United á morgun!

Þetta er ósköp einfalt; ég er þegar búinn að segja allt sem ég vil segja um þennan leik.

Ég sagði það í Podcasti á mánudag. Ég sagði það í 4000 orða samtali við Tryggva Pál, United-mann, í vikunni. Ég segi það í útvarpinu í dag kl. 12:45 á X-inu.
Uppfært Babu: Hér er samtal Kristjáns Atla við Tryggva Pál, Tómas Þór og Elvar Geir í þætti .net.

Í tvo áratugi höfum við beðið, og síðasta vor kom loksins að því. Hann fór á eftirlaun. Skildi eftir félag sem þurfti endurnýjun og valdi sinn eigin eftirmann. Hann ætlaði sér það pottþétt ekki en hann gerði okkur stóran greiða með þessu. Breytingarnar voru of margar, eftirmaðurinn skónúmeri of lítill og leikmennirnir ekki lengur hungraðir.

Á sama tíma var Rodgers að veita okkar mönnum innblástur á æfingasvæðinu. Síðasta sumar skilaði Mignolet í markið og Kolo Touré og Sakho til skiptis í vörnina, en litlu öðru. Samt hefur liðið tekið stökkbreytingum í vetur og náð í 40-stiga jákvæða sveiflu á United frá því á síðustu leiktíð.

Og á morgun verður sveiflan 43 stig.

Þetta er liðið sem ætlar að brenna Old Trafford til grunna með leiftrandi knattspyrnu á morgun:

Mignolet
Flanagan – Skrtel – Agger – Johnson
Henderson – Gerrard – Coutinho
Sterling – Sturride – Suarez

Bekkur: Jones, Sakho, Touré, Cissokho, Lucas, Allen, Aspas.

Lucas og Sakho koma inn í leikmannahópinn. Sterling tekur sæti Allen í byrjunarliðinu. Annars sama lið og síðast.

Mér er slétt sama hverjir spila fyrir United. Ef okkar menn spila sinn leik vinna þeir.

Mín spá: við sjáum þetta hér:

130114liverpool

Bring ’em down, boys!

Áfram Liverpool!

46 Comments

  1. Persónulega myndi ég fórna Coutinho í stað Allen fyrir innkomu Sterling. Var mjög flottur gegn Southampton.

  2. Mikið rosalega þoli ég ekki svona helgar, þegar alla helgina, sem maður á að njóta í faðmi fjölskildurnar, fer í að bíða, og bíða, og bíða… bíða eftir sunnudeginum.

    verðum að niðurlæga þá á egin heimavelli. þá verður brautin brein í kjölfarið.

  3. Kristján Atli er algjörlega búinn að eigna sér Man Utd fyrir hönd okkar Púllara eins og SSteinn á Everton. Ánægður með kokhreystið en auðvitað stressar það mig líka upp enda KAR ekkert nema Jinx vél.

    Hlustaði á United mann á Anfield Wrap podcastinu sem hrósaði liðinu fyrir að hafa bara fengið á sig 12 mörk á heimavelli í vetur og ekkert mark á sig í síðustu þremur deildarleikjum. Það hljómar ágætlega en þeir hafa líka bara spilað 13 leiki og unnið 6 af þeim á OT. Skorað 13 mörk.

    Held að Allen sé alltaf áfram í liðinu og myndi hafa það fyrir Coutinho. Sterling, Sturridge og Suarez fremst ætti vonandi að skapa meira vesen hjá United heldur en það hefur gert í fyrri viðureignum liðanna í vetur.

    Persónulega myndi ég líka setja Sakho inn fyrir Agger og Cissokho fyrir Flanagan en efast um að Rodgers sé sammála því. Gott samt að hafa loksins mjög góðan bekk.

    Af stóru liðunum held ég að United henti okkur einna verst (á eftir Chelsea) enda miklu varnarsinnaðara lið en Arsenal, Spurs, Everton og City. Þeir opna sig ekki eins og við erum ekki að fara sjá þessi 3-5 mörk eins og sum hinna liðanna hafa fengið að kynnast í vetur.

    Ef Moyes ætlar að sækja og skilja tvo eftir aftast til að eiga við Suarez og Sturridge þá bara all the best.

  4. eg vil allenn inn fyrir coutinho en annars liðið sem Kristján Atli setur upp.

    þetta verður rosalegt og alveg ljóst að næsta nótt mun innihalda svefntruflanir..

    vonum að man utd ætli að sækja a okkur og við i kjolfarið slatra þeim með okkar stórhættulegu skyndisoknum…

    hef tru a að annaðhvort skori okkar menn 3-5 mörk og slatri man utd eða þa að við naum okkur alls ekki a strik og topum leiknum… eg tel engar líkur a jafntefli, þetta verður annaðhvort eða !!

    uff djofull er eg að verða spenntur, get valla hugsað um þennan leik þvi magahnuturinn stækkar bara við það …

    þetta er að minu mati stærsti leikur Liverpool síðan i aþenu 2007 og eger og mun biðja goðan GUÐ um að veita okkur stigin 3 😉

  5. City að vinna 0-2, manni færri allan leikinn á móti Hull. En við vinnum United á morgun og förum aftur upp fyrir þá.

  6. Þessi Kim sem er í láni hjá Cardiff frá Swansea er frekar lunkinn spilari. Það mætti alveg brúka hann sem squadplayer á næsta ári.

    Leikurinn á morgun verður eitthvað svakalegur. Allt undir hjá báðum liðum. Spá einu rauðu á hvort lið.

  7. Vona að okkar menn mæti með sjálfstraust í leikinn og þori að spila sinn bolta, sæki til sigurs og skilji Utd eftir í ruglinu. Bring them down boys and make us proud!!

  8. Palli G, Hver?

    Kim Bo Kyung? Hann er nú reyndar bara leikmaður Cardiff, en er ekki á láni.. ég hef fylgst með næstum öllum leikjum Cardiff á tímabilinu og hann er vægast sagt skítlélegur.

  9. ok chelsea tapa. það er ekki séns að liverpool vinni leikinn á morgun, guð er bara ekki það góður 😀

  10. Chelsea liggur gegn Villa. Allt opið ef við vinnum á morgun. EF…

  11. Ég held að Allen verði inni fyrir Coutinho en annars hörkulið.

    Þetta er stórleikur gegn erkifjendunum og það er skrítin tilfining að sjá stórstjörnurnar frá bbc og skysport spá okkur sigri á þessum velli(held að við eigum einn sigur þarna í síðustu 9 leikjum). Það er skrítin tilfining að vera það lið sem er fyrir ofan þegar svona lítið er eftir og vera að marga mati sigurstranglegra
    Mitt mat er samt þannig að þetta er algjörlega 50-50 leikur, þeir hafa stórkostlega leikmenn nákvæmlega eins og við og allt getur gerst en ég vona bara að dómarinn spili ekki stórt hlutverk og verði aðalumræðan um hann eftir leikinn en ekki úrslitinn.

    Ég vona að stuðningsmenn liðsins fara ekki ofhátt upp eftir sigur eða of langt niður eftir tap. Heldur horfi raunsæt á þetta að allt getur gerst gegn Man utd burt séð frá stöðu í deildinni.

    Það eru 900 mín eftir af tímabilinu og er ég viss um að það eigi mikið eftir að ganga á.
    Eftir tap Chelsea þá opnaðis hurðinn aðeins meira og má segja að okkar örlög gangvart þeim er í okkar höndum því að við eigum eftir að leika gegn þeim á Anfield en Man City er enþá sigurstranglegast.

    Chelsea hafa ekki verið sanfærandi í undanförnum leikjum og hafa þurft að hafa fyrir sínum stigum og voru að missa Willam í leikbann og Ramires í þriggja leikja bann.
    Man City eru ekki á miklu flugi inná vellinum(voru samt mun betri en Hull í dag) en þeir voru að missa fyrirliðan sinn og eina alvöru miðvörð(hinir eru drasl) í 3 leikjabann og missir hann af leikjum gegn Fulham heima og útileikjum gegn Arsenal og Man utd.

    Ég verð í skýjunum með meistaradeildarsæti því að það var eiginlega draumur fyrir tímabilið en maður er smátt og smátt að leyfa sér aðeins að dreyma um meira og það segjir hvað þetta er búið að vera frábært tímabil því að það er langt síðan að maður hugsaði til þess að liverpool gæti verið 900 mín frá …… jæja best að halda þessu bara fyrir sig en það er gott að vera kominn í þennan draumaheim(þótt að ég raunsæismaðurinn spái okkur 3.sæti)

  12. Úff, eftir AV – Chelsea er leikurinn á morgun orðinn fáránlega stór! Ekki spillir svo að Willian og
    Ramires sáu rautt. Þigg alveg Liverpool sigur og jafntefli í Tottenham – Arsenal á morgun!

  13. Mun Rodgers henda Lucas beint í byrjunarliðið á morgun ?
    Ég væri allavega til í að fá Sakho beint inn og setja Aggerinn í vinstri bakvörðinn.
    Agger – Sakho- Skrtel – Johnson

  14. Chelsea tapaði:) djöfulinn því gat ekki Hull náð jafntefli gegn City. Spilum til sigur punktur. Ég ætla spilla lengjunna á morgum og setja sigur hjá okkur og jafntefli hjá Gunners og Spurs:) Ég er það öruggur. Meistaradeildinn here we come.

    p.s. Spurninginn er bara hvað mikið á ég að leggja undir:)

  15. #13
    Kompany fær líklega ekki nema 1 leik í bann þar sem þetta var “professional foul”.

  16. Það var kærkomið að bláu sláturleyfishafarnir hans Mourinho fengju loks þau spjöld sem þeir verðskulda. Hörmulegt hefur verið að fylgjast með aðförunum. Hver man ekki eftir leiknum á móti þeim um jólin?

    Nú fara skjálftakippir um skrokkinn. Leikurinn á morgun verður legenderískur. Það er ekkert annað.

  17. Er Henderson ekki í banni fimm gul spjöld?
    Annars ótrúlega spenntur fyrir leiknum eins og alltaf fyrir Liverpool bara bestir

  18. Hlakka til morgundagsins…Hef samt á tilfinningunni að dómgæslan eigi eftir að verða okkur að falli í enn einum stórleiknum….En ég vona að ég hafi ekki rétt fyrir mér…Webbarinn og Mason kallinn verða allavega ekki á svæðinu..:)

  19. Að við séum sjö stigum frá toppsætinu með tvo leiki til góða á þá og eigum eftir að mæta toppliðinu á Anfield er alveg fáranlega flott.

    Mars er hálfnaður. Liverpool er að fara á Old Trafford sem “favorites” til að vinna leikinn og er með gullið tækifæri til að binda endanlega á vonir Man Utd að ná þeim og mögulega tryggja það að Man Utd verður ekki í Meistaradeildinni á næsta ári. Við erum ekki endilega outsiders í titilbaráttunni lengur og það að við höfum þetta í okkar höndum svona seint á leiktíðinni er virkilega stórt og sýnir að framfarir liðsins hafa verið ótrúlegar.

    Liverpool á að fara á Old Trafford og sækja til sigurs, og á að vinna leikinn að mínu mati. Það er þó alltaf erfitt á Old Trafford og form hefur oft ekkert að segja í svona leikjum svo allt getur gerst.

    Það er spurning hvernig Man Utd nálgast leikinn. Það hentar Liverpool alveg pottþétt betur ef Man Utd reynir að færa vörn sína ofar á völlinn og reyna að ná einhverri pressu hátt á vellinum, þá skapast þetta mikla pláss sem menn eins og Coutinho, Gerrard og co eru gífurlega duglir að finna frábær hlaup Sturridge, Suarez og Sterling. Ef heimamenn reyna að fara hátt þá getur Liverpool nýtt sér það til fulls eins og það gerði gegn Everton, Arsenal og Spurs. Ef þeir ætla að liggja aftar og gefa minna pláss þá gæti það orðið erfiðara en með S-in þrjú í framlínunni, leikna menn í kringum þá, góð föst leikatriði og allt það þá er Liverpool alltaf í einhverjum séns.

    Það verður ekkert auðvelt en maður setur kröfu á sigur í þessum leik. Þetta verður ekki auðvelt og maður ætlar nú alls ekki að fara að búast við auðveldum leik, þrátt fyrir misjafnt gengi Man Utd þá hafa þeir frábæra leikmenn í sínum röðum og geta heldur betur látið Liverpool finna fyrir sér.

    Ég ætla að setja kröfur á “high flying” titilbaráttulið Liverpool í þessum leik.

  20. Ég er að kafna úr stressi fyrir þessum leik á morgun, sérstaklega í ljósi þess Chelsea tapaði í dag. Það myndi draga tennurnar úr okkur þokkalega að að fá 1 eða 0 stig á morgun, sérstaklega í ljósi þess hve vængbrotið lið Utd er.

    Ég ætla að undibúa mig fyrir það versta svo að dagurinn verði ekki alveg gjörónýtur ef allt færi á versta veg. Ætla samt að sofna bjartsýnn og spenntur á koddanum á eftir.

  21. Oft hef ég verið spenntur fyrir leik okkar manna á gamla traðarkotsvelli. Reyndar fór sú spenna ekkert að gera sig fyrr en eftir ’90
    Nú er spennan öðruvísi. Ekki vegna þess að við þurfum að höggva í þetta ákveðna lið, heldur þurfum við einfaldlega 3 stig og þetta gamla traðarkotslið kemur þar hvergi nærri.

    YNWA

  22. Ég er temmilega bjartsýnn fyrir þennan leik á morgun. Það skiptir engu máli hvort liðið er ofar í deildinni þegar þessi lið mætast. Leikmenn leggja allt í sölurnar í þessa leiki við erkifjendurna. Okkar menn eiga að koma ferskir í þennan leik, en utd á CL leik í miðri næstu viku.

    Ég vona svo heitt og innilega að við forum með sigur af hólmi í þessum leik, en ég óttast jafntefli. Spái þessu 2-2.

    Það verða rauð spjöld í þessum leik, vonandi öll á utd.

    KOMA SVO LIVERPOOL ! ! ! !

  23. Samkvæmt venju er ég svartsýnn fyrir leikinn, aldrei gott að mæta í leiki og vera sigurstranglegri aðilinn. Mun fagna manna mest verði sokk troðið upp í mann fyrir þessa spá.

  24. Ómægod. Er hálffullur núna, viðurkenni það. En dísus kræst, gerið þið ykkur grein fyrir því að að ef við vinnum restina af leikjunum okkar þá er það eingöngu Man. City sem gæti staðið í vegi fyrir því að við höfnum dollunni í maí!!!

    Þetta er ótrúlega scary shit, en þetta er raunverulega staðan í dag eftir að Chelsea missteig sig í gær.

    Ég fullyrði það hér og nú að ef við vinnum United í dag þá verðum við meistarar! Þannig er það bara.

    Er hins vegar alls ekki bjartsýnn fyrir leikinn á eftir. United eru búnir að bíða eftir þessum leik ansi lengi. Spái því miður tapi, 2 – 1. Náum samt 3. sætinu í deildinni, engin spurning.

    En sigur í dag, ómægod, það væri fucking frábært!!

    Koma svo LFC!!

  25. Mér líður eins og ég sé að fara ferma mig aftur, slík er spennan fyrir þennan leik. Fæ aukinn hjartslátt þegar ég hugsa um leikinn og tilhugsunin um að vinna leikinn…

    Þetta verður allt í hinu fínasta hjá okkur, er algjörlega handviss um það. Okkar menn munu mæta hungraðir og ótrúlega flott stemmdir í þennan leik, á sama tíma og manjú eru undir gríðarlegri pressu og mórallinn hjá þeim er auðvitað eins lélegur og raun ber vitni enda flótti úr liðinu þeirra og moyes að brenna bossann sinn í stjórasætinu.

    Við vinnum þetta 1-3 þar sem skarpasta sóknarlína veraldar gerir útslagið, enn eina ferðina.

    KOMA SVO LIVERPOOL!!!!!!

  26. þori ekki að spá en vona hið besta, mér líður eins og er við spiluðum við liðið hans Clintons,,, Tottenham.

  27. Því miður, tap hjá okkar mönnum í dag. Man Utd er einfaldlega með betri hóp og liðin hans Moyes hafa alltaf átt góðan endasprett.

  28. Ég er frekar smeykur fyrir þennan leik en ég var það líka fyrir Tottenham og Arsenal leikina og það reyndist vera að ástæðulausu 🙂 Vonandi er það sama upp á teningnum í dag og Liverpool verði upp á sitt besta bæði sóknarlega og varnarlega.
    Þetta getur farið annaðhvort 2-1 fyrir hitt liðið eða Liverpool vinnur með 2 mörkum 2-0 eða 3-1 🙂 Vonandi verður það seinni spáin og Liverpool verður full on í titilbaráttunni og hitt liðið verði einar brunarústir eftir eldana sem Suarez og Sturridge munu kveikja á old trafford 🙂

  29. Ferguson var búinn að þurrvinda liðið er hann fór og það eru kannski smá raki í 2-3 mönnum, er ekki sammála að mu sé með betra lið, því annars væru þeir ofar en við.

  30. Ha! nr. 33
    united með betri hóp en Liverpool. Hvernig í ósköpunum er hægt að finna það út.
    Þú hlýtur að vera að grínast.

  31. Góðan daginn félagar.

    VORU FLEIRI EN EG SEM URÐU VARIR VIÐ SVEFNTRUFLANIR HJA SER I NÓTT ?

    SHIIT HVAÐ EG ER AÐ VERÐA STRESSAÐUR, KVÍÐINN, SPENNTUR,HRÆDDUR,veit ekki einu sinni hvaða tilfinningar fljóta um likama minn..

    koma svo eg er samt bjartsýnn og spai að við naum i 3 stig, mer er slett sama hvernig við gerum það eða hvaða leikmenn skora mörkin okkar bara tökum þessi stig og drullum okkur með þau heim..

    YOULL NEVER WALK ALONE

  32. bara að hafa Lucas sem lengst frá þessu og þá verður þetta í lagi,,,,,koma svo………….

  33. Hef smá áhyggjur af því að morgundagurinn verði erfiður. Held að það komi skellur í dag því miður. 3-1 fyrir manjú þó við eigum að taka þá í dag

  34. BRENDAN RODGERS INTERVIEW: We don’t compare ourselves to Man United anymore… we’re looking up, not down.

  35. Sælir félagar

    Það er bara þannig að ef við vinnum þennan leik í dag og Arse vinnur sinn leik þá er búið að ganga endanlega frá því hvaða lið verða í fjórum efstu sætunum. Það verður bara spurning um innbyrðis röð þeirra. Eftir sigurleik í dag verður Liverpool í dauðafæri við efsta sætið en ef leikurinn tapast þá er ennþá nokkur hætta á að missa meistaradeildarsætið þó hún minnki í hlutfalli við hvað umferðum fækkar í deildinni eftir því sem líður á vorið.

    Að þessu skoðuðu er algjört forgangsatriði að vinna leikinn í dag. Það minnkar heldur ekki mikilvægi leiksins að CFC tapaði gegn A. Villa í gær. BR verður því að vera viðbúinn hvoru sem er í uppstillingu liðsisn að MU annarsvegar komi út úr skelinni og stilli upp framarlega til sóknar eða leggist aftar á völlinn og beiti öflugum varnarleik og skyndisóknum. Seinni kosturinn verður okkur erfiðari en sá fyrri er líklegri vegna pressunnar á Mojarann að vinna leikinn og sýna hvað hann getur.

    Hvað sem verður ofan á verður leikurinn að vinnast þó jafntefli séu ef til vill ekki slæm úrslit í sögulegu ljósi undanfarinna síðustu ára. Ég vil bara að allir séu á tánum og gíri sig upp í algjöran topp leik. Það ætti ekki að vera erfitt eftir góða hvíld og allir að verða tilbúnir í slaginn. Bekkurinn er óvenju sterkur þar sem menn eru að koma úr meiðslum og því hefur BR kosti til að spila úr. Því spái ég eins og svo oft áður og hefur reynst vel 1 – 3.

    Það er nú þannig

    YNWA

  36. Ég gleymdi næstum að spá fyrir þennan leik. Þetta verður solid 1-3 tap eins og ég er vanur að spá.

  37. Sælir piltar.

    Er einhver góður staður á Akranesi þar sem hægt er að sitjast niður, fá sér smá snæðing og horfa á leikinn?

  38. Ég hefði viljað sahko í liðinu í stað aggers. en skrtel er örugur í liðið ,

  39. Afhverju vilja menn Sakho beint í byrjunarliðið? Hann er aldrei að fara byrja, ekki búinn að spila leik í langann tíma.

Kristján Atli vs Tryggvi Páll

Liðið gegn United