Og hvað svo?

Eigum við virkilega að fara að byrja að látta okkur dreyma þennan draum? Ég hreinlega veit það ekki ef ég á að segja alveg eins og er. Skynsemisröddin segir bara nei, ekki gera sér neinar væntingar því brostnar vonir og vonbrigðin verði svo mikil fyrir bragðið. Hin röddin er auðvitað á öðru máli og öskrar á mann að njóta þess nú loksins að vera í alvöru séns á titlinum þegar svona stutt er til loka leiktíðarinnar. Maður flakkar þarna á milli, nánast á milli mínútna, en ég er farinn að hallast að því að skynsemisröddin ætti bara að fara að loka á sér þverrifunni, bara for good, ég vil ekki einu sinni heyra frá henni eitthvað “I told you so” dæmi ef allt fer ekki á besta veg.

En hvers vegna ekki? Það er orðið stutt í að við getum farið að segja að Meistaradeildarsætið sé orðið endanlega tryggt, þá þarf að fara að setja sér ný markmið. Ætlar einhver að segja að setja eigi stefnuna á 3ja sætið í svona stöðu? Eða stefnir einhver á annað sætið? Ekki séns, það er bara eitt að gera og það er að stefna á sigur, sigur í næsta leik og svo framvegis og sjá svo hvernig þetta kemur allt út í lokin, en að sjálfsögðu er stefnan beint á gullið. Ef markmiðið næst í hvert skipti, þ.e. sigur í leiknum, þá verða menn meistarar (já, ég er pottþéttur á að City tapi stigum einhvers staðar). En hvað þarf til, hvaða leiki eiga mótherjar okkar eftir? Tökum þetta bara lið fyrir lið og sjáum hvað þau eiga eftir af útileikjum og heimaleikjum. Tökum þetta bara í röðinni eins og þetta er núna:


1. sæti Chelsea með 66 stig eftir 30 leiki og plús 33 í markahlutfall

Heimaleikir (4):
Arsenal
Stoke
Sunderland
Norwich

Útileikir (4):
Crystal Palace
Swansea
Liverpool
Cardiff

Tiltölulega létt prógram hjá Chelsea eftir, en maður bjóst heldur ekki við því að þeir myndu misstíga sig gegn Aston Villa um síðustu helgi. Það verður gríðarlega mikið undir um næstu helgi þegar Arsenal koma í heimsókn, fyrir bæði lið í rauninni. Eins eru það ávallt frekar erfiðir leikir við að eiga sem síðustu leikir, ef botnlið eiga á annað borð séns á að bjarga sér frá falli. Ég hef ekki trú á því að Chelsea tapi mikið af stigum það sem eftir er af leiktíðinni. Annað sem gæti aðeins truflað Chelsea er áframhaldandi þátttaka þeirra í Meistaradeildinni, 8. liða úrslitin þar framundan og í það fer mikil orka og fókus.

2. sæti Liverpool með 62 stig eftir 29 leiki og plús 41 í markahlutfall

Heimaleikir (5):
Sunderland
Tottenham
Man.City
Chelsea
Newcastle

Útileikir (4):
Cardiff
West Ham
Norwich
Crystal Palace

Eins og áður sagði, allt úrslitaleikir og horfi maður tilbaka á frammistöður liðsins, þá er allt greinilega hægt. Stórt og erfitt prógram, en það erfiðasta er allt á heimavelli. Verður svo fróðlegt að sjá hverjir verða í fallbaráttunni í lokin, gætu orðið erfiðir leikir gegn slíkum liðum eins og ég kom inná með Chelsea. Ég reikna með að Man.City leikurinn skeri endanlega úr um það hvort við berjumst allt til enda um titilinn. Liverpool hefur ekki að neinu öðru að keppa frekar en fyrri daginn, þannig að fókusinn ætti að geta verið algjör.

3. sæti Arsenal með 62 stig eftir 29 leiki og plús 25 í markahlutfall

Heimaleikir (5):
Swansea
Man.City
West Ham
Newcastle
WBA

Útileikir (4):
Chelsea
Everton
Hull
Norwich

Arsenal að komast í gegnum þetta ferlega erfiða prógram sitt, en samt útileikir eftir gegn Chelsea og Everton og má í rauninni bæta Hull við það. City koma í heimsókn og það er alveg ljóst að það er töluvert að fara að ráðast á innbyrðis viðureignum hjá þessum fjórum liðum. Ég man hreinlega ekki eftir jafn mikilli spennu á milli jafn margra liða áður þegar svona langt er liðið á tímabilið. Það er ljóst á listanum hjá Arsenal að það er ekki bara hjá okkar mönnum sem hver einasti leikur er algjör úrslitaleikur. Þeir eru ennþá inni í bikarnum, en ég efa að það hafi mikil áhrif á þá, bara einn one/off leikur á Wembley.

4. sæti Man.City með 60 stig eftir 27 leiki og plús 44 í markahlutfall

Heimaleikir (6):
Fulham
Southampton
Sunderland
WBA
Aston Villa
West Ham

Útileikir (5):
Man.Utd
Arsenal
Liverpool
Crystal Palace
Everton

Það er ljóst að Man.City eiga alveg horror útileikjaprógram framundan, sér í lagi þegar horft er til þess að þeir hafa oft á tíðum ekki verið að ná í nein draumaúrslit á útivöllum þetta leiktímabilið. Þó þeir eigi 2 leiki inni á okkur og þrjá á Chelsea, þá eru þau stig ekki í húsi. Þeir hafa sýnt það að þeir geta líka klikkað illa heima, gerðu það núna nýlega á móti Wigan sem eru í deild neðar. Þeir geta þó einbeitt sér að deildinni, þar sem þeir eru dottnir út úr öðrum keppnum á þessum tímapunkti.

Þetta er bara fáránlega jafnt og skemmtilegt og nánast ómögulegt um þetta að spá. Við stuðningsmenn Liverpool getum samt alveg látið okkur dreyma því það er ekkert lið þessa stundina sem er að spila betur eða skemmtilegri bolta. Ef það heldur áfram þá er bara allt hægt, en Jeremías góður, menn verða þá líka að halda þessu áfram. Það væri svo sem alveg í lagi t.d. ef Luis okkar færi á svipað “rönn” aftur og hann var á í desember. Bara það eitt og sér myndi tryggja slatta af sigrum. Munum það líka, Liverpool hefur ekki tapað í deild á árinu 2014 og þessir erfiðustu leikir eru heimaleikir, við töpuðum síðast á Anfield í deildinni þann 21. september, en það er einmitt eina heimatapið okkar. Vonandi bara, VONANDI, veita þessir drengir okkur þau forréttindi áfram að fá að vera hálf andvaka úr spenningi af tilhugsuninni að Steven Gerrard lyfti Englandsmeistarabikarnum á Anfield þann 11. maí. Ef einhver á skilið að fá að lyfta þeim grip, þá er það Captain Fantastic.

MAKE US DREAM

38 Comments

 1. Auðvitað eigum við að byrja að dreyma. Erum nánast öruggir með topp 4 og hin toppliðin eru ekkert sannfærandi. Núna erum við í draumalandi, enginn verður fúll þótt það takist ekki að vinna deildina og við erum með lang skemmtilegast liðið. Halda bara áfram að gera það sem við erum gera og þá er aldrei að vita.

 2. Ánægður með virknina, þetta er það sem maður þarf. Einn pistill á dag amk til að stytta biðina á milli leikja.

 3. ja maður er dreymir alveg smá og eg hugsaði með mer að ef okkar menn tækju sigra gegn southampton og man utd (sem eg bjost bara alls ekki við ) að þa ættu menn að stefna a dolluna.. þarna tókum við 6 stig og þa er bara að stefna a dolluna þo eg sr hræddur við tilhugsunina um að þetta gæti gerst…

  svo ja fuck it við ætluþ ekkert i neitt 2-3 eda 4 sætið núna heldur ætlum við einmitt að sja Gerrard lyfta helvitis dollunni i mai og ekkert kjaftæði 😉

 4. Auðvitað eigum við að dreyma, enda er liðið að spila draumabolta !

  Ég held samt ef ég tala um mínar væntingar þá eru þær topp 4. Eftir öll mögru árin er ég bara enn með tvo fætur á jörðinni, en verð það ekki 11 maí ef við lyftum dollunni. Þá verð ég í öðru sólkerfi.

  Eins og menn í boltanum segja, ef einhver á skilið að lyfta þessum bikar 11 maí, þá er það GERRARD ! !

  Látum okkur dreyma meðan við eigum góða möguleika. 🙂

 5. Eigum við að láta okkur dreyma??! Já afhverju ekki!!! Við erum eitt heitasta liðið í dag, skorum eins og einginn sé morgundagurinn og vörnin er alltaf að verða betri og betri, og öll lið skíthrædd við okkur. Og varðandi meistarasætið þá er það á kristaltæru að við eru búnir að gulltryggja það (og hljóta allir að vera sammála um). Og nu kemur yfirlýsing frá mér : Baráttan um titilinn verður á milli Liverpool og Chel$$kí. Ég er búinn að panta miða á síðasta leikinn í deildinni sem verður á Anfield á móti Newcastle. Ég ætla að upplifa drauminn kæru vinir 🙂

 6. Þetta eru vissulega spennandi tímar fyrir okkur Liverpool aðdáendur. Best er þó að vera með báðar fætur á jörðunni þegar kemur að því að hugsa um titil. Það þarf þó bara eitt til, sigur í öllum seinustu 9 leikjum liðsins. Réttara kannski að segja að það þurfi 9 hlutir að gerast. Ef Liverpool vinnur þá alla munu þeir enda með dolluna eftirsóttu í sínum höndum. Geri þeir svo mikið sem eitt jafntefli er annað eða þriðja sætið þeirra hlutkesti. Það þarf því allt að ganga upp hjá liðinu og vonandi vonandi vonandi gerist það. Sigur í næstu 3 leikjum gulltryggir CL sæti og sem meira er heldur okkur auðvitað inn í titilbaráttunni. Sjálfur er ég í skýjunum yfir spilamennskunni og þeim árángri sem er að nást, takmarkið er að hafast og sjálfur var ég að spá liðinu 5-6 sæti. Þannig hvernig sem fer, 1 eða 4 sæti er ég hæstánægður.

 7. Mig dreymir um 1. sætið þann 11.maí. Ekkert flóknara en það!

  Liðið okkar á skilið að vinna enska meistaratitilinn og ég er alveg 100% viss um Gerrard mun gera allt sem hann getur til að ná í hann!

 8. Þetta er í hvað, annað skiptið á 20 árum sem við erum að berjast um titil? Það er bara 2009 og núna. Hvað með það þótt það hafi verið óvænt? Meistaradeildarsætið er öruggt og þá er um að gera að horfa bara upp fyrir sig. Þar eru bara Chelsea, og þeir eiga eftir að koma á Anfield.

  Fyrir liðið er innleggið það sama hvort sem þú horfir á fyrsta eða fjórða sætið: vinna næsta leik, og svo næsta leik, og svo næsta leik.

  Fyrir okkur hina eigum við að njóta þess fram á vorið að vera í titilbaráttu. Þetta er bara bullandi séns, við erum alveg jafn líklegir og hin liðin, og þangað til annað kemur í ljós erum við að fara að vinna titilinn.

  Mynduð þið vera svekkt ef það hefst ekki alveg og liðið endar í 2. – 4. sæti í vor? Ekki ég, því Meistaradeildarsæti og titilbarátta er svo langt framar vonum að maður getur ekki verið fúll.

  Þannig að ég ætla bara fyrst og fremst að njóta þess sem eftir er af þessu tímabili. Það er óvænt stórgjöf til okkar að vera í titilbaráttunni og ég brosi á hverjum degi þegar ég hugsa til þess.

  Þannig að já, alla leið takk. Ég græt ekki ef það hefst ekki í vor en þangað stefnum við.

 9. Arsenal, City og Chelsea eru að spila með pressu, af því að stuðningsmen þeirra eru að búast við tittlinum.
  Við erum hinsvegar ekki að spila með pressu. Við erum bara að skemta okkur að baráttuni, af því að við vórum bara að búast við 4. sætinu.

 10. Auðvitað lætur maður sig dreyma, ekki annað hægt en fyrst og fremst nýtur maður þess að liðið okkar er það skemmtilegasta á þessu tímabili. Við sjáum svo til hvort að það verði það besta þegar 11. maí rennur upp, ég hef fulla trú á því.

  Annars er bara næsta verkefni í Cardiff, eitt skref í einu, halda fókus, báðar fætur á jörðinni, næstu 3 stig.

  Mikið agalega er þetta skemmtilegur tími.

 11. Held að svo komnu máli að það sé ekki hægt að reikna með dollu í hús fyrr en líður á aprílmánuð.
  Við Liverpool menn höfum svo oft farið flatt á bjartsýninni einni, þannig maður vill hafa vaðið fyrir neðan sig.
  Allavega, þá þurfum við að klára næstu 3 leiki, vinna Cardiff, Sunderland og leggja svo Tottenham. Ef þetta næst þá er 4 sætið tryggt. Svo er það spurningin hvort að Chelski misstígur sig á mót Arsenal. Vona samt að spennan verði svona fram að 27 apríl þegar við mætum Chelskí heima á Anfield. Þá verða neglur nagaðar………..

 12. Þið segið nokkuð,, Taka titilinn!, Ég held að það séu álíka miklar líkur á því núna og menn töldu á sama tíma árið 2005 (mars) að við næðum að vinna einhverja dollu þarna við mynni Svartahafsins . Man einhver eftir því :-):-)

 13. Meistardeildarsætið er ekki öruggt fyrr enn önnur lið geta ekki náð okkur. Jafnvel 4 sætið er ekki öryggi fyrir því að komast í riðlakeppnina. 3 sæti er það sem ég vonast eftir núna. Annað læt ég mig dreyma um. Everton á t.d. 10 leiki eftir. Arsenal, Utd heima geta þeir alveg unnið. City heima þeirra erfiðasti leikur.

  Næsti leikur er Cardiff úti. Erfiður leikur, fyrsti úrslitaleikur af 9! Einn leik í einu piltar!

 14. Hvernig sjáið þið sumarkaupin 2014? Ég persónulega væri til í Shaqiri, spurning um vinstri bak, Ben Davies? Vonandi Luke Shaw en ætli hann fari ekki til Chelsea, svo fáum við Suso, Borini, Wisdom heim. Kaupum gæði ekki rotation.

 15. Fyrir mér þá er þetta svona. Draumurinn um meistaradeildina hefur ræst. Ekkert back and forward þar anymore. Erum bara hreinlega of góðir til að glopra því niður úr því sem komið er.

  Ég verð á Anfiled sunnudaginn 11. maí kl : 15.00 ( Newcastle ) ásamt 7 öðrum helgeðveikum “Poolurum” þar sem Gerrard ætlar að lyfta dollunni!

  Við höfum allt að vinna, meistaradeildarsæti er ekki lengur markmið. Það er í höfn !

  Nú er það bara einn leikur í einu……..helst alltaf þrjú stig og BÚMM !

  Mín spá er því algjörlega kristaltær. Við munum vinna þetta mót enda er Liverpool búið að sýna það hingað til að við erum með besta liðið. Höfum trú á okkar mönnum og stjóra núna.

 16. Liverpool er liðið sem allir eru að tala um í dag. Liverpool er Dortmund Englands (bara aðeins betra), Brendan er borinn saman við Jurgen Klopp (bara með aðeins betra taktískt nef) og leikmennirnir okkar eru helstu vonarstjörnur fótboltans.

  Ég ætla að njóta velgenginnar á meðan hún varir. Hitt er annað að nákvæmlega þessi punktur er sá flóknasti fyrir stjórann okkar. Þegar stemmingin er svona er sú hætta fyrir hendi að ungir menn ofmetnist. Slaki pínulítið á og verði nett hrokafullir. Síðasta vítið hjá Gerrard var t.d. ekki tekið með 100% einbeitingu og hann er sá langreyndasti í hópnum.

  Ef okkar menn muna að halda höfðinu svölu og hjartanu brennandi og hafi stöðugt í huga máltækið sígilda að “dramb er falli næst” vinnum við deildina um það er ég sannfærður. Hvað ætti annars að koma í veg fyrir það nema við sjálfir?

 17. Það má ekki gleyma því að man city eru 6 stigum á eftir top liði chelsea en eiga 3 leiki til góða.
  tveir af þeim að vísu bara við fulham og man utd en svo við arsenal.
  AF þeim 3 leikjum eru pottþétt 6 stig, spurning hvernig arsenal leikurinn fer.

  En svo aftur á móti þá held ég að ef við vinnum man city og chelsea á Anfield þá er dollan okkar.
  Ég læt mig dreyma en gerir mér engar vonir.
  Er alveg hel sáttur við top 4 eins og takmarkið var. Allt yfir það er bara rjómi ofan á kökuna.

 18. Ég lít svo á að meistaradeildarsætið sé ekki tryggt fyrr en það er stærðfræðilega ómögulegt fyrir liðin fyrir neðan að ná Liverpool að stigum. En auðvitað eru líkurnar okkar megin, segir sig sjálft að með 9 stiga buffer og markahlutfall þar að auki þá verður mjög erfitt fyrir liðin fyrir neðan að komast upp fyrir. Ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en þetta er 100% öruggt.

  Svo er maður auðvitað löngu farinn að velta fyrir sér möguleikum á dollunni. Fyrir mér eru þetta tvær spurningar: getur Liverpool orðið meistari? Svarið er já. Mun Liverpool verða meistari? Það veit maður auðvitað ekkert um, það er möguleiki en ekkert annað en það í augnablikinu.

  Akkúrat núna er það bara Cardiff leikurinn sem á að einblína á. Jú og að halda með United um helgina, aldrei þessu vant.

 19. …….hið óhugsandi getur enn gerst. fjórða sæti og Utd vinnur meistaradeild. vonandi tapa þeir bara í kvöld….

 20. Stuðullinn á deildarsigur okkar manna er hvergi hærri en 4,3. Hann er 2,5 á Shitty, 3 á Chelski og 15 á Arse. Þetta er sem sagt alvöru möguleiki, þó að ýmislegt þurfi að ganga upp. Látum okkur dreyma. Þetta verður aldrei annað en frábært tímabil hvort sem er.

 21. Það voru ekki miklar líkur 2005 hjá LFC. getur allt gerst í svona bikarkeppni.

 22. #29 Vissulega

  Við verðum að treysta á að líkurnar séu á móti Man U, sem þær svo sannarlega eru. Liðin sem þeir geta mætt í 8-liða eru flest með betra byrjunarlið og í töluvert betra momentum heldur en Man U í deildarkeppnum.
  Þetta er ekki bara einhver bikarkeppni- þetta er Meistaradeildin
  Ef þeir fara áfram, sem eru töluverðar líkur á akkurat núna. Þá eru samt 5 verulega erfiðir leikir í átta að dollunni.
  Svo til að wrappa þessu algerlega upp þá erum við að tala um Moyes.
  Ef við tökum samanburðinn á Liverpool 2005 og Man U núna þá er auðvelt að benda á Benítez vs Moyes hvað taktíksnilli varðar.

  En auðvitað getur allt gerst. Rétt eins og Ísland getur unnið Eurovision

 23. A.Madrid, R.Madrid, Barcelona, Bayern, Dortmund, PSG, Chelsea og ManUtd. Hef svo litlar áhyggjur af litla liðinu þarna að ég hef verið að styðja þá í kvöld – svona rétt svo þeir nái að manna sig upp í City viðureignina. Tala nú ekki um til að tryggja áframhald á meistara Moyes.

 24. Þetta er snilld með ManU. Nú heldur Moyes starfinu eitthvað áfram sem er frábært. Svo verða þeir sennilega niðurlægðir í næstu umferð. Það væri líka gaman að sjá þá spila við Chelsea, bara svona uppá leiðindin að gera. Win WIn

 25. Verst að RVP meiddist, upp á að Manchester United geti plokkað stig af City!

 26. Frábær sigur hjá United, ég óska þeim til hamingju. Megi Moyes fá að klára sín sex ár 🙂

 27. Við erum að tala um MeistaradeildarMoyes. En eins og greinin og Rodgers segja. Við erum að horfa upp töfluna.

 28. Við erum alveg að fara klára okkur af því að ná Meistaradeildarsætinu en með sigri í næstu þremur leikjum…. vá. Þá er þetta allt undir okkur komið og það skiptir litlu máli hvað hin liðin gera. Leikirnir við Chelsea og Citi eru algjörir úrslita leikir um að vinna deildina.

Langt fram úr væntingum?

“Guð” á leiðinni til landsins!