“Guð” á leiðinni til landsins!

Robbie Fowler verður í ReAct í Bæjarlind 4 milli 11 – 13 laugardaginn 22.mars og áritar þar búninga, myndir og annað sem fólki dettur í hug að láta árita. Að því loknu ætlar hann að horfa á leik Cardiff og Liverpool á SPOT þar skammt undan kl. 15 og verður svo aðalgestur árshátíðar Liverpool klúbbsins á Íslandi þá um kvöldið á sama stað!


Það er nú ekki oft sem að ég skríki eins og smástelpa yfir því að berja augum í lifandi formi einhverja mannveru.

Í gegnum tíðina hef ég rekist á alls konar frægt fólk, náð að spjalla við margt þess og bara í flestum tilvikum náð því að gleðjast yfir því að hafa hitt á það.

En ég viðurkenni fúslega að ég fékk smá skjálfta í hnén þegar ég heyrði af því að Robbie Fowler, sem oft verður kallaður “Guð” í þessum pistli yrði gestur hins frábæra Liverpool-klúbbs á Íslandi þetta vorið. Það hafa vissulega mörg flott nöfn labbað um á þeirri mögnuðu hátíð í gegnum tíðina, en fáir hafa þá áru sem Guð hefur í mínum huga.

Robbie, sem heitir víst fullu nafni Robert Bernard Fowler verður 39 ára 9.apríl næstkomandi, fæddur 1975. Það má nú kannski segja að hann hafi verið uppi á röngum tíma að mörgu leyti í alrauðu treyjunni okkar, en á sama hátt var vera hans í búningnum eitt skærasta ljósið á erfiðum tímum fyrir okkur Púlara.

Hver heldur þú að þú sért vinur!
Hver heldur þú að þú sért vinur![/caption]Robbie lék sinn fyrsta leik haustið 1993 gegn Fulham 22.september í deildarbikarnum. Fulham var þá neðri deildarlið og maður svosem hrökk ekki mikið upp við það, þetta var á þeim tíma sem ungir menn eins og McManaman, Redknapp og Jones (reyndar Hutchinson og Harkness líka) voru að koma inn í liðið okkar.

Hins vegar lék hann í seinni leik þessarar viðureignar og setti lítil FIMM mörk. Þetta var ekki á þeim tíma þar sem eins mikið er um beinar útsendingar og nú en það er óhætt að segja að fyrirsagnirnar eftir þennan leik hafi verið það stórar að maður leyfði sér að vona að á ferðinni væri einstaklingur sem vert væri að muna nafn.

Fyrsti leikurinn sem ég man eftir að hafa horft á í beinni og bara eiginlega ákveðið að halda gríðarlega upp á þennan unga mann var í 3-3 jafntefli gegn Tottenham á White Hart Lane í desember 1993. Þessi veimiltítulegi drengur með unglingabólur á andlitinu, þið kannski segið honum ekkert að ég hafi skrifað þetta þarna á Spot um helgina, var í raun ekki fljótur og ekki með mikla boltatækni.

En á móti voru staðsetningarnar hans magnaðar, hann virtist alltaf vera í færum og það voru ansi mörg færin sem hann kláraði. Væri virkilega skemmtilegt ef að nútíma tölfræði um hlutfall skota á rammann og síðan í markið hefðu verið orðin jafn algeng og er nú. Er sannfærður um að fáir stæðust honum snúning í því hlutfalli.

Robbie varð strax óhemju vinsæll á Anfield. Ekki síst út af bakgrunni hans, hann var sannkölluð “Öskubuska”. Hann kemur úr Toxteth hverfinu sem er eitt af fátækari hverfum borgarinnar og með eina hæstu glæpatíðnina.

Öskubuskur eru vinsælar á böllum og það varð eins með “Guð” á Anfield ballinu. Fyrsta nafnið hans á meðal Kop-verja varð reyndar “Toxteth terror” og þá með vísun í bakgrunninn, en andstæðingar Liverpool, ekki síst litlu bræðurnir í bláa helmingnum reyndu eins mikið og þeir gátu að breyta þessum bakgrunni hans í neikvæða ímynd. Robbie pirraði sig töluvert á því og sennilega er eitt af eftirminnilegri atvikunum á ferli hans þegar hann skoraði gott mark einmitt gegn þeim bláu og fagnaði á ákveðinn hátt…

Bíddu, má þetta við línur?

Eftir að Gerard Houllier tók við má segja að smátt og smátt hafi hlutverk Fowler minnkað hjá félaginu. Frakkinn, vel studdur af Phil Thompson, taldi Fowler ekki nægilegan íþróttamann og bjó fljótlega til sitt draumaframherjapar í þeim Michael Owen og Emile Heskey. Í raun var ein ástæða þess að Owen varð ekki dýrkaður á Anfield jafn mikið og ætla má sú að hann hélt Robbie út úr liðinu og varð eftirlætis leikmaður Frakkans. Ekki sanngjarnt á neinn hátt…alveg klárt…en samt staðreynd.

Robbie var mikið á bekknum en var þó varafyrirliði og tók sem slíkur við deildarbikarnum eftir sigur á Birmingham, skoraði lykilmark gegn Charlton í leik sem tryggði endurkomu LFC í Meistaradeildina og síðan eitt marka liðsins í ótrúlegum 5-4 sigri í Evrópudeildinni, allt þetta var auðvitað vorið 2001. Næsta leiktímabil fækkaði leikjum hans enn meir og það kom í raun lítið á óvart þegar að upp fóru að koma sögur um að hann væri til sölu. Sögurnar segja að eftir rifrildi milli hans og Thompson á Melwood hafi málið legið klárt og “Guð” var seldur á 12 milljónir til Leeds í desember 2001.

Margir aðdáendur félagsins, þ.á.m. ég fyrirgáfu Houllier og Thompson ALDREI þessa gjörð þeirra. Ég geng svo langt að ég strokaði Thompson eiginlega út úr kolli mínum sem legend við þetta.

Robbie náði sér ekki á strik hjá Leeds og fór þaðan til Manchester City.

En í janúar 2006 ákvað Rafael Benitez að nýta sér það að City var tilbúið að láta Robbie á frjálsri sölu. Ég man enn eftir því hvenær og hvar ég fékk fréttirnar. Ég var á leið heim úr vinnu í Breiðholtinu þegar félagi minn, hann Sigurjón, hringdi í mig og gargaði: “Guð er kominn heim” í símann.

Ég var auðvitað strax viss um að Jesús hinn nýi væri ekki á leið í Garðabæinn, heldur að Robbie væri aftur rauður. Ég varð að stoppa bílinn minn á Garðabæjarbrúnni til að gleðjast yfir þessu um stund, með gæsahúð um allan líkamann.

Þá gæsahúð ætla ég að fá aftur um helgina þegar ég ber Robbie “Guð” Fowler frá Toxteth augum. Svo mörg ógleymanleg móment á hann í kollinum á manni að ég leyfi mér að flissa eins og unglingur yfir komu hans.

WELCOME MR. FOWLER.

41 Comments

 1. Þú þarna frá Kaldanesi. IP talan segir að þú sért á Kleppi. Vona að þú sért að skúra þar.

 2. er að reyna grafa upp Fowler húfuna mína frá ’94 til að láta hann árita, ef einhver hefur séð hana látið mig vita!

 3. Er þá Rush Guð almáttugur ?Þetta nafn fyrir Fowler er ekki nógu gott hann er ekki Guð þó að hann hafi verið frábær fótboltamaður hjá Liverpool .Þetta er barnalegt að kalla menn þessu nafni .
  Koma svo Suares þú ert frábær en ekki Guð.
  Bestu kveðjur
  Liverpool Stuðningsmaður í húð og hár.

 4. Svona, svona. Við trúðum á hann, menn þurfa ekkert að missa sig 🙂

 5. Hver segir að það geti bara verið einn Guð? (margir reyndar) en Robbie Fowler er og verður fótbolta Guð í okkar augum og því sé ég ekkert að því að kalla hann því nafni.

 6. Eru Leeds ekki ennþa ad borga honum laun eftir eitt mesta og hradasta kludur fotboltasøgunnar?

  ,,The God” var hreint út sagt magnaður leikmaður og hann verður alltaf i minum huga sem hetja og átrúnadargoð. Eitthvað annað en owen.
  Skil vel ad nota Heskey meir en Fowler(not!).

  3: Vertu úti, vinur.

 7. Eins og Maggi kom inn á þá var Fowler og verður aldrei mesti íþróttamaðurinn í sögu Liverpool, en skv. okkar kynslóð þarf ansi stóra karla til að verða meiri goðsagnir heldur en Fowlerinn. Mér dettur eiginlega bara Carra og Gerrard í seinni tíð. Suarez stefnir hraðbyr í þessa átt, en að mínu mati á hann sæmilega langt ferðalag fyrir höndum.
  Mér er yfirleitt nokk sama um hvaða fræga fólk er spígsporandi um götur Reykjavíkur, allir þessir Tommar Crúsar, Russelar Crowar og hvað þeir heita allir saman. En ég er alveg til í að hanga í röð í nokkra tíma til að hitta þennan snilling.

 8. verdur önnur ferð með kop á þessu ári ?

  langar rosalega til ad fara á leik, helst leikinn á móti newcastle.

  getur einnhver leiðbeint mer hverning er best fyrir mig ad kaupa miða á leiki á Anfield ?

  Mvh
  Arnar

 9. Er eitthvað vitlausara að trúa á þennan guð frekar en aðra guði? Hefði Eiríkur ekki afgreitt þetta svona vel mætti eyða þessu ælu kommenti og thor vertu ekki með þetta leiðinda PC væl.

  Þessi pistill er um Robbie Fowler, hjá nánast öllum stuðningsmönnum Liverpool hefur hann viðurnefnið Guð, opinber heimasíða félagsins þ.m.t. Fari það í taugarnar á þér haltu því endilega út af fyrir þig.

  Á næsta ári legg ég til að klúbburinn fari all in að fá Aly Cissokho.

  En djöfull verður gaman um helgina. Biðst nú þegar afsökunar á hegðum minni 🙂

 10. Sjálfur Schmeichel nefnir Fowler sem erfiðasta “striker” sem hann spilað gegn! Ég get ekki beðið eftir að horfa á Liverpool leik með sjálfum Guði!

  Á boladegi í fyrra sagði ég Fowler að ég myndi gefa honum öl ef hann myndi svara mér á boladegi, hann að sjálfsögðu svaraði mér og ég vona að ég fái tækifæri á að borga honum þennan bjór um helgina!

 11. Einn af mínum uppáhaldsleikmaður ever hjá Liverpool er að koma. Vá hvað ég er spenntur.
  Ég man eftir comebackinu hans 2006. Ég starði á tölvuskjáinn og hoppaði um stofuna eins og asni þegar ég frétti þetta. Þurfti að vísu að fara á marga vefmiðla því ég trúði þessu ekki fyrst. Þetta var eins og fyrir barn að týna uppáhalds bangsanum sínum sem kæmi síðan í leitarnir mörgum árum síðar 🙂

 12. Já í lokaleiknum Fowler gegn Charlton.. Mun aldrei fyrirgefa spánverjanum 🙁

 13. þegar ég hugsa um goðsagnir Liverpool þá er Fowler klárlega á svæðinu.

  Ian Rush var minn uppáhalds leikmaður og var frábært að fá að hitta hann á sínum tíma. Daglish er auðvita kóngurinn á Anfield fyrir allt það sem hann hefur gert inná vellinum en ekki síður fyrir utan hans.
  En Fowler er guðinn á Anfield fyrir það að vera alltaf til staðar fyrir okkur á erfiðum tímum. Þegar maður hugsar um hvað 90s var lélegt fyrir okkur liverpool stuðningsmenn þá hugsar maður samt ótrúlega hlýlega til þess tíma út af því að Fowler var að gleðja mann í hveri viku og hann gaf manni von, því að alveg sama hvernig við vorum að spila eða á móti hverjum þá var hann alltaf líklegur til þess að skora.
  Það sem maður dýrkaði líka við hann er að maður sá hversu mikið honum þótti væntum klúbbinn og var stoltur að spila fyrir klúbbinn. Owen kom á eftir honum og var frábær fyrir okkur og það verður að segjast eins og er þá var hann betri en Fowler á tímabili þegar Fowler var aðeins farinn af dala og gerði það að verkum að við létum Fowler fara frá okkur en Owen náði aldrei þessum Fowler virðingu frá stuðningsmönnum því að hann lét guðin hverfa frá okkur og maður vissi að hann myndi ekki endast hjá okkur.

  Þegar Fowler komtilbaka á sínum tíma og var langt frá því sínu besta þá var stórkostlegt að sjá hann spila aftur í rauðabúningnum og sá maður hvað hann var ánægður aftur og manni fannst eins og ein af okkur stuðningsmönnumum hefði fengið tækifæri til þess að spila fyrir liðið sitt.

  Fowler mun alltaf eiga sérstakan stað í liverpool hjartanu hjá þeim sá fengu þann mikla heiður að horfa á hann spila í hveri viku, hann var allt það sem er rétt við liverpool.

 14. Þegar Fowler spilaði með liðinu var hann engum líkur og fékk réttilega viðurnefnið Guð.
  Fyrir mörgum stuðningsmönnum er það nánast eins og trúarbögð að halda með Liverpool og ég sjálfur þar meðtalinn.
  Ég allavega veit ekki um nokkur önnur trúarbrögð þar sem þú getur hitt Guð í eigin persónu og lifað til að segja frá því.

 15. Það má líka ekki gleyma einu sem mér finnst skipta meira málið hvað varðar Robbie Fowler. Það er sama hvert hann hefur farið, Liverpool hefur alltaf verið númer 1,2 og 3! Michael Owen varð og verður aldrei guð því hann sýndi það og sannaði að Liverpool var bara eins og hver annar fótboltaklúbbur fyrir honum.

  Þeir sem sýna Liverpool jafn mikla ást og Robbie Fowler hefur gert sem og að hafa verið jafn duglegir að setjann eiga réttilega skilið guðs nafnið!

 16. Var á Anfield Road þegar Robbie Fowler fór á fjórar og tók línuna í nefið…. Fyrir framan Everton áhangendur, það sturlaðist allt

 17. Jæja ég verð skella mér í bæinn og hitta hinn magnaða Toxteth terror. Sorry ég finnst þetta gælunafn miklu betra enn ,,Guð,, Sorry.

 18. Fyrir það fyrsta, þá held ég að það sé algjör sögufölsun að halda því fram að óvinsældir Michael Owen, eða minni dýrkun á honum, sé tengd því að hann hafi slegið Robbie út úr liðinu. Ég held að það sé fjarri lagi. Stóra ástæðan fyrir vinsældum Robbie meðal stuðningsmanna var forgrunnur hans og svo persónuleikinn ofan á það. Hvernig hann stóð með verkamönnum í sinni baráttu, hvaðan hann kom, húmorinn hans og allur sá pakki, plús svo þetta magnaða sem hann gerði inni á vellinum.

  Svo horfum við á Owen, og það eina af ofan töldu sem hann var með var að skora mörkin. Það dugir visst langt, en það er stutt miðað við Robbie og svo ég tali nú ekki um hvaða leið hann fór út úr félaginu okkar og hvaða stefnur og ákvarðanir hann hefur tekið síðan. Þannig að þetta kemur því ekkert við hvort hann hafi náð að slá hann út úr liðinu eða ekki.

  Annars hef ég hitt þennan snilling nokkrum sinnum og hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Enginn fótboltamaður sem ég hef haldið jafn mikið upp á og Robbie og hann er ekki bara kallaður Guð hérna af okkur, heldur er þetta hans nikk, ef einhverjir eru ósáttir við það, þá bara so freaking be it. Damn hvað þetta verður mikil station helgi.

 19. ég var líka á leiknum þegar hann sniffaði endalínuna. Mun aldrei gleyma því hvað mér þótti það fyndið þegar ég sá það en svo fljótlega eftir leik sá ég að hann yrði líklegast dæmdur í bann fyrir það. Mér finnst þetta ennþá fyndið og dýrka manninn ennþá 🙂

 20. FACT: Twitter was created 8 years ago today, which means no Arsenal fan has ever tweeted about winning a trophy.

 21. Fowler Vor!
  Þú sem ert á Anfield
  verði þín snilld
  tilkomi þín markamet
  gef oss í dag vort daglegt mark
  og vér fögnum marki því sem þú skorar
  Eigi leið þú oss í tapleik
  heldur frelsa oss frá Man shitty
  því að þinn er Anfield, borgin og leikurinn
  um allar leiktíðir spilaðar
  YNWA!

 22. Gott að ég er ekki einn um þetta: Ég man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar ég frétti að guð væri að koma heim. Bjó í Köben á þeim tíma og endaði á einhverjum írskum bar með scousera snillingum sem voru vægast sagt glaðir líka.

  Þið knúsið hann frá mér sem eruð að fara á hátíðina.

 23. Ojj hvað þið eruð heppnir að hitta þann eina sanna. Ef eg væri ekki í svíjalandi þá myndi ekkert stoppa mig. Góða skemmtun allir saman og við förum með sjálfstraust og getu inn í Cardiff leikinn.

  kv. Oldskúl

 24. ,, var í raun ekki fljótur og ekki með mikla boltatækni” Ætlaru í alvöru að segja það Maggi að Fowler var ekki með hraða og tækni þar sem þurfti? Tækni þarf til að spyrna bolta. Við vitum það allir. Hver var betri í því en hann? ég man í alvöru eftir rifrilidi á milli mín og vinar míns hvor væri betri að klára færi í HEIMINUM Fowler eða Shearer? btw tað var FOWLER

 25. Úff, ég hef nú aldrei fengið mig til þess að standa í röð og biðja um áritun en ef þetta er ekki ástæða til þess að byrja á því þá veit ég ekki HVAÐ!!

 26. Fowler er maðurinn.. En þar sem verið er að ræða framherja Liverpool í sögulegu samhengi. Eru menn að átta sig á því hvað Sturridge er búinn að byrja svakalega hjá Liverpool? Ef hann heldur áfram að skora eins og hann hefur gert hingað til rústar hann metinu hjá Liverpool varðandi lítinn fjölda leikja sem þarf til að skora 50 mörk. Hann er nú með 0,8 mörk að meðaltali í leik og ef hann heldur því áfram þarf hann 62-63 leiki til að skora 50 mörk. Þar með yrði hann fljótastur allra í ensku deildinni að skora 50 mörk.

 27. Mikið til í því Bjarni og í raun magnað hvað Sturridge hefur fengið litla athygli í vetur m.v. hvað hann er að gera. EItthvað sem ég held að sé mjög gott mál og að Rodgers hafi unnið listavel með á þessu tímabili.

  En varðandi samanburð á Fowler þá orðaði hann þetta best sjálfur (hann var þá reyndar að tala um Suarez)

  “Luis is a phenomenal player,” said the former England international after fourth-placed Liverpool crushed Norwich 5-1 in the Premier League on Wednesday.

  “I love him but I’m also starting to dislike him because he’s making all the ex-Liverpool strikers look very average,” joked BBC TV pundit Fowler after watching Suarez score four high-quality goals.

  En þessi sóknarlína hjá okkur getur hæglega slegið öllu við frá fyrri sóknarmönnum Liverpool. Ef einhver er í sömu deild og Fowler var erum við í frábærum málum.

 28. Það verður æðislegt að hitta manninn, vonandi verður ekki of mikil röð í bolamynd með honum. Það er líka gott að velta aðeins fyrir sér ferlinum hjá honum eins og nokkuð rækilega er gert hér að ofan. Ég var alltaf ósáttur við að hann væri seldur en hann og Owen náðu aldrei að skapa það senterapar sem maður var alltaf að vonast eftir á sínum tíma. Meiðsli spiluðu líka stóra rullu og eins og komið er inn á hér að ofan, kaupin á Emile Heskey. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að leikmaður sem skoraði yfir 30 mörk þrjú tímabil í röð hafi síðan bara verið frystur. Fullkomið dæmi um þjálfara sem nær ekki að nýta þá hæfileika sem eru til staðar í hópnum. Og það endaði með því að Guð fór.

  En ég allavega hlakka til að hitta ykkur alla hina líka, biðst líkt og Babu fyrirfram afsökunar á hegðun minni 🙂 verð með ManU manni og Arsenalmanni frá hádegi að sumbli. Tökum allan daginn í fótboltaáhorf og svo er það árshátíðin. Þetta verður bomba!

 29. Hvernig er það með þessa árshátíð fyrir þá sem eru ekki að fara? Meiga þeir horfá leikinn á morgun á spot?

 30. Henderson. Það er enginn sem bannar ykkur það en ég geri ráð fyrir því að mörg borð verði frátekin

 31. Ég ætla óska Bayern Munchen til hamingju fyrir að komast í undanúrslit meistaradeildarinnar

 32. #40 Það er akkúrat svona hroki sem kemur tilbaka sem bítur mann í rassinn = KARMA

  Þetta var akkúrat það sem Utd menn sögðu um okkur 2005.

Og hvað svo?

Cardiff á laugardag