Er það alveg eðlilegt?

Er það alveg eðlilegt að bylta sér í rúminu 15.000 sinnum og geta ekki sofnað af því að það er leikur sem fer fram eftir 6 daga. Er það alveg eðlilegt að þetta hafi ekki bara verið bundið við þetta eina kvöld, heldur að þetta sé bara hreinlega normið? Er það alveg eðlilegt að það sem er að valda þessu sé knattspyrnulið sem er í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá manni? Er það alveg eðlilegt að það sem valdi þessu sé leikur þar sem 22 fullorðnir karlmenn elta sama knöttinn á litlum grasfleti? Er það alveg eðlilegt að þú sért svona þrátt fyrir að þekkja ekki einn þessara manna persónulega, né fjölskyldumeðlimi þeirra, né aðra tengda þessum mönnum? Er það alveg eðlilegt að vera ekki bara að hugsa um þennan fjárans leik á kvöldin þegar maður fer að sofa, heldur bara þúsund sinnum á dag, hvern einasta dag fram að leikdegi? Er þetta bara alveg eðlilegt?

FOKK JÁ. Við erum sko ekkert að tala um neinn venjulegan leik og við erum heldur ekki að tala um neitt venjulegt fótboltafélag. Við erum að tala um Liverpool FC og mögulega leik sem ræður því hvort við verðum enskir meistarar í fyrsta skipti síðan á síðustu öld. Ég var 18 ára þegar það gerðist síðast, síðan þá hefur fáránlega margt gerst. En hvað er svona sérstakt við þetta, það hafa lið unnið enska titilinn á hverju einasta ári síðan við gerðum það síðast, hvaða fuzz er þetta eiginlega? Það liggur við að maður segi: “Ef þú skilur þetta ekki, þá þú um það, nenni ekki að reyna að útskýra þetta”. En hvernig er best að segja frá þessu? Ætlar einhver að halda því fram að þetta sé bara valin hegðun, að þú bara hreinlega veljir það að tilfinningaskalinn sé notaður frá a-ö út af þessu félagi sem er landfræðilega svona langt frá okkur? Nei, þetta er ekki valin hegðun, við erum einfaldlega ekki svona hrikalega góðir leikarar að geta gert okkur þetta upp. Nei, þetta er einfaldlega fáránlega mikið magn af tilfinningum sem fæstir ráða neitt mikið við.

Erum við stuðningsmenn Liverpool eitthvað öðruvísi en stuðningsmenn annarra liða? Í sumum tilvikum eflaust ekki, en ég er samt á því að almennt séð séum við það. Það er ferlega auðvelt mál að styðja lið þegar vel gengur og margir “stuðningsmenn” liða í enska boltanum hafa hoppað á vagninn og fylgt liðum sem spila flottan bolta og raka inn verðlaunum. Það er vel, enda mörg okkar sem gerðu nákvæmlega það á gullaldarárunum og höfum náð að smita út frá okkur öll þessi ár. Hvernig er annars hægt að skýra það út að við séum með jafn stóran stuðningsmannahóp og raun ber vitni, þrátt fyrir að hafa ekki orðið meistarar í um aldarfjórðung. Nei, það er þessi endalausa tryggð sem ég held að geri okkur svona sérstök, það er að halda henni þegar á móti blæs og það hefur svo sannarlega skipst á með skini og skúrum þennan tíma. En ávallt hefur bjartsýnin og metnaðurinn verið við völd svona almennt séð, með smá undantekningum, enda annað ekki hægt þegar félagið var tíu mínútum frá gjaldþroti. Við lentum jafnframt í hugmyndafræðilegu gjaldþroti þegar við þurftum að horfa upp á Roy Hodgson í brúnni hjá okkur í smá tíma. Allt þetta held ég að geri þetta ennþá sérstakara, þetta ástand sem við erum í akkúrat núna.

Hversu oft ætli maður sé búinn að velta hugsanlegri uppstillingu fyrir sér hjá liðunum á sunnudaginn? Úff, kann ekki að telja svo hátt. Sama gildir með stöðuna í deildinni, leikir sem eftir eru, leikir sem búnir eru, mörk skoruð. Það er búið að fara yfir þetta fram og aftur, ég er nokkuð viss um að sálfræðingur sem vissi ekkert um svona ástand eins og maður er í núna, myndi láta leggja mann inn á Klepp á nóinu. Fyrir einhvern utan að komandi sem ekkert veit um fótbolta, þá gæti þetta alveg flokkast sem einhvers konar sturlun. Hef ég áhyggur af því? FOKK NEI. Mér gæti ekki verið meira sama, bara gjörsamlega ekki. Ef það á að leggja mig inn á stofnun, þá má gera það eftir 11. maí, ekki fyrr. Ég held að Alcatraz eins og það var á sínum tíma, myndi ekki ná að halda mér inni þessar síðustu vikur tímabilsins.

En hvað? Öll þessi spenna, öll þessi eftirvænting, fyrir einn leik, EINN LEIK. Já, ég er á því að þetta sé leikurinn sem komi til með að segja ansi hreint mikið til um það hvernig þessi deild klárist. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það ráðist í þessum leik hverjir standi uppi sem sigurvegarar í mótslokin. Að sjálfsögðu verða fleiri leikir eftir þennan leik sem lið verða að klára, ætli þau sér titilinn. Ég er samt á því að þetta sé úrslitaleikur um sigur í mótinu. Og hvernig verður geðheilsan hjá manni eftir leik? Verður allt kolsvart og bölmóðurinn grípur mann ef ekki fer allt á besta veg? Svífur maður um í sæluvímu og endar annað hvort á Grænlandsjökli eða norður Noregi (fer eftir vindátt)? Auðvitað fer þetta allt eftir úrslitum leiksins. En ég er þó sannfærður um að við munum horfa til baka á þetta tímabil með bros á vör, hvernig sem fer, svona þegar mestu tilfinningarnar renna af manni dagana eftir leikinn.

En hvernig verður þetta eiginlega? Hvað getur gerst?

Liverpool sigrar leikinn:
Liverpool FC verður enskur meistari í vor, er eiginlega sannfærður um það. Ég er á því að sigur í leiknum gefi okkar mönnum 1.000 lítra af sjálfstrausti og jafnframt muni tapið hafa vond áhrif á lið City og þeir tapi líka gegn bitru frændum okkar hinum megin við Stanley Park. Chelsea sjá að við séum að hlaupa á brott með þetta og einbeita sér að Meistaradeildinni. Og hvernig verður maður? Í alsælu, en samt með báðar fætur á jörðinni og byrjaður að kvíða fyrir næsta leik, þrátt fyrir spádóma um annað. Gangi þetta eftir og við vinnum titilinn, þá legg ég til að allir stuðningsmenn Liverpool um heim allan taki sér ALLTAF frí á milli 11. maí til 25 maí á hverju einasta ári. Þetta ættu bara að vera rauðir dagar á dagatali gangi þetta eftir.

Liverpool og City gera jafntefli:
Chelsea verða meistarar. Þeir eiga auðveldasta prógrammið eftir og sjá báða keppinauta sína tapa stigum og setja þar með allt í botn og fulla ferð. Bæði City og Liverpool tapa sjálfstrausti og ná ekki að halda dampi, allavega ekki til að stöðva Chelsea. Hvernig verður stemmarinn hjá manni? Maður byrjar að einblína á City og gengi þeirra, því þeir þurfa að tapa stigum og á meðan gleymum við Chelsea. Maður verður ekkert ferlega fúll strax eftir leik, þó svo að maður sé ekkert Gleðibankahress. Ennþá í séns þrátt fyrir að hann fari smátt og smátt hverfandi.

City vinnur:
City verða meistarar. Í rauninni held ég að titilvonir okkar manna verði algjörlega úr sögunni tapist leikurinn á sunnudaginn. Þá mun ekkert stoppa þetta City lið og þeir rúlla þessu auðveldlega heim í lokin. Hvernig verður stemmarinn hjá manni? Alveg graut fokking fúll, alveg bara í marga daga, alveg þar til maður fer að hugsa á ný af skynsemi og horfa bara á þetta stórbrotna tímabil í réttri mynd. Þetta verður erfitt í smá tíma, en svo er það bara game on áfram og við hvort eð er farin langt fram úr væntingum og björtustu vonum.

Það er til fullt af klikkuðum stuðningsmönnum Liverpool út um allan heim, en ég held svona án gríns að ENGINN hafi með virkilegri sannfæringu geta sagt að hann hafi séð það fyrir að við gætum farið úr sjöunda sætinu og yfir í það efsta þegar apríl er að verða hálfnaður. Það er bara ekki nokkur maður að ég held. Leikurinn á sunnudaginn er svo fáránlega stór að ég hef sett hann á par við Istanbul. Ég stend við það, en ég er án gríns meira spenntur núna en þá. Þetta er bara öðruvísi, við erum að tala um “the bread and butter” núna og það skiptir mann bara fáránlega miklu máli.

Nú er bara að njóta og reyna að hemja sig að einhverju leiti allavega. Það er kominn FÖSTUDAGUR og leikurinn er á sunnudag, Jeremías minn og Fowler minn góður. Hjartapillur, stuðtæki og spennitreyja, ætli það sé eitthvað sem maður ætti að fara að skoða? Gervineglur kannski? Svei mér þá, held ég kíki bara við í Össur, þeir eiga kannski varahluti í stað þeirra sem maður verður búinn að naga af.

Make Us Dream
Poetry in Motion

42 Comments

 1. Góður pistill. Niðurtalningin hjá mér er svona:

  5 = leikir sem aðskilja Liverpool og meistaratitil.
  4 = Leikir sem eru á sunnudegi.
  3 = leikir á heimavelli.
  2 = Leikir gegn toppliðunum City og Chelsea.
  1 = Fjöldi jafntefla eða tapleikja og þá er draumurinn úti.

  En við vinnum þetta á sunnudag. YNWA!

 2. Var að spá :). Endlok þessa tímabils gæti verið einhvernvegin svona: Man City er tveim stigum á undan Liverpool með betra markahlutfall fyrir síðustu umferðina. Á 90. mínutu er Liverpool að vinna Newcastle sannfærandi 4-0 en City eru að gera jafntefli og vinna deildina á markatölu. En þá kemur Joe Cole inná, vinnur boltann, sendir á Downing sem sem hleypur upp kantinn og á bestu sendingu lífs síns beint á pönnuna á Caroll sem stangar hann í netið sláin inn og Liverpool verða meistarar 2014. Þetta er skrifað í skýin 🙂

 3. Tala stundum um fótboltaáhugann sem mjög skemmtilegt hobby, þ.e. við þá sem skilja þetta ekki. Þetta er auðvitað svo miklu meira en bara það. Höfum þó í huga að stór hluti þeirra sem skilur ekkert í fótboltaáhuga er mjög umhugað um það hver er að léttast í Biggest Loser.

  Ég er alveg jafn spenntur held ég og dagarnir líða alls ekki hratt núna en nei Steini, þetta toppar ekki og jafnast ekki á við build-up fyrir Istanbul, nokkuð langt í frá hvað mig varðar a.m.k. http://www.kop.is/2005/05/page/5/

  Þetta er auðvitað nær og mögulega ertu núna að ljóstra upp að það var í raun bara leiðinlegt í Istanbul m.v. að horfa á leikinn sitjandi á ofni á Ölver en spennan fyrir þann leik var óbærileg. Þetta er nær spennunni fyrir seinni leikinn gegn Chelsea í CL 2005. Anfield ætti að vera svipað klár í þennan leik btw.

  Verði Liverpool í séns á að lyfta bikarnum eftir Newcastle leikinn og í bílstjórasætinu fyrir þann leik skal ég taka undir með þér að stressið fari að jafnast á við Istanbul.

  That said þá er ég ekki ennþá farinn að leyfa mér að dreyma of mikið um titilinn oftar en á fimm mínútna fresti.

  Sigur á sunnudaginn væri hrikalega stórt skref, bæði upp á stigin þrjú og eins bara sálfræðilega fyrir liðið. Þetta er önnur af stóru hindrununum á leiðinni og lið sem Rodgers hefur ekki unnið. vorum rændir í fyrri leik liðanna og áttum svo mikið meira skilið frá þeim leik og raunar hefur það verið þannig oft gegn City undanfarið. Nú er komið að því að sigra þá. Sigur á sunnudaginn og ég verð himinlifandi og helmingi meira stressaður fyrir framhaldið á sama tíma.

  Jafntefli væru mikil vonbrigði því þá þurfum við að treysta á að City misstígi sig einhversstaðar og líka Chelsea. Getum auðvitað stjórnað þessu betur gegn Chelsea þar sem þeir eiga eftir að koma á Anfield.

  Tap á sunnudaginn og draumurinn er úti. Úr því sem komið er yrðu það mjög mikil vonbrigði enda þetta Liverpool lið það besta sem við höfum séð í titilbaráttunni af þeim liðum sem hafa tekið þátt áður. Þegar við vorum í öðru sæti undir stjórn Houllier og Benitez var Liverpool sjaldan í bílstjórasætinu á lokakaflanum og maður hafði alls ekki eins mikla von eins og núna.

  Ekkert hefur verið eðlilegt hjá Liverpool í vetur m.v. undanfarin ár. Höfum þó eitt í huga og ég efa að þetta breytist núna, Liverpool fer aldrei auðveldu leiðina að sínum stærstu sigrum. Það er eins og félagið sé á launaskrá hjá geðlæknasamtökum. Ef allt er eðlilegt er það kjaftæði hjá okkur að gefa upp von þó liðið tapi á sunnudaginn enda 4 leikir eftir í kjölfarið á þeim leik. Tap gegn City þýðir a.m.k. að við þyrftum að fara erfiðu leiðina.

  Kíkið annars á umræðuna hérna í ágúst/september. Það er fullkomlega stórkostlegt að vera í þeirri stöðu að þriðja sætið yrði flokkað sem hrikaleg vonbrigði.

  Kristján Atli var t.a.m. með ansi gott burn á Tryggva Pál United vin okkar í gær, tíst frá 17.maí 2013. Kristján var ekki að spá neinu þarna en ég bjóst við og óttaðist að Liverpool yrðu nær hans spá en því sem við erum að horfa upp á í dag. Fullkomið hinsvegar að sjá svo hverjir sitja í 7. sæti.

 4. Í Redman TV er talað um fyrir leikinn að nú er kannski bara komið að Shootout á milli tveggja bestu sóknarliðanna. Ég segi bara BRING IT!!!!

 5. Ég næ allavega ekki að sofna… Held að heilinn haldi að ég sé sofandi þar sem mig dreymir allan daginn.

 6. Ef við vinnum þennan leik, en töpum fyrir Chelsea þá verða Chelsea meistarar. ( með því að vinna rest ) Þessi leikur er vissulega mikilvægt skref en ég held að maður verði aðeins að passa sig hérna.

 7. Ég er frekar rólegur yfir þessum leik verð ég að segja.

  Liðið hefur í vetur verið að ströggla með lið eins og Sunderland, Cardiff og Hull en verið að SLÁTRA liðum eins og Everton, Tottenham, Arsenal og Mutd.
  Og í hvorn flokkinn ættum við að setja Man City ?

  Þetta verður 2-0 í hálfleik og 3-0 eftir 50 mín. Endar svo annaðhvort 4-0 eða 3-1.

 8. Kristinn J. Það er ekki hægt að setja City í sama flokk og Tottenham, Arsenal og Mutd. Ekki gleyma því að City gerði nákvæmlega eins og við. Tóku Tottenham 0-5 og 6-0. Arsenal 6-3 og Mutd 0-3.

 9. Sæl öll.

  Þegar ég las þennan frábæra pistil þá var ekki laust við að mér létti gifurlega. Ég er ekki ein, ég er ekki ein um að hugsa um Liverpool og næstu leiki alla daga og dreyma þetta allar nætur. Við hjónin tölum varla um annað en fótbolta og veltum fyrir okkur öllum mögulegum aðstæðum.

  Þó er eitt sem ég tala ekki um og hugsa ekki um en það er samt þarna og það er ….. jú við vitum það öll gæti það verið möguleiki JÁ getur það gerst JÁ en gerist það veit ekki, held ekki, vona það en trúi því samt ekki alveg. Afhverju ekki? Jú það er svo langt síðan og svo mikið gengið á afturfótunum fyrir okkar menn að maður býst alltaf við bakslaginu.

  Fyrir hvern leik nagar maður allar neglur, lofar og heitir öllu fögru , leikdaginn sjálfan er maður engan veginn í lagi svarar út í hött ef maður getur þá talað og bíður alltaf eftir að sjá tapið….en hingað til hafa þessir flottu stríðsmenn okkar alltaf svarað kallinu risið upp og farið heim eftir leik stútfullir af sjálfstrausti með öll stigin í töskunni og skilið andstæðingin eftir rjúkandi rúst, eftir að hafa verið rústaðir af glöðum rauðliðum sem spila bara sinn flotta bolta og hafa gaman af.

  Hvenær kemur þetta fræga bakslag?

  Ég sit alla daga við tölvuna og les allar greinar og allt sem ég finn til að reyna að sjá öll þau teikn sem ég þarf um að okkar menn nái í þennan grip..t.d tímabilið 1963-1964 það samsvarar alveg þessu tímabili meira að segja það að nýr Páfi tók við 1963 og svo 2013 svona gerir mann náttúrulega galinn. Ég meira að segja gekk svo langt að skoða tímabilið 1989-1990 ansi vel og kanna hvað væri sameiginlegt en það var þegar við unnum bikarinn síðast og það eina sem ég kom upp með var nú svolítið skondið og tengist í raun Liverpool ekki neitt. Ég ætla nú samt að deila því með ykkur.

  Í júní 1989 gifti ég mig í fyrra skiptið , eiginmaðurinn þáverandi var Poolari eins og ég en ekki ekki alveg eins heittrúaður og ég. Liverpool varð meistari um vorið 1990, í júlí 2013 giftist ég núverandi manni mínum sem er einn heitasti Poolari sem ég hef kynnst , brúðkaupið var með Liverpool þema og nú spyr ég verða þeir meistarar?

  Ef það gerist þá skal ég með glöðu geði skilja strax í maí og gifta mig aftur í júli( sama manni) og endurtaka þá athöfn á hverju ári bara til að tryggja þeim titilinn.

  Er maður í lagi eða hvað…

  En mikið er nú dásamlegt að vera í þessum sporum og ég hlakka bara til hvernig svo sem þetta fer því okkar menn eru komnir langt fram úr væntingum mínum.

  Þangað til næst
  YNWA

 10. Fannar.

  Reyndar ágætis punktar með að City hafa verið að taka svona sláturhúsaleiki líka og mikið til gegn sömu liðum. Og þeir stundum verið að basla með þessi sömu lið og Liverpool.

  Þannig að takk fyrir að eyðileggja fyrir mér kúlið fyrir þessum leik 🙂

 11. Ætla að láta frúnna lesa þennan pistil Steini til að hún sjái að ég er ekki einn um þetta og alls ekki bilaður. YNWA

 12. Þessi pistill hjá Steina, og svo niðurtalningin hjá Steingrími í ummælum #1, og svo upphitun Eyþórs sem ég er búinn að lesa og kemur inn síðdegis í dag.

  Ég er búinn að lesa þetta þrennt og nú er ég bara búinn á því. Ég meika ekki að bíða í tvo daga eftir þessum leik!

  Takk fyrir að fjalla um hvað gerist ef við töpum, Steini. Takk fyrir að minna mig á að svo mikið sem eitt jafntefli getur eyðilagt allt, Steingrímur. Og takk fyrir að minna mig á hvað City-liðið er fáránlega sterkt Eyþór (þið sjáið það síðdegis, þetta gæti verið móðir allra deildarupphitana í sögu Kop.is).

  Ég get ekki meir. Er í alvöru að spá í að fara bara upp í bústað. Þið megið sækja mig og segja mér hvernig fór á sunnudagskvöldið.

  Djöfulsins spenna. Istanbúl-leikurinn og vikan í aðdraganda hans voru ansi hreint spennandi en svei mér þá ef ég er ekki búinn að toppa stressið frá því þá í þessari viku, auðveldlega.

  MAKE US DREAM

 13. Við vinnum alla leikina, ekkert vera að flækja hlutina með “kannski” eða “hvað ef”. Ég trúi!

 14. Þvílíkt og annað eins helvítis pepp! Ekki drepa mig!
  Kæri Suarez, geturu gert mér einn greiða á sunnudaginn? Bara einn ogguponsulítinn greiða? Vertu í SUAREZ klassa og slátraðu Kompany og hinum vondu köllunum!!!

 15. Sjæse! Eg er ad farast ur spennu, kvida, tilhløkkun, stressi, ótholinmædi og gedrøskun. Svo er mani bodid i mat hja tengdo a þessum tima. Mun mæta med bøkunarhanska, lima þa a mig og lata folkid teipa mig vid sofann. Vil nefnilega helst ekki rusta nyju mublunum þeirra!

  Vid vinnum þetta, 4-1 og vid vinnum restina lika og marga af fyrst leikjum næsta timabils. Eg meina, sjáid bara hugarfarid og fotboltann sem Liverpool eru ad fokking spila.

  Suarez med hat trick og Sterling med 1 stk. Couldn’t care less hver skorar fyrir shitty.

 16. Úff þvílíkur léttir. .
  Þetta verður konan að lesa..
  Hún tók mig í alvarlegt spjall á þriðjudagskvoldið og spurði mig hvort ég
  væri háður fótbolta. ..
  Alltaf þegar hún færi í tölvuna þá væru 7-8 gluggar opnir með liverpool fréttum og þessi helv.. leikur sem ég er alltaf að spila þessi fútboll manager..
  Þessi leikur hefur hefur komið mér til að brosa þar sem ég vinn alltaf deildina með liverpool. . En ég ætti vonandi að geta glatt hana með því að hætta að spila hann eftir tímabilið .
  YNWA

 17. Sæl og blessuð öll.

  Takk fyrir þennan góða pistil og ykkar frábæru komment, systur og bræður og gleði og þraut. Sigríður er ókrýnd drottning þessarar síðu og er sérstök ánægja að lesa ummæli hennar.

  Ljósblá sunnudagssteik hljómar alla jafna ekki girnilega en næsta sunnudag vil ég hafa hana nákvæmlega þannig. Hún verður vel meyr enda hafa kjöthamrarnir hamast á henni í hálfan annan tíma, linnulaust. Hvort einhver safi verður eftir í henni er aukaatriði og bragðlaus má hún vera með öllu, mín vegna. En þetta vil ég fá á diskinn minn á sunnudaginn.

  Þótt svartsýnin liggi djúpt í mínu rauða hjarta er býr einhver kennd í “göttinu” sem segir mér að sunnudagsrimman næsta verði sú stærsta, mesta og stórfenglegasta sem liðið okkar hefur hingað til háð. Ég sé fyrir mér dásamlegt sambland dýrslegrar baráttu og mennskrar skynsemi, urrandi greddu og hámenntaðrar spilamennsku, sem fær allt annað sem við höfum séð og litið hingað til – til að blikna. Sigurinn verður á pari við Istanbul 2005 en líka Berlín 36, Zaire 74 og annað það sem við sjáum og dáumst að úr sögu íþróttanna.

  “Einbeitninnar holla litarhaft” verður rautt frá toppi til táar en hinir finna fyrir helbláum og “sjúkum fölva úr hugans kalda húmi” svo maður vitni nú í leikritaskáldið góða.

  Söguleg stund er framundan og einhvern tímann í ókominni framtíð munu barnabörnin spyrja: “Afi, hvar varst þú sunnudaginn 4. maí 2014?”

 18. Eins mikið og ég elska nú Liverpool, þá elska ég nú dóttur mína meira. Svo vill til að hún er að leika í Borgarleikhúsinu á sunnudag eftir hádegi og útskrifast í framhaldinu úr Söng- og leiklist. Ekki hægt annað en að vera viðstaddur.

  Er samt búin að búa til back-up plan. Slekk á símanum svo að enginn geti sent mér sms. Hef slökkt á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim. Kem heim um 16.00. Beint í ísskápinn, heyrist hviss þegar ég opna einn kaldan, sest við imbann og horfi á leikinn á flakkinu. Fowler blessi tímaflakkið 🙂

  Er ekki annars að koma sunnudagur?

 19. Er samt búin að búa til back-up plan. Slekk á símanum svo að enginn geti sent mér sms. Hef slökkt á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim. Kem heim um 16.00. Beint í ísskápinn, heyrist hviss þegar ég opna einn kaldan, sest við imbann og horfi á leikinn á flakkinu. Fowler blessi tímaflakkið 🙂

  Svona á að gera þetta. 🙂

 20. Ég er samt fáránlega bjartsýnn fyrir þessum leik.

  Við áttum skilið miklu meira en ekkert úr fyrri viðureign liðanna á Etihad og þó að City sé vel mannað lið, þá á bara ekkert lið séns í okkar menn þegar þeir detta í gírinn á Anfield, það er bara þannig.

  Ég hef ekki miklar áhyggjur að Liverpool nái ekki að gíra sig upp í ljósi Hillsborough, stöðunnar í deildinni og það hversu stutt er í endamarkið, ekki nokkra einustu. 3-1 fyrir LFC og koma svo !

 21. Sælir félagar.

  #2 Óskar Ingi þetta væri náttúrulega draumur ef þetta gengi eftir eins og þú segir í þessari flottu lýsingu hjá þér.

  Ég ætla alla vega að vera bara rólegur yfir þessu því þó við vinnum City þá eru erfiðir leikir eftir og til að vinna deildina þá þurfum við að vinna alla leiki ef við verður í 3-4 sæti þá er ég sáttur, allt ofar en það er bónus. Er pínulítið smeykur við þá leiki sem eru eftir því það fylgir því mikill pressa að vera í fyrsta sæti og þessi hópur sem við erum með hefur ekki verið í þeirri stöðu alla vega ekki oft ?
  Aftur á móti þá er mikið sjálfstraust í hópnum og það er aldrei að vita hvað gerist.

  KV JMB

 22. #27
  Passaðu bara á að loka eyrunum líka líklegt að einhver verði með kveikt á gemsanum 🙂

 23. Við vinnum leikinn en city verður meira með boltann. Þeir eiga eftir að sækja mikið. Nú er komið að Sturridge að skora og ég segi að hann setji tvö og aguero með eitt mark. Leikurinn fer 2-1 fyrir okkar mönnum!

 24. Þessi tweet milli Kristjáns Atla og Tryggva Páls í #3 eru svo mikið Gull. Það er varla hægt að Jinxa(hægja sér á eigið bak) mikið meira en þetta! Stórbrotið 😉

 25. “Er samt búin að búa til back-up plan. Slekk á símanum svo að enginn geti sent mér sms. Hef slökkt á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim. Kem heim um 16.00. Beint í ísskápinn, heyrist hviss þegar ég opna einn kaldan, sest við imbann og horfi á leikinn á flakkinu. Fowler blessi tímaflakkið :)”

  Ég var einu sinni með svipað plan í öðrum kringumstæðum og lærði þann dag að tímaflakkið er ekki mögulegt á stöð2sport2 þegar um er að ræða beinar útsendingar. Allaveganna ekki heima hjá mér.
  Síðan þá hefur FOWLER

 26. ÚPS……. hefur FOWLER blessað OZ Appið.
  og allt í beinni útsendingu!!!!!

 27. Liverpool er stórt partur af mínu lífi og er eiginlega helgistund þegar þeir spila. Maður er búinn að taka þátt í rússibanaferðinni í mörg ár og ætli versti tíminn hafi ekki verið 1989 þegar Arsenal kláraði okkur og besti þegar maður sá Dudek verja víti(þið vitið hvaða víti).

  Ég leyfði mér ekki að gleðjast nógu mikið árið 1990 þegar titilinn fór síðast á loft og er byðin orðinn annsi löng. Maður hefur fjárfest í bókum, dvd, treyjum og farið í nokkrar ferðir til þess að horfa á okkar ástkæralið og sér maður ekki eftir þeiri fjárfestingu maður eyðir mörgum klukkustundum í hveri viku til þess að flakka um netið, horfa á gamla leiki eða lesa gamlar ævisögur fyrirverandi Liverpool meistara og er þetta tíma vel varið.

  Maður vill gjörsamlega sleppa sér þessa dagana en það er svo erfitt maður hefur verið brendur svo oft. Maður hefur nefnilega nokkrum sinnum leyft sér að dreyma.

  1996-97 þá hélt ég að við myndum geta orðið meistarar við fengum Man utd á Anfield og þegar 4.umferðir voru eftir og með sigri þá hefðum við komið okkur alveg hliðinn á þeim. En skelfileg misstök David James og einfaldlega léleg framistaða kom í veg fyrir að það gæti gerst og 1-3 tap staðreynd. Liverpool brotnuðu og unnu aðeins einn af þremur sem eftir voru og enduðu 7 stigum á eftir Man utd.

  2001-2002 Þarna vorum við með hörkulið og þarna var enþá smá von og áttum við frábæran endasprett þar sem við töpuðum ekki í ekki í 14 .leikjum í röð áður en við töpuðum ósangjart gegn Tottenham í þriðjusíðustu umferð en unnum svo okkar síðustu tvo. Málið var bara að Arsenal liðið sem sigraði var á enþá ótrúlegri skriði en við og töpuðu ekki leik frá því í desember.

  2008-2009 Ég er á því að þetta lið var það besta á þessari leiktíð. Við áttum stórkostlegt tímabil og unnum marga leiki ótrúlega sannfærandi á meðan að keppinautar okkar um titilinn Man utd voru að klára sína leiki á ótrúlegan hátt. Þeir unnu nokkra sigra á lokasprettinum í uppbótartíma og enduðu 4 stigum á undan okkur þegar öll stigin voru talinn.

  Maður reynir allt þessa dagana til þess að draga úr væntingum. Maður sanfærir sjálfansig að þetta sé frábært tímabil þar sem við komum öllum á óvart og erum að spila skemmtilegan fótbolta og allveg sama hvað gerist þá á maður að vera ánægður þegar tímabilið klárast.

  Þetta er samt allt kjaftæði og ég held að menn viti það innst inni. Já þetta er búið að vera frábært tímabil, já við höfum komið á óvart og já við erum að spila frábæran fótbolta og fyrir tímabilið hefði maður hoppað hæð sína af gleði með að ná meistaradeildarsæti.

  En málið er að núna er staðan allt önnur. Við erum að berjast um titilinn og við erum búnir að bíða lengi eftir þessum titli. Við breyttum öllum plönum um að berjast um meistaradeildarsæti(það er komið) og setjum stefnuna á titilinn sem öllum dauðlangar í. Við erum í dauðafæri alveg sama hvernig á það er litið við eigum leiki á Anfield gegn okkar helstu keppinautum og það tækifæri verðum við að grípa.

  Ef við vinnum hann ekki þá fer þetta tímabil í sama flokk og tímabilinn hér að ofan. Frábært tímabil en samt ekki alveg nógu gott. Það sem tímabilinn hér að ofan eiga sameiginlegt er að okkur tókst aldrei að byggja á því sem var gert árið á undan en stemninginn í liðinu í dag er samt þannig að ég held að Rodgers sé snillingur sem er að taka skref í rétta átt og ég hef fullu trú á því að hann haldi því áfram .

  Skít með þessa tilfingu að alveg sama hvernig fer þá verður maður sáttur, drullumst til þess að vinna þennan leik á sunnudaginn og klárum þetta helvítis mót. 24 ár er langur tíma og sagan segjir að við erum ekki að berjast um titilinn á hverju ári. Man City á eftir að eyða miklu í sumar, Chelsea kaupa og kaupa og sér maður tvo heimsklassa framherja fara þangað, Man utd ætlar að rífa sig í gang með látum(tak samt Moyes fyrir að láta mig trú því að það gerist samt ekki) og Arsenal ætlar sér að halda mönnum heilum og berjast allt til loka.

  Ég hef trú á liðinu, ég hef trú á Rodgers og ég hef trú á að við getum unnið Man City á sunnudaginn. Nú er bara að framkvæma og láta drauminn okkar vera eitthvað miklu meira en bara draum.

 28. Held bara að við séum að taka ansi margt í ár og þetta verður engin undantekning.

Kop.is Podcast #56

Man City á sunnudag