka þegar við fáum á okkur mark númer 2. Það er náttúrulega ekki í lagi

  Það er nú þannig

  YNWA

 20. Hvað gerðist eiginlega ?
  Ég þurfti að fara að svæfa í stöðunni 1-3 og kem til baka í 3-3 WTF

  En fjandinn hafi það, það er skárra að tapa titlinum svona heldur en á markatölu það er skárri af tvem slæmum kostum.

 21. Sammála #11 Algerlega fáranlegt að það var ekki búið að setja varnarmann inn á. Rodgers óreyndur í svona mikilvægum augnablikum. Sárt og mikil vonbrigði. Eigum samt ennþá séns. Eina og Maggi sagði “deildin vinnst á 84 stigum” Höldum í vonina þrátt fyrir vonbrigðin.

 22. Já svona hefur gerst áður,,,, 2005 er Liv kom til baka og vann meistaradeildina, en fokk fokking fokk.

 23. Það er augljóst að okkur er ekki ætlað að vinna titilinn. Það er bölvun á Liverpool. Veit ekki hvort henni verður nokkurn tímann aflétt. Ég er með tárin í augunum.

 24. Svekkjandi, en það eina sem breyttist við þetta er að City þarf að tapa öðrum leiknum en ekki bara gera jafntefli. Það getur alveg gerst. Ekki draga allt í volæði síðustu vikuna. Chin-up, liðið er búið að vera stórkostlegt og spila stórkostlega, og er í efsta sæti deildarinnar!! We go again.

 25. Vona að næst leikur kveðjuleikur margra einstaklinga í vörninni. Efast um að nokkuð lið hafi endað jafn ofarlega og liverpool með jafn stjarnfræðilega lélega vörn!

 26. Skammarleg frammistaða. Mér er slétt sama þótt við höfum verið betri í 79 mínútur, svona frammistaða er eins ömurleg og hún getur mögulega verið og þeir skitu allir gjörsamlega upp á bak, Rodgers og allir leikmennirnir. Það má skipta allri helvítis vörninni út í sumar, I don’t give a shit.

 27. Liverpool sá algjörlega upp á sitt einsdæmi í kvöld að drepa drauminn. En frábært tímbil á enda ekki bjóst maður við þessu í upphafi tímabils.

 28. Æji við skulum sleppa því að taka út einstaka leikmenn! Þetta var hrun hjá liðinu. Þeir virtust verða gráðugir, vildu skora fleiri mörk og þá hrundi vörnin. Liðið var skjálfandi þegar staðan var orðin 2-3 og rúmar 10 mín á klukkuna – sem var of langur tími miðað við spilamennsku liðsins.

  Í gærkvöldi hlustaði èg á 36. Þátt af podkasti kop.is sem var tekinn upp daginn eftir að deildinni lauk í fyrra. Menn voru ánægðir með þróun liðsins, en ég efast um að nokkur hafi grunað að liðið yrði í titlabaráttunni næsta tímabil. Margt jákvætt að gerast. Við erum í CL í haust og nú þarf BR að halda áfram að byggja upp liðið.

 29. Lítum á þetta þannig piltar að Manc þurfti alltaf að klúðra einhverju úr því sem komið var. Það hefur ekki breyst svo mjög í þeim efnum.

 30. 1 sinni hafa Sakho og Skrtel haldið hreinu í 17 skiptum ( skv Carragher). Hvað í helvítinu er það? Ég hef líka afar litla trú á að Mignolet geti stýrt vörninni.

 31. Þvílíkt klúður! Hvernig er hægt að vera 0-3 yfir á 88 min og gera jafntefli! Þvílík skita hjá Rodgers, að setja Moses inná en ekki Agger eða Toure er óskiljanleg ákvörðun, versta ákvörðun í sögu Liverpool í úrvalsdeild kannski, og að spila með Skrtel og Sakho saman þýðir að það verða vandræði, þeir hafa spilað 17 leiki saman í miðverði og ALDREI haldið hreinu….

 32. BR klikkaði i dag. Hrósa leikmönnum fyrir að gefa allt sitt i dag. 3 0 yfir og skipta ekki þegar leikmenn gatu varla hreyft sig lengur utaf þreytu. Er bara ekki nogu gott! Við erum með i CL med þennan mannskap. Til hamingju liverpool!!

 33. Nú er bara eins fokking gott að City vinni báða sína. Annars verður maður pínu sár á Anfield um næstu helgi. Reyndar mættu þeir alveg tapa öðrum, þá gæti maður tekið gleði sína á ný. 🙂 #fokkmylife

  Live by the sword. Die by the sword.

 34. Þetta fer í reynslubankan hjá Brendan, ég var að spá í það á ’75mín að hann mætti ekki sprengja liðið bara til þess að skora fleiri mörk. Liverpool þarf að læra að róa leikinn niður þegar þeir eru komnir með svona forystu.

  Liverpool er það lið sem flestir myndu borga fyrir að sjá spila, annað en hörmungin sem Móri spilar.

 35. Fyrir tímabilið hefði maður verið himinlifandi með 2.sætið en núna er maður gjörsamlega á botninum.. Skrýting tilfinning.

 36. við erum samt á toppnum hver hefði trúað því að við yrðum á toppnum þegar við ættum einn leik eftir. Gerrard var spurður í viðtali í desember eða janúar hvort hann myndi taka bara 4 sætið og eiga engan séns að fara ofar og hann sagði já svo komu þessir ótrúlegu 11 leikir í röð sem ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var mikið og virkaði taktíkin hjá Rodgers að taka bara einn leik í einu og maður var ekkert að spá í síðasta leik eða þarnæsta þangað til það kom að því að við urðum að reikna saman hvaða leiki við ættum að vinna og city og chelsea að tapa stigum.
  Við sáum það öll að það er allt hægt í fótbolta og hvað þá í ensku deildini afhverju getur aston villa ekki unnið city?
  Ég trúi enn og ef ekki meigum við vera svo stolt af þessu tímabili og þeir sem halda að þetta hafi verið okkar eini séns á að vinna titilinn þá er það bara vitleysa. Við munum líka styrkja okkur þó kannski ekki með 2-3 40milljona leikmonnum eins og sum lið þá eru það lið sem vinna leiki ekki einstaklingar þó hann heiti messi,ronaldo eða suarez.

 37. Fannst mönnum samt Suarez almennt í Suarez klassa í kvöld? Hefði tekið hann útaf frekar en Sturridge(ekki það að hann gerði mikið) Skil ekki hvernig Lucas fær að klára þennan leik, hann var svo dapur í honum. Greyið hlýtur að vera látinn fara í sumar.
  Svo vil nýja vörn frá A-Ö getum byrjað á markmanni, hrikalegt að Mignolet geti ekki varið svona bolta eins og í fyrsta markinu.

 38. Fyrst og fremst frábært tímabil sem senn er að baki. Því miður væntanlega titlalaust samt.
  Frábær fótbolti sem liðið okkar er að spila, en við fórum því miður á taugum í síðustu umferðum og þoldum ekki pressuna þegar við voru ekki lengur underdogs heldur með þetta í okkar höndum. Bið menn samt að hemja sig í því að drulla yfir Rodgers og co.

  Höldum áfram að styðja okkar lið eins og alltaf enda eru aðdáendur Liverpool langflottastir og standa með sínum mönnum í blíðu og stríðu, eitthvað sem td stuðningsmenn man utd ættu að reyna að læra af okkur.

  Lærum af mistökunum, komum reynslunni ríkari til leiks í ágúst og þá vonandi eftir vel heppnaðan leikmannaglugga og tökum þessa dollu að ári.

 39. Veit ekki hvort þetta sé merki um einhverja fáránlega sjálfspíningarkvöt að koma hér inn eftir svona leik og láta það út úr sér að Suarez sé nú að fara því hann grét eftir leikinn. Þess má geta að stutt er síðan hann kom fram og sagðist ekki vera að fara neitt. Enda, hvers vegna ætti hann að fara? búinn að vinna öll verðlaun einstaklings á þessu tímabili í þessari deild og við á leið í CL.

  Hér má sjá það sem skrifað er inn á erlenda stuðningsmannasíðu núna strax eftir leik við video af Suarez í fanginu á Gerrard:

  “You’re our heroes for this season. You made us dream, so don’t cry couse we’re proud of you guys. Thank you for everything!”

 40. Eins og ég elska BR þá á hann þetta tap algerleg skuldlaust!

  Algerlega óskiljanleg ákvörðun hjá honum að setja Moses inn á í stað Agger. Óskiljanleg!

  Er rosalega hræddur um að Suarez var að spila sinn síðasta útileik með Liverpool.

 41. ÞAR HAFIÐ ÞIÐ ÞAÐ…………………

  Liverpool manager Brendan Rodgers has just told BBC Sport that the title race is over and “Manchester City will go on and win it now.”

 42. Minni á að Aston Villa vann City 3-2 fyrr á tímabilinu. Nenni varla að lesa kommentin hérna, ekkert nema væl. Auðvitað er þetta ömurlegt og leikmenn og Rodgers verða að taka þetta á sig. En heilt yfir, erum við enn á toppnum, með lang skemmtilegasta liðið, og eigum enn (pínu) séns á titlinum fyrir lokaumferðina. Chin-up.

 43. Ég grét, ég öskraði, ég hennti púðum, barði í sófann, fór inn í svefnherbergi og öskraði í kodda, gekk út og rafaði um hverfið, reytti hár mitt og muldraði…það var fokking 3-0 og 20 mín eftir! Hef ekki verið svona bugaður lengi. Langaði að kaupa fullt af kókosbollum, éta í sturtunni og skrá mig í Íslands biggest looser fyrirfram. Mæta svo í útsendingu í Liverpoolbol. Bað meira að segja til goðs í uppbótartíma og lofaði að skrá mig aftur í Þjóðkirkjuna ef Liverpool myndi skora.

 44. BR var að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali áðan. Hann sagði að þetta væri búið.

 45. Hef sennilega aldrei fundið fyrir jafn miklum sársauka yfir sjónvarpi áður, EN vill samt vera einn af þessum bjartsýnu leiðilegu gaurum og minna ykkur á það að ef city tapar öðrum leiknum og við vinnum Newcastle þá verðum við meistarar. Það er nú allt hægt í þesssari deild urðum vitni af því bara seinast í kvöld.

 46. Jæja ég ætla að fara að fá mér vatn og epli. Drekka svo eplið og jappla á glasinu.

  Fara svo út að skokka og finna stórann vegg.

  Þegar ég verð kominn á spítalann ætla ég að þykjast vera hundur.

  Ég er búinn á því, þetta var of mikið.

 47. Hefði BR ekki fengið á baukinn ef hann hefði róað leikinn niður og við ,,bara” unnið 0-3? Ég skil vel að hann reyndi að vinna niður markatöluna.

  Það sem situr eftir er eins og fyrir þennan leik, city þarf hvort eð er að klikka til að við eigum séns á titlinum.

  BR var snjall með því að segja að city væru svo gott sem búnir að vinna titilinn. Trúlega er það rétt hjá honum EN… Ýmislegt getur gerst í þessari klikkuðu deild!

  Þetta tímabil hjá Liverpool er búið að vera stórkostlegt!

  Y.N.W.A!!

 48. Þetta var svakalega sárt og skiljanlega eru menn pirraðir.
  Það er smá von samt sem áður og við skulum halda í hana þangað til flutan verður af í 38 umferðini.
  Vonum bara að þetta fái City menn til að vera kærulausa.

  En að þessu tímabili það bjóst enginn við Liverpool á þessum stað á þessum tíma.
  Liðið algjörlega komið til að vera á þessum stað á næstu árum, Við erum að keppa við 2 önnur lið sem eru kominn lengra í sinni uppbyggingu félög sem geta byggt hraðar upp og með leikmenn sem hafa unnið þetta áður.
  Liverpool þarf að byggja ofan á þetta tímabil á því næsta og því næsta svo
  eftir annað sætið um árið og góða uppbyggingu Rafa var sú uppbygging gerð að engu um það sumar.
  Liverpool er með mun stöðugri eigendur í dag tel ég B.Rodgers er ótrúlega efnilegur þjálfari félagið mun bara byggja áfram á þessum grunni.
  Þótt við vinnum ekki þessa deild í dag er það enginn dauði og að þetta sé okkar eini séns er bara vitleysa.
  Nú loks er maður farinn að trúa að félagið sé á réttri leið félagið þarf aðeins að vinna í varnarleiknum og tala nú ekki um að auka breiddina og ég efast ekki um að það verði gert í sumar.

  Youll Never Walk Alone og njótum þess sem er í gangi, það er fullt í gangi liðið er að byggjast upp á mun meiri hraða en nokkur þorði að vona fyrir þetta tímabil!…

 49. grjót haldiði kjafti maður þvílíkt væl hef ég ekki heyrt lengi. eina sem hefur breyst er að city þurfa að tapa í staðinn fyrir jafntefli sem þýðir að 1 eða 2 sætið er alltaf okkar

 50. Við sáum styrkleika og veikleika Liverpool í dag.

  Liverpool komst í 3-0 og það var eins og C.Palace væru hættir. Við vorum að fá færi og hélt ég að þetta myndi geta verið enþá stærra.

  Ég skil alveg Rodgers að einfaldlega keyra á þetta og reyna að skora fleiri í þessari stöðu. Vonin var mjög veik að verða meistara og því um að gera að reyna.

  Þeir skora ótrúlegt mark og dróg það eiginlega tennurnar úr liverpool liðinu og menn fóru að hengja smá haus en ætluðu samt að skora bara fleiri en það gaf færi á okkur og þeir minka munninn í 3-2. Eftir það færði Rodgers liðið pínu aftur og passaði að Glen og Flanagan færu ekki of framarlega en stemmningin var heimamana og þeir náðu að jafna.

  Liverpool voru miklu betri í þessum leik í 80 mín en það dugði ekki til. Við sáum oft á tíðum frábæran sóknarbolta en svo sáum við líka veiklega liðsins en það er að verjast og þeir sem hafa smá vit á fótbolta vita að það er ekki bara varnarlínan sem á að verjast heldur allt liðið.

  Jæja við verðum ekki meistara en það hefði verið geðveikt að vinna þennan leik og halda aðeins lengur í vonina. Það eru 99 slæmir hlutir við þessi úrslit en ég sé ein góðan.
  Ef liverpool hefði tapað á markatölu titlinum þá hefði Gerrard fallið komist í M.Thomas hópinn sem versta fótboltaslys í sögu Liverpool( s.s inná vellinum) en með því að klúðra þessum leik þá minkar pínu vægi Gerrard fallsins þótt að það spilar enþá stórt hlutverk.

  Rodgers gerði samt smá misstök með því að leyfa leikmönum sem voru greinilega sprungnir að spila of mikið og ég veit að bekkurinn var ekki merkilegur en það hefði mátt hressa uppá þetta með því að skipta Moses inná fyrr og gefa Aspas 10-15 mín til þess að djöflast og þótt að það væri ekki nema til þess að skila varnarhlutverki.

  Ég er stoltur af liðinu þótt að þessi framistaða var ekki nógu góð þá sá maður að leikmenn voru að gefa sig 100% í leikinn og get ég ekki beðið eftir að sjá þetta lið á næstu leiktíð með svipaðan kjarna og kannsk 4-6 nýja leikmenn sem mun styrkja okkur.

  Klárum núna síðasta leikinn og fögnum frábæru tímabili.

  YNWA

 51. Ég er undarlega lítið svekktur. Kannski breytist það ef City gerir jafntefli í öðrum hvorum leiknum sínum. Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að halda með þessu liði í vetur. Mig hlakkar til að sjá meistaradeildina á Anfield aftur.

 52. Stórkostlegt tímabil langt komið og Liverpool á enn séns, sitja einir í efsta sæti og eiga eftir að spila einn leik.
  Er hjartanlega sammála #54, þetta hefur verið magnað tímabil frá fyrstu spyrnu og Liverpool á enn möguleika.
  Ég trúi enn og mun gera áfram

 53. Getur einhver svarað því hver er varnaþjálfari Liverpool og hvers vegna hann er ennþá með starf? Hull City er búið að fá færri mörk á sig en Liverpool sem og 8 önnur lið í deildinni. West Ham búnir að fá á sig jafnmörg. Ég vil Steve Clark aftur í þjálfaraliðið.

 54. Frábær knattspyrna og algerir yfirburðir í 79 mínútur, og síðan algert hrun. Leggjum ekki árar í bát félagar enda erum við ennþá efstir og þetta ekki búið fyrr en sú feita syngur.

  Þetta tímabil er búið að vera algjör draumur og við að spila fallegasta og skemmtilegasta boltann. Það er enn von en þess utan getum við verið stoltir af okkar liði í heildina á tímabilinu.

  YNWA

 55. Ég studdi Rodgers HUNDRAÐ prósent í stöðunni 3-0. Við erum komnir í þessa stöðu með því að spila sóknarleik og ég, einsog ansi margir, taldi okkar eina möguleika á sigri í deildinni vera að ná markatölunni það góðri að við þyrftum ekki að treysta á City mistök.

  Ég ætla að sleppa því að horfa á City-Villa leikinn því ég held að þetta sé því miður búið. Við kannski gátum vonast eftir að City myndi missa annan leikinn í jafntefli, en ég held að þeir séu ekki að fara að tapa leik.

  Þetta lið og þessi þjálfari er yndislegur og ef við ætlum að spila svona stórkostlegan sóknarbolta með þennan ótrúlega litla og ódýra hóp, þá verðum við að sætta okkur við að við lendum í svona dögum þar sem við fáum á okkur 2 og 3 mörk. Það er stærsta verkefni Rodgers fyrir næsta tímabil að sjá til þess að slíkt verði undantekningin en ekki nánast reglan einsog hefur verið í vetur.

  Við stækkum hópinn í sumar og erum nú þegar með stórkostlegt, ungt lið og stórkostlegan þjálfara. Það er fjarstæðukennt að halda því fram að við séum ekki að fara að berjast um titla næstu árin.

 56. Við erum þó enn í fyrsta sæti og verðum í minnst 2 daga í viðbót. Ég man eftir að hafa horft á báða lokaleikina í einu á þarsíðasta tímabili þegar stórir hlutir gerðust. Maður veit aldrei.

  En ég er viss um að þegar fram í sækir þá munum við líta á 2013/2014 sem frábært tímabil, sama í hvoru sætinu við lendum á endanum.

  Áfram Liverpool, lang skemmtilegasta liðið.

 57. Frábært lið og frábær stjóri. Get ekki beðið um neitt meira. Vil frekar sjá menn fara “all” in en að leggja rútum. Ég er að horfa á boltann til að hafa gaman að því, vissulega svekktur með úrslitin en þvílík forréttindi að halda með þessu liði!

 58. Já og það furðulega er að ég var hálf svekktur í stöðunni 3-0 því ég taldi það vera of lítið. Ég var auðvitað trylltur þegar Palace jöfnuðu, en núna hálftíma seinna líður mér ekkert mikið verr en ef við hefðum náð að klára leikinn 3-2. Kannski er þetta bara bjórinn og ég vakna í nótt í fósturstellingunni.

 59. Skýrslan er kominn inn. Ég nenni ekki Pollýönnu í kvöld og nákvæmlega núna er mér alveg sama hvað liðið hefur afrekað það sem af er vetri. Þetta var risaskita af stærri gerðinni og ekkert hægt að fegra svonalagað.

 60. Fans of 7th place Man United mocking 2nd place Liverpool while City win the title. You can’t make this shit up.

 61. Allt jákvæðnishjal eftir svona skitu er ekkert annað en meðvirkni og óraunhæft með öllu!! Hvernig getur verið að maður sé ekki æskilegur stuðningsmaður Liverpool þó maður fari fram á að þeir skíti ekki svona illa í brækurnar í eins mikilvægum leik og þessum!!!! Horbjóðis horbjóður og menn eiga ekkert annað eftir en að skammast eftir þennan leik! Suarez grátandi eða ekki, hvernig getur það verið umræðan núna hvort hann sé að fara eða ekki!!!?? Maðurinn fer ef hann vill fara þá fáum við líka nóg af aurum til að versla amk. 30 nýja varnarmenn og eitt stk varnarþjálfara!!!
  Góðar stundir

 62. Hverjum langar að hitta mig upp í Iceland hér í Kópavogi, við getum grátið saman!

 63. Stórkostlegt að hlusta á aðdáendur sem hringja inn í þáttinn á LFC tv eftir leik!!! Við eigum að vera STOLT af liðinu okkar og ánægð með frábæran árangur á tímabilinu (sem enn er í gangi)!

  Við erum alltaf að tala um að við séum bestu stuðningsmennirnir (og konur) í deildinni og nú er það okkar að sanna það!

  YNWA!

 64. “Once the dust has settled, a bit like Man City v Sunderland, that point for Liverpool may not be the end of the world. A helping hand was always required from Aston Villa or West Ham. That’s still the case. Win, lose or draw, Liverpool have been outstanding.”
  Michael Owen

 65. Aðal svekelsið var auðvita gegn Chelsea.

  Þetta var eiginlega eins og lítil eftirskjálfti, þetta er svekjandi en eftir að Man City kláraði Everton þá var þetta 99% búið. Þeir eru einfaldlega með frábært lið.

  Titilinn klúðraðist á móti Chelsea ef við hefðum fengið stig þar þá værum við ekki að keyra leikmönum út í stöðunu 3-0. Við værum ekki að færa bakkverðina alveg upp ef okkur dugar bara sigur og við klárum þennan leik ef við fáum eitthvað út úr Chelsea leiknum.

  Maður tók eiginlega alla reiðina, svekelsið, gremjuna og voleysið út eftir þenn leik og er maður því alveg ótrúlega lítið pirraður út í þennan leik.

 66. Ég skil þessa neikvæðu hér á línunni upp að vissu marki, ykkur sem nú hraunið yfir allt og alla. Vonandi sofið þið vel í nótt.

  Þrátt fyrir allt kýs ég að halda mér í jákvæða hópnum og tek heils hugar undir með mönnum eins og Svavari Station #53, f #54, Sigureina #57 ásamt fleirum sem útlista kvöldið, tímabilið o.fl. á raunsæjum og jákvæðum nótum.

  Ég hef engu við það að bæta, þakka ykkur!

 67. i 10 min helt eg ad vid værum ad fara ad vinna 0 – 7 svo komu 10 min sem eg var sattur vid ad vinna… nuna tharf eg ad bida i 6 daga eftir sidasta leiknum, og vona ad city tapi….(eins og thu)

  thad verdur endalaust hægt ad tala um hvad gerdist
  EN thegar Philippe Coutinho kom inna tha var eins og vid værum einum færri !

  EN thetta stig getur unnid deildina !

  thetta er ekki buid fyrr en a sunnudag… og ef thad er frædilegur møguleiki ad vinna deildina thegar sidasti leikurinn er spiladur tha verdur madur bara ad taka thvi.

  og thad er meira en flestir gera ser grein fyrir akkurat nuna.

  YNWA

 68. Hrikalega eru united menn fljótir að gleyma það eru 2 ár síðan þeir töpuðu sínum titli svona og þá voru þeir með pálmann í höndunum við þurftum alltaf að vonast eftir kraftaverki svo ef þeir eru eitthvað að bögga ykkur hendið þessu bara í andlitin á þeim og segið þeim að þið getið ekki hitt þá á þriðjudags og miðvikudagskvöldum en þið eruð bæði laus á fimmtudögum þar sem þeir komust ekki þangað

  kv einn bitur

 69. Vona að þeir læri á mistökum sínum og komi sterkari til baka með meiri reynslu! Við erum með ungt lið ekki gleyma því. Bayern töpuðu tvisvar sinnum úrslit meistaradeilarinar og alveg sama hvað gerðist þá reyndu þeir aftur og trúðu sem endaði með titilli. Vonandi gera okkar menn það sama.

 70. Ég ætla að njóta síðustu klukkutímana sem Liverpool verður á toppnum í botn, þetta hefur verið frábært season og mjög sárt að enda það svona.

 71. AAAAARRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGG!!!!!!!!!

  en

  þetta er ekki búið,

  en

  samt rosa mikið AAAAAARRRGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG!!!!!!!

 72. Fari það grábölvað

  Þá er bara eitt verk eftir. Skjótum Newcastle menn í kaf í loka leiknum og förum hálf brostandi inní sumarið. Þurfum að sætta okkur við annað sætið sem við hefðum bitið fyrir síðasta sumar. Brendan Rogers byrjaði Liverpool ferilinn á að taka til í sókninni, núna er komið að hinum endaum. Við verðum sterkari að ári.

  YNWA

 73. Við verðum að fá sterkari menn í vörn og annan markvörð, þetta hefur staðið okkur fyrir þrifum í allan vetur!!!!!!!!!!!!!!!

  En ÁRFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!

 74. Cyti tapa á móti aston villa og við verðum meistarar.
  Þið heyrðuð það fyrst hér. Þetta er ekki búið,svo langt í frá
  Rúllum yfir newcastle. Koma svo

 75. Sorg, þvílík sorg. Ég grét. Ég sat með 4 og hálfs árs son minn við hlið mér í stöðunni 3-0 og hann fór á taugum. Alltaf þegar CRY fór í sókn þá leist honum ekkert á stöðuna.

  Ég tek mér frí í vinnunni á morgun.

 76. Shitty menn (Dzeko, Kolorov, Samri og hvað þessir pappakassar heita allir) eru allir gersamlega að fá úr onum á Twitter þessar mínúturnar… Mark my words, þeir skíta á sig og brotna. West Ham sigrar Shitty 0-1 með skalla frá Andy Carroll á 78 mín…. Þetta er enn game fo…… ON!

 77. auðvitað var þetta kjafshögg,ekki ásættanlegt að tapa niður þessum leik BR gerði mistök enn númer eitt hópurinn okkar er bara ekki nógu sterkur Lucas er bara sitjandi miðjumaður hefur ekki hreyfigetu að spila framar vantaði tilfinnilega Hendo svo eru bakverðirnir okkar bara einfaldlega ekki nógu góðir. Frábær árangur voru menn að gæla við annað eða þriðja sætið í haust. ‘Afram Liverpool.

 78. Síðan hvenær hafa okkar menn svosem unnið titla öðruvísi enn með svaka dramatik

  fa cup 2001
  istanbul 2005
  west ham 2006

  se downing eða carroll þessvegna skora sigurmark west ham a 93 min gegn city næstu helgi

  annars er það 2 sætið og mætum enn sterkari næsta vetur

 79. Þetta ævintíri er skrifa? í skýjin ,vi? grátandi yfir stiginu sem tryggir okkur titilinn YNWA?????????????????

 80. Það er alveg öruggt ef liverpool ætlar að blanda sèr í toppbaràttuna á næsta tímabili þá þarf félagið að bæta sig viðmönnum sem eru nógu góðir til að komast inn í aðalliðið annars getum við gleymt þessu. Síðan þarf eigandi félagsins að gera það upp við sig hvort hann sé til í að eyða pening í toppleikmenn og eiga þà möguleika að nà àrangri eða halda àfram að versla menn eins og aspas og vera að með það markmið að nà kannski meistaradeildarsæti

  Enn þà drullupirraður

 81. Rétt í þessu var ég að borga 160.000 kr. reikning fyrir ferð á Anfield um næstu helgi. Ég er ekki bjartsýnn á titli, þó það gæti alveg gerst. Ég mun samt syngja YNWA eins hátt og ég get. Ég mun styðja liðið mitt af öllu hjarta og ég mun syngja og dansa líkt og við séum sigurvegarar. Það sem ég hef fengið að upplifa á þessu tímabili er eitthvað sem ég hef aldrei fengið að upplifa sem Liverpool-stuðningsmaður. Ég hef fengið að trúa. Ég hef fengið að taka þátt í titilbaráttu. Ég hef fengið að segja að Liverpool sé besta liðið í deildinni og menn hafa ekki hlegið að mér. Ég hef einfaldlega fengið að halda með topp topp liði.

  Við getum kennt Brendan Rodgers um fyrir að bregðast ekki nógu snemma við. Við getum kennt Steven Gerrard um fyrir að detta. Við getum kennt Kolo Toure um fyrir lélega sendingu gegn WBA. Við getum kennt liðinu öllu um fyrir lélegan leik á móti Hull City. Ég bara ætla ekki að gera það…

  Ég ætla að mæta á Anfield um næstu helgi og ég ætla að þakka fyrir mig. Ég ætla að þakka fyrir tímabilið. Þakka besta framkvæmdarstjóra í heimi fyrir að hafa komið liðinu mínu aftur upp á þann stall sem það á heima á. Ég ætla að þakka besta liði heims fyrir að hafa gefið mér þá tilfinningu að halda með besta liði í heimi. Ég treysti því að við Liverpoolmenn styðjum liðið okkar áfram af öllu afli. Því það er nákvæmlega það sem leikmenn og starfslið Liverpool á skilið!

  En umfram allt ætla ég að halda áfram að dreyma. Á meðan við eigum ennþá tölfræðilega möguleika þá eigum við möguleika. City er ekki óvinnandi vígi. Liverpool…Make us dream!

 82. Lið að berjast um titilinn á ekki að geta misst niður 3 marka forystu á 12 mínútum punktur. Þetta sýndi það svart á hvítu að þeir hafa ekki hausinn í þetta verkefni og greinilega ekki varnarmenn heldur

 83. # Margir

  Munurinn fyrir og eftir þennan leik er sá að nú þarf City að tapa einum leik í staðinn fyrir að gera eitt stk. jafntefli.

  Fari það bölvað, þessi leikur var súríalískur viðbjóður.

  Þetta er ekki búið, vegna þess að þetta er ekki búið. !!!

  Ég hleyp berrassaður inn á Anfield ef við töpum fyrir Newcastle.

 84. Sælir félagar

  Ætla að taka allt hið góða á þessu tímabili sem hefur gerst á þessu tímabili og hugsa um það. Ef einhver hefði sagt mér fyrir tímabilið að í maí mánuði að Liverpool ætti möguleika á því að vinna titil hefði ég ekki trúað því.

  Takk leikmenn Liverpool og takk Brendan Rodgers. Þið hafði staðið ykkur sem hetjur. Áfram Liverpool.

 85. Ég er orðlaus og trúi þessu varla ennþá. Vonin var veik fyrir þetta afhroð og veiktist töluvert eftir það. Hún er þó ennþá til staðar þar til annað kemur í ljós.
  Fari svo City geri hið ómögulega og tapi fyrir Villa á laugardaginn. Yrði okkra mönnum treystandi til að klára leikinn gegn Newcastle? Myndum við ekki sjá menn fara á taugum aftur og horfa upp á annað stórslys?

  Annars er mjög erfitt að lýsa þessu tímabili. Ég er gríðarlega sáttur með liðið en um leið svekktur.

 86. Maður var orðinn það barnalegur að detta í hug að það væru örlög Liverpool að verða meistarar í ár.
  Það gat engum dottið í hug að síðstu tveir leikir myndu enda svona, nákvæmlega eins og að engin getur búist við því að Aston Villa vinni man city.

 87. Svekktur já. En ég gaf þetta upp á bátinn eftir Chelsea leikinn. Þessi tilraun að keyra yfir Palace og vinna stórt gekk bara því miður ekki upp.

  City tekur dolluna og ágætlega að því komnir miðað við sinn kaupmátt.

  Setjum þetta samt í samhengi. Liverpool er á stórkostlegum stað miðað við stöðuna sem blasti við okkur fyrir tæpum fjórum árum þegar allt var að fara til andskotans. Við erum efst eftir 37 leiki spilaða. Hver hefði ekki tekið því fagnandi fyrir nokkrum mánuðum.

  Þetta er ferli sem tekur tíma en við höfum fulla ástæðu til að vera bjartsýn varðandi framhaldið. Styðjum okkar lið og verum stolt af framgöngu liðsins þetta árið.

  YNWA

 88. Fyrir þá sem þola illa neikvæðni, ekki einu sinni strax eftir svona leik langar mig að árétta hvað mig varðar að já þetta er heilt yfir búið að vera frábært tímabil, besta lengi. Langt fram úr væntingum og gefur okkur heldur betur vængi fyrir sumarið og næsta tímabil.

  Það breytir því ekkert að maður nennir ekki Pollýönnu strax eftir leik og ef það er ekki í lagi að blása aðeins á spjallsíðum liðsins strax eftir leik, hvenær þá? Liðið er alls ekki gallalaust og er að henda frá sér dauðafæri í síðustu tveimur leikjum. Þetta toppar síðustu helgi.

  Eins og maður bjóst innilega ekki við titlinum í ár og átti engan rétt á því að vonast eftir honum frá þessum hópi þá er það bara samt drullusvekkjandi að vera svona nálægt og horfa á drauminn (líklega) deyja út með þessum hætti. Liverpool var 0-3 yfir gegn Palace og rúmlega tíu mínútur eftir, menn taka svonalöguðu á mismunandi hátt.

 89. En þó Móri er drullusokkur þá hefur hann rétt fyrir sér. Það er fáránlegt að lið skuli eiga leik til góða fyrir síðust umferð. Go West Ham.

 90. Ég var búinn að sjá fyrir mér þvílíka hrósið fyrir frammistöðu Allen og Johnson í dag…

 91. Nú veit maður hvernig AC milan-mönnum leið eftir Istanbul 2005 !! hvernig er þetta hægt ? Leikmenn fóru framúr sér,það átti bara að skora í stað þess að verja 0-3 stöðu.

  úffff

  YNWA

 92. Brendan R ???? hann á þetta skuldlaust,,,,það er bara til plan A hjá honum allt eða ekkert… en það besta við þetta að hann lærir af þessu. Afhverju var hann ekki búið að bregðast við og skipta inn á, allt liðið komið á hælana. Og fyrir ykkur Lucas L. lovers hvað í helv..var þessi maður að gera yfirleitt inná ( hvílík skita í einum leik) kommon….getur ekki einu sinni varist og hvað þá meira……en kæru félagar þetta getur bara batnað, city vinnu villa en West ham vinnur city…..west ham er Liverpool ( b) liðið og með Nolan sem fyrirliða………pottþétt….

 93. Þetta var stórslys og þau gerast. Við megum samt ekki missa trúnna. Hún verður að vera til staðar. Hver hefði trúað því að Levante myndi leggja hið stórkostlega lið Atletico Madrid í spænsku deildinni í gær? Skömmu síðar horfði ég á Real Madrid kreista fram óverðskuldað jafntefli gegn Valencia á Santiago Bernabeu.

  Við erum að tala um fótbolta hérna – 11 gegn 11. Það er alltaf möguleiki. Ég myndi a.m.k. ekki vilja vera með mönnum í liði sem gefast upp meðan möguleikinn er a.m.k. fyrir hendi. Þeir ljósbláu geta ekki klárað þetta fyrr en í lokaumferðinni og þangað til er allt galopið.

 94. Jæja fuck it. All in.

  Til hamingju með Englandsmeistaratitillinn. Þetta var stigið sem við þurftum !!!

  City tapar rest og kaupa Messi á 300 miljónir punda og þá byrjar rafbílaæðið og sjeikarnir fara á hausinn.

 95. Ekki var þetta gaman.

  En ískaldar tölur eru skemmtilegar!

  Ef við gerum ráð fyrir 90% á heimasigri í leikjum City og Liverpool sem eftir eru. Jafntefli 5% og útisigur 5%. Nú vinnur Liverpool titilinn ef eitthvað af þessu gerist:

  City tapar einum og Liverpool vinnur sinn: (1)

  2*0,9*0,05*0,9
  = 8,1%

  City vinnur hvorugan og Liverpool vinnur sinn: (2)

  0,1*0,1*0,9
  = 0,9%

  City og Liverpool fá bæði eitt stig í viðbót: (3)

  2*0,05*0,05*0,05
  = 0,025%

  City og Liverpool fá bæði núll stig í viðbót og Chelsea vinnur ekki sinn leik: (4)

  0,05*0,05*0,05*0,2
  =0,0025%

  (Þarna þurfti ég að bæta inn því að ég met 80% líkur á að Chelsea taki sinn útileik.)

  NÚ ERU ÞVÍ RÚMLEGA NÍU PRÓSENTA LÍKUR Á ÞVÍ AÐ LIVERPOOL HAMPI TITLINUM 2014.

  Ég tek eftir því að sumir segja að nú þurfi að sætta sig við 2. eða 3. sætið (sem er æðisgengin staða). Eigum við að leika okkur að því að reikna út líkurnar á því að Liverpool lendi í 3. sæti?

  Til þess að það gerist þarf Chelsea að vinna sinn leik og Liverpool tapa sínum: (5)

  0,8*0,05
  =4%

  ÞAÐ ERU HELMINGI MEIRI LÍKUR Á ÞVÍ AÐ LIVERPOOL ENDI Í 1. SÆTI EN 3. SÆTI VORIÐ 2014.

  Ég bíð með hamingjuóskir með frábært tímabil þar til á sunnudaginn. Áfram Liverpool!

 96. Staðreidin er nú bara sú, að ef ég hefði sagt í fullri alvöru fyrir 9 mánuðum að við værum ennþá í baráttu um titilinn í síðustu umferðinni, þá hefði ég verið lokaður inni.

  liklega myndi ég sjálfur láta loka mig inni ef ég héldi því fram að auk þessa myndi litla liðið í mansester ekki komast í neinn evrópubolta.

  það er ekki annað hægt en að vera jákvæður þegar maður hugsar til þess að þessi uppbygging heldur áfram.

 97. (Skýringar á reikningum:

  (1)
  2: möguleikar á liðum sem City tapar fyrir.
  0,9: líkur á heimasigri
  0,05: líkur á útisigri

  (2)
  0,1: líkur á því að heimasigur vinnst ekki
  0,9: líkur á heimasigri

  (3)
  2: möguleikar á liðum sem City tapar fyrir
  0,05: líkur á jafntefli
  0,05: líkur á útisigri

  (4)
  0,05: líkur á útisigri (City og Liverpool)
  0,2: líkur á því að Chelsea vinni ekki sinn leik

  (5)
  0,8: líkur á heimasigri (Chelsea)
  0,05: líkur á útisigri (Liverpool)

 98. Sælir félagar,

  Þetta var algjör renniskita og það er ekkert hægt að fegra það neitt eins og margir hafa komið inn á. Það er svo einnig sérstaklega ófyrirgefanlegt að Liverpool FC af öllum liðum skuli missa 3-0 forrystu niður í seinni hálfleik – svona í ljósi sögunnar.

  Mér fannst liðið ekki spila neitt brjálæðislega vel í kvöld svona heilt yfir (og þá tek ég síðasta kortérið út fyrir sviga). Mér fannst menn greinilega yfirspenntir og það var mikið um sendingarfeila, rangar ákvarðanir og sóun á marktækifærum. C. Palace voru frekar slappir fram í miðjan seinni hálfleik fannst mér, þeir töpuðu boltanum trekk í trekk í hættulegri leikstöðu og við fengum urmul af færum.

  Við náum blessunarlega að nýta þrjú þeirra en þá fannst mér gjörsamlega slokkna á liðinu. Ég er bara ekkert sammála því að við höfum fallið á eigið bragði því mér fannst liðið fara í allt aðra hluti en við erum bestir í og höfum verið að skora flest mörkin upp úr. Liðið nánast hætti að pressa og menn voru allt of langt frá andstæðingnum. Það var reyndar greinilegt að margir voru orðnir örþreyttir en það afsakar ekki neitt. Ég held að ef við hefðum nú drullast til að halda áfram að keyra á þá og haldið uppi pressunni hefðu þeir ekki séð til sólar.

  Ég er heldur ekkert endilega sammála því að það að Agger hefði verið settur inn á hefði bjargað öllu – vissulega hefði það mögulega getað gert það en mér finnst ekki hægt að skella skuldinni á þá ákvörðun eina að setja hann ekki inná. Mér fannst menn bara einfaldlega missa hausinn, ekki bara vörnin heldur allt liðið.

  En…

  Þetta er ekki búið fyrr en 38 umferðir hafa verið leiknar og það getur alltaf allt gerst í fótbolta.

  Það hafa margir bent á það að City þurfi bara að tapa öðrum leiknum til þess að vonir okkar vakni en það hefur enginn bent á það að þeir mega ekki heldur missa þá báða í jafntefli.

  Í guðanna bænum ekki lesa neina Pollýönu út úr þessu, ég trúi alls ekki lengur en eins og einhver góður benti á einhvers staðar í build up-inu fyrir þennan leik þá er trú ekki það sama og von. Við höfum fylgst það lengi með fótbolta að við vitum að það getur allt gerst – það geta allir tekið stig af öllum – alltaf – alls staðar.

  Walk on… with hope in your heart!

 99. Hrikalega var þetta anskoti fúlt!

  Þetta var alveg agalega lélegt. Það er ekkert hægt að komast í kringum það, liðið gerði ömurlega í því að fá á sig þessi þrjú mörk á engum tíma í leik sem átti bara að vera búinn. Við vildum fleiri mörk, skiljanlega og styð ég það fullkomlega en að sjá liðið takast að koma sér í þessa stöðu var afar fúlt.

  Það er voða margt jákvætt sem má og á að byggja á fyrir næstu leiktíð. Liðið er með frábæran sóknarleik, uppbygging spils er góð. Það má viðhalda og bæta það en nauðsynlega þarf að koma meiri gæðum, aga, talanda og jafnvægi í varnarleikinn – hann hefur orðið okkur að falli í vetur.

  Rodgers og leikmenn mega fara stoltir af þessu tímabili. Þeir hafa náð frábærum árangri, þó að titilinn virðist því miður ekki ætla að koma á Anfield þetta árið. Nú er bara að styðja við bakið á Villa og West Ham og vona það besta, styrkja liðið í sumar og go again á næstu leiktíð.

 100. Virkilega flottur pistill en er með eina spurningu varða það að Babu talar reynsluleysi, þreytu og aumingjaskap sem orsök tapsins.
  8 dagar frá seinasta leik
  43 leikir á 9 mánuðum
  Er virkilega hægt að tala um þreytu???

 101. Skal taka það fram svo það verði hafið yfir allan vafa að ég er drullu sár og djöfulli svektur yfir þessum leik. Þetta var og er skita af ansi stórri gráðu.

  Ég velti því samt fyrir mér með suma hér inni og á stuðningsmannasíðum á Fésinu hvort þeir yfir höfðu séu að horfa á viðtöl og annað áður en það er kommenterað. Langar að nefna þegar sumir tali um að BR sé “búinn að kasta inn hvíta handklæðinu”.

  Hér má sjá viðtal við hann eftir leik.

  Hérna finnst mér hann tækla þetta á ákveðinn máta. “Við vinnum og töpum leikum sem lið.” Hann tekur alveg á sig sök sem hann á. Hann talar líka um það að þetta gangi ekki svona varnarleikur sem er auðvitað kór rétt og það þarf að taka á því fyrir næsta tímabil sem ég efast ekkert um að verði gert.

  Hér fara svo félagarnir yfir leikinn í lokinn og koma vel inn á þetta vandamál.

  Ítrekun…..maður er fúll yfir að vera svona nálægt titlinum svona seint á tímabilinu. Þetta er ekki búið enn þótt það sé ekki mikil von en núna, ólíkt öðrum árum, getur maður verið aðeins bjartari í sér þegar maður segir að það sé svo alltaf næsta tímabil….. :p

 102. Eg er sammala babu er ekki i pollyonustuði. Mer liður nuna eins og likurnar að liverpool vinni deildina seu þær sömu a að eg vinni i lottoinu, maður lætur sig dreyma enþetta er ekki aðfara aðgerast.

 103. Sæl og blessuð?

  Ég muldraði brosandi í barm mér bróðurpart leiksins hvursu ánægður ég væri með snoðkolladúettinn okkar, Skrakho. Hefði viljað sjá árangursríkari balletspor hjá Jónssyni og hugsaði með mér að þetta væri líklega það besta sem hann hefði upp á að bjóða. Ekki var það nú samt nóg. Endalaust flikkflakk og stundum tókst honum að sóla sjálfan sig upp úr skónum. Flanagan fannst mér sýna flotta frammistöðu og hefði með smá greddígredd getað ógnað markinu en hann gaf boltann jafnharðan frá sér og hann fékk hann nálægt Kristalsteignum.

  Tuðaði hins vegar yfir framlínunni. Fannst ótrúlegt kæruleysið hjá þeim að vinna ekki betur úr dauðafærunum sem komu á dauðafæribandi. Skammaðist mín samt aðeins – ég meina, bráðum 100 mörk komin!

  Síðan þegar ógæfan dundi yfir þá var eins og ekki væri við einstaklingana að sakast heldur hrundi allt sýstemið. Þetta var svona læmingjaeffekt. Þeir hlupu allir fram af bjargbrúninni. Skrahko beið nánast á marklínunni, jafnvel þótt boltinn væri kominn að miðju. Hvað er það fyrir nokkuð? Ég lærði það í fimmta flokki að forða mér út úr teignum þegar boltinn bærist af hættusvæðinu. En þeir stóðu sem fastast og voru einhvern veginn eins og hauslaus her.

  Það er eitthvað að mótívasjóninni, skipulaginu, aganum og traustinu sem klikkaði. Kannske er það rétt nýfertugur þjálfarinn sem á eftir að þroskast og takast á við svona aðstæður. Þórður Pálsson sýndi að reynsla er ekki neitt sem maður tínir af trjánum.

  Jájá, það er sem betur fer enn hægt að læra. Held að hausarnir sem þurfi að skipta um séu þeir Lúkas og Jónsson. Auðvitað þarf nýjan framlínumann – hey? hvað með Finnbogason?

  Jæja, ætla ekki að láta þetta blúsa í burtu skemmtilegt tímabil. Alltof gaman að vera til og er það ekki fegurðin að halda með liði sem hefur brotið öll tregðulögmál boltans að vita að stundum fer eins og núna og síðast?

 104. Það þarf sko heilt lið af aulaskap til að missa niður 3-0 forystu.

  Þannig lið á ekki skilið að verða meistari. Held mig einnig við það sem ég sagði síðustu helgi; það skilur að menn sem gera svo afdrifarík mistök frá þeim sem verða meistarar.

  Steve Clarke aftur á Anfield, takk.

 105. Æðri máttarvöld gripu inn í og sendu mig annarra erinda þegar staðan var 0-3!! Var rétt í þessu að sjá hvað gerðist og þakka af öllu mína eldrauða hjarta fyrir mig að vera sitjandi og með hvíldarpúls við fréttirnar og hafa verið bjargað frá þessum ósköpum!!!! 🙂

  Þetta flaug frá okkur í Chelsea leiknum þar sem BR og okkar menn voru teknir á ógeðslegu Ipponi … svo ljótu að það svíður enn niður í tær að hugsa um það. En svona er boltinn!! (Pollýönnu innskot.. fyrir þá sem eru enn með 140 í púls og eru enn í stuði til að brjóta eitthvað!)

  Ég ætla að muna eftir góðu stundunum og þakka pent fyrir mig þetta seasonið… 🙂

  Over and out… Thanks for allowing us to dream… Það er svo margt spennandi framundan….. Meistaradeildarbolti aftur…. Yeaaaaa….. 🙂 Þessi leiktíð er upphafið svo miklu meiru!!

  YNWA

 106. Lucas verður 100% seldur í sumar.

  Hvað er samt málið með Sakho og að senda þversendingar, ég var að bilast á manninum, alltaf þegar hann fékk boltann þá sendi hann til hliðar á hinn kantinn, þvert yfir völlinn nákvæmlega eins og boltinn sem Ba komst í.

  BAHHHHHHHHHHHHHHHH

 107. Nokkrir punktar. Liverpoolliðið spilaði ágætlega í 75 mín-ekki frábærlega. Persónulega finnst mér óafsakanlegt að liðið sé ekki skipulagðara til baka eftir þetta og fórna svo mörgum mönnum fram er galið. Við eigum horn þegar 9 mín eru eftir og staðan er 1-3. Við vorum með svona 8 leikmenn í teignum!!! TIL HVERS??? Til þess að skora kannski 1 mark í viðbót og minnka markamuninn á City í 6-10 mörk???? Ætluðum við að vinna Newcastle 10-0??? Við þurftum SIGUR en ekki FÓRNA ÖLLU fyrir eitt mark í viðbót. Rodgers á að skipuleggja liðið varnarlega strax eftir mark númer 1 og setja Agger inn á fyrir Allen eða Lucas. Þétta miðjuna og verjast sem lið. Varnarlega voru Coutinho, Allen, Lucas og Gerrard fáránlega staðsettir í mörkum 2 og 3 og ekkert að hjálpa öftustu 4 neitt. Þeir voru um og í kringum vítateig Palace…ALLIR!!!! Hvaða bull er þetta???
  Lærðu menn ekkert af Norwich leiknum?? Cardiffleiknum?? Sunderland?? City heima???
  Ég skelli skuldinni á Rodgers og varnarleik liðsins og ekki síst miðjumannanna um þennan skandal. Þetta á ekki að geta gerst. Ég er sorgmæddur í kvöld, tómur, sár og svekktur. Ég get ekki lýst sorginni með orðum. Vonandi kemur Villa til hjálpar og vinnur þetta á móti City. Ég held áfram að biðja til Guðs um að þetta verði gott stig. Góður Guð sefaðu sorg okkar og hjálpuðu Villa.

 108. Næsta leik bara , enn er von , og meðan það er von, þá vona ég ! Vona bara að liðið nái sér andlega fyrir síðasta leikinn.

  Elska þetta lið, og finn til með þeim öllum núna !

  Áfram Liverpool !

 109. Virkilega flott leikskýrsla Maggi, var fyrsta að lesa hana núna. Ekki skemmtilegt hlutskipti en þú gerðir það virkilega vel. Fór bara út í góða veðrið fljótlega eftir leikinn til að jafna mig og var bara að koma aftur inn.

  Þegar mesta bræðin er farin af okkur (hún er held ég bara farin af mér nú þegar) þá verðum vð að horfast í augu við það að ekki er hægt að vinna titilinn með svona skelfilegum varnarleik. Þetta verður BR að laga fyrir næsta tímabil. Er alls ekki sannfærður um að Skrtel og Sakho sé framtíðar miðvarðar-comboið okkar. Johnson var skelfilegur varnarlega en ég held að hann hafi verið einfaldlega sprunginn eftir rúmlega klukutíma leik. Lucas átti slakan leik og Coutinho……vá hvað hann gerði lítið fyrir okkur eftir að hann kom inn á.

  BR stóðst ekki prófið í dag, það er nokkuð ljóst. Hann verður að læra af þessum mistökum og það strax!

  Frábæru tímabili senn að ljúka. Ég er samt orðinn þreyttur á fótbolta, svei mér þá. Veit ekki hvort ég nenni að horfa á restina af tímabilinu.

 110. Síðustu tveir leikir skrifast klárlega á Brendan Rodgers, vantar aðeins upp á reynsluna hjá honum, ef hún væri til staðar þá væri þetta besti stjóri heims.

  Mistökin sem að Rodgers gerir kosta okkur einfaldlega titilinn, í staðinn fyrir að ætla í blússandi sókn gegn Chelsea sem er þekkt fyrir að refsa með skyndisóknum hefði hann einfaldlega átt að spila upp á jafntefli. Svo Palace leikurinn, þar sem að við erum 3-0 yfir sem er alveg vel þegið frá mínu sjónarhorni og hann heldur áfram að láta liðið spila hraðann, sóknarsinnaðan fótbolta sem er alveg út í hött því að þetta var svo gott sem komið, nema hvað að hann heldur sama tempóinu uppi og í byrjun leiks og spilar á því í 73 mín eða eitthvað slíkt án þess að gera neina breytingu, allir orðnir dauðþreyttir og búnir á því, þá hefðum við einfaldlega átt að læsa hurðinni, setja Agger eða Kolo inná fyrir Sturridge og halda þetta út, Klaufaskapur hjá annars þessum einstaka og frábæra stjóra. Þó svo að City gæti tapað stigum þá er þetta season bara búið, Takk Fyrir okkur! Bring on Next Season!

 111. og já, ég vona að City vinni síðustu tvo leiki sína, c.a. 5 – 0. Bara plís, plís, plís, ekki taka 4 stig úr síðustu 2 leikjunum!!!

 112. Það var svo sem auðvitað að þetta lið stigi yfir bjargbrúnina.

  Vorum nálægt því gegn Fulham, Stoke og Norwich….lentum tvisvar undir gegn Cardiff…og síðan þetta Chelsea tap. Maður var bara tómur í 3-3 stöðunni…ég var ekki einu sinni reiður, því þetta var svo mikið AC Milan móment að það hálfa væri hellingur.

  Tek samt ekkert af Palace því það er eitt að mótivera sig í úrslitaleik CL en annað að gera slíkt í venjulegum deildarleik. Þeirra afrek var töluvert.

  Eins og allir hér hafa sagt þá fannst mér skrýtið að sjá menn ekki fagna sínum mörkum á almennilegan hátt, Sturridge kallinn virtist ætla að fagna en enginn var með honum og þá varð þetta kjánalegt. Í 75 mínútur var þetta lið yfirvegað á boltann og gaf fá færi á sér. Varð sennilega of “cocky” því mark númer 2 er náttúrulega óafsakanlegt á þann hátt að við eigum horn og gefum færi á okkur.

  En að því sögðu þá bara verðum við öll að átta okkur á því að þessi draumur okkar í vetur getur aldrei orðið martröð. Við erum ekki með samstilltan varnarleik, við erum ekki með reynslumikla leikmenn í öllum stöðum og þjálfarateymið hefur aldrei verið í þessari stöðu. Mér fannst allar skiptingarnar skrýtnar, Sterling var að mínu mati bestur þangað til hann var tekinn útaf og síðan átti að mínu mati að kippa bæði Suarez og Sturridge útaf fyrir varnarsinnaðri menn. En það er allt “eftirá” fræði sem er ekki á nokkurn hátt líklegt til að skipta máli héðan af.

  Svona hrun eins og við sáum hefur nú orðið víða og áður, skjálftinn í fótum manna þessar síðustu 15 mínútur er eitthvað sem þeir eiga allir að læra á, átta sig á því að það eru nákvæmlega þessir leikir og þessar ákvarðanir sem skila titlum. Rodgers var náttúrulega “visibly shaken” eftir þennan leik og sefur ekki dúr í nótt…og sennilega ekki fram að næstu helgi. Hann hefur lært alveg ótrúlega mikið í síðustu tveimur leikjum og vonandi nær hann að nýta sér þennan lærdóm.

  Við eigum að bera höfuðið hátt vitandi það að liðið okkar mun eiga séns á titlinum fyrir síðustu umferð. Það gerðist síðast árið 1990 held ég, tap í kvöld hefði gengið endanlega frá því, en það verður pakkaður Anfield og heilmikil stemming. Héðan af held ég að við þurfum ekki að pæla í neinni markatölu, við þiggjum bara 1-0 sigur og 84 stig, hafandi skorað 100 mörk á tímabili og sjáum hverju það skilar okkur. Agents Cole, Downing og Carroll….koma svo!

  Aðalmálið héðan af verður að klára tímabilið með sigri á heimavelli og leyfa sér að naga á sér neglurnar hvernig gengur í hinum leikjunum.

  Það er afskaplega vel þegin tilfinning sem var löngu gleymd og ef að endir þessa rússibana er í anda vetursins, þá eru beygjur eftir ennþá.

  Svo að þá er það Pollýannan.

  Búið í kvöld – WeGoAgain!

 113. Er að verða búinn með fimm stiga sorgarferlið, ætla að klára það í kvöld.

  Nenni ekki Pollýönnu samt strax, gerum tímabilið upp þegar það er búið og förum yfir hvað þetta er búið að vera skemmtilegt. Það er gaman hjá stuðningsmönnum annara liða í kvöld, ég þekki ekki marga City menn og hef ekki áhyggjur af því sem United, Arsenal, Chelsea, Tottenham eða Everton menn hafa að segja um toppbaráttuna í ár. Flest gerðu þau þá kröfu að vera fyrir ofan Liverpool á þessum tímapunkti.

  Liverpool á ennþá veikan séns á titlinum í lokaumferðinni, sama hvað gerist á miðvikudaginn, maður hefði alltaf tekið því um áramótin. Ég verð í Liverpool þá í versta falli í góðu partýi (og besta falli stórkostlegu).

  En það eru þrír stjórar í EPL núna sem sérhæfa sig í að skemma partýið frekar en að halda það. Tveir þeirra hafa heldur betur skemmt það hjá okkur í seinustu tveimur umferðum. Þessi þriðji á ennþá góðan séns á að láta til sín taka í toppbaráttunni.

  Jose Mourinho er auðvitað í efsta sæti, Tony Pulis gaf okkur jafnvel verra kjaftshögg en Man City gæti lent í þeim þriðja, stórvini okkar Sam Allardyce sem ég hef alltaf fílað og haldið uppá!

  Treystum á hann.

  Downing með stoðsendingu á Carroll í sigurmarki West Ham er kannski lokastig bjartsýni en á þessu tímabili væri þetta bara nokkuð líklegur og viðeigandi endir.

 114. Okkar menn flottir! Frábær árangur á tímabilinu hvað sem gerist! Poolarar geta gengið stoltir frá þessu seasoni!

  Nú þýðir ekkert að gráta Björn bónda. Í sumar verður farið og safnað liði og svo fjölmennt heim til Pellegrini og hann höggvinn svo að af taki höfuðið!

 115. Mér finnst að menn megi ekki gleyma því að Rodgers er ástæð þess að liðið hefur náð svona langt, að við séum komnir aftur í meistaradeildina, að við séum í fyrsta sinn í alltof langan tíma í titilbaráttu og að Liverpool sé að spila skemmtilegust knattspyrnu sem ég hef nokkru sinni séð liðið spila. Munum þessi orð frá meistara Shankley:

  “If you can’t support us when we lose or draw,
  don’t support us when we win. “

 116. Ég á eiginlega ekki til orð yfir því að sjá menn hér óska ekki bara City sigur í næstu leikjum heldur stórum sigrum. Þetta er ekki búið enn. City þarf að klára þessa tvo leiki sem þeir eiga eftir til að geta fagnað titlinum. Þó svo að þetta sé að verða ólíklegt hjá okkar mönnum þá er það ekki enn útilokað að Liverpool taki titilinn. Meira að segja rútan hans Abramovich á tölfræðilega möguleika á að vinna titilinn.

  Segjum svo að City tapi gegn Villa á miðvikudaginn. Ég þori að veðja að þeir sem óska City sigurs í dag mæta þá hingað inn, kokhraustir að vanda, og dásama það að Liverpool eigi enn séns á titlinum.

  Menn verða aðeins að anda með nefinu. Þrátt fyrir allt þá er þetta bara fótbolti.

 117. Var að horfa á Mark Selby vinna the Rocket alias Sullivan. Staðan er 0-3 og búnir að landa þessu. Sullivan átti að að vinna þennan gæja frá Leister og Liverpool átti að vinna þennan leik. fékk brennivínstemma í alvöru af því ég er fyllibytta samkvæmtTóta og öllum. Er að missa mig hérna á takkaborðinu.. Slefa yfir takkaborðið. Gísli Snorra er eini maður sen reddar mér núna!

 118. Allt Árna á Spot að kenna. Karmað þegar hann var skipstjóri á einhjverjum fosssinum og gámur af Heinecken var skilinn eftir á Rauðavatni. Er svo reiður að meira segja Rósa gæti fengið allan pakkann frá mér. Hvernig þetta hægt góðir félagar. NB ef Árni og Rósa lesa þetta þá bið égalla afsökunar. Elska þetta lið samt. Hvað kom fyrir aular og apakettir. Nei get ekki róað mig niður.
  ‘Arni áttu ekki staðinn nei nú er ég farinn að ráðast á “sakalusan” mann fyrir tapainu. Reyndae jafntefli. Macmannan

 119. Fyrst menn eru að greina verk stjórans þá langar mig til að nefna nokkra hluti.

  Það er honum að þakka að við erum í þeirri stöðu að við séum grenjandi hér í kvöld yfir þessum úrslitum. Grenjandi af því að líklega, og bara líklega, VERÐUM VIÐ EKKI MEISTARAR Í ÁR, VIÐ VERÐUM Í 2. SÆTI. Man einhver hvar við vorum á sama tíma fyrir ári síðan?

  Það er honum að þakka að við pökkuðum manutd. saman á eftirminnilegan hátt í vetur.
  Það er honum að þakka að við niðurlægðum Arsenal í vetur
  Það er honum að þakka að við DRULLUÐUM yfir Tottenham í vetur.
  Það er honum að þakka við unnum city eftirminnilega í apríl.
  Það er honum að þakka að við getum bætt markamet chelsea í deild
  Það er honum að þakka að við unnum 11 leiki í röð.
  Það er honum að þakka að við höfum slegið ca 50 félagsmet í markaskorun, sigrum í röð, útivallarsigrum og guð má vita hvað.

  Það er honum að þakka að Steven Gerrard er enn að spila á topp leveli.
  það er honum að þakka að við eigum besta framherjapar í evrópu.
  Það er honum að þakka að við eigum besta framherja í heiminum í dag.
  Það er honum að þakka að allt í einu eru ungir leikmenn að stíga upp og blómstra.
  Það er honum að þakka að við erum að fara að spila í meistaradeild í haust.
  Það er honum að þakka að fótbotlaáhugamenn annarra liða horfa á okkur með öfund.
  Það er honum að þakka að í sumar munum við líklega EKKI eiga í vandræðum með að signa leikmenn.

  ÞAÐ ER HONUM AÐ ÞAKKA AÐ ÉG ER AÐ UPPLIFA BESTA EPL. TÍMABIL LÍFS MÍNS SEM STUÐNINGSMAÐUR LIVERPOOL

  Þessi maður má gera helvíti mikið af mistökum áður en ég fer að segja hann hafa klúðrar EINHVERJU.

  Framtíðin er björt og í fyrsta skipti í langan tíma segi ég og meina það “djöfull tökum við þetta næst”

  Ég elska Brendan Rodgers.

 120. Var að koma heim núna af barnum þar sem ég drakk sorgum mínum í gjörsamlegt hel-víti.

  Ég held að það sem varð okkur af falli er að typpið á Rodgers og öllum í liverpool hafi verið of hátt uppi á 80~ mín. Við erum að berjast um titil, við erum ekki að berjast um einhver stig eða halda okkur á einhverjum stað í töflunni. Ég gjörsamlega tromp bilaðist þegar hann gerði Sturridge > Moses.

  Ég varð svo reiður að ég braut næstum sjónvarpið mitt, að kunna ekki að spila leiðinlegan fótbolta í 10 mín þegar þú ert búinn að spila fallegasta fótbolta heilt tímabil er bara standpínukeppni við allan heiminn.

  Þegar þú ert búinn að skora 3 mörk á útivelli gegn liði sem er búið að skora jafnmörg mörk allt tímabilið og einn leikmaður í þínu liði þá geturðu bara sagt þetta gott og notað skiptingarnar þínar rétt.

  Agger fyrir Sturridge hefði unnið þennan leik fyrir okkur, pronto.

 121. Ég er dofinn eftir þennan blessaða leik. Þetta var svakalega svekkjandi og á eftir að vera það í nokkra daga í viðbót en ég er viss um að þegar að tímabilið er búið og maður horfir tilbaka þá stendur þetta eftir:

  Luis Suarez markahæðstur með 30+ mörk og Sturridge næst markahæðstur með 20+ mörk

  Form eftir áramót 15-3-1 (geri ráð fyrir sigri á Newcastle)

  Fjórða yngsta liðið í deildinni

  Efnilegasti leikmaður í Evrópu að mínu mati spilar fyrir Liverpool RS31

  Eigum samt ennþá séns á að vinna titilinn í síðasta leik og ef það gerist ekki þá erum við líklega að enda 2 stigum fyrir aftan lang besta liðið í deildinni. Frábært season að baki og ég hlakka mikið til að sjá hvað gerist í sumar og að horfa á Liverpool spila í meistaradeildinni í haust!

 122. ANNAÐ! að skipta ekki Glen útaf sem var gjörsamlega búinn, er eitthvað AOEHRAOERHAEORHAEORHAEO 🙂 ég elska LFC, þú larbar aldrei einn um þennan myrkva dal, okkar takmarki er náð gerum eitthvað fallegt! YNWA!!!!!!!!!!!!!!

 123. Þetta jafntefli gegn CP kostar okkur ekki titilinn eins og sagt var hér í leiksskýrslunni. Það mætti frekar benda á tapið á móti city í desember. Ef við hefðum fengið amk 1 stig út úr þeim leik (sem við áttum svo sannarlega skilið) að þá væri staðan þannig að við værum með 82 stig og city 78.

  Bið að heilsa línumanninum sem veifaði rangstöðunni á Sterling í þeim leik, hann hlítur að vera ánægður með niðurstöðuna í deildinni.

 124. vá hvað lucas var ömurlegur, verðum að losna við þennan mann strax. og fá nýjan í markið lika,

 125. Sæl öll.

  Jæja þá er maður að jafna sig eftir vonbrigðin, verst þótti mér að sjá hversu niðurbrotin Suaréz var og ég virkilega fann til með honum. En ég vona þeir nái sér andlega og verði sama glaða og skemmtilega liðið á sunnudaginn þegar enginn pressa verður á þeim.

  Ég er þeirrar skoðunar að allir á Anfield hafi staðið sig feiknarlega vel þetta tímabil og við getum verið stolt þeir fóru langt fram úr eigin væntingum og langt langt fram úr okkar væntingum.
  Mér þótti leiðinlegt að lesa commentin hér að ofan þar sem “drullað” var yfir leikmenn og stjóra auðvita gerðu þeir mistök en hver gerir það ekki þegar pressan er svona gífurleg, persónulega finnst mér að nú þurfi þeir á stuðningsmönnum á halda einhverjum sem fyrirgefa mistökin og hvetja þá áfram því það er jú líf eftir þetta jafntefli.

  Næsta tímabil er stutt undan og ef einhverjir nýir koma og bætast í hópinn verður enn skemmtilegra að fylgjast með þeim. Ég trúi því að Suaréz haldi áfram og verði sem fyrr öflugur nú verða “litlu” guttarnir ári eldri og reynslunni ríkari og spennan verður enn meiri en áður.

  Ég er nú samt ekki búin að afskrifa það sem ég tala ekki um…það gerist ekki fyrr en lokaflautið gellur á sunnudag veik von lifir fram að því.

  Þangað til næst
  YNWA

 126. Sammála þeim sem tala um tímabilið og hversu flott þetta er búið að vera, allavegana langt fram úr mínum væntingum miðað við hópinn þetta tímabilið.

  Eitt sem maður hefur tekið eftir í nokkrum leikjum í vetur er að mér hefur fundist vanta einhvern leiðtoga í liðið, hefði komið sér vel, sérstaklega í Chelsea leiknum, einhver sem keyrir menn áfram og dregur liði með sér upp á annað level. Finnst liði stundum vanta smá andlegt edge. Er ég einn í þessu?

 127. Jæja nóttin liðin og mér líður aðeins betur.

  Það er allt í lagi að gagnrýna liðið og leikmenn sem okkur finnst ekki standa sig nægjanlega vel. Engin ástæða til þess að koma ekki með málefnalega gagnrýni bara vegna þess að liðið hefur spilað mjög vel í vetur enda væri annars pressa á að gera enn betur.

  Ég gagnrýndi Skrtel mikið í upphafi leiktíðar og sagði að ég teldi að hann væri góður leikmaður en næði hinsvegar ekki saman með öðrum og í kjölfarið spilaði vörnin illa þegar hann væri að spila. Hann tróð svo að einhverju leiti sokk upp í mig með að vera heilt yfir besti varnarmaðurinn okkar í vetur en samt sem áður verður það líka að segjast að heilt yfir er varnarleikur liðsins langt frá því að vera nægjanlega góður fyrir lið sem er með þeim allra bestu í deildinni (sem liv vissulega er). En það er miklu frekar varnarholning liðsins sem er vandamálið held ég. Ef við horfum á stoðsendingar + mörk hjá bakvörðunum okkar tveimur þeim johnson og flanagan þá flanagan með eitt mark í PL og johnson með 2 stoðsendingar. Það er ansi rýr uppskera m.v. 99 mörk skoruð og fer maður að pæla hvort það væri betra jafnvægi í liðinu með þá aðeins neðar á vellinum, eitthvað færi þá bitið úr sóknarleiknum en á móti mynd vonandi vörnin aðeins styrkjast.

  Á miðjunni hafa held ég allir séð hversu gríðarlega mikilvægur Henderson er orðin þessu lið og ekkert nema gott um það að segja. Það hlítur hinsvegar að vera mikilvægt að finna rétta samsetningu á miðjuna þegar hann er þar ekki. Gerrard/lucas kombo er ekki nægjanlega sannfærandi, þeir gætu hinsvegar verið báðir fínir kostir í stöðu varnartengiliðs. Gerrard er hinsvegar ekki að yngjast og mun aldrei spila alla leiki þó svo að hann geti gegnt mikilvægu hlutverki næstu 2 árin amk. Lucas hefur verið illa plagaður af meiðslum undanfarin 2 ár og átt erfitt með að komast í liðið frá áramótum. Það litla sem hann hefur síðan spilað hefur ekki verið nægjanlega sannfærandi heldur. Ég myndi allavegana forðast það að spila þessum tveimur saman. Allen er leikmaður sem ég held rosalega mikið upp á en hann er ennþá töluvert frá því að stimpla sig inn með sama hætti og t.d. Henderson en hann gert að mörgu leiti mjög vel í vetur og ég held að hann sé frábær maður til þess að hafa í hópnum. coutinho er snillingur en því miður er hann mjög óstöðugur og því nauðsynlegt að geta hvílt slíka menn inn á milli.

  Sóknarleikur liðsins er einfaldlega frábær og erfitt að bæta hann. Mest gaman þykir mér að sjá hversu frábær hinn 19 ára gamli Sterling er orðinn og það er ljóst að hann hefur potential á við bestu ungu leikmenn evrópu. Það hefur verið vitað í allan vetur að okkur vantaði breidd frammi. Einungis Sturridge hefur verið í einhverjum meiðslavandræðum í vetur og því hefur þetta sloppið nokkuð vel en ljóst að við höfum aldrei náð að senda inn af bekknum neinn leikmann sem hefur getað haft áhrif á sóknarleik liðsins (nema þegar sturridge hefur komið inn af bekknum).

  Þetta er ekki búið, mig minnir að einu liði hafi einu sinni dugað að tapa 0-1 í síðasta leik tímabilsins en samt sem áður tókst þeim að tapa 0-2. Það getur allt gerst drengir og það verður nægur tími til þess að svekkja sig á þessu í sumar en núna skulum við horfa í það að það er möguleiki og bara 6 dagar eftir af þessu móti, ég hef allavegana ekki upplifað þannig séns sem stuðningsmaður liverpool áður.

  YNWA

 128. Það er ekki öll nótt úti enn, flott tímabil í alla staði.
  Nýjan í markið……halló…..hann varði 2svar meistaralega í gær og gat ekkert gert í mörkunum sem hann fékk á sig.

 129. Hafa menn greint þessa 11 sigurleiki sem við áttum í röð? Ef þið skoðið þessa leiki þá var heppnin svo sannarlega með okkur í liði í nokkrum þeirra og það er algerlega augljóst. Við höfum verið að spila hálfgerðan harakiri fótbolta á köflum og sannarlega hefur hann verið augnakonfekt á köflum. Hins vegar var þetta soldið skrifað í skýin að við myndum fá þetta í andlitið á einhverjum tímapunkti þó maður væri jafnvel farin að halda að þetta myndi allt saman detta með okkur til loka tímabilsins. Það virðast koma kaflar í öllum þessu leikjum þar sem við erum með allt niður um okkur þar sem maður bíður eftir marki hjá andstæðingunum. Þetta var þó með ólíkindum í gær. Miðjan brást algerlega varnarlega í þessum mörkum og vörnin steig ekki út. Crystal Palace liðið í gær var ótrúlega slakt allan leikinn þangað til þeir skoruðu fyrsta markið og virtust vera fullkomlega sáttir við að tapa enda lítið að reyna.

  Ég verð að vera sammála mönnum með Lucas. Hann steindrepur niður allt flæði í leik liðsins. Heldur að Henderson sé miklu mikilvægari en nokkurn mann óraði fyrir. Vantaði líka allan kraft í Sterling – hvar voru hlaupin hans. Maður er reyndar orðin svo vanur að hann sé stórkostlegur að líklega er þetta ósanngjörn gagnrýni. Suarez átti sinn slakast leik í vetur og Sturridge var ekkert sérstakur. Á góðum degi hefðum við verið komnir með 6 – 8 mörk þegar Palace skoraði þannig og gleymum ekki þessum tveimur til þremur vítum sem við áttum að fá.

  En svona er þetta. Í golfi þá er maður oft ótrúlega pirraður þó maður eigi frábæran hring ef maður klúðrar 18 holunni. Þá þarf maður að horf inn á við og skoða hinar 17 holurnar sem voru flestar frábærar. Þetta á við um Liverpool í dag. Klúðruðum 18 holunni en hinar eru flestar búnar að vera frábærar. Ef við hefðum klúðrar fyrstu holunni og værum í þeirri stöðum sem við erum í í dag væru allir glaðir. VERÐUM GLAÐIR.

 130. Sammala Sigridur, otrulega sorglegt ad lesa sum kommentin her. Hljota ad vera manjhu-fans i felum herna sem skrifa svona. Sannir Poolarar tala ekki svona.

  Vissulega vonbrigdi thessi urslit i gær en thad er ekki eins og lidid okkar reyndi ekki og stodu sig ekki!!!!

  Their toku sensinn a ad klippa nidur markatøluna og thad er nu bara thannig ad thegar menn taka sens tha geta hlutirnir klikkad, ekki satt?

  Eg get alveg lofad folki einu, thad eru engir eins svekktir med sidustu tvo leiki eins og SG og Co.

  BR matti alveg roa leikinn nidur EN thad vantadi nu ekki mikid upp a ad vid bættum vid fleiri mørkum og thad er ekki eins og CP se eitthvad skitalid, hørkugott lid sem eru vel skipulagdir med otholandi reyndum thjalfara sem kann sitt fag. Stort respect a C.P. flott lid sem na urslitum og høfdu unnid 5 af sidustu 6 leikjum sinum. Geggjadur heimavøllur hja theim!

  Annad, motid er ekki buid. city eru ekki bunir ad vinna og øll heimsins pressa er a theim nuna.

 131. Jæja, nú er staðan einfaldlega þannig að City verður að tapa leik á heimavelli gegn Villa og West Ham. Ég talaði um í gær allir titlar sem Liverpool vinnur koma eftir mikla dramatík sbr. úrslitaleikjunum gegn Milan í CL, Alaves í UEFA, Cardiff í Carling og West Ham og Arsenal í FA. Talaði ég um fyrir leikinn í gær að nú væri búið að leggja grunn að hádramatísku efni í góðann titill. Eftir leikinn í gær verður ekki annað sagt að enn bætist í dramatíkina. Hef trú á að City vinni Villa og það verði síðan West Ham sem vinnur City í lokaumferðinni með marki frá Carroll á 91 mín.

 132. The day after…

  hélt fyrst að þetta hafði allt saman verið martröð þegar ég vaknaði í morgun……..en svo er víst ekki.

  Carragher hraunaði yfir varnarlínuna í gær. Hann kom inn á mjög mikilvægan punkt sem við höfum kannski ekki fjallað nægilega vel um hér. Sakho og Skrtel eru sterkir leikmenn en þeir eru engir LEIÐTOGAR og gersamlega féllu á prófinu í gærkveldi þegar liðið þurfti sterkan leiðtoga í vörninni.

  Er sannfærður um að BR sé búinn að spotta þetta og ég fullyrði að annað hvort Skrtel eða Agger muni ekki spila í Liverpool-treyju á næsta tímabili. Það verður keyptur 20 – 30 milljón punda miðvörður (reynslubolti) í sumar.

  Djöfull hlakkaði samt í Neville í gærkveldi og hann fullyrti að Liverpool fengi ekki annan séns á dollunni næstu árin þar sem liðin í kringum sig myndu styrkja sig það mikið. BR mun troða skítugum sokk upp í trantinn á honum. Liverpool er komið til að vera sem topplið og munu gera aðra atlögu að titlinum á næsta tímabili.

  Upp með hökuna félagar, við eigum besta og flottasta liðið í Englandi og ég hlakka til að syngja með stuðningsmönnum á Anfield í lokaleiknum. Ævintýrið er rétt að byrja!

 133. Búinn með sorgarferlið, svekkjandi að vakna samt í morgun og sjá að þetta var ekki bara martröð í gær. Liverpool tapaði í alvöru 0-3 forystu á tíu mínútum gegn Crystal Palace.

  Eins og vanalega eru allir vonlausir eftir tapleik og selja þarf nánast alla varnarlínuna. Vissulega þarf að taka til í vörninni, það er ljóst en það verða líklega engar svakalegar breytingar, mikið frekar fyllt í vandræðastöður. Ég tók saman um daginn hversu oft vörninni hefur verið breytt í vetur og það er ótrúlega oft.

  Enrique okkar langbesti vinstri bakvörður hefur ekki spilað neitt nánast. Fleiri en 5 hafa spilað hægri bak og einnig vinstri bak. Stöðugleikinn er enginn og coverið frá miðjunni hefur ekki verið sérstakt heldur.

  Það kemur kannski ekki á óvart að það verði ekki sársaukalaust að skora 99 mörk m.v. þessar aðstæður og þennan hóp. Það tekur vanalega mikinn tíma að breyta um leikaðferð og Liverpool er að fara í gangum þannig ferli (og að gera það stórkostlega).

  Tímabilið áður en Rodgers tók við skoraði Liverpool 47 mörk og fékk 40 á sig (8.sæti).
  Tímabilið eftir að Rodgers tók við skoraði liðið 71 mark og fékk 43 mörk á sig (7. sæti).
  Núna hefur liðið skorað 99 mörk og fengið 49 á sig, þar af sjö í þriggja leikja fjarveru Henderson.

  Það sem helst breyttist er að væntingarnar eru mun meiri í toppbaráttunni en ég skal gefa Rodgers séns með að fá þessi sex auka mörk á sig á tímabili sem liðið bætir markaskorum um 28 mörk frá síðasta tímabili og rúmlega helming frá tímabilinu þar á undan.

  Liðið var með 61 stig í fyrra en er með 81 stig núna og það er einn leikur eftir.

  Ef liðið gat bætt sig svona mikið sóknarlega efa ég ekki að það geti lagað varnarleikinn líka og náð betra jafnvægi, svo lengi sem verið er að bæta liðið er ég kátur.

  Breytir því ekki að ég er ennþá svipað fúll yfir þessum leik í gær og ég var þegar ég skrifaði skýrsluna. Svona er aldrei ásættanlegt frá Liverpool, en það var búið að hóta þessu (of oft) áður á þessu tímabili.

 134. Er sammála því að nýir fætur eru ekki málið. Skrakho eiga skilið að halda áfram og ég klappaði oft saman lófum í gleði þegar þeir átu hverja háu sendinguna á fætur annarri í gær. Jónsson er hins vegar ekki lengur hæfur í þetta lið. Það kemur ekkert út úr þessu sóknarbrölti hans og í kristalsmörkunum var hann skeflilegur. Lét fífla sig bigtæm, hætti að dekka varnarmaninn þegar Skrtel var allt í einu með tvo menn… Lúkas ræfillinn er að sama skapi á síðasta söludegi.

  Ljóst að Citysigur var hálfgerður phyrrusarsigur, hann kostaði okkur meiddan Sturridge og bannfærðan Henderson. Það munar um minna.

  En fyrst og fremst þarf að stilla af þessa varnarlínu. Alvöru leiðtoga þarf að kalla fram í markmanninum og fleirum sem rífa hyskið fram svo að allir séu í sömu línunni.

 135. Góðan dag.
  Það var virkilega svekkjandi að missa þennan leik niður í jafntefli en þetta er ekki búið, Man City eiga eftir að spila á morgun og hver veit nema að þeir tapi stigum.
  Verum bjartsýnir og vonum það besta.

  KV JMB.

 136. Sammála Babu – við gerum þetta tímabil upp síðar.

  Mín mestu vonbrigði síðustu 2-3 vikur eru stóru leikmennirnir, þessir reynslumiklu leikmenn. Þeir hafa einfaldlega ekki verið að stíga upp á mest crucial tíma ársins. Eftir West Ham leikinn:

  City

  Bestu leikmenn liðsins voru Sterling (19) og Coutinho (21). Féllum allt of langt til baka í síðari hálfleik, maður sá það í 5 mínútur að markið var að koma.

  Norwich

  Ein ástæða fyrir því að við unnum þennan leik, ástæðan er nítján ára að aldri. Sterling mom. Féllum allt of langt til baka í stöðunni 0-2 og 1-3.

  Chelsea

  Höfðum engin svör. Það vissu allir hvernig Chelsea myndi spila með margra vikna fyrirvara. Sá eini sem reyndi eða komst eitthvað áfram var Sterling. Johnson klikkar í dekkningu í horni rétt fyrir fyrsta markið, Gerrard klikkar í marki #1 og mark tvö kom svo í lokinn.

  Engin svör, hefðum getað spilað í 180 mínútur í viðbót án þess að skora.

  Palace

  Okkar besti maður var líklega Allen. Landsliðsmenn eins og Gerrard, Skrtel, Sakho, Glen og Lucas gerðu ekkert til þess að aðstoða þegar við vorum undir pressu og voru meira að segja áhorfendur og/eða á jogginu í einstöku mörkum CP.

  Tímabilið hefur verið frábært – en menn verða ekkert undanskildnir gagnrýni í einstöku leikjum þrátt fyrir það. Við vorum með titilinn í okkar höndum, en erum farnir langt með að klúðra því. Því miður.

  Stórir leikmenn hafa ekki stigið upp og þarf mikið að gerast til þess að þeir haldi sæti sínu í liðinu / hópnum á komandi vikum og mánuðum. Batna miðverðirnir með betri bakvörðum? Ég veit það ekki. Kannski þarf bara meiri leiðtoga þarna aftast til að skipa mönnum fyrir?

  Lucas – hann veldur ekki leikstjórnendastöðunni sem Gerrard er í og ekki heldur stöðunni sem Coutinho og/eða Henderson spila. Hvert er hans hlutverk í liðinu í dag og á næsta tímabili? Hvað er langt síðan hann átti X marga góða leiki í röð í liðinu? Allen hefur ekki heldur fengið marga leiki, en hann hefur spilað vel þegar tækifærið gefst. Mikið meiddur vissulega, en þá er spurningin sem ég spurði að í podkasi fyrir áramót – er hann sami leikmaðurinn? Hve langan tíma á hann að fá?

  Glen Johnson er að spila upp á nýjan samning. Skoðið þriðja markið þeirra í gær. Er hann peningana virði? Ef ég horfi á síðustu 3-4 ár þá já, ef ég skoða síðustu 12 mánuði þá nei. Hann er ekki að verða yngri. Stór ákvörðun þar.

  Við erum með efnilegt og spennandi lið. En það er ekkert samasemmerki á milli þess að lofa góðu og actually vera nógu góður til að vinna titla. Liverpool hefur verið með virkilega gott lið í höndunum amk tvisvar sinnum síðustu 15. ár.

  Sumarið 2002 (ári eftir þrennutímabilið) þegar við skrifuðum kafla í handbókinni, hvernig á ekki að kaupa leikmenn. Hnignun í kjölfarið sen endaði með því að Houllier missti vinnuna.

  Sumarið 2009 – Liverpool var um vorið í öðru sæti deildarinnar með virkilega skemmtilegt og spennandi lið á besta aldri. Meistararnir seldu í kjölfarið Ronaldo og Tevez án þess að styrkja það neitt af ráði í staðinn. Við vitum framhaldið. Umhverfi og eignarhald klúbbsins vissulega annað – en röng ákvarðanataka átti einnig einhvern hlut að máli (Aquilani t.d.).

  Liverpool þarf að styrkja flestar stöður á vellinum í sumar, stækka hópinn og bæta við gæðum. Líklega bara markmannsstaðan sem fær að standa óbreytt og fær lengri tíma. En þessar pælingar verða ræddar síðar.

  Þrátt fyrir ofangreint þá er ég samt með þá tilfinningu að þetta sé ekki búið. Liverpool hefur aldrei farið auðveldu leiðina, aldrei!

  Mín tilfinning er sú að City tapi stigum, en staðan er erfiðari nú því jafntefli dugar okkur ekki lengur. Vika er langur tími í fótbolta, það ættum við að þekkja. Það getur allt gerst, eftir tvo daga gæti Liverpool verið komið með þetta í sínar hendur aftur. Svo klikkuð er þessi deild. Auðvitað er þetta bara City að klúðra úr þessu. En ef að Palace getur skorað þrjú mörk gegn Liverpool á 12 mínútum þá getur Aston Villa alveg tekið tvennuna á City. Ekki líklegt, en mögulegt.

  Að fara inn í síðasta leik tímabilsins og geta enn unnið titilinn er ótrúlegt afrek m.t.t. hve djúpt klúbburinn sökk og hve hætt hann var kominn. En ef titillinn vinnst ekki þetta árið verða þetta blendnar tilfinningar sama hvað menn reyna að fegra hlutina. Stoltir af liðinu, stoltir af spilamennsku liðsins og bjartsýnir á framtíðina! En óbragð og eftirsjá vegna þess sem hefði getað orðið.

  Næstu skref eru crucial. Ég ætla að taka stórt upp í mig og segja að síðasta sumar hafi verið lélegt, fyrir utan Mignolet (the jury is still out). Enginn leikmaður sem þá kom inn hefur komið með eitthvað til liðsins eða styrkt það eitthvað svakalega. Við myndum líklega spila frekar með 9 eða 10 menn frekar en að spila Alberto og Aspas í deildinni, Sakho er ekki mikil styrking frá Toure / Agger (ef einhver – hvað svo sem verður í framtíðinni, ekkert í hendi hvað það varðar) og Moses sem hefur engu bætt við. Þar fyrir utan erum við með svöngu cult hetjuna Cissokho að láni og Illori sem á enn eftir að spila mínútu fyrir klúbbinn.

  Ef ég man rétt fékk sumarið 7 eða 8 í könnun hér á síðunni. Í dag myndi ég ekki gefa því mikið meira en 3-4.

  Þetta sumar er hrikalega mikilvægt og við þurfum að gera betur á markaðnum. Allar afsakanir um engan CL fótbolta eiga blessunarlega ekki við lengur. Nóg af blaðri, tími aðgerða er runninn upp.

 137. Já, spurning hvort Carrager hefði ekki átt að taka eitt tímabil í viðbót miðað við varnarleikinn síðustu 10 mín. í gær?? Vantaði alvöru leiðtoga þar og líklegast í fleiri markaleikjum í vetur.

  Ég er ánægður að ég er ekki sá eini sem fannst Lucas alveg arfaslakur. Spurning hvar Rodgers sér hann til framtíðar?

  Held að rauða spjaldið hans Henderson á móti City hafi verið afdifaríkara en okkur grunar! Á þeim tímapunkti vorum við búnir að vinna 10 leiki í röð. Rétt mörðum sigur gegn Norwich í næsta leik. Þarf ekkert að rifja upp framhaldið.

  HM með öllu tilheyrandi í sumar. Öllu spenntari verð ég þó yfir því hvaða 5 – 6 leikmenn Rodgers ætlar að fá til okkar miðað það sem vefmiðlarnir halda fram.

  Hef trú á að hann klári kaupin á Konoplyanka, virkilega fljótur og teknískur á kantinum. Sýndi flotta takta á móti Spurs í Evrópudeildinni. Einnig spenntur fyrir Saint´s tvíeykinu þeim Lallana og Shaw. Það lið sem hreppir Shaw er komið með framtíðar vinstri bakvörð og erum við ekki í reglulegum hremmingum með þá stöðu? Spurning jú með verðið eins og ýmsir hafa bent á, sjáum til hvernig það fer.

  Svo er það náttúrulega leiðtogi í vörnina og reynslubolta á miðjuna. Agger reglulega orðaður við Barcelona eða á leið frá félaginu og regluleg meiðsli gera það að verkum hann er ekki framtíðar leiðtogi. Skrtl og Sakho að mínu mati ekki kandidatar. Og við þurfum “back-up” eða byrjunarliðsmenn á miðjuna. Þá er bara spurning hverjir?? Einhverjar hugmyndir??

  Eða……. klárum fyrst næsta sunnudag áður en lengra er haldið! :O)

 138. Í villtustu draumum….spáið í viðsnúningi á stemmningu hér tæki Aston Villa uppá því að vinna Man. City 🙂

 139. Ég get ekki hætt að gráta innan í mér!

  Alveg hárrétt hjá þér Eyþór #148 og BR þarf líka að taka sig þessi 2 stig á móti CP. Það sáu allir að Lucas var búinn á því og hann brást ekki við breytingum Pulis.

  Við munum vonandi eiga góðan glugga í haust og styrkja liðið. Við munum njóta CL enn við fáum ekki jafn gott tækifæri til að taka PL titilinn og núna. City með nýjan stjóra, Chelsea í vandræðum með sóknarmenn, Arsenal var Arsenal og utd og Tottenham í rugli þennan vetur.

  Öll liðin í fyrstu 7 sætunum munu styrkjast líka. Baráttan um fyrstu 4 á næsta ári verður svakaleg.

 140. #151, við ætlum ekki að berjast um 4. sætið. Við ætlum að berjast um titilinn!

 141. Thad eru 2 leikir eftir, ef vid hefdum unnid bada, tha thyrftum vid samt ad vona ad City myndi gera 1 tap eda jafntefli ef their vinna 1 leik.
  Nuna getum vid bara unnid titilinn ef vid vinnum lokaleikinn og City vinnur 1 og tapar 1 , eda ja 2 jafntefli.
  Svo munurinn er alld ekki eins mikill eins og menn virdast halda.
  Eg aetla ekki ad haetta ad trua fyrr en lokaumferdin er buin.
  ALLT getur gerst i fotbolta, vid urdum vitni af thvi i gaerkvoldi.

 142. Sælir félagar,

  Við skulum hafa glasið hálf fullt núna.

  Seasonið er búið að vera stórfenglegt. Við erum með 3 besta fótboltamann heims, frábæran ungan þjálfara sem er búinn að rífa í sig hverja vörnina á fætur annari. Við erum að fara spila aftur í MEISTARADEILD Evrópu.

  Ókostirnir:
  Rodgers þarf að læra það að “læsa” leikjum. egar palace minnkaði muninn í 3-1 þá áttum við að læsa leiknum, halda boltanum en taka um leið ekki of marga séns.
  Sakho – ég hef stundum gagnrýnt hann hérna…ég verð eiginlea að segja að mér finnst hann ekki nægilega góður. vonandi mun hann samt vaxa…

 143. Það er talað um að Rodgers fái 60-70 milljónir til að eyða svo verður líklega selt enrique,reina,Aspas og kannski agger. er ekki buinn ad sja neitt sem segir að lucas se að fara enda væri það ekki gott það yrði hrikalega sterkt að geta hent lucas af bekknum í stöðunni 1-0 og við að reyna halda. hann er á heimsmælikvarða þegar hann er i toppstandi það er ekki hægt að mótmæla því.
  fór eitthvað að pæla í hvernig liðið gæti verið á næstu leiktíð með kannski 80milljóna kaupum

  Mignolet
  montoya-skrtel-sakho-moreni
  gerrard
  henderson-rakitic
  sturridge-suarez-sterling/coutinho

  bekkur: guillermo ochoa(flottur markmaður í fall liði í frakklandi og gæti allveg eins slegið mignolet úr liðinu https://www.youtube.com/watch?v=NHOd4fM-9es ),glen johnson/Flanagan,caulker,allen,lucas,sterling/coutinho,konoplyanka
  utan hóps eru ilori sem er búinn að vera mjög flottur á spáni,suso einnig búinn að vera flottur,alberto,kolo toure ef hann verdur ekki seldur,ibe, Flanagan ætti reyndar kannski að koma á bekkin þar sem það verða pottþétt einhver meiðsli og johnson á ekki meira skilið að vera það frekar en hann.

  Þetta lið sem ég setti saman kostar kannski 70 milljónir þó að við þyrftum kannski að bjóða meira í einn leikmann en þá kannski minna i hinn. svo er kannski ashley cole að fara frítt og eitthvað er verið að slúðra um það svo þeir sem segja að þetta sé okkar eini séns að vinna titilin er bara vitleysa og nota það sem rök að hin liðin séu að fara styrkja sig er lélegt finnst mér haldiði að liverpool verði bara að chilla í sumar meðan öll hin liðin styrkja sig nei ég held að liverpool muni eyða hvað minnst af þessum liðum en ég held að við munum gera bestu kaupin ef við vinnum ekki deildina núna þá vinnum við hana bara núna það er alltaf verið að segja að liverpool menn segi alltaf next year is our year og ég held að það sé í fyrsta skipti í langan tíma að það eigi einhverja merkingu.
  YNWA

 144. Sko

  Að sjálfsögðu var þetta svekk miðað við hvernig leikurinn spilaðist, ekki spurning.

  En

  Að fara í lokaleikinn með tölfræðilegan möguleika á að vinna titilinn er samt miklu skemmtilegra en að eiga ekki möguleika. Þetta tímabil er búið að vera geggjað, vonandi hafa menn lært eitt og annað, meðal annars að það þarf að spila betri varnarleik til að fara alla leið.

  Ég er ótrúlega ánægður með BR og hlakka til lokaumferðar , silly season og næsta tímabils.

 145. Ég sá ekki leikinn svo ég er enn með stórt spurningamerki hvernig við töpum þriggja marka forustu. BR þarf að fara milliveginn og finna einhvern jafnvægi i spili okkar manna. Ég ætla ekki kvarta mikið varðandi þennan sóknarbolta sem við spillum undir BR. Ég elska sóknarbolta enn fyrir næstu leiktið vill ég sá betri varnarleik. Þegar Crystal jafnaði þá átti Rodgers strax gera breytingar og bætta við varnarmanni. Ég hafði líka bætt við varnarsinnuðum miðjumanni enn eins og við vitum þá vantar Liverpool breidd i ákveðnar stöður sem FSG ætti bera stóra ábyrgð. Staðinn fyrir að styrkja hópinn i fyrra sumar og jánúar þá veiktist hópurinn með lélegum kaupum og lánssamningum.. Liverpool á ekki vera i þeirri stöðu að keppa um titillinn punktur. Ég eða við verðum að hrósa BR sérstaklega því hann hefur unnið kraftaverk með þennan þunnan hóp og við erum komnir i meistaradeildina og með sigri gegn Newcastle er annað sætið minnstakosti tryggt og með smá kraftaverki kannski meistaratitill. Þetta er ekki enn búið.
  Hlakka til næst leik.

 146. Það besta við það að city tekur titilinn er að VIÐ getum get betur á næstu leiktíð..
  Annars var ég rosalega sár og óglatt eftir gærkveldið :/

 147. Eins og þessir 2 síðustu leikir voru svekkjandi, er maður samt ótrúlega rólegur eitthvað yfir þessu, af hverju? hugsaði ég og svarið er einfalt. Loksins erum við þar sem við eigum að vera, Liverpool FC á jú nefnilega alltaf að vera að keppa um titilinn,ekki einhverja aðra titla a la Benitez þessi klúbbur er til til þess að vinna þennan titil! vona bara að aðrir hér séu sammála þessu.

 148. Sælir félagar

  Nú er runnið af manni ergelsið og sárindin eftir gærdaginn. Ég er í raun nokkuð sáttur við stöðu liðsins í dag og frammistöðu þess og stjórans svona heilt yfir. Auðvitað gera leikmenn og stjórar mistök . . . hver gerir það ekki mér er spurn? Þetta fer í reynslubankann og verður til lærdóms til framtíðar. Þetta tap í gær tók í en maður jafnar sig og lítur á björtu hliðar leiktíðarinnar.

  Þegar við eigum einn leik eftir erum við í efsta sæti og eigum tölfræðilega möguleika á titli. Þetta er meira en nokkur lét sig dreyma um í upphafi leiktíðarinnar. Þetta er glæsilegur árangur með þennan litla hóp sem er fullur af ungum strákum sem eiga bara eftir að verða betri. Við munum spila í meistaradeildinni næsta leiktímabil eitthvað sem við höfum saknað mikið flest okkar ef ekki öll. Það er magnað.

  Það er því þannig að ég er sáttur þegar upp er staðið og hlakka verulega til næsta tímabils. Ef vel tekst til á leikmannamarkaði og við fáum leikmenn inn úr ungliðastarfi eða leigu sem bæta við breiddina þá er ekkert sem segir annað en við verðum í toppbaráttu næstu árin. Með þennan stjóra sem eykur reynslu sína með hverjum leik og bætir því við þá hæfileika sem hann hefur þá er allt hægt. Það er því mikið tilhlökkunarefni framundan fyrir okkur öll.

  Það er nú þannig

  YNWA

 149. sársaukinn er hægt og rólega að minnka……..ekki farinn samt.

  Það vill þannig til að akkúrat núna er “2014 Player’s Awards dinner” hjá LFC

  Ég skildi ræðu kynnis þannig að þetta er í fyrsta sinn sem þetta er haldið. Allir leikmenn Liverpool og BR eru á staðnum. Erfið tímasetning á þessu, en ég held að allir í kringum klúbbinn þurfi á því að halda núna að brosa aðeins og fagna

  Þetta er mjög smart hjá þeim. Leikmennirnir voru kallaðir inn í salinn 2 í einu og gestirnir fögnuðu þeim gríðarlega. Eðlilega voru þeir frekar daufir í dálkinn en reyndu samt að brosa.

  Ian Ayre hélt ræðu og m.a. þakkaði leikmönnum fyrir frábæra frammistöðu á árinu, sem og stuðningsmönnum sem eru auðvitað þeir laaaangbestu í heimi! Síðast en ekki síst þakkaði hann BR fyrir frábæran árangur og jós hann lofi. Tók hann sérstaklega fram að það er ekki auðvelt að finna þjálfara í fremstu röð til að þjálfa þennan risaklúbb, hvað þá svona frábæran karakter sem BR er. Tók hann sérstaklega fram að hann hlakkaði til að starfa með BR “many years to come”. Þetta var mjög ánægjulegt statement frá eigendum klúbbsins.

  BR var síðan kallaður upp í stutt viðtal og var flottur að venju. Var honum gríðarlega vel fagnað.

  Fallegasta markið var valið 1. markið hjá Suarez gegn Norwich. Kom ekki á óvart.

  Besti ungi leikmaðurinn var að sjálfsögðu Sterling.

  Academy player of the year var valinn Jordan Rossiter.

  Suarez var síðan auðvitað kosinn besti leikmaðurinn, bæði af eigin liðsmönnum sem og stuðningsmönnum (2 verðlaun)

  Alls kyns verðlaun voru einnig afhend, m .a. bestu aðdáendaklúbburinn, besti starfsmaðurinn o.fl., o.fl.

  Erfið tímasetning á þessum atburði, en boy oh boy, hvað allir þurftu á einhverju jákvæðu að halda akkúrat núna!

 150. Svavar #134 við getum samt ekki notað ef og hefði í þessari titlabaráttu því miður. City menn áttu líka að fá vítaspyrnu á móti okkur þetta er bara svona you win some you lose some.
  annars búið að vera frábær vetur. YNWA.

Liðið gegn Palace

Kop.is Podcast #60