Liverpool – Chelsea 0-2

Úff…

Hingað til hafa leiksskýrslur mínar verið skrifaðar yfir leiknum sjálfum með play-by-play smáatriðum en verður það ekki í dag.

Ég get farið tvær leiðir í þessari skýrslu – annaðhvort skrifað um hve ömurlega hrikalega skelfilega leiðinlegt þetta Chelsea lið er (sem btw, byrjaði að tefja eftir 2 mínútur) og hve mikill hræsnari Mourinho sé (West Ham, 19 aldarfótbolta hvað) eða ég get reynt að taka þessu tapi með smá yfirvegun og viðurkenna að við töpuðum sanngjarnt í dag. Ég valdi síðari kostinn.

Við höfum rætt það í podköstum okkar á síðunni í margar vikur og skrifað um það oft og mörgum sinnum að þegar Chelsea kæmi á Anfield yrði öllu lokað. Þetta átti því ekki að koma okkur neitt á óvart. En Chelsea er lið með marga stóra leikmenn sem einmitt eiga stóra leiki þegar mest liggur við. Það gerðu þeir í dag, á meðan ég beið eftir því að einhver annar en 19 ára englendingur tæki á skarið fyrir okkar menn. Því miður gerðist það ekki, þvert á móti. Okkar maður klikkaði á ögurstundu. Grátlegt.

Við áttum ekki mörg færi í þessum leik, þau fáu sem litu dagsins ljóst voru Chelsea manna (mörkin tvö og skalli Kalas). Chelsea lagði þennan leik hárrétt upp. Byrja á skjaldbökuhraða frá fyrstu mínútu og tefja við hvert tækifæri. Það komst því í raun aldrei neinn taktur í okkar leik og við varla sköpuðum okkur hálffæri í 90 mínútur. Fyrra mark þeirra kom eftir að Gerrard missti boltann undir sig og rann þegar hann ætlaði að redda málunum – Ba kominn einn í gegn og klobbaði Mignolet, 0-1. Af öllum mönnum, ég hefði blótað þeim flestum en ég gat ekki annað en vorkennt Gerrard.

Eftir þetta gerðist varla neitt í 45 mínútur. Við, liðið með flestu mörkin úr föstum leikatriðum, ákváðum að taka þau stutt og/eða gefa beint á Chelsea menn í flestum tilfellum og úr opnum leik komumst við ekkert áfram gegn tveimur rútum í vítateig Chelsea. Þeir gulltryggðu þetta svo í lokinn þegar við vorum allir í sókn, Torres og Willian komust einir í gegn og kláruðu dæmið endanlega í uppbótartíma – en ef satt skal segjast þá hefðum við eflaust getað spilað 90 mínútur í viðbót án þess að skora.

Maður leiksins og pælingar

First things first. Það er erfitt. Mjög erfitt. En maður verður samt að segja að Mourinho lagði þennan leik hárrétt upp og Chelsea liðið vann sanngjarnan sigur. Þegar þú átt varla færi í 90 mínútur og nærð ekki að láta reyna almennilega á fertugan varamarkmann þá er erfitt að reyna að rökstyðja það að við áttum eitthvað skilið úr þessum leik. Jafnvel þó ég hendi Liverpool gleraugunum upp. Það var auðvitað pirrandi að þeir skyldu fá gult spjald fyrst á 92 mínútu fyrir að tefja og í raun fáránlegt, en við gerðum engu að síður ekki nóg til að vinna.

Liðið okkar hefur staðist flest próf sem hafa verið lögð fyrir þau, sérstaklega síðustu vikurnar gegn West Ham, City og Norwich. En það féll á prófinu í dag. Ég held að við höfum saknað Henderson og Sturridge (í leikstandi) gífurlega í dag. Við erum ekki með jafn stóran hóp og Chelsea, en við vorum engu að síður með sterka leikmenn inná. Engin þeirra steig upp, kannski skiljanlega. Chelsea voru hrikalega massívir með 9-10 menn fyrir aftan boltann stærsta hluta leiksins. Við náðum ekki að finna svör við þessum tveimur varnarlínum og því fór sem fór.

Maður leiksins er að mínu mati eini leikmaðurinn sem reyndi og komst eitthvað áfram, Sterling. Aðrir áttu off-dag.

Þrátt fyrir að maður bendi á að leikmenn hafi verið slakir þá verður maður einnig að hrósa þeim. Þeir hafa verið frábærir allt tímabilið og það hlaut að koma að þessu tapi. Bara leiðinlegt að það skyldi koma í dag.

Staðan

Hún er einföld. City er með þetta í hendi sér og nægir að vinna sína leiki til þess að standa uppi sem meistarar. Þeir eru með hagstæðari markatölu (+56 gegn +50) og hafa spilað einum leik minna. Ef við gefum okkur það að þeir vinni síðustu 3 leiki sína alla með einu marki þurfum við að vinna síðustu tvo með meira en +9 mörkum. Það gerist ekki. Því þurfum við að treysta á önnur lið og er prógramið þeirra Everton (ú), Aston Villa (h) og West Ham (h). Ef þeir tapa ekki stigum gegn Everton um næstu helgi þá klára þeir dæmið (að mínu mati). Everton missir væntanlega nánast alveg af fjórða sætinu þegar Arsenal sigrar Newcastle á morgun og frammistaða þeirra í gær gaf ekki beint góð fyrirheit. Þetta lítur því ekki vel út. Verður að segjast.

En við verðum bara að klára okkar leiki, eigum Palace (ú) og Newcastle (h) eftir og verðum að taka 6 stig úr þessum leikjum til að eiga einhvern séns á titlinum,

Svekkelsi

Babu hitti naglann á höfuðið – þessi titilbarátta hefur alveg eyðilagt fyrir manni gleðina yfir að ná takmarki tímabilsins, fjórða sætinu. Við gerðum gott betur og höfum tryggt a.m.k. þriðja sætið og erum því öruggir í CL á næsta tímabili. Við náðum 11 sigurleikjum í röð sem er ótrúlegt afrek útaf fyrir sig. Og enn merkilegra þegar maður horfir til baka á úrslitin m.t.t. spilamennsku liðsins.

Við erum með fjórða yngasta liðið í deildinni og verið í titilbaráttunni frá fyrsta degi til þess síðasta. Við getum, og eigum, að vera stoltir af okkar liði. Það eru allir sammála um að við erum búnir að vera besta og skemmtilegasta liðið þetta árið – og ef allt fer á versta veg og við endum ekki með dolluna því til stuðnings, þá er það a.m.k. sárabót að horfa 2-3 ár aftur í tímann og sjá hve stór skref okkar ástkæri klúbbur hefur tekið og hve miklar framfarirnar eru.

Nú er bara að losa sig við þetta svekkelsi, sem er gífurlega mikið, og vona að bláa liðið í Liverpool borg geri okkur greiða um næstu helgi.

Það síðasta sem deyr er alltaf vonin og allt getur gerst í fótbolta. Klárum okkar leiki og sjáum hvort að önnur úrslit verði okkur hagstæð.

YNWA

148 Comments

  1. 1. Parkera rútunni
    2. Tefja
    3. Skora mörk í uppbótartíma

    Þetta virðist vera uppskriftin að því að vinna okkar menn. BR þarf að finna lausn á þessu.

    En þetta er ekki búið.

  2. Ég ætla rétta að vona að ég sé ekki að fara að lesa einhver ógeðsleg komment í garð Liverpool, þeir eiga það svo sannarlega ekki skilið. Ótrúleg óheppni að tapa þessum leik, Mourinho vann þennan leik. Og ekki minnast á það einu sinni að draumurinn sé úti, það er svo mikið kjaftæði.

  3. Bara Hryðjuverkafótbolti, en það þarf að vinna svona lið líka. Næsti leikur verður alveg eins, bara ekki á móti portúgölskum púlis, heldur enskum púlis. Verðum að finna svör við svona hryðjuverkafótbolta fyrir næstu helgi.

    YNWA

  4. Þetta er ekki búid! Chelski er leidinlegasta lid heimsins.og planid gekk upp hja þeim, uff. Þetta var sart og vidbjodslegur leikur hja gestunum. Hvernig er hægt ad stydja þetta %#€&…

  5. Ansi hræddur um að ef City vinnur CP í dag er þetta búið… sorglegt…

  6. Núna þurfum við vona að City tapi stigum á móti Crystal eða Everton… Þarna kemur breiddinn hjá Chelsea vel sem skiluðu þremur stigum i hús.

  7. Sælir félagar

    Það er sorglegt þegar fótboltinn tapar fyrir ömuleikanum.
    Það er sorglegt að það skuli vera fyrirliðinn sem verður fyrir því að leggja leikinn uppí hendurnar á Mótorkjaftinum.
    Það er sorglegt að skemmtilegasta lið leiktíðarinnar skuli tapa fyrir leiðinlegasta liði og stjóra deildarinnar.
    Það er sorglegt að það er ekki lengur í höndum leikmanna Liverpool að verða meistarar.
    Það er sorglegt að sigur í deildinni skuli geta ráðist af ótakmörkuðum leiðindum.
    Það er sorglegt að fyrirliðinn er að líkindum sinn eigin örlagavaldur.
    Það er sorglegt að Liverpool liðið var eiginlega aldrei líklegt til að skora í þessum leik.
    Það er sorglegt að þetta skuli vera niðurstaða og andstætt eðli leiksins.
    Þetta er eiginlega allt verulega sorglegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Var búinn að búa mig undir tap í þessum leik, en ástæða tapsins og afleiðingar þess geta kostað okkur heilmikið. Samvinnan sem er búin að vera svo ótrúlega áberandi fauk út í veður og vind, hver leikmaðurinn á fætur öðrum ætlaði að taka málin í sínar hendur og Aspas kvittaði upp á frjálsa sölu með þessari innkomu..

    Ég held samt ennþá í vonina að við tökum síðustu tvo leikina með trompi og City tapi stigum, þeir hafa einfaldlega ekki verið nógu sannfærandi gegn minni spámönnum upp á síðkastið.

    Greyið Gerrard…

  9. Herra Mourinho gagnrýnir Sam Allardyce fyrir að spila öllu liðinu aftan við boltann gegn liði eins og Chelsea sem er miklu sterkara en liðið hans. Hann gerir svo slíkt hið sama t.d. gegn Atletico og okkur. Hræsni?

  10. eru dómarar alveg hættir að spjalda fyrir leiktöf?
    með því að taka á þessu strax kemst móri ekki upp með þetta.

    en flottur leikur hjá okkur en það er erfitt að finna lausn á þessu 9-1 kerfi hjá móra.

  11. Please Ekki hrauna yfir leikmenn Liverpool. Mættum einfaldlega hrikalega leiðinlegur en þraut skipulögðu chelsea liði er vann þennan leik a mistökum okkar manna. En við erum samt enn í góðum séns á að vinna titilinn

  12. Þá er bara að vona að lærifaðirinn geri það sama gegn City.

  13. Liverpool er búið að vinna 11 leiki í röð.

    Það hlaut að koma að tapi.

    Enginn bjóst við titilbaráttu þetta tímabilið.

    Við verðum í Meistaradeild á næstu leiktíð.

    Þetta er ALLS ekki búið.

    Og í umræðuþræðinum var fullt af fólki að drulla yfir þetta lið. Ég á ekki til orð.

    Ég hef alveg ótrúlega mikla trú á því að leikmenn Liverpool hafi lært mjög dýrmæta reynslu af þessum leik, og það mun skila sér á næstu árum. Reynslan fæst ekki ókeypis, þar er bara þannig.

    Kooooma svo – næsti leikur takk!

    Homer

  14. úff þetta er sjokk að horfa uppa þetta. okkar menn attu þvi miður nkl engar lausnir a þessum varnarmur. leikurinn spilaðist allann timann nkl eins og mourinho vildi að leikurinn spilaðist.

    eina leiðin til að eiga breik i okkar menn er að parkera rutunni og beita skyndisoknum, palace menn munu eflaust skoða þennan leik og spila nkl eins gegn okkar monnum eftir 8 daga.

    nu er bara að biða og vona að city taki ekki 3 stig i dag, ef city mistekst er þetta enn i okkar höndum ..

  15. KOMA SVO!!!! Þetta er svo engan veginn búið þó manni líði svoleiðis núna. 6 stig geta verið meira en nóg. Við megum ekki gefast upp

  16. Eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að spila uppá jafntefli, taka minni áhættu í vörn. En jæja svona fór þetta. Treystum á að City missi stig núna.

  17. Ef við hefðum bara lagt upp leikinn með alla fyrir aftan miðjuna, spilað á milli okkar í 90min og gert ekkert meðan Mourinho hefði sett max 3 til að pressa á okkar 11 … þá hefði þetta verið drep leiðinlegt 0-0 jafntefli og við enn með titilinn í höndunum. Ansi hræddur um að það sé bara nokkurnvegin það eina sem hægt er að gera gegn þessu liði. Mourinho tapar ekki stórleikjum og jafntefli hefði því verið ókjósanlegri úrslit en þetta.

    Ohh well, ekki gera ykkur miklar vonir að City tapi stigum.

  18. Mourinho er auðvitað sá allra leiðinlegasti í sögunni…án vafa.

    En það verður ekki af honum tekið að hann kann að vinna leikina gegn þeim liðum sem hann berst við um toppbaráttu. Hann hefur unnið 16 stig af 18 mögulegum í vetur gegn Arsenal, City og okkur. Það var lykilatriðið að tapa ekki leiknum.

    Og mig langar að bíta úr mér tunguna eftir ummælin mín um að það lið sem gerir fæst mistök vinnur titilinn. Stevie G af öllum…

    En þetta er ekki búið, advantage City. Crystal Palace á Selhurst Park er leikur leikjanna.

  19. Þegar Chelsea skorði fyrst var þetta búið og okkar menn fundu enga smugu og voru of hægir. En djöf…… spilar olíulið leiðinlegann varnarbolta. Við eigum samt að vera stoltir af okkar mönnum Rogers er stórkostlegur framkvæmdastjóri. Við erum komnir í meistaradeildina og eigum að vera sáttir við það.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  20. Sælir félagar,

    ég hafði fyrir leikinn miklar áhyggjur af því að akkúrat þetta myndi gerast. Motormouth er sennilega besti þjálfari í heimi og var búinn að kortleggja okkur algerlega. Hann gerði líka allt til að pirra okkur með því að tefja og drepa niður hraðann í leiknum. Með öðrum orðum þetta var algert “masterclass” hjá honum.

    En sigur fyrir fótboltann, NEI!! En trúið mér Chelsea og stuðningsmenn þeirra er skítsama. Þeir unnu helvítis leikinn.

    Þetta er svakalega sárt, en ekki búið enn. Það er enn veik von en algerlega óþolaandi að þurfa að treysta á Crystal Palace og Everton.

    Við þurfum að versla í sumar, það er morgunljóst. Aspas var að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool.

  21. Sorgleg niðurstaða. Því miður átti Liverpool liðið og Brendan engin svör við leik Chelsea. Einhverjir vilja ekki heyra það en Mourinho gerði út um möguleika á titlinum í dag.

    Sama hvað hver segir þá mætti Chelsea með djók lið í leikinn. Þá er ég að tala miðað við þeirra besta lið. Alveg sama þó Roman hafi yfirborgað þessa gæja á þessum tíma gerir þá ekki stórkostlega. Væri eins hægt að segja Andy Carroll 35 milljóna virði og segja að hann ætti að vera betri en Suarez eða einhverjir fleiri – við sem fylgjumst með fótbolta vitum að verðmiðarnir hafa ekki endilega allt að segja. Liðið sem þeir stilltu upp í dag var lið sem Liverpool á að vinna. Jose bjó til skipulag sem Liverpool átti engin svör við og sýndi snilli sína enn og aftur.

    Það var algjört ráðleysi seinustu 30 mínúturnar. Sóknarleikurinn hugmyndasnauður, lausnalaus, einhæfur og fyrirsjáanlegur. Slík lýsingarorð eiga því miður ekki við ensku meistarana. Hetjuboltinn sem Gerrard spilaði í seinni hálfleik hjálpaði heldur ekki til. Þessi endalausu bitlausu skot og óþarfa tilraunir til að bæta fyrir skituna, sem líklega kostaði okkur titilinn, voru ekki að hjálpa til við að jafna leikinn.

    Liðið hefur leikið stórkostlega í vetur og Brendan Rodgers að sýna hve fær hann er. Það er enn von, veik von en kannski misstígur City sig. Við trúum áfram. Það er alltaf von en 2. -3. sætið er stórkostlegur árangur miðað við hóp en því miður voru svörin við Chelsea múrnuum ekki til staðar í leiknum.

    Áfram Liverpool

  22. Þetta er ekki spurningin um að hrauna yfir leikmenn Liverpool, mér fannst menn einfaldlega andlega búnir á því, það voru engar lausnir gagnvart leikstíl Chelsea, andleysið eftir þessi mistök Gerrard var hrikalegt, því miður, ömurlegur leikur hjá okkar mönnum, sérstaklega seinni hálfleikurinn, fyrri var miklu betri. Þetta er samt ekki búið en því miður ekki í okkar höndum lengur………….

  23. Sendum strákunum okkar jákvæða strauma og við vinnum þetta mót. Palace er að fara að taka stig af city,,,,,

  24. Viljiði vinsamlega hætta að upphefja portúgalska púlis sem einhvern snilling, og að hans “taktík” hafi virkað, hvernig var sú taktík ?? að Gerrard mundi gera mistök ? FFS, bara óheppni hjá okkar mönnum, næst er annað hryðjuverkalið.

  25. Við skulum ekki gleyma því drengir að ef Che.. væri Liverpool. þá værum við sáttir……………… þeir tóku þetta á reynslunni, okkar menn sofandi og é hreinlege lýsi eftir Suarez á þessu síðsustu og verstu………………

  26. Palace er ekki að fara að taka stig af City, 0 – 1 eftir 3 mín…….

  27. Það vantaði “líklega” þarna hjá mér í fyrstu efnisgrein. Líklega út um möguleika á titlinum.

    Áfram Liverpool

  28. Helvítis fokking fokk.

    En þó svo að Chelsea hafi pakkað í vörn þá fannst mér vanta brodd í leik okkar manna. Allt of mikið af feilsendingum og það á ögurstundu.

  29. Elska Gerrard, en þetta er akúrat það sem skilur á milli þeirra sem lyfta titlinum í lok leiktíðar og þeirra sem aldrei vinna hann…

  30. Ömurlegt tap.
    Liðið var að leika fínt í fyrihálfleik og manni fannst stigið aldrei í hættu. Þeir pökkuðu í vörn, voru að tefja og var eins og þeir ætluðu sér bara eitt stig.
    Gerrard rennur klaufalega á hausinn og við undir í hálfleik.

    Í síðarihálfleik þá var sama uppá teningnum nema að þeir pakka enþá meira í vörn. Við komust ekki upp kanntana og ekki bakvið þá og þeir eru gríðarlega góðir í loftinu. Það var því langskot sýning sem gekk ekki.

    Mignolet 6 – hafði lítið að gera í dag . Varði einu sinni mjög vel en mörkin skrifast ekki á hann.

    Flanagan 5 – Átti ekki merkilegan dag. Liverpool var svo mikið með boltan og hann fékk ekkert pláss til þess að sækja.

    Sakho 7 – flottur leikur hjá honum í dag, var í baráttu við Ba allan leikinn.

    Skrtel 7 – flottur leikur hjá honum í dag, var í baráttu við Ba allan leikinn.

    Glen 2 – gjörsamlega ömurlegur í dag. Steingeldur sóknarlega og sendingar ekki að ganga

    Gerrard 6 – greyið kallinn var að reyna og reyna og hélt spilinu vel gangandi en þetta fall hans gerir það líklega að verkum að hann vinnur ekki titil í ár.

    Lucas 5 – vinnslan flott og stóð sig vel í sýnu hlutverki en hann hjálpar okkur ekkert framáv við í leik sem okkur vantaði einmitt það.

    Allen 7 – var á fullu, lét boltan ganga vel og átti tvö hörkuskot

    Sterling 7 – byrjaði að þvílíkum krafti og var frábær í fyrihálfleik en pláss leysið var í síðari tók hann úr leiknum.

    Coutinho 2 – í harðri baráttu við Glen um að vera lélegasti maður vallarins og ég er ekki frá því að hann náði þeim titli.

    Suarez 4 – hann lélegasti leikur í langan tíman. Var lítið í boltanum og komst ekkert áleiðis.

    Sturridge 3 – ömurleg inná koma, var ekki í takt við leikinn. Tapaði boltanum og var ekki hættulegur í þessum leik.
    Aspas – fékk lítin tíma en var ekki að heilla( finnst samt mjög heimskulegt ef menn fara að kenna honum um þetta tap, en það verður örugglega mjög vinsælt hjá sumum að finna sökudólg).

    Liverpool spilaði vel framan af en maður verður að hrósa Móra og félögum fyrir að næla sér í stig. Fótboltinn þeira er ógeðslegur og maður væri brjálaður að sjá liverpool spila svona en hann kom á Anfield hélt hreinu og fékk 3 stig.
    Spennan virtist fara aðeins með liverpool og sá maður það á andliti manna.

    Man City klára svo Palace og vita að þeir eiga úrslitaleik gegn Everton. Þeir klára það og við munu aldrei gleyma þessu falli Gerrard, því miður ( fer í flokk með Thomas markinu 1989)

  31. Rosalega vorkenni ég honum Gerrard en ég er alveg viss að við komum sterkari til baka í næsta leik.

  32. þetta er æginlega leiðinlegt að hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir chelskí….

    einhvern veginn held ég að stevie g sofi lítið í nótt…. og lái honum hver sem vill…
    hann er samt besti leikmaður í heimi í mínum augum og hann er bara mannlegur.

    ég styð liverpool í blíðu og stríðu og það kemur af því að við niðurlægjum þetta chelsea lið

    YNWA!!!!!!!!!!!

  33. Ég skil ekki alveg þetta, ekki hrauna yfir okkar menn, þeir voru margir hverjir ARFASLAKIR og eiga alveg skilið að láta bauna yfir sig eftir þennan leik og ætla ég þá bara að nefna Glen Johnson sem ég má alveg koma sér í burtu með draslinu honum Aspas.

    Ömurleg og algjörlega hugmyndasnauð frammistaða gegn rútufyrirtækinu hans Abramovits, en þetta er ekki búið þótt þetta sé ekki lengur í okkar höndum.

  34. Ekki við okkar lið að sakast. Þ.e. BR kaus að halda sig við sinn bolta og með heppni hefði það getað gengið, en meistaraheppnin sem hefur verið með okkur að undanförnu gekk til liðs við leiðindin og skynsemina og yfirgaf ævintýraljómann.

    Við hefðum vissulega getað parkerað líka – og boltinn þá bara verið kyrr á miðjupunktinum þar til að blásið hefði verið af – en viljum við taka þátt í slíku? Viljum við ekki frekar taka sénsinn, og ef það feilar, að læra af því?

    Ég held það svei mér þá.

    Og ef eitthvert réttlæti er til í heiminum – þá fer RM áfram í vikunni með 1-1 jafntefli 🙂 og chelsea uppsker ekkert þetta árið, sem er nákvæmlega það sem þeir eiga skilið fyrir að reyna að drepa skemmtilegt sport.

    Okkar næsta verkefni er að safna saman liðinu – fara ekki ða hengja haus og hamra á CP sem vonandi kreista út sín síðustu kraftaverk í dag.
    YNWA!

  35. “If you can’t support us when we lose or draw dontsu’ pport us when we win” – Bill Shankly

  36. Liverpool voru stórgóðir í dag og leikmenn Chelski litu út eins og algerir pottaleppar! Það var alveg vitað fyrir leikinn hvaða skipulag Móri myndi leggja upp með og það er ekki vinnandi vegur að eiga við svona viðbjóð.

    Fyrra markið var auðvitað ekkert annað púra óheppni og seinna markið tel ég ekki með þar sem við vorum all in að reyna að koma tuðru í net!

    Leikmenn Pool geta farið stoltir frá þessum leik.

    Hvað heildar samhengið varðar þá voru þessi úrslit ósigur fyrir alla fagurkera knattspyrnunnar.

    Mér svelgdist á eigin ælu þegar ég sá Móra fagna í seinna markinu eins og hann hefði unnið stórkostlegt afrek… Hann er hræsnari og ómenni af fyrstu gráðu og ég held ekki að neinn Chelski stuðningsmaður sé raunverulega ánægður með leik þeirra í dag! Ánægðir með úrslitin sjálfsagt, en ekki aðfarir rustanna!

  37. Ekki að það hefði skipt einhverju stórkostlegu máli en ég hefði allan daginn leyft Aspas að sitja áfram á bekknum

    Nuff said.

  38. Skelfilegt tap í dag en mikið var gaman að heyra viðbrögð Liverpool stuðningsmanna á Anfield þegar chel$ki skoraði seinna markið… sungu You’ll Never Walk Alone allir sem einn! Sannir stuðningsmenn

  39. Liverpool spilaði aldrei sinn leik í dag. Allt of hægir, pressan ekki til staðar uppi á vellinum, Sóknarmenn liðsins alls ekki góðir (Sterling bestur), Coutinho ferlegur og akkúrat í svona leik þá þurfa bakverðirnir að koma eins og óðir menn í overlap og með fyrirgjafir en ég man ekki eftir neinni fyrirgjöf og Glen Johnson!!!! Eftir að G gaf markið var þetta alltaf að verða mjög erfitt. ÉG óskaði eftir því í gær að Liverpool héldi hreinu en fékk enn og aftur á sig 2 mörk. Maður vinnur ekki titla með þannig varnarleik. Og þegar sóknarmennirnir eru eins daprir og í síðustu leikjum þá fara stigin að tapast. OG ALLIR SEM TALA UM SNILLI MOURINHO MEGA FARA TIL HELVÍTIS ÞVÍ ÞARF ENGAN SNILLING TIL AÐ SETJA 9 MENN INN Í TEIG OG TEFJA LEIKINN. MÖRG LIÐ NOTA SVONA TAKTÍK Á POLLAMÓTI ÞÓRS…OG ÞAÐ VEGNA ÞESS AÐ MENN ERU SVO LELEGIR OG FEITIR AÐ ÞEIR GETA EKKERT ANNAÐ GERT. Að gera svona við milljarða lið er hneyksli og enn verra að ná árangri þannig. Þetta var ástæðan fyrir því að Múri var rekinn frá Madrid, menn þoldu ekki að horfa upp á svona spilamennsku. Múri er eitur fyrir fótboltann og eitt það versta sem fyrir hann hefur komið í sögunni.

    Áfram biður maður til Guðs. Megi allar vættir vera með okkur og klárum rest. YNWA!!!

  40. Minn draumur er úti ef City vinna Palace. Everton er ekki að fara taka stig af þeim búnir að missa af 4 sætinu.

  41. Þetta var ekki death by football – heldur death of fooball.

    Var mjög pirraður á dómaranum sem lét þeim eftir allar tafirnar, olnbogaskotin og fautaskapinn. Þeir áttu aldrei að komast upp með þetta. Sorglegt að komast ekki í gegnum varnarmúr sem var svona lúinn eins og þessi. Mexíkóinn sem ég þori ekki að stafsetja og Cole voru orðnir úrvinda suðrá spáni og þetta tékkneska kornabarn sem aldrei hafði áður leikið alvöruleik … þetta á ekki að teljast ókleifur múr.

    Á lokametrunum hefndist fyrir mistökin að kaupa Aspas og Alberto en henda Shelvey vestur á Walesskaga. Blessaður Sturridge var í engu formi til að spila þennan leik og samherjarnir vissu það. Hann fékk fyrst boltann 10 mín. eftir að hann kom inn á.

    jájá ekkert tuð… en skelfing var þetta leiðinlegur leikur.

  42. Þó mér sé það þvert um geð get ég vart annað en hrósað Mourinho. Það má segja ýmislegt um hann sem karakter en sem taktíker er hann snillingur. Hann þurfti að koma á Anfield og sækja sigur gegn heitasta sóknarliði deildarinnar sem var búið að sigra 11 leiki í röð og hann gerði nákvæmlega það sem þurfti og drap leik okkar manna. Chelsea liðið eitt alleiðinlegasta lið deildarinnar, og þó víðar væri leitað, en þeir ná úrslitum, það mega þeir eiga helvískir.

    Að því sögðu vil ég hrósa okkar mönnum í hástert, það var allan tímann vitað að þetta yrði erfiður leikur. Gegn 11 manna varnarlínu var við einfaldlega við ofurefli að etja en liðið hélt áfram að reyna allan tímann, það verða þeir að eiga.

    Að það þyrfti að vera fyrirliðinn okkar af öllum mönnum sem gerði mistök í fyrsta markinu er náttúrulega hroðalegt en ég trúi því að Steven Gerrard sé það mikill karakter að hann bæti fyrir þetta í næstu tveimur leikjum og leiði liðið til sigurs í þeim báðum og maður getur bara beðið og vonað að það dugi til.

    Það skein hins vegar í gegn í dag hversu þunnur okkar hópur er þegar Iago Aspas var settur inn til að hressa upp á sóknina. Það sást berlega að sá ágæti maður er einfaldlega ekki í þeim klassa sem sæmir okkar liði. Hann byrjað ágætlega en það fjaraði hratt undan honum. Við eigum gott byrjunarlið en bekkurinn í dag var því miður of léttur eins og í allan vetur.

    En nú er bara að sækja þennan titil, sigra næstu tvo leiki og vona að Man City misstigi sig. Liverpool er sóknarlið og sem lætur betur að sækja til sigurs en að verja forskot.

    Come on you Reds!

  43. Mér fannst þetta einhvern veginn vera dagur Chelsea frá fyrstu mínútum leiksins. Þegar þeir byrjuðu á að tefja óhuggulega mikið fyrstu 5 mínútur leiksins þá leist mér ekki á þetta, hefðu getað fengið hendi víti og fengu dauðafæri áður en Ba skoraði.

    Mér fannst Liverpool standa sig ágætlega og finnst frekar ljótt að gefa Coutinho 2 fyrir sinn leik, eins og Sigueina gerir. Ég ákvað að horfa á leik A. Madrid og Chelsea þar sem Mourinho spilaði svipaðan leik, það er erfitt að líta vel út gegn svo vörn greinilega.

    Liverpool fann ekki svar við þessu í dag. A. Madrid reyndu fyrirgjafir allan leikinn án árangurs og þá saknaði maður þess að sjá menn skjóta eins og Gerrard reyndi í dag.

    Heppnin var ekki með okkur í dag.

    Áfram Liverpool !!!

  44. Við ætluðum að byrja hratt, Chelsea drap það með dómaranum sem benti bara á klukkuna! (dæmdi loks töf á 92 min, vel gert) Annars vorum við ekki lélegir í þessum leik! Chelsea pressaði lágt á vellinum með alla fyrir aftan boltan nema 1-2 sem voru frammi að bíða.

    YNWA næsti leikur takk!!!

  45. Menn geta svo verið vitrir eftir a og spurt sig afhverju var liverpool að reyna vinna leikinn þegar jafntefli hefði dugað. Gratleg urslit en þetta er ekki buið.

  46. Það sem ég er mest hræddur um.

    Man City halda áfram að kaupa.
    Chelsea fá til sín framherja
    Arsenal bæta við sig og þegar þeir eru heilir þá eru þeir virkilega góðir
    Man utd munu eyða fullt í sumar.

    Ég er viss um að við munum kaupa eitthvað líka

    en það sem ég held að menn verði að átta sig á er að þetta VAR okkar tækifæri að lenda titlinum og ég sé ekki svona tækifæri koma í bráð.
    Ég sé ekki tímabil þar sem við vinnum Man utd tvisvar, Tottenham tvisvar, rústum Everton og Arsenal á heimavelli. Klárum Man City og allur meðbyr heimsins er með okkur.

    Við fáum heimaleik gegn löskuðu Chelsea liði(sem er samt mjög vel mannað) og við klúðrum því.

    Auðvita er þetta búið að vera frábært tímabil og maður verður sáttur við það eftir á en möguleikar okkar að vinna titilinn á næstu árum er einfaldlega farinn.

  47. chelsea bara heppið að fá þessi mistök uppí hendurnar .. punktur.

  48. Þar held ég að titillinn hafi runnið úr okkar greipum. Leiðinlegt en samt frábært tímabil. Jose morinho er ógeðslegt hræsni btw 😛

  49. Allardyce, Pulis og Maurinho Liverpool hefur allaf átt erfitt með svona kalla sem leggja rútunni og spila “anti” fótbolta.
    Í ofanálag er Chealsea með fáránlega góðan mannskap og var alltaf hætt við að þeir nái að refsa fyrir þessi einu mistök. Þar fyrir utan áttu þeir að mínu mati ekkert í leiknum en þessi fjandans taktik virkaði hjá þeim.

  50. Ekki gleyma því að city á eftir sinn erfiða leik á móti Everton í Liverpool borg!!

  51. Er gífurlega stoltur af liðinu fyrir að hafa náð topp 3. En varðandi þennan leik að þá spiluðum við ekki betur en andstæðingurinn leyfði. Liðið var sífellt að senda háa bolta í teig sem var nákvæmlega það sem Mourinho vildi, það var ekkert “Plan B”. Liverpool var einnig heppið að fá ekki víti á sig fyrir hendina á Flanagan.

    Mér fannst Liverpool gefa alltof mikið í þennan leik miðað við það að Chelsea þurfti miklu frekar að sigra þennan leik. Þeir leyfðu okkur að sækja og varla skyndisóknum. Af hverju vorum við að drífa okkur svona mikið? Af hverju gat Rodgers ekki bara leyft sínu liði að slappa af með boltann og láta Chelsea sjá um að fara upp völlinn? Þrátt fyrir að vera þetta mikið með boltann fyrir utan teig Chelsea að þá vorum við ekkert sérlega líklegir.

    Traustvekjandi að vera með mann eins og Aspas á bekknum til að redda málunum. Annars verðum við að treysta á Everton og að við vinnum rest, annars er þetta vonlaust.

  52. Það er klárt að Liverpool þarf að vinna þessa tvo leiki sem eru eftir, stórt…..mjög stórt.
    Eins og staðan er núna í hálfleik hjá Crystal Palace og Man City þá er City með 8 mörk á okkur.

  53. Hvers vegna stillti BR upp liðinu með Lucas og Allen á miðjunni og það á heimavelli. Sérstaklega með Lucas. Það á að losa sig við þennan leikmann sem fyrst. Algjörlega hugmyndasnauður framávið.

  54. City að fara létt með CP. Þeir eru að fara að taka 12 í 4 er það ekki? og við að fara að tapa titlinum á markamun í besta falli. Mér er óglatt. Stór feill hjá Brendan að sækja ekki bara jafnteflið – Mourinho er alltaf til í gott 0-0 jafntefli án skota og treysta frekar á sigur gegn C.Palace. Þannig væri titillinn amk enn í okkar höndum.

    Úrslitin koma mér nákvæmlega ekkert á óvart. Chelsea verða allavega ekki meistarar, getum huggað okkur við það.

    …og Glen Johnson má þakka fyrir að spila í einni af efstu þrem deildum Englands. Versti bakvörður Liverpool í 20 ár. Josemi var talsvert betri. Flanagan og Enrique/Cissoko í bakverðina í síðustu leikjum liðsins.

  55. Þá er þessum leik lokið.
    Því miður tókst okkur ekki að gera það sem við vildum.

    Ég held að það hafi ekkert upp á sig að blóta Chelsea liðinu þeir komu lika til að ná stigum í dag og þeim tókst það, sama hvað þeirra bolti var leiðinlegur þá skilaði hann meira til þeirra í dag en okkar sóknarleikur.

    taka einhverja leikmenn og kenna þeim um? þá er það allavega ekki Aspas eða önnur nöfn sem eiga ekki að bera þetta lið uppi.

    Svo finnst mér viðtalið við meistara Rodgers ekki gott eftir leik, tala um 2 rútur allavega einni.
    þar á ekkert að koma á óvart um það töluðum við allantíman, þessi vika fyrir leik áttu menn að finna hvar menn kæmust inn í þessa(r) rútur.

    Núna er ekkert eftir nema trúin á að þetta sé ekki búið.
    Ég kaupi það ekki að þetta hafi verið okkar von um þennan bikar og að önnur lið kaupi og verði miklu betri en við á næstu árum.
    Okkar lið er komið til að vera þarna á næstu árum og þessi deild getur þróast á allavegu þá eins og núna.

    núna þurfum við ekki bara að treysta á okkur lengur heldur aðra líka. það er alltaf leiðinlegra. En maður verður að trúa meðan það er möguleiki.

  56. Vel uppsetur leikur hjá Chelsea í dag, þeir vissu uppá hár hvernig best væri að brjóta niður Liverpool í dag, Móri veit hvað hann syngur.
    CL að ári og við ættum að sætta okkur við það. Gerrard er sennilega ekki að fara að vinna PL á sínum ferli. Liverpool klúðraði sínu tækifæri að vinna PL og það eiga eftir að líða mörg ár að svona tækifæri komi aftur því City er ekki að fara tapa stigum í þeim leikjum sem eftir eru en við áttum mjög gott tækifæri að næla í PL titil en því miður gekk það ekki eftir.

  57. Elsku Fowler… ég mála Liverpool könnuna mína bláa ef þú sérð til þess að þeir bláu girði sig í brók og taki stig af City 3. Maí. Amen. P.S. Einnig sjá til þess að okkar menn taki tvo síðustu leikina með trompi. Takk.

    YNWA

  58. Ég er rosalega stoltur af okkar liði. Þetta er ekki búið en ég verð að viðurkenna að mér varð raunverulega óglatt að horfa á Mourinho. Hann talar ekki mikið núna um hvernig lið pakka í vörn og verra liður vinnur.

    YNWA.

  59. Ef ég mætti velja einn mann til að gera þessi mistök þá hefðii ég valið Gerrard. Aðrir hefðu brotnað. Captain fantastic á eftir að gera eitthvað ótrúlegt í síðustu tveimur leikjum. Ég trúi ennþá

  60. Leikurinn í dag er ekkert úrslitaleikur fyrir city þeir eiga 3 leiki eftir hann og ef guð lofar tapa þeir einhverjum þeirra.
    Svo þeir sem eru í grát kórnum núna það er alltí lagi að vera drullu fúll ég er það sjálfur en hvort sem við vinnum deildina eða ekki er þessu ekki lokið fyrr en 11 maí, leikurinn hjá city í dag gerir þá ekkert að meisturum.

    So make us dream.

  61. Þið haldið áfram að tala um Palace, en það er Everton sem tekur POTTÞÉTT stig af City, búinn að segja það lengi…

  62. Það var alltaf vitað að móri myndi leggja 2 rútum í teignum. Hefðum við kannski átt að gera það sama og tryggja okkur eitt stig? Það hefðu verið svik við íþróttina, en kannski virkað.

  63. eins og eg var eyðilagðir aðan þa liður mer mun betur nuna.

    var staddur i Rúmfatalagernum. smaratorgi, sa þar Stjána stuð sem var i liverpool merktri suarez treyju, eg spurði hann hvort hann væri ekki svekktur með tapið og þa sagði hann ÞAÐ VERÐUR BARA AÐ HAFA ÞAÐ EN ENGAR AHYGGJUR VIÐ VINNUM REST OG FAUM BIKARINN !!!

    fyrst að Stjani hefur ennþa fulla tru a þessu þa ætla eg að hafa tru ennþa bara. þetta er ekki buið !!!

  64. Sælir félagar,
    Erfiður leikur á að horfa. Gleymum ekki að í mótlæti lærir maður mest um sjálfan sig. Chelsea hefur unnið okkur x2 á þessari leiktíð. Mourinho er pínu með okkur í vasanum, það verður að segjast. Þetta er bara vandamál sem BR þarf að tækla. Hann hefur breytt miðlungsliði í meistaraefni, hann getur lagfært þetta. Við þurfum að hafa eitthvað plan B. Við spiluðum þennan leik upp í hendurnar á Chelsea og Mourinho og BR hefði átt að fatta það.

    Í þessum leik hefði ég viljað sjá Agger inni. Sakho var hálk klunnalegur í uppspilinu, Agger hefði getað brotið þetta betur upp. Gerrard átti sinn versta leik í langa tíma á versta tíma, það verður bara að hafa það – hann verður stundum að eiga dapran dag líka.

    Að lokum, þá verðum við að líta okkur nær:
    a) Okkur tókst ekki skapa okkur nein dauðafæri í þessum leik nema mögulega færið hans Sakho.
    a) Chelsea fékk dauðafæri þegar þessi ungi miðvörður skallaði framhjá fyrir nánast opnu marki.
    c) Chelsea átti líklega alltaf að fá vítaspyrnu.
    d) Það vantaði nánast allt byrjunarlið Chelsea í þennan leik, m.a. þeirra besta mann, Hazard.

    Ergo: Við hefðum átt að standa okkur betur í þessum he”$%$tis leik.

    PS. Aspas á bara ekki að koma aftur inn á fyrir okkar menn…þvílík hörmungarinnkoma.

  65. Mikið er ég ánægður með að vera ekki svona svartsýnn eins og sumir hér sem tala um að þetta sé eina tækifærið okkar að vinna deildina ….. Er stoltur af okkar liði og framtíðin er björt 🙂
    Svo er þetta ekki búið … MC eru ekki að fara að vinna alla leiki …. minnst eitt jafntefli hjá þeim .

  66. Þetta var kjaftshögg. En þetta er ekki búið. Verðum að vona að litla liðið í Liverpoolboorg nái að taka stig af cyti.

    Og okkar menn jafni sig á þessu fljótt.

    Ég þoli ekki móra. En þetta fífl veit hvernig á að vinna okkur.

  67. ég er nú samt kominn á það að Lucas leiva er bara búinn að dragast of mikið aftur úr í þessu liði.. hann á ekkert erindi inná í þetta lið eins og það er að spila núna… hefði vilja sjá ALBERTO já ALBERTO í staðinn fyrir hann!

  68. Þetta er ekki flókið…. Chelsea spilaði fótbolta sem virkaði(en ekki við)….og Móri er allveg ótrúlega pirrandi en einfaldlega sá besti 🙂

  69. Er farinn að virða man city mikið meira eftir að hafa séð þessa hörmung.
    Liverpool-Man city var frábær auglýsing fyrir enskan fótbolta en þetta upplegg hjá moron(injo) var hreint út sagt ömurlegt en þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur!Nágrannar okkar í Everton gætu gert usla á móti city.Svo má alveg fara að banna hann Arnar Björnsson sem lýsanda í sjónvarpi ekki nóg með að hann jinxi okkur alltaf þegar hann er að lýsa þá er hann í ofanálag þræl leiðinlegur að hlusta á.ÁFRAM LIVERPOOL!Y.N.W.A

  70. Nú ætla ég að passa mig að missa mig ekki í geðshræringunum sem ég er í! Fyrir það fyrsta þá er langur vegur að við séum búnir að missa af titlinum, í byrjun tímabils voru menn að þræta um það hvort við ættum yfir höfuð möguleika á því að ógna 4 sætinu í vetur! staðan er sú að við erum enn í góðum séns á því að lyfta dolluni þegar yfir líkur.
    En að leiknum……… Móri er og verður alltaf ógeðslega leiðinlegur og hrokafullur einstaklingur en því miður þá hefur hann efni á því! Hann kann að vinna þessa leiki eins og úrslit gegn liðunum í efri hlutanum gefa til kynna, allur aðdragandi að þessum leikjum þar til leikurinn er flautaður af er bara hans líf og yndi.

    Augljóslega voru okkar menn ekki meðitta í dag, en það sem mér fannst sárast var að sjá andleysið hjá alltof mögum. Miðað við tilfinningarnar sem flæddu um anfield eftir man.c sigurinn þá hélt maður bara og gerði ráð fyrir að það vantaði ekkert uppá andlega þáttinn, en því miður kom það óþægilega í ljós í dag að okkar menn eru mennskir og geta líka klikkað.
    Bregðast krosstré held ég að sé setning sem á vel við núna! Ég ætla ekki að freta yfir Gerrard því að þessi maður er sendiherra fótboltans! Þvílíkur fagmaður og eðalmenni sem hann er þá átti hann bara ekki skilið að gera þessi mistök!

    Mig langar samt að lýsa óánægju minni á Glen johnson, þessi drengur finnst mér hafa dalað það mikið að ég vill helst setja kaup á hægri bakverði í forgang! Það er akkúrat í svona leikjum sem að bakverðir þurfa að spila vel, en það var bara ekki í dæminu í dag hjá glen, erfiðara að gera of miklar kröfur á flanagan!

    En horfum á björtu hliðarnar, nú fyrst var titilbaráttann að byrja!! ÁFRAM LIVERPOOL YNWA 🙂

  71. Hendo #75

    Góðir punktar en þó ekki sammála þér með Agger fyrir Sakho, fannst Sakho standa sig vel t.d. á móti Ba.

    Brendan Rodgers hefði mátt vita hvernig Mourinho lagði leikinn upp. Því hefði ég viljað Gerrard fyrir framan Lucas sem hafði lítið sem ekkert uppá að bjóða fram á við. Lucas alltof hægur eins og jonny #78 kemur inná og Chelsea búnir að skipuleggja vörnina fyrir löngu áður en við nálguðumst boxið.

    LFC forever #79

    Ég treysti Everton algjörlega til að stríða City en þá þurfum við líka að klára okkar leiki.

    Þetta er búið að vera frábært mót fyrir okkur eftir áramót og pínu súrt ef við erum að klikka á síðustu metrunum. Þar skilur á milli að hafa ekki breiðari hóp og sterkari bekk.

    Engu að síður ætla ég að leyfa mér að brosa hringinn, markmiðið náðist með meistaradeild og rúmlega það. Það tekur enginn af okkur!

    YNWA

  72. Menn eru að tala um að við hefðum ekki átt að vera svona sókndjarfir í okkar leik því að okkur vantaði bara 1 stig til þess að hafa þetta í okkar höndum.

    Það var samt aldrei annað að fara að gerast. Það sem kom okkur í þessa stöðu var sóknarleikurinn og auðvita áttum við að halda okkur við það sem við kunnum.

    Þetta var eitt fall hjá Gerrard og titilin fór. Ef hann dettur ekki þá er ég viss um að við náum 1 stigi.

  73. Glasið mitt er ennþá hálffullt. Að LFC hefði klárað mótið á eigin forsendum er það sama og að segja að liðið hefði unnið 14 leiki í röð. Það er nánast ógerlegt í jafn sterkri deild og PL.

    Ég held líka að fyrst liðið þurfti að tapa þá hafi verið illskást að tapa þessum leik. Rök mín fyrir því sjást þegar hlustað er á Mourhino tjá sig eftir leikinn. “Er Chelsea komið í titilbaráttuna” er spurt. “Ertu alveg frá þér við eigum enga möguleika” svarar sá portúgalski. Ástæðan er einfaldlega sú að hann er að freista þess að forða sínum mönnum frá því sem sást greinilega hjá nokkrum okkar manna. Þ.e. að pressan eyðileggi fyrir leikmönnum og jafnvel þessir leikreyndu jaxlar hjá Chelsea eru ekki ónæmir frekar en neinn annar.

    Nú er mikið af pressunni á okkar herðum komið yfir á ManC og Chelsea. City á eftir að spila við Everton, Aston Villa og West Ham. Þetta gætu allt reynst ManC erfiðir leikir og ég er sannfærður um að þeir tapa einhverjum stigum undir þessari pressu. Þannig að þessi úrslit voru ekki alslæm að mínum dómi þó að sár hafi þau verið. Ég ætla líka að halda því fram að fyrst að svo hrapalega vildi til að einhver okkar þurfti að gefa mark þá var illskást að Gerrard væri sökudólgurinn. Okkar maður mun mæta algjörlega sjóðandi vitlaus af baráttugleði í þá leiki sem eftir eru.

    Ég læt ekki Mourhino fara jafn mikið í taugarnar á mér og margir aðrir. Hann vinnur eftir sínu módeli og ekkert við því að segja. Í dag reyndist rútan betur en Porche sportbíllinn en oft hlær sá best sem síðast hlær.

    Ég spái því að vinnum titilinn í síðasta leik tímabilsins á Anfield! Simple as that.

  74. Eins slæmt og það var að tapa CL ’07, þá finnst mér þessi dagur mikið verri.

  75. Líkan 1 (heima og úti – öll leiktíðin- stig framreiknuð)

    1. City 84 stig
    2. Liverpool 84 stig
    3. Chelsea 82 stig

    Líkan 2 (heima og úti – 2014 – stig framreiknuð)

    1. City 84 stig
    2. Liverpool 84 stig
    3. Chelsea 82 stig

    Líkan 3 („sigurstranglegra liðið“ vinnur)

    1. Liverpool 86 stig
    2. Chelsea 84 stig
    3. City 83 stig

    Þetta er ekki búið. City og Liverpool eiga fimm leiki eftir samtals. Þrjár niðurstöður (1X2) mögulegar í hverjum þeirra. Það gera samtals 243 möguleika úr leikjunum fimm. Af þessum möguleikum lendir Liverpool fyrir ofan City í 158 þeirra.

    158/243 = 65%.

    Koma svo, Liverpool-borg!

  76. Er að reyna að skrifa mig frá vonbrigðum mínum. Reynum að horfa á stóru heildarmyndina. Við unnum 11 leiki í röð, 11! Það er ekkert smá afrek og í raun stórkostlegur árangur. Auðvitað er ógeðslega súrt að hafa tapað á móti Chelsea, en staðreyndin er samt sem áður sú að staðan væri sú nákvæmlega sama ef við hefðum t.d. tapað á móti West Ham eða Norwich. Þetta eru 3 stig og við hefðum getað tapað þeim hvenær sem er á leiðinni.

    Við erum ekki með sömu fjárráð og Chelsea, City og Manjú, samt erum við að berjast um titilinn með mjög lítinn hóp. Þetta er enn ekki búið, en ég efast um City misstígi sig úr þessu. Auðvitað vona ég það, en ég sé það því miður ekki gerast. Þeir fá Everton á fullkomnum tíma sem eru enn að svekkja sig á því að hafa misst af 4. sætinu.

    Veit að BR mun rífa liðið upp og við klárum þetta mót með stæl, enda ekkert annað í boði. Palace blaðran er klárlega sprungin og við erum ekki að fara að tapa á móti Newcastle á Anfield.

    Hvernig sem þetta fer þá er ég ekkert smá stoltur af mínu liði og æðislegt að vera komnir í CL aftur. Við fáum að versla fleiri sterka leikmenn, a.m.k. 3 – 4 sterka leikmenn og gerum langtímasamning við BR. Svo er bara næsta tímabili með enn sterkara lið.

    Þegar menn horfa á heildarmyndina þá vitum við það öll að þetta tímabil er stórkostlegt, hvort sem við vinnum titilinn eða ekki.

    Áfram LFC………forever.

  77. Skýrslan klár. Farinn að grilla – Bernaise sósan læknar ekki sárin, en hún kemur vonandi til með að minnka sársaukann.

  78. Góð skýrsla. Erfitt að vera sá sem þarf að skrifa skýrslu í dag en Eyþór gerir það virkilega vel. Glæsilegt.

  79. Lýsi eftir leikmanni með númerið 7 hjá Liverpool… hann heitir Luis Suarez og hefur verið týndur síðan 22.3.2014.

    Vinsamlegast hafið samband í númerið 112 ef þið rekist á gemsann einhversstaðar á rangli…………………..

  80. Þetta var einfaldlega worst-case scenario í dag og ég óttast að hérna hafi titillinn runnið okkur úr greipum. City á þannig prógramm eftir að þeir tapa ekki leik og hafa nú þegar +8 mörk á okkur. M.ö.o. ef við vinnum okkar leiki getum við samt tapað titlinum á markatölu, það er grátlegt enda Liverpool aldrei skorað eins mikið. Maður grætur núna aragrút af aulalegum varnarmistökum og 26 skot í tréverkið.

    Fyrir leik kom ég inná að ég óttaðist að þetta væri eins og handrit fyrir Jose Mourinho og það gekk 100% eftir, ef ekki aðeins meira. Hann lagði upp með knattspyrnu frá 18.öld, fór að tefja á 1. mínútu, röflaði yfir öllum dómum og treysti svo á að eitthvað félli með þeim framávið. Þeir gátu ekki verið mikið heppnari en þetta og mistök Gerrard í dag líklega hans verstu á ferlinum, þvílík tímasetning á þessu, úff.

    Mourinho eins og fóstbræður hans (Pulis/Allardyce) veit að svona fótbolti tryggir oftar en ekki a.m.k. stig og stundum meira en það og það fór eins illa og hægt er í dag.

    Breytir því ekki að pressan virtist fara illa í okkar menn í dag og þeir voru mjög lélegir í þessum leik. Leikskipulag Chelsea er eins “gott” og andstæðingurinn leyfir og okkar menn voru afar slappir í dag. Þeir voru með 41 árs varamarkmann sem varla hefur spilað í vetur. Varnarlínan hefur aldrei spilað saman í þessari mynd áður og samt náðum við ekki einu sómasamlegu skoti á markið, ekki einu. Gerrard og Coutinho voru þar fremstir í flokki í hrikalegri sóun á sóknaraðgerðum. Chelsea vantaði Cech, Terry og Cahill í dag ásamt Hazard og við náum ekkert að nýta það. Hundfúlt og frekar lélegt.

    Ég veit allt um Chelsea liðið og hversu góðan hóp þeir hafa, alveg nógu góðan til að keppa til enda í öllum keppnum. Eins er ég með allt á hreinu varðandi frábært tímabil Liverpool hingað til og 11 leikja sigurgöngu og 14 leiki án ósigurs fyrir þennan leik. Engu að síður vorum við þarna að mæta vængbrotnu Chelsea liði, á heimavelli þremur leikjum frá toppnum.

    Pollýanna nær ekki að spinna eitthvað jákvætt úr þessum hræðilegu úrslitum.

    Eftir tímabilið skal ég skoða það í heild sinni og það er nú þegar farið framúr mínum væntingum. Breytir því ekki að ég er hundfúll yfir þessu glataða dauðafæri, þetta var alls ekkert annað en dauðafæri og hroðalegt að tapa leiknum. Varla hægt að hugsa sér mikið verra en geta ekki lengur treyst á sjálfa sig út af tapi gegn liði sem Mourinho stjórnar.

    Liverpool mikið frekar en Chelsea mátti alls ekki tapa í dag, alls ekki. Það var þó ekki að sjá í fyrri hálfleik enda bara annað liðið að sækja til sigurs, hitt var meira í kick & hope. Alltaf hræðilegt þegar kick & hope liðið vinnur (nema þegar við spilum svona) og sérstaklega þegar það lið er eitt af þeim dýrari í sögu íþróttarinnar.

    Þannig er fótboltinn og hann er alls ekki alltaf sanngjarn. Ánægður með Rodgers eftir leik samt, spot on um þann fótbolta sem Chelsea spilar.

    Hvað leikmenn varðar þá var þetta leikur sem reyndi ekki mikið á öftustu fimm. Mignolet varði mjög vel í 1-2 skipti og var nálægt því að verja frá Ba en það hefur reynt meira á hann en þetta. Skrtel og Sakho koma líka vel frá þessum leik, ekkert sem þeir gátu gert í þessum mistökum Gerrard.

    Johnson og Flanagan voru nánast að spila sem kantmenn og gerðu alls ekki nægjanlega vel. Johnson virtist ætla að reyna þetta bara sjálfur og fór nokkrum sinnum illa með góðar sóknarlotur. Flanagan er ekki mikil ógn sóknarlega.

    Svipað má segja um miðjuna. Reyndi ekki mikið á þá varnarlega en sóknarlega voru þeir allir ákaflega daprir. Mistökin virtust hafa áhrif á Gerrard, tímasetninginn á þessu náttulega eins voðaleg og hugsast getur og sóknartilburður hans í seinni hálfleik voru stórhættulegir fólkinu í Kop stúkunni. Reyndu ekkert á eldriborgarann í marki Chelsea. Líklega versti leikmaður Liverpool í dag og einn af hans verri leikjum á ferlinum. Því miður.

    Coutinho var síðan mjög nálægt þvi að gera mig geðveikan í þessum leik. Það tókst bara ekki nokkur skapaður hlutur af því sem hann var að reyna. Gegn svona liði er hann lykillinn og hann stóð ekki undir því nafni í dag. Varnarleikur Chelsea var auðvitað mjög þéttur og góður og í þannig leikjum er sjaldan hrósað sóknarliðinu.

    Lucas var auðvitað óþarfur eftir að Chelsea skoraði og fór útaf fljótlega. Ekkert alslæmur í dag og varla horft til hans uppá að brjóta varnarleik Chelsea á bak aftur. Hann ásamt mjög máttlausum Joe Allen fengu mig samt til að sakna Jordan Henderson hrikalega í dag. Núna kom þetta þriggja leikja bann illa í bakið á okkur. Allen hefur ekki helminginn af krafti Henderson og skot hans að marki virkuðu eins og sendingar. Ekki misskilja samt, mér finnst Allen fínn leikmaður og hef trú á að hann verði betri á næsta tímabili.

    Sterling og Suarez fengu mjög takmarkaða þjónustu og voru jafnan einir á móti 2-3 varnarmönnum. Hvorugur átti góðan dag og við máttum ekki við því.

    Sturridge kom ekki inn með þann kraft sem maður var að vonast eftir og er líklega ekki orðinn nægjanlega góður. Söknuðum hans gríðarlega einnig.

    Iago Aspas er síðan fínt dæmi um bekkinn okkar. Hann gat ekki einu sinni tekið hornspyrnu og það var tímabilið hans í hnotskurn. Eftir að hafa horft á Palace – City er ég ekki frá því að Rodgers hefði frekar átt að senda Kolo Toure inná og henda honum í sóknina.

    Má vera að það pirri einhverja en núna hefði sannarlega komið sér MJÖG VEL að eiga t.d. Konoplyanka eða Salah upp á að hlaupa. Þessi hópur hefði sannarlega mátt við því að vera breiðari og við töluðum um það í janúar að þetta gæti komið í bakið á okkur undir lok tímabilsins. Núna þegar tvær umferðir eru eftir og við í góðum séns á að tapa titlinum á markatölu er ljóst að minnstu atriði geta skipt sköpum.

    Þetta er samt ekkert til að drulla yfir Rodgers eða FSG útaf, liðið var að tapa sínum fyrstu stigum eftir að janúarglugganum lokaði.

    Dómarinn. Fátt þreyttara en að tala um dómarann eftir tapleiki og heilt yfir gerði hann vel í dag. Ekkert við hann að sakast. En getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju hann bendir endalaust á klukkuna þegar hann sá augljósar leiktafir? Eru reglurnar ekki nokkuð einfaldar þegar kemur að leiktöfum? Fyrsta spjald fyrir leiktafir kom á 92. mínútu og Chelsea skoraði fyrra markið í þriggja mínútna uppbótartíma sem var eingöngu tilkominn vegna tafa leikmanna Chelsea. Flæðið í leiknum var líka ömurlegt fyrir vikið.

    Glasið er sannarlega hálftómt í dag og úrslit helgarinnar gátu ekki verið mikið verri. Óttast að viðbjóðslegt jöfnunarmark City gegn Sunderland verði dýrt þegar upp er staðið. Ég held a.m.k. ekki niðri í mér andanum yfir því að fá hjálp frá Everton, Aston Villa og allra síst Sam Allardyce. Tony Pulis tapaði auðvitað fyrsta leiknum núna af síðustu sex leikjum.

  81. Lítið hægt að segja um þennann leik í dag, svona er lífið.
    Síðastliðin ár höfum við alltaf farið erfiðustu leiðina til að ná dollur, held að það verði engin breiting á því nú.
    Ég trúi á kraftaverk og segi að við munum hafa þetta á síðustu metrunum.
    Áfram Liverpool.

  82. Hey, við erum á toppnum ! Ég hef ekki áhyggjur af þessu, Everton mun ná jafntefli í það minnsta. Þetta verður bara sætara þannig !

    Annars þá langar mig til að mölva eitthvað, kv Ragnar Reykás.

  83. Jæja félagar.

    Það hlaut að koma að því að rauðklæddu stríðsmennirnir myndu misstíga sig, það er ansi sárt og svekkjandi að það skyldi gerast einmitt í dag en svona er lífið.

    Ekki gleyma því að þeir eru komnir langt fram úr væntingum okkar og við getum haldið haus og verið stolt af okkar drengjum. Við megum heldur ekki vera tapsár ( opinberlega) og níða niður andstæðingin sem var betri en við megum alveg gráta heima í stofu.

    Tilfinningin núna er að allt er búið en mótinu lýkur ekki fyrr en flautað er til leiksloka í síðasta leik mótsins, höldum áfram að hvetja strákana okkur og látum okkur hlakka til næstu leikja. Ef við áttum erfitt með okkar stressfaktor hvernig leið þeim þá?

    Ég er nokkuð viss um að þeir rauðklæddu eru sorgmæddastir í dag en allt í húfi fyrir þá, nú verðum við stuðningsmennirnir og koma sterk inn og senda þeim góða strauma og hjálpa þeim að undirbúa sig fyrir næsta leik.

    Þangað til næst
    YNWA
    E.s það er alltaf gaman að vera Poolari en í dag er það líka svolítið sárt.

  84. Brendan gerdi mistök. Vid turftum ekkert ad sækja, màttum alveg spila upp à jafntefli.
    Tad er hörmulegt ef tetta mun kosta okkur titilinn.
    YNWA
    Sammàla Hendo nr. 75 Agger hefdi verid betri en Sahko. Er mér einum um ad sending hans Gerard hafi verid tæp eda a.m.k. sett Gerrard undir pressu, Ba var ansi nàlagt…

  85. Nr. 96

    Er mér einum um ad sending hans Gerard hafi verid tæp eda a.m.k. sett Gerrard undir pressu, Ba var ansi nàlagt…

    Gott samt að sjá svonalagað eftirá. Liverpool er búið að spila svona allt þetta tímabil og margar sendingar verið mun vtæpari en þetta. Gerrard gerir einfaldlega mistök þarna og er svo hrikalega óheppinn að renna til. Rétt sem einhver sagði, gott að þetta kom fyrir hann en ekki einhvern annan. Geri hann svona mistök er ekkert hægt að segja við því, líklega fær hann mestu gagnrýnina fyrir þetta inni á baðherbergi heima hjá sér… eða hvar sem hann hefur spegilinn.

  86. Þetta var skelfilega leiðinlegt og erfitt. Leikurinn kláraðist fyrir einhverjum 3 klukkutímum og ég er búinn að hjóla heim af barnum, leika við strákinn minn, grilla og borða kvöldmat og svæfa strákinn – en ég er samt ennþá leiður. Þessi stórkostlega sigurganga hefur gert það að verkum að maður er búinn að gleyma hvað svona tapleikir geta verið erfiðir.

    Varðandi Mourinho – hann gerði nákvæmlega það sem við var búist. Hann er einfaldlega bestur í heimi í því að stoppa frábær sóknarlið. Hann gerði það við Atletico núna í vikunni og Liverpool í dag (sennilega tvö heitustu liðin í Evrópu). Hann hefur gert þetta við Barcelona oftar en einu sinni og svo framvegis.

    Við áttum bara ekkert svar við þessu, ekki frekar en að Barcelona í gegnum árin eða Atletico í vikunni. Það er ekki auðvelt að spila fótbolta gegn 10 manna vörn, sérstaklega þegar að í vörninni eru leikmenn einsog Ivanovic, Matic, Mikel, Cole og Azpilicueta, sem eru frábærir í því að hanga í vörn.

    Ég er enn vongóður um að City tapi stigum einhvers staðar. Og þó það gerist ekki, þá verða okkar menn að klára síðustu 2 leikina og sjá til þess að þetta Chelsea lið lendi fyrir neðan okkur. Því þó að Jose Mourinho hafi unnið baráttuna í dag, þá getum við enn endað fyrir ofan hans menn í deildinni.

    Og ég veit að menn eru þunglyndir eftir þennan dag, en það er samt glórulaust að halda því fram að við séum að missa af okkar eina tækifæri til að vinna titilinn. Við erum með fjórða yngsta liðið í deildinni og með algjörlega frábæran, ungan þjálfara. Núna getum við loksins keypt leikmenn í sumar og lofað þeim Meistaradeildarbolta. Framtíðin er björt.

    Martinez og Everton vilja ekki ljúka tímabilinu á Goodison með tapi, svo að ég hef alveg eins trú á að þeir taki stig af City. Já, og Sunderland gerðu jafntefli á Etihad, svo það er alls ekki galið að hugsa sér að West Ham eða Aston Villa geri það.

    Ég er allavegana ótrúlega stoltur af þessu liði. Þessari ótrúlega sigurleikjahrinu lauk í dag, en draumurinn um titil lifir enn. Það hafa verið stórkostleg forréttindi að fylgjast með og halda með þessu liði á þessu tímabili.

  87. Munurinn á liðunum er þessi:
    Liverpool vill spila fótbolta, þessa flottu íþrótt, sækja, spila, kombinera, hratt ….
    Chelsea vill ná í stig – sama hvernig.
    Ég er stoltur að halda með Liverpool!

  88. Everton geta alveg tekið stig af City á heimavelli en til þess þurfa þeir að fá Distin og/eða Jagielka til baka í vörnina, þeir voru ekki með gegn Southampton um helgina og því fór sem fór með Alcaraz og Stones sem miðverði. Mirallas spilar ekki meira þannig að þeir eiga við mikil meiðsli að stríða núna.

    Aston Villa eru svo að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og hafa verið hvað sterkastir gegn stóru liðunum á tímabilinu þannig að maður bindur smá vonir við að þeir stríði City, en það er ansi ólíklegt að þeir nái að gera eitthvað á Etihad þegar City er komnir með titilinn í augsýn.

    Maður er svo svekktur eftir þennan dag að það er ekki fyndið… langar helst uppí rúm að sofa.

  89. Fór þessi ekki bara með okkur !
    [img]https://fbcdn-sphotos-b-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn2/t1.0-9/1554631_10152840139818868_8009009733097194912_n.jpg[/img]

  90. Tony Pulis + Big Sam = Big Motormouth

    Garðurinn minn er 1 hektari og gróðri vaxinn (65 ára elstu tréin). Eftir leik fór ég út og fékk útrás á keðjusöginni í 2 klst. Núna bíður mín margra daga vinna í að hreins allt sem ég komst í. Samt kemst ég ekki út úr þessum leik og shit hvað ég finn til með Gerrard.

    YNWA

  91. Þessi deild er bara það biluð að maður sér Shitty alveg misstíga sig í öllum þessum leikjum, þeir voru heppnir að taka stig á móti sund. heima og eiga eftir eitt lið sem er í hörku baráttu um 4.sætið og hin tvö hafa ekki enn tryggt veru sína í deildinni á næsta tímabili svo að það er ekki öll nótt úti enn, maður verður að halda í vonina!

  92. Hann má eiga það skítakamarinn Móri að hann kann að ná í úrslit, óþolandi að horfa á þessa taktík hjá Chelsea og ætti að varða við lög. En svo má segja að við hefðum einfaldlega átt að gera betur og það er bara þannig, hef ennþá trú á þessu og allt getur gerst.

    Áfram LFC !!!

  93. Það er nú samt svo merkileg að þó svo að Móri eigi að vera svona klár í að ná í þau úrslit sem hann þarf, þá veit ég um eitt lið sem er samt ennþá fyrir ofan hann í töflunni…

  94. Hættið þessu helvítis rugli ÞETTA ER BÚIÐ.

    Haldiði virkilega að Everton sé að fara að gefa okkur titilinn, ekki séns.

    Ímyndið ykkur stemminguna í City liðinu núna, þetta er búið.

  95. #107 Daníel…. Ég er Liverpool maður og er að verða brjálaður á Móra! en hvernig er hægt að segja Móri sé ekki snillingur!? Hann hefur unnið allan andskotann og verið svona 500sinnum fyrir ofan okkur í deildinni!

  96. Tapaður leikur, töpum ekki gleðinni!

    Móri tók 3 stig af okkur í dag með allsherjar flæðis truflandi anti fótbolta innan vallar sem utan.

    En Móra tókst ekki að ræna mig trúnni, þetta er ekki búið, við eigum enþà góðan sjèns og mig dreymir en.

    KOMA SVO, VIÐ ERUM LIVERPOOL!!!!!

  97. æskuvinur minn er EVERTON maður, er að hugsa um að fa lanaða EVERTON treyju hja honum næsta laugardag KLÆÐA MIG I HANA horfa með honum a leikinn og hvetja EVERTON eins og engin se morgundagurinn..

    eg skal elska everton alla ævi og sofa i everton treyjunni i marga daga ef þeir taka stig af city og það verður til þess að okkar menn landi dollunni…

  98. Maggi kom nú inná á þetta í spjalli okkar á milli áðan og þessi tölfræði styður hans mál sem og þessi mistök í leiknum, en ætli meiðsli Gerrard séu farin að segja til sín?

    Þessi skot hans voru yfir meðallagi léleg í dag og úr karakter. Gerrard gerir síðan ekki svona mistök og allra síst í svona leikjum.

  99. Verð að segja að mér finnst sumir, þar á meðal sumir síðuhaldarar, allt of neikvæðir. Chelsea vann. Þeir lögðu upp með taktík sem tókst fullkomlega, að hluta til vegna þess að heppnin var með þeim, að hluta til vegna þess að þeir eru ógeðslega góðir varnarlega, að hluta til vegna þess að þjálfarinn þeirra er eldklár.

    Mér fannst fyrri hálfleikur fínn hjá Liverpool. Fá mistök, góð tök á leiknum og 2-3 hálffæri. Menn voru grimmir í návígjum, þar á meðal Gerrard og Flanagan. Demba Ba var frábær en ekki vegna þess að Sakho og Skrtel væru slakir, hörkubarátta allan tímann. Lucas er augljós veikleiki í þessari stöðu, en það er hart að blóta honum fyrir það að við eigum enga betri. Allen var ok, Suarez var náttúrulega umkringdur 6-8 mönnum og Coutinho fann ekkert speis. Ekki þeirra besti leikur kannski, en hvernig geta sóknarsinnaðir menn átt sinn besta leik á móti liði skipuðum frábærum mönnum sem kýs að spila með 10 menn í vörn, sem þar að auki er skipulögð af öðrum af tveimur bestu varnarþjálfurum heims?

    Chelsea gerði lítið í fyrri hálfleik. Unglingurinn hefði átt að skalla inn eftir horn, annars ekkert. Ég var hæstánægður með þróun leiksins þar til á 48 mín fyrri hálfleiks þegar slysið hendir.

    Mér fannst seinni hálfleikur í lagi framan af, boltinn látinn ganga og Chelsea menn reknir inn í eigin teig. Við fáum slatta af skotfærum fyrir utan, þeir ná örugglega 10 sinnum að reka tá eða hvirfil í úrslitasendingu á leið til okkar manns, en við vorum að reyna og þeir gerðu nákvæmlega ekkert. Einhvern tíman hefði Gerrard smurt hann í einu af sínum skotum þ.a. það var lítið að því að reyna það. En hann var líklega eitthvað miður sín kallinn, enda er hann lítill í sér inn við beinið (lesið sjálfsævisögu ef þið efist um þessa staðhæfingu).

    Mér fannst í rauninni botninn fyrst detta alveg úr þessu þegar Flanagan fór út af og Aspas kom inn á. Þá misstum við þolinmæðina, menn hlupu um eins og hauslausar hænur, misstum breiddina, sendingar komu inn í teig þar sem enginn var, þó við værum með 3-4 sentera inn á. En kommon. Það er kannski ekki við öðru að búast en að taugarnar segi einhvern tíma til sín.

    Allavega. Að mörgu leyti fínn leikur hjá Liverpool. Sérstaklega varnarlega þar sem menn stigu varla nema eitt feilspor. Sóknarlega ekki eldskarpir, en það er líka erfitt á móti 10 manna heimsklassa varnarleik.

    Svekkjandi úrslit jú, en síðan hvenær voru það forréttindi Liverpool manna að þurfa aldrei að tapa ósanngjarnt?

    Tveir leikir eftir. Tökum þann fyrri fyrst, þann seinni svo, og sjáum til hvort við lendum í 1. eða 2. sæti (á markamun) í þessari deild. Breytir engu um það að frammistaðan þetta tímabil hefur verið stórkostleg.

  100. #109 Grettir.. ég skal lofa þér því Everton menn munu ekki hugsa svona, þeir eru enn í bullandi séns á meistaradeildarsæti, og munu berjast eins og ég veit ekki hvað í þessum leik.

    Varðandi City, ég horfði á leikinn þeirra gegn Palace í dag, jú þeir unnu og allt gott, en þeir virkuðu þreyttir, daufir, jafnvel smá kokhraustir í lokinn, þeir eiga Everton (erfiður leikur), svo eiga þeir Aston Villa og West Ham sem eru alls ekki safe frá botninum.
    Það er ekki séns í lifandi helvíti að ég afskrifa eitt né neitt!

    Þetta er svo langt frá því að vera búið, og ég býst fastlega við að sjálfstraust City manna fer illa með þá í þessum leikjum.

    Draumurinn er ekki úti!

    YNWA!

  101. Einn erfiðasti ósigur sem maður hefur þurft að horfa upp á. En fyrir minn smekk þá var þetta fyllilega verðskuldaður sigur hjá chelsea, þeir gáfu okkar mönnum ekki eitt færi og biðu svo og refsuðu grimmilega þegar við gerðum mistök. Einnig virtist sem þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu.

    Okkar 19 ára Sterling var eiginlega sá eini sem virtist eitthvað vera að reyna og það er yndislegt hvað þessi strákur er óhræddur. Einnig fannst mér flanagan gera mjög vel í að stoppa salah og Sakho var frábær í því að berjast í Ba og náði að halda honum alveg frá leiknum fyrir utan markið en þar gat hvorki hann né Skrtel gert neitt.

    Mótið er ekki búið og eins dramatískt og það er búið að vera þá þýðir ekkert annað en að bíða og vona, miði er möguleiki og okkar menn hafa vissulega miða. Í dag eins og svo oft áður áttum við litla möguleika af bekknum en m.v. hvað che var ótrúlega skipulagt og agað þá gætum við hafa spilað þennan leik alla helgina án þess að skora.

    Þessi hópur og þessi leikstíll hefur komið okkur þangað sem við erum í dag og það þýðir ekkert að kvarta núna yfir því enda gjörsamlega frábær árangur og langt umfram væntingar að ég held flestra. Það eru þó vissulega veikleikar á okkar hópi og það er held ég helst hvað hann er þunnur, það eru nokkrir sem við myndum alveg vilja sjá spila aðeins minna stundum og eiga betri menn fyrir. Síðasta sumar heppnaðist hryllilega hvað leikmannakaup varðar og afar takmörkuð styrking frá fyrra ári. Ég hef þó fulla trú á að mennirnir girði sig í brók og klári dæmið með sæmd, ég fyrir mína parta yrði bara rosalega sáttur ef þeir mundu þó ná að vera fyrir ofan che.

    ynwa

  102. Eftir svona dag er maður alveg tómur, hvernig ætli leikmönnum og stuðningsmönnum í Liverpool líði þá. Það sorglegasta við þetta er að við vorum í dauðafæri þegar það voru bara 3 leikir eftir og allt í okkar höndum og ekkert víst að möguleikinn verði svona góður næstu árin.
    Að sjálfsögðu er man city ekki búið að vinna titilinn en eftir þennan dag þá er maður svartsýnn, það var bara komið í hausinn á manni að það væri örlög Liverpool að taka titilinn í ár en þessi leikur fór nú alveg með það. Að Gerrard lendi í þessum mistökum af öllum mönnum er ömurlegt, maðurinn sem á titilinn svo skilið og er búin að drífa liðið áfram í síðustu leikjum. Að sjá þetta neikvæða chelsea lið með þennan djöfulsins skíthæl sem þjálfara vinna á þennan hátt er eins og lélegur endir á góðu handriti.

    Það var nógu slæmt að tapa þessum leik en til að strá salt í sárin þá er þessum manni hampað sem snillingi í bresku pressunni og stuðningsmenn annara liða geta ekki hætt að brosa. Og sjá þennan stjóra koma svo í viðtal og segja að betra lið hafi unnið og drulla yfir Jamie Redknapp í leiðinni. Það er eins gott að Atletico Madrid hendi þeim úr meistaradeildinni, þetta chelsea lið er ekki góð auglýsing fyrir fótbolta, það er enginn hrifinn af þessum neikvæða leikstíl í Evrópu nema að sjálfsögu breski fjölmiðlar.

    Það er erfitt að þurfa að treysta á aðra en í eftir viku þurfum við að treysta á everton og klára okkar leiki.

    Að sjálfsögðu verður maður að trúa en djöfull getur fótboltinn stundum verið ósanngjarn.

    En umfram allt er maður stoltur af þessu frábæra Liverpool liði

  103. Torres er maður leiksins fyrir mér, hefði getað farið illa með okkur en gerði það ekki seinna markinu…

  104. Mér er búið að vera flögurt í allan dag og hef ekki getað opnað facebook eða fréttamiðla aðra en kop.is. Ég bara meika ekki að sjá fyrirsagnirnar og slepjuleg glott á man u mönnum á interheiminum. Ef einhver nemandi minn minnist á leikinn á morgun mun sá hin sami falla í vor.

  105. 🙂 menn verða að face-a raunveruleikan
    United menn eru hressir.

    titilinn verður þó áfram í Manchester
    datt Liverpool mönnum í hug að þeir myndu enda uppi sem sigurvegarar
    Gerrard samndi við Chelsea gleymdi bara að skipta um treyju
    myndir af Mignolet einum gegn Ba og svo torres og wiiliam and they say Youll Never walk alone.
    og margt skemmtilegt fleira frá þeim.

    Og þeim er anskoti sama um gengi sinna manna.
    þeirra vinningur í ár er að Liverpool verður ekki meistari.

    En það á en eftir að klára þetta tímabil.
    það á enginn okkar að hætta trúa.

    það er margt gott búið að gerast á þessu tímabili.
    Liverpool Fc verður í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
    Við erum allir að tala um þunnan hóp það er varla til spilandi varamaður í hópnum.
    Liverpool er samt að enda í topp 3 , Ef Rodgers getur náð þessum árangri með þennan hóp þá getum við verið spenntir fyrir framhaldinu liðið er bara að fara bæta við sig þar.

    En aðal atriðið er að hætta ekki að trúa, við verðum alltaf að vinna rest og næsti leikur er gegn C.Palace svo verðum við bara að sjá til með hvað City gerir.
    Liverpool verður allavega að enda þetta tímabil vel. það yrði helvíti sorglegt að fara út úr þessu móti með 3ur töpum í restina.

  106. Mig langar að segja margt en það hefur flest verið sagt. Það sem mér fannst hvað sorglegast í dag var tólfti maðurinn. Hann var ekki til staðar eftir að við lentum undir. Ég veit að það er örugglega meira en að segja það að rífa sig í gang á pöllunum þegar svona mikið er undir og stressið allsráðandi en come on sko… það var eins og við værum á fokking útivelli í seinni. Miðar á leikinn voru ekkert lítið eftirsóttir – lélegt af fólki að nýta ekki miðann sinn betur. En oh well. Þetta er ekki búið og ég ætla að láta mig dreyma aðeins lengur… vekið mig 11. maí.

  107. Held það sé ekki mikið hægt að fegra þetta. Við vorum mögulega að kasta frá okkur titlinum.

  108. Eitt sem èg veit um Aspasinn, hann mun ekki taka fleiri hornspyrnur í Liverpool treyju. Mest pirrandi mòmentid í öllum leiknum. Èg vard bara ad koma thessu frà mèr svo èg sofni adeins fyrr. Èg get hann ekki sorry.

  109. Jæja!

    Ömurlegt að tapa þessum leik. Chelsea pakkaði í vörn eins og Big Sam og Tony Pulis gera oft. Þegar þeir leggja upp með þennan varnarleik er það leiðinlegur fótbolti en þegar trúðurinn gerir þetta er það snilld. Ótrúleg rökfræði!

    Við höfum oft verið betri en hittum ekki á góðan leik auk þess sem sjaldséð mistök kostuðu okkur leikinn.

    En hei

    Ég hefði verið sáttur að vera fyrsta sæti þegar tvær umferðir væru eftir, tveimur stigum á undan Chelsea. Man City gæti náð okkur og tekið af okkur fyrsta sætið á markamun, svo ég tali nú ekki um að vera langt fyrir ofan Arsenal, Everton, Tottenham og Man. Utd.

    Ég hefði líka verið sáttur að hafa náð í 44 stig af 51 á þessu ári.

    Ég hefði líka verið sáttur að vinna Chelsea. Hefði búist við því að þeir sigruðu Sunderland.

    Ég hefði líka verið sáttur með jafntefli við Man. City og að Man. City hefði unnið Sunderland.

    Við eigum enn von og erum í raun í góðri stöðu.

    “Hold your head up high”

    Rýnum til gagns!

  110. LFC #123..Þetta var auðvitað með ólíkindum heimsk ákvörðun hja Aspas..En það sem verra er að Glen Johnson átti örugglega 10 svona móment í leiknum..Það er enginnn í liðinnu jafn mikið í pirrurnar á mér og hann..Og ástæðan?..Jú hann er drullugóður fótboltamaður..sterkur, mjög leikinn,fljótur og sparkviss..en ákvarðanatakan er alveg gaga…Af hverju spyr ég bara..

  111. Elsku kútarnir mínir, glasið er miklu meira en hálf-fullt !

    1. Efstir í deildinni
    2. Getum ekki endað neðar en í þriðja sæti
    3. og endum líklegast í öðru sæti.

    Öll markmið fyrir þessa leiktíð hafa náðst og miklu meira til.

    Spilum skemmtilegan fótbolta sem aðrir öfunda okkur af.

    Svo Móri gamli hafi gert okkur skráveifu, “so what!”

    Njótum næsta leiks, hann verður skemmtilegur.

    Baráttukveðja.

  112. Eftir að hafa lesið hérna yfir og lækað það sem ég er sammála (mest allt orðið rautt nú þegar) er ég mest sammála Einari Erni. Fyrst og fremst er ég leiður…. bara leiður…

    Ef við klárum Mourinho þá met ég hann sem Freerider fótboltans. Ef allir myndu spila eins og hann þá væri fótbolti ekki vinsælasta íþrótt í heimi. Vegna þess að hún væri leiðinleg. En Móri er í minnihluta og kýs að spila svona og kemst upp með þetta og við hin verðum bara að umbera svona asna.

    Fyrir leikinn (já, FYRIR leikinn) þá hugsaði ég til bardaga sem Bronn átti við Ser Vardis Egen í Game of Thrones. Bronn faldi sig, stökk frá höggum og spilaði eins og skræfa, alltaf í vörn. Þegar Vardis var orðinn þreyttur á því að berja og berja og berja frá sér stökk Bronn úr skelinni og drap Vardis. Eftir bardagann öskruðu áhorfendur á Bronn að hann berðist ekki eins og heiðursmaður. Bronn svaraði einfaldlega “nei, enn Vardis gerði það.” Vardis var dauður en ekki Bronn. Í dag spilaði Liverpool eins og heiðursmenn. Chelsea gerðu það ekki og hver vann? Ég er þeirrar skoðunar að sóknarbolti er frábær og þannig á að spila. En eins og menn hafa bent á þá VERÐUR Brendan að finna lausn á þessum varnarliðum sem við mætum. Sjálfur hefði ég viljað hanga lengur á stiginu með varnarbolta. Ég er nú samt ekki framvæmdarstjóri – sem betur fer segi ég nú bara.

    Af hverju er það þannig að um leið og við höfum einhverju að tapa, þá byrjum við að spila illa? Við yfirspiluðum City í 40 mínútur og fórum í 2-0. Í seinni hálfleik á móti City og í 70 mínútur á móti Norwitch vorum við ekki góðir. Í 90 mínútur spiluðum við ekki nógu vel í dag og skoruðum ekki mark. Það virtist vera þannig að um leið og menn byrjuðu að tala um okkur sem líklegustu sigurvegarana að þá byrjuðu menn að fara á taugum. Okkur vantar reynslu. Það er bara svoleiðis.

    Ég er að drepast úr neikvæðni en þó… Ég tel þetta ennþá í okkar höndum.

    Ég hef alltaf talið og tel enn að okkur dugar 86 stig til að vinna deildina og stend við það. Ef við vinnum rest, þá vinnum við deildina.

  113. Gjörsamlega ótrúlegt að titillinn er farinn ofaní klósetttið á leiðinni til City út af því að Kóngurinn Gerrard datt.

  114. Ég er búinn að vera svo niðurdreginn að konan henti í kálfanudd óumbeðin.

  115. Eins og við var að búast þá fengu Man U aðdáeendur standpínu yfir úrslitum dagsins og óförum okkar en einn á twitter er alveg með þetta 🙂

    Calm down Mancs

    Yes, Gerrard’s slip was disastrous, but you know what’s even worse?

    Slipping from 1st to 7th.

    Shut the fuck up!

  116. Mig langar ekki að lifa i heimi þar sem lið getur sigrað knattspyrnuleik með þvi að spila einsog chealsea.

    Það gerir fallegu íþróttina ljóta.

  117. Engar áhyggjur, þann 11.maí næstkomandi verða fyrirsagninar svohljóðandi :

    “Andy carroll tryggði Liverpool fyrsta englandsmeistaratitillinn í 24 ár”

    YNWA

  118. Hvers vegna ættu Everton menn ekki að gefa allt i leikinn um næstu helgi? Síðasti heimaleikurinn á tímabilinu og enn tölfræðilegur möguleiki á 4. Sætinu. Þar með er ég ekki að segja að það sé gefið að þeir taki stig en það er fráleitt að halda að liðið muni ekki gefa allt í leikinn og það veit Pellegrinu. Það verður gríðarlega erfiður leikur. Á Goodison hafa Everton menn unnið Arsenal 3-0, Man utd 2-0 og gerðu jafntefli við liverpool 3-3. Vonandi geta þeir stillt upp hörku liði á laugardaginn, en meiðsl hjá þeim er nokkur. Það er aldrei gaman að þurfa að treysta á úrslit annarra leikja, en það þurfti City menn að gera og sitja nú í bílstjórasætinu.

    Njótum þess að vera áfram í titlabaráttunni. Þessar tvær næstu vikur verða laaangar. Framtíðin er björt hjá liðinu.

    Góða nótt kæru poolara.

  119. Babu, Gerrard setti sjálfsmark gegn Chelsea 2005 í úrslitum Carling Cup. Hann lagði upp sigurmark á Drogba og Chelsea vann titill einhverju síðan. Svo muna allir eftir sendingu hans á Henry hér um árið. Gerrard hefur gert svona mistök áður og þetta eru einmitt hans mistök, svona way out of character hlutir. https://vine.co/v/MvrIKzdnIr2

    Annað sem ég tók eftir, en mér fannst stemming á Anfield eftir að Chelsea skoraði frekar léleg. Hún var eins og allt liðið í dag ekki í takti og einhver veginn eins og enginn hafi trúað neinu í þessu.

  120. Markmiði þjálfarateymissins er náð, það verður meistaradeild á næsta ári, allt annað var/er bara bónus, eftir 40 ára gláp á Liverpool þá hefur mér fundist mest gaman að horfa á þá í ár og sjá framfarirnar í svona þunnskipuðum hóp, við höfum með góðu móti (oftast) getað stillt upp einu liði með bekk sem varla telst bekkur, en samt sem áður þá leiðum við deildina ennþá og endum í versta falli í 3ja sæti….. ég persónulega er hevvý stolltur af mínum mönnum, hefði ég viljað sjá dolluna fara á loft á Anfield, já en bjóst ég við því í ár, nei……. býst ég við því að hópurinn verði styrktur í sumar, já…. geri ég stærri væntingar til næstu leiktíðar… já ég geri það….. að endingu…. YNWA fram í rauðann dauðann !!!!!

  121. Þessi leikur var auðvitað steindautt jafntefli allan tímann ef Gerrard hefði ekki farið að hrynja þarna niður eins og lauf í vindi. Í svona leik þurfa menn að geta skotið boltanum almennilega fyrir utan teig og við fengum aragrúa slíkra færa en þetta voru meira og minna púðurskot. Áttum aldrei að tapa þessum leik og algerlega ósammála þeim sem segja að Chelsea hafi átt þetta skilið. Þessi leikur var alltaf að fara að enda 0-0 ef þessi mistök hefðu ekki átt sér stað á versta tíma á versta stað við verstu mögulegu kringumstæður. Allt í lagi að muna það líka að við höfum verð mökkheppnir í sumum leikjum líka og þetta hafi verið hrikalega óheppni. En Rock on – sýna úr hverju við erum gerðir og síðan innbyrðir Everton þetta fyrir okkur með því að vinna Chelsea.

  122. Ótrúlega svekkjandi úrslit. Leikskipulag Chelsea gekk fullkomlega upp. Þurfum að finna lausn á liðum sem spila svona því við eigum Palace í næsta leik svo við vitum hvað bíður okkar.

    Eru menn í alvörunni búnir að gefast upp? Við verðum að hafa trú, fótbolti er svo óútreiknarleg íþrótt að það getur allt gerst í þessum síðustu tveimur umferðum. Held að margir stuðningsmenn hafi verið búnir að gefast upp í Istanbúl en hvað gerðist?

    Liðið okkar hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og við eigum að vera stoltir af því.

    Glasið er hálffullt og ég hef ekki gefið upp vonina. Það er svo ótrúlega margt sem getur gerst ennþá

    YNWA

  123. Ég vil ekki segja að liverpool liðið hafi ekki fundið svar við ömurlegri spilamennsku chelasea. við vorum með boltann nánast allan leikinn og áttum þvílíkt magn skota sem enduðu í varnarmönnum, í höndum markvarðarins eða framhjá.

    Það var nákvæmlega það sem átti að reyna. að spila boltanum og skjóta mikið á markið því þannig verða mörkin til.

    Ég vil segja að þetta hafi verið mikil óheppni. Bæði því aldraður markvörðurinn átti afbragðsleik og chelsea voru bara heppnir að boltinn hrökk aldrei af varnarmanni og inn í markið þeirra.

    Þetta gerist í fótbolta en sem betur fer virkar svona spilamennska alls ekki alltaf!

    Við höldum enn í vonina og treystum nú á “vini” okkar í Everton að stríða City næstu helgi.

  124. Strax eftir leikinn var maður viðbjóðslega pirraður á taktík Mourinho í leiknum en núna daginn eftir þá hugsar maður bara, Gott og vel, þetta er eina leiðin til að stoppa Liverpool.

    En það að byrja að tefja á annarri mínútu og þess háttar sem er enginn fótbolti er það sem er svo glæpsamlega pirrandi. Ef maður ætlar að vinna leik á varnarleik þá spilar maður samt fótbolta.

    Mourinho náði nú sjálfur að troða sér inn í leikinn með því að láta Gerrard ekki fá boltann, með því hefur hann áhrif á leikinn sem hann á alls ekki að hafa. Hann er ekki leikmaður, hann spilar ekki leikinn, heldur er hann þjálfari. Stórfurðulegt og pirrandi að hann hafi ekki fengið spjald fyrir það.

    Annað atvik sem ég man sérstaklega eftir er það þegar Schürrle og Mikel þóttust báðir fá krampa á sömu sekúndunni. Það var teygt á þeim og svo sagði dómarinn þeim að fara útfyrir. Mikel hins vegar harðneitaði því og stoppaði ÞRISVAR sinnum á leiðinni útaf til að kvarta. Óskiljanlegt og í raun og veru aumingjaskapur að spjalda ekki svona kúkalabbahegðun.

    Þegar leikmenn eru svona augljóslega að tefja leikinn finnst mér að það eigi að spjalda menn strax fyrir það, þó það sé á 5. mínútu. Leikmenn eru meðvitaðir um það að þeir séu að tefja og þeir vita að þeir eiga að fá spjald fyrir það. Samt gefur dómarinn þau ekki heldur bætir við leiktímann í hvorum hálfleik. Og í báðum uppbótartímunum skorar svo Chelsea og fá ekki spjald fyrir töf fyrr en eftir 92 mínútur. Þeir eru nánast verðlaunaðir fyrir að tefja og enn einu sinni senda dómarar röng skilaboð til leikmanna.

  125. Það sýður enn á mér. EN, mikið er ég samt hamingjusamur að halda með Liverpool og Rodgers í stað þess að halda með chelsea og finnast móri vera flottur gaur. Hamingjusamur fyrir allan peninginn.
    Smá punktar.
    *-Gegn “vel úthvíldu” Liverpool liði (vegna engrar evrópukeppni) var EINN leikmaður í byrjunarliði chelsea sem hefur spilað heila leiki á undan leiknum okkar. – man ekki og er skítsama hver það var, hann var einn af þessum 9 varnarmönnum.
    *-Í fyrsta útsparki chelsea tók markvörðurinn sér 35 sekúndur í útsparkið og á fyrstu 10 mínútunum héldu leikmenn chelsea boltanum úr leik í FJÓRAR mínútur.

    Þegar öllu er á botnin hvolft þá eru það við sem erum sigurvegarar og það erum við sem getum horft glaðir fram á veginn.

  126. Titill eða ekki titill – þetta hefur verið framúrskarandi tímabil. Met slegin, ungir leikmenn að stíga upp og það sem öllu máli skiptir fyrir mér, mér finnst LFC vera eitt mest entertaining liðið í heimsfótboltanum í dag. Það er bara ekki nóg að vinna leiki eða titla, það verður að spila hraðan og spennandi fótbolta sem skemmtir fólki.

    Það er síðan alveg fáránlegt hvað þessi hópur hefur staðið sig vel, sérstaklega þegar miðað er við hvað klúbburinn hefur misst af mörgum öflugum transfer-targets: Mikchchdfhitaryan, Costa, Willian, Salah og Konoplyanka eru allir match-winners sem hefðu örugglega hjálpað klúbbnum að krækja í þessi aukastig sem vantar núna upp á til að loka titlinum.
    Hins vegar má líta á það þannig að menn eins og Sterling, Sturridge og Coutinho hafi fengið meiri spilatíma og reynslu sem muni koma þeim og klúbbnum mjög til góða á næsta ári þegar þeir þurfa líklega að skipta honum meira með öðrum leikmönnum.

    Hópurinn er nú þegar gríðarlega sterkur, leikmennirnir vita núna hvernig Rodgers vill spila og munu kunna það enn betur á næsta tímabili. Nær allir lykilmennirnir eru á aldrinum 19-27 ára og eiga því töluvert mörg ár inni á hæsta leveli. Það þarf ekki marga leikmenn í viðbót við það sem LFC hefur nú þegar, fyrir næsta season ímynda ég mér að það þurfi bara 3-4 leikmenn í hæsta gæðaflokki til að hafa breiddina til að keppa líka í CL: vinstri bak, 2 sóknarmiðjumenn og striker. Mögulega sjáum við líka eitthvað af varaliðs/u-18 strákunum koma upp í hópinn – en erfitt að spá fyrir um þróunina á þeim. Bind sjálfur mestar vonir við Jordon Ibe, ári yngri en Sterling (upp á dag, báðir fæddir 8. des) og hefur verið að þróast á svipaðan hátt fram að þessu. Sterling tók síðan risaskref á þessu tímabili og það væri draumur í dós ef Ibe myndi herma það eftir honum.

    Kannski vinnur LFC ekki titilinn í ár en framtíðin er bullandi, bullandi björt

  127. Bottom line :
    Það var sett sem markmið að ná inn í meistaradeild evrópu, það var ekkert einu sinni hugsað um 3 ja , hvað þá annað sætið, heldur var stefnt á 4ja og þá umspil inní riðlakeppni meistardeildarinnar.
    Nú er það svo að við erum búnir að tryggja þáttöku í riðlakeppni Champ. league, eigum enn séns á tittlinum, þannig að það er ekkert hægt að gráta mikið.
    Auðvitað vonar maður að dollann vinnist..

  128. Nýjustu óstaðfestar fréttir herma að Mourinho sé á leið til Íslands. Hann mun kom í boði félagsins SÚRI (samtök útlenskra rútubílstjóra á Íslandi) og taka þátt í alþjóðlegri keppni. Herra Mourinho er talinn afar sigurstranglegur í liðnum “að leggja rútu í stæði” en hann er methafi í greininni. Hann hefur m.a. nýlega náð þeim fágæta árangri að leggja TVEIMUR RÚTUM

  129. …. Í EITT STÆÐI.
    Hann verður svo heiðursgestur á árshátíð Félags íslenskra langferðabifreiðastjóra (FÍL).

  130. Persónulega sárnar mér að sjá menn finna að Gerrard og þá sérstaklega hér. Hvar værum við án hans og hvað hefur hann ekki gert fyrir klúbbinn. Plús það að hann er besti leikmaður LFC sögunnar. Hver átti skallann í Istanbúl, hver fékk vítið ? Hyglum fyrirliðann, hann mun lyfta bikar 11.maí

Liðið gegn Chelsea

Luis Suarez leikmaður ársins