Opinn þráður – We’re back

Opni þráðurinn sem ég gerði í síðustu viku hefði líklega verið betur tímasettur í þessari viku. Reynum því aftur.

Síðasta helgi
Líklega er ég að fara í gegnum eitthvað fimm stiga sorgarferli eftir Chelsea leikinn og þá kominn á lokastigið núna. Ég var reyndar kominn á lokastig fyrir leik en það var ekkert tengt þessu sorgarferli.

Chelsea sló okkur illa niður á jörðina og eins og við ræddum í Podcast þætti er allt í lagi að vera fúll yfir þeirri niðurstöðu og frammistöðu liðsins, það er eðlilegt enda var þetta dauðafæri gegn veikara Chelsea liði en vanalega og þeir með hugan víða. Þessi úrslit eru gríðarlega svekkjandi en geta ekki hafa komið okkur svo hrikalega á óvart. Jose Mourinho var ekkert að ná svona úrslitum í fyrsta skipti á ferlinum, því síður Chelsea hvort sem hann hefur verið stjórinn eða ekki. Liverpool var búið að sigra 11 leiki í röð á einum yngsta og minnsta hópi deildarinnar. Öfga stress fyrir leik var mikið til vegna þess að við óttuðumst að nákvæmlega þetta myndi gerast.

Stoppum umræðu um þennan leik aðeins þarna.

Áhrif á næsta tímabil – leikmannaglugginn

Það þarf líklega ekki að taka það fram að fyrir þetta tímabil hefði enginn sagt nei við því að vera í þessari stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Tveir sigrar og við vinnum deildina eða töpum henni á markatölu. Það eru vangaveltur sem við skoðum betur þegar öll nótt er úti. Óþarfi að vekja Pollýönnu alveg strax og ekki tilgangur minn núna.

Meðan við bíðum (og vonum) eftir Everton – City leiknum er hinsvegar mikið í lagi að velta aðeins fyrir sér hvað þetta tímabil hefur gert fyrir Liverpool nú þegar. Það hefur verið svo gaman eftir áramót að við höfum nánast ekkert spáð í það, en Liverpool er loksins loksins komið aftur og það með þvílíkum látum.

1) Meistaradeildin
Viltustu draumar flestra stuðningsmanna var bara 4. sætið á þessu tímabili. Það væri frábær árangur enda gæfi það séns á meistaradeildinni. Það að vera a.m.k. búin að tryggja 3. sætið er hinsvegar algjörlega frábært m.v. hvaðan við erum að koma og hjálpar gríðarlega upp á skipulagningu sumarsins. Það er mun auðveldara fyrir liðið í þriðja sæti að skipuleggja sig heldur en fyrir liðið í 4. sæti. Peningarnir eru í Meistaradeildinni, 4. sætið tryggir bara umspilsleik um það sæti. Þetta held ég að sé partur af ástæðunni fyrir því að Arsenal verslar oftast sína leikmenn í blálokin á leikmannaglugganum.

Meistaradeildin tekur Liverpool upp á næsta level á leikmannamarkaðnum, það er morgunljóst og guð minn góður hvað okkur hefur hlakkað til að komast á þetta level. Svona mikið í mínu tilviki. Það eitt að komast þangað inn eitt tímabil tryggir samt ekkert óheftan aðgang að bestu leikmönnum í boltanum, þeir þurfa að hafa trú á liðinu sem þeir ákveða að ganga til. Menn eru ekki mörg ár á hátindi ferilsins og því mikilvægt að hafa eitthvað traust og spennandi að bjóða. FSG ásamt Brendan Rodgers hafa farið upp um nokkur level hvað þetta varðar á örskömmum tíma.

2) Brendan Rodgers
Brendan Rodgers er kominn í úrvalsdeild þjálfara í knattspyrnuheiminum og það er gríðarlega stór og mikilvægur áfangi, eitthvað sem var ekki málið þegar þetta tímabil hófst. Áhyggjur þess efnis að hann væri ekki nægjanlega stórt nafn og gæti ekki laðað til sín stærstu nöfnin eru fullkomlega óþarfar núna. Það er risastórt mál fyrir okkur, eitthvað sem einfaldar mjög að sannfæra næstu Mikhitaryan, Willian eða Costa. Hvað þá yngri leikmenn.

Liverpool er auðvitað ennþá mjög mikið aðdráttarafl eitt og sér og hvað þá Liverpool í Meistaradeildinni. Mjög marga dreymir um að upplifa þannig kvöld á Anfield. Það er þó ekki það mikilvægasta þegar kemur að því að sannfæra nýja leikmenn um að koma til Liverpool í næstu leikmannagluggum, Rodgers held ég að verði helsta ástæðan. Reyndar held ég að eftir þetta tímabil þá þurfi hann varla að koma með mikla söluræðu, hugmyndafræði hans selur sig sjálf hjá góðum knattspyrnumönnum.

Það sem Rodgers hefur gert hjá Swansea og tekið á næsta level hjá Liverpool er eitthvað sem ég efa ekki að allir ungir knattspyrnumenn taki eftir og hafi mikinn áhuga á að taka þátt í (nema auðvitað Gylfi Sig enda fór ferill hans “gjörsamlega í vaskinn” hjá Rodgers). Árangur Rodgers/FSG á leikmannamarkaðnum er auðvitað nokkuð svipaður og annara knattspyrnustjóra hvað tölfræði heppnaðara viðskipta varðar. Það passa ekkert allir leikmenn í hans hugmyndafræði og þeir standa ekki allir undir væntingum. En það hvernig hann er að endurvekkja ferilinn hjá áður efnilegum leikmönnum vekur pottþétt athygli langt út fyrir raðir Liverpool manna. Ekki síður en hvernig hann hefur gert góða leikmenn enn betri.

Sterling og Suso (17-18 ára) fengu séns framyfir reyndan landsliðsmann eins og Downing, það er mjög traustvekjandi og spennandi fyrir unga leikmenn. Langflestir þeirra sem fara ungir til stærri liða fá ekki þetta traust og margir hverjir gleymast.

Annað Gylfa Sig dæmi og jafnvel betra er Scott Sinclair. Hann fékk ekki stöðu vatnsbera hjá Chelsea. Fór til Rodgers hjá Swansea, sprakk út og blómstraði. Svo mikið að hann fór til Man City. Síðan hann fór þangað hefur verið meira að frétta af Búkollu heldur en honum. Tilviljun? Nei, ekki frekar en hjá Gylfa Sig.

Sturridge var enganvegin að þróast í einn af bestu sóknarmönnum deildarinnar hjá Chelsea og væri ekkert að gera hjá Mourinho frábrugðið því sem hann var að gera áður hjá Chelsea. Líklega væri hann á láni. Stuðningsmenn Chelsea virðast vera alveg á sömu línu og félagið og sjá ekki mikið eftir honum, þannig að pressan frá þeim á að gefa ungum leikmönnum séns er engin.

Jordan Henderson held ég að hafi reyndar alltaf verið á góðri leið með að verða sá leikmaður sem hann er í dag og Rodgers var nálægt því að klúðra honum. En hann fékk a.m.k. traustið og spilar ALLA leiki. Coutinho var búinn að vera efnilegur í 3-4 ár án þess að fá almennilegt traust. Hann sprakk út nánast því um leið og hann hitti Rodgers. Það er engin tilviljun.

Fyrir hvern efnilegan leikmann eins og þá sem ég hef tekið dæmi um hér að ofan eru nokkur hundruð ef ekki þúsund aðrir sem fengu aldrei þetta tækifæri á þessu leveli. Margir þeirra höfðu alveg getuna.

Njósnarateymið okkar virðist eitthvað vita hvað það er að gera, næsti leikmaður sem hefur ekki alveg verið að standa undir væntingum og fréttir af áhuga Liverpool ætti með réttu að verða mjög spenntur. Gæti verið hans lottómiði.

Framfarir leikmanna eins og Gerrard og Suarez eru líka spennandi fyrir leikmenn sem eru að velta því fyrir sér að ganga til liðs við Liverpool. Ef Rodgers getur náð svona miklu út úr þeim er líklegt að hann viti eitthvað hvað hann er að gera. Þetta á auðvitað ekkert við um alla leikmenn en ansi marga og þetta nánast sama lið og við höfum verið með undanfarin ár er að bæta sig svakalega.

Það er hægt að taka nánast allt liðið svona en besta dæmið er Jon Flanagan. Hann er eins og auglýsingaskilti fyrir unga leikmenn sem eru að huga að næsta skrefi. Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og það skiptir engu máli hvað hann heitir sem þú ert að keppa við um stöðuna. Eða hvað sá leikmaður hefur gert áður. Flanagan komst varla í varaliðið og fór ekki á láni í neðri deildir þar sem ekkert lið sýndi áhuga á að fá hann. Hann er búinn að spila ca. helming allra deildarleikja Liverpool, sem byrjunarliðsmaður og liðið er (ennþá) á toppnum.

Fyrir síðasta tímabil sagði Rodgers að hann hefði alltaf trú á sér fengi hann tækifæri til að tala við leikmenn um að koma og spila hjá sér. Hann trúði því að hann gæti alltaf sannfært menn þegar málið væri komið svo langt. Ég veit ekki hvað gerðist með Mkhitaryan, Costa eða Willian en mig grunar að þeir myndu allir sína bæði Rodgers og Liverpool meiri virðingu í ár heldur en í fyrra. Hann er búinn að vinna fyrir því.

Við keppnum ekki við Chelsea á leikmannamarkaðnum, en mig grunar að næsta sumar verði Liverpool undir stjórn Rodgers ekkert minna spennandi en baráttan um annað sætið í Þýskalandi eða A. Madríd, þó bæði þessi lið séu frábær. Öll þessi lið (Liverpool, Dortmund og A.Madríd) eiga það sameiginlegt að vera með mest spennandi stjórana í sinni deild og gera mjög mikið úr litlu.

3) FSG
Hingað til hef ég oftar en ekki verið ósáttur við FSG þegar leikmannaglugganum lokar og það á svo sannarlega við um báða gluggana á þessu tímabili. Var það þó bara brot af skitunni frá sumrinu á undan. Ég ætla því ekkert að fagna of snemma og eins ekki örvænta of mikið fari sumarið ekki alveg eftir væntingum. Árangur Liverpool nú er samt alls ekkert Rodgers einum að þakka.

Rétt eins og Norður-Írinn gerði í þjálfaraheiminum eru FSG búnir að stimpla sig inn með látum í Úrvalsdeild eiganda knattspyrnufélaga. Þeir eru fyrir á toppnum í annarri stórri íþrótt.

Eðlilega var FSG ekkert tekið alveg opnum örmum þegar þeir keyptu Liverpool og björguðu okkur undan Hicks og Gillett. Þeir nutu auðvitað vafans og við vissum mun meira um þá en fyrri eigendur þegar þeir komu en við höfðum áður verið illa brennd af bandarískum eigendum með fögur fyrirheit og ekkert vit á fótbolta.

Leikmannaglugginn er ennþá áhyggjuefni hvað mig varðar en þær áhyggjur hafa dregist saman um helming á þessu tímabili. Þeir lofuðu ekki miklu þegar þeir komu og þó það hafi tekið á þolinmæðina og ekki verið án mistaka eru þeir ca. á áætlun m.v. það sem þeir lögðu upp með í byrjun.

Fyrsta sem þeir ráku augun í var hversu fáránlega óheilsusamlegur rekstur aðalliðsins var. Líklega var mjög gott að fá inn tölfræðiofstækismenn sem sáu eins og skot hversu fáránlega hár launareikningur félagsins væri m.v. framlegð leikmanna. Eins hversu ótrúlega gamlir og verðlausir margir þessara leikmanna voru. Þetta þyrfti að laga eins og skot.

Það er efni í sér færslu að bera saman hópinn sem FSG tók við hjá Liverpool vs hópinn í dag. Núna tæplega fjórum árum seinna er rekstur félagsins mjög heilsusamlegur og stórbatnar í hverri viku. Liðið situr á toppi deildarinnar, spilar lang skemmtilegasta boltann, er með einn efnilegasta stjórann í boltanum undanfarin áratug og fjórða yngsta leikmannahópinn í deildinni.

Fyrir Meireles, Cole, Kuyt og Maxi sem allir voru um þrítugt, komnir yfir hæðina, verðlausir á of háum launum erum við núna að tala um Coutinho, Allen, Sterling og Sturridge. Fyrir Jamie Carragher erum við að tala um Sakho. Svona er hægt að taka fjölmörg dæmi áfram. Stærsta nafnið var t.a.m. Fernando Torres en er Luis Suarez í dag.

Hópurinn sem er að gera svo vel í dag hefur að stórum hluta ekki náð því sem telst vera hátindur knattspyrnumanns og gæti þess vegna haldist hjá okkur næstu árin. Langstærsti hópur þeirra leikmanna sem hóf tímabilið hefur bæði bætt sig og aukið virði sitt töluvert. Hvað haldið þið t.a.m. að Henderson, Sturridge og Sterling hafi hækkað mikið í verði á þessu tímabili?

Hungur er annað sem hópurinn nú hefur í stórum stíl fram yfir hópinn sem FSG fékk í hendurnar, hungur er gríðarlega mikilvægt og eitthvað sem bæði Rodgers og FSG hafa talað um sem eitt það hesta sem leitað er eftir hjá leikmönnum. Jon Flanagan er aftur fyrirsætan hvað þetta varðar hjá liðinu í dag… á eftir Suarez auðvitað. Hópurinn í dag hefur einnig (í takti við aldurinn) mun meiri kraft og miklu meiri hraða en liðið 2010.

Hópurinn sem FSG tók við var nánast allur á meistaradeildarlaunum og nánast allur að lækka í virði. FSG hafa ekki þurft að taka þann slag ennþá en módelið þeirra virðist vera þannig að þeir sem standa sig frá góða umbun fyrir það. Þeir sem vilja meira en FSG er tilbúið að taka þátt í eru ekki velkomnir. Svona hvatakerfi er töluvert líklegra til árangurs heldur en að henda pening í útbrunninn Joe Cole og kalla hann Messi.

FSG hefur sýnt það í hafnaboltanum að þeir eru alveg óhræddir við að borga mjög háar fjárhæðir fyrir þá sem þeir vilja fá til sín. Þeir sýndu það einnig hjá Liverpool þó þar hafi þeir farið illa að ráði sínu. Kaupin á Carroll voru reyndar að öllu leiti fjármögnuð með sölu á öðrum leikmönnum og töluvert lægri launakostnaði. Þ.e. þeir sönnuðu kannski ekki svo mikið þar og komu ekki gáfulega frá þeim viðskiptum. Síðan þetta átti sér stað hefur mjög mikill bjór runnið í gegnum Steina og menn fengið að axla ábyrð.

Kaupin á Andy Carroll, ásamt Suarez, Downing og Henderson gefa mér samt von um að FSG sé alveg til í að gera það sem þarf þegar þess er krafist. Þáverandi stjóri Liverpool benti á skotmörkin og FSG kláraði málið. Comolli og Dalglish þurfa að svara fyrir Downing og Carroll frekar en FSG og fengu líklega sparkið fyrir þau viðskipti. Það má samt ekki gleyma að á sama tíma skiluðu þeir Henderson og Suarez. Tölfræði nánast allra stjóra í dýrum leikmannaviðskiptum er ekkert betri en þetta. Öll liðin í topp 6 eiga misheppnuð leikmannakaup sem kostuðu litlu minna en Carroll og Downing.

FSG náði ekki að klára stóru kaupin í sumar og ekki heldur janúar. Þeir sannfærðu mann hinsvegar um að þeir hefðu sannarlega reynt og verið tilbúnir að borga það sem þurfti. Þetta gefur manni von um að í sumar verði klárað a.m.k. ein svona alvöru leikmannakaup. Þessu hefði ég búist við hvort sem við næðum fjórða sæti eða ekki.

Hvernig FSG bregst við því að vera komið í Meistaradeildina verður mjög spennandi að sjá. Reynsluleysi Rodgers og FSG í þeirri keppni og því aukna leikjaálagi sem fylgir er smá áhyggjuefni en sumarið ætti a.m.k. að vera töluvert meira spennandi en það var í fyrra. Þetta er klárlega leikjaálag sem við viljum sjá hjá Liverpool, við gerum einfaldlega kröfu á a.m.k. það héðan af.

4) Stækkun Anfield
Það að búið sé að fá grænt ljós fyrir stækkun á Anfield Road í tæplega 60.þúsund áhorfendur, eða eins mikið og var lofað og svæðið þolir eru stærri fréttir og langþráðari en leikmannagluggi næsta sumars. Eitthvað sem við höfum beðið eftir í 15 ár.

Þetta er þriðja útgáfan sem er kynnt fyrir stuðningsmönnum og auðvitað vitum við betur en að fagna strax. Ferilskrá FSG gefur manni engu að síður von svo mjög vægt sé tekið til orða.

Stækkun vallarins er algjört frumskilyrði fyrir því að Liverpool haldi áfram að þróast og keppa á næsta leveli. Völlurinn verður að gefa miklu meira af sér og hann rúmar allt of fáa áhorfendur í núverandi mynd. United og Arsenal eru að moka inn peningum á hverjum heimaleik á meðan Anfield er litlu gáfulegri en Craven Cottage.

Rétt eins og Hicks og Gillett var stækkun Anfield eitt það helsta sem var krafist af nýjum eigendum og ofan á allt sem ég hef tekið fram í þessum pósti hafa þeir náð mjög mikilvægu skrefi í því að stækka Anfield. Stærsta og tímafrekasta hindrunin er núna úr sögunni. Hindrun sem var btw. talin ómöguleg þegar FSG keypti félagið árið 2010.

Liðin sem við tókum framúr.
Liverpool hefur hafnað í 7. 8. 6. og 7. sæti undanfarin ár og bilið milli okkar og liðanna fyrir ofan ávallt virðst vera að stækka.

Tottenham var það lið sem nýtti sér vandræði Liverpool hvað best og tóku framúr okkur. Þeir höfðu lengi verið í skugganum með vel rekið lið sem vantaði herslumuninn og fall okkar var það breik sem þá vantaði. Þeir náðu í meistaradeildina og virkuðu 1-2 árum á undan okkur í uppbyggingu sinni.

Það að hafa náð þeim og tekið framúr þeim á þessu tímabili eru mikill léttir og afar ánægjulegt. Þeir geta auðvitað komið sterkir til baka en fyrir næsta tímabil er Liverpool klárlega aftur komið ofar í fæðukeðjuna en Tottenham. Spurning hvort Gyllfi Sig tekur undir það.

Tottenham og Liverpool eru annars bæði góð dæmi um það hversu mikilvægt það er að halda í sinn langbesta leikmann. Leikmenn í þeim klassa sem Suarez og Bale eru gera útslagið, þetta tímabil er afar góð áminning um það. Gott að sjá það núna eftir erfitt síðasta sumar þar sem Suarez reyndi mjög á þolrifin.

Everton var talið hafa staðið sig ágætlega í fyrra og var fyrir ofan okkur. Þeir hafa bætt sig ágætlega í vetur en við höfum samt náði ágætlega framúr þeim. Líklega höfðum við flest litlar áhyggjur af því að ná ekki Everton aftur á endanum en engu að síður gott að sjá að jörðin er farinn að snúast í rétta átt aftur.

Að vera fyrir ofan Arsenal finnst mér algjörlega frábært, þeir eru það lið sem mig grunar að verði svipað og Liverpool næstu ár og þeir voru töluvert fyrir ofan okkur þegar þetta tímabil byrjaði. Arsenal er líka með marga góða leikmenn á góðum aldri og ættu á næstu árum að geta haldið betur á sínum bestu mönnum og sett meiri pening í leikmannakaup.

Skemmtilegast af öllu er þetta gap year hjá United. Ég er í engum vafa um að þeir komi ekki aftur og það mjög fljótlega, en það er a.m.k. gaman á meðan. Þetta tímabil þeirra er líklega ein besta staðfesting á að karma er engin vitleysa.

Stuðningsmenn þeirra fögnuðu ákaft þegar Sir David Moyes partýinu lauk en fáir toppa þó þessa. Viðlagið er æðislegt.

83 Comments

  1. Takk fyrir enn einn snilldar pistilinn. Þetta er góð áminningin fyrir okkur. Við getum verið mjög sátt við á hvaða leið við erum. Eins og BR sagði þá erum við á meistaraleiðinni hvort sem það gerist 2014 eða seinna. Ég vona að ég sofni í kvöld án þess að þurfa fara yfir „ef þetta og ef hitt“ á leiðinni í draumaheiminn.

    Af einhverri ástæðu var ég pollrólegur yfir síðasta leik á meðan ég var með fiðrildið í maganum fyrir alla hina. Kannski var undirmeðvitundin að undirbúa mann fyrir tapið! Ég vona að ég verði stressaður á mánudagskvöldið og ég vona að við verðum ekki í 3 sæti fyrir þann leik.

  2. Snilldarpistill Babu! Þér tókst næstum því til að fá mig til að hætta að hugsa um Everton! 🙂

  3. Væri ég á Facebook myndi ég læka þennan flotta pistil hjá þér Babu.

  4. Vá þvílíkt heilalím sem þetta lag er Babu takk fyrir það. Mjög fyndið samt sem áður.

    Hins vegar er gott að sjá hvað klúbburinn hefur náð langt á ekki styttri tíma undir stjórn Rodgers. Næsta ár verður ennþá meiri prófraun enda mun fleiri leikir og mun erfiðar að ná árangur í öllum keppnum.
    Hins vegar er ein nýjung frá fyrri tíðum, Liverpool mun byrja í 3.umferð deildarbikarins en ekki 2.umferð eins og undanfarin ár. Ég tel það jákvætt 🙂

  5. Góð yfirferð og nauðsynlegt að staldra við núna og sjá hlutina í samhengi þó maður sé hund fúll eftir síðasta leik. Við getum alls ekki kvartað með árangurinn þó við vinnum ekki deildina. Meistaradeildin bíður okkar á næsta tímabili.
    Ótrúlega fyndið að hlusta á Manjú áhangendur gera grín að okkur eftir tapleikinn við Chelsea. Þeir fá að finna fyrir því allt næsta tímabil þar sem ísbíltúr á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum verður það besta sem lífið hefur upp á að bjóða.

    Úrslitaleikurinn um deildina verður um helgina og þar þurfum við að klæða okkur í blátt og halda með samborgunum hinna rauðu. Þeir sem hafa verið með einhverja andúð út í þá bláu í Liverpoolborg þurfa að uppfæra heilabúið hjá sér og hætta þessu rugli, sama hvernig fer um helgina.

    Við erum komnir langt fram úr Manjú og Tottenham sem hafa verið helsta flísin í rassinum á okkur síðastliðin tímabil. Það mun taka lengri tíma en eitt tímabil fyrir þessi lið að ná sér á strik aftur, við erum einfaldlega með mun betri hóp og það sem skiptir mestu – betri þjálfara, sama hver verður ráðinn í þjálfarastöðurnar (……nema kannski Klopp).

    Nú er bara að horfa upp í sólina og vera bjartsýnn. Ef þetta fellur ekki með okkur um helgina þá fögnum við frábærum árangri þetta tímabil og bjartsýni fyrir það næsta.

    Gleðilegt sumar.

  6. Eins og mann langar til að vinna deildina og sjá Gerrard lyfta bikarnum, er alveg spurning hvort það sé jákvætt fyrir liðið þegar til lengri tíma er litið, og ég hugsa satt að segja að Rodgers yrði pínu feginn ef við lendum á endanum í 2. sæti. Ef Liverpool vinnur deildina í ár, er alveg viðbúið að næsta ár verði svolítið þynnkukennt og mun meiri pressa, og kannski of snemma miðað við áætlanir Rodgers. Ef liðið endar í 2. sæti koma þeir dýrvitlausir og graðir aftur til leiks í haust. Svona ef maður reynir að horfa á hlutina af einhverri skynsemi…

  7. #5 “Ótrúlega fyndið að hlusta á Manjú áhangendur gera grín að okkur eftir tapleikinn við Chelsea. Þeir fá að finna fyrir því allt næsta tímabil þar sem ísbíltúr á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum verður það besta sem lífið hefur upp á að bjóða.”

    ekki gleyma bingói í vinabæ á miðvikudagskvöldum 😉

  8. Nr. 6
    Hljómar ekki eins og skynsemi þó ég skilji hvað þú ert að fara, þessa þynnku eru allir klárir í að tækla brosandi. Eins er bull að hugsa með svona áhyggjum til framtíðar þegar titillinn er svona nálægur. Liverpool hefur ekki komið sterkara til leiks undanfarin tvö skipti sem við náðum öðru sæti.

  9. Auðvitað verður maður að sjá hálffullt glas frekar en hálftómt. Maður vildi vitanlega eiga meiri breidd á bekknum á sunnudaginn en því miður var bara hálfmeiddur maður þar sem gaf okkur lítinn aukakraft.
    FSG / Rodgers ákváðu að lána mennina eða selja, sem hefðu verið “frindge” spilarar, og þá á ég við Shelvey, Suso og Borini. Ég sé að vísu enn eftir Shelvey en ég skil alveg þá sölu. Það eru ekki allir sem segja “f*** you” við Sir Rauðnef og verða frægir fyrir.

    En heilt yfir er ég ógeðslega sáttur með tímabilið og hvernig fótbolta liðið er að spila. Ég átti ekki von á meistaradeildarsæti en að vera keppa um helvítis dolluna er frábær snilld, stefnum þá bara í 2 sætið, gott silfur er gott silfur og alltaf betra en brons 🙂

    YNWA!

  10. Djöfull er ég spenntur Chelsea leiknum í kvöld. Maður býst við markaleik og hörku skemmtun….. sagði enginn

  11. draumaúrsltin í kvöld væru markajafntefli. Yrði frábært að sjá AM fara áfram á útimarki

  12. Nei draumaúrslitin væru þau að AM myndu leggja 2 rútur á sínum velli. Skora 1-0 í lok fyrri hálfleiks eftir mistök og skora svo 2-0 í lokin.

  13. Man City á eftir að gera eitt jafntefli áður en tímabilið er búið það þarf ekkert endilega að koma í Everton leiknum mín vegna bara að það komi. Big Sam hefur nú verið að stríða stærri liðum í vetur og Aston Villa gæti alveg komið okkur á óvart.

    Ég segi að svo framarlega sem við vinnum okkar leiki að þá verðum við meistarar og ég skal svo vera þunnur í allt sumar ef þess þarf.

  14. Góð upptalning á þessum leikmönnum sem hafa blómstrað, ég er samt á því að Henderson er búinn að vera alveg nánast einn mikilvægasti leikmaðurinn okkar á þessu tímabili, hann hefur átt svo mikinn þátt í þessum hápressubolta sem liðið hefur spilað ofaná það að vera með frekar gott attacking vision.

    Sést sjúkur munur á því að vera með hann inná miðjunni, eða lucas leiva sem er gjörsamlega geldur frammávið ( sem er magnað því hann kom til liverpool sem amc).

    Höfum líka bara verið í basli síðan í city leiknum, fátt annað breyst.

  15. kop.is er besta vefsíða í heimi!

    Maður er búin að vera ansi þungur eftir tapið í síðasta leik en svona pistlar draga mann uppúr vonleysinu.

    YNWA.

    Kristján Atli, Einar Örn, Babu, Steini, Maggi og Eyþór þið eigið skilið Fálkaorðuna!

  16. Snilldarlesning, takk fyrir mig!

    Ja, eg hef verid thungur ad undanførnu og lidur eins og eg hafi verid barinn med kylfu i hnakkann eftir thennan ogedisleik a moti chelski. Get ekki hætt ad hugsa um hversu vidbjodslegur sigur thetta var hja theim og attitudid var hreint otrulegt, eg hef sed margt um ævina en man hreinlega ekki eftir sliku rugli. Ad domarinn skuli ekki hafa tæklad ,,leiktøfina” med afgerandi hætti er mer gjørsamlega oskiljanlegt!!

    Eg trui enntha og er bjartsynn ad edlisfari. Hef goda tilfinningu fyrir Everton a moti city a laugd. Hef fulla tru a ad their nai urslitum i theim leik og tha verdur manudagsleikurinn einhver mikilvægasti leikur sidustu aratugi, uff…

    Ef thetta fer a versta veg tha er engu ad sidur timabilid okkar frabært og framtidin bjørt. Vid erum bara rett svo ad byrja nytt gullaldartimabil, upp a nytt!

    Y.N.W.A!

  17. djöfull vona eg að atletico slái chelsea ut i kvold, helst 0-1 með rangstöðunarki 😉

  18. #6
    Ekki myndi ég hafa áhyggjur af þynnku ef ég hefði kvöldið áður farið heim með stelpunni sem ég væri búinn að vera hrifinn af í 24 ár

  19. chelsea með 6 varnarmenn inná það væri svoo ljúft að þeir myndu fá mark á sig í upphafi og þá væri planið þeirra farið og þetta færi 0-5 !!

  20. Sælir kop-arar já og takk fyrir frábæran pistil Babu.
    Ég var að velta fyrir mér að við þurfum náttúrulega að stækka hópinn fyrir komandi meistaradeildarfótbolta sem reyndar er búið að koma inná hér á undan. En ég var að spá í þessa lánsmenn sem við eigum Borini, Suso og Wisdom sjáið þið þessa menn koma inní liðið á næsta tímabili þá sem styrking eða sem algert uppfyllingarefni í hópinn og rétt komast (stundum) á bekkinn? Eigum við einhverja fleirri í útláni eða eru einhverir að banka hressilega á dyrnar hjá aðalliðinu?

  21. Þetta var gratlegt um siðustu helgi en ef litið er a storu myndina þa er liðið i frabærum malum. Svo er natturulega sjens að við tokum Crystal Palace aftur 9-0

  22. Nr.15

    ég er samt á því að Henderson er búinn að vera alveg nánast einn mikilvægasti leikmaðurinn okkar á þessu tímabili,

    Ég er mögulega að misskilja þig en ég var alls alls ekki að segja annað. Henderson er gríðarlega mikilvægur þessu liði

  23. Yeeeeeeeeeeesss…Karma…Eto’o með nákvæmlega eins brot inní teig og gegn Liverpool. Hugaður dómari dæmir víti.

  24. Það eina sem myndi gera þennan leik betri væri ef Diego Simeone myndi halda boltanum bakvið sig í hvert skipti sem Chelsea fær innkast og Mourinho myndi svo væla um það í fjölmiðlum.

  25. Algerlega yndisleg staða í Lundúnum!

    Sigur fyrir fótboltann að þetta ógeðslega leiðinlega Chelsea-lið sé úr leik!

    Mourinho, þú vinnur ekkert á þessu ári og spilar leiðinlegasta fótbolta allra liða í Evrópu!

    Þetta bætir næstum því, samt bara næstum því fyrir áfallið sl. sunnudag.

    Sannið þið til, Mourinho mun væla í fjölmiðlum eftir leikinn yfir leikjaálagi síns liðs. Allir svo vondir við hann og Chelsea. Endar örugglega á því að senda kvörtun til Sameinuðu þjóðanna.

    Djöfull er þetta sweet!

  26. Frábært tíst sem kom…

    This is what happens when you don´t play football…….

  27. Það er þá til réttlæti í fótboltanum eftir allt saman!

    Heyrði aðdáendur þeirra bláa syngja Mourinho sönginn í stöðunni 1-3. Hví ekki Hail to the bus driver? 🙂

  28. Og:

    Annie Road ?@ThoseScouseLads 14m
    European trophies for Chelsea

    Jose Mourinho: 0
    Rafael Benitez: 1

  29. Smá pæling – hefur Liverpool einhvern tímann í seinni tíð keypt leikmann á Englandi eldri en tvítugan, sem hefur slegið í gegn hjá liðinu eða verið þó ekki væri nema skítsæmilegur? Ég fór að hugsa um þetta þegar spjallið er farið að snúast enn eina ferðina um leikmenn eins og Luke Shaw og Adam Lallana.

    Í framhaldi af því langar mig að nefna nöfn eins og Stewart Downing, Andy Carroll, Charlie Adam, Paul Konchesky, Jermaine Pennant, Robbie Keane, Peter Crouch, Emile Heskey o.s.frv. sem eru löngu gleymdir eða allavega myndu flestir vilja gleyma þeim.

  30. Ég sem er með Baska í frændgarði mínum ætti vitanlega ekki að segja þetta en “zorte onena” Atletico Madrid!. Gangi ykkur allt í haginn.

    Ef Jordan Henderson, með sinn kraft og baráttugleði, hefði verið með okkur hefðum við aldrei tapað fyrir Chelsea.

  31. Þ.e. Hendo. #34

    #35 Sturridge er jú reyndar að gera góða hluti en það sem ég er aðallega að meina að menn sem eru komnir af efnilega aldrinum hafa (held ég) sjaldnast slegið í gegn.

  32. Æðislegur pistill, allt kórrétt hjá Babu ! Ég var að detta í svona trans eða dáleiðslu. Fór svo að lesa ummælin og svo “BÚMM!!” # 6

    Hvað ? Komdu sæll og blessaður !

    Væri kannski enn betra að lenda bara í þriðja sætinu, maður spyr sig. Svo menn taki nú enn betur á því á næsta tímabili 🙂

    Nei við teljum í gulli hér, takk fyrir.

  33. Smá þráðrán.

    Oft er sagt aðenska deildin sé erfiðari en aðrar deildir en engin rökstuðningur fylgir.

    Ég gerði tölulega úttekt á þessu m.v. stöðuna í hveri deild fyrir sig. England eftir 36 leiki, Spánn eftir 35 leiki, Þýskaland eftir 32 leiki.

    Reiknaði munin á fyrsta og fjórða sæti og síðan fyrsta og tíunda sæti.

    England: á milli fyrsta og fjórða sæti er munurinn 7 stig
    Spánn: á milli fyrsta og fjórða sæti er munurinn 23 stig
    Þýskaland: á milli fyrsta og fjórða sæti er munurinn 29 stig

    England: á milli fyrsta og tíunda sæti er munurinn 36 stig
    Spánn: á milli fyrsta og fjórða sæti er munurinn 45 stig
    Þýskaland: á milli fyrsta og fjórða sæti er munurinn 43 stig

    Af þessu má draga þær ályktanir að enska deildin er mun jafnari en hinar tvær. Sérstaklega efstu fjögur sætin.

  34. #42 – og við þetta má síðan bæta að munurinn á Úrvalsdeildinni og Championship (næst efstu deild á Englandi) er heldur ekki svo ýkja mikill og stundum er talað jafnvel einmitt um að Championship deildin sé með sterkustu deildum Evrópu. Það sést ágætlega þegar lið úr þeirri deild eru að slá Úrvalsdeildarliðin úr bikarkeppnunum, sem gerist mjög oft (þótt ég hafi svosem enga tölfræði tiltæka yfir það).

    Mig grunar að megnið af liðunum í Úrvalsdeildinni myndu sóma sér ágætlega á topp sex á Spáni, Ítalíu, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi

  35. Frábær pistill og mikið held ég að stuðningsmenn annara liða öfundi
    okkur að eiga þessa miklu meistara sem stjórna þessari síðu.
    En mér gæti reyndar ekki verið meira sama , ég er bara svo heppinn að
    halda með flottasta og skemmtilegasta liðinu…..YNWA

  36. Everton að endurheimta Phil Jagielka úr meiðslum, þetta er líklegasta eina skiptið sem að ég hef vonað að Everton vinni leik þarna næsta laugardag. Koma svo Everton.

  37. Þorri ég held að meira að segja SSteinn haldi með Everton á laugardaginn! 🙂

  38. SSteinn mun aldrei halda með Everton í leiknum en hann mun samt vona að Man. city tapi fyrir þeim.

  39. Spænskum liðum gengur allavega mjög vel í evrópukeppnum en í þessum tveimur evrópukeppnum eru fjögur spænsk lið í undanúrslitum og eins og flestir vita verður spænskur úrslitaleikur í meistaradeildinni og það verður eitt spænskt lið í úrslitum evrópudeildarinnar þar sem Sevilla og Valencia mætast í undanúrslitunum.

    Af þessum átta liðum sem voru/eru í undanúrslitum á Spánn 50% af liðum þar.
    Af þessum fjórum liðum sem komast í úrslit á Spánn 75% af liðum þar.
    Önnur lönd eiga einn fulltrúa í undanúrslitum og úrslitum. (England, Portúgal,Ítalía og Þýskaland)

    Með þessu er ég alls ekki að halda því fram að einhver ein deild sé sterkari en önnur. En lið frá Spáni standa sig iðulega vel vel í evrópukeppnum.

  40. Ég á ákaflega erfitt með að halda með Everton 🙂 Ég mun þó klárlega fagna því afar hraustlega á laugardaginn ef City tapar stigum, meira að segja rúmlega hraustlega.

  41. Hvað haldið þið með Everton stuðningsmenn halda þeir með City eða sínum mönnum í þessum leik?

  42. #53 Auðvitað halda þeir með Everton. Þeir eiga enn möguleika á fjórða sætinu. Leikurinn á móti Man City er einnig á undan Arsenal leiknum svo þeir hljóta að gefa 110% í leikinn til að setja pressu á Arenal. Það hefur alveg gerst að þeir hafi ekki unnið í tveimur leikjum í röð.

  43. Krakkar,

    það eru óþarflega margir búnir að leggja árar í bát.

    Gerum ráð fyrir að City vinni Everton með líkunum 60%, Villa með 90% líkum og West Ham með 90% líkum.

    Kannski eru tölurnar ofmat; sérstaklega hef ég lengi haldið því fram að City sé lítilmagninn á Goodison.

    Miðað við þessar tölur eru líkurnar á að City nái sér í níu stig í viðbót á þessari leiktíð

    0.60*0.90*0.90 = 0.49

    fjörutíu og níu prósent!

    Þið sem hafið gefist upp ættuð að skammast ykkar.

  44. Hvernig er ekki hægt að halda með Everton á laugardaginn ? Það verður í það minnsta auðvelt fyrir mig eins og það hefur ávallt verið að halda með litla bróður.

  45. Ég held með Everton af öllu mínu eldrauða hjarta á laugardaginn… ekki bara er það absólút algerlega nauðsynlegt að Man City tapi stigum og NOTA BENE að okkar menn vinni sína tvo leiki (Best að gleyma ekki þeirri yndislegu staðreynd og kannski fókusera eilítið meira á það en að einhverjir aðrir tapi stigum!!!!) þá eru Everton menn bara búnir að spila frábæran bolta í vetur og eiga skilið laun erfiðis síns (Já.. ég veit.. hljómar eins og helgispjöll fyrir einhverja Púllara að láta svona nokkuð út úr sér… sorrý I dont care!! -_- ). Síðan ef ég ætti að velja mér einhvern þjálfara sem mér líst best á .. eftir okkar snilling Brendan Rodgers þá er þessi sem er að þjálfa þá bláu… hlustið bara á manninn í viðtölum og hvernig hann nálgast leikinn!! Hljómar eins og góð tónlist í mín bein!! Koma svo Everton … verið svo vænir og steikið City á grilli á Laugardaginn.

  46. Það verður klárlega blátt blóð í mínum æðum á laugardaginn.

  47. Kæru félagar.

    Nokkur atriði sem ég þarf að láta frá mér til ykkar núna. Hef verið þögull hérna undanfarið þegar æsingurinn hefur verið sem mestur, ekki af því að ég hafi verið eitthvað minna æstur, heldur frekar af því að mínar hugsanir hafa komið fram hjá öðrum.

    Takk fyrir pistilinn Babú, takk fyrir podcastið strákar, takk fyrir síðustu leikskýrslu Eyþór og þið hinir fyrir síðustu pistla. Það er fullkomlega æðislegt að vera Púllari núna, bæði út af ykkur og svo auðvitað út af liðinu. Liðið, Gerrard, Rodgers, Suarez, Sturridge, þessir gæjar hafa verið að spila svo vel að meira að segja frændi minn, grjótharður Chelseamaður sagði fyrir leikinn við þá að hann myndi alveg una okkar mönnum sigur í leiknum og titilinn. Sérstaklega fannst honum Gerrard eiga sigurinn skilinn. Þess vegna var það verulega súrt í broti fyrir hann, og auðvitað okkur öll, að hann skyldi gera þessi mistök. Að því sögðu þá var ekki hægt að finna betri leikmann til að gera þessi mistök því ég er 140% viss um að hann tví- þrí- eða fjóreflist í þessum síðustu tveimur leikjum.

    Leikurinn við Chelsea var andlegt slys. Liverpool spilaði einfaldlega illa og margir lykilmenn náðu sér ekki á strik. Leikmenn Liverpool gerðu nákvæmlega það sem Mourinho vildi að þeir gerðu, fóru að dæla háum boltum inn í teig og krossa ómarkvisst. Þeir notuðu illa góða sénsa á lykilsendingum og tóku slæmar ákvarðanir upp við vítateiginn.

    Ég er hjartanlega sammála Jamie Carragher að við getum ekki verið fúlir út í Chelsea því að bæði vissu allir hvernig leikurinn myndi þróast og Liverpool, að vísu undir öðrum þjálfurum, hafa margoft spilað svona. Og ekki grenjuðum við yfir því. Munurinn er auðvitað að spila milljarðaliði eins og neðrideildarliði. Mourinho á auðvitað ekkert gott skilið og vonandi verður hann rekinn frá Chelsea í vor. Það er hægt að gera miklu betri hluti með þetta lið en það sem hann lætur þá gera.

    Varðandi framhaldið þá hræðist ég aðeins eitt. Og það er að Liverpool tapi núna fleiri stigum. Er ekki rétt munað hjá mér að Henderson er búinn að klára leikbannið núna? Ef hann kemur inn í þessa síðustu tvo þá óttast ég svosem ekki margt. Ég hef einfaldlega ekki trú á því að Man City klári 9 stig úr síðustu þremur. Það er kannski bjartsýni, en tímabilið hefur einfaldlega verið þannig og Kári Sigur hefur með útreikningum sínum sannfært mig um að við munum klára þessa deild.

    Varðandi leikinn á laugardaginn þá held ég að allir geti haldið ófeimnir með Everton. Þeir hafa staðið með okkar fólki í gegnum mikla erfiðleika og ég uni þeim orðið ágætan árangur, bara svo framarlega sem við erum fyrir ofan þá. Ég tala nú ekki um að ef þeir geta gert okkur greiða. Ssteinn, þú verður bara að fá að kyngja þessu í 90 mínútur 🙂

    Pistillinn: Allt satt og rétt sem þú segir Babú, eins og vanalega. We live during exciting times…

  48. Já og eitt enn: Af hverju haldið þið að Mourinho nái ekki að vinna stóru titlana tvo í ár? Í deildinni hafa þeir tapað stigum grimmt á móti lélegri liðunum. Hljómar kunnuglega? Já, það var sama sagan undir stjórn Benítez og Houllier hjá okkur. Áherslan er svo mikil á varnarleik að liðið getur ekki dílað við lið sem parkera rútunni. Og þess vegna bítur taktík Mourinho hann í rassgatið og gerir það að verkum að hann vinnur ekki stóru titlana. Ef þú getur ekki komist í gegnum þéttar varnir þá vinnurðu ekki titla.

  49. Ég tek bara undir með stuðningsmönnum Atletico Madrid í gær og syng:

    “Jose Mourinho hijo de puta, Jose Mourinho hijo de puta,Jose Mourinho hijo de puta”

    😉

  50. Stjáni, þú lést mig fara inn á google translate …. 🙂

    hijo de puta = motherfucker

  51. @islogi

    Ég held að google translate sé ekki alveg með’etta því að hijo = sonur og puta = hóra.

    Hijo de puta = Hórusonur

    en hitt á svo sem vel við líka;)

  52. Ef everton væri i okkar stöðu og við í þeirra, myndi maður vilja vinna og þar með nánast örugglega tryggja everton titilinn.

    Eg held nei

  53. #64

    Ég er ekki sammála þér. Ef Liverpool væri í þessari stöðu sem Everton er í þá myndi ég vilja að mínir menn gerðu allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að “olíusjeikar” liðið myndi EKKI vinna dolluna.

    Persónulega finnst mér alveg óþolandi hvað lið eins og Chelsea og City hafa mikið forskot á önnur lið þegar kemur að aðgangi að fjármagni. Klúbbarnir reknir með botnlausu tapi en það skiptir engu máli þar sem þetta eru bara “Matador” peningar í eigu olíukónganna. Ætla svo sannarlega að vona að fyrr eða síðar taki FIFA á þessum málum að einhverju viti og geri tilraun til að jafna þennan ójafna leik.

  54. Á Henderson ekki eftir einn leik í bann??? Erum búnir að spila við Norwich og Chelsea eftir City leikinn. Voru þetta ekki 3 leikir í bann?

  55. Henderson er í banni gegn Palace. Kemur inn í leikinn gegn Newcastle.

    Silva ætti að vera klár hjá City og Barry verður ekki með hjá Everton, ég held í vonina en er ekkert of bjartsýn.

  56. Strákar, þekki einn harðasta Everton mann í heimi. Hann orðaði þetta vel og nota bene hann að sjálfsögðu hatar Liverpool, nema hvað.

    Tilvitnun hefst :

    ” Við Everton menn ætlum að vinna City það er alveg á hreinu. Þið Púllarar munuð svo virða það við okkur og ekki vera með neitt helvítis mont og stæla að þið séuð meistarar út næsta f….. tímabil”

    Ég tók í spaðann á honum og samþykkti dílinn.

    Ég sver, ég trúi og já ég á miða þann 11. maí

    Miði er nefnilega möguleiki 🙂

    Ég trúi þessu

  57. Ég hef ekki trú á öðru en að leikmenn Everton nálgist verkefnið af virðingu og gefi allt sitt í leikinn.

    Hver veit nema við fáum 19 ára gamalt karma endurgoldið.

    Við skulum ekki gleyma 14. maí 1995. Blackburn og Man Utd. að berjast um dolluna. Man Utd þurfti að vinna sinn leik gegn West Ham og treysta á að Liverpool myndi vinna Blackburn þar sem King Kenny var við stjórn. Þið getið ímyndað ykkur þá stöðu sem Liverpool menn voru í, að hjálpa Man Utd. að verða enskur meistari á kostnað Blackburn með King Kenny.

    Liverpool nálgaðist verkefnið af virðingu og unnu Blackburn, þannig að örlögin voru í höndum Man Utd. sem sáu sjálfir um að klúðra sínum málum. Þið getið ímyndað ykkur ef að Liverpool hefði mætt í leikinn gegn Blackburn með einhverjum hálfum hug. Þeim hefði verið velt upp úr því að öllum enskum fjölmiðlum, anstæðingum og Man. Utd. mönnum.

    Ég hef ekki trú á því að Everton vilji lenda í þeirri stöðu að verða sakað um að hafa ekki lagt sig fram til þess að ná einhverju útúr leiknum á laugardaginn. Held að menn þurfi að hugsa lengra fram í tímann. Það gæti komið upp sú staða eftir 1 ár eða 10 ár að Everton þarf að treysta á úrslit hjá Liverpool. Ég held að Everton menn muni nálgast verkefnið á laugardaginn þannig að þeir ætli sér að vinna City og vona að Liverpool klúðri sínum málum sjálfir.

  58. Auðvitað mæta Everton á fullu í þennan leik enda eiga þeir ennþá tölfræðilegan séns á CL sæti og með tapi getur EUFA sætið runnið úr greipum þeirra. Auk þess hafa þeir hafa hreðjartak á man city á Goodison síðustu árin og unnið þá til að mynda síðustu fjögur skiptin þar.

    Svo er bara spurning hvernig city höndlar pressuna sem fylgir þeim núna. Vonandi illa!

  59. Var að skoða stöðuna í deildinni, þetta er ekki búið. Liverpool þarf að vinna sína leiki. Þá er möguleiki.

    Held það sé ekki nokkur möguleiki leikmenn Everton leggji sig ekki alla fram, allir sem leggja sig vanalega 100% fram munu gera það gegn City líka. DNA. 3 stig eru 100 sinnum mikilvægara en hver endar sem meistari fyrir Everton. Ættla rétt að vona Liverpool leikmenn mundu gera það sama, hugsa fyrst og fremst um að vinna leikinn.

    Everton – City ætti að geta orðið skemmtilegur leikur. Hendi á hann X, Everton kemst í 2-0, City jafnar.

  60. Everton Football Club have won on the last four occasions they have played Manchester City FC at Goodison Park.
    City’s only goal in those four matches came from Yaya Toure, who needs one more goal to become only the second central midfielder to score 20+ goals in a Premier League season.
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/27168536

  61. Þetta er svo fáranlegt líf stundum.

    Því lengur sem það líður frá rútuslysinu gegn Chelsea þá bætist í vonina hjá manni að Everton gæti gert eitthvað gegn þeim.
    Strax eftir tapið gegn Chelsea þá var ég niðurbrotinn og sagði að þetta væri búið, næstu tvo daga var sama uppá teningum en undanfarnar daga hefur stoltið af frábærum árangri Liverpool í ár náð að láta mann sjá stóru myndina, það er alltaf von.
    Maður byrjaði tímabili á því að halda að það væri 1% líkur að liverpool gæti orðið meistara og viti menn sú von(eða prósenta ) hefur hækkað annsi mikið undafarna mánuði og var kominn í 60% fyrir Chelsea leikinn en er dottinn niður í 36,5% en það er aldeilis meira en þegar tímabilið byrjaði.

    Orð Everton manna, sögulega staðreyndir af árangri þeira á þessum velli og sú staðreynd að Man City er stundum eins og jójó. Virka ósigrandi eina vikuna og rétt merja sigra þá næstu gefa manni smá von og er það bara af hinum góða.
    Hver mann ekki formsatriðinu gegn QPR hér um árið hjá Man City, þeir þurftu 95 mín til þess að klára þann leik gegn QPR sem féll um deild. Það getur allt gerst og hvernig sem fer þá gengur maður með höfuðið hátt þessa dagana sem liverpool aðdáandi( og Everton aðdáandi í 90mín)

  62. Liverpool getur enn orðið meistari án þess að treysta á aðra – með því bara að vinna Crystal palace og Newcastle nógu stórt . Það hefur ekki verið mikið vandamál að skora mörk í vetur, vandamálið er frekar að mancity geri slíkt hið sama.

  63. Sælir félagar,

    Það hefur mikið verið rætt um sameiginlega söfnun kopverja og gefa til góðs málefnis en þar hefur Daníel farið fremstur í flokki.

    Kona mín var að benda mér á unga Liverpool hetju, 5 ára gutta sem á við mikil veikindi að stríða. Að mér skilst þá mætti hann á árshsátíðardag og hitti meistara Fowler!!
    Hér er hægt að sjá meira um strákinn og veikindi hans en við hjónin ákváðum að styrkja hann.

    https://www.facebook.com/photo.php?fbid=738742686147746&set=a.110686932286661.12012.100000360656455&type=1&theater

    Ég tek fram að við þekkjum hvorki drenginn né fjölskyldu hans heldur þykir okkur málefnið vera verðugt og því bendum við ykkur á þetta.

Adam Lallana orðaður við Liverpool

Everton – City í dag – Upphitun