Óbreytt lið gegn Fulham

Góða kvöldið. Í kvöld ætla okkar menn að vinna knattspyrnuleik og Brendan Rodgers er búinn að reikna út að svona á að fara að því:

Óbreytt lið (Babú það þýðir sömu 11 og síðast):

Mignolet
Flanagan – Skrtel – Touré – Cissokho
Henderson – Gerrard – Coutinho
Suarez – Sturridge – Sterling

Bekkur: Jones, Agger, Kelly, Allen, Teixeira, Moses, Aspas.

Það er gott að sjá Daniel Agger á bekknum á ný á meðan ungstirnið Joao Carlos Texeira fær líka séns eftir að hafa heillað Rodgers að undanförnu.

Þetta er feykisterkt lið og nú er bara að vona að okkar menn haldi dampi frá því um síðustu helgi. Það er einfaldlega risaséns á að vinna þennan leik og narta í hælana á toppliðunum. Koma svo, áfram Liverpool!

149 Comments

  1. Ánægður með þetta og vonandi fær teixeira tækifæri í stórsigri.

  2. Riise startar hjá Fulham og Bent kemur inn í byrjunarliðið. Annars óbreytt lið hjá þeim.

  3. Orti hæku í tilefni þessa leik með smá láni samt;

    Liverpool er rauð
    Grýla er dauð
    Elvis has left the building

  4. Pottþéttur 0-3 sigur og ekkert kjaftæði!

    Hvert S-ið með eitt mark hver!

    Koma svo Liverpool!

  5. Allir leikir á útivelli erfiðir í þessari deild, hef samt góða tilfinningu fyrir þessu í kvöld og held við löndum þægilegum sigri.

    Koma svo

  6. #4
    Bloodzeed er spursari svo hann sýnir hann ekki. Það er lítið um góða strauma sýnist mér.

  7. #6 Keli Toll.
    Eigum við þá ekki að henda í 0 -4 ? S-in fjögur. Suarez, Sturridge, Sterling…. og Skrtel !

    Koma svo.

  8. SOS veit einhver um link til að horfa á leikinn þetta helvítis stöð 2 að rugla í áskriftinni hjá mér

  9. Shit, veit einhver hvort Guderian er búinn að spila YNWA á píanó einhversstaðar í heiminum?

  10. Er kominn með danskan straum af wizwig (einhver tennis í gangi núna), en gæðin eru fín

  11. Ég vona að þessi danski skili sér, gæðin verða fín ef hann skiptir um rás: acestream://8d88b2367294bd72b6a25d09542a710cfe1d983d

  12. Mæli með SopTV3 á Wiziwig.

    Rússneskur þulur en gæðin mjög góð ( 2000 kpbs )

  13. Hvað er málið meðáskriftina hjá 365? Er hún í rugli hjá öllum? Sport2 HD hangir inni hjá mér,þessvegna tók ég ekki eftir neinu fyrr en ég ætlaði að skipta á leikinn á Sport3.. Engar sportstöðvar hjá mér virka nema HD .. Hvað segið þið?

  14. Það á að vera hægt að hringja í 365 og biðja um “neyðaropnun” eða eitthvað svoleiðis. Líka reynandi að fara í rásaleit fyrst (ef það er Digital Ísland yfir örbylgju)…

  15. Fínt! Tennisinn búinn og leikurinn byrjaður – og gæðin beint í klósettið!!

  16. Æ, æ, karlgreyið! Þetta fer eiginlega hringinn og er orðið svolítið spaugilegt… 🙂

  17. Sennilega versta sjálfsmarkið sem við höfum skorað síðan Djimi Traore setti hann í bikarnum hérna um árið.

  18. Jæja brauðfóturinn frá Fílabeinsströndinni ætti að vera kyrrsettur eins og Skrtel á seinasta tímabili.

  19. Liverpool á ekki séns í þessum leik. Öll vörnin er í rugli.
    Ótrúlegt að þetta sé sama lið og pakkaði arsenal saman fyrir nokkrum dögum.

  20. Við bara getum ekki hætt að skora, koma svo, núna í hitt markið 🙂

  21. Er Arnar Björnsson drukkinn i lýsingunni. Hann segir boltann útaf og segir að dæmt hafi verið brot þegar ekkert er dæmt.

  22. ég meina, var bara ekkert talað um leikinn á móti West Brom…það er bara copy paste.
    Sömu menn geta ekkert.
    herfilegt bara

  23. Þetta fkn lið er búið að fá á sig 55 mörk í 25 leikjum og lítur miklu miklu betur út en við!

  24. Hvað er í gangi hérna Sigfús, Siggi og hvað þið þarna neikvæðnisrausarar heitið? Slakið á, það eru liðnar 25 mínútur af leiknum. Við erum miklu meira með boltann, nokkrar sendingar sem hafa næstum opnað vörnina hjá Fulham. Þeir eru neðstir í deildinni, við erum með frábæra sóknarlínu já og við fengum á okkur freak mark.
    Hvorki himinn né haf eru búnir að farast, þetta mun allt fara vel. Anda inn…anda út.

    Btw, leikurinn er 90 mínútur.

  25. Ætli það sé of seint að fá þessum leik frestað, menn ekki með hausinn rétt skrúfaðan á í kvöld.

  26. Hversu lengi geta Fulham haldið áfram af þessum krafti? Ég meina voru þeir ekki alveg búnir eftir síðasta leik? Þeir eru ekkert smá baráttuglaðir og eru yfirleitt komnir þrír á hvern okkar manna þegar við erum með boltann….eins og við gerðum við Arsenal. Þeir hafa örugglega bara horft á þann leik og “já gerum bara svona” við LFC!!!

    Kolo….lítið við þessu að segja…týpískt varnamanns mark, skrtel hefur skorað þau nokkur svona…

  27. Plís Snæþór (44)…. byrjaðir þú að fylgjast með Liverpool í gær eða?

  28. Grunar þó að Suarez setji eins og 2 mörk í kvöld…hann er með einhvern þannig svip á sér 🙂

  29. Snæþór eða hvað sem þú heitir.

    Ég get ekki séð betur en liverpool sé undir í leiknum eins og stendur.
    Liverpool hefur varla komist yfir miðju þó svo þeir séu meira með boltann.
    Og Fullham líta út fyrir að vera líklegri til að skora annað en Liverpool að jafna.
    Á meðan staðan er svona þá áskil ég mér þann rétt að vera pirraður á stöðunni.

    Takk fyrir.

  30. Snæþór sástu Liverpool Spila við Aston villa eða West Brom ???? við erum heppnir ef við náum jafntefli við fulham… miðað við skitunna sem við erum að sýna þessa minutur….. Enn og AFtur dettur liverpool í frægt Liverpool Syndrome…. fara AndstæðingaLevel….. Spila ekki SITT LEVEL Sem er að rústa öll lið!! ekki furða að margir séu orðnir geðveikir á þessu flökti á liverpool!!

  31. Spurs yfir. Fokking Adebayor. Jafnir okkur að stigum eins og staðan er núna.

  32. Heppnir að vera ekki 2-0 undir þarna og Fulham fylgir eftir með stórsókn og við ekki búnir að eiga eitt færi… og t’ham komnir yfir… sem þýðir að tapist þessi leikur, erum við – eftir þetta svokallaða dásamlega tímabil – á sama stað og lið með markatöluna +1

  33. Snæþór, það getur vel verið að maður sé neikvæður en mér finnst ég þekkja mína menn, ef þeir eru pressaðir hátt, með háa menn frammi, þá dettur miðja út og allir eru stressaðir aftast.
    Þá gerist lítið frammi.
    Ég held að við töpum þessu, þetta er ekki fyrsta liðið sem er lélegra en við en það þarf að spila leikinn og önnur lið vita að það þarf ekki mikið til að trufla okkar menn.
    Verst að Brendan virðist ekki ekki vera búinn að sjá þetta en bara ég…….;)

  34. Omg, þessi sending, nýstaðinn upp, utanfótar undirstunga (backspin + hægri), gat ekki mögulega fallið betur fyrir Sturridge. Fallegt!

  35. Nr. 47, 50 og 51 Svo ég vitni í Megas. Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.

    Vel gert Sturridge!

  36. 60

    Þá máttu líma kinnarnar á þér aftur að eyrum svo Liverpool haldi áfram að skora.

  37. Fulham byrjuðu þennan leik á alveg 100% gasi, enda eru þeir alveg búnir á því núna líkamlega og mikið þyngri á sér heldur en fyrr í leiknum, ég spái allavega 1 rauðu spjaldi í síðari hálfleik.

    Ég hef litlar áhyggjur af þessu og verð hissa ef Liverpool klárar þetta ekki.

  38. Takk fyrir Kolo minn Toure fyrir sjálfsmarkið.

    Annars hefði ég aldrei séð snillarsendinguna hjá Gerrard!

  39. Vandamálið er samt augljóslega að það hafa ekki komið nógu margir krossar fyrir markið.

  40. Stoðsending #9 hjá SG, Sturridge að skora í 7. leiknum í röð (sem er félagsmet) og LFC að skora í 17. leiknum í röð, lengsta skorpan í deildinni í vetur.

  41. úff, þetta var með því daprasta sem ég hef séð frá liðinu á leiktíðinni. Erum bara heppnir að staðan sé jöfn.

    Ef við vinnum þennan leik þá væri það í fyrsta sinn sem við vinnum leik eftir að hafa lent undir á þessu tímabili. Er það annars ekki rétt hjá mér?

    Koma svo LFC!!

  42. Er enginn annar á því en ég að Sidwell hefði nú átt að fá orð í eyra og Suarez aukaspyrnu þegar Sidwell straujaði okkar mann duglega þarna um ca. miðjan hálfleikinn?

  43. Svona mistök og svona stuttu eftir W.B.A gjöfina réttlæta ekki að hann fái að klára 90.mínútur. Algjör farþegi í þessu liði kallgreyið, mojo-ið alveg farið til Cissokho. Kelly og Agger geta varla klúðrað verr en þetta.

    Annars nákvæmlega sá hálfleikur sem við óttuðumst öll og jafnvel ennþá verra en það. Guði sé lof fyrir Gerrard, þvílíka sendingin hjá drengnum, geftur okkur von um þrjú stig í dag.

  44. hverjar eru líkurnar á að Suarez skori í seinni hálfleik .. myndi segja 110 % líkur.

  45. Kolo Toure eins og ég fíla þann snilling er eins og hann sé með grjót í skónum og harðsperrur í náranum…ekki góð blanda.

  46. Ég er ekki frá því að Allen myndi nýtast betur á miðjunni en littli brassinn okkar.

  47. Hvernig getur lið slátrað Asenal einn daginn og sökkað svona feitt nokkrum dögum síðar???

    Ræðið!!!

  48. Hann Mignolet verður að fara að covera markteiginn allavega…

    Áfram veginn!

  49. Djöfull er maður orðinn þreyttur á þessum varnarmönnum okkar. Eyðileggja hvern leikinn á eftir öðrum!

  50. Djöfull erum við með ógeðslega lélega vörn. Það er bara ógeðslegt.

  51. fookkkkk .. var einmitt að hugsa að K.Richardson væri nú bara þokkalegur í þessum leik og af hverju ekki bara að kaupa hann ..

  52. Inná með 3 varamenn…menn bara þreyttir á því. Engu að tapa….

  53. Þetta er alveg dásamleg deild…en bara þegar litlu liðin stríða hinum stóru liðunum…

    jæja setja í fimmta gír og koma með þrjú mörk í lokin!!!

  54. hahahah hlægið meira að united … krossið meira það virkar

    2-1 fulham er herfilegt lið hefur varla unnið leik

  55. Hvað er að þessum varnarmönnum okkar, og mignolet er bara alveg frosin a línunni og er búin að vera svoleiðis allan leikinn

  56. Það sorglegasta er hvað þessi frammistaða var eitthvað fyrirsjáanlegt eftir síðasta leik.

  57. Sigfús, ég hættur að skammast í þér þegar þú tuðar. Við virðumst alltaf skora þegar þú byrjar, endilega að halda þessu áfram 🙂

  58. Dude….út af með kútinn??? 🙂 😀

    Vanda sig nú og setja sigurmarkið strákar!!!

  59. Suarez að gefa markmanninum feitt glóðarauga og heilahristing – útafskipting í kjölfarið og nýr markmaður inn á. Hann hlýtur að skjálfa á beinunum út af sússa okkar…

  60. islogi… Allen væri búinn að setja tvö! …ok, kannski ekki 🙂

    Breytir því ekki að þetta er borðleggjandi tap 3-2. Vonast samt eftir því að krækja í stig. Það væri ágætt eftir svona skitu.

  61. og Arsenal vs Utd að fara 0 : 0 sem er bara fínt er það ekki?
    Verst með að Tottenham skuli vera að vinna sinn leik….

  62. Jæja varnarmenn…núna er komið að ykkur að loka og læsa og skora tvö til að borga fyrir skituna!!!

  63. Liverpool búnir að spila fínan fótbolta í þessum leik en misstök frá Toure og Mignolet eru ekki að hjálpa.

    Coutinho er ofmikið að reyna að finna úrslitasendinguna og þessi skiptin var dálítið skrítin.

  64. úúúfffffff……….. aldrei eins stressaður og fyrir þetta víti!!!

  65. Elsku góði guð, ég lofa að vera góður strákur ef þú leyfir Gerrard að skora núna

  66. það er ekki oft sem kóngurinn fer úr treyjunni…eins gott að Fulham jafni ekki

  67. Erum við að tala um einhvern epískasta sigur í langan tíma – fyrsta skipti yfir 2-3 á 92. min… ég þori varla að horfa á afganginn

  68. ÞVÍLÍKUR SIGUR, ÞVÍLÍKUR KARAKTER Í ÞESSUM RAUÐKLÆDDU ANDSKOTUM, ÞVÍLÍK GLEÐI, JÁÁÁÁ, JÁÁÁÁÁ, JÁÁÁÁÁ!

  69. OMG, þvílíkur karaktersigur! Er ein taugahrúga hérna, þrátt fyrir smávegis bjórmarineringu. 🙂

  70. ÓJA,….. Nú þarf bara að skila Cisshoko og kaupa mann til að setja Toure á Bekkinn…

  71. Magnaður andskoti maður. Svona leikir fara með hjartað.
    Sleppa svona rugli og vinna bara 5-0 alltaf.

  72. Ef Herra Kólo Túre skuldar KAPTEIN FANTASTIC ekki bíl núna þá getur hann ekið í burtu á morgunn !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  73. @ Dude !

    Hvar ertu? Sofnaður? Svartnættið farið með kallinn?

    Lifi ljósið!

    YNWA

  74. kolo er engann veginn að passa inn í þetta batterí, ætti að vera varamaður í það besta eða mala kaffibaunir a fílabeinsströndinni , er ekki alveg tilbuinn að afskrifa cissokho enn en hann lítur ekkert alltof vel út miðað við frammistöðuna í siðustu leikjum, stundum hleypur hann eins og hann sé í krummafót

  75. Iceman1,

    Hann er fjórði miðvörður, í besta falli. Við erum/vorum með Johnson, Agger, Sakho og Enrique meidda. Þetta er bara stórkostlegt í ljósi þess!

Fulham á morgun

Fulham 2 Liverpool 3