Everton – City í dag – Upphitun

Hey þið þarna bláu gaurar! Nennið þið að gera mér alveg RIIIIISA greiða á eftir? Bara einn? Ekki fá á ykkur mark gegn City? Þið megið svo skora eins mörg mörk sjálfir og ykkur lystir, þurfið þess ekkert ef þið standið við hitt, en ykkar er valið. Díll?

Orðið er annars frjálst um þennan fyrsta úrslitaleik Liverpool FC sem Liverpool FC tekur ekki þátt í.

13 Comments

 1. Ég er fasta gestur hér á sídunni og verd ad taka undir med mørgum ødrum ad tetta er frábær sída og gerir svo mikid fyrir okkur studningsmennina. Takka ykkur kærlega fyrir alla vinnuna og tímann sem tid leggid í tetta síduhaldarar. En ad ødru, eftir ad hafa lesid øll ummælin í sídasta trædi og svo núna tegar tad kemur tessi trádur ” Everton-City”. Tá finnst mér menn vera ordnir ansi øruggir med sig. Ég geri mér alveg grein fyrir tví hvad tad er mikilvægt ad Everton eda eitthvad annad lid nái ad hafa stig af City en ég hef bara tøluvert meiri áhyggjur af tví ad vid núm ad klára okkar prógramm og ekki minnkudu áhyggjurnar eftir lestur tessarar greinar “http://www.bbc.com/sport/0/football/27253266” Tad virdist vera mikil sveifla í gangi hjá Palace og ég er ekki svo viss um ad okkar menn nái sigri á móti Pulish og hans lidi. Eg tala nú ekki um tar sem teir eru alveg spennulausir en okkar menn eflaust med spennustigid mjøg hátt. Vona bara ad teir standist prófid og sigri svo vid fáum hreina úrslita umferd í lokin. En tetta verdur erfitt- mjøg erfitt.
  Afsakid stafsetninguna.
  YNWA

 2. Come on you BLUUUUUEEEEEESSSS!!!!!

  Ég er bjarstýnn á 1. sætið ennþá, en í leiðinni er ég líka búinn að sætta mig við 2. sætið. Á meðan við endum fyrir ofan Mourinho og hans “lið” þá er ég sáttur. Annars bíð ég spenntur eftir upphitun fyrir Liverpool-leikinn, en ég geri mér grein fyrir því að útlitið á henni tengist mikið þessum “úrslita”-leik á morgun.

  FORZA LIVERPOOL!

 3. Alli # 5. Verður það ekki bara þeim mun sætara fyrir vikið. Þetta á að vera erfitt, ekki eitthvað “walk in the park”

  Ég er sammála Babu frá síðasta podkasti og held að city vinni everton, sérstaklega núna þegar silva er aftur heill, hann er lykilmaður hjá þeim.

  Ég samt VONA að everton taki af þeim stig, 2 eða 3. ÞAÐ ER ENN VON, meðan það er von, þá held ég áfram að dreyma 🙂

 4. Tad er rétt Höddi B #7 tad verdur bara sætara og ég er alls ekki búinn ad gefa upp vonina en fannst menn vera farnir ad einblína svolítid mikid á tennann leik hjá Everton-City. City á eftir ad leika vid fleiri lid.

 5. Held þetta snúist nú ekki um að vera öruggir með sig Alli, síður en svo, held að fæstir séu það enda margir búnir að tala um það fyrirfram fyrir nokkru síðan að þeir væru hvað hræddastir við Crystal Palace leikinn. Málið er hins vegar ofur einfalt, City þurfa að tapa stigum til að Liverpool eigi alvöru séns. Einhvers staðar þurfa þeir að gera það og matið hjá mönnum almennt séð er að stærsti möguleikinn sé einmitt gegn Everton á útivelli. Ef svo verður, sem væri æðislegt, þá þurfa okkar menn svo sannarlega að standa sig til að notfæra sér það.

 6. Everton: Howard, Baines, Stones, Jagielka (c), Alcaraz, Coleman, McCarthy, Osman, Barkley, Naismith, Lukaku

  Man City: Hart, Zabaleta, Kompany (c), Demichelis, Clichy, Garcia, Toure, Milner, Nasri, Dzeko, Aguero

  Man City klárlega sterkara á pappírnum en pappírar vinna ekki leiki.
  Silva greinilega ekki orðinn tilbúinn hjá Man City og er það af hinu góða og gaman að Jagielka vera heilan hjá Everton.
  Held að ég hef aldrei verið eins spenntur fyrir leik á Englandi sem Liverpool spilar ekki.

  Ég ætla samt að vera raunsær og tippa á 0-1 sigur hjá Man City með marki í fyrihálfleik.

Opinn þráður – We’re back

Selhurst Park – mánudagskvöld