West Ham á morgun

Hvað er hægt að segja? Hvernig er það hægt að vera bara alveg ofurspenntur í næstum því viku yfir leik Liverpool gegn West Ham á útivelli? Er það bara alveg eðlilegt? Nei, svo sannarlega ekki, enda erum við þessa dagana ekkert í neinum venjulegum aðstæðum. Í mínum huga er þetta ekki flókið, þessi næsti leikur okkar kemur til með að hafa allt að segja í þeirri lokabaráttu sem framundan er. Svei mér þá, ef tekst að sigra Big(mouth) Sam og hans menn á morgun, þá er ég bara hreinlega á því að við tökum City á heimavelli viku síðar. Þetta er orðið svo mikið „do or die“ dæmi að það er bara ekki fyndið.

Ef ég ætti að velja eina gerð af liði sem ég vildi alls ekki mæta á þessum tímapunkti, þá er það svona Sam Allardyce lið. Lið sem spilar gamla enska boltann eins og hann gerist hvað verstur, alla fyrir aftan boltann, lúðra honum svo fram eða út á kanta og treysta á stóran og sterkan framherja til að negla tuðrunni inn með höfðinu. Þetta er svo mikið yfirburða verst fyrir okkar menn að það hálfa væri c.a. þrisvar sinnum meira en hellingur. Hversu oft ætli maður hafi hugsað um það hvenær Andy Carroll komi og negli því beint í fésið á okkur að við hefðum aldrei átt að selja hann (að hans mati). Gerist það á morgun? Úff, það er svo ferlega skrifað í skýin. Andy minn, ég studdi þig á sínum tíma duglega, talaði aldrei illa um þig eða neitt slíkt. Viltu gera það fyrir mig að fresta þessu aðeins, bara ekki gera neitt svona stupid í næsta leik? Gerðu það. Plíííííís.

En af hverju erum við að hræðast? Hvaða lið er að spila besta, nei bíddu við, LANG-best um þessar mundir? Jú, það eru drengirnir okkar. Af hverju ættu þeir að hræðast einhverja staura undir stjórn Sammy sopa? Verður þetta ekki bara ákeyrsla og yfirkeyrsla eins og flesta aðra daga þessa dagana? Jú, gæti verið, ansi oft hefur það nú gerst í vetur að þegar maður er hvað hræddastur um úrslit, þá stíga þeir drengirnir upp og flengja andstæðinginn á bert rassgatið. Vá hvað það mætti vera uppi á teningnum á morgun.

En hvað er að frétta hjá West Ham, annað en það að stuðningsmenn liðsins baula meira að segja á sína menn eftir sigurleiki? Jú, þeir unnu ákaflega mikilvægan sigur á mánudaginn sem setti þá í 11 sætið og bara í nokkuð róleg mál, 11 stigum fyrir ofan fallsæti. Það er reyndar jákvætt, þeir eru allavega ekki þessa dagana að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Mér fannst þó lítill meistarabragur á leik þeirra í þeim leik, skallamark frá Carroll og svo gott heppnismark frá Diame. En þeir kunna alveg að verjast, það sýndu þeir svo sannarlega, enda lá vel á þeim í lokin.
Þeir eru ekkert mikið fyrir það að fá á sig mörk, aðeins fengið á sig 42 slík í vetur eða þremur fleiri en okkar menn. Það er aftur á móti aðeins annað að frétta þegar kemur að markaskoruninni. Þeir hafa aðeins skorað 36 mörk í þessum 32 leikjum sem þeir hafa spilað. Reyndar þeim til varnar, þá var Carroll meiddur meirihluta tímabilsins, en hann er þeirra aðal tromp þegar kemur að sóknarleiknum. En föstu leikatriðin eru þeim mikilvæg, enda þeirra markahæsti maður, Poolarinn Kevin Nolan, sérfræðingur í þeim ásamt Carroll. Við megum því lítt við því að vera að gefa þeim mikið af hornspyrnum eða aukaspyrnum á hættulegum stöðum.

West Ham menn hafa ekkert verið neitt suddalega sterkir á heimavellinum í vetur, hafa tapað þar heilum 7 leikjum og gert 3 jafntefli. Það virðist því litlu skipta hvort þeir séu heima eða úti, spila bara sinn bolta og sjá hvað gerist. Best væri á morgun að láta þá bara ekkert hafa boltann, ekki nema bara til að sækja hann í eigið net. En það eru bara draumórar. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að West Ham hefur á að skipa fínu liði á pappírunum, lið sem getur gert hvaða liði sem er skráveifu. Þeir eru með fína vængmenn í þeim Downing og Jarvis, Diame er leikmaður sem ég hef lengi heillast mjög af, virkilega skemmtilegur spilari. Svo eru þeir með uppalinn strák í Noble, sem berst eins og ljón allan tímann og frammi er svo títtnefndur Carroll. Þess utan eru þeir svo með Joe Cole, sem er ennþá að telja peningana okkar, Matt Taylor og svo ótrúlega þrjóskuhunda í vörninni.

En hvað um það, nóg um þetta West Ham lið og yfir í það sem virkilega skiptir máli. Ég held að það séu allir knattspyrnuunnendur sammála um það að ef okkar drengir ná að eiga bara normal dag, þá á það að skila þrem stigum í hús. En við vitum það líka ofur vel að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Menn ættu að vera komnir með blóðbragð í munn og það á bara að þýða eitt, áfram veginn. Ef menn koma ekki inn í þennan leik með allt í rjúkandi botni, þá eru menn einfaldlega ekki með karakterinn í að klára svona dæmi. Núna skilur á milli manna og músa, flóknara er það ekki. Það er stór hindrun í veginum, sú fyrsta af 6 í þessu stutta hlaupi sem eftir er. Ætla menn að nota kraftana í það að lyfta sér yfir hana, eða ætla menn að fara yfir í það að klifra. Ef menn ætla að klifra, þá er alltaf hættan á að menn detti. Til að halda hraða út hlaupið, þá er mun auðveldara að hoppa einfaldlega yfir þessa hindrun.

Það er fátt nýtt að frétta úr herbúðum okkar manna. Af myndum að dæma eru menn ekki beint að slaka á, á æfingum, sem er vel. Engin ný meiðsli sem vitað er um og því bara Enrique sem er fjarri góðu gamni. Ég á því ekki von á því að Brendan breyti neitt til þegar kemur að varnarlínunni. Flanno fær það hlutverk að eiga við Downing og ég sé ekki Brendan brjóta upp miðvarðarparið í þessum leik, þó svo að ég væri alveg til í að sjá Sakho með sinn fáránlega líkamsstyrk, eiga við Carroll. Ætli það verði ekki Skrtel kallinn sem verður hengdur á hann (passa peysutögið Martin minn). Og Simon, við þurfum þig í topp formi takk.

Það er aðeins meiri efi þegar kemur að því að stilla upp miðjumönnunum, því Brendan hefur verið að hringla aðeins með þá á milli leikja. Við VERÐUM að ná að control-a miðjuna í þessum leik, það er algjör lykill að sigri. West Ham er með sæmilega fljóta miðverði, þannig að ég er helst á því að uppleggið verði að halda boltanum sem mest og treysta á töfrana hjá framherjum okkar. Þar af leiðandi tel ég að Joe Allen komi inn í þennan leik. Vandamálið er bara hvern skuli taka út, þar sem að allir sem byrjuðu Tottenham leikinn spiluðu alveg sérlega vel. Ég ætla að giska á að hinn ungi Raheem verði látinn setjast á bekkinn og hugsaður í að brjóta upp leikinn með hraða sínum þegar líður á hann. Svona ætla ég að giska á liðið:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan

Henderson – Gerrard – Allen

Coutinho

Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Sakho, Cissokho, Lucas, Sterling, Moses, Aspas

Stevie verður svo að halda áfram að passa sig, enda aðeins einu gulu spjaldi frá tveggja leikja banni og ekki viljum við hafa hann í banni gegn City eftir rúma viku. Hann þarf að sleppa við gult í þessum leik og næsta til að sleppa alveg fyrir horn.

Með þessa miðju þá eigum við að taka þennan leik, hvað þá ef horft er fram á sóknarlínur liðanna. En þetta er ekki svona einfalt, leikir vinnast aldrei á pappír, þeir vinnast inni á vellinum og þá þurfa menn að vera rétt stefndir, annars getur illa farið. Flanagan og Johnson verða að vera röskir tilbaka og reyna að forða okkur frá krossum inn í teiginn, en þeir munu líka gegna lykilhlutverki fram á við, til að reyna að teygja á vörn West Ham. Ég er bjartsýnn eins og alltaf, spáði í síðasta podcasti að við myndum taka 9 stig úr næstu þremur leikjum og ég ætla að standa við þá spá. Ég reikna þó með erfiðum leik þar sem við sigrum að lokum 1-2. Suárez skorar eitt og Joe Allen verður með hitt. Carroll mun að sjálfsögðu skora fyrir mótherja okkar.

Leyfið okkur að dreyma áfram, leyfið okkur að gæla við þessa dásamlegu hugsun að geta kannski lyft þessum langþráða bikar þann 11. maí. Haldið áfram að skrifa ljóðið, þetta er svo fallegt ljóð.

Make us dream

Poetry in motion

60 Comments

 1. Síðustu 10 leikir gegn Big Sam og liðum hans. 7 sigrar 2 jafntefli og 1 tap. Markatalan 21-7. Seinasta tap kom gegn Bolton í september 2006. Eru menn í alvöru að tala um að við eigum í vandræðum með West Ham og Big Sam?

  Spá 5-0 fyrir Liverpool

 2. Er ekki bara í lagi að hvíla Gerrard og leifa Lucas að spila?
  Og hvernig væri að leifa Aspas að byrja þennan leik líka?

 3. Takk fyrir fínan pistill.
  Örn. Big Sam greinilega ekki verið fyrirstaða undanfarinn ár, takk fyrir að benda á það og taka mesta stressið úr mér.
  SiR. Sé enga ástæðu að láta Aspas byrja framherjarnir okkar ættu ekki að vera þreyttir en spurning með Lucas / Gerrard. Gerrard frekar mikilvægur í City leiknum og vont að missa hann i bann.

 4. Við skíttöpum 1-0 er næstum því farinn að grenja af reiði fyrirfram

 5. hræddastur um að þetta fari jafntefli eftir að hafa lent tvisvar sinnum undir. Annars er ég sammál einum hérna að leyfa Lucas að spreyta sig í þessum leik svo Gerrard spili allan leikinn gegn Toure og félögum 😛 Áfram Liverpool

 6. Já, held að Lucas fái sjensinn. Það væri slæmt , einnig mentalt, að missa Gerrard í bann gegn City.

 7. Flott upphitun.

  En þurfum við samt ekki að reyna að halda breidd á móti liði eins og þessu? Ég myndi giska á að Sterling og Sturridge fái það verkefni að herja á svæðin bakvið vörnina og fá bolta milli bakvarðar og miðvarðar á meðan Suarez bindur miðverðina saman og býr til þessa glufu til að senda í. Veðja einnig á að Coutinho spili til að finna þá í gegnum þessa glufu.

  En nú er ég engin Rodgers. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig hann stillir upp og hvernig hann ætlar að fá menn til að brjóta múrinn niður!

 8. Takk fyrir þennan pistill.

  Ég er á því að Sterling verði í liðinu og BR verði með 41212 og valti yfir Sam og félaga.

  Góða helgi. YNWA 😀

 9. er alveg sammála ræðumanni nr #7 held að það erði óbreytt lið frá tottenham.. og sterling og sturridge verða í því að faðma hliðalínuna og stínga sér inn fyrir og suarez og hendo þá inn á fjær stöngina en coutinho verði einmitt til að senda þessar töfra sendingar innfyrir.. þannig að ég ætla að spá þessum leik 1-3 suarez 1 hendo 1 og sterling 1 😉 og dvergurinn (Carroll) í WH stangar eitt inn… en vill líka vera fyrstur með fréttirnar en bæði chelsea og city eru að fara að tapa stigum í dag.. 😉

 10. Flott upphitun. Ég er ekki sammála að leyfa Lucas að spreyta sig í þessum leik, allavegna ekki byrja. Lucas á það til að gefa aukaspyrnur rétt utan vítateigs og stórhættulegar hornspyrnur, eins og Bjarni sagði í denn 🙂 West Ham þrífst á föstum leikatriðum.

 11. Svo að það sé 100% á hreinu @ 2

  Þá hvílir maður ekki fyrirliðan sinn í mikilvægasta leik tímabilsins(hver leikur sem við spilum núna er sá mikilvægasta því að hinir eru búnir og ótrúlega draumaverkefnið nálgast).

  Afhverju ekki?
  1. Hann þarf ekki hvíld. Það er langt milli leikja og staðan sem hann er að spila í dag gerir það að verkum að yfirferðinn er ekki alveg sú sama eins og þegar hann spilaði framar á vellinum.

  2. Hann er fyrirliði liðsins og alveg sama hvað Sturridge, Suares, Sterling, Coutinho, Henderson og Skrtel eru að spila þá er hann leiðtogi liðsins.

  3. Hver myndi vilja muna eftir þessu leik sem leikin sem Rodgers hvíldi Gerrard sem var búinn að fá viku pásu og við töpuðum titilum. Eigum við ekki að stilla alltaf upp okkar sterkasta liði í síðustu 5.leikjunum.
  Nú er engin tími til þess að gefa mönum tækifæri að láta þá lýða vel með því að gefa þeim einn leik.

 12. #11
  Akkurat! Getum hvilt SG thegar vid erum bunir ad sigla thessu øruggt i høfn 0-3.

  Er hrikalega stressadur fyrir thennan leik og tek undir upphitunina ad a venjulegum degi eigum vid ad sundurspila thetta ,,kick and run” lid.

  Er buinn ad panta thvaglekabindi og hjartavelina. Hef vart taugar i thetta enda BARA 24 ar sidan sidast!

  KOMA SVO LIVERPOOOOOL!!!

 13. Flott upphitun.

  Sammála Fuglinum, heimskulegasta í stöðunni væri að hvíla Gerrard. Ef við verðum tveimur er að þremur mörkum yfir í hálfleik þá er hægt að taka hann útaf og setja Lucas inn. Einnig er ég sammálað Biddninum, Sterling og Sturridge verða örugglega settir leeengst út á kannt og þurfa að taka menn á til þess að opna vörnina. Gerrard, Hendo og Coutinho ættu að geta lokað miðjunni og eignað sér hana.

  Eins stór og sterkur Carrol er, þá er ég bara ekki vitund hræddur við hann. Er mun hræddari um að vörnin þeirra verði erfið, treysti Skrtel og Agger alveg til þess að éta Carrol. Spurning hvort Aly ætti að spila þennan leik upp á líkamlegan styrk hans, svona ef ske kynni að Carrol yrði með leiðindi.

  Spái 0-2 sigri, Suarez og Sturridge.

  FORZA LIVERPOOL

 14. Man City vs Southampton og aðalmörkvörðu Saint meiddist á æfingu fyrir þennan leik 🙁

 15. Svindl mark ársins er komið.

  Maðurinn var KOLRANGSTÆÐUR og það var ekki einu sinni tæpt c.a 3-4 metrum fyrir innan varnarlínuna. Aðstoðardómarinn að drulla á sig.

  Southampton búnir að vera miklu betri en Man city en eru núna að tapa.

 16. Ótrúleg dómgæsla í Mancity – Southampton. Hvernig er svona hægt? Maðurinn er mörgum metrum fyrir innan.

  Eitt sem mér finnst athyglisvert. Það er 6 leikir eftir á tímabilinu, Mancity eru í bullandi titilbaráttu, en þeir ná ekki að fylla völlinn.

 17. úff maður er með kviðahnutinn i maganum fyrir morgundaginn en samt svo olysanlega spenntur, hef sennilega aldrei verið jafn spenntur fyrir leik eða allavega ekki i mjög langan tima.

  það er svo sem litlu við frabæra upphitun steina að bæta 😉

  við verðum að fa þrju stig a morgun og þott eg se drulluhræddur um að eitthvað klikki a morgun þa spai eg 1-3. suarez 2 og Gerrard 1 ur viti.

  og ja eg talaði heldur aldrei illa um þig andy og i raun vildi eg hvorki lana þig ne selja ari seinna svo plííís ekki refsa mer a morgun 😉

 18. SIR NR 2

  ju endilega leyfum aspas að spila a morgun og hvilum þa annaðhvort sturridge eða suarez bara 😉

  UUUUU NEI TAKK !!!!

 19. Ég er sammála Sigursteini, ég held að Allen komi inn í liðið á kostnað sterling. Þessi völlur er svo lítill og það kæmi mér ekki á óvart ef west ham menn gerðu hann eins lítinn eins og leyfilegt er til þess að hafa þennan leik eins og nautaat. Við verðum að vera til í rosalega baráttu á morgun og ég óttast spjald á Gerrard, vona ekki. Ég spái þessum leik 1-2 í blóðugri baráttu !

 20. Ég fer til læknis í vikunni og bið hann um lyfseðil fyrir hjartverk, niðurgangi og kvíða !

  En mikið svakalega er gaman að þessu samt !

 21. Lucas hvað…hafa hann sem lengst frá þessu…..Diame verður svo keyptur í sumar og Lucas verður seldur..jíbíjíbíjbíubiib

 22. Enn byrjar söngurinn hér að setja Lucas í liðið. Eru menn ekki að átta sig enn að árangurinn að undanförnu er vegna þess að hann er utan við liðið.

 23. sorry sorry sorry ég frétti bara vitlaust.. ; var nokkuð viss um að city eða chelsea myndi missa stig í dag..

 24. Bara nokk hress, og er ekki smeikur en fótbolti er fótbolti nema handbolti sé, Tökum þetta og það vita Liverpool drengirnir. 😉

 25. Sælir félagar

  Ég er búinn að vera með áhyggjur af þessum leik alla vikuna. Hitti félaga í gær sem er WH og hann sagðist ekki ætla að horfa á þennan leik. Sig langaði ekki að sjá sína menn niðurlægða af besta sóknarliði deildarinnar. Hann sagði líka að vörnin hjá WH væri löskuð og þetta mundi fara verulega illa hjá sínum mönnum.

  Mér fannst gott að heyra þetta en fór svo að hugsa: ef okkar menn hugsa sem svo að það sé bara formsatriði að leika þennan leik , þá gæti farið illa. Og er því aftur kominn með hnút í magann. En hvað um það ekki dugir að leggjast í eitthvert vonleysi og vesöld. Við verðum að hafa trú á okkar mönnum og verkefninu. Því spái ég (og haldið ykkur nú) 1 – 3 og allir kátir. Líka Big Fat Sam.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. Úffff…. það er einhver stórfurðulegur fiðringur í kviðarholinu sem er alveg að gera út af við mig… 🙂 Mikið er þetta bara annars alveg magnað að vera í TOPPSLAG.. Ha… 🙂 ! Langt síðan síðast. Hver og einn einasti leikur núna er eins og SSteinn kom inn á “do or die” leikur. Það er bara augnablikið… ef okkar menn ná að vera í augnablikinu þá hefst þetta en ef hausinn fer á flug… þá er voðinn vís!!! Koma svo elsku bestu knúsuboltarnir mínir og enga vitleysu… 🙂 Látið okkur halda í drauminn. Gerrard spilar alltaf allan daginn… og ef vel gengur þá tekur Lucas við af honum í seinni hálfleik.

  YNWA – Poetry in motion

 27. #11 Ástæðan fyrir því að “hvíla” Gerrard er ekki hvíld. Ef hann fær gult spjald fer hann í bann og missir af City leiknum.

 28. [img]https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10203465318492510&set=gm.1415128515415131&type=1&theater[/img]

 29. Lucas getur beitt sèr af afli, finnst of Gerrard frekar Brjóta klauflega af sèr fyrir utan teig. Gerrard mà bara alls ekki fà gult. Vid eigum audvitad ad rúlla yfir tetta West Ham lid med Suarez og Sturridge innà. Hvìla Gerrard og innà med Lucas, allt annad er bar a heimska, vid turfum Gerrard a moti City!!!
  Ef vid vinnum ekki West Ham eigum vid hvors sem ekki dolluna skilid.

 30. Mig dreymdi i nótt leikinn. Ég kalla drauminn martröð því að ég vaknaði kófsveittur eftir 2-1 tap og súarez fótbrotnaði í leiknum og átti alldrei að getað spilað aftur. Fjúkk að þetta var aðeins draumur og vonandi ekki fyrirboði um eitt né neitt. YNWA

 31. Góður Guð, eina sem ég bið um er að betra liðið vinni á morgun. Ef það verður jafntefli þá veit ég að þú hefur ekki verið inn á kop.is.

 32. @32
  Við hvílum ekki leikmenn á lokasprettinum útafþví að hann gæti fengið spjald. Þetta er þriðji leikurinn sem hann myndi þurfa spila spjaldalaus og þar sem ég tel að við verðum mikið með boltan þá tel ég að hann ætti að geta sleppt við spjald.
  Þetta er virkilega erfiður leikur og það væri heimskulegt að hvíla fyrirliðan og leiðtogaliðsins og geta átt í hættu að tapa eða gera jafntefli.

  Við verðum að vinna þennan leik svo að við séum enþá að berjast um titilinn þegar við spilum við Man City.

  Ég vill að Gerrard hvílí sig eftir HM í sumar með Englandsmeistaramedalíu til þess að sýna Southampton strákunum Shaw og Lalana og segja þeim að þeir geta fengið svona hjá Liverpool ef þeir vilja.

 33. Ef Gerrard treystir sér til að spila þá spilar hann- ef ekki þá setur hann Lucas inn fyrir sig- BR stjórnar svo restinni af krúinu. Þætti það súrt á gullslegna Sterlingspundið okkar að fá ekki að byrja þennan leik eftir frammistöðuna í síðasta leik-
  Að vera með heimsmeistaratitilstö úrslitaleiks tilfinningu í kroppnum leik eftir leik eftir er bæði dásamlegt (hingað til) en jafnt hættulegt (hjartaflökt og sokka-overdose)
  Tökum þetta á morgun sannfærandi eftir vægast sagt ósannfærandi og stressandi 57 mínútur

 34. Allt for illa,i dag, topploðin öll vinna. 0 4 og við sýnum að staðaokkr er engin tilviljun

 35. Það er vissulega ferlegt að helstu keppinautar okkar hafi tekið fullt hús í dag, en á móti er nákvæmlega ekkert sem bendir til að við höldum ekki áfram að draga vagninn.

  Svo eru Everton og Arsenal að spila á morgun, sem er ekkert nema snilld! Okkar menn taka þrjú stig á morgun og 6/6 frá dollunni breytist í 5/5.

  Vonum það besta!

 36. Gat ekki lesið öll kommentið frá ykkur félagar. Er ekki að ljúgja Get ekki skrifað vegna drykkjuvandamáls, nei spennustigið er að gera útaf við persónuuna Bjarna Hjartarson.Klukkan 15.00 í dag byrjar leikurinn. Gísli Snorra þarf að koma 2þ

 37. Skíthræddur við Feita Sam og útlagana þrjá. Klárt 1-3 tap í minni spá að venju.

 38. Var að lesa komment frá 42. Kannast ekki að hafa skrifað undir drykkjuvandamál og spennustig á hæsta leveli. Sem fyrirverandi skákmaður sem getur þolað spennu á háu stigi verð ég að játa mig sigraðan núna. Frá 6ára aldri er búinn að vera Liverpool maður (54ára í dag). City og Chelsea rústuðu sínum liðum. Það segir okkur eitt. Þau ÆTLA að taka okkur líka á Anfield. Leikurinn í dag er ekki málið. Við vinnum 3-1. Fulham leikurinn var sem við sögðum við ætlum alla leið. 18 stig í pottinum og því miður gerum við jafntefli við Norwich sem er ekki bara því miður. 16 stigin duga og við verður MEISTARAR. Skrifað í þynnku og allt búið.

 39. Dómari leiksins í dag…

  Anthony Taylor is an English professional football referee from Wythenshawe, Greater Manchester.

  Var ekki Rodgers að tala um að hann vildi ekki að dómarar frá þessu svæði dæmdu Liverpool leiki?

 40. Jæja, dómarinn getur ekki bara verið WH megin. Markið sem Newcastel skoraði átti að standa.
  Hef samt ekki neina trú að dómarinn skipti neinu máli nema hann heiti Howard Webb. Ef við erum lausir við hann þá erum við í góðum málum. 1-4 fyrir okkar mönnum. Skrifað í skýin og suares með þrennu og strax búin að taka metið.

 41. Maður er alltaf hræddur við að núna sé komið að því að liðið sýni ekki það sem þarf til að vinna. Það hvernig síðustu leikir liðanna fóru skiptir í raun engu máli þegar í næsta leik er komið, og morgunljóst að eitt af aðal verkefnum Rodgers er að sjá til þess að menn séu ekki að vanmeta andstæðingana. Ég ætla samkvæmt venju að vera svartsýnn fyrir leikinn en mun taka allri sokkatroðslu fagnandi.

 42. Ég stel spánni hans Sigkarls, 3-1 fyrir oss.

  Hins vegar er spennustigið hátt, minns er kominn í happatreyjuna fyrir allar aldir til að búa til extra happa.

  Liðið ætti án efa að vera óbreytt frá síðasta leik. Það þarf að opna og þræða í gegnum stóran varnarmúr, Sterling og Coutinho eru góðir í því og eiga báðir að byrja. Allt tal um að Gerrard eigi að hvíla er bara hrein og tær þvæla.

 43. Sæl og blessuð.

  Nú andar köldu frá þeim bláklæddu og nákuldinn rennur niður hálsmálið. Ussussususs hvílík dramatík. Sé ekki þaulreynda spennusagnahöfunda geta sett annað eins á blað eða fest á filmu. Ekki er þetta hjartastyrkjandi – og þó – það eflir sem ekki brýtur niður og við nánustu aðstandendur köllum ekki allt ömmu okkar eftir þennan rimmungsvetur.

  Sjálfur ætla ég að vera fullur meðan á leiknum stendur. Engin spurning um það. Ég verð fullur efasemda, markaður af reynslu áranna, fullur ótta enda uppfullur af gömlu ergelsi sem brýtur sér leið upp á yfirborðið þegar svona lagað stendur til.

  En ég er líka þess fullviss að hvernig sem leikar enda, munu okkar menn leggja sig fram að fullu, berjast fram í fulla hnefana og ekki skilja eftir það mólíkúl, eða þá rafeind sem þeir hafa í skrokki sínum sem þeir geta notað til þess að brjóta niður hinn purpurarauða Golíatamúr sem standa mun í veginum fyrir því að við vinnum fullan sigur í Uppbæjargarði í dag. Púff, þetta var löng málsgrein.

  Og þegar maður leiðir hugann að því er eins og örlítil ró færist yfir ofurspennt taugakerfið en sem fyrr eru það upplýstir stafir stigatöflunnar sem segja síðustu orðin.

 44. Ég spái sigri í glæstum leik. Okkar menn pakka þessu saman. Ekkert stöðvar SAS!
  makeusdream#

 45. Maður er að sjá það núna hvað það var flott að rústa frábæru Everton liði en kannski var ekkert merkilegt að rústa andlausu Arsenal liði 🙂

 46. Líklegast andlega búnir að vera! Hversu oft undanfarin tímabil er maður búinn að horfa á Arsenal byrja stórkostlega og missa svo dampinn undir lokin?

 47. Við förum ekkert að láta Tottenham taka Lukaku, við kaupum hann bara, ímyndið ykkur að geta byrjað með þetta tröll frammi eða notað sem super-sub

 48. The Liverpool XI: Mignolet, Johnson, Flanagan, Sakho, Skrtel, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling, Suarez, Sturridge.

 49. Agger greinilega meiddur en tröllið Sakho inn.
  Allen enþá á bekknum.

 50. Smá pæling með Sakho inn Agger út, þegar við spilum gegn “monster”strikerum (stórum sterkum og erfitt að eiga við í teignum) finnst mér Agger/Skrtel ekki ráða nógu vel við það þannig að veit ekki alveg hvort ég er meira hræddur við þennan leik núna eða fyrir þessar fréttir.

 51. Af hverju ættum við ekki að vina West Ham með þessu liði? Þetta bara verður að vinnast!!!

  The Liverpool XI: Mignolet, Johnson, Flanagan, Sakho, Skrtel, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling, Suarez, Sturridge.

  Substitutes: Jones, Toure, Cissokho, Lucas, Moses, Allen, Aspas.

Rússibaninn framundan

Liðið gegn West Ham