Opinn þráður – Árshátíð

Oftar en ekki þegar maður kemur heim eftir útihátíð eða álíka partý verður maður hissa á að lesa fréttir eftir helgina. Fjölmiðlar passa að finna hverja einustu neikvæðu frétt frá helginni og gefa því mikið pláss og ná enganvegin að lýsa því hvernig helgin var hjá 99,5% gesta hátíðarinnar. Umræðan í síðasta þræði finnst mér gefa aðeins ranga mynd af því hvernig gærdagurinn var (hjá langflestum), það var alveg stórgaman á árshátíð og stemmingin á Spot yfir leiknum var rosaleg.

Máltækið segir að maður eigi aldrei að hitta hetjunar sínar og auðvitað eru þessir menn mjög misjafnir sem fengnir eru til landsins. Þeir hjá klúbbnum hafa litla stjórn á því og verða að renna nokkuð blint í sjóinn. Því miður eru ekki allir gestir eins og Neil Ruddock sem gaf of mikið færi á sér ef eitthvað er og drakk alla undir borðið, algjör meistari.

Andri Freyr orðaði þetta mjög vel í síðasta þræði. Ég sat einmitt ekki langt frá Fowler heldur og það var mjög mikil ásókn í hann. Lélegt að segja fólki að bíða þar til eftir leik og láta sig svo hverfa en ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki látíð það skemma fyrir sér kvöldið. Fowler virtist ekkert gefa aukalega af sér, strákarnir hjá klúbbnum geta frætt okkur meira um það en ég held á móti að hann hafi uppfyllt allar skyldur sem hann var með og rúmlega það þó ekki hafi hann náð (nennt) að hitta alla. Leiðinlegt ef þetta mál er það sem helst situr eftir helgina og er í fréttum.

Fowler var reyndar ekkert skárri sjálfur og lét Braga ekki í friði fyrr en hann fékk mynd af sér með honum.
Fowler var reyndar ekkert skárri sjálfur og lét Braga ekki í friði fyrr en hann fékk mynd af sér með honum.

Stemmingin á leiknum var eins og áður segir ljómandi góð og Spot fullkomlega pakkaður. Eftir hræðilega byrjun var maður klárlega smeykur við að þessi árshátíð myndi fá slæmt högg frá Cardiff. Þetta lið okkar í vetur er sérstakt í meira lagi og lokatölur leiksins magnaðar en samt ekki lengur svo óvæntar fyrir okkar menn.

Þessi stóð svo sannarlega fyrir sínu og hóf leik með látum. Kom boltanum örugglega útaf til að losa um pressu Cardiff.
Þessi stóð svo sannarlega fyrir sínu og hóf leik með látum. Kom boltanum örugglega útaf til að losa um pressu Cardiff.

En árshátíð klúbbsins er fyrir okkur Kop.is strákana góð afsökun til að koma saman og hittast og eins til að hitta fjölmarga af þeim sem við erum að spjalla við allann ársins hring. Hitti fjölmarga snillinga héðan af spjllborðinu og úr ferðum okkar út í vetur, meira að segja hann Sverri Jón sem er ennþá á því að ég sé fáviti.

Stjórnarmenn Liverpool klúbbsins eru að vinna rosalega flott starf fyrir Íslenska stuðningsmenn liðsins og það eitt að fá tækifæri til að hitta og hlusta á þessar gömlu hetjur er ekkert sjálfgefið (þó ekki hafi náðst að sinna öllum í þetta skiptið). Horfið bara til annara stuðningsliða hér á landi og munin á þeirra klúbbi vs okkar.

Einn úr þeirra hópi er að hætta í stjórn núna eftir 14 ára starf og ég efa að margir eigi heiðursfélaga viðurkenninguna meira skilið en Hallgrímur Indriða
Hallgrímur

Liverpool klúbburinn er 20 ára á þessu tímabili og óskum við hér á kop.is honum innilega til hamingju með áfangann. Árshátíðin var mjög skemmtilegt partý og gaman að tengja andlit við þá sem maður er að spjalla við hérna. Núverandi stjórnarmenn hafa líklega verið afar þreyttir í dag í nettu spennufalli. Fyrir okkur sem skemmtum okkur vel í gær reynum að muna eftir að hrósa þeim líka, jafnvel þó eitthvað smá hafi klikkað, hvað þá þar sem klúbburinn gat litlu stjórnað þar.

Mummi, Sir Bragi Brynjars, SWaage, Hallgrímur, Grétar Magg, Árni Freysteins, Hrólfur, Gestur, Karl og aðrir sem gerðu þetta partý takk fyrir okkur. Þið eigið skilið a.m.k. einn Thule (í viðbót).

Núverandi (Mummi) og fyrrverandi (SSteinn) formenn Liverpool klúbbsins fara yfir málin. - Mynd stolið af fb hjá Mumma.
Núverandi (Mummi) og fyrrverandi (SSteinn) formenn Liverpool klúbbsins fara yfir málin. – Mynd stolið af fb hjá Mumma.

ATH: Tek það svo fram að lokum að Kop.is og Liverpool klúbburinn er alveg sitthvor hluturinn og við tengjumst þeirra starfi ekki neitt með beinum hætti, góðir vinir okkar auðvitað og Bragi Brynjars er mitt helsta idol en ekki nein bein tenging. Ég gaf Fowler heldur ekki færi á að hitta mig í gær og sagði því ekki stakt orð við hann.

Langaði bara að nýta þennan vettvang til að hrósa því aðeins sem mér fannst vera vel gert, nóg er um þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Það er svo podcast annað kvöld, verðum rámir og ryðgaðir þar

Babú

38 Comments

 1. Náði ekki mynd af mér með Fowlernum en fékk að knúsa Babúinn minn. Flott kvöld. Takk fyrir mig allir.

 2. Ég verð að tjá mig aðeins um þetta líka, fyrst þetta er komið í fréttirnar.

  Í fyrsta lagi var árshátíðardagurinn frá byrjun frábær skemmtun og það skemmtu sér allir konunglega. Leikurinn var frábær og kvöldið var hrikalega vel heppnað; Gunnar á Völlum, Stefán Pálsson, Darren Farley og svo Fowler Q&A skemmtu okkur konunglega yfir góðum mat í frábærum félagsskap á Spot. Tónlistin á milli atriða var góð og svo tók við hressandi ball hjá Púllurunum í Á Móti Sól.

  Þannig að látum ekki þetta eina litla atriði varðandi Fowler skemma það sem var á heildina frábær dagur og við þökkum þeim hjá Liverpool-klúbbnum mikið fyrir að setja þetta upp.

  Þá að Fowler.

  Þetta er í 3. sinn sem ég mæti á árshátíðina. Ég mætti fyrir u.þ.b. 5 árum þegar Ian Rush var heiðursgestur og svo fyrir tveimur árum þegar Sammy Lee kom í heimsókn. Munurinn á þeim tveimur var mikill; Rush var svo mannblendinn að þótt ég ætlaði ekki að fá mynd af mér með honum (hef aldrei nennt að standa í myndum/áritunum og þess háttar, en það er bara ég) að þá vorum við Olli Teits (sem þá skrifaði á Kop.is) á barnum þegar Rush stóð allt í einu við hliðina á okkur og spurði hvort við vildum mynd og við hlóðum í það, að sjálfsögðu.

  Rush kláraði kvöldmáltíðina með stæl, var skemmtilegur á sviði og tók spurningar úr sal, og gaf það vel af sér að hann kom með mannskapnum yfir á Players eftir kvöldmatinn og tók í hendur og sat fyrir á myndum þar. Frábært.

  Til samanburðar kom Sammy Lee fyrir tveimur árum. Þá var horft á leik á Górillunni og sat hann svona eiginlega úti í horni með Guðna Bergssyni þar sem fólk virtist eiga erfiðara með að nálgast hann yfir leik. Svo kom hann og sat í matnum og tók mjög skemmtilegt Q & A eins og Rush, þar sem hann tók spurningar úr sal (m.a. frá mér). Hann var mjög skemmtilegur en gaf ekki jafn mikið af sér og Rush, og um leið og borðhaldinu lauk og ballið hófst lét Lee sig hverfa ef ég man rétt.

  Í ár kom svo Robbie Fowler. Sennilega jafn stórt nafn í sögu klúbbsins og Ian Rush (og báðir stærri en Sammy Lee sem er þó stórt nafn sjálfur) en þar sem Fowler er kynslóð yngri en Rush er eðlilegt að meira af yngri stuðningsmönnum hafi verið spenntir að hitta hann.

  Hér er það sem Fowler gaf af sér:

  Áritun í ReAct milli 11-13 á laugardag. Ég fór ekki þangað en keyrði fram á röðina í ReAct á leiðinni niður fyrir á Spot kl. 13 á laugardeginum. Ég frétti eftir á að það hafi þurft að loka á u.þ.b. 30 manns af því að Fowler var búinn á því (áritaði fram yfir kl. 13) og þurfti að mæta annað.

  Svo kom hann og var á Spot milli svona 14 og 17 en eins og frægt er orðið fór hann út með hinum Englendingunum rétt áður en leik lauk (missti af marki Suarez í uppbótartíma). Stóra umræðumálið er náttúrulega það sem gerðist þarna, það er að stjórnarmeðlimur klúbbsins fór í hljóðnemann í hálfleik á leiknum og bað fólk um að gefa honum smá séns á að anda og að hann yrði eftir leik en svo var hann farinn áður en lokaflautið gall.

  Hvort þetta er Fowler að kenna fyrir að svíkjast undan eða stjórninni fyrir að lofa upp í erminni á sér eða hvort um leiðinlegan misskilning er að ræða skal ósagt látið. En … EN … Fowler hafði ekki fengið stundarfrið frá því að hann mætti þarna kl. 14, var sem sagt búinn að sitja þarna í 3 klst. og árita og leyfa fólki að taka myndir (sagði ekki einu sinni nei á meðan hann borðaði eftir því sem mér sýndist). Fólk virti það ekki þegar stjórnin bað um smá pásu í leikhléi heldur hélt áfram að koma og biðja um myndatöku og áritanir.

  Þannig að kl. 17 var Fowler í raun búinn að vera að árita og sitja fyrir á myndum síðan kl. 11, með kannski hálftíma stoppi á milli 13:30 og 14. Það eru fimm og hálfur tími af stanslausu áreiti, og kvöldið var enn eftir.

  Þannig að við skulum ekki láta eins og Fowler hafi bara sýnt öllum fingurinn og gefið skít í Ísland.

  Svo kom kvöldið. Hann mætti sennilega um 8:30 þegar dagskráin var að hefjast og allir voru sestir. Sat við borðhald hjá Íslendingum og tók að því er virtist vel í allar beiðnir um myndir og slíkt sem héldu áfram mest allt kvöldið.

  Þegar dagskránni lauk svo á miðnætti og ballið hófst fékk hann sér drykk og fór svo út í horn á Spot með meðlimum stjórnar Liverpool-klúbbsins. Þar myndaðist eiginlega bara kássa í kringum hann sem stoppaði ekki og þegar ég fór af Spot kl. 3 um nóttina var hann enn að sitja fyrir á myndum inn á milli þess sem hann fékk sér að drekka.

  Mér skilst að hann hafi farið inn í bakherbergi til að kasta öndinni í kannski 30-45 mínútur á einhverjum tímapunkti en annars var hann á Spot að sitja fyrir á myndum meira og minna frá 8.30 til a.m.k. 3 um nóttina þegar ég fór.

  Var hann brosandi á öllum myndum? Nei, eflaust ekki og hann hefur eflaust verið orðinn þreyttur á áganginum. Það væru allir, hvort sem þeir fá borgað fyrir þetta eða ekki.

  Ég varð var við að það væri einhver óánægja með hann en ég skildi í raun ekki alveg hvaðan sú óánægja kom. Ég held að sannleikurinn í þessu öllu sé sá að jafnvel þótt hann hefði áritað helmingi lengur í ReAct og setið í tvo tíma eftir leik líka hefði hann ekki náð að sinna öllum sem voru komnir til að hitta hann. Það voru 350 manns við borðhald á Spot um kvöldið þannig að það voru eflaust 500+ manns á Spot yfir leiknum því ég hef ALDREI séð staðinn eins pakkaðann og yfir þessum leik.

  Einnig: ég hef takmarkaða vorkunn fyrir þeim sem borguðu sig ekki inn á árshátíðina og koma aldrei á Spot eða styðja starf Liverpool-klúbbsins á Íslandi ekkert en ætluðust samt til þess að fá tíma með Fowler yfir leiknum og urðu frá að hverfa.

  Sorrý, það hljómar kannski hart, en það verður einhver að segja það. Þetta hljómar eins og ekta íslensk frekja. Sumir tuða af því að hann áritaði bara einn hlut per manneskju í ReAct (en versluðu þó eflaust engan af sínum hlutum í ReAct eins og venjan er með áritanir erlendis), aðrir tuða af því að þeir fengu ekki að hitta hann eftir leik á Spot en viðurkenna þó fúslega að hafa aldrei komið á Spot og/eða ekki borgað sig inn á árshátíðina. Slíku fólki vorkenni ég bara ekki, því miður.

  Þannig að slökum aðeins á. Ég sóttist ekki eftir mynd eða tíma með Fowler, var í salnum á Spot með honum í fleiri klukkutíma án þess að nálgast hann (eins og ég segi, bara ekki fyrir mig) og hlustaði á Q & A með honum. Ég hefði viljað sjá spurningar úr salnum en ókei, það var ekki í dagskránni þetta árið en að öðru leyti sé ég varla hvað hann hefði getað gert annað en hann gerði á laugardaginn.

  Ég þakka bara klúbbnum aftur fyrir mig. Þessar árshátíðir hafa að mínu mati aldrei snúist um það hvort ég hitti einhverja hetjuna eða ekki en vegna gengis Liverpool í ár og hressleika þeirra kollega minna hjá Kop.is var þetta skemmtilegasta árshátíð sem ég hef farið á, af þeim þremur sem ég hef sótt.

  Látum smá tuð ekki skemma fyrir því.

 3. Ég held að ég hafi aldrei aðra eins hjarðhegðun og átti sér stað eftir borðhald á árshátíðinni þegar Fowler var í raun króaður af út í horni á Spot eftir að hafa verið í áritunum og myndatökum allan daginn eins og Kristján Atli benti á. Ég spurði Fowler daginn eftir hvort hann hafi lent í annarri eins ásókn í hann og hann sagði að það atvik hefði í raun verið einstakt og ekkert sérstaklega nice að upplifa. Ólíkt KA var ég í fylgd með Fowler mestalla helgina og get alveg staðfest að hann sat fyrir á ótrúlega mörgum myndum hér og þar skælbrosandi þrátt fyrir að einstaka manneskja eins og t.d. drukkin og hávær stúlka frá Birmingham hafi verið mjög ýtin. Hann var að horfa með okkur á El Clasico í gær á English pub og lét sér ekki bregða þó að hún væri að kalla til hans alls kyns bull og svo þegar hún bað um mynd með honum lét hann sér ekki um muna að sitja brosandi fyrir. Hvort sem hann sat í lobbyinu á Grand Hotel eða frammi í afgreiðslunni á Bláa lóninu hafnaði hann ekki einni einustu manneskju.

  Eina gagnrýnin í raun sem á rétt á sér er þegar hann lét sig hverfa á Spot fyrir leikslok og ég veit að stjórn Liverpoolklúbbsins þykir það miður því það kom henni í jafn opna skjöldu og þeim sem ætluðu að hitta hann eftir leik. Ég varð þó líka vitni að því að menn létu hann ekki oft í friði yfir leiknum þegar hann vildi nú bara réttilega taka smá breik og “watch football” eins og hann sagði.

 4. Amen KAR!

  Þetta er akkúrat málið, íslenska IKEA-(saltkjöts)syndrómið í hnotskurn 🙂

  Annars er bara magnað hvað íslenski klúbburinn er aktívur og hefur verið í öll þessi ár. Stórt like og respect á þá.

  Skil svo sem vel múgæsinginn sem myndaðist enda ekki á hverjum degi sem Guð mætir á klakann en fólk verður að virða takmörkin.

  Y.N.W.A!

 5. Þessi árshátíð vara bara snilld frá upphafi til enda. Fékk enga mynd eða áritun frá Fowler. Sá hann fyrir matinn en vildi ekki trufla hann og varð svo vitni að þvögunni sem minnst er á hér að ofan og nennti ekki að taka þátt í því. En Q&A hjá honum var mjög skemmtilegt og margar góðar sögur þar frá kallinum.

  Það var hinsvegar ekkert mál að fá mynd með Team Cissokho og var frábært að hitta þá kumpána. jafnskemmtilegir í eigin persónu og þeir eru góðir pennar hér á kop.is

  Bara takk fyrir mig.

 6. Ég skil vel hvaðan þú ert að koma KAR en mig langar aðeins að segja þetta frá mínu sjónarhorni.

  Ég hafði því miður ekki tækifæri á að komast í React og standa í röð þar sem ég komst ekki til Reykjavíkur nema fyrir þær sakir að það var óvænt bætt við vél frá Akureyri kl 14:00 sem ég gat stokkið í. Ég ætlaði mér að keyra en veðurguðirnir ákváðu að loka öllum leiðum frá Akureyri í rúmmlega tvo daga svo ég satur fastur heima hjá mér. Þegar ég lenti á Reykjavíkuflugvelli brunaði ég beint á Spot til að ná restinni af leiknum. Auðvitað var það fyrsta sem mig langaði að gera var að berja gamalt átrúnaðargoð augum þó svo ég myndi á þessum tímapunkti aldrei fá neina áritun. Maður áttaði sig á því að kallinn var örugglega orðinn lúinn og vildi bara njóta þess að horfa á leikinn sem skiljanlegt.

  Svo kom kvöldið sjálft. Hann mætti seint eins og þú kemur inn á og þar sem hann situr var alls ekki sjálfsagt að koma til hans og fá mynd. Einn af þeim sem ég sat með ætlaði að reyna það en honum var ýtt í burtu. Ég ákvað því ekki að reyna enda vildi maður ekki sýna af sér hefðbundna íslenska frekju. Markmiðið var þó að fá ekki nema eina mynd sem tæki mögulega 5 sek og þá var ég ánægður.

  Eftir að Fowler gekk niður af sviðinu eftir að hafa verið í smá Q&A þá fór fólk að reyna fá mynd af sér með kappanum þar sem hann gekk í sætið. Um leið og einhverju tveir höfðu náð mynd með því að ríghalda í kappann og neita honum um ganga áfram kom einhver englendingur og bannað allt slíkt og Fowler fór einhvert burtu, ekki í sætið sitt þó. Eftir þetta hélt ég að hann væri hreinlega alveg farinn því ég sá hann ekkert eftir þetta.

  Þar sem KAR segir hér fyrir ofan er alveg rétt. Við megum ekki vera frek og kæfa manninn á svona stundum. Við eigum að vera ánægð með að fá slíkar stjörnur.
  En á sama tíma þá verður þessar stjörnur að búast við slíkum aðstæðum og það er spurning hvort það þurfir ekki bara að halda aðeins betur um þetta næst þegar svona stórt nafn kemur. Maðurinn fékk mjög vel borgað fyrir að mæta hingað og hlýtur að hafa áttað sig á því að hann yrði vinsæll. Það getur ekki talist óeðlilegt að svona nobody frá Íslandi eins og ég vilji eina mynd með manninnum sem ég hef horft á, dáð og dýrkað frá því að ég man eftir mér.

  Nú borgaði ég miða á hátíðina. Ég tók óvænt flug suður á síðustu stundu til þess eins að komast á hátiðina og svo flug aftur norður. Eins og margir vita er flug á síðustu stundu ekki alveg gefins í dag. Þetta kostaði mig yfir 50% af því sem Anfield ferð hefði kostað. Stór ástæða þess að ég var tilbúin að borga þetta var vegna þess að Fowler var hér.
  Ég er örugglega týpiskur svona “bola” maður eins og þetta er orðað. Mig langaði alveg geðveikt í mynd en mig langaði ekki að þurfa að vera ógeðslega frekur eða dónlegur til þess að fá eins og eitt stykki mynd. Ég og félagi minn ræddum um þetta. Hefði hann mætt kannski aðeins fyrr og það hefði hreinlega verið ljósmyndari á svæðinu sem tækju mynd af einstaklingum með Fowler. Einungis þeir með miða hefðu fengið mynd. Hver myndtaka hefði geta tekið svona 10-15 sek. Þetta hefði geta tekið fljótt af og þá hefðu allir sem vildu geta fengið mynd og hann möglega meiri frið það sem leið á kvöldið. Enginn hefði þurft að vera með frekju.

  En kvöldið var skemmtilegt þrátt fyrir þetta. Ég fékk reyndar ekki knús frá Babu líkt og Eiríkur en átti annars ágætis spjall við hann. Ég tek knúsið á þetta í næstu árshátíð.

  En annars óskar maður klúbbnum til hamingju með afmælið. Þarna er unnið frábært starf og ég er ekkert annað en stoltur af því að tilheyra þessa frábæra samfélagi. Ekkert annað lið á jafn mikið af dyggum stuðningsmönnum hér á Íslandi eins og okkar ástkæra Liverpool!

 7. Sælir félagar, ég var bæði á Spot meðan að leikurinn var og svo á árshátíðinni um kvöldið.
  Hefði alveg verið til í mynd af mér og Fowler, en þegar ég sá hvað hann fékk lítinn frið þá ákvað ég bara að láta það eiga sig, enda hitti ég Magga, Babu og fleiri kop snillinga, gott ef ég fékk bara ekki smá knús frá þeim. Miklir öðlingar þessir drengir. Skemti mér gríðarlega vel á árhátíðinni, Liverpool klúbburinn á heiður skilið.

  Takk fyrir mig.

 8. Ef þú átt mynd af þér með Robbie Fowler tekna á laugardaginn þá ert þú einn af fjölmörgum frekjum sem truflaði guð. Þetta er ekki lengur neitt til að gorta sig af, eyddu myndinni.

 9. Þar sem þetta er nú opinn þráður (og ég komst ekki á árshátíðina og get því voða lítið tjáð mig um stóra Fowler málið):

  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/10718135/Liverpool-strike-fear-into-Premier-League-rivals-after-six-goal-show-at-Cardiff.html

  “It is a peculiar law, but Solskjaer might ask his two defenders if an opposition corner is the best time to request a face and leg massage.”

  Verð reyndar að játa að ég hef pínku samúð með Solskjaer þarna, en breytir því ekki að þeir sem voru inni á vellinum dekkuðu ekki nógu vel í horninu.

 10. Já ég verð nú að segja að ég náði ekki mynd af mér með kallinum, ekki áritun heldur, En að hann hafi ekki gefið af sér er kolrangt og bara pirrandi að lesa um hér á vefnum, allstaðar sem hann fór var hann að leyfa myndatökur og gaf áritanir. Þegar hann fór rétt eftir leikinn þá veit ég að hann ætlaði að ná sér í kríu fyrir langt kvöld, held hreinlega að það hafi gleymst að láta hann vita að fólk hefði verið beðið um að bíða þar til eftir leik. Þvagan sem myndaðist síðan á árshátíðinni var bara fáránleg hann var koin út í horn og það þurfti 2-3 menn til að hald þvögunni frá því að hún færi bara yfir hann, það róuðust nú allir á endanum, enda veit ég til þess að fullt af fólk fékk myndir og einvherjir áritanir. Hann hélt svo áfram að leyfa af sér myndatökur fram eftir morgni.

 11. Ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta mál varðandi Fowler, ég sé að hér eru menn að verja guðinn sinn eins og þeir geta á meðan aðrir að springa úr frekju afþví þeir fengu ekki allt sem þeir vildu.

  Hinsvegar fór ég sjálfur í ReAct og ég var 1 af síðustu 5 sem fengu að troða sér inn um hurðina áður en lokaði og ég verð að segja að ég missti smá álit á Guðinum mínum þarna, Ekki vegna þess að hann áritaði ekki “allt” sem ég kom með, ég kom bara með eina LFC treyju sem ég keypti úr ReAct í Byrjun tímabilsins, heldur vegna þess hvernig hann kom fram á þessu augnabliki.

  Ég fór ekki á Spot né Árshátíðina, þó svo ég hafi ætlað, þannig ég veit ekki hvernig hann var það, en á þeim tíma sem ég sá hann inní búðinni var hann að árita á treyjur og vildi ekki láta taka myndir með sér og fólki, heldur labbaði hann hringinn í röðinni, krotaði á allt sem hann gat og leit ekki upp á fólkið, hann áritaði mína treyju en allan tímann leið mér bara illa að vera þarna inni og mér fannst ég engannveginn velkominn þangað, honum langaði ekkert að árita þetta og dreif sig bara í burtu.

  Þrátt fyrir það er ég rosalega þakklátur fyrir að fá nafn guðs á treyjuna mína, fyrir utan það að þetta er bara sikksakk krot, Með ónýtum tússpenna sem sérst ekki nema í mjög miklu ljósi…

  Ég er ekki að segja að ég sé vanþakklátur fyrir þetta eða að ég vildi fá meira áritað eða mynd og ég var ekki einn þeirra sem elti hann um og bað um mynd, þegar ég sá að hann var að drífa sig tók ég bara treyjuna mína og fór, En mér finnst að ef maðurinn nennir þessu ekki eins og margir hér eru að afsaka hann fyrir, þá á hann ekki að vera þyggja peninga til að gera það og síðan gera það illa.

 12. Sæl.

  Við mættum í ReAct kl.10:30 biðum í skemmtilegri biðröð í smá tíma, hittum svo Robbie og hann áritaði nokkra hluti sem við vorum með síðan fengum við mynd með honum. Hann var kurteis og skemmtilegur ( hvað annað hann er jú Poolari) Við skelltum okkur svo á þessa frábæru árshátíð þar sem maturinn var framúrskarandi og ræðumaður kvöldsins kom skemmtilega á óvart. Ég var alveg sátt við daginn og fannst Robbie gefa hverjum einstaklingi tíma. Stjórn Liverpoolklúbbsins á þakkir og heiður skilið fyrir að skipuleggja svona stórkostlega árshátið. Ég hlakka bara til næstu árshátíðar og fyrir mér er það bara rúsínan í pylsuendanum að hitta einhvern þekktan Poolara samveran með öllum þessum skemmtilegu íslensku Poolurum er alveg nóg….
  Þangað til næst,
  YNWA

 13. Tek undir með KAR heilshugar.

  Ég mætti á B5 kvöldið áður og hitti Fowler á djamminu og svo Spot allan daginn eftir og get vel staðfest að áreitið sem hann fékk var óhugnalega mikið. Hann gaf mjög mikið af sér á þeim tíma sem ég sá til, þe. heilsaði fólki og leyfði myndatökur hægri vinstri. Auðvitað er leitt að einhverjir fengu ekki myndir af sér með honum eða áritun (já ég fékk ekki áritun en ég náði mynd!!!) en ég tel þó að hann hafi farið vel fram úr því sem til var af honum ætlast. Veitti áritanir mun lengur en stóð sig vel. Flott Q&A og geggjað djamm.

  Hann virkaði hlédrægur og kannski ekki hressasti maður í heimi en hvaða máli skiptir það?
  Hann er GUÐ fyrir það sem hann gerði inni á vellinum, fyrir öll mörkin sem hann skoraði og ást hans á klúbbnum.
  Mér gæti ekki verið meira sama þó hann hafi ekki verið nógu hress í fasi eða hrókur alls fagnaðar og hefur álit mitt á honum ekkert breyst. Hann er enn hetjan mín.

  Til þeirra sem stóðu að komu hans til landsins. Takk kærlega fyrir mig. Þetta var algerlega geggjaður dagur sem voru toppuð með frábærum úrslitum og æðislegum félagsskap.
  Gæti ekki verið sáttari!!

 14. Mig langar að byrja á því að þakka Liverpoolklúbbnum fyrir frábæra árshátíð og það er forréttindi að vera í þessum klúbbi og ekki sjálfgefið að fá svona stór nöfn til að heimsækja okkur ár eftir ár. Það eitt og sér er bara einstakt en fólk er bara orðið of vant því og finnst þetta bara sjálfsagt mál. Stærri stuðningsmannaklúbbar en okkar á litla Íslandi sem eru í öllum heimshornum eiga ekki brake miðað við nöfnin sem við höfum fengið.

  Þetta er fimmta árshátíðin mín í röð, auk þess hef ég verið borgandi meðlimur í klúbbnum í mörg ár og ég reyni að fara á alla leiki á Spot. Við erum nokkrir í hóp sem mætum alltaf og eigum frátekið borð rétt hjá stjórnarborðinu. Á laugardaginn fannst mér það eitt og sér nóg að geta setið á næsta borð við Fowler og í hvert sinn sem ég leit upp þá sá ég goðið.

  Þar sem ég komst ekki í React þá viðurkenni að ég var einn af þessum sem “braut regluna” en ég bað Fowler að árita 2 treyjur í hálfleik. Ég er líka búinn að safna svo mörgum nöfnum á þessar treyjur að ég vissi að þetta yrði eina tækifæri til þess. Staðurinn var pakkaður af fólki. Ég sá marga sem hafa oft komið og horft á leiki þarna í vetur en sömuleiðis sá ég fullt af fólki sem ég hef aldrei séð áður.

  Fowler gekk svo út eins og frægt er rétt fyrir leikslok. Jú sumum þótti það skrítið en ég held að hann hafi bara séð í hvað stefndi. Það hefði hálfur staðurinn hópast af honum eftir leik.

  Eg fékk enga mynd með mér af honum eins og með flestum sem hafa komið, hann tók mig ekki hálstaki og kallaði mig wanker eins og Ruddock gerði við mig og hann eyddi ekki með mér 10 mínútur að tala um hver væri betri Torres eða Owen eins og Ian Rush gerði með mér.

  Aftur á móti er ég allsæll að hafa séð kappan og ég fullyrði að ég hef aldrei séð jafn mikin áhuga og atgang áður. En og aftur þakka ég stjórninnni fyrir frábæra árshátíð og fyrir þá sem misstu af honum hef ég eitt að segja verum þakklát fyrir hvaða nöfn við erum að fá hingað. Enn og aftur það eru forréttindi.

  YNWA

 15. Það er frekar sorglegt þegar ríkisfjölmiðill Íslendinga kemur eina frétt af árshátið Liverpool klúbbsins, og hún er neikvæð, svo um munar. Að Robbie Fowler hafi svikið Íslenska stuðningsmenn Liverpool með því að stinga af.

  Af hverju kemur ruv ekki með frétt um að það hafi verið stórkostleg stemmning á Spot yfir ótrúlegum fótboltaleik, sem endaði með 9 mörkum og að það hafi í framhaldinu verið gríðarlega góð stemming á árshátið um kvöldið.

  Nei, það gæti verið of jákvætt fyrir Ísland í dag, en svo missa menn þvag yfir einhverju fyrirbæri sem þeir kalla “El Clasico” , leik sem endar 3-4. Halló ? vakna ! ! ! Eru menn ekki búnir að fylgjast neitt með leikjum Liverpool í vetur ???

  Ég horfði á leik barca og real m. Mér fannst hann bara eins og meðal skemmtun miðað við undanfarna leiki Liverpool.

 16. Bara til að árétta fannst mér ekkert að því hjá RÚV að fjalla um þetta enda umræðan nokkuð einhliða á þessa leið og um þetta atvik, m.a. hér á kop.is.

 17. Babu, er þá ekki rétt hjá ruv að koma líka með jákvæðu fréttirnar af Liverpool 🙂 og Liverpool klúbbnum á Íslandi. Gaman af því annars að fréttaritarar þeirra séu svona mikið á spjallinu hér líka 🙂

 18. Skil ekki alveg þessa fórnarlambs umræðu hérna…

  Það var borgað far og gisting undir manninn hingað og ef það er e-h að marka þessar tölur hér að ofan þá var hann að fá e-h 3 millur fyrir þetta “gigg”

  að hann þurfi að láta taka myndir af sér og krota nafnið sitt á boli í “vinnunni ” sinni finst mér bara ekkert óeðlilegt þó svo hann hafi verið að frá 11 til 3 um nóttina. Held að margir getanna hafi tekið álíka vinnutarnir fyrir brot af þessari upphæð.

  Ef hann hefði bara verið hér í frí og algerlega á sínum vegum þá hefði mér aftur á móti þótt þetta afar dónalegt að gefa honum ekki frið til að horfa á leikinn og skemmta sér.

  En þar sem hann var einungis fluttur hér inn í þeim tilgangi að láta taka myndir af sér og krota á hluti ásamt því að skemmta árshátíðargestum og fékk þar að auki ríflega borgað, þá finnst mér bara ekkert að því að menn séu skúffaðir að hann hafi stungið af þarna eftir leikinn.

 19. Það sem Babú og KAR sögðu.

  Forréttindi okkar að eiga svo öflugan hóp stuðningsmanna og svona frábæra einstaklinga í stjórn er því miður að leiða til þess að við ætlumst til mikils. Auðvitað var þetta atvik í lok leiks leiðinlegt fyrir þá í stjórninni sérstaklega en það er algert minimal atriði miðað við það að fá mann sem er klárlega á topp tíu sem vinsælasti LFC maður sögunnar til Íslands og hafa hann minglandi í og með úti í sal. Það eitt og sér var afrek.

  Mér fannst sjálfum þeir hinir þrír sem fóru á svið skemmtilegastur, sam-Snæfellsbæingur minn Gunnar á Völlum Samloka Sigurðsson með sitt “mannblæti” finnst mér öfgafyndinn í sinni nálgun. Darren Farley var frábær og þar sem ég náði nokkru spjalli við hann þessa helgina þá var hann pottþétt “skemmtilegi gaurinn” í hóp Englendinganna. Stefán Pálsson leysti svo þá erfiðu þraut að vera ræðumaður kvöldsins í svona samkomu frábærlega.

  Vissulega man ég eftir gullöld Luton Town á sínum tíma en eftir frábæra ræðu Stefáns þá er ég að hugsa um að bæta liði Forest Green Rovers í hóp þeirra liða sem ég fylgist með.

  Árshátíðin fannst mér frábær, ekki síst að hitta marga sem virðast hafa gaman af að lesa það sem við skrifum hér, mér finnst það alltaf gefandi að heyra að fólk nenni að lesa mínar skoðanir…og segi líka hér það sama og ég sagði á Spot, endilega SKRIFIÐ SJÁLF sem mest af kommentum. Það heldur síðunni lifandi og við erum öll jafn gáfuð/vitlaus þegar kemur að skoðunum um klúbbinn sem við elskum.

  Takk fyrir mig LFC-klúbburinn á Íslandi. Missti af hátíðinni í fyrra, en ætla ekki að missa af fleirum. Við Babú lögðum strax til um kvöldið að við fengjum næst snilling sem ekki er víst að verði í LFC-treyju næsta vetur en getur komið með ferskar sögur af Brendan eða bílasölumálum hjá Kolo vini sínum.

  Yes kids, we are talking about “Prince Aly, faboluously, Aly Cissokho – runs down the wing, with his hips in a swing casually”…..

 20. Ætla ekkert að tala um Fowler málið enda var ég ekki á staðnum 🙁
  En ég fór á árshátíðina þegar Ian Rush( my idol og stæri liverpool leikmaður hjá mér en Fowler sem er samt snillingur) var á staðnum og hann var frábær.
  Hann var alltaf til í spjall og var ótrúlega viðkunnalegur við alla, þrátt fyrir að hann var nýbúinn að horfa á liðið sitt(walsea) tapa fyrir Þjóðverjum og slökkva á vonum liðsins að komast í úrslit stórmóts. Ég var einn af þeim sem breyttust í 10 ára strák sem var að hitta guðinn sinn og fékk ég mér nokkrar myndir af kappanum og meiri segja tvær eiginhandaáritanir.
  Eftir árshátíðina þar sem hann gaf sér góðan tíma til þess að svara spurningum stuðningsmanna úr sal og tala um framtíð félagsins þá fór hann á players þar sem hann var líka mandblendinn(fékk meiri segja fleiri myndar af kappanum) og hress.
  Algjör öðlingur og vona ég að þrátt fyrir að hann hafi komið til landsins að maður fái að sjá kappan fljótlega aftur á árshátið klúbbins.
  Langar reyndar helvíti mikið að hitta Sounes, Carra en draumurinn væri Daglish og svo Gerrard þegar hann hættir.

 21. Mig langar nú að svara KAR hérna enda augljóslega beint til mín.

  “Einnig: ég hef takmarkaða vorkunn fyrir þeim sem borguðu sig ekki inn á árshátíðina og koma aldrei á Spot eða styðja starf Liverpool-klúbbsins á Íslandi ekkert en ætluðust samt til þess að fá tíma með Fowler yfir leiknum”

  Ég ætlaðist ekki til eins né neins enda vék ég frá og var mjög kurteis þegar ég var beðinn um að láta hann vera í hálfleik.

  Það að ég mæti aldrei á Spot þýðir ekki að ég styrki ég ekki klúbbinn. Ég bý í 5 mín göngu frá Ölver og kýs einfaldlega að fara frekar þangað.
  Ég hef ekki verið í klúbbnum núna í nokkur ár, en ég hef borgað mig inní þennan klúbb í mörg ár auk þess sem ég hef verslað þónokkuð af varningi í ReAct.

  Einnig hef ég farið 2x á Anfield, og sá til að mynda Fowler skora gegn Bolton í 1-0 sigri , 9. apríl 2006. Þess má geta að hann varð 31 árs þann dag.

  Ég hef enga tölu á því hversu mikinn pening ég hef eytt í Liverpool FC í gegnum ævina en það eru án efa nokkur hundruð þúsund.

  Þessi hlutir skipta þó ENGU máli, þetta var auglýst á öllum helstu fréttamiðlum landsins, það var auglýst að hann myndi árita þá hluti sem fólk kysi að láta árita, burtséð frá því hvort þú værir í klúbbnum eða værir búinn að styrkja Liverpool klúbbinn að einhverju leiti.

  Þetta voru óþarfa yfirlýsingar hjá þér! Það er enginn að biðja um vorkunn frá þér. Þó að þú hafir ekki viljað eiginhandaráritun eða mynd með honum þá er aðrir sem vildu það.

  Einnig: Ég hef ekki séð einn mann kvarta yfir því að hann áritaði bara 1 hlut per haus. Það er mjög skiljanlegt eins og ég sagði sjálfur frá.

 22. Var á Spott en komst því miður ekki fyrr um daginn þar sem áritun var í boði né á Árshátíðna sem ég veit að hefur verið mikið stuð á 🙂 Enn á spott var ég nú pínu spenntur fyrir að hitta kappann og fá mynd , viðurkenni þar alveg að hafa verið fúll þegar RF fór fyrir leikslok þó annað hafi verið sagt og auglýst . Ennn svona er þetta bara og ég lifi þetta alveg af 🙂 Fannst bara leiðinlegt krakkana vegna sem biðu og fannst þetta mjög sárt .
  PS: Hef nú bara heyrt að RF hafi verið glaðlegur og tekið vel í myndatökur og svona . ..

 23. Sama hvað einhver hefur borgað eða ei í gegnum tíðina , í árhátíðarmiða, félagsgjöld, vörur í ReAct eða bjór á Spot, þá á alltaf að koma fram við gesti og annað samferðafólk af virðingu. Bið ykkur kæru stuðnings menn að láta af þessu skotum hvorn á annan. Það er sorglegt að heimsókn eins virtasta leikmanns okkar liðs hafi leit af sér önnur eins leiðindi. Bið ykkur hjartanlega um að og fara að tala um fótbolta eða steinhalda kjafti.

 24. Vona bara þetta Fowler mál verði ekki til umræðu i næsta podcasti, ótrúlega leiðinlegt, það er svo ótrúlega margt jákvætt í gangi hja LFC.

  Sá það var verið að semja við Jordan Rossiter, hann hlítur þá að vera að gera eitthvað rétt, væri gaman að heyra frá ykkur hverja þið teljið eiga möguleika á að spila fyrir aðalliðið á næstu leiktíð?

 25. Að vera reiður yfir einhverju svona þýðir bara að viðkomandi þarf að finna sér líf og það í hvínandi hvelli, gaurinn er mannlegur…

  Hvernig væri að taka Hafliðason til fyrirmyndar og láta þetta bull ekki hræra í ykkur…. Jordan Rossiter að skrifa undir eru risafréttir, hvílíkt efni þar á ferð! Rosalega bjartir tímar framundan hjá klúbbnum!!!

  YNWA

 26. Ég fór á árshátíðina og mig langar að þakka þeim stóðu að henni kærlega fyrir, þetta var mjög vel heppnað og frábært kvöld. Ég hitti Fowler og vann fyrsta vinninginn í happadrættinu sem var frábært.

 27. Nr. 29

  Eins og ég kom inná í þessari færslu er kop.is og Liverpool klúbburinn alveg sitthvor hluturinn og hann kom ekki á okkar vegum til landsins. Misskilningur hjá Harmageddon.

 28. Ég næ því ekki hvaða hvatir liggja að baki því að skálda tölur um það hvað maður eins og Fowler tók fyrir það að koma til Íslands og heiðra okkur með nærveru sinni á árshátíð, bara næ því ekki. En allavega, þessar tölur sem hafa verið hér á síðunni eru langt frá því að vera sannar, það er nú bara þannig. Það er líka verið að mála myndina þannig að klúbbmeðlimir séu þeir sem kosti svona hluti, það er nefninlega ómæld vinna sem framkvæmd er að ýmsum aðilum í það að fá kostendur á svona heimsóknir og sem betur fer hafa margir lagt hönd á plóginn með það.

 29. Mín upplifun af Robbie var ekkert nema jákvæð.Fór í ReAct með vini mínum og við biðum í röð í smá tíma og þegar það kom að okkur var hann voða glaðlegur og kurteis.Kvittaði á búninga fyrir okkur og kvittaði á trefil fyrir pabba sem komst ekki því hann var nýbúinn í aðgerð.
  Það er bara ekkert hægt að koma öllum þessum fjölda fyrir,Þetta var auglýst milli 11-13 en hann var samt lengur skilst mér.Ég skil að fólk komst ekki kl 11 en svona er bara lífið…

 30. Ég ætla nú bara að þakka fyrir frábæra árshátíð.

  Ég mætti í Re-Act fyrir klukkan 11 á laugardagsmorgni og fékk áritun og mynd með kappanum, ekki spurning að hann var þreyttur þegar ég hitti hann en mér persónulega fannst hann standa sig hrikalega vel . Ég var mættur á Spot klukkutíma fyrir leik og hef ALDREI séð staðinn svona! Ég bjóst alveg við því að sjá fólk sitja á ljósakrónunum, þvílíkur fjöldi. Árshátíðin var stórgóð og allir sem komu að þessum viðburði eiga hrós skilið fyrir alla vinnuna sem þeir gáfu 😉

 31. Þetta er nú meiri hysterían. Ég skil það vel að fólk verði svekkt ef það náði ekki að láta kallinn krota eða taka mynd með sér. En deal with it. Þetta er ekki stórmál. Ég segi eins og aðrir, fór á árshátíðina og fannst fáránlegt hvernig hann var króaður úti í horni, ég meina, hefur þetta einhvern tímann verið svona á Íslandi áður? Celeb-hunting er komið hingað greinilega og það er einfaldlega ekki góð menning. Fólk verður að geta tekið tillit til annarra, þótt þeir séu frægir, þetta er bara fólk eins og við hin. Það þýðir samt ekki að ég skilji ekki afstöðu manna eins og Birkis Arnar, þótt ég sjálfur myndi aldrei bruna í flug landshluta á milli til þess eins að hitta einhvern náunga sem vann við að spila fótbolta fyrir nokkrum árum.

  Mig langar að þakka klúbbnum fyrir frábært kvöld. Gaman að geta loks kastað kveðju á Babu, Magga og Kristján Atla. Maturinn var frábær, leikurinn var frábær og ræðumennirnir voru fínir, þótt Gunnar á Völlum hafi gert óþarflega lítið úr stórklúbbnum Skallagrími. Enda skammaði ég hann fyrir það.

  Flott árshátíð, frábær dagur, eins og ég segi, óþarfi að gera stórmál út úr einhverju sem er ekki stórmál.

 32. Mér fannst hápunktur helgarinar vera þegar að ég deildi leigubíl með Magga heim af Spot. Þá loks fékk ég að vera einn með honum.
  Þetta var stórgóð helgi þó að ég hefði gjarnan viljað komast fyrr í bæinn en veðurguðinn var okkur norðanmönnumm afar óhliðhollur þessa helgina, Það var einmitt það sem gerði Fowler pirraðann að fá ekki meiri tíma með okkur.
  Takk fyrir mig.

Cardiff 3 – Liverpool 6

Kop.is Podcast #55