Liðið gegn Chelsea

Byrjunarliðið er komið!

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan

Allen – Gerrard – Lucas

Coutinho

Suarez – Sterling

Á bekknum: Jones, Toure, Agger, Cissokho, Sturridge, Alberto, Aspas

Sturridge er sem sagt ekki orðinn nægilega góður til þess að byrja, en það verður sterkt að hafa hann til taks á bekknum.

Við erum 3 leikjum frá titlinum. Það eru 270 mínútur. Ef við klárum þennan leik þá er það RISASTÓRT skref! Þetta er auðvitað stórt ef, Chelsea gefur okkur nákvæmlega ekkert í þessum leik og þetta verður hrikalega erfitt!

Koma svo drengir, vinnum 12 (!!) deildarleikinn í röð og spörkum Chelsea úr titilbaráttunni!

Svona var þetta í morgun:

Þetta verður ROSALEGT!

YNWA

116 Comments

  1. Ég kveikti à rauðu blysi í eldhúsinu í morgun, svo öðru inná baði.
    Sparaði samt 4 blys þar til eftir leik
    Eitt fyrir hvert mark

    Koma strákar!!!!

  2. djofullinn eg vildi sja sturridge inni en okei gott að eiga hann a bekknum..

    þori ekki að spa er að drulla a mig ur hræðslu herna..

  3. Ömurlegt að Sturridge sé ekki orðinn klár en það er bara ekkert við því að gera.

    Make us dream

    YNWA

  4. Chelsea með Ivanovic og ungan leikmann Kalas í miðverði. Þetta verðum við að nýta okkur og keyra á þá alveg villt og galið!

  5. Chelsea: Schwarzer/Azpilicueta Kalas Ivanovic Cole/Matic Mikel/Salah Lampard Schurrle/Ba

  6. hefði viljað losna við Lucas,,,,,,,en samt,,,koma svo………………

  7. Er að horfa á Liverpool tv., upphitun fyrir leikinn.

    Þau tala um að BR breyti mjög sjaldan sigurliði og hann ætlar að halda sig við það principp. Ég treyst dómgreind BR fullkomlega. Hann veit meira en við sófakartöflurnar 🙂 Gott að eiga Sturridge inni ef á þarf að halda.

    Koma svo LFC!!!

  8. # 7
    Sturridge væntanlega( Coutonho niður).

    Chelsea liðið er gríðarlega sterk en markvörðurinn er meiddur og þetta er nýtt miðvarðapar, svo að það er ekki að styrkja þá.

  9. Mjög sáttur við að Sunderland sé að vinna Cardiff. Sunderland búið að taka 5 stig af keppinautum okkar í deildinni í síðustu tveimur leikjum og Cardiff sennilega að falla.

    Svo ég noti orð einhvers óþekkts þjálfara fyrr á leiktíðinni…. ” Couldn’t care less”..

  10. Algjör forréttindi að halda með Liverpool, gleðilega hátíð kæru félagar!

  11. Skjálftinn að aukast, koma svo.

    Alltaf klárt að Mourinho kæmi ekki á Anfield til að leggjast niður…en hann verður lagður

  12. Með sigri eða jafntefli í dag þá tryggjum við að lenda ekki neðar en 2 sæti.
    Koma svo klárum þetta fjandans Chelsea lið.

  13. Lucas hefur vissulega ekki spilað af sama krafti og fyrir þessi 1-2 ár af meiðslum. Gegn Norwich var hann nýkominn úr meiðslum og var mjög góður í 20min – svo dalaði hann, spurning hvort það sé bara leikform. Vonum það og hann haldi allavega nógu lengi út þar til við getum skipt Sturridge inn – sem ég hefði þó alltaf viljað sjá byrja en greinilega ekki klár í það.

    Þetta Chelsea lið er sterkt og varnarsinnað eins og við var að búast. Ef þessi Kalas er í raun einhver veikleiki (veit ekki hver þetta er – kostaði 5m) þá er þessi vörn samt alltaf að fá fáranlega mikla vernd. Allar sóknir þeirra munu snúast um skyndisóknir frá Shurrle og Salah, þá þarf að stoppa. Jafntefli er enginn heimsendir en tap og ég tel City taka titilinn, svo ég vill að bakverðirnir verði ekki jafn sókndjarfir og venjulega.

    Mjög stressaður fyrir þennan leik, Mourinho og hans óþolandi anti-football og úrslit gegn stóru liðunum.

  14. Móri er auðvitað snillingur á sínu sviði, en varalið my ass. Þetta er drullusterkt lið hjá sjel$ki en það dugar ekki. Tökum þetta í dag 🙂
    Koma svo.
    YNWA

  15. Fréttaflutningurinn af Mourinho og byrjunarliðinu er alveg kostulegur. Eins og hann hafi ætlad ad mæta með eitthvað annað en sitt sterkasta lið allan tímann.

  16. Ég geng hér um gólf að farast úr spenningi, draumurinn er orðinn svo raunverulegur.
    Koooma svoooo!

  17. Byrjunarlið Chelsea
    Schwarzer
    Azpillicueta – Ivanovic – Kalas – cole
    Mikel – Matic – Lambart
    Sjálfa – Ba – Schurrle

    Held að við tökum þetta

    Áfram LIVERPOOL…. YNWA…

  18. Er hreinlega ekki viss um að ég hafi taugar í þetta! ………….Dísus!!!!!

  19. Sáu fleiri en ég borða í stúkunni sem stóð á eitthvað á þessa leið: “Iceland walks with the 96”

  20. Byrja að tefja á annari mínútu- liggja svo “slasaðir” á 4. Mín
    Það er augljóst hvaða taktík Móri leggur upp með- kemur ekki á óvart þó
    Þeir eru skíthræddir við að við dettum í gír

    Við dettum í gír!

  21. Strax byrjaðir að tefja og rífa kjaft.
    Mér hreinlega býður við öllu sem viðkemur þessu Chelsea liði!

  22. Verðum bara að vinna, alls ekki tapa , VINNA bara. KOMA svo LIVERPOOL ! ! !á móti plastliðinu,

    portugalski pulis, ofmetið dekurbarn sem stjórnar bara liðum sem geta keypt allt.

  23. Held að Mourinho sé eitthvað að misskila “death by football”….

  24. eru Chelsea menn eitthvað að grínast með þessum fótbolta, tefja endalaust og láta eins og asnar. Spila eins og botnbaráttu lið

  25. martröðin er hafin.. eg er buin að segja allan fyrri halfleikinn að lenda undir i þessum leik væri heimsendir..

    shit hvað mer lýst ekki a þetta.

    sturridge inn NUNA fyrir lucas takk !!

  26. Captain Fantastic á eftir að bæta þetta upp seinni, hef fulla á trú á honum!

  27. Það var vitað fyrir leikinn að við mættum alls alls alls alls alls EKKI lenda undir á mótið Chelsea-bus…

    Hversu kaldhæðnislegt er svo að Gerrard gefi mark í leik á móti Chelsea, liðsins sem hann neitaði að fara til allavega tvisvar, í leik fyrir Englandsmeistaratitlinum sem hann hefur aldrei unnið….

  28. Er það ekki frábært að Chelsea eru búnir að vera að tefja frá fyrstu mínútu, og græða svo á því með því að skora í ríflegum viðbótartíma vegna tafanna þeirra?

    Tökum þá í seinni, klárt.

  29. strákar, slökum á, þetta er enginn heimsendir. Við erum alltaf að fara að skora í þessum leik. Þetta var bara slys. Þetta Chelsea lið er gersamlega óþolandi en ótrúlega vel skipulagt og Mourinho er búinn að lesa sóknarleikinn okkar heldur betur.

    Við náum stigi úr þessum leik, er hins vegar ekki sannfærður um að við vinnum hann.

  30. Vona að Gerrard hafi ekki “Slipped this up” með þessu hjá sér.
    Nú er bara að koma bandbrjálaðir í síðari hálfleik og vinna þennan leik – ekki í fyrsta sinn sem við komunm til baka á þessu seasoni!

  31. Þýðir ekkert að hengja haus núna! Liverpool er ekki þekkt fyrir að fara auðveldu og einföldu leiðina að hlutunum, hvers vegna að byrja á því núna? Liðið er með karakterinn til þess að snúa þessu við! Sturridge kemur inn í hálfleik og við klárum þetta 3-1.

    FORZA LIVERPOOL!

  32. Sé okkur ekki setja 2 gegn 11 manna varnar múr Chel$ki. Besta sem við geturm vonast eftir í þessum leik er jafntefli held ég.

  33. Þetta er ekki búið enn þetta gerir okkur erfiðara fyrir. Við þurfum jafntelfi hér og vinna rest.

  34. Þetta er hræðilegt!!!

    Vonandi er nógu mikil gredda og karakter til að sýna klærnar og setjann…

  35. Poolarar hafa nú ekki verið þekktir fyrir að fara þægilegri leiðina.
    Búnir að vera mun betri, verst að sennilega tekur móri Ba útaf til að þétta vörnina…

  36. Furðulegt hvað kafteinninn er í miklum metum hjá manni- ég fyrirgaf honum þetta strax- hann mun launa mér það í seinni

  37. ég lít á þetta bara svona: Við erum á heimavelli og eigum að vinna þennan leik, eða a.m.k. ná jafntefli. Ef við náum því þá bara ……….well. Við getum allavega ekki vælt ef City hirðir titilinn fyrir framan nefið á okkur. En það er ekki að fara að gerast. Við mætum dýrvitlausir í seinni hálfleikinn!!

  38. ,,Chelsea have been fantastic” segja spekingarnir. Nú er ég bara áhugamaður, en hvernig í ósköpunum er hægt að segja þetta? Markið sem þeir skoruðu komu eftir algjör einstaklingsmistök, en að öðru leiti hafa þeir bara verið á sýnum vallarhelming og reynt að tefja eins og þeir mögulega geta. Er það ,,fantastic”?

  39. STRÁKAR ! ! og STELPUR ! ! ! ! það er bara hálfleikur, við skulum anda djúpt í hálfleik og svo tökum við þetta í seinni hálfleik. Þeir skorðuðu mark eftir mistök , þeir skora ekki öðruvísi, við skulum sjá hvað við getum gert í seinni hálfleik. Við skorum, bara hvað mörg skorum við.

    KOMA SVO LIVERPOOL ! ! ! ! !

  40. Jæja kæru félagar.. við spilum á KOP í seinni og nú tökum við þetta…

    En OMG hvað þetta che. lið sökkar (kann þetta) hanga á boltanum út í það óendanlega..

    Nú er okkar tími…………………….

    YMWA

  41. vá .. er brjálaður .. vil víti .. tók bara manninn.. en að vísu Chelsea gaurinn bara sterkari ..

  42. Þeir tefja 10 mín, en bætt við 3 mín, þannig að liðið sem tefur hagnast á því að tefja, þannig er það bara. Því miður.

  43. Mikið er gaman að lesa þetta! Hérna fyrirfinnast bitrustu stuðningsmenn i heimi, til hamingju.

  44. Ég taldi 8 leikmenn chel$ki inni í vítateig… og taldi markmanninn ekki með…

  45. Djöfull eru Suarez buinn að vera lelegur hann þarf að stiga upp. Og utaf með Lucas hann veit ekki hvaða ar þetta er.

  46. Hvernig getur verið að lið sem spilar einu sinni í viku sé alltaf orðið þreytt eftir 60 min?

  47. Mourinho með masterclass í því hvernig á að vinna fótboltaleiki – engin mistök og treysta á að hitt liðið geri þau….gerði það gegn Atletico. Þetta hefur líka kostað fúlgur fjár, þetta skilar titlum og mun gera það áfram. Hlutverk Rodgers verður í framtíðinni að geta ráðið við þetta lið

  48. L’pool þarf ekkert að skammast sín- þetta er meistarakandítata lið og verður meistari, hvort sem það er á þessu ári eða á því næsta. Og hananú!!!!!

  49. Varnarlega er Chelsea einfaldlega of sterkt – þeir eru svo skipulagðir og svo vicious……

  50. En mig langar samt að benda á að þetta er ekki búið – City á enn eftir að spila sína leiki

  51. Eru menn virkilega að tala um að mourinho sé einhver snillingur? Hvar liggur nákvæmlega snilldin í því að spila með 9 menn í vörn og grísast á að skora með gjafamarki?
    Frábið mér svona bölvað rugl.

  52. Heyrst hefur að Morinho hafi ráðið Toni Pulis til að undirbúa Chel$ki fyrir þennan leik.

  53. jæja, þá verðum við að treysta á að kristalshöllin nái að halda stigi gegn city á eftir….gjörsamlega óþolandi samt að tapa fyrir helvítis fokking móra andskota!!! GRRRRR

  54. Flottur þessi nýi bakvörður sem móri var að kaupa á tugi milljóna… þessi þarna Willian 🙂

  55. Þessi ömurlegu skot frá Gerrard eru búin að eyða hellings tíma…

  56. Jæja, Gerrard getur þá ekki kennt neinum nema sjálfum sér um þetta. Veit þó ekki hvort það er gott eða ekki….

  57. hvað er hægt að segja, þeir eiga Cahill og Torres á bekknum. Við eigum Aspas.

  58. Án efa leiðinlegasta liðið og leiðinlegasti framkvæmdastjórinn…

  59. Jæja eigum við ekki að semja við Johnson strax á morgun…#Onetouchtomany…ARG!!!

  60. Eins ömurlegt eins og mér finnst að horfa upp á spilamennsku Chelsea þá finnst mér enn ömurlegra að sjá hversu grunnt ást sumra á LFC ristir. Við töpuðum þessum leik en getum samt verið stolt af okkar liði og fyriliða.

  61. Ef menn líta til baka, hversu nautheimskt var þetta rauða spjald hjá Henderson, þegar við vorum að vinna City…

  62. Ég hef aldrei séð eins lærða leiktöf í fótbolta. Bara eitt spjald og 7 min bætt við en samt stóð leikurinn yfir í tvo tíma með hléi. Crystal Palace næst.

  63. Jæja, þetta er samt ekkert búið enn, vissulega þurfum við að treysta á það að city tapi stigum en það er svo sem ekkert útilokað frekar en neitt annað í þessari deild.

    Það sem var hrikalegast við leikinn er hvað það gengur enn og aftur erfiðlega að brjóta svona varnarsinnuð lið á bak aftur. Móri má eiga það að hann er ansi góður í að láta liðið sitt spila leiðinlegan fótbolta!

Chelsea á sunnudaginn

Liverpool – Chelsea 0-2