Chelsea á sunnudaginn

Hvort sem það kemur okkur til góða eða ekki þá er eitt jákvætt við að Jose Mourinho er kominn aftur til Chelsea. Hann virðist ætla að gulltryggja það að umræðan fyrir stórleik helgarinnar er nánast öll um Chelsea liðið. Öfugt við leikinn gegn City þar sem umræðan var töluvert meira um okkar menn. Höfum það samt alveg á hreinu að þetta er leikurinn, pressan á leikmönnum Liverpool hefur aldrei verið meiri síðan Rodgers tók við en akkurat í þessum leik og var þetta nú nóg fyrir gegn City og Norwich. Okkur hefur langað að sjá Liverpool í svona leik í nokkur ár núna, sérstaklega þegar við erum að tala um deildina en ekki evrópukeppni eða bikar.

Spennustigið fyrir leikinn hjá mér er þannig að ég er búinn að kaupa mér miða til Liverpool 11.maí og er þetta fyrsta fótboltaferðin sem ég hef lagt upp með án þess að eiga glætu á að komast á leikinn sjálfan. Síðan Norwich var lagt af velli hef ég varla sofið fyrir stressi/spenningi og ég er kominn með “We are Liverpool” sem hringitón.

M.ö.o. ég er einfaldlega á lokastigi.

Rígurinn milli Liverpool og Chelsea – Mourinho + Roman.

Stuðningsmenn Liverpool og Chelsea hafa í gegnum tíðina aldrei neinir sérstakir erkifjendur, ekki fyrr en kannski núna undanfarin áratug enda hefur Liverpool nánast aldrei náð neinum alvöru árangri án þess að hafa þurft að slá Chelsea út á leiðinni, sérstaklega í fyrri stjóratíð Jose Mourinho með liðið.

Þeir hafa auðvitað einnig átt sín móment gegn okkur en í fyrri stjórnartíð Motormouth hjá Chelsea var það Liverpool sem vann stóru úrslitaleikina meðan þeir sigruðu deildarleikina og deildarbikarinn. Liðin mættust alveg fáránlega oft og leikirnir voru nánast alltaf svipað skemmtilegir og tveir tímar samfellt af sjónvarpsstöðinni E!

2005
Tímabilin fyrir 2004/05 þegar Chelsea var bara venjulegt lið í eigu Ken Bates var Chelsea það lið sem við bara virtumst ekki geta unnið, sérstaklega á útivelli og ekki batnaði það þegar Roman kom til sögunnar og hóf að ausa í þá fjárhæðum sem enginn hafði áður látið sér dreyma um. Mourinho og Benitez voru heitustu nöfnin á þjálfaramarkaðnum vorið 2004 og fóru báðir til Englands. Mourinho auðvitað í gullkistuna hjá Roman og fyrsta árið máttum við afplána fimm leiki gegn þessum hrokagikk.

Ekki byrjaði það vel, 1-0 tap í báðum deildarleikjunum þar sem Chelsea spilaði sína tegund af glorified Stoke fótbolta. Munurinn á hópum þessara liða var btw. töluverður þarna. Fyrsta úrslitaleikinn vann Chelsea 3-2 og fagnaði Mourinho svona fyrir framan stuðningsmenn Liverpool.

Mourinho var ekki vinsæll á kop.is eftir leik og daginn eftir kom inn færsla frá Chris Bascombe um Mourinho og Chelsea í heild. Eitthvað sem heldur ennþá vel vatni.

Karma lét ekki að sér hæða og Liverpool vann auðvitað einvígið sem skipti öllu máli þetta tímabil, undanúrslit meistaradeildarinnar. Eftir fyrirsjáanlegt 0-0 jafntefli (Igor Biscan maður leiksins) vannst seinni leikurinn 1-0 á Anfield með MARKI frá Luis Garcia. Það lýsir Mourinho fátt betur í veröldinni en að hann er ennþá að tuða yfir þessu marki, síðast í Madríd í þessari viku, án gríns. Hann gat ekki og hefur aldrei getað unað móterjum sínum að hafa unnið hann fair and square.

Það eru liðin 9 ár frá þessum leik. Hann hefur hinsvegar verið með öllu ófáanlegur til að ræða hinn möguleikann sem dómari leiksins staðfesti strax að hefði þetta ekki verið mark hjá Garcia hefði Liverpool fengið víti og verið einum fleiri allann leikinn. Klapplið hans á Englandi, þ.e. breska pressan fékk það samstundis út að allt væri þetta partur af frábæru mind games plani Mourinho og hefur silkimeðferðin sem hann hefur fengið þar í landi verið með öllu ævintýraleg þar til kannski núna á þessu tímabili. Fremstir í flokkið fóru Grey, Keys og Shreeves á Sky sjónvarpsstöðinni.

Ofan á allt þetta var Steven Gerrard hársbreidd frá því að ganga til liðs við Chelsea þetta sumar, er það furða að þeim fregnum var tekið með búningabrennu?

2006
Tímabilið á eftir var litlu skárra og hélt áfram að auka hatrið milli liðanna. Ekki nóg með deildarleikina þá fengum við þá líka í riðlakeppni meistadeildarinnar sem á ekki að vera hægt, já og mættum þeim svo líka í bikarnum. Deildarleikina unnu þeir örugglega. Meistaradeildarleikirnir fóru auðvitað báðir 0-0 og við slóum þá út í bikarnum og komumst við það í úrslit (og unnum).

2007
Þriðja og síðasta tímabil Mourinho urðu leikirnir við Chelsea enn og aftur fimm talsins og var þetta orðið ákaflega þreytt. Er það furða að Liverpool menn þoli þennan óþolandi mann svona innilega ekki, eins má skilja hatur þeirra á Benitez eftir þetta, (hann átti eftir að mæta þeim enn oftar). Ekki að það gengi illa gegn honum í þeim leikjum sem við vildum vinna. Góðgerðarskjöldin unnum við, liðin unnu sína heimaleiki í deildinni og mættust svo aftur í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Nú ætlaði Mourinho heldur betur að hefna sín frá árinu 2005.

Enn á ný var um fótboltaafbrigði af skák að ræða. Það er taktík Mourinho þegar kemur að stórum leikjum ásamt því að reyna tala sitt lið þannig niður í fjölmiðlum að það sé metið minna liðið (underdogs). Ótrúlegt m.v. að hann hefur jafnan töluvert dýrara lið og mun stærri hóp en andstæðingurinn.

Chelsea vann á Stamford 1-0, náðu inn markinu og pökkuðu í vörn. Liverpool vann seinni leikinn 1-0 þökk sé Agger og var mun sókndjarfara í leiknum án þess að bæta fleiri mörkum við. Kuyt skoraði löglegt mark í framlengingu sem var dæmt af og því bjóst maður við hinu versta í vítaspyrnukeppninni. Reina sá um hana og Liverpool fór aftur í úrslit meistadeildarinnar.

Jose Mourinho sem þarna var að stjórna Chelsea í 15. skipti gegn Liverpool (og síðasta í bili) var samur við sig eftir leik og sagði þetta.

We were the best team today, even against a team only playing for the Champions League.

Kunnuglegt stef? Fyrir utan að Chelsea var alls ekki betra í þessum leik var hann þarna, með eitt dýrasta lið í fótboltanum að væla yfir því að Liverpool væri bara að keppa í meistaradeildinni og hefði þar með “ósanngjarnt” forskot á Chelsea og greyið Mourinho.

Strax í desember á þessu tímabili þegar Liverpool komst óvænt á toppinn var Jose Mourinho byrjaður að tala um hversu auðvelt þetta væri fyrir Liverpool enda bara að hugsa um deildina ekki Evrópukeppnina. En þetta er í fyrsta skipti sem þessu er skotið á lið sem hafði hafnað í 6-8. sæti tímabilin á undan og ekki styrkt sig sérstaklega mikið fyrir tímabilið. Hópurinn var minnkaður ef eitthvað er hjá Liverpool fyrir þetta tímabil.
Mögulega hefur enginn notað þessa röksemdafærslu Mourinho þar sem engu liði hefur tekist að gera það sem Liverpool hefur gert í vetur, ekki í EPL.

Mourinho talar bara um lið sem hann hræðist og því fínt að hann tali sem mest um Liverpool. Þetta hefur ekki skilað honum svo ýkja miklu gegn okkur hingað til.

Kristján átti leikskýrslu þennan dag 2007 og nelgdi hana mjög vel í byrjunarliðunum.

Lið Liverpool

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Zenden

Kuyt – Crouch

Bekkur: Padelli, Hyypiä, Alonso, Arbeloa, Gonzalez, Bellamy, Fowler.

Chelsea liðið var svona og það er ekki tilvikjun að þeim var stillt upp svona aftarlega, sama leikaðferð og við sáum bara í Madríd í þessari viku þegar Chelsea mætti ca. þrefallt ódýrara liði og gjörsamlega pakkaði í vörn og fór að tefja nánast frá fyrstu mínútu.

Lið Chelsea

Cech
Ferreira – Terry – Essien – A. Cole
Kalou – Mikel – Makelele – Lampard – J. Cole

Drogba

Þessu dásamlega kvöldi lýsti Mourinho sem því versta á sínum ferli, hann var þá þegar búinn að vera í innanbúðarstríði hjá Chelsea og var hættur í september 2008. Liverpool þurfti ekki að spila leik gegn honum þar til núna í desember í fyrri leik liðanna í deildinni og er óhætt að fullyrða að hans var ekki saknað í millitíðinni.

Þegar mest á reyndi hafði Liverpool lið Benitez jafnan betur og sló Mourinho þrjú ár í röð út í undanúrslitum og tapaði aldrei einvígi í meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa mætt þeim öll árin, en það var alltaf með minnsta mun í gríðarlega spennandi leikjum. Ágætt afrek m.v. hóp hjá Chelsea og hvernig þeim gekk í deildinni á saman tíma.

Árangur hans hjá Chelsea á þessum tíma var engu að síður frábær, skiljanlega enda með rosalegt forskot á leikmannamarkaðnum. Mourinho var árið 2005 yngsti stjórinn til að vinna Úrvalsdeildina, 42 ára gamall. Það met stendur ennþá.

Brendan Rodgers er 41 árs.

2013/14
Mourinho sneri því miður aftur fyrir þetta tímabil, Roman var búinn að taka hringinn á þjálfarahringekjunni sinni og fékk sína fyrstu ást aftur. Forskotið sem hann hefur á leikmannamarkaðnum hefur ekkert breyst gagnvart Liverpool og m.v. hópa sem hann og Rodgers hófu tímabilið með ættu þessi lið ekki að vera í svona harði toppbaráttu.

Eins afskaplega fáránlegt og það nú hljómar tók Mourinho við af Rafa Benitez og fékk lið sem hafði unnið Europa League og endað 14 stigum fyrir ofan Liverpool í deildinni. Við þetta lið hafa komið leikmenn fyrir hátt í 100m og Mourinho stjórnað hverja hann hefur viljað nota og hverja ekki. (hóst Lukaku hóst)

Auðvitað þekkjum við öll þessa sögu en í grunninn varð rígurinn milli Chelsea og Liverpool til með komu Mourinho, framkomu hans og auðvitað endalausra viðureigna þessara liða.

Þá er búið að uppfylla helstu ósk Mourinho, semi bitur pistill nánast eingöngu um hann og hversu vondur hann nú er. Þetta rifjar samt upp fyrir manni afhverju þessi rígur er kominn upp milli Liverpool og Chelsea. Þeir teljast samt enganvegin meðal okkar erkifjenda og að miklu leiti er þessi rígur nú blásinn upp í fjölmiðlum. Á leikdegi á Anfield er Notthingham Forrest ennþá talinn meiri rival klúbbur.

https://www.youtube.com/watch?v=sw1GckuZCOg


Chelsea í dag

Það er ekkert nýtt að Chelsea pakki í vörn þegar þeir þurfa þess í stórleikjum (og vinni þá leiki oftar en ekki). Þeir hafa komist tvisvar í úrslit meistaradeildarinnar án Mourinho og unnu hana á svipaðri taktík og Liverpool spilaði sín bestu ár í þeirri keppni, hvort sem það var hjá Houllier eða Benitez. Mourinho er óþolandi en hann er enginn vitleysingur. Hann þekkir alveg sigurhlutfall sinna manna á heimavelli og því mjög eðlilegt að vilja hætta á það að duga sigur á heimavelli til að komast áfram í evrópukeppninni. Líklega heppnast það hjá honum.

Fyrri leikur liðanna – desember 2013
Rétt eins og þeir eru góðir í því að pakka í vörn getur þetta lið heldur betur sótt líka þegar þeir vilja það og að mínu mati er Chelsea erfiðasta liðið sem Liverpool hefur mætt á þessu tímabili. Þeir reyndar gátu ekki fengið leikinn gegn Liverpool á mikið betri tíma í lokin á jólatörninni, 72 tímum eftir leikinn gegn City á útivelli og það er með hreinum ólíkindum að þeir hafi endað með alla 11 inná.

Lið Liverpool í desember var nánast óbreytt frá leiknum gegn City nema Agger kom inn (í bakvörð) fyrir Cissokho. Bókstaflega ekki hægt að gera aðrar breytingar:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Agger

Lucas – Allen

Sterling – Henderson – Coutinho
Suarez (C)

Á bekknum: Jones, Toure, Alberto, Aspas, Cissokho, Rossiter, Smith – þvílíkur bekkur

Þegar þurfti að brjóta leikinn upp í stöðunni 2-1 kom Brad Smith inná á í fyrsta og eina skiptið á ferlinum fyrir meiddan Joe Allen, Kolo Toure kom inná fyrir meiddan Sakho sem skallað hafði í slá fyrr í leiknum og Aspas kom inná fyrir vitavonlausan og meiddan Glen Johnson.

Það er því kannski ekki alveg hægt að horfa of mikið í þennan leik. Jordan Rossiter 16 ára kom t.a.m. ekkert inná þó hann væri vissulega á bekknum. (Munið þetta nafn samt, það verður meira í umræðunni eftir örfá ár).

Gerrard og Sturridge voru meiddir þarna og eru það reyndar líka fyrir seinni leikinn en verða þó vonandi báðir með.

Lið Chelsea í þessum í desember leik var hinsvegar svona, sjö breytingar frá liðinu sem vann heimaleikinn gegn Swansea þremur dögum áður:

Cech

Ivanovic – Terry – Cahill – Azpilicueta

Luiz – Lampard

Willian – Oscar – Hazard
Eto´o

Á bekknum hjá þeim voru 50m Torres, Ashley Cole, Juan Mata, Mikel, Essien og Schurrle nýkominn á 18m. M.ö.o. þeirra sterkasta lið. Munið að skömmu áður var stjóri Chelsea búinn að tala um hversu gott það væri fyrir Liverpool að þurfa ekki að spila í Evrópukeppnum á þessu tímabili.

Úrslitin á brúnni koma því kannski ekki svo mikið á óvart og hafa ekkert að segja fyrir seinni leikinn. Liverpool átti ekki góðan dag en ofan á allt þetta var Howard Webb dómari í leiknum og eyðilagði hann. Tvisvar átti Suarez að fá augljósa vítaspyrnu, seinna skiptið eftir ótrúlegt brot Eto´o beint fyrir framan Coward Webb sem gerði ekkert. Klárt rautt spjald líka og magnaður skandall hjá Webb. Þeim ævintyralega ofmetna dómara.

Eto´o slapp líka vel þegar hann braut á Henderson fyrr i leiknum, brot sem hann bað Henderson afsökunar á eftir leik.

Oscar kláraði svo leikinn á heiðarlegri tilraun til að fótbrjóta samlanda sinn hjá Liverpool (Lucas) en slapp með það einnig.

Gegn City í leiknum á undan var dómaratríóið í ennþá stærri skandölum þegar mark var tekið af Sterling sem var góðan meter frá því að vera rangstæður. Það gekk því lítið sem ekkert upp hjá okkur þarna undir lok ársins og liðið féll úr fyrsta sæti niður í það fimmta.

Síðan þetta ósanngjarna tap átti sér stað gegn Chelsea hefur Liverpool ekki tapað leik. (7, 9. 13)

Mind games

Áður en við skoðum líklegt byrjunarlið þeirra er rétt að minna á það að Brendan Rodgers var í starfsliði Jose Mourinho í fyrri dvöl hans hjá Chelsea og ber honum afar vel söguna og líkir því við skólagöngu í Harvard að hafa starfað með Jose. Hann þakkar líka Mourinho fyrir fyrsta tækifærið sem hann fékk sem stjóri aðalliðs enda greið leið að fá meðmæli frá Portúgalanum.

Mynd frá independent.co.uk

Rodgers hefur samt aldrei viljað láta líkja sér við Mourinho og er eins og við þekkjum vel verulega ólíkur stjóra Chelsea, líklega er bara ekki hægt að vera mikið ólíkari. Þessir menn eru (ennþá a.m.k.) góðir vinir og það gæti gefið okkur smá forskot að Rodgers er líklega alveg ónæmur fyrir barnalegum aðferðum Motormouth.

Mourinho er ekki farinn út í persónuleg skot á Rodgers en hann er svo sannarlega byrjaður í sínum ævintýralega þreyttu mind games. Breska pressan virðist loksins vera aðeins farinn að sjá það sem stuðningsmenn Liverpool sáu árið 2005 og gagnrýna einstaka sinnum fáránlega framkomu Portúgalans og spinna ekki allt sem hann segir sem ótúrlega snilld (Það hjálpar að Keys og Gray voru sendir til Mið-Austurlanda).

Hann er góður í að gefa leikmönnum sínum frið, sérstaklega þeim sem gera eitthvað heimskulegt því hans taktík er jafnan að gera þá (eða segja) eitthvað ennþá heimskulegra og taka alla athyglina þannig. T.a.m. var tap gegn botnliði Sunderland dómaranum einum að kenna og ástæða þess að tímabilið var ekki að spilast eins vel með Chelsea og þeir hefðu viljað var vegna samhæfðra ákvarðana dómara í allann vetur í leikjum toppliðanna. Hvorki meira né minna.

Brendan Rodgers er með doktorsgráðu í að meðhöndla fjölmiðla, sá besti sem við höfum séð hjá Liverpool nánast síðan Bill Shankly var stjóri liðsins, reyni Mourinho sína þreyttu ræðu á Rodgers vin sinn fyrir þennan leik er bara eitt að segja.

Líklegt byrjunarlið Chelsea

Það breytir því þó ekki að Mourinho er all in í mind games fyrir þennan leik og byrjaði strax, bæði fyrir og eftir leikinn gegn A. Madríd. Ég skal meira að segja gefa honum það að hann er að spila þetta ágætlega enn sem komið er.

Eins og við ræddum í podcasti þarf ansi margt að ganga upp til að Chelsea geti unnið titilinn og því hreinlega spurning hvort þeir fari frekar af öllu afli í þann bikar sem skiptir eigandann meira máli, meistaradeildina. Þar á Chelsea betri möguleika.

Eftir þennan podcast þátt hefur það gerst að Peter Cech og John Terry meiddust, Ramires er kominn í fjögurra leikja bann og bæði Eto´o og Hazard spiluðu ekki í Madríd vegna meiðsla. Það er því ólíklegt að þessir menn verði með og munar nú alveg um minna hjá hvaða liði sem er.

ATH: Hazard og Eto´o eru samt ekkert útilokaðir og þetta kom á twitter strax eftir leikinn í Madríd…og ekki lýgur twitter.

Mourinho sagðist strax eftir leik ætla að spyrja eiganda Chelsea hvort hann mætti nota varaliðið í leiknum gegn Liverpool til að eiga betri möguleika í seinni leiknum. Stuðningsmenn Liverpool sjá auðvitað vel í gegnum þetta og trúa ekki orði, frekar að þetta sé skot á FA sem hafa ekki viljað færa deildarleikina á Englandi þannig að Chelsea eigi meiri möguleika í báðum keppnum (fair krafa). A. Madríd sem er með minni hóp og í mun meiri séns í deildinni á líka leik á sunnudeginum btw. og þarf að ferðast til Englands eftir það, öfugt við Chelsea.

Vandamálið er að varalið Chelsea er fjandi gott og kostar líklega litlu minna en lið Liverpool. Auðvitað kallast þetta ekki varalið, en vissulega meira af fringe leikmönnum. Svona gæti þetta t.a.m. verið (tek enga ábyrgð á þessum kostnaðartölum).

Byrjunarlið Chelsea held ég að verði samt eitthvað nær þessu:
cfc

Schwarzer er góður markmaður og hefur oft verið góður gegn Liverpool en 41 árs held ég að hann sé töluverð veiking frá Peter Cech og mig grunar að Mourinho leggi upp með að verja hann svipað og í útileiknum í Madríd.

Fyrsta verk verður að halda stiginu sem Chelsea byrjar leikinn með. Ég trúi ekki í eina mínútu að hann verði með einhver börn í vörninni og tippa því á að Ivanovic komi úr banni og beint inn fyrir Terry. Bakverðirnir verði þá sömu og í evrópuleiknum. Cahill er alltaf að fara spila þennan leik.

Mikel er í banni í Evrópu og Matic ekki með leikheimild. Þeir eru því sjálfkjörnir nema Mourinho treysti frekar Luiz en Mikel. Frank Lampard er einnig í banni í seinni leiknum í Evrópu og því líklegur til að byrja þennan leik frekar en Oscar sem þó er líklegur líka.

Schurrle og Salah eru stórhættulegir, gefa Chelsea gríðarlega ógn í skyndisóknum ætli Liverpool að sækja af fullum þunga á Chelsea. Willian virðist líka vera með öllu þyndarlaus og því alls ekkert útilokað að hann verði með í þessum leik líka. Hann verður a.m.k. mjög gott vopn á bekknum.

Frammi er svo líkamlega sterkur leikmaður sem getur haldið boltanum og eins mjög markheppinn þegar sá gallinn er á honum. Undarlegt í raun hversu lítið hann hefur fengið að spila. Torres spilaði 90.mínútur aleinn á Spáni og því líklega hvíldur í þessum leik og Eto´o var ekki með vegna meiðsla. Ekkert útilokað að hann spili samt.

Þetta lið (byrjunarlið plús væntanlegur bekkur) yrði í efri hluta deildarinnar og líklega topp 4. Chelsea er ekki að fara gefa okkur nokkurn skapaðan hlut og verða svipað óþolandi og erfiðir og West Ham var og Crystal Palace verður.

Gárungarnir hafa meira að segja velt fyrir sér hvort logoinu verði breytt fyrir næsta tímabil.

Vonandi vinnur leikjaálagið á þeim upp á móti stressi okkar manna.


Liverpool

This is it. Það er erfitt að gera miklar kröfur á lið sem hefur unnið 11 leiki í röð en þegar svona stutt er eftir af mótinu skiptir engu máli hvað gerst hefur á leiðinni hingað sem við erum komin, Liverpool er þremur leikjum frá titlinum, tveir þeirra eru á heimavelli og við megum a.m.k. við einu jafntefli.

Eftirvæntingin fyrir þennan leik er eins og fyrir leikinn gegn City x 3. Móttökurnar á Anfield toppa líklega þær móttökur sem liðið hefur fengið fyrir fyrir síðustu tvo heimaleiki og vonandi ná leikmenn liðsins að nýta sér meðbyrinn frá heimavellinum. Fyrir leikinn gegn City var talað um úrsitaleik sem mér fannst full mikið af því góða enda nóg eftir af mótinu. Sá leikur skar hinsvegar úr um það hvort við ætluðum að vera með til enda eða ekki. Við erum með.

Þessi leikur getur farið ansi langt með að landa þessu. Sigur og Chelsea er úr leik og City má ekki við því að misstíga sig. Jafntefli og þetta er ennþá í okkar höndum en sigur er þá must gegn bæði Palace og Newcastle. Tap og við erum að tala um heimsendi.

Aðeins fjögur lið hafa unnið Liverpool á þessu tímabili, ekkert þeirra hefur gert það tvisvar en Chelsea er eina liðið sem á ennþá möguleika á því.

Liverpool hefur öllum af óvörum verið betra en Chelsea á þessu tímabili, spilað mikið skemmtilegri fótbolta, unnið mun meira sannfærandi sigra og hefur allt momentum með sér. M.ö.o. úrvalsaðstæður fyrir Jose Mourinho. Ofan á það er Liverpool lið sem leggur upp með að sækja á andstæðinginn og það stressar mig fyrir þennan leik. Það að ég sé stressaður fyrir stóru leikina hefur vanalega verið gott mál hingað til á þessu tímabili.

Svona er stðan hjá liðunum sem skipa topp 7 sætin í deildinni.

Útileikirnir voru okkur erfiðir í byrjun mótsins og jólatörnin hefur mikið að segja þarna. Höfum þó í huga að Chelsea hafa bara tapað einum leik gegn toppliðunum og það var úti gegn City gegn Everton…í Liverpool borg.

Það er helst þrennt sem hræðir mig fyrir þennan leik.
1. Spennustigið.
Hingað til hefur þetta verið ljómandi gott og úrslitin fallið með okkur. Þrátt fyrir mjög nauma sigra gegn t.d. Norwich og City voru mörg færi í leikjunum sem fóru úrskeiðis hefðu getað gert þetta enn þægilegra. Nánast alltaf er tölfræðin okkur í vil. En það er ljóst að stressið er farið að segja til sín og liðið er ekkert að rústa leikjum eins og það vara að gera á köflum fyrr í vetur.

Myndir frá æfingu gefa líka til kynna að stressið er alveg að fara með menn

2. Taktík Chelsea.
Ultra vörn með stórhættulega menn í skyndisóknir og lið sem sérhæfir sig í föstum leikatriðum hræðir mig töluvert fyrir þennan leik. Hugarfar og ástand leikmanna Chelsea er aftur á móti spurning fyrir þennan leik. Ef þeir breyta liðinu mikið gefur það okkur forskot enda að rúlla á svipuðum hóp nokkuð marga leiki í röð núna.

3. Dómarinn.
Chelsea er dirty lið þegar kemur að því að hafa áhrif á dómarann, Mourinho er með meirapróf í þessu og er allra verstur sjálfur. Hann er með 8.000 punda sekt á höfðinu og ákæru ofan á það eftir síðasta deildarleik. Aðstoðarþjálfarinn hans snappaði á dómarann í síðasta leik og gæti átt yfir höfði sér þyngri refsingu. Þetta í leik þar sem helstu mistök dómarans voru að reka ekki nautheimskan leikmann Chelsea útaf fyrir að kýla andstæðinginn. Leikmann sem búið er að dæma í leikbann fyrir það.

Howard Webb féll eftirminnilega á prófinu í fyrri leik liðanna og ég man ekki til þess að hann hafi fengið stóran leik síðan. Liverpool átti að fá tvö víti, afar glæpsamlega augljóst og Lucas var heppinn að meiðast ekki mjög illa eftir tveggjafóta tæklingu. Martin Atkinson er dómari í þessum leik og má búst við erfiðum degi. Hann má ekki vera jafn lélegur og Webb var.

(4. Ivanovic)
Sem aukapunkt hef ég svo áhyggjur af því að Ivanovic kemur aftur í liðið, Suarez finnst hann afar gómsætur.


Líklegt byrjunarlið Liverpool.

Blessunarlega er ekki eins erfitt að spá fyrir um byrjunarlið Liverpool. 4-2-3-1 kerfi Chelsea gæti hentað okkur illa ef við horfum í það að bæði Norwich og Man City náðu að komast inn í leikinn gegn okkur þegar þau skiptu í það kerfi. Rodgers var í bæði skiptin mjög seinn að bregðast við.

Það þarf samt ekkert að hafa mörg orð um okkar lið, eina spurningin er hvort Lucas, Coutinho eða Allen byrji þennan leik á bekknum (ef við gefum okkur að Daniel Sturridge sé heill). Ég tippa á að það verði Lucas sem fái að víkja, fullkomlega án sannfæringar, hann tapaði bara í úllen dúllen doff.

lfc

Hugrekki er ekki vandamál hjá Brendan Rodgers og þetta byrjunarlið væri merki um það. Sókn og lagt upp með að keyra á gestina. Mögulega er ég að lesa mjög rangt í þetta og það að Lucas hafi spilað 90.mínútur um daginn hafi verið vísbending. Eins útiloka ég ekkert Daniel Agger frá byrjunarliðinu þó mér finnist hann ólíklegur.

Mignolet hefur verið mikið til umræðu hérna undanfarið og skiptar skoðanir um hann. Hann er að leka allt of mikið af mörkum inn og hefur nokkra augljósa galla. En gleymum alls ekki að hann á líka nokkuð margar magnaðar markvörslur á þessu tímabili sem hafa skilað okkur stigum. Mun meira en Reina var að gera undanfarin ár, eða er að gera á þessu tímabili. Síðast bara gegn Norwich í stöðunni 3-2.

Það segir kannski allt sem segja þarf um Flanagan að hann er ekki til í þessu EPL Index kerfi sem ég nota til að stilla upp byrjunarliði, ég þarf alltaf að rifja upp númerið hans og bæta honum við. Ferðalag hans í vetur hefur verið ótrúlegt. Vonandi hefur hann pláss í vasanum fyrir enn einn gæða kantmanninn.

Furðulega við þetta alltsaman er að maður hefur meiri áhyggjur af frænda hans hinumegin, þessum sem hefur unnið titilinn áður og verið í þessum bransa í rúmlega áratug. Glen Johnson er gríðarlega misjafn leikmaður og maður veltir fyrir sér hvernig pressan fer í hann. Næstu þrjá leiki þarf hann að vera upp á sitt besta. Sóknarlega gegn liðum sem geta varist eins og Chelsea er hann lykilmaður.

Það heillar mig ekkert hvað Liverpool lekur mörgum mörkum inn, þó að liðið skori eins og það gerir er áhyggjuefni að fá svona oft á sig tvö mörk eða meira og maður horfir á miðverðina hvað þetta varðar. Núna höfum við fengið á okkur tvö mörk tvo leiki í röð en spilum við lið sem fær ekki á sig þrjú mörk. Þeir þurfa því að stíga upp núna. Chelsea hafa fengið helmingi færri mörk á sig á þessu tímabili heldur en Liverpool.

Vörninni til varnar má auðvitað ekki gleyma að stórhluti meiðslavandræða okkar í vetur hefur verið í vörninni.

Já og talandi um stærð hópanna þá hefur Mourinho þurft að eiga við töluvert minni meiðslavandræði í vetur en Brendan Rodgers.

Gerrard er búinn að taka stöðuna af Lucas það er ljóst. Gegn Norwich virtust þeir leiðinlega mikið vera að spila sömu stöðuna og liðið lá fyrir vikið allt of aftarlega. Því tippa ég á að Rodgers leggi upp með að spila ofar á vellinum og hafi Allen og Coutinho frekar saman.

Allen var mjög öflugur gegn Norwich og vann gríðarlega vel í byrjun leiks. Það dró reyndar mjög af honum þegar leið á og ljóst að hann hefur alls ekki kraftinn sem Henderson býr yfir og gegn Norwich var Henderson sárt saknað. Coutinho er mjög misjafn leikmaður, hann lokaði leiknum gegn City og virðist stundum betri á Anfield en útivelli. Ef það á að opna þétta miðju þá vel ég hann alltaf frekar en Lucas.

Okkur vantaði Sturridge gegn Norwich og ég vona að hann sé klár beint í byrjunarliðið. Sterling hefur verið okkar besti maður undanfarið sem reyndar lýsir þessu kolklikkaða tímabili nánast fulllokmlega. Með þeim frammi er svo besti leikmaðurinn í þessari deild og sá sem ég horfi helst til að skera úr um þennan leik.

Með Suarez í okkar liði eigum við alltaf séns. Eins og hlutirnir hafa þróast fyrir þennan leik flokkast þetta sem góður séns. Suarez er núna búinn að skora 30 mörk í deildinni, ekki eitt þeirra úr víti og hann spilaði ekki fyrstu fimm leikina. Ofan á það er hann með 12 stoðsendingar, guð má vita hversu mörg skot í tréverkið (af þessum 26 sem hafa farið í það á tímabilinu). Sturridge er með 20 mörk í deild og 23 í öllum keppnum. Hann klúðraði vítinu sem hann fékk að taka. Sterling er með 9 mörk og Skrtel með 7 mörk (og 4 sjálfsmörk). Gerrard er með 12 mörk ef ég man rétt.

Liðið allt er komið með 96 mörk, af síðustu 46 hefur Suarez “bara” skorað 8 mörk. Þannig að ef eitthvað lið getur brotið varnarmúr Chelsea á bak aftur þá er það vonandi Liverpool. Hinn möguleikinn er að Chelsea komi til að spila alvöru fótbolta og mæti framar á völlinn. Þá gætum við átt í vændum ansi áhugaverðan leik.


Spá:

Það fer eftir því hvað klukkan er (talið í sekúndum) hvort ég berji mér á brjósti og hafi fulla trú á að okkar menn taki þetta sannfærandi eða geti ekki sofið fyrir stressi um að þetta fari illa.

Þetta hefur spilast með okkur undanfarið og stemmingin er algjörlega með okkur, liðið okkar er frábært og á heimavelli. Chelsea er upptekið í öðrum keppnum en hefur mjög góðan hóp og hefur engu að tapa í þessum leik. Þetta er einfaldlega dauðafæri og með Gerrard fremstan í flokki neita ég að trúa öðru en að þetta hafist, en guð minn góður hvað þetta verður erfitt.

Segi líkt og í Podcast þætti 1-0 og það verður Suarez sem skorar. Það er kominn tími á hreint lak hjá vörninni.

143 Comments

 1. Upphitun óvenju snemma á ferðinni. Það skiptir engu þó búið sé að tilkynna stækkun á vellinum eða að Liverpool sé komið aftur í meistaradeildina. Leikurinn á sunnudaginn er það eina sem skiptir máli eins og er og lítið annað kemst að.

  Hafði þetta því monster upphitun og set strax í loftið.

 2. Ég sem hélt það væri ekki hægt að vera stressaðri en fyrir city leiknum!!

 3. Ég held að ómennið hann Móri hafi náð nýjum hæðum í hræsni í aðdraganda þessa leiks! Eina sem ég les útúr þessu væli hans er að hann er skíthræddur við að mæta með sitt sterkasta lið og vera flengdur af besta liði Englands þessa daganna 🙂

 4. Takk fyrir þetta Babú – Snilldar upphitun og ekki til að minnka í manni stressið fyrir leikinn.
  Spái 2-1 í hjartastoppandi leik sem fer langt með að ganga af manni dauðum.

  KOMA SVO LIVERPOOL – WERE GONNA WIN THE LEAGUE!!!
  YNWA

 5. Takk kærlega fyrir þessa frábæru upphitun. Það sem er mér efst í huga er þessi 20 mín kafli Chelsea á móti okkur síðast eftir að við skoruðum markið. Eg hef ekki séð þá betri í vetur, hvorki fyrr né síðar. Aftur á móti hef ég séð ansi marga leiki hjá þeim bæði fyrir og eftir þann leik sem festu þá algjörlega í sessi sem eitthvað leiðinlegasta lið deildarinnar. Eg vona að það verði liðið sem mæti á sunnudaginn.

 6. Ég get ekki enn sagt að þetta sé góð upphitun, hef ekki lesið enn sem komið er, en mér finnst stórkostlegt hvað hún er ítarleg og löng. Ég skrollaði bara niður og sá lengdina, get nú hlakkað til. Takk.

 7. Meiriháttar upphitun – takk!

  Því lengra sem ég las inn í pistilinn, því hraðar fór hjartað að slá! Djöfull er maður orðinn spenntur, já og ögn stressaður. Nei annars, ég er að deyja úr stressi en mikið hlakka ég til.

  2-1 fyrir okkur, degi eftir að City misstígur sig gegn Palace og titillinn er svo gott sem okkar.

  KOMA SVO!

 8. Mourinho?
  Er hann ekki bara upphafinn og tanaður Pulis með fullar hendur fjár?

 9. #7

  City spilar ekki leik sinn við Crystal Palace fyrr en eftir Liv. – Che. leikinn.

 10. Frábær upphitun!

  Eftir helgina:
  – Ef við vinnum þá þurfum við í besta falli 1 stig til að sigra deildina, í versta falli 4.
  – Ef við gerum jafntefli þá þurfum við í besta falli 3 stig til að sigra deildina, í versta falli 6.
  – Ef við töpum þurfum við í besta falli í besta falli 4 stig, í versta falli þarf city 9 stig.
  Aðeins 1 af 9 mögulegum útkomum úr City & LFC leikjunum veldur því að titillinn sé ekki lengur í okkar höndum, engin setur þetta í hendurnar á Chelsea.

  Nú er ég ekki á því að titillinn sé eitthvað öruggur, langt því frá og geri eiginlega ráð fyrir að City vinni rest hjá sér – sérstaklega ef við misstígum okkur eitthvað. Ég er hinsvegar 100% viss um að Chelsea vinni þessa deild ekki og ég held að Mourinho sé það líka.

  Áður en að Mourinho sagði þetta með “veika liðið” í fjölmiðlum var ég handviss um að hann kæmi með þetta veika lið. Ekki svo viss núna því þetta er bara eitthvað svo mikill skíthæll. Ég held samt að Liverpool menn vonist allir eftir að sjá þetta varalið og sérstaklega þegar kemur að vörninni – telja það jafnvel ágætlega líklegt – en bara því þetta er Mourinho þá virðast allir að taka þann pól að láta sko ekki blekkjast af þessum manni. Mourinho má alveg blekkja mig, nokkuð sama – svo lengi sem hann blekkir ekki Brendan og leikmenn liðsins. Þeir eiga að undirbúa öll scenario.

  Margir að benda á breiddina hjá Chelsea sem er vissulega góð en í vörn og marki er hún alveg skelfileg. Veit ekki einu sinni hvað þeir menn heita sem eru backup þar. Kæmi mér í raun ekkert á óvart að sjá þessa nafnlausu menn stillta upp á Anfield, jafnvel að Mourinho myndi ekki einu sinni mæta sjálfur. Kæmi mér heldur ekkert á óvart ef sterkasta liðið mætti… og allt þarna á milli. Jafnvel að Cech væri í byrjunarliðinu og þessi meiðsli hafi verið eitt stórt leikrit skrifað af Mourinho – svo lítið álit hef ég á þeim manni. Mér er líka bara almennt alveg sama hvað þessi maður segir. Ég vil bara að Liverpool verði klárt í það sem framundan er og sé ekkert að spá í honum, leyfi honum bara að fá þá athygli sem hann svo virkilega þráir og tali svo bara á vellinum.

  Eitt er nokkuð víst, þetta verður ekki skemmtilegur leikur. Hverjir sem spila, munu þeir spila einhvern hundleiðinlegan steinaldarbolta. Ef Mourinho væri enn með séns á deildinni myndi hann leggja upp með að meiða sem flesta – fengum smá sýnishorn af því í fyrri leiknum. Hann mun reyna að hafa áhrif á dómarann sem og allir leikmenn liðsins og hafa þeir ansi gott record hjá Atkinson.

  Hvað þessa hefðbundu Chelsea vörn varðar, þá eru vissulega góðir leikmenn þar en mér finnst þetta blásið fáranlega upp. Ég hugsa að engin vörn í deildinni fái sömu vernd og þessi. Ég man alveg hvernig Terry var undir öðrum stjórum sem vildi fleira en 1 skot í leik. Þegar vörninni var ýtt aðeins upp leit hann út eins og Zat Knight. Ég hugsa að okkar miðverðir væru alveg með sambærilegt record í Chelsea liðinu – allavega Skrtel/Sakho.

  Sammála uppstillingunni. Ætla að spá 1-0 ef cfc vörnin er hefðbundin og mun Suarez skora úr aukaspyrnu. Ef þeir nota einhverja unglinga í vörn munum við taka þetta 3-0.

 11. Takk fyrir þessa upphitun, það eru forréttindi að vera liverpool stuðningsmaður á Íslandi.

 12. Góð lesning um það eina sem kemst fyrir í hausnum á manni þessa dagana.
  margir skemmtilegir púnktar sem maður var búinn að gleyma komu þarna framm.

  Þessi leikur er að virka á mína andlegu hlið eins og eitthvað ógeðslegt sem mig langar að klára strax og vera búinn með það.
  samt er þetta fótboltaleikur og mér finnst ekki leiðinlegt að horfa á svoleiðis.

  En það er nú samt þannig að ætti ég að velja 7 sætið á þessum tímapúnkti eða þennan leik þá væri valið alltaf auðvelt!
  Sjálfsögðu vill maður sjá Liverpool spila svona leiki

  Ég spái eitthverjum rússibana Liverpool skorar fyrir fyrstu 20Mín
  Chelsea jafnar 38-45mín Og Liverpool skorar svo 75-90mín og stressið eftir það mark og að landa þessum 3stigum mun gera mann brjálaðan……..
  2-1 sigur.

  hérna er svo gæsahúð allaleið!
  Brendan Rodgers er svo mikill meistari!!!

  Brendan Rodgers – A Year Later – Liverpool 2013/2014
  https://www.youtube.com/watch?v=mL43NpXt-Fc

  Brendan Rodgers – A Year Later Part ll – Liverpool 2013/14
  https://www.youtube.com/watch?v=O4uAcVVDfLw

 13. Frábær upphitun. Gott að rifja það upp af hverju maður hefur aldrei þolað Mourinho. Annars var útileikurinn sem Chelsea tapaði gegn Everton, ekki gegn City.

  Innskot Babu: Takk búinn að laga

 14. ÞVÍLÍK upphitun…..
  annars er ég svo stressaður að ég veit ekkert hvað ég á að skrifa :/
  Gleðilegt sumar.

 15. að spila á móti kerfin 6 3 1 sinsog við gerum sennilega á sunnudag er ekki auðvelt en vonandi komum við inn marki snemma til að fá þá framar á völlinn, það gæti opnað möguleika á nokkrum mörkum hjá snöggum framherjum okkar, en ég óttast að leikurinn verði í járnum lengi.

 16. Sæl og blessuð.

  Það er fúlltæmdjobb að vera Púllari á þessum síðustu og bestu. Það er ekki nóg að engjast vikulangt á milli leikja, heldur þarf að rýna í leiki og leikkerfi og, það allra erfiðasta, spá í framtíðina.

  Ég deili með ykkur vísu Hannesar Hafstein sem lýsir vel mændsettinu hjá BR og okkar mönnum:

  Á léttum lærdómshesti
  ég legg í prófsins hyl
  Þó allt mig annað bresti
  ég eitt á samt, ég vil

  Með lítið lærdómsnesti
  í léttum viskumal
  þá er þar bitinn besti
  sá bitinn er, ég skal.

  3-2

 17. Frábært!
  Vörnin okkar lekur vissulega mörkum – en tekur virkan þátt í sókninni (totaal voetbal) !

 18. Ég er sammála að það eru forréttindi að fá að vera LIverpool aðdáandi. Hafa svona flotta síðu sem sameinar okkur sem heild og við getum tjáð okkar skoðaðir, um liðið okkur. Höldum áfram að standa saman og styðja liðið okkar hvernig sem fer. YNWA

 19. það sem menn mega ekki gera er að keyra sig of fljót út eins og gerðist i city leiknum

 20. takk fyrir stórkostlega upphitun..

  eg veit ekki einu sinni hvort eg se a jakvæðu eða neikvæðu hliðinni fyrir þennan leik..

  upp i mer er komin einhver ny tilfinning sem eg kýs að kalla ógleðisspennukvíðatilhlökkunar tilfinning.. eg er hættur að geta hugsað, hausinn a mer er fucked af tilhlökkunnar spennu kvíða ógleðistilfinningunni ..

  það kemst nkl ekkert að hja mer en hugsanir um titllinn, leikinn a sunnudag, leikina sem við eigum eftir, leikina sem city a eftir og blablabla .. eg reiknaði það ut u kvöld að ef city gerir 2 jafntefli og vinnur 2 af sinum 4 sem þeir eiga eftir þa enda þeir með 82 stig og þa nægjir okkar mönnum að vinna einn af þessum þrem leikjum og tæknilega mega þa tapa 2 af þessum 3..

  eg er svoo stressaður fyrir þennan leik a sunnudag að það er ekki hægt að lýsa því, kvíðahnúturinn i maganum hefur ALDREI verið stærri og hann a bara eftir að stækka fram að leik.. eg get ekki skrifað meira nuna eda hugsað meira um þessa hluti i kvold þvi hausinn a mer er akkurat nuna a þeirri leið að segja mer að þetta klikki eitthvað a sunnudaginn. ætla REYNA að sofna núna og svo þegar nær dregur leik þa a maður eftir að koma með spá 🙂 ..

  ps ef einhverjir herna hafa goðar hugmyndir um það hvernig er hægt að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað en það sem er i gangi hja Liverpool þa mega þeir vinsamlegast segja mer hvernig það er gert 😉 ..

 21. Elska að lesa upphitanirnar fyrir hvern einasta leik á þessari síðu.

  Maður er strax orðinn spenntur fyrir næstu og þvílíkt sem þær gera mann spenntann.

  Þetta verður hörku leikur sama hvort hann stilli upp sínu sterkasta liði eða ekki.

  Held að stemmingin í Liverpool hópnum sé bara svo gífurleg að þeir eigi eftir að klára þetta frekar örugglega.

  Make us dream
  YNWA

  ps. ætli maður verði ekki að fara að kaupa sér treyju og tileinka henni Gerrard eða Suarez fyrir þetta fáránlega tímabil hjá þeim báðum!

 22. ég ætla að tippa á 2-1 fyrir liverpool. sturridge og gerrard skora mörkin

 23. Takk fyrir frábæra upphitun, gaman að sjá af hverju maður þarf að hata Mourinho og maður er alltaf að átta sig betur og betur á því að það er kraftaverk að Liverpool er í topp 4.

  Ég er sammála þér í einu og öllu Babu. Uppstillingin sem þú setur upp er sú langbesta sem Liverpool getur stillt upp á sunnudaginn í fjarveru Henderson.

  Ég er svo stressaður fyrir þessum leik að ég held að ég sé að fara að falla á þessum lokaprófum, sem eru á versta tíma, þriðjudag og miðvikudag eftir leikinn. Ekki séns að halda einbeitingu við lærdóm, maður er strax kominn á einhverja af þessum 20 síðum sem maður er búinn að grafa upp til að fylgjast með öllu sem er í gangi hjá báðum liðum.

  Ég er búinn að reyna oft að búa til mynd í hausnum á mér af Gerrard með bikarinn í höndunum, mér tekst það bara alls ekki, annaðhvort er það of óraunverulegt eða ég bara ekki með þetta hugmyndaflug.

  MAKE US DREAM!

  FORZA LIVERPOOL!

 24. Babu ! ! Váá 🙂 sakna þess bara að þú sért ekki með smá fróðleik um chelsea borg í þessari bestu upphitun sem ég hef lesið hingað til, og af nógu er að taka !

  Ég spái þessu 2-1 fyrir okkur og móri fer að skæla eftir leik.

 25. Svo var ég að hugsa; Hefur Mourinho EINHVERNTÍMANN tekið mann upp í aðalliðið í gegnum akademíuna? Kann þessi stjóri að nýta sér akademíur?

 26. Viðar, ég komst að því að það er í raun ekki hægt að losna við þessa ógleðisspennukvíðatilhlökkunar tilfinningu, það eina sem hjálpar mér er að lesa bara meira um þenna leik og finna allt sem tengist liverpool liðinu gamalt og nýtt.

  Ég er meira að segja farin að stilla upp liðinu í huganum fyrir svefninn, bara til að losna við stressið. Veit ekki af hverju en það hjálpar.

  En að leiknum, ég neita að trúa því að stjóri liðs, sem verður að viðurkennast, er eitt af þeim stærri í heiminum í dag, ætli að gefast upp á titlinum þegar munurinn er svona lítill. Sigur í þessum leik og munurinn er 2 stig á þeim og okkur og city ( gefið að þeir vinni líka).

  Held að hann mæti með sterkt lið á völlinn og sæki stíft. Jafnteli gerir ekki neitt fyrir þá en sigur opnar allt. Það er líka það sem henntar okkur mun betur, Coutinho gengur á lagið og leggur upp 4 mörk. Valtar þar með yfir keppninautana sína Villain og Oscar og fer á HM.

  Sterling heldur áfram að brillera skorar 3 og fer líka á HM.

  En við lekum því miður inn 2 mörkum, 4-2 Gerard skorar úr víti, Terry spilar þrátt fyrir allt bullið og fær rautt fyrir brot á Suarez.

 27. Guð er alveg sama hver skorar fyrir Chelseal og hafi ekkert fyrir að segja mér það

 28. Þrjár sprengjur:

  – Liverpool vinnur Chelsea 3-0 örugglega (Suarez, Gerrard, Skrtel)

  – Man. city tapar fyrir Crystal palace og það verður formsatriði fyrir Liverpool að landa titlinum

  – þegar ljóst verður að Chelsea kemst ekki í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og að liðið verður ekki Englandsmeistari, kemur stórfréttin um að Mourinho tekur við manutd. Þá verður allt brjálað í “Chelsea-borg”, og plastfánagengið mun hata þann portúgalska út í það óendanlega.

 29. Það eru ekki nema 6 vikur síðan mér var bent á þessa síðu og hef ég nánast komið hingað daglega síðan þá.

  Fyrir mann eins og mig sem hefur verið Liverpool-stuðningsmaður frá ég man fyrst eftir að hafa séð risastóran grænan flöt og bolta fara eftir honum sjónvarpsskjánum þá hefur þetta tímabil verið ákaflega skemmtilegt, jafnvel upplífgandi.

  Ég tel mig ekki vera jafn blóðheitan stuðningsmann og margir hérna en þó hefur þetta tímabil orðið til þess að ég:

  -Kíki á kop.is nánast daglega
  -Keypti mér loksins alvöru Liverpool-treyju eftir áralangar bollaleggingar
  -Fékk mér áskrift af Sport 2 rétt fyrir Norwich-leikinn (Guð blessi 365 fyrir að hafa þjónustuverið sitt opið á páskadagsmorgun)
  -Dælt endalaust af myndum á Facebook og Instagram af flottum fyrirsögnum úr Mogganum af gengi Liverpool

  Þetta hefur verið ákaflega gleðilegur tími undanfarið og fréttirnar af breytingum á Anfield undirstrika aðeins hversu frábær þessi klúbbur er. Það á að stækka völlinn, þar sem hjartað slær, ekki rífa og byggja nýtt.

  Að því sögðu þá er mikilvægasti leikurinn hingað til á sunnudaginn. Miðað við stígandann að unfanförnu þá erum við að fara að senda Mourinho öfugan tilbaka, one way ticket to London.

  Haldið áfram með þessa pistla, upphitanir, greiningar og allt það frábæra sem þið eruð skrifa. Það verður til þess að aftursætisstuðningsmenn eins og ég leita fram í framsætið.

  YNWA!

 30. Jahérna hér! Thetta verdur eitthvad… Mikid undir fyrir baedi lid, ef Chelsea tapar tha detta their úr titilbaráttu, ef Liverpool tapar tha thurfa their ad treysta á ad City tapi stigum.Eg mönnum fannst City leikurinn stór tha er ekki ord sem lýsir thessum! Byrjum á útilidinu.

  Chelsea

  Chelsea hefur verid svolitid upp og nidur. Tap á móti lidum eins og Aston Villa og Sunderland hafa gert theim erfitt fyrir. Thad er baedi gott og slaemt ad their hafi tapad sidustu helgi. Gott ad thvi leytinu til ad their eru fleiri stigum a eftir Liverpool en slaemt ad tvi leytinu til ad their eru ekki gjarnir a thad ad tapa tvisvar i röd og aetla ad gera allt sem i theirra valdi stendur til thess ad koma i veg fyrir thad. Thad er klárt mál ad their munu koma dýrvitlausir inn í thennan leik og ekkert gefid eftir. Á moti kemur ad their eiga leik á thridjudegi fyrir leik og midvikudegi eftir leik sem kemur til med ad hjálpa Liverpool mönnum, flugthreyta og tilheyrandi mun vonandi sitja adeins i mönnum. Og midad vid hvernig fyrri leikur Chelsea og Atletico Madrid ( 0-0 ) tha myndi eg halda ad Mourinho telji seinni undanurslitaleikinn mikilvaegari. Svona Stilli ég upp Chelsea lidinu a sunnudaginn kemur.

  Schwarzer

  Azpilicueta – Luiz – Cahill – Cole

  Matic

  Ramires – Oscar

  Hazard Schurrle

  Eto’o

  Tharna geri eg rad fyrir ad Ramires verdi ekki i leikbanni annars kaemi Obi Mikel inn og einnig ad Eto’o og Hazard verdi heilir ( Torres og Willian myndu koma inn ). Thad er klart ad thad verdur ad passa Hazard tharna en ekki ma einblina a einn leikmann i theirra lidi thar sem their eru med svakalegt lid i alla stadi. Eg geri rad fyrir ad Nemanja Matic verdi i thvi hlutverki ad loka 100% a Suarez allan leikinn. Veikir hlekkir Chelsea lidsins er erfitt ad sja en i ljosi thess ad baedi Terry og Chech eru badir meiddir og verda 100% ekki med tha er klart ad Veikasti hlekkur theirra er Markmannsstadan og Midverdir ( kanski ekki Cahill ). Eg geri rad fyrir ad thad verdi sott meira David Luiz meginn thar sem hann er baedi slakari varnamadur og er gjarnari a ad brjota klaufalega af ser. Eg tel ad Liverpool muni pressa tha hatt a vellinum thar sem thad verdur einhver threyta i mönnum og their vilja passa sig adeins fyrir seinni leikinn i meistaradeildinni. Og su stadreynd ad Chech og Terry eru ekki med verdur mikil blodtaka fyrir lidid.

  En nóg um Chelsea!

  Liverpool

  Liverpool hefur unnid ellefu leiki i röd og skorad 96 mörk a thessu timabili! Ekki enn tapad leik arid 2014 og hafa thetta i hendi ser. Sma vesen a hópnum thar sem Sturridge er taepur ( geri engu ad sidur rad fyrir ad hann nai thessum leik ), Gerrard ad glima vid eymsli i hael ( ekki sens ad hann se ad fara ad missa af thessum leik samt ), Henderson í banni og audvitad Jose Enrique meiddur og Moses ma ekki spila gegn Chelsea. Thad sást örlitid a köflum i leiknum a moti Norwich ad menn eru örlitid stressadir og vita of vel hvad er undir en eg held ad Rodgers taki a thvi med hjalp fra Steve Peter ( salfraedingur ) og sja um thad.

  Svona stilli eg upp Liverpool lidinu fyrir leikinn :

  Mignolet

  Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan

  Sterling – Gerrard – Allen – Coutinho

  Suarez – Sturridge

  Eg tel ad Rodgers muni stilla upp alveg eins og a moti City fyrir utan Allen sem kemur inn fyrir Henderson sem er i banni. í Norwich leiknum tok madur alveg eftir thvi ad thad vantadi Hendo thar sem thad vantadi hlaupin sem hann tekur nidur til ad losa pressu og thessi Box to Box hlaup sem midjan graedir svo thvilikt a. En eg tel ad Rodgers hafi tekid eftir thvi lika og ad Allen komi til med ad leysa thad hlutverk med stakri Prydi. Liverpool lidid hefur ad minu mati ekki marga veika hlekki tho svo ad adrid sem eg hef raett vid telji Mignolet veikan hlekk.

  Eg tel ad Chelsea komi til med ad reyna saekja meira upp vinstra meginn a Flanagan eins og öll önnur lida byrja á, en thad mun eitthvad breytast thegar their atta sig a thvi ad Flanno verdur med tha i vasanum eins og fyrr um daginn.

  Mín spá fyrir thennan leik er 2-1 sigur okkar manna og thar med tryggjum vid thad ad vid förum ekki nedar en annad saetid! Vid aetlum okkur thetta fyrsta saeti og taka thessu dolla og thetta er staersta skrefid i att ad thvi!!!

  Make us dream!! YNWA!

  – Johann Karl Ásgeirsson

  P.s. Thar sem eg er busettur i svithjod eins og er tha get eg ekki skrifad islenska stafi.

 31. Schwarzer
  Ake – Ivanovic – Cahill – Cole
  Mikel – Van ginkel
  Salah – Lampard – Schurrle
  Ba
  Svona tel eg byrjunalid chelsea.. ekki eins og stendur ad ofan

 32. Ég á að dæma Pro bardaga í Svíþjóð á Laugardagskvöldið.

  Stóra verkefnið mitt verður að ná þessum helv… sunnudags leik útúr toppstykkinu á mér. Þetta virðist vera farið að ná frekar djúpt inn.

  Ábyrgð LFC er mikil, spurning hvort þeir muni koma með einhverskonar úrræði fyrir stuðningsmenn sem hafa nánast kastað lífi sínu á glæ á þessum síðustu vikum.

  Það er eins gott að þeir taki þennan leik drengirnir. YNWA.

 33. 5-0 fyrir Liverpool. Blitzkrieg fótbolti Liverpool fyrstu 25-30 mínúturnar mun sjá til þess að Chelsea fær á baukinn.

 34. Helgi # 31; sé að þú er alveg með þetta, af hverju stofnar þú ekki þína eigin síðu með þínar pælingar.
  Þú hlýtur að rúlla upp tippinu um helgina, svona líka getspakir menn eins og þú telur þú vera…………

 35. Sæl bræður og systur.

  Takk kærlega fyrir frábæra upphitun, sem gerði það að verkum að ég komst að því að ég er líka komin á lokastigið. Þessi frábæra upphitun gerði mig enn stressaðri,kvíðnari, ómögulegri,þreyttari,pirraðri…..og svona má lengi telja.

  Nú verður allt notað, vinnufélagar fá köku,Strandakirkja fær sitt, ég mun hætta að drekka Pepsi Max, ég lofa að borða bara hollt, fara snemma að sofa, hjálpa gömlu fólki yfir götur. Bara hvað sem er bara að ég sjái sigur á sunnudaginn. Mér líður eins og einhver ættingi minn sé mikið veikur og það skýrist á sunnudaginn hvort hann lifi eða deyi, ég verð að viðurkenna að þetta er frekar óþægileg tilfinning sérstaklega þegar maður hugsar til þess að þetta er vegna fótboltafélags langt í burtu þar sem ég þekki engan persónulega, en svona er nú bara lífið sem stuðningsmaður Liverpool. Í fyrra var þetta engin pressa liðið sat örugglega í 7.sæti og maður bara sáttur við það (NOT) núna eru þessar elskur að berjast um mikilvægasta titil í heimi , titil sem mun sýna umheiminum að Liverpool er komið aftur.

  Það er gott að vita til þess að ég geng ekki ein í þessari göngu minni sem þessa dagana líkst einhverri hörmungar stress göngu en breytist vonandi í gleðigöngu á sunnudaginn.

  Ef það gerist sem ég tala ekki um, getum við þá ekki farið í gleðigöngu til að fagna? Hist einhvers staðar rauðklædd með fána og gengið og sungið og fagnað? Ef við getum þá sungið fyrir tárum

  Setjum þetta í nefnd og látum hin liðin sjá hvernig á að fagna ( ef það gerist)

  Elsku vinir nú er það bara að treysta rauðklæddu stríðsmönnunum og vona að þeir leiki sér svolítið að Mourhino og lærisveinum hans (sérstaklega Torres) og að Suaréz finni bragðið af sigrinum ekki af Ivanovic.

  In Brendan we trust.

  Þangað til næst
  YNWA

 36. HERE LIES JOSE MOURINHO

  THE BALL WAS OVER THE LINE

  R.I.P.

  ——————————–
  Takk fyrir góða upphitun

 37. Mjög skemmtileg upphitun, takk fyrir hana Babu.

  Smá leiðrétting þó…. fimm lið hafa sigrað okkur á tímabilinu, ekki fjögur. (Arsenal, S’ton, Chelsea, City og Hull)

  Hvað um það, þá væri stórkostlegt að kaffæra Móra og þetta leiðinda Chelsea lið. Komast í 3-0 eftir tuttugu mínútur.

  Getum það alveg með þessu liði, Blitzkrieg mode fyrsta hálftímann og láta varnarmenn þeirra míga í brækurnar af ótta.

  Vona svo innilega að við náum allavega að skora snemma. Nenni ekki einum leiðinda Chelsea leik í viðbót þar sem maður langar frekar að horfa á kerti brenna. Mark snemma hjá okkur myndi opna leikinn og gera hann skemmtilegan.

  Tökum þetta og hendum Chelsea burt úr þessari PL baráttu.

  YNWA

 38. Ég held að Móri hvíli engan á móti okkur og spili því sterkasta sem hann hefur. Hann má kalla það varalið en það verða engir kjúklingar í liðinu.

  Chec og Terry klárlega meiddir
  Harzard og Eto líklega mjög tæpir í þennan leik
  Ramires í banni.

  Aðra leikmenn mun hann einfaldlega nota í þessum leik. Svo allt þetta tal um varalið er tekið úr rassgatinu á honum.

  Schwarzer
  Ivanovic –Cahill – Luiz – Cole
  Mikel – Lampard
  Salah – Oscar – Schurrle
  Ba

  Þetta er liðið sem ég tel að hann muni nota og er þetta gríðarlega sterk lið.

 39. Sorry gleymdi einni rándýri stórstjörnu

  Schwarzer
  Ivanovic –Cahill – Luiz – Cole
  Mikel – Matic
  Salah – Lampard – Schurrle
  Ba

  Svona verður Chelsea liðið, Ég var að tala við Móra og hann er búinn að staðfesta þetta.

 40. Takk fyrir frábæra upphitun, hef fylgst með þessari síðu í hverri viku í nokkur ár en aldrei skrifað áður. Verð bara að þakka fyrir ykkar frábæra starf hér á síðunni, þið Kop menn bætið nokkrum prósentum við þá annars frábæru upplifun sem það er að halda með Liverpool!
  Er sjálfur búinn að fara tvisvar á Anfield í vetur og ef nánum að klára þetta (sem við gerum!) þá verð ég í Liverpool borg þann 11. maí og fagna með okkar fólki.

 41. Þetta verðu walk in the park fyrir okkur, tökum þetta 3-1.
  Titillinn verður staðfestur helgina á eftir á útivelli.
  Þá fer Stevie að gráta og ég líka.

 42. Djöfull hlakka ég samt til á næsta ári þar sem maður þarf ekki að bíða eftir loka leikjunum hjá Liverpool um enskatitilinn.
  Því að þá höfum við undanúrslit meistaradeildarinar á Anfield til þess að stytta okkur biðina 🙂

 43. Fjandinn hafi það, öfund á þig Babu. Við félagarnir vorum einmitt að ræða það á gáfumannafjelagsfundi í morgun hvort við ættum ekki bara að fljúga til helvítis á föstudagsmorguninn 9 .maí og vera í Mekka alla helgina. Skítt með að komast ekki á leikinn. Stemmingin verður mögnuð í Liverpool.

  Annars frábær upphitun. Megi Guð blessa þessa æðislegu síðu. YNWA

 44. Væri ekki hissa ef menn eins og Terry og Hazard dúkkuðu upp heilir á Anfield. JM er svo fullur af skít að það hálfa væri meira en hellingur. En hvernig sem Móri stillir upp held ég að við klárum þá með Sterling og Suarez í broddi fylkingar.

 45. Sælir félagar

  Takk fyrir góða upphitun sem gefur raunsanna mynd af Mótorkjaftinum og öllu hans framferði. En þessi leikur vinnst ekki í fjölmiðlum og ekkert á Móri inni hjá dómurum nú um stundir. Þar með eru það leikmenn einir sem munu vinna eða tapa þessum leik. Ef BR tekst eins vel að mótivera menn fyrir þennan leik og undanfarna 11 leiki þá hefi ég ekki áhyggjur. Mín spá er eins og einhverntíma áður 3 – 1 og svo er bara að halda út.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 46. Alltof stressaður fyrir þessum leik. Ekkert öruggt ennþá.
  Spái 1-3 tapi að venju og að Ivanovic bíti Suarez!

 47. BR frábær á blaðamannafundinum. Kitlar Mótormunn á báðum iljum! Bendir á hvernig þeim ljósbláu vegnaði í NÆSTA leik á eftir okkar mönnum! Segir það móðgun við liðsmennina bláu að halda því fram að liðið sé annars flokks. Ægilega gaman að honum. Svona á að gera þetta.

 48. Ég er líka svartsýnn að venju, en mikið vona ég að liðið sýni að það sé engin ástæða til þess og komi með enn eina sokkatroðsluna.

  Þá er ég nokkuð viss um að Chelsea byrja með 11 inná, og að það verði engir amatörar.

 49. Það er alveg magnað að fylgjast með leikmönnum og Rodgers í viðtölum fyrir þennan leik – stærsta leik Liverpool í mörg, mörg ár. Þeir tala vel og tönglast stöðugt á því að ekkert er komið í höfn enn þá og menn ætla bara að halda áfram með sitt og sjá hvar liðið verður eftir þessa leiki sem eftir eru. Þeir tala um að finna ekki fyrir pressunni, og vitiði hvað? Maður trúir þeim.

  Ég sit heima, það er nóg að gera hjá manni í prófatíð, lokaritgerð og ég veit ekki hvað en maður er mjög auðveldlega truflaður þessa síðustu daga. Ég velti fyrir mér liðsuppstillingum beggja liða fyrir leik, hvernig mun leikurinn spilast, hvað muni gerast ef við töpum eða vinnum, hvernig brjótum við niður varnarmúr Chelsea og hvernig hölum við þeim í skefjum og svo framvegis. Stressið hjá mér sem stuðningsmanni virðist vera töluvert meira en hjá leikmannahópnum – sem er jú, auðvitað bara nokkuð fínt!

  Ég geri fastlega ráð fyrir því að Sturridge komi aftur í byrjunarliðið fyrir Lucas og Coutinho færir sig aftur á miðjuna. Hefðbundið 4-3-3/demantsmiðja líkt og við höfum séð liðið stilla upp í þessum stórleikjum.

  Titillinn á línunni. Þrjár umferðir eftir. Chelsea og Mourinho á Anfield. Úff, þetta er nú eitthvað!

  Hugarfarið, rólegheitin en ákefðin sem virðist ráða ríkjum í herbúðum Liverpool er frábær. Menn virðast ekki láta stressið buga sig heldur virðast þrífast undir því, það virðast margir leikmenn okkar njóta sín í þessari stöðu. Leikmenn hafa örlög sín í sínum eigin höndum og ég hef enga trú á öðru en við höfum ekki séð eins mikla ákefð í leikmannahópi Liverpool í langan tíma og mun vera núna á sunnudaginn.

  Það er frábær tími að vera Liverpool-maður í dag. Mourinho er hræddur, hann reynir eins og hann getur að nota öll trick-in í bókinni sinni í þeirri von um að komast inn í huga þeirra sem hann mætir um helgina en Rodgers virðist gera frábærlega í að byggja upp vegg og halda leikmönnum sínum frá þessari vitleysu og um leið reyna að beina pressunni á Chelsea.

  Sunnudagurinn gæti farið langt með að koma titlinum aftur á Anfield og guð minn góður hvað við höfum komið langt á jafn skömmum tíma undir stjórn Rodgers. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð tryggð og það er farin að myndast móða undan andardrætti Liverpool-manna á Englandsmeistaratitlinum. Sama hvernig fer þá eiga Rodgers og leikmenn mikið lof skilið fyrir frammistöður sínar í ár.

  Ég hef marg oft spilað þennan leik í hausnum á mér og líkt og gegn City þá bara get ég ekki séð fram á tap. Ég bara get ekki trúað að við töpum þessum leik. Titillinn er okkar að tapa, við erum á okkar heimavelli, við erum (ekki einu sinni reyna að þræta fyrir það!) besta lið deildarinnar í ár og sama hvaða liði eða uppstillingu Mourinho hyggst beita þá mæta okkar menn í leikinn og klára hann!

 50. Ég ætla að venju að blása á allar hrakspár fyrir þennan leik. Það er ekkert sem bendir til annars en að Liverpool lestin muni keyra yfir Chelsea liðið hvort sem það verður aðal eða varaliðið sem mætir. Það er ljóst að Cech verður ekki með og það eitt er næg ástæða til að vera bjartsýnn.

  Við vinnum þetta helvíti og við vinnum það stórt, ekkert rugl.

  Man City mun svo lenda í bullinu á móti Tony Pulis og tapa í það minnsta 2 stigum þar.

 51. Babu, það er gott að sjá að það eru fleiri en ég sem ætla að skella sér út án þess að fara á völlinn.
  3ja sætið tryggt og verður alltaf gaman – vonandi þó best.

  #makeusdream

 52. Frábær skýrsla Mr. Babu. las hana seint í gærkveldi og það hjálpaði mér MIKIÐ að sofna.

  Kop.is hlýtur að slá út mbl þessa dagana.

  Hví er maður svona stressaður, ég skrifa þetta í þeim töluðu orðum að ég er staðráðinn í því að þetta fari vel. Sé Mórann fyrir mér gráta og finna öllum allt til foráttu í leikslok, blessuð mannbleyðan.

  Ég viðurkenni að ég saknaði þess að hafa ekki Mourinhio í ensku deildinni………………………….Hvað var það, ? Ég hlýt að hafa verið svona heimskur. Leiðinlegasti stjórinn í ár punktur.

 53. Smá þráðrán hérna, en blessuð sé minning Tito Vilanova sem er látinn langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við krabbamein í hálsi.

  RIP.

 54. Heill hellingur sem var að deyja úr krabbameini í dag, er hann eitthvað sérstakur?

  RIP

 55. Bara eitthvað svo fallegt og einlægt við þetta. Maður getur bara starað á þetta eins og fallegt listaverk.

  1 Liverpool 35 25 5 5 96:44 80
  2 Chelsea 35 23 6 6 67:26 75
  3 Man.City 34 23 5 6 91:35 74
  4 Arsenal 35 21 7 7 62:41 70
  5 Everton 35 20 9 6 57:34 69
  6 Tottenham 35 19 6 10 51:49 63
  7 Man.Utd 34 17 6 11 56:40 57

 56. Mér finnst leiðinlegt þegar menn kalla Mourinho Móra. Mér finnst þetta móðgun við mórauða hrútinn minn sem heitir Móri.

 57. “I think everyone is talking about pressure but that is Manchester City or Chelsea – when you spend that sort of money and expect to win the league,”

  BR

  In Brendan we trust – YNWA

 58. Er einhver séns að fá gistingu í Liverpool helgina 9-12 maí? Ef maður ákveður að skella sér?

 59. Ætlar enginn að breyta titlinum í SunnUdaginn? Í öll 20 skiptin sem ég kíkti á síðuna í próflestrinum í dag rak ég augun í þetta.

 60. Hehe takka Bjarni ég var smá þreyttur þegar ég var að klára þetta. Gæti líklega lesið þessa fyrirsögn 300 sinnum án þess að taka eftir þessu 🙂

  Nr. 64 Trausti – Held að það sé svipað létt og að fá miða á leikinn úr þessu.

 61. BABU !

  Og þið sem ætlið að vera úti 11 maí. Hvar í anskotanum funduð þið gistingu þessa helgi. ég er með allt klárt en finn ekkert laust til að sofa þessa helgi ! Það væri rosa gott ef einhver gæti bent mér á einhvað ????? svo maður endi ekki á að þurfa að sofa í manchester !

 62. Sofa fyrir utan Liverpool, en party IN LIVERPOOL 🙂 Það er málið, eða bara eins og #68 segir, það er ekki hægt að sofa 🙂

 63. Babu dæmdi Howard Webb ekki eftirminnilega leik gegn Arsenal í bikarnum? Eftir það var hann settur í frí og hefur bara dæmt í neðri hlutanum. Svo hefur hann dæmt í 8 liða og undanúrslitum CL. Hann er miklu betri þar en hjá Liverpool 🙂

 64. Örn hvar sérðu hvaða leiki hver dómari hefur verið með? t.d. að Atkinson hafi X oft á Liverpool leikjum o.þ.h. (er að vísa í þína upphitun).

  Annars varðandi Mourinho, alltaf sagt að þetta er toppmaður

  Rodgers could be negotiating from a position of greater strength if Liverpool beat Chelsea on Sunday, which would end his managerial mentor José Mourinho’s title hopes. The Portuguese hired Rodgers as the head of Chelsea’s academy and then promoted him to reserve-team manager in his first spell at Stamford Bridge.

  They have remained friends ever since and Mourinho texted Rodgers two years ago to recommend he accept the job offer from Anfield. While Liverpool may deny Chelsea the title, Rodgers believes the older man will not regret his advice. “I am sure he won’t,” he said.

  “I don’t think that will be why he doesn’t win the league. He’s been supportive of me wherever I have been, even in my time here. We might be considered a rival but I know that if they didn’t win the league he would want us to win it.

  “I was always going to appear somewhere and thankfully it was at Liverpool. I was talking to him about a choice I maybe had. He told me to take the job and what a great club Liverpool was. He encouraged me about the sheer scale of the club.”

  http://www.theguardian.com/football/2014/apr/25/liverpool-brendan-rodgers-ready-sign-liverpool-contract?CMP=twt_gu

 65. Úff þetta hljómar vel kannski spilar móri leikinn bara upp í hendurnar á okkur hann veit hvortsemer að hann á lítinn sem engan séns á PL 😀

 66. Ég vil byrja á því að þakka kop.is fyrir ferðina í okt. 2013. Næst er auðvitað að þakka Babú fyrir þessa forréttindafrábærufyrirtaks upphitun sögunnar þremur dögum fyrir leik. Nema hvað.

  Ég(“big future man”), ásamt Andra(“good game son”), við Sterling á djamminu eftir Palace leikinn tökum fulla ábyrgð á upprisu hans. Nema hvað. Það var eitthvað í loftinu í Liverpool síðasta haust. Kannski var það hláturinn hans Magga eða þegar Heisenberg fann skóinn hennar öskubusku. Það var stemning í loftinu.

  Alla helgina var kyrjað “we are top of league”. Það var ekki sagt, sungið eða öskrað í þeirri meiningu að það yrði skammgóður vermir. Öll borgin vissi að það var eitthvað gott í vændum. Það var alveg sama við hvern þú talaðir. Hlutirnir voru á uppleið.

 67. Stórkostlegt að fá þessa þjónustu frá KOPverjum á þessari síðu, takk fyrir mig!

  Ég er trúlega eins og fleiri, á hreinlega bágt með mig þessa dagana. Langar að skrifa mikið hérna en stressið, óttinn við að tapa á morgun, spennan, eftirvæntingin og allt það einhvern veginn stoppar mann í að koma með yfirlýsingar.

  Brendan er að tækla stöðuna okkar fullkomnlega, hann er algjörlega með þetta á meðan múrínhjó er eins og rjúpan við staurinn. Auðvitað mætir refurinn með sitt sterkasta lið, ég hef enga trú á öðru og Liverpool munu keyra yfir þá!!

  Á norsku Lengjunni er stuðullinn 1,15 á að við vinnum dolluna, ég fæ hjartaflökt við tilhugsunina. Ef það tekst þá mun ég leggjast í gólfið og gráta eins og ungabarn!

 68. Afsakið þráðránið kæru vinir.. En er einhver sem getur sagt mér hvort það verði ekki íslenskt faantasy í sumar? Hef hvergi séð neitt um það.

  Annars spái ég leiknum um helgina 3-2 fyrir okkar menn

 69. Mourinho er aldrei að fara að mæta á Anfield og reikna með því að tapa þótt hann byrji ekki með A-liðshópinn sinn, hann er alltof mikill keppnismaður til þess.
  Fyrirfram tek ég jafntefli allt annað er FEITUR plús.
  YNWA.

 70. Mourinho er ekkert búinn að henda inn hvíta handklæðinu í þessari baráttu. Það skiptir bara nákvæmlega engu máli fyrir okkur þótt hann kjósi að hvíla einhverja leikmenn fyrir miðvikudaginn. Hann er með góðan 20 manna hóp og það liðir sem hann stillir upp verður samansett af rándýrum og reynslumiklu atvinnumönnum sem ætla sér ekkert annað en sigur gegn okkur.

  We go again!

 71. Laugardagurinn langi í dag.
  Hvernig stendur á því að rígfullorðnir menn vafra um stefnulaust með athyglisbrest á háu stigi. Vita ekki í hvorn fótinn skal stíga. Vakna, sofna, vaka, sofa með sömu hugsanir og myndir sem hringsnúast í hausnum.

  Eins og ég sagði við konuna mína, það er óútskýranlegt, óræðanlegt, það bara er.

  Laugardagurinn langi í dag, púff.

  YNWA

 72. Einhver flottasta upphitun sögunnar, ætlaði að finna eitthvað kaldæðið til að segja un hana en hún bræði mitt litla rauða hjarta.

  Varðandi leikinn, þá held eg að þetta verði stórsókn allan tíman með nánast alla þeirra menn i vörn en vonand tekst Sura að troða inn einu á þrjóskunni einni saman.

 73. Jæja fer ekki leikurinn að byrja, þetta verður langur sólahringur. Er búinn að hugsa um leikskipulög, sálarstríð þjálfara og byrjunarlið hvorra liða í nokkra daga og verð stressaður. En svo hugsa ég til þess að leikurinn er í Anfield virkinu og þá róast ég niður, býst við rosalegu andrúmslofti á vellinum hjá stuðningsmönnunum, líklegast eitthvað svipað og fyrir undanúrslitin í meistaradeildinni 2005.

  Ég bið til Guðs, MAKE US DREAM

 74. Alcaraz búinn að skora sjálfsmark eftir 54 sekúndna leik, gerir verkefnið enn erfiðara fyrir Everton.

 75. Við eigum klárlega hagsmuna að gæta gagnvart þesssu Everton-liði. Ef þeir taka upp á því að tapa þessum leik þá verður sennilega allur vindur úr þeim í City-leiknum í næstu viku. Þá verða 4 stig í 4. sætið og meistaradeildarsætið nánast úr sögunni. Ég geri ráð fyrir því að Arsenal pakki saman Newcastle á Emirates.

 76. Lítur ekki út fyrir að Everton séu að fara að hirða mikið af City…

 77. #85

  Algerlega sammála þér.

  BR hitti svo sannarlega naglann á höfuðið þegar hann sagði að enginn væri að hjálpa Liverpool. Þeir þyrftu bara sjá um sig sjálfir. Það bara akkúrat þannig og bara hið besta mál. Ég tel alveg ljóst að við fáum engan annan séns ef við töpum fyrir Chelsea á morgun. City MUN vinna restina af sínum leikjum og hirða þá titilinn. Þetta er ekkert flókið.

  Okkar menn munu að sjálfsögðu mæta til leiks á morgun, einbeittir á verkefnið. Sigur og ekkert annað en sigur kemur til greina! Koma svo LFC!!

 78. Babu Nenniru að sækja um starf hjá Mogganum og vera reglulega með pistla? Fynnst bara sóun að flestir fái ekki njóta þinna hæfileika. Þú mátt eiga það skuldlaust hinir ná þér ekki í gæðum pistlum 🙂 Þótt mér fynnist nú jafnvænt um hina síðuhaldara enn þú virðist vera með þetta Mojo sem fáir hafa 🙂 Takk enn og aftur fyrir þessa frábæru síðu Kopverjar! án hennar væri lífið mun fátæklegra og netið ekki eins skemmtilegt That’s for sure!!

 79. Tap Everton gerir það að verkum að okkar menn geta bara alls ekki treyst á að Mancity tapi stigum.
  hafi einhver leikmaður liverpool verið má þá hugmynd fyrir Chelsea leikinn er hún farinn núna…
  Menn verða bara vinna rest

 80. Orti hæku af þessu tilefni:

  Mourhino stynur
  garpar klæðast rauðu
  vær er Rodgers svefninn

 81. Alberto tekinn um daginn drukkinn að aka bílnum sínum eins og auli það er maðurinn sem átti að leysa hlutverkið hans shelvey af oguð hvað væri fínt að hafa shelvey á bekknum í stað alberto þettaer mark í lægi!
  https://vine.co/v/Mvqw6aWdHU5

 82. #97

  Málið er að það var kominn tími fyrir Shelvey að fá að spila í hveri viku og eins og Rodgers sagði þá gat hann ekki lofað honum því.
  Rodgers sagði honum að fara til Swansea þegar þeir sýndu áhuga því að hann vissi að það lið hentaði honum mjög vel.
  Hefði Rodgers viljað halda Shlevey í hópnum? Klárlega en hann vissi að það var ekki rétt að halda Shelvey og láta hann spila ekkert.

  Alberto er framtíðar gaur og við sjáum hvað gerist með hann áður en við afskrifum hann. Svo má geta þess að Alberto er ekki búinn að vera mikið á bekknum í vetur.

 83. Var að muna að Sturridge hefur alltaf komið inn með látum eftir meiðsli sín..

  þannig hann setur 2stk. mörk á morgun 2-0 mín spá :).

 84. We are Liverpool (tra la la la la)
  We are Liverpool ( tra la la la la la la la)
  We are Liverpool (tra la la la la)
  We’re the best football team in the land , YES WE ARE !!!

  Poetry in motion ( tra la la la la)
  Poetry in motion ( tra la la la la la la la)
  Poetry in motion ( tra la la la la )
  We’re the best football team in the land , YES WE ARE !!!

  http://m.youtube.com/watch?v=_0wRDmmBlX0

 85. Og nú vilja einhverjir meina að Mourinho hafi ekki farið með liðinu til Liverpool… sel það ekki dýrara en ég keypti.

 86. Já Róbert minn #74.

  Hef sko heldur betur hugsað út í það hversu frábært það er að hafa sungið þetta í haust…svo innilega glaður…

  Heisenberg og skórinn plús trommuleikurinn á Cavern.

  Það sleit allt karmað frá borg hins illa og flutti á okkar menn…þess vegna hló ég!

 87. LFC History er að sjálfsögðu með þetta yfir Liverpool leikina, var ekki nægjanlega nákvæmur. Var að spá hvort það væri til svona gagnabanki yfir alla dómara á öllum leikjum. T.a.m. Atkinson á Chelsea leikjum.

  Önnur lið eiga auðvitað ekki fræðilegan í LFCHistory 🙂

 88. Þetta er bara að fara gerast á morgun, maður getur eiginlega ekki beðið öllu lengur spurning að fara sofa og vakna svo ready í þetta brjálæði.

  einhver góður maður söng, Og vonandi að það verði raunin á morgun.

  don’t be afraid of the dark.
  At the end of a storm is a golden sky
  And the sweet silver song of a lark.

  https://www.youtube.com/watch?v=J4yeMkQLLfs

  vonandi verður spjallið hérna ljómandi kát eftir leikinn á morgun.

 89. Þetta var sko fullorðinsupphitun.

  Chelsea liðið sem mætir okkur verður alltaf mjög sterkt lið og á því liggur engin vafi, jafnvel þó einhverjir verða hvíldir en slík er breiddin hjá che. Ég tek undir með Babu að chelsea hafa verið okkar erfiðustu mótherjar í vetur þó svo að 30min í seinni hálfleik gegn city fyrir tveimur vikum hafi nú komist langleiðina með að toppa það. Hinsvegar hræðist ég meira leikstíl che en city. Che kunna það að halda hreinu og læða inn marki með föstu leikatriði.

  Ég hef trú á því að við töpum ekki þessum leik en það hvort við sigrum fer einfaldlega eftir því hvort við náum annarri jafn flottri frammistöðu og við gerðum á móti city. Manni hefur fundist stressið soldið ná tökum á leikmönnum í síðustu leikjum enda fullkomlega eðlilegt m.v. hversu mikið er í húfi. Ég var lítið hrifinn af lucas í síðasta leik og væri til í að byrja með hann á bekknum og ná vonandi upp hápressu snemma í leiknum líkt og á móti city en það fer eftir því hvort Sturridge sé klár eða ekki.

  Besti maður liv síðustu leiki hann Sterling verður alveg crúsíal í þessum leik, ég hef trú á að hann geti sprengt hlutina all rosalega í loft upp á morgun.

  Reynum að njóta, þó stressið sé að fara með okkur.

  YNWA

 90. Úff, úff og aftur úff. Kynngimögnuð upphitun! Trúi ekki að þetta sé að fara að bresta á. Með sigri á morgun stöndum við með pálmann í höndunum. Jafntefli þýðir að tveir sigrar nægja, en tap gerir að verkum að við þurfum að stóla á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

  Ég mun víst bara sjá þennan leik í gegnum Whoscored, verð að mynda 6. eða 7. flokk að sýna listir sínar á Stjörnumótinu. Vonandi verður Víkingur 7 – Álftanes 3 jafnspennandi. Nú eða KR 8 – Reynir/Víðir 2. D, E og F lið eftir hádegi á morgun, hvorki meira né minna. 🙂

  Þó er ljóst að síminn verður ansi mikið á lofti, jafnvel meira en myndavélin!

  Koma svo!!!

 91. Maður biður til Guðs í kvöld um góð úrslit á morgun. Ég bið um eitt á morgun og það er að vörnin okkar haldi hreinu. Það verður að fara að gerast ef við ætlum okkur alla leið. Að sama skapi verða Suarez og Sturridge að detta í gang og klára þetta fyrir okkur.
  Megi réttlætið og Liverpool sigra á morgun…

 92. #109 eg ætla að drekka bara nóg horf andi á úrslitaleikinn 2005 tila að meika þþað að festa dúr

 93. eyjólfur nr 108

  eg for næstum að grata þegar eg las um það að þú værir ad fara missa af leiknum .

  það’ bara hlytur að vera til i einhverjum lögum að menn missi ekki af þessum leik a morgun ..

 94. Geggjuð upphitun. Takk, takk, takk.
  Ég er eins og fleiri hér rokkandi upp og niður í tilfinningaskalanum og með það hvernig leikurinn fari.
  By far lang mikilvægasti leikur sem við höfum spilað í laaaangan tíma.
  Mikið er nú gott að geta (og ég hef marg nýtt mér það) bent konunni á commentin frá ykkur til að sína henni að ég sé ekki sá eins sem er svona klikkaður í þessum málum 😉
  Atm er ég með þennan svaka kvíðahnút í maganum fyrir morgundeginum, sem er alveg út úr kú, því ég er búinn að syngja “and now you’re gonna believe us” í 3-4 vikur og hef fulla trú á að Captain Fantastic sé að farað lifta aðal dollunni.
  COME ON YOU REEEEEDS!!!

 95. Daníel ég er einmitt að fylgjast með þessu á RAWK þræði. Þetta er að happena, Scouserarnir eru mættir á Formby Hall og ætla að halda vöku fyrir chelsea mönnum. Það er bara good for a laugh.

  Einn ætlar að mæta í Garcia ghost goal búning og bregða Mourinho.
  http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=313523.2080

  [img]https://pbs.twimg.com/media/BmLLeAsIAAAMqn3.jpg[/img]

 96. viðar #113,

  Já, hlutir eins og mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna virka sem hjóm eitt meðan svona grundvallarréttindi eru ekki varin!

 97. 12 og hálfur tími í leik, siðustu 6 timana hef eg verið við tolvuna að gera nkl ekki neitt, lesið frettir og legið yfir you tube myndböndum , a köflum i kvold var eg komin a síðu sem eg sá í fyrsta sinn í kvöld og heitir flight flightradar24.com og þar var eg að fylgjast með flugvelum í loftinu í rauntima og sa meðal annars eina lenda a keflavík kl 23.28 i kvold, hun lenti a 225 km hraða og var að koma frá London ef einhver vill vita það…. þetta dreifði huga minum fra leiknum i 7 minutur eda svo en aður en eg vissi af var eg komin a youtube að horfa á fuck off chelsea fc i sirka 500 skiptið a þessum 6 timum, her er það myndband ef þið viljið njóta http://www.youtube.com/watch?v=tk5fyBfUAhs

  nuna er eg i orðsins fyllstu merkingu buin að eta svefntoflurnar minar sem ættu að gera það að verkum að eg nai einhverjum svefni i nótt, stórefa samt ad það verði djupur 10 tim Ssvefn þótt eg glaður vildi það…

  eina sem eg a eftir að gera er að loka augunum og biðja góðan GUÐ að vera með okkur u þessum leik a morgun ..

  GÓÐA NÓTT OG GLEÐILEGA NÓTT ÞIÐ SEM GETIÐ EKKERT SOFIÐ ..

  MAKE US DREAM
  YOULL NEVER WALK ALONE

 98. Þetta er eitthvað troll sem var sett upp. Mér fannst þetta bara svo fyndið að ég varð að henda þessu hérna inn. Leikmenn chelsea sofa hvort sem er ekki rótt að þurfa að mæta SASAS á Anfield á morgun 😉

 99. klukkan hvað byrjar leikurinn heima ? ég er erlendis og veit ekki hvort að textavarpið sé stillt á minn tíma eða ekki ? 🙂

 100. Í öllum Guðs lifandi bænum ekki vera að tala um afhverju Rodgers gerði þetta með .shelvey eða hitt með Alberto!!! Í alvöru? Lítiði á töfluna og segiði mér að Rodgers viti ekki hvað hann er að gera.

 101. Babu ég googlaði allt um Atkinson, bara frægustu umdeildu leikir hans gegn Chelsea og meira. Finnur meira og minna allt á google eins og ég reikna með að þú vitir 🙂

 102. Það besta í vítakeppninni 2007, fyrir utan að hafa unnið hana, er að Mourinho setti Robben og Geremi inná í framlengingu til þess að taka víti, þeir klúðruðu svo báðir

 103. 4 og hálfur ..

  andskotin af hverju er eg vaknaður kl 8 a sunnudagsmorgni

 104. Þessi gula kom upp enn og einu sinni. Nú er tími til að mála, merki Liverpool.

 105. Þvílík snilld hjá Paddy Power

  [img]https://scontent-a-lhr.xx.fbcdn.net/hphotos-ash3/t1.0-9/10174815_767152859983392_1250054103180367887_n.jpg[/img]

  “David Moyes – For service to Liverpool Football Club”

 106. Gekk illa að sofna í nótt. Sveiflast mjög mikið varðandi leikinn, Hvernig verður liðið og hvernig fer leikurinn.

  Orti þetta í nótt þar sem mér gekk illa að sofna

  þó Sterling sé graður
  þá er hann maður
  sem þolir ei þvaður
  um kvennadaður

 107. Viðar #119 Þeesi vél sem lenti kl 23.28 í gærkvöldi dreifði huganum fyrir fleiri en þig því ég var staddur á Keflavíkurflugvelli á þessum tíma til að sækja pabba gamla sem var að koma með þessu flugi. Flugnúmer vélarinnar var FI455 ef þú skyldir vilja vita meira um flugið. 🙂

 108. Sælir.

  Get fullyrt að þið getið róað ykkur niður. Dreymdi að ég væri að skoða stöðuna í leik CP og MC. Á 72 mínùtu var staðan 2-1 CP í vil og ef það er einhver þjálfari sem kann að leggja rútu að þá er það Tony fallegi Pulis.

  Að auki við þetta eignaðist ég son fyrir þremur dögum og guðirnir eru góðir, þeir láta ekki drenginn upplifa tap í fyrsta leiknum á langri Liverpool ævi.

  KOMA SVO!!!!!!

 109. Til hamingju með soninn Snæþór. Alltaf ánægjulegt þegar fjölgar í Liverpool fjölskyldunni.
  Eitthvað sem segir að Stefán Geir komi til greina sem nafn á kútinn. 🙂

 110. Vinir okkar í Sunderland að taka þetta. Ole Gunnar vonandi búin að panta far til Noregs. Leiðinda gaur og leiðindalið.

 111. Ég lét húðflúra þessa upphitun á mjóbakið á mér, annarsvegar vegna gæða hennar og hinsvegar til að stytta biðina með að eibeita mér að sársaukanum í 7 tíma fyrir leik en ekki engjast um af stressi í þessa 7 tíma.
  Heilvítis tattúgaurinn var á undan áætlun og nú neyðist ég til að sitja stressaður í klst. En sem betur fer er NBC hérna með svakalega upphitun fram að leik, ekki samt það góða að ég flúti hana einnig-
  Babu; þarf þig svo til að setja undirskirftina þína við þetta flúr mitt

  Our dreams are becoming a reality
  YNWA!!!

  4-1

 112. Þessi leikur treður sér alltaf upp í hausinn á mér og fram fyrir allt annað. Ég á að vera í próflestri, er að fara í próf á morgun en það skiptir bara engu máli, ég nl ekki að hugsa um neitt annað en þennan leik.

  Ég er með ónotastresstilfinningu en ég ætla samt að spá baráttusigri 2-1

  Áfram Liverpool!!!

Opinn þráður – FSG, Anfield og Meistaradeildin

Liðið gegn Chelsea