Man City á sunnudag

Manchester City kemur í heimsókn á Anfield á sunnudag í leik sem mun líklega hafa ansi margt að segja um það hvar dollan endar þegar sú feita syngur í maí og hefjast leikar kl. 12:37.

Liverpool-vs-Man-City

“Time flies when you’re having fun”

Þessi mýta er bara bull. Ég held að þessi vika, sem nú er brátt á enda, fari langt með að vera sú lengsta á minni ævi. Frá því að Anthony Taylor flautaði til leiksloka s.l. sunnudag er ég búinn að hugsa til þessa leiks örugglega hundrað sinnum á dag. Svipmyndir af Gerrard að lyfta bikarnum 11. maí hafa birst mér nokkrum sinnum á dag. Er þetta í alvöru möguleiki?

Ég er ’82 módel og hef því í raun aldrei upplifað gullaldartímabil Liverpool. Ég man fyrst eftir mér að horfa á einstaka leiki með pabba þegar ég var líklega í kringum 9-10 ára aldurinn. Var farinn að horfa meira og meira á leiki liðsins í kringum 1995/6 þegar Roy Evans var með liðið og var orðinn vikulegur gestur fyrir framan imbann á laugar- og sunnudögum rétt fyrir aldamót þegar Houllier tók við keflinu og hef verið farþegi í þessari rússíbanferð síðan.

Ég ætla ekkert í felur með það en þegar svartnættið var sem mest hérna 2010/11 þá hugsaði maður nokkrum sinnum hvort að maður myndi nokkuð fá að sjá liðið sitt vinna deildina. Það gerðist auðvitað síðast 1990 þegar ég var sjö ára að verða átta og hafði líklega meiri áhuga á He-Man en liðinu frá Bítlaborginni.

STAÐAN Í DEILDINNI

Þegar biðin er orðin þetta löng, og ferðalagið hefur verið svona erfitt þá er það alveg á tæru að þessi leikur er stærsti deildarleikur Liverpool í rúm 24 ár. Punktur. En það er Liverpool í hnotskurn, við förum aldrei auðveldu leiðina. En við erum í alvöru þetta nálægt draumnum!

Áður en liðin hefja leik þá er staðan í deildinni svona:

Tafla (ú og H)

Liverpool á toppnum með 74 stig og City í því þriðja með 70 stig en hafa leikið 2 leikjum minna. Það gefur því augaleið að ef City vinnur þessa tvo leiki sem þeir eiga inni þá er toppsætið þeirra. Þeir eru einnig með betri markatölu en við og því alveg ljóst að jafntefli úr þessum leik væri klárlega dýrmætt stig fyrir City en tvö töpuð hjá okkar mönnum.

Þegar Brendan Rodgers tók við Liverpool þá sagði hann strax frá upphafi að við yrðum að gera Anfield að virki aftur. Það tókst ekki alveg á hans fyrsta tímabili, en í 19 leikjum þar var árangurinn 9-6-4 (Sigrar-Jafntefli-Töp). Á þessu tímabili hefur þetta heldur betur snúist við, við erum búnir að spila 16 (af 19) leiki þar og er árangurinn 14-1-1 (Bara City og Chelsea með betri árangur á heimavelli). Í þessum 16 leikjum á Anfield höfum við skorað 48 mörk. Það gerir 3 mörk að meðaltali í leik. Það er fáránlegt!

City er með þriðja til fjórða besta árangurinn á útivelli, hafa leikið 16 leiki og eru með árangurinn 8-4-4. Bara Tottenham og Man Utd eru með betri útivallarárangur þetta tímabilið (City er jafnt Liverpool ef menn skoða stig per leik á útivöllum).

Sigur á sunnudaginn myndi því setja okkur í bílstjórasætið í þessu kapphlaupi, yrðu þá 7 stig á City (sem gæti minnst orðið 1 stig ef þeir klára sína leiki) með 4 leiki eftir. Á meðan tap myndi minnka bilið niður í 1 stig sem gæti mest orðið að 5 stiga forskoti City klári þeir þessa 2 leiki sem þeir eiga inni – það er ekki option strákar. Ekki fara erfiðu leiðina að þessu, þeir þyrftu þá að tapa tveimur leikjum (vegna markatölu) og við vinna síðustu fjóra.

MANCHESTER CITY

City er með frábært lið og hrikalega mikla breidd. Þeir eru einnig, annað en hinir keppinautarnir um titilinn, að spila frábæran fótbolta og eru t.a.m. að toppa okkar menn hvað varðar markaskorun á heimavelli, eru með 3,46 mörk að meðaltali í leik þar og hafa skorað 84 í það heila og hafa að mínu mati sýnt frábæran fótbolta löngum stundum og spila mun skemmtilegri bolta en þeir gerðu undir stjórn Mancini.

Styrkleiki liðsins liggur klárlega í sóknarleik liðsins. Það er ekki bara útaf verðmiðanum á þeim leikmönnum sem þar eru heldur eru þeir allir að koma að sóknarleik liðsins:

MCFC sóknarleikur

Það er því ljóst að það er ekki hægt að horfa á einhvern einn leikmann og segja, stoppið þennan þeir geta ekkert án hans. Þó er það ekkert leyndarmál að David Silva er liðinu hrikalega mikilvægur. Fái hann tíma með boltann þá finnur hann sendingarnar og hann er betri en flestir að finna sér svæði og tíma til að athafna sig.

Pellegrini er ekki með marga leikmenn frá vegna meiðsla. Nastasic verður pottþétt ekki með en Aguero verður líklega í hóp. Einnig var talað um að Yaya Toure hefði fengið eitthvað högg í sigrinum gegn Southampton en hann verður alltaf gerður leikfær fyrir þennan leik. Hef enga trú á öðru.

Ég skoðaði liðið hjá þeim eins og þeir hafa verið að stilla upp gegn stóru liðunum, og þá sérstaklega á útivelli. Þeir hafa oftast verið að notast við 4-2-3-1, gerðu það úti gegn Arsenal, United, Chelsea og svo aftur heima gegn Liverpool. Það er bara spurning að mínu mati hvort hann ætli að blása til sóknar eða vera með vaðið fyrir neðan sig og skipta þá Navas út í stað annars miðjumanns (Garcia).

Ég ætla að skjóta á að liðið verði óbreytt frá því í síðustu tveimur útileikjum (United og Arsenal) nema þá að Kolarov haldi sæti sínu síðan í sigrinum á Southampton, eða svona:

City liðið

Þeir gætu auðvitað alltaf tekið sénsinn á Aguero í byrjunarliðinu þar sem hann hefur æft í vikunni án vandræða. Ég sé það samt ekki gerast, honum var spilað alltof fljótt í síðari leiknum gegn Barcelona og náði sér ekki á strik þar. Þeir eiga ennþá 7 leiki eftir og það væri hrikalega sterkt ef þeir myndu fá hann í liðið á lokasprettinum.

Það er merkileg staðreynd að þrátt fyrir að vera með einn best mannaða hópinn í deildinni hafa City notað fæstu leikmennina þetta tímabilið:

En munurinn á hóp þessara liða sést kannski best í því að þeir geta leyft sér að kaupa sóknarmann á 22 milljónir punda og spila honum 264 mínútur það sem af er tímabili (Jovetic).

Að við skulum vera að berjast um titilinn við Manchester City á þessum tímapunkti og þetta seint á tímabilinu er ótrúlega staðreynd dagsins. Við erum að tala um sama Manchester City-liðið og varð meistari 2011/12, enduðu í öðru sæti 2012/13 og eyddu samt í kjölfarið £103.200.000 í sumar. Þeirra nettó-eyðsla í sumar til að styrkja þá þegar HRIKALEGA sterkan hóp er rúmlega fjórfalt það sem við eyddum í sumar (nettó). Þetta! Þessi staðreynd gefur manni von, hún gefur fótboltanum von.

En City-liðið á engan að hræðst, slík eru gæðin í liðinu. Og þeir virðast bera mikla virðingu fyrir okkur, en Kompany sagði nýlega í annað sinn á tímabilinu að Liverpool væri klárlega besta lið sem þeir hefðu mætt á þessu tímabili og það væri engin tilviljun eða heppni að við værum á toppnum.

En nóg um City.

LIVERPOOL

Síðan Liverpool hóf þessa níu leikja sigurgöngu sína gegn Arsenal í byrjun febrúar hefur liðið skorað 32 mörk í 9 leikjum og er eiginlega hætt að heyrast í mönnum sem segja að Liverpool sé eins manns lið (nema þá Tim Sherwood auðvitað, en hann horfir ekki á Liverpool leiki og hefur því takmarkað vit á því sem hann er að segja).

Á þessari sigurgöngu, sem fer í top 10 hjá Liverpool yfir flesta sigraða leiki í röð, hafa mörkin skipst nokkuð jafnt á milli manna:

Síðustu 9 leikir - lfc main men

Þess má til gamans geta að leikurinn gegn West Ham var fyrsti leikurinn á árinu 2014 sem SAS skora ekki (14 leikir).

Mörk Gerrard hafa auðvitað flest komið úr vítaspyrnum, en við skulum ekki gleyma því að það verður að skora úr þeim líka. Margur hver hefði bugast undan álaginu við þessar aðstæður. En hann hefur stigið upp að öllu leyti. Hann er búinn að aðlagast þessari nýju stöðu sem hann spilar í og spyrnugeta hans, hvort sem það er úr föstu leikatriði eða úr opnum leik, er á heimsmælikvarða. Það eru ekki margir í boltanum í dag sem hafa þessa sendingargetu og virðist skipta hann litlu hvort það sé 5-metra eða 50-metra sending.

Sú var tíðin sem þú gast sagt nákvæmlega til um hvernig byrjunarlið Liverpool kæmi til með að líta út og hvaða kerfi við værum að fara spila. Þannig er það ekki í dag. Hvernig kemur Brendan til með að stilla upp á sunnudaginn? Að mínu mati er það bara önnur miðvarðastaðan sem er spurningarmerki ásamt því hvaða kerfi hann ákveður að spila sem mun svo ráða uppstillingunni á miðjunni, skoðum þetta aðeins nánar.

Agger eða Sakho. Varafyrirliðinn okkar á að vera klár í slaginn en hann missti af leiknum gegn West Ham sökum smávægilegra meiðsla. Sakho kom inn og nýtti tækifærið vel. Þetta var klárlega ekki auðveldasti leikurinn til þess að koma aftur inn í liðið eftir að hafa verið frá í rúma þrjá mánuði. En hann kom inn og stóð sig vel.

Við höfum rætt það í podköstum okkar á árinu að Agger er líklega eini leikmaðurinn sem þú getur horft á í hópnum (og er að spila) og sagt að hann sé ekki að bæta sig á milli ára hjá Brendan (kannski líka Glen Johnson). En vörnin hefur verið að batna síðustu misseri og höfum við haldið hreinu í þremur leikjum af síðustu sex.

Ég ætla að spá því að Agger komi aftur inn. Þó ég telji að Sakho sé sterkari en Agger í föstum leikatriðum (Kompany og Yaya hafa báðir skorað með skalla gegn okkur í síðustu leikjum) þá er Sakho auðvitað meira wild card. Hann hefur ekki spilað nema 13 leiki fyrir klúbbinn (í deild) og á í raun og vera eftir að sýna sitt rétt andlit, enda verður hann alltaf dæmdur af stöðugleikanum frekar en stökum leikjum. Ég held að Brendan velji öruggari kostinn og gefi Agger startið.

Þá að miðjunni og leikkerfinu. Fer hann í 4-4-2 með demanta miðju eða fer hann í 4-3-3?

Í heimaleikjunum gegn Everton, Arsenal og Tottenham spilaði Brendan með 4-3-3, með bæði Coutinho og Sterling í liðinu. 4-3-3 gefur kannski ekki nógu góða mynd af þessu kerfi þar sem að Sterling og Coutinho eru mjög fljótandi með Gerrard og Henderson aftar á vellinum. Coutinho leitar þá meira í holuna á meðan Sterling heldur breidd og notar hvert tækifæri til þess að hlaupa á varnarmenn andstæðingana. En á útivöllum, eins og gegn Southampton og Man Utd, þá fór hann í demantakerfið og Allen kom inn til að þétta miðjuna.

Er einhver ástæða til þess að breyta kerfinu sem hefur slátrað öllum þeim topp sex liðum sem hafa komið á Anfield það sem af er tímabili? Viljum við frekar þétta miðjuna og fá Allen/Lucas inn í stað Coutinho? Það er samt ekki hægt að segja að við höfum ekki verið þéttir fyrir í þessum stórleikjum hingað til þegar við höfum farið í 4-3-3. Þessi þrjú lið skoruðu samtals eitt mark sem kom eftir gjöf frá Gerrard.

Ef hann fer með 4-3-3 þá skýt ég á þetta lið:

Liðið LFC - 4-3-3

Ef Brendan ákveður að spila 4-4-2 með demanta miðju þá sé ég Allen koma inn í stað Coutinho. Sterling olli þeim miklum vandræðum á Etihad og er alltaf að fara spila þenna leik. Þ.e. einhvern veginn svona:

Liðið LFC

Eitthvað segir mér að Brendan velji fyrri kostinn. Þ.e. að hann stilli upp sama kerfi og hefur reynst okkur svona vel í heimaleikjunum. Það kerfi hefur einmitt reynst svo vel þegar við höfum mætt liðum sem ætla að sækja á okkur, og City er eitt af tveimur bestu sóknarliðum deildarinnar.

En þessi leikur ræðst auðvitað ekki af leikkerfinu sem við spilum. Þetta ræðst á hugarfari og spilamennsku þeirra leikmanna sem spila leikinn. Ef við mætum eins stemmdir og við höfum gert í þessum títtnefndu Everton, Arsenal og Spurs-leikjum þá verður þetta hrikalega erfitt fyrir City. Ég hef alltaf haft áhyggjur af því að við værum ekki nægilega þéttir og massífir þegar hann stillir því kerfi upp en ef menn horfa til baka eru þetta líklega þeir leikir sem við höfum verið hvað þéttastir fyrir í og á sama tíma ógnvænlegir þegar við sækjum.

Það er í raun bara markmannsstaðan og sóknarmennirnir þar sem að ekkert verður hrært í liðinu. Við erum í fyrsta sinn í 50 ár með tvo leikmenn sem hafa skorað 20+ deildarmörk á sama tímabilinu. Það gerðist jú síðast undir stjórn Bill Shankly þegar hann batt enda á 17 ára bið Liverpool eftir deildartitli þegar Roger Hunt og Ian St John skoruðu saman 52 mörk leiktíðina 1963/64.

TÓLFTI MAÐURINN

We are Liverpool, lalalala
We are Liverpool, lalalalala
We are Liverpool, lalalala
We´re the best football team in the land, YES WE ARE!
Poetry in motion, lalalala
Poetry in motion, lalalalala
Poetry in motion, lalalala
We´re the best football team in the land, YES WE ARE!


Þetta lag verður sungið nokkur hundruð sinnum á sunnudaginn kemur! Æfið ykkur!

Anfield er að vakna. Það er næstum því aldarfjórðungur síðan að liðið var að keppa um deildartitil af einhverri alvöru. Fyrr á leiktíðinni fóru stuðningsmennirnir að láta sig dreyma, efstir á jóladag og að spila vel. Í dag eru þeir farnir að trúa.

Ekki bara höfum við endurbyggt Anfield sem virki heldur höfum við verið að slátra mörgum liðum þarna, þá sérstaklega stóru fiskunum og hefur stemningin átt stóran þátt í því. Það vita allir hvaða afl stuðningsmenn Liverpool hafa. Ef þið eruð ekki viss, spyrjið lið eins og Chelsea og Juventus sem hafa komið til okkar á Evrópukvöldum síðustu ár. Þær kanónur sem eru í þessum liðum, sem flest höfðu séð, áttu ekki orð.

Þessi tólfti maður er ástæðan fyrir því að við unnum fimmta evrópubikarinn og þar með for keeps. Þessir stuðningsmenn.

Mér er alveg sama þótt í City-liðinu séu stórir leikmenn sem hafa spilað á stórum völlum. Ef Anfield verður eitthvað í líkingu við það sem hann var 2005 og 2007 þá hafa þeir ekki upplifað neitt sambærilegt áður.

En augu fótboltaheimsins verða ekki bara á Anfield vegna knattleiksins því á sunnudaginn verður einnig minningarathöfn í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá Hillsborough slysinu og minning þeirra 96 sem þar létu lífið heiðruð (við á Kop.is verðum með pistil vegna þess í næstu viku, eða 15. apríl).

MÍN SPÁ

Þetta verður hrikalega erfiður leikur. Þetta City-lið er með heimsklassaleikmenn í flestum stöðum á vellinum en þeim hefur engu að síður gengið nokkuð illa á Merseyside. Þeir hafa einungis unnið einn leik þar af síðustu 20 (1-6-13) og það var á Goodison í apríl 2009. City-liðið hefur ekki unnið á Anfield síðan Keegan var með liðið í maí 2003, og er það þeirra eini sigur á Anfield síðan Úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

En …

Það eru ekki alltaf bestu einstaklingarnir sem vinna heldur besta liðið. Við erum kannski ekki með jafn dýra leikmenn í okkar liði en við erum alls ekki síðra lið en Manchester City. Þessir leikmenn eru tilbúnir að ganga í gegnum eld og brennistein fyrir hver aðra og man ég ekki eftir að hafa séð jafn mikla liðsheild og samheldni í liðinu áður. Langt því frá. Við erum með fjórða yngsta liðið í deildinni en erum samt að spila af þvílíkum hroka og sjálfstrausti að maður getur ekki annað en trúað.

Veikleiki Manchester City er varnarleikur liðsins og þá helst Demichelis. Hann er ekki hræðilegur varnarmaður en hann er virkilega, virkilega hægur og með Sturridge, Suarez og Sterling eins og Duracell-kanínur þarna frammi þá sé ég okkur alltaf skora nokkur mörk. Spurningin er bara hve mörg City setur.

Stemningin á Anfield verður ólýsanleg á sunnudaginn. Það er verið að tala um að miðar síðustu daga séu að fara á 5000 pund á svarta markaðnum og skil ég það vel. Ég ætla að spá því að okkar tólfti maður öskri okkur í gegnum þennan leik og við vinnum 3-1 með mörkum frá Suarez (x2) og Gerrard. JFT96!

10173755_755622794469732_9193986120331141263_n

127 Comments

 1. Þeir eru hrikalegir þessir tveir þegar kemur að pistlunum…………. Babú og Eyþór! Takk fyrir mig! (tek fram að aðrir kop pennar eru ekki langt undan) :o)

  “Pínku pínku” viðbót…… Mark Clattenburg dæmir leikinn. Dæmt tvo leiki hjá okkur á tímabilinu, 0 – 1 sigurleik á móti Aston Villa og 0 – 3 sigur á MU. Vonandi allt er þegar þrennt er!

 2. Flott upphitun 🙂 Þetta verður svakalegur leikur. Hvernig er ekki hægt að verða annað enn stressaður nú þegar? við vinnum þetta 4-2 Suarez með 2 sturridge 1 og Gerrard úr víti … Toure-Aguero með sitthvort markið fyrir city…. Koma svo Liverpool!

 3. Ég þarf að skjótast heim til Íslands á sunnudag vegna atvinnuviðtals sem ég á að fara í á mánudaginn. Vélin fer í loftið nokkrum mínútum eftir upphafsspyrnuna. Ég er svekktur yfir því að missa af leiknum en þessi í stað slepp ég við allt stress. Hlakka til að lenda og sjá lokatölurnar, 3-1.

 4. Ertu ekki komið þráðlaust net í flugvélarnar? Allavega hjá Icelandair!

 5. Öll önnur tímabil, alla aðra daga hefði ég sagt að þessi leikur færi 0-2 City eða eitthvað álíka þar sem Kompany pakkar saman Suarez, Sterling hleypur á veggi hvað eftir annað, Yaya gengur berserksgang á miðjunni og Dzeko og Silva láta hafsentaparið okkar líta verr út en nokkru sinni áður á tímabilinu.

  Ekki núna.

  Í þetta skiptið er ég sannfærður. Ekki bara um sigur heldur um yfirspilun. Ég trúi því, statt og stöðugt, að LFC muni rúlla yfir City á sunnudag. SAS skora ca þrjú samanlagt og kafteinninn setur líka eitt. Ekki úr víti í þetta skiptið. Yaya og félagar gætu síðan sett eitt sem sárabót. 4-1 sigur, síst of stór. Allt þetta mun verða olía á eldinn í stúkunni þar sem hávaðinn verður engu líkur, enda stærsti leikur á Anfield í aldarfjórðung, og afmæli Hillsborough í ofanálag.

  Ég trúi því að þessi dagur verði lengi í minnum hafður sem stærsti einstaki áfanginn á leið til titils nr. 19. Ég get ekki beðið.

 6. Vá ég fékk gæsahúð við að lesa þessa upphitun og ég er eiginlega fyrst núna að átta mig á því í hverskonar stöðu Liverpool er í, titilbaráttan er í OKKAR höndum, ég er búinn að vera í afneitun fyrir því síðustu vikur en upphitunin opnaði fyrir mér augun, TAKK!

  YNWA

 7. Glæsileg upphitun! Hvort sem þetta verður 433 eða diamond held ég að BR muni reyna að veita Flanagan svolítið cover. Að því leyti finnst mér þessi 433 uppstilling með Flanagan og Coutinho vinstra megin í tæpara lagi. Gerrard gæti reyndar líka fengið fyrirmæli um að sinna því.

  Holy sh#t hvað ég er orðinn spenntur. Á vökutíma líða ekki fimm mínútur án þess að ég hugsi um baráttuna sem framundan er. Bíð bara eftir að mig fari að dreyma liðið!

  Við erum alltaf að fara að vinna þennan leik! Koma svo, Liverpool!

 8. Ég er alveg sammála því að þetta sé okkar stærsti leikur í mjög langann tíma en þú segir í pistlinum (sem annars er ótrúlega skemmtilegur og vel gerður) að LFC sé að keppa í alvöru um deildartitill í fyrsta sinn í aldarfjórðung, nú veit ég að hver dæmir fyrir sjálfann sig en var það ekki 2009 sem við lentum í öðru sæti og einungis nokkur mörk á lokasprettinum frá ungum ítala skilaði Man utd nokkrum “heppnis” stigum sem að lokum tryggði þeim titilinn?

  Mér finnst fólk vera að gleyma því

  3-1, Suarez með þrennu

 9. Ágúst #10,

  Það var aldrei í okkar höndum 2008-9, vorum alltaf að elta eiginlega.

 10. Hvað eru margir hérna sem kannast við þessa sjúkdómslýsingu?

  Some people are afraid of being too happy because they think something tragic is going to happen soon — This is known as Cherophobia.

 11. Um síðustu helgi fór Pabbi minn í fermingu. Fermingardrengurinn fékk miða og ferð á þennan leik í fermingargjöf frá foreldrum sínum. Hann fór að gráta. Besta. Fermingagjöf. Ever.

 12. Nr. 12

  Er það hræðsla við hana Reynir?

  Annars myndi ég nú kalla þetta reynslu líka enda ekki alveg að ástæðulausu sem maður þorir ekki alveg að missa sig í gleðinni fyrir leik í deildinni.

  En frábær upphitun, trúi varla að við þurfum að bíða alveg heilan dag í viðbót eftir þessu.

  Grunar að Rodgers hjóli í City af engri virðingu og stilli upp með sama liði og gegn West Ham. Sakho verði áfram í vörninni og Coutinho og Sterling báðir inná. Kostur samt að við vitum svipað lítið og Pellegrini um það hvað Rodgers ætlar að gera.

  Mignolet

  Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan

  Henderson – Gerrard (c) – Coutinho

  Sterling – Sturridge – Suarez

 13. Babu ég sprakk úr hlátri.

  Tek undir með öllum að um frábæra upphitun sé að ræða.

  Ég flakka á milli á 5 mín fresti um hvernig ég held að byrjunarliðið verði. Í augnablikinu held ég að Lucas byrji á kostnað Sterling.

  Þessi bið er að gera mann brjálaðann. Maður horfir á öll youtube myndbönd sem maður finnur. Ég er meira að segja að horfa á myndina Will núna.

 14. Vávává, frábær upphitun, takk fyrir mig!
  Ég spái 2-2 í hörkuleik! Ég tek það fram að ég er búinn að vera svartsýnn frá upphafi tímabils og hreinlega þori ekki að breyta til 😉

  Nei að sjálfsögðu vinnum við 3-2 og við þurfum allir að fylla á hjartatöfluboxið eftir helgi 😀

 15. Þvílík upphitun og þvílíkur leikur … ég er að pissa á mig af spenning! Ég byrjaði að hala með Liverpool 1982 þegar þeir voru að spila á móti Utd. Ég var ekki nema 8 ára þegar ég tók þá ákvörðun að halda frekar með rauða liðinu en því hvíta, ástæðan var sú (og ég mann þetta eins og þetta hafi gerst í gær) að ég steinféll fyrir töffaranum Bruce Grobbelaar, sérstaklega þegar hann setti á sig derhúfuna og Bjarni Fel sagði í lýsingunni að nú myndi Liverpool líklega jafna … af því meistarinn var búinn að setja upp derhúfu! Mér fannst þetta svo mikil snilld að ég gleymi þessu aldrei og hef elskað þennan klúbb síða. ÉG TRÚI EKKI ENNÞÁ AÐ ÞAÐ SÉ RAUNVERULEGUR MÖGULEIKI OG LIÐI SÉ AÐ SPILA SKEMMTILEGASTA FÓTBOLTANN SÍÐAN Á NÍUNDA ÁRATUGNUM … ÞETTA ER ÓÓÓÓOTRÚLEGT … nú pissaði ég á mig!

 16. Ég er svartsýnn tví ad allir hérna inni eru ad leifa sér ad vera bjartsýnir 🙂 Bring on the pessimists

 17. þessi upphitun er sennilega su albesta sem sett hefur verið inna þessa síðu, hun fær i raun 11 i einkunn af 10 mögulegum.

  sæll hvað maður er orðin spenntur fyrir sunnudeginum, þetta verður rosalegt.

  eg spái 4-2 .. suarez með 2 , sturridge 1 og Gerrard 1 ur viti 🙂

 18. GUDERIAN………

  …… nú er það konsertorgelið í Hallgrímskirkju og þú spilar YNWA sem aldrei fyrr!!

 19. Held að ég hafi aldrei upplifað jafn margar tilfiningar við að lesa einn pistil á netinu…
  Gleði, ótti, hamingja, þakklæti, styrkur, kvíði, stress, stolt, trú, ást, umhyggja, spenna og ég er ekki frá því smá gredda!
  Og ekki má gleyma tárunum og gæsahúðinni.

  Make Us Dream!!! YNWA

 20. hjalti #16,

  Vegna minningarathafnar í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá Hillsborough harmleiknum. Töfin endurspeglar tímann þar til sá leikur var flautaður af. Sama gildir um alla leiki umferðarinnar.

 21. Vekjum athygli stuðningsmanna LFC sem staddir verða norðan heiða á sunnudag að Sportvitinn við Strandgötu mun sýna leikinn á 30 fermetra risatjaldi líkt og alla leiki Liverpool.

  Húsið verður opnað kl. 11.30

  Make us dream!

 22. Spái 1-3 tapi að venju. Það hefur gefist ágætlega að undanförnu.

 23. Frábær upphitun:-).. Ég er er samt mjög áhyggjufullur um að langþráður draumur um að ná fjórða sætinu verði að engu ef við vinnum leikinn á móti City.

 24. Þetta verður rosalegur leikur og er ég ekki frá því ef ég lækka í sjónvarpinu þá mun ég heyra í stemninguni á Anfield. Ég held að Rodgers láti vinnusjúklinginn Allen spila þennan leik fremur en Couthinho.
  Ástæðan er einföld að Man City eru með marga stórkostlega leikmenn að vinnsludýr er eiginlega nauðsynlegt til að hjálpa Flanagan, Johnson og Agger/Sakho (Skrtel þarf enga hjálp).
  Þar sem Man City sækja á mörgum mönnum og eru oftast með háa varnarlínu þá tel ég að Sterling, Suarez og Sturridge eiga eftir að fá tækifæri til þess að komast bakvið þessa vörn og er einfaldega gott að eiga Couthinho á bekknum ef við þurfum að opna vörnina hjá þeim eitthvað frekar.

  Mín spá er svona.
  Það verður rosalegt stress fyrstu 15 mín og boltinn mikið útaf vellinum. City skorar svo í fyrihálfleik og þannig verður staðan í hálfleik. Liverpool mæta dýrvitlausir í síðarihálfleik og Sturridge jafnar leikinn eftir sendingu frá Suarez. Síðustu 10 mín mun liverpool liggja í sókn en þrátt fyrir ágæt tækifæri þá endar leikurinn 1-1.
  En það eru einmitt sömu úrslit og verða í leik Everton – Man City á meðan að Liverpool vinnur restina 🙂 og þarf af 5-0 stórsigur á Newcastle sem gerir markamuninn okkar betri en City(tala nú ekki um 0-3 sigur á Norwitch liðinu , Suarez með þrennu).

 25. Fìn upphitun hjà Eythóri. Èg er ekki sammála lidsvalinu.
  Lucas er allan daginn ad fara ad byrja thennan leik. Hann mun loka à Silva og leyfa Yaya ad finna til tevatnsins.

 26. frábær og fræðandi pistill að vana ég er svona hæfilega bjartsýnn á leikinn en sú hugsun læðist að mér að það væri svo týpiskt að city myndu setja 2 á fyrstu 10 mín útaf allri bjartsýninni þá færi ég líklegast að grenja en mín spá er 3-1 gerrard eitt úr víti svo skallar suarez boltann í netið eftir hornspyrnu og þá er komið að david silva hann mun smyrja hann fyrir utan teig og city reyna eins og þeir geta að jafna og koma alltof hátt a völlinn og hleypa sterling í gegn sem skorar.
  En ætla nú að laumast í lyfjaskápinn og teygja mig í svefntöflurnar sem ég fékk skrifaðar á mig fyrir þessa viku 😉

 27. Úffff…… ég er taugahrúga!!! Takk kop.is fyrir að gefa mér róandi. Koma svo Liverpool….

  Make The Dream.. Reality….

  YNWA

 28. Kæru vinir.

  Rodgers er með’etta.
  Anda inn, anda út.

  Tökum bara Óla Stef á þetta ,,bíb” 🙂

 29. Kæru félagar. Við erum aldrei að fara að tapa þessum leik. ALDREI. Hef meiri áhyggjur af öðrum leikjum.

  Agger og Lucas koma inn í liðið í stað Sakho og Cauthinho. Vitið til.

  Svo vinnum við leikinn með þremur mörkum. 3-0 eða 4-1 og verðum súrir því við áttum að vinna stærra.

  Leikurinn er á ANFIELD og það breytir öllu.

  Áfram Liverpool!

 30. Ég spái því að Aspas byrji inn á fyrir Sturridge…..djók Aspas er aldrei að fara að spila þennan leik 🙂

  Annars er ég tilfinningalega brenglaður eftir þennan vetur. Ég bíð og bíð eftir skellinum sem virðist aldrei ætla að koma en samt loðir hann við mig eins og lítill skratti á öxlinni. Ég er stressaður og bjartsýnn til skiptist. Þegar ég er stressaður rústum við leikjum eins og Arsenal og Spurs. Þegar ég er afslappaður og bjartsýnn þá kemur leikur eins og Sunderland leikurinn. Fyrir þennan leik er ég mest megnist dofinn. Mig dreymir stundum titilinn á Anfield og ég brosi fyrir það vegna þess að ég er fjári bergdreyminn. Því enda ég á þetta á…….make us dream!!!

 31. þetta er bara skrifað í skýin rautt net í mörkunum allir með okkur sem elska knattspyrnu:poetry in motion: sigur 1-0 suarez með markið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 32. Þessa dagana líður mér einsog ég sé í slag, ég ligg á bakinu og anstæðingurinn situr ofaná mér. Ég bíð og bíð eftir högginu vonda, en það lætur bíða eftir sér. Ég hef alla burði til að vinna þennan slag, en það er þetta eina högg, sem ég veit af biturri reynslu að er svo vont. Hvað á ég að gera, á ég að liggja og láta slá mig, eða á ég að berjast fyrir því sem ég veit að ég get staðið undir?

  Ég vona að liði OKKAR sé ekki að bíða eftir högginu. Ég einfaldlega krefst þess að liðið gefi allt sem það á í þennan bardaga, að það sýni það hjarta og viljastyrk sem býr í því.

 33. Frábær upphitun eins og venjulega, frammistaðan hjá ykkur á Kop.is er svipað góð og spilamennskan hjá Liverpool þetta tímabil… ekki hægt að hrósa ykkur meira en það 😉

  Spennan fyrir þennan leik er náttúrulega svakaleg og maður er búinn að lesa allt sem maður hefur komist í til að stytta biðina.
  Verð að vera sammála Usher varðandi Sakho, fannst hann frábær á mót West Ham og var virkilega ákveðin í flestum sínum aðgerðum. Vona því og held að hann byrji frekar en Agger:
  http://espnfc.com/blog/_/name/liverpool/id/2820?cc=5739

  Varðandi Sterling þá er ég alveg sammála Eyþóri og held að hann sé alltaf að fara að byrja þennan leik. Hann hefur bætt sig svakalega þetta tímabil og hefur komist framúr Coutinho að mínu mati og þó að hann mætti reyndar skora meira þá má ekki vanmeta hversu mikil áhrif hann hefur með öllum hlaupunum sínum í að opna vörn andstæðinganna.

  Erfiðast er samt að segja til um hver mun spila af Coutinho, Allen og Lucas. Sammála Eyþóri um að hann velji Coutinho ef hann ætlar í 4-3-3 en held að hann velji Lucas ef demantamiðjan verður fyrir valinu.

  Lucas var með gríðarlega mikilvæga innkomu á móti West Ham og ég man hreinlega ekki eftir því hvenær ég sá Lucas síðast skila svona miklu af sér í sókninni. Honum tókst að þræða bolta inn fyrir vörnina sem skilaði sér í marki (víti) og spila sig niður að endalínu og gaf boltan á Suarez sem hitti reyndar ekki boltann.
  Brendan Rogers virðist hreinlega vera svo magnaður þjálfari eins og maður hefur séð með þessu breytta hlutverki hjá Gerrard að það kæmi manni ekkert á óvart ef hann hefur verið að þjálfa Lucas síðan hann kom úr meiðslum í að spila sóknarsinnaðra hlutverk í liðinu.
  Hvað segja menn um það á Lucas framtíð fyrir sér í nýju hlutverki eða verður hann bara varaskeifa fyrir Gerrard í DM stöðuna?

  Hversu magnað er samt að núna getur maður ekki séð Gerrard fyrir sér í neinni annari stöðu heldur en þessu DM hlutverki. Það er allt í einum orðið svo sjálfsagður hlutur að það er ekki einu rætt lengur hérna á Kop.is að hafa hann í einhverri annari stöðu. Finnst það segja ansi mikið um hversu góður Brendan Rodgers er!

 34. Er ekki bara hægt að sleppa þessum laugardegi? Við munum hvort sem er bara eyða honum í rugl og/eða láta okkur dreyma um Ssnnudaginn

  COME ON YOU REDS!

 35. Þetta er ekki flókið. Annað hvort mun landlæknisembættið sjá stórauknar tölur í útskrifun prozak eða Átvr mun setja met í mánudagsöl.

 36. Vá er það eðlilegt að maður verði hálf klökkur af því að lesa pistil sem fjallar um upphitun fyrir fótboltaleik???

  Það lýsir bara þessum aðstæðum, njótum. Takk fyrir frábæran pistil Eyþór.

 37. Sit við sundlaugarbakkan á hóteli í Tælandi í +30 stiga hita með bjór og gullfallegar stelpur mér við hlið.
  Hef reynt að drepa tímann síðustu daga með því að læra að kafa og hef tekið meira en tvær kafanir á dag, skoðað skipsflak, séð skjaldböku og komist augliti til auglitis við hákarl (whale shark til að vera nákvæmur).

  Leikurinn á morgun fer fram á Songkran sem er eins og glöggir menn þekkja Thai new year sem þýðir bjór og stærsti vatnsslagur sem fyrir finnst á þessari plánetu. Samt er ekkert ofar í mínum huga en þessi blessaði leikur og þetta lið sem við elskum öll.

  Það eru forréttindi að fá að halda með liðinu sem er að spila lang skemmtilegasta boltann í heiminum í dag og eitthvað sem aðdáendur annarra liða öfunda okkur klárlega yfir. Það gæti ekkert verið skemmtilegra en að vera Liverpool stuðningsmaður um þessar mundir.

  Make us dream!

 38. …Ég er a? pissa í mig ég er svo spenntur fyrir morgundeginum. Glæsileg upphittun, væri gaman a? sjá upphitun frá hinum endanum hún er aldrei a? fara vera eins dramatík

 39. Skemmtileg upphitun og upplýsandi. Þetta verður ábyggilega erfiðasti leikur Liverpool á tímabilinu hingað til og ef þeir vinna verður Chelsea erfiðasti leikurinn á tímabilinu eftir það. Ég er enn á því að annaðhvort City eða Chelsea vinni deildina en verð ekki fyrir vonbrigðum samt þótt að annað eða þriðja sætið verði hlutskipti okkar manna. Við erum öruggir með að ná takmarkinu sem var að komast í meistaradeildina að nýju og þess vegna þykir mér það sjálfsagt að leikmenn Liverpool geti spilað afslappaðir og yfirvegaðir í þessum leikjum sem eftir eru. Kannski það eitt og sér myndi skila toppsætinu að reyna að spila pressu lausir vitandi að aðal takmark tímabilsins er í höfn. Þótt það sé enn stærðfræðilegur möguleiki á að liðin þarna fyrir neðan okkur geti náð okkur er samt hæpið að Liverpool tapi öllum leikjunum sem eftir eru. Það er ólíklegra en að við vinnum alla leikina sem eftir eru. Ég er kannski bara að segja þetta til að verða ekki fyrir vonbrigðum en fyrst og fremst er ég bara hamingjusamur með að Rodgers skuli á sínu öðru tímabili vera að skila liðinu í CL sæti og að liðið spilar skemmtilegasta boltann í deildinni.

  Njótið leiksins strákar hvernig sem fer og restinni af tímabilinu hvar sem liðið endar 🙂

 40. Maður lifandi.

  Segi eins og bara allir hér að ofan…

  Hef ekki verið eins spenntur fyrir deildarleik síðan……ja bara aldrei sennilega!

  Eins og Eyþór hefur maður velt sér á allar hliðar og pælt í liðsuppstillingu og breytt í margs konar spaða. Svo að fyrsta gleðin verður þegar maður sér byrjunarliðið og síðan uppstillinguna.

  Er enn alveg helsannfærður að við eigum gleðilegan dag sem mun þó hafa margar beygjur í fjörugum leik, því þarna eru á ferðinni tvö lið sem vilja sækja og gera skemmtilega hluti, ólíkt öðrum kannski í toppslagnum. Sigur, og 3-2 er enn mín spá.

  Búið að vera gaman að fylgjast með uppleggi liðsins og klúbbsins í vikunni, maður hefur á tilfinningunni að þetta sé “ordinary week” á allan hátt og það skiptir máli. Ég virkilega vona að völlurinn okkar muni skoppa frá upphitunarstarti og standi undir því orði sem af okkur fer og verði í gírnum leikinn á enda, því eins og ég segi þá held ég að við eigum eftir að sjá mörg “tvist” í þessum leik…

  Bring it on, please láta sunnudaginn fara að koma takk!

 41. #47 Hárrétt, enda veit ég ekki til þess að aðrir en Gunnleifur styðji þá ljósbláu 🙂

 42. Ég er búinn að horfa á 5 útgáfur af 2005 leiknum í Turkey…. Það er stanslaus gæsahúð og spenningur…
  Ég hef MIKLA trú á sunnudeginum og framhaldinu eftir það..

  ÉG TRÚI
  YNWA

 43. Það verður að fara að endurskoða þetta með að vera með endasprettin í enska á sama tíma og próf í skólum. Ég get ekki einbeitt mér að neinu.

 44. Mig dreymdi í nótt að ég hafði misst af leiknum, en frétti svo að hann hefði farið 0-0. Manni finnst það ólíklegt svona miðað við hvað þetta eru mikil markalið, en svo veit maður aldrei. Man það mjög skýrt t.d. þegar Ísland var að spila umspilsleikina í haust, og þá töluðu allir um að íslenska liðið væri alltaf að fara að skora í þessum leikjum. Svo auðvitað kom ekkert mark.

  En á hinn bóginn þá eru Liverpool og íslenska landsliðið tvö gjörólík lið.

  Ég hef verið svartsýnn þegar kemur að spám fyrir síðustu leiki og ætla að vera það áfram, en vona bara að liðið haldi sokkatroðslunni áfram.

  Svo er rétt að rifja upp hin fleygu orð: “It’s not the destination, it’s the journey” (og þá er ekki verið að tala um hljómsveitina Journey, hversu góð sem mönnum kann að finnast hún). Það er alveg klárt mál að Liverpool er búið að fara með okkur í eitt skemmtilegasta ferðalag síðari ára, og það hvort ferðalagið endar með einhverri dollu eða ekki ætti í raun ekki að vera aðalatriðið. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti henni.

 45. vá að hugsa til þess að eftir Hull leikinn í byrjun desember í fyrra, þá hélt maður að þetta tímabil væri búið, ansi mikið gerst síðan!

 46. Flestir höfum við verið frekar svartsýnir fyrir þessa “stóru” leiki en svo hefur liðið mætt og bara rústað þessum liðum, okkur öllum að óvörum. Ég er ekki að segja að það verði raunin núna , en vona bara að BR og sáli þarna hafi góða stjórn á spennustigi leikmanna okkar, sérstaklega yngri. Þessi leikur byrjar örugglega öðruvísi en aðrir leikir okkar, með þvi að liðin eru fyrst varfærin, en svo opnast hann. Ég vonast svo heitt og innilega eftir sigri að ég get bara ekki lýst þvi, lítill svefn og pælingar yfir þessum leik er ástæðan, eins og hjá okkur flestum. Ég segji að við náum að kreista fram sigur í enn einum “naglabandaleiknum” hjá okkur sem endar 2-1 , við erum að tala um rauð spjöld og dramatík.

  YNWA

 47. Ljótt þegar maður þakkar ekki fyrir svona glæsilegar upphitanir, maður er farinn að taka þessu sem sjálfsögðum hlut, takk fyrir Eyþór, tær snilld ! !

 48. Nú skil ég þessa steinsmugu sem ég er búinn að vera með undanfarna daga.

 49. Coutinho hefur ekkert í þennan leik að gera, nema til að bjarga okkur undir lokin ef staðan er svört.
  Lucas verður að koma inn fyrir í byrjunarlið. Allen verður líka á bekknum. Nú gildir leikreynsla, skynsemi og bardagatækni. Lucas hefur oft barist við City og fleiri topp lið. Það sem hann mun gera best í leiknum er að gefa Gerrard meira pláss og öryggi ásamt því að brjóta niður flæði City.
  Spái 1-0 fyrir okkur.

 50. Sæl öll bræður og systur.

  Mikið vildi ég óska þess áhugamál mitt snerist um útsaum eða upplestur á góðum ljóðum, þá gæti ég eytt þessum fallega degi í að sauma út í róleg heitum og hlusta á fallegt ljóð lesið af einhverjum ótrúlega góðum leikara. Þá ætti ég engar svefnlausar nætur og þá hefði ég langar og fallegar neglur málaðar í bleikum lit…. EN

  í dag á þessum fallega degi geng ég um gólf og naga ómálaðar neglurnar sem reyndar eru svo mikið nagaðar að það sést engin munur. Ég reyni að þrífa hér heima hjá mér en enda alltaf í tölvunni að leita og lesa að bara einhverju.Áðan horfði ég að stuttan bút hér á Kop.is af sigrinum í Istanbúl og ég fór bara að gráta þetta var svo mikil upplifun og ég fór að hugsa um 11. maí og hvernig tilfinning það yrði ef …..

  Stundum óska ég þess að þeir tapi þá verði spennan minni en svo kemur þessi eldharði stuðningsmaður upp í mér og skammar mig fyrir þessa ósk auðvita vona ég að við vinnum. Mér er nokkuð sama hvort við rúllum yfir þá eða rétt náum þessu á uppbótarmínútum ég veit að sigurinn þýðir 4 vikur í viðbót af þessum tilfinningarússíbana.
  Þegar ég átti von á mínu fyrsta barni fyrir 25 árum síðan var tilfinningin ekki ólík alveg hrikaleg spenna fyrir ákveðinni dagsetningu og ekki hægt að einbeita sér að neinu en þá vissi ég nokkurn vegin að ég myndi fara heim með lítið barn ( svona ef allt gengi vel) en núna veit ég ekki hvort ég verði glöð eða svolítið sorgmædd.
  Ég óska þess stundum að ég gæti bara sofið í þessar 4 vikur því ég er stundum hrædd um að ég hreinlega fái taugaáfall einhvern daginn……

  Kannski maður taki bara secretið á þetta og hugsi bara um sigurinn og verði alveg sannfærður um titilinn og hætti bara að hugsa um hinn möguleikan.

  Ég þakka síðuhöldurum og öllum þeim sem hér kommenta fyrir að auðvelda mér lífið þessa dagana án ykkar væri ég ein í þessari baráttu en núna veit ég að ég geng aldrei ein og tilheyri hóp snarruglaðra fótbolta stuðningsmanna sem þessa dagana eru með geðhvörf á háu stigi auk þess að þjást af athyglisbresti á öllu nema fótbolta.
  Ég er búin að heita á Strandarkirkju, lofa vinnufélögum köku og pizzu ( búin að lofa þeim partýii í lok maí ef ……:)) Nú ætla ég bara að setja þetta í hendur og fætur stríðsmannanna okkar og treysta því að þeir fái auka aðstoð frá 96 stuðningsmönnum sem eru hinu meginn.

  Vona að liðið okkar skori fleiri mörk en andstæðingurinn svo ég geti andað léttar í 10 mínútur á morgun áður en spennan fyrir næsta leik byrjar.

  Þangað til næst
  YNWA

 51. áður en eitthver lestur hefst yfir mér.
  þá erum við sjálfsögðu betri en það að vona að anstæðingar lfc meiðast.

  En Kompany fór meiddu af æfingu hjá city í dag…
  veit ekki hversu alvarlegt það er vonandi ekki mikið að honum en hann mætti taka sér pásu á morgun :)……

  En frábær upphitun þessi síða er frábær þjónustu fyrir okkur lfc aðdáendur….

  en ég get ekki talað um þennan leik ég er svo stressaður………….

 52. Mikid er eg feginn ad vid eyddum ekki milljonum i thessa pappakassa sem spurs keyptu i sumar og thar adur. Thvilika prumpid sem sa hopur er!

  Hvad vardar leikinn a morgun tha hef eg sma ahyggjur af spennustiginu, thad er svo gridarleg eftirvænting eftir leiknum en ef madur horfir a managerinn okkar og spilamennskuna sem lidid hefur synt sidustu manudina ad tha verdur thetta enn ein veislan hja okkur.

  Eg svitna i lofunum og pulsinn hækkar thegar eg hugsa um leikinn. Er hreinlega ad farast ur spennu.

  Y.N.W.A!!

 53. Er byrjaður að fá í magann af spenningi, vanalega er það 10 mínútum fyrir stórleiki og er ég nú rólegur maður.

  Er annars einhver staður sem að Liverpool menn ætla að hittast á morgun? Verðum við ekki að leggja undir okkur einhvern stað með stemningu?

 54. Haukr J #23. Er í Freiburg fram á mánudag og nú er úr vöndu að ráða. Hér í Þýskalandi er álíka mikið um að vera á sunnudögum og í höfðinu á Vigdísi Hauksdóttur. Sem sagt allt lokað.

  Þetta er hrikalegt en góð hugmynd að finna kirkju enda verið reynt áður. Fyrir nokkrum árum var ég í pólsku borginni Wroclaw á leikdegi og spilaði YNWA á alveg svakalegan orgelgarm í húsi Guðs nokkuð fjarri miðborginni. Hver einasta nóta, sem á annað borð virkaði, hljómaði eins og stefna Íslands í utanríkismálum. YNWA hljómaði í fyrsta skipti eins og Stockenhauser hefði samið lagið. Ég var í AC/DC bol og gamla konan sem var að skúra kirkjugólfið signdi sig og taldi mig augljóslega andsetinn.

  En horfur eru samt þokkalegar hér í Freiburg að finna hljóðfæri. Verra verður að finna bar sem sýnir leikinn. Ef einhver er kunnugur hér og veit um bar þar sem er von um slíkt væri tips vel þegið.

  Ég er bjartsýnn en hóflega samt.

 55. Þessi spenna og eftivænting er að verða mér ofviða……og í þokkabót verð ég staddur fermingarveislu á meðan leik stendur. 🙁 ófyrirgefanlegt……
  Áfram Liverpool.

 56. Guderian #71

  Gat ekki annað en skellt upp úr varðandi samlíkinguna við Vigdísi, snilld. (vona að framsóknarmenn hér inni fari ekki í fýlu)

  Annars kátur að heyra frá þér og þungu fargi af mér létt. Þegar þetta er skrifað eru rúmir 15 tímar í leik og ég er ekki í nokkrum vafa að þú finnir guðs hús eða annað þar sem góður andi ríkir yfir vötnum. Þar munt þú finna hljóðfæri og framkallað angurværa tóna YNWA sem munu berast yfir Ermarsundið og víðar. Ef í vandræðum, hugsaðu heim í Skorradalinn, kíktu í eitt rauðvínsglas og þér eru allir vegir færir.

  Annars er með ólíkindum að O´Kellys í Freiburg skuli vera með lokað á sunnudögum í ljósi hvað leikur er á morgun. Hins vegar er Mehlwaage Sportbar opinn frá 10 – 01 á sunnudag, sýndu SC Freiburg vs Eintract Braunscheig í dag. Staðsetning Metzgerau 4, 79098, Freiburg. Hljóta að sýna enska boltann!

  Tek fram að ég er með engu kunnugur á þessum slóðum, eingöngu að reyna aðstoða púllara og góðan dreng á erlendri grundu með aðstoð “alheimsaugans”, google.

  Gangi þér vel þarna hinu megin……… YNWA

 57. Gerrard he gave the tone
  globally Kop in zone
  You are in state
  And smell the fate
  You’ll never walk alone

 58. Svadalegur leikur framundan!!! Madur hefur litlar ahyggjur af kludri, allir bunir ad standa sig storkostlega og mikill sjens a titilinum. Tharf ad lenda a spitala til ad missa af thessum leik.

 59. Stend í svakalegu stríði við konuna. Fermingarveisla á morgun á leiktíma og ég stóðst ekki lengur pressuna og tilkynnti bara pollrólegur í gær að ég myndi því miður ekki komast í þessa veislu. Síðan hefur skollið á stormur skilningsleysis og rignt yfir mig orðum eins og eigingjarn og í mínum eigin heimi og þaðan af verra…

  Það er bara ekki hægt að útskýra þetta með neinum orðum og því brosi ég bara á móti storminum og sé fyrir mér gullna skýið sem nálgast óðum og geri um leið lífsförunautinn alveg crazy.

  Veit að það er minningardagur um hina 96 á morgun. Þó að það sé ekki sambærilegt þá ætla ég líka að hugsa til fjölskyldumeðlima okkar stuðningsmanna sem hafa þurft að þola okkur í gegnum rússíbana síðustu ára og geta bara engan veginn skilið hvers vegna leikurinn á morgun er bara must see leikur.

  …”Út af dottlu” og “Af því bara”…. eru því jafn góð rök og hvað annað!

  Svo er bara að sjá hvort ég konan komi yfir höfuð heim úr fermingarveislunni… 🙂

 60. islogi: prófaðu þessa samlíkingu: þú varst búinn að panta miða í leikhús með margra mánaða fyrirvara. Aðeins þessi eina sýning. Myndi fólk ætlast til þess að þú fórnaðir því til að mæta í fermingarveislu?

 61. Engin fermingarveisluvandræði hér en konan vildi samt fara til Akureyrar að heimsækja ættingja og eitthvað, erum með tvö börn by the way. Heimferðin hefði þá verið á meðan leikurinn verður í gangi og ég sagði einfaldlega að það væri ekki nokkur einasti séns að ég væri að fara að missa af þessum leik og ástæðan fyrir því að ég er að deila þessu er sú að ég mætti svo miklum skilningi. Hún sagði bara “já ok ekkert mál, vonandi vinnum við”… VIÐ!. Hef aldrei verið eins stoltur af henni 😀

 62. Mikið er gott að vita að það eru aðrir þarna úti sem eru miklu meira “fökket up” en maður sjálfur, heldur maður 😀

 63. Ég held að þetta sé uppgerð í Kompany, ef ekki þá eru þetta ömurlegar fréttir. Ég vill sjá City með sitt sterkasta lið, gegn sterkasta liði Liverpool og sjá okkar menn vinna þann leik. Vill ekki heyra Pellegrini væla yfir meiðslaóheppni eða einhverju eftir leik. Vill bara að hann geti spilað sínu besta liði gegn Liverpool svo að hann og hans lið hafi enga helvítis afsökun þegar að Liverpool-liðið hefur rifið þessi 3 stig í sig á morgun. Brendan Rodgers og strákarnir sem hann deilir með okkur eiga skilið að fá möguleika til þess að kjöldraga lið, sem kostar yfir 200 milljónir punda, á Anfield. Ef þeir fá tækifæri til þess, þá gera þeir það. Ég vona líka að Agüero verði orðinn spilafær á morgun, vill sjá Skrtel og Agger borða hann.

  Ef svo ólíklega vill til að Liverpool tapar á morgun, þó það sé ekki nema jafntefli, þá lítur betur út fyrir okkur ef að City geta stillt upp sínu langbesta liði.

  Ég skil ekki þennan móral í flestum kvenmönnum gagnvart þessum leik, þar á meðal minni kvensu. Ég spurði mína hvað hún mundi gera ef það kæmi einn þáttur af Pretty Little Liars í viðbót og hann yrði aðeins sýndur einu sinni. Eftir smá tuð segir hún: “Ég hef aldrei orðið vitni af því að eitthvað snertir tilfinningar þínar meira en Liverpool, ekki einu sinni ég!”
  Var hún að hrósa mér?

  En að leiknum. Ég er búinn að koma á framfæri hvernig ég vill sjá liðin, besta lið Liverpool gegn besta liði City. Þau líta einhvernvegin svona út frá mínu sjónarhorni:

  ……………………………Mignolet………………………………
  Johnson……….Skrtel……………Agger…………….Flanno
  ……………………………Gerrard………………………………..
  ………….Henderson…………………Coutinho………………
  Sterling………………………………………………..Sturridge
  …………………………..Suarez………………………………….

  og

  ……………………………..Hart…………………………………
  Kolarov……..Demichelis*…..Kompany………Zabaleta
  …………….Nasri………………….Yaya………………………
  ………….Fernandinho…………Silva………………………
  ………….Negredo………………Aguero…………………….

  * – Þótt ótrúlegt megi virðast.

  4-2-2-2 kerfið sem þeir hafa svolítið verið að spila. Þeir stilla upp sóknarsinnuðu liði, við verðum að gera slíkt hið sama, okkur dugir ekki jafntefli eins og þeim. Þeir ráða ekki við miðjuna hjá Liverpool og öfugt, fer bara eftir því hvort liðið er með boltann. Yaya er mjög góður varnarlega, en ekki hinir djöflarnir. Gerrard og Hendo hafa verið mjög góðir saman, Coutinho er þarna til að leggja lokahönd á sóknirnar áður en boltinn er gefinn á Suarez.

  Ég segi öruggur 4-1 sigur, Kompany skorar fyrir þá. Suarez, Sturridge, Gerrard og Flanno fyrir okkur.

 64. Doremí #83,

  Við spiluðum nú við þá úti án Gerrard og Sturridge. Eigum kannski smávegis inni, fyrir utan dómgæsluna! 🙂

  En vá, bara vá! 13 klukkustundir í veisluna! Ég er strax byrjaður að ofanda nánast!

  Ps. í gær eða fyrradag sagði Pellegrini: “I will not say that it’s because they did not play in Europe. If Liverpool win the title, it’s because of the way they play in the Premier League”

 65. islogi #77,

  Réttlætið og sannleikurinn er á þínu bandi! YNWA! 🙂

 66. Eyjólfur #84

  Já vitanlega, vorum betri en þeir í þeim leik, ef enska knattspyrnusambandið ætti almennilega dómara þá hefði þetta verið sigur okkar manna. Gerrard orðinn epískur, hefur yngst um 8 ár á síðustu mánuðum, alvöru fyrirliði.

  Virðing mín á Pellegrini jókst mikið þegar ég las þetta sem hann sagði, þó svo að það liðið hefði spilað 20% verri fótbolta eftir áramót vegna álags, þá hefði liðið samt unnið flesta leikina sem það hefur unnið, yfirburðirnir hafa verið það miklir.

 67. FUCK MY LIFE STRÁKAR HANN ER Á MORGUN !!! HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA?!?!

 68. Strákar, þetta var nú óþarfi. Sigríður er ekki strákur og eflaust eru margar dömur sem lesa kop.is án þess að kommenta.

 69. Doremí # 86,

  Já, margir eru að vanmeta áhrif SG sem holding mid í þessari hrinu eftir áramót. Hann er búinn að vera hreint út sagt STÓRKOSTLEGUR eftir smá stress í fyrstu 1-3 leikjunum. Ekki amaleg aðlögunarhæfni hjá manni sem nálgast að vera hálffertugur.

  Karlinn er hreinræktaður Scouser, Liverpool maður, leiðtogi og fyrirliði og jafnframt einn klókasti knattspyrnumaður heims. Við þetta bætist að hann er kominn með glampann í augað; er byrjaður að trúa.

 70. Heldur betur, ef hann þyrfti að leysa af í miðverði, þá yrði hann örugglega heimsklassa í þeirri stöðu líka.

  En Bjarni #88
  Ég veit ekki hvort skilaboðin voru óskýr, ég var ekki með lýsa yfir kvenfyrirlitningu eða neitt á þann veg, þær líta bara þessa hluti öðrum augum en við sem erum að missa okkur yfir þeim 🙂

 71. Mér finnst eins og ég sé bara búinn að hreinsa allt internetið, er meira að segja kominn út í það að horfa sigurmarkið hjá Aguero þegar þeir unnu titilinn og láta mig dreyma um svipaða hluti fyrir liðið okkar. Ég get ekki þessa spennu.

 72. Nr. 79

  Skora á þig að skrifa annan pistil í Moggann þar sem þú lýsir þessu yfir og útskýrir afhverju 🙂

  Nr. 83

  Efast um að mér gæti verið mikið meira sama hvort City verði með sitt sterkasta lið eða ekki og vona að þeir verði það helst ekki, það eykur möguleika Liverpool. Persónulega er mér hjartanlega sama hvernig við vinnum þennan leik svo lengi sem við vinnum hann. Rangstöðumark með hendi á 95.mín (klárlega Suarez) væri meira en fine by me.

 73. Hér eru FRÁBÆR skrif, þótt stutt séu, um Steven Gerrard, Titilinn, Hillsborough o.s.frv: http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/brian-reade-column-liverpools-steven-3393136

  Mest viðeigandi:

  “Every time I see Jon-Paul’s name cut into the cold marble outside the Shankly Gates, I fill with sadness and anger,” Gerrard wrote in the dedication to his autobiography. “I have never let anyone know this before but it’s true: I play for Jon-Paul.”

  It’s been suggested that the pressure going into Sunday’s potential title decider against Manchester City, on a weekend in which all games begin seven minutes late in honour of the 96, could see this inexperienced Liverpool side wilt in the frenzied emotion of Anfield.

  Which may happen.

  But raging against its likelihood is Gerrard – a man who has lived most of his life with those two modern-day Liverpool realities: Death and expectation. Glory and pain. The agony and ecstasy of being at the heart of the most fanatically demanding of clubs.

  And his determination to succeed has never seemed so resolute. Those game-winning penalties he keeps converting without flinching for the Reds are the sign of a man who believes his destiny is beckoning.

  And whether or not he realises his burning ambition of captaining Liverpool to their first Premier League title, this season will at least have seen him become to many eyes, including mine, the greatest player to ever wear the Liver Bird on his chest.

  Ég er sammála þessu. Við fáum aldrei annan Steven Gerrard. Þvílíkur leikmaður og þvílíkur karakter!

  Enginn verðskuldar dolluna meira en Captain Fantastic. Enginn.

 74. Sem sönnum púllara hefur mig hefur lengi langað til að smakka alvöru scouse og þar sem ég sá fram á að eina leiðin mín til að bragða það á næstunni væri að elda það sjálfur lét ég loksins verða af því, í tilefni morgundagsins, að skella í eina scouse kássu fyrir fjölskylduna í kvöld. Verð að segja að þetta bragðaðist ljómandi vel og vonandi mun sigurinn á morgun bragðast alveg jafnvel 🙂

  Uppskriftina má nálgast hér: http://www.youtube.com/watch?v=u0Fn9seb18M

  Ég mæli klárlega með þessu 🙂 Ekki flókin eldamennska en tekur svolítinn tíma og er vel þess virði 🙂

 75. Viðar nr.80 þú ert örugglega góður gæi en þetta er of mikið. YNWA

 76. agnar freyr #100,

  Það er vel þekkt í söfnuði þessum. Slæm bölvun að þurfa að þreyja þorrann gegn einu ömurlegu olíufélagi, ella sértu í banni gegn öðru (sem spilar þó mun leiðinlegri bolta). Fussumsvei. 🙂

 77. agnar freyr #100,

  Úps, vantaði alvöru svarið sem átti að fylgja sprellinu. Já, spjöldin hreinsast eftir City leikinn, svo SG má ekki fá gult gegn City. Ella verður hann í banni í næstu tveimur!

 78. Góðan leikdag öll sem eitt!

  Ég fullyrði að aldrei – aldrei hefur spjallið hér verið jafn fjörugt að nóttu til, hver ætli ástæðan sé?

  Ég ætla á Spot í dag og eitthvað segir mér að ég þurfi að mæta snemma – jafnvel fljótlega.

 79. Þá er dagurinn risinn, dagurinn sem við höfum svo lengi beðið eftir. Sól í heiði, sem mér finnst oft vita á gott.

  Takk fyrir frábæra upphitun, takk fyrir hið fínasta podcast í vikunni strákar, takk fyrir góða spjallþræði lesendur. Ég held að þessi vefsíða beri skýr merki þess að við flest erum að tapa okkur yfir þessu, höfum ekki upplifað þetta áður í því ástandi sem við erum núna, spennan er svo löng – vikurnar eru svo langar – það eru svo margir úrslitaleikir. Við fáum að fylgjast svo vel með því að á níunda áratugnum sáum við ósköp fátt í beinni, lásum nánast ekkert um liðið, gátum alls ekki fylgst eins vel með.

  Svei mér þá, ég hef eins og flestir lítið getað hugsað annað upp á síðkastið, konan hlær að mér út af spenningnum því ég lyftist sjaldnast af jörðinni yfir einu eða neinu. Spennist yfirleitt bara upp yfir leikjum þegar þeir eru, ekki marga daga fyrir leiki.

  Ég held að við séum bara að fara á límingunum, Púllarar út um allan heim. Vona að okkar menn haldi kúlinu betur en við, haldi spennustiginu niðri.

  Að leiknum sjálfum: Það verða nokkrar lykilbaráttur á vellinum.

  1) Suarez/Sturridge gegn varnarlínu Man City.
  Þeir þurfa að eiga góðan dag, hvort sem Kompany spilar eða ekki. Demichelis er klókur leikmaður og vanmetinn þrátt fyrir að vera ekki fljótur. Það er ekki auðvelt að sóla hann. Ég hef ekki áhyggjur af þessari baráttu, held að SAS og hvort sem það verður Coutinho eða Sterling sem spilar með þeim, þá ættum við að vera vel klárir í þessa baráttu og hafa betur.

  2) Yaya Toure og David Silva gegn Steven Gerrard og co. Þetta verður algjör lykilbarátta á vellinum. Það lið sem sigrar þessa baráttu er mun sigurstranglegra í leiknum því það nær að stjórna honum. Það er óljóst hverjir spila með Gerrard og Henderson og það gerir málið erfiðara fyrir Pellegrini. Það sem ég óttast hérna er að Pellegrini einmitt játi sig sigraðan í þessari baráttu, láti liðið liggja til baka og beita skyndisóknum. Ég vona heitt og innilega að Brendan Rodgers sé tilbúinn til að svara því.

  3) Skrtel og co. gegn Nasri, Dzeko, Navas, Zabaleta og co. Þetta verður líka algjör lykill að sigri í leiknum. Aguero er víst leikfær og það mun mæða mjög á varnarlínunni. Glen Johnson mun t.d. þurfa að halda sig aftar en hann er vanur og Flanagan verður bara í öftustu línu. Það verður erfitt að eiga við bakverðina ef þeir fá pláss og tíma því þá verður Man City illviðráðanlegt viðureignar.

  Ég er nokkuð bjartsýnn í dag. Hef trú á því að Brendan Rodgers sé tilbúinn með andsvar við öllu því sem Pellegrini hefur fram að færa. Að sama skapi hef ég ekki eins mikla trú á því að Pellegrini hafi svör við vopnum Rodgers.

  Segi 4-2 fyrir okkur, stemmingin verður rosaleg. Hillsborough slysið á eftir að setja sinn svip á stemminguna, þetta verður allt með okkur í dag.

 80. Mig dreymdi í nótt að Lucas skoraði sigurmarkið með vinstrifótar skoti fyrir utan teig, sláin inn. Nú bíður maður bara spenntur

 81. Öööö er að deyja ur stressi. Getur klukkan ekki farið að verða þrjú, get ekki beðið eftir lokaflautinu. Þetta verður aldrei markaleikur hjá okkur eins og móti mörgum af stóru liðunum 4-5 núll eitthvað.
  2-2 kv. Neikvæður.is

 82. Dolli, þú missir af leiknum ef þú ætlar að bíða til klukkan þrjú.

 83. Kirkjuþing þarf að hafa leikjaprógram Liverpool sér við hlið þegar verið er að raða upp fermingardögum !

 84. Sortanum birta bregður frí
  brýst í austri roð’um ský
  fagur um haga dregur dagur
  dynur hanafjöðrum í

  Vakið ósmeykir vinir því
  vakið og takið stál og blý
  mál er óveilum hölum heilum
  harð’í sverðarimm’á ný

  Bjarni Thorarensen

 85. Margir góðir textar hafa litið dagsins ljós á þessari síðu gegnum árin, fáir þó betri en sagan hans Viðars Skjóldals af fæðingardeildinni á sínum tima. Hún var grjóthörð.

  Sonur minn var nokkura klukkutíma gamall þegar við feðgar sáum Gerrard skora sigurmark gegn Manchester City á fæðingadeildinni. Hann hefur verið Liverpool maður síðan.

 86. Þetta er nú orðið skrýtið áhugamál þegar mönnum hlakkar meira til leiksloka heldur en leiksins sjálfs 🙂

 87. Mig dreymdi 7-1 sigur hjá Liverpool. Var reyndar sjálfur í byrjunarliðinu, skammaði Coutinho fyrir að gefa aldrei á mig og var svo skipt af velli fyrir Suarez í lokin. Suarez skoraði svo þrennu. Góður draumur…

  Líkurnar á markalausu jafntefli eru álíka miklar og þessi draumur minn rætist. Spái þessu 3-2, þar sem 3 víti verða dæmd og öll verða nýtt, Suarez hetjan en Demichelis skúrkurinn og Liverpool ævintýrið heldur áfram.

  Koma svo!

 88. Vonandi verður Aspas bara tekin úr liðinu og einhver skemmtilegri hafður þar upp á stemninguna.

 89. Efni: 1) HJÁLP, 2) Til gamans

  1) Ég er með ungabarn og kemst ekki á pöbbinn, hvar er besta streamið? Skiptir máli hvaða browser ég nota til að horfa? Þarf ég að downloada einhverju? Þætti vænt um ef einhver nenti að eyða mínútu í að henda inn upplýsingum um þetta.

  2) Dagur 6 mánaða sonur minn sýnir gríðarlegan áhuga á að horfa á fótbolta. Hann er að sjálfsögðu harður Púlari eins og gamli, og gríðarlegt lukkudýr, en Liverpool hefur ekki tapað leik á meðan Dagur horfir…

 90. Eru eh harðir Liverpool menn í Oslo sem ætla að horfa á leikinn í dag ?

 91. Hvar er “þú gengur aldrei einn” andinn??? Hjálpið mér nú pínulítið með stream-spurningar #115 áður en ég fer á taugum…:)

 92. Til #115

  Varðandi það að streyma leiknum.

  Footyreport.net Borgar 3,5 pund fyrir 2 mánuði og færð leikinn í morrandi HD.

  Annars sækja forritið ACEstream og notast við síðurnar livefootballol.com eða Wiziwig.tv

  Ég mæli þó fastlega með footyreport.

  Góðar stundir.

 93. Áhugavert þetta með footyreport.net

  Er vitað hvernig þeir nálgast efnið? Þ.e. er það eftir löglegum leiðum? Ég er alveg 100% tilbúinn til að borga fyrir að horfa á leikina í góðum gæðum, og vildi helst geta valið hvaða leiki ég borga fyrir. Þá vill maður líka vera viss um að greiðslan fari ekki bara til einhverra sem eru að “stela” efninu.

 94. Sæl öll…

  Þá er D-dagurinn runninn upp bjartur og fagur…..eftir svefnlausa nótt með kvíðahnút í maganum get ég ekki beðið. Ég er svo rosalega heppin að hér á þessu heimili búa bara 2 gallharðir Poolarar og hér er allt skipulagt með tilliti til leikja….Þurfum að vísu að fara í fermingarveislu í dag en hún er kl.15:00 þannig að við horfum og förum svo í sigurvímu(vonandi) í veisluna.

  Núna eru við hjónin tilbúin í leikinn karlinn komin í treyjuna,og ég sit hér í sófanum og bíð með nagaðar neglur reytt hár og með hjartalyfin tilbúin, síminn er tilbúin stilltur á 112 ef þetta yrði of erfitt..

  Elsku vinir mínir mér er nokkuð sama hvort talað sé um stráka hér eða stelpur ég er ekkert viðkvæm fyrir því ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er í strákaklúbb hér og ég ætlast ekki til að nokkur breytist .Ég er stolt af því að tilheyra þessum klúbbi og mun verða eldharður stuðningsmaður þar til yfir lýkur og lengur…

  Þangað til næst
  YNWA

 95. Staddur í paradís- klukkan er tæplega 8 og tæpur klst í leik hérna í kanalandi- NBC svo góðir að vera með upphitun fyrir leik frá kl 7:00 og eru ekkert að fela það að okkar menn eru “the favourites” með YankeeDollars vs. JihadDiamonds.
  Það eru þegar fleiri þúsund manns mætt á völlinn og Hamann mættur í settið að dæla í mann bjartsýni.
  Pellegrini er rauðeygður í viðtölum – annaðhvort ósofinn (skiljanlega) eða útúr grátinn (enn skiljanlegra) á meðan King Kenny mætir á svæðið með þetta líka svakalega bros sem segir manni heilmargt, BR virkar yfirvegaðri en Gunnar Nelson – Anfield er að kikna undan sjálfstrausti !! (Er hálf gáttaður á metnaði og gæðum MSN fyrir þennan Soccer-leik)

  Þó við feðgarnir sitjum hér einir þá finnur maður sterklega fyrir nærveru og angist ykkra allra í gegnum Koppið. Við erum ekki einir í þessum labbitúr, svo mikið er víst.
  Styttist núna í fyrsta BudLight dagsins og klukkan rétt að sleikja 8

  KOMA SVO!! Látum drauminn lifa-
  nú munu þeir trúa okkur!!

Er það alveg eðlilegt?

Liðið gegn City