Sunderland á morgun

Mikið er þetta ferlega, rosalega, æðislega gaman, að fá leiki hægri vinstri þegar liðið okkar er svona ferlega skemmtilegt. Var einmitt að ræða það lítillega við Babú að það verði svo mikill munur að fá fleiri leiki á næsta tímabili (er að verða nokkuð öruggur með þetta sæti okkar í Meistaradeildinni, þó maður sé auðvitað hræddur við að fullyrða eitt eða neitt), og þá alvöru leiki. Það er bara fátt skemmtilegra í mínum huga en þegar liðið manns er að spila svona fáránlega flottan bolta og skora mörk eins og morgundagurinn sé bara ekki til staðar. Auðvitað veit maður að allt tekur einhvern tíman enda, en maður nennir ekkert að spá í því þessa dagana, það eina sem hægt er að gera er að gleðjast áfram og njóta og vona að þetta haldi sem lengst áfram.

Það er orðið ansi langt síðan við sáum liðið spila síðast á Anfield, mér finnst allavega vera ár og dagar síðast. Svo fór ég að fletta þessu upp og viti menn, það hefur ekki verið leikið þar síðan við fórum í Kop.is ferðina síðustu, þetta var sem sagt seinni hluta febrúar. Þrír útileikir í röð sem maður var mis hræddur við og allir unnust þeir með þrem mörkum og nú er það loksins Anfield á nýjan leik. Að þessu sinni eru það fallkandídatarnir í Sunderland sem ætla að reyna að taka stig á þessum velli sem hefur svo sannarlega breyst í nokkurs konar virki í vetur, allavega eftir þetta leiðinda tap gegn Southampton síðasta haust. Staða Sunderland í þessari deild er ekki góð, en hún gæti líka alveg verið verri. Þeir eru með alveg ágætis lið, en það hefur gengið frekar illa að rétta það við. Di Canio var algjörlega í ruglinu, og Poyet er núna að reyna að berja menn saman og ég hef trú á því að honum takist nú að bjarga þeim frá falli. Þeir eru reyndar í þriðja neðsta sæti í dag, og vantar 3 stig upp í næsta sæti. En þeir eiga 2 leiki til góða á flest liðin fyrir ofan sig og þrjá leiki á sum liðin. En leikir til góða eru ekkert meira en það og þau stig aldrei í húsi fyrirfram, hvað þá hjá strögglandi liðum eins og þessu. Ég hef bara trú á að þessi mannskapur eigi eftir að bjarga liðinu frá falli.

Vandamálið hjá Sunderland er að það bara skorar enginn mörk hjá þeim, þeir eru búnir að skora heil 26 mörk í deildinni, næst fæst allra liða. Þeir hafa kallað unga framherja sinn Connor Wickham tilbaka úr láni frá Leeds, enda skítakuldi meðal framherja liðsins. Miðjumaðurinn Adam Johnson er þeirra markahæsti maður með 9 mörk í heildina og svo næstur honum kemur okkar maður Fabio Borini með 6 mörk. Hann fær að sjálfsögðu ekki að spila á morgun og ekki styrkir það mótherja okkar þar sem hann hefur verið einn þeirra allra sprækasti maður þegar liðið hefur á tímabilið. Fletcher og Altidori hafa báðir langt fyrir neðan frostmark þegar kemur að markaskorun. Þriðji markahæsti leikmaðurinn þeirra er svo Phil Bardsley, bakvörður með heil 4 mörk. Við erum sem sagt að tala um það að Martin Skrtel væri nálægt því að vera sá markahæsti í þeirra liði með sín mörk á tímabilinu. Hversu dæmigert væri það nú samt ef Steven Fletcher hrykki í gang á morgun? Veit þó ekki stöðuna á honum, hann hefur víst eitthvað verið að glíma við meiðsli.

Varnarlega skera Sunderland sig ekkert úr, eru búnir að fá á sig 44 mörk og eru með varnarlínu frá Man.Utd. Bardsley, Brown og O’Shea skipa hana ásamt Spánverjanum Alonso. Dossena er samt miklu flottari sem fjórða hjólið, hann hefur kannski ekki spilað í varnarlínu Man.Utd, en hann hefur séð um að slátra einni slíkri, enda knattfærni á svipuðum skala og hjá honum Aly vini okkar (og nei, ég er hvorki að tala um Ali Baba eða Mohammed Ali). Því miður fyrir Dossena, þá voru Babú og Maggi ekki byrjaðir á blásýru saman þegar hann var hjá okkur. Mér skilst að Alonso sé í banni á morgun, þannig að kannski bara fáum við að sjá Dossena aftur á Anfield, hver veit? En hvað um það, ef allt ætti að vera eðlilegt, þá ættu okkar spræku framherjar að tæta þessa Man.Utd endurvinnslu í sig alla daga.

En að okkar drengjum, það hafa engar fréttir borist um ný meiðsli og bara Enrique sem er á leiðindalistanum fræga. Stóra spurningin er sú, mun Brendan byrja að hrista eitthvað upp í liðinu? Ef hann mun gera það á annað borð, þá gerir hann það núna að mínum dómi. Núna fáum við leik á laugardegi, aftur á miðvikudegi og svo stóran slag á sunnudegi. Ef Sakho og Lucas eiga að fá leiki núna, þá gæti ég trúað að Sunderland heima gæti verið leikurinn. Stóra áhyggjuefnið er þó mögulegt tveggja leikja bann sem fyrirliðinn okkar á yfir höfði sér fái hann eitt gult spjald til viðbótar fyrir 13. apríl. Ef hann sleppur við spjald fyrir þann tíma, þá er hann “off the hook” í bili, en bara ein illa tímasett tækling, gæti sett hann í tveggja leikja bann. Ég á því von á að Gerrard verði ekki hvíldur, heldur komi Lucas inn á kostnað Allen ef hann kemur inn á ný. Ég held að það gæti ekki verið svo vitlaus hugmynd, setja Lucas meira á baráttusvæðið til að vonast eftir að Gerrard nái að brölta í gegnum þessa leiki án spjalds. Sakho vil ég svo bara fá strax inn fyrir Aggerinn. Ég hef alltaf verið ákaflega hrifinn af Agger, en Sakho er bara einni skör ofar eins og er og hann þarf að komast inn aftur.

Þar hafið þið það, ég reikna með tveim breytingum á liðinu. Lucas inn fyrir Allen og Sakho inn fyrir Agger, var svona smá í vafa með Sterling eða Coutinho, en ég held að Brassinn okkar verði fyrir valinu. Svona ætla ég sem sagt að spá þessu:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan

Gerrard – Lucas – Henderson

Coutinho

Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Agger, Cissokho, Allen, Sterling, Moses, Aspas

Það er nú samt alls ekkert ólíklegt að við sjáum bara nánast sama lið áfram, þetta hefur jú verið að virka fínt hingað til og af hverju að breyta því sem vel gengur. Gæti alveg skilið það ef svo væri, en eins og áður sagði, þá myndi ég vilja sjá bæði Lucas og Sakho komast af stað á ný fyrir lokasprettinn. Lykillinn að okkar sigri á morgun er eftir sem áður hraði, hraði og hraði. Ef okkar menn eru á tánum þá munu varnarmenn Sunderland ekki eiga roð í þá þegar kemur að þessum þætti leiksins. Hápressa út um allan völl og greddan sem við höfum séð svo oft. Við vorum alltof alltof lengi úr startblokkunum um síðustu helgi, það er víti til varnaðar og eitthvað til að læra af.

Ég er bjartsýnn að vanda og ætla að spá því að við vinnum þennan leik 4-0. Gerrard setur eitt úr víti, Suárez setur tvö og Sturridge eitt. Ég veit, þetta eru rosalega óvænt tíðindi og óútreiknanleg spá þegar kemur að markaskorurum, en svona er þetta nú bara. Þrjú stig í hús og áfram höldum við veginn. Það verður fróðlegt að sjá hver úrslitin verða í Manchesterslagnum í kvöld, við erum bara einu jafntefli hjá City frá því að vera með titilvonirnar okkar alfarið í okkar höndum. Gerir fólk sér almennilega grein fyrir þeirri stöðu?

69 Comments

  1. frábær upphitun oger svo hjartanlega sammála þér í spánni og markaskorurum.. en ég er með smá litla og vonda tilfinningu og sú er að ég er smá að vonnast eftir sigri hjá united í kvöld.. ;(
    en fuckit svo lengi sem við eigum sjéns á titlinum..

  2. Flott upphitun.
    Ef Liverpool nær topp fjórum á þessari leiktíð þá er það frábært, allt ofar en það er bónus.
    Annars held ég að leikurinn fari 2-0 fyrir Liverpool, Coutinho með bæði mörkinn. Fyrra markið eftir stoðsendingu frá Skrtel og seinna markið á hann einn eftir að hafa farið fram hjá 4-5 leikmönnum Sunderland 🙂

    KV JMB

  3. Ég er skíthræddur við ástandið á Gerrard.
    Kemst hann í gegnum alla þessa leiki án þess að fá spjald?
    Væri ekki sniðugt ef hann myndi krækja sér í eitt viljandi í kvöld og fengi þá góða hvíld í Spurs og West Ham leikjunum og kæmi síðan dýrvitlaus í City og Chelsea leikina?
    Fínt að henda Lucas inn í kvöld með Gerrard svo hann verði 100% til í slaginn í næstu tveimur leikjum eftir Sunderland leikinn.
    Allen, Lucas og Henderson er alls ekki slæm miðja og við getum klárað þessi lið með þá á miðjunni.
    Þetta hefur allavegana nagað mig svolítið undanfarið, hvað finnst ykkur?

  4. Það má alveg hafa Lucas, Henderson, Allen miðju. Hún var þannig á móti Tottenham og gekk líka svona glæsilega vel.

  5. Áhugaverð pæling Momo
    það er alltaf betra að hafa leikmann eins og Gerrard í liðinu sértaklega undanfarið þar sem hann hefur aðalags mjög vel sem varnarmiðjumaður/ djúpur leikstjórnandi. En hinsvegar man ég alveg eftir leiknum á móti Tottenham var miðjan allen, hedo,lucas og svo coutinho og ég man hvað flæðið var gott og ég man að henderson stóð uppúr fannst mér í þeim leik. Þannig að ég held að miðjan geti verið góð án gerrard þó svo að hún sé alltaf betri með hann innanborðs

  6. Það er svo eðlileg staða að spá 4-0 og það eina sem maður hugsar.. ekki fleiri mörk?

  7. Ég bara trúi ekki að menn séu að setja Lucas aftur í liðið og það á heimavelli. Gerhard á að vera í þeirri stöðu sem hann hefur verið og halda áfram að byggja upp. Lucas dregur allt of mikið úr spilinu.

  8. Auðvita á Gerrard að spila næstu leiki. Hvað gerist ef hann nær sé viljandi í spjald í kvöld. Við verðum svo í basli með Tottenahm og West Ham og náum ekki að klára Chelsea og Man city Hvað þá?
    Frekar að hann spili sinn leik við nælum í eins mörg stig og við getum með hann í liðinu og EF hann fær spjald þá tökum við bara á því þegar að því kemur á reynum að ná í öll þau stig sem eru í boði á meðan.
    Rodgers er búinn að ræða þetta við Gerrard og tel ég hann alveg vera það klókan að hann geti spilað leiki án þess að fá spjald og gæti Rodgers spilað honum aðeins frama með Lucas/Allen fyrir aftan sem myndu þurfa að fórna sér í spjald fyrir liðið ef þess þurfti til að stopa sóknir andstæðingana.

    Stefnan er meistaradeildarsæti en í sanleika sagt þá er ég löngu hættur að fylgjast með Tottenham og Everton og eru leikir Man City og Chelsea mér ofarlega í huga þessa dagana.

  9. Takk fyrir góða upphitun.

    Ég vil frekar halda Allen í hópnum og hafa þetta óbreytt eða Lucas fyrir Gerrard á miðjunni.

    Ég er af gamla skólanum og grét þegar við töpuðum titilinum í síðasta leik á móti Arsenal 1989. Ég verð því ekki rólegur fyrr enn 3 sætið er tryggt og vona að þá eigum við ennþá sjéns á titlinum.

  10. Það er ansi snúið að stilla upp liðinu fyrir leikinn á morgun.

    Held að Sakho og Flanno séu of villtir til að sjá um vinstri hlið varnarinnar en á móti var þetta nú ekki glæsilegur leikur hjá Agger og Flanno um helgina.
    Sjálfur væri ég þó til í að fá Sakho inn og eiga þá inni möguleikann að færa Glen Johnson yfir í vinstri bak ef þess þarf. Tel að Sakho verði nauðsynlegur á móti West Ham (við þekkjum alveg hvernig Agger og Skrtel höndla tröllvaxta framherja).

    Gerrard finnst mér að eigi að spila sinn leik og ef hann fær spjald þá eigum við Lucas nokkurn Leiva til að leysa hann af. Það má nú alveg færa rök fyrir því að það sé rökrétt að ætla sér að hafa Lucas í byrjunarliðinu á móti Chelsea og City þar sem Gerrard hefur oft á tíðum gefið þeim sem virkilega vilja pláss milli varnar og sóknar allt of mikið svæði.

    Annars eru allir leikmenn Liverpool að spila það vel þessar vikurnar að ég held að Aspas gæti nú hér um bil komist upp með að leysa af í vörninni skammarlaust (eða allt að því).

    P.S. Mikið rosalega ætla ég að njóta þess að hafa loksins að einhverju að keppa. Búið að vera allt of langt síðan maður hafði tilefni til að skoða stöðutöfluna í hverri viku (lets face it… oft á dag!)

  11. Mæli með því að sá er gengur undir nafninu “Goggurinn” verður mutaður fyrir leikinn!

  12. Þetta verður hörkuleikur ég spái okkar mönnum 2-1 sigur á móti sunderland. sturridge og sterling með mörkin

  13. Þetta verður hörkuleikur sem fer 8-3 (Suarez 4, Sturridge 2, aðrir minna).

  14. mað læðist að mer að sa grunur að suarez smelli i fernu a morgun 😉

  15. hvað ef Gerrard fær 2 gul á morgun? fær hann þá bara refsingu fyrir rauða spjaldið (1 leikur) eða líka 10 gul (2 leikir)?

  16. Sælir félagar

    Þetta verður ekki eins auðvelt og menn halda. Gus Poyet er að lemja saman lið úr þessum Sunderland strákum og þeir eru að berja st fyrir lífi sínu í deildinni. Þetta ætti samt að verða nokkuð öruggur sigur ef BR skrúfar hausinn rétt á sína menn.

    Þar af leiðir að eftir nokkurn barning og smá vesen þá mun dómari leiksins sleppa Gerrard endalaust við spjaldið sem hann vill fá í þessum leik. Hann sleppur því spjaldlaus í gegnum leikinn og leggur upp eitt, skorar annað og fær svo heiðurs-skiptingu eftir 70 mín. Niðurstaðan 3 – 1 og allir kátir og líka Poyet og hinir í Sunderland að sleppa með svo fá mörk á bakinu.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  17. Þetta verður einn af þessum rólegu Liverpool leikjum á þessari leiktíð, ekki mikið skorað og vörninn okkar spilar vel í þessum leik svo ég segji 4-3 Liverpool 😉

  18. Ekki hrifinn af gorgeirnum í mönnum hér!! spài 0-3 og það er ykkur helvítis bjartsýnismönnunum að kenna, skammist ykkar fyrir að jinxa leikinn

  19. Ég er bara að vona að okkur takist að bæta meðalmarkatöluna okkar um 0,02 mörk í leik(!!) það sem eftir lifir leiktíðar. Það myndi þýða 2,75 mörk per leik x 8 sem gefur okkur 104 mörk sem þá JARÐAR Tjelskí 09-10 metið (103)
    Og auðvitað að Suarèz læsi amk 4 þannig að einstaklingsmetið sé okkar einnig – (ekki verra ef hann setti 7 og tæki þá líka metið frá því leikirnir voru 42)
    Þannig að ég verð sáttur ef leikurinn fer 2,75 – 0 á morgun

  20. Eru menn alveg að missa sig hér, ég held að menn ættu að eins að halda í hestinn og taka einn leik í einu og meta stöðuna eftir hvern leik en ekki missa sig í einhverju rugli því að þetta er fljót að breytast í báðar áttir.

  21. 2 – 0, rólegur leikur. Finnst engum öðrum sérstakt að óska ManUtd sigurs? Veit varla hvernig ég á að hegða mér.

  22. Horfi bara hlutlaus á þennan United – City leik, ég bara treysti því að Liverpool hafi sjálfir fyrir því að slátra City!

  23. Ragnar #26 – það er ekki nóg, við þurfum líka að treysta á aðra

  24. Myndi það nú drepa United menn að læða inn eins og tveim mörkum svona rétt í lokin?

  25. Arsenal að choke-a undir restina? Þeir eiga City næst og svo Everton, þvílíkur leikur sam það verður. Everton gætu þá hirt 4. sætið eftir allt saman. Virkilega áhugavert season sem þetta er að verða

  26. Þetta Everton lið er ekki að gefast upp. Ég hef smá áhyggjur af kröftugum lokaspretti hjá þeim.

    Og já svo tapar Liverpool 1-3 á morgun.

  27. Gummi #32 og fleiri,

    Everton eiga Man Utd, Arsenal og City eftir, auk Southampton úti. Það þýðir auðvitað að þau lið geta ekki öll snarmokað inn stigum. Ekki að Man Utd séu neitt áhyggjuefni lengur upp á 4. sætið; þeir myndu að öllum líkindum þurfa fleiri stig en þeir geta fræðilega náð til að eiga möguleika úr þessu.

    Everton eru með fantagott lið, það verður bara að segjast eins og er. Geta náð okkur með þriggja leikja sveiflu, sem er auðvitað ekki útilokað. Misstig Arsenal í kvöld kemur sér vel, þar sem við erum sem stendur með hálfan annan fót í topp 3, frekar en bara topp 4. Bæði Everton og Arsenal þyrftu að ná okkur til að valda alvöru skráveifu. Sé það ekki gerast meðan þau eiga eftir innbyrðis viðureign.

    Með sigrum í næstu þremur leikjum eru allar líkur á að við verðum svona 99.5% öruggir með 4. sæti og 90% með 3. Þá myndi sem sagt þurfa svona 0-2-3 run í lokaumferðunum (OG annað/önnur lið að moka inn stigum) til að illa færi.

    Meistaradeild án Manchester United OG Arsenal er algjörlega raunhæfur möguleiki eins og þetta er farið að líta út. Arsenal eiga næst City heima og Everton úti. Sennilega algjört make or break fyrir þá. Eiga svo mun viðráðanlegri leiki eftir það. En Everton – Arsenal verður eitthvað magnaður leikur!

  28. ekki má gleyma því að sunderland eru búnir að ná fleiri stigum á útivelli en heima og eru í 13 sæti þar en við erum vist að tala um anfield þannig 3-1 sakho með 2 og suarez 1

  29. Mér er alveg sama hvernig við vinnum þennan leik, má fara 1-0, 2-1 eða hvað sem er. Málið er súpereinfalt, við VERÐUM að ná í 3 stig í kvöld og ég hef mikla trú á liðinu okkar. Strákarnir eru hrikalega vel einbeittir og hafa bullandi sjálfstraust, en slíkt sjálfstraust halar inn mörgum aukastigum þegar á reynir.

    Vona að Sakho fari að detta inn og verði þarna með Skretl í miðvarðastöðunum, þvílíkt par sem það gæti orðið. Ekki bara hrikalegir sterkir í vörninni heldur líka mjög mikil ógnun í boxinu hinum megin í föstum leikatriðum.

    Ég er gjörsamlega að missa mig úr spenningi yfir þessu tímabili. Við eigum þetta svo sannarlega skilið eftir allan sársaukann undanfarin misseri og ekki skemmir fyrir að mu eru fastir með kúkableyjuna á sér og losna ekkert við hana.

    Hef séð nokkra leiki með Sunderland í vetur og þeir eru baráttuhundar! Eins gott að mæta ekki með silkihanskana, heldur taka vel á þeim og klára leikinn skikkanlega. Hlakka mikið til að fá Borini heim í sumar, hann hefur hrifið mig mjög mikið í vetur.

    2-0 og partýið heldur áfram!

    p.s. Mikið hrikalega var sætt að sjá arsenal skora sjálfsmarkið í restina í gærkvöldi! 🙂

  30. Ekki bara að mann dreymi á daginn um titilvonir heldur dreymdi mig í nótt að Liverpool væri að vinna Sunderland 9-1 !!

    Svaka góður draumur maður…..

  31. Tvö lið frá Bítlaborginni í Meistaradeild næsta vetur ásamt Chelsea og City?

  32. Mér er sama um einhverja jinxhræðslu manna.
    Við erum að spila á Anfield, eftir langa bið. Í toppbaráttu. Gegn liði í fallbaráttu. Með SAS. Á þvílíku sigrarönni.
    Við EIGUM að klára þennan leik. Tap eða jafntefli væri hreinlega ófyrirgefanlegt, og þeir vita það.
    Menn hljóta að mæta virkilega mótiveraðir. Spái markaveislu.

  33. Sæl og blessuð öll!

    Óhætt er að fullyrða það!

    Sjálfur spáði ég því fyrir jól að við myndum tapa alls 8 stigum, það sem eftir væri móts. Sex þeirra fuku á Stafnfurðubrú og við Etíhatsvirki og hef ég því beðið eftir þessum tveimur sem eftir eru. Átti satt að segja von á því að þau fykju á Gamla Traðarvaði en blessunarlega varð sú ekki raunin.

    Grunar að ýmislegt annað komi til með að fjúka þaðan – Moyes blessaður er það átakanlegasta sem maður hefur séð í langa tíð. Lagði það á mig að fylgjast með seinni hálfleik í grannaslagnum þeirra í gær og þvílík hörmung. Ekkert plan – hvorki, C, B, né A. Bara hægur bolti án nokkurrar baráttu né að því er virðist skipulags. Miðborgarmenn voru svo sem ekkert að heilla mig en gerðu það sem gera þurfti. Stóð mig að því að hvetja þá raunarmæddu Samvinnumenn áfram, hélt ég ætti ekki eftir að lifa það – en auðvitað bar það engan árangur. Strímið mitt er líka nokkrum mínútum á eftir áætlun.

    Ég er aldrei sannfærður um sigur, hver sem mótherjinn er. Líklega hefur seitlað of mikið af vonbrigðum niður í undirmeðvitundina, síðustu árin. Hver man ekki eftir tímabilum þar sem hverjum stórlaxinum á fætur öðrum var landað en smátittirnir léku sér að okkur?

    Hver veit nema að stigin tvö sem eftir eru í “pottinum” glatist í kvöld? Skynsemin segir að slíkt sé nánast óhugsandi en neðan úr djúpinu gusast upp gömul svekkelsi og sárindi sem fá mann til að efast.

    3-3?

  34. Tek undir með #39, það er engin ástæða til annars en að búast við og ætlast til að LFC vinni Sunderland á heimavelli, ekki síst miðað við formið sem er á liðinu.

    Annars eru allir leikir sem eftir eru bara úrslitaleikir hjá þessum topp þremur liðum, það er ekkert gefið í þessu. Ég held við getum bókað CL fótbolta næsta tímabil, spurningin er hvort við séum að fara að sjá óvænta meistara krýnda að auki ?

  35. Lúðvík, við höfum nú þegar tapað 10 stigum frá jólum. Chelsea – 3, City – 3, Aston Villa – 2 og WBA – 2

    Ég ætla að spá þessu 5-0 í kvöld! Suarez með 3, Hendo og Glen Johnson setja sitthvort markið!

  36. Lúðvík #40 – Ertu viss um að þú sért ekki Arnaldur Indriða í dulargervi?

    Ég er bjartsýnn og spenntur, lýsir því kannski best að ég vaknaði fyrir hádegi á frídegi. Ég vill sjá Sakho í byrjunarliðinu, Agger virðist ekkert ætla að skána. Sakho gæti reynst okkur mjög mikilvægur á lokasprettinum, sérstaklega gegn Chelsea og City þar sem þessi maður virðist ekki gera sér grein fyrir hvort hann sé að spila gegn litlum eða stórum liðum, hann er alltaf mótvieraður og leggur sig rúmlega 100% fram í hverjum einasta leik.

    Ég sakna Lucas, ég veit ekki af hverju því að liðið hefur aldrei spilað eins vel og það er að gera núna. Ég veit ekki hver mín skoðun á spjaldavandræðum Gerrard er, hvort það eigi að hvíla hann fram að stórum leikjum, láta hann næla sér í viljandi gult spjald í kvöld eða bara láta hann spila sinn leik og það ræðst hvað gerist. Ég persónulega treysti honum til þess að spila næstu 3 leiki án þess að fá spjald, en þá þyrfti að setja hann á miðja miðjuna og Lucas eða Allen í djúpu stöðuna.

    Þó svo að Coutinho hafi lagt upp 2 mörk í síðasta leik, þá er ég að vonast til þess að sjá minn mann, Sterling, í byrjunarliðinu. Það erfiðasta við starf Rodgers er sennilega að hann getur í rauninni bara haft annan þeirra í byrjunarliðinu.

    Tökum þetta 5-2, í svipuðum leik og gegn Cardiff.

  37. Nr. 43

    Eru þeir ekki að kaupa sama efni og notað er í MOTD? (er að spyrja, þekki þetta ekki).

    Þeir eru með þetta fyrir ísl sjónvarp og miða þá líklega þáttinn við þá sem horfa ekki á MOTD. Finnst Messan allajafna fínn þáttur.

  38. Sæl bræður og systur.

    Þar sem gengi okkar manna hefur verið hreint stórkostlegt og fólk talar ekki um annað en hversu frábæran bolta okkar menn spila,hversu stórkostlegur þjálfari Brendan er þá er ég dauðhrædd um að eitthvað af allri þessari velgengni eigi eftir að yfirgefa okkur. Kannski er það vegna þess að svoleiðis hefur það alltaf verið okkur hefur gengið vel í 2-3 leiki þá kemur einn alveg ömurlegur…

    Ég hef undanfarið varla þorað að minnast á Liverpool því þá byrjar fólk…hvenær fer Rodgers til Barcelaona tekur hann SAS með sér og ósjálfrátt fer maður að hugsa tilbaka þegar sama fólk sagði , hverjum datt í hug að ráða þennan mann hvað hefur hann gert, og svo gamla góða tuggan “það sem þið þurfið að gera er að losa ykkur við helv…rasista mannætuna hún skemmir alla stemmingu”
    Afhverju dettur engum í hug að segja mikið er gaman að sjá hvað allt blómstrar hjá ykkur, þið hafið veðjað á réttan stjóra og hann vann með Suaréz og fékk hann til vinna og í dag er hann besti leikmaður heims. Líklega er þetta öfund og þegar ég sá á Twitter í gær að mikill meirihluti stuðningsmanna Man. Utd óskaði eftir stórum sigri City bara svo að okkar líkur á titlinum minnkuðu þá var ég bara gráti næst…ég myndi aldrei óska eftir tapi minna manna bara til að minnka líkurnar á sigri einhvers annars. Ég og ég veit að allir stuðningsmenn Liverpool óska alltaf ALLTAF eftir sigri í hverjum leik…

    En nóg um það upphituninn frábær eins og allt sem skrifað er á þessa síðu og ég vona svo sannarlega að leikurinn fari 14-2 en verð alveg helsátt ef Liverpool skorar fleiri mörk en Sunderland og heldur áfram að vera eina taplausa liðið í deildinni.

    Ef gleði og hamingja yfir gengi þíns liðs væri mælanlegt á skalanum 1-10 þá mældist mín gleði og hamingja 82 og færi hækkandi….það er alltaf gott og gaman að vera Poolari en í dag er það bara dásemdin ein og ég ætla bara að njóta þess.

    Þangað til næst
    YNWA

  39. Þori varla að segja þetta miðað við það sem á undan er gengið………… skítsama um markskor svo framalega sem þrjú stig koma í hús!

  40. #43 og #45 Babu

    Þeir eru að nota sama efni(sýnishorn úr leikjunum) en sumt af því sem þeir eru að segja er nánast bara þýtt beint upp frá ‘sérfræðingunum’ hjá MOTD.

    http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP25738

    Í þessari klippu sem dæmi þá finnst mér Bjarni Guðjóns bara vera að segja það nákvæmlega sama og Shearer er að segja hérna:

    http://motd.lfc.vn/cardiff-liverpool-hd-s14-w31/#more-422 – spólar á svona 10 mín.

    Og þetta eru ekki einu klippurnar sem maður getur borið saman frá messunni og MOTD..

  41. Horfði á Manchester leikinn, mikið rosalega er mikill munur á þessum liðum, ef Moyes heldur starfinu þá ætti hann að koma til greina sem framkvæmdastjóri ársins, það væri ótrúlegur árangur.

  42. Alltaf er maður að bíða eftir leiknum sem ekkert gengur upp, öll skotin eru stöngin út í bland við stórleik hjá markmanni andstæðinganna. Við höfum séð ófáa slíka leiki í gegnum árin, en eitthvað hefur slíkur leikur látið biða eftir sér þetta seasonið. Ég vona að við þurfum að bíða ennþá lengur eftir honum, og löndum öruggum 3-0 sigri

    Maður er satt best að segja farinn að gera sér vonir um dollu í vor, þó við séum ennþá underdogs og allt þurfi að ganga upp til að svo fari

    Ég er hinsvegar ágætlega bjartsýnn á, og finnst þetta lið nánast eiga það skilið, að eitt eða tvö markamet falli. Þar eru í boði met eins og Flest mörk skoruð í úrvalsdeild, Markahæsti leikmaður úrvalsdeildar frá upphafi og Markahæsta sóknarparið. Mér finnst þetta geggjaða lið sem við eigum, eiga það skilið að skrá sig á nöfn sögunnar á einhvern hátt, en falli ekki í gleymsku sem lið sem átti ágætis rönn en lenti í þriðja sæti.

    Ef ég mætti velja þá þætti mér skemmtilegast (og sanngjarnast) að þeir geri það með því að landa dollunni, en til vara þá mættu þeir taka eins og eitt eða tvö met.

  43. Finnst sumir fullbjartir fyrir kvöldið… en miðað við gengið síðustu vikna er það ekki skrýtið! En ég ætla að vera hógvær í minni spá og segi 2-1 þar sem Sterling skorar sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok.

    Annars er athyglisvert að skoða innbyrðisviðurreignir 7 efstu liðanna í deildinni og svo hvernig þessum sömu liðum hefur gengið gegn fimm neðstu liðunum. Oft verið sagt að Liverpool sé svo gott í stóru leikjunum en detti svo niður í “minni” leikjunum. Ég hef allavega verið þeirrar skoðunar. En miðað við þetta tímabil eru ágætis líkur á að Man.City tapi stigum gegn liðunum í neðri hlutanum:

    Topp 7
    Nr. Lið: (leikir) Stig: (meðaltal) Markahlutfall
    1. Chelsea (11) 24 (2,18) 20-5
    2. Man.City (10) 21 (2,10) 30-10
    3. Liverpool (9) 16 (1,78) 23-10
    4. Arsenal (10) 12 (1,20) 9-19
    5. Everton (9) 9 (1,00) 7-13
    6. Tottenham (10) 9 (0,90) 7-20
    7. Man.Utd. (11) 6 (0,55) 6-19

    Og svo gegn botnliðunum 5:

    1. Arsenal (9) 25 (2,78) 22-4
    2. Liverpool (7) 19 (2,71) 24-9
    3. Chelsea (7) 17 (2,43) 18-9
    4. Tottenham (8) 19 (2,38) 10-3
    5. Man.Utd. (9) 20 (2,22) 19-8
    6. Man.City (7) 15 (2,14) 19-10
    7. Everton (7) 10 (1,43) 7-4

    Smá útúrsnúningur en ég fór að spá í þetta eftir upprúllun bláa liðsins í Manchester á grönnum sínum í gær…

  44. Sæl öll
    Er orðinn vægast sagt spenntur fyrir leikinn í kvöld, er sem fyrr hæfilega bjartsýnn en vona það best.
    Ein pæling sem mig langaði að fá komment frá ykkur, ef þið nennið.
    Ég hef mikið dálæti á unga Coutinho, fannst hann vera geðveikur þegar hann kom inn í liðið, helsjúkt þegar hann skoraði fyrsta markið í sínum fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður. Hinsvegar að undanförnu hefur mér fundist aðeins renna af honum, hann ekki vera eins beittur, þá sem skot- og markamaður. Getur verið að ástæðan að hann að sinna meiri varna vinnu eða er hann pressaður meira en var í fyrra ? Finnst vera eins sendingarnákvæmnin hafi e-ð minnkað. Var að vona fyrir hans hönd að hann hefði náð að spila sig inn í Brazilíska landsliðið en hann horfir á HM í sumar, eins og ég 🙂 Góða skemmtun í kvöld.

  45. Upp á síðkastið hef ég nú verið svartsýnn fyrir leiki, en liðið jafnharðan troðið sokk upp í mig. Held ég breyti ekkert út frá því. Vona að liðið geri það ekki heldur.

  46. Nr. 53

    Þegar Coutinho kom inn var hann að mig minnir bestur þegar hann var að spila fyrir aftan einn sóknarmann (í holunni), nánast sem annar sóknarmaður og ekki með miklar varnarskyldur. Þegar Suarez og Sturridge spila saman (tala nú ekki um Sterling líka) er hans hlutverk aftar á vellinum eða út á kanti og hann því minna áberandi sóknarlega.

    Hann hefur stórbætt sig varnarlega og á nokkrar magnaðar sendingar í vetur sem hafa byrjað sóknir. Efa stórlega að Rodgers sé sammála því að hann hafi dalað eitthvað á þessu tímabili, hans hlutverk er bara allt annað. Ef maður með þennan leikskilning og tækni nær að þróa leik sinn sem miðjumaður erum við að tala um ansi spennandi leikmann.

  47. #53

    Coutinho er ennþá jafn góður leikmaður, gæði Suarez, Sturridge og Sterling hafa örlítið skygt á hann. Coutinho hefur líka fækkað skotunum sínum, sem betur fer segi ég því að hann var mjög óheppinn þegar hann átti góð skot og skaut mjög oft á aulalegum tíma.
    Hann hefur ekki verið eins mikið í úrslitasendingunum en hann hefur verið duglegur að dreyfa spili og það sem mér þykir mjög mikilvægt, hann er mjög þolinmóður – Sem er mjög sjaldgæft hjá svona ungum leikmönnum.

  48. Ofsahræddur við alla bjartsýnina hér fyrir leiknum í kvöld, óttast ströggl af okkar hálfu gegn neikvæðu Sunderland liði. Vonast að sjálfsögðu eftir þægilegum sigri og skal glaður éta hattinn minn ef þetta verður rúst, en það er beygur í mér. Liðið ekki spilað heima lengi, mikið tilstand fyrir leik og flestir á vellinum búast við upprúllun. Ef þetta mótiverar ekki andstæðinginn veit ég ekki hvað. Óttast 1-1 jafntefli.

  49. Samkvæmt http://www.physioroom.com er Fletcher meiddur. Ég veit ekki hvort að það hafi verið búið að koma fram hér fyrir ofan, ég tók í það minnsta ekki eftir því. Góðar fréttir fyrir okkur.

  50. Liðið er að spila það vel þessa daganna að maður er ekki einu sinni hræddur við jinx, við erum einfaldlega að fara fá markaregn í kvöld og líklega nýtt markamet í Úrvalsdeildinni hjá Suarez.

    YNWA

  51. Mikið hlakka ég til að horfa á LIÐIÐ mitt 🙂 4-0 LS með 3ennu …

  52. “And now you’r gonna believe us, and now you’r gonna believe us. Now you’r gonna belieeeeve ussss, we’r going to win the league. We’r off to win the league, we’r off to win the league, and now you’r gonna believe us, we are going to win the league” 🙂
    Ég er búinn að vera raulandi þetta núna síðan fyrir síðustu helgi og á meðan það er möguleiki á titlinum þá ætla ég að halda því áfram.
    Hvers vegna á ég ekki að hafa gaman af núinu?
    Akkuru á ég ekki að leifa mér að dreyma, þegar draumurinn er bara vel innan raunsæismarka?
    Hvað er athugavert við það að njóta þess hversu skemmtilegan bolta liðið okkar er að spila og markanna sem framherjarnir okkar eru að raða inn?
    Ég veit það vel að við eigum eftir að fá Tottenham, Man. City og Chelsea til okkar, en miðað við runnið á okkur þá finnst mér bara ekkert að því að hlakka til þeirra leikja (með eðlilegri kvíðablöndu) og eiga von á sigri í þeim leikjum, eins og öllum þeim sem við eigum eftir.
    Ef við vinnum Chelsea og bæði lið vinna rest, þá erum við tveim stigum á undan þeim.
    Ef við vinnum Manchester City og bæði lið vinna rest, þá eru þeir einu stigi á undan okkur, en þeir eiga Arsenal og Everton eftir á útivöllum og þar má alveg reikna með einhverjum stigum töpuðum.
    Þannig að mér finnst ég bara alveg getað leift mér að dreyma og njóta augnabliksins 🙂

    “And now you’r gonna believe us, and now you’r gonna believe us. Now you’r gonna belieeeeve ussss, we’r going to win the league. We’r off to win the league, we’r off to win the league, and now you’r gonna believe us, we are going to win the league” 🙂

  53. Sunderland verdur varla mikil fyrirstada..madur veit samt aldrei. Likurnar eru samt meiri ad leikurinn fari 5-2 heldur en 0-0..sem segir allt sem segja tharf.

  54. já ég horfði einmitt á motd og þegar ég horfðu á messuna í gær þá hélt ég að ég væri búinn að horfa á hana þar sem að þeir sögðu nákvæmlega það sama og sérfræðingarnir í motd.. en já klárlega sammála því að fá sakho inn fyrir agger og skipta gerrard útaf í stöðunni 3-0 á 60 mín

  55. Kæru vinir, við erum að upplifa ástand sem er sjaldgæft og dýrmætt. Þetta Liverpool lið er komið í þannig flæði að minni liðum er einfaldlega sópað í burtu.

    Ég hef upplifað svona ástand með fótboltaliði (reyndar bara í efstu deild á Íslandi) og það er frábært ástand því maður fer að hugsa um leikinn út frá tjáningu og skemmtun, en ekki sigri eða tapi. Í þessu ástandi verður til svo sterk trú á heildina að minni háttar hikst einfaldlega nær ekki inn. Ekki frekar en hjá 10 ára guttum sem óheftir leika sér á sparkvöllum út um allan heim. Þeir bara halda áfram að spila fótbolta. Dæmi um þetta er hvernig liðið fór ekki á taugum þegar það lenti undir tvisvar á móti Cardiff heldur einfaldlega skoraði nokkur mörk í viðbót.

    Það eina sem getur stöðvað okkur núna er ofurefli. Og einu liðin sem hugsanlega skilgreinast sem ofurefli fyrir þetta Liverpool lið eru City og Chelsea.

    Þetta er sweet kæru vinir, njótum þess sem í boði er því það er ekki víst að við upplifum svona flæði nokkru sinni aftur, jafnvel þó liðið verði talsvert sterkara en það er í dag. Þannig var það a.m.k. í mínu liði á sínum tíma.

  56. Er hræddur við þennan leik. Sunderland á eftir að pakka í vörn, með durtana O´shea og brown í vörn. Þeir eiga örugglega eftir að tækla og sparka duglega í Suraez allar 90 mín. Vonandi spilar hann allar 90 mín og skorar nokkur.

    Verðum að halda hreinu, spái þessu 2-0 fyrir okkur.

    Höldum áfram að láta okkur dreyma ! ! !

  57. Gunnar#62

    Langaði til að standa upp og taka undir með þér þegar þú röltir singjandi inn á Sportvitann um síðustu helgi, í smástund leið mér eins og ég væri staddur inn á gamla Allanum.

  58. það er bara alltof gaman að vera til í dag….
    eg spái þessum leik 7-0
    Veisla í kvöld

Kop.is Podcast #55

Liðið gegn Sunderland