Moyes rekinn (staðfest)

Dagurinn byrjar ekki vel því að Manchester United hafa fært okkur þær slæmu fréttir að David Moyes hefur verið rekinn.

Klúbburinn sem rekur ekki þjálfara og þar sem að stuðningsmennirnir styðja alltaf þjálfarann “no matter what” hefur brugðist knattspyrnuheiminum og látið Moyes fara þrátt fyrir að hann hafi glatt okkur Liverpool stuðningsmenn í hverri viku allt þetta tímabil. Það er kannski við hæfi að rifja upp uppáhalds atvikin tengd Moyes á þessu ári. Fyrir mig persónulega þá mun ég sakna mest viðtalanna eftir leik þar sem hann hrósar liðinu fyrir að vera yfirspilað af liðum í neðri hluta deildarinnar.

Já, og fagnið þegar að United komst yfir gegn Fulham á heimavelli. Já, og töpin tvö gegn Liverpool, sérstaklega 3-0 tapið á Old Trafford. Já, og The Chosen One bannerinn! Já, og aðdáendurnir (sem styðja alltaf þjálfarann) sem leigðu flugvél til að fljúga yfir völlinn með skilaboð um að það ætti að reka Moyes. Já, og allir Manchester United stuðningsmennirnir sem við þekkjum, sem hættu algjörlega að hafa áhuga á fótbolta. Já, og svo var svo frábært að sjá hvern einasta United stuðningsmann styðja við sitt lið og Moyes í gegnum alla erfiðleikana. Já, og allir United stuðningsmennirnir sem vældu sífellt yfir slæmu gengi eftir að hafa haldið með liði sem var á toppnum í 25 ár. Þeir eru hetjur.

Ó David Moyes, við eigum eftir að sakna þín.

125 Comments

 1. Eru Manu aðdáendur á því að Pulis sé stjóri ársins – augljóst val.

 2. Ég held að Guðjón Þórðar sé á lausu. Hann hefur reynslu frá Englandi og unnið nokkra bikara, augljóst val umfram Moyes, muahahhaha.
  En hvað um það, að sögn á nýr stjóri að fá 200m til að kaupa leikmenn. Hafa menn ekkert lært frá City og Chelsea. Hafa menn aldrei heyrt talað um uppbyggingu?

  Nóg um það Chelsky er næsta fórnarlamb!

 3. Skilgreining, veruleikafyrring:

  Eigendur sem bíða mánuðum saman til að reka stórslysið Moyes til að spara sér pening ætla að setja 200milljónir í leikmannakaup hjá liði sem ekki er í meistaradeild – meira en nokkru sinni fyrr undir þeirra eign.

 4. Illa farið með góðan mann. Hans verki var svo sannarlega ekki lokið þar sem það hefði tekið allavega næsta tímabil að koma þeim niður um deild.

  En ég get ekki að því að gert að ég vorkenndi kallgreyinupínulítið á Goodison um helgina. Það hlýtur að hafa verið “low point” á hans ferli að vera þarna með getulaust MU lið á móti vel spilandi Everton liði, með gömlu stuðningsmennina púandi og Dauðann á næsta bekk fyrir aftan sig veifandi ljánum. En aðallega var það auðvitað fyndið.

 5. Það óhjákvæmlega orðið staðreynd. Ég skrifaði fyrir alllöngu hingað inn athugasemd um ManU og hvað tæki við eftir Ferguson. Þær hrakspár hafa orðið að veruleika þótt manni óraði ekki fyrir hvað fallið væri bratt.

  Ekki að ég sé svona klár heldur er yfirleitt fyrirsjáanlegt hvað gerist þegar að sterkur en takmarkaður leiðtogi loks hættir eftir allt of langan tíma í starfi. Stjórnunarfræðin eru full af sambærilegum dæmum. Sjáið t.d. hvað er að gerast með Microsoft núna.

  Moyes átti aldrei breik að mínum dómi. Allur klúbburinn er gíraður inn á hugmyndafræði Ferguson eftir 26 ár í starfi. Þess utan er hópurinn sem ManU með alltof gamall og miðlungs sem má kenna um hirðuleysi Ferguson. Til að bæta gráu á svart húkir sá gamli eins og gammur á öxlinni á greyinu Moyes með sinn súra svip. Ferguson valdi Moyes og ekki er útilokað að meðvitað eða ómeðvitað hafi hann kosið mann sem ekki skyggði á ljómann sem stafar af eigin nafni. Ef finna ætti einn blóraböggul fyrir ógæfu ManU væri það Alex Ferguson.

  Ég held að vandræði ManU séu hvergi nærri að baki. Þeir munu líklega getað fengið einhvern eins og Van Gaal til að taka við en telja ungu stjórarnir eins og Klopp, Conti og Simeoni það vænlegan kost að taka við ManU í dag eða næstu árin? Ég satt best að segja efast um það.

  ManU í eigu Glaziers er auðvitað fótboltalegt stórveldi en vel getur verið að félagið sé nú þegar fyrst og fremst að lifa á fornri frægð. Glaziers eru skuldsettir sem fyrr, sjálft liðið er of gamalt, og vel getur verið að stjórnsýsluleg uppbygging þess sé líka gamaldags þó að ég þekki það ekki. En mér finnst það líklegt og alveg eftir bókinni að svo væri. Þessu til viðbótar er svo Ferguson gamli á hliðarlínunni sem er hreinn hryllingur fyrir nýja stjórann. Það er eins og að hafa fyrrverandi eiginmann kærustunnar upp í rúmi hjá sér að taka út bólfarirnar með fýlusvip.

  Væri atvinnutilboð frá gamla, þreytta ManU mikil freisting til stjóra sem stýra ungum og gröðum klúbbum eins og Atletico Madrid og Dortmund? Kannski, maður veit aldrei, en ég held ekki. Fyrst þarf að hreinsa ærlega út og eitthvað segir mér að afneitunin sé hreinlega of mikil til að það gerist í bráð.

 6. Conspiracy theory = Ferguson vissi að það yrði alltaf erfitt að fá einhvern til að taka við af sér. Hann valdi því einn sem hann vissi að myndi ekki endast í starfinu svo sá sem myndi taka við hefði ekki sömu pressu á árangur. Kannski var Giggs alltaf sá sem átti að taka við.

 7. Ég fer fram á að Moyes fái að velja eftirmann sinn.

  Moyes tekur við skoska landsliðinu.

 8. Afhverju erum við að ræða um MU hér og þeirra vandamál?
  Setjum fókusinn á okkar lið, það er það sem skiptir máli.

 9. Er ekki Óli Kristjáns að fara að taka við á Old Trafford?

  Annars þá finnst mér þetta ódýrt hjá United, allir vissu að þetta yrði erfitt fyrir hvern sem mynd taka við. En hin hliðin á peningnum er auðvitað sú að stuðningsmenn United voru tilbúnir að gefa Moyes tíma, en að eyða 70 milljónum punda í holuleikmenn (ein staða á vellinum) og stýra liði sem vann deildina með 11 stigum öruggt í 7. sætið er ekki ásættanlegt. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan þá staðreynd að liðið hefur spilað hægan og fyrirsjáanlegan steingervingabolta í allan vetur með fyrirséðum leiðindum til áhorfs.

  Svo er það nátturulega kafli út af fyrir sig að segja upp öllum sem komu nálægt aðalliðinu plús að skipta um stjórnarformann, allt á einu sumri.

  Það er þó ljóst að United þurfa að gefa næsta manni tíma til að móta liðið enda eru menn eins og Ferdinand, Vidic, Evra, Giggs og Fletcher að komast á síðasta söludag.

  Hvernig er það samt, nú hjóta að vera nokkrir spaðar hjá þeim á þokkalegum launum… og engin meistaradeild…?

 10. Held að Það snerti alla sem halda ekki með United að Moyes hafi verið látin fara!! Allir sem ég þekki hafa skemmt sér stórkostlega að fylgjast með Moyes í vetur og sjaldan sem einn stjóri hefur gefið svona svakalega mikið af sér til svona breiðs hóps af stuðningsmönnum. fyrir utan kannski united menn 🙂 heheh

  Ég sé ekki marga vænlega kosti af þjálfurum sem gætu farið til United. Ég lít það skref niður á við að fara frá Dortmund yfir í United. Eins með Simone hjá A-Madrid…

  Væri sterkt hjá united að fá Van Gaal eða Guus Hiddink til að rífa þetta upp byggja upp í 2-3 ár. Bayern Munchen er í grunninn Van Gaal að þakka hvernig þeir eru í dag. Enn persónulega myndi ég helst vilja að það væri Stjóri Ala Steve Bruce eða Mark Huges sem myndu taka við United og festa það endanlega Sem miðlungslið 🙂 Það væri góð skemmtun og besta ekki bönnuð innan 18 !!

 11. Ég held að það versta fyrir okkur og önnur lið væri ef þeir færu á eftir Roberto Martinez, Þar fer klókur ungur stjóri sem maður vonar að vilji bara fylgja eftir góðum árangri hjá Everton. Hefur þegar náð betri árangri þar en Moyes á 11 árum. Annars fer hann líklega til Arsenal. Að öðru leiti hef ég engar áhyggjur af því hver tekur við MU. Finnst miklu skemmtilegra að spá í okkar ástkæra klúbb.

  YNWA

 12. Athyglivert að núna er Brendan Rodgers með fjórða lengsta starfsaldurinn í Úrvalsdeildinni.

 13. Fyrsta tímabil Survivor: Salford er nú senn á enda. Hefur ekki valdið vonbrigðum!

 14. Þetta er auðvitað ekki skemmtilegt, því að þetta var frábær skemmtun fyrir okkur að horfa upp á þetta afhroð sem United menn hafa goldið í ár. Það eru þó fyrst og fremst Arsenal menn sem geta þakkað fyrir það – því þeir væru fyrstir út úr CL plássi ef að United hefði ekki gert í skóinn sinn í ár.

  Annars þá eru þessir ManU stuðningsmenn eins og ofaldir kálfar. Þeir eru alltof góður vanir eftir frábæra frammistöðu Ferguson í nærri 30 ár. Vandamálið liggur í þeim að þeir munu að öllum líkindum aldrei finna aðra eins kýr sem mun mjólka jafn vel.

  Það verður því ekkert auðvelt mál fyrir United að finna rétta manninn í þetta starf. Það eru ekki margir toppmenn á lausu og aðrir, líkt og Klopp, virðast ekki vilja koma. Ef maður lítur á önnur nöfn sem eru orðuð við þá, þá er það t.d. Simeone – sem þjálfaði 5 mismunandi lið áður en hann fór að ná árangri með Atletico.

  Louis Van Gaal er að mínu mati einnig spurningarmerki. Hann hefur skilað árangri í gegnum tíðina, en hann hefur hins vegar alltaf verið að spila með topp lið og topp hópa – sbr. Ajax, Barca, Bayern og Holland. Má ég minna menn á að hann yfirgaf Barca síðast þegar liðið var 3 stigum frá falli.

  Þeir munu eflaust finna einhvern mann í þetta starf – en þeir eru aftur á móti staddir aftar en á þeim byrjunarreit sem þeir stóðu þegar Ferguson tilkynnt um starfslok sín í fyrra. Það er því engan vegin skrifað í skýin að þetta sé jafn mikið heillaspor fyrir þá eins og þeir vilja láta að.

 15. Ég vil bara taka þetta tækifæri til þess að þakka Moyes fyrir vel unnin störf fyrir Liverpool þú stóðst þig frábærlega. Nú vona ég bara að þú takir næst við Chel$ki já eða Man City.

 16. Er þetta virkilega frétt sem á heima á stuðningsmannasíðu Liverpool? Erum við ekki stærri klúbbur en svo að þurfa að opinbera Þórðargleði okkar yfir atvinnumissi rauðhærðs skota, jafnvel þó hann hafi unnið við að stýra Manu.

  Annars finnst mér alltaf jafn skrýtið hvað allir sáu það nema Manu menn á sínum tíma hversu arfavitlaus þessi ákvörðun var að ráða manninn. Það sem ég er hins vegar hræddastur við er að við tökum titilinn í ár sem mun verða til þess að helv. hann Ferguson snúi aftur í stjórastólinn hjá Manu. Hefur engum dottið það í hug?

 17. Það sá það hver einasti maður að Moyes var in way over his head. Leikmennirnir og stuðningsmennirnir voru fljótir að snúa bakinu í hann þegar liðinu byrjaði að ganga illa
  Ég bjóst við að fyrst að hann var búinn að halda út svona lengi þá myndi hann fá byrjun næsta tímabils allavega, en aftur á móti er ég alveg 0 surprised

 18. Manu munu þurfa að taka vel til í leikmannahópnum líka fyrir næsta tímabil og það á eftir að taka tíma að finna taktinn á ný hjá þeim. Svo er spurning hversu dýrt það á eftir að reynast þeim að vera ekki í Evrópu á næsta seasoni (eitthvað búin að heyra frá Manu manni um að þeir muni fara í að spila sýningarleiki til að fá inn pening en sel það ekki dýrara en ég stal því).

  Síðan er ekkert garenterað að þeir haldi td. Persie eða Rooney þó svo að Rooney sé nýbúin að skrifa undir samning að þá getur vel verið að hann fái loksins að fara fyrir rétta upphæð og svo spara þeir launakostnaðinn hans líka.

  Þannig að þetta verður skemmtilegt silly season í sumar að mörgu leyti.

 19. Sælir félagar

  Mér gæti ekki verið meira sama en um það hver var, er eða verður stjóri MU.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 20. Einstaka sinnum gerist eitthvað stórt í fótboltaheiminum sem marga langar til að ræða og við opnum fyrir umræðu á það hér, jafnvel þó það tengist Liverpool bara óbeint.

  Þegar eitt af stóru liðunum skiptir um stjóra er t.d. þannig tilvik og það er bara viðeigandi að við þökkum Sir David Moyes fyrir frábærlega unnin störf.

  Við fengum nú eins og EÖE segir óbeint ekki lítið að heyra það hvað Liverpool gæfi sínum stjórum lítinn tíma o.þ.h. þegar Hodgson var rekinn.

 21. Þínn verður sárt saknað….takk fyrir setja vini okkar og félaga sem hafa tekið rangar ákvarðanir smekklega niður á jörðinna þar sem þeir eiga að vera takk kærlega fyrir mig

 22. Einn góður af Twitter:
  “Ryan Giggs has not moved as quickly to replace a man since his sister in law text him to say his brother left for work.”

 23. Leiðinda fréttir. Karlinn var flottur það má hann eiga. Giggs tekinn við út tímabilið og brandararnir fljúga um netið nú þegar. Fyrsta tilkynning frá Giggs er eitthvað á þessa leið:

  “Bring your wives to work, day”

 24. Synd að hann sé rekinn, hónum tókst hið ómögulega, skila Everton hærra en United!

 25. Sæl öll.

  Ég veit ekki með ykkur en ég persónulega þori ekki að hlæja að óförum annarra, því ég trúi því að “What goes around comes around ”

  Ég finn til með Man.Utd bæði stuðningsmönnum og liðinu því ég veit eins og við öll sem erum stuðningsmenn Liverpool að svona rússíbana er ekki skemmtilegur og getur einfaldlega skemmt bæði góð og slæm fótboltalið.

  Ég ætla að senda góða strauma til nágranna okkar og vona að alheimurinn grípi þá og sendi tilbaka góða strauma á Anfield .

  Gæti ekki verið að Man.Utd.bæði stuðningsmenn og liðsmenn væru að fá tilbaka það sem þeir hafa sent út í alheiminn.

  Þangað til næst.

  YNWA

 26. Ég ætla að spá því að Giggs nái að snúa gengi liðsins gjörsamlega á hvolf í næstu 3 leikjum og Man Utd vinni stórkostlega sigra. Pressa muni því myndast á að gefa Giggs lengri tíma með liðið og í kjölfarið fái Giggs samning og peninga til að kaupa leikmenn.

  Hann muni síðan taka næsta tímabil í að átta sig á því að hann sé nú kannski ekki alveg tilbúinn í þetta stórt verkefni og verði látinn fara í kring um ármótinn. Þá verði Man Utd á svipuðum stað í töflunni og dottnir úr öllum bikurum.

 27. Sjálfsagt að sýna tilhlíðlega virðingu en mér finnst nú heilagleikinn orðin fullmikill ef ekki má gera góðlátlegt grín að United við þessar aðstæður.

 28. Nr. 31

  Held að þú sért að misskilja þetta, núna er karma að jafna leikinn eftir að við máttum afplána tíma undir stjórn Hodgson með tilheyrandi háðsglósum. 🙂

 29. #34#

  Það er einmitt það sem ég sagði að nú væru Man. Utd. að fá þetta í hausinn, auðvita má gera góðlátlegt grín af þeim eins og öllum öðrum, og meira að segja hlæja að þeim líka en ég ætla að gera það í hófi…….

  YNWA

 30. Afhverju er samt enginn að ræða Pochettino sem mögulegan arftaka Sör Moyes. Pochettino hefur verið að gera flotta hluti með Southampton og lætur liðið spila háklassa fótbolta!

 31. uussssssss # 37

  Ekki láta þá fá góðar hugmyndir. Ég vona að þeir næla sér í Luis Van Gal sem var að toppa í kringum aldamótinn.

 32. Jæja Chelsea liðið í dag er eins varnasinnað og hægt er.
  Miðjumenn liðsins. Luiz, Ramires, Lampart, Mikel.
  Þetta kallast að planta rútu fyrir framan markið.

  Leikmenn eins og Oscar, Schurrle og Ba á bekknum.

  Hazard og Eto báðir meiddir.

 33. A.madrid þarf að vinna þennan leik 1-2 gegn 0
  svo Chelsea þurfi að halda sínum sterkustu sóknarmönnum ferskum fyrir seinni leikinn….

 34. var alltaf að vonast eftir að júnætid myndi reka stjórann á þessu tímabili því núna er komið panic í þá og næstu 5 stjórar fá ekki mikinn tíma til að gera eitthvað.

  en nóg um það fer ekki að styttast í leik hjá okkar mönnum?

 35. Cech mjög ólíklega með á sunnudaginn, farinn útaf meiddur gegn Atletico

 36. Cech fór meiddur af velli og er því mjög ólíklegt að hann spili á móti okkur á sunnudaginn. Maður óskar samt engum til að meiða sig en þetta veikir þá mikið enda Cech ein besti markvörðurinn á Englandi og jafnvel heiminum í dag.

 37. Þetta það sem chelsea menn kalla taktíska snilli? Búinn að horfa núna í 40 min og mér er óglatt af leiðindum – besta marktækifærið var skot úr horni. Það eru einhverjar hundruðir milljóna að horfa á þetta!

  Vissulega margir í Chelsea sem teljast undantekning frá “fagna ekki meiðslum”-reglunni, Cech ekki einn þeirra – leiðinlegt fyrir hann…

 38. Fótbolti snýst um úrslitt og ef maður er hlyntur því þá nær Mourinho góðum úrslitum oftast en djöfull er þetta leiðinlegur fótbolti(einhverstaðar í London er samt Roy Hodgson að tala um hvað þetta er flottur leikur).

 39. er ekki frá því að þetta sé leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á jesús minn almáttugur ef að móri ætlar að leggja upp með það sama á anfield þá guð hjálpi honum,.
  vissi ekki einu sinni að það væri hægt að vera svona mikill kúkalabbi. djöfull myndi ég putta mig í rassinn úr gleði ef að atletico myndu taka þetta 2-0 !

 40. Erum að fá að sjá akkúrat það sem Móri mun gera á anfield á sunnudaginn, pakkkkkka í vörn og reyna að pota inn einu.

 41. Gjarnan er talað um að framherji fái nægan tíma. Spurning hvort Torres fái ekki að taka með sér góða pappírskilju þar sem hann húkir þarna einn frammi. Hann ætti nú að komast langt í Arnaldi eða Yrsu á þessum 90 mínútum…

 42. er búinn að horfa á 85% af leiknum chelsea hafa ekki náð 5 sendingum á milli sín fáranlegt að þetta lið sé ekki í 9 sæti í deildinni

 43. gangi móra vel að gera þetta á anfield haha skrýtið að hann sé með tortes þarna frammi gæti allveg eins verið með 5-5-0

 44. uss… hvað við gætum átt leiðinlegan sunnudag í vændum…..
  reynum að sækja og sækja og svo í stresskasti í hvert skeipti sem chelsea fær fastleikatriði….
  Vonandi skorum við snemma á þá……

 45. Jesús, þessi leikur! Þarf nánast vökustaura í óskapnaðinn. Þetta Chelsea lið minnir á Grikkland á EM 2004.

 46. Og eins gott að við dettum ekki í þann pakka að reyna háabolta inn í teig hjá chelsea……
  þeir munu pottþétt reyna þvinga okkur í það….

 47. Hér er maður sem má fagna að meiðist – Gott á þig John Terry, vertu lengi frá. Myndi passa konuna á leikdögum ef ég væri hinir í liðinu. Ramires næst takk.

 48. úff eg fæ ógeðishroll að horfa a þetta chelsea lið.. þvílík ömurlegheit að horfa a þennan viðbjóð..

  það verður ekki gaman að mæta þessum ógeðum a sunnudag en skulum vona að okkar menn mæti jafn geggjaðir i leikinn og i aðra heimaleiki gegn toppliðunum i þessari deild ig verði bunir að setja eins og 2-3 mörk a fyrsta korterinu !!!

 49. Sideshow Bob, þarna í vörninni hjá bláu sláturleyfishöfunum étur flesta skallabolta. Gott við erum ekki lengur með Downing og Carrol. Vonandi þræða okkar menn sig í gegnum þessa þursa og við fögnum sigri fótboltans á sunnudaginn. Hversu þykk hafa búntin verið sem þeir veifuðu framan í Salah, Willian ofl.?

 50. Ætli það sé ekki nokkuð líklegt að Frank Lampard og Obi Mikel spili gegn okkur á sunnudag þar sem þeir verða báðir í banni í seinni leiknum?

 51. Úff eru fleiri en ég með enska þuli sem eru að hrósa þessum viðbjóði?

 52. Rodgers verður með lausn a þessu a sunnudag.

  sterling – coutinho – sturridge og suarez verða vonandi allir með og Móri getur reynt að verjast því 😉

  ef allir þessir 4 verða ekki a skotskónum sem er mjog ólíklegt þa er GERRARD alltaf að fara hamra einn af 30 metrunum og tryggja 1-0 sigur …

 53. Skil ekki af hverju chelskí eru að fagna í leikslok. Þeir skoruðu ekki útivallarmark og fá þetta í bakið. Sjáið bara til.

 54. maður er orðinn það siðblindur eftir að hafa ekki unnið deildina í 24 ár að ég fagni því að leikmenn chelsea meiðast mér er nákvæmlega drullu sama hvað þið segið með að fagna ekki meiðslum leikmanna þið vitið það sjálfir að innst inni fagniði því þó einhver finni smá sting einhverstaðar það er ekki eins og einhver sé að fara að deyja. ALLT sem að gefur okkur meiri möguleika gegn chelsea mun ég fagna og að ef hann morinhou spilar sama leik gegn okkur er jafntefli það versta sem getur gerst.

 55. Það verður samt að segjast að A.Madrid voru ömurlegir. Engu líkast en að Moyes hafi verið flogið út til að gefa taktísk ráð. Gerðu ekkert nema að gefa fyrir, aftur og aftur. Hvenær hefur það virkað fyrir spænskt lið gegn ensku?

 56. frábær úrslit á Spáni.

  Verstu úrslitin hefðu verið ef annað liðið hefði farið langt með að klára rimmuna í kvöld.

  Efast ekki um að Móri telji seinni leikinn gegn AM mikilvægari en heimsóknina á Anfield, sérstaklega í ljósi þess að leikurinn er á sunnudegi. Því stendur JM nú frammi fyrir erfiðri ákvörðun varðandi liðsvalið og líklegt er að hann hvíli einhverja lykilmenn næsta sunnud.

 57. Atletico ollu mér miklum vonbrigðum en úrslitin í leiknum algerlega frábær!

  Það er alveg ljóst að Chelsea munu þurfa á öllu sínu að halda í seinni leiknum. Það er því spurning hvað þeir taka mikla áhættu í leiknum á móti okkur.

  Það verður ekki auðvelt að komast í gegnum Chelsea ef þeir parkera rútunni sinni eins á móti okkur og þeir gerðu í kvöld, en okkar fljótu menn munu finna leiðir engu að síður.

  Ég er mjööög sáttur við þessi úrslit í kvöld!

 58. Enn einn dauðinn á skriðbeltunum hjá Móra í kvöld. Manu-menn og gerpið hann Móri ættu hvort annað svo sannarlega skilið.

 59. Á útivelli hefur Jose Mourinho skorað 1 mark í undanúrslitum með Chelsea… og það var sjálfsmark.

 60. Dottaði yfir leiknum en svona leiðinlegur bolti ætti að vera ólöglegur. Gott að Morinho getur ekki spilað uppá jafntefli á ANFIELD – You’re going to need a bigger bus…

 61. Ég veit ekki með ykkur en ég er um borð í “Þetta er í okkar höndum, We Go Again, Make us Dream , 3 leikir eftir, 7 stig og við tökum þetta” gleði lestinni

  Og hef lítinn áhuga að fara út á hvað þá heldur staldra við á “hvað er að gerast hjá manjú” stöðinni.

  Þakka samt Moyes fyrir að hafa reynst okkur Liverpool mönnum vel í vetur.

  Jæja, Captain Fantastic meiri kol á eldinn, FULL STEAM AHEAD, BRING ON chel$ki!!!!!

  TJÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ TJÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ WE CAN DO IT!!!!!!

  Það stöðvar ENGIN þessa lest.

 62. Salha, Matic, Lampard, Mikel, Schwarzer eru allir að fara að byrja inná gegn Liverpool um helgina.

  Átti ekki að dæma Ramires í bann í dag?

 63. Búið að staðfesta að John Terry og Petr Cech verði báðir frá út tímabilið, hrikalegar fréttir fyrir Chelsea menn sem er að ganga inn í sitt erfiðasta prógram á tímabilinu. Að sjálfsögðu eiga Liverpool menn að átta sig á því að það veikir liðið þeirra og hjálpar okkur, hvort sem við vinnum eða töpum. Hins vegar vonar maður að allavega Petr Cech muni ná að HM í sumar en skiptir minna máli fyrir Terry þar sem hann er víst ekki að gefa kost á sér.

  Menn mega samt ekki halda að leikurinn sé sjálfunnin útaf þessum meiðslum Chelsea, langt í frá verður þetta mjög erfitt og þeir eru með fína breidd sem getur komið inn og leyst þessar stöður vel.

 64. Cech er náttúrulega ekki að fara á HM í sumar, frekar en aðrir Tékkar.

 65. Hef ekki áhuga á að gera gys að United. Ég vorkenni Moyes, enda skilst mér að hann sé ágætis náungi. Ég hugsa um Chelsea leikinn öllum stundum alla daga. Munið piltar að hafa hugann við okkar menn og næsta leik. We are Liverpool tra la la la la…

 66. Mér er alveg sama þó einhverjir Chelsea menn meiðist, þeir verða 11 inn á gegn okkur og hafa næga breidd til að stilla upp öflugu liði. Er ekki líklegt að Samuel Eto verði kominn til baka?

 67. er ég sá eini sem er hræddur við að Torres taki sig til og brilleri á sunnudaginn?

 68. Er maður ekki alltaf hræddur við að Torres eigi góðan leik þegar hann mætir Liverpool, staðreyndin hins vegar sú að hann hefur undantekningarlaust skitið þvert og yfir moldarbeðið á móti okkur.

  Jón, misskilningur hjá mér, hélt einhvern veginn að Tékkar hefðu komist á HM 🙂

 69. Kanski að Simeone yrði fínn fyrir Manchester United, það er allavega sama hugmyndafræði í gangi og er hjá þeim… Út á kanta og negla fyir…

 70. Þetta verður mjög erfitt fyrir Móra á móti Liverpool og verður hann hugsa sig vel um hvernig hann stillir upp liðinu í þessum leik til þess að halda leikmönnum eins ferskum og hægt er gegn Atletico. Vörnin verður sérstaklega mikill hausverkur fyrir hann.

  Hann neyðist til þess að vera með Schwarzer i þessum leik í markinu.

  Þar sem Terry er meiddur þá hefur hann einungis þrjá leikmenn í miðvörðinn, Cahill, Luis eða Ivanovic! Ivanovic var í banni í kvöld svo hann mun örugglega spila í miðvörðinum með Luis á ég von á. Cole mun væntanlega spila í öðrum bakverðinum og Azpilicueta í hinum.
  Það eina sem gæti breytt þessu er að hann ákveði að henda inn Nathan Aké í miðvörðinn og Tomáš Kalas í bakvörð en það þætti mér ótrúlegt.
  Hvernig sem fer þá verða alltaf þreyttar fætur á móti Liverpool í vörninni.

  Held að það sé auðveldara að giska á hvernig miðjan og frammlínan verða. Matic spilar pottþétt sem varnartengiliður með Lampard sér við hlið þar sem Lampard verður i banni i seinni leiknum. Salah verður pottþétt á öðrum vængnum, Schurrle á hinum, Oscar í holunni og Ba fremstur.

  Ég ætla að giska á þeirra lineup verði svona:

  ———— Schwarzer ————
  Cole — Cahill — Luis — Ivanovic
  ————– Matic —————
  –Schurrle — Lampard –Salah–
  ————– Oscar —————
  ————— Ba ——————-

  Chelsea mun liggja jafn aftarlega og gegn Atletico í kvöld og reyna svo að sækja hratt með Schurrle og Salah ásamt þvi að hafa Oscar og Ba framarlega. Það verður mikilvægt að fyrir okkar menn að sýna mikla þolinmæði og vera duglegir að láta vaða á markið því ég held að það sé pottþétt að lítið verði um pláss fyrir aftan varnarlínuna.

 71. ætli þetta verði ekki byrjunarliðið þeirra, John Mikel Obi gæti dottið á miðjuna fer eftir því hvað hann ætlar að parkera mikið……

  annars er ómögulegt að giska á lið hjá þeim, það er endalaust af leikmönnum þarna.
  Torres spilaði í kvöld held að hann byrji þá ekki inná gegn okkur hann mun hafa Ba,Ivanovic,cahill og fleiri afreksmenn í sköllum inn á gegn okkur vitandi að fá hornspyrnur og aukaspyrnur er næstum dauðafæri gegn Liverpool
  Hazard veit ekkert með hann er hann að verða klár?

  það skiptir litlu hver er inn á í þessu liði þeirra þeir munu alltaf koma með 11 sterka menn…
  líkamlega sterkir og munu drepa þennan leik niður eins og hægt er…. og ef þeir komast yfir guð hjálpi okkur…..

  Schwarzer

  Branislav Ivanovic
  David Luiz
  Gary Cahill
  Cesar Azpilicueta

  Frank Lampard
  Oscar
  Willian
  Nemanja Matic
  Mohamed Salah

  Demba Ba / Eto

 72. Mourinho sagði í kvöld að ef hann mætti ráða þá myndi hann ekki spila neinum leikmanni gegn Liverpool sem á að spila á miðvikudaginn gegn Atletico en hann ræður því ekki einn og ætlar að tala við klúbbinn.

  Það er nefnilega stutt á milli leikja hjá honum og það er ólíklegt að einhver sem spilar 90 mín gegn Liverpool byrji leikinn gegn Atletico(nema Schwarzer).

  Ég held að það sé gefið að Scwarzer, Matic, Cole, Salah og Lampard byrji gegn okkur svo verður það annað hvort Ba/Torres en ég er ekki viss um að hann láti Schurrle eða Oscar byrja. Því að þeir eru alveg líklegir að byrja í meistardeildinni.

 73. Viðtalið við hann.

  Ég veit ekki, bjóst við varaliði en fyrst hann er að taka þetta fram núna hugsa ég að þetta gæti alveg verið einhver skítataktík hjá honum og hann mæti með sitt sterkasta lið. Það eða tímabær afsökun því eins og við vitum er ekkert honum að kenna.

 74. Eto’o er víst meiddur og held ég að hann verði ekki með. Willian spilaði 90 mínútur í kvöld og mér þykir mjög ólíklegt að hann spili honum strax, sérstaklega þar sem Oscar spilaði ekkert og Schurrle spilaði rúmmlega hálftíma.
  Held einnig að ef Hazard sé svona tæpur þá mun hann aldrei henda honum inn gegn Liverpool. Í spá minni um liðið gerði ég einnig ráð fyrir að Ramires verði bannaður, annað væri gjörsamlega fáranlegt.

 75. Skil ekki allt þetta drull yfir Chelsea? Hvað áttu þeir að gera? Þeir eru að spila á útivelli gegn einu besta liðið heims og halda hreinu. Þeir vildu ekki fá á sig mark og gerðu allt til að halda því hreinu. Verða fyrir gífulegu áfalli á 17 mín þegar þeir missa markmanninn meiddan af velli og svo fer fyrirliðinn sömu leið 50 mín síðar.
  Atletico skapaði ekki neitt að viti allan leikinn og voru virkilega lélegir og hugmyndarsnuðir. Leikplan Moruinho gekk 100% upp, hann vildi 0-0 eða 0-1 og það tókst hjá honum.
  Chelsea klára þetta á heimavelli og vinnur 2-0 og fara í úrslitin.

  Ég er samt ekki að segja að ég sé hrifinn af svona fótbolta en menn gera það sem þeir telja að sé best fyrir liðið og ef það virkar þá er það snilld. Sjáið bara Tony Pulis, er að halda einu lélegasta liðið í sögu úrvaldsdeildarinnar uppi og endar með það um miðja deild.

 76. Örn #87

  Nú hef eg ekki drullað sjálfur yfir Chelsea eftir þennan leik svo ég get ekki talað fyrir þá sem það gerðu. En ef ég ætti að koma með menntaða ágiskun að þá er það kannski vegna þess að þegar önnur lið gera þetta við Móra þá kemur hann fram í viðtölum og talar um að leikurinn hafi ekki selt ensku deildina. Er þá núna að vitna í West Ham leikinn á brúnni. Þá kom Stóri Sam einmitt í viðtöl og sagði nákvæmlega það sama og þú segir. Samt fannst Móra allt í lagi að gagnrýna þá fyrir aðferðina.

  Þannig mér finnst allt í lagi að gagnrýna Chelsea og þeirra leikaðferð þegar maðurinn í brúnni gagnrýnir hana sjálfur. Móri er og hefur alltaf verið hræsni.

 77. pulist gerir þetta ti l að halda palace í deildinni það er ekki hægt að bera það saman við undanúrslit í meistaradeild okei flott hjá honum að vera með 11 menn inní teig og ná 0-0 menn meiga samt allveg drulla eins mikið yfir þessa leikferð og þeir vilja.

 78. Ég finn mig ekki breiðari með því að finna að okkar helstu keppinautum. Ég viðurkenni þó að ég hef alveg skemmt mér yfir leikjum þeirra í vetur, sem er eitthvað alveg nýtt. Nú er “The chosen gone” og mér er bara alveg sama. United vinnur sig út úr þessu. En það mun taka tíma. Á meðan við spilum eins og við erum að spila og munum spila næstu ár, þá bara er ég ekkert að spá í United eða hvað Móri er að bulla eða hvort Wenger sé að væla eða hvaða gæja arabanir séu að kaupa. Við erum bara betri og ég elska mitt lið.

  “Be where your enemy is not.” ? Sun Tzu
  Erum við ekki þar núna ? 🙂

 79. Að Mourinho dirfist að bjóða uppá svona leiðinlegan fótbolta í undanúrslitum meistaradeildarinnar er fáránlegt, hann er með mannskap í að spila leiftrandi sóknarbolta í 90 mínútur, 3 sinnum í viku. En nei, bjóðum uppá einn leiðinlegagsta fótboltaleik sem ég man eftir að hafa horft á. Ekki vottur af vorkun í mér þegar ég sá Terry og Cech meiðast, allt sem tengist Mourinho má rotna.

  Ætluðum að gera okkur glaðan dag í vinnunni í kvöld og horfa á leikinn þar sem lítið var að gera, þakka Guði fyrir að viðskiptavinirnir fóru að láta sjá sig þegar leið á fyrri hálfleik. Held að ég geti ekki lýst því betur hversu pirraður ég er út í Mourinho fyrir að eyðileggja meistaradeildarskemmtunina fyrir öllum. Ef Chelsea kemst í úrslitaleikinn, sem ég tel harla ólíklegt, þá mun ég ekki horfa á úrslitaleikinn, það er klárt mál.

  Get ekki beðið eftir sunnudeginum, vona að Liverpool rassskelli Mourinho heiftarlega.

  FORZA LIVERPOOL

 80. Þegar Moyes var ráðinn stjóri hjá United þá hugsaði ég: Æjj hann er alltof góður kall til þess að standa í þessu bulli, það var alveg ljóst að sá stjóri sem tæki við af Saur Alex myndi aldrei ná árangri. Ég var það heppinn árið 1999 að kynnast David Moyes aðeins . Ég var í 2 vikur að æfa með St,Mirren og ég dvaldi hjá Moyes fjölskyldunni þann tíma. Þetta er yndislegt fólk sem gerði allt fyrir mig og þau eru öll mikilir Íslands vinir. Ég fór td með Moyes á leik Rangers og Dortmund á Ibrox þar sem við sáum Rod Wallace og Jorgen Kohler ” sjálfsmark” skora í 2-0 sigri Rangers.. Nú get ég virkilega farið að hata United aftur og ég vona virkilega að David kallinn Moyes fái eitthvað spennandi lið til þess að stjóna næst.

  Jæja Chelsea verða lemstraðir á sunnudaginn, nú er lagið að klára þá alveg!!

 81. um að gera að drulla yfir Chelsea.
  hversu oft fengum við að heyra það að Liverpool væri algjörlega óáhorfandi knattspyrnulið? undir stjórn Houlliers og Rafa…. við vorum svosem ekkert ósamála því en sem stuðningsmenn Liverpool þá horfðu við á leikina og horfðum á þá með öðrum augum en aðrir þar sem það var eitthvað í húfi fyrir okkur að okkar lið myndi vinna leiki.
  Chelsea er í sömu sporum í dag… sá Chelsea fan sem segir að hann hafi skemmt sér yfir leiknum áðan er hann eitthvað bilaður. En það skiptir þá bara engu máli þeir náðu greinilega því sem var lagt upp með.

  Það hefur verið sparkað í okkur í nokkur ár núna og það liggjandi…. Ef einhverjum hefur dottið annað í hug en að við myndum standa upp og svara fyrir okkur er hinn sá sami meira lítið furðulegur….

  svo ég vitni í einn meistara
  Manutd getur ekki blautan FACT
  Chelsea spilar hundleiðinlegan bolta FACT
  Það var meiri stuðningur á old-boys leik með Liverpool í gær en hjá Mancity að keppa um 1 sætið í Úrvaldsdeildini FACT
  Og Wenger Arsenal er ekki með jafn gott lið og Liverpool FACT
  Ef einhver leikmaður ætlar að krota nafnið sitt undir hjá Tottenham í sumar framyfir Liverpool er sá hinn sami metnaðarlaus FACT

  https://www.youtube.com/watch?v=_0wRDmmBlX0 – FACT

 82. #88 Birkir. mátt ekki gleyma því að Chelsea vantaði sinn lang sterkasta sóknarmann sem er Hazard. Öll lið myndu sakna hann. Missa Cech sem er áfall og Terry er frábær. Þeir taka þetta A.Madrid lið á heimavelli 2-0.

  Nota bene, Liverpool og Chelsea spiluðu all nokkra svona leiki á árunum 2005-2007 þegar Rafa og Mori voru að keppast við, steindauð 0-0 jafntefli og engin færi 🙂 Ekki nema þegar Luis litli Garcia skoraði 🙂

 83. Lítið hægt að setja út á leikaðferð Chelsea á útivelli í Evrópu meðan þeir ná árangri. Ef að stuðningsmenn Chelsea (eða sá eini sem skiptir máli, Roman) er sáttur við þetta er ekkert að þessu.

  Jose Mourinho er oftar en ekki eins og glorified Sam Allardyce og þessi leikur var frábært dæmi um það. Gleymum samt ekki að Chelsea er líklega besta liðið sem við höfum mætt á þessu tímabili. Þeir geta alveg spilað líka.

  Það er hinsvegar mikið í lagi að drulla yfir allt sem Jose Mourinho hefur til málanna að leggja enda ekki nokkur maður þreyttari í boltanum. Hrokagikkur með engan klassa né virðingu fyrir mótherjum sínum. Að hann sé farinn að tefja í fyrri hálfleik með svona dýrt lið gegn A. Madríd er ekkert svakalegur gæðastimpill ef þú spyrð mig en þeir ná árangri.

  Liverpool fór nokkrum sinnum með svipaða leikaðferð í Evrópuleiki og náði mjög góðum árangri. Reyndar oftast þá sem töluverðir underdogs. Ekki kvartaði ég enda nákvæmlega sama á þessu stigi CL hvernig Liverpool vinnur svo lengi sem liðið vinnur, rétt eins og í deildinni núna.

  Ekki trúa einu orði um að hann komi með eitthvað varalið á Anfield, hann á gríðarlega stóran hóp og verður alltaf með mjög gott lið á Anfield. Kæmi engum á óvart ef Terry verður með t.a.m.

  Brendan Rodgers er vonandi með allar hans aðferðir á hreinu.

 84. Hvort menn/konur drulla hér yfir Chelsea finnst mér ekki svo moyið, Mourinho á það alveg inni – hann er bara fríðari útgáfa af BigSam og hefur náð betri árangri.

 85. Ef þeir spila sömu taktik a móti okkur og Madirid þá verður þetta erfitt.

  Það er ekki auðvelt að skora á móti 6 3 1 leikkerfi

 86. Örn (Fuglinn), finnst þér bara almennt vera sambærilegt að vera með eitt allra dýrasta lið í veröldinni, þá sér í lagi þegar kemur að sóknarþenkjandi mönnum, og svo liðum sem eru klárir underdogs í leiki á þessu level-i? Held að um það snúist nú þessi umræða, þ.e. að þetta Chelsea lið er eitt það dýrasta í sögunni og bara almennt séð hefur mótortúllinn verið með fáránlega dýr lið, en lætur þau spila Stoke bolta. Verði þeim að góðu.

 87. Óheppni hjá 365 að þegar þeir sýna leik í opinni skyldu þeir velja leik með Chelsea. Þetta er eins leiðinlegt lið og þau gerast. Neikvætt og álíka spennandi og kvikmyndin Diary of a Wimpy Kid sem ég gerði tilraun til að horfa á um helgina.

  Mourhino kemur síðan í viðtal og leikur fórnarlambið. Hann á svo voða bágt af því að ekki er spilað á laugardegi. Segir nánast blákalt að hann spili með varaliðið á Anfield. Eitt er að hugsa eins og Mourhino en annað er að tala svona opinberlega. Hvað finnst t.d. ManC mönnum um þessi ummæli?

 88. Það eru nákvæmlega 0% líkur á því að Chelsea mæti á Anfield með eitthvað “létt” lið. Jafnvel þó svo einhverjir verði í banni og aðrir meiddir og enn aðrir hvíldir, þá skal enginn segja mér að Chelsea sé ekki með nógu breiðan hóp til að geta stillt upp hættulegu liði. Held að þetta séu dæmigerðir “mindgames”, og að planið sé að láta okkar menn halda að þetta sé unnið fyrirfram.

  Ég treysti Rodgers & co til að sjá í gegnum þetta.

 89. Það er eiginlega nokkuð sama hvaða liði Chelsea stillir upp, það lið verður líklegast talsvert dýrara en okkar. Þannig að allt tal um varalið er bara hjákátlegt væl hjá þessum leiðinlegasta framkvæmdastjóra sögunnar. Ég skildi alveg pointið fyrir nokkrum árum síðan, þ.e. að einhverjir væru með swag fyrir töffarastælunum. Fannst sjálfum hann alltaf vera drep leiðinlegur og langt frá því að vera The Special One. En í dag? Really? Eru bara í alvörunni einhverjir þarna úti sem eru ennþá á þessari skoðun?

 90. Guderian.

  Hvernig fékkstu það samt út að “Diary of a Wimpy Kid” yrði spennandi? 🙂

 91. Einhversstaðar sá ég eða heyrði að Móri og co hafi marg beðið um að setja leikinn á laugardag en Liverpool hafi hafnað því.
  Hvað finnst mönnum um það?
  Persónulega finnst mér rétt að hafna því.

 92. þá hefði líklegast orðið að breyta leik Liverpool gegn Palace líka þar sem Liverpool hefði þá líklegast þurft að spila 5. og 7. maí. Fullkomlega skiljanlegt að mínu mati hjá Liverpool að hafna þessari beiðni Mourinho

 93. Hvað áttu við með því að við hefðum þurft að spila 5 og 7 maí? Ef ætti að færa einhvern leik þá ætti að flýta leiknum gegn Palace um einn dag því við erum og vorum allavega svo skelfilega lélegir í leikjum á mánudagskvöldum!

 94. Chelsea mun mæta með sitt sterkasta lið sem völ er á. Munurinn á Liverpool og Chelsea er að síðarnefnda liðið hefur mun meiri breidd innan sinna vébanda. Chelsea getur leyft sér að gera 5-6 breytingar á byrjunarliði á milli leikja án þess að það komi niður á gæðum eða spilamennsku liðsins. Það er bara eitt öruggt fáum að mæta öflugu og fersku Chelsea liði á sunnudaginn, þar sem hið margfræga dagsform mun ráða úrslitum.

  Nú taka við þrír dagar af mindgames og lítið annað að gera en að láta orð Móra fara inn um eitt eyrað og útum hitt. Burt séð frá því hvað menn segja þá er ljóst að lang stærsti leikur Liverpool í sögu PL verður á sunnudaginn, leikur í anda einvíga liðanna í CL.

  Það er hins vegar ljóst að úrslit sunnudagsins munu hafa mikil áhrif á uppá framhaldið í síðustu tveimur umferðunum.

  Ef allt fer á besta veg þá getum við losað okkur við Chelsea í toppbaráttunni og ef City tapar þá er staðan verið sú að eitt stig í tveimur síðustu leikjunum dugar til þess að tryggja titilinn.
  Ef City gerir jafntefli dugar Liverpool einn sigur eða tvö jafntefli í síðustu leikjunum.

  Fari hins vegar allt á versta veg að Liverpool tapi og City vinni þá er Liverpool dottið úr bílstjórasætinu og þarf að treysta á önnur lið gegn City. Vissulega hafa menn látið þá skoðun í ljós að City sé ekki að fara vinna alla sína leiki en ef þeir komast í bílstjóra sætið þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi og örlögin eru í þeirra höndum. Það er einfaldlega ekki góð staða fyrir Liverpool að vera í.

  Geri Liverpool og Chelsea hins vegar jafntefli og City vinnur er ljóst að baráttan heldur áfram, nánast allt til loka, að því gefnu að City vinni á sun. City getur þá komist 1 stigi frá Liverpool með að vinna þann leik sem liðið á inni. Liverpool gæti þó hugsanlega tryggt sér titilinn með sigri á Palace að því gefnu að Everton vinni City í næst síðustu umferðinni.

  Að lokum, þá held að það séu mjög blendnar tilfinningar fyrir atvinnurekendur að hafa Liverpool menn í vinnu um þessar mundir. Einbeitning og vinnuframlag fyrir neðan viðmið en starfsmórall og gleði í hámarki. 🙂

 95. Davíð. Það sem ég meina er að Palace leikurinn hefur verið settur á 5. maí. Þar sem deildin er búin 11. maí og Chelsea spilar í miðri næstu viku líka þá hefði þurft að setja leikinn í miðri viku fyrir síðustu umferðina.

  Hefði þá þurft að breyta bæði Palace-leiknum og svo Chelsea.

 96. Tek undir með einare….það er ekki nokkur leið að halda einbeitingu í vinnunni þessa dagana.
  Alveg bölvanlegt en held þó að ef við verðum í baráttunni næstu árin þá verði það aldrei eins og núna….við bara verðum að vinna þessa dollu núna.

  Held að United, Chealsea, City , Arsenal og jafnvel Everton og Tottenham komi margefld á næsta tímabili og þá verða United líka í sömu stöðu og við þetta tímabil.

  Engin evrópukeppni(líklega), væntingar mun minni og líklega þær sömu og við vorum með fyrir þetta tímabil, þ.e. að komast bara aftur í champions leage. Pendúllinn gæti því auðveldlega sveiflast aftur þeim í hag.

  Taka því þessa dollu núna, kaupa svo bestu bitana á markaðnum sem englandsmeistarar og fastnegla okkar veru í 1-2 sætinu næstu árin

 97. Varðandi breytingar á leikdegi: Eins mikið og mér er illa við að vera sammála Motormouth, þá þyrfti Enska Deildin að gera betur við Meistaradeildarliðin. Það myndi koma okkur vel næsta vetur að fá betri hvíldir milli leikja. Vona þetta sé í síðasta sinn sem ég hef samúð með kjaftasktinum.

 98. Elsku félagar, ekki trúa einu orði sem vellur upp úr Motormouth varðandi að hann vilji hvíla lykilmenn og gefi þannig til kynna að hann ætli bara að rétta okkur titilinn (eins og slegið er upp í einum fjölmiðli hér á landi). Þetta er bara hluti af hans mind-games. Það skiptir bara nákvæmlega engu máli hvaða liði hann stillir upp á móti okkur. Hann er með það stóran og dýran hóp. Motormouth ætlar sér að vinna þennan leik og ekkert annað. Látið ykkur ekki detta annað í hug.

  Vona bara að þetta mind-game hjá honum sé ekki að hafa áhrif á BR og hans menn. Þeir eiga ekki að hlusta á þetta bull og einbeita sér að sjálfum sér. Við ætlum að vinna þennan leik, það er ekkert flóknara!

  Hins vegar verð ég að viðurkenna það að Motormouth hefur eitthvað til síns máls þegar kemur að leikjaálagi ensku liðanna í Meistaradeildinni. Það er sennilega engin tilviljun að Spánverjar eru með 4 lið eftir í Evrópukeppnunum á meðan Englendingar eru bara með eitt lið. Við fáum að kynnast þessu aftur mjög fljótlega 😉

 99. Held að þú sért að misskilja þetta Páló. Chelsea vildi bara færa leikinn við Liverpool frá Sunnudeginum og einn dag til baka, þeas spila hann á laugardaginn. Þetta hefði að sjálfsögðu engin bein áhrif á Liverpool og þeirra leikjaröðun í maí.

  Ef svo skemmtilega vill til að við vinnum titilinn í fyrsta skipti í 24 ár þá vona ég innilega að það verði ekki á mánudagskvöldi, þó það sé að sjálfsögðu aukaatriði.

 100. Þetta væl í maskínutúllanum er akkúrat bara það, væl. A.Madrid eru líka að spila leik á sunnudaginn og eiga svo útileik í öðru landi á miðvikudegi. Sé ekki alveg muninn á stuðningi knattspyrnusambandanna hérna. Svo stór efast ég um að LFC hafi neitað því að færa leikinn fram, í rauninni er ég pottþéttur á að svo var ekki og efast reyndar um að Chelsea hafi eitthvað beðið um þetta. Ef leikurinn hefði verið færður fram um einn dag, þá hefði það hentað okkar mönnum fínt, minni tími fyrir Chelsea að undirbúa sig fyrir leikinn. Þetta er bara afsakanaframleiðsla á sterum.

 101. Er sammála þeim hérna sem segja að Mourinho hafi sett leikinn rétt upp fyrir Chelsea en skil ekki hvernig þeir eiga síðan allt í einu að breyta um leikstíl á Brúnni og vinna 2-0. Mourinho mun setja þann leik alveg eins upp og reyna að vinna í vítakeppni. Þegar lið mætir Atletico og ætlar að sækja þá tapar það leiknum í 95% tilvika. Að segja að Atletico hafi verið lélegir í leiknum er í rauninni fáránlegt. Chelsea hafa spilað þessa 6-3-1 taktík gegn Barcelona á tíma Guardiola og gegn Bayern á tíma Heynckes og í bæði skiptin náð jákvæðum úrslitum. Það er ekkert hægt að gera gegn þessu.

 102. Ég skil ekki af hverju allir eru svona 100% á því að Mourinho komi með sitt sterkasta og besta lið á Anfield? Miðjan og framlínan verða alltaf öflug því þar er breiddin, en hvar er breiddin í þessari vörn? Þetta eru þeir leikmenn sem hann hefur í vörninni:

  Cahill (28), Luiz(27), Ivanovic(30), Azpilicueta(24), Cole(33), Nathan Aké(19), Tomáš Kalas(20).

  Þetta eru engin unglömp og af þessum leikmönnum spiluðu Cahill, Luiz, Azpilicueta og Cole allir gegn Atletico og verða væntanlega allir notaðir gegn Atletico aftur á miðvikudaginn. Ég er ekkert viss um Cole þoli þrjá leiki sem og að Cahill og Luiz ættu að fnina vel fyrir því að spila þrjá leiki á 8 dögum. Ef Mourinho leggur þetta upp þá hlýtur hann að hugsa þetta eins og Einar talaði um í síðasta podcasti. Til þess að vinna deildina þá þurfa þeir að vinna Liverpool, vinna hina tvo leikina og vonast til þess að Liverpool tapi 3 stigum sem og að City tapi einhverjum stigum. Auðvitað er allt hægt en þetta er frekar á hæpið. Á sama tíma er hann 90 mínútum frá því að koma Chelsea í úrslit CL.

  Hvort haldið þið að Chelsea vilji taka þá áhættu að setja sitt sterkasta lið inn, í von um að vinna og að Liverpool og City tapi stigum í síðustu umferðunum, eða sleppa því að taka áhættu og mæta með ferska leikmenn í leik sem getur komið þeim í úrslit CL.

  “Varalið” Chelsea verður alltaf sterkt fram á við en til þess að nota sér þá ógn verða þeir að sækja. Ég held að Chelsea komi frekar á óvart með því að spila leikmönnum sem ekk muni spila næsta miðvikudag og prófi að sækja á Liverpool í stað þess að liggja til baka. Hann hefur svo sem engu að tapa. Það býst enginn við að þeir vinni deildina svo hann getur leyft sér að koma Liverpool í opna skjöldi og notfæra sér kraftinn sem er framar á vellinum í Ba, Salah, Oscar og mögulega Schurrle. Ginkel gæti jafnvel komið inn.

  Jafnvel þó að það yrði slæmt fyrir Chelsea að tapa báðum leikjum þá vilja þeir pottþétt ekki þurfa að segja, bara ef við hefðum hvílt gegn Liverpool, þá værum við hugsanlega í CL úrslitum. Gleymum heldur ekki að Mourinho hefur unnið PL með Chelsea en ekki CL. Hann vill pottþétt bæta þeim titli í safnið frekar en öðrum PL.

 103. Það er 100% að Chelsea hvíli einhverja gegn Liverpool en liðið þeira verður engu að síður gríðarlega sterkt.

  Átti samt ekki að dæma í máli Ramires í gær????????

 104. Tel engan sens ad thessi refur se ad fara mæta a Anfield med ,,varalidid” sitt.

  Væri skemmtilegast ad vinna theirra sterkasta lid, munum keyra yfir tha!!

 105. Varalið hvaða bull, þetta eru bara mindgames hjá motormouth. Menn eiga ekkert að hluta á kallinn. Það er ekkert í húsi ennþá 3 úrslitaleikir eftir. Takmarkið nálgast og menn meiga ekki missa einbeitninguna #wegoagain

 106. Þeir einu sem trúa þessum froðusnakki frá cel$ki eru fjölmiðlamenn, sem birta hvaða bull sem kemur út úr þessum athyglissjúka stjóra.

  Hann er alltaf að fara að mæta með lið sem spilar nákvæmlega sömu leikaðferð og hann spilaði á móti A. Madrid, verjast með svona stoke bolta og vonast eftir að pota inn einu marki.

  Þannig verður hans leikaðferð á móti Liverpool og það skiptir ekki máli hvaða leikmenn hann notar, og hverja hann kallar sitt “varalið”

 107. Fjandinn, hættið að tala um Chelsea liðið!
  Var að sjá að ég á upphitun. Hvað á ég að að fjalla um þar, London?
  Hrumpf.

  En talandi um Chelsea leikinn, ég skal gefa þessum það að hann er mögulega meira stressaður en ég…

 108. Það eru margir á Twitter að tala um að þriggja leikja bann verði tilkynnt eftir klukkutíma.

 109. Einn Man U fan á Facebook-inu mínu sem var vikulega að setja inn glory glory pósta á síðasta tímabili póstaði tengil að fréttinni að Moyes hefði verið rekinn með yfirskriftinni ,” Kanski maður horfi þá á næsta leik”.

  Man U stuðningsmenn í hnotskurn….

  Kv. Einn sem horfði á alla leikina undir stjórn Hodgson.

 110. Moyes beit puttann af Manchester United og þeir hrintu honum í eldinn í Mount Doom

Kop.is Podcast #58

Fréttaflakk á langri viku (opinn þráður)