Kop.is Podcast #58

Hér er þáttur númer fimmtíu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 58. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Babú, SSteinn, Maggi, Einar Örn og Eyþór.

Í þessum þætti ræddum við sigurinn á Norwich City, yfirvofandi brottrekstur David Moyes hjá United, óvænta gjöf Sunderland og hituðum upp fyrir leikinn gegn Chelsea.

18 Comments

  1. Liðið gegn Chelsea velur sig sjálft.
    Ef Sturridge er inni þá fer Lucas út. Þá sjáum við Gerrard, Allen og Coutinho á miðjuni.
    Ef Sturridge er ekki með þá er þetta sama lið.

    Staðan er einföld.
    Sigur gegn Chelsea = Þá vantar okkur 4 stig gegn Palace og Newcastle.
    Jafntefli gegn Chelsea = þá þurfum við 6 stig gegn Palace og Newcastle
    Tap gegn Chelsea = þá þurfum við 6 stig og vona að Man City tapi stigum.

    Þetta verður rosalega erfiður leikur en stemninginn á Anfield verður rosaleg.
    Chelsea spila allt öðruvísi en Arsenal, Man City eða Tottenham. Þeir eru miklu þéttari í vörninni og gefa ekki eins mörg færi á sig og hinn liðinn.
    Ég spái 1-1 leik.

  2. p.s Skrtel er okkar besti miðvörður og Sakho er klaufalegur með boltan en miklu betri í loftinu en Agger svo að þeir breytta því aldrei.
    Ég veit að % er Sakho með góðar sendingar en það þarf ekki annað en að horfa á manninn til þess að sjá hann er oft rosalega tæpur með boltan.

  3. Sammála því sem kom fram í podcastinu að úrslitin gætu ráðist fyrir lokaumferðina.

    Mér finnst líka athyglisvert að það eru bara tvö lið sem Liverpool er ekki búið að vinna á þessari leiktíð: Chelsea og Newcastle. Þar spilar sjálfsagt inn í að bæði þessara liða hafa aðeins mætt okkar mönnum einu sinni, og þá á útivelli. Vonum að þetta lagist og að í lok tímabilsins hafi öll hin liðin mátt lúta í gras.

  4. Flottur þáttur ekki frá því að maður hafi róast aðeins niður á að hlusta á hann.

    Chelsea á eftir Norwich heima og Cardiff úti þessi lið eiga möguleika á að bjarga sér.
    City er að fara á þennan þrönga völl og í eitthvern hálofta bolta gegn Palace svo Everton úti sem verður alls ekki gefið fyrir þá þar fyrir utan er West ham og Villa þeir gætu alveg tapað stigum.
    Liverpool byrjar með 1 stig gegn Chelsea og liðið verður að gera allt til þess að fara ekki með minna en það stig allavega út úr þeim leik.
    Liverpool er byrjað að undirbúa sig fyrir leikinn nú þegar stuðningsmenn liðsins eru byrjaðir að búa til eitthvað brjálað fyrir leikinn og Chelsea þurfa að fljúga til spánar og undirbúa sig fyrir semi finals í CL og munu ekki byrja að spá í okkur fyrr en á miðvikudag. við eigum að vera frískari og held að okkar menn séu bara svakalega hungraðir í þennan bikar. meigum bara ekki fara á taugum.
    ef við tökum 1-3 stig frá Chelsea þá er það bikarúrslitaleikir við Palace og Newcastle eigum við ekki alltaf að vinna þessi lið þegar allt í í húfi fyrir okkur en ekkert fyrir þau?

    KOMA SVO!!!!! Það er komið að okkur að fagna anskotin hafi það………

  5. Gerrard er víst meiddur á hæl og er hann því að spila meiddur.

    Skýrir kannski af hverju hann sást lítið í Norwich Liverpool.

  6. Flottur þáttur strákar. En þetta tal og vangaveltur hjá ykkur um aðallið og varalið Chelsea fór smá í pirrurnar á mér!! Tala um að rúlla yfir eitthvað “varalið” hjá toppliði í PL sem er að taka þátt í öllum keppnum og er alltaf að byggja á einum og hálfum hóp í það minnsta ef ekki tvöföldum hóp!! Þetta er umræða út í hött að mínu mati. Maggi var með flottasta punktinn í þessu samhengi að það er ekkert spennandi að fá í þennan leik einhverja ferska leikmenn sem hafa spilað minna undanfarið! Þetta er og verður bara hrikalega erfiður leikur alveg sama hvaða menn Móri Bullari velur í hlutverkið að mæta Liverpool. En ég held að stemmingin á Anfield verði geðveik á sunnudaginn og alveg sama hvernig þessi leikur spilast þá erum við alltaf að fara sjá hvern og einasta leikmann hjá okkur með toppframmistöðu og hlaupa úr sér lungun… ég treysti því að BR verði búinn að setja axlabönd á Glen Johnson og aðra leikmenn sem “duttu út” í leiknum á móti Norwich. Það vill enginn verða gripinn með buxurnar á hælunum á Anfield á móti Chelsea í þriðja síðasta leik í DAUÐAFÆRI að svo gott sem tryggja okkur TITIL!!!!!

  7. Flott podcast, en fór mikið í taugarnar á mér hvað þið rædduð mikið hversu lélegur Lucas var og hversu ömurlegur Johnson var.

    Lucas (sem er ekkert Gerrard) var ekki að spila sinn besta leik, en alls ekki sinn lélegasta. Hann er að spila í “nýrri” stöðu, hefur yfirleitt spilað neðar á vellinum. Hann vann nokkra bolta og lokaði mikið á spilið á miðjum vellinum, neyddi Norwich til að spila upp kanntanna því að hann vissi að Skrtel og Sakho væri mikið betri í að stoppa sóknir með því að skalla bolta frá heldur en að fá leikmenn beint á sig. Hann leit út fyrir að vera latur, en hann var alltaf tilbúinn að fá boltann, en kom honum ekki nægilega vel frá sér. (Muniði hvernig Gerrard var gegn Aston Villa) Lucas á inni sénsa, ég held að hann gæti vel orðið góður með Henderson á miðjunni fyrir framan Gerrard, ein frammistaða gerir ekki út um vonir hans.

    Þið fóruð síðan að tala um Meistaradeildina, sem gladdi mitt “litla” hjarta”. Ég er sammála þessum sem vildi Bayern München (þekki ekki raddirnar í sundur). Ég vill fara beint í stóra leiki og ég tel það ekki slæmt fyrir Liverpool að vera í 3. styrkleikaflokki, gott að spila erfiða leiki í riðlakeppninni, ef þeir komast í gegnum það þá ættu þeir að ná langt, ef ekki þá geta þeir einblýnt á deildina og litlu dollurnar.

    Ég er eins og hinir, ég vildi Chelsea leikinn í dag. Ég get ekki beðið. Ég er orðinn óþolandi í vinnunni, var stöðugt að líta á símann til að skoða stöðuna í City leiknum, pólverjarnir orðnir leiðir á fótboltaumræðunni enda báðir United menn. (Glöddust örlítið í dag þegar þeir fréttu af Moyes og þessu öllu saman) Ég vill sjá sama lið gegn Chelsea, ef Sturridge er heill þá ætti Coutinho að víkja. Sama um hann og Lucas, ein frammistaða gerir ekki út um vonir né ætti að gera hann að stjörnu, hann átti góðan leik gegn City en var skelfilegur gegn Norwich. Ég held að Lucas gæti spilað stærra hlutverk gegn Chelsea þar sem hann hefur augað fyrir spili og er mjög góður varnarlega. Það er samt ömurlegt að þurfa að láta menn venjast nýrri stöðu á vellinum þegar 3 leikir eru eftir, en Liverpool ræður við það.

    Hlakka mikið til næsta sunnudags, upphitunarinnar og umræðunnar í kringum leikinn.

    FORZA LIVERPOOL!

  8. #8 hahaha, ég heyrði það ekki en skoðaði þetta frekar og heyrði það. Þetta var alvöru prump, þetta var ekki fret eða viðrekstur, þetta var prump.

  9. Eyðimerkurgangan heldur bara áfram hjá United, það verður gaman að fylgjast með þessu, enda Moyes svo langt frá því að vera eina vandamálið hjá þessu félagi þessa daganna.

  10. Hugrenning í sambandi við Norwich, Chelsea, C. Palace og Sturridge.

    Í stöðunni 2-0 í síðasta leik fóru Norwich að pressa og færðu liðið ofar. Venjulega þegar lið hafa varist svona gegn okkur haga þau farið illa útúr því. Munurinn held ég að sé að við vorum án Sturridge og hans endalausu hótana um að stinga sér inn fyrir. Þegar lúið hafa pressað okkur hátt og Sturridge hefur haldið vörninni aftar á vellinum þá hefur myndast mikið pláss á miðjunni til að koma boltanum á Coutinho, Sturridge og Sterling sem svo sækja hratt. Hefur svín virkað. En á móti Norwich var Suarez ekki að halda vörninni þeirra aftur = minna pláss og boltinn komst ekki úr öftustu 5.

    Þá að Chelsea og Palace. Ég held að öllum sé ljóst að Chelsea komi til með að liggja aftarlega. Sturridge þarf þá ekki að vinna í því að halda vörninni þar og hæfileikar Suarez til að galdra sig framhjá mönnum á 1 fermetra munu skipta meira máli auk þess að vera með ábyrga sitjandi menn á miðjunni til að taka á Chelsea þegar þeir brake-a. Ég er því ekki viss um að Rodgers muni nota Sturridge þótt hann verði klár. Heldur noti hann 100% kláran á móti Palace þar sem hann mun nota hann á sama hátt og hann hefði gagnast okkur á móti Norwich.

    Það sem stríðir á móti þessari spá minni er að Rodgers hefur alltaf fundið pláss fyrir báða framherjana okkar ef þeir eru báðir heilir. Er mjög spenntur að sjá hvernig hann spilar úr þessu.

    Takk fyrir gott podcast að vanda. Skellti uppúr með ykkur þegar Babú spurði hvort það væri ekki bara hægt að afhenda Spurs “utan CL” innkaupa listann okkar strax… spot on 🙂
    Missti því miður af prumpinu en er ekki að fara að vinna í því að finna réttan stað í podcastinu til að heyra einhvern mann prumpa 🙂

  11. Þetta podcast hefði ekki getað byrjað betur, CL lagið…we are back 😉 But I want more!!!

  12. Mér ornaði um hjartaræturnar þegar Kristján Atli minntist á Hörðuvelli. Maggi líklega sá eini sem veit hvar þeir eru.

Norwich 2 – Liverpool 3

Moyes rekinn (staðfest)