Rússibaninn framundan

Í kollinum rúlla nú þrjár tölur í kollinum á mér.

Tölurnar 6, 9 og 540. Lykiltölur áður en kemur að deginum sem nú hefur verið merktur sem “rauðasti dagurinn” síðustu ár og áratugi. Sem er auðvitað 11.maí.

Ég benti á það í kringum leik okkar um síðustu helgi að með úrslitum annarra liða og það að upp í hendur okkar væri nú fallin sú pressa að geta orðið meistarar einungis með okkar eigin gerðum. Einhverjum fannst of snemmt að ræða það, en eftir sigurinn gegn Tottenham og sæti númer eitt þann 1.apríl þá hefur okkur öllum orðið ljóst hver breytingin er.

Það er ekkert lengur hægt að svara spurningunum “can you win it” með því að tala um “we only focus on the next game”. Það er einfaldlega ekki þannig sem þetta virkar, jafn mikið og okkur langar til að segja það.

Um allan heim erum við Liverpoolaðdáendur að missa okkur í gleðinni og veltum okkur upp úr því hvort að menn fá rétta te-ið eftir æfingar og hvort að gólfin á Melwood eru nokkuð ofskúruð svo að einhver renni til. Við lesum allt sem við mögulega getum um hvað er í gangi í kringum liðið og mótherja okkar.

Það er því algerlega fráleitt að telja það líklegt að þeir sem eru í leikmannahóp okkar eða stjórnendateymi séu bara pollrólegir út í gegn. Enda eiga þeir ekki að vera það.

Við erum í stórkostlegri stöðu sem við myndum ekki vilja skipta á við neinn. Okkar eigin frammistaða ræður úrslitum og það er pressan sem leikmenn hafa sett á sig sjálfir með frábærri frammistöðu. Þeir hafa búið sér til standard sem hefur sýnt okkur það að við þurfum ekki að hræðast einn einasta leik sem eftir er, getum unnið þá alla og þá verðum við meistarar.

Ekki skal nokkur misskilja mig, ég efast ekki um að fókus Rodgers í dag er á West Ham leiknum, leik sem ég óttast mjög enda held ég að eina leiðin til að stríða okkur sé að reyna ekki að spila fótbolta, heldur bara verjast og dúndra. Eins og West Ham gerir undir stjórn Allardyce. Ég efast heldur ekki um að hann er að einblína á þá taktík sem hann ætlar að leggja upp og er strax á æfingu dagsins byrjaður að vinna með þá hugmyndafræði, byrjaði sennilega strax í gær eftir frí mánudagsins.

En framundan er ekki bara þessi leikur, heldur mögnuð barátta við lið sem við eigum ekki að eiga séns í þegar nýleg saga og leikmannahópar eru skoðaðir.

Sú barátta sem mestu máli skiptir í því sem framundan er mun birtast í því sem er það sem mun ráða úrslitum um hvar bikarinn flotti lendir, hvers hendur munu lyfta honum og Queen lag hljómi á viðkomandi velli.

Héðan af snýst baráttan ekki bara um hæfileikamagn í fótum hvers og eins. Hún snýst um andlegan styrk og einbeitingu.

En fyrst og fremst snýst hún um að verjast mistökum. Því að birtingarmynd andlegs styrks og einbeitingar er fyrst og fremst hvort að leikmenn, einstaklingar eða lið, gera mistök sem kosta dýrt. Einfalt er að benda á fyrirliða Chelsea um helgina sem gerði slæm mistök sem kostuðu. Þar tapaði hann allavega einu, ef ekki þrem stigum, í baráttunni.

Eitt af því sem hefur áhrif á andlegan styrk er líkamleg þreyta, þar munum við hafa vinningin gegn Chelsea þar sem þeir eru á faraldsfæti og lykilmenn þeirra hafa litla hvíld fengið. Þetta er vissulega klisja en það er samt augljóst að sjá það að okkar lykilmenn hafa verið að leika betur að undanförnu en lykilmenn þeirra bláu. Að því leytinu pirraði ég mig á því að City félli úr CL og FA cup. Mér fannst mjög margir þeirra sýna í fyrra veikleika undir lok tímabilsins sem áttu skylt við þreytu. Það hefði verið fínt að þeir hefðu haft í meiru að snúast, því satt að segja virkar prógrammið þeirra þannig að þeir misstíga sig varla nema í Liverpoolborg þangað sem þeir eiga eftir að koma tvisvar.

Reynsla er hitt. Reynsla af því að vera í slíkri stöðu skiptir máli og óháð því hver endirinn verður þá mun apríl og maí 2014 verða gríðarlegur áfangi á leið Rodgers með Liverpool. Mér finnst við hafa staðist þrjú ólík próf að undanförnu. Lenda tvisvar undir í Cardiff, berjast gegn varnarliði sem var mikill töggur í og síðan hafa pressuna á okkur um að ná toppsætinu. Við stóðumst þessi próf með mismiklum bravör, en stóðumst þau heldur betur.

Leikmannahópurinn okkar, hvernig er hann þegar við skoðum reynslu.

Mignolet er á nýjum stað, hann lenti í vanda í desember en hefur síðan þá tekið vel á sínum málum. Það er gríðarlega mikilvægt að hann haldi dampi, hann verður mjög mikilvægur í háloftabolta West Ham og mun hafa töluvert að gera í lykilleikjunum gegn City og CFC. Hann er vissulega óvissuþáttur en jákvæðar breytingar á frammistöðu hans að undanförnu vekja mér vonir.

Vörnin okkar virðist vera Johnson, Skrtel, Agger og Flanno. Þarna held ég að við séum ágætlega staddir að flestu leyti. Þeir þrír fyrstnefndu hafa allir unnið titla og eru öflugir landsliðsmenn. Ég held t.d. að ástæða þess að Sakho sést ekki oft núna og sennilega ekki fyrr en í maí sé nákvæmlega sú að Agger og Skrtel séu með meiri reynslu af aðstæðum í Englandi og við sáum að Sakho lenti í einstaka feilum í haust sem gera hann að erfiðum kosti í þeirri stöðu sem við erum í, þó mér persónulega finnist hann betri leikmaður í dag en Agger þá er sá danski varafyrirliði af einhverjum ástæðum, væntanlega andlegum.

Vinstri bakvarðarstaðan er orðin sú mikilvægasta allra hjá okkur. Þar er minnsta reynslan og á þann væng munu öll lið setja pressuna á okkur. Downing verður það um næstu helgi, Navas þar á eftir…Hazard kannski 27.apríl. Let’s face it, við erum öll stressuð. Flanno er greinilega sá sem Rodgers ætlar að treysta umfram “Prins Aly Cissokho”. Þó gæti ég séð það að Aly spili næstu helgi, einfaldlega sökum hæðar og líkamsburða. En á þessari leikstöðu gæti tímabilið ráðist, svoleiðis er það bara. Hins vegar höfum við nú unnið ágæta titla með skrýtnum vinstri bakvörðum (sjá mynd til hægri) og þar sem ég er sannfærður um að þjálfarateymið veit þetta eins vel og við þá verða ráðstafanir gerðar til að aðstoða vinstri vænginn okkar.

Gerrard þarf ekki að ræða. Hann hefur gríðarlegan andlegan styrk og er okkar mikilvægasti leikmaður til vors. Punktur. Allen, Hendo og Coutinho eru allir spurningamerki þegar að þessum þætti kemur. Allt eru þetta ungir menn sem hafa enga reynslu úr slíkum aðstæðum og því er spurning hvort að við sjáum Lucas Leiva koma inn í þessa jöfnu, t.d. í stóru leikjunum tveimur. Hann hefur sopið stærri fjöru en þeir, er yfirvegaður og gerir færri mistök en þeir. Vissulega skapar hann minna en solid leikmenn skila miklu í háspennuaðstæðum.

Sterling og Sturridge falla í flokk þeirra sem litla reynslu hafa úr háspennuaðstæðum. Þó að Sturridge hafi leikið fyrir stórlið þá var það sjaldnast í lykilhlutverki í leikjum og margt hefur verið skrafað um að hann sé ekki uppfullur af sjálfstrausti. Ég hef nú samt alla trú á því að gott gengi í vetur hjálpi honum, í bland við það að hann er að keppa um að verða striker nr. 1 hjá Englandi í Brasilíu. Sterling er að springa af sjálfstrausti þessa dagana, hann virðist sko heldur eiga hrokaskammt sem hann dælir vel út núna. Ég hef engar áhyggjur af honum.

Luis Suarez er ásamt Gerrard okkar mikilvægasti maður, hann er svo einbeittur í að vilja vinna að ekkert hræðir mig við hans frammistöðu, hann mun áfram raða mörkum og skapa endalaust með sinni vinnu. Ég held að það sé alveg á hreinu að ekkert skemmir fyrir Luis Suarez nema Luis Suarez sjálfur…auk þess sem hann vann titla með Ajax og hefur farið langt á HM með Úrúguay.

Þá er það Rodgers, sem er í sínu fyrsta háspennumómenti, þó vissulega Swansea sigur í playoffs hafi örugglega reynt á hann. Ég hins vegar tel mig sjá handbragð hans það mikið á liðinu að ég held að þar fari einbeittur og yfirvegaður einstaklingur sem nær til leikmanna sinna. Það verður hans fyrsta og síðasta verk fram til 11.maí að skynja spennustig leikmannanna og hvernig þeir eru að bregðast við því sem við erum að rífa í gang, meistaratitilsvonina.

Margir hafa eftir helgina stokkið á vagninn þann að Liverpool séu að verða meistarar. Skríbentar, þjálfarar annarra liða og hell yeah vinir mínir Unitedmenn telja liðið hafa sýnt um helgina að þeir hafi yfirstigið einhvern múr sem. þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af.

Það finnst mér ekki rangt. Hafandi verið sem leikmaður í stöðu sama eðlis þá veit ég að einföldustu verkefni geta farið í manns fínustu. Slök lið verða stór í manns augum, maður vill að leikurinn sé búinn með manns sigri áður en hann byrjar. Man enn FH tap í Kaplakrika gegn föllnu liði 1989 og vill ekki núa vini mínum um nasir þegar Framarar tóku meistaratitil af skemmtilegasta fótboltaliði ársins 2008 með því að vinna þá í Keflavík.

Það er nefnilega nóg eftir.

Nánar tiltekið 6 leikir sem þýðir 9 klukkustundir og 540 mínútur þar til að upp verður staðið.

Það er okkur öllum ljóst að leikmannahópurinn okkar er nógu góður til að spila þessar 540 mínútur á þann hátt að 18 stig náist í hús. En við vitum líka að leikmannahópurinn gæti alveg dottið í þá átt að 2 x 1 mínúta af “madness” í tveimur leikjum gæti þýtt einungis 12 stig í hús.

Það er rússibaninn sem er framundan. Við skulum njóta hans. Því við erum bara að sjá byrjun glæsts tímabils, um það er ég sannfærður!

Og taka frá rauðasta daginn í X mörg ár, þann 11.maí 2014!!!

50 Comments

 1. Ég er með tvennt alveg glorious handa ykkur. Síðara finnst mér of langt til að forsvaranlegt sé að líma það inn í eigin athugasemd, svo ég birti tengil.

  Fyrst þetta: http://www.liverpoolfc.com/video/latest-videos#17670

  Þetta er stórkostlegt. YNWA fyrir Spurs leikinn, hljóðvinnslan mætti þó vera betri! En sjáið látbragðið hjá Spurs leikmönnunum upp úr 1:45. Það má nánast lesa “Noooooope, líst engan veginn á þetta!” út úr því. Það kemur enginn óttalaus á Anfield úr þessu, svo mikið er víst.

  Næst eru svo hreint út sagt mögnuð skrif hjá E2K á RAWK. Þvílíkur og annar eins penni: http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=313034.msg12649203#msg12649203

  Þetta tímabil er búið að vera ferðalag sem mann fer að skorta lýsingarorð um. Náum við 18 stigum í viðbót? Ég gæti alveg trúað því upp á þetta lið! Vá! Burtséð frá hvernig þessu tímabili lýkur, er eitthvað stórt að gerast hjá Liverpool FC. Njótum þess í botn!

 2. Vann ekki Suarez Suður Ameríku keppnina líka með Uruguay? Minnir að hann hafi þar fengið gullskóinn og verið valin maður mótsins.

 3. Frabær pistill, thusund thakkir!!

  #1
  Ja, sammala med spurs fyrir leikinn. Tok eftir thessu i beinni og mer leid strax betur thegar eg sa angistarsvip theirra. Meira ad segja beygdi Soldaldo sig nidur og gle… Frekar taknrænt eitthvad 🙂

  Hvad vardar framhaldid ad tha er stadan einføld hja mer, eg get ekki hætt ad hugsa um lidid okkar og støduna. Dreymdi WH leikinn i nott og hann for illa. Er ekki berdreyminn!

  YNWA!

 4. Sælir félagar

  Skemmtilegar pælingar hjá Magga og ég hefi svo sem engu við að bæta nema þakka fyrir skemmtilegan pistil. Ég er eins og aðrir Púllarar nötrandi af spenningi fyrir hvern leik og maður hefur það marga fjöruna sopið að maður veit að stutt er milli hláturs og gráts. En hvað um það njótum meðan er, allan tímann.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Skemmtileg bið eftir hverjum einasta leik. Hver leikur eins og þeir gerast bestir, eins og þegar við mætum toppliði, útsláttarleikur í meistaradeild eða bikar o.s.frv.

  Það sem er alveg truflað í þessu er að ég á afmæli 11. maí!! WTF…vona það verði öðruvísi afmæli í ár..

 6. Þetta er svakalegt vídeó fyrir tottenham leikinn, best finnst mér þegar okkar menn eru að peppa hvorn annan upp í djöfulgang á meðan tottenham menn standa álútir í einum hnapp. Leikurinn er eiginlega búinn þarna áður en hann byrjaði í upphituninni undir glymjandi YNWA söng.

 7. Enn einn eðalpistillinn.

  Ég var einmitt að velta fyrir mér í gærkvöldi hveru tilbúið þetta lið væri í endasprettinn, endaspretturinn er jú sá mikilvægasti í langhlaupum og misstig getur kostað nokkur sæti.

  Meðalaldur byrjunarliðs Liverpool eins og það var í síðasta leik er 23,63 ár. Fáránlega ungt lið miðað við að það er að berjast um titilinn. Reynslulítið þegar að kemur að úrslitaleikjum, en á móti kemur að það er svo sem ekki leikjaálag og hefur ekki verið síðan um mitt tímabil.

  Leikmenn liðsins eru búnir að spila að meðaltali 4,36 tímabil fyrir liðið. Þess bera að geta að Gerrard rífur meðaltalið heilmikið upp, enda mikilvægasti leikmaðurinn.

  Þessir leikmenn hafa að meðaltali spilað 122 leiki fyrir liðið, flestir undir 100 leiki.

  Mignolet hefur unnið Belgísku 2. deildina.

  Glen Johnson hefur unnið Premier League (ekki viss um að hann hafi spilað eitthvað þó svo að hann var í hóp hjá Chelsea 2004-2005), League Cup tvisvar sinnum og FA cup einu sinni.

  Daniel Agger hefur unnið dönsku deildina, dönsku bikarkeppnina, FA bikarinn, League Cup og Community Shield ásamt því að hafa leikið úrslitaleik í CL.

  Martin Skrtel hefur unnið rússnesku deildina og League Cup.

  Flanagan hefur unnið League Cup fyrir Liverpool, kom örugglega lítið við sögu í keppninni, en hann hefur fengið smjörþefinn.

  Gerrard hefur unnið FA cup 2 sinnum, League Cup 3 sinnum, Community Shield 2 sinnum, Meistaradeildina, Evrópukeppnina og Ofurbikarinn 2 sinnum.

  Henderson hefur unnið League Cup.

  Coutinho hefur unnið brasilísku 2. deildina, ítalska bikarinn, ítalska ofurbikarinn og 2 stóra bikara með unglingalandsliðum Brasilíu.

  Sterling hefur ekki unnið neitt.

  Sturridge hefur unnið Premier League, FA cup 2 sinnum, Community Shield og Meistaradeildina.

  Suarez hefur unnið Úrúgvæsku deildina, Hollensku deildina, KNVB bikarinn, Johan Cruijff skjöldinn og Enska deildarbikarinn.

  Við sjáum að flestir leikmennirnir hafa fengið einhverja reynslu í úrslitaleikjum og þurft að standa undir pressu. Ég sé ekki að við ættum að hafa einhverjar áhyggjur af of miklu reynsluleysi fyrir endasprettinn. Þetta verður spennandi og ég ætla að njóta þess að horfa á töfluna á meðan hún er svona falleg.

  FORZA LIVERPOOL!

 8. #1 hahaha
  Þegar Soldado í myndbandinu hallar sér fram og þenur þarminn! Hann vissi uppá hár hvar Liverpool ætlaði að taka þá sem og gerðu.

  Ég ætla að halda áfram með að segja að við förum létt með næsta leik á meðan innra með mér skelf ég- það er að virka vel enn sem komið er- þori ekki að breyta

 9. Eg er búinn að vera að leita af miðum á siðasta heimaleik okkar manna 11 mai en það virðist vera mjög erfitt náði i einn sem hefur sambönd á flesta leiki á englandi hann sagði að miðinn væri að fara á 1000pund,,,,,,eitt að lokum við verðum Englansmeistara helgina áður á útivelli gegn Crystal Palace,,,,,, ÞAÐ ER BARA ÞANNIG Veeeeeiiiiii

 10. Alveg sama hvernig fer þá er þetta búið að vera frábært tímabil.

  Liðið að leika frábæran fótbolta, fullt af mörkum, leikmenn brosandi inná vellinum og Rodgers að breytta ágætu liði í frábært.

 11. Það er kominn tími til að við vinnum þessa deild.

  en maður getur ekki gert sér vonir fyrr en nær mai líður, maður er bara svo brendur frá liðnum árum, en fyrir þessa leiktíð gerði maður sér engar vonir um titilbaráttu en hun er núna staðreind, og fyrir þessa tíð hafði maður ekki trú á því að sumir leikmenn semáramót. riðið hafa upp á þessari leiktíð myndu gera það.

  reyndar voru augljós merki þess að þessi staða væri ekki fjarðlægur draumur þegar litið er á hve liðið var rísandi á síðustu leiktíð, sérstaklega eftir

 12. @ 1
  Elska neyðarfundinn sem Tottenham setu í gagn eftir YNWA lagið , þeir voru búnir að tapa áður en leikurinn byrjaði 😉
  Svo horfðu þeir á bekkinn og ætluðu að tala við stjóran en hann var hvergji sjáanlegur(fór uppí stúku) og held ég að þessir neyðarfundur var til þess að læra nöfnin á leikmönum því að það leit stundum út eins og þeir höfðu aldrei spilað saman.

  En án djóks þá finnum við að það er eitthvað mikið að gerast hjá Liverpool þessa dagana og þótt að við vinnum ekki deildinni í ár þá er liðið að taka RISSA stórt skref fram á við bæði innan og utan vallar.

  YNWA

 13. Líkt og þegar Shankly sagði “Liverpool was made for me and I was made for Liverpool.” Þá grunar mig sterklega að Rodgers fari bráðlega að geta sagt það sama.

  Ég fæ fiðring í magann í hvert skipti sem ég hugsa til þess að við virkilega eigum möguleika á titlinum. Komi sá dagur þann 11. maí næstkomandi myndi það troða sokk af stærstu og verst lyktandi gerð í ginið á þeim sem höfðu enga trú á okkar ástkæra liði.

  Megi gleðin halda áfram og megi næstu sex leikskýrslur vera lýsingar á hverjum sigrinum af fætur öðrum!

 14. Held að það sé rétt hjá Brendan að öll toppliðin muni tapa stigum. Spái sigri á Upton Park og eitthvað segir mér að eina stigið sem við töpum verði í jafntefli við Chelsea á Anfield.

 15. 1# þvílíkt móment alger snilld, bara gæsahúð 🙂 já og gaman að sjá angistina hjá spursurunum

  Þvílikur unaður að koma hér inn og lesa hvern gæðapistilinn eftir anna í nánast hverri viku, þetta eru hrein forréttindi að vera Liverpool maður að geta geingið að svona pennum. Það fær mann nánaast til að gleyma að við erum bara að spila einusinni í viku 🙂

  Takk kærlega fyrir mig og YNWA

 16. Þessi vetur er búinn að vera svo miklu, miklu skemmtilegri en hann hefði ella verið. Ég segi bara takk fyrir mig og vona að vorbónusinn verði gylltur ! Enda kominn tími á að skipta út plakatinu.

  Flottur Maggi, þið hafið alltaf verið flottir en eruð líka að toppa ykkur í ár 🙂

  [img]1989-1990.jpg.ashx.jpg[/img]

 17. Ég persónulega ætla mér að buffa Iago nokkurn Aspas ef við löndum ekki titlinum í vor, því að ég setti mig í samband við Rodgersinn í vikunni og hann sagðist hafa miklar áhyggjur af því að aspas mundi skemma fyrir liðinu.
  Hann er víst að leggja menn í einelti og sofandi hjá spússum leikmannana og er víst að reyna að draga móralinn niður. Skelfilegar fréttir af annars ágætum leikmanni.

 18. Tottenham eru eins og lömb sem eru komin í sláturhús í þessu vidoi ótaslegnir og ráðvilltir og vita ekki hvað bíður þeirra. En mín 5 cent í þessa ræðu er að við allir reynum að halda okkur á jörðinni og hlustum á Rodgers sem segir okkur eftir hvern leik að taka bara einn leik í einu.

 19. Sá einhver Real – Dortmund i gær? Svakalega fannst mér koma lítið út úr Henrikh Mkhitaryan.

 20. Engar áhyggjur. Ég er búinn að taka 11. maí frá. Raunar alla helgina. Verð í flugvél á föstudeginum, í matarboði með einhverjum gömlum Liverpool-manni á laugardagskvöldinu. Syng YNWA með 46.000 manns á sunnudeginum og þunnur í flugvél á leið heim á mánudeginum. Fyrsta skiptið á Anfield og ég ætla að sjá Kafteininn rífa dolluna á loft.

 21. þetta verður mjög erfiður leikur gegn west ham, en við erum búnir að hafa viku nánast til að undirbúa okkur undir hann. koma svo Liverpool!

 22. Það sást nú bara um síðustu helgi að það er ekki endilega betra að hafa fengið viku hvíld. Var ekki Chelsea búið að vera í viku pásu og töpuðu samt? Svo voru önnur lið sem voru að leika þriðja leikinn á 8 dögum og unnu samt…

  Annars er ég svona 99,99% viss um að Carrol á eftir að skora með skalla eftir kross frá Downing. Vona bara að SASASASASAS teymið okkar skori fleiri.

 23. Ég pæli ekki mikið í þessum tölum Maggi minn. Í hreinskilni sagt þá hugsa ég bara um næsta leik ! ! ! Það er bara ekkert flóknara en það. Meistaradeildarsæti er innan seilingar, en auðvitað viljum við enda sem efst í töflunni, og toppsætið er möguleiki. Það er algjör sæla að það sé raunveruleikinn núna í byrjun apríl, og sex leikir eftir.

  Næsta hindrun er west ham, með leikaferð “big Sam” . Kýla boltann á kollinn á Carrol, og hann skallar að marki, eða þá Downing gefur fyrir á Carrol og hann skallar á mark. Ég vill minna Magga á að west ham mætti á brúnna til þess að ná í stig og þeim tókst það með því að pakka í vörn. Það sama gæti gerst á móti Liverpool, en ég held bara að við séum með 100 sinnum betri framlínu en celski.

  Næst er það allavega west ham, með herkúlesar fótbolta á móti besta sóknarliði Evrópu í dag. Megi fegurðin vinna á sunnudaginn, fótboltans vegna !

 24. Hvernig er það kæru síðustjórnendur, er ekki kop.is búin að slá öll fyrri aðsóknarmet í ár? Væri forvitnilegt að vita stöðuna á því og hvort að aðsóknin verði meiri þegar vel á gengur og vice versa.

 25. Daníel#27:

  Ég held að Mourinho hafi bara verið alltof “cocky” fyrir þennan leik og bara gefið skít í Crystal Palace, illa undibúið Chelsea lið á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu. Ef að Chelsea hefði átt leik gegn Spurs eða Everton hefði þessi viku-undirbúningur nýst mun betur, reikna ég með.

  Motormouth er bara að tapa sínu eigin sálfræðistríði.

 26. Ég var að lesa að Romelu Lukaku væri jafnvel falur næsta sumar og Tottenham væri að spá í honum. Það er framherji sem ég væri til í að bjóða slatta í til að fá til Liverpool. Hvort Móri myndi selja hann til okkar er annað mál en afhverju ekki okkar ef Tottenham er í myndinni ? plús að við verðum í meistaradeild en ekki endilega spursarar.

 27. það er reyndar utaf fyrir sig lögreglumál af hverju motormouth notar ekki Lukaku sjalfur enda þeirra langbesti framherji, það var lika vitað i fyrrasumar þegar hann lanaði hann enda hafði Lukaku verið þeirra besti leikmaður a undirbuningstimabilinu.

  ef þeir ætla ekki að nota Lukaku þa held eg að Chelsea lati hann ekki innan Englands en auðvitað væri eg alveg til i að fa drenginn til okkar ef einhver kostur væri a þvi…

 28. Frábær pistill!!
  Maður er kominn með blóðbragð í munninn! 6 úrslitaleikir eftir og fyrsta verkefni er að ryðja úr vegi manni sem er ekki ofarlega á vinsældarlista mínum “stóra” Sam.

  Ég hló að þessu og fagnaði með þegar þeir tóku stig af chelsea:
  http://youtu.be/WZRROPz2n5o?t=32s

  En það er klárt mál að við eigum von á sömu leiðindar meðferðinni.
  Sem betur fer erum við með lið sem getur stútað leikjum á sjálfstraustinu einu 🙂

  YNWA!

 29. SOS-MADAY-MADAY!!

  Sælir félagar, við erum átta gallharðir að fara á Anfield Road þann 11. maí. Við vorum svo lánsamir að kaupa miðana fyrir United leikinn á Old Traford, eftir þann leik varð miklihvellur í miðasölunni og erfitt að fá miða. Það vantar hins vegar einn miða því það bættist einn við ( daginn eftir ). Ef þið getið eitthvað aðstoðað mig þá væri ég “afar, afar” þakklátur. Sá hinn níundi er búinn að bóka allt nema blessaða blaðsnepilinn sem hleypir honum inn á Anfield Road. Can U help me ?

 30. Hann hefði sennilega átt að kaupa miðann fyrst.. þar sem það er löngu orðið uppselt

 31. Löngu uppselt á leikinn og miðaverð á svartamarkaði á 1500 pund(300 þúsund, en það er reyndar vel þessi virði ) 🙂

 32. #38 Haukur Guð.

  Sæll Haukur, er hann falur ? Ætla svo sem ekki að standa í þessu meira hérna frekar en ég er með síma 820-6010 ef einhver er svo óheppinn að sjá sér ekki fært að fara. Eða getur bent mér á eitthvað ótrúlegt. Vegleg greiðsla í boði.

  Það hefur verið beðið til Guðs, kannski Haukur Guð svari kallinu ?

 33. Mér sýnist leikurinn vera settur kl. 16.00 að breskum tíma sem þýðir væntanlega 15.00 hjá okkur. Passar það ekki?

 34. Rétt Tryggvi og takk fyrir ábendinguna. Er búinn að laga þetta og er farinn í að finna út hver setti þetta inn, hann verður bæði rekinn og skotinn, í þessari röð 🙂

 35. Já þessi spjallþráður hefur þróast út í allt annað en pistilinn hans Magga. Það er kannski út af transinum sem við erum komin í.

  Ég sé þetta á svipaðan hátt og Brendan Rodgers. Ef við náum að vinna næsta leik, gegn West Ham, þá er einni grýlunni færra. Þar á eftir er það stórleikurinn gegn Man City sem þarf líka að vinnast. Norwich úti gæti verið snúið en eftir hann er það Chelsea heima, sem þarf að vinnast líka. Ef þessir fjórir ganga upp, verðum við með pálmann í höndunum og vinnum deildina.

  Varðandi leikmannahópinn þá er engum blöðum um það að fletta að pressan gæti bitið í hælana og dregið úr þeim. Liðið er reynslulítið miðað við hin tvö, þjálfarinn er reynslulítill og liðið er ótrúlega ungt. Líkt og Maggi segir þá verða 2-3 leikmenn sem munu draga vagninn, ég held að þeir heiti Gerrard, Suarez og Agger. Þetta er svona mentally sterkustu leikmenn liðsins. Síðan er það rétt sem nefnt er að Sturridge og Sterling eru svona týpur sem láta hávaðann í kringum sig ekkert hafa áhrif á sig. Nema þá til góðs.

  Þess vegna verður ómögulegt að spá fyrir um þetta, ég er enn ekki á því að við séum með sigurstranglegasta liðið. Mourinho og hans menn í Chelsea hljóta að vera sigurstranglegri svo ég tala nú ekki um Man City. Leikjaálagið mun hafa einhver jöfnunaráhrif en ég sé samt þriðja sætið enn sem líklegasta kostinn.

  En ég læt mig samt dreyma…

 36. NEI miðinn minn er ekki falur förum 4 saman
  sjáumst á ALBERTS PUP 3,tímum fyrir leik.
  YNWA

 37. Smá off-topic, En mér finnst að Liverpool eigi að “retire-a” tölurnar 96, 23 og svo 8 eftir að Gerrard hættir.. það er að segja ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

 38. #44. Þá ætti að vera búið að hengja 9 og 7 líka uppí rjáfur. Sammála hinsvegar að það ætti að “retire-a” 96.

 39. Ætli “kaupin” á King Kolo séu loksins að fara skila sér. Þar er maður sem kann að vinna titla og hefur unnið þennan sem við erum að sækjast í. Það sem ég held að hann muni vera drjúgur fyrir okkur á æfingasvæðinu og í klefanum í þessum 6 erfiðu úrslitaleikjum sem eftir eru.

 40. Nr. 42

  Tekur því ekki að gera opinn þráð fram að upphitun og því látum við umræðuna bara lifa hér.

 41. Comment nr 25

  Þú hefðir átt að bóka flug daginn eftir því það verður rútuferð í gegnum borgina á mánudeginum með öllu liðinu og allir í rauðu úti á götu eins og eftir meistaradeildar leikinn fræga!

 42. “En fyrst og fremst snýst hún um að verjast mistökum.”
  Er svo innilega alls ekki sammála þessu! Þú verður að gefa leikmönnum frelsi til að GERA mistök og læra af þeim, þeir ungu eru að fá tækifæri til að spreyta sig án þess að verða dæmdir af einum eða tvennum mistökum. Sumir leikmenn eins og Gerrard hafa það í sér að halda áfram þrátt fyrir að fá á sig gagnrýni, aðrir ekki. Undir þeim kringumstæðum kemur stjórinn sterkur inn og peppar upp þá ungu sem hafa ekki nógu sterka sjálfsmynd.
  Margir tala um Suarez, Gerrard og Sturridge sem lykilmenn en að mínu mati er lykilatiðið í þessu öllu sú áhersla sem hefur verið lögð á liðsheildina. Ég hef séð mörg viðtöl við bæði leikmenn og stjóra og alltaf kemur inn þessi frasi “team effort”. Þetta er meira en frasi, Rodgers hefur náð að koma þessu inn í hugarfarið hjá leikmönnum. Þetta er það sem skiptir máli.
  Annars hef ég mest notið þess í vetur að sjá mitt lið spila fáránlega skemmtilegan fótbolta og oftar en ekki náð góðum úrslitum. Fyrir það er ég gríðarlega ánægður og stoltur stuðningsmaður.

  Stöndum saman. YNWA!

 43. Af hverju má Liverpool ekki spila á laugardögum. Síðasti laugardags leikinn var færður a mánudag http://liverpool.is/News/Item/16841 þannig að átta síðust leikir okkar manna verða ekki á laugardögum.

  Af hverju harar fa (vísvitandi litlir stærir) Liverpool

Aprílgabbið!

West Ham á morgun