Selhurst Park – mánudagskvöld

Ég veit það eru enn einhverjir 60 klukkutímar í að við spilum næsta leik, en ég bara get ekki beðið lengur með að skoða næsta verkefni krakkar mínir. Maður er enn á rugltímabilinu með hjartslátt og svefntruflanir…svo…here goes!

Áfram höldum við veginn, tvö skref eftir áður en tjald tímabilsins verður dregið fyrir.

Maður hefur enn hnút í maganum þó vissulega við höfum öll verið kýld portúgölsku höggi í hann á sunnudaginn síðasta. Það þýðir það að áður en að okkar leik kemur þá er ansi mikilvægur leikur í gangi á laugardag sem ég held við komumst ekki hjá að skoða aðeins.

Everton – Manchester City

Seinnipartsleikur laugardagsins er leikurinn sem við höfum öll horft til síðustu daga með þá von í brjósti að okkur verði gefinn séns á að ráða okkar eigin örlögum þessa leiktíð. Það er auðvitað kaldhæðni örlaganna að við horfum til litla bróður að aðstoða okkur við að ná tökum á baráttunni.

Áður en að leik þessara tveggja kemur mun United spila og við þurfum eiginlega að vona það að þeir vinni. Hvers vegna í ósköpunum? Jú, málið er það að Everton hafa sett stefnuna á Evrópukeppni þó þeir vissulega hafi stöðugt meira horft til Meistaradeildar. Ef að United menn vinna sinn leik hafa þeir komist þremur stigum á eftir Everton með aðeins eina umferð eftir og það þýðir að til að vera tryggir um Evrópukeppni á næsta ári þurfa þeir bláu eitt stig. Ég veit að okkur finnst það skrýtið en Martinez staðfesti það í viðtali við Telegraph í vikunni að þeir ætla sér langt. Í lok viðtalsins tilgreinir hann það einmitt að eitt stig tryggi evrópukeppni á næsta ári og sex stig gætu veitt þeim aðgang að draumi.

Svo ég er handviss um að Everton munu gefa City alvöru leik á allan hátt.

Ef við lítum á meiðslavandann þeirra umtalaða þá er það í raun bara Mirallas og Pienaar af lykilmönnunum sem eru pottþétt frá. Leighton Baines og Jagielka eru líklega orðnir klárir og þeir eygja von um að Distin verði með. Auðvitað skiptir það miklu máli að þetta allt gangi því vissulega er breidd í varnarleiknum ekki mikil hjá Everton.

City menn eru auðvitað án vafa með besta leikmannahópinn í deildinni. Hafa endurheimt Yaya Toure og Aguero á síðustu vikum og nú gera þeir sér vonir um að David Silva mæti til leiks á Gamla Velli þeirra Everton manna. Þeir misstigu sig á Anfield en sigldu örugglega heim stigum á Selhurst Park og hafa alla reynslu í heiminum með sér.

Þetta verður háspenna og lífshætta, en ég held mig við það enn að þarna verði jafntefli og City megi bara verða sáttir með það. 1-1 verður talan og Everton verða nærri því að vinna þennan leik.

Og þá er að skoða okkar leik…

Crystal Palace liðið

Við skulum byrja á skemmtilegri töflu – formtafla síðustu 6 leikja…

Formtafla

Þetta er nefnilega málið. Mótherjar okkar voru að tapa fyrsta leik sínum í sex viðureignum um síðustu helgi…

Næst skulum við rifja upp að þeim er stjórnað af manni sem heitir Tony Pulis. Ég nenni sko alls ekki að tala um þann mann, en við vitum öll hvernig honum hefur gengið á móti okkar mönnum undanfarin ár, með Stokelið. Svo hann kann á það að sljókka okkar lykilmenn og “neutralisera” þann sóknarleik sem Rodgers leggur upp með.

Ég ákvað að horfa á Palace gegn City um helgina og útfærslan kom lítið á óvart. Þeir verjast með 6 – 7 mönnum og reyna síðan að beita skyndisóknum. Gefa sér mikinn tíma í föst leikatriði, senda jaxlana sína fram og eru með miklar útfærslur sem miðast flestar að því að dúndra inn í markteig. Það eru ekki komin handklæði til að taka innköst en ég held að stutt sé í það. Þeir eru með öflugan markmann í Speroni, Scott Dann er varnarturn “a la Shawcross”, þeir eiga öflugan varnarmiðjumann í Jedinak, Marouane Chamakh er senterinn sem heldur boltanum og skallar hann fyrir fljótu mennina Puncheon, Ledley og Cameron Jerome að elta.

Líkamlega sterkt lið með fínan hraða en litla tækni. Þekkiði stemminguna krakkar mínir?

Þess utan er völlurinn þeirra mikil gryfja. Við fórum fyrstu kop.is-ferðina okkar á fyrri leik þessara liða og við Babú sátum mjög stutt frá mögnuðum aðdáendum þeirra sem stóðu og sungu allan leikinn á Anfield. Samkvæmt heimildum er það sama uppi á teningnum í Suður London. Vissulega má reikna með öflugum stuðningi “dreymara” sem styðja okkar lið en þetta er síðasti heimaleikur Palace og hin hefðbundna skrúðganga að leik loknum.

Skulum hafa það á hreinu að Tony Pulis og félagar eru ekki að fara gefa okkur neitt. Þeir munu koma stemmdir!

Liverpool – lið draumanna

Best að vera bara dramatískur áfram. Draumurinn lifir. Ekki eins góðu lífi og sunnudaginn 27.apríl kl. 12:52 en hann lifir sko enn.

Sérstaklega ef við sjáum fram á að spáin mín um leik laugardagsins rætist. Sá leikur mun auðvitað hafa áhrif á undirbúning okkar manna. Allt tal um annað á heima í Star-trek eða öðrum vélmennadrömum. Það er mannlegt að horfa til keppinautanna og það er okkar lið að gera þessa dagana, þeir hugsa síst minna um leik Everton og City en okkar leik um leið og æfingum lýkur.

En auðvitað er okkar lið á hörkurönni og það hefur verið saga vetrarins að við séum snöggir að vinna okkur til baka eftir áföll. Mikið vona ég að það sama verði uppi á teningnum.

Í vikunni hefur langmest pælingin farið í meiðslamál okkar manns Sturridge. Hann var klárlega ekki tilbúinn þegar hann kom inná gegn Chelsea og miðað við miðað við viðtalið við Rodgers í dag þá virðist hann einfaldlega ekki orðinn klár til að byrja leikinn. Hann hefur ekki mætt á æfingu með liðinu síðan að leiknum gegn City lauk og það er of stór biti held ég að henda honum í byrjunarliðið. Mikið sem ég vona þó að kraftaverkin verði.

Miðað við þá staðreynd að Sturridge hefji ekki leik held ég að hausverkur Rodgers verði að reyna að finna aðra lausn en við sáum gegn Chelsea um síðustu helgi. Uppsetning Palace á margt líkt með Chelsea, við munum fá að halda boltanum lengst af leiknum, þeir munu reyna að pressa þegar boltinn er hátt á okkar vallarhelmingi með 3 – 4 leikmönnum en falla fljótt til baka.

Mér fannst miðjan fyrir framan Gerrard ekki ná sér nægilega í gang og ég held að Rodgers fari aftur í tígul með Gerrard, Allen, Coutinho og Sterling. Einfaldlega því Lucas hefur ekki náð sér á strik í þeirri leikstöðu sem honum hefur verið úthlutað. Ég veit ég er býsna ævintýragjarn þarna því við vitum jú af því að það eru ekki argandi gæði í senterunum okkar þegar SAS sleppir en ég hef trú á því að Rodgers setji upp sókndjarfara lið en gegn Chelsea og þá þarf hann að grípa til einkennilegra ráðstafana…

Liðinu spái ég svona:

Byrjunarlið_Palace

Já krakkar mínir. Ég ætla að vera svo djarfur að tippa á að hann Victor Moses fái að byrja á sínum gamla heimavelli. Ekki síður vegna þess einmitt að hann mun ekki frjósa við þær aðstæður sem þar eru.

Ég held að liðið sé sjálfvalið að öllu leyti nema því hvort að Lucas eða sóknarmaður verði settir inn. Sakho hefur slegið Agger út, bakverðirnir eru klárir og Cissokho verður langbestur af bekkjarhiturunum eins og áður.

Ég er ekkert að segja það að þetta sé mitt drauma- eða óskalið á mánudaginn en ég held að ef að Sturridge verður ekki klár þá sé þetta leiðin. Ef Sturridge verður klár byrjar hann að sjálfsögðu í stað Moses í minni uppstillingu. Það hefur virkað á mig að það sé ákveðin þreyta í sóknarlínunni og synd væri að segja annað en hann Victor Moses sé ferskur og hann hefur hæfileika sem gætu nýst. Ég hef allavega ekki trú á því að hornspyrnukóngurinn Aspas sjáist meir í treyjunni.

Vel má vera að Rodgers haldi sig við það lið sem byrjaði gegn Chelsea, en ég yrði fyrir eilitlum vonbrigðum með það líka, ég vill fá fleiri sóknartýpur inn í liðið.

Hvernig fer?

Ég held mig áfram við það sem ég sagði í podcastinu á mánudaginn. Við erum að fara í hunderfiðan útileik í London. Mér skilst að rauði áhangandaherinn ætli að leggja undir sig Trafalgar Square í London frá hádegi til að berja sér kjark í brjóst, svei mér ef maður bara labbar ekki um torg á Íslandi til að kjarka sig líka.

Því í raun skiptir ekki máli hvernig fer á laugardaginn, okkar drengir bara verða að ná í þrjú stig svo að við eigum drauminn alveg fram í síðustu umferð. Það væri hryllilega sárt ef að draumurinn okkar væri úti mánudagskvöldið 5.maí.

Það verður enda ekki krakkar. Við munum lenda undir og þurfa að berjast fyrir jöfnunarmarki. Undir blálok leiksins kemur markið sem mun tryggja okkur 1-2 sigur og verður þess valdandi að við munum ekki sofa dúr þá sex daga sem svo líða fram að síðasta leik þessa dásamlega veturs.

KOMA SVO!!!!!

WeGoAgain #MakeUsBelieve

138 Comments

  1. Skrifaði á FB að ég vonaðist eftir everton og utd sigri og sá svo upphitunina. Ég er með velgju.

  2. eg svaf illa i nótt fyrir leikinn gegn city i dag hja okkar mönnum.

    eg tek bara einn leik i einu og næsti leikur er gegn city i dag.

    ef city nær þrem stigum þa er þessi vetur buin fyrir mer og eg mun reyna að vera glaður með 2-3 sætið þótt það verði auðvitað ofboðslega erfitt eftir dauðafærið sem við vorum í ..

    eg trui enn a það að þessi þarna uppi hafi einhverja áætlun um það að okkar menn klári þetta og liklega a einhvern dramatiskan hátt en eg tel að city þurfi að missa stig i dag til þess að okkar menn eigi alvöru sens ennþa. ef Everton nær þo það væri ekki nema stigi i dag þa mun eg ekki sofa fram a manudag held ég en ef Everton tæki öll stigin i dag eins og síðustu 4 ar gegn city a Goodison þa er dollan a leið a anfield enda mega okkar menn þa gera eitt jafntefli og vinna hinn i þessum siðustu 2 leikjum…

  3. Ég vil að Everton taki stig af City og við klárum Palace, því það væri alveg æðislegt að hafa titilinn í okkar höndum þegar maður verður úti í Liverpool næstu helgi 🙂

  4. fullt rör á Palace og við keyrum yfir þá ,,,svo framarlega að Lucas vinur minn verði sem lengst frá þessu, megum ílla við því að byrja einum færri….( hef bara enga trú á þessum leikmanni) ekki í okkar standard…..koma svo…….

  5. Við erum búnir að ná þessu með þig og Lucas Friðfinnur, þarf að stagast á þessu í hvert einasta skipti sem þú kommentar? Við erum sem sagt búin að ná því að þú þolir ekki Lucas Leiva.

    Annars flott upphitun Maggi, Sturridge verður að mínum dómi það tæpur á að ná leiknum að hann ætti aldrei að byrja hann og ég vil eins og þú, gefa Moses sinn síðasta séns á að sanna það fyrir okkur að hann geti smá í fótbolta og hafi áhuga á að verða meistari.

  6. frábær upphitun að vanda, ég held City vinni granna okkar en gleymi sér á móti Villa í vikunni og nái aðeins jafntefli, en ég er hinsvegar hræddur um að við lendum í basli með Palace. Draumurinn lifir a.m.k. fram að þeim leik.

  7. Ég ætla að fara lengri leiðina…. við vinnum á markamun. Þessi titill fer í sögubækurnar. Það mun rigna inn mörkum í næstu 2 leikjum og við með 12 mörk í plús og city bara með 3 🙂

    Samt pirrandi þegar menn segja “þið þurfið hjálp til að vinna bikarinn, getið ekki unnið þetta sjálfir”. Er það ekki nákvæmlega sama staða og city voru í fyrir viku?

    Allt í einu lifnuðu manutd menn við…..

  8. Flott upphitun að vanda, fyrir leik sem verður drullu erfiður. Draumurinn heldur þó áfram – við vinnum þetta með einu marki frá Suarez eða vítaspyrnumarki frá Gerrard.

    Ef við og City töpum okkar leikjum um helgina þà endar Chelsea sem meistari – hversu mikið fokk yrði það… (Sagði ég þetta upphátt?)

    Koma svo!

  9. Babú sagði mér í trúnaði að ef Everton tekur stig af City í dag og við endum sem meistarar ætli hann að kaupa sér Everton treyju og koma í henni heim frá Liverpool eftir næstu helgi. Hann át þessa hugmynd víst upp eftir SStein sem fannst þetta stórkostleg hugmynd….

  10. Steini hvernig slær Everton hjartað þitt i dag ?

    meikaru að brosa ef Everton tekur stig af city eða villtu sja Everton drulla i dag og treysta a að city misstigi annarsstaðar bara ?

  11. Í öllum þessum umræðum um hvort Everton sé að fara að hjálpa Liverpool, þá gleymist oft að horfa á stóru myndina.

    Liverpool-Everton: 4-0
    Everton-Liverpool: 3-3

    Man.City-Everton: 3-1
    Everton-Man.City: ?-?

    Semsagt: ef Everton og City gera jafntefli, þá verða þeir hlutlausir þegar kemur að því hvaða áhrif þeir hafa haft á lokastöðu City og Liverpool, þ.e. hafa tekið 2 stig af báðum liðum. Hafa því hvorugu liðinu “hjálpað”.

    Hafandi sagt það, þá held ég að Everton tapi á eftir. Hins vegar held ég að City séu ekki að taka 9 stig í sínum síðustu 3 leikjum. Veit ekki alveg hvort þeir eru að fara að tapa stigum á móti Villa eða West Ham. Allavega er krúsjal fyrir okkar menn að halda einbeitingunni á mánudagskvöldið.

  12. Innvortis, er þetta kannski bleika Everton-treyjan sem Steini fékk að gjöf um árið?

  13. Ekki alveg nógu vandað ef West Ham er að taka Spurs – verða þá orðnir öruggir fyrir leikinn gegn City 11. maí. Takk Carroll!

  14. Þar að auki gera svona úrslit að Spurs eru ekki að anda ofan í hálsmálið á Everton varðandi Evrópusæti. Jæja, best að rífa sig uppúr þessari neikvæðni og fá sér Sjálfta.

  15. Þessi leikur West Ham – Tottenham er ekki að falla með okkur.

    Sigur fyrir Tottenham hefði þýtt að þeir væru búnir að jafna Everton að stigum og gætum mögulega stolið af þeim 5. sætinu en fari leikurinn svona er sá möguleiki farinn þar sem Everton eru 18 mörkum fyrir ofan Tottenham. Man Utd gæti stolið 5. sætinu af Everton vinni þeir báða leikina og Everton tapi báðum en það setur Everton alltaf í 6. sætið og þar með öruggir í Europa league.

    Núna er það bara að vona að Everton haldi í vonina um 4. sætið og að Arsenal misstígi sig.

  16. sammála, vond úrslit fyrir okkur áðan. Það verður erfitt fyrir Martinez að mótivera leikmenn sína fyrir leikinn á eftir þar sem 5. sætið er nú þegar nánast í höfn. Þeir eiga samt stærðfræðilegan möguleika á 4. sætinu……..en samt.

    Er því miður hóflega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir……..fjandinn hvað þetta er búið að falla með City undanfarið.

  17. Ekkert féll með okkur í dag. West Ham vann og eru nú öruggir. Aston Villa vann og eru svo gott sem öruggir. Stærðfræðilega geta norwich náð þeim en markatalan er ekki með þeim í liði. Svo tapaði United og Tottenham sem þýðir að Everton er öruggt með 5. sætið. Það er bara vona að þeir haldi í þá von að ná 4. sætinu!

  18. Ljósið í myrkrinu er samt það að bæði West Ham eru Aston Villa eru nú þegar safe frá fallsæti og mæta því afslöppuð í leikina á móti City. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið! Ég neita að gefa upp vonina!!

  19. Jæja litla liðið frá manseter tapaði áðan, vonandi tapar stærra liðið frá borginni stigum nuna á eftir

  20. Mikið rosalega er ég feginn að vera laus við eigandann hjá Cardiff úr deildinni.

  21. Sorry með ránið en….

    ROSS BARKLEY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

  22. “everton” fans eða þeir sem eru í rauðu undir bláa felulitnum eru búnir að syngja töluvert Liverpool söngva sem og lagið hans Gerrards….ég myndi nú bara aðeins bíða með það. Ekki styggja grannana of mikið strax….

  23. við fáum okkur bara öll Everton treyju ef þetta endar eins og við vonum…

  24. fuck, hef enga trú á þessu. Everton-stuðningsmenn vilja ekki vinna leikinn og það skilar sér til leikmanna…….því miður.

  25. Trúi bara ekki að Everton stuðningsmenn séu svo litlir kallar að þeir vilji tapa fyrir City þannig að Liverpool verði ekki meistari þegar þeir eru að berjast um meistaradeildarsæti.

    Verða aðeins einu stigi á eftir Arsenal ef þeir vinna City….

  26. Það er bara ekkert að stemningunni þarna, heyrðiru ekki í Everton mönnum eftir markið, rosaleg stemning, svo jafnar City og stemningin dettur niður, algjörlega eðlilegt…..
    Fáránlegt að reyna að koma með svona conspiracy theory…ekki séns að menn séu ekki að reyna að vinna leikinn, þetta eru atvinnumenn

  27. #41
    Lestu það sem ég skrifa. Hef ekkert yfir framlagi Everton leikmanna að kvarta. Stemmningin meða áhorfenda er hins vegar stórfurðuleg

  28. á enginn lýsingarorð eftir til að lýsa því hversu mikið ég hata man city

  29. “Það er bara ekkert að stemningunni þarna, heyrðiru ekki í Everton mönnum eftir markið, rosaleg stemning, svo jafnar City og stemningin dettur niður, algjörlega eðlilegt…..”

  30. LFC forever: ertu vanur að fylgjast með leikjum Everton og þekkir gjörla hversu vel heyrist í þeim? Mér finnst stemningin vera algjörlega á pari við það sem maður á að venjast á Goodison. Þú veist að þú getur ekki borið stemninguna í þessum leik saman við hávaðan á Everton Liverpool leikjum.

  31. #43 mér finnst stemming þarna vera svona svipuð og hjá Liverpool gegn Chelsea, algjörlega steindautt.

  32. #44 Aron.

    Ef þér finnst stemmningin meðal stuðningsmanna Everton fullkomlega eðlileg, þá bara gott hjá þér. Ég er hins vegar alls ekki sammála þér og finnst alveg með ólíkindum að hluti af Liverpool-borg vilji í alvörunni að olíusjeika-liðið ætli að hirða titilinn. Mér verður bara óglatt við tilhugsunina.

  33. Kevin says: ‘I’m really disappointed with both the Everton players and fans. The players just aren’t trying at all and are quite happy to just pass it around in midfield and wait for Man City to nick the ball and attack, the fans aren’t doing anything either, the stadium might as well be empty. Would Everton really throw the game just to spite Liverpool? I’m sorry but it seems they would!’

  34. ok ….fínt sleppum við að fá okkur Everton treyju,,,trúi að þeir ætli að drulla svona mikið uppá bak ………fuck

  35. #51 Halldór,

    Það er ekkert fyndið við þetta nema hvað þú ert sorglegur.

  36. #44 Aron, lestu #49.
    Allt bara fullkomlega eðlilegt, þ.m.t. stemmningin?

    Búinn að slökkva á sjónvarpinu og skriðinn upp í rúm!

  37. djöfull er sart að vera að sja man city klara þennan leik.

    okkar sens a titlinum að hverfa i dag ÞVI MIÐUR

  38. Everton er ekki svona slakt lid, teim langar ekkert ad vinna tennan leik, sá eini sem gerir eitthvad er Barkley enda ætlar hann á HM og Hodgson er á leiknum

  39. Hvort eru það heimamenn eða City sem eru að syngja háðsöngva um Gerrard?

  40. Magnað að lesa vælið hérna inni. Voru menn í alvöru að binda vonir við það að Everton myndi vinna City? Vil líka minna á það að þeir eiga ennþá tvo leiki eftir sem eru langt frá því að vera gefnir. Þeir voru nú ekki langt frá því að klúðra þessu gegn feykisterku liði QPR í lokaumferðinni fyrir tveimur árum síðan.

  41. @FourFourTweet: Ha! Everton fans chanting “Steve Gerrard, Gerrard. He slipped from 40 yards. He gave it to Demba Ba. Steve Gerrard, Gerrard.” #EFC #LFC

  42. Langar bara að segja að það er ekki everton sem er að klúðra titlinum fyrir okkur,við sáum alveg um það sjálfir og óþarfi að drulla yfir everton fyrir það!!!

  43. Eg er að gráta einsog pappírs ör eins sem er að uppgvöta að hann verður notaður sem klósettpappur og sendur svo heim til Roseanne Barr.

  44. LFC FOREVER

    Enn á því að Everton aðdáendur séu ekki að styðja sína menn???
    Kannski að hugsa aðeins áður en að þú talar með rassgatinu

  45. #65 Aron

    stíll yfir þér. Þú ert æðislegur og veist allt betur.

  46. Dómarinn gerði vel í þessu Dzeko dæmi, djöfull er gott að vera laus við Drogba. Hann er gerði þetta í öllum leikjum.

  47. Þetta slip up hjá Gerrard verður til þess að hann vinnur aldrei PL,
    Það kemur tímabil á eftir þessu, bara bíða og vera þolinmóðir það styttist alltaf með hverju árinu.:)

  48. Steve Gerrard, Gerrard. He slipped from 40 yards. He gave it to Demba Ba. Steve Gerrard, Gerrard.

    Þetta var sungið í dag, dem it að þetta verði minningin um eina sénsinn hanns til að vinna titilinn

  49. #69 sammála að hann gerði vel – þar til kom að viðbótartímanum !

    6 mín eru sá tími sem hann lá – hann hefði átt að bæta við 9-10 mínútum.

    Dzeko komst á endanum upp með þetta bull – rétt eins og Chelsea á móti Liverpool.

    HFF !

  50. Jæja F!”# it
    Núna er ekkert hægt annað en að verða Púllari aftur fram á mánudagskvöld verðum að sigra Palace og helst RISA STÓRT!
    Ef það gengur þá er það bara áfram Villa á miðvikudag, ég ætla láta drauminn lifa meðan einhver er vonin.

    MAKE US DREAM!

  51. Þetta er svo laaaaaangt í frá að vera búið. Man city eiga 2 leiki eftir í erfiðustu deild í heimi, draumurinn lifir.

  52. Ross Barkley virtist vera sá eini sem vildi/hafði áhuga á að spila þennan leik,,,þvílíkir vitleysingar,,,þeir höfðu meiri áhyggjur af okkur heldur en að hugsa um að eiga möguleika á 4 sætinu og fá smá pening,,,,,,og að syngja um okkar fyrirliða sýnir bara bullandi minnimáttarkennd. … Stóri Sam reddar þessu…..

  53. Hvaða svartsýnis röfl er þetta hérna, það eru tveir leikir eftir og það getur enn allt gerst. Róum okkur aðeins, næst er palace. Við vinnum þá 1-3

    Koma svo Liverpool ! ! !

  54. Neee þeir eru ekki að fara að klúðra þessu á heimavelli eini sensinn er bara að við vinnum siðustu 2 leikina 6-0 😛

  55. Liverpool vinnur bara Palace 9-0 á morgun, Suarez með öll mörkin. Vinna upp þessa markatölu á City í einum leik 🙂

  56. #72 Dezko lá nákvæmlega í 4 og hálfa mínútu og dómarinn bætti nánast við 7 og hálfri. Áður en Dezko setti í þessa sýningu hafði varla verið nokkur töf á leiknum, svo óþarfi að bæta mikið meira en 6 mín við.

  57. Stend við það sem ég sagði áðan. City á eftir að tapa stigum í öðrum hvorum síðustu leikjanna. Þessi úrslit hjá Everton komu ekkert á óvart.

  58. Það sem Liverpool hefur í sínum höndum núna er 2. Sætið. Þá er það markmiðið… !! Koma svo Liverpool… tveir leikir og 2. sætið í sterkustu deild í heimi er verðugt markmið!!

    YNWA

  59. Koma ákveðnir menn sem aldrei skrifa hérna inn með tuðið sitt. Þetta er að verða eins og í hitt í fyrra.

  60. Jæja þetta var gaman á meðan að það entist nú er það bara að tryggja annað sætið og láta sér hlakka til að spila í meistaradeildinni á næsta tímabili.

  61. Jæja eina sem við getum gert er að vinna Crystal Palace örugglega. Getum allveg gleymt því að við náum markatölu City. Ég vona eftir að City tapi stigum enn þá verðum við klára okkar leiki. Annars tel ég FSG ætti fara skrifa uppkast á afsökunarbeiðni til stuðningmanna Liverpool fyrir hafa ekki styrkt liðið betur í sumar og janúar glugganum. Sérstaklega ef við töpum titlinum á markatölu:(. Ég héld samt i vonina og við sáum til hverning þetta endar.

  62. jæja strákar ég er reyndar united fan og annað sæti er mikið afrek og stökk að fara úr því sjöunda og í það annað. Megið vera ánægðir með það, þar sem markmiðið var jú meistardeildasæti og þið hafið náð gott betur en það. Mikil breyting á þessu liði og er það búið að standa sig frábærlega það verður ekki af þeim tekið. Komið líklegast þá bara enn sterkari á næsta ári.
    Kem alltaf af og til inná síðuna ykkar og langaði mikið að svara jóispóa þar sem kommentið hans særði blygðunarkennd mína #22 þó að United sé búið að vera spila langt undir pari er það aldrei minna lið en Manchester City, ykkur fannst varla klúbburinn ykkar vera lítill klúbbur þegar á móti blés?
    Svo finnst mér sumir vera segja að Everton hafi ekki viljað vinna leikinn að mínu mati spiluðu þeir eins og vel og City leyfði, City er einfaldlega bara með rosalegan leikmannahóp. Svo getur karmað spilað inní og er mér þá minnisstætt þegar United og Chelsea voru að berjast um titilinn og Liverpool voru nú frekar andlausir á móti Chelsea þá.
    Bestu kveðjur!!

  63. Alveg slatti pirrandi þegar fólk er búið að ákveða að næstu 2 leikir hjá City séu öryggir sigrar. City eiga enn eftir að spila þessa leiki og þeir gerðu jafntefli við Sunderland um daginn sem fyrir leik átti að vera ómögulegt skv. mörgum sparkspekingum á netinu. Höldum nú áfram að hvetja lið okkar til dáða og sjáum til hvort City-menn misstígi sig ekki á lokakaflanum.

    YNWA

  64. Held að FSG hafi nú ekki mikið til að skammast sín fyrir. Er meira svekktur yfir þeim stigum sem töpuðust í vetur eins og td. eftir fyrirgjöf frá Toure sem hafði af okkur 2 stig. Hefði ekkert á móti því að hafa þau stig núna.

  65. Ef það er eitthvað sem þetta tímabil hefur kennt mönnum er það að ENGIN stig eru unnin fyrr en búið er að spila. Það á við um okkar tvo leiki gegn Pulis og Pardew en ekki síður um leiki City gegn Lambert og Big Sam.

  66. Úff……

    Barnalegt af mér að láta mér detta í hug að Everton myndi ná einhverju út úr þessum leik. Ef menn hér vilja halda því fram að ALLIR leikmenn Everton hafi lagt sig 100% fram í þessum leik þá er það bara fínt.

    Það var barnalegt af mér að gera þær væntingar til stuðningsmanna Everton að þeir myndu allir sem einn öskra lið sitt áfram og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að olíusjeika-liðið vinni dolluna. Ef mönnum hér á þessari síðu fannst stuðningsmenn Everton vera til fyrirmyndar hvað þetta varðar, þá er það bara fínt hjá þeim. Þetta voru þá væntanlega bara City stuðningsmenn sem voru að hæðast að Gerrard, já, já, einmitt.

    Það var barnlalegt af mér í hita leiksins og pirringskasti að vera að munnhöggvast við aðra hér á þessari frábæru síðu. Fer þess góðfúslega á leit að síðuhaldarar eyði þessum kommentum mínum á meðan leikurinn stóð yfir.

    SSteinn, ég skil andúð þínu á þeirri bláu mjög vel núna. Mun ALDREI aftur lýsa yfir stuðningi við Everton í einhverjum leik, ALDREI!! Everton er kominn í sama ruslflokk hjá mér og United, City og Chelsea.

    Snúum okkur aftur að okkar liði. Klárum þetta mót með stæl og vinnum þessa tvo leiki. Nú reynir svo sannarlega á BR að mótivera liðið fyrir leikinn á móti Palace og það verður ekki auðvelt verkefni. Höldum pressunni áfram á City og hirðum toppsætið aftur á mánudag! Hugsum bara um okkar lið og engan annan, það ætla ég að gera allavega að gera. Svo kemur bara í ljós hvort City þolir pressuna.

    Koma svo LFC!!!

  67. Andskotans vitleysa er þetta hjá litlum part spjallara.

    Jú, Everton tapaði 3-2 á heimavelli fyrir best skipaða liði Englands. Og þeir dökkbláu litu nú ekkert allt of vel stóran part leiksins.

    Og það var gert grín að Gerrard á Goodison Park.

    Hvað nákvæmlega er fréttnæmt við þetta?

  68. Smá pæling fyrir þá sem eru farnir að efast eða hreinlega trúa því að þetta sé búið.

    Ef þú ert 100% viss um að City vinni rest þá máttu hætta að lesa hér. Takk og bless.

    En þú, já þú sem hefur trú á því að eitthvað eigi eftir að gerast, breytast, vinnast. Þá vil ég óska þér til hamingju. Því þú ert bjartsýn(n) að eðlisfari, þú hefur trú á þínum skoðunum. Þú ert winner, þú ert leiðtogi, þú ert æðisleg (ur), þú ert tryggur þínum vinum og klúbbi, þú ert allt það sem foreldranir óskuðu sér. Þú ert Liverpool aðdáðandi og þú slökktir ekki á sjónvarpinu þegar Liverpool var undir 3-0 í hálfleik í Istanbúl. Það er einmitt fólki eins og þér það að þakka að Liverpool er enn einn stærsti og besti klúbbur í heimi. Ég bara skil ekki afhverju allir eru ekki eins og þú, ferðalagið verður alltaf svo miklu skemmtilegra.

    Áfram Liverpool.

  69. Við vinnum bæði Palace og Newcastle en City á eftir að vinna Villa en tapa svo 0-1 á móti West Ham með marki frá Carroll á 92 mínútu.

  70. hva’a hvaða….. höfum við ekki áður unnið 5 eða 6 núll ???
    það eru tveir leikir eftir og munar bara 8 mörkum á city !

  71. Horfði á leikinn Everton- Man city. Evertonmenn gáfu allt í þetta, já ég meina allt í leikinn. City menn eru bara svo góðir. Toure er bara sér á klassa og ekki gleyma silva. Reyndar lélegt hjá serbanum,bosníumanum eða júganum. Aston Villa og West Ham búinn að bjarga sér. Held nú samt að West ham geri eitthvað. Yrði nú fábært ef Carroll gæri okkur gott!!!!!!!! Gærurnar frá Akureyri.

  72. Ég tel meiri líkur á því að Aton Villa geri eitthvað. Þeir eiga það til að vera góðir í skyndisóknum en spurningin er auðvitað hvað City setja mörg

  73. Við skulum ekki gleyma að west ham naði að knyja fram 0-0 vs chelsea a stamford bridge(steinaldabolti sem mouinho kallaði það *hræsni*), aston villa vann arsenal a emirates og olli okkur töluverðum erfiðleikum þetta tímabil, naðu meira að segja jafntefli a anfield að mig minnir, i þessari deild er þetta ekki buið

    YNWA

  74. Hey…. hættum að hugsa um aðra.

    Okkar lið er það sem skiptir máli.

    Þó svo það sé ólíklegt þá dreymdi mig um daginn að staðan var 9-1 fog leikurinn var ekki búin. !

    Áfram Liverpool.

    Baráttukveðja.

  75. Lái þeim það ekki eins og við og Steini erum búnir að skíta yfir þá. Leikmenn Everton gáfu allt sem þeir gátu en verður að viðurkennast að dýrasta lið heims er þrælgott. Toure,Silva,Aqure jæja ekki slæm skipti fyrir hvern sem er. May the best team winn and Aston Villa and West Ham show your balls!!!!!!!!!!!!!!

  76. Hæ;
    Þrennt

    1) Man-utd menn sem að garga af gleði þega city kemst yfir… CITY!- einmitt… Þarf ég að nota lýsingarorð?

    2) hættum þessu væli- fari það svo að við “töpum” titlinum, þá erum við að sjá fram á það að þetta unga lið okkar verður sennilegast markatölu frá því að verða meistarar. MARKATÖLU! Og það gegn olíuliðunum.- Meistó bara bara staðreynd næsta tímabil (jebb, það er kúl að stytta meistaradeildina niður í Meistó)

    3) Giggs er nú þegar kominn með verri statík en Moyes- 50/50 tap/sigur- er ekki kominn tími til að taka til þarna? Eða getur verið að rotnun liðsins nái út fyrir aðilann sem stendur á línunni? Þeir ættu að reka Moyes aftur

    4) -bónus- við erum Liverpool! Tryggt 3. sæti er sigur- sennilegt annað sæti er stórsigur- vonandi 1. sæti er draumur sem lifir- og mun lifa næstu ár með óumflýjanlegum líkum á að verða að verukeika- fyrr en síðar

    #júnevervokalón

  77. sælir kappar

    Ég reyni að velta mér ekki upp úr því hvort önnur lið nái hjálpa okkar mönnum að vinna titilinn (þó svo að það reynist ansi erfitt). Ég tek undir með Daníel það er ennþá tveir leikir eftir og þessi leikur var ekkert algjör úrslitaatriði þó svo að vissulega er þetta erfiðasti leikurinn á pappírunum sem city á eftir.

    Ég hef ekki séð mikið til Barkley í vetur en mikið gassalega finnst mér mikill kraftur í honum. Ef slúðrið er rétt þá vona ég að liv fari á eftir honum. Svona leikmenn eru alltof sjaldgæfir til þess að reyna ekki við þá. Vil miklu frekar henda 30m punda í hann heldur en Shaw en það er svosem allt annað mál.

    Varðandi leikinn um helgina þá snýst verkefnið nottla fyrst og fremst um það að rífa upp baráttueðlið í hópinn og fá þá til þess að mæta dýrvitlausa til leiks. Vissulega þurfa menn líka að vera þolinmóðir því pulis er nokkurs konar lærimeistari Mourinho í því sem við sáum che beita á anfield um síðustu helgi. Ég sagði það fyrir nokkru síðan að ég teldi að úrslitin myndu alltaf ráðast í síðustu umferð og ég hefði trú á því að liv myndi vera ennþá í möguleika á þeim tímapunkti. Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að enda tímabil með krafti og BR gerði það í fyrra og ég vona að hann geri það aftur núna.

    Mér líst vel á uppstillinguna hjá Magga, held það væri mjög áhugavert þó svo að ég vissulega vildi sjá Sturridge inni fyrir Moses ef hann er heill.

    YNWA

  78. Frábær upphitun Maggi!

    Ég held mig við það sem ég sagði um daginn, City vinnur (vann) Everton en tapar stigum gegn Aston Villa. Við sigrum Palace og Newcastle og stöndum uppi sem meistarar.

    0-2 annað kvöld, kominn tími á Suarez.

    Það væri glæpur að klára ekki þessa tvo leiki sem við eigum eftir. Ef tækifæri opnast svo eftir allt saman þá vilja menn ekki horfa til baka og e.t.v. sjá að þeir hefðu getað gert betur í Palace leiknum.

  79. Frábær upphitun fyrir leikinn á morgun (var fyrst að lesa hana núna).

    Þetta verður hörkuerfiður leikur en ég tel okkur eiga góða möguleika á að vinna hann. Auðvitað hefur maður pínu áhyggjur af því hvort menn séu komnir í eitthvað svekkjelsi eftir Chelsea tapið og síðan Everton tapið í gær en ég hef fulla trú á að BR og hans teymi sjái til þess að menn mætir einbeittir, jákvæðir og dýrvitlausir í leikinn.

    Við verðum líka að vera þolinmóðir í leiknum,láta boltann ganga og pressa þá alveg inn í þeirra vítateig. Við verðum örugglega með 70 – 80% posession í leiknum og Palace mun parkera 1 – 2 rútum í eigin teig. BR sagði í viðtalinu á LFC-stöðinn sl. föstudag að hann væri fljótur að læra og hann hafi lært ýmislegt á Chelsea leiknum. Hann mun finna lausn á svona varnarleik.

    Býst við sama byrjunarliði og í City-leiknum. Spurning hvort hann byrji með Sturridge á kostnað Lucasar. Efast samt um það en Sturridge mun koma inn á í seinni hálfleik ef á þarf að halda.

    Set klassíska 1-3 spá á þetta. Suarez, Sterling og Gerrard (víti) og við hirðum toppsætið aftur! Put the pressure on City!

    Koma svo LFC. Make us dream!!!!!

  80. Sælir félagar

    Okkar staða er einföld. Við vinnum þessa tvo leiki sannfærandi og betur getum við ekki gert. Að ná ekki titlinum á markamun er ásættanleg staða í lok leiktíðar og miklu meira en nokkur gerði sér vonir um í upphafi. Ég spái 1 – 3 í næsta leik og er sáttur við það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  81. Ef liðin enda jöfn á markamun þá ræður fjöldi skoraðra marka. Hver segir að þetta sé ekki í okkar höndum:-)

  82. Sælt fólk. Í vetur hef ég verið að skoða stuðningssíður hinna ýmsu liða og verð að viðurkenna að mér blöskrar oft hvernig talað er um stuðningsmenn Liverpool. Hreinn sori oft á tíðum og húmorinn og nágrannaskapurinn á Sturlungastigi. Svo fer ég að lesa komment margra stuðningsmanna Liverpool gagnvart áhangendum annarra liða, og mér til mikillar furðu, er það sama upp á teningnum. Ég hef skrifað það áður hér að ég hef aldrei horft á jafnmarga stórkostlega leiki á einu tímabili á ævinni og er þó 33 ára gamall og hef horft á L.f.c síðan augnlæknirinn náði að stilla gleraugun rétt, og það er skömm að gleðinni sé spillt með jafn lúaralegum hætti og að níða skóinn af öðrum. En að leiknum. Mikilvægt að halda hreinu og reyna að saxa á markatöluforskot City. Coutinho á miðjuna og Sterling á toppinn með Suarez því ég er ekki viss um að eg treysti Moses í jafn mikilvæga leiki og eru eftir. Ást og virðing og þú gengur aldrei ein/n.

  83. Við vinnum óvænt 0-6 og minnkum markamuninn niður í 3 mörk. City vinnur A. Villa 3-1 og eykur hann aftur í fimm mörk.
    Við vinnum síðan Newcastle leikinn 8-0 og City vinnur West Ham 2-0 og við endum sem englandsmeistarar.

    #berdreyminn

  84. Draumurinn lifir, þetta er ekki búið.
    Aðalmálið er að standast næsta próf, og ekki væri verra að vinna stórt.
    Pressan er á City.

  85. Góð upphitun Maggi.

    Ég þoli ekki mánudagsleiki og hef lengi vel ekki verið hrifinn af því þegar við eigum slíka leiki. Ég hef nær aldrei góða tilfinningu fyrir slíkum leikjum, ég reikna ekki endilega með slæmum úrslitum en það að vera síðasta liðið sem spilar, mögulega eftir að keppinautarnir hafa kannski bæði unnið sína leiki þá verða mánudagsleikirnir oft á tíðum erfiðir. Það á ekki bara við um Liverpool heldur önnur lið líka.

    Við þurfum að vinna á morgun. Það er ekki spurning. Við þyrftum helst að vinna nokkuð örugglega og helst með nokkurra marka mun. Þetta verður alls ekkert walk in the park en Palace ættu að vera orðnir saddir og spila í raun bara upp á heiðurinn í síðasta heimaleik þeirra á leiktíðinni. Það er miklu, miklu meira í húfi fyrir okkar menn og verð ég fyrir miklum vonbrigðum ef menn nálgast þetta ekki eins og þeir nálguðust leikina gegn Everton, City, Arsenal, Spurs, Man Utd og fleiri leiki þegar við byrjum af þvílíkum krafti og viljum gera út um vonir og lífslöngun mótherjans strax á upphafsmínútunum.

    Fyrst og fremst er mikilvægt að ná í þessi þrjú stig. Ég er ekki endilega viss um að úrslit deildarinnar muni ráðast á markatölu, ég held að eitt þessara liða muni tapa stigum í þeim leikjum sem þau eiga eftir. Ef það fer á markatölu þá væri afar gremjulegt að tapa því þannig og hafa bara eingöngu unnið með einu marki á morgun en fyrst og fremst vil ég stigin ef við fáum stig og mörk á einu bretti þá er það frábært.

    Ég vil sjá okkur leggja mikið upp úr sóknarleik og er ég sammála Magga og fleirum hér að ofan, ef Sturridge er ekki klár þá vil ég sjá Moses í hans stað á kostnað Lucas í liðinu og reyna hvað við getum að ná nokkrum mörkum á Palace.

    Sama hvernig þetta mun fara þá erum við líklega ekki að fara að enda mikið meira en 2-3 stigum á eftir liðinu sem kæmi til með að vinna, vinna þetta sjálfir eða tapa þessu á markatölu. Þetta hefur verið frábært tímabil hjá okkar mönnum og hefur verið mikil skemmtun að fylgjast með þessu liði og boðar þetta mjög góða hluti fyrir framhaldið. Nú vil ég bara sjá okkar menn leggja allt í sölurnar, reyna sitt besta – freista þess að næla í þessa tvo sigra sem við stefnum á og sjá hvað setur í lok leiktíðar!

  86. Ég ætla nú ekki að herma upp á Everton að þeir hafi ekki gert sitt besta. En þetta er enn undir leikmönnum Liverpool FC komið. Þeir þurfa tvo mjög stóra sigra og það er út af fyrir sig ekkert útilokað. Bæði lið eiga svipaða leiki, gegn liðum sem hafa að engu að keppa.

    Leikurinn á mánudaginn verður samt mjög tricky. Það er alltaf erfitt að fara inn í leik með annars vegar að vinna leikinn og hins vegar skora mörg mörk. Það fer yfirleitt ekkert vel og endar oft með jafntefli eða tapi þeirra sem þurfa/eiga að vinna stórt. Ég hef hins vegar þá trú að Brendan Rodgers og hans fólk nái að leggja þetta kórrétt upp og við fáum að sjá 4-0 sigur okkar manna. Það mun gera leikinn gegn Newcastle að raunverulegum úrslitaleik því þá mun væntanlega 5 eða 6 marka sigur duga og það er alls ekkert útilokað.

    En sama upplegg og fyrr, skora snemma, draga Palace fram völlinn og skjóta þá svo niður jafn harðan. Suarez mun skora 2 á morgun, Gerrard eitt og Sterling 1.

  87. Chelsea eru allavega ekkert að setja mikla pressu… 0-0 á móti Norwich!

  88. Ég hafði ekki geð í mér að horfa á Chelsea leikinn áðan , DAUÐ sé eftir því núna.

  89. #112

    Menn eru ansi brattir að gera sér vonir um að við náum að jafna þennan markamun……en allt getur svo sem gerst í þessari blessaðri íþrótt. Ef þú gefur þér að titillinn vinnist á markatölu þá geri ég jafnframt ráð fyrir að þú gefir þér að bæði Liverpool og City vinni þá leiki sem eftir eru

    Ef City vinnur síðustu 2 leikina sína með minnsta mun, þá enda þeir mótið með 86 stig og 61 mörk í plús. Við þurfum þá að vinna tvo síðustu leikina með 11 mörk í plús (Liverpool er með 50 mörk í plús í dag). Langsótt, en ekkert er svo sem ómögulegt.

  90. Jæja þetta ætti að vera næg motivation fyrir drengina..Sigur á morgun og annað sætið tryggt…Yfir hverju ætlar Móri að kvarta núna?..Örugglega að Norwich spili 19. aldar fótbolta 😉

  91. Munurinn á 2. Sæti og því 3. Eru 4 milljónir punda og það munar klárlega um það í kassa fyrir næsta sumar.

  92. Held ad Sturridge byrji thennan leik tho svo ad hann se ekki 100% fit enntha. Hann er nefnilega margfalt betri, halfmeiddur en heill Moses, eins sorglegt og thad er fyrir thann sidarnefnda.

    Annars skuldar Moses okkur 19 mørk midad vid yfirlysingarnar hans i vetur, væri fint ad taka thau ut nuna i næstu tveimur leikjum!

    Thetta markalausa jafntefli hans rutubilstjora gerir tapid okkar enn sorglegra gegn theim fyrir viku sidan.

    Vinnum thennan leik annad kvøld 1-3 og klarum okkar program med sæmd, meira get eg ekki farid fram a vid okkar astkæra felag.

    Y.N.W.A!

  93. Það kemur akkúrat ekkert á óvart með þetta sóknargetulitla lið Chelsea. Ég skrifa svona jafntefli og töp, sem hafa verið fjölmörg í vetur, alfarið á stjórann þeirra og áherslur hans. Hann leggur allt of mikla áherslu á varnarleik og það kemur niður á þeim og gerir það að verkum að þeir eiga ekki lengur séns á titlinum.

    #115: Já ég veit þetta er bratt og það sem er kannski brattast í þessu er að City vinni með minnsta mun. Ég gæti allt eins trúað því að þeir vinni sína leiki með þriggja eða fjögurra marka mun. Því að Liverpool gæti alveg klárað þessa leiki með 11 mörkum. En hver veit, þetta getur ennþá farið hvernig sem er, á morgun verður einni óvissunni færra því annað hvort munum við enn eiga möguleika í markatöluna eða ekki. Hvort sem við vinnum með litlum mun, töpum stigum eða vinnum stórt.

  94. ,,Þetta var nú meiri dagurinn. Það var eitt lið sem þurfti þrjú stig til þess að halda sér uppi en reyndi þó ekki að sigra og svo var liðið sem þurfti stig til þess að enda í þriðja sæti deildarinnar og tryggja Meistaradeildarsæti og spilaði til þess að vinna,” sagði Mourinho.

    Ég segi nú bara eins og Lennon:

    “Instant Karma’s gonna get you
    Gonna knock you right on the head”

  95. Ég hef endalausa trú á Liverpool F.C. en því miður nær sú trú ekki til Aston Villa og West Ham sem hafa ekki neitt til þess að spila um

  96. LFC #123 #92

    Varstu á Dale Carnegie námskeiði?? :0)

    Nei, ljótt af mér að segja svona, þú fékkst “like” frá mér! Fannst þetta flott og segi eins og þú…… ÁFRAM LIVERPOOL!

    Og sammála Óla Hauk #111, alltaf slæm tilfinning fyrir mánudagsleikjum en vona að BR sé búinn að læra mikið af Chelsea leiknum og komi okkur skemmtilega á óvart!

    Vonin lifir!

  97. Er að renna í gegnum twitter kvöldsins. Tvennt hefur fengið mig til að hlæja uppátt. Hendi því hér inn þó það tengist ekki leiknum beint.

    Það er ekki hægt að Chelsea meira yfir sig en þetta. Þetta er gjörsamlega frábært. Það þarf orðið að borga fólki til að styðja þetta lið. Var ekki nóg að gefa öllum fána.

    Þetta sigraði mig svo alveg, það eru nákvæmlega engin takmörk fyrir þvíhversu mikill meistari Cissokho er.

  98. Nú ætla eg að bera upp skammarlega spurningu en það má þar sem ég er “útlendingur” búsettur í Danmörku. Hvar er heimavöllurinn? Ég er að fljúga af stað til Íslands og vantar stað til að horfa á leikinn í kvöld. 🙂

  99. Það verður ekki tekið af Crystal Palace að liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Pulis. Liðið spilar sterkan varnarleik og hefur ekki verið að fá á sig mikið að mörkum eftir áramót. Markvörður þeirra Speroni hefur verið öflugur þetta tímabilið, búinn að halda hreini 8 sinnum eftir áramót.

    Liverpool hefur hins vegar sýnt það að þeir geta auðveldlega skorað mörk og ég er handviss um að þeir spila ekki tvo markalausa leiki í röð en slíkt hefur ekki gerst í deildinni í vetur.

    Ég hef ekki nokkra trú að leikurinn verði lagður upp með að þurfa vinna með eöm ákveðnum markamun eða þess háttar. Það er einfaldlega mjög erfitt að mótvera leikmenn í slík verkefni og hætt við að menn missi trú á verkefninu lendi þeir undir. 3 stig er aðalatriðið í kvöld og aftur á sunnudaginn. Það verður síðan að leiða í ljós hverju það skilar.

    Man City er búið að vinna núna þrjá í röð og þarf að vinna fimm í röð til þess að tryggja sér titilinn. Liðið hefur einu sinni í vetur tekið fleiri sigurleiki í röð í deildinni, þegar liðið vann 8 leiki í röð. Það er engin spurning að Man. City er í dauðafæri að vinna enska titilinn, tveir heimaleikir eftir gegn Aston Villa og West Ham. Heimavallar árangur 15-1-1, á meðan útivallar árangur hinna liðanna er svipaður 4-5-8 og 4-4-10. West Ham er búið að tapa fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og Aston Villa er búið tapa 5 af síðstu 7 leikjum. Samtals eru þessi tvö lið búin að vinna tvo af síðustu tólf leikjum. Eins og sjá má, þá má segja að allar líkur benda til þess að City ætti að sigla skútunni nokkuð örugglega í höfn.

    En ég hef enn bullandi trú, einfaldlega vegna þess að ég trúi því að það yrði mikil dramatík í kringum næsta meistaratitil Liverpool. Þegar liðið hefur unnið titla á síðustu árum þá hefur alltaf verið mikil dramatík í kringum þá leiki sbr. Istanbul, Cardiff í deildarbikar, Alaves UEFA Cup og West Ham og Arsenal í bikar o.s.frv. Staðreyndin er sú að Liverpool vinnur ekki titil nema á fáranlega dramatískan hátt. Nú þegar hefur verið lagður góður grunnur af hádramatísku efni til þess að vinna deildina.

  100. Við verðum að trúa kæru félagar, annars er þetta ekkert gaman. Ég ætla að spá 1-9 sigri Liverpool, Suarez setur fjögur, Sturridge 2, Sterling 1 og Lucas kemur af bekknum og setur óvænt 2. Þegar þetta er orðið að veruleika mun ég giftast ungfrú Ísland og panta mér ferð til tunglsins.

    “Dum spiro spero” mælti Cícero. Á meðan ég dreg andan, vona ég.

    Annars er ekkert gaman að vera til.

  101. Komið þið sæl og blessuð, þetta er fyrsta skiptið sem ég skrifa hérna en er daglegur gestur inn á Kop.is sem styttir mér stundirnar á milli leikja.

    Ég hitti einn gamlan Man-utd aðdánda í morgunn. Við ræddum aðeins um enska boltan, ég sagði við hann að það stefni allt í að Man City taki þetta. Þá sagði gamli “já flott, allt nema Liverpool, ég myndi frekar vilja að Stoke eða bara öll önnur lið en Liverpool”. Ykkur að segja ég var mjög hissa á þessu svari hans. Ég bjóst frekar við því að hann myndi velja frekar Liverpool heldur en olíufurstana í Man City sem eru að búa til þetta mikla ójafnvægi, yfirbjóða í leikmenn og borga fáranleg laun. Mín spurning til ykkar er þetta virkilega svona að Man utd fylgjendur vilja frekar Man City taki þetta ?

  102. Nr. 132.

    Frekar vill ég að Man City taki titilinn heldur en United. Leiddist ekkert sigur City 2012.

    Allt frekar en United.

    Rígur milli liða tekur ekki á eignarhaldi annara liða.

    Svona horfir þetta við mér a.m.k.

  103. Sæl bræður og systur.

    Í kvöld…í kvöld spennan er orðin svo mikil að ég þeytist um og verður ekkert úr verki. Ég hef leitað á netinu af einhverju sem bendir til okkar sigurs og það sem ég fann var það að Prinst Brendan ætlar að fara og vinna þessa 2 leiki sem eftir eru með lámarks 9 marka mun ef þetta heitir ekki metnaður og sjálfstraust þá veit ég ekki hvað.

    Hvað svo sem gerist í kvöld og næsta sunnudag þá er ég SVOOOOOOOOOO stolt af þessum rauðklæddu stríðsmönnum okkar sem í upphafi tímabils var spáð 5-7 sæti og þeir allra bjartsýnustu spáðu 4. sæti þeir sýndu okkur hvað í þeim býr og þó 2. sætið verði okkar með jafna stigatölu og City þá er ég svo sátt. Hinsvegar ef það gerist sem ég tala ekki um þá …verð ég orðlaus af stolti yfir gengi okkar manna. Tárin munu falla og mér mun líða eins og stoltu foreldri.

    í dag hef ég gert allt sem ég þarf að gera til að stuðla að sigri, heita á Strandakirkju, lofa köku hingað og þangað. Allir siðir og ósiðir eru teknir upp og allt lagt undir.

    Kæru vinir…….njótum leiksins í kvöld og gleðjumst saman.

    In Brendan We Trust.

    Þangað til næst
    YNWA

  104. sammala babu, eg myndi frekar vilja city, everton eða jafnvel chelsea heldur en Man Utd ..

    allt frekar en man utd . eg trylltist td i stofunni i mai 2012 þegar aguero færði city titillinn frekar en man utd.

    skil man utd aðdáendur fullkomlega að þeir vilji sja alla aðra en Liverpool vinna þetta

  105. Sælir,

    Liverpool þarf að búa til pressuna á City,
    Liverpool þarf að sjálfsögðu að byrja á því að vinna leikinn í kvöld
    því stærra því betra það munar hvað 9 mörkum? og 2 leikir eftir?

    það munaði einu sinni 3 mörkum og 45 mín eftir 🙂 Liverpool lagaði það á 10 mín kafla
    núna höfum við 180mín til þess að redda þessu…..

    trúum áfram ……

  106. hef enga tru a thessum leik….en ta faer yfirleitt einhver njalg i lidid og setur hatrick….please one more time!!!

Everton – City í dag – Upphitun

Liðið gegn Palace