Southampton á morgun

Maður er varla búinn að jafna sig eftir sturlunina á sunnudaginn og það er komið að næsta leik. Yfirleitt finnst manni vikan lengi að líða þegar ekkert er að gerast hjá okkar mönnum í miðri viku, en það er ekki svo núna með mig allavega. Hrikalega erfiður leikur framundan gegn liði sem við höfum átt í miklu basli með síðan þeir komu sér upp í deild þeirra bestu, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Við hreinlega verðum að taka þrjú stig úr leiknum þar sem allir okkar helstu andstæðingar eiga létta leiki þessa helgina (City reyndar spila ekki þar sem þeir eru að keppa til úrslita í deildarbikarnum). Það er reyndar hægt að segja það um alla okkar leiki sem eru eftir að þeir séu “must win” leikir, en þessi er það svo sannarlega þar sem ég býst ekki við öðru en að hin liðin í kringum okkur taki öll þrjú stig.

Já Southampton hafa unnið þrjá síðustu leikina gegn okkur og það sem meira er, þeir eru þeir einu sem hafa unnið okkur á Anfield á tímabilinu. Þetta er þétt lið með ekkert alltof stóran hóp, en engu að síður hörku góðir. Þeir hafa þó ekki verið á neinu sérstöku skriði núna seinni hluta móts, í síðustu 16 leikjum þá hafa þeir unnið 4 (einn heima og þrjá úti), gert 5 jafntefli (3 heima og 2 úti) og tapað 7 (3 heima og 4 úti). Þetta er því ekkert óvinnandi vígi, en miðað við gengi okkar gegn þeim og svo almennt gengi okkar á útivöllum vs. heimavelli, þá er kvíðahnútur í maga verð ég að viðurkenna.

Southampton hafa skorað 38 mörk á móti okkar 70 stykkjum, en það er vörnin sem hefur verið mun sterkari hjá þeim, enda þeir fengið 3 mörkum minna á sig en okkar menn. Lallana er skemmtilegur leikmaður sem mun stýra miðjunni hjá þeim og honum má hreinlega ekki gefa of mikið pláss. Frammi eru þeir með Jay Rodriguez og Ricky Lambert sem geta verið skeinuhættir hvaða liði sem er og persónulega óttast ég Lambert talsvert, því hann er stór og sterkur, góður skallamaður og það er eitthvað sem varnarmenn okkar hafa átt í miklu basli með. Það er bara vonandi að okkar menn skori einfaldlega fleiri mörk, því okkur virðist vera það gjörsamlega ómögulegt að halda markinu okkar hreinu. Here’s for hoping.

En að okkar mönnum. Góðu fréttirnar eru þær að Sakho og Lucas eru báðir byrjaðir að æfa aftur með aðalliðinu, en þessi leikur kemur líklegast of snemma fyrir þá og vonandi verða þeir tilbúnir fyrir næsta leik á eftir. Þá er það bara Jose kallinn Enrique sem er fjarverandi og það er bara hreinlega ekkert víst að við sjáum þann kappa aftur í Liverpool treyjunni, mikil dulúð sem umlykur hann þessa dagana og framtíð hans. Í mínum huga er stærsta spurningamerkið í kringum bakverðina okkar, þ.e. hvort það verði Flanno eða okkar nýja Cult Hero, Cissokho sem hefja leikinn. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að Flanno var afleitur í síðasta leik og ég hreinlega er á þeirri skoðun að Aly eigi að koma aftur inn í liðið og setja Johnson á sinn rétta stað. Eins var innkoma Allen frábær, en ég reikna ekki með að Sterling verði fórnað. Ef ég mætti velja, þá kæmi Allen inn í liðið á kostnað Coutinho, væri fínt að fá þann dreng bara inn af bekknum ef hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp. Mín spá er engu að síður svona (Athugið að þetta er spá, ekki mín óska uppstilling):

Mignolet
Johnson – Skrtel – Agger – Cissokho
Henderson – Gerrard – Coutinho
Suarez – Sturridge – Sterling

Óbreytt lið fyrir utan hann Aly vin okkar. Stóra málið á morgun verður að passa föstu leikatriðin. Þau hafa verið veikur hlekkur hjá okkur í vetur og við hreinlega verðum að fara að hætta að gefa andstæðingum okkar mörk. Það er bara ekki hægt að þurfa að skora 3-5 mörk í hverjum leik til að ná sigri. Mér fannst talandinn í vörninni í síðasta leik vera afleitur, menn voru ekki að tala saman og það er að mínum dómi ein skýringin á þessu öllu. Southampton eru með fyrrnefndan Lambert og svo tvo ferlega sterka skallamenn í miðvörðunum hjá sér. Mignolet verður líka að fara að finna lausn á þessu lími sem er undir skónum hans, hann verður að geta hreyft sig af línunni og hreinsað þessa bolta frá.

En ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og ég held að okkar strákar séu komnir með smá blóðbragð á varirnar. Við getum bara ekki endalaust haldið áfram að tapa fyrir Southampton og ég ætla að segja að þessari lotu þeirra sé nú lokið og að okkar drengir taki nú þrjú stigin og stimpli sig endanlega inn í baráttuna um toppinn. Ég ákvað eftir síðasta leik að hætta að horfa niður töfluna, á liðin fyrir neðan og þess í stað að njóta augnabliksins og horfa upp. Auðvitað þarf allt að ganga upp til að við keppum um titilinn, en með hverjum sigurleik okkar manna, þá eflist trúin á þetta. Ekki bara hjá mér, ekki bara hjá þér, heldur öllum tengdum félaginu, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stuðningsmennirnir.

Suárez fer í gang aftur á morgun og setur 2 kvikindi og Sturridge kemur með metjöfnun og setur hann í níunda leiknum í röð í deild. Við munum þó auðvitað fá á okkur 2 klaufamörk og höldum áfram að skemmta fótboltaaðdáendum. Koma svo rauðir, ekkert rugl, það er ekkert til sem heitir grýla, hvað þá leppalúði, tökum þetta bara.

52 Comments

  1. Þessi leikur er stórt próf á liðið okkar, það er komin pressa á okkar menn og spurning hvort þeir standist prófið. Ég tel að ef við náum að vinna þennann leik þá verðum við með í baráttunni.

    Drullustressaður samt,,,,en frábært að vera Liverpool aðdáandi.

    Sjáumst svo á árshátíðinni 🙂

  2. Ég veit ekki hvort að ég höndli 11 fleiri Must win leiki.

    Ég er samt viss um að í þessum 11 leikjum þá eigum við eftir að eiga flotta sigurleiki, harða jafnteflisleiki með miklu drama og ég sé okkur tapa leik(eða leikjum).

    Ef við náum í þetta blessaða 4.sæti þá verðu þetta stórkostlegt tímabil og ef við náum hærra þá verður þetta ótrúlegt tímabil miða við væntingarnar fyrir tímabilið.

  3. Ég ætla að spá tapi en tek öllum sokkatroðslum fagnandi samkvæmt venju.

  4. Allen á alltaf að byrja þennan leik fyrir Coutinho.

    Mikið væri ég til í einn 0-1 sigur, svona fyrir andlegu hlið varnar okkar en ætli þetta fari ekki 9-10.

  5. Borðleggjandi tap, tal fjölmiðla um “the title” fara með okkur 2-0

  6. Sælir félagar

    Þetta verður erfiður leikur ekki síst fyrir það hvað við höfum átt erfitt með þetta lið undanfarið. Það er nú samt þannig að okkar menn eiga að vinna og verða að gera það. Ég vil ekki Allen inn fyrir Coutinho, ekki fyrir nokkurn pening. Strákurinn mun spila þennan leik eins og engill og búa til það sem þarf til að leikurinn vinnist. Hann mun jafnvel skora sjálfur og leggja eitthvað upp á SaS.

    Hendo kemur fullur sjálfstrausts inn í þennan leik og verður ógnandi í sókninni og Sterling verður eins og eldflaug upp völlinn og skapar endalaus vandræði fyrir andstæðinginn. Gerrard mun verða eins og klettur aftastur á miðjunni því hann sér möguleika á að vinna þann titil sem hann langar mest í að vinna. Þetta verður geðveikt.

    En hvað sem því líður þá verða Southampton menn okkur erfiðir eins og alltaf og baráttan verður afar hörð í þessum leik. Þess vegna þrátt fyrir afburðaspilamennsku fram á við munum við gefa eitt mark og skora þrjú. Mín spá er því, aldrei þessu vant, 1 – 3 í mögnuðum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Við skorum fjögur mörk gegn Southampton, veit samt ekki hvort það dugir.

  8. Talað um Liverpool fyrir alvöru sem eitt af liðunum í titilbaráttu. Ennþá er bara febrúar (mars á leikdegi) og við með útileik gegn eina liðinu sem hefur unnið okkur á Anfield og verið okkur afar erfiðir undanfarið. Þetta er bara að fara á einn veg er það ekki?

    Það var pressa fyrir Fulham og Swansea leikina og þrátt fyrir sigur var það ekki beint sannfærandi. WBA og Villa voru einnig svona must win leikir þar sem liðið var alls ekki sannfærandi, vond töpuð stig þar og töpuð stig gegn Spputhamton yrðu það alltaf líka, hvað þá ef við erum að tapa 5-6 stigum gegn þeim á sama tímabilinu.

    Þetta er risastórt próf og segir okkur slatta um þetta lið okkar. Persónulega ætla ég að jinx-a Coutinho í gang fyrir þennan leik. Skýrslan er flott hjá Steina og ég kann að meta stuðninginn við minn mann Cissokho en ég tippa á að Allen hefji leik á miðjunni.

    Eftir síðasta leik finnst mér Coutinho hafa spilað sig út úr liðinu og innkoma Allen var þannig að ég myndi mikið frekar setja hann inn í þennan leik. Miðjan hjá Southamton er mjög sterk og krefst mikillar vinnu af okkar miðjumönnum. Gerrard fékk alls ekki næga hjálp gegn Swansea og við lákum inn þremur mörkum og þeir sköpuðu of oft hættu. Allen kom mjög vel inn í þann leik. Coutinho hefur átt erfitt uppdráttar í nokkrum leikjum, sérstaklega á útivellli og ég myndi hafa hann á bekknum í þessum en auðvitað sem kost til að brjóta þetta upp ef við verðum í vandræðum.

    Vonum að þetta virki, það gerði það gegn Everton og Arsenal.

    Ég hef samt meiri áhyggjur af pressunni sem er á Liverpool fyrir leik heldur en af Southamton per se. Það var ekkert hægt að leggja þetta mikið meira upp í hendurnar á þeim í fyrri leiknum á Anfield enda hófum við leik með fjóra miðverði, nákvæmlega enga ógn frá bakvörðunum. Victor Moses og Aspas voru með Sturridge í sókninni. Alberto kom svo inná ásamt Sterling var alls ekki nálægt því að vera sami leikmaður og hann er núna.

    Þetta var bara almennt mjög illa samstillt lið gegn vel smurðu liði Southamton og mjög ólíkt okkar byjunarliðið í dag. Sérstaklega munar um þennan Luis Suarez þarna!
    http://www.theguardian.com/football/match/2013/sep/21/liverpool-v-southampton

    Þeir tóku okkur líka í bólinu á síðasta tímabili og vonandi kemur Rodgers reynslunni ríkari í þessa viðureign. Ég held að Southamton hafi verið heppið gegn okkur undanfarið hvað það varðar að fá leikina gegn Liverpool á góðum tíma, eitthvað sem ætti ekki að eiga við núna.

    Það er síðan gríðarleg pressa á vörninni okkar að halda búrinu eins og einu sinni hreinu, það er stór partur af ástæðunni fyrir því að ég held að Allen komi inn fyrir Coutinho. Rodgers er nánast búinn að staðfesta að Agger verður í byrjunarliðinu áfram og hann ætti ásamt Johnson að vera aðeins minna ryðgaður. Agger var nákvæmlega eins og hann er venjulega gegn líkamlega sterkum sóknarmanni í síðasta leik og var refsað fyrir það í seinni hálfleik þrátt fyrir að Skrtel hafi gert öll stóru mistökin og var á spjaldi, það sýnir hversu slappur hann var í þeim leik. Johnson var engu skárri og að spila úr stöðu. Vonandi kemur Cissokho aftur inn í sína stöðu og Johnson í hægri bakvörðinn. Botna ekkert í því að hafa Flanagan hægra megin og Johnson vinstramegin.

    Það eru alllir að búa sig undir markaveislu og því spái ég þessu 0-1 í hroðalega erfiðum leik. Suarez með markið.

  9. Sælir og afsakið þráðrànið.
    Hér kemur þessi klassíska spurning.
    Hvar er best að fara að horfa á leikinn á morgun þegar maður er à Akureyri city.

  10. Verð að vera ósammála að Flanagan hefi verið afleiddur í síðasta leik ef það er einhver sem var afleiddur þá var það Glen Johnson og er búinn að vera það mjög lengi og á skilið að setjast á bekkinn

  11. Skíthræddur við þennan leik. Vona þó að tilfinningin verði sú sama og eftir Tottenham/Everton/Arsenal leikina.

  12. Úff……. Babú farinn að spá okkar mönnum sigri, þar fór það, töpum leiknum!

  13. Tilfinningin fyrir leik er að þetta sé svona 50-50 leikur, á sjálfur ekki von á mörgum mörkum, held liðið sem setur fyrsta mark klári leikinn. Væri ekki hissa ef Liverpool færu varlega af stað miðað við oft.

    Hvar er hægt að horfa á leikinn í Reykjanesbæ?

  14. Þetta verður virkilega erfiður leikur. Er sammála mönnum um að þetta sé stórt próf fyrir okkar menn. Tap væri engin heimsendir svo sem en sigur væri einfaldlega frábær úrslit, sérstaklega í ljósi gengi okkar manna gegn Southampton síðustu misseri.

    Ég er sammála Babu með Allen inn í stað Coutinho. Það er auðvitað hægt að láta hitt kerfið virka en þá verða menn að vera í einhverjum öðrum gír í varnarvinnunni og pressunni en þeim fyrsta. Við höfum verið að taka s.a. annan hvern leik virkilega vel spilandi það kerfi og ég ætla að spá að það haldi áfram, ekki nóg með það heldur höldum við hreinu líka. Eitthvað sem hefur ekki gerst eftir stríð.

    0-2 Suarez skorar loksins og skellir í tvö!

  15. Innileg afsökun á þráðráni En eru einhverjir stuðningsmenn besta félags í heimi sem hittast i köben og horfa á leiki saman á pöbb ef svo er hvar þá ?

  16. Alveg sammála Steina að ef að ég fengi að ráða væri Coutinho á bekknum að horfa á Joe Allen inná en reikna þó ekki með því.

    Og algerlega sammála því að Aly Cissokho eigi að byrja og Flanno á bekk, fyrst og fremst til að Johnson nái upp kantinn sinn og auki þar með sóknarógnina okkar. Cissokho bara verður að byrja þegar maður vígir sína #TeamCissokho treyju á morgun.

    Þetta er aldrei að fara að vera neitt annað en hörkuerfiður leikur og ég ætla að spá 2-2 jafntefli en vona að sjálfsögðu að við vinnum hann!

  17. Sæl og blessuð.

    Eins og Babú bendir á, þá er mikill munur á því liði sem mætir til leiks núna og því sem tapaði í haust. Þá hafði BR ekki reynt til þrautar að tefla þeim Móses og Aspas fram en síðar kom í ljós hvílíkir gallagripir þeir eru. Móses með hæfileika en skortir áhuga og omvendt með Aspas. Og auðvitað vantaði nafna inn í breytuna. Það munar um minna.

    Þetta er samt hið sama lið og átti í megnasta basli með Fulham og Swansea svo engin ástæða er til þess að ætla að þetta verði eitthvað annað en sparktryllir í þeim anda sem við urðum vitni að síðustu helgi.

  18. Félagar, ég man þá tíð þegar enski var sýndur á ruv viku eftir leik og ég man þegar beinar útsendingar byrjuðu. Á þeim tíma var maður alltaf viss um sigur Liverpool. Ef þeir töpuðu var það slys. Þeir mættu í leiki til að klára þá og héldu svo heim að loknu góðu dagsverki.
    Í mínum huga er þessi tími að koma aftur, ég er að fá þessa sömu tilfinningu að Liverpool geti og eigi að vinna alla leiki. Ég hef þessa sömu tilfinningu fyrir morgundeginum, Liverpool á að vinna Southampton allt annað er slys.

  19. Þetta er þrusulið. Eitt af tíu bestu liðum í heimi. Vonumst eftir góðum degi.

  20. Þetta lið er alltaf að fara að skora tvö mörk á móti okkur hið minnsta. Vinnum ef Suarez og Sturridge verða í stuði en annars ekki. Vörnin getur ekki haldið hreinu.

  21. Ef að menn ætla að gera alvöru atlögu að titlinum þá þarf að vinna þennan leik. Fjarri því að vera auðvelt verkefni og ég ætla að spá þessu jafntefli. Spái því lika að Chelsea og Arsenal tapi stigum à morgun og þetta verði àfram î jàrnum.

  22. Var á klóstinu að gera númer tvö. Það gekk vel fyrir sig. Sem þýðir að Liverpool menn munu sigra á morgun.

    Lú maðurinn hefur talað

  23. Ég er löngu hættur að geta spáð fyrir þessu liði. Þegar maður hefur verið hvað stressaðastur í vetur (Spurs úti, Everton, Arsenal, Stoke) hefur liðið blómstrað og slátrað mótherjunum. Og þegar maður hefur verið hvað öruggastur um sigur (Villa heima, Swansea heima, Oldham heima) hefur liðið annað hvort misstigið sig eða verið ansi nærri því. Þannig að ég veit ekkert hvaða Liverpool-lið við sjáum á morgun.

    Jú, annars, ég veit að þeir skora mörk og fá á sig líka. Þetta verður sennilega einn af þessum leikjum þar sem það lið sem skorar fleiri mörk sigrar. 🙂

    Annars segja menn á Mirror að Rodgers muni nota óbreytt byrjunarlið. Ég verð að segja að ég er ósammála því. Ég sat nú við hlið Steina um síðustu helgi, á Anfield, og við erum sammála um að Johnson þarf að komast á betri hlið sína og Cissokho inn í stað Flanagan sem var ekki sannfærandi. Eins er spurning um að hvíla Coutinho og leyfa Allen að byrja, ekki síst gegn kappsamri miðju Southampton, en ég örvænti langt því frá ef Phil litli byrjar.

    Hef lítið annað að segja nema að stressið er hafið. Þrjú stig í boði og ef við hirðum þau á morgun fer ég hreinlega að fagna Meistaradeildarsætinu. Ef þau nást ekki þá getum við allavega huggað okkur við sex stiga forskotið á Spurs þannig að það verður engin örvænting ef það gerist.

    Nei, annars, vinnum þetta bara. Koma svo!

  24. Fín yfirreið SSteini. Ég hélt að það lið sem myndi skora fleiri mörk í leik myndi vinna! Gott að við hér heima á klakanum sjáum að leikmenn á Engladi tala ekki saman. Í alvöru er hægt að væla yfir gengi liðsins? Eigum við ekki að ró okkur með varnarleikinn og horfa glöð framm á veginn?

  25. Ég get svo sannarlega lofað ykkur því að verði tapleikur, það er kominn timi á að LFC misstígi sig og við vitum allir að það gerist fyrr og síðar, en a björtu hliðina þa er skítléttur leikur í kirkjugarðinum næst

  26. Ég er að verða svo spenntur fyrir Ludvigsen á Vesterbro að ég er að spá í að gera mér ferð.
    Erfiður leikur, held við stimplum okkur inn tökum þetta.
    YNWA

  27. Nei Stefán 72, það er erfitt að sjá tjáskipti manna í vörninni héðan af klakanum og útilokað að sjá slíkt í gegnum TV. En þar sem ég var á vellinum, rétt fyrir aftan mark okkar manna í seinni hálfleik, þá var þetta mjög greinilegt. En jú, auðvitað erum við ferlega kát yfir þessu stórkostlega skemmtilega liði okkar, en við hljótum samt að geta rætt veikleikann og hvað er hægt að gera til að bæta hann. Ég spái áfram að við vinnum 2-3 🙂

  28. Það er búið að Köben jinxa þetta allt í drasl, 14-2 fer þetta og það lið sem skorar meira vinnur.

  29. Frábær upphitun og fín umræða. Sammála med að skella Allen inn og eiga Cútinn sem sprengitøflu á bekknum. Er hins vegar tvistigandi med Aly eda Flanno. Treysti BR til ad leysa þessi mál og láta Glen spila á sínum stad. Treysti lika á BR og lidid okkar ad þeir mæti trylltir i þennan leik enda er mikilvægi leiksins meira en orð fá lýst!

    Spái 1-3 og frekar ,,þægilegur” sigur þar sem SSS okkar einfaldlega gera ut um leikinn.

    KOMA SVO LIVERPOOL!!!

  30. Kvitta undir það að setja Johnson á sinn hægri kant og Cissokho á þann vinstri. Afhverju geta þessir stjórar (BR) ekki hlustað á okkur hérna megin? Spila menn úr stöðum er ekki gott! Að því gefnu töpum við 2 – 1 með klúðri í vörninni enn og aftur!

  31. Mig dreymdi 0-0 jafntefli í nótt. Vona samt að við vinnum en hallast frekar að við töpum þessum leik út af vörninni og sóknin verður ekki í stuði í dag:/

  32. Varðandi bakverðina okkar, þá held ég að Glen Johnson ætti að vera á bekknum. Setja Flano og Sissókó í sínar stöður. Það ætti að hrista upp í Glen og sýna honum að hann þarf að hafa fyrir hlutunum til að komast í liðið. Varnarlega er hann bara ekki nógu traustur til að eiga eitthvað fast sæti í liðinu og sóknarlega erum við bara ekkert í vandræðum þessa dagana.

  33. Hvaða svartsýni er þetta 🙂 Við erum lið í toppbaráttu að fara keppa á móti liði sem er í miðri deild. Við erum Liverpool.

  34. Stutt i leik. Þannig lagað séð.

    Agger setur hann i dag, og i tilefni þess er ég farinn á barinn. Svoldið snemmt en, fokkit.

    YNWA

  35. Ég finn það bara á mér að Luis Suarez muni svoleiðis springa út eftir einhverja minniháttar markaþurrð í síðustu leikjum, Southampton eru ekki vanir að fá á sig mörg mörk, en ég hef það á tilfinningunni að Suarez muni algjörlega toppa sjálfan sig í þessum leik og setji 4 stykki í þessum leik, Lokatölur 2-4 fyrir Liverpool!

    …Og ekkert Helv*tis rugl!

  36. Mignolet, Johnson, Agger, Skrtel, Flanagan, Allen, Gerrard, Henderson, Sterling, Suarez, Sturridge. Þetta er XI samkvæmt aðila á RAWK, þeir hafa oft réttar upplýsingar um byrjunarliðið.

  37. Af Liverpool síðunni…..

    …..we’ll have confirmation of the manager’s starting XI before anywhere else at around 4.30pm GMT.

  38. ég er með app í símanum mínum og síminn minn segir að liðið sé svona:

    g.johnson- m.sakho-m.skrtl-j.flanagan

    p.coutinho.s.gerrard-j.henderson

    r.sterling-l.suarez-d.sturridge

    🙂

  39. Sigurður….mig dreyndi einmitt líka 0:0 steindautt jafntefli….úf vona að við séum ekki berdreymnir og þetta verði bara bullandi sigur með helling af mörkum

  40. Pre Substitutes: Jones, Toure, Cissokho, Moses, Aspas, Sterling, Teixeira.
    Pre The Reds’ XI in full: Mignolet, Johnson, Agger, Skrtel, Flanagan, Gerrard, Allen, Henderson, Coutinho, Sturridge, Suarez.

Ferðasaga Kop.is: febrúar 2014

Liðið gegn Southampton