Fréttaflakk á langri viku (opinn þráður)

Það má nú segja að ýmislegt sé í umræðunni hjá alrauðu englunum okkar sem vert er að spjalla um til að reyna að stytta þessa löngu viku.

Fyrst virðist hafa verið sett upp ansi mikið átak í næringarmálum á Anfield, það er ekki langt síðan við gerðum samning við Dunkin’ Donuts og í dag birtast fréttir um að klúbburinn sé sá fyrsti á Englandi til að gera samning við Subway um samstarf.

Þetta gleður mig bara töluvert, það hefur ekki verið mikil gleði í næringarmálum manns á ferðum á völlinn hingað til en það er að breytast og er vel, sennilega eru sveittir lauktómatsósuborgarar á útleiðinni. Markaðsdeildin í góðum málum.

Að því sögðu þá komu Daily Mail með frétt um að tilkynnt verði um stækkun Anfield fyrir leikinn gegn Chelsea og settu myndir í loftið af fyrirhugaðri stækkun. Þessar myndir sýna gríðarlegar breytingar á Aðalstúkunni (Main Stand) og aðkomunni að vellinum á þeirri hlið, viðbótarhúsum undir búðina og veitingastað og ég veit ekki hvað. Stækkun þessi á að koma vellinum yfir 50 þúsund áhorfenda markið og síðan er talið að Annie Road endinn verði stækkaður og völlurinn muni þá rúma 55 – 60 þúsund manns.

Mikið vona ég nú að þetta sé rétt hjá þessu blaði sem ekki er gaman að vísa í, því þetta vallarmál er að verða eina skrefið eftir í því að maður bara sannfærist algerlega um eigendurna okkar.

Uppfært Babu: Hér eru betri myndir af vellinum eftir breytingar (óstaðfest)

Inni á vellinum er auðvitað allt augnsamband á leik sunnudagsins. Mourinho blessaður lætur auðvitað eins og véfréttin í Delfí og hefur tekist að snúa allri pressunni á hvað FA séu vondir við þá og hann bara spili varaliðinu sínu á Anfield. Við ræddum þetta allt í podcastinu okkar og meiðsli Chelseamanna á þriðjudaginn voru auðvitað þannig að þar fóru tveir af leiðtogum liðsins sem mun skipta þá máli að hafa ekki á skoppandi Anfield.

Hins vegar eru töluvert margir leikmenn utan við hefðbundið byrjunarlið Chelsea sem að geta gert skráveifu, ljóst t.d. að miðjan þeirra verður Mikel, Matic, Lampard og Salah auk annað hvort Willian/Schurle og með annað hvort Torres eða Demba Ba uppi á topp þá geta þeir gert ýmislegt framávið. Mourinho mun hamast svona alveg þar til kl. 13 á sunnudaginn en ég stend við það að hann vill ekki koma á Anfield og leggja niður lappirnar án nokkurs, til þess er egoið hans alltof stórt. Kannski á móti Villa eða Norwich, en varla á Anfield.

Hins vegar stend ég enn við það að þetta snýst bara um okkur.

Umræðan um Meistaradeildarsætið okkar næsta vetur hefur ekki náð hæðum en Rodgers lýsti í viðtali við Echo-ið ánægju eigendanna og vilja þeirra til að styrkja liðið fyrir átökin í Meistaradeildinni næsta vetur og treysta stöðu klúbbsins til lengri tíma.

Frábærar fréttir.

Og sko, nú er 15 mínútum styttra fram að kick off á Anfield næstkomandi sunnudag!

43 Comments

 1. Snilld thetta med Subway. Eitthvad annad en thetta kleinuhringjadrullumall, vissulega gott ad fa penge fra sem flestum stødum en thetta er ju alvøru ithrottafelag en ekki ameriskt bowlinglid (A La Big Lebowski).

  Skiptir engu fjandans mali hvad their munu heita sem klædast blau treyjunum a sunnudaginn, okkar menn munu keyra yfir tha og bakka yfir tha lika!

  Hef fjallatru a ad FSG klari vallarmalin nuna. Framtidin er heldur betur bjørt hja okkar astkæra lidi.

 2. Smá þráðarán, biðst velvirðingar á því 🙁
  Horfði á góðgerðarleikinn á mánudaginn, local lads gegn erlendum leikmönnum.
  Sá og heyrði að í hvert sinnið sem daninn granni Jan Molby fékk boltann, þá var púað .
  Veit e-r ástæðuna fyrir því ?

  Einn forviða…..

 3. Sigfús #2,

  Það var alltaf öskrað “shoot!” þegar hann nálgaðist teig andstæðinganna. 🙂

 4. Ég er búinn að vera að googla þetta þvílíkt en finn engan þráð.

  Myndi þó halda það einmitt að þar sem að hans fundur (Ramirez) er strax á fimmtudaginn væri málið klárt fyrir leikinn. Hins vegar eru fréttir sem maður les um að slíku banni hafi verið frestað þar sem að leikmaður telur sig órétti beittan…sé ekki hvernig Ramirez ætlar að segja það.

  Held reyndar að hann verði ekki látinn spila á Anfield hvort eð er og hafi bara lokið keppni þetta árið í ensku deildinni.

 5. auðvitað mun Mourinho stilla upp sterkasta liði sínu á sunnudaginn. Hann er ansi klókur í þessu sálfræðistríði. Brendan fellur ekki fyrir þessu bragði.

 6. Gaurarnir á RAWK vilja meina að neiti Ramirez sakargiftum fari áfrýjun fram á föstudaginn. Ef það er rétt er ljóst að Ramirez spilar ekki á sunnudaginn.

 7. Januzaj hefur valið að spila fyrir Belgíu frekar en England … skil vel að hann nenni ekki að vera varamaður fyrir Sterling næstu 15 árin…

 8. Skil samt ekki að Ramires hafi frest til fimmtudags að áfrýja banninu enda sumardagurinn fyrsti á morgun og auðvitað frídagur!

  3
  2
  1…

 9. Haltu kjaft ég fékk herðing rétt áðan er að fara að horfa á Real vs Bayern í CL og þegar stefið kom… Shiiiiit það kom góð tilfining og vellíði 😉 eitthvað sem maður hefur ekki fundið í þó nokkur langan tíma.. ;):):):)

 10. Þá er maður tjúnaður inn á Bloodzeed til þess að horfa á Real – Bayern, það þarf ekki mikið til þess að þessi leikur verði skemmtilegri en Atletico – Chelsea leikurinn í gær.

 11. eru einhverjir aðrir með lélega tengingu inn á bloodzeed gaurinn??

 12. Mér finnst skrytid ad sja menn tala um ad Mignolet se verri en Reina…
  Sjalfur er eg markmadur svo eg veit hvad eg er ad tala um i thessum malum. Mignolet er godur markmadur sem getur og HEFUR verid Game Winner fyrir okkur. En eins og hver einasti markmadur í heiminum ( fyrir utan kanski Manuel Neuer, virdist enga veikleika hafa sa gaur) hefur hann veikleika i vissum thattum markvörslu. I hans tilfelli eru thad fyrirgjafir og ad koma ut i boxid. Eins og flestir sau a moti baedi City og Norwich tha a hann erfitt med ad koma ut og kyla eda gripa fyrirgjafir. thad er okostur vissulega og er eg ekkert ad skafa utan af thvi. en hann hefur tölvuert fleiri kosti heldur en okosti! til daemis er hann med godann fot og hittir oftar en ekki nakvaemlega a thann stad sem hann aetlar ad skjota/senda. hann er virkilega godur i einn a einn eins og menn hafa sed yfir motid, thad er enginn ad fara segja mer annad.. hann er virkilega acrobatic og er ad verja otrulegustu skot fyrir utan teig! af tvi sem eg hef sed tha virdist vera ad hann se med mjog godann talanda og stjornar varnarlinuni vel. og ad lokum tha er hann godur i ad verja viti sem er mikill kostur.
  Vonandi ad eg hafi kanski sannfaert nokkra sem hofdu ranghugmyndir um Adalmarkmann LFC.
  P.S sidan ma ekki gleyma ad Simon Mignolet er ekki nema 26 ara og er thad vel ungt fyrir adalmarkmann i storlidi.
  P.S.S. thad er ekki a thessum thrædi sem thetta kemur fram vildi bara koma thessu a framfæri 🙂

  YNWA!!

 13. Mignolet

  Kostir:
  Góður á milli stangana, flottur í einn á einn útihlaupum og ungur

  Ókostir:
  Lélegur í fyrirgjöfum(loksins þegar hann þorir að fara af línuni), lélegur með boltan og er maður oft algjör taugahrauga þegar hann fær boltan(get ekki verið samála að hann hittir alltaf á þann stað sem hann vill, nema að hann vilja skjóta í innkast).

  Ef hann verður Englandsmeistari þá er hann orðinn Liverpool legend en mín persónulega skoðun er sú að við verðum að leita að betri markverði. Það breyttir því ekki í mínum bókum að hann hefur verið gríðarlega mikilvægur í vetur og átt ótrúlega mikilvægar markvörslur. Hann hefur líka verið að gera sín misstök en okkur til lukku þá hafa þau misstök oftast gleymst af því að sóknarmenn liðsins sjá til þess að stigin koma í hús.

  Ef ég skoða raunhæfa arftaka( fer ekki að stela markverði Tottenham)
  Vorm Svansea : Góður á milli stangana, flottur í úthlaupum og frábær með fótunum. Þessi landsliðsmaður er skref uppá við.

  Bekovitch Stoke : Góður á milli stangana og frábær í úthlaupum.

  Ég veit að þessir gaurar hafa verið að gera misstök(eins og aðrir) en það er búið að vera nóg að gera hjá þeim í vetur og ég tel að fá að spila með Liverpool gerir þá enþá betri.

 14. Ein pæling sem er kannski ótímabær og menn hafa ekki svör við en hvar mun Liverpool spila á meðan það er verið að breyta Anfiled og svæðinu þar í kring??? tekur væntanlega meiri tíma en eitt sumar að græja þetta allt saman.

  Annars líst mér bara nokkuð vel á á þetta nýja skipulag………….

  En Subway og Dunkin Donuts pifffffff, mér finnst ágætis sjarmur við að að fá Steak and Kidney pie sem lyktar eins og hland. Skil samt að menn leita sniðugra leiða til að fá fjármagn inní félagið en það má ekki markaðsvæða allt og drepa alla litlu “kverkí” hlutina sem gæða Anfield og Liverpool sál.

  Vona að þeir sem stjórni þessu öllu saman finni góðan og jákvæðan farveg fyrir þessar framkvæmdir.

  Síðan má þessi chel$ki leikur alveg fara að byrja

 15. Nr. 18 ég er sammála þér í öllum atriðum nema því síðasta ,,fá að spila með Liverpool gerir þá ennþá betri” því það er nákvæmlega þar sem ég held að Mignolet er að klikka. Að vera undir þeirri pressu og smásjá sem fylgir meistaraliði er ekkert grín. Í fyrra voru tveir markmenn sem stóðu upp úr. Mignolet og Begovic. Báðir bestu leikmenn síns liðs. Við keyptum annan þeirra sem svo hefur staðið sig upp og ofan. Ég sé ekki endilega lausnina í því að kaupa hinn.

 16. #19
  Það er það besta við það, þeir segja að það verði hægt að spila á vellinum þrátt fyrir að það sé verið að vinna í honum.

  #20
  Þarna er ég ósamála. Það er eitt sem heitir karakter og sumir eflast við hverja raun og elska pressu á meðan að aðrir gugna á henni og láta hana ráða yfir sér.
  Ég er á því að ef þú ert með alvöru karakter þá myndir þú tvíeflast við að spila með liverpool en ekki fara þá leið að þora ekki úr markteig.

 17. Thegar eg tala um ad hann se med godan fot tha er eg i rauninni bara ad tala um i utspörkum og sliku, thar er eg sammala thegar thu segir sigueina ad hann de taugahruga thegar kemur ad thvi ad fa boltann i fætur, hafandi sagt thad tha hefur hann synt framfarir fra byrjun mots.. i byrjun mots var hann ad tapa boltanum adur en hann gat sparkad og hefur thad adeins breyst
  Ef farid er uti betri kosti tha hef eg thrja i huga :
  1. Marc Andre Ter-Stegen – svo virtist vera ad hann væri buinn ad semja vid barca en felagaskiptabannid gerir theim erfitt fyrir og hefur hann sjalfur sagt ad hann ætli ad fara i sumar. Ad auki ekki nema 21 ars
  2. Michel Vorm – thar er eg sammala
  3. Cedric Carasso – Ekki thekktasta nafnid en gridarlega hæfileikarilur frakki sem spilar fyrir Bordeaux
  (4) Casillas? Gær ekki ad spila alla leiki og hefur sagt adur ad allir möguleikar verdi skodadir. ( kanski ad alonso geri jafnvel hjalpad thar 😉 )

 18. Verð í Madríd á sunnudaginn. Einhver staður sem þið mælið með þar sem hægt er að horfa á Liverpool – Chelsea?

 19. Chelsea team to face Liverpool via Mirror:

  Hilario; Kalas, Mikel, Christensen, Ake; Van Ginkel, Matic, Lampard; Salah, Ba, Schurrle

  Þetta er kjaftæði en maður væri alveg tilbúinn að í að takast á við þetta lið.

 20. The Telegraph: Roman Abramovich has given his blessing to Mourinho’s controversial plan to rest an entire XI against Liverpool.

 21. Sælir,

  mikil vonbrigði að völlurinn verði ekki stækkaður meira.

  Stækkunin verður úreld áður en að henni verður lokið. Ef raunveruleikinn er sá að það verði að færa vallarstæðið þ.e. Stanley Park, til þess að eiga möguleika á 70k+ velli að þá verður að hafa það.

  Mér er alveg sama hvaða leikmenn motormouth hvílir, þetta mörghundruðmilljónpunda lið á alveg að geta staðið þessa viku af sér, þvílíkt væl. Það er verið að reyna svæfa leikmenn LIVERPOOL.
  Leikmenn meiga ekki falla í þá gryfju að halda að þetta verði eitthvað auðveldur leikur af því að þessi eða hinn verði í banni eða meiddur. Chelsea var alltaf að fara spila þennan leik “A´la Tony Pullis”.

  Það eru tveir gríðarlega erfiðir leikir framundan. En fyrst er það chelsea og við mætum til leiks strax frá fyrstu mínútu en við VERÐUM AÐ HALDA LEIKINN ÚT.

 22. Sé að það er kominn umræða um Mignolet aftur og fyrir mér finnst mér hann búinn að standa sig virkilega vel eins og allt liðið, eins og hefur komið fram má hann bæta sig í fyrirgjöfum og er sammála því.

  Allir muna eftir flottu mörkunum og öllum mörkunum sem liðið hefur skorað í vetur og menn m.a. ég gleyma oft flottu vörslunum í leikjum og ég veit að allir eru góðir á youtube en þetta eru margar hverjar frábærar vörslur en svo er alveg hægt að búa til myndaband með mistökum af honum en ég ætla að horfa á það jákvæða við Mignolet 🙂
  https://www.youtube.com/watch?v=Hxx3utr6Ens

 23. Skil ekki hvað allir hérna eru ánægðir með gengi Liverpool. Enn og aftur þá eigum við ekki séns á 4 sætinu. Það er tölfræðilega ómögurlegt að lenda þar!!!!! 🙂

 24. Trúi ekki orði af því sem vellur út úr Móra.

  Þessi stækkunarplön líta virkilega vel út. Síðar verður eflaust hægt að fylla í hornin og svoleiðis. Óskipt (ekki tiers) Kop er must.

  Loks um Mignolet, fyrst sú umræða er farin að skjóta upp kollinum á ný.

  Mignolet hefur sína veikleika, en er á heildina litið búinn að vera mjög fínn í vetur og er ungur af markverði að vera. Hann á a.m.k. 5-6 vörslur sem má segja að hafi gefið stig beint í sarpinn, ekki síst tvöföldu vörsluna (var ekki bara vítið, munum það) gegn Stoke í haust. SM á til að vera staður á línunni, sem aftur gerir miðvörðunum svolítið erfiðara fyrir, en þeir (sér í lagi Skrtel) hafa nú aldeilis hlaupið glæsilega undir bagga með honum.

  Hérna er samanburður á nokkrum toppmarkvörðum frá síðasta tímabili: http://www.7amkickoff.com/wp-content/uploads/2013/06/Mignolet.png

  Vitaskuld er samanburður á milli markvarða í ólíkum liðum erfiður. Munum að núverandi Liverpool lið spilar blússandi sóknarbolta, sem mun alltaf gefa smávegis færi á okkur baka til o.s.frv.

  Að lokum hrikalega skemmtilegur söngur sem Sunderland fans tóku fyrir Mignolet í fyrra: https://www.youtube.com/watch?v=qt9yAjXmXso

 25. Það er augljós staðreynd miðað við þessa tvo undanúrslitaleiki hversu mikið Meistaradeildin saknar Liverpool!

 26. Í Fowlers bænum talið nú um eitthvað annað en að skipta um markvörð,, hann er búinn að bjarga mörgum stigum fyrir okkur í vetur .. værum t.d með 2 stigum hefði hann ekki varið vítið í fyrsta leik sínum 🙂

 27. Talandi um stuðningsmannasöng Sunderland um Mignolet þá heyrði ég annað helvíti fyndið á Ölver þegar ég var að horfa á leikinn á móti City.
  Alltaf þegar að Mignolet varði öskraði maður sem ég held að hafi verið frá Englandi „Simon says NO!“, ég viðurkenni að ég glottaði í hvert skipti sem hann öskraði þetta.

 28. Ég vona að það megi nú tala um kosti og galla á öllum Liverpool leikmönnum hér inni á þessari síðu án þess að fólk fari að örvænta að aðdáendur séu að missa trú á hinum eða þessum. En ég deili áhyggjum nr.35 af Sturridge. Ég tel okkur vera mikið sterkara lið með hann innanborðs og verð að segja að enska pressan hefur haft mun meiri áhyggjur (okkar vegna) af banninu hans Henderson heldur en meiðslum Sturridge. Mér finnst það pínu undarlegt en hvað finnst ykkur?

 29. Sturridger verður 100% með.
  Það kom fram í fréttum í kvöld og hann er sjálfur að tala um hvort að hann myndi fagna ef hann skorar gegn sínum gömlu félögum.

 30. Nei bullshit?? Ekki glottaðiru í alvöru? Glottaðiru mikið eða glottaðiru bara smá??

 31. Við erum á lokaspretti titilbaráttu sem við gætum sigrað… og menn eru að ræða um kaup á nýjum markmanni.

 32. Menn hljóta að átta sig á því að það eru gallar á liðinu okkar þó svo þeir séu í meistarabaráttu. Það má alveg hrósa og lasta á vígsl án þess að teljast vera svikari. Ég held að flestir alvöru Poolarar sjái liðið jafn stórt og Bayern eða Barcelona í framtíðinni og til þess þarf væntanlega að ræða leikmannamál eða hvað?

 33. Leikurinn næsta sunnudag verður tvöfalt stærri en leikurinn gegn city um daginn, sama hvað Mourinho vælir um og gerir þá er hann alldrei að fara að ætla sér að tapa leiknum fyrirfram. Ef við vinnum þennan leik þá skal ég fullyrða að við verðum meistarar, jafntefli heldur spennuni áfram fram á loka mínútu en tap gæti sprengt liðið og mótið gæti farið úr okkar höndum. Vonandi deyja stuðningsmenn chelsea inn í sér við að mæta á anfield með stuðning eins og við munum sjá 1-2 á hverjum 5 árum.
  Koma svo klárum þetta og troðum nokkrum stórum upp í opinn kjaftinn af mótormouth
  YNWA-

 34. Nei, það eru engir gallar á okkar ástkæra liði og það er stranglega bannað að gagnrýna eða ræða um kosti og ókosti okkar manna! 🙂

  Sjá hræsnina í þessum gamla manni:
  http://www.mbl.is/sport/enski/2014/04/23/ferguson_samthykkti_ad_reka_moyes/
  ,,Stand by your man”. Sagði hann, my white ars!
  Hvað gerist núna, fer míkrófónninn í burtu (Fellaini)? Það verða miklar breytingar á þessu liði þeirra og það mun taka tíma. Það tók Brendan Rodgers í raun ekki nema 6 mánuði að koma liðinu okkar á almennilegt skrið, það finnst mér magnaður árangur! Sérstaklega miðað við lélega glugga og þunnskipaðann hóp, alveg ótrúlegur árangur EN þetta er auðvitað léttara þegar þú ert að vinna með mönnum eins og Steven Gerrard sem hefur hjarta fyrir klúbbnum og er mikill leiðtogi. Það smitar út frá sér og svo er LFC ekkert venjulegur klúbbur, það vita allir sem vilja sjá það.

  Þrír dagar í leik og spennan magnast. Múrínjhó getur þrasað og pústað endalaust. Er algjörlega viss um að heilsteyptur kollurinn á BR er ekki að fara að láta það trufla sig. Þetta snýst fyrst og fremst um að klára sitt prógram og gera sína hluti rétt og vel og þá verður veisla hjá okkur eftir nokkra daga!

Moyes rekinn (staðfest)

Opinn þráður – FSG, Anfield og Meistaradeildin