Liðið gegn United

Byrjunarlið Liverpool er klárt og kemur ekkert gríðarlega á óvart, Sterling kemur inn í liðið fyrir Coutinho sem hefur oft átt í balsi á útivelli. Joe Allen heldur því sæti sínu.

Mignolet

Flanagan – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard(c)

Henderson – Allen

Sterling- Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Sakho, Cissokho, Lucas, Coutinho, Moses, Aspas

Bekkurinn er töluvert sterkari á pappír en oft áður í vetur en bæði Lucas og Sakho eru mættir aftur.

Lið United

De Gea

Rafael – Jones – Vidic – Evra

Carrick – Fellaini

Januzaj – Rooney – Mata

Van Persie

Bekkur: Lindegaard, Ferdinand, Cleverley, Kagawa, Valencia, Young, Welbeck

Aldrei þessu vant eru það þeir sem hafa að nánast engu að keppa í deildinni í mars á meðan allt er undir hjá okkur. Þannig á það að vera en djöfull er ég stressaður fyrir þennan leik.

KOMA SVO!

94 Comments

 1. sammála, þetta er einfaldlegast sterkasta liðið okkur til að spila á móti United á útivelli. Miðjan þarf að vera öflug og ég er því mjög sáttur við að hafa Allen þarna. Gott að eiga Coutinho inni ef við lendum undir og þurfum að sækja og taka sénsa.

  Dísus, pumpan er heldur betur farin í gang hjá mér. Hef ekki verið svona stressaður fyrir leik í laaaangan tíma.

  Vona svo innilega að við pökkum þeim saman en heilinn á mér segir að við töpum þessu 2-1. Verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvernig Moyes ætlar að spila á móti okkur. Vonandi spilar hann grimman sóknarleik á móti okkur.

 2. Ég segi nú bara eins og góður maður sagði eitt sinn:

  Ég hef á tilfinningunni, að þetta verði svona leikur þar sem það lið sem skorar fleiri mörk, vinni leikinn.

  Mikið rosalega er gaman að sjá loksins sterkan bekk hjá okkar mönnum – þó menn séu bara rétt að koma úr meiðslum.

  Koooooma svo, vinna þetta því ég nenni ekki öðru 😉

  Homer

 3. Höldum jöfnu í fyrri, vöðum yfir þá ì seinni og klárum þá, við berjumst fyrir öllum boltum allan leikinn, held að utd brotni undan okkur, meigum ekki vera of ákafir

 4. Flott byrjunarlið.
  Fyrir næsta tímabil væri flott að vera með alvöru vinstribakvörð og svo einn alvöru striker á bekknum

  Moyes stillir upp sókndjörfuliði svo að við munum sjá mörk í dag það er ég viss um. Við skorum alltaf og fáum alltaf á okkur mörk líka.

  Ég spái 2-1 sigur fyrir Man utd Svo að ég er alveg save
  – ef við vinnum þá verð ég í skýjunum og aðeins hærra
  – ef við töpum þá var ég með rétta spá.
  Jafntefli verða aldrei úrslitinn í þessum leik.

 5. Hefði sjálfur viljað Cissokho og Sakho í vörnina fyrir Flanagan og Agger. Á móti er engin þörf á að róta vörninni enn einu sinni eftir að hún hélt hreinu í síðasta leik.

  Eins bjóst ég við því þegar Lucas meiddist að við myndum setja hann beint í liðið í næsta leik sem hann næði, hvað þá á Old Trafford en hann er svo sannarlega kominn með alvöru samkeppni í sína stöðu. Frábær kostur líka til að eiga á bekknum.

 6. Jæja bræður og systur.

  Síðustu dagar hafa óneitanlega verið erfiðir og minntu ansi mikið að síðustu leiktíð þegar maður var eins og geðhvarfasjúklingur sveiflaðist frá gleði til sorgar á klukkustundar fresti. Annað slagið var ég viss um sigur minna manna en svo var ég viss um þeir myndu tapa.
  Ég tók upp gamla takta, lofaði að hætta að drekka Pepsi, lofaði vinnufélögum Pizzum og kökum ef við myndum vinna, ég hét á kirkjuna mína og bað til Guðs (Fowler) á hverju kvöldi um að sigurinn verði nú okkar. Ég las allt sem ég gat fundið um Man.Utd og vonaðist til að finna eitthvað um vandræði þeirra..t.d að hárígræðslan hjá Rooney væri að losna , Wellbeck hefði dottið og meitt sig, David De Gea hefði farið í njósnaferð til Liverpool en dottið í kleinuhringina og gæti ekki spilað…en ég fann ekki neitt svoleiðis.
  Núna tæpum klukkutíma fyrir leik sit ég og er búin að naga allar (ég meina allar) neglur alveg niður , ég er að farast úr stressi og ég veit ekki hvort ég get horft á leikinn ég rifja upp alla sérviskuna sem ég notaði síðastliðin tímabil til að reyna að knýja fram sigur…( þá rifjast upp fyrir mér hversu skrýtin ég var orðin hvernig datt mér í hug að eitthvað sem ég gerði hefði áhrif)
  En nú veit ég að þetta er ekki í mínum höndum og ég verð að treysta liðinu mínu og stjórnandum til að gera rétt, svolítil heppni hjálpar þannig að ég bið um smá heppni.

  Ég vona að liði okkar skori fleiri mörk en liðið þeirra og að stigin 3 fari með rútunni heim á Anfield.

  Þangað til næst
  YNWA

 7. Þetta verður eitthvað, vonandi rúllum við þessu bara upp, en ef þetta fer illa, þá er auðveldast að splæsa bara í setninguna “8 stig” við utd menn og konur.

  Verðum samt að hirða 3 stig, þá erum við svo gott sem búnir að gulltryggja okkur meistaradeildarsæti.

  Ætla spá þessu 2 -4 eigum við ekki að segja að fjórða markið verði Flanagan ala Dossena style.

 8. liðiðner nkl eins og eg sagði i færslunni i gær að eg vildi hafa það svo eg er bjartsýnn..

  KOMA SVOOOO LIVERPOOL !!!

 9. Það sem liverpool hefur fram yfir Man utd er HRAÐI.

  Rooney hefur sprengikraft og ágætis hraða og Januzaj er líka með ágætan hraða en RVP og Mata hafa ekki hraðan og ekki heldur Carrick og Fellaini

  Á meðan að Suarez, Sterling og Sturridge búa yfir miklum hraða og Henderson hefur þennan kraft.

 10. Koma svo! Ég spái þessum leik svona: annað hvort rústum við þessu eða að bæði liðin verða alveg jöfn allan leikinn

 11. Er það bara ég, eða hefði verið hægt að dæma víti á Fellaini þegar hann virðist brjóta á Suarez? Og það tvisvar!

 12. 50-50 leikur. Flana í smá vandræðum fyrstu 10 mín. Eins og ég bjóst við, þá þarf ekkert að mótivera leikmenn þessara liða fyrir þennan leik. Vona bara að vörnin nái að halda hreinu hjá okkur, þó svo að líkurnar á því séu kannski svona um 5%

  KOMA SVO LIVERPOOL ! ! ! !

 13. Lítur út fyrir að Johnson hafi tekið lýsi í morgun. Grjótharður!

 14. Goggurinn: Ég segi í það minnsta að Allen sé að skila frábæru hlutverki á miðjunni.

 15. Verð að vera ósammála Höddi, Flanna búinn að standa sig vel, fer af fullum krafti í þetta og er bara þokkalega flottur

 16. Verðum að koma Suarez meira inn í leikinn. Þeir reyna að klippa hann alveg út. Fuglahræðan er söm við sig.

 17. Er Dominos dæmið að virka hjá einhverjum, eins og sé overloadað? Kemst ekkert áfram.

  Á einhver aðra linka á leikinn?

 18. hel # 20 Flana komin með gult eftir 30 mín. vonandi verður hann inná í 90 mín.

 19. Man einhver eftir rauða spjaldinu sem Joe Cole fékk á sig í sínum fyrsta leik? Rafel anyone?

 20. Er það bara ég eða er Sterling spilað aðeins úr stöðu. Finnst hann ekki alveg vera að valda þessu á miðri miðjunni.

 21. Af hverju er Rafael að fá að taka þessi hlaup upp að miðjum teignum?

  Eða af hverju er þessi kunta ekki búin að fá rautt spjald!?!!

 22. Frábær fyrri hálfleikur. Brendan hefur hitt fullkomnlega á leikskipulag í fyrri hálfleik og ég get ekki með nokkru móti valið mann fyrri hálfleiks. Allt liðið er að spila eins og Englandsmeistarar. Frábær frábær frábær leikur YNWA!

 23. Goggurinn. “Hvað segja Allen sleikjur hér fyrstu mínútur…..?”
  Ef þú getur ekki tjáð þig þá ættiru kannski að þegja frekar.

 24. Acestream og acestream://11f2eb93cfe49106b5336b9d36ce05de493c5692 (Y)

  720p HD

 25. Höldum þetta út og meistaradeildarsæti tryggt og þá er ekkert annað í stöðunni en að taka titilinn! 😉

 26. Flottur fyrirhálfleikur.

  Rafel átti klárlega að fá síðaragula spjaldið(BBC og Skysports samála)

  En við verðum halda áfram að sækja því ef við leggjumst aftur eins og við gerðum eftir markið þá fá Man utd tækifæri og jafna og jafnvel vinna leikinn.

 27. Er að horfa á sérfræðingana hjá Sky Sports í hálfleik:

  Þeir skilja ekki af hverju Rafael var ekki bókaður og rekinn af velli fyrir handboltann

  Og Þetta var augljóst víti þegar að Fellaini straujaði Suarez inní vítateig

 28. Af hverju hata allir dómara Liverpool. Við ættum að vera einum fleiri og búnir að fa tvær vítaspyrnur. What gives!!!

 29. Ójafn leikur í skallanum hjá kapteinum og pastainu, er það ekki svindl þegar annar er með hjálm.

 30. Samkvæmt Sky Sports þá á Clattenburg að hafa sagt við Gerrard að ef að boltinn hefði verið á leið í markið eða að Rafael hefði stoppað play á miðjum vellinum þá hefði hann fengið gult spjald…

  Ég er ekki alveg að sjá muninn þarna á milli…

 31. Fullyrði ef Howard Webb hefði dæmt þennan leik þá værum við ekki búinn að fá neina vítaspyrnu! Ég hugsa að við séum bara eftir að fá þriðja vítið á eftir 😉

 32. Joispoi #49: Við ERUM búnir að fá tvö víti í leiknum 🙂

  Og Mignolet að stíga út og hirða fyrirgjöf. Þetta er allt á réttri leið!

 33. ALLEN bara mjög góður so far í þessum leik. Hvernig væri að styðja við bakið á ÖLLU liðinu, sem er yfir á OT, ekki bara fáum leikmönnum ! !

 34. Það er óhætt að segja Stevie G sé ein besta og öruggasta vítaskytta í boltanum í dag!

 35. Það er sumsé Allen að þakka að Jones er kvartviti!?

  Koma svo! Meira af þessu rökfærslusnillingar =)

 36. Maður svona veltir því fyrir sér hvort það væri ekki rétt að taka flanno út til að forðast rauða……

 37. Í guðana bænum taka flanagan útaf, búinn að vera góður en stutt í rautt hjá honum!

 38. Kominn tími á að skipta Flanagan útaf. Hann fær seinna gula fyrir næsta brot.

 39. Goggurinn. “Það er sumsé Allen að þakka að Jones er kvartviti!?
  Koma svo! Meira af þessu rökfærslusnillingar =)”
  Margur heldur mig sig en endilega rífðu þig meira yfir stærsta leik tímabilsins.

 40. Strákar, erum við ekki að vinna man utd á útivelli hérna 🙂 og menn eru eitthvað að rífast útaf ALLEN 🙂 hvaða rugl er þetta 🙂

 41. plís plís plís plís plís – …….
  koma svo
  fokkk!!!!!!!!!!!!!!!

  djöfullinn

 42. Liverpool eiga ekki að taka vítaspyrnu til að ná þrennunni, reyndar átti aldrei að dæma víti og hvað þá rautt en samt 😛

 43. Vonandi að Liverpool vinni bara ekki of stórt. Ég er farinn að hafa áhyggjur af stöðu Moyes.

 44. Jæja, dómarinn “jafnaði þetta út” með því að sleppa þessari vító.

 45. Ole ole ole ole ole oleole ole ole ole ole ole………………………:-)

 46. LFC stuðningsmennirnir með “David Moyes is a football genius” Snilld

 47. Þvílíkur leikur og þvílík unun að horfa á þetta lið spila fótbolta – ekkert að því að sjá mynd af SAF – sjá svo Suarez skora mark og fá að sjá stuðningsmenn LFC fagna eins og brjálæðingar!!! Gæsahúð 🙂

 48. Nú krefst ég þess að David Moyes fái framlengingu á sínum samningi. Hann verður að vera þarna áfram.

 49. Já já sammála Moyes þarf vera hjá utd út þennan áratug hið minnsta.

 50. Martin skrtel maður leiksins að mínu mati algörlega frábær í þessum leik og ég man ekki eftir neinum mistökum hjá honum.

  æjji hvað er ég að segja svona þeir voru allir frábærir og allt liðið og Brendan Rogers eru menn leiksins !!!!!!!!!!!!!!!!!

United á morgun!

Man Utd – Liverpool 0-3