Leikmenn í útláni

Það gengur aldeilis vel hjá okkar mönnum þessa dagana. Liðið er taplaust í deildinni frá áramótum og er ekki aðeins á góðri leið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti heldur hreinlega að berjast um titilinn í vor. Það er eitthvað sem ekki nokkur maður sá fyrir síðasta sumar og verður að teljast ótrúleg staða á innan við tveimur árum undir stjórn Brendan Rodgers.

Eitt það ótrúlegasta við þetta gengi allt saman er að þetta er að nást með hreint ótrúlega fámennum leikmannahópi. Það hjálpar reyndar til að vera ekki í Evrópukeppni og detta snemma út úr báðum bikurum en Rodgers hefur verið að notast aðallega við sextán leikmenn í vetur og allir aðrir eru annað hvort afskrifaðar varaskeifur (Aspas, Moses, Kelly) eða ungir strákar sem uppfyllingarefni á bekk (Ibe, Smith, Sinclair).

Það gefur því augaleið að ef Liverpool er á leið í Meistaradeildina á ný og ætlar sér að berjast á öllum vígstöðvum næsta vetur þarf liðið ekki bara að styrkja sig í sumar heldur auka breiddina. Til að leysa þá þraut að auka breiddina gæti Brendan Rodgers notast við einhvern af þeim 10 leikmönnum sem eru í útláni frá félaginu í vetur.

Við skulum skoða aðeins hvaða leikmenn þetta eru og hversu líklegir þeir eru til að koma inn í leikmannahóp Liverpool í sumar.

Pepe Reina – Napoli:
Um Pepe þarf vart að fjölyrða. Hann lék á milli stanganna í marki Liverpool í átta ár við frábæran orðstír, alls 394 leiki fyrir félagið. Hann dalaði aðeins undir það síðasta og þegar Rodgers tilkynnti honum að hann ætlaði að kaupa alvöru markvörð til að keppa við hann fyrir ári ákvað Pepe að reyna að komast til Barcelona. Af því varð ekki en Rodgers hafði séð nóg og lánaði hann til Napoli í staðinn. Þar hefur hann leikið sem aðalmarkvörður í allan vetur, utan smávægilegra meiðsla, og staðið sig vel. Pepe er enn aðeins 31 árs gamall en á hann framtíð hjá Liverpool?

Mín spá: Nokkuð örugglega ekki, held ég. Sú ákvörðun Rodgers að kaupa Mignolet með Reina fyrir ári segir mér að Rodgers muni leita að góðum markverði í sumar til að halda sömu pressu á Mignolet og Mignolet átti að halda á Reina. En sá leikmaður verður ekki Pepe Reina, það held ég að Rodgers hafi innsiglað endanlega með ummælum sínum um Reina í síðustu viku. Spurningin er einna helst hvort hann fær draumasöluna til Barcelona og ef ekki þá væntanlega Napoli til að vera áfram hjá Benítez. Ef allt annað þrýtur verður hann lánaður aftur á næstu leiktíð en vonandi fáum við gott sölufé fyrir hann í sumar. Takk fyrir allt, Pepe.

Andre Wisdom
Andre Wisdom
Andre Wisdom – Derby County:
Wisdom verður 21s árs í maí n.k. og hefur leikið 14 leiki fyrir aðallið Liverpool, flesta undir stjórn Rodgers á síðustu leiktíð. Hann hefur verið í láni hjá Derby County í vetur og leikið þar 20 leiki, bæði í bakverði og miðverði, við góðan orðstír. Honum er ætluð stór framtíð hjá félaginu og spurningin er bara hvort hann verði tekinn inn í aðalliðið að nýju í sumar eða hvort hann fari eitt ár til viðbótar á láni og þá líklegast innan Úrvalsdeildarinnar.

Mín spá: Framtíð Wisdom tengist framtíð Martin Kelly náið. Ég held að hann hafi farið á láni þar sem Kelly (sem getur eins og Wisdom bæði fyllt inn í bakverði og miðverði) var orðinn heill heilsu síðasta sumar. Hins vegar hefur Kelly alls ekki náð sér á strik í vetur og ég tel næsta öruggt að hann fari annað hvort á láni eða sölu frá Liverpool í sumar og snúi sennilega ekki aftur í framtíðinni. Það þýðir að Wisdom á greiða leið inn í leikmannahópinn og er að mínu mati betri (og yngri) leikmaður til að gegna því hlutverki sem Kelly hefur gert. Hann kemur aftur í sumar og verður í hópnum næsta vetur.

Tiago Ilori – Granada:
Þessi strákur er að mínu mati ein skrýtnustu kaup síðustu ára. Ilori varð 21s árs í lok febrúar og kemur frá Portúgal en fæddist og bjó um skeið í Lundúnum og talar því reiprennandi ensku og þekkir landið vel. Hann kostaði Liverpool 7m punda frá Sporting frá Lissabon í fyrrasumar en lék ekkert fyrir félagið þar til hann var lánaður til Granada í janúar. Þar hefur hann leikið þrjá leiki og er vonin sú að hann leiki reglulega fram á vorið og komi svo inn í leikmannahópinn í sumar. Það hlýtur bara að vera, fyrst hann kostaði þetta fé og er orðinn 21s árs, ekki satt?

Mín spá: Það er erfitt að meta Ilori þegar maður hefur aldrei séð hann spila. Hann er greinilega hátt skrifaður hjá Rodgers og yfirstjórn Liverpool fyrst þeir eyddu þessu háa fé í hann síðasta sumar, en á móti kemur að hann er ekki talinn nógu tilbúinn í slaginn til að halda honum í janúar þegar nær allir miðverðir okkar voru í meiðslavandræðum. Þannig að maður veit vart hvað á að halda. Ég er enn á því að hann bara hljóti að koma inn í leikmannahópinn í sumar og berjast um sæti við Sakho, Skrtel og mögulega einn nýjan miðvörð.

Jack Robinson – Wolves:
“Robbo” er nýorðinn tvítugur (í september í haust) og hefur leikið ellefu leiki fyrir aðalliðið. Hann varð yngsti leikmaður til að leika fyrir Liverpool í maí 2010 þegar Benítez setti hann inná í lokaleik sínum sem stjóri Liverpool (Jerome Sinclair sló þann aldur svo gegn West Brom haustið 2012) og fékk aðallega að spila þessa leiki undir stjórn Dalglish en hefur lítið leikið vegna meiðsla og annarra ástæðna undir stjórn Rodgers. Hann var lánaður til Wolves Blackpool í haust og hefur leikið þar 26 leiki í vetur en í fyrra lék hann 11 leiki fyrir Blackpool Wolves á láni (Innsk. KAR.: ég svissaði óvart árum hjá Robbo, búinn að laga það). Samkvæmt umsögnum virðist hann hafa átt erfitt uppdráttar hjá báðum liðum.

Mín spá: Robbo er að verða 21s árs og á erfitt með að festa sér sæti í liði í næstefstu deild. Það bendir ekki til þess að hann eigi framtíð hjá einu af bestu liðum Englands, því miður. Ég spái öðru láni eða jafnvel frjálsri sölu í sumar því hann virðist ekki eiga framtíð hjá Liverpool.

Ryan McLaughlin – Barnsley:
Þessi ungi Norður-Íri á framtíðina fyrir sér hjá Liverpool. Hann hefur aldrei leikið fyrir aðalliðið en hefur þó verið valinn í n-írska landsliðshópinn. Hann verður tvítugur í september á þessu ári og var lánaður til Barnsley nú í janúar. Þar hefur hann leikið þrjá leiki og verður þar út leiktíðina. Erfið meiðsli á árunum 2012-13 hægðu aðeins á framför hans en hann þykir enn framtíðarmaður.

Mín spá: Hann verður lánaður aftur á næstu leiktíð og fær vonandi að spila reglulega í Championship-deildinni (helst ekki neðar). Þá snýr hann aftur til Liverpool vorið 2015, að verða 21s árs, og þá verður hægt að meta hvort hann er nógu góður fyrir aðalliðið.

Conor Coady
Conor Coady
Conor Coady – Sheffield United:
Coady er ungur, enskur leikmaður sem hefur lengi þótt mikið efni. Hann varð 21s árs nú í febrúar og hefur leikið alls tvo leiki fyrir aðalliðið, þar af annan í byrjunarliði í Evrópudeildinni fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann var lánaður til Sheffield United í ágúst í fyrra og verður þar í allan vetur. Til að byrja með gekk honum erfiðlega að komast í byrjunarliðið þar en hann hefur unnið á og leikið alls 25 leiki fyrir þá og skorað í þeim 3 mörk. Hann virðist vera að styrkjast eftir því sem líður á veturinn og því verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin með hann í sumar.

Mín spá: Coady er hátt skrifaður (enn) og hefur þótt mikið efni en ég kemst ekki hjá þeirri hugsun að ef Jonjo Shelvey var ekki nógu góður fyrir Liverpool þá sé Coady það örugglega ekki. Mín spá er annað lán á næstu leiktíð eða mögulega sala ef fyrir hann fæst eitthvað fé því hann á sennilega ekki langtímaframtíð hjá Liverpool.

Suso – Alméria:
Jesús Joaquín Fernández Sáez de la Torre eða “Suso” varð tvítugur í nóvember á síðasta ári. Hann kom til liverpool 16 ára gamall og hefur á síðustu tveimur árum leikið 20 leiki fyrir aðallið Liverpool. Ákveðið var að lána hann til Spánar síðasta sumar og fór hann til Almería í La Liga og hefur verið þar í allan vetur. Þar hefur hann leikið mjög vel, 23 leiki alls fyrir liðið og skorað í þeim 2 mörk en lagt upp 7 til viðbótar en hann er á topp 10 yfir flestar stoðsendingar í þessari stóru deild, sem er frábær árangur. Strákurinn hefur alltaf verið hátt skrifaður af yfirstjórn Liverpool og það er erfitt að sjá að það hafi breyst með velgengni hans á Spáni í vetur. Spurningin er bara hvort menn telji hann tilbúinn í slaginn á Englandi í sumar eða hvort hann þurfi frekari reynslu?

Mín skoðun: Ég get ekki séð annað í spilunum en að Suso komi til baka í sumar. Hann leikur í þeim stöðum sem okkur vantar breidd – Coutinho, Sterling og lánsmenn eru sóknarlínan í kringum þá Suarez & Sturridge, varla mikil breidd það – og er ári eldri og reyndari en strákurinn sem lék vel á köflum með liðinu á síðustu leiktíð. Hann kemur fullur sjálfstrausts til baka og ég sé ekki annað í spilunum en að hann verði í leikmannahópi okkar á næstu leiktíð.

Jordon Ibe – Birmingham:
Ibe er minn uppáhalds ungi leikmaður, svo því sé haldið til haga. Ég heillaðist af honum þegar hann spilaði síðasta leik síðustu leiktíðar og lagði upp sigurmarkið gegn QPR fyrir Coutinho. Svo vakti hann mikla athygli í æfingaleikjum Liverpool sl. sumar en hefur ekki spilað mikið fyrir liðið í vetur, enda bara nýorðinn 18 ára (í desember sl.). Hann hefur spilað tvo leiki fyrir aðalliðið á þessu tímabili, þrjá í heildina, og var í janúar lánaður til Birmingham þar sem hann hefur þegar spilað tvo leiki og vakið athygli. Hann verður þar fram á vorið.

Mín spá: Ibe er nákvæmlega ári yngri en Raheem Sterling og alveg jafn mikið efni. Hann er sennilega fljótari en Sterling en á móti kemur að Sterling vinnur að mínu mati fjölbreyttari vinnu og gerir fleiri hluti betur en Ibe. Ég verð samt steinhissa ef Ibe er ekki orðinn fastamaður í leikmannahópi okkar og farinn að sjást reglulega í byrjunarliði innan tveggja ára. Ég spái því að hann fari á lán hjá góðu liði í Championship-deildinni á næsta tímabili og verði klár í aðalliðið vorið 2015. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef Rodgers myndi ákveða að nota hann á næstu leiktíð.

Oussama Assaidi – Stoke City:
Assaidi verður 26 ára í sumar og kom fyrir tæpum tveimur árum frá Heerenveen í Hollandi. Þau leikmannakaup voru frekar skrýtin því það hefur aldrei fengist á hreint hvort Rodgers hafi átt þátt í að samþykkja þau kaup eða ekki. Ekki virtist Rodgers allavega hrifinn af því að gefa Assaidi marga sénsa fyrir Liverpool en hann lék aðeins 12 leiki á síðustu leiktíð og flesta þeirra sem varamaður. Síðasta sumar var hann svo lánaður til Stoke City og virtist vera búinn með sinn séns hjá Liverpool. Hjá Stoke hefur hann leikið 16 leiki, ekki fastamaður í liði, og skorað í þeim 3 mjög drjúg mörk sem hafa öll kostað keppinauta Liverpool í deildinni stig. Þetta hefur gefið honum viðurnefnið “Agent Assaidi” og er hann vel að því kominn.

Mín spá: Kaupin á Assaidi eru og verða skrýtin ráðgáta en ég held að Rodgers hafi bara séð nokkuð fljótt að hann hafði ekkert við þennan strák að gera (svipað og með Aspas í vetur) og því verður hann pottþétt seldur í sumar. Góð framganga hjá Stoke City gerir það að verkum að það verður kannski frekar hægt að selja hann í sumar en síðasta sumar og það er vonandi að við fáum sölufé fyrir hann og þurfum ekki að lána hann aftur.

Borini hefur verið heitur í vetur
Borini hefur verið heitur í vetur

Fabio Borini – Sunderland:
Hér komum við sennilega að stærsta spurningarmerkinu fyrir sumarið. Borini er að verða 23 ára í lok mars og var keyptur fyrir rúmlega 10m punda sumarið 2012. Eftir sterka byrjun missti hann aðeins formið og ökklabrotnaði svo og var frá í næstum fjóra mánuði sem gerði honum afar erfitt fyrir á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool en hann skoraði alls 2 mörk í 20 leikjum fyrir félagið. Hann átti erfitt uppdráttar síðasta vor og því ákvað Rodgers að lána hann til liðs þar sem hann fengi að spila reglulega og varð Sunderland fyrir valinu. Það hefur í raun gengið bæði vel og illa – það er, hann hefur ekki verið fastamaður í liði eins og vonast var til en hefur leikið vel þegar hann hefur fengið sénsinn, skorað 5 mörk og lagt upp 3 í 22 leikjum fyrir félagið. Sunderland-menn eru hrifnir af honum og það hefur jafnvel verið talað um möguleikann á að kaupa hann í sumar en það fer þó alveg eftir því hvað Rodgers vill gera við hann.

Mín skoðun: Hér er ómögulegt að spá fyrir um hvað Rodgers gerir í sumar. Hann hefur unnið með Borini lengi hjá Chelsea og Swansea og lagði stóra fjárfestingu í hann á sínu fyrsta sumri með Liverpool. Það ætti því að vera erfitt skref fyrir hann að gefa strákinn upp á bátinn og selja hann. En að sama skapi er Borini búinn að skora alls fimm mörk í Englandi á síðustu tveimur tímabilum sem er ekki beint tölfræði sem vekur manni innblástur um að hann geti verið 10+ marka maður inn af bekknum á næsta tímabili (þar sem Suarez og Sturridge verða nokkuð klárlega fyrstu kostir). Ég spái því að hann verði í leikmannahópi okkar og fái einn vetur til að sýna Rodgers að hann geti stigið upp fyrir Liverpool, ekki síst þar sem okkur vantar upp á breiddina, en ég yrði ekki hissa ef við fengjum gott tilboð í hann í sumar að ákveðið yrði að selja.

Niðurstaða: Samkvæmt minni spá koma Wisdom, Ilori, Suso og Borini inn í leikmannahóp Liverpool að nýju í sumar auk þess sem Ibe gæti líka bæst í hópinn. McLaughlin verður lánaður aftur en þeir Reina, Robinson, Coady og Assaidi verða seldir eða lánaðir aftur og eiga sér ekki framtíð hjá Liverpool.

Ef Liverpool verður Meistaradeildarklúbbur á ný í sumar er ljóst að bæta þarf breiddina og með því að fá þarna 4-5 stráka inn reynslunni ríkari er stór hluti breiddarinnar kláraður. Þá er hægt að einbeita sér að því að skipta út leikmönnum (Kelly, Cissokho og Agger út fyrir 2-3 varnarmenn, Moses og Aspas út fyrir tvo miðju- og/eða sóknarmenn, Reina seldur og nýr varamarkvörður inn til að þrýsta á Mignolet) og þá ættum við að vera nokkuð vel staddir hvað breiddina á hópnum varðar.

Á næsta tímabili má svo telja líklegt að ungir strákar sem hafa fengið nasaþef af aðalliðinu í vetur en eru ekki enn tilbúnir í skrefið verið lánaðir með sömu hugsjón og margir núverandi lánsmanna voru látnir fara; strákar eins og Brad Smith, Jerome Sinclair, Brad Smith, Stephen Sama og Cameron Brannagan fara sennilega allir á láni næsta vetur. Við metum þá svo að ári.

Ég hlakka allavega til að fá þessa fjóra eða fimm til baka í sumar. Þótt ekki nema einn þeirra reynist vera hörkugóður leikmaður fyrir Liverpool erum við búnir að spara okkur fleiri milljónir punda í að kaupa einn gæðaleikmann í það pláss. Ef 2-3 þeirra spjara sig (mitt gisk: Wisdom og Ibe eru pottþéttir framtíðarmenn, Ilori og Suso líklegir) erum við í góðum gróða.

49 Comments


 1. Verd nu sem Man Utd studningsmadur ad hrósa Liverpool tessa dagana. Audvitad vildi ég ad bædi tessi lid veru í topp baráttunni, en ekki er á allt kosid. En fyrst ad ykkur gengur svona vel tá vil ég eiginlega bara ad lidid fari alla leid. Finnst tad betra heldur en ad plastlidin City og chealsea séu ad taka plasttitla.
  Heilsa ykkur 🙂

 2. Robinson er núna á láni hjá Blackpool en var á síðasta tímabili hjá Wolves. Það litla sem ég hef heyrt af honum er að hann er að standa sig allt í lagi hjá Blackpool á þessu tímabili. Það kemur svo í ljós hvort að það sé nógu gott til að vera leikmaður Liverpool.

  Svo höfum við ekkert við annan varamarkvörð að gera. Það er bara bull að þurfi að setja pressu á Mignolet. Brad Jones er allt í lagi varamarkvörður. Ef við ætlum að kaupa markmann þá vonandi kaupir Liverpool betri markmann en Mignolet.

 3. Er þessi Adorjan ekki líka bara á láni í Hollandi eða var hann seldur ?
  Er hann kannski bara einhver pappakassi sem ekki er vert að minnast á 🙂

 4. mignolet er ekki að halda hreinu eins og Reina svo að Reina gjæti komið aftur inn í liðið en sumir vilgja kena vörnini um en Agger og sakho eru búnir að vera mikið meiddir.

 5. Annars flott grein, sammála þér í flestu nema með varamarkmanninn. Held að Mignolet sé ennþá ekki 100% öruggur með að vera aðalmarkmaður Liverpool næstu árin, aðalega vegna þess að hann fer aldrei út í boltann og er heldur ekkert sérstakur í að spila boltanum.

  Ég er lang spenntastur yfir Ibe af ungu strákunum sem eru í láni. Ég hélt að hann mundi spila meira með okkur á þessu tímabili. Þeir sem hafa fylgst með unglingaliðinu segja að hann sé jafnvel en meira efni en Sterling. Það er bara vonandi að það rætist úr því.

 6. Fín grein skil samt ekki hvað þér finnst svona furðulegt við þetta Ilori mál hann kemur úr varaliðinu frá sporting og það væri ansi djarft hjá Rodgers að henda honum í byrjunaliðið með litla reynslu að spila aðallið. Þessi strákur þarf að spila og fá reynslu og því tilvalið að senda han í lán , sambandi við hvort 7 millur sé of mikið fyrir efnilegan strák þá verður framtíðin að dæma um það.

 7. Ingi Rúnar #1,

  Sammála með ykkur gagnvart þeim bláklæddu og hef raunar viðrað þá skoðun á einni af ykkar spjallsíðum á Íslandi.

 8. Glæsileg yfirferð.

  Magnað núna hvað maður hefur miklu meiri trú á því að sjá eitthvað af þessum kjúklinum í liðinu m.v. undanfarin ár þegar bókstaflega enginn kom í gegn. Hver man ekki eftir næsta Gerrard í John Welsh o.s.frv. Mjög spennandi og klárlega eitthvað sem getur sparað mikinn pening.

  Varðandi markmann þá held ég eins og KAR að Reina sé svo gott sem farinn en ég efa að staða Mignolet sé öruggt hjá okkur. Hann þarf að bæta sig töluvert á nokkrum sviðum (nota bene hann er mjög ungur ennþá).

 9. Maggi Ey (#4) – Ég notaðist við leikmannalistann á opinberu síðunni en þar er hvergi minnst á Adorjan sem þýðir sennilega að hann er ekki formlegur hluti af aðalliðshópi okkar. Ég get ekki séð neinar kringumstæður þar sem hann verði leikmaður Liverpool í framtíðinni fyrst hann er 21s árs og hefur varla æft með aðalliðinu, hvað þá leikið með því.

  Hvað markverðina varðar er ég sammála því og sagði í greininni að mér finnst líklegt að það verði keyptur markvörður sem getur sett meiri pressu á Mignolet en Brad Jones gerir og þá yrði það einhver sem gæti mögulega hirt af honum stöðuna ef svo ber við (hugsanleg dæmi: Begovic hjá Stoke, Stekelenburg hjá Fulham ef þeir falla) en ég er bara nokkuð viss um að Pepe Reina verður ekki sá maður. Þegar Rodgers keypti Mignolet talaði hann um að hann vildi hafa tvo jafngóða markverði sem berjast um stöðuna en það gekk ekki eftir og Reina fór. Hann er örugglega ennþá með sömu hugsun og mun láta verða af henni. Þannig að Mignolet er alls ekki öruggur með stöðuna sína og fær væntanlega samkeppni um hana í sumar.

 10. Þá erum við sammála 🙂

  Ég vona líka að það verði ekki keyptir neinir varamenn næsta sumar. Eins og þú segir í réttilega í greininni þá erum við að fá til baka 4-5 menn til baka úr láni sem geta nýst okkur sem “rotation” leikmenn á næsta tímabili. Svo gæti vel verið að gaur eins og Robinson taki sig á eins og Flanagan og verið varamaður í vinstri bakvörð.

  Þannig að ég vona að Liverpool kaupi bara inn menn sem kláralega bæta byrjunarliðið. Þá geri ég auðvitað ráð fyrir því að við erum í meistaradeildinni á næsta tímabili og við séum að fá til okkur leikmenn sem eru á því getustigi. Ekki fleiri leikmenn eins og Aspas og Assaidi

 11. Ég er mjög ánægður með að sjá hvað lánsmennirnir okkar eru að gera það gott annars staðar. Það er ekki oft sem maður man eftir því að hafa séð lánsmenn frá okkur eiga góða tíma hjá öðrum liðum og vaxa eins og vonast hefur verið eftir.

  Leikmenn hafa fengið mikilvægar mínútur sem annars hefðu ekki verið í boði hjá Liverpool og fengið hlutverk hjá öðrum liðum sem hafa hjálpað þeim að rífa upp spilamennsku sína ásamt því að næla sér í mikilvæga reynslu.

  Ég er aftur á móti ekki alveg viss um hverja við munum sjá aftur hjá okkur á næstu leiktíð, sá eini sem mér finnst nokkuð pottþéttur til að koma aftur í hópinn á næstu leiktíð er Andre Wisdom. Hann hefur staðið sig mjög vel á láni hjá Derby og þar sem framtíð Johnson er í óvissu og miklvar vonir eru bundnar við hann hjá Liverpool þá get ég ekki öðru trúað en hann komi aftur í hópinn og Kelly fari annað.

  Assaidi finnst mér ólíklegt að komi til baka en hann er klárlega að vinna sig upp í verði og eftirspurn svo við gætum vonandi komið út í einhverjum smá hagnaði með því að selja hann. Robinson, Coady og Adorjan sé ég ekki fyrir mér að muni eiga einhverja alvöru framtíð hjá okkur.

  Það eru enn að ég held vonir bundnar við Suso, Ilori, Ibe og Borini. Líklegt finnst mér að Ibe og mögulega Ilori verði aftur á láni á næstu leiktíð og Suso og Borini koma líklega aftur í hópinn. Finnst Borini töluvert líklegri til að koma til baka en Suso ef bara annar þeirra ætti að koma – ef þeir gera það ekki þá hafa þeir spilað vel með sínum liðum og ættu að hafa rifið sig eitthvað upp í verði og oðrnir söluvænar vörur.

  Við getum vonandi fastlega farið að reikna með sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, þá vonandi Meistaradeildinni, og því þurfum við að bulka aðeins upp í hópnum og gætu Borini og Suso gert það. Kæmi mér svo sem ekki á óvart ef Texeira og/eða Suso komi til með að Alberto verði seldur eða lánaður í sumar.

  Eins og ég segi þá er þetta mjög jákvæð leiktíð fyrir Liverpool hvað varðar frammistöður lánsmanna annars staðar og vonandi eitthvað sem mun halda áfram á komandi árum.

 12. Ef ég á að segja mína skoðun þá eigum við að selja alla þessa leikmenn og ekki fá Wisdom, Ilori, Suso og Borini til baka. Nú er vonandi frábærir tímar að gerast hjá Liverpool með auknum tekjum vegna meistardeildarinnar. Ef við ætlum að berjast um titla næstu árin eigum við ekki að sætta okkur við leikmenn sem komast naumlega í lið hjá miðlungsliðum. Fyrir mig er Borini og Aspas miðlungsleikmenn sem ná aldrei neinum árangri hjá okkar liði, eru ekki nógu góðir. Nú þurfum við að kaupa góða leikmenn því það gera góð lið. Þessi trú um að lána leikmenn með von um að þeir verða góðir hefur skilað mjög litlum árangri fyrir okkur.

 13. Vil fá Borini inní hópinn hef enn trú á honum, Ilori á sér framtíð hjá liðinu, Suso og Ibe er ég mjög spenntur fyrir og svo verður Wisdom hluti af þessum hóp í framtíðinni.

 14. Wisdom, Ibe og Suso eru greinilega leikmenn sem bæta hópinn á næstu leiktíð. Varðandi markmenn, þá finnst mér að Rodgers ætti að kaupa mjög góðan markvörð sem að Mignolet mundi setja pressu á, ekki öfugt.

  Seljum alla hina, mögulega gefa Borini séns vona samt ekki, alls ekki heillandi leikmaður.

 15. Er John Ruddy ekki tilvalinn kostur til að keppa við Mignolet?
  Hann er klárlega í hærri klassa en Norwich. Virðist vera virkilega kröftugur markvörður sem tekur stjórnina í teignum. Eitthvað sem Mignolet mætti taka til sín.

 16. Wisdom, Suso og Borini eiga að mínu mati að eiga heimangengt inn í liðið næsta vetur. Ég er ekki viss um Coady, Ibe, Illori og McLaughlin, spurning að lána þá aftur út held ég.

  Assaidi og Reina verða líklega seldir, sem og væntanlega Kelly, Alberto og Aspas.

  Ef við ætlum að ná markverðum árangri í CL næsta vetur þarf að styrkja þessar stöður sem við höfum lengi verið að tala um að vanti styrkingu, þ.e.a.s. vinstri bakvörð, djúpan miðjumann og líklega einn góðan sóknarmann í viðbót, til viðbótar við þá þrjá sem ég tel upp að ofan. Breiddin þarf að vera til sem og svokallaðir “game changerar” sem við sáum klárlega hvernig virka, þegar Sterling kom inn á um helgina 😉

  Annars er svo gaman að vera kallaður Mr.Kop í vinnunni að það er unun !

 17. Ég er united madur. Og mitt lid er ekki alveg ad standa sig en tid poolarar eru gjörsamlega FRÁBÆRIR. Og Ef ég ætla Eina ósk tá vildi ég fá Rodgers yfir í united

 18. Það er gaman að sjá okkar leikmenn standa sig með öðrum liðum og hefur maður verið að fylgjast mjög náið með Borini og Assidi og hafa þeir verið að spila vel það sem af er tímabilsins.

  Mín spá:

  Reina – hann verður seldur nema að hann komi tilbaka grenjandi og byður Rodgers um annað tækifæri. Annars er hann farinn(s.s 99,99% líkur að hann verður seldur)

  Robinson – sko ég hef smá trú á þessum strák en ef þú er vinstri bakkvörður og stjórinn hefur látið Cissokho fá fullt af leikjum í þessa stöðu og meiri segja látið Agger spila þarna einn leik á undan þér þá held ég að þú eigir enga framtíð hjá liverpool.

  Ilori – ég skal játa mig sigraðan ég veit lítið sem ekkert um þennan strák og erum við kannski að tala um Coates 2? en Rodgers og félagar borguðu góðan penning fyrir strákinn svo að ég vona að hann verði hjá liverpool á næstu leiktíð(held samt að hann ræður ekki við hörkuna eins og margir ungir miðverðir sem eru ekki enskir).

  Wisdom – vöðvabúntið okkar sem ég held að verði í hópnum á næsta tímabili og er það hans loka tækifæri. Hann fær leiki í evrópukeppni(please vertu meistaradeildinn) og vona ég að hann noti það tækifæri vel og hann og Flanagan fari að setja svakalega pressu á Glen(sem gæti samt farið í sumar)

  Ryan Mc – hann fer líklega á lán

  Cody – er að spila ágætlega þessa dagana(er búinn að sjá tvo leiki með honum) en ég tel að við lánum hann aftur en það er kraftur í þessum strák en vantar smá tækni.

  Suso/Ibe – þessir menn vona ég að verði hjá liverpool á næsta tímabili því að þeir geta hjálpað okkur. Suso er svona Couthino týpa og Ibe er hraðari útgáfan af Sterling en með aðeins minni tækni og leikskilning(en það kemur)

  Borini – hefur átt gott tímabil og tel ég að Rodgers munu skoða hann fyrir tímabilið og kæmi mér ekki á óvart ef við höldum honum allavega fram að janúarglugganum. Nema að við fáum gott Sunderland tilboð í hann

  Assaidi – verður seldur og Stoke munu einfaldlega kaupa hann á 3-5 milljónir punda. Hann er fín leikmaður fyrir þá en ekki nógu góður fyrir okkur.

  Pælum samt í hópnum í dag með Suso, Ibe, Ilori, Borini og Widsom að berjast um sæti í hópnum(engin kemst í dag í byrjunarliðið) þetta eykur auðvita bara breyddina hjá liðinu + allar stórstjörnurnar sem við verðum NÆSTUM því búnir að kaupa í sumar. Þá verðum við flottir

  p.s ekki tala um að við séum komnir í meistaradeildina(það jinxar það og dont fuck with carma)

 19. Flott grein og mjög skemmtilegar pælingar.

  Miðað við það sem ég hef séð frá þessum drengjum þá hef ég trú á því að Suso, Wisdom og Ibe verði leikmenn liv næsta vetur. Það er allavegana mikið talent í þessum strákum og vona ég að vilji sé hjá LFC til að halda þeim innan klúbbsins þó svo að þeir færu kannski áfram á lán næsta vetur.

  Mér fannst Wisdom komast ótrúlega vel frá því að vera fleigt inn í aðalliðið í fyrra í rosalegum erfiðum aðstæðum. Ekki oft sem maður sér svona unga varnarmenn vera almennt jafn yfirvegaða í sínum leik. Suso er mjög hæfileikaríkur og þetta ár hans á spáni hefur vafalaust styrkt hann mikið sem leikmann. Næsti vetur verður mikilvægur fyrir hann upp á framtíð hjá liv að gera. Mig minnir að hann eigi ekkert alltof mikið eftir af samningi sínum hjá liv og hafi eitthvað frestað samningaviðræðum en þori ekki að fullyrða um það. Ibe fannst mér virka mjög frískur á undirbúningstímabilinu en var síðan ekki alveg tilbúinn, það kemur hinsvegar hvort sem það verður næsta vetur eða þarnæsta.

  Borini er síðan spurningamerki, ef einhver gæti náð því besta fram í honum þá er það eflaust BR og ég gæti vel séð hann fyrir mér sem hluta af hópnum næsta vetur, sérstaklega ef leikmenn eins og Moses og Aspas verða þar ekki. Ég held að Borini hafi að vissu leiti verið mjög óheppinn með byrjun sína hjá liv þar sem hann ítrekað misnotaði góð færi ásamt því að meiðast mikið. Það sem mér fannst hinsvegar til hans koma var það hversu flottur hann var að velja sér hlaup og koma sér í færinn. Afgreiðsla hans á móti city um helgina var síðan alveg brillijant.

  Ef 2 – 4 af þessum mönnum sem nefndir eru í pistlinum koma í hópinn næst vetur þá er það alveg frábært en m.v. hvað hópurinn er ungur í dag þá er eflaust ekki rými til þess að gefa fleirrum sénsinn til þess að viðhalda jafnvægi í hópnum.

 20. Eitt sem víst er, að við þurfum að byggja ofnaá það sem við erum með í dag. EKKI fara í of miklar breytingar – góðir hlutir gerast hægt. Þetta er það ungt og flott lið og já Pirlo var að segja að Gerrard gæti spilað í mörg ár í viðbót. Því er ég svo sammála.

  Liverpool þarf einn heimsklassa varnarmann ( nýjan leiðtoga í vörnina, alveg einn öskrandi Carra ). Mignolet á bara eftir að verða betri ( Gefum honum alla vega eitt season í viðbót og spyrjum þá ). Fáum Wisdom og Ibe inn í hópinn aftur. Seljum Allen og Johnson, fáum fínt verð fyrir þá og kaupum tvo trausta. Við erum með frábæra framlínu, flotta miðju en vörnin hefur ekki náð að fylgja þeim eftir – oft út af leikskipulaginu en allt of oft út af gæða-aga-eitthvað leysi..

  Menn á uppleið : Henderson, Sterling, Suarez, Sturridge, Coutiniho,

  Hinir hafa staðið fyrir sínu og sumir kannski gott betur en það 🙂

  En þessir hafa valdið vonbrigðum að mínu mati. Kelly, Allen, bílasalinn og svo er greyið Johnson kannski ekki að spila sína stöðu og nýkominn úr meiðslum. Taktíkin sem Rodgers er að spila kallar á trausta varnarvinnu og hann er ekki að skila henni. Hann hefur verið að dala ( sl. 1-2 ár ) það er því miður sorgleg staðreynd.

  Allen á góða leiki, það segir okkur þó ekki það að sé hægt að fá betri mann á móti Couthinio. Ég veit að það má ekki tala um ákveðna deild hér ( hjátrú sumra og ég reyni að virða hana ) en Allen er ekki að fara að spila þar……. ha hvar ?

 21. Ég verð að vera ósammála skoðum anti-Allen manna. Joe Allen stóð sig frábærlega með Swansea og var óheppinn að meiðast hjá okkur snemma og hefur verið að glíma við meisðli.
  Þrátt fyrir það hefur hann alltaf gefið 110% þegar að hann spilar fyrir okkur og er búinn að sýna miklar bætingar frá því að hann var að koma úr meiðslum núna, ef menn eru ekki tilbúnir að gefa heilum Joe Allen séns þá eru þið ekki að horfa á sömu Liverpool leiki og ég er að horfa á.

  Ég skil heldur ekki af hverju fólk er að segja að Mignolet eigi jafnvel að fara í sumar. Hann byrjaði stórkostlega hjá okkur og dalaði síðan á sama tíma og varnarlínan hjá okkur byrjaði að hrynja og það fóru allir á sjúkralistann hjá okkur.
  Það er rétt að Mignolet hefur verið feiminn að fara frá línunni en ef þið horfðuð á leikinn á móti Southampton þá er greinilega verið að taka á þessari feimni hjá Mignolet enda var hann grimmari að fara í bolta í þeim leik.
  Ég veit ekki hvort að þið munið eftir því en Mignolet var ekki alltaf svona feiminn að fara út í bolta þegar að hann kom til okkar, það gerðist eftir að hann misdæmdi nokkra bolta sem hefðu getað kostað mark, en eins og ég segi þá er greinilegt að það er verið að æfa hann í þessu.

  Ég er sammála mönnum sem eru spenntir fyrir Jordon Ibe. Ég hef ekki séð leiki með varaliði eða unglingaliði Liverpool þar sem að hann var að spila en ég hef séð review af þeim leikjum þar sem að hann er highlight-aður og hann var flottur þar. Hann stóð sig einnig vel á undirbúningstímabilinu og það er greinilegt að þarna er drengur sem á eftir að fá fleiri tækifæri hjá Liverpool, það væri ekki leiðinlegt að fá annan leikmann sem getur bætt sig jafn mikið og Raheem Sterling.

  Ég hef ekki séð mikið af Ryan McLaughlin, en það sem maður hefur séð frá honum er yfirleitt eins og að hann sé 26 ára maður að spila á móti 7. flokk, hann er búinn að þroskast það mikið í útliti. Einnig er hann með flotta tækni og hann er búinn að vera flottur að sækja um kantinn og skapa færi hjá Barnsley, ég býst við miklu frá honum.

  Ég get ekki séð annað en að Liverpool er að vakna til lífs aftur og við ætlum okkur ekki að leggjast í dvala aftur í bráð.
  Þegar að ég labbaði útaf Spot eftir Southampton leikinn á meðan að YNWA var að spila og þessi lína kom ,,At the end of a storm, there’s a golden sky…” þá spurði ég frænda minn sem fór með mér hvort að þessi lína ætti ekki best við Liverpool núna.

  Áfram Liverpool!

 22. Það þarf að fá edit takkann aftur upp, ég fór ekki fyrir póstinn og það fyrsta sem ég sé hjá mér er ,,skoðum” sem á auðvitað að vera skoðunum.

 23. Sigueina.

  Get alveg keypt það að Allen hafi verið góð kaup. Held bara að það sé hægt að gera betri kaup. Við þurfum að styrkja þessa stöðu betur að mínu mati.

 24. Þurfum 4-5 góða leikmenn ef við komumst í CL. Vörn, miðju og kanta, sóknarlega erum við í CL klassa.

 25. Skemmtilegar pælingar hjá flestum hérna. Held að menn séu reyndar engan veginn að lesa rétt í Pepe Reina dæmið. Hann var búinn að push-a á sölu til Barca og klárlega búinn að semja við þá, sem setti okkar menn á fullt í að leita að nýjum markverði. Hann fannst, en þá var Valdes hættur við að hætta og þeir því ekki að fara að klára Pepe dæmið. Auðvitað þurfti Brendan að halda andliti í þessu og segja að hann vildi bara láta þá berjast um markmannsstöðuna, en það var engu að síður ljóst að við vorum aldrei að fara að vera með tvo markverði á þessu kaliberi hjá okkur og það er ekkert að fara að gerast neitt í sumar heldur.

  Svo með Assaidi, Brendan kom hvergi nálægt þeim kaupum, var löngu klappað og klárt þegar hann mætti á svæðið.

  Annars er ég svo alveg ósammála mönnum sem vilja kasta Allen og Mignolet á dyr. Hvað halda menn að gerist í sumar? Að við kaupum 10-15 heimsklassa leikmenn? Nei, ekki aldeilis, alveg sama hvort við náum markmiðum okkar eður ei. Við þurfum að halda mestu af okkar hóp og bæta við hann heimsklassa leikmönnum, ekki minnka breiddina, auka hana. Lánsmönnum verður skilað og lánsmenn fengnir tilbaka.

  Er sammála mati á því að Wisdom, Borini og Suso gætu komið sterkari tilbaka og verið góðir sem squad leikmenn þegar fleirir leikir verða í boði. Þeir inn fyrir núverandi lánsmenn og svo bæta við byrjunarliðsmönnum. Ibe og hinir eru ennþá líklegast einu láni frá því að teljast til squad leikmanna. Ilori gæti reyndar alveg farið að detta inn í þennan pakka hjá okkur ef tímabilið klárast farsællega hjá honum. Coady, Assaidi og Robinson eru strákar sem við ættum bara að reyna að fá einhverja seðla fyrir næsta sumar.

 26. Sæl öll
  Ég er svo sáttur með unglingana í Liverpool og það starf sem búið er að vinna síðustu ár . Þegar maður sér hvað liðin í kringum okkur eru stödd með unga stráka , held að það sé auðveldara fyrir okkur að fá unga efnilega stráka þar sem þeir sjá að ef þeir vinna vel fá þeir tækifæri . Ég hef ALLTAF verið stoltur og sáttur með þá ákvörðun að byrja halda með LIVERPOOL sem krakki , sérstaklega þar sem enginn í kringum mig var POOLARI 🙂
  Í dag er framtíðin björt og góðir hlutir að gerast , hlakka ég mikið til næstu ára 🙂
  Áfram LIVERPOOL

 27. Flott pæling Kristján.

  Adorjan þarf ekkert að ræða, leikmaður sem ekki er í liði hjá Groningen mun ekki vera í liði hjá LFC.

  Sammála því að Wisdom og Borini eru þeir sem líklegast er að við notum, ekki síst þar sem að Kelly virðist ekki ráða við það sem til er ætlast og ekki síður að enn virðist ekki vera samningur á leiðinni við Johnson þá held ég að við séum ekki að fara að kaup 2 hægri bakverði…því við erum nú væntanlega að skoða eitthvað vinstri stöðuna.

  Suso verður að mínu mati spurningamerki. Ég er alveg handviss að allavega einn, ef ekki tveir leikmenn verða keyptir inn í þetta sóknarþenkjandi miðjumix okkar og þá finnst mér strax einhvern veginn líklegt að skoðað verði að lána þá leikmenn sem ekki standa næst liðinu. Held að hann eigi framtíð hjá félaginu en nú eru gæðin í liðinu vonandi að verða þannig að við viljum sjá menn sem stjórna og breyta leikjum í þessari stöðu.

  Að öðru leyti er ég algerlega sammála mati Kristjáns og tek heilshugar undir orð Steina varðandi Mignolet og Allen. Þessir leikmenn eru klárlega gæðaleikmenn sem geta nýst okkur mjög vel og ekki nokkur ástæða til að kveðja þá.

 28. Hefur Kelly einhverntímann fengið leik í miðverði?

  Það er klárlega hans besta staða en ekki hægri-bak…

 29. Fyrst það hefur verið rætt hérna um markvarðarstöðuna og hugsanlega líka þá varamarkvarðarstöðuna þá ætla ég aðeins að blanda mér í það.

  Ég held alveg pottþétt að það komi nýr markvörður í hópinn í sumar og verði þá í það fyrsta að minnsta kosti hugsaður sem maðurinn sem kemur á milli Mignolet og Jones. Það verður ekki Reina, ég trúi ekki að hann komi aftur til okkar.

  Ég er ekki viss um að við munum eyða miklu púðri í þá stöðu samt og ég kaupi það ekki að við viljum (eða kannski réttara að segja að við getum ekki leyft okkur það) vera með tvo jafngóða markverði að berjast um stöðuna. Tveir Mignolet-ar kosta pening í kaupverði og rekstri þannig að ég held að það sé afar ólíklegt að við fáum einhvern eins og Begovic, Stekelenburg eða eitthvað álíka, ég held að það sé lúxus sem við bara ráðum ekki við eins og er.

  Ef ég væri betting man þá myndi ég veðja á að markmaðurinn sem ég reikna með að við fáum okkur í sumar verði einhver sem kemur á frjálsri sölu, hefur reynslu og gæti hugsanlega dílað við að vera varamarkvörður hjá okkur. Til dæmis má nefna Fabianski, Westwood og Ochoa sem verða samningslausir í sumar og gætu alveg orðið fínir varamarkverðir held ég. Kannski ekki líklegir til að velta Mignolet úr sessi en líklega betri en Jones og gætu veitt okkur meira öryggi ef Mignolet myndi meiðast eða fara í bann. Victor Valdes er að sjálfsögðu líka samningslaus, hefur verið orðaður við okkur en mér finnst afar ólíklegt að við séum að leita eftir markverði sem er jafn dýr í rekstri og hann. Kasper Schmeichel er líka samningslaus og yrði mjög flottur kostur að mínu mati.

  Annar kosturinn er, og jafnvel sá sem gæti talist líklegri, að við fáum einhvern ungan og efnilegan markvörð úr neðri deildunum til að koma þarna á milli Mignolet og Jones, þeir hafa nokkrir verið nefndir upp á síðkastið, þar á meðal einhver markvörður frá Nottingham Forrest held ég.

  Mignolet hefur að mínu mati staðið sig heillt yfir nokkuð vel í vetur og bjargað slatta af stigum fyrir okkur þó hann hafi líka gert eitthvað sem hann hefði átt að gera betur í og getur bætt sig í. Ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju Liverpool ætti að leitast eitthvað eftir því að skipta honum út svona snemma.

 30. Hvenær gerðist það síðast að markmaður kom upp úr akademíunni?

  Annars held ég að markmannsstaðan sé eitthvað sem er ekki ofarlega á listanum hjá Rogers.
  Liverpool er með fínan ungan markvörð og sæmilegan í bakköpp fyrir hann.

  Vörnin verður númer 1,2 og 3, og svo framtíðar miðjumaður sem verður ætlaður sem “arftaki” fyrirliðans okkar.

 31. Nr. 32

  Líklega kemst Ray Clemence næst því þó hann hafi verið keyptur á ágætan pening. Kom samt ungur og var í 2,5 ár í varaliðinu áður en hann komst í byrjunarliðið.

  Reyndar staða sem er ekki oft hróflað við.

 32. @Hafliði, Babu og Gummi Jó

  Ray Clemence var keyptur frá Scunthorpe og var búinn að spila 46 leiki með þeim áður en hann kom á 19 ári til LFC. Þó að hann hafi næstu árin verið í varaliðinu þá er nú ekki beint hægt að kalla hann uppalinn eða úr akademíunni. Frá okkur fór hann svo til Tottenham.

  Síðasti markvörður sem er uppalinn í Liverpool og kom upp í gegnum yngri flokkanna /akademíuna og lét eitthvað að sér kveða mætti segja að væri Tony Warner. Þó að hann hafi ekki spilað einn einasta leik þá var hann 120 leiki á varamannabekknum og til í tuskið ef að tvífari hans, David James, myndi á rautt eða meiddist. Hins vegar gerðist það aldrei hjá hinum ættleidda Eyjamanni og lundaverndara og því var Tony bara með bekkjarflísar í botni.

  http://www.lfchistory.net/Players/Player/Profile/467

  Ekki slæmur markvörður og gerði svo sem sæmilega hluti á ferlinum eftir að hann fór frá okkur. Var á samning hjá samtals 18 liðum og geri aðrir betur. Gaman að því að hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir T&T gegn Íslandi árið 2006. Áhugavert.

  En akademían hefur ekki sérhæft sig í markvörðum hingað til og virðist ekki vera sem að neinn sé á leiðinni sem máli skiptir.

 33. Ég held að lið eins og Liverpool, Man Utd, Chelsea, Arsenal og co. eigi bara mjög erfitt með að framleiða aðalliðsmarkverði sína sjálf. Þetta er staða sem er það mikilvæg hjá þessum liðum og það er töluvert gamble að ætla að byggja upp aðalliðsmarkvörð sem er enn ungur og óreyndur – það er ekki nema að liðin láni þá út til annara liða í nokkur tímabil til að þeir fái kjöt á beinin, geri mistök sín annars staðar og reyni að læra af þeim. Pressan og ábyrgðin er líklega bara alltof mikil að gera það hjá þessum liðum.

  Liverpool er með nokkra efnilega markverði í sínum röðum en maður sér bara ekki fram á að einhver þeirra muni eiga framtíð fyrir sér hjá Liverpool – nema þá ef hann fer eitthvert annað í einhvern tíma til að mannast upp.

 34. Virkilega skemmtilegar pælingar og ef allt gengur upp eins og best verður á kosið að þá þurfum við að breikka hópinn töluvert fyrir næsta sesong.

  Ég vona innilega að okkar menn séu að pikka og pota í þennan unga snilling, það er gjörsamlega óþolandi að svona hæfileikaríkir og flottir strákar séu að eyðileggja ferilinn sinn hjá liði eins og chelskí er og verður á næstu árum.
  http://visir.is/shaw-sterklega-ordadur-vid-chelsea/article/2014140309915

 35. Sælir kappar

  Ágæt samantekt hjá Kristjáni Atla og í grunndráttum er maður sammála flestum þeim ályktunum sem hann dregur varðandi framtíð lánsmanna LFC. Fyrir mér er þetta alltaf tvíþætt þegar kemur að lánsdílum: eldri leikmenn á útleið sem ekki er not fyrir né vilji til að bera kostnað af (Carroll o.fl.) eða yngri leikmenn sem þurfa leikreynslu til að þroskast og batna.

  Fyrri hópurinn er allur ólíklegur til endurkomu eins og Kristján Atli nefnir, en helst að Borini komi til greina enda enn ungur (23 ára) og því séns á framþróun. Samt finnst manni sem að við gætum gert betur og að með CL-sæti væri hægt að lokka enn betra efni til klúbbsins. Markaðurinn gæti ráðið framtíð Borini þannig að ef að góður peningur býðst frá Sunderland eða öðrum þá gæti verið heppilegast fyrir alla aðila að leiðir skilji. En í sjálfu sér er meinlaust af minni hálfu að hann snúi aftur á bekkinn hjá okkur ef að Rodgers vill það eða þar til betra býðst. Væri ekki leikmaður eins og t.d. Loic Remy betri kostur í róteringu eða af bekknum? Kannski að skipta Borini upp í slík kaup ef að Sunderland fellur. Pæling.

  Seinni hópurinn ætti alltaf að eiga afturkvæmt upp að vissu marki, sérstaklega hjá stjóra eins og Rodgers sem er frábær í að vinna með yngri leikmenn og gefur þeim góðan séns. Rodgers hefur selt þá ungu leikmenn sem hann telur ekki að geti orðið nógu góðir fyrir LFC (Morgan, Pacheco, Gulacsi, Eccleston) þannig að lánsdíll þýðir að enn er von. Nema þegar að augljóst sé að samningur sé að klárast, leikmaður eldri en 20 ára og aldrei æft með aðalliðinu (Adorjan, Ngoo). Við sáum hvað gerðist með Flanagan sem flestir voru búnir að afskrifa með framtíð hjá okkur. Meðan Rodgers vill enn hafa viðkomandi hjá klúbbnum, jafnvel þó það sé á láni, þá er alltaf séns.

  Wisdom, Ilori, Ibe og Suso ættu að eiga greiða leið heim eins og flestir eru sammála um og ég meðtalinn, en ég er ósammála því að Robinson og Coady ættu að vera eða séu að nálgast endastöðina. Persónulega finnst mér engin ástæða til að gefast upp á þeim á þessum tímapunkti enda báðir verið að spila reglulega með sínum lánsliðum í vetur og ekki beint öldungar eða úr sér gengnar vonarstjörnur.

  Robinson spilar þessa vandræðastöðu sem er vinstri bakvörður og virðist erfitt að finna góða leikmenn í hana sama hversu mikið er reynt. Ennþá er hann bara 20 ára og var í vikunni valinn í u21 árs hóp enska landsliðsins (Flanagan komst ekki í þann hóp) og hefur spilað á þriðja tug leikja með yngri landsliðunum Englands. Hann hefur bæði átt slaka leiki með hinu sveiflukennda Blackpool, fengið 3 rauð spjöld en líka náð að vera maður leiksins skv. whoscored.

  http://www.whoscored.com/Players/86594/Fixtures/Jack-Robinson

  Það geta ekki allir verið jafn bráðþroska og Sterling, Owen, Fowler eða álíka. Hann er enn að læra og hvort sem við myndum hugsa hann sem varaskeifu næsta vetur eða lána hann út að nýju þá er litlu tapað með því að sýna honum ögn meiri þolinmæði. Launin eru varla há, margir viljugir til að fá hann að láni frá okkur og við fengjum varla háan pening fyrir hann í sölu á þessum tímapunkti. Ég vil a.m.k. ekki gera sömu mistök og með Insua á sínum tíma en hann er núna hin ágætasta varaskeifa hjá Atletico Madrid og myndi jafnvel vera byrjunarliðsmaður hjá okkur í dag.

  Sama gildir um Conor Coady sem hefur unnið sér fast sæti í byrjunarliði Sheff. Utd. eftir því sem líður á tímabilið, spilað á þriðja tug landsleikja með yngri landsliðum Englands (oftar en ekki sem fyrirliði) og uppalinn í húð og hár. Ég hef a.m.k. meiri trú á honum en Jay Spearing sem þó spilaði 55 leiki fyrir okkur (í hallæri reyndar) og varð pínulítil költhetja (bókstaflega). Mér finnst mjög margt líkt með honum og goðsögninni Carragher (hefur bæði spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og hafsent) sem var síðbúinn blómstrari. Þetta er strákur með rétta baráttuandann, mikill karakter (vítaskytta eins og SteG) og ég væri svekktur ef hann fengi ekki alvöru séns á að vera varaskeifa fyrir Lucas eða sem fjölnota varamaður. En ef að Rodgers hefur ekki trú á honum og/eða hann vill sjálfur fara þá verður svo vera en ég vil halda honum enn um sinn. In Brendan we trust!

  En það er eitt að lokum sem ég hef áður minnst á og er sífellt dregið inn í umræðuna sem einhvers konar leyndardómur Snæfellsjökuls, Loch Ness og JFK á KFC. Það eru kaupin á Ilori og kaupverðið sem Kristján Atli o.fl. er tíðrætt um, bæði sem rökstuðning fyrir því að hann eigi framtíð hjá LFC eða hversu vegir kaupnefndarinnar séu órannsakanlegir (ekki í þessari umræðu þó). Nú er það þannig og ég hef sett það inn áður að Rodgers hefur sagt það beint út að títtnefnd upphæð (7 millur) sé hvergi nærri raunveruleikanum. Ég veit fullvel hvaða upphæð er nefnd alls staðar á netinu og jafnvel hjá meisturunum í LFChistory.net og hún er alltaf 7 millur. Öllu jöfnu tæki maður það gott og gilt, en þetta hafði stjórinn okkar um málið að segja sl. desember. Yfir til þín Brendan:

  “I see the price that is quoted (£7million) and it is nowhere near the mark to be honest. He has come in, he will have six months to adapt and then he will go out and get experience.”

  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/rodgers-defends-50m-summer-signings-6363893

  Eigum við því ekki að gefa stjóranum okkar þá virðingu að hann sé að segja okkur satt, hann hafi betri upplýsingar en aðrir og því sé upphæðin mun lægri en nefnd hefur verið í fjölmiðlum? Það væri líka ekki beint í takt við stefnu FSG eða hinnar grandvöru kaupnefndar að yfirborga svona fyrir leikmann með ekki meiri reynslu þótt efnilegur sé. Haldið þið líka að Rodgers myndi vilja eyða svona vænni sneið af sinni sumarbuddu í leikmann sem hann stefndi á að nota ekki neitt?? Er ekki öllu líklegra að hann hafi kostað um 3-4, mest 5 millur í heppilegum greiðslumáta til hinna fjárþurfandi Sporting Lisbon sem fá að halda andlitinu út á við og máske séu einhverjar mjög svo fjarlægar klásúlur sem gætu hækkað þetta nálægt 7 millum ef að allt gengur fullkomlega upp á ferli Ilori?

  Og um leið og upphæðin er næstum helmingi lægri þá er leyndardómurinn ekki svo mikill né svo undarlegt að hann sé keyptur og lánaður með framtíðina í huga. Hann er einfaldlega mikið efni sem okkur bauðst en það væri ekki endilega sniðugt að setja hann beint inn í aðalliðið að svo stöddu, sérstaklega þegar við eigum marga í hans stöðu. Hann var hins vegar maður leiksins strax í öðrum leiknum fyrir Granada og lagði þar upp sigurmarkið í 1-0 sigri. Hefur hraðann fyrir EPL, passar inn í leikstíl Rodgers en vantar reynslu og smá vöðvakjöt á beinin. Gæti jafnvel endað sem enskur landsliðsmaður ef hann skiptir um um landslið líkt og hann hefur rétt á miðað við fæðingarstað og föður. Það myndi þá hækka verðmatið á honum umtalsvert miðað við verðbólguna á Tjöllum sem kunna knattspark. Jafnvel þó að hann myndi aldrei spila fyrir LFC þá gæti vel verið að hann yrði góð fjárfesting líkt og Chelskí hefur stundað síðustu ár.

  Getum við því verið sáttir um að hætta að tala um þessar 7 millur sem eitthvað stórfurðulegt eða jafnvel sem órökrétta og ranga „staðreynd“ (skv. Rodgers)?? Þetta gæti jafnvel reynst hin eitursnjöllustu innkaup, bæði fjárhags- og fótboltalega. Gefum Rodgers, FSG og kaupnefndinni ögn meira kredit á meðan við höfum ekki allar upplýsingar og sjáum ekki alveg heildarmyndina.

  Að lokum þá er ég sammála Ssteina um uppgjör hans á hinum frábæra Reina og vonandi verður hans framtíð björt í Barcelona eða hvert sem hann fer. Hans tími var góður en hann er liðinn. Gracias Pepe. Ég er líka sammála því mati að það verði engin gomma af leikmönnum keyptir en það er klárt að við höfum mörg skotmörk sem valkosti um leið og CL-sæti er tryggt. Það er einfaldlega allt önnur Ella Fitzgerald að vera CL-lið eða ekki. Hvort við endurvekjum Konoplyanka-dílinn er ég ekki viss um (meira útaf eigandanum en leikmanninum) en það verður keypt inn í gæðum en ekki endilega magni. Ég er handviss um að kaupnefndarmenn mæta vel undirbúnir til þess sumarleiks og það verður spennandi að sjá innkomandi innkaup.

  Nóg í bili. Þökk þeim sem entust svona langt 😉

  YNWA

 36. Eru menn ekkert að ræða ummæli Henry. Er Suarez ekki alveg örugglega kominn með hærri klasulu?

 37. Sæl og blessuð.

  Tímabær umræða og það er í raun merkilegt hversu mikið býr í þessum leikmönnum sem eru í láni. Þrátt fyrir takmarkaðan hóp og mislukkaða glugga þá hefur gengi liðsins verið frábært. Ljóst er að vel hefur tekist til með þann hóp sem fyrir er og þar hafa nokkrir blómstrað sem aldrei fyrr.

  Hver er skýringin á því að leikmenn sem hafa ekki virkað sem skyldi eru núna svona vel stilltir? BR á þar verðskuldaðan heiður en í liði hans eru margir öflugir ráðgjafar og hjálparkokkar sem hafa vafalaust unnið fyrir laununum sínum og gott betur.

  Þessi hérna var ráðinn til félagsins í fyrra (http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-appoint-top-rated-sports-3330606 ) og hver veit nema að ráðin hans hafi eitthvað um það að segja hversu mjög menn hafa yfirstigið sín takmörk:

  http://www.youtube.com/watch?v=R-KI1D5NPJs

  Þráðrán? Neibb – því margir þeirra lánsmanna sem kunna að snúa aftur gætu blómstrað sem aldrei fyrr í réttu umhverfi. Ég vil gjarnan fara að sjá Wisdom, Borini og Suso snúa aftur heim og sjá hvað gerist með þá þegar þeir hafa fengið rétta mændsettið!

 38. Nr.37 Coates er enn á mála hjá Liverpool. Hann meiddist illa en er svona við það að fara að snúa aftur í alvöru æfingar og leiki að ég held og var eftir því sem ég best veit lánaður aftur til Nacional til að halda áfram endurhæfingu sinni í heimalandi sínu og vonandi geta náð einhverjum mikilvægum mínútum þar ef hann verður klár áður en leiktíðin þar klárast.

  Það er alveg góð spurning hvað verður með þennan strák sem varð 23ja ára í október í fyrra. Það er margt gott í honum og margt í hans leik sem maður getur vel séð fyrir sér að hægt er að vinna með en alltaf spurning hvernig hann mun koma til baka eftir að hafa misst af svona mikilvægum og miklum tíma venga slæmra meiðsla.

  Hann býr ekki yfir miklum hraða en eftir því sem hann verður reyndari þá gæti hann komist upp með það með því að vera bara sneggri í hausnum (ala Hyypia, Carragher og fleiri). Það gæti hins vegar krafist tíma og þolinmæði og ég er ekki alltof viss um að Liverpool og hann hafi það til að þetta geti gengið upp hjá honum hjá Liverpool.

 39. Talandi um að viðhalda hópnum.

  Hvaða skoðanir hafa menn á Glen Johnson? Hann virðist vera að biðla til BR og co. um að fá nýjan samning en miðað við launapakkann hans að þá finnst manni ólíklegt að hann fái nýjan samning á þessum kjörum.

  Ég er tvístígandi varðandi þetta. Vil að sjálfsögðu halda honum áfram en hann hefur valdið mér pínu vonbrigðum í vetur, bæði hvað varðar fjarveru vegna meiðsla og svo formið sem hann var í á tímabili. Mér fannst eins og það væri meira áhugaleysi heldur en einhver meiðsl sem þurftu að laga.

  Það yrði vissulega sorglegt að sjá á eftir honum til spurs eða chelskí eða einhvern álíkan slæman kost, fyrir LFC.

  http://www.thisisanfield.com/2014/03/glen-johnson-calls-new-liverpool-contract/

  Annars er það engin spurning í mínum huga að við eigum að fá Borini til baka og Wisdom. Virkilega spennandi leikmenn og ungir.

 40. @44
  Að mínu mati er Glen Johnson ofmetinn leikmaður, á sannarlega sína góðu spretti en þeir eru fáir og of langt á milli þeirra.

 41. Það er að detta inn frábær pistill frá fjármálasérfræðingi okkar á Kop.is um ársreikninginn. Þar er farið vel yfir þetta allt saman. Kíkið hér inn í kvöld. 🙂

Southampton 0 Liverpool 3

Peningahliðin