Kop.is Podcast #56

Hér er þáttur númer fimmtíu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 56. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti ræddum við sigrana á Sunderland, Tottenham og West Ham og hituðum upp fyrir risaslaginn gegn Manchester City.

Hér er svo hægt að kaupa intro lagið og um leið leggja góðu málefni lið. Twitter aðgang söfnunarinnar má finna hér.

96 Comments

  1. Ekki samála Magga um að bara Suarez og Gerrard séu sjálvaldnir í liðið.

    Mignolet, Glen, Skrtel, Gerrard, Henderson, Suarez, Sturridge eru allir 100% í liðinu og það þarf ekki að ræða það
    Flanagan og Sterling eru 95% í liðinu og eina spurningin er Sakho vs Agger og Allen vs Coutinho.
    Ég tippa á Allen og hef ekki hugmynd um miðverðina.

    Þetta verður rosalegur leikur og er stressið strax orðið mikið.

  2. p.s menn eru greinilega búnir að gleyma að við komust í úrslitaleikinn í meistaradeildinni 2007 því menn tala um að þetta sé stærsti leikurinn síðan 2005. Þótt að úrslitinn voru ekki eins og við vildum þá er sá leikur jafn stór.

  3. Nei ég var alveg með þann leik í huga a.m.k. og leikina sem skiluðu okkur þangað. 2005 var liðið að komast aftur í úrslit eftir 21 ár og það var svipað óvænt og ef við tækjum titilinn núna. Ég tók þess a.m.k. svona hjá Steina og var því ekkert að koma þeim leiðinda leik að.

    Úrslit meistaradeildarinnar eru samt alltaf stærri leikur en 1 deildarleikur af 38, það er ekki það.

  4. flottur þáttur strákar get ekki beðið eftir sunnudeginum og eiginlega orðinn naglalaus af spenningi þetta fer 4-1 fyrir okkar mönnum. Eina áhyggjuefnið er það ef navas verður síkeyrandi á king flanagan í leiknum þá gæti það skilað þeim marki en farinn aftur í fósturstellinguna að naga af mér puttana hafið það gott

  5. Elska þess byrjun, mætti hafa þetta alltaf fyrir mitt leyti. Segjum bara 5-2 á móti City.

  6. Hef engar áhyggjur af Flan the man vs. Navas… Hafiði ekki tekið eftir gaurunum sem hann hefur pakkað saman vs gaurunum sem hann á í erfiðleikum með. Navas er sami gæjin og Lennon, Janúsa, Mata, Walcott, Chamberlin og Naughton. Allir með hraða og langt frá því að vera með sama styrk og sömu grimmd og hann. Flan mun eiga toppleik ásamt Gerrard og Sterling. 2-0 og þeir með mörkin.

    Suarez og Sturridge eiga nokkur mörk inni og koma í síðustu 4.

    YNWA

  7. Það ber að nefna að það eru 25 ár á þriðjudaginn eftir viku (15.apríl 1989)frá Hillsborough slysinu og mun það hafa smá áhrif á stemninguna fyrir leikinn(hvenær er minningarathöfnin?), það mun þétta áhorfendur enþá meira saman og verður stríðsástand á sunnudaginn.
    Svo er tilfiningin líka þannig að við höfum allt að vinna og engu að tapa sem er dálítið skrítið. Engin átti von á því að við værum að fara að spila úrslitaleik við Man City (einn af 5 sem eftir eru) á þessum tímapunkti.
    Ef liverpool verða ekki meistarar þá verður maður fúll en maður munn jafnframt vera í skýunum með frábært tímabil og stór skref framávið.
    Ef Man city verða ekki meistara þá er það ömurlegt fyrir þá og tímabilið gjörsamlega ónýtt því að þeir eru með rosalegan mannskap og mikla breydd í sínu liðið og hafa hvergji sparað í sitt lið. Eins og Rodgers sagði í viðtali þá er pressan á þeim fyrir þennan leik(og Liverpool er eiginlega á undan áætlun).

  8. Jæja, ég er búinn að fara yfir innlegg og komment frá því að Dalglish var rekinn, þar til Rodgers var kynntur til sögunnar.

    Almennt verð ég að segja að forsvarsmenn kop.is voru nú bara nokkuð jákvæðir gagnvart Rodgers í upphafi. Það “versta” sem ég fann voru tvö komment frá Magga:

    http://www.kop.is/2012/05/16/15.18.25/#comment-137560
    http://www.kop.is/2012/05/17/18.41.00/#comment-137934

    Þá voru fréttir af því að Rodgers hefði gefið FSG mönnum neitun í upphafi kannski ekki til þess fallnar að vekja neina sérstaka aðdáun, en það var samt ekkert verið að skíta hann út fyrir það. Enda líka erfitt að segja hvað voru sögusagnir og hvað sannleikur af öllu því sem var verið að tísta um.

    Mér finnst nefnilega eins og að menn hafi verið jákvæðir út í Rodgers frekar snemma, sbr. eftirfarandi komment:

    SSteinn – segist ekki hafa verið hrifinn í upphafi en er þarna kominn á aðra skoðun:
    http://www.kop.is/2012/05/29/19.37.22/#comment-138650

    Einar Örn – jákvæður:
    http://www.kop.is/2012/05/29/19.37.22/#comment-138639

    Babu – segir ekki mikið en kommentið er jákvætt í garð Rodgers:
    http://www.kop.is/2012/05/29/19.37.22/#comment-138634
    en segir svo meira í þessu kommenti og er jákvæður:
    http://www.kop.is/2012/05/29/19.37.22/#comment-138630

    Svo þegar hann var kynntur virtust menn nánast einróma á því að þetta væri jákvætt skref, og voru a.m.k. tilbúnir til að styðja Rodgers og gefa honum séns.

    Áður en það kom til tals að ráða Rodgers voru menn nánast einróma í því að það ætti að ráða Rafa aftur, en sú umræða snerist meira um aðdáun á honum sem slíkum, frekar en að verið væri að lýsa vanþóknun sinni á öðrum kandídötum.

    Nú svona í lokin verð ég að linka á eitt komment frá undirrituðum, en ég skal alveg viðurkenna að spádómsgáfur mínar í þessum efnum eru sjálfsagt á pari við fótboltavit hjá meðal múrmeldýri. En vonandi skeikaði mér bara um eitt ár eða svo.
    http://www.kop.is/2012/05/29/19.37.22/#comment-138732

  9. Frábær þáttur, takk fyrir. Ætlaði að sofna út frá honum en fjörugar umræður spekinganna sáu til þess að nú er maður andvaka og hugsi.

    Flott að heyra um mikla samheldni hjá þjálfarateyminu og Sála. Og allt staff er greinilega að gera frábæra hluti.

    Athyglisverð hugmynd um byrjunarlið hjá Magga en finnst hún einum of byltingarkennd sem byrjunarlið næsta sunnudag. Ég vil að Sturridge byrji. Held líka að 12 maðurinn yrði svolítið hissa og eitt spurningamerki. Það má ekki láta einn mann á Anfield missa einbeitinguna í söngvum og hvattningarópum. Svo má ekki eyðileggja sjálfstraustið hjá hinum frábæra Sturridge. Held hann hafi lent síðastur í röðinni á biðstofunni hjá Sála ásamt Holy Moses og Aspas. Hann þarf enn nokkra tíma, tekur illa mótlæti þegar ekkert gengur og honum finnst hann þá vera Palli sem er einn í heiminum og enginn gefi á sig. Fýlusvipurinn sést þá langar leiðir og hann fer að labba um völlinn. Ef svo verður er hægt að kippa honum út og prófa kerfið.

    Spái 2-1. Tja, eða 4-3. Það fer nefninlega allt eftir því hvernig staðan verður í hálfleik. 🙂 😉

  10. Eru allir búnir að gleyma chelsea ? Þó við vinnum á sunnud þá eru það bara 3 stig en þau hjálpa okkur ekkert að vinna titilinn ef við töpum fyrir chelsea sem er með þjálfara sem er búinn að mind fucka öllum til að gleyma að þeir séu með í baráttuni og er að mínu mati erfiðari anstæðingur á anfield. En ef Liverpool spilar eins og á móti arsenal og everton þá vinnum við á sunnudaginn 🙂
    En ég ætla að halda við mína hjátrú og spá leiknum 2-3 fyrir city …

  11. Babu, er ekki normið að þú spáir tapi ??? ertu að jinxa þetta 😉 ?

  12. Ekki klikkar Daníel frekar en fyrri daginn, spurning um að fara að opna http://www.kophistory.net 🙂

    En Babú skildi þetta rétt hjá mér, auðvitað man maður alveg eftir 2007 tímabilinu og þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum, þá var það að sjálfsögðu stórt dæmi og gott run. Það var þó ekki eins og 2005 af því það var í fyrsta skipti í rúm 20 ár sem við vorum á þeim stað sem við vorum komnir. Svipað er uppi á teningnum núna, alltof alltof langt síðan við vorum í þessari stöðu, þess vegna tel ég þetta vera sambærilegt við úrslitaleikinn þá.

  13. Gaman að lesa þessa pósta sem Daníel fann og ég viðurkenni algerlega og fúslega að ég taldi hvorki Rodgers eða Martinez reiðubúna að fylla í skó Dalglish. Það ber þó auðvitað að geta þess að þessir póstar voru skrifaðir áður en maðurinn var ráðinn og þegar hann virtist ætla að segja nei.

    Benitez og Mourinho voru mínir kostir þá, sýnir nú sennilega best hversu erfitt maður átti að nefna José og á náttúrulega að þýða brottrekstur manns af kop.is varanlega 😉

    Um leið og Rodgers var tilkynntur þá bara rauk ég af stað í að læra meira um manninn og eftir það held ég nú að enginn finni annað en jákvætt komment og ráðning hans hefur algerlega orðið til þess að ég hafi hægt og rólega öðlast trú á því að FSG hafi haft góða ráðgjafa með sér í ráðningarferlinu þó að byrjunin á ferlinum hans hafi litið illa út held ég að ég hafi aldrei kvikað frá því að hann hefði hæfileika en þyrfti að fá réttu leikmennina.

    Svo er ég algerlega sammála Steina og Babú varðandi þennan leik miðað við CL 2007, sá leikur var annar úrslitaleikur á þremur árum, bara með því að bera saman stemmingu undanúrslitaleikja við Chelsea þessi ár segir að allavegana Kop-stúkan var á sama máli. En hún mun verða rosaleg í upphafi leiks á sunnudag. Eftir að við komumst svo snemma yfir þá skoppaði völlurinn og auðvitað er það ákveðið lykilatriði fyrir stemminguna, það að við náum tökum á leiknum og verðum ofaná. Þá getur margt gerst.

    Ætla aðeins að útskýra það sem ég var að tala um varðandi Suarez og Sturridge. Ég er alls ekki að spá því að þeir verði ekki inná. Það sem ég er að meina er að á undanförnum vikum hefur Rodgers “tvíkað” hlutum innan liðs og í liðsuppstillingum. Ef að hann gerir það til að undirbúa sig fyrir Southampton og Tottenham þá sé ég það allt eins gerast gegn Manchester City, sem er án vafa með besta leikmannahópinn í deildinni.

    Annað hvort spilar hann hápressu líkt og hann gerði gegn Arsenal og var með yfirburða posession eða leyfir þeim að vera með boltann og sækja hratt líkt og var uppleggið gegn Everton. Í dag veit ég ekki hvora leiðina hann velur, en ég er handviss um að hann er búinn að ákveða uppleggið og fer með vikuna fram á föstudag í að ákveða það.

    Hann er klárlega ekki “one-dimensional” þjálfari líkt og t.d. Mourinho og Rafa, heldur leggur hann upp úr “intelligent” leikmönnum og leikplani sem hægt er að stilla til eftir mótherjum. Sem mér finnst algerlega FRÁBÆR eiginleiki hjá þjálfurum að eiga. Hell, við meira að segja unnum nokkra leiki með því að spila 3-5-2 í haust, spiluðum 4-5-1 á útivöllum gegn Chelsea og City, 4-3-3 reglulega á heimavelli fyrir áramót og núna eftir áramót mikið af 4-3-1-2 og 4-4-2 með demantsmiðju.

    Eins og ég lýsti svo áðan eru ólík svæði á vellinum þar sem við vinnum boltann, hátt eða lágt.

    Þetta lýsir fyrir mér alveg magnað einbeittum fótboltaheila. Ég er alveg handviss um að þegar kemur að því að kortleggja mótherjann fyrir sunnudag þá er það hann Pellegrini sem er í meiri vafa hvernig okkar liði verður stillt upp en Rodgers.

    Og ólíkt nýliðanum Sherwood sem við ræðum í podcastinu þá á Rodgers inni fyrir því að prófa hluti því hann virkar á mann sem að hann þekki eiginleika leikmanna sinna algerlega og ásamt teyminu í kringum hann ekki gera nokkur mistök nú um þessar mundir.

    Það er góð tilfinning að fara inní þennan leik gegn ógnvænlega sterku liði City.

  14. Ég horfi á klukkuna mína og tíminn þar til flautað verður til leiks á móti City hefur styst um 2 mínútur! Magasýrurnar eru komnar í of-framleiðslu og ég á samkvæmt læknisráði að drekka 2-3 bjóra á dag til að halda þeim uppteknum áður en blæðandi magasár verður að veruleika.
    Ætli Rogers sé nokkuð að fara á taugum líkt og ég myndi gera í hans stöðu…geta leikmenn sofið nóttina fyrir leikinn eru spurningar sem ég velti fyrir mér.

    En nokkrar vangaveltur um leikinn.
    – Ég tel það mikin kost að Rogers hefur verið að spila nokkrar útgáfur af leikkerfum undanfarið með Sturridge og Suarez fremsta. Það ætti því að vera erfiðara fyrir Pelle að setja leikinn upp á móti okkur en fyrir Rogers þar sem Pellegrini spilar nánast alltaf með sama kerfi (og hann er klárlega ekki að fara að spila með 2 strikera í þessum leik).
    – Enn og aftur kom Rogers á óvart með því að setja Lucas inn á í hálfleik á móti West Ham…og ekki aftast á miðjuna eins þar sem hann hefur spilað í 98% tilfella með Liverpool, heldur spilaði hann hægra megin í demantamiðju á móts við Hendo. Þar stóð hann sig frábærlega og mun líklega byrja leikinn gegn City á kostnað Cautinho eða jafnvel Sterling (ólíklegt samt) til að missa ekki miðjuna á móti Toure, Silva og . Allen er því miður ekki nægilega góður í þetta ennþá (og mun ekki verða það að mínu mati).
    http://www.liverpoolfc.com/news/talking-reds/analysis-the-impact-of-lucas
    – Vörnin: Ég hef engar áhyggjur af Flanna þó hann hafi ströglað aðeins í síðasta leik. Hann mætir bara og spilar óhræddur. Ég hef hins vegar smá áhyggjur ef Shako mun vera með Skrtel en ekki Agger. Shako á eftir að verða frábær en virkar dálítið shaky enda ekki í spilaæfingu. Agger er mun öruggari á boltann og vinnur betur með Skrtel. Glen er farinn að spila betur en hann gerði fyrir áramót. Einu áhyggjurnar mínar er svæðið fyrir framan vörnina, þeas hvernig miðjan okkar lokar á spil City á milli miðju og varnar. Þar þurfa miðjumennirnir okkar að vera duglegir að loka á Silva og Toure.

    Shitt…..tíminn þar til leikurinn byrjar hefur minnkað um 8 mínútur!!!

  15. Það er ákveðin meðvirkni með bullinu í honum Magga. Það vantar ekki yfirlýsingarnar og fótboltaþekkinguna hjá þessum hreinræktaða sófa-sérfræðingi.

  16. Já sæll.

    Gott þætti mér nú að heyra þig að heyra hvað þú ert mér mest ósammála Lars minn, með þökk fyrir hlý orð í minn garð.

    Ekki það ég skil nú ekki umræðu um sófasérfræðing sem eitthvað neikvætt. Held við séum það nú bara öll sem á þessa síðu skrifum og sennilega þú líka. Eða hvað?

  17. Takk fyrir Podcastið strákar. Ég eins og margir hér inni er dyggur aðdáandi þessa þátta og lýst mér vel á það að þið verðið með hann vikulega fram að lokum tímabils. Í lokin töluðuð þið beint úr mínu Liverpool hjarta. Ég er fyrst of fremst aðdáandi fótboltans sem íþróttar og þegar lið eru að spila vel þá er ég yfirleitt einn af þeim fyrstu til þess að dást að því. ManUtd vinir mínir hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af mér þegar ég tala um fótbolta þvi ég hef aldrei verið einn af þessum ,,leiðindar afneitunar liverpoolmönnum” eins og aðdáendur annarra liða hafa kallað sum okkar . Eða allavega þangað til nú. Ég þarf enga kommentakerfissöguskoðun til þess að vita að ég hefði ALDREI spáð þessu gengi á tímabilinu. En nú er ég allt í einu orðin maðurinn sem myndi rífast í hverjum sem vill að við eigum besta liðið á Englandi og það skemmtilegasta í Evrópu. Það þarf ekki lengur fífldjarfa trú blóðrauðra Liverpool aðdáenda til þess að trúa á liðið. Það þarf bara almenna skynsemi. Hvort sem við vinnum svo titilinn eða ekki er seinna tíma vandamál höfum gaman að þessu meðan það er gaman.

  18. Svo get ég ekki á mér setið með þetta skrýtna komment nr. 16. Ég hefði nú haldið að allir sem inn á þessa síðu rata geti talað um fótbolta án þess að vera með einhver svona komment og þá skýrt það nánar hvernig þér finnist Maggi vera ,,meðvirkur” og ,,hreinræktaður” í sínum sófaumræðum (ég sit hérna í sófanum þegar ég skrifa þetta btw). Skýrðu það endilega nánar fyrir okkur hinum eða haltu þér úti takk fyrir.

  19. Hafði gaman að umræðunum í lokin um Everton. Ég bara trúi ekki að menn séu það þverir yfir þessu að þeir myndu vilja gefa meistaradeildina uppá bátinn fyrir 2. sætið hjá okkur.

    Aftur á móti á Martinez skilið gríðarlega mikið hrós. Hann er að gera betri/svipaða hluti á sínu fyrsta ári heldur en Rodgers á sínu fyrsta ári. Þannig að það að þið trúið því ekki að þetta sé neitt meira en “heppni” hjá þeim er ég ekki til í að kaupa. Ég get vel trúað því að Martinez geti haldið áfram með þá í baráttu um 4. sætið á næstu árum… það sem gæti stöðvað það væri til dæmis ef Arsenal “missir” Wenger frá sér og fara á eftir Martinez eða þá önnur stærri lið. Til dæmis utd ef þeir vakna í sumar og láta Moyes fara. Fyrsta verk Martinez þar væri líklega að selja Fellaini aftur til Everton 🙂

    En takk fyrir góðan þátt!

  20. Nr.19 Ég taldi aðra meðvirka með Magga og hreinræktaðir sérfræðingar eru þeir sem þykjast vita allt um fótbolta og halda fram sterkum skoðunum. Svo þegar einhver rýnir í skrif þeirra aftur í tímann þá kemur ýmislegt í ljós.
    Auðvita eiga Suarez og Sturridge að byrja mikilvægasta leik síðustu ára, leik sem er á heimavelli og leik sem við verðum að vinna til að landa þessum bikar sem við dreymum öll um. Þar erum við ósammála Maggi.
    Mér þykir annars leitt að hafa komið með svona skítasprengju inní partý-ið, kannski lá eitthvað illa á mér þegar ég ritaði þessi orð. Biðst afsökunar ef ég hef sært einhvern.

  21. Ekki málið Lars minn, ekki það að þú þarft ekkert endilega að biðjast afsökunar, bara fínt að fá hvað þú varst ósammála mér um. Tók reyndar fram í podcastinu minnir mig að mér finnist bæði S-in eiga að byrja en var að reyna að benda á að Rodgers virðist vera mikill pælari og vís til alls.

    Ég viðurkenni viðkvæmni fyrir því að ég telji mig vita allt um fótbolta, því ég veit það sko alls ekki og slíkt fer í mínar fínustu eins og mér sýnist hjá þér. Ég er hins vegar skoðanasterkur, það veit ég alveg.

    En dettur ekki í hug að láta eins og ég viti meira en nokkur einasti maður…let’s keep the party rolling, aðalmálið er að við ætlum að vinna þennan leik á sunnudaginn.

  22. Eitt sem mér datt í hug. Ef, og bara EF við verðum meistarar.

    HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ AÐ ÞAÐ KÆMU MÖRG COMMENT VIÐ ÞÁ FÆRSLU 🙂

  23. Flott Podcast hjá ykkur drengir, takk.

    Ég hef verið duglegur síðustu ár að hlusta á hljóðvörp (finnst rosalega gott að hlusta á hljóðvörp á meðan ég er að æfa), af þeim 3-4 Liverpool hljóðvörpum sem ég hlusta regglulega á, þá eruð þið á pari með “TAW”, hvað varðar gæði. Þið eru ótrúlega málefnanlegir og vel að ykkur um okkar klúbb, og eru kop.is hljóðvörpin eru klárlega mín uppáhalds hljóvörp.

    Það eru algjör forréttindi að finna hljóðvarp í þessum klassa á sínu eigin móðumáli.

    Ég er sannfærður um að ef þessi þáttur væri á ensku þá myndu hlustendur skifta hundruðum þúsunda.

    Þetta var mín þakkaræða til kop.is

    YNWA

  24. Á maður ekki að halda með Chelsea í leiknum sem nú er í gangi? Það væri betra ef undanúrslitin ættu athygli þeirra alla þegar þeir mæta á Anfield. Get nú ekki sagt að það sé auðvelt að halda með þeim samt.

  25. Ég er eigilega að vona að Chel$ki vinni P$G svona til að auka á þá álagið á lokasprettinum

  26. Jafnvel erfiðara að halda með þessu liði en Manu gegn City, vona samt að þeir fari áfram – helst eftir framlengingu. Best væri ef þeir fengu svo Real í undanúrslitum og gera 0-0 í fyrri leiknum (næst uppáhaldsstaðan hans Mourinho eftir 1-0).

  27. Snilld, nú mæta Chelsea á Anfield mitt á milli undanúrslitaleikja í CL!

  28. Ef að mér reiknast rétt til þá eru Chelsea að mæta á Anfield á milli undanúrslitaleikjanna í CL.

  29. Rodgers virðist vera “sófasérfræðingur” nr 1 á sínu heimili, en á hemili Martinez eru tveir, hann og konan hans.

  30. Spot on HaukurJ

    Nenni ekki að velta leikjaálagi Chelsea fyrir mér og gleðst ekkert yfir því að sjá þá fara áfram. Er svosem slétt saman.

    Leikurinn á sunnudaginn skiptir öllu og sigurvegari þar er kominn í mjög góða stöðu.

  31. Ef City tapar gegn okkur og vinnur rest enda þeir með 88 stig.
    Ef Liverpool vinnur ekki gegn Chelsea og vinnur rest enda þeir með 86/87 stig.
    Ef Chelsea sigrar eða gerir jafntefli gegn Liverpool og vinnur rest enda þeir með 85/87 stig.

    Tap gegn Chelsea og sigur í rest getur þýtt 3. sætið fyrir Liverpool.

    Mjög vafasamt að halda því fram að Chelsea leikurinn skipti ekki máli. Ef við ætlum að vinna deildina er hann ekkert minna mikilvægur en leikurinn gegn City.

  32. Mér er ekki sama um leikjaálag Chelsea, því að það gæti haft stóráhrif á þeira leik gegn Liverpool. Svo að ég er ekki samála Babu hvað þetta varðar.

    ALLT sem tengist Liverpool er mér ekki sama um.

    Staðan í deildinni gæti verið þannig þegar að þessum leik er komið að annað hvort Man City eða Liverpool væru með pálman í höndunum og Chelsea gætu séð að meistaradeildinn væri þeira eina von í ár.
    Þeir gætu hvíld tæpa menn gegn Liverpool og allir sem hafa spilað fótbolta vita að menn geta varla spilað þrjá leiki á viku á 100% hraða.

    Þetta voru frábær úrslit fyrir liverpool. Það gerir það samt ekki að verkum að þetta verður léttur leikur því að Chelsea eru gríðarlega sterkt lið með breyðan hóp en þurfa líklega að rótera í liðinu gegn okkur sem klárlega hefur áhrif á þeira lið.

  33. Fyrir utan það líka að Mourinho þarf að hugsa um annan leik áður en hann hugsar um Liverpool leikinn sem gefur þeim aðeins minni tíma til þess að undirbúa hann.

  34. Afhverju eru menn svona vissir um að áframhaldandi þátttaka Chelsea hafi neikvæð áhrif á þá?
    Þetta gæti nefnilega virkað sem vítamínsprauta á hópinn. Ég ætla a.m.k. ekki að fagna aukaálagi hjá þeim enda er það undir okkur sjálfum og engum öðrum komið að sigra þá á Anfield.

  35. hvernig verður það ef Chelsea mun spila á þriðjudeginum 29. apríl í cl. yrði þá ekki að breyta dagsetningunni á Palace-leiknum líka sem hefur verið settur á 5. maí?

  36. Ég er algjörlega sammála Sigueina með leikjaálag Chelsea manna. ALLT sem getur gefið Liverpool auka búst er vel þegið í meira lagi. Auðvitað gæti það verið vítamínsprauta, eins og Krulli segir, fyrir Chelsea að komast áfram en ég er alveg til í að veðja á hið andstæða miðað við viðtöl og annað sem maður hefur séð eftir leikinn gegn PSG.

  37. Sæl og blessuð öll og takk fyrir potið.

    Mjög ánægjulegt og uppbyggilegt, eins og aðstandenda er von og vísa. Því fylgir ákveðin tilhlökkun að hlusta á þessa greiningu á “ástandinu” á hverjum tíma. Stundum hefur síðuhöldurum tekist að veita reiðum hlustendum útrás – oft hefur nú verið þörf á því á krepputímum þegar tækifærin gengu úr greipum manna og ekkert lið var nógu slæmt til að ekki mætti tapa fyrir því.

    Sú síðasta minnti á hinn bóginn, á fréttaskýringarþættina á miðjum síðasta áratug þegar allt lék í lyndi á Fróni. Ekki amalegur samanburður það.

    Já, “sófaspekingar” eru engu minni spekingar en þeir sem sitja á öðrum mubblum: bekkjum, sætum, jafnvel hásætum. Sófaspekin er svipuð hagfræðinni. Þar geta spámenn talað af innsæi og þekkingu, horft fram til ókominnar tíðar en svo kemur nútíminn með öllum sínum kenjum og dyntum, eins og dissandi unglingur með æfónið sitt tengt í eyrun og glyrnurnar fastar á skjánum – gjörsamlega skeytingarlaus gagnvart því sem á gengur í umhverfinu. Fínt að spá í framtíðina meðan hún er ennþá framtíð en málin flækjast þegar hún breytist í nútíð, að ekki sé nú talað um fortíðina.

    Að þessum orðum sögðum kemur hér spádómur minn fyrir sunnudaginn.

    City kemur öllum á óvart og leikur sama leik og Wenger og Martinez – með Gegenpresse frá fyrstu stundu. Þrennt býr þar að baki: Þeir vilja jú koma á óvart (og hver á lengur von á Gegenpresse gegn Liverpool?), þeim er í mun að lækka rostann í áhorfendum (12. leikmanninum) og þeir standa í þeirri trú að liðsmenn þeirra séu betri en Nallarnir og Töggurnar bláu (og því geti þeir spilað harða pressu frá fyrsta andartaki, ólíkt hinum).

    Þetta verður þó sama tónlistin og fyrrum – enda eru miðbæjarstrumparnir ekki svo skeinuhættir eftir allt. Við sáum það í rimmunni gegn fyrrnefndu Arsenal þegar sjálfur Jæjatúre var eins og ringlaður túristi í miðborg Lundúna. Okkar menn tikka strax í gírinn og sjálfur Sturridge fer á kostum, nær loks að klára þrennuna sína og leggur upp eitt fyrir nafna sem brosir út að eyrum svo glampar á skínandi fallegar framtennurnar. Er viss um að Flanagan kemst í dauðafæri og Jónson verður líka aðsópsmikill þótt hvorugum þeirra verði kápan úr því klæðinu að þenja möskvana á bak við Hart.

    Ekki ætla ég að skjóta á líkurnar á því að spá þessi rætist en engin nútíð skal eyðileggja þá framtíðarsýn að tröllatak mun líma mig við skjáinn á sunnudaginn þegar þessi stórleikur fer fram.

    Og, já, líkurnar á að Chelsky verði til vandræða minnkuðu mjög í kvöld. Sjá þá greyin í krampaköstum á lokamínútunum. Hvernig verða þeir í undanúrslitunum?

  38. Bara fínt ef það er nóg að gera hjá Chelsea í lok apríl og þið megið leika ykkur í tölfræði og ef-um en takið eftir……… sigur á sunnudag og þetta er í okkar höndum. Þetta verður Super Sunday!

  39. Flott mál að Chelsea verði í þéttu prógrammi þó ég hafi ekki glaðst sérstaklega yfir því að sjá þá fara áfram. Punkturinn er að leikurinn á sunnudaginn er aðalatriði núna, annað er aukaatriði.

  40. Leikurinn á við City á sunnudag er mikilvægasti leikur Liverpool í árafjöld, jafnvel hálfan þriðja áratug, á því er enginn vafi. Hann má ekki tapst og þarf helst að vinnast. Takist það, gæti verið mjög hjálplegt að fá lúna Chelsea menn í heimsókn í lok mánaðarins. Það er m.a.s. alveg möguleiki á að Múrarinn setji meistaradeildina í heldur meiri forgang með hliðsjón af stöðu mála eftir fyrri undanúrslitaleikinn. Þýðir líka að liðið getur ekki veitt sér viku undirbúning fyrir heimsóknina á Anfield.

    Ef við vinnum City og Swansea ná að skrapa saman 1 eða 3 stigum gegn Chelsea, fer ég rakleitt á heilsugæsluna og bið um hjartastyrkjandi. Yrði mjög eftitt að höndla restina!

  41. Sammála, leikurinn við City er lang lang mikilvægasti leikur Liverpool í langan langan tíma, og verður það alveg þangað til rúmlega 14:20 á sunnudaginn. Þá verður það leikurinn við Norwich sem verður lang mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma.

  42. Er bara alveg eðlilegt að sofa varla á nóttuni fyrir spenning á sunnudag?

  43. #50 Siggi S.

    Hvort var Liverpool U21 að spila við íshokkí eða rugby lið Chelsea? helvíti grófir

  44. Frabært hladvarp og storkostlegir timar nuna hja okkur, kæru vinir.

    Madur finnur pulsinn stiga upp thegar hugurinn leitar til Leiksins (med storu L-i).

    Thetta verdur ROSALEGT!

    Y.N.W.A!

  45. Ég er búin að vera stressaður síðan á áramótum en samt á svo dásamlegan hátt.
    Get ekki beðið eftir sunnudeginum og er handviss um að við vinnum þennan leik.

    Y.N.W.A

  46. Verið að upphefja taktík Mourinho alveg þvílíkt – taktíkina að skora Rory Delap mark og frákast af “deflected” skoti og skapa ekkert annað en þessi tvo random færi. Ætli þeir hafi líka hrósað honum fyrir að hóta 10 ára boltastrák ofbeldi.

  47. Daníel #49,

    Það er alveg eins líklegt að öll liðin í titilbaráttunni misstígi sig eitthvað í lokatörninni og mun fleiri leiðir færar að dollunni en bara fimm sigrar, þótt það sé eina liðin þar sem ekkert er stólað á aðra. Við megum mun síður við öðru en sigrum á móti City og Chelsea (þá stig beint í hramminn á helstu keppinautum) en á móti öðrum liðum. Swansea og önnur lið gætu jú kroppað í Chelsea, Everton í City o.s.frv. Mér finnst býsna líklegt að 87 stig muni duga ef við vinnum City.

    87 er hámarksfjöldi stiga sem Chelsea getur náð og þeir eru með 9 mörkum verri mun en við, meðan City eru með 5 betri markamun. Ef City tapa á Anfield og vinna alla aðra leiki, þurfum við auðvitað fullt hús í lokatörninni (LFC endar þá með 89 stig, City með 88).

    Það eru nokkrar sviðsmyndir lifandi í þessu en sigur á sunnudaginn er auðvitað algjört lykilatriði. Setur okkur í bílstjórasætið! 🙂

  48. -“It will be two beautiful attacks against two strong defences.”
    Mamadou Sakho

  49. Mér sýndist Skrtel ýta Carroll á Mignolet. Ef svo er þá er þetta löglegt mark. Eruð þið búnir að skoða það?

  50. Það hefði mátt vísa í mín comment um Brendan í þessari samantekt, sérstaklega sem þú vísar í Einar Örn! 😉

    Mér sýnist ég vera að verja hann með kjafti og klóm. Vonandi er ekki til eh svipað með ráðninguna á Woy….

    Haukur #60:

    Svo er ekki að sjá. Fyrir utan það að hvorki Sky (eftir leik), MNF, Carroll sjálfur í viðtali eftir leikinn eða Big Sam hafa minnst einu orði á það – og hefðu WH menn klárlega gert það ef sú hefði verið raunin.

    Sá eini sem ég hef heyrt henda þessu fram er Rikki G þegar hann var að lýsa. Veit ekki hvaðan hann fékk þessa flugu í hausinn.

  51. Það er endalaust hægt að þrátt um hvort stærð leikja en dæmið er ekki flókið. Leikurinn á sunnudaginn er án efa stærsti deildarleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

    Með sigri á sunnudaginn er ljóst að liðið tekur stórt skref í áttina að titlinum og það verður ennþá í bílstjórasætinu í leiðinni að meistaratitlinum.

    Jafntefli myndi þýða að Liverpool væri áfram með forskot á Chelsea en á móti þyrfti liðið að treysta á að Man City myndi misstíga amk einu sinni í þeim 6 leikjum sem þeir ættu eftir (4 heima 2 úti).

    Tap myndi hins vegar gera vonir um titil litlar, þar sem við City þyrfti að misstíga sig amk tvisvar sinnum í síðstu sex leikjunum.

    Þegar maður skoðar viðureignir þessara liða á síðustu árum þá hafa ótal margar viðureignir endað í jafntefli eða alls 7 af 13 viðeignum.
    Yfirleitt er mikið skorað í þessum leikjum.
    City hefur átt erfitt með að sækja 3 stig á Anfield og vonandi verður framhald á því.

    Þetta verður svakalegur leikur Anfield á sunnudaginn þar sem það verður einfaldlega allt lagt undir.

  52. Nei Haukur, hann og Skrtel hoppa báðir upp í boltann, en svo reynir Carroll að keyra yfir sinn mann og teygir sig yfir í Mignolet til að trufla hann. Aldrei nálægt því að vera brot á Skrtel í þessu tilviki.

  53. Og Haukur jafnvel þótt skrtel hefði ýtt Carrol á Mingolet þá væri það samt ekki löglegt hjá honum að slá mingolet í framan og fara í hendunar á honum.

  54. Þetta er alltaf good stuff eins og vanalega. Mér er alveg sama hvort þið eruð sérfræðingar eða sófahlussur að spá í fótbolta. Alltaf gaman að spjalla um þetta og hlusta, sérstaklega þegar það gengur svona vel eins og núna. Held það sé nú mikilvægt að átta sig á þegar við erum að ræða saman hérna að þetta eru skoðanir og vangaveltur en ekki sérfræðiálit. Hlakka alltaf til að heyra podcast.

  55. Djéskoti erum við að verða margir Haukarnir hérna inni………….. :O)

    Kveðjur til nafna sem og allra Púllara hér inni……..

    YNWA

  56. Og auk þess væri þetta alveg jafnólöglegt mark þó Skrtel hefði ýtt við Carroll. Ef dómarinn hefði talið að það væri brot (sem það var ekki að mínu mati) hefði hann átt að dæma vítaspyrnu á það en ekki að leyfa markinu að standa.

  57. Sælir bræður og systur.

    Ég þakka síðuhöldurum fyrir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar varðandi þetta fermingarveislu-fíaskó. Að sjálfsögðu lét ég frúna hlusta á síðasta korterið af podkastinu til að hún gerði sér grein fyrir stærð viðburðarins, og bætti svo við með tárin í augunum: það eru allir að fara að horfa á þennan leik….

    Ég fékk engin viðbrögð en ætla að halda í vonina….;)

    Ef þetta podcast hreyfði ekki við henni, þá gerir ekkert það.

    Notarleg tilhugsun líka að vera minntur á að ég á ekki snjallsíma og get því ekkert fylgst með þessu… Fari allt á versta veg, þá verð ég ekki í neinu sambandi við umheiminn, og það á Selfossi. !!!!

    Insjallah…
    Carl Berg

  58. Carl Berg
    Ef ekkert gengur þá verður þú bara að fá upplýsingar með sms frá einhverjum góðum félaga :O)

  59. Nú þarf ég að leyta ráða hjá meiri spekingum en sjálfum mér. Hér kemur smá saga.

    Þannig er mál með vexti að ég er í mastersnámi í Háskólanum. Í einu námskeiðinu sem ég er í eru haldin reglulega heimapróf sem tekin eru yfir helgi. Hingað til hef ég farið upp í sveit til að læra fyrir þessi próf og er svo heppinn að fólkið á bænum er með stöð 2 sport 2 og hefur leyft mér að horfa með þeim á leikina. Vandamálið liggur í því að í þau þrjú skipti sem ég hef farið þarna upp eftir til að læra hafa verið þrír leikir. Fyrst vs. Hull á útivelli og svo vs Arsenal á útivelli. Í síðasta skiptið ákvað ég að þora ekki yfir og vera að læra í staðinn. Þá spiluðum við á móti Arsenal heima. Þá reyndar leyfði ég mér að hoppa yfir og horfði á síðustu 20 mínúturnar af fyrri hálfleik (hvað skoruðum við mörg mörk á þeim tíma??).

    Núna er próf um helgina og ég er að fara upp í sveit. Ég er í hjátrúarkreppu. Þarf ég að sitja og læra á meðan Liverpool valtar yfir City eða á ég að taka sénsinn og horfa á leikinn og treysta því að Guð sé ekki að stríða mér?

  60. Engar áhyggjur Arnór, ég er búinn að hafa samband við 365 og segja upp áskriftinni hjá þessu fólki, bara svona til vonar og vara.

  61. Sælir félagar

    Ég verð í miðborg Berlín á sunnudag. Veit einhver um góðan fótboltapöbb ?

  62. Fer ekki að styttast í upphitunina fyrir upphitunina? Eitthvað til að stytta manni biðina?

    Það væri líka svaka fínt að fá kop.is/tv 🙂

  63. Til nr. 77. Klassískt ráð er að leita upp e-h English eða Irish pub. Þeir eru yfirleitt til í öllum betri borgum og undantekningarlítið með fótbolta á skjánum.

  64. Góður vinur minn leitar að Liverpoolpöbbnum í Kaupmannahöfn.

    Veit að hann er til, en man ekki nafnið hans…er einhver með það?

    Annars bara bíður maður með óþreyjunni, alveg klárt að þessi er sá stærsti frá Istanbúl, jafnvel bara að verða stærri…

  65. Fyrir Istanbul leikinn voru upphitanir fyrir upphitanir fyrir upphitanir. Þarf ekki að fara að hlaða í svoleiðis fyrir sunnudaginn?

  66. jafnvel bara að verða stærri…

    Þar með er Maggi formlega kominn fram úr sjálfum sér og það er ennþá bara fokkings fimmtudagur.

    Steini er annars með pistil í maganum sem kemur inn seinna í dag. Nær því líklega ekki fyrripartinn.

  67. #74 Arnór
    Ég held að þú ættir bara halda þér í bænum þangað til deildin er búin 🙂 hehe
    Ég reyndar kannast við svona, þegar ég hef horft á leik í bústað er sigurhlutfallið mjög lágt hjá Liverpool þannig ég ætla að halda mér í bænum bara út leiktíðina 🙂

  68. #79 og #80, takk fyrir þetta.

    Ég var svosem búin að googla, var meira að spá hvort einhver hefði góða reynslu af einhverjum stað í Berlín 🙂 Það er sjálfsagt slatti af pöbbum að sýna leikinn.

  69. Æfing á Melwood.

    Gul vesti : Flanagan, Skrtel, Johnson, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling, Suarez, Sturridge (engin Sakho á æfingu, Agger í appelsínugulu, sem og Lucas Leiva.)

    4-4-2 Diamond, Henderson og Coutinho fyrir framan Fantastic. Sterling í holunni og SAS fremstir. Klárt!

  70. Sælir drengir og stúkur þekkir einhver góð Liverpool/Enski boltinn podcöst þ.e. einhver önnur en önnur en TAW, Kop.is og 5-Times?

  71. Maggi, ég veit ekki hver “the” Liverpool pöbbinn er í Kaupmannahöfn. Fer sjálfur oftast á O’Learys á Hovedbanegaarden. Annars er pöbbalisti hér: http://www.liverpool-fc.dk/www/pubguide.php

    Veit svo um einn ástralskan Liverpool pöbb á Løngangsstræde í miðbænum, við hliðina á Hotel 27. Lítill pöbb í kjallara þar sem reikingar er leyfðar og bjórinn aðeins ódýrari.

    En ef þú finnur þennan eina sanna Liverpool pöbb í Köben, láttu vita. Verð þar í 10 daga í lok apríl.

  72. Í Kaupmannahöfn er það Ludvigsen á Vesterbrogade. 25kr bjórinn og góð stemning.

  73. Veit ekki drengir, en horfði í gærkvöldi á Carragher þáttinn.
    Jeremías minn hvað drengur er hrottalegt legend !
    Hættir að leika fyrir landsliðið
    Hættir klárlega sem flottur spilari hjá LFC
    Thinks, sleeps, eats, plays Football.
    Houllier keypti menn í hans stöðu ítrekað en hann tók alltaf skref upp á við og skákaði þeim úr liðinu ítrekað.

    Eina sem kom mér á óvart að það var ekki rætt við Rafa. Held að legendið eigi skilið færslu drengir ….

  74. Nr. 87.. Ég hlusta alltaf lika á Anfield Index og TBT talks, var svo að finna daytrippers, big red lfc og the red corner, en hef ekki hlustað á þau ennþá (er að spara þetta til þess að hafa á leiðinni til Akureyrar á morgun) hef lika stundum hlustað á EPL round table og sky sports podcastið

  75. Talandi um nýju treyjurnar Axd, af hverju er farið svona með mennina rétt fyrir Leikinn!

    Þeir hefðu getað reykeitrun, blindandi ljós í augun og hrasað eða eitthvað verra! Er ekki örugglega verið að pakka mönnum inni í bómull!

    http://youtu.be/u8C4RcVaglY

    Ps. elska þennan ljósa fuschia lit á treyju Mignolet!

West Ham 1 – Liverpool 2

Er það alveg eðlilegt?