Cardiff 3 – Liverpool 6

Einar Örn: Skýrsla kemur þegar ég er búinn að horfa á leikinn seinna í dag. Uppfært mánudagskvöld. Okei, þessi skýrsla frá mér kemur aldrei. Skýrslan hans Eyþórs stendur fyrir sínu.

Eyþór: Set inn mitt view á þessum leik í millitíðinni að minnsta kosti:

Liverpool heimsótti Cardiff í heldur betur líflegum leik, en pressan var á enda Arsenal gert uppá bak í enn einum stórleiknum fyrr um daginn.

Brendan stillti þessu svona upp, Sterling fór á bekkinn í stað Coutinho.

Mignolet

Flanagan – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard(c)

Henderson – Coutinho – Allen

Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Sakho, Cissokho, Lucas, Sterling, Moses, Aspas

Ekki nóg með að ég hafi tekið uppá því að vera veikur þessa helgina, og þar með missa af Fowler, árshátíð og félagskap drengjanna á kop.is heldur ákvað Liverpool að taka klassískan Liverpool leik á þetta og láta mig stökkva upp 10 sinnum+ yfir leiknum og leggjast þess á milli undir teppi.

Cardiff byrjaði mun betur. Þeir stilltu upp með þrjá miðverði, rétt eins og þeir gerðu gegn Everton um síðustu helgi og það var eins og við höfum ekki alveg vitað hvernig við áttum að spila gegn því kerfi. Það var ekki bara það, þeir voru að fjölmenna á bakverðina og komast þannig bakvið okkar varnarlínu.

Það var einmitt þannig sem fyrsta markið kom, þeir tvöfölduðu á Flanno, vinstra megin. Liverpool vann boltann en Allen sendi hræðilegan bolta til baka sem Campbell komst inní, sendi svo út Mutch, sem var aleinn, hann tók boltann á vinstri og hamraði niður í hornið, 1-0. Gerrard var of seinn, vissi af Mutch bakvið sig en miðjumennirnir voru of lengi að pikka hann upp. Hafði allt allt allt of mikið svæði til að athafna sig.

Rúmum 5 mínútum síðar kom gott mark eftir flottan undirbúning. Við héldum boltanum og létum hann ganga manna á milli, þolinmóðir og biðum tækifærisins. Það kom þegar Glen komst í svæði bakvið vinstri bakvörð Cardiff, Gerrard Henderson þræddi boltan inn, Glen sendi inn á markteig þar sem að Suarez kom og kláraði vel, 1-1.

Eftir þetta náðum við betri völdum á leiknum en það var svo Campbell sem skoraði um 10 mínútum síðar. Þetta var röð mistaka. Menn eflaust með sínar skoðanir á þessu en mér fannst Flanno kalla á Gerrard, sem átti að taka Campbell (já eða Agger, þeir eru jú bara með einn striker). Flanno var að dekka bakvörðin þeirra, enginn pikkaði Campbell upp, hann fékk boltann, snéri og hljóp á Agger sem var allt allt allt of langt frá honum, tók boltann á vinstri og setti hann örugglega í markið, 2-1. Mjög klaufalegt mark, eiginlega hálf vandræðilegt.

En þetta er Liverpool. Við erum næstum jafn góðir í sókn og við erum lélegir í vörn. Það var svo á 41 mínútu sem að Skrtel skoraði með stóru tá eftir frábæran kross frá Coutinho á markteiginn. Boltinn barst aftur til brassans eftir hornspyrnu og hann sendi líka þennan eitraða bolta inn á markteig, 2-2.

Suarez og Glen áttu svo flottan þríhryrning í uppbótartíma en Marshall varði vel og staðan því 2-2 í hálfleik.
Þetta var frekar skrítinn hálfleikur, en minnti um margt á fyrri hálfeikina gegn Fulham (ú) og Stoke (ú). Í fyrra, og árin þar á undan, hefði staðan í hálfleik verið 2-0. Með svona sókn áttu alltaf séns.

Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Við vorum með stjórnina og létum boltann ganga vel. Það var svo á 54 mínútu sem við komumst loks yfir, Coutinho tók hornspyrnu, Skrtel reif sig lausann, mætti boltanum í miðjum teignum, aleinn, og skallaði boltann í fjær hornið, 2-3!

Það var svo stuttu síðar sem að Liverpool bætti við, Glen kom upp kanntinn, sendi fastan bolta inn, boltinn fór í varnarmann Cardiff, þaðan til Sturridge sem gaf hælsendingu út í miðjan vítateig Cardiff manna, þar kom Suarez og kláraði færið vel, 2-4!

Sterling kom inn fyrir Coutinho á 67 mínútu. Brassinn átti ágætisleik, átti stoðsendingarnar í báðum Skrtel mörkunum og var fínn á boltann. Á sama tíma gerðu Cardiff menn breytingar, bættu við í sóknina og hentu Jones inn á völlinn í stað einn af mínum uppáhalds, Bellamy, og Zaha kom einnig inn.

Eftir þetta datt spilið svolítið úr okkar mönnum en Cardiff menn voru lítið að gera, þar til á 72 mínútu sem allt varð vitlaust á Spot (bara hlýtur að vera) þegar Cissokho kom inn í stað Flanno. Þetta var, fyrirfram, ágætis skipting, Flanno aðeins ströglað í þessum leik fannst mér.

Það var svo á 74 mínútu sem við sýndum mönnum hvernig á að spila skyndisóknarbolta. Glen sendi langan bolta á Suarez sem lék upp vinstra meginn, hægði á sér þegar hann á Sturridge koma á 125 km hraða, sendi boltann svo fyrir og Sturridge skoraði af markteig, 2-5. Frábær sókn, game over!

Eftir þetta gerðist ekki mikið þar til að Cardiff skoruðu á 87 mínútu þegar Jones fékk háan bolta inn í teig og skallaði niður á markteig fyrir Mutch sem skoraði, 3-5. Suarez kláraði þetta svona endanlega í uppbótartíma þegar hann skoraði sitt þriðja mark, 3-6. Eigum við eitthvað að ræða líkamlegan styrk Suarez ofan á allt annað? Í síðustu viku lét hann Jones éta gras eftir öxl í öxl, nú var það miðvörður Cardiff.

Þrjú sex, er þetta ekki fótbolti? Jahérna.

Maður leiksins

Ég ætlaði mér að vera sá eini í sögunni sem velur miðvörð sem mann leiksins þrátt fyrir að fá á sig 3 mörk. En Suarez frétti af því og ákvað því að klára þrennuna seint í uppbótartíma og því varla hægt að velja annan sem mann leiksins en Suarez með þrennu og stoðsendingu! Skrtel á samt hrós skilið, hans mörk voru HRIKALEGA mikilvæg og á HRIKALEGA góðum tíma fyrir okkur.

Ég grínaðist með það fyrir leik að við myndum skora 6 mörk víst fyrst við skoruðum 3 gegn Southampton og United. Spáði svo leiðinlegum 0-2 úrslitum. Hvernig mér datt það í hug, ég veit ekki. Þetta er auðvitað Liverpool, það eru forréttindi að halda með þessu liði, 9 mörk, takk fyrir mig. Er það virkilega rétt að Ole Gunnar hafi sagt fyrir leik að hann tæki Rooney og RVP fram yfir SAS alla daga vikunar? Nennir einhver fréttamaður þarna úti að spurja hann aftur út í þetta eftir leik 🙂

Góða skemmtun í kvöld félagar, ég fer aftur uppí sófa með snýtipappírinn. YNWA

69 Comments

 1. Solskjaer fyrir leikinn í dag:
  “I’d take Rooney and RVP over Suarez and Sturridge any day”.

 2. Óóóóóóójá! Suárez er ekki hægt, gjörsamlega óstöðvandi. Skrtel með fleiri mörk í deildinni en Torres og “Martin Skrtel has scored more goals in 2014 than Mata, Rooney, Januzaj, Nani and Valencia combined.”

  Liverpool er gjörsamlega að slátra deildinni þegar kemur að skemmtanagildi. Ég held að það hafi barasta aldrei verið jafngaman að horfa á liðið spila.

  Vonandi er Suárez að finna desember-formið aftur. Það væri ekki amalegt fyrir lokatörnina!

 3. Sælir félagar

  Ég hafði miklar áhyggjur af því hvernig hausinn virtist skrúfaður á menn í þessum leik. Hann var bæði laust skrúfaður og ílla skrúfaður á sumum. En hvaða máli skiptir það þegar markamaskínur eins og Suarez og Sturridge eru annarsvegar. Ekki neinu. Frábær leikur að lokum og niðurstaðan hin besta skemmtun. Ekkert lið skemmtir manni eins og Liverpool.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 4. ohhhh ohh ohhh we got the best attack in the world, we got Luis and Danny, Sterling and Coutinhoooo!

 5. Vonandi kaupir hann þá Rooney og rvp, enn einn russibaninn þessi leikur. Byrjum ekki vel en með S A S S S , þá getum við unnið hvaða lið sem er 🙂 YNDISLEGT !

 6. Mín sýn á leikinn kominn inn – allavega bráðabirgða þar til að Einar Örn er búinn að sjá leikinn 🙂

 7. Ég var að velta fyrir mér að mónitora United – West Ham leikinn, en af hverju að spá í liðið í 7. sæti þegar Liverpool er í 2. sæti? Já og það er 17 stiga munur í augnablikinu.

 8. Yndislegt að horfa á liðið mitt í dag, en verðum að laga vörnina.

  Það verður gaman á árshátíðinni í kvöld!!!!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!

 9. Eftir að hafa séð leikinn og svo síðar athugasemdir hjá sumum á meðan leik stóð og við 1-0 og 2-1 undir, þá eru nokkrir aðilar sem virkilega þurfa taka eitthvað róandi fyrir leik og hætta þessu skítkasti á suma leikmenn. Eru þið ekki Liverpool menn eða….. ???

  Að þessir sömu aðilar skuli ekki vera búnir að átta sig á að við erum skemmtilegasta liðið í deildinni og fáum á okkur mörk en……… skorum bara fleiri en andstæðingarnir!

  Kíkið aftur á stöðutöfluna………. og njótið!

 10. eg spáði 4-1 i gær og sagði suarez með þrennu og sturridge eitt..

  klikkaði sma a þvi að spa skrtel með 2 en samt helviti fint bara…

  6 sigrar i röð og 2 heimaleikir a næstu vikunni…

  djofull er gaman að halda með þessu liði okkar messa dagana …

 11. Úfff…. Fowler minn eini… Það er spurning um hvort það er hjartaveikjandi eða hjartastyrkjandi að fylgja Liverpool að málum… 🙂 Erfiður útileikur í höfn. Cardiff menn sýndu frábæran leik… voru ákafir og graðir á boltann allann leikinn og það skilaði þeim þrem mörkum sem í gamla daga hefði dugað auðveldlega til að hengja haus á Liverpool áhangendum fram að næsta leik! En það eru ekki gamlir dagar hjá Liverpool heldur erum við með einhverja mögnuðustu sóknarlínu sem hefur sést í heimsboltanum… ekkert minna! Síðan skemmir ekki að Slóvakinn með skrítna S-nafnið (Hann gerir tilkall til þess að fara í S-flokkinn… Hini fjórir fræknu.. SSSS ) er að eiga sína bestu leiktíð og mörkin sem hann er að raða inn bæta fyrir allar varnaryfirsjónir! Suarez náttúrulega maður leiksins… hann er bara af öðrum heimi þessi drengur. 🙂
  We are still dreaming….
  Góða skemmtun kæru félagar á árshátíðinni… það er nú gott að leikar fóru vel í dag uppá alla stemmingu að gera!
  Næstu verkefni .. tveir heimaleikir…. Það verður stemming á Anfield!!
  YNWA …

 12. “Ég grínaðist með það fyrir leik að við myndum skora 6 mörk víst við skoruðum 3 gegn Southampton og United.”

  Maður segir
  …skora 6 mörk FYRST við skoruðum 3…
  Plís viljið þið laga þetta. Þessi algenga málvilla íslendinga fer hrikalega í taugarnar á mér.

  En annars góð úrslit. ég hafði áhyggjur eftir fyrri hálfleikinn en þeir kláruðu þetta sannarlega glæsilega, sem betur fer.

  INNSKOT EG: Ættir að geta sofið í nótt, búið að lagfæra! 😉

 13. Við virðumst aldrei ætla að læra en djöfull er þetta skemmtilegt. Við erum alltaf af gefa liðum færi á okkur og eftir lélegan fyrihálfleik þá var maður pínu stressaður en þetta lið er auðvita bara í ruglinu þessa dagana og var þetta frábær 3 stig.
  Við getum samt ekki endalaust gefið andstæðingunum mörk, því að það kemur að því að lið ná að loka aðeins á okkur og við lendum í vandræðum.

  Mignolet 6 – ágætur leikur og erfitt að skamma hann fyrir mörkinn
  Flanagan 5 – eftir stórkostlegan leik gegn Man utd þá ætti þessi leikur að koma honum á jörðina
  Skrtel 9 – frábær í þessum leik og skoraði tvö mörk
  Agger 6 – mér fannst hann líta illa út varnarlega í dag
  Glen 6 – lélegur varnarlega en sterkur sóknarlega
  Gerrard 6 – eftir erfiða byrjun þá kom hann sterkur inn í síðari.
  Allen 7 – svipað og Gerrard en var alveg á fullu allan tíman og vann nokkra bolta.
  Henderson 7 – sjá Allen
  Coutinho 6 – átti stórkostlega sendingu fyrir öðru markinu en átti annars skelfilegan fyrihálfleik en eins og allt liðið var flottur í þeim síðari
  Sturridge 8 – alltaf hættulegur og ógnandi og lagði upp mark og skoraði
  Suarez 10 – þrjú mörk og einfaldlega top 3 leikmaður í heiminum í dag. Set samt smá spurningamerki við leggja ekki boltan til hliðar í 6.markinu en maðurinn er með bullandi sjálfstraust.

  Mér fannst liðið full rólegir til þess að byrja með og vantaði ákafa og kraft í liðið. Cardiff fengu pláss og virkuðu hættulegir. Í þeim síðari kom út annað lið sem spiluðu Carfiff sundur og saman og voru þeir orðnir annsi pirraðir að komast ekki í boltan.

  Sunderland er næsti andstæðingur og þurfum við 3 stig úr þeim leik til þess að halda áfram að þjarma að Chelsea(sem verða að mistíga sig einhverstaðar, þeir tapa auðvita fyrir okkur en ég sé varla annan leik sem þeir tapa stigum úr).

 14. Það er eitthvað ótrúlegt að gerast. Það er þetta attitude í liðinu. Þeir eru hættir að trúa því að þeir geti tapað. Það er svo stutt síðan við áttum ekki séns í svona leiki. Núna breytir engu þó við lendum undir. Maður hefur alltaf á tilfinningunni að við munum samt vinna og það er nákvæmlega þannig sem leikmennirnir eru að hugsa þessa dagana. Fáum þrjú mörk á okkur – breytir engu – skorum bara 6 – Halló… …mætum ekki i leikinn i dag fyrstu 15 mínúturnar en vöknum síðan og rústum þessu… …frábært lið, frábær stjóri, og Gerrard flottari en nokkru sinni…. …Suarez er líka OK :)….

 15. Mig langar að benda á að það var Jordan Henderson sem þræddi boltann inn á Johnson í fyrsta markinu..

  Þvílík sending!

 16. Frábær leikur og mikið stuð á SPOTT 🙂
  Fowler fær samt stórann mínus fyrir að byðja fólk um að bíða með áritanir og myndatöku þar til eftir leik og stinga svo af bakdyramegin 5 mín fyrir leikslok …
  Ég tek því alveg en ég var því miður að vinna til kl 15.00 en fann til með litlu guttunum sem biðu með blöð , en hann bað þá í hálfleik að bíða þar til eftir leik …. LÉLEGT af honum .
  PS… Þeir sem stjórnuð þarna fannst þetta miður og gerðu sitt besta , bara svo það sé á hreinu ekki þeim að kenna ..

 17. Frábært að hitta Fowler, frábær stemning á Spot, frábær skemmtun þessi leikur.
  Skil ekki nöldrarana. Einn sat nálægt mér á Spot og tuðaði út í Sturridge allan leikinn, vildi seljann fyrir 25, fínn gróði. Og kaupa hvað? Fellaíni kannski?

  Langtímasamninga við alla þessa leikmenn takk og bæta svo bara í í sumar.
  YNWA

 18. Er þetta satt með Fowler? …vonandi einhver góð skýring – veikur eða eitthvað….

 19. Flottur leikur og aldrei spurning eftir að Liverpool komst yfir, nr 22 Suarez var alltaf að fara að skora 6. markið var búinn að koma markverðinum gjörsamlega úr jafnvægi.

 20. #25

  Ég lenti í sama, gríðarlega svekkjandi.

  Manni var bannað að koma nálægt honum í hálfleik og það var sagt við fólk í kallkerfinu að þetta yrði afgreitt strax eftir leik. Svo hvarf hann þegar það fór að nálgast 90 mín.

  Svo talaði ég við e-h menn þarna sem stjórnuðu þessu og þeir sögðu að þetta væri alveg off, hann væri einfaldlega farinn.

  En engu að síður frábær sigur og ég ætla að reyna svekkja mig ekki of mikið á þessu 🙂

 21. Skirtle maður leiksins, ekki nokkur spurning. Steig ekki feilspor í vörninni og skoraði tvö flott mörk á mikilvægum tímapunkti. Hann er búinn að vaxa alveg gríðarlega í ár og er okkar nr1 miðvörður. Agger er lost og hans tími er kannski bara kominn. Gæti klárað ferilinn hjá Bröndby eða bakvið barborðið á barnum sínum í Kaupmannahöfn.

 22. Minnir á gömlu góðu. Þvílík skemmtun sem SAS er að veita okkur. Forréttindi að vera YNWA. Maður er farinn að vera 80% viss um topp 4. Ef við ætlum okkur titilinn verður vörnin hins vegar að vera öruggari en nú. Topp 4 ætti samt að tryggja góð kaup á varnarmanni. Agger má fara mín vegna.

  Megi Óli Gunnar Sólsker svo falla með þetta Cardiff lið fyrst hann er að blammera eitt besta sóknarpar í sögu úrvalsdeildarinnar 🙂

 23. Að halda með liði sem kemst upp með að mæta bara í síðari hálfleik er góð skemmtun

 24. Sælir

  Mér finnst alltaf ánægjulegt þegar sóknartríó-ið okkar skorar og hvað þá 4 mörk. Mér fannst hinsvegar ánægjulegast allt saman að litli brassinn okkar laumaði sér í gegnum leikinn með 2 assist. Breytir það auðvitað heilmiklu þegar maður lítur yfir stats-ið hans 🙂

  Annars er það bara þetta venjulega, sóknin góð og leki í vörninni. Er eiginlega bara farinn að venjast því þannig ég var ekkert að stressa mig þó við lentum tvívegis undir.

  Enn eitt skrefið í rétta átt. Enn eitt skrefið í meistaradeildina. Hef aldrei verið bjartsýnn á titillinn og ætla leyfa því að vera þannig áfram þangað til við mætum Chelsea á Anfield 🙂

  YNWA

 25. Frábær sigur og æðisleg markaskorun besta sóknarparsins í deildinni í langan tíma!!!!

  Fannst engum Sterling vera hálffúll eða fórna höndum þegar Suarez skoraði þriðja markið sitt/sjötta mark liðsins – í endursýningu lítur út eins og hann hafi verið spældur að fá ekki að skora? 🙂

  Anyhoo … SAS e mitt teymi. Ole Gunnar hrapaði rosalega í áliti í dag. Thank you very nice, áfram Liverpool.

 26. Munið þið þegar menn voru að tala um að Suarez væri ekki slúttari.

  og btw. Solskjær sýndi frábæran Man U classa í viðtali eftir leik, verandi að stýra Cardiff.

 27. eg hefði reyndar brjalast ef Suarez hefði sent boltann i 6 markinu.. hann atti fullkomlega skilið að vera eigingjarn, skora sjalfur og na þrennunni.. hann atti þetta mark lika skuldlaust enda a 110 prosent krafti ennþa þegar klukkan sló 95 min, hann vann navigið við varnarmann cardiff og ætlaði ser að na 3 markinu og gerði það líka…

  hann skal bæta markametið i deildinni a þessu timabili, það a hann lika skilið enda verið gersamlega ótrúlegur allt þetta timabil.

 28. #39 Viðar Skjóldal

  Hefði ekki verið óþarfi að brjálast? Ég held að það hefði dugað fyllilega að verða bara rosalega reiður. Allt of langt gengið að brjálast… 🙂

 29. nei eg held eg hefði brjalast Sigurjón 😉

  eða orðið ofbosðlega rosalega reiður allavega 🙂

 30. Eru menn virkilega að pirrast út í Fowler greyjið? Búinn að sitja með sinaskeiðabólgu í allan morgun að kvitta- fær svo varla að njóta leiksins fyrir ágangi og ákveður svo að stytta sér leið út til að safna kröftum í það að “þurfa” að djamma með ykkur öllum vitstola af gleði fram eftir nóttu? Súrt já fyrir litla kalla sem voru “sviknir” en hey! Langar okkur ekki að hann svari jákvætt í kvöld þegar við hömrum hann með How Do You Like Iceland? Gefum Guði smá slaka- skemmtið ykkur skelfilega í kvöld! Ég tek morgunvaktina fyrir ykkur, því miður

 31. SAS mark í neið einir þeir geta bjargað því
  vá hvað það er gaman að horfa á þetta stórkostlega lið

 32. Hérna er MOTD: http://www.footballorgin.com/2014/03/bbc-match-of-day-motd-saturday-night_23.html

  Hér er leikurinn í heild sinni: http://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/2130td/request_cardiff_vs_liverpool_saturday_22032014/

  Annað sem má minnast á er að Glen Johnson var greinilega að spila meiddur lengi vel – og það sást. Var auðvitað rakkaður niður, en stóð sig prýðilega í kvöld. Þetta lið er bara stórkostlegt! Nánast dónalega gott!

  Bið að heilsa öllum sem voru á árshátíðinni, ég var að mynda árshátíð Icelandair Group, svo ég komst ekki.

  Að lokum: https://www.youtube.com/watch?v=LN_bx28ll_c

  YNWA!

 33. Hérna er comment af Guardian:

  “This Liverpool team is relentless, in terms of offensive play the best Reds side I’ve seen in decades. I think Suarez’s determination has really rubbed off on the rest of the team, especially the attacking players like Sturridge, Sterling and even Henderson, they are all swarming around opponents, always moving, demanding more from each other.

  Others also did well today, like Glen Johnson. He had been poor in recent months, but today he was really good, really mobile (without his injury now), good technique and passing and receiving the ball well. Really good performance.

  It is also worth a mention that the possession play of the team is also still an important part of Brendan’s strategy. Although we score a lot more goals now on the counter, our possession play (as shown in the second half against Cardiff and at Old Trafford, among others) especially in the second half has kept the opposition from having the ball and allowed us to control the game. The defensive unit has looked better in recent weeks, but Cardiff were always going to cause us some problems today.

  All in all, really pleased with the last few weeks, three tough looking away games on paper, three resounding victories. As long as there are no major slip ups, we have a great chance of crossing the line first. Whatever the league position at the end, man what a ride.”

  Það er eitthvað mikið að gerast í Liverpool borg.

 34. Eitt enn fyrir svefninn:

  “I really hope Liverpool win it. Proper football club, even if they are owned by Yanks. Suarez deserves it. The fans deserve it and no matter I’ve laughed at “Steven Gerrard is world class” over the last 15 years – he deserves it.

  Great to watch as well which is not something we’ve seen much of in the last 25 years.”

  Bara til merkis um hvað þetta stórkostlega lið er m.a.s. búið að saxa niður team biasana. 🙂

 35. Gaman að segja frá því að samhljóðatröllið okkar hann Skrtel er í 29. sæti yfir markahæstu menn Úrvalsdeildarinnar ásamt nokkrum öðrum.

  Hann hefur skorað fleiri mörk en t.a.m. Fernando Torres, Samri Nasir, Santo Cazorla, Demba Ba, David Silva, Kevin Mirallas, Mesut Özil og Jesús Navas, svo nokkur dæmi séu tekin.

 36. @49: Gerrard er á hættusvæði með 9 spjöld, en ef hann sleppur við spjald fram til 1. apríl þá fær hann 5 spjalda kvóta í viðbót. Minnir að Lucas sé svo næstur með 6.

 37. Kemur mér lítið á óvart að Fowlerinn hafi stungið af fyrir leikslok til að sleppa við að árita. Ég var framarlega í röðinni á React í gær og það skein svo í gegn hvað hann nennti þessu ekki.

 38. Fannst Henderson, Johnson, Sktrtel, Coutinho, Suarez og Sturridge sérstaklega góðir í dag. Agger, Gerrard og Flannagan sístir.
  Elska að horfa á þetta lið þessa daganna! Alveg frábært 🙂

 39. Það er farið að líta út fyrir við spilum í meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er frábært, það er svo fáránlega mikilvægt.

  Ég var aðdáandi Suarez áður en hann kom til Liverpool, og mjög spenntur þegar hann var keyptur, en vá, hann er fyrir mér mikilvægustu kaup Liverpool síðan ég byrjaði að fylgjast með liðinu. Ómetanlegur!!!

  Brendan Rodgers er svo enn ein perlan, að hann skuli vera í samkeppni við City og José Mourinho um titilinn á þessum tímapunkti er ekkert minna en kraftaverk.

  Held við séum komin með leikmann og þjálfara ársins nú þegar, þeir fá allavega mitt atkvæði.

 40. Ef einhver veit um link á MOTD þá væri það voða vel þegið.

 41. Fowler var ekkert að gefa mikið aukalega af sér en to be fair þá var hittingurinn í ReAct hugsaður til að gefa færi á áritunum o.þ.h. Ekki leikurinn.

  Á Spot var enginn að láta mynda sig með Fowler, þetta fólk var allt saman að fá mynd af sér með Sigga Hjaltested sem sat þarna fyrir tilviljun við hliðina á Fowler.

  En þetta var snilldar leikur og mjög gaman á Spot, hápunktur þegar Cissokho kom inná auðvitað. Partýið um kvöldið var síðan svipað skemmtilegt og þessi dagur hefur verið erfiður 🙂

 42. Logi #42

  Auðvitað skilur maður alveg manninn.

  Ég mætti ca hálf eitt uppí ReAct, komst einfaldlega ekki fyrr. Þegar að ég sá að ég myndi ekki komast innfyrir hurðina í tæka tíð lét ég félaga minn taka bókina inn fyrir mig. Hann var seinasti maður inn.

  Hann lét mig svo vita eftirá að Fowler vildi bara árita 1 hlut per haus. Gott og vel ég skildi það mætavel enda tæki það tíma frá öðrum, jafnvel þó það taki bara 5 sek.

  En eins og ég sagði fyrr, mér var ekki leyft að hitta hann í hálfleik og þá ákvaðu starfsmenn staðarins/menn á vegum Fowler að hrópa í kallkerfinu fyrir sennilega 5-700 manns að hann myndi gera það eftir leik og ég hugsaði frábært, ég fæ þó í amk að hitta einn af mínum uppáhalds leikmönnum eftir leikinn.

  Tekið af http://www.liverpool.is

  “Robbie Fowler verður einnig á Spot kl. 15 að fylgjast með leik Liverpool og Cardiff og þar gefst einnig tækifæri til að fá áritun og/eða mynd af sér með kappanum.”

  Það er alveg morgunljóst að það fóru margir stuðningsmenn svekktir heim af þessum leik. Margir sem komust ekki í ReAct vonuðust auðvitað til að hitta hann á Spot eins og var búið að gefa út.

 43. 1 Fowler og þúsundir sem vildu hitta hann. Ég vona að allir sýni því skilning að Fowler gat ekki hitt alla.

 44. Með fullri virðingu fyrir Fowler og Co. að þá er þetta dáldið skítlegt af honum. Ef að ég væri að fá 3.758.200 Íslenskar krónur fyrir að mæta á stað þar sem að ég er dáður og elskaður af mörgum að þá mundi ég nú gera það sem er ætlast af mér og ekki flýja bakdyrnar eins og ræfill (Afsakið orðbragðið)

 45. hvað er að þessu liði hérna? tilhvers vil maður fá eiginhandaáritun frá Fowler eða bara einhverjum manni?

 46. nr 59 ..

  hver segir að fowler hafi fengið 3 komma eitthvað milljonir fyrir að mæta a klakann ??

 47. Magnað hvað liðið a auðvelt með að skora. Þetta verða rosalegir leikir við city og chelsea.

 48. Ég verð nú bara að tjá mig um eitt varðandi það hversu margir hérna eru fúlir að missa af Fowler.

  Eru menn í alvöru að búast við því að einn maður (sama hvort hann sé Guð eður ei) geti annað þeirri eftirspurn sem verður þegar Fowler kemur í heimsókn. Það myndu alltaf verða einhverjir (og jafnvel meirihlutinn) sem myndu ekki fá áritun eða mynd af sér með Guðinum.

  Á árshátíðinni sat ég um það bil 3 metrum frá honum á næsta borði og fólk var í sífellu að ganga framhjá okkur til að fá mynd eða áritun. Hversu mikið áreiti er það á einn mann sem var núþegar búinn að rita áritanir, taka myndir eða taka í höndina á einhverjum prósentum þjóðarinnar yfir allan daginn? Maðurinn gat varla dregið andann á milli þess að fá nýjann stuðningsmann á öxlina að biðja um eitthvað af ofantöldu. Ef hann stóð uppfrá borðinu, þá fylgdi með sveimur af fólki sem var alltaf að biðja um eitthvað frá honum.

  Það er staður og stund fyrir allt saman. Hann var gestur okkar á árshátíðinni og áreitið sem hann varð fyrir þarna var ótrúlegt. Mér er alveg sama hvort hann hafi fengið borgað einhverjar miklar upphæðir fyrir að mæta, ágangurinn að honum var þannig að ég skil alveg að hann hafi viljað koma sér undan þessu.

  Þegar fólk er að kvarta undan því á netinu að hann hafi farið undan í flæmingi, hugsið ykkur þá hvernig ykkar viðbrögð eru þegar þið ætlið að reyna að njóta leiksins á Spot eða matsins á árshátíðinni og fólk kemur að biðja ykkur um að taka mynd af sér með þér og margfaldaðu það áreiti með um það bil þúsund. Er þá ekki alveg eðlilegt að segja stopp?

  Það var alveg morgunljóst að það myndi verða mikil traffík í að komast að honum. Voru menn virkilega að búast við því að það væri nóg að bíða í 10 mínútur í röð fyrir framan React rétt fyrir klukkan 1 og komast inn? Voru menn virkilega að búast við því að það yrði tekið vel í það að fá mynd og áritun eftir að hafa verið að skrifa undir óteljandi plögg yfir daginn þegar hann var að horfa á leikinn? Ef menn vildu vera öruggir með þetta, þá áttu menn einfaldlega að mæta í React vel fyrir klukkan 11 og bíða í röðinni. Ef menn þurftu að vinna og ekkert frí fáanlegt, þá er bara að bíta í það súra epli.

  Kv,
  Andri Freyr

 49. Andri Feyr,

  Bjuggust menn í alvörunni við öðru? Læra Íslendingar aldrei á hlutunum, hvernig var t.d. ástandið í Smáralindinni þegar ekki stærri menn en e-h Vine stjörnur gerðu allt vitlaust þar.

  Þetta var alveg hlutur sem menn áttu að vita af, og áttu þar af leiðandi að tækla þetta öðruvísi. Það átti ekki að gefa það út á heimasíðunni og í kallkerfi staðarins ef ekki var vilji fyrir því að gera þetta.

  Fullt af fólki sem gerði sér sérferð á Spot með tilheyrandi gróða og fleira í gegnum vínsölu, en svo var ekki staðið við hlutina, það er auðvitað mjög fúlt.

  Ég t.d. mæti aldrei á Spot nema í þessu eina tilfelli til að hitta Fowler, eyddi yfir 5þús á barnum. Ef að ég hefði vitað þetta fyrirfram hefði ég betur sparað mér þennan pening og farið annað….

 50. Ætla nú ekki að blanda mér í þessa umræðu, KAR er búinn að tækla þetta vel í hinum þræðinum. Langar bara að spyrja hann Gamla Jr. hvort hann fái eitthvað sérstakt kick út úr því að spinna upp og ljúga til um upphæðir tengdar því að fá Fowler til landsins?

 51. Segið mér eitt hvernig geta menn sem segjast aldrei mæta á spot nema bara núna (spot er heimavöllur Liverpool klúbbsins) vælt yfir því að þeir hafi ekki fengið áritun. eða mynd ?

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Cardiff

Opinn þráður – Árshátíð