Liðið gegn Cardiff

Coutinho kemur inn fyrir Sterling

Mignolet, Johnson, Flanagan, Agger, Skrtel, Gerrard, Allen, Henderson, Coutinho, Suarez, Sturridge.

Á bekknum: Jones, Sakho, Cissokho, Lucas, Moses, Sterling, Aspas.

82 Comments

 1. Skrifað í skýinn að Bellamy skorar í dag.
  Þeir eru með tvo drullu fljóta frami sem við verðum að passa okkur á.

 2. Hæ. Ég er long time wiziwig notandi.
  Eitt sem hefur oft truflað mig er að mér hefur aldrei tekist að nota yes streamtorrent linkinn. Er einhver sem kann á það? Nuna er bara skjár með fullt af kínverskum linkum og enginn play takki.
  Anyone?

 3. Úfff. ætlar Liverpool að mæta til leiks???

  Kannski núna þegar Cardiff eru komnir yfir og búnir að vera eina liðið á vellinum síðustu 10 mínúttur! Er vanmat í gangi ???? KOMA SVO!

 4. Vi? sjáum strax a? þetta getur enda? illa. Erum hreinlega ekki mættir í leikinn og einhver andskotans drungi í mönnum þarna.
  Er me? slæma tilfinningu fyrir þessum.

 5. Allen samur við sig. Þá meina ég að hann er svo ÓGEÐSLEGA MISTÆKUR!!!!!!!!

  Ég vil sjá Allen út af núna strax og Sterling inn á!

  Ekki misskilja mig, Allen getur alveg spilað ágætlega, en það er hægt að sjá það strax að hann er vonlaus í dag. VONLAUS!

 6. Wtf… Hvernig væri að mæta til leiks!! Þvílíkt hörmungans kæruleysi. Ákefðin skín úr hverju spori hjá Cardiff en okkar menn eru eins og þeir séu á róandi. Menn verða bara að mæta í svona leik af hörku og eins og hann sé sá síðasti sem þeir munu spila!!

  Koma svo Liverpool….

 7. Frábært mark! Þetta Liverpool lið er svo stútfullt af karakter að það skiptir engu máli þó að við lendum undir, enginn hengir haus, allir setja í næsta gír og klára dæmið.

 8. Frábær sókn og FRÁBÆR SENDING hjá HENDERSON og FRÁBÆRT HLAUP hjá JOHNSON!

  Koma svo!!!1

 9. Ég er rödd sannleikans kæru félagar. Vinur er sá er til vamms segir. Þið þurfið á mér að halda hvort sem ykkur líkar betur eða ver…

  Og steinhættiði þessu helvítis væli.

 10. Útaf með Gerrard. Hann er á síðasta séns og það er ekki hálftími búinn!

 11. Nú reynir á Brendan að sýna pung, gera breytingar strax. Liðið er augljóslega úti að skíta!!!!!

 12. Næst versta liðið í deildinni að láta Liverpool líta út eins og það versta.

  Þessi vörn, þetta er bara ekki hægt. Eini varnarmaðurinn sem getur eitthvað í þessu liði er á bekknum. Töpuð stig hér þýðir einfaldlega að við getum hætt að horfa á titilinn fyrir fullt og allt. Og á móti þessu skíta liði! FFS!

 13. Sammála Krulla. Gerrard er versti maður vallarins það sem af er leiks.

 14. Agger að drulla á sig í báðum mörkunum. Lokar ekki horninu sínu í fyrsta markinu og kórónaði svo framistöðuna með því að hleypa Campbel beint fyrir framan markið og opnaði svæðið.

  Coutinho hreyfist ekki og að horfa á hann ganga þarna um völlinn þegar liverpool er með boltan er óþolandi.

  Hvar er ákveðninn og dugnaðurinn sem hefur verið aðalsmerki liðsins í undanförnum leikjum. Það er eins og leikmenn séu að spila á hálfum hraða.
  Ég var búinn að vara við þessu Cardiff liði fyrir leikinn og þótt að staðan segjir að þeir séu næst lélegasta liðið í deildinni þá hafa þeir verið að spila mjög vel í síðustu þremur leikjum.

 15. Þvílíkir plastfánar hérna á spjallinu. Gengur illa einn hálfleik og þá er fallöxin dregin fram.

 16. Það breytir ekki þeirri staðreynd að okkar menn eru að spila sinn versta fyrri hálfleik í langan tíma.

 17. Snæþór plís…. það er enginn að draga fram einhverja fallöxi.

  Það er bara verið að drulla yfir leikmenn sem geta ekki neitt – og þó það nú væri!

  Hins vegar er þetta galopinn leikur, 2-2 eins og er. En það verður að þétta vörn og miðju. Rodgers hlýtur að gera breytingar í hálfleik.

 18. skrtel eins og ekta senter þarna ..

  KOMA SVOOOO !!!

  held að vörnin muni gefa allavega eitt enn i dag svo við þurfum að skora 2-3 i viðbót en þa gerum við það bara …

  er samt drullu hræddur um að gerrard smelli ser a rautt , sa verður að passa sig ..

 19. Ég taldi að BR mundi geta skrúfað hausinn réá menn fyrir þennan leik en það virðist ekki hafa tekist. Afar slök frammistaða í fyrri hálfleik og ekki vanþörf á hárblásara í leikhléinu. Allen, Cautinho og Flanno afar slekir í leiknum og gaman væri að fá Sakho fyrir daufan Agger í seinni.

 20. Það er engin fallöx. Það má hrósa leikmönum þegar þeir eru að standa sig og svo má gagnrína þá ef þeir eru ekki að standa sig.
  Fyrirhálfleikurinn hjá okkur var skelfilegur. Liðið virkaði ótrúlega ótraust varnarlega og var eins og okkur einfaldlega vantaði menn aftur. Agger leit skelfilega út í báðum mörkunum. Henderson og Allen eru að hlaupa út um allt en lítið kemur úr þeim og Coutinho átti stórkostlega sendingu í öðru markinu en er ekki að leggja sig fram þegar við erum ekki með boltan.
  Þetta er enþá 50-50 leikur því að þeir virka enþá hættulegir þegar þeir komast yfir miðju. Það sem ber að hrósa liverpool fyrir er samt að halda sig rólegum og láta boltan ganga og opna vörnina hjá Cardiff(snilldar fyrsta mark).

  Við þurfum að taka okkur á og þarf ákefðin að mæta til leiks og menn verða að vera fljótir tilbaka ef við missum boltan því að þeir eru drullu fljótir.

 21. Alltaf gaman að sjá prinsipp púllara setja sig á háan hest (snæþór). Geri fastlega ráð fyrir því að svona vitringar hafi aldrei hallmælt lpool leikmanni. Aumkunarvert og jaðrar við meðvirkni. Svo eru þeir sem gagnrýna “plastfánar”.

 22. Að ákveðnir aðilar hér kalli sig stuðningsmenn… Ég hélt að stuðningsmenn ættu að styðja við liðið og alla leikmenn þess..

 23. Ég held að enginn Liverpool maður sé ekki að blóta mönnum í sand og ösku þegar við fáum ódýr og léleg mörk á okkur en við sem Liverpool menn verðum að telja stundum upp á tíu áður en við ráðumst á takkaborðið . Eru það ekki við sem erum að styðja liðið eða?

 24. Henda Lucas inná í staðin fyrir Allen og Cissokho í stað Flannó.. Gerrard er ekki með næga yfirferð þegar vörnin er svona framarlega.

  Þetta myndi þýða að Coutinho færi á vænginn, þar sem minni hætta er á þvi að hann tapi boltanum á slæmum stöðum eins og í fyrri hálfleik…

 25. Það var alveg vitað að þetta yrði erfiður leikur. Menn greinilega orðnir of góðu vanir og búast við sláturvertíð í hvert sinn sem liðið stígur á völlinn. Cardiff eru hættulegir með sínu fljótu framlínu sem er að stríða vörninni. Það er greinilegt að það er komin pressa á lið Liverpool og menn eru að höndla hana misjafnlega. Flanna er óreyndur og gerði sig sekan um slæm mistök í öðru markinu.

  Vona að BR finni lausnir á varnarleiknum en það er margt jákvætt í gangi í sóknarleiknum. Þetta verður svakalegur seinni hálfleikur. Allt undir hjá báðum liðum.

 26. Gagnrýni er af hinu góða. Komment eins og:

  “Allen flottur að vanda…. djöfuls gerpi.”

  “Allen… grátlega sorplélegur.”

  ..eiga akkúrat ekkert skylt við gagnrýni. Það er gaman að eiga uppbyggilega rökræðu um gæði og frammistöðu leikmanna en svona komment eins og hér að ofan gera ekkert nema að skapa neikvæðni og leiðindi. Trúðu mér, ég hef hallmælt leikmönnum Liverpool þegar þeir eiga það skilið en ég get ekki með nokkru móti látið svona nokkuð frá mér um leikmenn Liverpool FC og skil alls ekki hvernig stuðningsmenn liðsins geta gert það.

  Nenni svo alls ekki að ræða þetta frekar.

  Áfram Liverpool, klára þennan leik!

 27. Ben, ertu ekki i lagi að vilja lucas inná. Hvers vegna hefur liðinu gengið vel í síðustu leikjum, lucas er ekki í liðinu.

 28. Glæsilegt! Skrtel búinn að skora fleiri mörk í deildinni en Torres á þessu tímabili 😀

 29. Ég er t.d. einn af þeim sem hef hugsað Skrtl þegjandi þörfina oft á tíðum (enda hefur hann oft átt það skilið) en núna elska ég hann meira en konuna mína. Svona er þetta í fótboltanum.

  YNWA

 30. Lucas er betri að lesa leikinn og hirða upp en Gerrard, en við virðumst ekkert ætla að leyfa Cardiff að vera með boltann í seinni hálfleik…

 31. Goggurinn. Ég skora á þig að vera líka jákvæður þegar vel gengur og láta okkur vita að þú sért Liverpool aðdáandi í raun og veru en ekki bara einhver trollari

 32. Ég tek áskorun þinni @oldschool og hrósa þér jafnframt fyrir málefnalegan vinkil. Það skal viðurkennast að neikvæðnin getur átt það til að taka völdin. Maður tekur velgengninni oft sem sjálfsögðum hlut.

  Annars hefur Skittles verið yfirburðamaður í þessum leik. Hann er legend. 😀

 33. “We´re gonna win the league, we´re gonna win the league”!! Glæsileg stemming á vellinum og þvílíkt sóknarlið!

 34. Skrtl , Suarez og Sturridge búnir að vera bestir ég á erfitt með að velja á milli ….

 35. Frábær seinni hálfleikur!

  Svona á að koma til baka og troða sokki upp í kjaftinn á okkur nöldurseggjunum!

 36. Það eykur bara sigurtilfinninguna að sjá alla fyrrum Man Utd mennina í Cardiff liðinu.

 37. Í tilefni stöðunnar ætla ég að koma með getraun…….

  hver sagði:

  ,,i´d take rooney and van persie over Suarez and Sturridge any day!,, ?

  Haha!

 38. Ben hve mörk hefur hann kostað okkur. Hann er of hægur fyrir okkar lið.

 39. ,,Luis Suarez back at his feet” – hversu oft hefur maður fengið að heyra þetta? M.v. tæklingarnar sem þessi maður fær á sig, er hreinlega ótrúlegt að hann skuli ekki vera meiddur út heilu og hálfu tímabilin.

  Ég bara hreinlega skil þetta ekki, ég væri a.m.k. farinn að gráta.

 40. Staðreyndin er einfaldlega sú að liðið fær á sig færri mörk með hann í liðinu en án hans.

  Held að menn hafi verið að birta hér ekki alls fyrir löngu tölfræðigögn sem sanna það.

 41. Það er nátturulega fáránlegt að þurfa að skora 6 mörk til að vinna þriggja marka sigur, ætti að vera nóg fyrir topplið að skora 3-4.

  Annars held ég að sóknarleikurinn bíði ekki skaða af því að verjast vel. Lykillinn er að hafa miðjumann sem les leikinn vel og stoppar hraðar sóknir andstæðinga í fæðingu og ver þar að leiðandi vörnina fyrir áhlaupum andstæðingana.

  Sem dæmi má nefna að Chelsea voru með TVO varnarsinnaða miðjumenn og skoruðu 6 á móti Arsenal.

  Mín skoðun er einfaldlega sú að Gerrard gæti nýst okkur betur framar á vellinum og að Lucas leysi þessa stöðu sem Gerrard er að spila betur.

Cardiff á laugardag

Cardiff 3 – Liverpool 6