Liðið gegn Southampton

Liðið gegn Southamton er komið og það er svona:

Mignolet

Flanagan – Agger – Skrtel – Johnson

Gerrard(c)

Henderson – Allen

Suarez – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Toure, Cissokho, Moses, Aspas, Sterling, Teixeira

Joe Allen kemur inn eins og margir bjuggust við en það er Sterling sem fer út en ekki Coutinho. Sterling fór útaf í síðasta leik og því kannski kemur þetta ekki mjög mikið á óvart. Sterling er a.m.k. mjög góður kostur á bekknum. Kerfið okkar (hérna á kop.is) bíður ekki upp á margar útfærslur á leikkerfum en líklega verða Suarez og Coutinho mjög framarlega og því set ég þetta upp sem 4-1-2-3 en það er auðvitað nánast ekki hægt að festa liðið niður í eitthvað eitt leikkerfi.

Varnarlínan er sú sama og í síðasta leik og því miður er Johnson líklega áfram röngu megin. Team Cissokho hefur áhyggjur af þessu en við erum þá búin að semja lag fyrir kallinn, það var nánast því tilbúið reyndar.

Byrjar á 0:40 og þið bætið bara Cissokho við á réttum stað

Síðast þegar Liverpool vann á þessum velli var árið 2003 með marki frá Emile Heskey! Þetta er eina liðið sem hefur unnið okkur á Anfield og þetta er eina liðið sem Suarez hefur ekki skorað gegn.

Það getur ekki haldið þannig áfram endalaust.

Koma svo.

75 Comments

  1. Ekki alveg rétt lið

    Liverpool FC ?@LFC 2m
    Confirmed #LFC team v @SouthamptonFC: Mignolet, Johnson, Flanagan, Agger, Skrtel, Gerrard, Allen, Henderson, Coutinho, Sturridge, Suarez

  2. Hef þegar fengið athugasemdir við Prince Aly lagið mitt…skora á menn að læra það strax og syngja svolítið…

    #Workingclasshero

  3. Arsenal að tapa fyrir Stoke i augnablikinu og litið eftir. Ef fer fram sem horfir og við vinnum þa erum við komnir i annað sæti! Uff…. bloðþrystingurinn fer hækkandi……

  4. Nr. 1

    Ég fór svona 15 sinnum yfir þetta hjá mér áður en ég fattaði að ég var með Toure þarna í vörninni, var með copy/paste af liðinu gegn Fulham og gleymdi að laga miðvarðastöðuna 🙂

  5. Skil þig vel. Maður setur Touré ósjálfrátt í byrjunarliðið alla jafna,

  6. úff….þetta verður rosalegur leikur. Ef lið okkar spilar af eðilegri getu þá eigum við að vinna þetta. Líst ágætlega á byrjunarliðið. Miðjan þarf að vera solid í þessum leik og hjálpa vörninni. Síðan mun SAS sjá um restina.

    Tek Sigkarl á þetta og spái 1 – 3 (Suarez 2 og Sturridge 1).

    Frábær úrslit á Britania og komu mér ekki á óvart. Stoke tapar sjaldnast á þessum velli.

  7. sjitturinntitturinn! nú sjáum við hversu sterkar taugar okkar menn hafa. Erfiður útivöllur og sú staðreynd í farteskinu að ef við löndum þremur stigum, hoppum við upp í annað sætið!

    Gríðarlega spenntur að sjá viðbrögð liðsins –
    Koma svo!!! YNWA!!!!

  8. Eg segi…… sigur i dag og það mun gefa okkar monnum svakalegt “kikk” i titilbarattuna og við verðum ostoðvandi!

    Jafntefli eða tap þyðir baratta um fjorða sætið!

  9. ohh…er Johnson vinstra megin….allavega skv. skysports uppstillingunni..

  10. Ég spái 3-1 tapi að venju. Það hefur gefið ágæta raun að undanförnu.

  11. Fyrir leik var ég að vona að Allen yrði settur inn í liðið… en alls ekki á kostnað Sterling, heldur Coutinho.. alls ekki verið góður sem af er í þessum leik

  12. Allen getur ekki gefið eina sendingu. Inná með Sterling strax

  13. Úff..þessi demantsuppstilling er að skilja kantana eftir hrikalega opna. Vona að BR þétti miðjuna í hálfleik.

  14. Voðalega er ég orðinn þreyttur á þessu með Coutinho, taka hann útaf í hálfleik og leyfa honum að hvíla næstu 1-2 leiki.. Hann þarfnast smà hvíldar og Sterling hefur verið talsvert betri í síðustu leikjum!

  15. Þetta endar á einn veg! Klárt. Menn þurfa að rífa sig í gang. Ekki gefa sér sigurinn fyrirfram með helvítis heppnismarki!

  16. Það er ekki við Johnson og Flanagan að sakast. Þeir eru aleinir og hafa engan til að skýla sér fyrir framan.

  17. vá maður…. liðið er búið að skora svo ekkert meir…. hvað er málið með glendu og ko…

  18. vörnin heldur…ennþá. Núna er bara að koma SaS í gang aftur og setja þessi 3-4 sem þarf til

  19. Miðjan hja okkur er dauð at the moment. Berjast fram að halfleik og halda þessu. Setja svo Sterling inn fyrir Coutinho.

  20. Sama hvað verður sagt um þennann markmann okkar þá er þetta einhver sú svaðalegasta markvarsla sem ég hef séð.

  21. Heimskulegt að kvarta undan coutinho og biðja um sterling í staðinn. Það var Allen sem átti að þétta pakkann í þessum leik og hann getur ekki rassgat!!!!! Henda Allen í ruslagám í SOTON og skilja hann eftir. Einn fokking slappur og lélegur aumingi…

  22. Maður lifandi! Ætla þeir aldrei að læra?

    HÆTTIÐ AÐ GEFA ANDSTÆÐINGNUM ÞESSAR AUÐVELDU FYRIRGJAFIR!?!?1

  23. Stundum er skrýtið að horfa á þetta lið okkar. eins og að búa með geðklofa þú veist aldrei hvaða hlið þú færð að sjá af geðklofamun þann dag! couthino þarf að taka. hvíld. sorglegt hvað hann er mikið jojo annaðhvort geðveikúr eða andstæðan skelfilega lélegur. og ekkert þar á milli!! jæja koma svo 3-2 fyrir liverpool okkar maður með þrennu

  24. Það vantar cissokho inná, gengur ekkert með svona sókndjarfa bakverði, þeir þurfa að vera niðri.

  25. Mignolet að bjarga okkur og ekki i fyrsta skipti! En við gjorsamlega og með storum stofum a hælunum!!! Ja BR…… settu punkta a blað, ekki veitir af!!

  26. Djöfull erum við lelegir. Og heppnir!

    Rodgers verður að laga þetta i halfleik!

  27. jæja Goggurinn #34, liggur eitthvað illa á hjá þér?? Svona skítakomment eiga ekki að sjást á þessari síðu.

    Það er ljóst að við þurfum að þjappa miðjuna. Býst við að BR fórni Sturridge fljótlega og setji Sterling á miðjuna. Hafi Suarez einan uppi. Vörnin er að halda ágætlega en allt of margar misheppnaðar sendingar hjá Coutinho. Gerrard er týndur og Allen er að covera of stórt svæði. Við verðum bara að vinnan þennan leik ugly!

    Koma svo LFC!!

  28. Allen og Coutinho GETA EKKI VARIST!! Verður að taka Allen út af og setja væng inn á sem nennir að verjast. Allen er ferlegur alveg. Selja hann í gær.

  29. Núna vona ég að Rodgers segi bakvörðunum og þá aðallega honum Flanagan að hætta að fara svona mikið fram, hann er að skilja allt of mikið svæði eftir sig sem að Skrtel þarf að þrífa eftir hann aftur og aftur.

    Við erum einu marki yfir og núna þarf aðeins að bakka liðinu og reyna að halda þessari helvítis miðju, við erum með Gerrard, Allen, Hendo og Coutinho inná en samt eru S’ton sterkari á miðjunni.

  30. Finnst menn vera helviti harðir gagnvart Allen. Meistari Gerrard er buinn að bera langverstur það sem af er leiks. Hann verður að verjast betur.

  31. Kerfið ekki alveg að virka.

    Þeir eru að keyra upp kanntana. Allen og Henderson eiga að hjálpa bakkvörðunum og eru þeir að hlaupa úr sér lungun því að þeir eru líka í hörkubaráttu á miðjuni.

    Skrítið að sjá okkar þrjá fremstu leikmenn standa stundum frami og horfa á. Það er eins og að við séum að spila 4-3-3 á köflum því að við pressum með þrá menn svo kemur sending á milli þeira og þeir allir eru úr leik og Saints og við of fáir í vörn.
    Svo virðist líka enginn spila Lucas hlutverkið og eru þeir alltaf að fá sendingar á milli varnar og miðju.

    Ég held að við verðum að loka svæðum aðeins betur og taka okkar lélegasta leikmann í fyrihálfleik útaf Coutinho. Hann er ekki að hreyfa sig varnarlega, hefur misst boltan nokkrum sinnum og sendingarnar hans eru ekki að skila sér(Sturridge reyndar lítið betri)

    Væri sniðugur leikur að láta Sterling á hægri kantinn til þess að hjálpa Flannagan(sem hefur haft alltof mikið að gera) með Luke Shaw.

    Þótt að þeim hafi ekki verið refsað enþá þá eru þeir að spila annsi framarlega og ættu leikmenn eins og Suarez og Sturridge að geta nýtt sér það.

    Nú er bara að vera skipulagðir í 45 mín og reyna að halda þetta út. Þetta Southampton lið er virkilega skemmtilegt lið og ef þetta heldur svona áfram þá enda þeir með eitt eða þrjú stig úr þessum leik.

  32. Furðulegt að við séum yfir.
    Mér finnst eins og allt sé að ganga upp hjá Ston..nema fyrir framan markið. hjá okkur gengur ekkert upp…nema fyrir framan markið.

  33. Eitt í viðbót Skrtel er búinn að vera að þrífa skítinn í allan dag en Agger þarf að vera nær leikmönunum sem hann á að vera að dekka.

    p.s Joe Allen hefur ekki verið okkar versti leikmaður( ég myndi segja Coutinho og Sturridge eiga það og svo hefur Gerrard ekkert getað heldur).

  34. Sællir félagar

    Miðjan er áhyggjuefnið í þessum leik. Hún heldur ekki bolta og framherjarnir hafa ekkert að borða nema það sem þeir afla sjálfir. Útaf með Coutinho og inná með Sterling. Svo verður Allen að fara að koma frá sér bolta áður en andstæðingurinn hirðir hann af honum. Gerrard verður að stjórna miðjunni betur og berja menn áfram. þá munu SSS fá eitthvað að éta og allt verður gott.

    það er nú þannig.

    YNWA

  35. Miðjan lítur illa út af því að mér finnst sóknarmennirnir okkar ekki vera að vinna vinnunasína framávið. Southampton virka fleiri á miðsvæðinu og könntunum.

  36. Algjör óþarfi hjà Sturridge, erum að vinna okkur inn einhverskonar “dýfu-stimpil” Hættum þessu rugli!

  37. Coutinho er ansi langt frá því að stinga upp í mig í þessum leik eins og ég var að vona að hann myndi gera.

  38. Það er svo mikið meistarlykt af liðinu okkar! Ekki búnir að geta blautan og samt 2 mörkum yfir. 😀 YNWA

  39. ..já og svo megum við ekki gleyma því að Sturridge á enn eftir að skila inn markinu sínu.

  40. Sama gildir um ruslagáminn í SOTON hvað Glendu varðar.

    Annars er ég sulturólegur.

    Og engar áhyggjur. Ritstýrurnar fjarlægja allt sem þeim ekki líkar á þessari síðu =P

  41. Er einhver að biða eftir lucas l.. Nei takk allt offur holinga að hafa Gerhard sem djúpan.

  42. Þú ert nú meiri heiðursmaðurinn “Goggurinn”
    Telur þig geta hellt úr sorpinu í hausnum á þér yfir alla hér vegna þess að þetta er ritstýrð síða?

    Og bætir svo um betur með því að kalla þessa öðlinga nánast kellingar, a.m.k. með því að kalla þá stýrur?

    Er ekki allt í lagi heima hjá þér?
    Er ekki bara kominn tími til að steinhalda kjafti?

  43. islogi. Hafðu ekki áhyggjur. Goggurinn er Hildur Lilliendahl, getur að því gert að haga sér svona.

  44. Maður þarf nú aðeins að gogga í mannskapinn á laugardegi.

    Hvað túlkun þína á orðinu stýrur varðar er það þitt mál hvað þú lest út úr því. Orðið kellingar er hinsvegar niðrandi og gildishlaðið kvenfyrirlitningu. Þú skalt vara þig hvað þú setur inn á netið því að það er komið til að vera…

    =P

  45. Ég er mjög hrifinn af þessu Southampton liði, spila skemmtilegan bolta. Spurning hvort að Brendan Rodgers ætti ekki að henda pening í að kaupa Lallana og Shaw.

  46. Hvaða rugl er þetta? Á það að vera niðrandi gagnvart Glen að kalla hann Glendu? Getum við þá ekki bætt við aths um húðlitinn hans eða jafnvel kallað hann homma? Svona á ekki heima jafn flottri síðu og kop.is. Eigum við að henda eigin liðsmönnum í gám? Hvernig væri að ágætir síðuhaldarar taki svona sorp út af þessari síðu og banni viðkomandi ip tölu?

    Annars virðist góður sigur vera hér í uppsiglingu, allur vindur úr Southampton.

  47. Meira ruglið… þetta var blóðrautt árásin á Suarez…. hann er draghaltur eftir.

  48. Ég biðst afsökunar á þessu en smá off-topic, Hvar er hægt að fá merkingar aftan á LFC treyjuna sína hér á landi?

  49. Souness sagði áðan að þetta Liverpool lið minnti sig á Liverpool þegar hann lék með ,they are that good sagði hann .Ég ættla að trúa honum og halda áfram að dreyma um titilinn svo lengi sem það er von.

Southampton á morgun

Southampton 0 Liverpool 3