Fulham 2 Liverpool 3

Hér er styttri útgáfan af leikskýrslu kvöldsins:

Þá er það lengri útgáfan:

Liverpool heimsóttu Fulham á Craven Cottage í Lundúnum í kvöld í 26. umferð Úrvalsdeildarinnar. Það var búið að fresta leikjum Manchester City og Everton á meðan Chelsea gerðu óvænt jafntefli gegn West Brom í gær (sem setur okkar jafntefli þar í samhengi). Þá voru Arsenal og Manchester United að spila innbyrðis og því kjörið tækifæri að græða stig á ansi marga af keppinautunum fyrir ofan og neðan okkur í kvöld.

Rodgers stillti upp óbreyttu liði í fjórða leiknum í röð:

Mignolet
Flanagan – Skrtel – Touré – Cissokho
Henderson – Gerrard – Coutinho
Sterling – Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Kelly, Agger (inn f. Coutinho), Allen, Teixeira (inn f. Sterling), Moses, Aspas.

Það er skemmst frá því að segja að fyrri hálfleikurinn var okkar slakasti hálfleikur frá áramótum (ásamt fyrri hálfleik gegn Aston Villa). Kolo Touré sýndi enn frekar fram á hversu mikilvægt er að Daniel Agger sé að koma heill inn því hann var búinn að koma Fulham yfir á 9. mínútu með einu af skrautlegri sjálfsmörkum vetrarins. Kieran Richardson sótti upp á bak við Jon Flanagan (taktík sem nýttist Fulham vel oft í kvöld) og gaf fyrir þar sem Touré sópaði boltanum yfir marklínuna algjörlega einn og óvaldaður. Stórkostlega klaufalegt og þótt hann sé karakter og hafi sýnt vonbrigði sín á litríkan hátt í kjölfarið verður að segjast að þetta er að verða of algeng sjón.

Á 13. mínútu tæklaði Touré svo Phil Dowd dómara á kostulegan hátt. Dowd slapp þó ómeiddur og Touré slapp með refsingu og þetta var allt saman frekar fyndið, þótt manni stykki ekki bros í þeirri stöðu sem leikurinn var á þessum tímapunkti.

Eftir þetta var bara stress á okkar mönnum. Vörnin dúndraði öllu hátt upp völlinn, miðjan komst ekki neitt í neitt og frammi voru þeir Suarez og Sturridge pirraðir og virtust ætla að dúndra á markið úr öllum færum. Þetta leit bara hreint ekki vel út hjá okkur en sem betur fer voru andstæðingarnir þeir lélegustu í deildinni og þeir gerðu lítið af viti líka. Steve Sidwell og Darren Bent áttu báðir skalla að marki úr góðum færum og þeir Lewis Holtby (besti maður Fulham í kvöld og bara almennt) og Vinur Riise Kvist (er það ekki nafnið hans annars?) ógnuðu með hættulegum skotum sem fóru rétt framhjá.

Það var því ákveðin heppni í því að við vorum aðeins 1-0 undir á 41. mínútu. Þá vinnur Cissokho boltann á miðjunni, Gerrard hrasar þegar boltinn berst til hans en stendur jafnharðan upp og neglir stórkostlegri 40m utanfótar stungusendingu inn fyrir vörn Fulham þar sem Sturridge þakkaði fyrir sig og lagð’ann í stöngina og inn. 1-1 í hálfleik og frekar ósanngjarnt, verður að segjast.

Seinni hálfleikurinn var talsvert betri. Okkar menn stjórnuðu allan tímann og virtust hafa vaknað (eða verið harkalega vaktir) í hálfleik. Maður var farinn að róast aðeins og beið eftir sigurmarkinu þegar önnur fyrirgjöf, nú frá hægri, kom inná markteiginn okkar á 63. mínútu. Þar hikaði Mignolet við að stíga út og taka boltann, hann skoppaði fyrir framan Flanagan og Skrtel og sá síðarnefndi ákvað að henda sér á hann og sparka honum … yfir hinum megin í markteiginn þar sem Richardson þakkaði fyrir sig. 2-1 fyrir heimamenn og vörnin okkar enn og aftur á leiðinni að kosta okkur stig.

Áfram hélt sókn þeirra rauðu og á 72. mínútu kom jöfnunarmarkið. Philippe Coutinho fékk boltann úti hægra megin, lék inn að teignum og þar sem enginn virtist ætla að stíga hann út ákvað hann bara að skjóta á mark og aldrei þessu vant hitti hann á rammann. 2-2 og ansi laglega gert hjá Coutinho sem þarf þó klárlega að eyða sumrinu í skotæfingar eftir þetta tímabil.

Á 74. mínútu gerðist svo skuggalegt atvik. Sterling vippaði inn á teiginn þar sem Suarez reyndi að ná til boltans á undan Martin Stekelenburg, markverði Fulham og fyrrum liðsfélaga sínum hjá Ajax. Það fór ekki betur en svo að Stekelenburg skutlaði sér á boltann, náði honum og fékk fót Suarez beint á gagnaugað og steinrotaðist. Nokkrum mínútum síðar settist hann upp sem betur fer en virtist alveg týndur og Dowd dómari virtist vera að útskýra fyrir honum hvað gerðist – og sennilega hvaða mánuður er núna – áður en honum var skipt út af og Stockdale varamarkvörður þeirra kom inná.

Sá gerði lítið annað en að horfa á pressu Liverpool skila fáum markskotum í kortér. Suarez slapp næstum því í gegn og Sturridge líka á meðan Coutinho og Teixeira – sem kom inná í sínum fyrsta leik með aðalliðinu – ógnuðu með langskotum sem hittu ekki rammann. Maður var orðinn ansi vonlítill þegar Sasha Riether ákvað að brjóta á Sturridge innan teigs á 89. mínútu. Okkar menn skyndilega með pálmann í höndunum og fyrirliðinn sjálfur lét ekki bjóða sér það tvisvar. Hann setti vítið og 3-2 sigur okkar manna í höfn eftir nokkrar stressaðar mínútur í uppbótartíma!

Maður leiksins: Fyrst þeir slæmu: Flanagan og Sterling áttu sína slökustu leiki í langan tíma fyrir Liverpool. Skrtel var lengst af góður en gerði mistök í seinna marki Fulham og því minna sem ég segi um félaga hans Kolo, því betra. Sá verður á bekknum um leið og Agger getur spilað 90 mínútur. Þá var seinna mark Fulham fyrsta markið í vetur þar sem ég hugsaði með mér, „Pepe Reina hefði bjargað þessu“. Mignolet var allt of staður þar á marklínunni þegar hann átti að hirða fyrirgjöfina auðveldlega, en annars var hann ekkert í neinum vandræðum í þessum leik.

Aðrir voru fínir. Henderson var vinnusamur á miðjunni og Coutinho vann sig vel inn í leikinn eftir skelfilegt fyrsta kortér. Aly Cissokho átti sinn besta leik í rauðu treyjunni og ef hann heldur svona áfram gæti hið ómögulega gerst – hann gæti átt séns á að vera áfram hjá okkur. Efa það ennþá en þetta var allavega mjög flott hjá honum.

Frammi voru Suarez og Sturridge frábærir að vanda. Sturridge er núna orðinn næst markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Suarez en sá úrúgvæski er ekki bara markahæstur heldur líka með flestar stoðsendingar. Hann hefur þó ekki skorað í þremur leikjum í röð núna, á meðan Sturridge hefur skorað í átta leikjum í röð og þar af átta mörk í síðustu sjö leikjum síðan hann kom inn úr meiðslum. Þeir eru svo magnaðir að það er ekki fyndið.

Minn maður leiksins var samt kóngurinn á miðjunni, Steven Gerrard. Hann steig upp og sýndi mikla yfirvegun sem varnartengiliður á meðan liðið í kringum hann hélt ekki vatni í fyrri hálfleik. Hann braut fjöldan allan af sóknum heimamanna upp og kom okkur svo inn í leikinn með magnaðri stoðsendingu á Sturridge. Hann var áfram frábær eftir hlé og steig svo upp á ögurstundu og slottaði sigurvítinu í uppbótartíma, eitthvað sem er ekki eins auðvelt og það hljómar við þessar aðstæður og undir þessari pressu.

Titilbarátta?

Kvöldið endaði á því að Spurs kjöldrógu Newcastle á útivelli 4-0 og eru því enn þremur stigum á undan eftir okkur. Arsenal og United gerðu hins vegar markalaust jafntefli þannig að nú er forskot okkar á United heil ellefu stig (!!) og eins erum við með átta stig á Everton sem eiga þó leik inni. Þannig að það virðist ætla að vera helst Spurs-liðið sem ógnar okkur, og þeir eiga eftir að koma á Anfield. Fyrir ofan okkur eiga City leik inni og eru stigi á undan okkur en Arsenal og Chelsea töpuðu bæði stigum og við eigum þrjú og fjögur stig í þau. Þetta er svo fljótt að breytast – við vorum á toppnum um jólin en í lok janúar vorum við komnir átta stigum frá toppnum. Nú er búið að helminga það niður í fjögur stig og tvö af þessum þremur liðum fyrir ofan okkur eiga Anfield eftir.

Er þetta séns?

Ég verð að segja eins og Iain Macintosh: „Getur Liverpool unnið deildina? Já. Munu þeir vinna hana? Örugglega ekki.“ En á meðan toppliðin virðast staðráðin í að skiptast á að tapa stigum, og á meðan okkar menn eru með magnaðasta sóknarlið deildarinnar, og á meðan við eigum heimaleiki gegn þessum liðum inni, og á meðan við höfum verið að taka þessa stórleiki síðustu misseri og pakka þeim saman, þá segi ég bara: hví ekki?

Fyrst og fremst er bara alveg magnað að við séum komin fram í miðjan febrúar og enn að tala um titilvonir. Það eitt og sér er kraftaverk.

Hugsið ykkur nú ef við værum með almennilega vörn …

161 Comments

  1. Helltu yfir mig hunangi og stráðu yfir mig sykri hvað þetta er sætt!
    YNWA

  2. Ef það er einhverntíman tilefni til að fá sér einn kaldan þá er það núna……fúkk it maður….þetta tókst.

  3. Djöfulsins bar8 í þessu liði aldrei að gefast upp og það skilar sér. SNILLD
    YNWA

  4. Hjúkk, hjartað er í 150 slögum núna 🙂 þvílíkur rússibani, enn og aftur.

    En ….. YES þetta hafðist 🙂

  5. Hvernig væri það ef menn myndu bíða með það þar til leikurinn er búinn að drulla yfir liðið?

  6. JJJJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!
    Hrikalega dýrka ég Daniel Sturridge! Hann er ekkert eðlilega góður… ekki má gleyma Stefáni Geirharðssyni, hvílíkar stáltaugar!

    PS. JÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!

  7. Ef Liverpool fer I meistaradeildina. Raka eg mig skollòttan

    Elska tetta lid

  8. Aldrei hefði ég giskað á það að maður yrði stressaðri í lokin á móti Fulham en á móti Arsenal eða Everton, var alveg við það að væta brók.

  9. Staðan hjá efstu fjórum: 57, 56, 54, 53(lfc)
    Að vísu á City(54) inni leik en ….við erum “right up there” 🙂

  10. Þá getum við utd men endanlega hvatt 4 sætið, þeas þeir sem enn trúðu á möguleikann. Til lukku með það poolarar 🙂

  11. Agger inn næst, Toure greyið þarf að fá sér sæti á bekkinn og slaka aðeins á 🙂 hrikalega sætur sigur.

  12. Úffff…þetta var erfitt. En svakalegur karakter að koma til baka og klára dæmið. Sýnir þroskamerki á leik liðsins, þetta hefði varla gerst í fyrra.

    Erum bara 4 stigum frá toppnum en líka bara 4 stigum frá 5. sætinu. Þetta verður rosaleg barátta! Mér líst ekkert á þessa sigra hjá Spurs en gaman að sjá Man Utd bara halda áfram að dragast aftur úr.

  13. Sterkur Sigur okkar manna. Neita ekki öskustrókur Kötlu lá yfir mér í leiknum enn mikið rosalega er gaman þegar sólin fær að skína í gegn og lýsa allt upp. öskufallið var gríðarlegt á köflum og ég sá bara varla meiri lit enn gráan og var farin að leita af Xanax töflunum mínum, Enn þá kom ljós. og YNWA ómar hátt hjá mér Takk fyrir Rússíbanakvöld félagar 🙂

  14. Ég er alltaf að bíða eftir því að einhver hjá klúbbnum segir “djók” í sambandi við Kolo Toure…

  15. Það skiptir svo innilega nákvæmlega engu máli hvernig við vinnum leiki og jesús hvað þetta var hressandi sigurmark í uppbótartíma. Gerrard svo klárlega maður leiksins með Sturridge þar rétt á eftir. Aðrir komast ekki á blað utan auðvitað Cissokho.

  16. Hafðist. Mikill vilji að vinna leikinn. Sást langar leiðir og Gerrard splæsti í eitt gult spjald sem hann hefur aldrei gert áður með þessum hætti. Sýnir hvað þessi sigur var honum mikilvægur. Hann ætlar sér titilinn. Maður leiksins.

  17. Ég er sáttastur að Kúturinn setti hann loksins í markið ! Vill MIKIÐ fleiri frá honum takk.

  18. Loksins! Loksins loksins fokking loksins náum við að klára leik eins og þennan!

    Fyrir mér er þetta stærri sigur en Arsenal-burstið. GRÍÐARLEGA mikilvægt fyrir sálarlíf leikmanna að vinna svona leik!

    Bölvuð neikvæðni í manni allan leikinn – og það ekki að ástæðulausu. En mikið óskaplega, dásamlega, unaðslega er gaman að vinna svona leiki!

    Kóngurinn er svo Steven Gerrard. What a man!!!!!!!

  19. Mikið svakalega er Mignole frosinn á línunni. Annað markið skrifast algjörlega á hann. Skyldusigur í hús en mikið svakalega var þetta tæpt.

  20. Þetta voru mikilvægustu þrjú stig tímabilsins.

    Drápu endanlega allar meistaradeildarvonir liðs hins illa og hefur farið ansi illa með stemminguna hjá þeim Spursmönnum á suðurleið.

    Kom inn á 37.mínútu og eftir það fannst mér liðið vera að reyna eins mikið og mögulegt var gegn 10 varnarmönnum við erfiðar aðstæður. Stúkan þarna er galopin og mikill vindur þannig að þarna var aldrei neinn gæðaleikur á ferðinni.

    Að lenda svo aftur undir með öðru skítamarki en samt vinna sig úr því og jafna strax var frábært og svo var að sjá hvort að liðið næði nú einu sinni að kreista fram sigur.

    Og já. Sturridge og hraðinn hans skilar víti…og enn einu sinni er besti leikmaður í sögu félagsins í mínum augum (já – hann er kominn fram úr King Kenny) að stíga fram og sigla fleyinu í höfn. Á ekki lýsingarorð yfir þennan mann. Bara engin sem ná yfir hann.

    Ánægður með Brendan að henda DAggernum inn til að hjálpa skallamönnunum og það hefði verið fullkomið að sjá Texeira setjann þarna í uppbótinni.

    Nú kemur 12 daga frí hjá okkar mönnum þangað til KAR, Steini og 32 aðrir kop.is höfðingjar sjá til þess að arga næstu þrjú inn.

    Ég ætla að fá mér viskíglas til að ná taugunum niður og gleðja mig í botn með þessi þrjú stig.

    Þetta var ekki bara Já!

    Þetta var JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!

  21. Maður tók nú eftir því að leikmenn runnu alloft á vellinum sem var ekki í besta ástandi svo aðstæður spiluðu sinn þátt í þessu sjálfsmarki hjá Toure. Engu að síður vil ég Agger inn í næsta leik.

  22. þessi var sá allra ljótasti sigur sem ég man eftir hjá LFC en mikið rosalega var hann sætur!

    Leiðréttið mig ef ég fer með vitleysu, en er þetta ekki örugglega fyrsti leikurinn sem við vinnum í deildinni á þessu tímabili eftir að hafa lent undir?

    Þetta voru alveg rosalega, rosalega, ROSALEGA mikilvæg 3 stig. Mun pottþétt hafa gríðarlega jákvæð áhrif á sjálfstraustið hjá okkar mönnum.

    Hmmm…….skyldi Toure fá frí í næsta leik?? Anyone?

  23. Hef það á tilfinningunni að þetta er sigurinn sem við munum horfa á í lok tímabilsins og segja: “þessi leikur breytti öllu”

  24. Hræðilegt að vera ekki með alvöru sóknarbakverði á móti svona liðum. Sér í lagi var Flanagan greyið hræðilegur fram á völlinn. Ef að greyið missti ekki boltan að þá drap hann allt niður og menn veigruðu sér orðið að gefann á hann. G.J er velkominn úr meiðslum. Annars frábært að taka þennann leik. Fulham fengu náttúrulega þessi 2 mörk á silfurfati.

  25. Guð minn almáttugur, ég á ekki orð! Þvílíkur karaktersigur! Er risinn að vakna?

    Geysilega mikilvæg 4 stig þar sem Tottenham unnu sinn leik. Eins leiks bufferinn heldur. Frábær úrslit hjá Arsenal og Manchester United.

    Jahérna hér, þvílíkur leikur, þvílíkt tímabil, þvílíkt lið!

    Skál! 🙂

  26. Ég held að þetta sé mikilvægari sigur en fólk áttar sig á. Hversu oft munum við eftir að fá svona mark á okkur og missa bara trúna, stuðningsmenn jafnt sem leikmenn (sjálfur sekur hér), og það sem eftir er leiks er hreinlega ömurlegur fótboltaleikur. Hvað er langt síðan Liverpool átti svona come back sigur? Hvað er langt síðan Liverpool átti come back sigur þar sem við vorum yfir í fyrsta skipta eftir 90 min? Muniði hversu oft Ferguson’s manu lék svona leiki þegar hann raðaði inn titlunum? Næst þegar þetta gerist munu menn rifja upp þennan leik og hafa bullandi trú á come back-i. Mikið mikilvægara að fá einn svona sigur en annan 5-0 þó þeir séu auðvitað hjartanu hollari.

    Gerrard er minn maður leiksins, vörnin einstaklega shaky og löngu tímabært að fara að hvíla Toure. Flanagan átti líka mjög tæpan leik, staðsetningarnar mjög daprar. En við nennum ekki að tala um það hverjir voru lélegir, þetta var æðislegur sigur.

    YNWA

  27. Nú geta Kolo Toure og Simon Mignolet þrifið heimili og bíla Gerrard, Sturridge og Coutinho fram að næsta leik. Þeir áttu þessi tvö mörk sem við fengum á okkur með húð og hári.

    Það blundar einhvernveginn ennþá í manni að nánst hafa ekki trú á því að liðið geti komið til baka eftir að hafa horft á allt of mörg töpuð stig á móti underdogs síðustu árin þar sem við hömumst og hömumst síðasta hálftímann en ekkert gerist. Svakalegar var sætt að sjá spyrnuna hjá Gerrard inni í lokin, horfði aldrei á markmanninn sem var löngu farinn í rétt horn og rétta hæð en náði honum samt ekki. Sleggja í hliðarnetið frá Captain Fantastic!

    Gerrard og Sturridge eiga mann leiksins skuldlaust saman. Sköpuðu mark hvors annars, Gerrard drifkrafturinn á miðjunni og Sturridge alltaf hættulegur. Mikilvægt að vinna slöku leikina!

  28. Það er ekkert hægt að vera að skíta út Toure hérna, þetta sjálfsmark var ótrúleg óheppni, boltinn skoppar asnalega á kartöflugarðinum þarna í markteignum og því fer sem fer. Það er ekki eins og Skrtel eða Agger hafi ekki gert annað eins.

    Toure var drjúgur fyrir okkur í lokin þegar Fulham fór að beita háloftaspyrnum fram á þennan burn eða hvað sem hann heitir, þeir settu hann í framlínuna og átti hann að skalla happa og glappa bolta á samherja sína.

    Gleymum því ekki að LIÐIÐ vinnur leiki, og LIÐIÐ tapar leikjum, gleðjumst núna með liðinu, en dissum ekki einstaka leikmenn.

  29. Geðveikur sigur – alveg yndislegir svona skítasigrar…. ….en hef miklar áhyggjur af Mignolet – gersamlega frosin á línunni nokkrum sinnum í þessum leik þegar hann átti að koma út – eins og sjálfstraustið sé mjög lítið og takturinn eitthvað vitlaus – annars bara frábært að landa þessu….

  30. #30: Jú þetta var fyrsti leikurinn þar sem við komum til baka og vinnum. Við gerðum það ekki bara einu sinni, heldur TVISVAR! Karakterinn sem býr í þessu liði er gríðarlegur og ekki skemmir að hafa snillinga eins og Sturridge í liðinu.
    Djöfull var Suárez óheppinn að skora ekki þegar skotið hans fór í stöngina, hann átti það svo sannarlega skilið… segi að hann skori þrennu í næsta leik á Anfield.

    YNWA

  31. Rosalegt og Liv ávallt lengi í gang eftir stórsigur en það hafðist og Toure hann má hvíla sig, kallinn er bara ekki að standa sig en rann að vísu en hvað um það, við þurftum að vinna og gerðum það. FRÁBÆRTTTTTTTTTTT.

  32. Það var nú gott að hafa Mignolet á línunni þegar skotið kom frá miðju.

  33. Það er ekki fyrir hverja sem er að halda með Liverpool!!!!! Fowler allur minn eini hvað þetta getur verið erfitt. Úffff……. Þetta var hrikalega mikilvægur sigur. En enn eina ferðina sést hvað þessi deild í ár er gjörsamlega óútreiknanleg. Next stop… emirates… þá skorar Suarez.. búinn með stangarkvótann í ár.

    YNWA

  34. Gleymum ekki að Toure átti bestu tæklingu leiksins þegar hann hljóp dowd niður 🙂 Minnti mig á Superbowl 🙂

  35. 3 stig augljóslega, en tilfinningin er eins og þau hafi verið 4! 🙂

  36. Vá hvað þetta var erfitt allt saman, og ef að vítið hefði ekki komið og SG skorað þá hefði nú aðeins verið öðruvísi stemmning hér. Tottarar væru þá stigi á eftir okkur og allt í hers höndum.

    EN sigur hafðist og ég man bara ekki eftir hvenær sigur náðist síðast svona á síðustu mínútunum.

    LFCforever, jú við höfum unnið leiki á tímabilinu þrátt fyrir að hafa lent undir. Ekki oft en það hefur held ég alveg örugglega gerst, man eftir því þegar við kváðum þá grýlu niður eins og svo margar undanfarið 🙂

    Ég var alveg farinn að sætta mig við tap, svo jafntefli og ákvað að njóta bara leiksins og hætta að æsa mig svona, pumpan alveg að farast. Svo bara færa þessar elskur manni bara sigur á silfurfati, allt í plati, við vorum bara að grínast, auðvitað vorum við að fara að vinna þennan leik……en erfið fæðing úff…

    Eftir svona leiki þá áttar maður sig á því af hverju maður er með þetta fáránlega áhugamál. Stundum….bara stundum…fær maður að upplifa þessa geggjuðu tilfinningu sem við erum að finna núna. Og hey…það skrítna við það að þetta er svo miklu betra en að vinna toppliðið 5:1, how weird is that???

  37. þetta var svona meistara sigur þar sem liðið getur voðalega lítið en nær að nýta sér mistök mótherjana. hversu oft höfum við séð united gera þetta.

    Verð svo að segja að mér finnst Cissokho er að bæta sig með hverjum leiknum og svei mér þá ef hann er ekki bara orðinn fínn leikmaður.
    Annars fínn leikur allt í allt margt neikvætt hægt að taka en einnig margt jákvætt.

    Mikið agalega sakna ég þess samt að sjá luis suarez setja hann, hefur ekki skorað í síðustu 3 leikjum en þýðir það ekki bara að hann sé að fara setja 6 í næstu 2 eða eitthvað, þori ekki að taka bandið af honum í fantasy vegna þess að þú veist aldrei hvað hann er að fara gera næst og er allveg jafn miklar líkur að hann skori 4 og að hann skori ekki neitt
    Þangað til næst
    YNWA

  38. Sælir félagar

    Þvílíkur hjartastoppari þessi leikur. Fimm sinnum fékk ég hjartastopp og konan með stuðtækið bjargaði mér í öll skiptin. Þá loksins lauk þessum leik sem betur fer enda stuðtækið brunnið yfir og ég hélt örendinu.

    Þá er bara að bíða eftir leikskýrslunni og skýringum á því hvers vegna þetta var svona erfitt en létt á móti Arsenal. Það eru sjálfsagt margar skýringar á því og til dæmis er erfiðara að vinna þegar gefin eru tvö mörk í forgjöf. En hvað um það. Þrjú stig í höfn og ég er sáttur en svakalega teygður eftir þennan leik þegar upp er staðið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  39. Þetta var riiisastór sigur! Skipti öllu máli uppá fjórða sætið og jafnvel eitthvað meira, að klára þennan leik! Þvílik sæluvíma!

  40. Mignolet getur bara spilað eins vel og vörnin leyfir.
    Með Hr. Sjálfsmörk og Hr. Sjálfsmark fyrir framan sig er voðinn vís.

  41. Toure(tte) má fá frí eftir þessa endalausu kæki að gefa mörk. Agger inn.
    ynwa

  42. Djöfull er maður orðinn spenntur fyrir því að fara á Swansea leikinn!!

  43. Hrikalega var gaman að fá þessa gæsahúð þegar Kóngurinn Steven Gerrard reif sig úr treyjunni þegar hann skoraði og það er eitthvað sem segir mér að þessi sigur hafi kveikt meira í mönnum heldur en Arsenal leikurinn þar sem þetta vonandi kennir þeim þá lexíu að drullast til að mæta til leiks frá fyrstu mínútu og vera í leiknum til enda fannst þeir mæta pínu hangadi og voru mjög hugmyndasnauðir í byrjun en eftir það var þetta fínn leikur. Það eru aðeins 4 stig í toppinn og við eigum eftir að tapa stigum og hin liðin líka svo það er allt hægt og við skulum bara taka einn leik í einu og bara hugsa um okkur sleppa öllu svona ef við vinnum og þeir tapa og þeir gera jafntefli og eitthvað svoleiðis hugsum fyrst og fremst um okkur hitt virkar mjög sjaldan.

  44. Það er gaman að horfa á Liverpool spila, hvernig svo sem staðan er. Þeir spila á Barcelona level. Frábær skemmtun. Var bjartsýnn alveg til loka.

  45. Mikið rosalega var þetta erfið fæðing… sem í raun endaði með keisara frá Keisaranum Stevie G.

    Markið frá Kolo Toure var með verri mörkum sem maður hefur séð í langan tíma og fékk maður á tilfinninguna við það mark að þetta yrði ekki okkar kvöld. En ótrúlegur karakter í þessu liði að berjast áfram og klára þetta. Gaman að sjá Suarez slökkva í fagnaðarlátunum eftir jöfnunarmarkið og drífa menn til baka á miðjuna til að halda áfram og setja úrslitamarkið.

    Verð að segja að margir leikmenn virkuðu ekki mótiveraðir fyrir þennan leik en vonandi að þetta sýni mönnum að þeir mega ekki slaka á eitt einasta augnablik ef þeir ætla að vera með í baráttunni.

    Ætli maður verði ekki að viðurkenna líka að maður sé í skýjunum með úrslitin í Manstueftir Júnæted leiknum 🙂

    Næst er leikur sem væri gaman að vinna en ég yrði minna full með það heldur en hefðum við tapað stigum í þessum leik. Því þetta voru stórir 3 punktar í hús.

  46. Frábær þrjú stig og maður lifandi hversu erfitt var þetta!

    Fulham fékk mark í forgjöf og það gerði leikinn mikið erfiaðari gegn liði sem spilar upp á varnarleik og skyndisóknir.
    Captain Fan-fokking-tastik maður leiksins og frábært að sjá hvernig hann fór strax eftir leikinn og hrósaði (að mér sýndist) Texeira fyrir hvernig hann kom inn.

    Til lukku öll.

  47. Leikskýrslan er komin inn. Inniheldur lúppuvídjó af sjálfsmarki Kolo Touré og ruðningnum á Phil Dowd.

    Sjáiði hvað við erum með lélega vörn. Sjáiði hvað við erum nálægt toppnum. ÍMYNDIÐ YKKUR EF VIÐ VÆRUM MEÐ ALMENNILEGA VÖRN!

    Þvílíkur leikur. Þvílíkt tímabil.

  48. Ég var líka gríðarlega ánægður að sjá bekkinn hoppandi eftir vítið. Greinilegt að þetta gerir mikið fyrir hópinn!

  49. #60
    Hel að hann hafi já verið að hrósa honum fyrir leikinn en aðallega fyrir tæklinguna sem hann fór í á Heitnga að ég held sem hann fór í á meira en fullum krafti og vann hana

  50. Þetta var leikurinn sem drengirnir urðu að mönnum. Nú stoppar okkur ekkert.

  51. Kolo Touré er eitthvað utan við sig þessa daganna, hann hefur ekki náð að selja bíl í yfir 2 vikur.

  52. Höddi B #37. Nákvæmlega, eins og talað út úr mínu hjarta. Tveir þumlar upp.

    Hættið að skíta Toure út. Toure er frábær leikmaður.

  53. Djöfulsins snilld var það samt að sjá þegar að Liverpool var að fagna markinu hans Coutinho þá var Suarez búin að sækja boltan og mættur til þess að reka þá í að koma sér á miðjuna. “Já nei ekkert fagn hér við höfum 20 mín til að klára þennan leik og jafntelfi er bara tap!!”

  54. Eina liðið í topp 4 sem mun ekki fá aukið álag af meistaradeild núna (ekki að maður sé e-ð stoltur af því) og eigum sennilega auðveldasta prógramið eftir af þeim… just saying…

  55. Skrtel búinn að skora jafn mörg mörk í deildinni og Berbatov. Hver hefði trúað því fyrir tímabilið?

  56. var Touré að reina að keyra á dómarann ???
    ef svo sé er hann á leið i bann
    þetta lítur ekki vel út í endursýningu 🙁
    EN Agger er komin aftur 🙂

  57. Guttinn minn 7 ára sagði þegar leikurinn byrjaði “þetta verður veisla” ég sagði honum að vera pollrólegur – ekkert svona ! Sendi hann í háttinn um miðjan seinni hálfleik, vakti hann svo með ópum og öskrum þegar Gerrard setti vítið, þá kom “ég sagði þér það”.

    Hefði ekki getað jafntefli, bara ekki glæta.

    Meistarataktar ?

  58. Iain Macintosh:

    Football being a chaotic and illogical thing, Fulham will probably beat Liverpool tonight. After all, in the history of the Premier League, regrettably a more predictable beast than the old First Division, no-one has ever jumped up from seventh and won the title the following season. But then again, as Gareth Roberts, editor of ‘The Anfield Wrap’ tweeted on Tuesday night, in the spring of 2005 no-one had ever won the Champions League with Djimi Traore in the team either. And this is a very, very strange season…

    Mér finnst þetta alveg æðislegur punktur með hann Djimi vin okkar hahah 😀

  59. Auðvelt að muna þennan EPIC leik. Leikurinn sem við unnum þar sem Toure skoraði sjálfsmark ,Tæklaði dómarann og Gerrard skoraði sigurmarkið úr víti á 90′ Mínutu 😀 yee

  60. ‘ur leik skýrslu::
    Titilbarátta?

    Kvöldið endaði á því að Spurs kjöldrógu Newcastle á útivelli 4-0 og eru því enn þremur stigum á undan okkur.

    Ekki það að ég sé eitthvað stærðfræði séní en er þetta ekkiþremur stigum á eftir okkur:-)

    Besta rauðvínið á bænum opnað eftir þessa hjartapínu.

    SKÁL drengir

  61. Þetta er enski boltinn í hnotskurn. Neðsta liðið … brjáluð barátta … ekkert gefið … og kafteinninn stígur upp. Þegar hann reif sig úr treyjunni þá var mér öllum lokið.
    Djöfulsins snilld.

    Hvernig er hægt að týna sér gjörsamlega yfir þessu frábæra félagi?
    Sumt er ekki hægt að skýra út, það bara er …

    YNWA

  62. Jón #70,

    Og ekki hjálpa þessar frestanir Man City og Everton. Toppliðin eiga eftir innbyrðisleiki, við eigum þau á Anfield, CL fer bráðum á fullt o.s.frv. Púslin eru öll að detta á sinn stað!

  63. Við vorum tveir félagar á búllu í miðborg Brussel í kvöld, sem var yfirgnæfð af ArsEnal og Manju (kann ekki að gera lágstafi) i kvöld. Liverpool leikurinn var sýndur á hliðarskjá en það heyrðist mest í okkur tveim (mest bölv og ragn).

    Þegar Captain Fantastic skoraði stukkum við þyngd okkar í herklæðun og knúsuðun við forláta svertingja í algleyminu, sem var þriðji Liverpool maðurinn á barnum. Mikill er máttur Liverpool!

  64. Getur það verið að B.R. láti strákana labba á alla útileiki? virka oft eitthvað svo andlausir og daprir.

    En annars helsáttur með þessi mikilvægu stig, sem telja víst uppá kommu á við hin 3 stigin 🙂

  65. Sæl öll og blessuð.

    Það er sjálfsagt að láta stríðalinn og ofdrekraðan aðdáendahópinn kveljast nokkra stundarfjórðunga, hvað annað? Höfum við gleymt þeim tíma þegar stangirnar nötruðu eins og taugarnar í hinum trúföstu? þegar menn á borð við Carrol, Adam, Poulsen, Kírarkos, Nó-gól og fleiri hátekjumenn, létu andstæðingana líta vel út, hvaða nafni sem þeir nefndust. Okkar óhamingju varð allt að vopni og ekki ylja minningarnar frá þeirri ótíð.

    Nú er öldin önnur. Uppbótarmínútan skilar nú mörkum á réttan stað. Fátt virðist ætla að stöðva eimreiðina rauðu þótt stundum skrölti í gangverkinu. Ég játa að um tíma óttaðist ég að þarna færu stigin tvö sem ég hef beðið eftir að sjá fara forgörðum. Nei, þau yfirgáfu okkur ekki í þessum leik og í kaupbæti fæst ómetanleg lexía sem ég veit að okkar menn munu lesa yfir nokkrum sinnum á næstunni. Vörnina þarf að bæta og vörn er besta sóknin – eins og dæmin sýna.

    Þetta Fulhamlið reyndar á mikið inni, það er engin spurning. Fantagóð nöfn eru þarna innanborðs og reynsluboltar í bland við unga og spræka. Parkerinn var nú öflugur er hann var með Spurs á sínum tíma, Richardson, Holtby og fleiri að Hríslingnum okkar ógleymdum. Allt kappar sem eiga að geta blómstrað í einum og einum leik á önn. Bætum við þúfnóttum mel sem Krákukotið býður upp á og við erum með banvæna blöndu fyrir léttleikandi stórlið með viðkvæma jafnvægistaug.

    En þökk sé nokkrum lykilmönnum í liðinu þá erum við á réttum stað, á réttum tíma. Næst verður vörnin þéttari og þá nýtur sóknin sín til hlítar. mæómæ hvað það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

  66. Ljótur sigur en sigur engu að síður og þetta er það sem skapar meistaralið, það er að hala inn 3 stigum þrátt fyrir að eiga það ekkert endilega skilið.
    Drullusáttur.

    Smá pæling.
    Hvað er vinur okkar Aly Cissokho að gera þarna ofarlega á vellinum, það er alveg átakanlegt að sjá greyið reyna að gera eitthvað af viti þegar hann er komin yfir miðjulínuna. Með öllu tilgangslaus leikmaður framávið.
    Finnst að Rodgers eigi bara að sekta hann um vikulaun í hvert skipti sem hann stígur yfir miðjulínuna.

  67. strákar getiði plzzzzzzz komið með link á leikinn með ensku … missti af honum vegna vinnu verð að sjá hann !!! ????????????????”””””’

  68. Mikil framför síðustu 2 leiki að láta StevieG stjórna varnarspilinu, gaufið þar með boltann í t.d WBA leiknum var way 2 much!

  69. Uhhhh Suarez er ekki með flestar stoðsendingar, Stevie G er með flestar stoðsendingar!

  70. Getið séð leikinn hér, og flesta aðra leiki, mæli með að setja þessa síðu í bookmarks

  71. Enskir meistar verða oftast til með sigurmörkum á síðustu mínútu…. það er bara þannig!

  72. Ætla að vera ósamála mörgun hérna. Mér fannst Liverpool spila leikinn mjög vel og sérstaklega taktíst.
    Í fyrihálfleik þá hélt liðið vel boltanum, Fulham komu aðeins framar á völlinn og var greinilegt að þeir ætluðu að leyfa Cissokho og Toure vera með boltan setja smá pressu á þá og svo detta alveg niður ef Liverpool næðu að leysa pressuna. Liverpool fóru einmitt ekki í að þessar löngu sendingar og héldu boltanum vel og héldu áfram að spila honum þrátt fyrir að það gekk ekki vel í byrjun.
    Því að um leyð og við náðum að koma boltanum úr vörninni þá voru Suarez, Sturridge, Sterling og Coutinho tilbúnir að fá hann og þá virkuðum við mjög hættulegir.

    Það versta sem gat gerst gerðist í þessum leik, mark hjá Fulham í byrjun sem gaf þeim von og vilja og svo annað mark í síðari hálfleik og lítið eftir og þeir með bullandi sjálfstraust eftir að hafa varist í 90 mín gegn Man utd.

    Í síðarihálfleik vörðust Fulham enþá aftar og við fengum miklu meira pláss fyrir framan vörnina en að sama skapi þá var næstum því ómögulegt að ná stungusendingum því að vörninn var svo aftarlega. Þeir hafa örugglega viljað að við tækjum Man utd á þetta og myndum dúndra inn fyrirgjöfum en við héldur áfram okkar spila og reyndum að spila okkur í gegn eða með skotum fyrir utan og það tryggði okkur sigur í dag(skot að utan og spila inní vítateig).

    Mignolet 5 – hann á að fara út í boltan í öðru markinu og því að boltinn er svo nálagt og Skrtel á aldrei að þurfa að fara í bolta sem er svona nálagt markinu(nánast vonlaus staða fyrir hann því að hann getur bara sparkað til hliðar eða á markið).

    Cissokho 5 – veit ekki afhverju það var verið að hrósa honum fyrir þennan leik. Hann var frábær gegn Arsenal en í þessum leik þá var hann kominn í sitt gamla form. Óöruggur með boltan, engin leikskilningur en ágætur varnarlega(reyndi reyndar lítið á þá hlið í þessum leik)

    Toure 1 – óöruggur á boltan og voru aðdáendur Fulham að gera grín að því allan leikinn. Skelfileg sjálfsmark og vona ég að Agger geti tekið 90 mín í næsta leik(og að Sakho fari að vera tilbúinn).

    Skrtel 7 – hann var auðvita í slæmri stöðu í öðru markinu en mér fannst hann eiga flottan leik og hefur verið okkar besti varnamaður á tímabilinu.

    Flanagan 5 – ekki hans besti leikur. Sendingarnar voru ekki að heppnast en hann var fín varnarlega og fór framar á völlinn(en ólíkt Glen er það ekki hans styrkleiki).

    Gerrard 8 okkar besti maður í kvöld og lítur vel út svona aftarlega á vellinum. Hann færði sig samt framar í restina og skoraði mikilvægt mark.

    Henderson 6 – var ekki áberandi í þessum leik og lét lítið fara fyrir sér en vinnslan og dugnaðurinn hjálpar liðinu

    Coutinho 6 – var týndur lengi vel og þá sérstaklega í fyrirhálfleik þar sem hann sást varla fyrstu 30 mín. Var skári í síðari og munaði litlu að hann myndi skapa marktækifæri fyrir samherjana sína en hann var stundum full lengi á boltanum og var of mikið að reyna að búa til úrslitasendinguna. Skoraði mikilvægt mark og fær því fína einkun.

    Sterling 6 – fékk lítið pláss en var ógnandi og virkar með mikið sjálfstraust. Hraðinn hans er mikill en hann nýtist illa þegar lið eru svona aftarlega á vellinum. Þetta var samt fín leikur hjá kappanum.

    Sturridge 7 – flott mark og var ógnandi og eftir að hafa skorað þrennu þarna á síðustu leiktíð(ég var á leiknum) þá vissi hann alveg hvað markið er. Eins og með Sterling þá er hraðinn ein af hans styrkjum en Fulham vörðust aftarlega í síðarihálfleik og því erfitt að fá pláss

    Suarez 8 – flottur leikur. Þeir voru í miklu basli með hann og fór hann oft illa með varnamenn Fulham. Hann dró mikið til sín og er einfaldlega besti leikmaður heims í dag.

    Mér fannst Liverpool liðið aldrei brotna og ólíkt Aston Villa og WBA leikjunum þá fannst manni að liðið ætlaði sér að sigra. Héldu sínu skipulagi, létu boltan ganga vel og sótu að krafti til sigurs á meðan í hinum leikjunum þá fannst manni eins og menn þorðu ekki að sækja að krafti.

    Frábær 3 stig eftir erfiðan leik.

  73. BESTI SIGUR TIMABILSINS PUNKTUR !!!!!!
    SÆLL HVAÐ EG ER GLAÐUR MEÐ DAGINN !!!
    ? YOULL NEVER WALK ALONE ?

  74. Tel augljóst að Toure tryggði sigurinn í kvöld, dómarinn hikaði en dæmdi svo réttilega víti þar sem hann taldi augljóst að Toure kallinn myndi endanlega jarða hann ef eitthvað annað yrði dæmt.

  75. Jonny, flestir leikir sem ég hef horft á þarna í gegnum tíðina eru með enskum þulum

  76. Ég held að ég hafi bara sjaldan orðið eins pirraður og þegar Kolo Toure afrekaði þetta sjálfsmark í dag. Djimi Traore yrði stoltur af þessu. Þetta er í annað skiptið á allt of stuttum tíma sem hann gefur andstæðingum okkar bæði mark og sjálfstraust. Svona mistök eru allajafna hrikalega dýr og Liverpool er að gera svo allt allt allt og mikið af þeim.

    Svo pirraður var ég að ég náði ekki að meta þetta nógu vel þegar Toure hljóp á dómarann og lét það ekki stoppa sig á leiðinni í vörnina.

    Núna er Liverpool búið að vinna leikinn á eins sætan hátt og mögulega var hægt, ég er búinn að sjá hversu óheppinn Toure var með skoppið á boltanum á þessum kartöflugarði og bræðin er aðeins að renna af mér

    Núna kann ég miklu betur að meta þennan ruðning á Dowd, þetta er svo yndislega Kolo Tourelegt, það er ekki hægt að vera reiður út í hann lengi.

    Besta lýsingin á vörninni okkar kom þó á twitter

    Þetta óttast ég að sé svolítið satt. Fyrir utan þetta mark þá bara get ég ekki mikið meira af Kolo Toure við hliðina á Skrtel í vörninni. Þeir ná alls ekki nógu vel saman, liðið lekur ALLT OF MIKIÐ AF MÖRKUM. Ef það er ekki epic klúður í vörninni eins og gegn W.B.A. þá skora þeir bara sjálfsmark. Skrtel hefur engu að síður spilað nokkuð vel undanfarið á meðan Toure hefur bara farið niður á við eftir því sem líður á tímabilið. Líklega aðeins úr stöðu líka þarna vinstramegin.

    Cissokho gerði ekkert af sér varnarlega og kom nokkuð vel frá þessum leik á meðan þetta var einn versti leikur Flanagan síðan hann kom inn í liðið. Hvorugur gerði þó nokkuð af viti sóknarlega og fyrirgjafir þeirra voru ekki einu sinni í Man Utd klassa. Glen Johnson var töluvert saknað í dag eins og stundum gegn liðum sem pakka í vörn.

    Hér má sjá hversu mörg mörk Liverpool hefur fengið á sig á útivelli á þessu tímabili

    0-2-1-2-2-3-3-0-2-2-3-1-2

    Þetta er með öllu fáránlegt. Níu sinnum 2 eða 3 mörk á sig en bara fjórum sinnum 0 eða 1 mark á sig. WTF.

    Blessunarlega er Agger líklega klár í næsta deildarleik og vonandi er mjög stutt í Sakho, held að hans hafi verið manna mest saknað af þeim sem hafa skellt sér á meiðslalistann hjá okkur í vetur.

    En það er í svona leikjum sem goðsögn Steven Gerrard tryggir sig enn betur í sessi og það fór ekki framhjá neinum hversu mikið honum og öllum tengdum Liverpool langaði að vinna þennan leik. Gerrard er rífur sig ekki oft úr bolnum til að fagna mörkum, líklega var hann þó að hluta að þagga niður í Richardson með þessu fagni. Stoðsendingin á Sturridge í stöðunni 1-0 gerir hann að manni leiksins fyrir mér. Hann skipti svo um hlutverk við Henderson á lokakaflanum sem hjálpaði pressu Liverpool og kláraði leikinn svo með rétt rúmlega pressuvíti.

    Daniel Sturridge er síðan búinn að vera gríðarlega góður undanfarið og það er afskaplega vanmetið hversu mikið hann er að skora og skapa í sókninni. Sóknarmaður með þessa þjónustu á reyndar að skora nánast að vild en hann er svo sannarlega að springa út. Haldi hann svona áfram erum við að horfa á stjórstjörnu verða til, allir aðrir sem skora svona mikið á þessu leveli eru stórstjörnur.

    Vonandi verður mark Coutinho svo svipað mikilvægt og mark Sterling (gegn Hull að mig minnir) var. Núna losnar vonandi aðeins um pressu á Coutinho sem er með alveg hræðilega nýtingu, það er alveg magnað hvað mark getur gert fyrir sjálfstraustið og eins og við höfum talað um í allann vetur þá er bara spurning um hvenær Coutinho bætir mörkum við sinn leik, hann gerir allt annað mjög vel sóknarlega.

    Frábært að klára þennan leik og úrslitin frábær þó þetta hafi verið allt of erfitt og spilamennskan vonbrigði. Liðið kom tvisvar til baka og kláraði leikinn með sigri í lokin. Þetta er í fyrsta skipti sem Liverpool kemur til baka eftir að hafa lent undir síðan við gerðum það á Craven Cottages á síðasta tímabili. Vonandi er liðið þarna að brjóta annan ís sem gefur liðinu meiri trú undir lok erfiðra leikja. Eitthvað sem hefur vantað mikið uppá.

    Hvað um það

    p.s.

    er það bara ég eða virðast allir vellir sem Liverpool spilar á vera alveg hörmulegir m.v. Anfield?

  77. skrtel verður að fara eyða þessum miistökum úr sýnum leik ef hann ætlar að vera þarna numer 1

  78. Þetta var erfiður en gífurlega sætur og mikilvægur sigur.

    Liðið í sjálfu sér var ekkert lélegt allan leikinn. Þetta byrjaði fremur klunnalega eitthvað en fljótlega fórum við að ná flest öllum völdum á vellinum, stjórnuðum spilinu að mestu leyti og keyrðum á þá trekk í trekk og tókst nokkuð ágætlega að brjóta þennan múr þeirra en því miður fór boltinn bara ekki í netið til að byrja með.

    Það er svo hrikalega fúlt að sjá liðið enn einu sinni vera að gefa af sér einhver klaufamörk. Það var ekkert sem benti til þess að Fulham væri að fara að skora mark þegar mörkin komu. Það er kannski erfitt að benda á Skrtel og Toure, segja að þeir séu lélegir og eitthvað þannig. Þetta var svo hrikalega, hrikalega klaufalegt bæði mörkin. Sem súmmerar mjög mikið upp mörg þeirra marka sem við erum að fá á okkur – klaufaleg, óþarfa mörk trekk í trekk.

    Margir hafa spilað betur og margir verr. Það var erfitt að fara að toppa frammistöðuna gegn Arsenal gegn liði sem náði jafntefli á Old Trafford nokkrum dögum áður (ekki að það virðist eitthvað merkilegur árangur þessa dagana!) og sýndu ágætan varnarleik í báðum leikjunum.

    Cissokho hefur verið að koma flott inn í þetta lið í síðustu leikjum. Maður verður að setja credit á hann fyrir það og vonandi heldur hann þeim dampi áfram. Ég vona að hann spili sig í það gott form að Liverpool skoði það hvort það ætti að kaupa hann í sumar, ef hann gerir það þá er hann hjartanlega velkominn að vera áfram. Moses, sem virðist ekki mikið í náðinni þessa dagana, mætti taka sér Cissokho til fyrirmyndar. *Klapp* fyrir Cissokho.

    Coutinho er að verða helvíti flottur þarna á miðjunni og kemur hann mér mjög á óvart í þessari stöðu. Ég var ekki á því að ég vildi hafa hann svona central strax en hann hefur staðið sig mjög vel og ef hann heldur svona áfram þá vonandi er hann kominn í sína framtíðarstöðu hjá Liverpool. Hann stýrir leiknum frábærlega, getur hlaupið með boltann frá miðjunni ásamt því að vera með eitt besta vision og hæfileikana til að finna hlaup samherja sinna sem maður hefur séð hjá leikmanni Liverpool í nokkuð langan tíma (fyrir utan Gerrard).

    Fyrirliðinn var frábær í dag, eins og bara undanfarna leiki. Var lykilmaður í spili liðsins, vann boltann vel og átti baneitraða sendingu á Sturridge sem kláraði glæsilega. Að sjá Liverpool counter-a mótherjana með menn eins og Suarez, Coutinho og Gerrard að koma boltanum í hlaupaleið hraðra leikmanna eins og Sturridge og Sterling er hreinn unaður að horfa á. Hann stígur svo upp og tekur gífurlega mikilvægt víti og skorar. Ég held að það sé frekar langt síðan maður hefur séð hann svona hungraðan í árangur – ég held að hann finni blóðþef og hann sér Englandsmeistaratitilinn í hyllingum. Vonandi nær hann að draga samherja sína með sér og berja þá áfram.

    Suarez hefur verið gífurlega flottur í síðustu leikjum – líkt og alla leiktíðina. Það er hálf skrítið að sjá hann ekki á skotskónum en hann er engu að síður að spila frábærlega. Mjög óheppinn að skora ekki en ég verð bara að játa aðdáun mína á því hvernig hann virðist tilbúinn að breyta sínum leik, taka menn til sín og búa til pláss sem nýtist t.d. Sturridge mjög vel. Hann er að vinna frábæra liðsvinnu og sýnir hversu gífurlega mikilvægur hann er fyrir liðið, sama hvort hann sé á skotskónum eða ekki. Maður sér það nú á honum að honum svíður svolítið að vera ekki að skora og vonandi kveikir það bara í honum fyrir næstu leiki. Eins og hann sagði í viðtali við McManaman um daginn þá er hann jafn glaður að sjá liðsfélaga sína skora og hann er þegar hann skorar sjálfur. Frábær karakter. Það var líka magnað að sjá hann og Gerrard koma og draga leikmennina til baka þegar þeir voru að fagna marki Coutinho til að byrja leikinn aftur – it’s business time.

    Daniel Sturridge er frábær. Hann er besti framherji Englands og 2. til 3. besti framherji Úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hann skorar og skorar, býr til fyrir samherja sína og skorar svo meira. Mikið rosalega er ég glaður að Chelsea skuli ekki hafa getað séð sér fært um að gefa honum tækifæri og hann ákvað að spila með vilja og hjarta hjá Liverpool. Tveir markahæstu menn deildarinnar spila báðir með Liverpool og virðist ekkert benda til þess að þeir séu að fara að slaka á. Þetta eru frábærir leikmenn sem eru umkringdir hæfileikaríku og ungu liði sem mun vonandi ná mjög langt.

    Það er mjög jákvætt að sjá Liverpool aftur í titilbaráttunni og vonandi í næstu leikjum nær liðið að blanda sér enn betur í hana og vonandi hoppa yfir einhver lið í leiðinni. Við virðumst vera að hrista Man Utd algjörlega af okkur í þessari Meistaradeildarbaráttu og er ég nokkuð viss um að við séum búnir að klára það fyrir þá. Nú vonandi horfir liðið bara upp á við, setur stefnuna á liðin á toppnum og um leið tryggir enn frekar stöðu sína í einu af topp fjórum sætum deildarinnar. Maður er mjög jákvæður og bjartsýnn á framhaldið og mikið innilega vonar maður að liðið haldi þessu áfram – þetta er klárlega okkar að tapa og það megum við bara alls ekki gera.

    *Klapp* fyrir Brendan Rodgers sem er að gera frábæra hluti með þetta lið. Flottur karl sem er hungraður í bætingu og árangur. Hann virðist smellpassa við Liverpool sem er mjög jákvætt. Það er allt mjög jákvætt í dag … nema kannski varnarleikurinn sem má bæta!

  79. Ég er ekki enn að komast yfir þessa sendingu frá SG, þvílík snilld. Djöfull er kafteinninn enn magnaður knattspyrnumaður! Sjáið svo bara hungrið og viljann í honum eftir sigurmarkið! Úff!

  80. Eini maðurinn sem á séns í byrjunarlið af varnarmönnum leiksins er Skrtel en sjálfur alltaf verið hrifnari af Agger og gef lítið fyrir að ekki sé hægt að spila honum og Sakho saman. Skoðum varnarlínuna hjá hinum topp 4 ef enginn byrjunarliðsmaður má spila (nú er ég bara að skoða hverjir hafa skráð nr. á wikipedia, ætla ekki að þykjast þekkja varalið þessara liða).

    Arsenal: Jenkinson-unglingur-Vermaelen-Monreal
    City: Richards-Demichelis-Lescott-Clichy
    Chelsea: Kalas-Aké-Luiz-Cole

    Haldiði að við fengum ekki að sjá vel sneidd sjálfsmörk ala Kolo ef þessi lið hefðu spilað þessum varnarlínum frá jólum. Hef ekki miklar áhyggjur af þessum klaufagangi í vörninni ef það er að styttast í okkar sterkustu varnarmenn þó vissulega vilji ég bæta bakvarðarstöðurnar í sumar.

  81. Fyrirliðinn okkar hefur troðið sokk í kjaftinn á mörgum aðdáendum sem héldu að hann væri búinn, þar á meðal mér.
    Það er greinilegt að hann hefur trú á verkefninu.

  82. Svo miklu betra að horfa á svona leiki dagin eftir, svo miklu betra fyrir hjartað 🙂

  83. Hversu mikilvægt verður þessi sigur í lokin þegar deildin er búinn? Svona leiki eru liðin að vinna sem enda í topp-4 … spila illa en fá stig eða sigra samt 🙂

    Þetta er bara gaman. Nú er það bara næsti leikur, þetta er ekki búið!

  84. Babu #103

    Spot on!

    Ef við súmerum þetta upp svona í morgunsárið eftir að vera svona að mestu búnir að jafna sig á þessu.

    Algerlega frábær sigur og liðið sýndi mikinn karakter að klára þetta. Ótrúlega mikilvægt að ná loksins að landa sigri eftir að hafa lent undir í leik sem mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif á sjáflstraustið.

    Coutinho skoraði! Algerlega frábært því hann þurfti svo sannarlega á þessu marki að halda. Gaurinn er búinn að eiga marga frábæra leiki með okkur og þetta er algerlega framtíðarstjarna í okkar liði. Hann hafði hins vegar fram að þessum leik farið illa með færin sín.

    Neikvæða við þennan leik er klárlega vörnin. Eins og BR sagði í viðtali við leikinn þá er það ekki endiliega strúktúrinn í vörninni sem er að klikka heldur “individual mistakes”. Bæði mörkin voru klaufaleg og þetta VERÐUM við að bæta. Alveg á kristaltæru að Agger mun byrja leikinn á sunnudaginn með Toure……nei djók :). Bakverðirnir okkar voru mjög daprir sérstaklega fram á við. Við þurfum að fá meira frá bakvörðum okkar þegar við spilum við lið eins og Fulham sem liggur aftarlega. Sendingargeta þeirra beggja er mjög léleg.

    En hvað um það æðislegur sigur og sem betur fer eigum við leikmenn eins og Suarez, Sturridge og Gerrard sem allir voru frábærir í gærkveldi.

    Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig BR stillir upp liðinu á móti Gunners á sunnudaginn. Vil að hann stilli upp sínu sterkasta liði því Gunners mun EKKI gera það þar sem þeir eiga Bayern á miðvikudaginn.

  85. Sigurmark úr víti á 90. mín er eithvað svo ljóðrænt – það er eitthvað í kortunum, það er á hreinu.

    Stuðningsmenn annara liða en okkar ástsæla hafa mikið talað um að Liverpool væri “one man team” – það er algjörlega búið að eyða þeirri umræðu, enda fáránleg umræða frá upphafi.

    4 stig í toppinn, þá hugsar maður ósjálfrætt til baka á öll klúðrin: Kolo gegn WBA, Joe Allen gegn Everton, City og Chelsea (dómaraklúður). Ef þetta hefði fallið með okkur þá gætum við verið á toppnum en það þýðir víst ekki að spá of mikið í þetta, bara horfa fram á við.

    Mikið er gaman að vera púllari í dag.

  86. Toure minnir mig á Nönnu í Brakúla greifa. Þau eru álíka klaufsk þessar elskur.
    Það er eitthvað mikið að gerast hjá þessu liði … við erum aðeins að upplifa byrjunina á einhverju svakalegu!

  87. Fyrirliðinn okkar hefur troðið sokk í kjaftinn á mörgum aðdáendum sem héldu að hann væri búinn, þar á meðal mér.

    Neita nú að leikur eins og í gær troði sokk upp í alla þá gagnrýni sem (a.m.k. ég ) hef haft uppi um hans hlutverk í liðinu, þó að hluta sé þarna sokkatroðun. Hann hefur reyndar komið mjög flott út sem aftasti miðjumaður og það aðallega sóknarlega, skilar þessu hlutverki betur en maður þorði að vona en það kemur ekkert gríðarlega á óvart.

    Liverpool á þó í full miklu basli með að stjórna leik gegn liðum þessa dagana og þannig hefur það oft verið í vetur, sérstaklega með Gerrard á miðjunni. Okkur virðist líða mikið betur án bolta sem er smá áhyggjuefni meðan við lekum inn svona mörgum mörkum.

    Gegn Fulham var það sóknarlega sem hann var að skila okkur stigum mikið frekar en varnarlega og þar hefur hann alla tíð verið bestur. Hann átti sendingu leiksins í fyrsta markinu og kláraði leikinn með frábæru víti í lokin. Hann skipti við Henderson á lokakaflanum og fór mun framar þegar okkur vantaði sigurmark og var mun hættulegri fram á við en Henderson gegn liði sem spilar svona aftarlega.

    En jú ég skal kaupa þetta hlutverk betur núna sem Rodgers ætlar honum heldur en fyrst þegar okkur var kynnt að hann yrði djúpi miðjumaður liðsins (og enginn keyptur sem cover fyrir Lucas).

    Einfaldara líka að ”vannýta” helstu hæfileika Gerrard aftar á vellinum þegar við höfum svona fáránlega skapandi sóknarmenn fyrir framan miðjuna. Þessar löngu stungusendingar úr djúpinu eru svo auðvitað nýtt vopn í sóknarleikinn frá þessum parti vallarins.

  88. 17 stig af 21 úr öllum 7 deildarleikjum eftir áramót, þar af sigurleikir á móti Arsenal, Everton og Stoke (úti). Þetta er frábært ár so far hjá okkur 🙂

  89. Ég er svo afskaplega feginn að ég held með Liverpool því að halda með þeim tekur mann í þeysireið lífsins, engin rússíbani gæti skapað þessa magatilfinningu eins og maður hefur, fyrir leik, á meðan leik stendur, og síðast ekki síst eftir leik…. 2x í leik okkar manna í gær þá sprakk ég úr hlátri…. Glæsimark Kolo og þegar No Dowd hrökk af kolo eins og vatnsdropi af önd…. sem betur fer þá komu þessi 3 stig í hús

  90. 17 stig af 21 er ekki bara frábært heldur best í deildinni. Hér er staðan í deildinni í þessum sjö umferðum eftir áramót:

    Þarna sést hvers vegna Chelsea eru komnir á toppinn, hvers vegna við og Spurs erum að nálgast topppakkann óðfluga og hvers vegna Newcastle eru í frjálsu falli. Fjögur stig frá áramótum á þeim bænum og nýbúnir að selja sinn besta mann. Vá.

  91. Yndislegt að hafa klárað þennan leik, drulluerfiður leikur og Fulham munu innbyrða nokkur stig í restina af tímabilinu, vonandi á móti réttu liðnunum.

    Taflan #119 segir okkur allt um árangur BR og strákana okkar. Liðið okkar er líka að spila fáránlega góðan og skemmtilegan fótbolta, oftast reyndar bara heima en það er 50% af leikjunum a.m.k.

    Kæmi mér ekkert á óvart að arsenal myndi detta út úr þessum pakka núna enda hefur wenger ekkert áorkað undanfarin 7 ár fyrir utan CL sæti.

  92. er ég sá eini sem horfði á viðtalið við Gerrard eftir leik og hugsaði “hann er að mana Carragher að mæta aftur á æfingu!”

  93. Já þetta var sannarlega mikilvægur sigur. Eins og menn voru að búast við fyrir leik þá var þetta drulluerfitt, aðstæðurnar ekki að hjálpa okkur og elsku Kolo ekki heldur. Það sem Babu#103 sýnir okkur, fjölda marka sem við fáum á okkur á útivelli, setur sóknarleikinn okkar líka í samhengi. Það er líka mikilvægt að muna, eins og Jón#107 bendir á að við erum líklega með bestu back-up varnarlínuna í deildinni. Þrátt fyrir Calamity-Kolo. Mignolet hefur heldur ekki verið sannfærandi og átti ríkan þátt í seinna markinu.

    Samhengið er sumsé það að sóknarleikurinn hjá okkur er ógnvænlegur. Í síðustu fjórum leikjum höfum við skorað 14 mörk og það án þess að Suarez skori nema eitt einasta af þeim.

    En jójóið heldur samt áfram. Erfiður útileikur gegn neðsta liðinu var alltaf að fara að verða erfiður og ungu drengirnir okkar eiga erfiðara með að halda stöðugleika í svona leik heldur en á upppeppuðum Anfield gegn bestu liðum deildarinnar. Og þess vegna verður leikur liðsins áfram jójó. Núna er aðalatriðið að fá Agger sterkan inn út tímabilið til að fækka þessum mörkum sem við fáum á okkur. Það gefur okkur tækifæri til að ná meiru út úr leikjum þar sem sóknarleikurinn hikstar. Þeir leikir munu koma, það er pottþétt.

    En ég held að við ættum ekki að fara fram úr okkur með því að tala um titilbaráttu þótt við séum skammt frá toppnum. Við erum líka mjög skammt frá 5. sæti þannig að lítið þarf að gerast í báðar áttir. Markmiðið fyrir tímabilið var 4. sæti og við erum á góðu róli með það. Ef okkur tekst að fjarlægjast Tottenham og nálgast þessi þrjú fyrir ofan, þá verður hægt að tala um titilbaráttu – og my god erum við outsiders, black horse eða hvað þetta allt kallast í þeirri baráttu.

    Frábær sigur, bring on Arsenal. Stillum upp okkar sterkasta liði gegn þeim því eftir þann leik er vika í næsta, heimaleik gegn Swansea. Eins og komið er inn á hér að ofan þá mun Arsenal hvíla helling af leikmönnum gegn okkur vegna Bayern Munchen leiksins og við eigum að nýta okkur það og henda þeim út úr FA-cup. Hvað væri betra þetta tímabil en sigur í FA-cup og að komast í meistaradeildina?

  94. Þegar menn tala um að varnarleikurinn batni við það að Agger komi aftur, þá er rétt að rifja upp að það hafa nú ófá mörk komið eftir mistök hjá honum. Stoke leikurinn í upphafi tímabils er líka enn í fersku minni, jafnvel þó Mignolet hafi varið vítið sem Agger fékk á sig. Allavega, held það sé ekkert hægt að stóla á að vörnin umbreytist eitthvað þó Agger komi í staðinn fyrir Kolo.

    Ég veit svo að það eru engar líkur á að það gerist, en ætli Rodgers hafi íhugað að fá Steve Clarke a.m.k. tímabundið til að vinna í varnarleiknum?

    En þetta er klárlega Akkilesarhæll liðsins.

  95. Neibb…

    Hugsaði það líka, finnst að það eigi bara að gera alvöru atlögu á Carra ef að Sakho er ekki að koma til baka, væri frábær kostur í stað Kolo.

    Því ef varnarleikurinn, þ.á.m. markvarslan reyndar líka, nær að loka þá getur maður farið að dreyma óraunverulega drauma…

    Svo hljóta nú bráðum menn að fara að hætta að tala Gerrard niður, hann er núna orðinn stoðsendingahæsti leikmaðurinn í deildinni auk þess að hafa stjórnað spilinu úr dýpinu og skorað töluvert af mikilvægum mörkum.

    Hann er einn þriggja lykla að árangri okkar fram á vor ásamt Sturridge og Suarez. Ef þessir þrír verða áfram á fullu gasi þá höldum við áfram að bunka inn mörkum.

    Sammála því að í leik eins og í gær þurfum við meiri sóknargæði frá bakvörðunum, vona innilega að við sjáum Johnson ekki seinna en gegn Swansea og vonandi Enrique fljótlega upp úr því. Flanno karlinn er fínn varnarlega og ógeðslega duglegur, en við þurfum alvöru sóknarbakverði þegar við mætum 10 manna varnarvegg.

    Svo held ég að skilaboðin verði ekki öllu skýrari til Luis Alberto en í gær. Ekki hafður í hóp en Teixeira settur inná. Vonandi verður hann sá næsti til að stíga upp og koma okkur á óvart, mér fannst Sterling vanta sprengjuna svolítið í gær og Coutinho hefur dottið niður inn á milli í síðustu leikjum.

    Við þurfum að virkja aðeins fleiri.

    En mikið er ennþá dásamlegt að hafa unnið þennan leik, ekki síður eftir að margir Unitedmenn hafa í dag ákveðið að fara að halda með Tottenham um sinn…

  96. BTW
    Daníel, var varnarleikur Liverpool eitthvað sérstakur þegar Clarke var að stilla honum upp? Man ekki eftir því. Hann lifir á því að hafa verið Nr. 2 hjá Mourinho sem er allsstaðar með gott record í varnarleik. Ekkert endilega að skíta Clarke út en ég held að þessi ímynd af honum sem einhverjum sérfræðingi í varnarleik sé aðeins ofmetin. Vörnin lagast um leið og við fáum okkar sterkustu menn til baka og markmaðurinn verður um leið traustari, ekkert flókið við það.

    Mjög góður punktur hjá þeim sem tók út næstbestu varnarlínu hinna toppliðanna. Skoðum það jafnvel betur seinna í sér færslu.

  97. Í sambandi við öll mörkin sem við erum að fá á okkur þessa dagana. Þá verður líka að taka í reikninginn að við erum að stilla rosalega sókndjörfu liði þar sem áherslan er að skora mörk frekar en að halda hreinu.

    Mér finnst eins og Rodgers sé búinn að finna taktíkina sem hann vill nota og hún er mjög sóknasinnuð sem getur komið okkur í koll varlarnlega og gefið færi á okkur.

  98. Hvað væri betra þetta tímabil en sigur í FA-cup og að komast í meistaradeildina?
    Sigur i FA cup og að vinna deildina væri betra.

  99. Babu, í minningunni var vörnin góð hjá Clarke, en kannski var munurinn á því tímabili annars vegar og Hodgson tímabilinu hins vegar bara að blekkja mann. Það væri gaman að gera úttekt á því hvaða breytingar hafa orðið á vörninni milli tímabila, það gæti örugglega verið efni í annan pistil (*wink wink*).

  100. Takið eftir Daniel Sturridge þegar hann fiskar vítið. Þrír leikmenn í kringum hann en nær samt að koma sér í sterka stöðu sem endar með klaufalegu broti. Heimsklassa leikmaður þarna á ferð. Stórkostlegur sigur!

  101. #127

    Að sigra deildina er bara ein leið að því marki að komast í meistaradeildina að ári!

    Þótt bakverðirnir hafi ekki verið að skila boltum inn á teig í gær þá er það allt í lagi. Við þurfum ekkert að slá heimsmetið frá því um síðustu helgi í flestum krossum inn á teiginn, enda er það ekki styrkleiki sóknarmanna okkar að fá háa bolta inn á teiginn. Styrkurinn felst í að Sturridge, Suarez, Coutinho, Sterling fái boltann í lappir við teiginn og prjóni sig í gegn solo eða með nettu þríhyrningaspili eða með stungum gegnum varnarlínuna. Ónefnt lið sem setti heimsmet í krossum inn á teiginn á sunnudag fékk bara eitt stig úr þeim leik (á heimavelli), á meðan að the Liverpool Way tryggði þrjú stig á útivelli gegn feykiöflugu liði Fulham!

  102. Nr. 131

    Það segir bara nákvæmlega ekki neitt enda hefur enginn á undan honum tekið við eins góðu búi. Mögulega sá sem tók af Busby en það er ca. hálf öld síðan.

    Engu að síður og þrátt fyrir allt er United ekki nema 15 stigum frá efsta sæti í deildinni. Það er mikið m.v. síðasta tímabil en ekki eitthvað sem ekki er hægt að brúa milli tímabilia þannig að ég ætla ekki að taka þátt í dánarfregnum þeirra alveg strax. Þó vissulega sé gaman af þeim eins og strendur.

  103. Hvað finnst ykkur um þessi ummæli Neville ?? Vá hvað ég yrði svektur ef þetta myndi svo rætast eins og hann spáir !!! Það væri eins og martröð !

    …Annars eru ekki miklar líkur á að þetta illa spilandi lið vinni Meistaradeildina, þetta minnir mann samt á að 4 sætið er ekki öruggt ! þurfum að stefna hærra !

  104. KOLO TOURE auðvitað maður leiksins og einnig voru Sterling og Flanagan fínir. Lélegur leikur hjá Gerrard,Coutinho,Sturridge og Suarez voru bara ekki að finna sig, ánægður með Kolo í vörninni enginn mistök 10/10.

    #KINGKOLO

  105. Sælir.

    Ég styð Kolo Toure enda eru við með mottóið you never walk alone.

  106. Annars???? hvað er að KOLO TOURE, er hann blindur og veður áfram eins og leðurblaka og athugar ekki hvort sé í lagi með dómarann, það hlýtur að vanta nokkrar síður í gaurinn, baðst ekki afsökunar eða þannig, þetta er ekki fyndið og þó. Vona að hann skoði sig að utan sem innann, kallinn verður varla á bekknum næstu leiki, menn eru að koma úr meiðslum sem betur fer.

  107. Hættið að bögga King Kolo, ef minnið er ekki að bregðast mér þá lék hann frábærlega hér í upphafi tímabils og var eins og klettur í vörninni þegar við vorum að taka 1-0 sigrana hægri vinstri.

    Kolo hefur verið flottur hjá okkur og er með alvöru keppnisskap og þrá til að gera vel fyrir Liverpool.

    YNWA

  108. Er að horfa á highlights á LFC TV og þegar ég horfi á markið hjá Sturridge hugsa ég það sama og þegar ég sá leikinn í gær: “Vá. Getur boltinn actually farið í stöngina og INN!”

  109. #139 – Ég held hann hafi frekar hugsað um það að drífa sig aftur í vörn ef Fulham skyldu fara í skyndisókn í staðinn fyrir að stoppa við og athuga með dómarann, fyrir það fær hann hrós

  110. Mér fannst Teixeira standa sig vel. Var alltaf að bjóða sig fram og fór vel með boltann. Hefði verið gaman ef hann hefði náð að skora 🙂

  111. Nr. 139

    Hvernig í veröldinni var þetta ekki fyndið?

    Þetta var hilarious og bara fyndnara eftir því sem maður sér þetta oftar 🙂

  112. Hefur engum dottið í hug að setja Kelly í miðvörðinn þar sem hann er að upplagi miðvörður?

  113. GJ#145

    Mjög athyglisvert að skoða þessa statistic. Ég er á því að Sakho sé algerlega framtíðarlykilmaður okkar í þessari stöðu. Á hins erfitt með að ákveða mig hvort ég vilji frekar hafa Agger eða Skrtel með honum þarna. Toure er hins vegar KLÁRLEGA að vera 4. kostur.

  114. Titilbarátta eða Meistaradeildarsæti?

    Ef við skoðum tölfræðina síðustu 5-6 ár þá kemur í ljós að til að eiga möguleika á sigri í deildinni þurfum við að ná 82-85 stigum en 71-75 stig til að tryggja okkur 4 sætið.

    Liverpool á 12 leiki eftir og þyrfti því að sigra 9 af þessum tólf sem er 75% sigurhlutfall en í vetur höfum við verið að vinna um 61-62% okkar leikja í deildinni sem þýðir að sigra deildina er kannski langsótt en til að tryggja okkur 4 sætið ætti að duga að vinna 7 af 12 sem er 58-59% af okkar leikjum og það á að nást.

    Svo er spurning hvort Rodgers og hans menn geti hins vegar breytt þessu og náð í þessi 22-24 stig sem við þurfum til að draumurinn rætist 🙂 en verð alltaf sáttur við þá þróunn á liðinu að komast upp í 4 sætið 🙂

  115. Það er nokkuð ljóst að Kolo fer á bekkinn um leið og Agger og/eða Sakho verða klárir, sem styttist óðum í.

    Það er nú ekki langt síðan Skrtel gerði sig sekan um svipuð mistök og Kolo gerði gegn WBA (City í fyrra) og sjálfsmarkið gegn Fulham var algjört slys, boltinn skoppar í þessum kartöflugarði rétt áður en Kolo ætlar að hreinsa, því slæsar hann boltann líka svona frábærlega inn. Annars er ekkert óeðlilegt við það að óöryggið sem vörnin hefur verið að sýna undanfarnar vikur sé tengt litlu sjálfstrausti eftir einstaklingsmistök og gagnrýni (Kolo & Cissokho) og ekki síður vegna fjarveru Lucas.

    Það væri frábært ef að Agger myndi fá amk annan hálfleikinn gegn Arsenal á sunnudaginn og svo byrja gegn Swansea helgina eftir. Agger hefur sjálfur ekkert verið að spila eins og kóngur þegar hann hefur fengið sénsinn, en hann getur nú varla gert annað en bætt varnarleik liðsins m.v. hvernig hann hefur verið í undanförnum leikjum.

    Byrjunarliðssætið er þarna ef þú vilt það, Dagger, gerðu það að þínu með óaðfinnanlegum frammistöðum takk 🙂

  116. Ein spurning, sé hérna á ofan Sigueina gefa Sturridge 7 í einkunn en Suarez 8. Hvað er eiginlega að? Sturridge er með mark stoðsendingu og fiskað víti, Suarez átti stangarskot og klikkuð færi, barðist en einn slakasti leikur hans á tímabilinu til þessa. Virkaði þreyttur og var tví til þrí dekkaður allan leikinn. Eru menn svona blindir á hans hlutverk og dýrkun á honum eða sjá menn ekki það sem Sturridge gerir? Nú á þetta alls ekki við um alla, en ég skil bara ekki hvernig hægt er að hrósa Suarez fyrir vinnusemi, þegar hans hlutverk er að búa til færi og skora mörk 🙂
    En kannski er ég bara svona kröfuharður á hann 🙂 Finnst hann bara betri en að eiga 3 leiki í röð þar sem hann skorar ekki mark.

  117. Sammála þessu með Sturridge. Vel hann sem mann leiksins ásamt Gerrard. Maðurinn með frábært mark og tvær stoðsendingar ætti á fá í það minnsta 9 í einkunn.

  118. Babu #132,

    Þetta er að sjálfsögðu rétt hjá þér. Lítið sample og sérlega heppilegur upphafspunktur hjá Moyes og allt það. Það er bara svo gaman að grilli sem tengist Manchester United, kannski því að maður gerir sér vel grein fyrir að þetta mun líklega ekki endast lengi? Stigasveiflan vs Liverpool eftir jafnmarga leiki í fyrra er jú 40 stig eins og stendur. Um að gera að sæta lagi. 🙂

    En talandi um grill – athyglisvert er að sjá hvað grillmeistarinn á Brúnni, sjálfur Móri, er farinn að snúa sér að Liverpool. Hlutir eins og http://www1.skysports.com/football/news/11661/9164955/premier-league-chelsea-manager-jose-mourinho-believes-liverpool-have-advantage-in-title-race

    Þarna er líka einkar skemmtileg athugasemd:

    “Well, talking about advantages, hazard + oscar + willian + matic = £110 million. Last match v fulham, liverpool starting 11 + the bench cost £107.1 million. Now thats an advantage, when an entire 18 man matchday squad is worth less than 4 of your players”

  119. Þegar Móri er farinn að grilla þýðir það einfaldlega að hann er hræddur

  120. SP#149: 17 stig í síðustu 7 leikjum gera 2,42 stig að meðaltali í leik. Ef við margföldum það með þessum 12 leikjum sem eru eftir gerir það 29 stig, sem skaffa okkur 82 stig í lok tímabils. Þannig að við þurfum einfaldlega title-winning run það sem eftir lifir tímabilsins til að klára dolluna. Við höfum verið á slíku rönni frá áramótum en maður þorir varla að láta sig dreyma um að það endist fram í maí. Þetta er meira eins og Ólafur Haukur lýsir svona líka rosalega vel hérna: http://raudiherinn.wordpress.com/. Maður þorir ekki að trúa, maður vonar innst inni en á samt ekki von á því að þetta fari svona vel. Og Tommi#127, það væri vissulega betra, en eins og ég segi, maður þorir ekki að láta sig dreyma…

  121. Sendingin hjá Gerrard í markinu hans Sturridge er einfaldlega fallegasta sending sem ég hef séð í fótbolta. Hann snýr boltanum á Sturridge. Löng stunga með snúningi! Þetta á bara ekki að vera hægt. Handbolta menn þurfa parket og harpix til að snúa boltann í markið.

  122. var að horfa á blaðamannafund BR á LFCtv fyrir leikinn á móti Arsenal.

    Hann ætlar að stilla upp sín sterkasta liði og sér enga ástæðu til að hvíla lykilmenn þar sem þeir fá góða pásu eftir leikinn á sunnudaginn. Hann sagðist vilja vinna þennan bikar!

    Auðvitað pínu áhætta upp á meiðsli en hann ætlar bara að kýla á þetta!

  123. Þó svo að hann hafi ekki verið inná lengi, þá hef ég nokkuð góða tilfinningu fyrir Texeira. Hafði aldrei heyrt um hann fyrr en hann kom inná, en var ekkert smá hrifinn af honum í þessar mínútur sem að hann spilaði. Má líka vera nokkuð gott fyrir sjálfstraustið að hafa átt góðan þátt í sigrinum (sendingin á Sturridge í aðdraganda vítisins). Lítur líka út fyrir að Rogers hafi trú á stráknum, og hann á það til að finna óslípaða demanta…

  124. Auðvitað eigum við að nota okkar sterkasta lið á móti arsenal í FA cup. Viði erum að tala um atvinnumenn í fótbolta, sem eru að spila með LIVERPOOL FC. Þeir eru að “vinna” við það sem þeir elska, hver þarf hvíld ????

  125. Sæll Höddi númer 160. Ég held að vandamálið hjá okkur sé ekki að reyna níðast á leikmönnum því þeir hafa of há laun og eru að stunda þá vinnu sem alla dreymir um heldur snýst þetta einnig um hættu á meiðslum hjá leikmönnum sem stunda þessa vinnu sína of ákaft, það er ein allavega að mínu leyti ástæða þess að það megi hvíla einhverja starfsmenn þessa félags á Sunnudag en þó reyna halda saman kjarnanum. Ég myndi vilja sjá t.d. Texeira koma inn fyrir Sterling og jafnvel Agger inn fyrir Toure.

Óbreytt lið gegn Fulham

Leikur framundan og blaðamannafundur Rodgers (opinn)