Tottenham á sunnudaginn / Breskir þjálfarar

Eins og stundum áður þá ætla ég ekki að gera alveg hefðbundna upphitun. Þið getið skrollað neðar í færsluna ef þið viljið aðeins lesa hefðbundna upphitun.


Liverpool er loksins að jafna sig á Hicks og Gillett tímanum og fyrsta verk er að ná liðunum fyrir ofan okkur (á síðasta tímabili). Það hefur tekist með Tottenham sem fyrir mót var töluvert óskrifað blað og veturinn hjá þeim hefur farið eins og margir Liverpool menn óskuðu sér. Eins höfum við tekið framúr Man Utd svo um munar og reyndar virðumst við ætla að ná að leiðrétta þetta Everton grín frá sl. tveimur tímabilum.

Eitt eigum við sameiginlegt með Man Utd og Tottenham, það er að öll lið eru með breska þjálfara sem allir eru óreyndir á því leveli sem þeir eru að spila á núna. Rodgers er á sínu öðru tímabili með Liverpool og þriðja í úrvalsdeild, Sherwood var góður leikmaður og mikill leiðtogi sem hefur starfað við þjálfun eftir að ferlinum lauk og fékk stóra tækifærið í desember. Sir David Moyes hefur mesta reynslu af þeim þremur en fékk eitt stærsta starfið í boltanum að mjög miklu leiti út á það hvar vegabréfið hans er gefið út.

The Tomkins Times er langbesta fótboltasíða sem internetið hefur upp á að bjóða (fyrir utan kop.is) og æðsti strumpur þar, Paul Tomkins skrifaði grein sem er öllum opin um breska þjálfara og afhverju hann skuldaði Rodgers smá afsökunarbeiðni. Þessi grein ásamt skoðunum hans á hugsun breta þegar kemur að þjálfun er svo góð að ég var næstum búinn að kinka kollinum af mér. (Án gríns þetta er mánaðarlegur 700 kall sem maður sér ekki eftir)

Þar sem þjálfarar Livepool og Tottenham eru báðir breskir langar mig að skoða þessa færslu Tomkins mun nánar. Sherwood hefur ekki fengið mikinn tíma til að sanna sig en virkar við fyrstu sýn eins og ungur Harry Redknapp á meðan Rodgers er að blanda sér í allt annan hóp sem að nánast öllu leiti er ekki frá Bretlandseyjum. Kem að því síðar.

Tomkins hefur ekki átt í neinu basli með að færa rök fyrir efasemdum sínum gagnvart breskum þjálfurum og þjóðernis hugsunarhætti þeirra þegar kemur að fótbolta. Ég hef tekið undir með honum í mörg ár og sumar mannaráðningar sem við sjáum í efstu deild eru beinlínis fáránlegar. Roy Hodgson til Liverpool er þar efst í fjóshaugnum einungis út á það að eiga starfið skilið og að vera enskur með notað vegabréf. Hann var beinlínis ráðinn til að rétta skútuna af í þeim ólgusjó sem félagið var (lesist vera þægari en maðurinn á undan eða einhver annar alvöru stjóri).


Þrátt fyrir mun minni reynslu í boltanum höfðum við flest ekki sömu tortryggni gagnvart Brendan Rodgers og eigum nokkra pistla hér á kop.is til að sanna það. Hann var samt ekki búinn að gera neitt í boltanum til að öðlast blida trú okkar og byrjaði satt að segja ekkert frábærlega. Liðið var samt ekki að spila neitt hræðilega lengst af og maður gat alveg séð framfarir, hann tók líka öfugt við Moyes við liði sem var að spila mjög illa í deild árið áður.

The second half of last season provided real encouragement; if a manager offers nothing but chaos and desperation throughout his first full season, he’s probably not going to turn it around with time. Time is only likely to further eradicate any credibility the players saw in him, if they saw any to start with. Benefit of the doubt will be afforded on past achievements; unless, of course, the manager is particularly convincing – nay inspiring – with his words. The better the players, the less leeway they will give to someone who isn’t up to the task.

Rodgers hefur klárlega tikkað í öll boxin þarna og bestu leikmann liðsins tóku honum mjög vel frá byrjun og sáu líklega mun fyrr en við hvað í hann væri spunnið. Eftir áramót og með góðum leikmannakaupum stórbatnaði leikur liðsins og Tomkins útskýrir ágtlega afhverju hann óttaðist að þetta væri smá falskur árangur

My only issue with the turnaround under Rodgers that began last January, coinciding with the arrival of Daniel Sturridge and Philippe Coutinho, was that it came when Liverpool were in a kind of low-pressure no-man’s land, safely around 7th spot; the kind of position the club was getting used to. The hardest thing in football is to be brave, and to play your game, when the pressure is really on. Often home games against ‘weak’ opposition are the hardest, particularly if they’re up for a fight, as 0-0 after 10 minutes already doesn’t feel good enough.

Árið 2007 lenti félagið í sögulega röngum höndum og eignarhald þeirra setti félagið á hnén, skrúfaði fyrir mjög spennandi uppgang liðsins og tafði okkur um þessi 5 ár. Núna loksins virðumst við vera að koma aðeins til baka. Grein Tomkins gjörsamlega jarðar stjóraskipti Hicks og Gillett, ekki að það hafi beint þurft.

Head back a decade, to 2004, and many in the media wanted Liverpool to appoint Alan Curbishley or Martin O’Neill, whereas in truth the choice came down to Rafa Benítez, who was chosen, or Jose Mourinho, who lost out. Once you take nationality out of the equation you needn’t be blinded to the difference between true winners and also-rans. Two have won pretty much everything going – managers who are perennials in the Champions League at various different clubs; the other two are British.

The problem becomes one of British bosses “deserving” jobs, according to their allies. A month or two ago on Sky, Gordon Strachan said that British managers getting good jobs is “what we want to see”. But who wants to see that? Other British managers? Of course, it’s in their interests. The British media? Again, of course, with patriotism still a blinding light in a lot of football coverage, and the friendships some in the media engender with managers who’ll take them out for a drink.

Only last week I highlighted Clive Tyldesley and Andy Townsend talking about how they’d like to see Tim Sherwood remain at Spurs, based on little evidence of his talents as a manager. He deserves it, he has the right character, and so on. It’s hard to imagine anyone saying that about a foreign boss, as we expect so much more than the basics of being a good football bloke. This week Roy Keane said David Moyes “deserves time”. On what grounds? To what end?

Amen! Hversu hressilega er hægt að dauðrota?

Fyrir mér er Sherwood nýr Redknapp, hann virðist vera sóknarsinnaður og ágætur þjálfari en alveg 100% breskur og ég efa að hann hafi farið lengra til útlanda en á Spán í sumarfrí. Hann er reyndar aldrei að fara verða lengur stjóri Spurs heldur en í mesta lagi út þetta tímabil eða þar til þeir finna nýjan stjóra. Hann tók við af AVB sem er nú umdeildur hér á kop.is sem og annarsstaðar, ekki hefur hann bætt árangur liðsins og ég efa að hann hafi sterkari grunn en AVB í þjálfun. Orðum þetta svona ég tippa á að AVB verði ennþá þekkt nafn í þjálfaraheiminum eftir 5 ár á meðan Sherwood verður í neðri deildum á Englandi.

Þó ekki alveg “Hver þarf Villas Boas þegar hann hefur Tim Sherwood” 🙂

Fyrir Liverpool held ég að það hafi verið stórgott að Spurs hafi ekki gefið AVB tíma til að láta 6-8 nýja leikmenn ná saman á hálfu ári, panikkað og ráðið ungan breskan stjóra með enga reynslu af þjálfun á þessu leveli. Við erum a.m.k. 12 stigum og 45 mörkum á undan þeim þegar 7 leikir eru eftir. Þegar tímabilið var hálfnað 29.desember var munurinn á liðunum heil 2 stig. Hann var 11 stig í fyrra.

Manchester og Tottenham, fyrir alla muni hlustið á bresku pressuna og takið því rólega.

This is supposed to be the best league in the world; certainly if you listen to those who pay so much to broadcast it. With Alex Ferguson now retired, how many great British managers are there around? Why limit yourself to one small, infamously insular island, when there’s nothing in the rules to force such an approach?

Even if dozens of top British managers were working right now, you’re still choosing from a nation of 60m, when the rest of the world comprises seven billion.

Pressan í Englandi er ekkert öðruvísi en í öðrum löndum, þjálfarar og fjölmiðlar vilja sá heimamenn í meirihluta og tortryggja mjög það sem kemur annarsstaðar að. Kröfurnar til útlendinga eru miklu meiri. Mögulega fylgjumst við bara svona mikið meira með enska boltanum en öðrum deildum en það er ljóst að leikmannamarkaðurinn er allur heimurinn og öll lið á hæsta leveli hafa leikmenn frá mörgum mismunandi löndum, það er því eðlilegt að ætla að sami markaður eigi við þegar kemur að því að ráða þjálfara. Bestu liðin vilja ráða besta stjórann úr þessum 7 milljarða potti sem heimurinn er frekar en þessum 60m sem Bretlandseyjar eru. Svo ég noti orð Brendan Rodgers, þetta er einföld stærðfræði.

Það er auðvitað ekki jafn mikið hitamál fyrir okkur hérna í öðru landi hvort stjóri Liverpool sé breskur eða ekki en ég get alveg tekið undir það með bretum að það er skemmtilegra þegar liðið er með fleiri heimamenn heldur en færri, tala nú ekki um ef leikmmennirnir koma frá sama svæði og þekkja þá persónulega sem mæta á völlinn og hafa stutt liðið alla ævi. Þannig er þetta allsstaðar og nauðsynlegt að halda þessu upp að vissu marki, reglur um kvóta og annað tryggja það líka í flelstum löndum. En hjá risafélögum eins við horfum á í enska boltanum trompar árangur heimamenn alltaf og áhugi á heimamönnum er enginn ef þeir eru ekki jafn góðir og þeir sem keyptir eru annarsstaðar. Spyrjið bara United menn út í Tom Cleverley og Danny Welbeck.

Brendan Rodgers ætti að falla mjög vel í kramið hjá báðum hópum, þeim sem vilja breta eða heimamenn og eins þá sem vilja það besta sama hvaðan það kemur. Það er ekki hægt að saka hann um að vilja bara spila bretum þó kjarninn í liði hans nú sé breskur og hann var það líka hjá Swansea, samt spilaði liðið mjög evrópskan bolta.

Tomkins tók gott dæmi um þá menn sem hann losaði sig við eins og skot

Despite his desire to foster home-grown talents, he hasn’t populated his team with typical English players. Stewart Downing and Andy Carroll were anglo archetypes, and they didn’t last long. Charlie Adam has a sweet left-foot, which should have marked him out as potentially special for these shores, but somehow he used it in a depressingly British way; he could at times pass like Alonso, but he didn’t think like Alonso.

Þessir leikmenn fór annarsvegar til Sam Allardyce og hinsvegar Tony Pulis sem nú hefur verið leystur af hólmi, af Mark Hughes. Mikið meira típískan breskan fótbolta færðu ekki. Þeir passa allir fínt í þau lið.

The one big English signing made during the Rodgers/transfer committee era is Daniel Sturridge: quite simply the most skilful English goalscoring centre-forward I can ever recall seeing. He has the pace and skill of a winger, but with the finishing (and greediness) of a master marksman. His touch is sublime, his feet a blur of swift movement as he glides past defenders. Meanwhile, his goalscoring record bears comparison with Ian Rush at his best, albeit over a much shorter period of time.

Rodgers, with his broader horizons, is proving that British managers should not be ignored, and that English players can play an exciting, technical game; although my issue has always been that they should never be chosen because of the strange notion that British is automatically better. There may be quotas to meet with players, but otherwise, go for the best. If you listed the top 30 managers working in football today, nearly all would be foreigners. The best thing Brendan Rodgers has done this season is put himself into that category.

Sir David Moyes fékk meistarana frá því í fyrra, keypti sinn aðalmann frá Everton á 27m. Fékk Zaha í arf á ca. 15m og Janusaj sem er eitt mesta efnið í boltanum í dag kom inn í liðið með látum. Ofan á þetta kom Mata á 37m punda. Eldgamall Paul Scholes hætti. Okkar maður er ekki í þessum topp 30 manna hópi þjálfara. Ekki Tim Sherwood heldur. Hvað þorið þið að leggja undir að þeir komist í þennan hóp m.v. þeirra bakgrunn? Ég er ekki að útiloka neitt og báðir eru hjá liðum með mannskap og fjárráð til að komast í þennan hóp, en nei ég ætla ekki að veðja á þá.

Líkt og við munum frá Hodgson áður hefur ekki vantað afsakanirnar og hér er nýjasta útspilið

Roy Hodgson má eiga það að hann var búinn að vera á interrail í Evrópu í mörg ár áður en hann sneri aftur til Englands. Hann fór frá Englandi eftir að honum tókst að láta Blackburn sem þá höfðu nýlega unnið deildina falla um deild. Hann var reyndar farinn þegar þeir féllu og Brian Kidd tók á sig sökina þrátt fyrir að hafa aðeins bætt gengi liðsins. M.v. núvirði væri þetta Blackburn lið það dýrasta sem fallið hefur um deild.

Evróputúr Hodgson lagaði orðspor hans á endanum og hann sneri aftur og stjórnar nú enska landsliðinu, nei í alvöru, hann er landsliðsþjálfari.

Hodgson skoðar heiminn

Steve McClaren gerði svipaða hluti þó hann sé reyndar að öllum líkindum töluvert betri stjóri en Hodgson og mun víðsýnni. Hann tók líka við landsliðinu en skeit hátt upp á bak. Tomkins moppar gólfið með öllum góðu ensku þjálfurunum sem stjórnað hafa landsliðinu vs þessum vondu útlendingum sem vissu ekki rassgat.

At least Hodgson had a passport. Perhaps the fact that he’d travelled allowed his allies to overhype his abilities, although fair play to him for going overseas. Schteve McClaren rehabilitated his reputation abroad, and again, I respect that.

Everyone can be proudly patriotic that Hodgson has won 56% of his games for the Three Lions, whereas nasty foreigner Fabio Capello could only manage 67%, and even silly Swede Sven racked up 60%. Indeed, since the cultured (but disabled-damning) Glenn Hoddle was sacked with a 61% win rate in the late ‘90s, the three successive English managers average out at a dismal 49%; the two overseas bosses, clearly not understanding what the job means, come in at 64%.

Hugsið nú til þess að a.m.k. helmingur landsleikja Englendinga er gegn mun minni þjóðum og töluvert verri leikmannahópum, 49% árángur er ævintýralega lélegt. Enska knattspyrnusambandið fékk það samt út að best væri að reka Capello og ráða Hodgson. Einmitt.

Yfirferðina yfir pistil Tomkins ætla ég svo að enda á Sir David Moyes. Hann er að gera framúrskarandi hluti með United og flest okkar getum tengt all svakalega við þann tíma sem við afplánuðum undir stjórn Hodgson. Tomkins bendir þó á mun betra dæmi úr sögu Liverpool sem er þegar maður hugsar út í það copy/paste frá því þegar hjólin fóru undan vagninum hjá Liverpool.

In 1991, Graeme Souness found himself in a similar situation to Moyes. After a 2-0 away defeat in Europe his side turned it round 3-0 at Anfield – against French side Auxerre – but by then his team had fallen from title-challengers to the 6th-best side in the land. We all know that all he needed was time – hell, he deserved it – which he was given … to finish 6th again, and then 8th.

Souness was given a relative fortune to spend, and much of it went on Dean Saunders, Paul Stewart, Mark Wright, Nigel Clough and Neil Ruddock; fees for individual players that correlate closely, after TPI football inflation, with the £27m spent on Marouane Fellaini. (The average Premier League transfer fee is roughly ten times higher than it was in 1992; in other words, that’s over £100m on five players there. A £2.5m player then is a £25m player now.)

Please, for the sake of English football, no more ship-steadiers (unless they’re at Manchester United). They might be more explosive, and trickier to handle, but boat-rockers are the ones who win things.

Souness var ekkert vitlaus hugmynd sem stjóri þegar hann var ráðinn, hann bara fékk allt of mikinn tíma, því hann átti það jú skilið.

Fyrir alla muni gefið Sir David Moyes meiri tíma, mig grunar að það séu fleiri dæmi um svonalagað heldur en hvernig Ferguson náði að snúa gegni United við fyrir 25 árum. Hann var þó, öfugt við Moyes búinn að ná frábærum árangri í heimalandi sínu og í evrópukeppni.

Eins og með Sherwood sé ég ekki hvernig Moyes á að fá meiri tíma með United liðið og hvað þá smekkfullt veski til leikmannakaupa, sama hvað hver segir núna bara trúi ég því ekki. Eigendur United hafa meiri völd en Charlton og Ferguson og það er ekki séns að þeir sitji lengi aðgerðarlausir. Aðdáendur United eru þegar byrjaðir að láta óánægju sína í ljós og plana núna að fljúga með “Wrong One – Moyes Out” borða yfir Old Trafford á leikdegi.

Stuðningsmenn Liverpool ætla reyndar að svara með annarri og flottari flugvél
Moyesin

Vonandi er þetta hliðarspor frá venjulegri upphitun fyrirgefið. Þetta er beint og óbeint um þjálfara bæði Liverpool og Tottenham.


Þá að venjulegri uppphitun.

Umræðan um sigurinn gegn Sunderland held ég að sé aðeins á villigötum, jú þetta var ekki okkar besta spilamennska og sigurinn var ekki nægjanlega sannfærandi í restina en undanfarnar vikur hafa brenglað öll viðmið hressilega og satt að segja var ég orðinn verulega smeykur yfir kokhreysti fyrir þennan leik.

Sunderland er fyrsta liðið í þó nokkurn tíma sem mætir okkur með það leikplan að pakka í vörn og leggja upp með að ná a.m.k. í stigið, sannkallað Ultra Tony Pulis Style. Þeir voru með fimm varnarmenn og tvo góða djúpa varnarmiðjumenn, grófa djöfla sem geta pirrað líftóruna úr andstæðingnum. Upp á toppi voru svo tveir stórir menn með það eitt hlutverk að halda boltanum sem var bombað fram í hvert einasta skipti sem leikmenn Sunderland komust í tæri við hann.

Lið sem stilla svona upp tapa mjög sjaldan stórt, þessi lið hafa verið helsta vandamál Liverpool í svona 15-20 ár og það að liðið okkar sé þó að finna leiðir í gegnum þau núna eru meira en frábærar fréttir. Roy Evans var með lið sem gat brotið svona varnarmúr á bak aftur en hans lið gátu hinsvegar aldrei varist hinumegin, kunnuglegt vandamál. Houllier stillti oftar ekki sjálfur liðinu svona upp. Benitez sótti oftast á of fáum leikmönnum gegn litlu liðunum og gerði ansi mörg jafntefli í svona leikjum. Hodgson og Dalglish bættu þetta ekki neitt heldur nema síður sé. Auðvitað unnum við líka leiki gegn svona liðum en mikið óskaplega er oft erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Það eru þessir leikir sem eru mesta áhyggjuefnið fyrir okkar menn, lið sem koma út og sækja á okkur er oftar en ekki gjörsamlega slátrað.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef illan bifur á heimsókn okkar til West Ham og Sam Allardyce eða Crystal Palace og Tony Pulis. Af sömu ástæðu óttast ég mest heimsókn Chelsea og Jose Mourinho sem spilar ekki svo ýkja ósvipaðan bolta gegn stóru liðunum.

Arsenal, Everton, Swansea, Southamton, United og upp að vissu marki Cardiff komu öll út og mættu okkar mönnum og reyndu að spila fótbolta. Þau fengu öll 3-6 mörk á sig gegn Liverpool og máttu vera nokkuð lukkulega með bara það.

W.B.A, Aston Villa og Fulham gerðu það ekki og við lentum í mjög miklu basli með þau öll, skoruðum bara 2-3 mörk í þeim leikjum. Lið sem hafa þess á milli ekki getað blautan í vetur.

Rodgers var mjög seinn að bregðast við skiptingum Sunderland og gerði það illa. Þeir komust inn í leikinn og fengu trú á verkefninu þrátt fyrir að vera 0-2 undir á Anfield og með fjóra tapleiki á bakinu. Það er ekki nógu gott en þó er það góðs viti að liðið náði að brjóta varnarmúr þeirra niður og var að yfirspila þá í 70 af 90 mínútum leiksins.

Brendan Rodgers sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn og tæklaði það eins og vanalega óaðfinnanlega. Hann kom inná að hann væri ekkert ósáttur við Sunderland leikinn og sagði sína menn hafa átt þann leik nánast alveg, svo var t.a.m. vel gert að svara rugli Poyet eftir leik. Rugli hans um að liðið væri um miðja deild án Suarez.

Rodgers

Blaðamannafundir Rodgers sýna reyndar kostinn við að hafa breskan stjóra enda maðurinn mjög öflugur fyrir framan míkrafón. Eitthvað sem enginn af fyrrum stjórum Liverpool hafa tæklað vel nánast síðan Shankly og Paisley voru stjórar liðsins. Dalglish er winner en enginn aðdáandi fjölmiðla.

Liverpool

Byrjunarliðið hefur verið það sama undanfarið og óhætt að segja að maður búist ekki við miklum breytingum. Þetta er reyndar þriðji leikur liðsins á átta dögum og síðasta leikjaálag vetursins.

Mig grunar að Rodgers stilli upp sama liði í þessum leik nema að Sterling kemur inn fyrir Coutinho eða Allen. Eins óttast ég smá að hann haldi sig við tígulmiðjuna áfram. Langar að sjá kantana nýtta gegn Kyle Naughton og öðrum varnarmönnum Spurs. Þar er þeirra veikleiki og þannig unnum við þá síðast.

Liverpool

Ef ég mætti ráða kæmi Sakho inn fyrir Agger í þessum leik, sérstaklega ef Adebayor er heill og eins hefur Flanagan ekki heillað mig gegn Cardiff og Sunderland, fyrir hann eigum við frábæran kost sem hleypir engum framhjá sér, kostur gegn kantmönnum Tottenham.

Síðsti leikur held ég að hafi togað ansi marga aftur nær jörðu, það að vinna Tottenham er ekkert formsatriði neitt og 0-5 sigurinn á White Harte Lane gefur ekkert núna nema þá kannski leikmönnum Tottenham aukinn kraft.

Sjö síðustu leikir liðanna hafa endað þannig að Liverpool vann tvo þeirra, einn endað með jafntefli og fjórir hafa tapast. Hafa ber í huga að þeir voru sterkari en við fyrirfram í flestum þessara leikja og á mun betra run-i. Síðustu þrjár viðureignir á Anfield hafa endað með sitthvorum sigrnum og einu jafntefli. Af 21 stigi mögulegu höfum við náð í aðeins 7 stig. Af 9 stigum mögulegum á Anfield höfum við náð í aðeins 4 stig. Vond tölfræði það í ljósi þess að Tottenham hefur bara sex sinnum unnið á Anfield í sögunni.

En já, við unnum fyrri leikinn á þessu tímabili 0-5 og sá sigur var síst of stór. Svo illa fór það í stjórnarmenn Tottenham að AVB var rekinn eftir leik.

Tottenham

Tottenham er með besta árangur allra liða á útivelli í vetur, 60%. Þeir hafa fengið 29 stig úr 16 leikjum á útivelli. Varnarleikurinn hefur líka lengst af verið fínn hjá þeim, liðið hefur fengið á sig 40 mörk en 21 af þeim komu gegn Liverpool (0-5), Chelsea (1-1 og 0-4) og City (0-6 og 1-5). Tólf sinnum hefur liðið haldið hreinu í vetur. Þeir eru ekki ósvipaðir Arsenal hvað þetta varðar, geta tapað afar illa gegn toppliðunum en vinna mjög mikið af liðunum fyrir neðan.

Höfum í huga að þegar Liverpool vann þá í fyrri leiknum var Gerrard meiddur og maðurinn sem nú er afskrifaður sem ofmetinn og lélegur (af einstaka lesanda) var á miðjunni í hans stað ásamt Allen og Henderson. Pressa þeirra kálaði Tottenham. Daniel Sturridge var einnig meiddur og sóknin því með þá Coutinho, Suarez og Sterling. Jon Flanagan var að spila í vinstri bakverði, eitthvað sem við höfðum að ég held ekki séð áður og Sakho var með Skrtel í vörninni. Fyrir leik var Henderson meira að segja tæpur.

Talandi um Lucas þá hefur Gerrard heldur betur tekið af honum stöðuna og Rodgers var reyndar byrjaður að leggja drög að þessu áður en hann meiddist, með að spila Lucas fyrir framan Gerrard. Þeir hafa btw. ekki spilað vel saman í vetur en geta skýlt sig bak við að Rodgers var mikið að prufa sig áfram í upphafi tímabilsins.

Gerrard má annars alls ekki fá spjald í þessum leik, geri hann það er hann kominn með tíu spjöld og fer í tveggja leikja bann (West Ham og Man City). Sleppi hann í þessum leik sleppur hann hinsvegar þar sem spjöldin núllast einhverra hluta vegna út eftir mánaðarmótin.

Hjá Tottenham eru smá meiðsli, Kyle Walker er tæpur vegna nárameiðsla, Emmanuel Adebayor er með skurð á hælnum og ekki víst að hvort hann nái þessum leik en þó líklegt, Etienne Capoue, Erik Lamela og Vlad Chiriches eru líka frá en væru líklega ekki í liðinu hvort eð er.

Sherwood var brattur á blaðamannafundi fyrir leik og sagði þetta um fyrri leik liðanna

“We’re very positive going into it. It’s a long time since that game and it’s one of the games that has scarred us, but we have to put it in the past now and move on.

“We’ve got seven games now to pick up as many points as we possibly can. It would be a huge lift to us if we go to a team who are challenging for the title and get maximum points.”

Um Liverpool liðið sagði hann þetta og ég er nokkuð viss um að hann sé ekki alveg eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera og hljómar í fjölmiðlum

To be honest, I’ve not watched them that closely. I mean, I’ve been looking at their results and where they are in the division.

“Obviously Suárez and Sturridge makes an awful lot of difference. They have scored 47 goals or whatever together, which is a huge return for a strike partnership.

“They’ve outscored everyone in the division, even Man City, and it is hard to believe that is possible with the strike options that Man City have.

“They have played 11 or maybe 12 less games than Tottenham have this season, so they are relatively fresh.

“I think they’ve been very fortunate with injuries over the period, so apart from having good players and a good system to play to, they’ve done very, very well.”

All the best ef hann hefur ekki nýtt þessa viku sem hann hefur haft til að undirbúa lið sitt í að horfa mjög ítarlega á leiki Liverpool í vetur. Það er alveg rétt að Liverpool er búið að spila færri leiki og það hefur hjálpað. Það skýrir samt ekki að öllu leiti muninn á liðunum, Tottenham er fyrir utan það með mun stærri hóp sem var heldur betur stækkaður í sumar.

Hvað ferskleika varðar þá hefur Rodgers ekki áhyggjur af leikjaálaginu og myndi hvort eð er aldrei sýna þann veikleika fyrir leik. Tottenham er hinsvegar búið að hvíla síðan liðið vann mjög góðan móralskan sigur á Southamton eftir að hafa lent 0-2 undir. Gylfi Sigurðsson skoraði sigurmarkið. Mikið væri gaman að fá heiðarlegt svar hjá honum hvort honum langi meira að spila á vængnum fyrir Tim Sherwood eða á miðjunni fyrir Brendan Rodgers.

Stuðningsmenn Tottenham virka upp til hópa bjartsýnir

Most Spurs fans will be looking forward to Sunday’s game at Anfield with the same enthusiasm that James Corden approaches a salad bar. Arguably the only ones who won’t be trepidacious are those who elected to miss the first course of last weekend’s Sunday lunchtime offering where the standard of organisation and cohesiveness in defence we showed before half-time was not very close to that will be required against the free scoring Scousers

Tottenham menn virðast sjálfir ekki hafa hugmynd um það hvernig byrjunarliðið verður hjá þeim, Gylfi stóð sig vel um helgina og því tippum við auðvitað á að hann fái að byrja í dag og rúlli stöðum með Eriksen fyrir framan miðjuna. Sandro ætti að vera klár í þennan leik sem og Dembele sem fór útaf í hálfleik síðast. Set svo Adebayor fram þar sem þeir búast við honum. Vörnin er sú sama og í síðasta leik

Tottenham

Spá:
Tottenham undir stjórn Tim Sherwood hefur spilað með mjög háa varnarlínu og geta verið mjög erfiðir fái þeir að halda boltanum. Adebayor er mjög öflugur þegar hann nennir því, Gylfi Sig er líklega með traust frá stjóranum eftir síðasta leik og gott sjálfstraust. Einn vanmetnasti maður deildarinnar Christian Eriksen hefur komið mjög sterkur inn undanfarið og á miðjunni geta þeir stillt upp mjög góðum varnarmiðjumönnum. Varnarlega eru þeir hinsvegar mjög borthættir og þar refsuðum við þeim mjög illa síðast og gerum vonandi aftur.

Þeir fara yfir okkar lið með mjög svipuðum hætti geri ég ráð fyrir. Frábærir sóknarlega og refsa mjög hratt. Miðjan pressar mjög vel en vörnin lekur mikið af mörkum. Lennon þú sækir látlaust á þennan Flanagan.

Það er því óhætt að búast við markaleik og ég ætla gerast svo djarfur að segja að Rodgers sjái við Sherwood og Liverpool taki þetta 4-2. Suarez og Sturridge báðir með tvö mörk.

85 Comments

 1. Takk fyrir frábæran pistil, útúrdúrinn fullkomlega fyrirgefinn, mjög gott lesefni.

  Brendan Rodgers virðist ekki ætla að stíga feilspor í viðtölum, einn sá allra harðasti og hittir alltaf naglann á höfuðið. Ég er sammála þér með byrjunarliðið hjá Liverpool, væri til í að sjá Cissokho byrja þennan leik, það er of mikið fyrir ungan leikmann eins og Flanagan að spila 3 leiki á 8 dögum. Mér er alveg sama þó að Agger fari í fýlu, Sakho er bara mikið betri kostur en hann, it´s a fact.

  Ef leikurinn værir 12 vs 12 og við gætum spilað bæði Coutinho og Sterling með SAS þá þyrfti ekki að spila þennan leik, eini hausverkurinn er sennilega: Hvor þeirra hentar betur í þennan leik? Ég sé ekki fyrir mér að ” Hendo – Gerrard – Coutinho” eða “Allen – Gerrard – Coutinho” mun ráða við miðjuna hjá Spurs, það verður að vera “Hendo – Gerrard – Allen”, þannig að það er bara pláss fyrir annað hvort Sterling eð Coutinho. En eins og þú kemur inná í pistlinum þá unnum við Spurs síðast með því að mölva kanntana svo að Sterling hlýtur að vera betri kostur.

  Svo vill ég sjá Suarez og Sturridge vinna betur saman en þeir gerðu gegn Sunderland, voru mjög eigingjarnir og leituðu ekkert að hvorum öðrum. Vill sjá gamla góða SAS á sunnudaginn.

  Leikurinn fer 1-0, Suarez setur hann.

 2. Ég er alls ekki hræddur við þetta Spurs lið. Ég er hræddur við okkar að lið að pressan um að keppa um titilinn sé einhvernstaðar að krauma í hausnum á mönnum. Það sást í Sunderland leiknum þegar þeir minnkuðu munin í 2-1 að það kom skjálfti í liðið. Aftur á móti hefur þetta lið í vetur brotið allar reglur sem hefur loðað við Liverpool liðið síðustu ár svo maður veit aldrei. (fyrir utan eina reglu. Við erum enn og aftur liðið sem á flest skot í heilvítis tréverkið)

  Eina sem ég bið um að eftir leik að við aðdáendur hugsum: They still keep us dreaming 🙂

  YNWA

 3. Þvílík forréttindi að fá svona upphitanir og jú ,,BABU”, þér er fyrirgefið hvað varðar útúr dúrinn, megi þeir verða sem flestir bara 🙂

  Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Hluti af mér óttast að þeir hjá smurfs nái að drepa leikinn niður í 0-0 og jafnvel að koma með eitt í restina eins og þeir hafa nokkrum sinnum gert í vetur (nokkrar vafasamar vítaspyrnur þar á meðal).

  Stærsti hlutinn af mér segir að við eigum að vinna þennan leik og munu þættirnir eins og sjálfstraustið, formið, stemmingin, mórallinn og hungrið spila stórt hlutverk. Á sama tíma mæta spurs hálfskjálfandi því þetta er þeirra allra allra síðasti séns á að eiga einhvern möguleika í topp fjögur.

  Er algjörlega sammála að Sakho eigi að koma inn í þennan leik. Vil hins vegar spila Flanno alla leið, finnst hann einfaldlega vera natural talent og algjör pit bull, baráttuhundur!

  Þessi Lucas Leiva umræða er óþolandi, það er hvað hann virðist vera umdeildur. Skil það ekki. Hélt að hann væri fyrir löngu búinn að kveða niður þessar gagnrýnisraddir en svo virðist ekki vera. Ég treysti honum fullkomlega til að leysa Gerrard af í dag ef BR er að spá í því útaf þessu blessaða gula spjaldi sem hrellir okkur.

  Hvað pressuna varðar á liðinu okkar þá gerist það ósjálfrátt að menn fara að hugsa um hvað mikið er í húfi sbr. markið sem Sunderland skoraði. Það er ósköp eðlilegt EN ég hef ekki áhyggjur af því á þessu stigi málsins því leikgleðin og formið okkar mun hafa betur.

  Mín spá 2-1 (Suarez og Sturridge, en ekki hvað?) og ég mun gjörsamlegast TRYLLAST úr gleði ef við fáum 3 stig út úr þessum leik!

  Ps. Ég hló upphátt þegar ég sá flugvélina með moyes in… hahahhaha! Þvílík gleði sem þetta mál veitir mér 🙂 🙂

 4. Að bíða eftir leik á þessu tímabili er eins og að bíða eftir jólunum þegar maður var lítill og að fá svona pistil er ekki ósvipað og að fá að opna einn pakka um hádegið á aðfangadag.

  Við bara verðum að vinna þennan leik til að halda draumnum lifandi og ég held að þetta fari 3-0. Hreint búr og 3 stig í hús.

 5. Frábær grein um breska stjóra og upphitunin ekki síðri sem fylgdi í kjölfarið 🙂

  Hinsvegar ekki alveg rétt þetta með að ef Gerrard sleppur við gult í dag, að þá sleppi hann við bannið :

  “þar sem spjöldin núllast einhverra hluta vegna út eftir mánaðarmótin.”

  Þetta er ekki alveg rétt.

  Þetta núllast út annan sunnudag í apríl (svo undarlega sem það kann að hljóma).

  http://www.thefa.com/football-rules-governance/suspensions

  Annars.

  Við vinnum þennan leik !

  YNWA – Make us Dream

 6. Já fyrri hlutinn ætti nú að vera sér pistill og umræða um hann. Þar af leiðandi fær sá pistill kannski minna vægi en hann á skilið.

  Ef við byrjum á honum þá er þetta alveg rétt hjá Tomkins/Babu, en kannski um leið skiljanlegt hjá Bretanum. Þeir eru ennþá með sögulega heimsveldiskomplexa og telja sig ennþá vera stórþjóð. Sem má t.d. sjá að þeir vilja ekki taka upp evruna og fjöldi þeirra vill segja skilið við Evrópusambandið.

  Það skilar sér líka í ofurtrú á breska þjálfara, sem eru samt almennt miklu slappari en kollegar þeirra allt í kringum þá. Og þetta er niður eftir öllu kerfinu og það skilar sér ennfremur í slökum heimtum úr unglingastarfinu. Miðað við peningana sem eru í þessu dæmi þá er ótrúlegt að þeir geti varla búið til sómasamlega unglinga sjálfir en þurfi að versla þá frá útlöndum. Og þetta, að breskir þjálfarar eigi einhvern veginn skilinn meiri séns en aðrir er bara hlægilegt.

  En að leiknum, þá verður þetta opið og skemmtilegt. Sherwood held ég að sé of naívur og hafi of mikla trú á sínum mönnum þannig að hann opnar leikinn upp á gátt, sem er bara æðislegt fyrir okkar menn og ekki síður alla áhorfendur. Þeir eru með sterka miðjumenn en ekki eins sterka og við. Þeir hafa skorað helmingi færri mörk en við þannig að sóknarleikurinn er mun daprari.

  Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þessum leik. Það verða engar breytingar gerðar á liðinu. Coutinho var manna bestur í síðasta leik og Agger spilaði ansi vel bara þannig að engin ástæða er til breytinga, jafnvel þótt sækja eigi á bakverði Spurs. Það munu Sturridge og Suarez gera að vild eins og þeir eru vanir. Við eigum líka eftir að pressa grimmt og vinna boltann ofarlega þannig að Spurs eiga aldrei eftir að sjá til sólar. Gylfi okkar mun ekki sjást í þessum leik og Eriksen ekki heldur því þeir eru einfaldlega of miklir léttavigtamenn til að láta til sín taka í svona leik.

  Ég segi 6-2 fyrir okkur. Suarez og Sturridge skora tvö hvor, Gerrard verður með eitt og Coutinho eitt. Mínusinn í þessu verður að Gerrard nær sér í gula spjaldið sem menn munu rífast lengi um.

  Dostranamus hefur talað

 7. Ég held að Spurs muni spila sinn besta leik í vetur svo það er spurning hvernig við spilum hversu mörg stigin verða í leikslok. Þetta verður ekki slátrun.

 8. Spurs verða teknir i bakariið held eg. Maður er bara hræddur um að liðið nai ekki að vinna Chelsea og City svo þeir vinni titilinn. Þokkalega spennandi hver einasti leikur nuna…

 9. Spilamennska Spurs í vetur hefur verið ömurleg og stigasöfnun liðsins er rannsóknarefni miðað við hana. Ég er samt skíthræddur við þennan leik. Spurs eiga veika von um 4.sætið og þurfa að vinna þennan leik. Ég spái 1-3 tapi að venju.

 10. ég spái 3-2 í hörkuleik. sturridge með eitt og suarez með tvö.

 11. Átta læk á innganginn Babu. Alltaf gaman að velta fyrir sér hversu mikið af árangri ræðst af tilviljunum, litlum atriðum sem falla þér í hag (eða ekki). Hvað með þrjá 1-0 sigra í upphafi tímabils sem allir hefðu hæglega getað farið 1-1? En manni fyrirgefst vonandi að trúa. Á Brendan, liðið, og algjörlega ævintýralegan endi á ótrúlegu tímabili. Spurningunum um stjórann verður ekki endanlega svarað fyrr en við getum horft á þá í baksýnisspegilinum en í dag lítur þetta sannarlega frábærlega út.

  En varðandi Tottenham, þá er það eina sem ég óttast að okkar menn verði ekki upp á sitt allra frískasta vegna tveggja leikja á undangengnum sjö dögum. Þar kemur á móti að þeir virtust taka sér örlitla andlega hvíld á móti Sunderland, sem vonandi skilar sér inn í leikinn á morgun. Ef svo, þá er óskynsamlegt að veðjða á móti liði sem skorar yfir þrjú mörk að meðaltali á heimavelli.

  Spái því að Brendan veðji á að Tottenham bjóði upp í dans og komi fram völlinn (enda verða þeir að vinna), og því verði Sterling og Allen inni en Coutinhno geymdur ef til þess kemur að opna þurfi þéttan varnarmúr seinna í leiknum.

 12. Takk fyrir upphitunina Babu, ég hef bara eitt að segja við Liverpool liðið:

  MAKE US DREAM

 13. Motormouth ætti kannski að Motormoutha aðeins meira um Liverpool, titilbaráttuna og skort af CL leikjum hjá LFC … og klúðra svo hálfpartinn season-inu þeirra gegn fokkings Crystal Palace af öllum!

 14. Ég hélt að ég mundi aldrei eiga eftir að segja þetta, en mér þykir bara pínu, pínu vænt um tony Pulis í dag 😉

 15. Ha ha Chel$ki tapaði fyrir Crystal Palace þetta er allt opið núna gætum komist á toppinn á morgun. Nú þarf Arsenal bara að vinna City !!!

 16. Chelsky rustar arsanal og tapar svo a moti AV og CP! Allt opid og THAD ER BULLANDI SENS FYRIR OKKUR AD HIRDA TITILINN!!!

  ***svimakast***

 17. Eruð þið að grínast hvað leikurinn á morgun verður hrikalega spennandi.

  En þetta er enski í hnotskurn. Völlur CP eins og kartöflugarður. CP með Stoke Syndrome inn í leikinn. $helski er útsæðið og grafið í moldina. Það getur allt gerst þegar botnliðið eiga í hlut næstu umferðir.

  Heimaleikirnir okkar eru svo mikið lykilatriði og ekki síst þessi á morgun.

  Make us dream.
  YNWA

 18. Djöfulsins atvinnumennska er alltaf á ykkur hjá kop.is. Algjör forrréttindi að eiga ykkur að, takk fyrir að vera til.
  En að öðru. Það er alveg greinilegt að littlu lið deildarinnar ætla svo sannarlega að láta finna fyrir sér áður en tímabilið endar. Crystal Palace voru alveg svakalega góðir í dag. Fastir fyrir og beintu alveg hreynt skíthættilegum skyndisóknum og chelsea menn voru hreinlega heppnir að fá ekki á sig eitt eða jafnvel tvö mörk í viðbót. Verð samt að gefa chelsea það að þeir hefðu nú alveg rétt á jafn mörgum skoruðum mörkum, en markvörður Palace var algjör köttur í dag.
  Snilld. Nú vonum við bara að city tapi í dag og að við vinnum á morgun. Hlakka til morgundagsins!

 19. Trúi þessu varla, við verðum á toppnum eftir 24 tíma (klukkan er 17 16 nuna)

  við tökum þetta öruggt!!!

 20. Ég er svolítiið smeykur við þennan leik. Tottenham eru særðir eftir að við rústuðum þeim 0-5 og vörnin hjá okkur er ekkert alltof góð, en sem betur fer er sóknin betri 🙂

  Vonandi spilum við betur en á móti sunderland, og tökum þetta 2-0.

  KOMA SVO LIVERPOOL ! ! !

 21. Ótrúlegt að Chelski tapaði gegn Crystal Palace.Takk fyrir Pulis. Varðandi Spurs leikinn þá vill ég sá Coutinho inná fyrir Sterling og sömu miðju. Lucas getur komið inná þegar liður á leik. Ég er alveg opinn sá Sakto i staðinn fyrir Agger og Cissokho má vera áfram á bekknum. Flanagan er bara betri bakvörður enn hann.

 22. Ekki bjóst ég við að vonast eftir Manchester United sigri og að hrósa Tony Pulis í sömu vikunni, en þessi CP sigur er vægast sagt FRÁBÆR fyrir okkur! Eitt lúmskt, en mikilvægt, er að hann minnkar líkurnar á að Chelsea komi með algjört park the bus 0-0 upplegg á Anfield. Munu frekar reyna að sækja 3 stig og því meiri líkur á að hægt verði að ná skyndisóknum á þá.

  Ef Arsenal ná jafntefli eða sigri núna… úff, ég næ varla að koma orðum að þeim hugsunum!

 23. “30 March 1964, Liverpool beat Spurs 3-1 to go top of the league and won it. Tomorrow is 30 March and Liverpool play Spurs to go top. Omens?”

  Skrifað í skýin??

 24. Takk fyrir ítarlegan og skemmtilegan pistil.

  Velti því fyrir mér hversu langan tíma þú ert að skrifa slíka pistla…..

 25. eg get bæði verið drulluhræsdir við þennan leik og kokhraustur bara eftir þvi hvaða minuta er i gangi..

  það er auðvelt að skoða tolfræði þessara liða og sja að tottenham hefur gengið vel a móti okkur, okkar menn hafa unnið 7 i röð og tapið hlytur að koma hja okkar mönnum, við unnum 0-5 a whote hart line og tottenham menn ætla að hefna a morgun fyrir það, tottenhaþ fekk lika betri hvíld fyrir leikinn..

  svo getur maður lika hugsað a hinn veginn sem er jakvæði vegurinn. ju við höfum unnið 7 i röð og með bullandi sjálfstraust og allar líkur a að 8 sigurinn i röð komi a morgun, liðið okkar er ljósarum betra en þetta Tottenham lið og við vinnum a morgun…

  þetta verður hörkuleikur allavega og ef okkar menn mæta með hausinn i lagi og með allt sitt sjalfstraust þa klarum við leikinn ..

  eg spai 3-2 . suarez með 2 og sturridge 1

 26. BABÚ

  ertu viss að spjoldin nullist ut eftir leikinn a morgun og ef Gerrard fær ekki spjald a morgun að hann se þa sloppinn ? mer fannst eg hafa lesið að spjoldin núlluðust ekki út fyrr en 13 apríl eda eitthvað alika ..

 27. Vááá drengir. Allt í einu á miðað við þessi úrslit þá er þetta eitthvað svo ógeðslega mikið skrifað í skýin. Vinnum rest og dollan heim, það þarf nefninlega að þrífa viðurstyggileg fingraför af henni í eitt skipti fyrir öll.

 28. Kannski er einhver búinn að vekja athygli á þessu án þess að ég hafi tekið eftir því en here goes.

  Eru menn búnir að átti sig á þessu. Eftir tap Chelsea og jafntefli City í dag þá er staða Liverpool heldur betur fín og titillinn bara undir þeim sjálfum kominn. Staðan er þannig að ef Liverpool vinnur alla þá leiki sem eftir eru, City og Chelsea gera það sama nema að sjálfsögðu að tapa fyrir Liverpool, þá endum við á toppnum með 89, City númer 2 með 88 og Chelsea með 84. Menn þurfa því bara að treysta á sjálfa sig og skila sínu án þess að þurfa að treysta á úrslit annara leikja og að hin liðin misstígi sig.

  Þá er spurning hvort menn þoli pressuna.

 29. Tottenham leikurinn og næstu 4 leikir eftir það lenda allir á sunnudegi! Hvernig finnst ykkur með það? þá er alltaf bullandi pressa á okkar mönnum þegar við vitum hvernig hinum liðunum gekk.. finnst ykkur það slæmt eða gott? við fáum aldrei að setja pressu á hin liðin með því að spila á undan!

 30. Ég græt af ánægju yrir úslitunun í dag, reyndar vann litla liðið í mansester en að öðru leiti fullkomið

 31. Jæja, þá var jafnteflið sem við erum búin að bíða eftir að líta dagsins ljós! Sigur á morgun þýðir fyrsta sætið. Nú kemur í ljós hvernig liðið höndlar pressuna.

 32. chelski að tapa og man city gerir jafntefli við arsenal !! verður þessi dagu eitthvað beti eða ? einsgott að við flengjum tottara á mrg

 33. Shiiiiiiiit…þetta er komið í okkar hendur.

  Held að það auki pressuna verulega á okkar menn og á morgun kemur í ljós hvort þeir eru menn eða mýs. Ef þeir tapa stigum á morgun þá er draumurinn úti, ef þeir vinna leikinn þá erum við í bisniss takk fyrir túkall.

 34. Jæja, nú er þetta í höndum okkar manna. Vinna næstu sjö leiki og titillinn er okkar manna. Hver hefði trúað því fyrir byrjum móts? En fyrsta skrefið er að taka Tottarana. Fyrir utan sigur verður Gerrard að komast í gegnum leikinn án þess að fá gult. Annars fer hann í tveggja leikja bann.

  Að lokum, Babu takk fyrir flottan pistil.

  Með kveðju frá Maui, Hawaii (hver hefði trúað því fyrir byrjun móts að ég væri staddur þar núna, ekki ég. Eini gallinn á gjöf Njarðar er að ég þarf að vakna fyrir allar aldir til að horfa leikinn en það er bara tittlingaskítur).

 35. Sæl og blessuð.

  Jæja nú er að duga eða drepast. Ekki plásss fyrir daunilla drauga frá liðnum árum þegar væntingar dóu og drukknuðu í fumbrugangi og streitu á ögurstundum. Nú þarf að ná góðu sambandi við simpansann í toppstykkinu en gæta þess að hann taki ekki yfirhöndina og yfirgnæfi alla skynsemi.

  Verð með símann á lofti í veisluhöldum morgundagsins. Ekki laust við að samræður verði innihaldsrýrar og hugurinn staddur á fjarlægum slóðum.

 36. Frábær upphitun að vanda, sýnir bara þörfina á að gera langtímasamning við Babu.

  Að venju er maður drullusmeykur um að nú sé komið að því að liðið tapi stigum. Vona samt að liðið haldi áfram að troða sokk upp í svartsýnina hjá manni.

  Ég hef svo ákveðið að koma með eftirfarandi áheit: fyrir hvern þann leik sem eftir er af tímabilinu sem Liverpool vinnur mun ég styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um 2000 kr. Fari svo að Liverpool hampi titlinum í lokin tvöfaldast þessi upphæð. Ég mun að sjálfsögðu pósta skjáskotum af millifærslum hér.

  Vil ég svo skora á aðra Púlara að gera eitthvað sambærilegt, með upphæðum og styrktaraðilum að eigin vali.

 37. Frábær dagur fyrir Liverpool ef maður hefði óskað um frábæran dag þá hefði þetta verið á óskalistanum

  Númer 1 Chelsea tapar í dag og Mourinho segjir eitthvað fáranlegt
  A) glæsilegt tap og Mourinho sem er á toppnum segjist ekki eiga möguleika á titlinum, ég hef heyrt um öfugasálfræði en þessi fer eiginlega alveg í hring.

  Númer 2 Man city og Arsenal gera jafntefli svo að
  A) Ef við vinnum rest þá er titilinn okkar(s.s í okkar höndun)
  B) Hjálpar að Arsenal nálgast okkur ekki ofmikið því að 3.sætið væri algjör snilld = beint í meistaradeildina og engin undankeppni

  Númer 3 Að manni er drullu sama um hvað Man utd gerir þessa dagana því að þeir hafa enga áhrif á okkar menn.
  A) kannski ekki alveg satt því að maður vill að Moyes haldi vinni leik og leik svo að þeir reka ekki kallinn. Liðið alveg ömurlegt og andlaust undir hans stjórn og ég sé það ekki breyttast.
  B) svo fær maður samvisku bit að óska þess að Man utd vinni
  C) Ætli Man utd stuðningsmenn voru í sömu vandræðum þegar Roy Hodgson var að stjórna Liverpool ?

 38. Góð úrslit í dag! Er það ekki rétt skilið hjá mér að ef við vinnum alla leikina sem eftir eru þá verðum við meistarar?(!!!) og þá er spurning hvort ekki sé kominn grundvöllur fyrir því að SockShop opni aftur í Kringlunni- því þá þarf ansi mikið að troða…
  Og að þessum pistli… Þessi síða er ekki eitthvað blogg- þetta er heimsklassa fjölmiðill! Takk fyrir mig

 39. Ath. Muna eftir að taka sér frí í vinnunni mánudaginn 12. maí nk.

 40. Úff, kl 20.00 á laugardagskvöldi og maður er strax byrjaður að stressast upp fyrir leiknum á morgun 🙂

  Rússíbani !

 41. Logi F C #45,

  Það er rétt. Ef við vinnum alla okkar leiki endum við með 89 stig en City með 88 ef þeir vinna alla nema okkur (tapa á Anfield). Örlög okkar varðandi titilinn eru alfarið í eigin höndum.

  Þetta er ótrúlegt! Algjör bomba! Segi það og skrifa’a, B O B A! 🙂

 42. þetta er skelfilegt…… við þolum ekki svona heppni…… burst à morgun Spurs tekur okkur í nefið…. gefa leikinn strax

 43. Mourinho sagði aftur og aftur að Chelsea væri ekki að fara að taka titilinn í vor og enginn trúði honum.

  Svo tók hann bara málin í sínar hendur.

  And now you’re gonna believe us … syngur hann.

 44. Daníel #43

  Ég hef reyndar oft hugsað hvort ekki sé hægt að styrkja kop.is-ara fyrir þesa frábæru síðu!

  Það eru forréttindi að fá að lesa pistlana hér um liðið sitt- enda kemur maður hingað oft á dag.

 45. Sælir félagar

  Nú er framtíðin í okkar höndum og ekkert getur breytt því að ef við vinnum rest þá verðum við meistarar. Getur lífið verið meira spennandi. Ég er ekki viss um að ég sofni í kvöld. Spennan fyrir hvern leik verður óbærileg – en samt ótrúlega skemmtilegt.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 46. úff….. mikið er gaman að vera kominn með gleðina fyrir fótbolta á vetuna aftur!…..
  Ef leikmenn Liverpool fara ekki yfir stresslínuna á morgun vinna þeir þennan leik!!!!…
  Menn meiga ekki fara á taugum núna liðið er í dauðafæri á að koma dolluni heim aftur…

 47. Bjartsýni, Jynx, skeptík, ofurbjartsýni, stress, gleði, meiri gleði, ofsagleði, stress etc etc. Þessi leiktíð hefur þegar gefið mér skemmtilegasta fótboltavetur síðan maður fór að fylgjast með af einhverju hjarta. Hjartað dreymdi um 4.sæti í byrjun leiktíðar- fór svo að sjá það í semi áþreifanlegum hillingum þegar þetta fór af stað í haust og er nú að átta sig á því að sá draumur muni rætast. En að þetta sé komið í þann farveg að maður verður nánast svekktur náist einungis 4.sætið segir manni að hjartað á alltaf að fá að dreyma og að “sokkasvanga skynsemisröddin” á bara að taka sér frí ! Forréttindi að vera Liverpool maður í dag, við höfum leyfi til að skítklúðra málunum héðan í frá en samt enda með uppfyllta Drauma, þá sömu og við lögðum upp með í bjartsýni í haust.
  Þetta lið! Þessi mannskapur! Og þetta dásamlega samfélag okkar á þessari litlu eyju – Íslandi – úthverfi Liverpoolborgar.

 48. Nr. 56 Sigkarl

  Rólegur samt á það miklu stressi að þú gleymir að spá!

  Það gæti verið slæmt jinx. 🙂

 49. Það sem ég á erfiðast með að skilja við þetta tap hjá Chelsea, er að þetta stangast á við kenningar m.a Mourinho og Sherwood

  Chelsea átti svona Liverpool viku, chilluðu bara heima og engin meistaradeild. Ég skil þetta þannig að það þýði auto-matiskt að þú vinnir leikina þína

  Er það kannnski ekki rétt?

 50. Hef ekki verið svona spenntur síðan 2005. Frábært að þetta er algjörlega í höndum Liverpool. Megum samt ekki gleyma að Man City geta hugsað eins, ef þeir vinna rest þá vinna þeir titilinn, svo tæknilega hefur það ekki breyst hjá þeim…

 51. Ég er drullusmeykur við þennan leik og spái okkur að sjálfsögðu tapi 1-2…

 52. Jæja, góðan daginn félagar!

  Match day að renna upp. Dísus, ég á erfitt með að sofna núna. Það er engin pressa á liðinu núna…..nei, nei. Einmitt!!

  Hver hefði trúað því í byrjun leiktíðar ef ég hafði sagt að Liverpool yrði í efsta sæti deildarinnar í lok mars og þá sex leikjum frá því að tryggja sér titilinn. Í alvöru talað, þetta er í okkar höndum. Þurfum ekki að treysta á úrslit í öðrum leikjum. Bara klára okkar program. Þetta er unfucking belivable!

  Er samt skíthræddur við leikinn á morgun. Spurs eru búnir að fá langa góða hvíld og mæta dýrvitlausir í leikinn. Við erum enn langt, langt frá því að vera búnir að vinna eitthvað. Nú reynir á okkar unga lið. Mundi samt einhver hér taka 4. sætið í dag ef það væri í boði? Anyone??

 53. Ég segi það hér og nú, ef við tökum ekki hreinlega 1-1-5 run og náum þar með ekki 3. sæti, verð ég alsæll með þetta tímabil. Ég er einlægur LFC-aðdáandi, knattspyrnuunnandi almennt, (bumbu)leikmaður og ljósmyndari og ég ELSKA Liverpool FC.

  Hafandi sagt þetta, þá er núverandi tímabil búið að vera algjörlega einstakt. Við erum að tala um tvo FUNHEITA strikera, jafnbesta leikmann heims, frábæra leiðsheild, maður að koma í manns stað, kjúklingar o.s.frv. Liðið er búið að bjóða upp á skemmtilegasta sóknarbolta tímabilsins. Þetta er ekki orðum aukið, nema síður sé!

  Þetta er búið að vera alveg yndislegur vetur. Ég yrði kampakátur með 3. sæti. EN! Getum við unnið deildina? You bet your ass we can! Nú er ég hraustur, en eru ekki til einhver ólyfseðilsskyld hjartalyf fyrir lokatörnina? Þetta er bara of mikið!

  In Brendan we trust og YNWA! Þetta er timeline cover myndin mín frá og með kvöldinu: https://fbcdn-sphotos-d-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/t31.0-8/1891611_10152154269409678_28557520_o.jpg

  Ég trúi! Vendipunkturinn var sigurmarkið í uppbótartíma gegn Fulham. Hlakka til að sjá Steven Gerrard lyfta bikarnum í vor! Maður sá á svip hans og látbraði hvað honum fannst um þann sigur. Þar sem fagmennirnir fagna, er þér óhætt.

 54. Þetta verða auðveld þrjú stig gegn ofmetnasta liði deildarinnar. Þetta Spurs lið getur einfaldlega ekki rassgat. Líklega eitt af leiðlinlegustu liðum deildarinnar og með ólíkindum að þetta lið eigi tölfræðilega möguleika á að komast í Meistaradeildina. Vonir þeirra verða að engu þegar þeir mæta besta liði deildarinnar. Þetta verður flenging… 6-1. (Tvær þrennur S&S). YNWA!!!!

 55. Jæja gott fólk. Nú er skemmtilegasta tímabil sem ég hef séð l.f.c spila að klárast og titillinn fyrir okkur að tapa. Það er reyndar bjartsýni að ætla liðinu að vinna rest en þetta er engu að síður staðan í dag. Tottenham koma í heimsókn á eftir með sært stolt, enga pressu utan þá sem var sett á í byrjun móts og virðast loksins vera farnir að spila fótbolta. Þetta verður erfiður leikur og aldrei mikilvægara að skora snemma og helst tvö, eftir bókinni. Ég verð að játa það að ég er hræddur við spörfuglana en ætla ekki að ganga svo langt að spá þeim sigri, heldur fer þetta 4-2 fyrir fagurrauða eftir að hafa verið 2-2 frá hálfleik fram á 74 min.
  Y.N.W.A

 56. p.s fyrirliðinn er með 9 mörk í síðustu 11 leikjum og þráir titilinn heitar en nokkur maður hefur gert. Ekki frá því að hannn taki besta leikmanninn af Suarez.

 57. Spenntur tja smá, ætli sé ekki kominn tími á að setja öryggisbelti í stólinn. Frábær vetur og frábær síða, efnið sem síðuhaldarar eru að koma er ómetanlegt eða hver treystir sér til þess.
  Takk, takk,takk
  Björn

 58. Frábær upphitun Babu.

  Rosaleg úrslit í gær. Ég veit ekki alveg hverju maður á að búast við í leiknum í dag, er tottenham með nógu vel stemmt lið til þess að koma dýrvitlausir í þennan leik? Þeir hafa ekki verið sannfærandi finnst mér en engu að síður með frábæran hóp sem getur á góðum degi lagt flest lið deildarinnar.

  Það sem ég gæti trúað að myndi gerast væri að Sterling kæmi inn fyrir Allen eða coutinho og því myndi BR reyna að nýta hraða hans á móti vörn tottenham sem liggur oft ansi hátt. Vonandi ná okkar menn að mæta vel stilltir til leiks því þessi leikur getur svo sannarlega hliðrað til í baráttunni um efsta sætið.

  YNWA

 59. Lítið sofið í nótt – spennan í hámarki. Mestar áhyggjur hef ég af hvort liðið höndli pressuna sem fylgir titilbaráttu. Það kæmi mér ekkert á óvart þó mikið verði um slæmar sendingar og móttökur sérstaklega framan af leik. Það er allt annar pakki að vera berjast um 4-5 sæti heldur en að vera í virkilegri keppni um það fyrsta, sérstaklega þegar svo langt hefur liðið síðan liðið vann titilinn síðast. Pressan og spennan er gríðarleg.

  En að því sögðu hef ég fulla trú á liðinu og BR, spái 3-1 þar sem SASAS skora mörk okkar manna. Það er allt undir í dag!

 60. Sé ég fara suddakúl
  sælustraum um KOP-inn
  Þegar ljónhart Liverpool
  laumar sér á toppinn.

  YNWA

 61. Stuðningsmenn flestra annarra liða væru rólegri en margir hér ynni ef liðið þeirra væri taplaust á árinu. 3-1 og ekkert bull

 62. Það hlýtur að fara að styttast í tapið þó að það meigi bíða í bili. Mín spá er að Liverpool tapi 0-1 en vonin segir 3-1 fyrir Liverpool

 63. Það er einfaldlega engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Liðið á að geta unnið alla þessa leiki sem eftir eru. Auk þess er meiri óstöðugleiki hjá hinum topp 3 liðunum en hjá LFC þessa dagana og þau lið eiga pottþétt ekki eftir að vinna alla sína leiki.

  Þetta verður árið….

 64. 4 1 Suarez með tvö eitt viti sem Geald setur örugglega og Sturage með eitt, eriksen skorar fyrsta markið samt.

 65. Sælir Félagar ef að tottenham ætlar sér að spila sama varnarleik og á móti southampton þá fer þetta 7-0 en held að þeir munu ekki gera þau mistök aftur og sækja á okkur frá fyrstu mín þeir hafa engu að tapa og munu örugglega liggja aftarlega og keyra þetta á skyndisóknum og reyna svo að sækja til sigurs í restina ef ílla fer. Þessvegna er lykillinn að sigri í dag að setja 2 í fyrrihálfleik mín spá er 2-2 því miður

Opinn þráður – photobomb

Byrjunarliðið mætt