Opinn þráður – FSG, Anfield og Meistaradeildin

Þetta er ekki flókið, ég er á lokastigi hvað eftirvæntingu/spenning/stress varðar fyrir leikinn á sunnudaginn. Drög að ca. 4500 orða upphitun eru klár og kemur í loftið ca. annað kvöld.

Fram að því er kannski rétt að staldra aðeins við og skoða aðeins fréttir vikunnar. Það er svo mikil eftirvænting vegna gengi liðsins í deildinni að allt annað er tekið nánast sem aukaatriði. Sama dag og drög að endurbættum og stækkuðum Anfield Road eru tilkynnt fer færslan á Kop.is að mestu í það hvort Mignolet sé betri en Pepe Reina eða ekki. Ekki að það sé ekki fínasta umræða í opnum þræði.

Eins og staðan er nákvæmlega í dag held ég nefnilega að FSG séu bestu eigendur sem Liverpool hefur haft. Þetta vona ég auðvitað að bíti mig ekki í rassinn seinna líkt og kom fyrir Kristján Atla árið 2007. Hann sagði þetta eftir nokkra mánuði af eignarhaldi H&G í leikskýrslu við leikinn sem skilaði okkur í Úrslit CL.

Ég er að halda svipuðu fram núna um FSG eftir tæplega 4 ár af eignarhaldi þeirra. Ég hef ekki alltaf verið sannfærður um þá, sérstaklega ekki þegar leikmannaglugginn er opinn en núna er ekki annað hægt en að hrósa þeim og það með látum. Ekki meðan Liverpool er á toppi deildarinnar í apríl, ný plön fyrir Anfield eru orðin opinber og liðið er komið í Meistaradeildina á ný þökk sé þess að geta enn eitt árið ekki náð 4. sæti í lok apríl, núna hinumegin frá 🙂

Til að gæta sanngirnis þá voru þetta viðbrögð KAR í dag þegar ég benti honum á þessa færslu frá 2007
kar

Stækkun á Anfield Road – Gamall draumur loksins að rætast?

Völlurinn hefur verið hitamál í rúmlega 15 ár. David Moores var búinn að leita allra leiða ásamt Rick Parry til að stækka völlinn eða byggja nýjan í mörg ár áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að hann réði ekki við það sjálfur og ákvað að selja félagið sitt. Moores er gríðarlega mikill stuðningsmaður Liverpool og ákvörðunin um að selja hefur alls ekki verið einföld. Það lá fyrir að Liverpool yrði að fá miklu meiri tekjur af innkomu heldur en félagið var að fá og hann réði ekki við að fara í þessar framkvæmdir. Eftir yfir hálfs áratugar leit af hentugum kaupendum hitti hann af óskiljanlegum ástæðum á þá Hicks og Gillett sem fengu Liverpool liðið frá David Moores að stærstum hluta út á loforð um að byggja nýjan völl. “The spade has to be in the ground withing 60 days,” sagði Gillett digurbaklega á sínum fyrsta blaðamannafundi. Hefðu Moores og Parry verið búnir að frétta af Google hefði líklega verið hægt að afstýra þessum harmleik.

Það vantaði ekki að þeir ætluðu sér að byggja nýjan völl. Eyddu fleiri tugum milljónum af pundum sem þeir áttu ekki í hönnum á nýjum velli í Stanley Park sem lofaði heldur betur góðu.

Þetta fór eins og við þekkjum allt til andskotans. Það var ekki einu sinni farið með stunguskóflu í Stanley Park og rándýr hönnun á nýjum velli vitagangslaus nýjum eigendum.

Moores og Parry voru farnir að huga að nýjun velli um aldarmótin og líklega fyrir þann tíma og skömmu seinna að nýjum eigendum. Gillett og Hicks voru því ekki bara gífurleg vonbrigði hvað stjórnun félagsins varðar heldur einnig fyrir íbúa í kringum Anfield. Þeir stóðu nánast ekki við nokkurn skapaðan hlut og þökk sé þeim hafa stuðningsmenn Liverpool tekið öllum fréttum af nýjum velli eða stækkun á Anfield (eitthvað sem H&G sögðu vera vonlaust) með afar miklum fyrirvara.

FSG hefur passað sig að gefa ekkert út sem þeir geta ekki staðið við. Þeir sögðu strax frá upphafi að völlurinn yrði að gefa miklu meira af sér og að hann væri enganvegin samkeppnishæfur öðrum völlum í núverandi mynd. Leitað yrði leiða til að laga þetta, þeir höfðu líkt og reyndar fyrri eigendur reynslu af því að endurbæta sögufrægan völl í Bandaríkjunum, reyndar einn þann sögufrægasta af þeim öllum. Sama verk og lá fyrir á Englandi.

FSG brutu bölvun Babe Ruth á bak aftur og endurbættu Fenway frábærlega. Er það furða að stuðningsmenn Liverpool geri sér vonir um titlinn og að Anfield verði endurbættur líkt og þeir hafa lofað?

Það eru samt að verða liðin fjögur ár síðan FSG keypti Liverpool og margar fréttir af nýjum velli eða endurbættum Anfield hafa hljómað kunnuglega. Þeir hafa þó alltaf verið sannfærandi um að vinnan væri í gangi og gengi ágætlega en svona tæki langan tíma. FSG eru auðvitað alls ekki þeir einu sem koma að þessu verki, borgin er t.a.m. stór aðili að þessu líka og þetta er risamál fyrir allt svæðið í kring.

Undanfarið höfum við heyrt að nánast sé búið að kaupa öll þau hús sem þarf að kaupa til að geta farið í endurbætur á Anfield, eitthvað sem tekið hefur mörg ár og ekki allir verið sáttir með í hverfinu. Mörg höfum við séð tóm, yfirgefin og mjög hrörleg hús í kringum Anfield. Núna er búið að kaupa þessi hús upp, búið er að fá leyfi fyrir stækkun vallarins upp í tæplega 60 þúsund manns og inni í þeirri stækkun verða líklega mörg VIP box sem gefa mjög mikið af sér m.v. venjulegan miða á völlinn. Svipað og Arsenal er að moka inn pening á.

Félagið gaf síðan í dag út tilkynningu um væntanlegar framkvæmdir á Anfield Road og kynnti um leið fyrir íbúum í kringum völlin. Áætlað er stækka völlinn sjálfan í tveimur áföngum. Eins verður svæðinu í kringum völlinn gerbreytt með verslunum, börum, betri almenningssamgöngum og betri nýtingu á Stanley Park. Svæðið í kringum Anfield má sannarlega við andlitslyftingu.

Teikningarnar sem kynntar voru í dag sýna bara stækkunina á Main Stand sem verður gerð þriggja hæða og bætt við 8500 sætum þannig að í allt taki sú stúka 21.000 manns. Eins verður aðstaða fyrir fatlaða stórbætt í Main Stand, eitthvað sem mjög er ábótavant á yfir 100 ára gömlum vellinum. Eftir þessar breytingar tekur völlurinn 54.þúsund manns.

Ég var að vona að þeir næðu að klára þennan áfanga fyrir Newcastle leikinn en líklegra er að þetta verði komið fyrir tímabilið 2016/17. Held þó auðvitað enn í vonina varðandi Newcastle leikinn, fái þeir t.a.m. Votta Jehova í þetta ætti þetta í mesta lagi að taka 4 daga.

Svæðinu fyrir utan Main Stand verður síðan gjörbreytt og þar verður aðal tenging Anfield við svæðið í kring. Völlurinn er í dag nánast lokaður inni í íbúabyggð og það er helst fyrir utan Park og þar sem hægt er að tala um eitthvað svona almenningssvæði á leikdegi. Þessi breyting gæti því orðið mjög töff.

Anfield Road endinn verður síðan stækkaður um 4500 manns, byggt verður stúka ofan á þá sem fyrir er og tekur völlurinn eftir það 58.500 manns.

Að fara úr 45.þúsund manns í 58.500 á hverjum leik er gríðarleg stækkun. Eins koma þessar breytingar til með að skila mun fleiri VIP boxum á vellinum og betri aðstöðu til að þjónusta þannig stuðningsmönnum. Sorglegt að það sé boðið svona snobbliði á leiki ef þú spyrð mig en þetta er víst partur af prógramminu í dag. Peningarnir tala. Hvað frekari stækkun varðar þá minnir mig að þetta tengist að hluta samgöngum á svæðinu og hversu mikið þær þola.

Ennþá er auðvitað ekki búið að svo mikið sem lyfta hamri og því ekki hægt að fagna strax. FSG eru engu að síður komnir mun lengra en áður hefur verið farið og þeir sem vinna með þeim að þessu eru ekki í nokkrum vafa að þeir ætli sér að láta verða af þessu. Ekkert í þeirra sögu sem eigendur Liverpool eða Boston Red Sox gefur annað til kynna en að okkur sé núna óhætt að trúa því að innan nokkura ára komist mun fleiri á Anfield Road.

Scouser-ar eru líklega sá þjóðflokkur sem ég hef komist í tæri við sem hefur hvað minnsta þolinmæði fyrir bullshiti. Hicks og Gillett geta kvittað upp á það ásamt Roy Hodgson og Christian Purslow. Ég er samt ekkert bara að tala um fótbolta, íbúar Liverpool borgar láta hvern sem er heyra það þegar það á við. No Nonsense.

Því var áhugavert að heyra skoðun íbúanna í kringum Anfield við þessum áætlunum, FSG leggur mikið upp úr að gera þetta í eins mikilli sátt við þá og hægt er . ECHO tók viðtal við nokkra og virkuðu þeir allir mjög spenntir fyrir þessu.

Þetta eru líklega stærri fréttir en margir gera sér grein fyrir og vonandi upphafið á enda mjög langrar sögu.

Meistaradeildin

Ég hef sagt það áður og segi það enn, þessi bölvaða titilbarátta er búinn að taka af manni alla gleðina við það að Liverpool sé loksins loksins komið aftur í Meistaradeildina.

Ég setti inn spá um stigasöfnun fyrir tímabilið sem ég hef uppfært jafnt og þétt. Þar spáði ég því að Liverpool næði 70 stigum og var að vonast til að það myndi duga til að ná inn í meistaradeildina. Eins setti ég þessa færslu í favorites og hefur heimsótt reglulega í vetur. Stórkostlegt að gaurinn getur bara hætt að uppfæra þetta, enda nú þegar búið tryggja a.m.k. þriðja sætið. Raunar svo hressilega að þriðja sætið úr þessu yrðu gífurleg vonbrigði.

SSteinn átti upphitun fyrir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, gegn Fiorentina þann 9.des 2009, sá var þýðingarlaus meö öllu enda Liverpool þá þegar búið að klúðra riðlinum sem fyrirfram var alls ekki svo óviðráðanlegur. Lyon og Fiorentina voru búin að tryggja sig áfram á meðan stórlið Debrecen þurfti að sætta sig við 4. sætið eftir harðan slag við Liverpool.

Svona hóf SSteinn færsluna:

Mikið skelfilegt að að segja það, en því miður, þetta er síðasta upphitunin fyrir Meistaradeildarleik á þessu tímabili. Mér er illt í maganum, fyrst og fremst vegna þess að ég ELSKA Meistaradeildarkvöldin, það er alltaf einhver sjarmi yfir Liverpool og þessum kvöldum. Reyndar er ég handviss um það að við eigum eftir að búa til eftirminnileg Evrópudeildarkvöld líka, en það verður bara ekki eins. Það er ekki eins að mæta liðum frá Fjarskanistan eins og að fá Real Madrid á Anfield eins og á síðustu leiktíð. Fjandinn hafi það bara, þetta er alveg bara grautfúlt.

Fyrir tímabilið spáðum við á kop.is Liverpool titlinum enda frábært tímabil að baki þar á undan. Byrjun tímabilsins 2009 var því með stærri kjaftshöggum sem við höfum fengið og staðan var samt miklu verri utan vallar hjá félaginu en innan vallar. Enginn okkar held ég að hafi hugsað út í að biðin yrði svona ofboðslega löng, þó með tímanum hafi maður farið að hafa verulegar áhyggjur af því hvenær við kæmumst aftur þarna á meðal þeirra bestu. Við vitum það núna að það er alls ekkert grín fyrir félag sem er í basli fjárhagslega að komast aftur í meistaradeildina. Eins er alveg sama hvernig spurt er, Roy Hodgson er aldrei svarið.

Umferðina á undan átti Liverpool leik gegn Debrecen, sigur þar og hagstæð úrslit á Ítalíu gæfu von fyrir lokafumferðina, eitthvað sem gekk ekki eftir eins og allt annað þetta tímabil.

Debrecen fannst mér skemmtilega óspennandi mótherji og nýtti upphitun í að skoða borgina aðeins nánar, liðið þekkti ég auðvitað ekki staf. Ég held að þetta hafi verið mín fyrsta eiginlega Evrópu upphitun gegn liði frá Fjarskanistan, guð minn góður hvað ég bjóst ekki við því að andstæðingarnir frá þessu útnárum ættu eftir að verða svona margir.

Debrecen er næststærsta borgin í Ungverjalandi á eftir Búdapest. Það sem meira er þá er Debrecen höfuðborgin í Hajdú-Bihar sýslu, en án þess að ég hafi mikið fyrir mér í því þá tel ég nokkuð víst að SSteinn sé verulega ættaður úr sýslu sem heitir Hajdú-Bihar. Þess má svo til gamans geta að Transilvanía, þar sem Kristján Atli er fæddur og uppalinn er þarna rétt hjá. Borgin er eins og áður segir 220km frá Búdapest sem mér finnst nú slatti miðað við að leikurinn á að fara þar fram.

Spaugstofan, eat your heart out.


Toppbaráttan á auðvitað hug minn allann núna, en svona þegar maður staldrar aðeins við þá er ekki hægt að segja annað en DJÖFULL ER GOTT AÐ VERA KOMINN AFTUR Í MEISTARADEILDINA. Það sem maður hefur saknað þessara þriðjudags og miðvikudagskvölda og guð hjálpi mér hvað þessi keppni hefur saknað Liverpool.

Ofan nýjan völl og meistaradeild á næsta tímabili er Liverpool þegar þetta er skrifað á toppnum í Ensku Úrvalsdeildinni, 23 apríl. Ég veit ekki með þig en allt þetta er örlítið fram úr mínum væntingum. Hef ég þó haft yfirvegaða trú á FSG hingað til.

Þetta er tekið úr líklega rólegustu sætunum á Anfield.


Endum þetta samt á twitter færslu ársins í fyrra. Núna er ljóst að síðasta óskin var ekki að Moyes færi til United, það var bara bónus. Ekki heldur að Liverpool kæmist í meistaradeildina á ný. Það er bara eitt sem toppar hinar tvær óskirnar og það er bara eitt sem allir stuðningsmenn Liverpool myndu byrja á að óska sér með svona lampa, vonandi verður þessi twitter færsla fullkomnuð á næstu vikum

28 Comments

  1. Glæsilegur pistill, ekki minnkar spennan hjá manni við að lesa svona snilld. Þetta er margfalt verra en að vera krakki að bíða eftir jólunum.

  2. Verð að henda hér inn mínum svörtustu hugsunum, hugsanir sem sækja á mig á hverjum degi og ég losna ekki við þessa ónotatilfiningu sama hvað ég reyni!

    Það er alveg að fara með taugarnar á mér að við séum ekki nema einum leik frá því að hugsanlega missa titilinn úr höndum okkar! Ekki skánar það þegar ég hugsa til þess að motormouth og co. eigi eftir að koma á Anfield. Eins og þetta tímabil hefur verið ruglað þá væri nú alveg eftir því að Torres, Salah og Willian ættu eftir að rústa draumi okkar á 90 mínútum!

    Ég er búinn að taka frí frá vinnu þann 12.maí og ég hugsa að ég nýti það frí hvort sem Liverpool verða meistarar eður ei. Get ekki hugsað mér að mæta þann 12.maí ef við klúðrum titlinum, hlusta á scums hlæja að manni og fagna nýjum stjóra í leiðinni væri of mikið og ég myndi sennilega fá á mig kæru eftir svoleiðis dag 😉

    Þetta jöfnunarmark city gegn sunderland gæti reynst hrikalega dýrt ef við töpum einum af þessum síðustu 3 leikjum, jafnar maður sig einhvertímann á því að missa titlinn á markamun? Mitt svar er nei en með tímanum minnkar sársaukinn (Arsenal twats).

    En þá að því sem maður reynir að segja sér á hverjum degi og ber sér á brjóst þegar scums og aðrir mæta til manns hlæja og segja “þið klúðrið þessu”.

    Við skulum og munum klára þessa f-ings leiki sem eftir eru og taka þessa andsk…. deild!

    Þetta ótrúlega lélega sálfræðistríð sem motormouth er kominn í er samt meira rugl en hann hefur komið með áður. Sitja chelskea menn núna heima hjá sér alveg vissir um að þeir muni koma Liverpool á óvart á Anfield þegar þeir mæta með gríðarlega sterkt lið til leiks? Halda þeir að BR og co. sitji núna afslappaðir með tebolla í hönd og hugsi sér gott til glóðarinnar? NEI, við vitum öll full vel að það kemur brjálað chelsealið á Anfield og þeir ætla sér ekkert annað en að sigra okkur á okkar heimavelli!

    Anfield er okkar hús, við gefum ekki einhverjum blánefjum frá london tækifæri á að koma heim til okkar og skemma partíið!

    ég vill að þessi ræða sé spiluð fyrir leik og ekki síst í hátalarakerfinu á Anfield! öskrum chelsea aftur til london með skítinn í brókunum og sendum heiminum skilaboð; Risinn er vaknaður og risinn er kominn á fulla ferð!

    http://www.youtube.com/watch?v=yX39J_YyKbs

    You’ll Never Walk Alone

  3. Sá þessi comment á facebook áðan , finnst þau segja svo margt um suma leikmenn sem eru að spila í dag.
    “Play for the name on the front of the shirt and people will remember the name on the back.”

    Hugsið síðan aðeins um þá leikmenn sem hafa spilað með Liverpool síðustu 20-30 árin. Hverjir leikmenn eru ykkur minnisstæðastir. ?

  4. John W Henry er snillingur hann sagði í byrjun tímabils að við ættum eftir að koma fólki á óvart á þessu tímabili það hefur svo sannarlega ræst. Ef við vinnum titillinn þá er hann orðin liverpool legend.

  5. Ég ætla bara að vona að John W Henry eigi eftir að kveikja í feitum vindli eftir Newcastle leikinn.

  6. Flottur pistill eins og alltaf. Takk enn og aftur fyrir frábæra vefsíðu sem hefur verið í favorites hjá mér í nærri því 10 ár, í gegnum súrt og sætt.

    Það eina sem er öruggt er Meistaradeild á næstu leiktíð. Ég hef áður séð svona flottar vallarteikningar, oftar en einu sinni, og trúi þegar ég sé framkvæmdir hefjast. Ekki það, ég trúi og treysti FSG ágætlega og tel þá vera á réttri leið.

    Titillinn er ekki kominn, eitt tap getur klúðrað honum. Ég trúi þegar það er tölufræðileg staðreynd og Steven Gerrard lyftir bikarnum – ekki fyrr.

    We go again!

  7. Frábær pistill! Staðan er sannarlega góð og eigendur klúbbsins virðast vera að leggja afar traustan grunn að framtíðinni. Mér fannst reyndar ákveðinn sjarmi að geta troðið svona sveittum burgerum í andlitið 😉

    En stakk mig að sjá að skv. Twitter færslunni sem vitnað er í hafi ósk ræst með því að Thatcher hafi dáið. Ég þekki vel hennar óvinsældir meðal okkar og óafsakanlega vanrækslu og ósiðlega hegðun í okkar garð sem forsætisráðherra en… ég óskaði henni ekki dauða. Ég á fullt af Liverpool vinum sem og vinum sem halda með öðrum liðum og við óskum engum dauða. Mér finnst þessi Twitter færsla okkur ekki til sóma.

  8. # 2
    100% samála

    Okkur finnst við vera svo nálagt titlinum en þegar betur er gáð þá má ekkert fara úrskeiðis. Staðan í deildinni gefur ranga mynd af stöðuni og hættum sem henni fylgir.

    Jú það er mjög gott að sjá 5 stiga forskot á Chelsea en ef við setjum þetta þannig upp að City vinni sinn leik sem þeir eiga inni þá er Liverpool aðeins með 3 stiga forskot og 9 stig eftir í pottinum og verri markatölu.

    Ef allt fer til hel… og við töðum gegn sterku liði Chelsea( ekkert helvítis varalið á ferðinni þegar liðið sem er líklegt að spila ámóti okkur er dýrari en okkar lið). Man City vita úrslitinn fyrir Palace leikinn og minka stöðuna niðrí 3 stig.
    Svo eiga þeir Everton leikinn eftir með vitandi fyrir fram að með sigri þá taka þeir titilinn og klára hann áður en við spilum úti gegn Palace vitandi að titilinn er farinn úr okkar greypum.

    Þetta er skelfileg hugsun en samt þetta er auðvita ein valmöguleiki af þeim sem eftir er og finnst mér of margir Liverpool aðdáendur farnir að fagna titlinum strax.

    1989 ætti að vera víti til varnaðar fyrir okkur, Man City vs QPR ætti að vera víti til varnaðar, Newcastle 1996 ættu að vera víti til varnaðar, FH 1989 og Fylkir (marg oft) ættu að vera víti til varnaðar um að allt getur gerst í þessum blessaða fótbolta.

    Ég hef trú á liðinu en ég er líka raunsær og get alveg séð okkur ekki vinna titilinn í ár en það verður samt erfitt að vera fúll útí lið sem myndi vinna 13 leiki af síðustu 14.

  9. Það er rétt, við óskum engum dauða. Thatcher er undantekningin sem sannar regluna.

  10. Á ég að trúa því að þetta meistaraverk sé ekki komið hingað inn?

  11. Sælir félagar

    Takk fyrir frábæran pistil Babu. Hitt er ljóst að titill er engan veginn í höfn. Mótorkjafturinn og rugludallurinn á Brúnni er búinn að tryggja sig fyrir niðurstöðunni með því að segja að hann stilli upp varaliði á sunnudag. Þar með hefur hann öll færi fyrir sinn vanalega kjafthátt eftir leik hvernig sem hann fer. Þó oft hafi sir Rauðnefur farið í taugarnar á manni fyrir bull kemst hann ekki hálfkvist við Mótorkjaftinn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. 🙂 mikið hlakkar mér til þegar Anfield stækkar.
    ég kem mér samt ekki að þerri umræðu.

    Þessi barátta um okkar fyrsta titil í 24ár er svo ofarlega í huga.
    það er svo margt í þessum titli sem verður svo verðmætt fyrir okkur.
    hver hefur ekki heyrt það að við lifum í fortíð aldrei unnið Úrvaldsdeildina og framviegis?
    fyrir utan það að lengsta bið Manutd eftir þessum titli voru 26ár ekki viljum við bæta það met?

    Maður er búinn að hugsa þetta framm og aftur komnar allskonar hugmyndir i hausin á manni jafnvel farinn að trúa því að Man City sé ósigrandi og þeir munu vinna rest og þess þurfum við þess.

    Afhverju er Man City ekki að spila við Chelsea í næsta leik? afhverju endar liðið í öðru sæti ekki með 68stig eins og í fyrra þegar Manutd varð meistari?

    Málið er að staðan hjá þessu efstu 3 liðum í ensku úrvaldsdeildini er svo svakalega krúsjal það má ekkert stig tapast hjá neinu af þessum liðum.

    Það var talað um það í síðasta Prodcasti að Jose Mourinho muni reyna gjaldfella deildina, Og mér finnst hann vera byrjaður á því
    sama hvaða liði hann stillir upp mun hann alltaf afsaka sig með að tapa þessari deild að hann hafi ekki mætt með sitt sterkasta lið á Anfield Road útaf þessari Meistaradeild
    hvað er besta lið Chelsea? þeir eiga haug af mönnum. Þeirra lið verður alltaf sterkt.
    fyrir utan að það mun berjast svakalega hann mun mæta með nokkra leikmenn sem hafa kannski spilað færri leiki en koma því svo rækilega inn í hausin á þeim að þetta sé þeirra tækifæri til þess að verða áfram leikmenn Chelsea að þeir verðskuldi það að klæðast ekki treyjuni áfram ef þeir sanni sig ekki.

    En það sem fær mig til að trúa er okkar hópur.
    við eigum hvað Suarez??? Gerrard??? Sterling?? Sturridges? svo marga fleiri við eigum brjálaða stuðningsmenn og við verðum heima hjá okkur og sigurviljin er svakalegur menn ætla sér þetta! Svo eigum við B.Rodgers!

    Ég neita að trúa því að menn fari á taugum á þessum tímapúnkti, Rodgers er búinn að koma því inn í hausin á mönnum að þetta er bara næsti leikur næsta verkefni menn eru ekki að hugsa lengra þetta er bara að mæta á grasvöll og spila fótbolta.

    Og það er bara þannig að flug til Spánar og aftur til Englands og spila erfiðan fótbolta leik þar sem menn voru að elta alla leikinn mun taka eitthvað frá mönnum.

    Ég reyni allavega að horfa á allt sem gæti hjálpað okkur!

    Ætlar Chelsea að reyna að koma okkur á óvart gegnum fjölmiðla?
    hafiði spáð í að okkar menn hafa ekki tjáð sig neitt um þennan leik.
    þeir eru á æfingarsvæðiðinu búnir að vinna með 6 leik kerfi í vetur. Held að það verði okkar hlutskipti á Sunnudaginn sem muni koma Chelsea á Óvart.

    Við erum hljóðlátir á okkar æfingarsvæði að gíra okkur upp í brjálæði…..
    meigum bara ekki halda að Jose Mourinho sé bara hugsa um CL núna, afhverju talar hann þá ekki um annað en leikinn gegn Liverpool í einvíginu við A.Madrid?

    Anfield Road verður brjálaður á Sunnudag! Það mun koma okkar mönnum yfir þennan hjalla á endanum!

  13. Nr. 8 Diddinn

    Fair enough, þetta er svartur húmor, ég er reyndar með svartan húmor og hló upphátt þegar ég sá þetta í fyrra.

    Flest erum við líklega alin upp með þau gildi að bera virðingu fyrir þeim látnu. Ástæðan fyrir því að Thatcher er undantekning er auðvitað sú að hún hafði sjálf ekki þessi viðmið og á nákvæmlega ekkert inni frá íbúum á Merseyside. Hvernig t.a.m. eftirmálum Hillsbouogh var háttað var stýrt alveg frá toppnum og virðingin fyrir hinum látnu nákvæmlega engin, við erum að sjá skýrari dæmi um þetta á hverjum degi. Hillsbouogh er samt bara lítið brot af ástæðu þess að fjölmargir Bretar fögnuðu þegar hún var öll.

    Hún lést í hárri elli eftir viðburðaríka ævi. Ferguson hætti á svipuðum tíma eftir 26 allt of sigursæl ár með United. Ef við gleymum okkur ekki alveg í pólitískum rétttrúnaði er þetta tíst nokkuð fyndið. Skil vel að það sé ekki skoðun allra.

    En í guðanna bænum snúum þessum þræði ekki upp í umræðu um Thatcher, það er allt of mikið jákvætt í gangi hjá okkar mönnum fyrir þ.h.

    Nr. 12 Mási

    Ég gleymdi að koma að þessu að og þetta passaði eiginlega ekki inn. Þetta er einfaldlega besta samantekt af leikmanni frá upphafi. Núna hljótum við að fá margar umsóknir í #TeamCissokho. Eyþór Guðjóns er við það að fá sér búning t.am. og ég skil ekki hvað tók hann svona langan tíma.

  14. #9
    Eg held að ekki einn einasti LFC stuðningsmaður sé þegar farinn að fagna titlinum. Hver einasti maður (með allavega common sense) veit að það eru risastórar hindranir í veginum. Motormouth er alveg ótrúlega klókur og hann er á fullu í núna þessum óþolandi mind-games trixum sínum.

    Það skiptir nákvæmlega engu máli hvaða liði Motormouth stillir upp. Það verður sterkt lið og þeir munu gera ALLT sem í þeirra valdi stendur til að eyðileggja þetta fyrir okkur.

    Hef hins vegar fulla trú á því að strákarnir hans BR mæti fullir einbeitingar til leiks og Anfield-faktorinn mun hafa hér úrslitaáhrif. En make no mistake, þetta verður drulluerfitt.

    We go again! This does not fucking slip now!!

  15. Ég hef gaman af því hvað Mourhinho virðist bugaður yfir óréttlætinu á varaliðsmyndinni hjá Arnari #6.

    Annars er varaliðið hjá Chelsea vissulega dýrara en aðalliðið hjá Liverpool. Það munar þó ekki jafnmiklu og margir gætu haldið. Bæði liðin kosta á bilinu 100-125 pund. Auk þess eru núllpundamennirnir Gerrard og Flanagan í byrjunarliði Liverpool (Schwarzer á móti).

    Að því sögðu sé ég Liverpool ekki enda ofar en í sjötta sæti þessa leiktíð, á erfitt með að vinna lið í efstu fimm sætunum, á borð við Tottenham og Manchester United (http://www.bbc.com/sport/0/football/23001874).

    (Óþægilega skemmtilegt að skoða spár fyrir leiktíðina frá því síðasta haust.)

  16. Þessar fréttir varðandi völlin eru auðvitað ekkert annað en frábærar. En rétt eins og Babu kemur inn á þá mun maður ekki fagna of mikið fyrr en framkvæmdir hefjast.

    En eins og hjá mörgum þá kemst ekkert í hug minn þessa daganna annað en leikur okkar við Chelsea. Í þræðinum hér á undan sagðist ég vera nokkuð viss um að Mourinho kæmi ekki með sitt sterkasta lið á Anfield. Hans næst sterkasta lið er samt sem áður ekkert slor. Það er aðallega vörnin þeirra sem gæti orðið e-ð öðruvísi en við erum vön að sjá.

    Ég ætla vona að Mourinho hafi horft á mynd gærkvöldsins á Rúv, The Damned United þar sem Brian Clough var aðal persónan. Óbeit hans á Leeds og Don Revie kom í bakið á Derby þar sem hann styllti sínu sterkasta liði fyrir leik þeirra gegn Leeds en fyrir vikið töpuðu þeir gegn Juventus í undan úrslitum evrópukeppninnar. Reyndar var mikið fjaðrafok útaf þeim leik en það er svo sem allt önnur ella.

    En ef Sturridge er heill vil ég fá hann beint í liðið á kostnað Lucas. Við eigum ekki að fara hræðast þetta lið frekar en önnur lið og sækja stíft frá fyrstu mínutu. Eigum að nálgast þennan leik eins og að þeir séu að spila með sitt lang sterkasta lið.

    Svo sá ég slúður í dag sem Empire of the kop settu inn á facebook síðu sína þess efnis að við værum aftur að eltast við Yeven Konoplyanka. Ég yrði virkilega sáttur með þau kaup. Sá hann mjög vel gegn Tottenham og hann var í allt öðrum klassa en aðrir leikmenn a vellinum, þar á meðal Tottenham leikmenn. Hef fulla trú á að Brendan geti gert Konoplyanka að enn betri fótboltamanni.

  17. Ég villtist inná enska spjallsíðu um Chelsea liðið og eftir því sem þar er verið að spjalla um er afar hæpið að Motormouth nái að gjaldfella deildina. Þeir virðast afar súrir yfir Sunderland leiknum og tala mikið um deildina þrátt fyrir gott gengi í meistaradeild. Þannig líka á það að vera hjá liði sem er með endalaust fjármagn og þjálfara sem nefnir sjálfan sig ,,the special one” (jesús hvað það hefur alltaf verið hallærislegt).

  18. Yndislegt að vera komin aftur í meistaradeildina, yndislegt að vera á toppnum 24 apríl, yndislegt að fá endurbætur á Anfield, ( þó svo að við höfum áður fengið drög að endurbótum, og að maður trúi ekki strax þessum).

    BR er svo bara að standa sig vonum framar sem stjóri, allavega miklu betur en ég þorði að vona í upphafi, ég tek hattinn ofan fyrir honum, ( Held núna að hann sé Shankly endurfæddur ). Ég viðurkenni að ég hef verið pirraður á FSG, sérstaklega varðandi leikmanna kaup, og það er gott og blessað að koma með einhverjar myndir af endurbótum á Anfield, en ég trúi þessu þegar þeir byrja að framkvæma við völlinn, vonandi í sumar.

    AÐALMÁLIÐ er samt að LIVERPOOL á góða möguleika á að vinna PL. Það er það sem málið snýst um í dag. Skiptir engu máli með hvaða liði móri mætir á Anfield, það þarf að vinna, og við byrjum 11 á móti 11.

    Get ekki beðið eftir Sunnudeginum. 🙂

  19. Babú og Boardman…… sætafjöldinn við “stækkunina” var einmitt það sem að sló mig við fyrstu fréttir, ca. 58.000? Ekki fleiri sæti? Sko….. Wembley 90.000, Old Trafford 75.731, Emirates 60.362, Camp Nou 99.354, Santiago Bernabéu 81.044…………..

    Allra fyrstu fréttir hljómuðu uppá ca 70.000 sæti. Ég tel okkur vanta meiri framsýni, loksins þegar þetta verður klárt verður komin enn meiri þörf á fleiri sætum.

    Allir vilja sjá ríkjandi Englandsmeistara og lið sem er á leið í úrslitaleik í Meistaradeild……..

  20. Fanbase hjá Liverpool er bara ekki sá sami og hjá Manu, Real og Barce þó vissulega sé hann stór (sérstaklega miðað við árangur). Ef þeir völdu stækkun upp í 58þús þá hugsa ég að það sé ástæða bakvið það, hvort sem það var takmörkun vallarins til frekari stækkunar, rannsóknir á hve mikil stækkun myndi borga sig eða hvort þeir ætli bara að gera þetta í þrepum.

    Vonbrigði útaf sætafjölda hjá þeim sem ekki sjá um að reka klúbbinn skil ég ekki. Stækkun vallarins er hagkvæm ef það er fullt á hverjum leik, svo þeir færu ekki bara að gera þetta til að vera leiðinlegir. Það versta í stöðunni væri að hafa of mörg sæti enda tóm sæti á fótboltaleikjum ekki vænleg til að skapa stemmingu. Það er ekkert sniðugt við það að hafa 90þús manna völl til að koma fleirum á meistaradeildarleiki gegn stórliði á meðan völlurinn er hálftómur gegn botnliði ensku deildarinnar.

    Finnst bara frábært að það sé verið að stækka völlinn í næstum 60 þúsund sæti og treysti eigendunum bara ágætlega þó það hafi tekið smá tíma – sem hefur meira með fyrri eigendur að gera.

  21. Ef Liverpool vinnur deildina verður Rodgers yngsti stjórinn sem hefur unnið úrvalsdeildina. Hann er ári yngri (41 árs) en Mourinho, sem er yngsti stjórinn til að vinna hana hingað til, þegar hann vann deildina fyrst árið 2005.

One Ping

  1. Pingback:

Fréttaflakk á langri viku (opinn þráður)

Chelsea á sunnudaginn