LIVERPOOL 3 – Man City 2

Liverpool unnu í dag mikilvægasta deildarsigur liðsins í áratugi. 3-2 gegn milljónaliði Manchester City á Anfield á 25 ára afmæli Hillsborough harmleiksins í alveg hreint stórkostlegum knattspyrnuleik. Þetta eru frábær úrslit og ef að okkur tekst að landa titli númer 19 í maí þá var sigurinn í dag einn sá mikilvægasti.

3-2 með mörk skoruð af 19 ára gömlum Englending, 21 árs gömlum Brassa og tæplega þrítugum Slóvaka sem við höfðum flest afskrifað fyrir nokkrum mánuðum síðan. Við erum efstir í deildinni, höfum unnið 10 leiki í röð og höfum nú skorað 93 mörk í deildinni, sem er met í sögu Liverpool. Ótrúlegt!

Hvernig á ég að skrifa skýrslu um þetta? Klukkan er orðin níu hérna í Svíþjóð og það eru 5 klukkutímar síðan ég stóð uppá borði á Southside barnum og faðmaði hóp fólks sem ég horfi á leikina með í hverri viku. Það eru þegar komin um 80 komment við þessa færslu, enda gleðin gríðarleg á meðal Liverpool stuðningsmanna í dag.

Rodgers var ekkert að hika við hlutina, heldur stillti upp sókndjörfu liði í dag.

Mignolet
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Henderson – Gerrard (c) – Coutinho
Sterling – Sturridge – Suarez

Á bekknum: Jones, Toure, Agger, Aspas, Moses, Allen, Lucas

Einsog svo oft áður á Anfield í vetur þá byrjaði Liverpool liðið á 100 km hraða. Við yfirspiluðum City liðið og eftir aðeins 5 mínútur vorum við búnir að skora. Luis Suarez gaf frábæra sendingu á Raheem Sterling, sem að tók bæði Vincent Kompany og Joe Hart í nefið og skoraði ótrúlegt mark. Sjáiði þetta!

Hvernig hefur 19 ára strákur kjark í svona hreyfingar í mikilvægasta leik Liverpool í áratugi? Ég veit það ekki, en Sterling á ekki í vandræðu með þetta. Liverpool hélt áfram að sækja. Sturridge fékk dauðafæri og Hart varði frá Gerrard úr opnu skallafæri. Mark númer 2 kom þó beint eftir Gerrard færið þegar að Gerrard tók horn, sendi boltann á Martin Skrtel, sem að stakk Kompany af og skallaði boltann yfir Hart og í netið.

2-0 og Liverpool var með þetta í höndunum. Ekki skemmdi fyrir að Yaya Toure, sem hefur verið besti maður City í allan vetur, þurfti að fara útaf vegna meiðsla og Javi Garcia kom inná og var kominn með gult spjald á innan við mínútu. Liverpool mun betri og City í tómu rugli.

En fljótlega komu City menn sér inní leikinn og Mignolet varði frábærlega frá Fernandinho auk þess sem að Sterling bjargaði á línu. 2-0 í hálfleik og ég hélt að Rodgers myndi ná að róa menn aðeins niður.

En í byrjun seinni hálfleik þá jókst pressan frá City. Navas (sem hafði ekki getað neitt gegn Flanagan) var tekinn útaf og James Milner settur inná og við það jókst pressan svakelga og það fór svo að á fimm mínútuna kafla voru City búnir að jafna. Fyrst David Silva og svo Glen Johnson með sjálfsmark. Strax eftir markið var Sturridge tekinn útaf fyrir Allen – skipting sem flestum fannst sennilega koma of seint því forskotið var þegar farið.

En stuttu eftir það kom furðuleg skipting (að mínu mati) frá Pellegrini þegar hann tók Dzeko útaf og setti Aguero í staðinn. Sóknin hjá City hafði verið gríðarlega sterk, en mér fannst þessi skipting draga úr kraftinum.

10 mínútum seinna kom svo markið sem að kláraði leikinn. Liverpool höfðu ekki verið að ógna mikið og ég vonaðist í besta falli eftir jafntefli úr leiknum, en klúður í vörninni hjá City leiddi til þess að Coutinho fékk boltann og afgreiddi hann frábærlega í netið. Frábært mark hjá Coutinho, sem ég hefði verið búinn að taka utaf nokkrum mínútum áður en einsog svo oft áður í vetur þá kom það sér vel fyrir Liverpool að Brendan Rodgers er þjálfari liðsins en ekki ég.

Dómarinn bætti við 5 mínútum, sem voru einsog heil eilífð, en annars gerðist lítið fyrir utan það að Jordan Henderson fékk réttilega rautt spjald þegar hann missti boltann og tæklaði svo Samir Nasri. Svekkjandi fyrir Henderson, sem mun missa af Norwich, Crystal Palace og Chelsea leikjunum.

Niðurstaðan frábær 3-2 sigur á Manchester City. Liverpool á toppnum með 2 stiga forskot á Chelsea (og miklu betri markatölu) og 7 stiga forskot á City. Í lokin fögnuðu Liverpool menn gríðarlega. Ég missti algjörlega af því þar sem ég var upptekinn við að faðma fólkið í kringum mig, en það er erfitt að missa sig ekki í gleðinni við að horfa á innilegan fögnuð okkar manna í leikslok. Þeir áttu þetta skilið. Þvílíkt lið. Þvílíkt lið. Fyrirliðinn okkar faðmaði félaga sína með tárin í augunum 25 árum eftir Hillsborough. Ógleymanlegt.


Maður leiksins: Þessi leikur skiptist í nokkra hluta. Fyrstu 40 mínúturnar voru okkar menn stórkostlegir og yfirspiluðu City liðið. Svo kom kafli frá 40-70 mínútu þar sem City voru mun betri og svo var þetta jafnt síðustu mínúturnar.

Allt Liverpool liðið á hrós skilið eftir þessa frammistöðu. City er klárlega besta liðið sem við höfum spilað við í vetur og eina liðið sem hefur yfirspilað Liverpool á þessu ári. Ég ætla að velja Coutinho sem mann leiksins. Hann og Sterling voru að mínu mati frábærir á miðjunni ásamt Gerrard og Sterling og Coutinho sáu um að skora tvö af þremur mörkunum þegar að við þurftum mest á því að halda – annan leikinn í röð skoruðu hvorki Suarez né Sturridge. Baráttan í Coutinho var frábær og hann skoraði mark sem gæti verið eitt mikilvægasta markið í sögu Liverpool.

13.apríl og við erum efstir í deildinni. Tottenham, Arsenal, Everton, Manchester United og núna Manchester City hafa mætt á Anfield og tapað.

tafla13apr

Hvernig sem þetta fer, þá hefur þetta verið stórkostlegt tímabil. Þetta lið er frábært. Þessi þjálfari er frábær. Þessi klúbbur er frábær.


Það eru fjórir leikir eftir. FJÓRIR LEIKIR. Sigrar gegn Norwich (ú), Chelsea (h), Crystal Palace (ú) og Newcastle (h) og þá MUN Steven Gerrard, captain fokking fantastic, lyfta enska úrvalsdeildarbikarnum á Anfield þann 11.maí.

Þetta er enn í okkar höndum. Draumurinn lifir áfram. YNWA.

140 Comments

  1. Ég gat ekki sest allan helvítis leikinn. Þvílíkur rússubani! Djöfulsins snilld!!

  2. þvílíkur karatker, þvílíkt lið!

    Það er bara eitt hægt að segja núna:

    And now you´re gonna belive us, we gonna win the league! 🙂

  3. Frábært,,, samt held ég að við séum endanlega búnir að klúðra 4. sætinu og stefnum á að klára enn eitt tímabilið án þess að taka stig af liðunum fyrir ofan okkur:-)

  4. Egill nr. 3

    Ég líka….að sjá skipperinn í tilfinningarússibana í restina …..!!!!

  5. Varla bjóst einhver við því að Liverpool ætlaði að fara auðveldu leiðina?

    Þetta var háspenna lífshætta. Úff.

    Þvílíkur karakter.

  6. Ekki slæmt að vera að fara á stærsta heimaleik Liverpool í 25ár! Liverpool-Chelsea. En þvílíkt passion í leikmönnunum.
    YNWA

  7. Verst með Henderson. Án hans í 3 leiki. Vill til að bæði Allen og Lucas geta komið í hans stað.

    Og Gerrard slapp við spjald!

  8. Ég er í losti hérna heima. Þvílíkur karakter. Coutinho var frábær í þessum leik og auðvitað þeir allir.
    Four games to go!!!

  9. úfff maður svaf illa i nótt og eftir þennan rússíbana efast eg um það að maður sofi vel næstu nótt, maður verður allavega 24 tima að na ser niður eftir þetta og það besta er að MER ER SKÍTSAMA…

    þetta er magnað og það er svoo gaman að halda með þessu liði okkar. enn einu sinni gríðarlegur karakter að koma til baka eftir að hafa komið okkur i vandræði.

    eg ætla að brosa i allann dag og alla næstu viku fram að næsta leik..

    það er ekkert komið i hús hja okkur. 4 leikir eftir og næsti er gegn Norwich a páskadag 😉

  10. Þetta var leikurinn þar sem Sterling lokaði fermingakverinu með orðunum “ég kann þetta allt” og Coutinho fann REFSARANN í sér.

  11. Vá!

    Er þetta draumur? Vill einhver vekja mig?………Nei annars ég vil ekki vakna langar að klára drauminn. Hafði mesta áhyggjur af Suarez er hann að detta í eitthvað rugl? Hann var heppinn að fá ekk rautt fyrir dýfuna sína. Alveg magnaður leikur!

  12. Æi vá nú þarf maður að fara að vera að skíta á sig úr stressi í hverjum einasta leik það eftir er. Well, sætti mig við það 😉 LOVE U LPOOL!!

  13. spurning til sérfræðinganna. Fer Henderson pottþétt í 3 leikja bann??

  14. Hjartað vann Peningana í þessum leik það er bara þannig. Við vorum að spila við lið sem er ásamt varamannabekknum ekki talið í tugmiljóna punda heldur hundrað milljónum punda. Nú er ég farinn að trúa, þetta er skrifað í skýin.
    MAKE US DREAM stendur á einum bannernum á Anfield, ég er farinn að halda að mig sé að dreyma og mig langar ekki til að vakna.
    Risinn er ekki bara vaknaður heldur er hann á ferðinni líka.
    Ég held að við séum komnir með ótrúlegan þjálfara í Rodgers eitthvað svona Ferguson eða Klopp dæmi. Þvílíkur Man manager, Þú þarft ekki peninga ef þú getur búið til stórstjörnur úr kjúklingum með Man management.

    Þvílíkur leikur, Bring on Chelsea. YNWA

  15. Já ég ætlaði að bæta við: Þvílíkur hroki í markinu hjá Sterling, hjartað í mér stoppaði þegar hann stoppaði þarna ískaldur og snéri svo á þá alla til hægri og bang í netið. Rosalegt mark.

    YNWA

  16. Rosalegt, einstakt, magnað! Gerrard stórkostlegur og svakalegt að sjá hann eftir lokaflautið.

    Væri ekki amalegur bónus ef Swansea taka stig á eftir!

  17. Góðan dag Liverpoolfólk ég er 48 ára karlmaður og ég grét þegar leikurinn var að byrja og þeir spiluðu you never walk alone og allir völlurinn tók undir og bara vá þvílík gæsahús og þvílíkt lið sem við erum með og líka að vinna í dag þetta er bara ótrúlegt.

  18. Einar Örn þarf ekki aðra skýrslu, þessi er bara fín.

    Gjörsamlega gargandi snilld þar sem ein risa hindrun var yfirstigin, það eftir að hafa lent í rosalegu mótlæti gegn frábæru liði.

    Tvö langbestu liðin í þessari deild og nú er bara eitt langbest í bili allavega…vont að missa Sturridge og Hendo í næsta leik, það verður dómstóll sem ákveður á þriðjudaginn hvort þetta verður metið “serious foul play” eða ekki. Ekkert heyrt af Sturridge, sem er bölvað vesen finnst mér ef hann er í burtu…þá þurfum við mögulega framlag frá Moses eða Aspas.

    En það er seinni tíma mál.

    WE ARE LIVERPOOL!!!!!!!!

  19. Dagurinn verdur enn betri…..spài ad Chelsea klàri ekki Swansea núna à eftir!

  20. Stórkostlegur leikur, stórkostleg úrslit og umfram allt, stórkostlegur fótboltaklúbbur!
    Draumurinn lifir góðu lífi!

  21. Þvílíkur leikur, maður er orðlaus og púlsinn ennþá í botni!

    Fyrir mér er Coutinho maður leiksins en ég hef áhyggjur af Sturridge, virðist vera dottinn alveg niður.

    Hvað þýðir þetta rauða spjald fyrir Henderson? Violent conduct? Þrír leikir?
    Hann er gífurlega mikilvægur þessu liði…

  22. Glad to say I’ll be funding our transfer budget this summer – I remembered to shove coal up my ass before the game and I’ll have a nice profit on the diamonds I made

  23. Þvílíkur leikur!!! Næsti úrslitaleikur er svo Norwich sem er ennþá stærri leikur!!

  24. Stórkostlegur sigur, sérstaklega í ljósi þess að SAS áttu hreint út sagt alls ekki góðan leik. No worries, SuperSterling stimplaði sig bara inn sem world class leikmann í staðinn og Coutinho tók sennilega fleiri tæklingar en hann hefur gert á öllum ferlinum.

    Allen átti líka rock solid innkomu, getur vonandi leyst hlutverk Hendo í næstu leikjum.

  25. Henderson er alltaf að fara að fá 3leiki fyrir þessa tæklingu, hann gerði sér fulla grein fyrir því þegar hann fer í hana og gæti verið ein stærsta tækling týmabilsins þarsem city hefðu breikað grimmilega á okkur ef hann hefði ekki tekið hana.

    Núna er tíminn fyrir Lucas eða Allen að stíga upp, einsog aðrir leikmenn hafa gert þegar einhver er frá.

    Hrikalegt ef að Sturridge verður frá í einhverja leiki, þurfum á því að halda að hafa hann og Suarez heila til að klára þessa leiki sem eftir eru.

    Annars var þetta mesta háspenna lífshætta sem ég hef upplifað í fótbolta (fyrir utan Istanbúl) og þarna var enn ein mídan drepin, að komast yfir en lenda í mótlæti og missa niður 2-0 gegn liði eins og city. . . . ekkert annað lið í þessari deild hefur það sjálfstraus og þann hroka að bæta bara í og refsa þeim.

  26. Góðan daginn fallegu samferðamenn í þessum magnaða rússíbana.

    Ég vaknaði í morgun klukkan 07:45. Það var reyndar í svona 14 skiptið sem ég vaknaði í morgun og í hvert einasta skipti var ég að hugsa um þennann leik. Þetta er mjög skrítið því útávið hef ég haldið því fram að ég sé ekki stressaður og hreinlega svartsýnn fyrir þennann leik. Ég hef meira að segja náð að sannfæra sjálfann mig um að þetta sé bara ekki að fara að gerast og ef ég byggi upp einhverjar væntingar verði heimilislífið bara ómögulegt ef við töpum.

    Það magnaða við þetta er það að ekkert af þessari hegðun er visvítandi. Svona lætur þessi klúbbur mér bara líða. Ég sagði í gær við teingdapabba minn að við myndum tapa þessum leik en það er bara afþví að ég hef ekki ennþá náð að sannfæra sjálfann mig að lífið varðandi fótbolta og LFC geti actually verið eins yndislegt og það er búið að vera þessa leiktíð.
    Ég byrjaði daginn samt á því að brosa, klæða mig í treyjuna fögru og negla svo í gegnum netið í leit að fréttum varðandi þennann leik.
    Komst að því að Pellegrini vill ekki skipta á Aguero og Suarez?? Komst líka að því að þetta sálfræði stríð sem hann ætlaði ekki í, ætlaði hann ekki í því hann er svo lélegur í því.

    Sit núna á hinum rómaða heimavelli Liverpool klúbbsins Spot, knúsa Braga Brynjars frænda, brosi útað anus og það jafnvel glittir í tár.
    Meistaradeildin er okkar, (fullyrði ekki meira en það) leikmannamarkaðurinn fyrir vikið verður okkur opinn í fyrsta skipti í langan tíma og ekkert nema gleði framundan.
    Til hamingu með þetta tímabil, við erum meistarar hvernig sem á það er litið.

    JFT96-YNWA:)

  27. Lýsir allveg hvernig mér líður núna

    [img]https://www.google.is/search?q=lie+down+try+not+to+cry&rlz=1C1TEUA_enIS519IS519&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=Oq1KU5WNE8GW0AXAl4BA&ved=0CAgQ_AUoAQ&biw=1093&bih=564#facrc=_&imgdii=_&imgrc=gu0zlxclt3gQJM%253A%3BleGWCYhpRYPPAM%3Bhttp%253A%252F%252Fwww.miataturbo.net%252Fattachments%252Finsert-bs-here-4%252F103776d1392947871-kitten-cat-thread-lie-down-try-not-cry-cry-lot_zps63f466ac-jpg%3Bhttp%253A%252F%252Fwww.miataturbo.net%252Finsert-bs-here-4%252Fkitten-cat-thread-52567%252Fpage69%252F%3B500%3B255[/img]

  28. 4 leikir eftir…

    Norwich (u)
    Crystal Palace (u)
    Chelsea (h)
    Newcastle (h)

    er eiginlega meira spenntur eftir thennan leik heldur en fyrir.

    Glaesilegur sigur…bara hreinlega otrulegt!!!

    Barattan, gaedin og sanngjarn sigur gegn mjog godu lidi.

  29. helvítis florez fékk rautt eftir 15 min eg btrúi því ekki að chelsea klúðri þessu einum fleiri í 75 min ….

  30. WE ARE NOT GOING TO FUCKING SLIP THIS UP.
    Þetta eru orð Steven Gerrard eftir leik þegar þeir komu saman i hring til að fagna. Þvílíkt legend 🙂
    Hann ætlar sér með liðið alla leið og ekkert annað.

  31. Skrtel er minn MOTM, veit ekki hversu marga bolta hann interceptaði sem voru á leiðinni fyrir markið.

  32. Stemmingin á Spot maður. Hávaðinn í þriðja markinu var ólöglegur. Tilfinningaflóran alla leið. Þvííkt sem maður er stoltur af liðinu sínu og Captain Fantastic.

  33. Frábær leikur og frábær úrstlit. Fólk spyr stundum hvernig maður nenni að vera að fylgast með liði út í rassgati sem maður hefur enga beina tengingu við. Ástæðan sú að maður leggur á sig tíma, skapsveiflur, rifrildi við félagana osfrv og síðast en ekki síst finnur maður fyrir ánægju þegar vel gengur. Áhrifin sem þetta hefur er að með tímanum fer þetta að skipta mann meira og meira máli. Hvernig fyrirliðin brást við segir meira en þúsund orð og er ég viss um að þetta skiptir engann eins miklu máli og hann. Þvílíkur leikmaður, þvílíkur leikmaður sem sá drengur er.

    Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að reyna að ná utan um þær tilfinningar sem maður finnur fyrir. Ánægja, stolt, hræðsla, meiri ánægja, úff!!
    En hvað er það sem vekur upp svona sterkar tilfinningar hjá okkur, af hverju erum við, úti sem heima, biluðustu stuðningsmenn sem fyrir finnast. Jú biðin, biðin eftir titli eftir mörg mögur ár, Davíð vs Golíat syndrome þar sem við erum að sýna að peningar eru ekki allt heldur þor, áræðni, hugsun og trú skiptir en máli, öll hæðnis commentin frá félögunum í gegnum tíðina, það að við höfum áður verið nálægt þessu en ekki komist alla leið og svo mætti áfram telja. Ég er að reyna að æla út úr mér og í raun réttlæta þá gleði sem ég finn fyrir.
    Það eru enn leikir eftir sem þarf að vinna og það er ekki auðvelt þegar svona seint er liðið á tímabililð en ég ætla að leyfa gleðinni að brjótast að ríkja. Hvað svo sem verður er Liverpool football club búið að sýna öllum einhverja flottustu frammistöðu hjá liði sem sést hefur á þessu tímabili og hvernig sem fer mun maður aldrei gleyma þessu tímabili og af hverju maður horfir á hvern einasta leik.

    Kæru fyrrum þjáningsbræður og systur, nú er mál að gleðjast.

    YNWA

  34. Úff!! Ef þetta er tilfinningin eftir að vinna leikinn, hvernig verður þetta þá þegar við vinnum titilinn?
    Ég hafði fyrir leik ekki nokkra trú á því á því að við myndum ekki vinna þennan leik þótt mér hafi ekki staðið á sama um tíma í leiknum. Ég segi því Þegar en ekki Ef.

  35. Liverpool will assess the hamstring injury Daniel Sturridge sustained in the 3-2 victory over Manchester City over the course of the next 48 hours.

    The 24-year-old was withdrawn after 66 minutes at Anfield and will be evaluated by the Reds’ medical team.

    Brendan Rodgers told his post-match press conference: “We’ll see [how he is] over the next couple of days.

    “He felt a wee bit of tightness in his hamstring, so we’ll see how that is in the next couple of days.”

  36. Ég vaknaði í morgun alltof snemma hrikalega stressaður og með smá ógleðistilfinningu.
    Skrifaði þetta að sjálfsögðu á stress fyrir leiknum mikla. Fór fram í stofu og ætlaði að horfa og Liverpool video í nokkra tíma til að keyra stemminguna í gang!

    20 mínútum síðar er ég öskrandi úr sársauka á leiðinni upp á slysó með kviðverki, ansi mikið stress í gangi eða hvað? Nei þetta voru nýrnasteinar….ef þú hefur ekki fengið þá þá veistu ekki hversu fáránlega mikill verkur fylgir þeim. Fólk segir að þetta sé það næsta sem karlmaður kemst því að finna og skilja verkinn sem konur ganga í gegnum þegar þær fæða barn.
    Ég var þarna orðinn nokkuð stressaður yfir því að missa hreinlega af leiknum. En sökum manneklu á spítalanum þá var biðtíminn ansi langur eftir að fá niðurstöðurnar úr ct scan, blóð og þvag prufum. Oz Aðgang fékk ég frá vini mínum, fullt af morfíni í æð og horfði á leikinn í lyfjamóki með glott á tönn. Þá loks hvarf allt stress og meira að segja þegar að city jafnaði þá fór glottið ekki af. Hafði alltaf trú á okkar mönnum á messum degi.
    Við erum að fara að vinna þessa deild!

  37. Stórkostlegt… Flanagan minn MOTM. Át Navas með roði, haus og öllu… átti í aðeins meiri erfiðleikum með Millner en var samt magnaður. Flottar sendingar, kemur sér út úr erfiðum stöðum og tæklingarnar maður, það er einhver Carra í þeim 🙂

    4 leikir… þetta er of mikið fyrir taugarnar!

  38. Tómas #48 “Fólk spyr stundum hvernig maður nenni að vera að fylgast með liði út í rassgati sem maður hefur enga beina tengingu við.”

    ættir að spurja á móti hvernig fólk nenni að fylgjast með leikurum eða tónlistarmönnum sem maður hefur enga tengingu við.

  39. Kannski bara við hæfi að þessi leikur kláraðist á nítugustu-og-sjöttu mínútu. Litli Brassinn skorar bara flott mörk og Martin Skertl er skrýmsli. YNWA

  40. Ég er ekki að grínast með þetta, algjörlega búinn á’ðí og er farinn í rúmið 🙂

  41. Er ekki metið fallið í markaskorun hjá Liverpool?
    Heyrði einhverstaðar að það hefði verið 92 mörk síðan 1964 eða eitthvað en við erum núna komnir í 93 🙂

  42. Rosalegt og framherjar ekk að skora en samt dásamlegt, kemur bara næst.

  43. Mér fannst Flanagan geggjaður í þessum leik. Minn maður leiksins.

    Geggjaður leikur. Miklar tilfinnngar í gangi en þetta er ekki komið. Njótum samt dagsins.

    Verðskuldað rautt á Henderson. Við erum með Allen og Lucastil að leysa hann af hólmi.

  44. Og ef ég skil þetta rétt að þá núllast spjöldin hjá Gerrard eftir þennan leik. Það eitt og sér er eitthvað til að skála fyrir!

  45. Djöfull var Gerrard góður í dag og magnað að sjá stemninguna í lok leiks
    þegar hann var að lesa yfir mannskapnum.
    Stórkostlegur leikur fyrir allann peningin og NR.61. hættu þessu grenji og og kommentaðu
    bara á ykkar sorgarsíðu.
    Ps: Tilboð á Skalla í dag ís í brauði með Suarez!! Farðu nú að hætta þessu rugli drengur….

  46. MenwjAöhqilabwækctlþsvösgg
    Bezta leikskýrsla í sögu kop.is ! Án djóks 🙂

    Fór að gráta þegar SG8 táraðist… og þvílík yfirvegun hjá RS31 í markinu…hann er bara 19 ára sko.

    YNWA 🙂

  47. Bjó til þennan og ætla að láta prenta á bol fyrir Coutino!

    Þvílíkur dagur – þvílíkur sigur – þvílíkur fyrirliði 🙂

    [img]http://cdn.memegenerator.net/instances/500x/48482703.jpg[/img]

  48. Sælir

    Þetta var rosalegasti leikur síðan í Istanbul.

    Hvernig sem þetta fer í endann á Brendan skilið allt það lof sem borið hefur á hann.

    Ótrulegt þetta lið

    Takk

  49. JÁÁÁÁÁÁÁ. Sammála #61 ef vélmenni væru að dæma væri Liverpool ekki í top 4 og Man U væri sennilega á toppnum, og meistari Moyes væri valinn maður ársins í The Times..
    Fokk maður hvað ég var stressaður!! Eitt ljóð að lokum:

    Ég er hræddur
    hræddur við að Flanno skori á móti Chelsea
    og þeir kaupi hann á 50 millz

    #DareToFlanno

  50. Var samt ekki bara gaman í fermingaveislu þið sem þurftuð að afplána þannig vitleysu? 🙂

  51. Horfði á leikinn í símanum mínum í Hlíðarfjalli og þegar ég öskraði siguröskrið yfir allt fjallið í leikslok sá ég að ansi margir sem þar sátu og borðuðu nestið sitt vissu hvað var að gerast. Reyniði svo bara að þurrka brosið af andlitinu á mér næstu daga! YNWA!

  52. Þessi leikur búinn gjörsamlega magnað…. Nú er bara að snúa sér að Norwich….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA….

  53. Babú, mín var bara fín, mikið majónes og múffur, mikið notaður Sími og mikið fagn þegar úrslitin lágu fyrir…..
    Þetta er góður dagur. Nú er bara að koma sér fyrir í sófanum og horfa á leikinn…..endurtekningu.
    Áfram liverpool…..mitt lið, okkar lið.

  54. jæja allveg týpiskur chelsea sigur a swansea hund leiðilegur bolti og manni fleirri í tæpar 80 min og rotta sér heppnismarki ég trúi því ekki að þeir séu í öðru sæti

  55. Fáránlegur leikur, glæsileg frammistaða. Það sem mað var kokhraustur í hálfleik, jeminn eini, átti ekki til eitt aukatekið orð þegar City var búið að jafna. En ég var einn af þeim sem sendi jákvæða strauma til okkar manna og missti ekki trúnna.

    Mignolet varði vel í þessum leik, virkilega óheppinn að fá á sig seinna markið, greyjið var komið alveg niður á hælana og því lengi að koma fætinum út.

    Vörnin var ágæt, mjög góð í fyrri hálfleik, en virist vera með hugann annarsstaðar í seinni hálfleik, allir nema Flanagan, hann var rosalegur allan leikinn, kenni honum ekki um markið sem Milner lagði upp, City svæfði gjörsamlega alla í þeirri sókn. Skrtel algjör leiðtogi, held að það sé heldur ekki hægt að setja neitt út á hann. Sakho á stundum erftitt með að skila boltanum af sér, en hann er auðvitað ekki í neinni leikæfingu, 2. leikurinn hans frá því einhverntímann fyrir löngu.

    Miðjan var virkilega góð, Gerrard sýndi það og sannaði enn einu sinni að hann ÆTLAR að lyfta titlinum í vor, hann á það fullkomlega skilið. Ég hélt fyrir leik að Coutinho ætti lítið efni í þennan leik, en vá, allar tæklingarnar og hversu vel hann vann aftur kom mér rosalega á óvart. Hendo klassi eins og venjulega. Sterling – Sterling var fáránlegur, ekki viss um að Del Piero gæti sýnt þetta yfirvegun sem Sterling sýndi á 6. mínútu, vá.

    Suarez og Sturridge áttu ekki góðan leik. Suarez í ruglinu strax í byrjun, átti reyndar assist á Sterling, en svo hefði hann getað fokið útaf mjög snemma í leiknum, olli vonbrigðum. Sturridge týndur allan leikinn, vonandi vegna meiðslanna.

    MoM var Gerrard, hljóp og hljóp og hljóp, 90% passing accuracy, vann boltann oft, hægði á sóknum gestanna með góðum tæklingum og frammistaða hans hélt áfram þegar dómarinn flautaði leikinn af, hóaði saman sína menn og sagði þeim nákvæmlega hvernig staðan væri, elska þennan leikmann, elska Liverpool.

    Ég er svo sannarlega farinn að trúa.

    FORZA LIVERPOOL!

  56. Þetta var rosalegur leikur en við erum svo langt frá því að vera meistara.
    Ef Man City vinna sína tvo leiki sem þeir eiga inni þá munar stigi og við erum aðeins tveimur stigi á eftir Chelsea(svo að þetta er enþá í þeirra höndum líka).

    Fyrihálfleikurinn hjá okkur var mjög góður og þá sérstaklega fyrsti hálftíminn. Við áttum miðjuna, létum bolta ganga vel og voru þeir í eltingarleik en eftir að við komust í 2-0 þá fór allt í gang hjá Man City Mignolet í skógarhlaup og bjargað á línu og svo flott markvarsla hjá Mignolet en við vorum samt enþá ógnandi og fengum tækifæri til þess að skora þriðja markið. Heilt yfir sangjörn staða í hálfleik.
    Síðarihálfleikur var allt annar, við lágum aðeins meira tilbaka og David Silva tók eiginlega yfir leikinn og City gengu á lagið og náðu að jafna mjög sangjart og var maður farinn að pæla í að verja þetta stig því það var eins og að völlurinn hallaði í átt að marki liverpool.
    En þá gerðist dálítið magnað með stuðningi áhorfenda þá fór liverpool aftur að spila smá fótbolta og náðu að skora gríðarlega mikilvægt mark og héldu svo City frá sér síðustu mín(skil samt ekkert í dómaranum að bæta við 5 mín).

    Við getum ekki leyft okkur að fagna titlinum núna enda enþá 12 stig í boði sem eru langt í frá kominn í hús og verðum við helst að ná í þau öll(en í versta falli 10 stig).

    Mignolet 6 – átti frábæra markvörslu en það er eitthvað sem vantar í hann. Hann er lélegur í háloftaboltunum og maður setur spurningamerki við annað markið hjá Man City.

    Flannagan 8 – frábær leikur hjá honum. Barðist eins og ljón og var einmitt það sem liðið þurfti í þessum leik, einhvern annan en Gerrard sem er með hjartað í liverpool borg. Var kannski heppinn að fá ekki dæmda á sig víti en heilt yfir flottur leikur.

    Skrtel 9 – markið sem hann skoraði var stórkostlegt og baráttan var til fyrirmyndar. Hann tapaði einu sinni einvígi þegar Aguero keyrði á vörninna en heilt yfir frábær.

    Sakho 8 – mjög solid í dag en það eru smá Toure taktar í honum og er hann stundum nálagt því að klúðra og gefa færi á sig. Einhverjir dómarar hefðu dæmt víti á hann í dag en ég er á því að þetta var aldrei víti. Gaman að vera kominn með tvö tröll í liðið.

    Glen 7 – einfaldlega solid leikur hjá kappanum en mjög óheppinn með sjálfmarkið.

    Gerrard 10 – Besti fyrirliði í heimi. Var á fullu allan leikinn og bjargaði okkur oft með því að keyra til baka og var svo yfirvegaður á boltan. Greinilega planið að hann mætti ekki fara úr stöðu og það sem meira er þá fékk hann ekki spjald.

    Henderson 8 – leiðinlegt að missa hann í bann því að hann er orðinn einn mest solid leikmaðurinn í liðið okkar. Gerir fá misstök(fyrir utan að geta ekki tekið við boltanum á 87 mín sem leiddi til þess að hann var rekinn af velli) og er á fullu( er kominn í Didi Hamand hlutverkið, skilar alltaf sínu en sést eiginlega aldrei).

    Coutinho 9 – skoraði mikilvæga markið en það sem maður dáðist mest af honum var baráttan og vinnusemin sem hafa ekki alltaf verið til staðar, var alveg búinn á því í dag og var því tekinn útaf vegna þreyttu en ekki framistöðu.

    Sterling 9 – frábær í dag. Hann er búinn að bóka sér far til Brasilíu og réðu Man City menn ekki við hann.

    Sturridge 4 – því miður átti hann lélegan dag. Boltin stöðvaðist of oft hjá honum og hann nýtti illa sín færi. Þetta er frábær fótboltamaður en ekki hans dagur.

    Suarez 6 – Var aðeins hættulegri en Sturridge en átti ekki góðan dag og hefði getað fengið rautt spjald. Var eitthvað pirraður en vann vel fyrir liðið en Man city höfðu góðar gætur á honum í dag.

    Allen 7 – kom mjög sterkur inn. Vann vel og átti góð hlaup. Á ég von á því að hann taki Henderson hlutverkið í næsta leik

    Moses 6 – skilaði sínu með því að vera duglegur varnarlega og var ekki í fýlu en hann hefur stundum ekki nennt að spila eftir að hafa komið inná

    Lucas – spilað lítið en alltaf gaman að sjá hann koma inná.

    Stuðningsmenn liverpool á Anfield 10 – maður fann stuðninginn alla leyð inní stofu og á heiður skilið

    Rodgers 10 – en einn stórleikurinn sem við vinnum.

    Nú er það bara Norwitch og verðu sá leikur mjög erfiður. Einn leikur í einu er planið en við höldum áfram að dreyma.

  57. Í dag fór ég frá því að vera öskrandi glaður, yfir í að verða öskrandi svekktur til þess að verða miðlungs sáttur við jafntefli yfir í að verða öskrandi sáttur á ný, að endingu grét ég með fyrirliðanum okkar ástkæra að leik loknum….. Liverpool fólk nær og fjær til hamingju með daginn.. YNWA !!!!

  58. Þvílíkt ánægður að úrslitin séu ekki í leikskýrslunni. Missti nefnilega af leiknum og er að fara að horfa. 😀

  59. Er samt eitthvað að frétta af Sturridge, fór hann ekki meiddur af velli?

  60. Sælir félagar

    Það er dásamlegt að vera Liverpool maður
    Það er dásamlegt hvað Liverpool-liðið er gott
    Það er dásamlegt að vera á toppnum viku eftir viku
    Það er dásamlegt að MC er bara næstbesta og langdýrasta lið á Englandi
    Það er dásamlegt hvað Gerrard er flottur
    Það er dásamlegt hvað lífið er dásamlegt
    Dásamlegt

    Það er nú þannig

    YNWA

  61. Hvað getur maður sagt eftir svona leik hahahahaha þolir maður annan svona á móti Olíutunnunum eftir hálfann mánuð. Þetta er farið að minna á gamla góða Liverpool á 8. áratugnum!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Loksins, loksins er aftur farið að segja að Liverpool séu þeir bestir í Evrópu. Þökk sé Rogers!!!!

    ÁFRAM ELSKU LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  62. Smá í viðbót við það sem ég sagði áðan,

    Ég var svoldið hissa á því að BR beið svona lengi með að setja inn auka mann á miðjuna, var öskrandi á að fá Allen/Lucas inn fyrir einn sókknarmann á 50min, City fengu alltof mikin tíma á bolta og það var bara tímaspursmál hvenar þeir myndu spóla sig í gegn.
    Svo eftir fyrra markið var ég hand viss um að hann mundi gera þessa skiptingu 1 2 og bingó en hann beið með hana þartil Sturri meiddist og hann var eiginlega tilneiddur til að gera hana.

    Erfitt að dissa eithvað eftir svona frááábæran leik og auðvitað veit BR best en ég skil ekki alveg pælinguna með að bæta ekki inn manni á miðjuna í upphafi seinni HT.

    Annað sem ég var að spá í er afhverju þið KOP menn eruð að bíða þartil á morgun með podcast, taka eitt bara með nokkra ískalda í sér eins og the anfield wrap ;D

  63. Frábær úrslit. Þetta var tæpt og ég er sammála að BR beið frekar lengi að gera breytingar sérstaklega hvernig leikurinn þróaðist i byrjun seinni hálfleik.
    Ég vildi þétta miðjunna og fá Lucas eða Allen inná fyrir Sturrigde og fara í 4-2-3-1. Enn bjargaðist og flottur sigur í höfn.

  64. JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ

    Var að enda við að horfa á leikinn á tímaflakkinu. Back-up planið heppnaðist fullkomlega. Fór á sýningu dóttur minnar í dag með slökkt á síma. Læddist svo með veggjum, forðaðist alla tæknivædda staði sem mögulega gætu eyðilagt planið. Enn þetta gekk allt saman upp. Carlsberg bjórinn ískaldur í ísskápnum og svo var boðið í veislu á Anfield. En hrikalega getur maður verið klikkaður. Ég er eldrauður í framan eins og ég sé nýbúinn að hlaupa maraþon og veit varla í hvorn fótinn ég á að stíga. Geggjað.

  65. Leikir sem eftir eru úrslit 2012-2013
    norwich vs liverpool 2-5
    liverpool vs chelsea 2-2
    c.palace(QPR í sama sæti og c.p í fyrra) QPR VS LIV 0-3
    liverpool vs newcastle 1-1 = 8 stig

    m.city vs sunderland 3-0
    m.city vs WBA 1-0
    c.palace(QPR) QPR vs man city 0-0
    everton vs man city 2-0
    man city vs aston villa 5-0
    man city vs west ham 2-1 =13 stig

    chelsea vs sunderland 2-1
    liverpool vs chelsea 2-2
    chelsea vs norwich 4-1
    cardiff(Wigan í sama sæti i fyrra) wigan vs chelsea 0-2 =10 stig

    þá endar þetta svona
    1. LIVERPOOL 85 stig
    2. Chel$ki 85 stig
    3. Man city 83 stig

    YNWA

  66. “The families and the victims of Hillsborough are with us every day, in our thoughts. It was an inspiration for us, rather than something that would hold us back.”

    Rodgers eftir leikinn í dag.

  67. #Einar Örn, þú skrifaðir nafn Man.utd með stórum stöfum (upptalning á liðunum sem tapað hafa á Anfield)… það hef ég aldrei séð áður …. greinileg mistök í gleðini… vænti þess að þetta verði lagað

  68. Er að selja frú Láru að vorferðin til Rómar breytist í Liverpoolferð. Ég vil vera á staðnum þegar draumurinn rætist.

  69. Og by the way….ég hélt út fermingarveislu-pressuna og sat sem fastast heima við tölvuna og sé sko ekki eftir því. Þvílíkur leikur og ég var gjörsamlega búinn á því á eftir eins og margir hér heyrist mér…do we dare to dream?

  70. Fyrir þá sem eru að hugsa um að skella sér til Liverpool á lokaleikinn, þá er orðið ansi erfitt að finna laust hótelherbergi í borginni.

  71. ,,en einsog svo oft áður í vetur þá kom það sér vel fyrir Liverpool að Brendan Rodgers er þjálfari liðsins en ekki ég.” Ég er svo fullkomlega sammála þessu.

  72. Sæl og blessuð.

    Litlu við það að bæta sem skrifað hefur verið um þennan opus magnum okkar manna.

    Þetta City lið er satt að segja ótrúlegt þegar það kemst af stað, svona eins og stórgrýti sem rúllar niður hlíðina. Um tíma virtist útilokað að stöðva það. Það var morgunljóst, í stöðunni 2-2 að mikla gæfu þurfti til þess að leikurinn ætti að vinnast, jafnvel hanga í jafntefli. Svo gerðist það. Það hafa verið stór mistök hjá Pellegrini að setja Kompany í byrjunarliðið. Karlanginn höktandi og kom við sögu í hverju marki liðsins. Þá var það ekki amalegt að Jæja blessaður minn, hafi einmitt fengið gyllinæð (eða hvað það nú var sem hrjáði) í þessum leik.

    Hvað er hægt að segja?

    Ég hallast að því að við séum undir gæfustjörnu þennan veturinn. Það var mér ljóst á þessu andartaki hér í ársbyrjun:

    https://www.youtube.com/watch?v=rLQfHX1h1UM

    Þetta var algjörlega magnað. Á einu andartaki: Punghlíf troðið upp í dónahyskið í áhorfendastúkunni sem hraunaði yfir nafna; fyrirliðinn skorar þýðingarmikið mark úr föstu leikatriði og elsku drengurinn, Lukaku fékk samherja á sig á fleygiferð og sparkaði ekki meira þann daginn.

    Þarna varð mér ljóst að eitthvað stórt er skrifað í skýin og örlögin fær enginn umflúið.

    Og við fengum einmitt svona Öskubuskumóment þegar töfradísin Kompany sendi þessa þversendingu beint á Kútinjó þegar allar bjargir virtust bannaðar.

    Ég syrgi auðvitað Henderson, fáránlega mikilvægur sem hann er, en Lúkas er að stíga fram og það munar líka um Allen. Sá síðarnefndi þarf að komast í skotform. Sturridge hefur verið skugginn af sjálfum sér undanfarið. Hélt hann myndi blómstra í þessum leik, en hver veit nema að seinna S-ið í SAS komi bara frá Sterling næst?

    Jæja, þetta var nú frekar krampakennt hjá mér enda er ég eins og þið, úrvinda eftir þennan leik.

  73. filmon.com þar er hægt að horfa á beint streymi af MOTD fara í uk live tv og finna bbc

  74. Ég er ennþá að leita að réttu orðunum um þennan leik. Við höfum beðið alla vikuna og talið niður klukkutímana en þessi leikur náði samt að gera mann orðlausan.

    Og þá er ég ekki bara að tala um knattspyrnuna sem boðið var uppá. Þessi leikur var svo miklu, miklu stærri heldur en bara toppbaráttan í deildinni. Hlustið á þennan gamla mann sem hringdi inn til Kelly Dalglish-dóttur og Ian Wright á BBC Five Live í dag:

    http://www.bbc.co.uk/programmes/p01xccs2

    Þessi helgi hefur verið risastór fyrir Hillsborough-baráttuna og dagurinn í dag toppaði allt. Terry McDermott var í gullaldarliði Liverpool og hann hafði þetta um stemninguna í dag að segja:

    Ég ætla ekki að mótmæla honum. Þetta skilaði sér vel heim í stofu og það kom mér nákvæmlega ekkert á óvart að sjá t.d. Fernandinho tala Anfield niður fyrir helgina og spila svo fyrri hálfleikinn eins og hann væri vankaður. The power of Anfield, son, that’s the power of Anfield.

    Og það var ekki bara völlurinn heldur allt hverfið fyrir utan völl, jafnvel 2 klst. fyrir leik. Hér er einn sjúkraþjálfara liðsins með mynd sem sýnir hvað blasti við leikmönnunum þegar þeir mættu á völlinn:

    Magnað. Bestu stuðningsmenn í Englandi og þótt víðar væri leitað.

    Annars var leikurinn sjálfur ótrúlegur. Einar Örn gerði þessu öllu frábær skil í leikskýrslunni en það verður að hrósa Manchester City sérstaklega. Liverpool voru svo góðir að staðan hefði getað verið 5-0 í hálfleik en City-liðið hefði allt eins getað skorað fimm í þeim seinni, svo góðir voru þeir þegar þeir loks bitu frá sér.

    Sumir hafa lýst því yfir, þar á meðal kollegar mínir hér á Kop.is, að Manuel Pellegrini heilli þá ekki sem stjóri. Ég hef verið því ósammála og ítreka þá skoðun mína aftur í dag. Hann stillti upp frábæru liði í dag, er með eitt skemmtilegasta lið í Evrópu og gerði frábærlega í að stýra liðinu til baka inn í þessa viðureign. Margir ranghvolfdu augunum eflaust þegar hann tók Jesus Navas út fyrir Boring James Milner en sú skipting breytti öllu hjá City og færði þeim yfirburði á vellinum.

    Að sjá stuðningsmenn City virða mínútuþögnina algjörlega (ólíkt skítaklúbbnum í seinni leik dagsins sem söng á meðan), að sjá borðana og fánana sem þeir voru með til stuðnings hinna látnu 96, og að sjá svo Pellegrini standa á hliðarlínunni í lok leiks og taka í hönd hvers einasta leikmanns Liverpool og óska þeim til hamingju (ólíkt skíthælnum sem hefði örugglega hlaupið inn í klefa án þess að þakka Rodgers fyrir leik, hvað þá leikmönnunum).

    Ég segi bara, þvílíkur klassi. Ef við vinnum þessa deild ekki veit ég hvort liðið ég vill frekar að hirði toppsætið af okkur. Enda sagði Pellegrini það eftir leik að þeir ætla að sjá til þess að Liverpool geti ekki misstigið sig svo mikið sem einu sinni.

    Eftir daginn í dag er voða gott að sjá sjö stiga forskot á City en þetta lið þeirra er ofurmassíft og flott og ég lít bara svo á að við eigum stig á þá og tvö á Chelsea. Því minna sem ég segi um þann skítaklúbb því betra. Það eru fjórir leikir eftir og þeir eiga eftir að koma líka á Anfield og ég vona, vona, VONA að Gerrard og strákarnir hafi geymt eitthvað extra fyrir skítaklúbbinn eftir páska.

    Hvað um það.

    Ég tek annars undir allt í skýrslu Einars. Liðið var frábært í dag þótt taugarnar hafi klárlega borið nokkra ofurliði (Sturridge, Suarez og Johnson sérstaklega voru mistækir og rauða spjald Henderson var klár afleiðing taugastrekkings). Eins ótrúlega og það hljómar voru það ungu strákarnir þrír, Sterling, Flanno og Coutinho, sem báru sig best í pressunni og svo miðverðirnir okkar tveir.

    Þetta tímabil er bara svo ótrúlegt. Ég er enn að leita að réttu orðunum til að lýsa okkar liði og því tjái ég mig meira um City og Chelsea en þá rauðu hérna. Ég veit bara að ég elska þetta lið, ég elska þennan fyrirliða, ég elska þennan knattspyrnustjóra, ég elska þetta tímabil, ég elska þetta knattspyrnufélag, ég elska þessa borg og í dag fokking elska ég lífið!

    AND NOW YOU’RE GONNA BELIEVE US … WE’RE GONNA WIN THE LEAGUE!

    Fjórir leikir eftir. Fjórir stærstu leikir síðustu 25 ára í sögu félagsins. Næsta vika verður alveg jafn lengi að líða og sú síðasta …

  75. Þarna sat ég. Í sparifötunum inn á litlum pöbb á Selfossi og svitnaði eins og svertingi í stafsetningakeppni. Rétt áður hafði ég verið viðstaddur í fermingaathöfn hjá systursyni mínum. Þegar fermingabörnin gengu inn kirkjuna hafði ég falið síman minn á bak við sálmabókina og var að skoða byrjunarliðin á netinu. Auðvitað átti ég að hjálpa til við að undirbúa veisluna sem byrjaði klukkan fjögur eftir kirkjuathöfnina en ég fór beint á barinn.

    Já ég er fíkill……forfallinn Liverpool fíkill….

    Um þennan leik hef ég litlu við að bæta nema að ég fékk gæsahúð dauðans að heyra ræðu Gerrard við leikmennina eftir leik!!!!

    p.s ég neita að fara í meðferð

  76. Liverpool Premier League form:
    Played: 10
    Won: 10
    Draw: 0
    Lost: 0
    Scored: 35
    Conceded: 13
    Points: 30/30

    Glæsilegt!!!!

  77. Markið hjá Sterling. Hann tekur landliðsmarkvörð Englands og fyrirliða City og Belgíu í sömu gabbhreyfingu þegar hann skorar.

    Hann er 19.

  78. Eigum við að hafa óformlega talningu. Like-aðu ef þú táraðist annaðhvort fyrir leik yfir söngnum, eftir leik með Gerrard eða hvort tveggja!

  79. Ég er búinn að horfa á þessa ræðu hjá Cpt. Fantastic yfir 150 sinnum og ég fæ ALLTAF gæsahúð Váá-Váá-VÁÁ!!

  80. ferming í dag og til marks um hversu mikið maður var með hugann við leikinn þá sagði ég við konuna “er ekki í lagi að mæta hálftíma of seint í þessa jarðarför” fattaði ekki hvað ég sagði fyrr en konan fór að gera grín að mér.
    Jæja leikurinn byrjar með mestu tilfinninga og spennustund sem hefur verið á Anfield síðan elstu menn muna og maður táraðist yfir stemmningunni og umgjörðinni.sjö ára gamall sonur minn verður vitni að því þegar kallinn táraðist og hljóp um leið inná klósett til mömmu sinnar sem var að mála sig og segjir”mamma pabbi er að gráta af hverju ég hef aldrei séð hann gráta.
    Nema hvað leikurinn byrjar ég næ fyrsta markinu og var svo dreginn í fermingu.var alveg slakur eftir að hafa séð kraftinn í okkar mönnum og var viss um að staðan yrði 5-0 í hálfleik en nei nei þeir jafna og þegar ég sá það í símanum í miðri fermingu rauk ég á dyr og á næsta bar viti menn staðan 3-2 óhætt að segja að maður er farinn að finna fyrir spennu. næstu leikir verða rosalegir Y.N.W.A

  81. Er að horfa á MOTD í beinni……kemur í ljós að Suarez dýfir sér EKKI !! That is a fact ! Fer í hælinn á faxataglinu…

  82. Hvað er hægt að segja meira? Ég er búinn að horfa svona 200 sinnum á tilfinningaþrungna ræðu Gerrard eftir leikinn…..vá, fæ gæsahúð í hvert skipti!

    Ég hef ekki verið svona hamingjusamur með sigur hjá Liverpool síðan í Istanbul 2005! Þvílíkt lið, þvílíkur karakter! Eins og flottir pistlahöfundar benda á þá var öll stemmningin í kringum þennan leik svo rosaleg, þá ekki síst vegna Hillsborough.

    Ég er að segja ykkur kæru félagar, við verðum meistarar! Hungrið er svo rosalegt í liðinu að ég trúi því bara ekki að eitthvað lið nái að stöðva okkur úr þessu. Rosalega verður biðin löng í næsta leik.

    Ég trúi!

  83. Frábær leikur, frábærir leikmenn, frábær stjóri, frábærir stuðningsmenn, frábær leikskýrsla, frábær komment hér á kop.is, frábær dagur 🙂 Þetta var einn magnaðasti leikur sem maður hefur séð síðan í Istanbul 2005. Það er oft sem það er búið að byggjast upp gríðarleg spenna og stemmning fyrir svona mikilvægum leikjum en svo endar það bara í einhverju drepleiðinlegu miðjumoði og 1-0 sigri eða 0-0 jafntefli… en ekki hjá Liverpool. Liverpool kann ekki að spila leiðinlega úrslitaleiki. Hver man ekki eftir Alaves 2001? Hver man ekki eftir West Ham 2006? Svo ég tali nú ekki um Istanbul.

    En að leiknum. Það er nokkuð ljóst að Mark Clattenburg hafði í nógu að snúast í þessum leik og nokkrar ákvarðanir hans orka klárlega tvímælis. City áttu sennilega að fá tvö víti og Liverpool 1. Rauða spjaldið var rétt og gula spjaldið á Suarez líka og ég var mjög glaður að sjá að Didi Hamann og Alan Hansen gátu bent mér á að “dýfan” var alls engin dýfa.

    En eitt atvik í leiknum sem mér hefur fundist hafa fengið furðulega litla athygli, bæði í leiknum sjálfum, og í almennri umfjöllun eftir hann en það er gula spjaldið sem Fernandinho fékk. Þar er boltinn löngu farinn og hann kemur á fleygiferð með olnbogann beint í andlitið á Suarez. Þetta var engin tilraun til að ná boltanum og enginn partur af leiknum, þetta var bara klár árás í þeim eina tilgangi að meiða leikmanninn. Í mínum bókum er þetta bara klárt beint rautt spjald en Clattenburg gaf bara gult og ég hef hvergi séð að nokkur maður sé að vekja einhverja athygli á þessu. Tók einhver ykkar eftir þessu atviki?

    En hvað um það við unnum leikinn, við eigum fjóra leiki eftir til að tryggja okkur titilinn og til að vitna í mikinn meistara:
    “WE ARE NOT GOING TO FUCKING SLIP THIS UP!!!”

  84. Jæja þetta tók ögn lengri tíma í þetta skiptið, enda var ég búinn að lofa að setja upp trampolín fyrir pjakkana strax eftir leik. En hér er semsagt komin greiðsla nr. 3 af (vonandi) 8 samtals:

    http://i.imgur.com/qcGhF8N.png

    Mér fannst MOTD aldrei þessu vant vera með ekkert spes greiningu á leiknum, a.m.k. fátt sem kom fram sem maður sá ekki í leiknum sjálfum. Jú það kom í ljós að Suarez dýfði sér í hvorugt skiptið. Annars fannst mér Suarez vera nokkuð frá sínu besta, enda átti hann bara eina stoðsendingu. En hvílík sending, og afgreiðslan hjá Sterling fer í sögubækurnar. Þvílíkan annan eins ískulda inni í vítateignum hefur maður bara sjaldan séð.

    Ég skal alveg viðurkenna að eftir að City jöfnuðu var maður orðinn órólegur. En allan tímann sagði ég við sjálfan mig: “ég treysti liðinu til að komast aftur yfir”. Og það stóð heima. Eftir það sagði ég “ég treysti liðinu til að halda forskotinu” og það stóð heima líka. Það vottaði vissulega fyrir smávegis óöryggi í þessari trú þegar Moses kom inn á, ég skal viðurkenna það. En trúin var til staðar. Ég held að liðið í heild sinni hafi þessa trú sömuleiðis, og ég held að hún sé búin að vera ríkjandi undanfarna mánuði. Eitthvað segir mér að Steve Peters eigi góðan hlut þar að máli, en ætla ekki að gera lítið úr hlut Brendan Rodgers.

    Og þetta leiðir hugann að öðru: í raun eru þetta bara trúarbrögð. Maður “trúir” á eitthvað, rétt eins og það fólk sem aðhyllist hefðbundin trúarbrögð. Munurinn er kannski sá að það sem maður “trúir” á er raunverulegt, við getum jú farið til Englands og horft á leikina með eigin augum.

    Nú veit ég ekki hvort aðrir upplifa sambærilegar tilfinningar varðandi það að halda með Liverpool eins og ég, en þetta hefur oft verið eitthvað sem maður hefur þurft að afsaka. Ég meina, hvaða vit er í því að láta eitthvað 11 manna lið sem er að sparka bolta í öðru landi hafa þessi áhrif á mann? En ég er alltaf að átta mig betur og betur á því að við höfum fullt leyfi til þess. Það segir enginn hvað má og hvað á að snerta mann og hafa áhrif á mann. Fyrir einhvern er það kannski einhver leikari eða sjónvarpsþáttur. Fyrir annan er það kannski einhver guðleg vera. Fyrir okkur er það Liverpool og akkúrat núna Steven Gerrard.

    Ég er mjög ánægður með fókusinn sem Gerrard er að sýna. Nú er það bara Norwich leikurinn, og ekkert annað sem kemst að. Enda þarf ekki mikið að misstíga sig til að þetta glatist, og því gríðarlega mikilvægt að halda einbeitingunni.

    Ég trúi, og ég treysti.

  85. Ég var jafn skjálfhentur eftir leikinn og róni sem á eftir að fá sprittskammtinn sinn.

  86. Já og eitt enn: hverjir verða á bekknum á móti Chelsea fyrst hvorki Henderson né Moses verða löglegir, og Sturridge mögulega úti sömuleiðis? Alberto er væntanlega næsti miðjumaður inn, mun Rodgers setja Cissokho aftur inn eða er hann að fara að taka inn einhvern af kjúklingunum?

  87. Daníel #118

    Ætli bekkurinn verði ekki eitthvað í þessa áttina: Jones, Agger, Toure, Cissokho, Allen/Lucas, Alberto og Aspas. Ef að Sturridge er meiddur vill ég sjá Texeira byrja, alls ekki Aspas.

  88. Jafnvel færa Coutinho ofar og setja bæði Allen og Lucas á miðjuna með Gerrard. (Ef Sturridge er meiddur)

    Síðan var eitt sem ég gleymdi að minnast á, spilaði Liverpool er á “vitlausum” vallarhelming í fyrri hálfleik? Spila þeir ekki alltaf á þeim helming í seinni á heimavelli?

  89. Þeir vilja helst spila í àttina að Kop í seinni hálfleik, en ekki algilt að þeir geri það.

  90. Þetta er auðvita ekki flókið.

    Allen og Lucas myndu koma inn fyrir Sturridge og Henderson.

    Veit svo ekki alveg hvað menn hafa ámóti Aspas. Hann byrjaði í byrjun leiktíðar og var ekki alveg að ráða við það enda allt annar fótbolti en hann er vanur(leit frábærlega út í æfingarleikjunum). Svo meiðist hann og kemst auðvita ekki í liðið með SSS á fullu og var eitthvað að væla yfir því um daginn en ég held samt að hann sé flinkur fótboltamaður eins og maður sá hann spila á spáni á síðustu leiktíð.
    Hann fer í sumar en ég er samt á því að þetta sé ekki lélegur fótboltamaður.

  91. Sterling verður kærður fyrir hópnauðgun eftir að hafa tekið fullorðnu mennina svona illa í r#*%#ð – þvílíkur klaki sem gutti er orðinn!!
    Gerrard verður þvímiður steyptur í brons greyið áður en við löndum titlinum.

    Eftir að hafa séð Tjelskí merja sigur gegn 10 Svönum þá hef ég ekki áhyggjur af því að Boringho taki stig heim af Anfield.
    Einbeiting fyrirliða okkar strax eftir flautið sýnir okkuð það að þessi hersveit er hvergi nærri búin að segja þetta gott- fáum markasúpu í næstu umferð og jafnvel glötuð stig hjá auðveldunum ( haha já í tvennum skilningi, sé það núna)

    Hlakka til að segja barnabarnabörnum mínum frá þessu tímabili þegar þau spyrja hverjir það séu sem eru steyptir í stærstu hópbronsstyttu Evrópu fyrir framan Anfield

    Labbitúrinn er svo langt frá því að vera einmanalegur

  92. Þetta er líkast draumi, rosa góður draumur, á ekki til fl. orð.

  93. Ég var ekki í ástandi til að horfa ískalt á tölur í gær til að gefa út púlhagsspána.

    Áður en ég geri það vil ég taka undir með þeim sem tala vel um Pellegrini. Hvílíkt séntilmenni að taka í hönd leikmanna hins liðsins eftir leikinn. Og aðspurður sagðist hann ekki getað kvartað yfir dómgæslu, þó að honum fyndist hafa mátt dæma hendi á Skrtel undir lokin, þá hefði dómarinn ekki haft úrslitaáhrif á niðurstöðuna. Ég er ekki viss um að allir hér á kop.is væru jafnfljótir að fyrirgefa Clattenburg ef þessu hefði verið öfugt farið.

    Hann virðist bara vera heiðarlegur nónonsens-gæi. Núna segir hann bara að City haldi áfram þannig að Liverpool megi ekki misstíga sig neitt það sem eftir er og að ef Liverpool nái að vinna 14 leiki í röð, ja, þá eigi þeir bara titilinn skilinn. Alger andstæða Mourinhos sem myndi aldrei segja neitt í líkingu við það sem hefur verið rakið.

    Nú að spánni:

    Augljóslega eru öll líkönin orðin hliðholl Liverpool.

    Líkan 1 (heima og úti – öll leiktíðin – stig framreiknuð)

    Staða:
    1. Liverpool 86 stig
    2. City 85 stig
    3. Chelsea 84 stig

    Þetta þýðir bara að Liverpool á núna toppsætið skuldlaust, óvissa um leiki til góða er ekki lengur inni í dæminu. Liverpool er bara á toppnum og ef fram heldur sem horfir endar Liverpool á toppnum.

    Líkan 2 (heima og úti – 2014 – stig framreiknuð)

    Staða:
    1. Liverpool 87 stig
    2. Chelsea 85 stig
    3. City 84 stig

    Ég hef breytt þessu líkani pínulítið. Það bendir, eins og síðast, til þess að Liverpool endi með 88 stig, en það er ekki hægt, svo að nákvæmt gildi 87,9 er námundað niður í næstu mögulegu stigatölu, 87. Þessar stigatölur fyrir Liverpool og Chelsea eru bara mögulegar ef liðin gera jafntefli á Anfield en tapa engu stigi í viðbót. City á, samkvæmt þessu, eftir að gera tvö jafntefli; annað yrði líklega á Goodison Park en hitt, ég veit það ekki, kannski á móti Crystal Palace?

    Líkan 3 („sigurstranglegra liðið vinnur“)

    1. Liverpool 89 stig
    2. City 85 stig
    3. Chelsea 84 stig

    Eins og áður er þetta líkanið sem mesta fútt er í. Liverpool klárar 14 leikja hrinuna sína vegna þess að liðið er einfaldlega sigurstranglegra í öllum leikjum sem eftir eru. City gerir ekki gott mót í Liverpool þetta vorið og tapar á Goodison og Chelsea auðvitað á Anfield. (Til áréttingar er spáin byggð á því að til dæmis er markatala Everton á heimavelli +19 en markatala City á útivelli +12, þar með er Everton sigurstranglegra liðið og vinnur.)

    Nú, þegar svona fáir leikir eru eftir, verður svo mikilvægt hvaða leikir liðin eiga eftir. Það þýðir til dæmis ekkert að framreikna stig Norwich núna þegar leikirnir sem eftir eru eru á móti Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Þess vegna verður líkan 3 alltaf betra og betra þó að fulleinfalt sé.

    Eftir stendur að Liverpool vinnur titilinn í öllum spám. Það er ekki skrítið. Liðið er búið að vera best í vetur, langbest á þessu ári og á ekkert erfiðara prógramm eftir en hin toppliðin.

    Ég þarf ekkert að berja ykkur baráttuanda og bjartsýni í brjóst. Okkar lið er einfaldlega á toppnum og ekkert sem bendir sérstaklega til þess að það breytist.

    Þetta er samt enn þá fótbolti. Það getur allt gerst.

    Áfram Liverpool!

  94. Ég er sammála flestu sem hefur komið fram. Clatteburg átti ekki nógu góðan dag, en það vorum við sem græddum á því. Pellegrini virðist vera nokkuð solid gaur ásamt stuðningsmönnum city sem voru frábærir í tengslum við 96 annað en þjálfari og stuðningsmenn á brúnni sem má hrynja. Svo tekur maður heilshugar undir geðshræringuna á meðan leiknum stóð. Sjálfur grætti ég tvö börn í fagnaðarlátum og sat í fósturstellingu allann seinni hálfleik með áhyggjur yfir því að ég væri að fá magasár.

    Það er eitt atriði sem mig langar að velta upp. Okkar bestu menn í vetur, SAS teymið, voru okkar verstu menn í dag. Samt unnum við Manchester City 3-2. Ungu strákarnir okkar, með Sterling í fararbroddi, eru þvílíkt að stíga upp. Ég hef trú á að ef Sterling heldur svona áfram þá hirðir hann gullknöttinn 24 ára. Frábært að eiga svona unga stráka en ég hef samt áhyggjur af SAS. Þeir VERÐA að vera betri í leikjunum sem eru eftir. Norwitch næst. Luis hlýtur að splæsa í þrennu þar.

  95. Hvernig verða næstu vikur eiginlega? Það er sólarhringur að vera liðinn síðan leik lauk og ég er ennþá hátt uppi og orðinn stressaður fyrir næsta leik!

    Þetta verður erfitt en mikið djöfull verður gaman ef þetta tekst.

  96. Persónulega þá finnst cissokho vera aðeins of graður í teignum fer of grimmur i tæklingar þar og þegar hann á að rekja boltann eða fær pressu á sig þá er hann alveg í ruglinu , og eg er afar glaður að toure var a bekknum ,finnst hann ekki liverpool material (hope im wrong) en hann hefur bara gert of mikið af mistökum a stuttum tima.
    en þessi leikur var allt of ljúfur en hef miklu meiri áhyggjur af chelsea ,man fyrr i vetur þegar þeir grilluðu city þegar þeir komu með sama intensity i leikinn og liverpool fyrstu 40 min

  97. Persónulega þá finnst cissokho vera aðeins of graður í teignum fer of grimmur i tæklingar þar og þegar hann á að rekja boltann eða fær pressu á sig þá er hann alveg í ruglinu

    Mesta bull sem ég hef lesið! Hver gagnrýnir Aly Cissokho maðurinn er alltaf með allt á hreinu 🙂

  98. Hver upphefur cissokho sem e-n prins ,þegar hann hefur bara spilað í nokkra manuði fyrir liðið, en þetta er persónulegt álit,leiðinlegt að sumir séu svona viðkvæmir ,og svo var hann heppinn að fá ekki a sig víti í leiknum , nú er pressan á okkar mönnum og ég vona að lucas sé kominn í leikform og hjalpi okkur að sigla titlinum í höfn

  99. Ef hægt væri að spóla fram í tíman á leik Liverpool – Newcastle þá væri ég alveg tilbúinn að missa smá part úr mínu lífi til þess að fara að klára þessa leiktíð.

    Hver dagur er nefnilega ótrúlega erfiður og byðinn eftir næsta leik er eiginlega óbærinleg, leikdagurinn er auðvita hreint helvíti þar sem 24 ára pirringur og vonleysi er kannski að þurrkast út. Ýmindið ykkur að vera ekki búinn að ríða í 24 ár(þeir sem eru enþá hvolpar þá er ég að tala um reiðtúr á hestum) og eftir að hafa verið hafnað í mörg ár en verið samt nokkrum sinnum nálagt því þá er kominn hérna Meri (fyrir hvolpana) og hún er tilbúinn í tuskið(reiðtúr) og nú er bara að klára dæmið, því ef það tekst ekki núna þá fer maður og lætur gelda hestinn.

    Þetta er nefnilega ofgott til þess að vera satt. Það átti engin von á þessu og er maður búinn að býða eftir því að liðið klúðri þessu leik eftir leik því að svona frábært tímabil er eitthvað sem Liverpool hafa bara ekki verið að taka þátt í.

    Ef við vinnum ekki þá er maður samt sem áður virkilega ánægður með þessa skemmtun en ég held að ég myndi setja samt þetta frábæra tímabil í sama flokk og þegar Arsenal sigraði okkur 1989.

    Næsti leikurinn er stærsti leikur liverpool síðan að við unnum 1990. Djöfull vona ég að við vinnum Norwitch og búum til annan úrslitaleik gegn Chelsea. Því eftir þann leik verða línurnar mjög skýrar. Verður þetta enþá í okkar höndum eftir tvo leiki? eða ætlar við að láta Chelsea/Man City að stela þessum reiðtúr.

  100. Nr. 135 Andre Marriner

    Alveg augljós að þú þarft að finna þinn innri Cissokho. Ótrúlegt skítkast samt á hann m.v. að hann sat pollrólegur á bekknum eftir stórglæsilega upphitun.

  101. Afsakið Sakho!!! En þetta verður erfitt að fara í gegnum þennan mánuð það eitt er víst , þetta verða hörkuleikir sem eftir eru, SAS verða að detta í gang

  102. Leikjaplanið hjá Chelsea virkar mjög auðvelt og þeir spila líklega úrslitaleik gegn okkur um Englandsmeistaratitilinn á Anfield.

Liðið gegn City

Goðsögn