Kop.is Podcast #57

Hér er þáttur númer fimmtíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 57. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stýrði þættinum óvænt í fjarveru Kristjáns Atla sem komst ekki á Skype í kvöld og er núna líklega búinn að fórna fartölvunni í pirringi. Með mér að þessu sinni voru hinir pennar síðunnar þeir SSteinn, Einar Örn, Eyþór Guðjóns og afmælisbarn dagsins og Herra Ólafsvík Magnús Þór Jónsson.

Í þessum þætti ræddum við sigurinn á Man City, já Manchester f####g City! Fórum yfir stemminguna í kringum liðið núna og ræddum bæði þennan leik og næsta út frá hverjum leikmanni fyrir sig.

21 Comments

  1. Ég hlusta bara á þetta eins og sótsvartur almúgurinn. Þakka Skype Inc. kærlega fyrir að drulla yfir mig í dag. Ég er með tvo snjallsíma, tvo iPad-a og tvær tölvur á heimilinu og komst ekki inná Skype á neinu þeirra, hvorki á mínu notendanafni né konunnar.

    Kíkti svo á skrifstofuna seint í kvöld og þar gat ég loggað mig inn á Skype.

    Ef einhver veit lausnina á þessu má sá hinn sami endilega deila því með mér hérna. Ætli IP-talan heima hjá mér hafi lent á svörtum lista? Spurning.

    Allavega, flottur þáttur. Strákarnir voru aðeins jákvæðari í garð Glen Johnson en ég hefði verið, en mér fannst hann og Sturridge vera áberandi stressaðastir á boltanum og gerðu lítið af viti með hann í leiknum, en vörðust og unnu þó vel með heildinni. En auðvitað á maður ekki að vera að kryfja þennan leik of mikið, við bara unnum hann og svo er það Norwich næst.

    Flottur þáttur, takk fyrir mig strákar. 🙂

  2. Nice að fá þetta svona í surround ;D

    Ég var í svipað miklu veseni og KAR með Skype en tókst að logga mig inn á endaum með því að gera nýjan aðgang. Þurfti líka að endurnýja forritið sem tekur þetta upp og þetta er því alveg óvart ekki í mono. Afsakið þið sem hlustið á þáttinn með (bókstaflega) öðru eyranu.

  3. Linuxnördar geta downmixað þetta í mono með: mplayer -af pan=1:0.5:0.5 thattur-57.mp3

    Ég er að hlusta þannig, var að koma heim úr fótbolta kl 12. Eflaust eru til ansi margar leiðir til að gera það sama á PC, er a.m.k. hægt með Audacity og eflaust VLC. 🙂

  4. Hvernig geri ég þetta í Audacity? Ímyndaðu þér að þú sért að útskýra þetta fyrir 5 ára barni 🙂

  5. Babu:

    #1 – opna track í Audacity
    #2 – select all
    #3 – Tracks (dropdown menuið) – Stereo Track to Mono
    #4 – exporta sem mp3 (file – export, velja 128 kbps o.s.frv) – þetta er auðvitað bara nauðsynlegt ef þú vilt vista til að uploada aftur, frekar en bara að hlusta

    #4 gengur líkast til ekki án þess að vera með http://lame.buanzo.org/ uppsett – ástæðan er sú að MP3 er ekki alveg laust við notkunarleyfi og royalties, svo þeir dreifa encodernum ekki með.

  6. Takk Eyjólfur, endurvakti samtalið bara enda ansi snögglega afgreitt. Var búinn að grafa þetta upp og þetta ætti vonandi að vera komið í mono núna. Ekkert að því, Simmi og Jói byrjuðu á Mono.

  7. Takk fyrir gott podcast, alltaf jafn ánægjulegt að halla sér aftur og hlusta á ykkur.

  8. Er einhver af ykkur kop mönnum að fara á lokaleikinn gegn Newcastle ?
    Væri gaman að bjóða ykkur í kaldan fyrir alla dægrastyttinguna síðurstu ár. Ég er búinn að lesa hvern einasta staf sem hefur verið settur hérna inn síðan 2008 eða eitthvað.
    Takk fyrir

  9. Sterling er auðvitað mjög flottur.

    En Owen setti 23 mörk 18 ára gamall með Liverpool, og svo 23 mörk árið eftir líka. Var orðinn heimsklassaleikmaður fyrir tvítugt. Ég hef grun um að þið látið álit ykkar á núverandi Owen trufla ykkur þarna.

  10. Nr. 13

    Mögulega en er svo galið að gera sér vonir um að Sterling verði jafnvel betri en Owen og að hann sé litlu minna efni? Hann hefur að mínu mati mun meira í sinu vopnabúri til að verða mun betri leikmaður en Owen var þó Owen hafi byrjað með mun meiri látum.

  11. Alls ekki, ég geri mér miklar vonir um að Sterling verði svakalegur. Mér finnst bara mjög premature að tala um hann sem betri ungann leikmann en Owen var. Owen var algjör bomba, betri á boltann og ekki mikið seinni að hlaupa en Sterling (þrátt fyrir litarhaft 😉 )

    Sterling hefur tekið gríðarlegum framförum á þessu tímabili og vonandi heldur hann áfram að þróast en verði ekki annar Aaron Lennon.

    Svo kannski kemur Sterling og tekur HM með stormi í sumar.

    PS: Litarhaftsbrandarinn á rétt á sér, frá upphafi mælinga hefur aðeins einn hvítur maður hlaupið 100 metrana á undir 10 sek.

  12. Var að horfa á myndbandið með Íranum og hann er sko ekki einn um þetta á leikdegi. 🙂

  13. Er ekki alltaf Monday night football þáttur á skysports sem ætti að vera kominn?

    Veit einhver um link.

  14. Þetta er svo gaman. Ég er búinn að vera með “we’re gonna win the league” chantið á heilanum frá því í city leiknum og það er ekkert að minnka. “Hræddur” um að það verði þar næsta mánuðinn!

  15. Maður fær gæsahúð fyrir allan peningin hvort sem er fyrir myndböndin frá Babu eða þáttin ykkar.
    Ekki það að maður er hvort sem er með gæsahúð alla daga nú um stundir.

    Takk fyrir. 😀

Goðsögn

25 ár frá Hillsborough.