Langt fram úr væntingum?

Til að svara fyrirsögninni verðum við aðeins að skoða þær væntingar sem við vorum að gera til nýs stjóra sem og eigenda Liverpool þegar hann kom. Þann 30. maí 2012 skrifað ég pistil sem hét einfaldlega Brendan who? Nokkrum dögum áður vissi ég svo gott sem ekki neitt um svarið við þessari spurningu en las mig vel til um þennan nýja stjóra Liverpool.

Núna tæplega tveimur árum seinna og stöðugum framförum verðum við að fara hrósa FSG fyrir þessa ráðningu og það hvert liðið er komið. Ég hef ekki hugmynd um hver það var bak við tjöldin sem lagði til að hans nafn yrði efst á listanum en sá veit eitthvað um fótbolta svo mikið er víst, Rodgers var þjálfaraliði Liverpool reyndar alls ekki ókunnugur. Roberto Martinez var einnig líklegur og fundaði með eigendum Liverpool og hefur nú sýnt að það hefði heldur ekki verið svo galin ráðning.

Þetta voru klárlega efnilegustu þjálfararnir í deildinni, báðir áttu það sameiginlegt að ná góðum árangri með litlum tilkostnaði og spennandi fótbolta. Báðir með góða þekkingu á þeim fótbolta sem er að skila árangri á meginlandi Evrópu en á sama tíma með breskan grunn í þjálfun.


FSG hefur ekkert farið í felur með það hvaða lið í álfunni þeim þykir mest spennandi og ráðning Rodgers er eins og annað sem við höfum séð frá FSG ekki svo ýkja ósvipað því hvernig t.d. Dortmund hefur byggt upp sitt lið undanfarin ár. Eins er hægt að horfa til Red Sox þó erfitt sé að bera saman þessar íþróttir, hugmyndafræðin er afskaplega svipuð. Ungur og hugraður stjóri sem þarf stærra svið. Ungir og hungraðir leikmenn í bland við nokkra reyndari (dýra leikmenn) en mjög góða.

Til að fá Rodgers þurfti samt að segja upp þeim sem var fyrir í starfi og til þess þurfti meiri pung heldur en það var að ráða tiltölulega óreyndan Rodgers. Svona hóf ég færsluna 2012:

Það að reka Dalglish frá Liverpool er eitthvað það umdeildasta sem hægt er að gera hjá Liverpool, það er oft fín lína milli hugrekki og heimsku og aðeins tíminn mun leiða í ljós hvoru megin þessi ákvörðun FSG lendir.

Ég er ennþá með óbragð yfir því að Dalglish hafi verið sagt upp en var sammála þeirri ákvörðun þá. Núna eru að verða tvö ár síðan þetta átti sér stað og tíminn er heldur betur að leiða það í ljós hversu hrikalega öflug ákvörðun þetta var. Dalglish er þar fyrir utan komin í hlutverk hjá klúbbnum á nýjan leik og samband hans við félagið eins sterkt og áður.

Dalglsih á mjög vondu tímabili er engu að síður með árskort á Wembley og skilaði auðvitað dollu.

Þrátt fyrir að FSG hafi ráðið Dalglish var ráðning Rodgers í raun þeirra fyrsta alvöru ráðning á stjóra, þeirra manni. Dalglish svaraði kallinu þegar þetta var endanlega orðið fullreynt með Hodgson og stóð sig það vel að hann fékk 12 mánuði til viðbótar. Hann var ekki framtíðarplan FSG. Leikmannakaupin voru slæm hjá þeim í byrjun en hafa þó skilað okkur Suarez, Henderson og Enrique.

Ef við horfum aðeins framhjá þessari reddingu sem Dalglish átti að vera (og var) þá vorum við að fá Rodgers inn fyrir Roy Hodgson, manninn sem var við stýrið þegar FSG keypti félagið. Það er engin smávegis og spennandi munur á þessum tveimur mönnum, eiginlega ekki hægt að snúa meira við stefnunni.

Þetta var haft eftir Rodgers er hann var að útskýra á einfaldan hátt sýn sína á fótboltann í Bretlandi, eitthvað sem sker hann ennþá úr meðal breskra þjálfara.

“I was brought up in a traditional British way, 4-4-2 and kick the ball up the pitch,”

“Whenever I was playing as a youth international with Northern Ireland we would play Spain, France, Switzerland and the like. And we were always chasing the ball. In my mind, even at that young age, I remember thinking ‘I’d rather play in that team than this team’.”

Rodgers talar spænsku og var mikið bæði þar og í Hollandi til að læra meira um leikinn í þessum löndum meðfram því að þjálfa hjá yngri flokkum Reading og seinna Chelsea. Á meðan var Roy Hodgson líka á meginlandi Evrópu að troða sínum steinaldarfótbolta á heimamenn, sama formúla og gekk vel hjá honum í Svíðþjóð fyrir rúmlega þremur áratugum. Hann lærði nákvæmlega ekkert nýtt allann þennan tíma en er aðalmaðurinn hjá enska knattspyrnusambandinu sem ætti að vera enskum mikið áhyggjuefni.

Rodgers orðaði þetta svona:

That was the ideology of football that I liked. I educated myself, watching, studying and learning. I knew my basic principles but because I had stopped playing early I had the time to go and learn from the very best. And the model was always Spain.”

Það sem við höfum séð hjá Liverpool undanfarin tvö tímabil passar afar vel við þetta, hann er auðvitað með sinn eigin stíl sem hann er endalaust að þróa í takti við þann hóp sem hann hefur. Ég hef ekki heyrt neinn tala um tiki-taka í marga mánuði fyrir utan að einhver á twitter sem hélt því fram að Tim Shearwood teldi tiki-taka vera lampa frá IKEA.

Liverpool er fyrir löngu farið að spila sinn eign fótbolta, leikstíl Brendan Rodgers sem erfitt er að festa niður í eitt ákveðið kerfi og því síður líkja við leikstíl annarra liða. Leikstíll Liverpool núna verður líklega fyrirmynd annarra liða á næstu mánuðum og árum. Líkt og lið hafa reynt að spila eins og Barcelona/Dortmund/Arsenal o.s.frv. undanfarin ár. Þetta sagði Gerrard eftir leikinn í gær

“I think you’ve got to give credit to the manager,” he said after the United win. “He keeps switching it, tinkering with the formation and the tactics. We played a diamond today and totally bossed it in the middle of the park.”

Uppfært: Þetta sagði Gerrard svo í dag, semjið við Rodgers, strax.

Þeim sem finnst þetta full djúpt í árina tekið hjá mér bendi ég á að Liverpool er sautján sinnum búið að skora þrjú mörk eða meira á þessu tímabili og það eru níu leikir eftir! Það segir ansi margt um hversu erfitt er að verjast liðinu að enskur dómari dæmdi þrjú víti á Old Trafford í gær og hefði átt að dæma fleiri. Hugsið aðeins út í þetta.

Efast um að stuðningsmenn United verði með þennan borða sinn á næsta leik. Mættu hinsvegar lána okkur hann.

Persónulega hélt ég að við værum að fá inn mann með Barcelona light fótbolta sem var toppurinn á þessum tíma og eitthvað sem hann gerði mjög vel hjá Swansea, en það hvernig Liverpool er að þróast er ekkert endilega líkt Barcelona og Swansea, þau lið fengju aldrei þann frið gegn Liverpool og þau fengu fyrir tveimur árum gegn flestum liðum. Mig grunar að Rodgers hafi eitthvað horft til þess hvað þeir hafa verið að gera vel í Þýska boltanum líka undanfarið því Liverpool er að verða afar “ruthless” í sóknarleiknum.

Margt af því sem fékk mann til að vera mjög spenntur yfir Rodgers hefur verið að koma á daginn undanfarið ár og rétt rúmlega það. Mest spennandi þótti mér lýsing hans á Leo Messi og bað lesendur að hafa Luis Suarez í huga hvað þetta varðar

“The strength of us is the team. Leo Messi has made it very difficult for players who think they are good players. He’s a real team player. He is ultimately the best player in the world and may go on to become the best ever. But he’s also a team player.

„If you have someone like Messi doing it then I’m sure my friend Nathan Dyer can do it. It is an easy sell.”

Suarez er frábær leikmaður og myndi slá í gegn allsstaðar en ég er ekki viss um að hann hefði getað fengið mikið betri stjóra en Rodgers og sést það best á hvað hann hefur bætt sig stjarnfræðilega mikið á öllum sviðum undir stjórn Rodgers. Á móti hefur Rodgers í Suarez mann með geðsjúkt keppnisskap, mann sem bókstaflega hatar það að tapa og er lífsnauðsynlegur öllum liðum sem vilja vinna. Snilling.

Ef að Suarez er að leggja sig 100% fram í leikjum og vinna eins og brjálæðingur fyrir liðið er ekkert mál að selja öðrum leikmönnum að gera það líka. Rodgers getur svo notað Messi dæmið á Suarez.

Hvernig Rodgers gæti notað Gerrard sagði ég þetta 2012:

Til að klára miðjuna held ég síðan að maður sem spáir svona mikið í taktík og góðum fótbolta geti ekki annað en unnið með Steven Gerrard og náð eins miklu út úr honum og hægt er.

Captain Fantastic er samt að fara fram úr væntingum á þessu öðru ári Rodgers. Sérstaklega núna undanfarið, djöfull held ég að þeim líki það vel að vinna með hvor öðrum. Hann var einnig að spila eitt af sínum betri tímabilum lengi á síðasta tímabili.

Brendan Rodgers var ekkert bara óþekktur meðal stuðningsmanna Liverpool árið 2012 og það sem fjölmiðlar einblíndu afar mikið á þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni var bakgrunnur hans sem partur af starfsliði Jose Mourinho. Ég lýg því ekki að núna tveimur árum seinna var ég búinn að gleyma þessari tengingu og það er ekki nokkur maður að tala um þetta lengur. Hann líkti því að vinna undir stjórn Mourinho við a fara í Harvard en vildi þó alls ekki þennan stimpil

“I’m not sure how long the protege stuff will go on for. I’m proud that he saw something in me, but we’re totally different. He’s one of the most charismatic characters in the world; I’m just a rough Irishman who’s trying to carve out a career as a young manager.

‘‘I’ve always had to do it the hard way anyway and there’s no doubt that if I get to the Premier League people will say it’s him who’s got me there.

„I hope over time, and I’m not being disrespectful to him, I’ll be seen as my own man and someone who has achieved on his own merit.”

Þessi stimpill var að stórum hluta reyndar farinn af honum hjá Swansea enda hans leikstíll ekki líkur Motormouth. Árangur hans hjá Swansea gaf ágæta hugmynd um hvað hann gæti gert hjá Liverpool og það sem hann er að gera núna er ekki ósvipað því sem hann gerði þar nema Liverpool er auðvitað að keppa á hærra leveli. Hann fór með liðið upp úr Championship deildinni, langt fram úr væntingum enda var Swansea ekki spáð neinum árangri þar fyrir tímabilið. Fyrir fyrsta tímabil Swansea í úrvalsdeild var sagt að meiri líkur væri á því að Elvis myndi snúa aftur en að Swansea myndi halda sér uppi. Hann styrkti liðið afar lítið og hélt áfram að spila sama fótbolta.

Þegar Swansea mætti Liverpool í lokaleik tímabilsins (og lokaleik Rodgers hjá þeim) var helmingurinn af stuðningsmönnum Swansea klæddur eins og konungur rokksins. Liðið hélt sér uppi og rétt rúmlega það. Voru fimm stigum á eftir Liverpool. Fyrr á tímabilinu var klappað fyrir Swansea liðinu er það yfirgaf Anfield eftir 0-0 jafntefli. Liverpool var verri aðilinn í þeim leik.


Eftir að hafa farið yfir þessa fyrstu færslu okkar um Brendan Rodgers er óhætt að fullyrða að væntingarnar til hans voru töluverðar frá fyrsta degi. Það að staðan sé framar vonum núna þýðir alls ekki að þetta hafi bara verið dans á rósum síðan Rodgers tók við, alls ekki.

Hugmyndir Brendan Rodgers eru ekki eitthvað hægt er að innleiða á einum degi, hvað þá þegar hann þarf sjálfur að aðlagast því að vera stjóri hjá miklu miklu stærra liði en hann var vanur. Rodgers var ráðinn í júní og það er óhætt að segja að hann hafi fengið ákaflega erfitt verkefni. Flestir leikmanna liðsins voru að spila á EM sem riðlaði undirbúningi eftir því. Aðrir voru að spila á Ólympíuleikunum sem hjálpaði heldur ekki til. Ofan á það voru eigendur félagsins búnir að semja um sjónvarpsþáttagerð um félagið. Þá þætti gátu þeir ekki tímasett mikið verr. Rodgers náði að styrkja liðið afar lítið fyrir tímabilið og gat ekki fengið mikið verri byrjun á tímabilinu. Liðið var með 2 stig eftir fimm leiki. Tapaði fyrsta leik 3-0 gegn W.B.A.

Maggi skrifaði færslu 27.12.12 daginn eftir vondan tapleik gegn Stoke sem bar nafnið Þegar maður skiptir um stjórann sinn…

Þarna var afar langt og leiðinlegt ár (2012) farið að taka sinn toll og þolinmæði gagnvart Rodgers farin að minnka og þolinmæðin gagnvart FSG alveg að hverfa. Enginn af þeim sem félagið kepyti um sumarið var ennþá í byrjunarliðinu á þessum tímapunkti og afar fáir sem komu sumarið áður. Liðið var í 10. sæti með 25 stig þegar mótið var hálfnað.

Rodgers var þarna fjórði þjálfarinn okkar á tveimur árum. Fjórði leikstíllinn og áherslurnar sem alltaf tóku nánast fullkomna U-beygju milli þjálfara. Hverjum þjálfara fylgdi alveg nýtt starfslið. Alltaf var samt nánast sama lið í aðalhlutverkum í leikmannahópnum. Maggi hitti naglann á höfuðið árið 2012 og beindi orðum sínum að Rodgers, en þessi sama setning hljómar allt öðruvísi núna

En maðurinn hefur afskaplega litla reynslu úr toppdeildum og enn minni af því að berjast um toppsæti í efstu deild. Það fær hann ekki með þeim ferli sem er að baki og því miður er þetta ekki FIFA 13 heimurinn eða FM – eintak með uppfærslu. Tiki taka er bara ekkert líklegra til árangurs en 4-4-1-1 hjá Hodgson eða 4-4-2 með vængmönnum eins og Dalglish/Clarke stóðu að ef að leikmennirnir sem þú ert með í höndunum eru ekki góðir.

Rodgers er núna eins og raunveruleg útgáfa af góðum Football Manager spilara. Færslan hjá Magga var reyndar líklega það spark sem FSG þurfti því fjórum dögum seinna var Daniel Sturridge keyptur og stuttu seinna Coutinho. Hvorugur neitt rosalega spennandi kaup fyrirfram en hafa gjörbreytt leik liðsins síðan þeir komu og sér ekki fyrir endan á því.

Flestir voru þó ekki komnir á þá skoðun að reka Rodgers og Maggi orðaði það vel í lokaorðum sínum

Það að fá inn fimmta stjórann á fimm árum og enn einn nýjan leikstílinn ruglar bara enn í hausnum á mönnum. Leikaðferð Rodgers er klár, leikstíllinn er vitaður og ætlaður árangur sömuleiðis. Þeir leikmenn sem ekki ráða við það eiga að fara og nýir í staðinn. Þegar svo er komið getum við dæmt Rodgers.

Á meðan hann er að púsla púsl eldri stjóra er það vonlaust. Eitt ár mun engum duga til þess…ekkert frekar en var með Dalglish, Clarke og Keen. Vonandi eru FSG að læra á þessa íþrótt!

Sturridge og Coutinho stórbættu sóknarleik Liverpool ásamt því að margir aðrir stigu upp og fór að spila mun betur eftir því sem áherslur stjórans fóru að skila sér.

Skaðinn var þó skeður og niðurstaðan 7.sæti og 12 löng stig í 4. sætið. Seinni umferðin skilaði þó 11 stigum meira en fyrri umferðin eða 36 stigum. Jafn mörgum og Liverpool var með eftir 19 leiki á þessu tímabili.


Fyrir fyrsta leik á þessu tímabili (gegn Stoke) átti ég upphitun og notaði hana til að koma mér aðeins niður á jörðina og skoða tímabilið á undan sem og komandi tímabil.

Eftir leikinn gegn W.B.A ári áður hafði einn fyndinn sett þetta inn sem fyrstu ummæli og núna var þá komið að þessu næsta ári…

Fyrir Stoke leikinn tók ég saman nokkra punkta um muninn á liðinu nú og ári áður þó leikmannahópurinn hafi ekki breyst svo ýkja mikið.

Við erum við núna með lið sem þekkir það að spila saman undir stjórn Brendan Rodgers, hann hefur fengið heilt undirbúningstímabil sem hann hefur að mestu getað skipulagt alveg eftir eigin höfði án þess að missa nánast alla í stórmót (sama á við um mótherjana).

Þetta held ég að hafi verið mikið stærri factor er gefið er credit fyrir núna. Það góða við fyrsta tímabilið var að Rodgers náði að gera fullt af mistökum og læra heilmikið um þetta starf sem hann var að taka við og það lið sem hann fékk. Pressan mun minni líka en oftast áður hjá Liverpool. Fullt af ungum leikmönnum fengu séns sem skilaði sér kannski ekki mikið þá en hefur heldur betur nýst þeim á þessu tímabili. Henderson, Sterling og Flanagan eru bestu dæmin um þetta hjá okkur og framfarir þeirra rosalegar, tveir þeirra eru nú þegar í byrjunarliði landsliðsins.

Sama má segja um Suso, Wisdom og Shelvey. Þeir fengu mikið að spila í fyrra og eru mun þroskaðari leikmenn núna þó þeir spili ekki lengur fyrir Liverpool (í bili).

Joe Allen hefur náð að fóta sig mikið betur og er núna aftur að sýna hvað hann getur orðið haldist hann heill. Enn á ný er búið að gefa Gerrard nýtt líf og satt að segja hefur hann verið óhugnalega góður undanfarið eftir að hann er kominn með það cover á miðjunni sem hann þurfti.

Luis Suarez var síðan besti leikmaður Liverpool þegar Rodgers kom en er orðinn ca. helmingi betri í dag.

Ég gerði færslu um varnarleikinn fyrir stuttu og þær breytingar sem við höfum þurft að gera milli leikja í allann vetur. Þetta er sú hlið sem Rodgers þarf næst að lagfæra og ljóst að hann hefur ekki verið ánægður með hvernig varnarmenn Liverpool hafa náð að aðlagast hans leikstíl.

En að stórum hluta sami mannskakpur og Rodgers hefur unnið með síðan hann tók við. Liðið er að ná í 36 stig tvisvar í röð yfir 19 leikja tímabil og m.v. byrjunina á lokaspretti þessa tímabils má alveg láta sér dreyma um að þessi stigasöfnun verði bætt núna. Liðið er búið að rústa flestum af sínum helstu andstæðingum a.m.k. einu sinni á þessari leiktíð.

Scoreboard

Liðið endaði síðasta tímabil mjög vel og á jákvæðum nótum og hann hefur náð að skipta út slatta af þeim leikmönnum sem hann vildi ekki fyrir nýja menn sem hann hefur náð að vinna með í allt sumar, þó auðvitað eigi eftir að klára aðalkaup sumarsins.

Aðalkaup sumarsins klikkuðu eftirminnilega sem gerir árangurinn núna ennþá betri. Sakho var okkar stærsti biti og hefur afar lítið spilað. Skrtel sem búið var að afskrifa kom inn í liðið í þriðja leik og er sá eini sem hefur ekki meiðst síðan eða farið í leikbann.

Fyrsti leikur í ár er heimaleikur og prógrammið eftir hann er rúmlega helmingi auðveldara á pappír en það sem við fengum í fyrra. Ef við miðum bara við leiki Liverpool á síðasta tímabili við liðin sem við eigum í fyrstu 5 leikjum þessa tímabils þá náðum við 8 stigum í þeim leikjum. Það eru stig í 4 af 5 þessara leikja. Ekkert frábært en betra en þessi tvö sem við vorum með í fyrra eftir jafn marga leiki.

Liverpool var með 10 stig eftir fyrstu fimm leikina núna og náðu aftur í tíu stig í næstu fimm leikjum þar á eftir. 2 af 3 mögulegum sem hefur verið nokkuð stöðugt form allt tímabilið. Það er svakalega stutt á milli í fótbolta, sérstaklega í toppbaráttunni og maður veltir fyrir sér hversu mikilvæg markvarsla Mignolet var í opnunarleiknum gegn Stoke er þeir fengu víti á 89.mínútu. Ekki bara upp á stigin heldur upp á það boost sem það gaf liðinu.

Það er ekkert fjárans Being Liverpool kjaftæði í ár. Við höfðum áhyggjur af þessu í fyrra svo vægt sé til orða tekið og það er ennþá verið að vitna í mótorhjólið hjá Ayre og umslögin hans Rodgers. Það var reyndar gaman að sjá sumt í þessum þáttum en frá sjónarhóli nýs þjálfara Liverpool var þetta algjör óþarfa bull pressa.

Það er enginn að gera grín að Rodgers lengur eða að líkja honum við David Brent. United menn hafa verið óvenju hljóðir hvað þetta varðar enda karma svo gott sem búið að éta þá upp til agna. Þökkum Ferguson kærlega fyrir það.

Meira að segja Ian Ayre grín er á undanhaldi fram á sumar.

Margir af ungum leikmönnum Liverpool eru búnir að fá traust og spilatíma og ættu að vera mun nær því að nýtast aðalliðinu heldur en fyrir ári. Þetta hefur alls ekkert verið algilt hjá Liverpool sl. áratugi.

Eins og komið var inn á áður þá hefur uppgangur margra leikmanna verið rosalegur og væntingarnar til næstu kynslóðar eru gríðarlegar, sérstaklega með Rodgers við stjórnvölin. Eins og liðið er að spila núna mætti halda að Bill Shankly væri með ræðuna fyrir leik, John Flanagan fer inn í leik fullviss um að hann geti pakkað Juan Mata saman… og gerir það.

Echo hefur þetta eftir Gerrard og staðfestir þessa Shankly samlíkingu:

Gerrard says he has been “blown away” by Rodgers’ tactical expertise and a man-management style that “makes you go out on to the pitch feeling a million dollars”.

M.ö.o. allt sem maður týndi til sem mögulega gæti verið betra núna heldur en í fyrra hefur komið á daginn. Samt höfum við ekki ennþá náð að klára þessi stóru leikmannakaup sem við ætluðum að klára sl. sumar. Hvað haldið þið að Salah sé sáttur á bekknum í London eða þá Konoplyanka í ÚkraínuRússlandi?

Brjálað stuð hjá Salah

Við biðum með spá kop.is fram yfir leikmannaglugga enda Suarez risa factor í gengi Liverpool og framtíð hans var ekki ljós fyrr en þá. Þrátt fyrir góða byrjun spáðum við 5.sæti. Aðeins einn spáði topp.4.

Sjálfur sagði ég 6. sæti á eftir United sem átti að vera helsta ógnin við Man City og Tottenham sem ég setti í 5. sætið.

6.Liverpool – Við förum uppfyrir Everton og verðum mun nær þessum liðum sem við höfum verið að keppa við en ekki mikið meira en það. Hóparnir hjá liðunum fyrir ofan okkur eru einfaldlega betri en okkar þó vissulega hafi mikið verið bætt í okkar hóp frá síðasta sumri. Það gæti hjálpað okkur að vera ekki í Evrópukeppni og ef við höldum áfram að safna stigum eins og í byrjun gæti það alveg fengið mann til að endurskoða stöðuna í janúar. En þrátt fyrir sæmilega ánægju með gluggann held ég að við séum ekki búin að gera mikið meira en keppinauturinn og það telur yfir heilt tímabil, eins fer pressan á liðinu að aukast m.v. t.d. eftir áramót í fyrra og hana óttast ég.

Ekki bættum við hópinn neitt í janúar en vonandi erum við núna í fyrsta skipti að sjá Liverpool fara framúr væntingum okkar þegar kemur að spá kop.is. Við höfum einfaldlega alltaf spáð þeim hærra en niðurstaðan sagði til um. Ég skal glaður lesa pistilinn þegar Daníel hakkar spá okkar í spað eftir tímabil.


Aðeins í mótsögn við sjálfan mig m.v. spá kop.is gerði ég færslu þar sem við spáðum fyrir um stigasöfnun á þessu tímabili fyrir fyrsta leik og setti ég Liverpool á 70 sitg. Eitthvað sem stundum dugar í 4.sætið.

Liverpool var með 61 stig í fyrra og því var ég að spá 9 stiga bætingu sem væri sama og bætingin árið áður. Liverpool er nú þegar búið að bæta stigaskor síðasta tímabils með 62 stig og það eru 9 leikir eftir.

Ég tippaði á að liðið myndi skora 73 mörk er er ágæt bjartsýni, Liverpool er núna með 76 mörk.

Liverpool er núna með 22 stigum meira en liðið var með úr sömu eða sambærilegum leikjum á síðasta tímabili. Liðið hefur farið 13 stigum fram úr mínum væntingum m.v. leik fyrir leik spá og ég spáði ekki einu tapi í síðustu níu leikjunum. Long may it continue.


Svarið við fyrirsögninni var auðvitað auðvelt. Liðið er að fara langt fram úr væntingum það sem af er og gera lítið úr flest allri tölfræði. Það er auðvitað ekkert í höfn ennþá en takmarkið fyrir tímabilið yrði úr þessu bara smá vonbrigði, við viljum meira en 4. sætið núna.

Spekingum Fótbolta.net er smá vorkun þó gaman sé að horfa á þeirra spá fyrir tímabilið núna, sérstaklega gorgeirinn í United mönnunum.

Liðið bætti sig stöðugt á lokakaflanum og það breytti engu þó Suarez væri refsað fyrir það að bragða örlítið á Ivanovic. Núna fékk hópurinn allt að því 100% undirbúningstímabil saman og tók mjög vel á því. Á fyrri helmingi tímabilsins vorum við margt oft að pirra okkur á því hversu þreytt liðið væri alltaf í seinni hálfleik allra leikja. Þeir virkuðu alveg búnir á því oft þrátt fyrir ekkert leikjaálag. Maður spyr sig núna hvort þetta hafi verið með ráðum gert til að hafa liðið í formi fyrir seinni hluta tímabilsins? Oftar en ekki núna virkar Liverpool með nóg eftir undir lok leikja og það sem af er þessu ári hafa 26 stig af 30 mögulegum skilað sér í hús. Þar af eru tvö óþarfa leiðinda jafntefli.

Okkar menn eru a.m.k. þeir sem eru í stuði um þessar mundir og tímasetningin er góð. Liðið er með sjálfstraustið í botni sem hjálpar verulega. Þetta getur auðvitað verið fljótt að breytast en við njótum á meðan.

Árið 2012 var erfitt að tilgreina einn leik sem þann besta á tímabilinu. Árið 2013 var aðeins betra úrval en maður fangar engu í 7. sæti. Núna í lok þessa tímabils verður þetta eitthvað snúið enda erfitt að gera upp á milli þegar liðið er að slátra Spurs, Arsenal, Everton og United á nokkrum vikum.

Við verðum himinlifandi með sæti í meistaradeildinni eftir þetta tímabil, það væri frábært og fram úr væntingum. En með Suarez í þessu formi með tvo aðra með sér frammi og Gerrard kominn með blóðbragðið á síðasta sénsnum til að vinna eina titilinn sem honum vantar þá er ekki hægt að útiloka neitt.

Þegar kemur að Liverpool er aldrei hægt að útiloka neitt, þetta vitum við mæta vel.

Stuðningsmenn Liverpool eru ekki þeir einu sem eru farnir að velta þessum möguleika fyrir sér, travelling kop er ekki í vafa

https://www.youtube.com/watch?v=VbvHCwBRs0c

43 Comments

 1. (Fyrst smá off topic: Ég lít á það sem einhverja þá mestu upphefð sem hugsast getur að það sé minnst á mann í kop.is pistli.)

  Það sem mér finnst eiginlega merkilegast í þessu öllu er það hve fáir nýjir leikmenn eru í byrjunarliðinu frá því að Rodgers tók við. Í leiknum í gær voru það bara Mignolet, Allen og Sturridge sem hafa verið keyptir á hans tíma, aðrir voru þarna fyrir. Jú vissulega voru Coutinho og Sakho á bekknum, en þar var Lucas líka. Gaman í ljósi þess hve oft maður las kommentin hér inni fyrir kannski 2 árum sem mörg hver fullyrtu að það þyrfti nánast að hreinsa út allan mannskapinn. Sést kannski hvað góður stjóri getur gert, hafi hann hæfileikana á annað borð.

 2. To that I say alright, alright, alright! Frábær pistill Babu.

  Ég reyndi eins og ég gat að halda væntingum mínum niðri fyrir United leikinn, en þetta gat ekki orðið mikið betra. Mikið hlakkar mig til að sjá þetta lið aftur í meistaradeildinni!

  Ég sætti mig enn við 4. sætið, en mér finnst liðið eiga meira skilið! Þessar 9 umferðir sem eftir eru verða eitthvað!

 3. Ég er stoltur, elska félagið mitt og dreymi um að vinna deildina. Allan daginn og öll kvöld er maður með hugann við liðið og þetta frábæra tímabil. Þessir leikmenn og þjálfari eru eins og Babu segir að fara fram úr björtustu vonum. Mér langar að þakka fyrir frábærann pistil og er ánægður að tilheyra þessari Liverpool-fjölskyldu. Ég trúi félagar.

 4. Hrikalega flottur pistill Babú.

  Fyrst Gerrard er búinn að nefna þetta þá spái ég að boltinn sé farinn af stað. Nýr samningur klàr í vikulok. 5 ár + vitiði til.

 5. Frábær pistill!

  Þetta yrði eitt magnaðasta title run í sögu ensku knattspyrnunnar, ef okkar menn klára dæmið í vor. Ekki leiðinlegur möguleiki að Manchester United fari úr 1. sæti í 7. og Liverpool úr 7. sæti í 1.

  Bet365 eru með 10/3 á okkur, 12/1 á Arsenal, 15/8 á Chelsea og 13/10 á City. Öll þessi lið eiga mjög raunhæfan möguleika á titlinum. City og Arsenal eiga bæði eftir að mæta á Goodison Park og Chelsea og City eiga bæði eftir að mæta Arsenal. Ef City og Chelsea ættu eftir innbyrðis viðureign væri ég beinlínis orðinn bjartsýnn, frekar en bara byrjaður að láta mig dreyma.

  Hvað sem gerist úr þessu, hefur þetta tímabil verið algjörlega framúrskarandi skemmtun og dagljóst að stemmningin í herbúðum Liverpool er með besta móti. Liðið er búið að bjóða upp á áræðinn og skemmtilegan sóknarbolta af bestu gerð. Í athugasemdakerfum ensku vefmiðlanna (þar sem vantar nú aldeilis ekki banterið), virðast langflestir hlutlausir farnir að vonast til að Liverpool landi þessu.

  Þvílíkt og annað eins!

 6. ALLT fyrir ofan 4 sætið er bara bónus og vonandi fáum við besta bónusinn í vor, en ég vill samt ekki fara fram úr mér í væntingunum. Ég stíf varlega til jarðar, næsta leik bara takk fyrir, þeir eru allir erfiðir núna.

  En ég er alveg sammála þér Babu, og GERRARD, FSG verður að klára samning við BR og ég held að þeir séu nú þegar búnir að tala við hann um að ræða saman eftir tímabilið, enda er kallinn upptekinn við að koma okkur ofar í töflunni núna 🙂

 7. Flottur pistill, hérna kemur smá útúrdúr, maður á víst ekki að gleðjast yfir óförum annarra en í þessu tilviki verður maður að leyfa sér http://www.fotbolti.net/news/17-03-2014/vaxandi-oroi-hja-united-giggs-osattur-med-moyes : þessi saga gengur nú um netheimana en það náðist víst myndband af þessari 2 tíma varnaræfingu hjá Moysey. hérna kemur hún, byrjar á 0:40 min : http://www.youtube.com/watch?v=MBLaFjV9xTs

  Ekki nema furða að giggs hafi verið ósáttur.

 8. Frábær pistill.

  Snarið honum yfir á ensku og sendið John Henry vini mínum ASAP…..þegar hann les þetta þá fer hann strax í einkaþotuna sína og gefur allt í botn til að skrifa undir eilífðarsamning við Brendan Rodgers…..
  Í mínum huga er Prins Brendan búin að stimpla sig inn sem sannur Poolari, hann hugsar rétt,talar rétt og bara gerir allt the Liverpool way. Ég las eitthvað um að Barcelona hefði augastað á Rodgers og bara tilhugsunin um að hann færi olli mér kvíðakasti og löngun til að stinga augun úr þeim sem hafa á honum augastað….

  In Brendan we trust..

  Þangað til næst
  YNWA

 9. Frábær pistill Babú, frábær!

  Tek undir það sem var sagt í Echo – það sem mönnum lá á að láta Suarez skrifa undir nýjan samning. Brendan er ekki síður (alls alls ekki) mikilvægari klúbbnum.

  Ég brosi út í annað þegar ég hugsa til þess að ég vildi Rafa hér sumarið 2012. Ekki það að Rafa sé slæmur kostur. Brendan er bara með þetta, það er ekkert flóknara.

  FSG á hrós skilið fyrir þessa ráðningu. Spáið í hve mikið þessir leikmenn hafa bætt sig undir stjórn hans. Við erum með eitt yngsta liðið í deildinni og ef þessar framfarir halda áfram á næstu árum þá þurfum við ekki að óttast neitt.

  Að við skulum vera í þessari stöðu og verið án Sturridge eða Suarez í 13 leiki (5+8). Sakho (okkar stærstu kaup í sumar) í hálft tímabil total og Enrique er búinn að spila 7 leiki á þessu tímabili. Ofan á þetta er Glen búinn að vera hálfur maður, Gerrard, Allen og Agger voru allir frá í rúman mánuð einnig.

  Hann er m.ö.o. að keyra á sama mannskap (utan Mignolet) og hann gerði sitt fyrsta tímabil (arfleið Rafa/Kenny + janúar kaupin 2013). Ótrúlegt!

  Og þetta allt á total football. Við höfum lengi lifað á vikunni hér í mars 2009 þegar við slátruðum Man U og Real í sömu vikunni. Nú er þetta bara daglegt brauð. 4-0 Everton, 5-1 Arsenal, 0-5 Tottenham, 0-3 Man U.

  Þvílík skemmtun sem þetta lið er!

 10. Hrikalega flottur pistill. Góð vinkona mín sem er harður “nalli” sagði við mig um daginn að hún dauðöfundaði mig út af þessari kop síðu. Slík eru gæðin á pistlunum og umræðunum hérna 🙂

  Það var svolítið skrítið að fara í þennan ManU leik. Ég leit a.m.k. þannig á það að tap myndi þýða að við værum að berjast um 3-4 sæti en sigur að við værum að keppa um 1-2 sæti. Vissulega ca. 8 leikir eftir en þessi fjögur lið eru búin að skera sig það mikið frá hinu að ólíklegt verður að teljast annað en að þau vermi fjögur efstu sætin. Auðvitað getur allt gerst en þetta lítur hrikalega vel út. Fyrir mér er meistaradeildarsæti markmiðið (eins og flestra púlara) en allt annað bara bónus.

 11. Takk fyrir góðan pistil.
  Sá á netinu í gær viðtal við stjórann okkar þann 18 ágúst 2012 þegar við töpuðum illa á móti West Brom ( það má finna hér: http://www.youtube.com/watch?v=ZeZf-nAEqs4). Ég man að ég hugsaði margt eftir þann leik, ég eins og margir gerði miklar væntingar til ráðningu BR, var mjög svekktur hvernig King Kenny var látinn fara en átti von á miku frá BR.
  Svo þegar áleið, þá var ég einn af mörgum efasemdarmönnum um ágæti BR. Verð að viðurkenna að bati liðsins er að koma fram mun hraðar en ég gat ímyndað mér. Ég er hinsvegar staddur þar að ég sætti mig við topp 4, mér finnst ótrúlegt að við náum 1. sæti en mikið djöfull verður það sætt ef rétt reynist.
  Varðandi viðtalið sem ég linkaði á, þá er kallinn að tala um það sem er orðin staðreynd í dag, “tekur tíma”, “við eigum eftir að tapa leikjum” og svo framvegis. En það sem stendur upp úr hjá mér með aðdáun mína á BR í dag er sú hversu mikið hann talar sí og æ um liðsheildina. Að lokum, mikið andskoti er gaman að vera Liverpool maður í dag. Góðar stundir.

 12. BABÚ…….. tætir þetta í sig og í okkur! Snilld, takk Babú!

  ps. nýjan samning við Rodgers…… núna!

 13. hrikalega flotur pistill hjá þér babú…

  það er eitt sem hefur alltaf fylgt brendan rodgers alveg síðan hann kom til liverpool sem mér finnst standa mikið uppúr hjá honum og það er hvernig hann hefur talað um samfélagið liverpool ekki bara liðið þetta er hugarfar sem bob paisley og bill shankly komu með á sínum tíma og hann hefur greinilega stúderað þeirra speki í drasl…. það getur ekki verið að þetta sé tilviljun…..
  allar fréttir sem berast frá liverpool eru bara jákvæðar og í raun og veru algerlega tilgangslausar… ekkert fréttist frá liðinu nema þeir vilji að það fréttist sem er einsog það var í gamla daga.

  það er í raun alveg fáránlegt hvað það er mikið sem er hægt að heimfæra uppá gömlu tímana… það er einsog sagan sé að endurtaka sig.

  YNWA

 14. frábær pistill.. eg byrjaði að lesa hann áður en eg sofnaði i gær og las og las og las og var svo alveg að sofna þegar eg sa að það var enn hellingur eftir af pistlinum, eg tok mer þa hlé og kláraði pistillinn i morgun.. SNILLDARLESNING SVO EINFALT ER ÞAÐ !!!

  Rodgers þarf að fa nyjan samning sem allra fyrst en eg held þo að eg væri til i að gera 10 ara samning við hann þa muni menn ekkert fara fram úr ser og einfaldlega geri nyjan 3-4 ara samning.

  annars ætla eg ekkert að tja mig meira um þennan pistill nema bara þakka fyrir hann 😉

 15. Mikið er ég feginn að eldri bræður mínir voru Púllarar þegar ég var stubbur.

 16. Þakka góð viðbrögð.

  Varðandi samning Rodgers þá held ég að þetta sé alls ekkert vandamál og Gerrard sé að meina þetta meira sem hrós til stjórans heldur en einhverja pressu á FSG af ótta við að missa Rodgers.

  Rodgers er að finna sig gríðarlega vel hjá Liverpool og ég trúi enganvegin að hann vilji fara frá okkur í bráð, hví ætti hann að vilja það?

  FSG tók séns þegar þeir réðu hann eins og ég kom inná í pistilinum og vilja klárlega ekki missa hann strax. Nýr samningur ætti að vera formsatriði og ég efa ekki að við fáum fréttir af honum þegar tímasetningin er rétt.

  En frábært að sjá þessi orð frá fyrirliðanum, passar vel við það sem aðrir hafa sagt um Rodgers, hvort sem það eru leikmenn Liverpool eða Swansea.

 17. Frábær pistill Babu
  Rosalega er gaman að vera stuðningsmaður liverpool, og bara nokkrir dagar í árshátíð 🙂

 18. Ég veit ekki með ykkur … en ég er farinn að kvíða tímanum á milli HM og EPL alveg svaðalega … Biðin verður óbærileg!

 19. Sæl þið frábæra fólk
  Ég fékk mörg skot á mig þegar BR var ráðinn en ég sagð alltaf að mér litist afar vel á kauða , ekki hafa þessar manneskjur talað mikið við mig síðustu mánuði 🙂
  Takk fyrir frábærann pistil BABU , yndisleg lesning á köldum vetrardegi 🙂
  Ég er ekki bara stoltur af LIVERPOOL FC heldur líka okkur sem stuðningmenn , þegar 2 poolarar hittast þá er GAMAN enda vel upp alið fólk sem er annt um sinn klúbb .
  ÁFRAM LIVERPOOL

 20. Algjørlega frabært! Thusund thakkir fyrir thennan pistil. Madur er i skyjunum yfir gengi lidsins okkar en vitid til, thetta er bara upphafid hja okkur! Med Brendan Rodgers sem manager ad tha munum vid upplifa storkostlega tima a næstu arum. Vonandi aratugum!

  Vid skulum ekki horfa framhja thvi ad lidid okkar eitt thad yngsta i deildinni asamt thvi ad thad mun klarlega verda eftirsoknarvert fyrir toppleikmenn ad koma til okkar i sumar.

 21. Flottur pistill, takk fyrir það! Gaman að sjá þetta tekið svona saman og þá áttar maður sig vel á því hversu mikið hefur breyst á þessum tæpu tveimur árum. Ég er sammála Babú í því að það hafi skipt miklu máli fyrir þetta tímabil að henda sumum af ungu leikmönnunum okkar út í “djúpu laugina” á síðasta tímabili Menn eins og Sterling, Henderson og Flanagan léku stórt hlutverk í fyrra og hafa stórbætt sig á einu ári. Nú allir orðnir mikilvægir hlekkir í hópnum. (Svo einhverjir séu nefndir).

 22. Gjörsamlega frábær pistill og sammála Rúnari að stuðningsmenn annara liða öfunda okkur af því að hafa svona síðu (og stuðning).

  Það er alltaf að verða raunverulegra með hverjum leiknum að Brendan Rodgers er algjörlega rétti maðurinn í starfið, þó að sumir (jafnvel ég) hafi verið á báðum áttum með ráðninguna á sínum tíma.

 23. Enn og aftur takk og takk og takk fyrir æðislegan pistil og samantekt Babú.

  Maður hafði alltaf efasemdir, en maður einhverneginn hefur þær ekki lengur. Þetta er allt á hárrréttri leið og ég er þess full viss að Rodgers fer ekki að hlaupa í burtu núna. Hann er með þetta project í fullum gangi. Það væri eitt það al heimskulegasta sem hann gæti gert.

  Ef eitthvað ef hæft í sögum um nýjan samning í sumar og allt að 60 milljón punda “veski” er líklegt að hann nái liðinu okkar á réttan stall sem er algjörlega frábært.

  Lífið er ljúft þessa daganna, klárlega.

 24. Það eina slæma við þennan pistil er að síðasta fyrirsögn færist niður síðuna

 25. Grefillinn … Babu…. það er nú óþarfi að strá meira í hjarta manns meiri væntingum en nú þegar læðast inn í blóðrásina með hverjum leik eins og einhvert alsælu kítl og hið ótrúlega fjarlæga og langþráða er næstum því óbærlega eitthvað svo mögulegt!!!! 🙂 En… já takk fyrir alveg magnaðan pistil.. knús á ykkur Liverpool bloggara.. þið gerið þetta meira spennandi þegar vel gengur og meira bærilegra þegar ver gengur… 🙂

  YNWA .. Make us Believe!!

 26. frábær pistill Babú….ég var því miður upptekinn á sunnudaginn og sá ekki leikinn, en rakst á Magga Snæfells spurninga tröll og hann ljómaði svona hrikalega þegar hann talaði um þennan frábæra UTD leik….vitið þið hvar ég get séð hann ?
  svo svona smá leiðindi í restina…….við höfum verið að spila besta boltann undanfarnar vikur…..og Lucas Leiva ekki með,hvernig má það vera ? hann er fyrsti maður í liðið hjá ykkur mörgum….nú hljótið þið að sjá að við þurfum hann ekki !

 27. Ef þú verður einhvern tímann svangur Babu, skal ég skottast út í búð og kaupa og elda handa þér og konunni þinni dýrindis nautalundir. Það er það minnsta sem ég get gert fyrir þessa snilld og aðra sem þú lætur frá þér. Þú ert með emailinn minn.

 28. Þetta er svo flottur pistill að Babú er kominn með blóðnasir……

  Takk fyrir 🙂

 29. Ég er að horfa a Chelsea leikinn og mikið djö sem það kveikir tilhlökkun hjá manni að horfa á Meistaradeildarleiki Liverpool næstu leiktíð!!

 30. Ég hef alltaf studd Rodgers i starfið þvi hann er ungur og hungraður þjálfari. Ég fannst ráðing King Kenny sem átti alltaf vera frá byrjun vera bráðabirgðastjóra staða meðan væri leita af næsta ungum Shankley.
  Varðandi væntingar þá er Rodgers gera kraftavek miðið við hann er að keyra af sama mannskap fyrir utan Mignolet.
  FSG gerði rétt að ráða Rodgers enn FSG fengu falleinkunn hjá mér fyrir slaka framistöðu í leikmannamálum . Bæði í sumar og janúar. Vonandi mun það ekki valda þess að við missum af titlinum útaf því. Ef svo gerist vill ég afsökunarbréf frá John Henry.

 31. ég fór sér ferð útí Landsbankahúsið bara til að fá að sjá Babu eftir þennan fáránlega góða pistil!

Man Utd – Liverpool 0-3

Og hvað svo?