Luis Suarez leikmaður ársins

Þá er það staðfest, sem við vissum öll: Luis Suarez hefur verið valinn leikmaður ársins.

Luis Suarez leikmaður ársins

Suarez var á undan þeim Eden Hazard og Yaya Toure í valinu. Hinn 23 ára gamli Hazard var svo valinn besti ungi leikmaður ársins. Okkar maður Daniel Sturridge var í öðru sæti og Luke Shaw í þriðja sæti. Við ræddum það svo sem í síðasta podcasti hversu fáránlegt það er að 23 ára leikmaður, sem hefur verið atvinnumaður í SJÖ ár sé valinn ungi leikmaður ársins, en svona eru reglurnar og Hazard er búinn að vera frábær á tímabilinu.

Suarez er auðvitað líka í liði ársins ásamt Gerrard og Sturridge. Lið ársins er svona:

Cech (Chelsea)

Coleman (Everton) – Cahill (Chelsea) – Kompany (Man City) – Shaw (Southampton)

Touré (Man City) – Gerrard – Lallana (Southampton)

Hazard (Chelsea) – Suárez, Sturridge

Þetta eru frábærar og jákvæðar fréttir fyrir okkur Liverpool menn eftir erfiðan gærdag. Ég er persónulega talsvert jákvæðari í dag en í gær. Einhvern veginn trúi ég að Man City muni tapa einhverjum stigum í síðustu þremur leikjunum. Það væri svo sem eftir öllu að Everton myndu fara langleiðina með að tryggja okkur deildina, eða að lið einsog Aston Villa eigi allt í einu góðan leik og nái stigi af City. Allt er hægt. Ég ætla allavegana að rífa mig uppúr þunglyndi gærdagsins og njóta síðustu tveggja viknanna á þessu ótrúlega skemmtilega tímabili.

41 Comments

  1. Tek heilshugar undir þessar vangaveltur með aldur og það að vera valinn besti ungi leikmaðurinn. Finnst þetta í raun kjánalegt og efast um að þetta séu þau verðlaun sem Hazard virkilega sé að sækjast eftir…..í raun er þetta bara bull. En ég er væntanlega gjörsamlega blindur á þetta enda hefði ég svo viljað sjá Sterling fá þessi verðlaun.

    Sammála Einari með það að það er ekkert gefið í þessu og titillinn er alls ekki kominn í hendur city ennþá þó svo að líkurnar hafi aukist á því eftir gærdaginn. Tímabilið hefur verið svo svakalegt og mikið af óvæntum úrslitum sem gera það að verkum að ekkert er fast í hendi.

    Okkar menn verða bara að rífa sig upp og enda tímabilið með stæl og bera síðan höfuðið hátt því þetta er bara búið að vera í einu orði sagt frábært hjá þeim. Nú þarf allur fókus að fara á einn hlut og það er bara Crystal palace, ekkert annað skiptir máli.

    Frábært hjá Suarez að landa þessum verðlaunum og sjaldan hefur einhver leikmaður verið jafn vel að þeim kominn. Vonandi kveikir þetta í honum fyrir tvo síðustu leikina.

  2. HEY………….. þetta er búið að vera magnað tímabil, hvernig svo sem þetta endar þá er ég mjög sáttur!

    Já og til hamingju Suarez, þú átt þetta skilið!

  3. Vel að þessu kominn, LS.

    Sammála þér Einar, eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og leita hefnda (já eða klára okkar síðustu tvo leiki og sjá hverju það skilar okkur).

    Það getur auðvitað verið að þetta sé gengið okkur úr greipum, vissulega svekkjandi, en það má samt ekki skyggja á árangur og spilamennsku liðsins á tímabilinu. Það getur allt gerst í fótbolta, það er ekkert svigrúm fyrir mistök og ef að Everton myndi ná jafntefli um næstu helgi þá gætum við verið að fara inn í enn einn úrslitaleikinn á mánudagskvöld gegn Palace.

    Ef og hefði. Hugsum bara um okkar leiki – það er lykilatriði að klára þá og sjá hverju það skilar okkur.

    Ég las þó nokkur comment í gær um að þetta væri okkar eina tækifæri á titli því önnur lið væru að fara styrkja sig….

    Þið verðið að afsaka en i call bullshit. Hvað með okkur? Loksins í CL sem hefur verið afsökun leikmannagluggana síðustu 4-5 ár eða svo.

    Deildin í ár (2013/14) vinnst líklega á 86 stigum, 89 stigum 2012/13 og 2011/12, 80 stigum 2010/11, 86 stigum 2009/10, 90 stigum 2008/09, 87 stigum 2007/08 o.s.frv.

    M.ö.o ef þú nærð 80. stigum plús þá áttu góðan séns á að verða meistari og hún vinnst á 80-90 stigum. Sagan hefur sýnt það. Það breytist ekkert þó að liðin kaupi fleiri leikmenn. Hverja ætla City að kaupa t.a.m. til að verða betra lið? Messi? Ronaldo? Það er ekki alltaf bestu einstaklingarnir sem vinna, heldur besta liðið.

    Aðrir töluðu um að við myndum ekki fara í gegnum annað tímabil þar sem við vinnum United eða Spurs tvöfalt. Afhverju ekki? Og ef við gerum það ekki, þá vinnur maður ekki deildina eða tapar henni á þessum leikjum einum sér. Förum við eitthvað frekar í gegnum annað tímabil þar sem að Chelsea vinnur okkur tvöfalt? Eða annað tímabil þar sem við töpum stigum gegn Hull, Aston Villa, Newcastle eða heima gegn Southampton?

    Engin tvö tímabil eru eins og liðið sem sýnir mestan stöðugleika stendur oftast uppi sem sigurvegari. Það krefst þess að geta rústað liðum á góðum degi og náð í úrslit á þeim slæmu.

    En úrslitin síðan í gær svíða ennþá, en eins og góður maður sagði, læra af gærdeginum, lifa fyrir daginn í dag, von fyrir morgundaginn.

    Fjórða yngsta liðið, erum með top ~3 fótboltamann í heiminum í okkar liði, öruggir í CL aftur , efnilegasta leikmann EU (Sterling) og FRÁBÆRAN stjóra sem er ekki að tjalda til einnar nætur.

  4. Gærdagurinn þróaðist á vesta veg. Það var vitað að það yrði erfitt að klást við Chelsea. Þeir eru góðir í að verjast og eru það lið sem við höfum átt í hvað mestu basli við í vetur. Þeir náðu að drepa niður tempóið og gerðu það frá fyrstu mín. Gameplanið gekk upp hjá Chelsea að öllu leyti, þeir biðu, töfðu og nýttu mistök Liverpool.

    Nú er ekkert annað í spilunum að klára þau tvö verkefni sem eftir eru. Ef einhver sagt að liðið ætti eftir að verða í þessari stöðu sem það er í dag fyrir tímabilið hefði maður vart trúað því. Hugsanlega hentar það spennustiginu hjá Liverpool að vera elta. Nú hefur liðið þannig lagað séð engu að tapa. Pressan er komin yfir á Man. City sem á Everton úti, Villa heima og svo West Ham heima. Skulum ekki gleyma því þegar Man City lenti í bullandi vandræðum með QPR í síðustu umferðinni fyrir nokkrum árum. Þökk sé Joey Barton þá náði City að merja sigur á síðustu sek.

    Ef 3 stig skila sér í hús á mánudaginn eftir viku er ljóst það verður háspennu sunnudagur þann 11. maí. Það skildi þó ekki fara svo að Andy Carroll, Downing eða Cole myndu reynast hetjur Liverpool þann dag 🙂

  5. Já, það getur allt gerst enn og flott hjá Einari Erni að reyna að peppa okkur upp. Tímabilið er búið að vera stórkostlegt, liðið okkar æðislegt og mótið ekki enn búið!

    Veit samt ekki með ykkur en ég er eiginlega jafn spenntur fyrir einum litlum leik á laugardaginn kl. 16:30 á Goodison Park og ég er fyrir okkar leik á sunnudag 🙂

  6. Frábært hjá Suarez og frábært hjá Gerrard, Sturridge og Sterling sem voru líka tilnefndir og í liði ársins (utan Sterling). Það segir allt um tímabilið hjá okkar mönnum að þessir fjórir hafi verið í hópi tilnefndra. Ekki oft sem svona margir frá sama liði eru tilnefndir.

    Hér eru fleiri góðar fréttir: borgarráð Liverpool hefur samþykkt stækkunaráætlanir Anfield og ættu framkvæmdir því að geta hafist fljótlega.

    Allt bjart og frábært, bara. Veðrið er gott, stórkostlegur mánudagur í gangi og svona. Eins lengi og menn nefna ekki þennan leik í gær… djíses shit þessi leikur… *sniff* … af hverju alltaf MOURINHO af öllum aaaaaaaah!

    Nei ég er hress bara.

  7. Sæl og blessuð.

    Gaman að nafni skyldi fá þessa nafnbót. M.a.s. Evran kaus hann. Var hann með slæma samvisku?

    Jæja, þá er leikurinn kominn í sögubækurnar og hvað sem segja má um frammistöðu okkar manna þá var þessi varnarleikur og allt “#$$% hangsið og tafsið masterklass í skotgrafahernaði. Þetta var Magniotlína fótboltans nema hvað að leiftursóknin komst ekki að baki henni og engin önnur mörk voru á vellinum en það eina sem beið að baki línunni. Svona lagað er auðvitað afrakstur þindarlausra æfinga, trekk í trekk í trekk og fáránlega góðrar mótívasjónar þar sem Mórakollur er ekki með sitt besta fólk heldur menn sem hafa þurft að verma bekkinn í vetur – ef þeir hafa þá komist á hann á annað borð. Hver og einn spilaði sem vel smurt tannhjól í gangverkinu.

    Nú þarf að spyrja, hvað má taka með sér úr þessu fyrst stigin eru glötuð? Vonandi halda BR og hans menn áfram að læra því þetta er einmitt uppleggið sem bíður í CL og örugglega einnig í PL. Verður þetta ekki svona Örnunum n.k. sunnudag? Súpergott lið hrekur andstæðinginn í skotgrafirnar og hvað ætlar súpergott lið að gera þá?

    Ég persónulega er ekki á því að leikmennirnir hafi per se verið svo slakir í gær. Fullt af fínum sprettum en vinnuskilyrðin voru skelfileg. Varnarlínan hélt og það er ekki hægt að þræða sig í gegn þegar hver passar sitt eins og blástakkar gerðu í gær.

    Kútinjó átti t.d. eina af sárafáum sendingum sem komst í gegnum um vegginn og nafni átti að hitta tuðruna í stað þess að láta hana fara framhjá. Kútinjó átti svo að gera betur þegar hann tók hann á lofti frá nafna. Sakho barðist eins og ljón og Allen karlinn hlýtur að fara að skora. Hann hittir nógu vel úr þessum langskotum sínum. Það var ekki fyrr en í uppbótartímum þegar þeir fóru að klikka hver á fætur öðrum.

    Sá Pirló og félaga í Juventus eitt sinn takla þessa varnarlínu Chelsea og það var aðdáunarvert. Ískaldir, Ítalirnir, og þrumuðu á markið fyrir utan teig þar til eitt skiptið að boltinn snerti lendar varnarmanns, breytti um stefnu og Tékk horfði frosinn á eftir honum í markið.

    OK, strákar – út á völl, skjóta fyrir utan teig í viku og svo sjáum við hvernig gengur á sunnudaginn.

    Er í engum minnsta vafa um að þeir fölbláu eiga eftir að glata stigum á lokametrunum. Svo þetta verður spennandi vor og örugglega sólríkt.

  8. #8. Ég tel ólíklegt að eitthvað gerist gegn Palace á sunnudag þar sem leikurinn er á mánudaginn

  9. Hafliðason þú getur sett 300 miljón punda verðmiða á Suarez, hann verður ekkert seldur!!!
    Þetta lið er búið að taka stöðugum framförum í allan vetur og það er ekkert að fara að stoppa á nætsa tímabili hvort sem við vinnum deildina eða ekki. Þannig að ég tel okkar eina möguleika á titli ekkert úr sögunni. Þeir sem halda því fram geta bara farið að horfa á Þrótt í blakinu og fagnað titlum þar reglulega.
    Þetta er ekki spurning um hvort við vinnum þessa deild heldur hvenær.

    I STILL DREAM

  10. Ennþá svipað svekktur og í gær.

    Ekkert óvænt við valið á Suarez, sjálfkjörinn einfaldlega. Toure samt svakalegur líka.

    Reglurnar varðandi unga leikmenn eru næstum því jafn asnalegar og að valið fari fram í febrúar. Það er eins og að velja besta leikmann Pepsí deildarinnar um verslunarmannahelgina.

    Persónulega held ég að vinstri bakverðir bæði Everton og Chelsea geti verið svekktir með að vera ekki í þessu liði á kostnað Shaw og eins er Sterling klárlega besti ungi leikmaður tímabilsins að mínu mati. Þá meina ég á undan Shaw. Shaw var í þriðja sæti og er sá eini á topp þremur sem telst sem ungur leikmaður á þeim lista.

    Valið á Hazard og Sturridge er auðvitað rétt m.v. settar reglur.

  11. Luis átti þetta skilið. Lang besti leikmaðurinn í deildinni.

    Að framtíðinni. Menn tala eins og Everton þurfi að gera okkur einhvern greiða en sá greiði skilar okkur litlu ef við klárum ekki okkar. Markmiðið núna er að klára Pulis og Pardew og enda með 86 stig. Hvort það dugir okkur verður að koma í ljós 11. maí. Hættum að hugsa um City, það gerir okkur ekkert gott.

    Klárum bara tímabilið með tveim sigrum. Ef það gerist þá er ég amk sáttur (er reyndar sáttur viðtímabilið í heild, æj þið vitið hvað ég meina)

  12. Styrmir, ég er nú bara að taka mið af öðrum sölum, t.d Bale og Ronaldo, ef Suarez fer í sumar þá tel ég ekki óraunhæft að Liverpool fari fram á 100m.

    Þetta er að sjálfsögðu það síðasta sem ég vil sjá gerast, en svona verðlaun og nafnbót, besti leikmaður deildarinnar, styrkir samningastöðu Liverpool ef ske kynni Suarez vildi fara.

  13. Varðandi söluna á Suarez. Er hann ekki örugglega með “escape” klásúlu í samningi sínum?

    Ef Real bankar á dyrnar með fulla tösku af seðlum þá er ég svona hóflega bjartsýnn á að við náum að halda í hann.

  14. Nú vona ég að Arsenal tapi fyrir Newcastle, þá væri full ástæða fyrir Everton að taka á honum stóra sínum á móti City!

  15. Djöfull sem þetta svíður og það alveg jafn mikið daginn eftir.

    Eins mikið og ég reyni að telja sjálfum mér trú að þessi árangur sem liðið okkar hefur náð sé stórkostlegur þá er maður samt svo svekktur. En ef litið er bakvið allt svekkelsið getum við ekki annað en brosað. Það voru einungis draumóramenn sem spáðu okkur top4 og þeir sem spáðu okkur titilbaráttu voru veruleikafirtir. En eins og Oscar Levant sagði “There’s a fine line between genius and insanity. I have erased this line.” Það hefur Brendan Rodgers gert líka.

    En ég held að við ættum að reyna leggja þennan Chelsea leik frá okkur sem allra fyrst og stressa okkur ekki of mikið á þessu. Einar Örn kom með góðan punkt í podcasti um daginn þar sem hann sagði að við ættum ekki að njóta þessa augnabliks og leyfa okkur að dreyma frekar enn að leyfa sér það ekki. Þetta er ekki búið og svo lengi sem við vinnum okkar leiki þá klárast þetta ekki fyrr en kl 16:00 þann 11. maí. Allt getur gerst þangað til.
    Ég held að við getum oft björtum augum fram á veginn í stað þess að stressa okkur of mikið á því sem gerist eða gerist ekki þetta tímabil.

    Ef njósarar Liverpool standa sig jafn vel þetta tímabil og það síðasta þá gætum við fengið til okkar frábæra leikmenn næsta tímabil ef allt fer vel í samningamálum. Þau nöfn sem við slógumst um síðasta sumar hafa allir staðið sig mjög vel eða hreinlega slegið í gegn. H. Mkhitaryan hefur staðið sig vel fyrir Dortmund með 7 mörk í deildinni og 9 assist. Það þarf ekkert að ræða Diego Costa. Willian hefur verið mjög fínn með Chelsea þá leiki sem hann hefur spilað og Konoplyanka hreinlega rústaði Tottenham í þeim leikjum sem ég sá hann spila með Dnipro.

    Fyrir utan þetta virðist Rodgers vera ná því besta úr flestum leikmönnum liðsins og hlakka ég til að sjá leikmenn á borð við Sterling, Henderson, Allen, Flanagan (lol?), Borini, Suso og auðvitað Sturridge vaxa og dafna.

    Og svo má ekki gleyma stækkun á Anfield sem virðist loksins fara verða að veruleika.

    Framtíðin er björt! Við getum enn unnið titilinn og við munum spila með þeim bestu næsta haust á þriðjudögum og miðvikudögum!

    #YNWA #MakeUsDream!!

    P.S. Djöfull er ég enn fúll eftir gærdaginn!!!!

  16. Leiðrétting
    “Einar Örn kom með góðan punkt í podcasti um daginn þar sem hann sagði að við ættum ekki að njóta þessa augnabliks”

  17. Þetta er enþá drullu sárt.

    Maður hefði alltaf tekið það á fá úrslita leik gegn Chelsea á Anfield þar sem maður hefði verið mjög sáttur með 1 stig en það tókst ekki.

    Til þess að komast í gegnum sorgina þá rifjar maður upp væntingarnar fyrir tímabilið, öll mörkinn og frábæra sigra á stórliðum.

    Þá kemur brosið á ný en samt fer það fljót aftur þegar maður hugsar til þess að það eru 24 ár og við vorum svo nálagt þessu í ár. Við höfum verið nálagt en aldrei svona nálagt. Það sem hefur gerst eftir að við höfum verið nálagt er að menn horfa bjartsýnir á tímabilið á eftir og hugsa um að okkur vantar sterkari menn í 2-3 stöður en ef maður fer svo að skoða tímabill á eftir þá eiga þau öll það sameiginlegt að liðið fylgir ekki eftir þessum góða árangri.

    Að sjálfsögðu vonar maður að breytting verður á í þetta skiptið. Rodgers hefur lyft þessu liði upp á annað plan með flottum leikstíl og ber sig vel utan vallar. Svo að kannski náum við enþá betri árangri á næsta ári.
    Sterling orðinn enþá betri.
    Við verðum kominn með alvöru bakkverði
    Það kemur sterkur miðvörður
    Við fáum annan sóknarleikmann til þess að berjast við Sturridge, Sterling og Suarez og geta jafnvel leyst þá af.

    Hin liðinn í deildinni hugsa líklega eins en við vonum það besta.

    Þetta er fyrir utan 2001 og 2005 tímabilið skemmtilegasta tímabilið sem maður hefur upplifað síðan 1990 og okkar lang besta í deildinni.

    Þetta frábæra tímabil fer úr frábæru í besta tímabil allra tíma ef við vinnum titilinn en raunsæis maðurinn ég sé það því miður ekki gerast, þótt að hjartað og vonin vilja ekki gefast upp.

    YNWA

  18. Má ekki breyta til og lána Everton Borini fyrir City leikinn? Hann skilar sko stigum ef hann þarf þess!

  19. Hvað skoraði Suarez mörg mörk á móti topp 6 liðunum? veit það einhver…eða bara topp 8 liðunum?

  20. Stefán. Hvað segir það um aðra leikmenn sem eru með 10+ mörkum færri í deildinni og samt tekur Suarez ekki víti

  21. #24
    Þetta er mjog asnalegur listi þar sem kim kallstrom er buinn ad spila 102 minutur hann hefur spilad einn heilan leik og hinn I 12 minutur og þad er bara ekki hægt ad dæma menn a svona stuttum tima. Eg er algjorlega sammala þer med okkar mann cissokho hann var bara ordinn finn leikmadur I sidustu leikjum sem hann spiladi

    #25 stefan
    I gudana bænum ekki segja mer ad þu viljir meina ad suarez geti ekkert a moti topplidunum annars everton= 2 mork 2assist
    Arsenal = assist plus þad ad draga ad ser 2 varnarmenn og opna þa fyrir hinum
    Man city=1 assist
    Man utd=1 mark og 1 assist
    Chelsea=1assist
    Spurs=2 mork 4 assist
    Gaf þer eina plus þu vildir top 6 leyfdi man utd ad fljota med I 7.sæti
    Annars eru samt assist hja honum bara teknar af fantasy sem gefur ekki retta mynd af þessu en hann a þa skot I varnarmann og mark eftir þad svo hann hefur att þatt I helling af morkum

  22. Afsakið þráðránið er nú er ég algerlega kominn með Everton á heilann, enda gríðarlega mikilvægur leikur á laugardaginn (tveimur dögum áður en við mætum Palace). Ég veit, ég veit, algerlega fáránlegt hjá mér að eyða orku í að hugsa um þá og auðvitað eigum við að fókusera á okkar lið…….but I just can’t help it.

    Kannski erum við full svartsýnir þegar kemur að því að treysta á að þeir geri okkur einhvern greiða.

    Ástæður:
    1) Þetta er síðasta heimaleikur þeirra á tímabilinu og þeir vilja örugglega bæta stuðningsmönnnum sínum upp hörmulega frammistöðu á móti Saints.
    2) Þeir eru að fá nokkra lykilmenn úr meiðslum.
    3) Þeir mega helst ekki tapa þessum leik upp á Evrópusæti að gera. Þeir eiga enn veika von á að komast í CL (sú von verður væntanlega skotin í kaf þegar Arsenal burstar Newcastle í kvöld). Tapi þeir hins vegar leiknum á laugardaginn gæti Evrópusætið hugsanlega endað á því að renna þeim úr greipum þar sem Júnæted verða þá farnir að narta í hælanna á þeim.
    4) Það eru peningaverðlaun fyrir hvert sæti í deildinni. Auðvitað hljóta þeir að stefna á að halda 5. sætinu, náist 4. sætið ekki.
    5) Árangur Everton á Goodison gegn City er ansi impressive síðustu árin.

    Niðurstaða: Það er svo sannarlega (veik) von enn!

  23. Sælir félagar

    Ég er ánægður með titil Suarez og þessa þrjá í liði ársins. Einnig er ég sammála mönnum um Sterling. Þetta val á unga leikmanninum fer að verða eins og ungliðadeildir VG þar sem aldurtakmarkið er 40 ár.

    Ég er sammála þeim (nokkrum) sem eru drullusvekktir ennþá eftir leikinn í gær. Auðvitað er það rétt að miðað við væntingar þá er þetta frábært – en samt?!?!

    Ég sé samt enga ástæðu til að drulla yfir nokkurn mann eftir leikinn. Þetta lið sem heild hefur verið að skila meiri árangri á leiktíðinni en nokkur gat né vildi krefjast af því. Staðan er því í raun mjög ásættanleg. En – samt . . .

    Ég hefi samt áhyggjur af einstaka leikmönnum og þá ekki bara eftir leikinn í gær heldur svona heilt yfir. Þar á ég þá helst við Glen Johnson. Drengurinn sá á við mikla erfiðleika að etja í leik sínum. Hann er hægur og óöruggur, tapar bolta oftar en tölu verður á komið, er ekki tilbúinn fyrir sóknarsendingar á kantinum o. s. frv. Það er klárt mál að hann hefur helling af hæfileikum en samt. Hann er búinn að vera afar slakur undanfarnar vikur og ekki síst í leiknum í gær. það hafði þó ekki nein úrslitaáhrif held ég. En samt . . .

    Ég held að það verði að fara hyggja að kaupum á bakvörðum báðumegin, einum öflugum varnarmanniað auki og einhverjum svakalegum miðjumannig a la Gerrard. Svo þurfum við mjög sterkan sóknarmann bæði sem bakköpp fyrir Suarez og Sturridge og einnig til að halda þeim við efnið. Hvað leikmenn sjámenn fyrir sér í þessar stöður – nú eða þá aðrar sem þeir telja meira áríðandi.

    Afsakið þráðránið en mig langar til að tala um þetta þar sem við ætlum og verðum í toppbaráttu framtíðarinnar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  24. #27. Suarez skoraði tvö í útileiknum og eitt á Anfield gegn Spurs = 3 mörk en flott samantekt hjá þér að öðru leyti

  25. Ekki leifa svona bitrum United manni að trufla ykkur með svona kommenti eins og Stefáni í #25. Hann er bara einhvað svekktur með lífið og tilveruna þessa dagana 😉

  26. maður er enn hundsvekktur og sár með gærdaginn en svona er þetta bara..

    við verðum að treysta a EVERTON a laugardaginn og vona að þeir steli stigum af city svo við fáum enn einn urslitaleikinn gegn Palace ..

    frabært að suarez fekk verðlaunin sem hann atti fyllilega skilið, eg var pinu hræddur um að suarez yrði ekki valinn sem hefði þa verið stærsta hneyksli siðari ára..

    hvernig sem þetta allt saman endar þa verður sennilega sama stressið i sumar og i fyrrasumar, verður suarez eda fer hann .. eg var ekki glaður með Rodgers um daginn þegar hann tjaði sig um það að suarez gæti orðið dyrasti leikmaður allra tima, tilhvers sagði Rodgers þetta ? er hann að skora a lið að bjoða i hann eða ? .. hefði frekar viljað sja Rodgers segja að kaupverð a suarez þyrfti ekkett að ræða þvi hann færi hvort eð er ekki neitt. það er algjört lykilatriði að halda suarez i sumar og bæta við 3-4 sterkum leikmönnum auk þess að að fa nokkra lamsmenn til baka til að auka breiddina ..

  27. Sælir

    Sjöan okkar átti þetta með húð og hári. Til hamingju Liverpoolmenn.

    Tóku fleiri en ég eftir því að Liverpool skoraði 96 markið á móti Norwich á afmæli Hillsb. Mögnuð staðreynd 🙂

    Held að það sé skrifað í skýin að við vinnum þessa deild í ár.

  28. Auðvitað vann Luis Suarez þessi verðlaun enda langbestur á þessu tímabili by far! Ótrúleg bæting hjá honum og ekki síst hugarfarið, BR hefur greinilega náð vel til hans og við þurfum ekkert að óttast að missa þennan gullkálf. Það er allavega mín skoðun.

    Hvað varðar everton -man city: Svakalegur meiðslalistinn hjá þeim bláu en ég hef trú á þeim í þessum leik. Ekki gleyma því að pressan er á city, eitt jafntefli og þeir eru dottnir úr bílstjórasætinu, að því gefnu að LFC grípi tækifærið og klári sitt prógram.

    Síðustu viðureignir þessara liða undanfarin ár í deildinni á goodison.
    Everton 2 – 0 Man. City
    Everton 1 – 0 Man. City
    Everton 2 – 1 Man. City
    Everton 2 – 0 Man. City

    Ég fokking trúi!!!

  29. En nú á everton ekki séns á 4sæti. . Hafa þeir að einhverju að keppa

  30. #36 þeir þurfa 4 stig til að tryggja 5 sætið ef Tottenham vinna báða sína leiki.

  31. Ég sé ekki alveg hvernig Everton eigi ekki sjéns á fjórða sætinu!

    4 Arsenal 36 24 73
    5 Everton 36 21 69

    Ekki nema 4 stig á milli þeirra og þeir spila á undan Arsenal í næstu umferð, so there is a chance!

  32. #36

    já, sbr. comment #28.

    Þeir þurfa allavega 1 stig úr síðustu 2 leikjum til að tryggja a.m.k. 6 sætið. Júnæted á frekar létt prógramm eftir og ég gef mér að þeir klári þá leiki sem eftir eru.

    Það er ekki góð staða fyrir Everton að þurfa að fara til Hull í lokaumferðinni og verða að ná stigi þar (ef við gefum okkur það að þeir tapi fyrir City).

    Svo snýst þetta líka um peninga fyrir þá, þ.e. liðin fá hærri upphæðir frá FA eftir því sem þau lenda ofar í deildinni. Loks skiptir máli upp á undirbúningstímabilið hvort þú lendir í 5. eða 6. sæti í deildinni. Liðið í 6. sætið þarf að byrja fyrr í forkeppni UEFA-league.

    Samt að LFC þurfi að treysta á Everton af öllum liðum í Englandi………..ekki gott!

  33. Frá tímabilinu 93/94, þ.e. síðustu 20 ár, hafa City unnið Everton einu sinni á Goodison Park. 1W 4D 10L. Þar af hafa þeir tapað síðustu fjórum leikjum. Ekki missa trúna!

Liverpool – Chelsea 0-2

Kop.is Podcast #59