Liðið gegn City

Stærsti deildarleikirinn í áratugi. Svona lítur þetta út gegn City á Anfield.

Mignolet
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Henderson – Gerrard (c) – Coutinho
Sterling – Sturridge – Suarez

Á bekknum: Jones, Toure, Agger, Aspas, Moses, Allen, Lucas

Koma svo!

86 Comments

 1. Af hverju er liðið klárt svona snemma? Byrjar leikurinn ekki örugglega kl. 12:37 á Íslandi?

  En flott og sigurstranglegt lið. Treysti Rodgers til að meta þetta rétt. KOMA SVOOOOOOO!

 2. Koma svo, sókndjörf uppstilling eins og vera ber á Anfield. Sakho fær traustið. Úff, púlsinn fer hækkandi.

 3. Sjitt. Þarna fékkstu mig til að halda að ég hefði ruglast á tíma. En samt? Liðið komið? Hvað er í gangi? Er hann svona öruggur með sig hann Rodgers að hann dreifir flæerum með byrjunarliðinu tveim tímum fyrir leik? Sjitt. Ég er stressaður. Fokk. Hvað er í gangi. Við eigum séns. Þetta er titilbarátta.

  100 mínútur í leik!
  Þetta er titibarátta!

  Come on you focking REDS!

 4. EÖE er augljóslega með innanbúðar upplýsingar – alvöru þjónusta á kop.is! 🙂

 5. Nú duga engir guðir, Þórar, Óðnar, Allahr og Búddar, nú eru það bara þessir ellefu og svo þeir stuðningsmenn sem eru svo heppnir að vera viðstaddir, sem ráða úrslitum. Og við hin sendum strauma. YNWA.

 6. Af Twitter
  @Etihad_Stadium: Brendan Rogers “I’m going to unleash the crowd on Manchester City”

  Alright mate, we’re in Liverpool, not Mordor
  :):):):):)

 7. Er einhver hérna með link á góða stream síðu sem laggar ekki? Get ekki misst af þessum vegna veikinda!

 8. Við unnum Mordor LOTR 5-0 þeir voru skíthræddir við Liverpool crowdið svo BRING ON MAN CITY

 9. Er með sjónvarp símans appið í símanum og mun horfa á leikinn eins og ég hef tíma til í flottum gæðum þar, algjör snilld að hafa það þá þarf maður ekki að vera að leita að einhverju leiðinda streami út um allt 🙂

 10. Úff þetta er að bresta á! Sveiflast úr því að við vinnum 5-0 yfir í að tapa 0-1 með sjálfsmarki. Líst betur á 5-0 hlutann!!
  Við vinnum þennan leik og þá sem eftir eru á tímabili og lyftum dolluni 11. maí.
  KOMA SVO.
  YNWA

 11. Veit einhver um krá á Akureyri sem sýnir leikinn? Ekki verra ef hægt að fá sigurborgara.

 12. Jæja við erum búnir að vera með sókndjarfar uppstillingar og afhverju að breytta neinu í dag.

  Sakho er í liðinu og þá líklega á kostnað Agger

  Coutinho fær sæti í liðið og þá líklega á kostnað Allen

  Þetta verður rosalegt

 13. Magnað!

  Mikið lagt á ungar herðar í dag, bæði Sterling og Coutinho inná í einu, Allen og Lucas báðir geymdir. Þetta er sókndjarfasta lið sem hægt er að stilla upp í alrauðu og mikill séns tekinn, við erum væntanlega að fara að horfa á nálgunina eins og gegn Arsenal, hápressa í byrjun með völlinn í miklum hávaða…

  KOMA SVO!!!!!!!!!

 14. Nú þarf Einar Örn eiginlega að útskýra, var þetta gisk eða er hann kominn með númerið hjá Brendan?

 15. Sprengitöflurnar komnar á kantinn, djöfulsins stress , fyrir leikinn. Shit hvað þetta verður ljúft á eftir. Koma svo höfum þetta bara 3-1.
  YNWA

 16. Ég er skíthræddur við þessa uppstillingu, ég hefði viljað sjá Lucas þarna inná fyrir Coutinho en hann veit sýnu viti og vonandi skilar þetta okkur 3 stigum í dag.
  Anda djúpt og bíða er það besta sem hægt er að gera fram að leik.

 17. Varamannabekkurinn hjá Man City í dag er sá sterkasti frá upphafi í Enskuúrvaldsdeildinni

 18. Gestur # 14.Sportvitinn er rétt hjá Eimskip, við hliðina á bryggjunni.ætti að vera opið:)
  Annars er ég smeykur við þennan leik og held að við töpum honum.

 19. Ég er einn þeirra sem hefði viljað sjá Lucas í staðinn fyrir Coutinho. Er skíthræddur við þetta. En það hlýtur samt að vera ástæða fyrir því að Rodgers sé manager en ekki ég 🙂

 20. Spenntur og stressaður.

  Ætla bara að njóta þess að horfa á skemmtilegustu lið Bretlands kljást á Anfield.

  Vona bara að leikurinn fái að njóta sín og við fáum ekki einhvern dómaraskandal.

  Það er svo gaman að horfa á liðið spila undanfarið og nú fáum við álíka skemmtilegt lið í heimsókn.

  Ekkert nema skemmtilegt. Njóta stundarinnar!

  YNWA

 21. Sælir bræður og systur.
  Ég er ekki hræddur við þennan leik. Hef aldrei verið. Ekki vegna þess að ég sé svo viss um að Liverpool vinni leikinn, er það alls ekki. Ég er hins vegar viss um að við munum spila vel, allir munu leggja sig 100% fram, þátttakenda áhorfenda verður á pari við það allra besta í dýrðarsögu Anfield og minning fórnarlamba Hillsborough verður heiðruð með besta mögulega hætti.

  Ég lét svo um mælt hér á kop.is fyrir nokkrum vikum að sú sigling sem LFC væri á yrði ekki stöðvuð nema með ofurefli liðs, og að einu liðin sem hugsanlega gætu það væru City og Chelsea. Þetta reyndist rétt og í dag kemur í ljós hvort City mannskapurinn er það sterkur að hann ræður við Liverpool liðið í sínum rammasta ham, með Anfield vegginn og Hillsborough herinn á bak við sig. Standist City þá raun er lítið annað að gera en að óska báðum liðum til hamingju með frábæran árangur í vetur.

  Liðsuppstilling Rodgers er yfirlýsing í ofangreindum anda. Það var sóknarbolti sem kom okkur hingað og það verður sóknarbolti sem sker úr um það hvort við erum besta lið Englands. SPilum á styrkleikum okkar og látum hina sýna að þeir geti stöðvað okkur.

  Mér finnst þetta töff. Ef við töpum, þá töpum við í leiftrandi sóknarhug.

  En ég trúi sem fyrr.

 22. Shitturinn.. hvað ég er stressaður… -_- Plíssssss koma svo elsku dúlluknúllurnar mínar.. bara taka þetta ljósbláa lið og rústa þeim…. Svo ég geti á mér heilum tekið næstu daga!!!

  YNWA – We are living the Dream 🙂

 23. Gæsahúðin er búin að þróast yfir í Liver-Bird-Bumps

  Aaaaaaaaaarrrggg OMG OMG OMG

  AAAAAAAHHH

  O shit
  KOOMA SVO!!

 24. Ein besta afgreiðsla vetrarins að mínu mati. Fíflaði bæði Hart og Kompany uppúr skónum.

  Btw. YESSSSSS!!!

 25. Að svona ungur strákur hafi verið svona svakalega yfirvegaður í þessari stöðu í svona leik er ekkert annað en aðdáunarvert. Vel gert Sterling!

 26. Fallegt[img]https://twitter.com/floskuskeyti/status/455326126093926400[/img]

 27. [img]https://twitter.com/floskuskeyti/status/455326126093926400[/img]

 28. Hér eftir verða bara keyptir leikmenn í liðið sem byrja á S!
  Skrtel er SNILLINGUR.

 29. OMG……

  Hvað er að gerast með þessa yndislegu drengi okkar, þeir spila eins og meistarar…..
  Ég hélt ég þyrfti að fá læknishjálp eftir fyrsta markið og símann sem var við hliðina á mér og ég hringdi og hringdi ..heyrði óp í sófanum og hélt að maðurinn minn væri líka í andnauð en leit svo á skjáinn þar var enginn leikur í gangi ..ég leit á “símann” ég var búin að reyna að hringja í 112 með sjónvarpsfjarstýringunni og hafði stillt á Rúv……

  KOMA SVO

  þangað til næst ( ef ég lifi til að segja fra´)

 30. Hafið þið tekið eftir því að Suarez og Sturridge eru bara varla með?….og það skiptir bara engu máli 🙂
  Kúturinn, sterling og allir hinir bara taka við….

 31. dísus, þvílíkur rússíbani. Þessi leikur er langt frá því að vera búinn. City eru líka ógeðslega góðir!

  Best að taka inn sprengitöflurnar áður en seinni hálfleikur byrjar.

 32. heppnir að vera ekki búnir að fá 2 á okkur og einnig óheppnir að vera ekki búnir að skora 4 mignolet með frábærar vörslur come oooon reds

 33. Hvað er samt Rodgers að spá???? Af hverju er ekki Lucas löngu kominn inn á til að stoppa Silva??? ÓSKILJANLEGT! Eins og hann er nú búinn að gera skynsamar skiptingar í leikjum hingað til.

 34. Hvers vegna í andskotanum er Gary Neville að lýsa þessum leik???? Þegar Dzeko dettur þá var það víti að hans mati og núna þegar Sturridge er tekinn niður og svo Suarez þá er þetta ekki víti og bara leikaraskapur….

 35. setja allt i sokn nuna. skiptir litlu hvort við gerum jafntefli eæa töpum

  coutinho yesssssss !!!!

 36. úff eg get ekki horft
  eg get ekki verið kjurr

  hjartað er a þúsund

  shiiit hvað þetta er erfitt…

  nu væri gott að sofna i korter

  disus sko

 37. af hverju kemur ekki luvas eda agger inn þegar city pressar okkur i tætlur herna síðustu mínúturnar

  ufffff

 38. Vá…..

  Ég lifði þetta af og þarf nú að byrja á núlli fyrir næsta leik. þvílíkur sigur og þvílíkur karakter í liðinu okkar.

  Krakkar við unnum CITY

  Þangað til næst

Man City á sunnudag

LIVERPOOL 3 – Man City 2